EMBLA 2022 GRAFÍSK MIÐLUN





Embla er einstaklings tímarit sem nemendur í lok annar í Grafískri miðlun gera. Svo er tekið ýmislegt úr hverju tímariti og sett saman í tímarit sem kallast Askur sem tækniskólinn gefur út á hverju ári.
í þessu tímariti má sjá spennandi og skemmtilegar greinar við förum yfir æfi Louis Vuitton sem var vægast sagt áhugaverð svo er smá texta um mig og skemmtilegt viðtal við listakonuna Brynhildi Kristinsdóttur og ýmis skemmtilegar staðreyndir sem gaman er að vita svo Skyggjumst við inn í dularfulla Líf Latífu prinsessu sem hefur verið týnd frá 2018 eftir að hafa reynt að flýja frá ofbeldisfullum föður.
Útgefandi: Upplýsingatækniskólinn 2022
Hönnun kápu: Glódís ýr
Umbrot: Glódís ýr
Prentvinnsla: Upplýsingatækniskólinn
Ljósmynd af Louis á bls.10 er frá Picyl ljósmynd bls 5 er frá Preepic
Glódís ýr Jóhannsdóttir ....................................................... 5 Viðtal við listakonuna Brynhildi Kristinsdóttur ................ 6 Skrítnar staðreyndir 8 Frá því að vera Heimilislaus í að skapa stórveldi 10 Týnda prinsessan frá Dubai 12
Ég heiti Glódís Ýr Jóhannsdóttir og er fædd 1996 í Danmörku þar sem pabbi minn stundaði nám. Ég flutti sex ára til Akureyrar og er að mestu alin upp þar. Ég byrjaði nám mitt í Verkmenntaskólanum á Akureyri en fór svo í Fjölbraut Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2019. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og plötusnúða öðru hvoru sem mér finnst rosalega skemmtilegt að gera en hef því miður lítið
og að teikna enda fékk ég mjög listrænt uppeldi og margir listamenn í ættinni minni. Þess vegna datt mér í hug að grafísk miðlun myndi mögulega henta mér og árið 2020 í Covid faraldrinum var ég á krossgötum og velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara í Listaháskólann að læra fatahönnun eða skrá mig í grafíska miðlun. Árið 2021 skráði ég mig í nám í grafískri miðlun og sé alls ekki eftir
Hefur stíllinn þinn breyst með tímanum?
Já það hefur hann en þó er einhver kjarni sem breytist ekki, eitthvað meðvitað sjálf sem maður byggir á.
Hvernig þróaðist listastílinn þinn eins og hann er i dag? Listin þróast ef maður heldur sig við efnið, reynir að halda þræðinum hvað sem á dynur. Ég er svo heppin að eiga vinnustofu og þangað mæti ég næstum daglega til að vinna. Svo verður maður fyrir áhrifum af því sem hrífur mann og það mótar að einhverju leiti það sem maður fæst við.
Brynhildur Kristinsdóttir er myndlistakona sem hefur lengi verið hluti af listalífinu á Akureyri og haldið þar ótal sýningar, gert skúlptúra og gjörninga. Mér bauðst að taka smá viðtal við hana.
Hvaðan ertu og hefur það áhrif á listina þína í dag? Ég ólst upp á Ólafsfirði, Edinborg og Akureyri. Já sannarlega, félagslegt uppeldi, náttúran og umhverfið allt hefur áhrif á hvernig maður tjáir sig.
Hvenær vissir þú að þú vildir verða listakonan? Þegar ég var lítil stelpa. Ég hef alltaf haft sterka þörf fyrir að tjá mig í myndmáli með litum, áferð og efni. Ég var snemma hugfangin af handverki og hvernig hlutir urðu til.
Hvar lærðir þú myndlist og hefur námið hjálpað þér sem listakonan?
Ég lærði myndlist í Myndlistarskólanum á Akureyri, Mynd- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum. Einnig hef ég mikið lært af öðrum listamönnum sem ég hef deilt vinnustofu með. Já öll menntun hjálpar manni að skilja og hugsa nýjar hugsanir.
Hefur þú verið að vinna með öðrum listamönnum þegar þú ert að skapa? Já og mér finnst það mjög gefandi og gagnlegt.
Hvað veitir þér innblástur til að byrja að mála? Annað fólk, ferðalög, listasöfn og sýningar. Svo getur eitthvað mjög hversdagslegt og einfalt veitt innblástur aðal málið er að vera móttækilegur.
Hvað tekur langan tíma að gera eitt stórt málverk?
Frá nokkrum klukkustundum yfir í mörg ár, mikill tími fer í að horfa og horfa en málverk getur verið lengi í vinnslu svo er eitthvað sem segir manni að nú sé verkið fullklárað en það getur verið snúið.
Hvað er það versta við að vera listakona? Það getur verið erfitt að lifa af listinni og svo getur það vissulega verið einmanalegt að vera einn á vinnustofunni dag eftir dag. En ég starfa líka sem kennari svo að einveran á vinnustofunni er bara kærkomin.
Hvernig skilgreinir þú velgengni listamanns?
Að upplifa flæði, gleði, ákafa við listsköpun. Að upplifa að þú vaxir í listinni og að fólkið í kring um þig, samfélagið, meti það sem þú ert að fást við. Að fá tilboð frá söfnum um sýningar, að vera boðið að taka þátt í mismunandi listviðburðum.
Fiskar sem skipta um kyn Þegar þú hendir getnaðarvarnarpillu í niðurfall eða snyrtivörum hefur það þau áhrif á karlkyns fiskinn að hann skiptir um kyn.
Rannsókn á ferskvatnsfiskum í Bretlandi leiddi í ljós að fimmtungur karldýra sýnir nú kvenlega eiginleika – þar á meðal að framleiða egg, minnkaðan sæðisfrumufjölda og minni árásargirni – vegna kynbeygjanlegra efna sem finnast í getnaðarvarnarpillunni, hreinsiefnum, plasti og snyrtivörum.
Vissir þú að stjörnur eru sólir sem eru bara lengra frá okkur.
Þau ríku á Íslandi
Vissir þú að ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en hinn hluti þjóðarinnar, sem eru 90% landsmanna.
Vissir þú að fram til ársins 1984 voru hundar bannaðir í Reykjavík. Þá var lögunum breytt og mátti vera með hunda sum staðar. Það var ekki fyrr en 2006 sem að banninu var alveg aflétt.
Klósett
Vissir þú að fólk eyði heilu ári á klósettinu yfir ævina.
Húð
Vissir þú að yfirborð húðarinnar á mannslíkamanum endurnýjar sig á mánaðarfresti.
Ský
Vissir þú að ský virðast vera mjög létt og fljótandi. En vissir þú að meðal þyngd á skýi eru um fimm hundruð kíló. Það er eins og þyngsta þota jarðar stútfull af farþegum.
Tyggigúmmí
Vissir þú að það er ólöglegt að selja tyggigúmmí í Singapore.
Bjór á Íslandi
Vissir þú að bjór var ólöglegur á Íslandi til 1. mars 1989. Menn bjuggust við því að hér færi allt á annan endann við lögleiðingu á bjór að fólk yrði hreinlega óvinnufært vegna stöðugra drykkju.
Göngugarpur
Á heili ævi gengur meðalmaður fimm sinnum um allan heiminn. Meðal virkur einstaklingur tekur um 7.500 skref á dag. Ef þú heldur þessu daglega og lifir til 80 ára aldurs muntu hafa gengið um 216.262.500 skref á ævinni. sem jafngildir því að ganga um 5 sinnum í kringum jörðina.
Grænlandshákarl er hákarl sem lifir á Íslandi og Grænlandi og er getur orðið 400 ára gamall og er því langlífasta hryggdýr jarðar.
Steypireyður líka kallaður bláhvalur er stærsta spendýr jarðar og stærsta dýrategund sem hefur lifað á jörðinni. Fullvaxnir geta steypireyðir orðið rúmlega 30 metrar að lengd. Þeir geta orðið allt
að 150 tonn á þyngd, kvenkynið verður allt að 200 tonn með afkvæmi. Hjarta hvalsins er eins og lítill bíll á stærð.
Konur finna lykt betur en karlmenn. Talið er að konur séu með þróaðra og næmara þefskyn en karlar.
Börn eru sterkari en naut
Börn eru mjög sterk miðað við þyngd og stærð. Einnig eru þau hlutfallslega sterkari en naut miðað við styrk per kíló. Ef börn myndu halda þessum styrk hlutfallslega myndu þau auðveldlega geta lyft húsbíl.
Hættulegasta dýrið í heiminum
Hættulegasta dýrið í heiminum drepur um það bil 200 milljón dýra á dag og mengar heiminn hvað mest. Þetta dýr er auðvitað mannveran.
