Embla - Aldís Eva Geirharðsdóttir

Page 8

SVEFN Þegar við sofum förum við í sérstakt ástand milli meðvitundar og meðvitundarleysis þar sem líkaminn hvílist en heilinn er áfram virkur. Þetta ástand er nauðsynlegt fyrir tiltekna ferla sem eiga sér aðeins stað við þessar aðstæður. Um er að ræða ákveðið uppbyggingarstarf þar sem skaðleg eiturefni eru fjarlægð, þekking og minni samþætt, ónæmiskerfið styrkt, jafnvægi komið á tilfinningalegt ástand og gert við frumur líkamans. Þessi endurnýjun er nauðsynleg fyrir fulla virkni okkar og þegar við sofum vel batnar andleg, vitsmunaleg og líkamleg heilsa okkar til muna. Í bókinni The Science of Sleep talar höfundurinn Heather Darwall-Smith um að margt sé enn á huldu um svefninn en sífellt komi betur í ljós hve mikilvægur hann sé fyrir vellíðan okkar, heilsu og hamingju. Til þess að eiga gott líf verðum við að taka svefninn jafn alvarlega eins og mataræði okkar og hreyfingu. Svefnherbergið sem griðastaður Til að ná sem bestum svefni og auka líkur á að fara í rúmið á skynsamlegum tíma er mikilvægt að líta á svefnherbergið sem eftirsóknarvert athvarf og rúmið sem notalegan og öruggan griðastað til hvíldar og endurnæringar. Svefn er skynjunarferli og við vitum að þættir eins og hljóð, lýsing og hitastig hafa sitt að segja. Við getum gert ýmislegt til að gera svefnherbergið

meira aðlaðandi svo við náum að sofna fyrr og sofa að mestu án truflunar. Hvernig gera má svefnherbergið meira aðlaðandi: Taka til. Það er erfitt að slaka á ef óreiða er í herberginu, stöðug áminning um ókláruð verkefni. Velja þægilegan sængurfatnað. Þér má ekki vera of heitt þegar þú ert að reyna að sofna og ekki svo kalt að þú vaknir upp um miðja nótt. Ilmur. Rætt hefur verið um að lavender ilmur gæti virkað róandi. Sumir vilja þó enga lykt í herberginu. Lýsing. Best er að draga úr lýsingu þegar kvölda tekur til að auka svefnhöfgann. Það á einnig við um svefnherbergið. Hlusta frekar en horfa á skjá. Það er meira slakandi að hlusta á sögu, hlaðvarp eða náttúruhljóð en horfa á skjái. Sömuleiðis er betra að lesa prentaða bók en texta af skjá. Vakna með dagsbirtunni. Ef erfitt er að koma sér af stað á morgnana gæti verið reynandi að hafa dregið frá í svefnherberginu svo fólk vakni með dagsbirtunni. Búa um rúmið. Það virðist vera góð venja að taka til í herberginu og búa um rúmið strax eftir að farið er á fætur. Það setur ákveðin skil í daginn og gerir herbergið meira aðlaðandi fyrir næsta svefn. - Ráð úr bókinni The Science of Sleep.

l

l

l

l

Sjón

Snerting

Hljóð

Lykt

Er svefnherbergið aðlaðandi

Það skiptir máli að sængur-

Meiri líkur eru á góðum

Lykt tengist tilfinningum og

og er freistandi að skríða

föt og náttföt séu þægi-

nætursvefni ef þögn er í

getur haft áhrif á svefn. Til

upp í rúmið? Ef ekki er tíma-

leg viðkomu. Húðin er jú

svefnherberginu. Fólk er

dæmis getur óþægileg lykt

bært að gera breytingar. Það

stærsta líffærið.

þó misnæmt fyrir hljóðum

úr þvottakörfu eða matar-

þarf ekki að kosta mikið að

og sumir eiga erfitt með að

lykt haft neikvæð áhrif á

flikka aðeins upp á herberg-

sofna í algjörri þögn. Finndu

svefninn.

ið og rúmið.

hvað hentar þér best og gerðu ráðstafanir.

8 | Embla


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Embla - Aldís Eva Geirharðsdóttir by Tækniskólinn - Issuu