Æskan og skógurinn - Álfheiður Björk Bridde

Page 12

„Þórir dúfunef var leysingi Öxna-Þóris; hann kom skipi sínu í Gönguskarðsós; þá var byggt hérað allt fyrir vestan; hann fór norður yfir Jökulsá að Landbroti og nam land á milli Glóðafeykis og Djúpár og bjó á Flugumýri. Í þann tíma kom út skip í Kolbeinsárósi, hlaðið kvikfé en þeim hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt en Þórir dúfunef keypti vonina og fann síðan. Það var allra hrossa skjótast og var kölluð Fluga.“ Í byrjun átjándu aldar lýsa Árni Magnússon prófessor og Páll Vídalín lögmaður Brimnesi þannig: „Rifhrís er hér nokkuð til eldingar.“ Í dag er land þetta skóglaust með öllu. Fátækt, einokun og versnandi stjórnarfar á Íslandi gerði þjóðinni æ erfiðara að byggja landið, og loks var svo komið um aldamótin 1700 að stjórnvöldin sáu að eitthvað varð að gera til þess að þjóðin yrði ekki aldauða. Friðrik konungur fjórði skipaði því Árna Magnússon og Pál Vídalín til þess að rannsaka hag lands og þjóðar og gera tillögur til umbóta. Bjarni Pálsson, síðar landlæknir og Eggert Ólafsson ferðuðust einnig um landið laust eftir miðja öldina í sama skyni. Eggert samdi rit um ferðir þeirra félaga þar sem mikinn fróðleik er að finna um skógana á Íslandi. Vegur Skúla Magnússonar landfógeta var þá mestur og eitt af umbótaáformum hans var að stofna til skógræktar í landinu. En þær tilraunir mistókust. Nítjánda öldin hófst með Norðurálfuófriðnum mikla sem hafði örlagarík áhrif hér sem annars staðar. Skógræktarhugsjónin lá í gleymsku um sinn. En ekki var langt um liðið á öldina er ýmsir áhrifamenn fóru að rita um skógrækt. Þeir bentu á þær afleiðingar sem eyðing skóganna hefði haft í för með sér. Nú væri svo komið að síðustu skógarleifunum væri stefnt í beinan voða. Þess vegna yrði að gera eitthvað til að bjarga þeim frá tortímingu. Ekkert varð þó úr framkvæmdum fyrr en í lok aldarinnar. *

10

*

*


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Æskan og skógurinn - Álfheiður Björk Bridde by Tækniskólinn - Issuu