Jörð: Ljósmynd: Pixels Ský: Ljósmynd: PixelsLouis Vuitton var fæddur 4. ágúst árið 1821 í Frakklandi. Pabbi hans og mamma voru bændur og hatta gerðamenn. Louis byrjaði snemma að vinna á bóndabænum en þegar hann varð tíu ára dó móðir hans. Pabbi hans var fljótur að finna sér nýja konu en því miður var sú kona eins grimm og í ævintýrunum. þegar Louis varð þrettán ára fékk hann nóg af stjúpu sinni og strauk af heiman án peninga og matar til Parísar. Þar var hann heimilislaus í dágóða stund en fékk loks vinnu við að búa til töskur. Lestar voru ný komnar til Parísar og fólk þurfti góðar töskur til að ferðast með. Louis varð fljótt mjög efnilegur töskugerðamaður enda mjög áhugasamur og duglegur og varð eftirlætis töskugerðarmaður margra í fyrirtækinu. Eftir að hafa unnið þar í ár ákvað Louis að opna sína eigin töskubúð kölluð Louis Vuitton. Louis koma fljótt með hugmyndir sem breyttu því hvernig töskur voru gerðar á þeim tíma. Töskur voru vanalega allar úr leðri og með sveigju að ofan svo þegar rigndi runnu droparnir af töskunni en það gerði töskurnar erfiðar til að stafla í lestunum. Louis
datt í hug að skipta leðri út fyrir striga, strigi er vatnsheldari léttari og endingar góður og gaf töskunum nútímalegra útlit og þá var líka hægt að sleppa sveigjunni ofan á töskunum og því auðveldara að ferðast með þær í lest. Töskurnar urðu fljótt vinsælar en Louis langaði að byrja á nýjum hlutum og fór þá að búa til handtöskur, handtöskur voru ekki mjög vinsælar á þessum tíma og þóttu ekki mjög flottar til fara. En Louis pældi ekkert í því og gerði margar hliðartöskur úr striga í mismunandi litum og urðu þær nokkuð vinsælar og þurfi þá Louis að fá hjálp frá syni sýnum George.
George kom með allskonar góðar hugmyndir eins og að setja lás á lestartöskurnar og var það mjög vinsælt og allt gekk vel hjá Louis Vuitton þangað til Nasista stríðið hófst í París 1870–1871 og eyðilagði það búðina hans og þá varð Louis aftur heimilislaus og þurfti hann og fjölskyldan hans að búa í flóttamannabúðum þar sem litið var um mat og þar sveltu þau næstum til dauða. Sagan hans Louis ekki öll falleg og góð en í frönsku bókinni A French Saga er talið að Louis og fjölskyldan hans hafi farið í samstarf við þýska herinn og framleitt fyrir þá vörur og grætt af því en þetta er eitthvað sem fyrirtækið Louis Vuitton hefur ekki neitað fyrir en vill helst hylma fyrir þetta og talin vera skammar blettur í sögu Louis Vuitton. Eftir stríðið
og snúið var heim voru fasteignarveð mun ódýrari og notaði Louis sparifé sitt í að kaupa búð á besta stað í bænum. Eftir að nýja búðin opnaði gekk rosa vel og byrjaði Louis að bæta við meira leðri í tösku hönnunina sýna og töskurnar urðu þekktar fyrir nútímalegt útlit og góð gæði, kóngafólk var meðal kaupanda hans og venjulegt fólk og gekk svo vel að Louis gat opnað búð í London. Louis var alla tíð rosalega duglegur og metnaðarsamur en hann dó árið 1892 sjötíu ára. Ekki er vitað úr hverju hann dó en talið er að hann hafi verið með heilakrabbamein þannig lauk sögu Louis Vuitton sem fór frá því að vera tvisvar sinnum heimilislaus í að gera eitt þekktasta lúxusmerki heims.
Týnda prinsessan Týnda prinsessan Latifa Bint, er dóttir Mohammed bin Rashid núverandi leiðtoga og forseta Dubai og einn af ríkustu mönnum heims.
Móðir hennar er Hurriah Ahmed þau giftast 2002 hún er önnur eiginkona Mohammed svo á hann Mohammed margar aðrar óformlegar eiginkonur og samtals á hann tuttugu og sex börn og sex eiginkonur í dag. Mohammed og Hurriah eru skilin en ekki eru neinar upplýsingar hvenær skilnaðurinn var né hvar hún sé stödd í dag það hefur ekkert heyrst í henni síðan hún var gift Mohammed.
Latifa Latifa (týnda prinsessan) hún fæðist árið 1984 hún var mikil hesta kona og hafi mikinn áhuga á dýrum og er mikill fallhlífarstökkvari.
En að hennar eigin sögn voru heimilis aðstæður mjög slæmar. Hún ásakaði pabba sinn um ofbeldi gegn henni og systur hennar hún segir líka frá því að hann sé morðingi.
Shamsa Shamsa er fædd árið 1981 og á að vera fjörutíu og eins árs í dag og er Systir Latifu. Shamsa
reynir að strjúka að heiman átján ára árið 2000 þegar fjölskyldan var í fríi í Bretlandi. Hún faldi sig hjá vinum í London en hún fannst mánuði seinna og var tekin með valdi af tveimur mönum vopnuðum byssum og var rakleiðis flogin aftur heim gegn hennar vilja að sögn hennar var hún sprautuð með efni sem gerði hana máttlausa svo hún man lítið eftir að fara heim til Dubai. Samkvæmt vinkonu Latifu var Shamsa haldið í fangelsi í átta ár en það er ekki staðfest.
Shamsa hefur ekki sést neins staðar í 22 ár.
Mohammed Bin Rashid Al Maktoum Ljósmynd: Wikimedia Dubai Ljósmynd: PixelsLatífa strýkur í fyrsta sinn Aðeins Sextán ára gömul reynir Latífa að strjúka að heiman en en finnst stuttu seinna við landamærin. Eftir það var hún send í stofufangelsi í þrjú ár og upplifði mikla einangrun og pyntingar.
Latífa strýkur í annað sinn Árið 2010 hittir hún Tínu og urðu þær mjög góðar vinkonur og byrja þær saman að plotta að strjúka af Dubai og árið 2018 ætlar hún að láta það verða að raunveruleika hún byrjar á að senda myndbönd á sýna nánustu vini sem þau áttu að sýna ef plan hennar mistókst og faðir hennar nær henni. Þar talar hún um heimilisaðstæður og hvernig hún hafði ætlað sér að flýja.
Þann 24 ágúst 2018 ná Tína og Latifa að keyra að snekkju þar sem þær hittu mann á sem ætlaði sigla með þær til Indlands og svo taka flug til Bandaríkjanna en þegar þær voru komnar nálægt Indlands hafinu ræðst Indverska landhelgisgæslan á snekkjuna með byssum og sprauta hana með róandi og hún rakleiðis send til Dubai. Latifa er þá send í einangrun í þrá mánuði. Einnig má taka fram að Indverska landhelgisgæslan braut lög með því að ræna Latifu og öllum þeim sem á bátnum voru þar sem þau voru staðset á hafi sem var ekki í eign Indlands.
Einnig má taka fram að myndbandið sem Latifa sendi á vini sína fór í fjölmiðla og fólk fer að hafa áhyggjur því ekkert hefur spurst til hennar og þá fer faðir hennar að koma með yfirlýsingar hvað henni liði vel og allt er frábært og í Desember 2018 fær Mary Robinson mannréttinda sérfræðingur að tala við Latifu og gefur út yfirlýsingu að Latifa sé bara óróleg ung stúlka sem þurfi bara á geðræni hjálp að halda sem hún er að fá í Dubai og hafi það gott í Dubai. En Mary Robinson gefur svo út aðra yfirlýsingu árið 2021 að hún hafi gert mistök og sjái ef að hafa tekið þátt í hylma yfir hvað var virkilega í gangi en hún kemur með þessa yfirlýsingu eftir að eiginkona Mohammed flýr og nær fram skilnaði kona sem hún talaði við með Latífu og Mary bað ekki um að tala við Latífu í einrúmi.
Eiginkona strýkur árið 2019 flýr önnur eiginkona Mohammed með börnin sýn tvö til Bretlands en að sögn hennar flúði hún því hún var búinn að vera lengi virkilega hrædd um eigið líf og líf barna sinna.
Mohammed reynir með miklum krafti að fá
hana senda til baka en lukkulega nær hann því ekki í gegn. Eiginkona Mohamed nær fram skilnaði á þeim grundvelli að hún hafi verið neydd til giftingar í ofbeldis samband og mögulega hjálpaði myndband Latifu hennar máli sem varð opinbert eftir seinni tilraun til að strjúka. en nýjustu fréttirnar eru þær að Latifa er en týnd og talin vera í fangelsi í Dubai og systir hennar Shamsa hefur ekki neinn séð í tuttugu og tvö ár. Og þetta er í gangi á okkar rauntíma.