Embla - Aldís Eva Geirharðsdóttir

Page 6

Mynd: Sóley Organics

Sóley organics

Texti: Aldís Eva Geirharðsdóttir

Ísland er lifandi safn sköpunar, staður þar sem fortíð og nútíð vinna saman að varðveislu þess sem var og sköpun þess sem mun verða. Eyja þar sem hverir og eldfjöll gjósa í návígi hrjóstdrugra fjalla og tignarlegra jökla sem afmarka stórbrotið líferni sem hvergi finnast annars staðar. Í lok langra vetra, djúpt í jörðinni safna jurtirnar krafti til að blómstra eftir að hafa staðið af sér veturinn. Undir björtum sumarhimni vakna þær til lífsins og eyjan verður að náttúrulegri paradís. Sóley Organics var stofnað 2007, en saga þeirra nær reyndar mun lengra aftur en það. Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækninga- jurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu Sóleyjar. Grasaþórunn var mikill kvenskörungur og er talin hafa verið ein fyrsta konan á Íslandi til að klæðast buxum.

6 | Embla

„Our ethos is the same today as when my ancestors explored the healing properties of herbs: what you put on your skin is food for your skin“ - Sóley Elíasdóttir Fyrsta vara Sóleyjar var Græðir smyrsl sem var framleitt eftir uppskrift langalangafa hennar Erlings. Erlingur lærði grasalækningar af móður sinni og er talin hafa bjargað 12 börnum sínum frá spænsku veikinni. Sóley vill viðhalda anda Þórunnar og Erlings með því að halda áfram visku þeirra um grasalækningar með því að framleiða snyrtivörur sem eru kraftmiklar en nógu mildar til að skaða hvorki mann né náttúru. Þú gætir jafnvel borðað vörurnar okkar, en við lofum því ekki að þær bragðist vel. Við notum einungis innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evrópu) og hafa öll náttúrulega eða lífræna vottun. Virku efnin eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóleyju, fjölskyldu hennar og starfsmönnum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Embla - Aldís Eva Geirharðsdóttir by Tækniskólinn - Issuu