ÓritskoÐaÐ
Trú
Örverkahátíð 2. júní 2012
Formannspistill Vertu velkomin í leikhúsið okkar kæri gestur. Það er komið að því að önnur örverkahátíð þessa leikárs líti dagsins ljós og að þessu sinni er það sjálf trúin sem er viðfangsefni leikritahöfunda. Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar maður heyrir orðið trú og er það eingöngu ýmindunarafl höfunda hverju sinni sem ræður för í þeim töfraheimi sem leikhúsið er. Það eru sjö verk sem við fáum að sjá í kvöld sem öll eru samin sérstaklega fyrir þetta kvöld og fengu höfundar líkt og áður ekki nema viku til að semja sitt verk. Leikstjórar fengu svo aðra viku til að velja í hlutverk og koma þessu á fjalirnar með tilheyrandi æfingaferli. Það er svo sannarlega margt hægt þegar viljinn er fyrir hendi og allir leggjast á eitt. Ef þú lesandi góður vilt taka þátt í starfinu með okkur að þá hvet ég þig til að hafa samband við okkur hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar hvort sem er í gegnum Facebook síðu okkar eða senda mail á styrmirbolli@gmail.com . Það verður tekið vel á móti þér hvort sem þú vilt koma fram á sviðinu eða koma að ljósum, hljóði, búningum, förðun, leikmyndahönnun eða hverju því sem þarf til að setja upp góða sýningu. Að lokum vil ég bara óska þér góðrar skemmtunar og trúi ekki öðru en að þú njótir sýningarinnar. Með kveðju Styrmir B. Kristjánsson Formaður LH
Verk, höfundar og leikarar á Örverkahátíðinni 2. júní 2012 Sjonni flipp
Órannsakanlegir vegir
Eftir Gísla Björn Heimisson
Eftir Gísla Björn Heimisson
Leikstjóri: Lárus Vilhjálmsson Sjonni flipp: Hermann Þór Ómarsson
Leikstjóri: Arndís Jóna Vigfúsdóttir Jenna: Heiðdís Buzgó Dóra: Valgerður Fjölnisdóttir Guðni: Sigurður Óskar Óskarsson
Án tilgangs Eftir Ásu Marin
Leikstjóri: Halldór Magnússon Hermaður 1: Guðmundur Lúðvíksson Hermaður 2: Gísli Björn Heimisson Fylgjan: Guðrún Sóley Sigurðardóttir
Gabríel engill Eftir Helgu Björk Ólafsdóttur
Leikstjóri: Ársæll Hjálmarsson Dramína: Arndís Pétursdóttir Böðvar: Fjölnir Sæmundsson
Umsækjandinn Eftir Írisi Ingjaldsdóttir
Leikstjóri: Gísli Björn Heimisson Leikarar: Kristbjörg Víðisdóttir og Bergljót Soffía Benediktsdóttir
Ómar er sérstakur Eftir Arndísi Pétursdóttur
Leikstjóri: Arndís Jóna Vigfúsdóttir Ómar: Ársæll Hjálmarsson Signý: Arndís Jóna Vigfúsdóttir Hljóðbrot frá RÚV
Helvítis málfræði Eftir Arndísi Jónu Vigfúsdóttur
Leikstjóri: Arndís Pétursdóttir Hallmundur: Fjölnir Sæmundsson Sólveig: Valgerður Fjölnisdóttir Djöfullinn: Elva Dögg Gunnarsdóttir
Umsjón: Arndís Jóna Vigfúsdóttir Aðstoð við umsjón: Kristbjörg Víðisdóttir Ljósamaður: Sindri Þór Hannesson
Hönnun leikskrár: Styrmir B. Kristjánsson Búningar og sviðsmynd: leikhópurinn