Ubbi Kóngur

Page 1


Stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar Gísli Björn Heimisson, formaður Styrmir B. Kristjánsson, varaformaður Stefán H. Jóhannesson, gjaldkeri Elín Björg Þráinsdóttir, ritari Lárus Vilhjálmsson, meðstjórnandi Halldór Magnússon, varastjórn Jóhanna Fríða Dalkvist, varastjórn Ársæll Hjálmarsson, varastjórn Umbrot og prentun

Hönnun forsíðu Sigurður Högni Jónsson

Ljósmyndir Eddi (Eggert Jónsson)

Sérstakar þakkir fá Karl Ágúst Úlfsson fyrir taktinn og andagiftina; Vala Halldórsdóttir fyrir bleiku Ubbukolluna; Arndís Jóna Vigfúsdóttir fyrir bjarnargrímuna; Erna Björk Hallbera Einarsdóttir fyrir lán á búningum; Möguleikhúsið fyrir Ubbabuxurnar; Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir fyrir lán á leikmunum; Virgina Gillard og Gunnar Björn Guðmundsson fyrir sín listrænu innlegg; Steinunn Þorsteinsdóttir fyrir reddingarnar; Björn Pétursson fyrir liðlegheitin; Hulda Snæberg Hauksdóttir fyrir gulu stígvélin; Föndra fyrir viðskiptavildina; Guðmundur Erlingsson fyrir myndbrotin; Lárus Björnsson fyrir ljósaráðgjöfina og Árni Blandon fyrir orðin sín.


Ávarp leikstjóra

Það eru forréttindi fyrir hvaða leikstjóra sem er að fá að vinna með áhugaleikfélagi. Þá er ég ekki bara að vísa í það augljósa, hvað áhuginn og kappsemin er einstaklega gefandi. Fyrir leikstjóra, reyndan jafnt sem óreyndan, er þetta einstakt tækifæri til að þroskast sem listamaður. Hjá áhugafélögum fær maður oft upp í hendurnar stóra hópa leikara og tónlistarfólk sem sjálfstæðir leikhópar og stór atvinnuleikhús ráða iðulega ekki við að hafa á sínum snærum, að minnsta kosti ekki í einni og sömu sýningunni, því allt svoleiðis kostar jú peninga. Hjá áhugaleikfélögunum eru engir peningar til, en þar er ástríðan allsráðandi, gleðin sem felst í sköpuninni og fögnuðurinn yfir því sem fæðist. Og það er þá sem leikhúsgaldrar gerast. Og þeir gerast á öllum plönum, bæði andlegum og áþreifanlegum. Leikstjóri varpar því kannski fram í lok æfingar hvað það væri nú brilljant að hafa klósett á sviðinu, en auðvitað séu engir peningar til fyrir svoleiðis. Áður en kvöldið er á enda er klósettið samt komið í hús og daginn eftir er það komið á hjólapall og hægt að trilla því fram og aftur um sviðið. Leikhúsgaldur! Ekki kannski í þeirri merkingu sem við oftast leggjum í orðið, heldur einmitt galdur áhugaleikhússins - sá viðbótargaldur sem birtist okkur oftar þar en í öðrum leikhúsum. Leikstjórinn slær sér á lær og segir að nú vanti ekkert annað en ætilegan saur, og hvað skeður? Það getur hver og einn sagt sér sjálfur. Ég átti því láni að fagna að leið mín til þroska lá um leikfélög áhugafólks vítt og breitt um land. Þar hef ég fengið að njóta samstarfs við fólk sem sýndi takmarkalausan metnað og dirfsku, réðst aldrei á garðinn þar sem hann var lægstur og lagði alltaf allt undir. Það er ekki síður dýrmætt að fá að snúa aftur og láta enn á ný smitast af eldmóðnum, gáskanum og uppátektarseminni sem áhugafólkið er svo auðugt af og svo gjafmilt á. Það spillir heldur ekki fyrir að leikrit kvöldsins, Ubbi kóngur, er verk sem mig hefur lengi dreymt um að vinna að. Það er alltaf gaman þegar draumar rætast og ekki hefði ég getað kosið mér skemmtilegri hóp til að gera hann að veruleika með mér. Ég þakka Leikfélagi Hafnarfjarðar fyrir óborganlegt samstarf. Lifi Ubbi! Eða hvað? Ágústa Skúladóttir

„Bless, Ubbi minn. Dreptu keisarann vandlega.“


Viðskipta- og upplýsingakerfi dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leyti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga og sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og nýjungar í nútíma tækni s.s. spjaldtölvur og snjallsíma.

hugbúnaður Veljum íslenskan hugbúnað

Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is


Leikarar

Halldór Magnússon Ubbi, fv. konungur Aragóníu, konungur Póllands e. valdarán Huld Óskarsdóttir Ubba, kona hans Gísli Björn Heimisson Bryddi, höfuðsmaður í pólska hernum/dómari Ársæll Hjálmarsson Samsærismaður Brydda/sendiboði/skrifari/Staníslas Lessinskí/Renskí Gunnhildur Magnúsdóttir Samsærismaður Brydda/stórhert. af Podsnan/bóndi pólskur hermaður Arndís Jóna Vigfúsdóttir Samsærismaður Brydda/dómari/hæna/Kussi fóviti, samsærism. Ubba Ninna Karla Katrínardóttir Samsærismaður Brydda/fjármálaráðgjafi/bóndi pólskur hermaður/ rússneski herinn/björn/kafteinn Stefán H. Jóhannesson Venzisláfur, konungur Póllands/pólskur hermaður Kristín Svanh. Helgadóttir Rósamunda, drottning, kona Venzisláfs/furstinn af Pódólíu Sigurveig M. Tómasdóttir Búgruláfur, yngsti sonur Venzisláfs, á 15. ári/dómari pólskur hermaður Eyvindur Karlsson Matthías af Kóngsbergi, framliðinn forfaðir Venzisláfs Fjölnir Gíslason Greifinn af Vítepsk/Alexander Rússakeisari/pólskur hermaður/Grjóni fóviti, samsærismaður Ubba Guðlaug Björk Eiríksdóttir Bóndi/Pilli fóviti, samsærismaður Ubba Leikhópurinn Allt annað

Tónlistarflutningur

Eyvindur Karlsson, Guðlaug Björk Eiríksdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Fjölnir Gíslason

Lögin hans Ubba

Göngulag samsærismannanna Lag Eyvindur Karlsson, texti Þórarinn Eldjárn Söngurinn um afhausanirnar Lag Eyvindur Karlsson, texti Karl Ágúst Úlfsson Söngur um landið mitt Lag Eyvindur Karlsson, texti Karl Ágúst Úlfsson Ubbu- og Grjónatangó Lag Eyvindur Karlsson, texti Karl Ágúst Úlfsson Söngur um hleypidóma Lag Eyvindur Karlsson, texti Þórarinn Eldjárn

„Gýgjarpussa, er ég kannski ekki kóngur, eða hvað?“


Laugardagar eru vængjadagar 25

Hot Wing

Hot Wings á

2.699 kr.

21K9 9 R. vertu með

vængjaslátt á laugardögum!

Hot Sauce fylgir

Vertu me vaengjaslatt a laugard“ogum

Ho Sautce fylgir

svooogott

WWW.KFC.IS


Aðstandendur

Leikstjóri Þýðandi Aðstoðarleikstjóri Tónlist Förðun Hár og gervi / búningar Aðstoð við búninga og leikmuni Leikmynd Aðstoð við leikmynd Ljós Hljóð Tæknimenn á sýningum Umsjón með handriti og leikskrá

Ágústa Skúladóttir Steingrímur Gautur Kristjánsson Elva Dögg Gunnarsdóttir Eyvindur Karlsson Vilborg Valgarðsdóttir, Sigríður Rósa Bjarnadóttir Sigríður Rósa Bjarnadóttir Margrét Sævarsdóttir, Ninna Katrínardóttir, Arndís Vigfúsdóttir, Elín Gísladóttir, Anna K. Hjaltested, Jóhanna Fríða Dalkvist Klæmint Henningsson Isaksen, Nicolaj Falck Stefán H. Jóhannesson Hermann K. Björnsson Guðjón Guðjónsson Sindri Þór Hannesson, Gunnar I. Sverrisson, Jón G. Samúelsson Ingveldur Lára Þórðardóttir


Fyrrverandi konungur Aragóníu á ferð í Hafnarfirði Hver er Ubbi kóngur? Hvað er Ubbi kóngur? Hvað vill Ubbi kóngur? Hvaðan kemur Ubbi kóngur? Er Ubbi kóngur? Er Ubbi kóngur yfir Íslandi? Hvað varð um Ubba kóng? Margar spurningar leita á hugann við fregnir af því að Leikfélag Hafnarfjarðar hafi ákveðið að setja upp Ubba kóng – skrípaleik í mörgum atriðum. Þetta verk hefur ekki verið sýnt oft á íslenskum leikhúsfjölum og kannast menn helst við fyrstu uppsetningu þess hér á landi hjá Herranótt Menntaskólans í Reykjavík árið 1969. Til þess að grennslast fyrir um verkið og uppfærslu Leikfélags Hafnarfjarðar á því var formaður leikfélagsins, Gísli Björn Heimisson, tekinn á beinið. Hvað varð til þess að þið völduð þetta verk? Okkur fannst Ubbi kóngur eiga erindi við Íslendinga í dag. Þemað er spilling, græðgi og valdníðsla, sem er vissulega alltaf gaman að fjalla um og á kannski samhljóm í flestum samfélögum á ýmsum tímum. Siðferði og heimspeki Ubba og samferðamanna hans er eitthvað sem við þóttumst kannast við úr okkar samtíma. Svo er þetta fyndið verk. Þetta er skrípaleikur sem býður uppá marga möguleika og mikil ærsl og það fannst okkur heillandi. Hvar og hvernig varð Ubbi kóngur til? Leikritið Ubu roi eftir Alfred Jarry var fyrst gefið út 25 apríl 1896 í tímaritinu Le Livre d‘art og sýnt í fyrsta sinn í Théâtre de l’Œuvre í París árið 1896. Alfred Jarry var skólapiltur þegar hann skrifaði verkið. Það markaði tímamót í frönskum leikbókmenntum þegar það kom fram og hefur verið talið boða súrrealisma og fjarstæðuleikhús Eugène Ionesco og Samuels Beckett. Það vakti hins vegar mjög hörð viðbrögð þegar það var fyrst sýnt og fór svo að frumsýningarkvöldið varð jafnframt lokasýning. Enda er verkið fjarstæðukennt og óhefðbundið, svo ekki sé meira sagt. Hvers vegna hefur Ubbi kóngur ekki sést oftar á fjölunum á Íslandi? Það er erfitt að segja. Leikritið er mun þekktara erlendis og uppsetningar á því óteljandi í gegnum tíðina. Það á sér kannski engan ákveðinn markhóp, þetta er vissulega ekki dæmigerð fjölskylduskemmtun. Þetta er þó ekki fyrsta uppfærsla Leikfélags Hafnarfjarðar á leikritinu, því Árni Ibsen setti það upp með LH árið 1983. Þá hét það Bubbi kóngur. Ubbi er þekktastur


hér á landi sem Bubbi kóngur í meðförum menntskælingsins Davíðs Oddssonar árið 1969. Hann á þennan karakter í hugum margra Íslendinga. Í uppfærslu Herranætur var Ubba, eða Bubba, leikin af Signýju Pálsdóttur, Sveinn Einarsson leikstýrði og Þórarinn Eldjárn samdi söngtextana. Steingrímur Gautur Kristjánsson þýddi verkið eftir að hafa heillast af því í Frakklandi sem námsmaður um 1960 og lagaði þýðinguna að sýningu Herranætur, fyrstu sýningu verksins á Íslandi. Nú, næstum fimmtíu árum síðar, hefur hann endurskoðað þýðinguna og njótum við góðs af því, sem og þeir sem eiga eftir að takast á við verkið síðar meir. Sem vonandi verða margir, því þetta verk er sígilt og hristir upp í fólki. Býður LH upp á nýjan Ubba? Eins og áður sagði býður verkið upp á marga möguleika og alls kyns útfærslur. Ágústa Skúladóttir fer sínar eigin leiðir og setur sinn einstaka blæ á þessa uppsetningu. Við erum trú skrípaleiknum og fáránleikanum en erum kannski subbulegri en gengur og gerist. Tökum þetta á fávitaganginum. Við vorum sérlega heppin með leikara og listræna stjórnendur, ekki síst að fá með okkur tónlistarstjórann Eyvind Karlsson, sem hefur frumsamið tónlist fyrir verkið. Lögin í Ubba kóngi eru stórskemmtileg við nýja texta Karls Ágústs Úlfssonar, sem og eldri texta Þórarins Eldjárns. Við vonum svo sannarlega að áhorfendur muni njóta sýningarinnar eins vel og við höfum notið þess að búa hana til.


Söngurinn um afhausanirnar Í krónum trjánna raddir vorsins vakna við vængjaþyt og hunangsflugnasuð og ekki’ er margt sem sálin þarf að sakna, en samt er mikil tilhlökkun og stuð. Við færum okkur spræk í spariskóna og spássérum í bæinn, hún og ég því þar má fá sér sæti, sitja og góna á sjón sem okkur þykir kostuleg: Þegar vaskir böðlar axir brúka blóðið slettist dátt og höfuð fjúka.


VIÐLAG:

Og þar velta hausar tveir og tveir og þrír og þrír og þvílíkt magn af blóði sem í manni býr og afhausunarvélin fer í efsta gír og alltaf fýkur nýr og nýr og nýr. Já, almúganum ekki leiðist þetta við erum býsna mörg sem horfum á og grípum önd á lofti er þau detta oní körfu sem þar stendur hjá. Það er þó betra’ að koma ekki’ of nærri, æ, ekki þennan troðning, börnin góð, í hæfilegri fjarlægð verða færri sem fá á spariskóna sína blóð þegar vaskir böðlar axir brúka og blóðið slettist dátt og höfuð fjúka. VIÐLAG

(Lag; Eyvindur Karlsson, texti; Karl Ágúst Úlfsson)


STUNDUM VILL MAÐUR BARA KLASSÍK. ÞÁ ER TÍMI FYRIR SÍGILT SÚKKULAÐI. TÍMI FYRIR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.