Feigð örverkahátíð

Page 1


Ávarp formanns Vertu velkominn í Gaflaraleikhúsið. Það er mikil gróska í leikhúslífinu í Hafnarfirði nú um þessar mundir. Hver viðburðurinn hefur rekið annan síðan leikhúsið tók til starfa fyrir rétt um ári síðan og má þar nefna; danssýningar, uppistand, gesta leiksýningar m.a. frá Færeyjum og Vestmannaeyjum, tónleikar og síðast en ekki síst Fúsi froskagleypir sem sýnt var fyrir fullu húsi í heil 25 skipti. Framundan er svo frumsýning á ævintýrum Munkhásen nú í mars. Leikhúsgestir telja nú um og yfir 8000 á þessu fyrsta starfsári og nú bætist þú í þann föngulega hóp leikhúsgesta. Ég vil svo hvetja þig til að fylgjast með því sem er að gerast á www.gaflaraleikhusid.is. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur verða frumsýnd hvorki meira né minna en sex frumsamin verk. Og eins og það sé ekki nóg að þá fengu höfundarnir ekki nema viku til að semja verkið og leikstjóri svo aðra viku til að koma verkinu á fjalirnar. Öll verkin eiga það sameginlegt að fjalla um sjálfan dauðann frá hverju því sjónarhorni sem höfundi datt í hug. Útkoman er svo þessi örverkahátíð sem nú er orðin að veruleika. Það er ánægjulet að segja frá að það eru jafnt handritshöfundar, leikstjórar og leikarar sem nú eru að stíga sín fyrstu skref með Leikfélagi Hafnarfjarðar og það er alltaf gaman að fá inn ferskar hugmyndir og hæfileika. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að starfa með okkur hvort sem það er á sviðinu eða utan þess að þá hvet ég þig til að hafa samband við okkur og upplifa töfra leikhússins frá nýju sjónarhorni. Að lokum vil ég bara fyrir hönd Leikfélags Hafnarfjarðar óska þér góðrar skemmtunar og vona að við sjáum þig aftur sem allra fyrst.

Njóttu dauðans! Styrmir B. Kristjánsson Formaður LH


Verk kvöldsins 1. Dauðastef

4. Til þín

Leikstjórn: Kristín Svanhildur Helgadóttir Kona: Elín Björg Þráinsdóttir Maður: Ársæll Hjálmarsson

Leikstjórn: Gísli Björn Heimisson Sonur: Tryggvi Rafnsson Móðir: Kristín Svanhildur Helgadóttir

2. Draumur Óðins

5. Afturhvarf f f

Leikstjórn: Arndís Jóna Vigfúsdóttir og Oddur Bjarni Tryggvason Haugbúi: Guðmundur Auðunsson Óðinn: Lárus Vilhjálmsson

Leikstjórn: Oddur Björn Tryggvason Dagmar: Valgerður Fjölnisdóttir Auðunn: María Christina Ascencio Rain

eftir Halldór Magnússon

eftir Jenný Kolsöe

3.. Líff eeða 3 ða ddauði auði

eftir efti ef tirr He Helg Helgu lgu lg u Bj Björ Björk örk Ólaf ör Ólafsdóttur afsdót óttur Leikstjórn: Lárus Vilhjálmsson Móðir: Elín Björg Þráinsdóttir Faðir: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Erla: Bergljót Soffía Benediktsdóttir

eftir Ásu Marin

eftir Gísla Björn Heimisson

6.. Viðta 6 Viðtalið alið

eftir ef fti tirr Odd Bj Björn jörn n Tr T Tryggvason yggv yg gvas ason o Leikstjórn: Arndís Jóna Vigfúsdóttir Iðun Dan: Kristín Rós Birgisdóttir Davíð Oddsson: Ársæll Hjálmarsson Þuríður: Kristbjörg Víðisdóttir


Hönnun sviðsmyndar og búninga var í höndum leikhópsins Ljósamaður: Sindri Þór Hannesson Hönnun hljóðmyndar: Irma Þöll Þorsteinsdóttir Hönnum leikskrár: Styrmir B. Kristjánsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.