1 minute read

Glódís ýr Jóhannsdóttir

Ég heiti Glódís Ýr Jóhannsdóttir og er fædd 1996 í Danmörku þar sem pabbi minn stundaði nám. Ég flutti sex ára til Akureyrar og er að mestu alin upp þar. Ég byrjaði nám mitt í Verkmenntaskólanum á Akureyri en fór svo í Fjölbraut Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2019. Ég hef mikinn áhuga á tónlist og plötusnúða öðru hvoru sem mér finnst rosalega skemmtilegt að gera en hef því miður lítið haft tíma fyrir það eftir Covid. Ég hef líka gaman af því að fara á kaffihús og lesa blöðin sérstaklega umfjöllun um tísku. Ég hef alltaf haft gaman af list og að teikna enda fékk ég mjög listrænt uppeldi og margir listamenn í ættinni minni. Þess vegna datt mér í hug að grafísk miðlun myndi mögulega henta mér og árið 2020 í Covid faraldrinum var ég á krossgötum og velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara í Listaháskólann að læra fatahönnun eða skrá mig í grafíska miðlun. Árið 2021 skráði ég mig í nám í grafískri miðlun og sé alls ekki eftir því. Ég hlakka til að fá fleiri tækifæri er tengjast náminu og kannski að mennta mig meira.

This article is from: