Æskan og skógurinn - Álfheiður Björk Bridde

Page 18

Köfnunarefni eykur vöxt blaða og sprota. Fosfór og kalí örva rótarvöxt og flýta fyrir blómgun og aldinþroska. Tré, sem fá næga næringu, verja henni ekki eingöngu til vaxtar, heldur safna þau líka forðanæringu. Í sólríkum sumrum safnast mikil forðanæring í trjánum til næsta árs. Vöxtur þeirra fer því mjög eftir veðráttu undanfarins sumars.

Trén safna forðanæringu á sólríku sumri

Vöxtur trjánna

Ljósmynd: Hildur Guðmundsdóttir

Á hverju ári bætist við hæð trjánna. Þetta sést best á furu og greni, því að krans af greinum vex út úr stofninum þar sem ársvöxturinn byrjar. Þess vegna er auðvelt að geta sér til um aldur ungra trjáa með því að telja greinakransana.

16


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.