1 minute read

Óvinir skógarins

Umhirða Þótt fjöldi trjáplantna hafi verið settur niður má enginn halda að verki sé lokið og aðeins þurfi biðlund þar til skógurinn er fullvaxinn. Alls konar óhöpp geta komið fyrir fyrstu árin eftir plöntun, einkum þó á berangri.

Mikill grasvöxtur dregur mjög úr vexti alls trjágróðurs. Hann rænir ljósi, hita, raka og næringu frá hinum ungu, viðkvæmu trjáplöntum og tefur eðlilegan vöxt þeirra. Sömu áhrif hafa birkiteinungar sem mynda þétta runna umhverfis ungar barrplöntur.

Því er nauðsynlegt að halda grasvexti og birkisprotum í skefjum eins og frekast er unnt. Fylgjast þarf með því hvort sjúkdómar eru í trjám og fjarlægja þegar þau tré sem sjúk eru.

Loks geta vor- og hausthret tortímt ungplöntum og verður þá að fylla í skörðin ef vanhöld eru mikil.

Grisjun Grisjun er einn veigamesti þáttur skógræktar. Með henni getur skógræktarmaðurinn haft áhrif á vöxt og þroska skógarins. Með öxi og sög mótar hann skóginn að vild sinni.

Grisja þarf skóginn þegar hann verður of þéttur og greinar trjánna ná saman. Sé það ekki gert í tíma verða stofnarnir mjóir og trjákrónur litlar. Auðskilið er að lítil trjákróna á stóru tré megnar ekki að afla því nægrar fæðu svo að tréð hættir að dafna. En grisjun er hið vandasamasta starf og ætti enginn að vinna að henni fyrirhyggjulaust.

44

45

This article is from: