
1 minute read
Girðingar
Í fyrstu eru þeim mislagðar hendur en æfast fljótt. Sumir eiga erfitt með að festa plönturnar nægilega, nokkrir böggla ræturnar og aðrir setja plöntuna of djúpt. En það verður hverjum að list sem hann leikur.
Þannig líður dagurinn og brátt er vel unnu dagsverki lokið. Við göngum frá plöntum og áhöldum og hver hreinsar mold af sínu verkfæri.
Við höfðum nú plantað nokkrum þúsundum trjáa í skóginn. Eftir tuttugu ár getum við vonandi sagt eins og Stephan G. Stephansson í kvæðinu Í Nýjaskógi:
Nú prýða sig hæðirnar tvítugum trjám. – Í tirjunum grúfðu þær sviðnar og auðar er kynni vor hófust, frá kolli o´n að tám með kvikuna bera og vorgróður-snauðar.
Þetta erindi á þó enn betur við þegar við förum að planta í skóglaust land.
Skóglaust land Ljósmynd: Hildur Guðmundsdóttir
38
TIL MINNIS 1. Farið gætilega með rætur plantnanna og látið þær hvorki þorna né sól skína á þær. 2. Geymið aldrei plöntur í umbúðum dægurlangt, hvorki utanhúss né innan. 3. Hellið aldrei vatni á rætur trjáplantna og dýfið þeim því síður niður í vatn. 4. Kynnið ykkur nákvæmlega hve djúpt á að setja hverja trjátegund. 5. Greiðið vel úr rótum plantnanna og skerið heldur af þeim lengstu með beittum hníf en að láta þær bögglast í holunni. 6. Látið ætíð bestu gróðurmoldina falla næst rótunum við plöntun. 7. Farið gætilega með áburð og látið tilbúinn áburð aldrei snerta ræturnar. 8. Skiljið aldrei eftir djúpa laut við plöntuna að plöntun lokinni. 9. Forðist að planta í þurranæðingi eða breyskjuhita. 10. Fylgist vel með vexti plantnanna fyrstu árin eftir plöntun og setjið nýjar plöntur í stað þeirra sem deyja.
39