Fúsi Froskagleypir

Page 1

Leikfélag Hafnarfjarðar kynnir

Fusi Froskagleypir Eftir Ole Lund Kirkegard

Í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur

Frumsýnt laugardaginn 2. apríl 2010


ÁVARP LEIKSTJÓRA Til hamingju með 75 ára afmælið kæra Leikfélag Hafnarfjarðar. Það var ekki amaleg afmælisgjöf að fá aðsetur í glæsilegu húsnæði Gaflaraleikhússins. Ég veit að Gaflaraleikhúsið og Leikfélag Hafnarfjarðar eiga eftir að eiga gott og öflugt samstarf í framtíðinni. Það hefur verið frábært að starfa með gamla leikfélaginu mínu og gaman að sjá hvað krafturinn og áhuginn er enn mikil. Það er mikill fjársjóður fyrir bæjarfélag að reka gott og öflugt áhugaleikfélag. Það er sú sprotastarfsemi sem við þurfum til að ala upp gott atvinnufólk. Ég sjálf væri ekki leikkona nema af því að ég naut þeirra forréttinda að starfa með Leikfélagi Hafnarfjarðar. Margir öflugir listamenn hafa hafið feril sinn með þessu félagi: Kristbjörg Keld, Herdís Þorvalds, Davíð þór Jónsson, Stefán Karl, Gunnar Björn leikstjóri og margir fleiri. Þegar ég horfi yfir leikhópinn núna sé ég marga framtíðar listamenn í mótun. En áhugastarf í leiklist er ekki bara fyrir þá sem ætla í atvinnumennskuna. Það er frábær félagsskapur og góð sjálfstyrking að iðka leiklist. Að afmælissýningunni í ár koma yfir 30 manns. Ég vil þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir allan þann tíma og metnað sem það lagði í verkið. Hér myndaðist lítil leikhús fjölskylda sem eflaust á eftir að gera meira saman í framtíðinni. Litla leikstjóramamman segir bara: Takk fyrir mig kærlega. Þið eruð frábær. Leikfélag Hafnarfjarðar lengi lifi! – HÚRRA – HÚRRA - HÚRRA USS – LEIKSÝNINGIN ER AÐ HEFJAST SKEMMTIÐ YKKUR VEL ÁHORFENDUR OG LEIKENDUR.

Björk Jakobsdóttir


ÁVARP FORMANNS Ég vil fyrir hönd Leikfélag Hafnarfjarðar bjóða þig góði leikhúsgestur velkomin til okkar í Gaflaraleikhúsið. Leikfélag Hafnarfjarðar fagnar nú 75 ára starfsári sínu og er saga leiklistar í Hafnarfirði skráð á veggi anddyris leikhússins. Félagið var stofnað árið 1936 af hugrökku hugsjóna fólki og er orðið fastur póstur í lista og menningarlífi Hafnarfjarðar. Það er öllum bæjarfélögum dýrmætt að eiga áhuga leikfélag þar sem allir sem áhuga hafa á listum hafi stað til að skapa list sína okkur hinum til skemmtunar. Allir bestu atvinnuleikarar þjóðarinnar byrjuðu hjá slíkum félögum og margir þeirra stigu sín fyrstu spor á sviði hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Ég vona að þú og þínir hafi gaman af afmælis sýningunni okkar sem að þessu sinni er Fúsi Froskagleypir . Þetta er skemmtileg saga um samskipti ungra stráka og bæjarbúa í litlum bæ sem verður fyrir breytingum þegar hinn stórkostlegi Benito Cirkus kemur í bæinn. Leikstjórinn okkar að þessu sinni er Björk Jakobsdóttir. Börk steig sín fyrstu spor á sviði hjá þessu félagi fyrir nokkrum árum , útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1993 og hóf störf það haust við Borgarleikhúsið. Árið 1994 stofnaði hún ásamt fleiru góðu fólki Hafnafjarðarleikhúsið sem sló strax í gegn. Hún hefur leikið fjöldan allan af hlutverkum í gegnum árin í leikhúsi,kvikmyndum og sjónvarpi.1992 skrifar Björk svo sitt fyrsta verk. Leikritið nefnist Sellófon og var frumsýnt í Maí ‘92 Björk hefur haldið mjög vel utan um alla hluti á æfinga ferlinu enda finnum við sem með henni störfum að Leikfélagið á góðan stað í hennar stóra hjarta. Það er mikið verk að halda utan um svona stóra sýningu og tekst ekki nema með samvinnu við stjórn og góðan og skemmtilegan leikhóp. Leikhópurinn . Margir eru að stíga sín fyrstu spor á sviði og það er spenna í lofti og mikil tilhlökkun. Leikhópurinn hefur nú verið á æfingum í 6 vikur og er nú að uppskera það sem var lagt upp með. Ég óska þér og þínum til hamingju með nýja leikhúsið okkar og það að eiga áhuga leikfélag sem er orðið 75 ára.

Með virðingu og vinsemd. Þráinn Óskarsson formaður L.H.


Aðstandendur sýningar Leikarar:

Fúsi: Elmar Þórarinsson Ég [Virgill]: Óli Gunnar Gunnarsson Jakob: Arnór Björnsson Benni: Bessi Þór Sigurðarson Gugga: Sædís Enja Styrmisdóttir Smiðurinn: Styrmir Bolli Kristjánsson Bankastjórafrúin: Gunnhildur Magnúsdóttir Werner: Ástrós Mirra Þráinsdóttir Mamma Jakobs: Milla Ósk Magnúsdóttir Bæjarbúar: Ahd Tamimi, Ársæll Hjálmarsson, Daði Björnsson, Hólmar Freyr Sigfússon, María Thelma Smáradóttir, Nancy Rut Helgadóttir, Una Valgerður Gísladóttir,

Sirkusstjóri: Þráinn Óskarsson Fallbyssukóngur: Ársæll Hjálmarsson Töframaður: Ahd Tamimi Aðstoðarkona töframanns: Nancy Rut Helgadóttir Golíat: Hólmar Freyr Sigfússon Hundatemjari: Milla Ósk Magnúsdóttir Hundurinn Hjólandi: Daði Björnsson Trúðurinn Tía: María Thelma Smáradóttir Óperudívan: Gunnhildur Magnúsdóttir Fjöllistahópurinn frá Fjarskanistan: Andrea Helga Guðnadóttir Aníta Ýr Strange Lea Jóhannesdóttir Viktoría Rós Magnúsdóttir Þórhildur Ólöf Sveinbjörnsdóttir


Hljómsveit:

Ólafur Sveinn Traustason - Gítar Guðmundur Auðunsson - Gítar, Söngur Hálfdán Árnason - Bassi Ívar Rosenkranz - Trommur Agnar Friðbertsson - Rafmagnsgítar Atli Páll Helgason - Orgel

Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir Ljósahönnun/ Ljósamaður: Hermann Karl Björnsson Hljóðmaður/ Hljóðblöndun: Irma Þöll Þorsteinsdóttir Leikmyndahönnun: Björk Jakobsdóttir Leikmyndasmiður: Þráinn Óskarsson Sminkur: Gunnhildur Magnúsdóttir, Nancý Rut Helgadóttir, Ahd Tamimi, Ársæll Hjálmarsson Hljómsveitarstjóri: Ólafur Sveinn Traustason Búningahönnun: Arndís Jóna Vigfúsdóttir Búningavinna: Arndís Jóna Vigfúsdóttir og Ahd Tamimi Ljósmyndir í leikskrá: Björgvin Óskarsson Hönnun: Styrmir B. Kristjánsson Upprunaleg leikgerð: Viðar Eggertsson. Aðlögun og endurskrif: Björk Jakobsdóttir. Lagatextar: Ólafur Haukur Símonarson Aðlögun í söngtexta í Einn + Einn: Björk Jakobsdóttir. Framkvæmdastjóri sýningar: Lárus Vilhjálmsson

Eftirtaldir aðilar hjálpuðu okkur að gera þessa sýningu að veruleika og fá fyrir það bestu Þakkir! Fimleikafélagið Björk Natan og Olsen heildsala. Hafnarfjarðarbær fyrir að styrkja okkur. Gallerí Sara Trönuhrauni 6 -565 1660 Skapti Þóroddsson fyrir aðstoð við hljóðblöndun. Gluggar og Garðhús Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær | Sími: 554 4300 Gaflaraleikhúsið: Takk fyrir að samstarfið og alla hjálpina. Það er frábært að finna samhuginn og stuðningin sem þið sýnið okkur. Það er frábært að fá að deila þessu húsi með ykkur. Þetta hefur verið algjör vítamín sprauta fyrir félagið.

Bæjarhraun 22 Ι sími: 544 2100




Mundi ég ekki örugglega eftir að kaupa Góu froska?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.