2 minute read

Viðtal við listakonuna Brynhildi Kristinsdóttur

Brynhildur Ljósmynd: óþekkt

Brynhildur Kristinsdóttir er myndlistakona sem hefur lengi verið hluti af listalífinu á Akureyri og haldið þar ótal sýningar, gert skúlptúra og gjörninga. Mér bauðst að taka smá viðtal við hana.

Hvaðan ertu og hefur það áhrif á listina þína í dag?

Ég ólst upp á Ólafsfirði, Edinborg og Akureyri. Já sannarlega, félagslegt uppeldi, náttúran og umhverfið allt hefur áhrif á hvernig maður tjáir sig.

Hvenær vissir þú að þú vildir verða listakonan?

Þegar ég var lítil stelpa. Ég hef alltaf haft sterka þörf fyrir að tjá mig í myndmáli með litum, áferð og efni. Ég var snemma hugfangin af handverki og hvernig hlutir urðu til.

Hvar lærðir þú myndlist og hefur námið hjálpað þér sem listakonan?

Ég lærði myndlist í Myndlistarskólanum á Akureyri, Mynd- og handíðaskóla Íslands og Listaháskólanum. Einnig hef ég mikið lært af öðrum listamönnum sem ég hef deilt vinnustofu með. Já öll menntun hjálpar manni að skilja og hugsa nýjar hugsanir.

Hefur stíllinn þinn breyst með tímanum?

Já það hefur hann en þó er einhver kjarni sem breytist ekki, eitthvað meðvitað sjálf sem maður byggir á.

Hvernig þróaðist listastílinn þinn eins og hann er i dag?

Listin þróast ef maður heldur sig við efnið, reynir að halda þræðinum hvað sem á dynur. Ég er svo heppin að eiga vinnustofu og þangað mæti ég næstum daglega til að vinna. Svo verður maður fyrir áhrifum af því sem hrífur mann og það mótar að einhverju leiti það sem maður fæst við.

Hefur þú verið að vinna með öðrum listamönnum þegar þú ert að skapa?

Já og mér finnst það mjög gefandi og gagnlegt.

Hvað veitir þér innblástur til að byrja að mála?

Annað fólk, ferðalög, listasöfn og sýningar. Svo getur eitthvað mjög hversdagslegt og einfalt veitt innblástur aðal málið er að vera móttækilegur.

Málverk Ljósmynd: óþekkt

Hvað tekur langan tíma að gera eitt stórt málverk?

Frá nokkrum klukkustundum yfir í mörg ár, mikill tími fer í að horfa og horfa en málverk getur verið lengi í vinnslu svo er eitthvað sem segir manni að nú sé verkið fullklárað en það getur verið snúið.

Hvað er það versta við að vera listakona?

Það getur verið erfitt að lifa af listinni og svo getur það vissulega verið einmanalegt að vera einn á vinnustofunni dag eftir dag. En ég starfa líka sem kennari svo að einveran á vinnustofunni er bara kærkomin.

Hvernig skilgreinir þú velgengni listamanns? Að upplifa flæði, gleði, ákafa við listsköpun. Að upplifa að þú vaxir í listinni og að fólkið í kring um þig, samfélagið, meti það sem þú ert að fást við. Að fá tilboð frá söfnum um sýningar, að vera boðið að taka þátt í mismunandi listviðburðum.

Málverk Ljósmynd: óþekkt

Strik arkitektastofa Meiri þekking meiri gæði

• innanhússhönnun • endurhönnun • eldri byggingahönnun • nýbygginga.

This article is from: