3 minute read

Sóley Organics

Next Article
Svefn

Svefn

Mynd: Sóley Organics

Ísland er lifandi safn sköpunar, staður þar sem fortíð og nútíð vinna saman að varðveislu þess sem var og sköpun þess sem mun verða. Eyja þar sem hverir og eldfjöll gjósa í návígi hrjóstdrugra fjalla og tignarlegra jökla sem afmarka stórbrotið líferni sem hvergi finnast annars staðar. Í lok langra vetra, djúpt í jörðinni safna jurtirnar krafti til að blómstra eftir að hafa staðið af sér veturinn. Undir björtum sumarhimni vakna þær til lífsins og eyjan verður að náttúrulegri paradís.

Sóley Organics var stofnað 2007, en saga þeirra nær reyndar mun lengra aftur en það. Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækninga- jurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu Sóleyjar. Grasaþórunn var mikill kvenskörungur og er talin hafa verið ein fyrsta konan á Íslandi til að klæðast buxum.

„Our ethos is the same today as when my ancestors explored the healing properties of herbs: what you put on your skin is food for your skin“

- Sóley Elíasdóttir

Fyrsta vara Sóleyjar var Græðir smyrsl sem var framleitt eftir uppskrift langalangafa hennar Erlings. Erlingur lærði grasalækningar af móður sinni og er talin hafa bjargað 12 börnum sínum frá spænsku veikinni. Sóley vill viðhalda anda Þórunnar og Erlings með því að halda áfram visku þeirra um grasalækningar með því að framleiða snyrtivörur sem eru kraftmiklar en nógu mildar til að skaða hvorki mann né náttúru. Þú gætir jafnvel borðað vörurnar okkar, en við lofum því ekki að þær bragðist vel. Við notum einungis innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evrópu) og hafa öll náttúrulega eða lífræna vottun.

Virku efnin eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóleyju, fjölskyldu hennar og starfsmönnum.

6 | Embla

Vinsælar vörur

Sóley Organics framleiðir íslenskar hágæða húðsnyrtivörur sem byggja á aldagamalli hefð. Vörurnar eru unnar með aðeins bestu fáanlegum hráefnum, villtum íslenskum jurtum og tæru íslensku vatni. Allar vörurnar þeirra innihalda handtíndar, lífrænt vottaðar íslenskar jurtir sem gerir virkni þeirra einstaka því þau trúa því heilshugar að notkun náttúrulegra snyrtivara stuðli að betri vellíðan fyrir þig og jörðina okkar.

Vörurnar þeirra eru allar framleiddar á Íslandi með endurnýtanlegri orku og allar þeirra umbúðir er hægt að endurnýta eða endurvinna. Einnig eru þau farin að bjóða upp á áfyllingar á umbúðirnar þegar varan klárast á lægra verði. Þær vörur sem ekki er hægt að bjóða upp á í áfyllingum fást með 20% afslætti í verslunum þeirra ef umbúðunum er skilað.

Markmið Sóley Organics er að allir noti húð- og hárvörur sem eru góðar fyrir þig og umhverfið.

Hrein vellíðan, hrein jörð.

Dögg andlitsraki Græðir handáburður

Fresk hreinsifroða Blær sjampó og hárnæring

EF EKKI VIÐ HVER ÞÁ?

RÁÐSTEFNA GEGN NETEINELTI Í HÖRPU 1.—2. DESEMBER

Þann 1. desember næstkomandi verður ráðstefnan Ef ekki við, hver þá? sett hér á landi í fyrsta sinn. Ráðstefnan er haldin til þess að fræða tugþúsundir manna um einelti á netinu auk samvinnu við félagsleg fjölmiðlafyrirtæki og önnur yfirvöld um tæknilausnir.

Dagskrá ráðstefnunnar er mjög fjölbreytt og koma fram ellefu fyrirlesarar sem allir hafa víðtæka þekkingu á sviði neteineltis.

Miðasala er hafin inn á tix.is og í appinu okkar

Skannaðu hér fyrir appið

This article is from: