2005, 11.árg

Page 1

Ver› 990 kr.

Fagrit um skotvei›ar og útivist. 1. tbl. 11. árg. 2005



Fagrit um skotveiðar og útivist

Efnisyfirlit Ritstjóraspjall - Það tókst!

bls.

5

8

14

18

22

25

30

S i g m a r B . H a u k ss o n

Hvað segir Tómas Ó l a f u r K a r v e l P á l ss o n

Á krónhjartarveiðum í Skotlandi Skotveiðar

á sel

Í sigtinu Skotveiðar

á grágæs

Að sjá refinn þegar húmar að Skotvís

prófar

S t e i n e r N i gh t H u n t e r

sjónauka

Veiðistjórnun og verndun veiðidýra S i g m a r B . H a u k ss o n

Veiðidagar með Stefáni Jónssyni V i l h j á l m u r L ú ð v í k ss o n

Haglabyssuþrengingar

Garmin GPSMap 60CS

Sími 551 4574, Fax 551 4584 E-mail skotvis@skotvis.is

46

SKOTVÍS: http://www.skotvis.is

50

SKOTREYN: http://www.skotreyn.org

53

Ritstjórn og ábyrgð:

58

Guðlaugur Þór Þórðarson

Úr eldhúsi meistarans frá

Laugavegi 103, 105 Reykjavík

Heimasíður:

prófað

Nýir tímar

U pps k r i f t i r

Skotveiðifélag Íslands

40

K a r l G e i r ss o n

Miklu meira en leiðsögutæki

út fyrir:

Í v a r E r l e n d ss o n

Kallað á kalkún

Gefið

J óh a n n i J ó n ss y n i

Sigmar B. Hauksson Ritstjórn fagefnis:

Dr. Arnór Þórir Sigfússon Forsíðumynd:

Nikulás Sigfússon Útgáfa, útlit og prentvinnsla:

hönnun umbrot prentun fjölritun útgáfa

Design ehf. Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur www.design.is Sími 414 8070, Fax 414 8079


Áríðandi er að skila inn merkjum af merktum fuglum til Náttúrufræðistofnunar.

Enn vantar veiðiskýrslur frá síðasta ári. Vinsamlegast skilið þeim sem fyrst.

Veiðikorthafar Göngum vel um náttúruna og virðum lög

Skiljum ekki eftir tóm skothylki á veiðislóð. Óheimilt er að elta uppi bráð á vélsleðum.

Skila þarf veiðiskýrslu þó ekkert hafi verið veitt á árinu og þó ekki sé óskað eftir endurnýjun kortsins.

Hafið ávalt meðferðis veiðikort, skotvopnaleyfi og persónuskilríki í veiðiferðum.

Akstur er aðeins heimill á vegum og merktum vegaslóðum.

Vefsetur Veiðistjórnunarsviðs www.ust.is/Veidistjornun www.hreindyr.is

Veiðistjórnunarsvið


Fagrit um skotveiðar og útivist

Það tókst! U

mhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, hefur ákvðið að rjúpnaveiðar hefjist á ný nú í haust og fyrirkomulag veiðanna. Um­­hverfis­ ráð­herra fer ekki eftir ráð­legg­ingum Náttúru­f­ræði­stofn­unar um að veiðar verði aðeins heim­ilaðar í stuttan tíma í nóv­em­ber. Það fyrir­komu­lag hefði fyrst og fremst gagnast svo­kölluðum atvinnu­­­­ veiði­mönn­um. Ráðherra kýs einnig að fylgja ekki ráðgjöf Umhverfis­stofn­­ unar sem lagði til að veiðitíminn yrði styttur í október og desember. Þá lagði Umhverfisstofnun einnig til að að­eins yrði veitt fjóra daga í viku eða frá og með mið­vikudegi til og með laugar­dags, -semsagt að ekki yrði veitt á sunnu­ dögum. Með þessari ákvörð­­un sinni er Umhverfisráðherra að segja að rjúpnaveiðar eigi að vera tóm­­stunda­iðja, - ekki eigi að grípa til aðgerða sem hamla því að almenn­ingur geti stundað veiðar í frítíma sín­um. Ráðherrann telur einnig að rjúpna­­­stofninn sé nú það sterkur að hann eigi að geta þolað veiðar frá 15. októ­ber til 1. desember. SKOT­VÍS fagnar þessari ákvörðun ráðherrans og telur hana viturlega. Veiðar hafa mest

áhrif á rjúpna­stofninn þegar hann er í lág­­marki. Þess vegna er hagstæðara að grípa til víðtækra og takmarkandi að­ gerða þegar stofninn er í lágmarki.

M

eð ákvörðun sinni sýnir Um­­ hverfis­ráðherra skotveiði­ mönn­­um mikið traust. Afar þýðingar­ mik­ið er að við, skotveiðimenn, séum þessa trausts verðir. Það sýnum við fyrst og fremst með því að gæta hófs við veið­arnar og fylla veiði­skýrsl­ur sam­visku­sam­lega út svo að upp­lýsingar í veiði­korta­kerf­inu séu sem áreiðan­leg­ astar.

S

em kunnugt er hefur Skot­veiði­ félag Íslands frá upphafi verið and­vígt algjöru veiðibanni á rjúpu. Sænski fugla­fræðingurinn, Tomas Wille­­brand, tekur undir þessa skoðun SKOT­­VÍS í um­sögn sinni sem fjallað er um hér í blaðinu.

S

KOTVÍS telur að markviss veiði­stjórnun til lengri tíma sé árangurs­ríkari aðgerð en alfriðun. Félagið hefur barist með oddi og egg

fyrir því að horfið verði frá algjöru veiði­banni, - það tókst!

Horft

G

um öxl

ríðarleg umræða hefur verið um rjúpnaveiðibannið, bæði á Alþingi, í fjölmiðlum og í samfélaginu undanfarin tvö ár. Umhverfisráðherra hefur góða yfirsýn í þessu máli en áður en hún varð ráðherra var hún formaður Umhverfisnefndar Alþingis. Ákvörðun hennar er því vel ígrunduð og ætti því að verða um hana almenn sátt í þjóðfélaginu. Óþarfi ætti að vera að rifja upp þann skoðanaágreining sem verið hefur á milli SKOTVÍS og Náttúru­ fræðistofnunar. Skotveiðifélag Íslands stendur við sínar fyrri full­yrð­­ingar, sem m.a. komu fram í rit­stjórnar­grein í SKOTVÍS blað­inu í fyrra. SKOTVÍS telur þó að sú full­yrð­ing frá árinu 2003 að: ,,Ekki verður betur séð en að Náttúru­fræðistofnun hafi hagrætt rann­sóknargögnum til að auðvelda Um­hverfis­ráðherra að taka ákvörðun um að alfriða rjúpna­stofn­inn“ sé ekki sanngjörn. Þar sem rjúpnarannsóknir


Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Náttúru­fræði­stofn­unar eru nær algjör­ lega á herðum eins manns, dr. Ólafs K. Nielsen, eru þessi ummæli ómak­ leg. Ólafur er heiðar­legur og grandvar vísinda­maður sem hefur unnið ómetan­ legt starf á sviði rann­sókna á íslenska rjúpnastofninum. Félagið biður því Ólaf afsökunar á þessum ummælum.

S

KOTVÍS er, eftir sem áður, ósam­mála Náttúrufræðistofnun um túlkun ýmissa gagna sem lögð hafa verið fram. SKOTVÍS hefur t.d. tals­ verð­ar efasemdir um réttmæti þess að rjúpan skuli hafa verið sett á válista. Nauð­synlegt er að Umhverfisráðherra láti athuga og gera úrbætur á sam­skipt­ um Náttúrufræðistofnunar og Um­­ hverfis­stofnunar. Samstarf þessara ríkis­ stofnana virðist ekki vera upp á marga fiska. Um­hverfis­stofn­un er ný af nálinni ef svo má segja. Veiði­­stjórn­­unar­ svið stofn­unar­­innar er mjög mikil­vægt fyrir­tæki fyrir okkur, veiði­menn. Nú, á þessum tíma­mótum, þegar við tökum upp nýtt veiði­stjórn­unarkerfi um veiðar á rjúpu, er sjálf­sagt að endur­skoða starfsemi veiði­stjórn­unar­sviðs. Spurn­ ingin er hvort ekki þyrfti að efla veiði­ stjórn­unar­sviðið enn frekar t.d. með því að þangað yrði ráðinn fuglafræðingur til starfa. Það er hlut­verk veiði­ stjórnunarsviðs að fræða og mennta veiðimenn. Það starf þarf að auka enn frekar. Ljóst er að endur­skipu­leggja þarf Náttúru­fræði­stofnun. Stofn­unin á við bæði fjár­hags­leg og stjórn­sýsluleg vanda­mál að stríða. Náttúru­fræði­ stofnun er hins vegar gríðar­lega mikilvæg stofnun sem gegnir þýðingar­miklu hlutverki.

S

KOTVÍS vill nota þetta tækifæri og hvetja Umhverfisráðherra til að beita sér, eins fljótt og auðið er, fyrir byggingu nýs Náttúrugripasafns sam­ hliða endurskipulagningu • Náttúru­fræði­stofnunar. Þetta

6

S t e f á n J ó n ss o n ,

er þjóðþrifamál.

Stefán

Í

þessum 11. árgangi af SKOTVÍS – fag­riti um skotveiðar og útivist er athyglis­verð grein um Stefán heitin Jónsson eftir vin hans, Vilhjálm Lúðvíks­­ son. Stefán var einn af stofn­­end­um SKOT­VÍS og átti mikinn þátt í að móta starf félags­ins. Þessi grein Vil­hjálms fjallar ekki eingöngu um skot­veiði­mann­inn Stefán, heldur einnig um fagur­ker­ann og VEIÐI­­MANN­INN Stefán Jóns­son. Fáir Íslendingar, nema þá helst Björn Blön­dal, hafa skrifað og lýst veiði­­nautn­inni eins vel og Stefán. Veiði­heim­speki Stefáns hefur aldrei átt meira erindi til okkar en núna, þegar við leggj­­um af magnveiðar og förum aðeins til veiða til þess að njóta veiða og nátt­­úr­u.

U

einn stofnenda

S KOTVÍ S .

lokum

ndanfarna mánuði hefur verið lögð mikil vinna í að endur­ skipu­leggja innra starf SKOT­VÍS. Mikið starf hefur verið unnið við að bæta fjárhag félagsins og einfalda rekstur þess. Heimasíða félagsins verður efld en eftir sem áður verður kjarninn í starfsemi félagsins að standa vörð um hagsmuni íslenskra skotveiðimanna.

B

aráttan fyrir afnámi rjúpna­veiði­ bann­sins hefur verið ströng og félaginu dýr. Við horfum nú fram á nýja tíma og höfuðviðfangsefni okkar verður nú um sinn að efla SKOTVÍS enn frekar. Helsta viðfangsefni félags­ ins s.l. tvö ár hefur verið að fá rjúpna­ veiðibannið fellt úr gildi, - það tókst! S i g m a r B . H a u k ss o n


.2005

Krónhjartaveiðar í Skotlandi - árskort í Laugar World Class - haglaskot fyrir 25.000 krónur

11:45:33

Maður á mann Við þurfum að stórefla SKOTVÍS sem er eini marktæki málsvari íslenskra skotveiðimanna. Maður á mann er átak sem gengur út á það að hver félagsmaður SKOTVÍS útvegi 1 nýjan félaga. Þegar hinn nýi félagi hefur greitt ársgjald sitt fara nöfn beggja í pott sem dregið verður úr 1. október n.k.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum.

1. verðlaun eru veiðiferð fyrir einn til Skotlands í febrúar 2006, þar sem boðið verður upp á krónhjartaveiðar. 2. verðlaun eru árskort í Laugar World Class 3. verðlaun eru HLAÐ skot að eigin vali að verðmæti 25.000 krónur 4. - 8. verðlaun er bókin Utan alfaraleiða eftir Jón G. Snæland 9. - 10. verðlaun er máltíð á Quiznos

Skráning fer fram með eftirfarandi hætti: 1. Fáðu nýjan félagsmann til að fara inn á www.skotvis.is 2. Þar á að smella á ,,Gerast félagi“ tengilinn sem finna má á forsíðunni 3. Viðkomandi aðili skráir þar inn persónuupplýsingar og hvernig hann vill borga fyrir félagsaðild. Í skráningarforminu er reitur sem heitir ,,kennitala félagsmanns (Maður á mann)“. Þar skal slá inn kennitölu þess sem fékk viðkomandi aðila til að ganga í félagið. 4. Þegar búið er að skrá inn allar upplýsingar er smellt á ,,Gerast félagsmaður“ hnappinn og eru skráningarupplýsingar þá sendar inn til Skotvís.

MUNIÐ: Án öflugra samtaka íslenskra skotveiðimanna verður stöðugt gengið á rétt okkar


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

Hvað segir Tómas um rjúpuna? S

ænski fuglafræðingurinn Tómas Wille­brand var á haustdögum 2004 kallaður til ráðuneytis við “rjúpna­­nefnd“ umhverfisráðuneytisins. Í maí s.l. hélt Tómas erindi í Öskju um at­hug­anir sínar og tengdi þær reynslu sinni af rann­­sóknum um áratuga skeið. Í fram­haldi af því tók hann saman skýrslu um þetta efni (Tomas Willebrand 2005. Rock ptarmigan population dynamics on Iceland. Rock ptarmigan advisory comm­ittee. Óbirt skýrsla, 27 bls.) og er hún aðgengileg á heima­síðu Skotvís.

Í

þessum pistli hefur undirritaður áhuga­­­maður um fugla og fiska leitast við að tína til það sem honum sýnist áhugaverðast í skýrslu Tómasar og helst má ætla að eigi erindi við Ísl­enska skotveiðimenn. Skýrslan sjálf er upp á 23 bls. en þessi pistill aðeins ör­fáar bls. og því augljóst að margt af því sem Tómas vildi sagt hafa hlýtur að liggja óbætt hjá garði. Þeir sem áhuga hafa á frekari fróðleik geta þá leitað í upp­r­unalega heimild. Eftir­farandi texti er nokkuð bein þýðing mín á ensk­um texta Tómasar, en efnið er sett fram í annari röð og með öðrum kafla­heitum en hann gerir í sinni skýrslu. Tekið skal fram að skýrslan er birt í maí s.l., þ.e. áður en niður­­stöð­ur rjúpnatalninga 2005 lágu fyrir. En hvað segir þá Tómas um helstu þætti þessa máls sem tröllriðið hefur um­­ræðum skotveiðimanna undanfarin ár?

Um •

8

rjúpnasveifluna

Í

slenska fjallrjúpan hefur óvana­lega stöðuga og mikla við­komu (ungafjölda) miðað við aðrar rjúpna­tegundir. Þetta ræðst af hárri lifun (“survival“) unga en ekki ungafjölda. Vegna þessa getur stofn­inn margfaldast frá vori til hausts. Hinsvegar vantar gögn um dánartíðni kvenfugla frá því snemma að vori fram á sumar. Aukið afrán á kvenfugli á útungunartíma myndi draga úr vexti stofnsins án þess að hafa áhrif á ungahlutfall að hausti.

R

ándýr og veiðimenn eru mikil­ vægustu afræningjar að hausti og vetri en takmarkaðar upplýsingar eru um dauðsföll og orsakir þeirra að vor- og sumarlagi. Svo virðist sem gögn um dauðsföll rjúpna vegna sjúk­ dóma og vannæringar séu meiri á Íslandi en í öðrum löndum rjúpna. Ég tel slíkar orsakir líklegar skýringar á hruni í kjölfar toppa árið 1966 og fyrr. Ref og mink hefur fjölgað síðustu 30 árin en upplýsingar vantar um hugsan­ legar breytingar í fæðuvali þeirra.

H

sveiflan í snjó­héra­stofn­inum eitt sinn til vatnahéraða USA en er ekki lengur til staðar þar. Hnignun í rjúpna­sveiflum hefur einnig komið fram annars staðar.

F

yrirliggjandi gögn benda til þess að veiðidauði sé lágur þegar stofninn er stór og hár þegar stofn­inn er lítill. Slíkt mynstur er þó ekki augljóst í línulegu stofnlíkani rjúp­unnar. Ég sé enga skýringu á þessu en tel að áhugavert væri að rannsaka þetta frekar. Ekki er sjáanlegt að veiðar valdi við­snúningi í hámörkum, enda benda gögn til þess að veiðar fylgi ekki stofn­s­veiflunni. Veiðar eru líklegar til að hafa áhrif á stofninn þegar hann er í lægð og gætu þá stuðlað að því að stofninn festist í lágmarki (“pit“). Þegar stofninn hefur náð sér upp úr lægð eru það aðrir þættir, eins og fæðu­skortur og náttúruleg dauðsföll að við­bættum sjúkdómum, sem valda því að hratt vaxandi stofn fer yfir í bratta niður­ sveiflu.

Þ

egar litið er á þessa fáu gagna­ punkta sem marka hámörkin 1955 og 1966 er ástæða til varúðar í að túlka þá sem markverða breytingu í rjúpna­sveiflunni. Ég hallast frekar að því að toppurinn 1966, miðað við taln­ingu á landsvísu, marki viss skil og mestu breytingarnar í stofnsveiflunni hafi gerst eftir þann topp.

nignun og hrun í stofnsveiflum hefur komið fram hjá mörgum dýra­tegundum og hefur verið tengt hnatt­lægri stöðu (latitudinal gradient). Almennt er álitið að slík breyting eigi rætur að rekja til þess að sérhæfðum ræningjum, sem elta stofnsveifluna með hnikun (seinkun) í tíma, fækki en fjölhæfari ræningjum fjölgi, en samband ikil aukning varð í rjúpna­stofn­ þeirra við bráðina sé frekar óhnikað og inum eftir eins árs veiði­bann, en þéttleikaháð. Vel er mögu­legt að þau á þessu stigi er erfitt að ákvarða í hversu hnattlægu mörk þar sem sveiflur minnka miklum mæli megi rekja þá aukningu eða hverfa breytist í tíma. T.d. náði til veiðibannsins annars­vegar eða fyr-

M


Fuglar himinsins ... Fuglar í náttúru Íslands Ný og heillandi bók sem veitir einstaka innsýn í heim íslenskra fugla. Fjallað er um lifnaðarhætti þeirra og lífsskilyrði, fæðuöflun, varp og uppeldi unga og hátterni þeirra er lýst á nýstárlegan hátt. Aldrei áður hafa birst í einni bók svo margar frábærar ljósmyndir af fuglum Íslands.

Fullt verð: 19.980 kr. Tímabundið kynningarverð:

17.980 kr.

Nýtt stórvirki í hinni glæsilegu ritröð Guðmundar Páls um náttúru Íslands

Flug og fjaðrir

Þjóðtrú og skáldskapur

Fæða og fæðuöflun Varp og uppeldi Búsvæði og útbreiðslukort

Nýjustu rannsóknir í fuglafræðum

edda.is


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

A

irséðar uppsveiflu stofns­ins hinsvegar. Talning á þessu vori verður mikilvæg í því að meta upp­sveifl­una magnlægt. (Aukningin vorið 2005 reyndist 78% frá talningu 2004, inn­skot ÓKP).

D

auðsföll á Norðvesturlandi minnk­­­­­uðu marktækt eftir að veiði­­­­bannið tók gildi árið 2003. Óheppi­ legt er að veiðar voru ekki leyfðar á nokkr­­um við­mið­unar­svæðum til að unnt væri að greina á milli áhrifa veiði­­banns og fyrirséðrar uppsveiflu sem orðið hefði án veiðibanns. Sam­kvæmt stofn­líkan­inu ætti stofninn að vaxa mjög hratt og að loknum vor­taln­ing­um 2005 liggja fyrir tvær mæl­ingar þar sem hægt er að bera saman raun­veru­legan vöxt stofnsins í veiði­banni og spá skv. stofn­líkan­inu án veiði­banns.

N

auðsynlegt er að endurmeta lang­­­ tímamarkmið í vöktun rjúpna­­ stofnsins og veita jafnframt meira fé til þess verkefnis. Ég legg til að taln­ingar eftir ákveðnum línum (“line transects“) ættu að vera fyrsta val þegar nýjar taln­ ingar eru innleiddar. Ég tel hinsvegar var­hugavert að leggja of mikla áherslu á vega­talningar. Betra væri að telja bæði að vori og hausti á færri en stærri svæðum í stað vor­taln­inga á mörgum minni svæðum eins og gert hefur verið. Þá tel ég að hvetja ætti sjálfboðaliða til að taka þátt í talningum. Loks er nauð­synlegt að fylgjast með stofnþróun bæði á friðuðum svæðum og svæðum þar sem veiðar eru heimilar og setja upp slíkar talningar til langs tíma.

Um veiðar og veiðiskýrslur

E

rfitt er að meta veiðihlutfall rjúpna á landsvísu eða eftir svæð­­um. Aðeins er unnt að meta þétt­ leika rjúpna á grundvelli talninga á Norð­austur­landi á því tíma• bili sem veiði­skýrslur ná til.

10

Tómas Willebrandt Fuglafræ‹ingur Mitt mat á veiði­hlutfalli er 9-24% á Norð­austur­landi, 17-32% á landsvísu og 34% í nágrenni Reykja­víkur skv. radío­merk­ingum á rjúpu. Breyt­ingar á veiði­hlutfalli eftir árum sýna að veið­ arnar fylgja ekki stofn­sveifl­unni heldur er veiðihlutfallið hærra þegar stofninn er lítill og öfugt þegar stofn­inn stækkar. Þetta er algengt fyrirbæri í sportveiðum. Nauð­synlegt er að samræma veiði­skýrslu­kerfið og vökt­unarkerfið til þess að unnt sé að meta veiðihlutfall fyrir einstök lands­svæði.

Í

slenskir veiðimenn veiða mikið af rjúpu að jafnaði miðað við veiði­ menn í öðrum löndum og var fengur þeirra 20-30 fuglar á veiðitímabili 19982002 en meðalveiðitími var 3 dagar. Lítill hluti veiðimanna tekur stóran hluta veiðinnar. Árið 1996, þegar stofn­ inn var nálægt hámarki, veiddu 12% veiðimanna meira en 60 fugla á veiði­ tímanum eða rúmlega 55% af heildarfjölda. Árið 2001, þegar stofn­inn var á niðurleið, veiddu 7% veiði­­manna meira en 60 fugla eða 25% af heildar­veiðinni. Rjúpa er söluvara á Íslandi en þó gefa ótrúlega fáir veiði­menn upp að þeir selji bráð sína og aðeins 7 veiðimenn kváðust selja meira en 50 fugla skv. skoðanakönnun meðal veiði­manna. Svo virðist því sem stærri hluti veiðinnar sé gefinn vinum og vanda­mönnum.

ð mínu áliti mun sölubann á rjúpu ekki hafa mikil áhrif á veið­arnar, enda væri fyrst nauðsynlegt að rannsaka hversu mikið er yfirhöfuð selt á markaði. Ekki er ólíklegt að meðal rjúpnaveiðimanna hafi sú siðvenja þróast að deila veiðinni með ættingjum og vinum og að sala í ábataskyni sé ofmetin. Sölubann á veiði er mál sem er utan við markmið þessarar skýrslu, enda er þar um pólitíska ákvörðun að ræða sem einkum byggist á mikil­vægum siðfræðilegum gildum.

Um

veiðistýringu

H

verjir eru helstu kostir sem koma til greina við stýringu rjúpna­veiða á Íslandi í framtíðinni?

É

g tel að unnt sé að velja milli að­ferða sem spanna allt frá nánast frjálsum veiðum til algers veiði­ banns. Ég fæ ekki séð að Íslenska fjall­ rjúpan sé í slíkri hættu að hún megi ekki við nokkrum veiðum. Ef svo væri þyrftu að koma til meiriháttar breyt­ ingar á vistkerfi landsins sem hefðu afdrifa­ríkar afleiðingar fyrir fleiri dýra­ stofna en rjúpuna. Þess vegna tel ég mikilvægast að þróa kerfi sem gerir okkur kleift að greina hvenær veiði­álag hefur náð stigi sem leiðir til óæski­legra áhrifa á stofninn. Þó má vera ljóst að við leysum ekki álitamál veiði­stýringar í eitt skipti fyrir öll!! Veiði­stýring inniheldur ýmsa þætti eins og gildismat, spurningar um jafnræði (“equity“) og stjórnsýslu auk vist­fræði­legr­ar stýringar. Ýmsir halda því fram að þetta sé óleysanlegt vandamál.

T

vö grundvallaratriði tel ég sér­lega mikilvæg. Hið fyrra er að skil­ greina kerfi sem er sveigjanlegt. Ég mæli sérstaklega með þeirri leið að vísindamenn geri grein fyrir nokkr­um sæmilega skynsamlegum lausn­um (samkeppni


Fagrit um skotvei›ar og útivist

líkana) sem unnt er að meta fræðilega í samvinnu við stjórn­endur og hags­ munahópa. Í fram­haldi af því væri unnt að velja stjórn­unar­leið sem er mælan­ leg og nýtist ekki aðeins sem stjórn­ tæki heldur einnig til að auka skilning á umræddu kerfi. Þessi ferill tekur aldrei enda! Líklegt er að vist­kerfi breytist áður en við erum ánægð með skilning okkar á þeim og burði okkar til að spá um fram­vindu þeirra.

A

nnað atriði sem ég tel mikilvægt í stjórn lifandi auðlinda er víð­ sýni. Margir hagsmunahópar hafa mikinn áhuga á þessum auðlindum. Smá­­dýra­veiðimaðurinn er sjaldnast upp­tekinn af efnahagslegum sjónar­ mið­um, heldur er hér miklu fremur um mikil­vægan lífstíl að ræða. Ég tel að svæðis­bundin þátttaka sé jákvæð við þróun stjórnkerfis og stuðli að sátt um kerfið. Með því að kalla veiðimenn, landeigendur og fleiri til samvinnu, t.d. við rjúpnatalningar, fæst ekki aðeins ódýrt vinnuafl heldur einnig tengsl við upplýsta veiðimenn sem búa oft yfir mikilvægri þekkingu.

V

arðandi veiðistýringu mundi ég ganga til verks með eftirfarandi hætti sem fyrsta kost: 1) Íhuga hvernig tryggja megi að veiði­­álagið verði ekki of hátt þegar stofn­inn er í lægð. 2) Meta nokkur mismunandi stofn­lík­ ön til að fá hugmynd um slíkt veiði­ álag. 3) Meta hversu nálægt þessu stigi nýt­ ing­in var fram til þessa, en þetta er þó erfitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna. 4) Þá mundi ég reyna að þróa kerfi stjórn­unareininga innan hvers hinna núverandi sex veiðisvæða veiði­korta­ kerfisins, líklega 50 til 100 km2 að stærð hver eining. Helsti tilgangur

L j ós m y n d : J óh a n n Ó l i H i l m a r ss o n

11


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

slíks kerfis væri að safna veiðitölum og vöktunarniðurstöðum á minni svæðum en verið hefur til þessa. Ég mundi sennilega þróa mis­­mun­andi reglur fyrir hvert veiði­svæði. 5) Ég mundi athuga möguleika á að gera svæðisstofur ábyrgar fyrir vökt­un á hverju veiðisvæði og skoða mögu­ leika á að mynda ráðgjafahóp land­ eigenda, veiðimanna, fugla­­fræð­inga o.fl. fyrir hvert svæði. Ráð­gjafahópar myndu skipu­leggja árlega fundi þar sem niður­stöður veiði­skýrslna og vökt­unar væru ræddar. Þegar veiði­ stig, sókn eða meðal­fengur yrði of hár á tilteknu veiði­svæði gætu ráðgjafarnir lagt til takmarkandi reglur eins og veiði­­kvóta, sóknar­tak­markanir eða að tilteknar svæðis­einingar yrði friðaðar.

A

nnar kostur væri að styðjast við miðlægt kerfi og láta nægja að hafa svæðisbunda stýringu suðvestan­ lands í nágrenni Reykjavíkur. Ég mundi skilgreina a.m.k. þrjú stór taln­ ingar­svæði á hverju veiðisvæði. Og lík­lega taka frá fjögur önnur svæði á landinu, tvö friðuð svæði og tvö svæði þar sem ég gæti stýrt veiðiálaginu með nákvæmari hætti. Ég mundi líklega beita kvótakerfi (“bag limit system“) þegar stofninn væri í lægstu stöðu, en vona jafnframt að veiðimenn myndu bregðast jákvætt við tilmælum þannig að lagafyrirmæli væru óþörf.

Þ

riðja lausnin væri að beita lág­ marks stýringu og þróa kerfi friðaðra eininga á öllum sex veiði­ svæð­um. Fjöldi eða stærð friðaðra eininga myndi líklega vaxa þegar stofninn væri í lægð en minnka og teljast jafnvel óþarft með öllu þegar stofninn væri í hámarki. Nokkurn tíma tæki að þróa slíkt kerfi svo gagn væri af og búast mætti við einhverjum núningi milli aðila meðan sú þróun ætti sér stað, eink­um varðandi friðuð svæði. Á hinn bóg­inn útheimti slíkt kerfi lágmarks stjórn­un þegar það væri farið að virka nokk­urn veginn eins og til væri ætlast.

H

ér lýkur efnislegri þýðingu á skýrslu Tómasar.

Þ

Lokaorð

au sjónarmið sem Tómas Wille­ brand setur fram í skýrslu sinni eru á margan hátt mjög athyglisverð. Hann leitast við að skoða málin í víðu vistfræðilegu samhengi og einskorða sig ekki við áhrif veiða enda þótt það sé kannski eini þátturinn sem unnt er að hafa markverð áhrif á með veiði­ stýringu. Tómas virðist ekki sann­færð­ ur um að fyrsta ár veiðibanns hafi skipt sköpum varðandi uppsveiflu stofnsins. Fróðlegt væri að heyra skoðun hans á því að loknu tveggja ára veiðibanni. Það er eindregin niðurstaða hans að ekki sé, eða hafi verið, ástæða til að beita algeru veiðibanni til að styrkja rjúpna­stofninn.

Þvert á móti telur hann að margir kostir séu tiltækir varðandi stjórn veiðanna sem unnt sé að velja um eftir stöðu stofnsins á hverjum tíma. Engu að síður er ljóst að hann telur að verndaraðgerða hafi vissulega verið þörf. Hann gefur þó lítið fyrir þá leið að banna sölu á villibráð og telur áhrif slíkra aðgerða stórlega ofmetin.

Í

hugmyndum hans varðandi stjórn veiðanna felast ýmsar athyglis­ verðar nýjungar sem lítið eða ekkert hefur verið fjallað um hér á landi. Þar má nefna breytilegan fjölda eða stærð friðaðra svæða eftir stöðu rjúpna­ stofnsins og svæðisbundna ábyrgð í veiðistjórninni. Þá er einnig athyglis­ vert hversu mikla áherslu hann leggur á að stjórn veiðanna byggist á sveigjan­leika og víðsýni. Slík sjónarmið hafa því miður ekki verið ofarlega á baugi í um­ræðum hérlendis.

Þ

egar upp er staðið tel ég að fram­ lag Tómasar Willebrand til hinn­ ar kvalafullu umræðu um Íslensku rjúp­ una sé einkar gagnlegt og til þess fallið að stuðla að skynsamlegum ákvörð­unum í þessum málum á næstu mánuð­um og árum. Reynist það svo hefur hann vissu­ lega haft erindi sem erfiði með komu sinni hingað til lands og kynn­um af þessum áhugaverða fugli á norður­hjara. Ó l a f u r K a r v e l P á l ss o n af rifflinum.



Á krónhjartarveiðum í Skotlandi

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Alladalesetrið

S

koski krónhjörturinn þykir með glæsi­legustu veiðibráð Evrópu. Í aldaraðir voru það aðeins aðals­menn og óðals­herrar sem máttu stunda krón­ hjartar­veiðar. Eini þáttur alþýð­unnar að þessum veiðum var að fátæk­ir bænd­ ur nældu sér af og til í hjört í mat­inn. Þessar veiðar bænd­anna voru ekki litnar hýru auga af óðals­herr­un­um. Veiði­ þjófnaður var talinn hinn mesti glæp­ur og við þessum glæp voru ströng viðurlög; jafnvel margra ára fang­elsi. Margar sögur eru þó til í Skot­landi af snjöll­um veiðiþjófum sem aldrei voru gripnir. Þessir kappar nutu mikillar virðingar meðal skoskrar alþýðu og eru margar sögur, ljóð og lög til um kænsku þeirra og dirfsku. Veið­arnar sköpuðu þó fjölmörg störf í dreif­býlinu. Á hverju óðali voru einn eða fleiri veiðiverðir. Þeirra starf var að skipuleggja veiðarnar, fylgjast með veiði­dýrunum, eyða vargi og auð­vitað að koma upp um veiði­þjófa. Þeir sáu einnig um þjálfun veiði­hund­ anna og hirðingu skot­vopna. • Veiði­verðirnir sáu einnig um

14

e r e k k e r t v e n j u l e g t v e i ð i h ú s , m i n n i r f r e k a r á l ú x u shó t e l .

að ganga frá bráðinni og verka horn og legu dýr sem krónhjartartarfarnir eru í hausa sem stoppa átti upp. þessu fagra umhverfi. Fjöllin eru brött en gróðurinn vex upp í efstu eggj­ar. yrir u.þ.b 100 árum voru um Dalirnir eru þröngir og um þá streyma 25.000 veiðiverðir í fullu starfi á vinalegar ár. Á kvöldin leita krón­hjarta­ Englandi. Nutu góðir veiðiverðir mik- hjarð­irnar niður að ár­bökk­unum þar illar virðingar og urðu sumir þeirra sem grasið er grænt og safa­ríkt. Þar frægir menn. Nú eru aðeins um 5.000 dveljast hjarðirnar yfir nóttina en um veiði­verðir starfandi á Englandi. Veiði­ leið og fer að birta að morgni halda þær verðir nútímans eru menntaðir menn upp í hlíðar fjallanna til beitar og til að sem hafa hlotið sérhæfða menntun til forðast ímyndaða óvini; sem í dag er þessara starfa. Í þessari starfsgrein eru aðeins maðurinn. Úlfum og björnum til fjöl­margar hefðir og siðir sem þróast hefur fyrir löngu síðan verið út­rýmt á hafa í aldaraðir. Það er skemmmtilegt Bret­landseyjum. að kynnast þessum köppum, - ekki síst í Skotlandi. Þeir mæta til veiða í þykk­um Leiðinlegt haust vaðmálsbuxum, í tweed-jakka og í skyrtu og bindi, - og með six­pens­ara; sama austið 2004 var vægast sagt hvernig viðrar. leiðin­legt fyrir okkur, skot­veiði­ menn. Engin rjúpnaveiði. Við vorum að sem líklegast gerir krón­ því margir hálf eiðarlausir. Það þótti hjartar­veið­arnar svo sérstakar því góð hugmynd að fara til veiða á er­ og á margan hátt einstakar er að stunda lendri grund. Ákveðið var að fara í þær í skosku hálöndunum. Náttúran góða helgarferð; eða frá fimmtudegi er í einu orði sagt stórkostleg. Það er til sunnu­dags. Ýmislegt var var í boði; ógleym­anleg lífsreynsla að sjá þessi tígu­ fasana­veiðar og fleira skemmtilegt. Þær

F

H

Þ


Fagrit um skotvei›ar og útivist

ferðir sem stóðuð okkur til boða voru þó flestar 4 – 6 dagar. Gegn um ýmsar krókaleiðir gafst okkur tækifæri til að fara á krónhjartarveiðar í hjarta skosku hálandanna. Krónhjartarveiðarnar eru ekki ósvipaðar hreindýraveiðum hér á landi. Ýmsir þættir eru þó öðruvísi. Meiri hefðir og siðvenjur eru viðhafðar við veiðarnar, þjónustan við veiðimenn er frábær, landslagið talsvert öðruvísi en á slóðum íslenskra hreindýra og svo er veðrið betra.

Konungur

hálandanna

Á

Bretlandseyjum eru 6 tegundir hjart­ar­­dýra. Allar tegundirnar hafa verið fluttar inn nema Krón­hjört­ ur­inn. Það vru aðalsmenn og önnur stór­­menni sem fluttu þessi dýr inn til þess að láta þau ganga laus um á landar­ eign­um sínum, sér til yndisauka. Dýr­ unum fjölgaði ört svo fljótlega var farið að veiða þau. Þessi dýr eru fallow deer, roe deer, muntjac, sika deer og chinese water deer.

Krónhjörturinn

er svo sannarlega konungur skosku hálandanna.

fjölgað talsvert á undan­­förnum árum. 1974 var talið að um 200.000 krónhirtir héldu til í skosku há­löndunum. Í dag telur stofn­inn 400.000 dýr. Þó svo að sauðfé hafi fækkað í há­löndunum er talið að krón­hjartar­­stofn­inn sé orðinn of stór og að land­ið beri ekki fleiri dýr. ess má geta að hjartardýr eru Helstu ástæð­ur fyrir fjölgun dýranna er fjöl­­­breytt ættkvísl með mikla talinn vera mild­ari vetur, meiri gróður að­­lög­unar­hæfileika. Stofnarnir eru og of fáar kýr veiddar. 17 talsins og skiptast í 40 tegundir og 200 undir­tegundir. Krónhjörturinn er eiðitíminn er frá 1. júlí til 15. stærsta villta spendýr Bretlandseyja. októ­ber og frá 15. október til 15. Meðal­­þungi tarfanna er 110 til 140 kg. febrúar má aðeins veiða kýr. Undan­farin og kýrnar 65 – 75 kg. Krón­hjört­urinn ár eru veidd u.þ.b. 65.000 krón­hirtir heldur að mestu til í skosku há­­lönd­ í Skotlandi. Nú er farið að ræða um að unum. Annars staðar á Bret­lands­­­eyjum leyfa veiðar á törfum allt árið og að leyft hefur kjörlendi hans verið eytt, aðallega verði að veiða talsvert fleiri kýr en nú. með skógrækt. Krón­­hirtinum hefur Þrátt fyrir að kjötið sé frábært til átu,

Þ

V

holl og bragðgóð villibráð, fæst fremur lágt verð fyrir það. Ástæð­an er sú að nú eru Ný-Sjálenskir sauðfjár­bændur farnir í auknum mæli að rækta hirti á svipaðan hátt og í staðinn fyrir sauð­fé. Þetta innflutta kjöt fra Nýja-Sjá­landi er yfirleitt af yngri dýrum og talsvert ódýrara.

T

arfar og kýr lifa aðskilin mest­ an hluta ársins. Hjarðirnar sam­ einast svo á haustin eða um fengi­tím­ann. Sterkustu tarfarnir tryggja sér nokkrar kýr sem þeir verja af hörku. 20% tarfanna særast illa á fengi­tím­anum í bardögum við aðra tarfa. Þetta er erfiður tími fyrir þá. Þeir horast; tapa um 20% af líkamsþyngd sinni., enda er mikið um að vera hjá vinsælum törf­um; 20% tarfanna eiga 80% allra kálfa. Meðganga

Vefsetur Veiðistjórnunarsviðs

www.ust.is/Veidistjornun

Upplýsingavefur Veiðistjórnunarsviðs, skil á veiðiskýrslum ofl.

www.hreindyr.is

Upplýsingavefur fyrir hreindýraveiðimenn.

Veiðistjórnunarsvið

15


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

kúnna er 33 vikur og eru kálfarnir um 6 kg. að þyngd við burð. Tarfarnir yfirgefa kýrnar og láta þeim eftir bestu bithagana. Hver kýr tryggir sér svæði sem er um 1 – 2 km² að stærð. Kýrin snýr svo aftur til hjarð­ar­innar þegar kálfurinn er þriggja vikna gamall. Kálfurinn vex hratt yfir sum­arið og að hausti er hann orðinn 25 – 30 kg. Meðalaldur tarfa er 6 – 7 ár og kúa 4 – 5 ár.

Veiðarnar

V

eiðarnar ganga fyrir sig á svip­ aðan hátt og hrein­dýra­veið­arnar hér á landi. Munurinn er þó helst sá að veiðiverðirnir leita að dýr­unum deg­ inum áður, þá eru dýrin ekki skot­in á náttstað eða á láglendi, heldur aðeins yfir daginn og þá í fjöllunum. Við vorum við veiðar í hálöndunum í september en þá má, eins og áður hefur komið fram, aðeins veiða tarfa. Á þessum tíma, seinni hluta sumars og um haustið, eru dýrin ekki í hjörðum yfir daginn. Oft eru þrír til sex tarfar sam­an en stundum eru hóparnir bland­aðir törfum og kúm. Mestan hluta dagsins eru dýrin á beit, en eins og hrein­dýrin leggjast þau niður um miðj­ an daginn. Ef veður eru slæm, rok og rigning, fara þau í skjól. Hér er ekki um kjöt­veiðar að ræða. Margir veiði­mann­ anna, einkum erlendir veiði­menn, eru að leita að fallegum haus eða hornum til að hafa uppi á vegg. Veiði­verðirnir virðast hlífa yngri törfunum.

K

rónhirtir hafa ekki skarpa sjón en þeir hafa afar næmt lyktar­skyn, því verður að nálgst dýrin á móti vindi. Það getur stundum verið snúið, því það er langt frá því að það sé eins vinda­ samt í skosku hálöndunum og ís­lensk­um öræfum. Tiltölulega auð­velt er að læðast að dýrunum þar sem hálöndin eru mun meira gróin en öræfin hér á Íslandi. Meira dýralíf, og þá einkum • fuglar, er í hálöndum Skot­

16

Riffillinn

sem ég notaði við veiðarnar er með hljóðdeyfi.

P o pp y

veiðivörður

sagði að það

v æ r i t i l a ð þ y r m a h e y r n v i ð s t a d d r a , e n a u k þ e ss b e r g m á l a ð i t a l s v e r t í f j ö l l u n u m o g v i ð þ a ð k æ m i s t y gg ð a ð d ý r u n u m .

lands en í íslensku fjalllendi. Krónhirtir lesa í náttúruna og taka gjarnan á rás ef fuglar eru fældir upp þegar læðst er að dýr­unum.

nokkuð enn í dag. Veiðimennirnir taka gjarnan maka sína með sér og á kvöldin nýtur fólk lífsins í mat og drykk. Í hálöndunum er talsvert af göml­um og virðulegum óðalssetrum sem nú eru nýtt g notaði 6.5 x 55 Sako þegar ég sem hótel eða gistihús fyrir veiðimenn. var við veiðarnar og dugði það ágæt­­­lega. Veiði­vörðurinn er við hlið ið vorum að veiða nánast í hjarta veiði­­­mannsins þegar dýrið er skotið og hálandanna, skammt frá borg­ ber „ábyrgð“ á veiðunum. Velur hann inni Inverness á austur­strönd Skot­lands. dýrið sem skjóta á í sam­vinnu við veiði­ Dvalist var á Alladale­setr­­inu. Húsið, manninn. Veiði­­­vörður­­inn gerir að dýr- sem er gríðarlega fall­egt, var byggt 1877 inu. Eftir að búið er að velta innan úr sem setur fyrir em­­bættis­­menn Hennar dýrinu er sett reipi í gegn um neðri Hátignar af Ind­landi. Þarna dvöldskoltinn eða um neðri kjálkann. Menn ust embættis­menn­irnir frá vori fram á hjálp­ast svo að við að draga dýrið niður haust og stund­uðu lax- og skot­veiðar á næsta veg. Ef um langa leið er að ræða sér til hress­ingar og skemmt­unar. Húsið eða um tor­­farið land, er dýrið reitt niður er fagur­lega skreytt lista­verk­um, þar á næsta veg með hesti. Bannað er að sem mynd­efnið er veiðar af ýmsu tagi nota vél­­knú­in farartæki. Þétt vegakerfi og gömlum stöngum, vopn­um og upper um há­löndin og því yfirleitt stutt stoppuðum dýrum. Jörðin sjálf er um niður á næsta veg. 100 km² og er landið að mestu nokkuð há fjöll og dalir. Nánast engar byggingar eða önn­ur mann­virki eru á svæðinu. Öll Alladale þjón­usta við veiðimenn er eins góð og ins og áður hefur komið fram, best verður á kosið. voru krónhjartaveiðar lengi vel aðeins stundaðar af aðlinum og óðals­ ægt er að stunda þarna lax- og silherrum. Þessi hefð einkennir veiðarnar ungsveiðar, veiðar á lyng­rjúpu,

É

E

V

H


Fagrit um skotvei›ar og útivist

gæs og önd. Leirdúfuvöllur er í nágrenninu, einnig golfvöllur. Um svæðið eru göngustígar og eins og áður hefur komið fram, er náttúran stór­brotin og ægifögur. Alladalesetrið er nú í eigu Paul Lister, eldhuga sem leggur ríka áherslu á náttúruvernd og veiðar, þ.e.a.s. skynsamlega nýtingu náttúr­unnar.

Hér

og þar

V

eiðar í Skotlandi eru góður kostur fyrir íslenska veiðimenn. Það kostar svipað að fara til Glasgow og til Egilsstaða. Áhugaverðast er fyrir okkur að fara á krónhjartaveiðar. Fugla­ veiðanar eru mjög svipaðar og hér. Rjúpnaveiðar eru nánast alfarið stund­ aðar með hundum. Miðað við kostnað hér á landi eru fuglaveiðar frekar dýrar. Krón­hjartar­veiðarnar eru hins vegar tals­

vert ódýrari en hreindýraveiðarnar hér á Íslandi. Tarfaveiðarnar eru mjög skipu­ lagðar, en það er ógleymanleg reynsla að stunda þessar veiðar í há­­lönd­­unum. Skemmtilegar siðvenjur fylgja veiðunum, sem gaman er að kynn­ast. Félagslífið er eins og best verð­ur á kosið. Að veiðidegi loknum fá menn sér Whiskeylögg fyrir framan arin­inn og svo er sest að veisluborðum og sagðar veiðisögur.

V

eiðar á kúm eru ekki síður skemmti­legar en þær eru þó tals­vert öðruvísi. Þær eru að mestu stund­aðar að vetri til, í janúar og febrúar. Veður eru þá orðin válynd, þó veður hamli afar sjaldan veiðum.

D

alirnir eru þröngir og ef veður eru slæm leita dýrin í skjól; gjarnan í skóglendi. Kvíguveiðarnar

eru ekki eins skipulagðar og tarfa­ veið­arnar. Veiðimennirnir hafa meira frelsi. Eins og staðan er nú, mega menn veiða nánast eins mikið og þeir geta. Ef hægt er að fá vottorð hjá dýra­lækni á að vera hægt að taka eitthvað af kjötinu með heim. Kjötið er mjög gott; fínlegra en hreindýrakjötið, en langt frá því eins bragðmikið. Krón­hjarta­veiðar í Skotlandi eru afar áhuga­verðar fyrir íslenska veiðimenn, ekki síst fyrir þá sem ekki fá úthlutað leyfi til hrein­dýra­­ veiða eða vilja veiða meira en bara eitt dýr. Vetrarveiðar á kúm eru ekki síður góður kostur, því að í febrúar er fátt um fína drætti fyrir íslenska skot­veiði­menn. Þá er tilvalið að skreppa í helgarferð til Skotlands til að veiða og frá­bært að hitta vini okkar og frændur, skota.

Veiðar í Hörgslandi Náttúruperla með úrvalsaðstöðu fyrir alla fjölskylduna

• • • • • • • •

Gisting Heittir pottar J e pp a f e r ð i r Stangaveiði 10 mínutúr í golf Góðar gönguleiðir Söluskáli Veitingar

AT H ! Hundar eru

- - VEI ‹ ITIL B O ‹ - -

Gæsaveiði á tveimum ökrum ásamt kvöldflugi V e r ð 5 0 0 0 k r . á m a n n m e ð g i s t i n g u í u pp á b ú n u m r ú m u m

ekki leyfðir á svæðinu.

w w w . H o r gs l a n d . i s

5

km. austan

Kirkjubæjarklausturs • Sími: 4876655

og

8949249


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

Í sigtinu Grágæs

G

rágæsin Anser anser er stærst þeirra fimm tegunda gæsa sem hér verpa eða fara um reglulega sem far­fuglar en þær eru auk grágæsarinnar, heiðagæs (A. brachyrhynchus), blesgæs (A. albifrons), helsingi (Branta leucopis) og margæs (B. bernicla). Grágæsin er jafnframt með stærri gæsum á norður­hveli jarðar og aðeins stærstu deili­teg­undir Kanadagæsar (B. canadensis), sem er árviss flækingur hér á landi, eru stærri. Grágæsin er með um 150 -180 sm vænghaf og um 3 – 4 kg að þyngd og eru bæði kynin eins á litinn en gass­inn er nokkuð stærri. Eins og nafn henn­ar bendir til þá er hún gáleit á lit en ljós að neðan, með bleiklita fætur og sú deilitegund sem hér er , vestræna grá­gæsin, er með appelsínulitan gogg meðan sú austræna er með bleiklitan.

G

rágæsin byrjar að verpa 3 – 4 ára gömul og frá því að hún verður við­skila við foreldra sína veturgömul þá eyðir hún 2 - 3 árum sem unglingur og eru slíkir fugla gjarnan nefndir geld­­fuglar ásamt eldri fugl-

um sem ein­hverra hluta vegna verpa ekki. Eftir að grá­gæsin parast þá heldur parið tryggð við hvort annað nema eitthvað komi uppá. Við komuna til landsins að vori aðskilja grágæsapörin sig fljótt úr hópum og má sjá stök pörin í túnum og mýrum þar sem kvenfuglinn treður sig út af gróðrinum meðan gassinn stend­ur vörð. Geldfuglar halda hópinn þó lengur. Á þessum tíma er auðvelt að þekkja kynin í sundur því gassinn gefur sér lítinn tíma frá varðstöðunni til að bíta og leggur frekar af meðan kerlan lítur vart upp og fitnar fljótt af próteinríkum og kraftmiklum ný­græð­­ingnum eins og sést á rassi hennar sem síkkar og breikkar hratt á þess­um tíma. Þegar kerlan leggst svo á hreiðr­ið kemur að gassanum að fá sér í gogg­inn en þó fer hann ekki langt frá kerling­unni sem sér alfarið um álegu eggj­­anna og hefur á henni sívökul augu og er fljótur á vettvang ef hætta steðj­ar að. Varpkjörlendi grágæsa er að mestu á láglendi allt í kringum landið. Hún verpir alltaf nærri vatni og gerir sér hreiður í mýrum, lyngmóum og kjarr­­

Sönn fegurð

Tikka T3. Toppnákvæmni fram í hlaupenda. Allt sem flú flarft til a› hitta í mark. Allt sem flú gætir óska› flér í einum riffli. Eina sem vartar í flessa mynd ert flú sjálfur.

Tikka T3 Hunter

www.design.is

lendi, oft í eyjum og hólmum. Eggin eru oftast 4 – 7. Varpið hefst í byrjun maí og fyrstu ungar fara að sjást um mánuði seinna. Þeir yfirgefa hreiðr­ið á fyrsta sólarhring og vappa þá með foreldrum sínum á beiti­lönd sem einnig eru skammt frá vatni svo þeir geti flúið þangað ef hætta steðja að. Ungarnir verða fleygir um tveim mánuðum seinna, eða um mánaðar­mótin júlí – ágúst og um svipað leyti hafa foreldrarnir lokið fjaðrafelli, en þeir eru í sárum seinni­hluta júlí. Gel­df­ uglar fara einnig í sár í júlí og safnast þá saman í stóra hópa með hundr­­uðum eða þúsundum gæsa á hefð­bundnar fellistöðvar. Á þessum tíma eru gæsirnar mjög styggar og við­kvæmar fyrir truflun. Þær halda sig nærri vatni eða sjó og æðir hópurinn út á vatn við minnstu truflun. Geldfuglar verða almennt fleygir aðeins á undan fjölskyldufuglunum. Eftir því sem líður á haustið hópa gæsirnar sig í auknum mæli og fjölskyldurnar sam­einast í hópana. Þær safnast saman á náttstaði og yfirgefa þá í hópum í morgun­sárið í leit að fæðu Gæsirnar halda sig í hóp yfir veturinn

Fullkomna›u T3 me› Optilock kíkisfestingum frá Sako. Tikka T3 er til í ‡msum spennandi útgáfum.

Allir Tikka T3 eru verksmiðjuprófaðir til að skjóta undir 30mm klasa (1MOA) beint úr kassanum. Mjúkur gikkurinn er nákvæmur og stillanlegur frá einu til tveimur kílóum og sérsmíðað hlaup tryggir endingu og keppnisnákvæmni. firátt fyrir gæðin og endinguna er T3 aðeins 2,8 kg. Og nú er það T3 spurningin: Hvaða klasastærð ert þú prófaður fyrir? 1.

2.

3.

4.

5.

6.

1. fia› er sama hvar flú lítur á T3 allt er unni› af einstakri fagmennsku. 2. Hlaupkrónan skiptir máli í nákvæmni. 3. Öryggi› er í sérflokki. 4. Bein hle›sla og skiptanleg magasín tryggja hra›ann. Glasfiber gerviefni léttleika og endingu. 5. Gikkurinn er úthugsa›ur. 6. Gripi› gefur einstakan stö›ugleika.

18

Tikka T3 Lite

Fæst í öllum betri sportvöruverslunum Dreifingara›ili:

www.veidiland.is


Fagrit um skotvei›ar og útivist

L j ós m y n d : J óh a n n Ó l i H i l m a r ss o n

og fá af því aukna vörn gegn afráni og þurfa ekki að eyða eins miklum tíma í að vera á varðbergi. Fjölskyldan heldur sam­an á vetrarstöðvarnar, sem eru aðal­lega á Bret­landseyjum, þar sem ung­arnir fylgja foreldrum sínum fram að næsta vori þegar haldið er á ný til varp­stöðv­anna og viðskilnaður verður. Ef hóp­arnir eru grannt skoðaðir má sjá að fjölskyldurnar eru aðskildar einingar innan hópanna og oft má sjá foreldrana og þá helst gassann setja undir sig haus­inn og æða í gæsir sem þeim þykir koma of nálægt sinni fjölskyldu.

G

rágæsin hefur verið nytjuð hér á landi frá aldaöðli, eflaust frá upp­hafi Íslandsbyggðar, og er enn vinsæl veiðibráð. Fyrr á öldum voru gæsir hér á landi helst veiddar á felli­

Arnór Þórir Sigfússon Verkfræ‹istofu Sigur‹ar Thoroddsen

tíma með því að reka þær í réttir eða net og má enn sjá leifar af hlöðnum réttum sem notaðar voru til heiða­ gæsa­veiða á hálendinu. Grá­gæsir eru þó mun erfiðari að reka í réttir eða net

en heiðagæsir þannig að veiðar á þeim hafa líklega aukist heldur með tilkomu skotvopna. Af þeim gæsum sem veiddar eru hér á landi í dag þá er grágæsin lang­vinsælasta bráðin. Samkvæmt veiði­tölum Veiðistjórnunarsviðs Um­hverf­is­stofn­unar hefur veiðin verið um 32 – 41 þúsund fuglar á ári frá 1995 (http://www.ust.is/Veidistjornun/ Al­mennt/Veidi­tolur/) og er það nærri tvöfalt meiri veiði en af hinum gæsa­ teg­­und­unum þremur til samans. Auk þeirrar veiði sem hér á sér stað frá 20 ágúst þá er grá­gæsin veidd í Bretlandi frá því að hún birtist þar að hausti til 20 febrúar og hefur verið áætlað að þar séu veiddar 20 – 25 þúsund grá­ gæsir árlega (Fred­eriksen 2002). Veiðar eru ekki einu nytj­ • arnar af grá­gæsum því

19


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

heimilt er að taka egg grágæsa til átu 140000 og einnig hefur gæsadúnn verið nýttur í sængur o.fl. og flugfjaðrir þeirra 120000 voru líka nýttar í penna fyrr á öldum. Einnig er gæsaeggjum stund­um ungað 100000 út og ungarnir aldir til slátrunar, en til þess þarf sérstakt leyfi. Gæsaeldi 80000 er þó aldagömul iðja og aligæsir þær sem við þekkjum best á vesturlöndum 60000 eru afkomendur grágæsa þó þær séu hvítar á lit. Sá litur er afleiðing rækt40000 unar og er fljótur að hverfa þegar aligæsir blandast villtum gæsum eins og 20000 stundum gerist. Önnur tegund, svangæsin (A. cygnoides) hefur einnig verið 0 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 ræktuð og er algengari í austurlöndTalningar á grágæsum á vetrarstöðvum þeirra á Brestlandeyjum. Punktarnir sýna talningar um. Aligæsirnar eru mun stærri og o g l í n a n e r 5 á r a h l a u p a n d i m e ð a l t a l t a l n i n g a n n a ( b y gg t á g ö g n u m f r á T h e W i l d f o w l & Wetlands Trust). frjósamari en villtar gæsir og auk þess að vera afbragðs matur þóttu þær vera góð vörn því þær eru næmar á hættu áreiðanleika talning­anna og þar benti skekkju. Einnig leiddu merkingar á og háværar þegar þær verða hennar ég á að samkvæmt rannsóknum Nátt­ grágæsum, á vegum NÍ og WWT, til úru­­fræðistofnunar Íslands og WWT þess að það upp­götv­aðist að íslenskvarar. í lok síðustu aldar (Fred­eriks­sen o.fl. ar gæsir eru í einhverju mæli í Noregi rlegar talningar á grágæsum 2004) þá eru líkur á að talningar þess- yfir veturinn. Þetta eru þó ekki marghafa farið fram á vetrarstöðv- ar á Bretlandseyjum van­meti grágæsa- ar gæsir, kannski örfá þúsund og ekki um þeirra á Bretlandseyjum síðan stofninn umtalsvert og að hann geti nóg til að skýra vanmatið. Nú í haust 1960. Taln­ingarnar eru á vegum The hugsanlega verið allt að tvisvar sinnum stendur til að endur­taka grá­gæsa­taln­ Wildfowl & Wetlands Trust (http:// stærri. Ástæður þess geta verið ýmsar, ingar í Bretlandi í desember til að bera wwt.org.uk/) og fara þannig fram að t.d. að ekki séu allar gæsir komnar á saman við nóvember talninguna og um miðjan nóvember, þegar álitið er vetrarstöðvar þegar talið er, að WWT sjá hvort sá tími henti betur. Einnig að nær allar grágæsir séu komnar á sjáist yfir nátt­staði og missi þannig af væri æskilegt að telja betur hér á landi vetrarstöðvarnar, þá raða sjálfboðalið- hluta stofnsins eða hann sé jafnvel í um talningahelgina og nota þá taln­ ar sér á þekkta náttstaði og telja gæs- öðrum löndum og svo að hugsanlega ingar úr lofti, en slíkt er þó nokkuð irnar á leið í og úr náttstað. Á þessum sé um kerfisbundna skekkju að ræða kostnaðar­samt. Vonandi tekst þó að tíma, í upphafi hausts, eru náttstaðir þannig að stofninn sé vanmetinn (sjá leysa þessa gátu fyrr en seinna og fá gæsanna miklu færri og stærri þar en Arnór Sigfússon 2002). Undanfarin ár betra mat á stofninn en nú er. t.d. hér á landi fyrir far sem auðveld- hefur verið reynt að bregðast við þessins og fyrr sagði þá eru veiðar það þessar talningar. Niðurstöður ari óvissu. Þannig hefur undirritaður ar á grágæs miklar, eða hugstalning­anna má sjá á 1. mynd og þar reynt að meta hve margar grágæssést að sögulega þá er stofninn nokk- ir gætu verið hér á landi helgina sem anlega allt að 50 – 65 þúsund fuglar uð sterk­ur, eða nær þrisvar sinnum talning­ar fara fram. Síðastliðið ár var á ári samkvæmt veiðiskýrslum hér og stærri en hann var þegar talningar hóf- að því er virðist metfjöldi grágæsa hér mati á veiðiþunga á Bretlandseyjum ust. Þó sést einnig að samkvæmt taln- um talningahelgina sem var 13 – 14 (Frederiksen 2002, http://www.ust.is/ ingunum var stofninn talsvert stærri á nóvember 2004, eða allt að 20 þús- Veidistjornun/Almennt/Veiditolur/). níunda áratug síðustu aldar. Í grein um und gæsir. Þetta var fjórum sinnum Jafnvel þótt stofninn sé tvöfalt stærri grá­gæs­ina í SKOTVÍS 2002 sem ég meira en áætlað var árið áður en þá en við teljum hann þá er þetta mikill nefndi óleystar gátur (Arnór voru áætlaðar um 5.000 gæsir og sýnir veiðiþungi og talin líkleg ástæða þess • Sigfússon 2002) fjalla ég um að hvaða helgi er valin getur valdið að stofninn hefur dalað aftur frá því á

Á

E

20


Fagrit um skotvei›ar og útivist

níunda áratug síðustu aldar. Merkingar NÍ og WWT (Frederikssen o.fl. 2004) og líkön byggð á þeim sýna að lang­stærstur hluti dauðsfalla hjá grágæs er af völdum veiða, nær öll dauðsföll fullorðinna gæsa á Íslandi og helmingur dauðsfalla unga, en ekki er talið æskilegt að hlutfall veiða af heildar dauðsföllum sé meiri en helmingur. Samt sést af talningunum að stofninn virðist hafa staðið í stað undanfarin ár í kringum 80 þúsund og er það líklega fyrst og fremst vegna góðrar afkomu. Talningar frá haustinu 2004 hafa enn ekki verið gefnar út en samkvæmt athugunum okkar hér á hlutfalli unga í veiði þá var síðasta ár eitt það besta sem við höfum séð síðan þær athuganir hófust (Arnór Sigfússon og Halldór W. Stefánsson persónulegar upplýsingar). Því eru líkur á að stofninn hafi haldið í horfinu það árið. Hætt er þó við að ef nokkur mögur ár kæmu hjá grágæsinni gæti stofninn tekið dýfu. Ekki er því æskilegt að veiðar aukist á grágæsum og helst þarf að draga úr þeim.

R

annsóknum á grágæsum er haldið áfram. Talningum WWT verður haldið áfram og með aðstoð veiðimanna og fuglaáhugamanna hér á landi höfum við Halldór Walter Stefánsson reynt að áætla fjölda gæsa hér á landi um talningahelgina. Ef fjármagn fæst þá verður vonandi farið í talningar úr flugvél. Merkingum með hálshringjum og fótmerkjum er haldið áfram í Skotlandi á vegum WWT og The Highland Ringing Group. Ungahlutfall í veiði hefur verið mælt hér á landi nær óslitið frá 1993 af höfundi, fyrst á vegum Veiðistjóraembættisins til 1994, á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands 1994 til 2000 og frá 2003 á eigin vegum í samvinnu við Halldór W. Stefánsson. Veiðimenn hafa lagt þessum vængjaathugunum lið með því að leggja til vængi af bráð sinni og er þeir hvattir til að gera það áfram. Þá er ungahlutfall gæsa metið í túnum, mýrum og móum síðsumars af okkur Halldóri W Stefánssyni og í upphafi hausts af WWT í Bretlandi. Þessar rannsóknir gefa okkur góðar vísbendingar um ástand stofnsins og eru grundvöllur þess að unnt sé að stunda veiðar úr honum á sjálfbærann hátt og stýra þeim ef þurfa þykir.

– vi› lögum okkur a› flínum flörfum!

Heimildir Arnór Þórir Sigfússon 2002. Grágæsin – Óleystar gátur. Skotvís 8: bls 29 – 31. Frederiksen, M. 2002. Indirect estimation of the number of migratory greylag and pink-footed geese shot in Britain. Wildfowl, 53: 27-34 Frederiksen, M., R. D. Hearn, Carl Mitchell, Arnór Sigfússon, Robert L. Swann and Anthony D. Fox 2004. The dynamics of hunted Icelandic goose populations: a reassessment of the evidence“ Journal of Applied Ecology 41(2): 315-334.

21

*Gildir í Gull- og Eðalþjónustu

spv.is


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

F

Að sjá refinn þegar húmar að

yrir ekki löngu síðan voru mikl­ar um­ræður um kaup Land­helgis­­­ gæsl­unnar á nætursjónauka eða nætur­ sjón­­aukum og rætt um auka­fjár­lög í tengsl­um við það ævintýri og gott ef ekki þjóðarsöfnun líka. Ég var því að vonum undrandi á veldi vinar míns sem vildi að ég prófaði nætursjónauka sem hann var að kaupa. Sannast sagna vissi ég ekki að hann hefði tök á að setja sér aukafjárlög til slíkra innkaupa jafnvel þó kaup á veiðibúnaði hafi lengi farið athuga­semdalaust fram úr öllum áætlun­um. Ekki hafði ég heyrt um neina þjóðar­­söfnun honum til handa. Ég mætti því á tilskyldum tíma í sumar­bú­staðinn. Hann dró upp lítinn kassa merkt­an Steiner og uppúr honum kom snyrti­leg lítil taska og upp úr henni kom Nighthunter 8X30

É

g var viðbúinn því að láta bora fest­ingar í höfuðkúpuna og fórna mér á hverja lund til að prófa nætur­­­­sjónauka. Áður en ég lagði upp af­­boðaði ég mig úr vinnu næstu daga til að jafna mig eftir þessa tilraun. Það voru mér því nokkur vonbrigði að þessi ágæti sjónauki leit ekki ósvipað út og sjón­aukinn sem var í eldhús­glugganum í sveit­inni. En þar sem myrkur var að skella á var ekki um neitt annað að ræða en að prófa gripinn. Fyrst varð þó að lesa nokkur orð til að tryggja að engin grund­vallar mistök yrðu þess valdandi að fjár­lögin mín færu í að greiða við­ gerðir á fjárlögunum hans. Það virt­ ust vera óþarfar áhyggjur ekki bara er gripurinn vatns­heldur heldur • eru hlífar yfir allar linsur sem

22

varna vatni, snjó og hvers kyns óhrein­indum að­­­­­gangi að þeim. Kíkir­­ inn er lítill og léttur og með sérlega þægi­­lega hálsól úr neoprene efni sem er jafn þægi­legt í rigningu og sól. Töl­ ur­­nar 8X30 segja mér að ég sjái átta sinn­um stærra eða átta sinn­um nær. Hlutur í 800 m fjarlægð virðist vera í 100m fjar­lægð o.s.frv. 30 stendur fyrir þver­mál lins­unnar í mm. Gömul sjón­­ fræði segir manni svo að margfaldi maður þessar tölur saman og taki síðan kvaðrat­­rót af út­komunni fái maður út stuðul sem segir til um ljós­­­magnið sem í gegnum lins­urnar fer og um leið hversu skýrir grip­irnir eru og hversu gagn­­legir þeir eru í rökkri og myrkri.

E

n nú er öldin önnur og nútíma­ tækn­in búin að eyðileggja þessi fræði, nú er notuð sérstök húðun á lins­ urnar sem gerir margt í senn. Í fyrsta lagi er húðunin harðari en gler og veitir lins­unum því aukna vörn, annað sem húð­unin gerir er að dempa beint sólar­ ljós sem annars væri í besta falli óþægi­­­ legt og síðast en ekki síst eykur húð­­un­in ljós­­magn­ið sem kemst gegn­um kíkinn þegar ljósmagn er lítið. Steiner er í for­ ystu­sveit þeirra sem fram­leiða nætur­­ sjón­auka sem byggja eingöngu á þessari

tækni og út­kom­an er ótrúleg og erfitt fyrir okkur al­múg­ann að skilja hvernig hægt er að sjá í myrkri án þess að nota raf­einda­­tækni eða hreinlega ljós. En viti menn þetta virkar og virkar vel. Til að auka á letina þá er fókus­­inn sjálfvirkur svo fremi það sem horft er á sé í 7 m fjar­ lægð eða meira. Við félag­­arnir tók­umst á hendur það erfiða hlut­­verk að elta kött um sumar­bú­staða­­­svæði í myrkrinu* og not­uð­um venju­­­legan kíki til saman­­burð­­ ar við Night­hunt­er og það er deg­inum ljós­ara að án nætur­­sjónaukans vær­­­um við litlu nær um nætur­­siði kisu og nú bíða menn spennt­ir eftir að nota grip­­­inn við raun­­veru­­­legar að­stæður og fyrir­­­séð að dag­ur­­inn okkar mun stytt­­ast hæg­ar en áður þetta haust. Þetta er tæki sem ætti að vera á öll­ um óska­­­­listum og það þarf ekki að útbúa sér­stakt fjár­­­laga­­frum­­­­varp verð­­ið er 48.382.fyrir Night­­hunter XP og 38.741,fyrir Nighthunter Limi­t­ed en mun­ urinn á þessum Hér má sjá mun á sýn í tveim­­­­­­ur eru augn­­­ r ö k k r i m e ð h e f ð b u n d n u m L j ós m y n d : J óh a n n Ó l i H i l m a r ss o n gúmmí­­in, á Limi­­ k í k i á m ó t i N i gh t H u n t e r ted kík­in­um er hefð­­bund­ið kringl­ótt gúmmí en á XP er gúmmí sem lok­ar til hlið­anna. * þeir sem ætla að prófa nætur­sjón­­auka ættu ekki að taka þessa aðferð upp því nokkurs mis­skiln­ings virtist gæta meðal sumar­bústaðaeigenda með tilgang rann­ sókn­ar­innar, á okkur var þó ekki skotið, né hótun­um um lögsóknir fylgt eftir.



rifflarnir fyrir hreindýraveiðina

J. Vilhjálmsson ehf. Dunhaga 18, 107 Reykjavík Sími: 561-1950 j.vilhjalmsson@byssa.is www.byssa.is

Byssusmíði - Byssuviðgerðir - Byssusala - Nýjar byssur - Notaðar byssur Fylgihlutir - Vöðlur - Vöðluviðgerðir - Vöðluleiga - Stangarleiga Umboð fyrir: Blaser, Sauer og Mauser riffla,Schmidt & Bender, Pecar-Berlin og Minox sjónauka, Niggeloh ólar og Recknagel sjónaukafestingar. C

M

Y

CM

MY

CY CMY

K


Fagrit um skotvei›ar og útivist

Veiðistjórnun og verndun veiðidýra Í s k o ð a n a s k i p t u m SKO T V Í S o g N á tt ú r f r æ ð i s t o f n u n a r , v a r ð a n d i r j ú p n a v e i ð i b a n n i ð , t ö l d ­ u m v i ð h j á SKO T V Í S a ð á r a n a g u r s r í k a r a v æ r i a ð g r í p a t i l l a n g tí m a v e i ð i s t j ó r n u n a r á r j ú p u f r e m u r e n a l g j ö r s v e i ð i b a n n s í n o k k u r á r . N á tt ú r u f r æ ð i s t o f n u n t a l d i h i n s v e g a r a ð v e i ð i b a n n v æ r i n a u ð s y n l e g t o g a ð v e i ð a r n a r v æ r u e i n i þ á tt u r i n n s e m h æ g t v æ r i a ð stjórna.

Þ

kvæm­astar upplýsingar um stofn­stærð teg­undar­innar. Mis­jafnlega erfitt er að afla upp­lýsinga um stofn­stærð hinna ýmsu tegunda villtra dýra. Erfitt er t.d. að fá upp­ lýs­ingar um stofnstærð fiski­ stofn­anna sem huldir eru í höfum heims­ins. Einnig getur verið flókið að afla upplýsinga um ýmsar tegundir fugla. Í því sam­bandi mætti nefna fugla sem ferðast á milli landa og jafnvel heimsálfa. Þá getur það verið vandaverk að finna stofn­stærð fuglategunda sem sveiflast eins og íslenski rjúpna­stofn­inn. Einnig er flókið að ákvarða stofnstærð dýra eins og minks.

að verður ekki á móti mælt að veiðibann er áhrifa­ríkasta friðunaraðgerð sem völ er á. Vert er þó að hafa í huga að rjúpan var frið­ uð nokkrum sinnum á ný­ liðinni öld en ekki er hægt að draga neinar álykt­anir um árangur þeirra frið­unar­að­ gerða ef út­flutnings­tölur frá þeim tíma eru skoðaðar. Þó met­­­út­flutn­ingur hafi verið eftir friðun frá 1920 – 23 þá var útflutn­ingur eftir friðun 10 árum seinna, 1930 – 1932, ekki nema um þriðjungur af því. Því er hins vegar ekki að neita að sú staða getur komið upp að nauðsynlegt sé að friða ákveðnar tegundir villtra dýra. SKOTVÍS taldi hins vegar að það hafi ekki verið nauð­synlegt hvað varðar rjúp­una árið 2002.

A

uðvelt er að fá upp­lýs­ ingar um stofn­stærð­ir E y ð i l e gg i n g b ú s v æ ð a o g k j ö r l e n d i s v e i ð i d ý r a e r h e l s t a óg n u n i n v i ð stórra spendýra sem lifa á af­ tilvist þeirra. Ekki frístundaveiðar. mörk­uðum svæð­um; eins og íslenska hrein­dýrs­ins. Dæmi Aðferðir úr stofninum. Markmið veiðistjórn- um afar vel heppn­aða veiði­stjórnun æmi um veiðistjórnun sem að unar er að veiðarnar séu sjálfbærar. Í er stjórnun hrein­dýra­­veiðanna. Eins við, Íslendingar, þekkjum vel er stuttu máli að sá stofn sem veitt er úr og áður hefur komið fram, þá eru það kvótakerfið í íslenskum sjávarútvegi. geti vaxið og dafnað þó svo að hann sé upplýsingar um stofn­stærð og hve Veiðistjórnun byggist á því að afla nýttur. mikið veitt er úr stofninum sem eru upplýsingar um stærð stofnsins sem m.a. forsenda árang­urs­ríkrar veiðinýta á og út frá þeim upplýsingum er jarni árangursríkrar veiði­ stjórnunar. Nákvæmar upp­ • ákveðið hvað óhætt sé að veiða mikið stjórn­­­unar er að hafa sem ná­ lýsingar um veiðarnar eru

D

K

25


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

því gríðar­lega mikilvægar. Þess vegna er veiðikortakerfið þýð­ingar­­mesti gagnagrunnurinn hvað varðar nýtingu á íslenska rjúpna­stofn­inum.

Þ

rátt fyrir að reiði margra veiði­ manna vegna rjúpna­veiði­bann­ sins hafi beins gegn veiði­korta­kerfinu taldi stjórn SKOTVÍS afar brýnt að veiðimenn slægu skjald­borg um það. Með því að vinna skemmdar­verk á því, væri verið að fórna minni hags­ munum fyrir meiri. Það eru nefni­lega ekki eingjöngu upplýsingar um fjölda veiddra dýra sem skipta máli í þessu sambandi. Aðrar upplýsingar, eins og fjöldi veiddra dýra á hvern veiði­mann, hvenær veiðitímans veiðiálagið er sem mest og hvaða aðferðum er beitt við veiðarnar, eru gríðarlega mikilvægar.

Umhverfið

M

ikilvægasti þátturinn, hvað varðar vöxt og viðgang villtra dýra, eru ýmsir umhverfisþættir. Í því sambandi mætti nefna veðurfar og ýmsar breytingar sem orsakast af náttúru­hamförum eins og eldgosum og skógar­eldum. Á þessa þætti getur maðurinn ekki haft nein teljandi áhrif. Annar þáttur sem hefur haft hvað afdrifaríkastar afleiðingar fyrir villt dýr heimsins eru breytingar á umhverfinu af mannavöldum. Hér er átt við framkvæmdir sem eyðileggja eða gjörbreyta búsvæðum dýranna. Af nógu er að taka í þessum efnum. Þurr­ kun mýrlendis, eyðing skóga, akur­ yrkja, stíflugerð, flutningur dýra­teg­ unda milli svæða, mengun og mann­ virkjagerð. Þessir þættir hafa undan­ farin 100 ár verið alvarlegasta ógnunin við lífsafkomu villtra dýra í heiminum.

26

N

áttúruverndarsamtök af ýms­um toga hafa barist gegn fjöl­mörg­um fram­

kvæmd­um sem hafa í för með sér rót­­ tækar breytingar á náttúrunni og eyð­ ingu búsvæða villtra dýra. Sam­tök veiði­ manna hafa á síðari árum tekið æ meiri þátt í þessari baráttu. Í þessu sambandi mætti nefna baráttu SKOT­VÍS fyrir því að Eyjabjökkum yrði þyrmt og að tryggt verði að Þjórsárver verði frið­uð áfram. Þessi svæði eru einhver mikil­ vægustu búsvæði íslensku gæsa­­stofn­ anna.

S

amtök veiðimanna, einkum í Bandaríkjunum en einnig víða annars staðar í heiminum eins og á Spáni, hafa á síðari árum látið um­­ hverfis­mál mikið til sín taka. Samtök veiði­manna hafa safnað gríðar­leg­um fjár­hæðum sem notaðar hafa verið til að endurvinna mýrlendi og land sem áður hefur verið nýtt til land­ bún­aðar. Einnig hafa samtök veiði­ manna, einkum þó bandarísku sam­ tökin Ducks Unlimited, komið upp víð­áttu­miklum griðarsvæðum fyrir villta fugla. Hér er við hæfi að minna á það, að rjúpna­veiðar eru bannaðar á Reykjanesskaga að Esju­brún­um og í Sog. Þetta bann var sett að frumkvæði SKOTVÍS. Þetta var gert vegna mikils veiði­álags og til að auðvelda Nátt­ úru­fræðistofnun að stunda rann­sóknir á friðuðu svæði til saman­burðar við svæði sem veitt var á.

R

étt er einnig að hafa í huga að ýmsar framkvæmdir geta haft jákvæð áhrif á vöxt og tilvist villtra dýra. Í því sambandi mætti nefna að ræktun vetrarkorns og aukin jarðrækt í Bretlandi hefur m.a. haft það í för með sér að gríðarlegur vöxtur varð í þeim gæsastofnum sem verpa á Íslandi, en hafa vetursetu á Bretlandseyjum. Mjög mikilvægt er að veiðimenn séu vel á verði hvað varðar allar verklegar framkvæmdir sem ógna eða hafa róttæk áhrif á búsvæði veiði-

dýra. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að veiðar geta bæst við önnur afföll innan sofnsins að hluta eða öllu leiti.

Maður

og náttúra

S

amskipti manns og náttúru eru flókin. Þrátt fyrir gríðarlega miklar rannsóknir, er margt í nátt­úr­unni sem enn er okkur hulið. Rann­sóknir á lífríki sjávar hér við land sýna okkur svart á hvítu að nytjar og ýmsir þættir í um­hverfinu skipta mestu um vöxt og viðgang fiski­stofn­anna. Rann­sóknir sýna að hæfi­leikar hrygn­ingar­stofns þorsksins til að bregð­ast við breytilegum um­ hverfis­skil­yrðum hefur minnkað mjög. Um­­hverfis­áhrif hafa afgerandi áhrif á ný­liðun stofnsins. Svipaða sögu er að segja um laxinn. Stofnum Atlants­hafs­­ laxins hefur almennt hnignað á síð­ustu áratugum og stofnstærð þeirra minnk­ að verulega. Laxveiðin í dag er aðeins um 30% af veiðinni eins og hún var á áttunda áratug síðustu aldar. Sem kunnugt er, hefur íslenski rjúpna­stofn­­ inn minnkað talsvert frá fyrstu ára­­ tugum 20. aldarinnar. Þá hafa sveifl­­ur í rjúpnastofninum minnkað og orðið jafnari. Ástæðan fyrir þess­um breytingum í rjúpnastofninum eru flóknar. Þær orsakast vegna ýmissa þátta í um­ hverfinu og einnig kem­ur maður­inn og hans verk þar við sögu. Að vísu má leiða sterkar líkur að því að íslenski rjúpna­­ stofn­inn hafi verið óvenjulega stór og sterkur á fyrstu áratugum 20 aldar­­innar. Rjúpna­stofn­ar voru einnig óvenju­stórir í ná­granna­lönd­um okkar, eða í Skot­landi og Skandi­navíu.

E

kki virðast vera til neinar heim­ ildir sem sýna að rjúpnastofninn hafi áður verið eins stór og á þessum tíma hér á landi. Dæmi voru um að tals­ vert hafi fundist af dauðri rjúpu. Á þessum tíma má eiginlega segja að þjóðin hafi verið í eiturhernaði gegn öllum rán-


Fagrit um skotvei›ar og útivist

varð vart samdráttar í stofn­inum á Írlandi fyrir u.þ.b. 100 árum. Upp úr miðri liðinni öld hefur stofninn nánast hrunið þrátt fyrir marg­háttaðar verndaraðgerðir. Frá árinu 1994 hefur stofninn minnkað um 39%. Ekkert hefur verið til sparað til að rannsaka hvað valdi hruni akur­hænu­­stofnsins á Bretlandseyjum. Í fyrstu kenndu menn, eins og oft áður, um breytingum í veðrinu. Talið var að miklar vorrigningar væru orsök mikils ungadauða. Gerð var sérstök áætlun sem stjórnað var af stofnun sem heitir Biodiversity Action Plan. Áætlunin gengur út á að fjölga í akur­hænu­stofninum úr um 77.000 varppörum í 150.000 varppör árið 2010. Þessi áætlun lofar góðu, því eins og áður sagði, hefur fækkun í stofn­ inum frá 1994 verið 39%. Frá 2002 til 2003 hefur fækkun verið 25%. Margir breskir fuglafræðingar eru þó svart­sýnir á að það takist að byggja upp akur­ hænu­stofninn það mikið að hægt verði að veiða úr honum. Afskipti

manna af náttúrunni geta haft raskað á jafnvægi hennar.

Víða

á

Bretlandi

eru

o r ð n i r o f m a r g i r sp a r r h a u k a r m i ð a ð v i ð f j ö l d a a k u r h æ n s n a .

dýrum. Litið var á rándýrin sem mestu meindýr eða plágu. Borið var út eitur fyrir ref og ránfugla. Þessi eiturhernaður hafði skelfileg áhrif á íslenskt dýralíf. T.d. var nærri því búið að útrýma erninum. Líkur eru á að fálki og aðrir ránfuglar hafi einnig orðið eitrinu að bráð. Færri rándýr herjuðu því á rjúpuna, hún átti færri náttúrulega óvini en eðlilegt var. Þá er rétt að benda á að veðurfar hefur líklegast einhver áhrif á sveiflur í rjúpnastofninum. Því norðar sem farið er, því stærri verða sveiflurnar í þeim dýrastofnum sem hafa þá náttúru að sveiflast.

anir stjórnmálamanna og rannsóknir. Stjórn­málamennirnir ákveða nýtingu stofn­anna og ýmsar aðgerðir sem hafa áhrif á náttúruna og umhverfið. Rann­ sóknir eru nauðsynlegar til að fá upp­ lýsingar um vöxt tegundarinnar, heil­ brigði hennar, háttalag og almennt ástand.

U

ndanfarin 60 til 80 ár hafa, vestan hafs og austan og þá ekki síst í Bandaríkjunum, verið stund­aðar umfangsmiklar rannsóknir á veiði­­­ dýrum. Meðal þeirra tegunda sem mikið hefur verið rannsökuð í ein 70 S t j ó r n m á l o g r a n n só k n i r ár í Bretlandi er Grey Part­ridge (Perdix perdix). Grey Part­ridge, eða akurhænýðingarmikill þáttur í tilvist og an, var á sínum tíma ein vinsælasta velferð villtra dýra eru ákvarð­ veiðibráðin á Bret­lands­eyjum. Fyrst

Þ

F

uglafræðingarnir Mike Raven og Dick Potts segja að sannleikur málsins sé sá að akurhænunni hafi raun­verulega verið fórnað á altari land­búnaðar­stefnu stjórnvalda og Evrópu­sambandsins. Kjörlendi akur­ hæn­unnar hefur verið brotið niður og nýtt til akur­yrkju og skógræktar. Þá hefur notk­un skor­dýraeiturs og til­búins áburðar haft afar slæm áhrif á stofn­inn, einkum á frjósemi hans og lífs­af­komu unganna. Þá hefur einnig verið bent á að með markvissum verndar­að­gerð­um hafa stofnar ránfugla vaxið. Akur­hænan er vinsæl bráð sparr­hauks­ins. Á nokkrum svæðum eru margir sparr­haukar miðað við fjölda akur­hæna. Akur­hænan getur því ekki rétt úr kútnum ef svo má segja, þar sem veið­i­álag sparr­hauksins og annarra rán­fugla er of mikið. Veðrið hefur vissu­lega áhrif á líf akur­ • hænunnar, en ekki á þann hátt

27


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

sem haldið var. Akur­hænu­ungar sem villast út á blauta hveiti- og kornakra eru dauða­dæmdir. Á mörgum svæðum hefur fas­önum verið sleppt út í náttúruna og kjör­lendi skapað fyrir þá. Rann­ sóknir sýna að á þessum svæðum, þar sem fasanar eru hafðir á, þrífst akurhænan ekki. Niðurstaðan er því sú að það voru ekki veðurfar og veiðar sem ógna tilvist akur­hænunnar á Bret­lands­ eyjum, heldur nú­tíma land­búnaður.

E

ndur eru ein vinsælasta bráð banda­rískra og kanadískra veiði­manna. Norður Amerísku anda­ stofn­ar­nir hafa mikið verið rannsakaðir í yfir 60 ár. Í u.þ.b. 50 ár hafa gilt mjög strangar reglur um andaveiðar í Banda­ríkjunum og Kanada og gott skipulag hefur verið á veiðunum. Árið 1993 varð vart fækkunar nokkrum tegundum anda. Stokkandastofninn var talinn vera um 15 milljón fuglar1970 en 1993 var hann 8.8 milljón fuglar. Árið 1984 var ákveðið að reyna að fjölga í 10 algengustu andastofnum sem veitt er úr, eða úr 62 milljónum fugla í 100 milljónir fugla. Þess má geta að veiðin úr þessum stofnum er um 20 milljón fuglar árlega. Að nokkru leyti hefur þessi barátta tekist, þó aðeins megi segja að um varnarsigur sé að ræða.

E

ins og áður hefur komið fram var stokkandarstofninn kom­ inn niður í 8.8 milljón fugla árið 1993. Árið 2004 var hann kominn í 9.4 milljón fugla. Rannsóknir fugla­fræð­inga sýndu; eins og geta má nærri, að endurnar voru viðkvæmastar fyrir á varp­­ stöðvunum. Visindamennirnir lögðu því talsverða vinnu í að kort­leggja helstu varpstöðvar endanna og ástand varpsvæðanna. Það kom m.a. í ljós að fylkið Louisianna fram­leiðir fleiri endur en Kanada. Í ljós kom • að talsvert af varpstöðvum

28

og öðrum búsvæðum anda í Louis­ ianna höfðu orðið fyrir skakka­föllum vegna framkvæmda og meng­unar. Niðurstaðan er því sú að helsta ógnun við tilveru norður amer­ísku anda­­ stofnanna er mann­virkja­­gerð, meng­­un og ónæði í næsta ná­­grenni bú­svæð­anna. Ógnunin fólst sem sagt ekki í skot­ veiðum eins og svo margir náttúru­ verndar­sinnar og stjórn­málamenn héldu fram. Samtök banda­rískra og kana­dískra skot­veiðimanna hafa, undir forystu sam­takanna Ducks Un­limited, beint kröft­um sínum að um­hverfis­ málum í auknu mæli. Þessar aðgerðir hafa, eins og áður sagði, einkum falist í endur­heimt votlendis og stofn­un griðasvæða.

Veiðar

R

og veiðistjórnun

eynslan sýnir, svo ekki verður um villst, að markviss veiði­ stjórn­un tryggir best vöxt og tilvist veiði­dýra. Engir hafa meiri hagsmuni af því en veiðimenn að stofnar villtra dýra sem veidd eru séu sterkir og heil­ brigðir. Alfriðun dýra sem nýtt eru, en hefur fækkað einhverra hluta vegna, getur verið auðveldasta að­gerð­in; en þegar til lengri tíma er litið ekki endilega sú árangursríkasta. Mörg dæmi eru til um að tekist hafi, með kerfisbundinni og markvissri veiði­stjórn­un, að byggja upp stofna dýra­tegunda sem nánast hafa verið í útrýmingar­hættu. Fram á miðja 18. öld var sænska aðlinum og óðalseigendum aðeins heimilt að veiða elg í Svíðþjóð. Árið 1789 var hins vegar nánast öllum leyft að veiða elg. Stofnar skógarbjarna og úlfa voru sterkir. Veiðiálagið varð gríðar­ legt, enda fátækt almenn, einkum á lands­byggðinni og skortur á mat. Á skömm­um tíma má segja að elginum hafi verið nær útrýmt. Reynt var að setja á veiðibann sem fáir fóru eftir. Stjórn­völdum og landeigendum varð

ljóst að grípa varð í taumana. Sænska skot­veiðifélaginu, sem stofnað var 1830, var falið að hafa forgöngu um aðgerðir sem verða mættu til að bjarga elgnum frá útrýmingu. Komið var á fót veiði­stjórnunarkerfi sem fólst í því að skipta Svíþjóð niður í mjög mörg veiði­svæði. Félagi veiðimanna var falið að annast hvert veiði­svæði. Haldin var skrá um fjölda dýra á hverju svæði og hve mörg dýr væru felld. Veiðar voru stundaðar, þó í tak­mörkuðum mæli. Með því að veiða áfram, þótt stofninn væri lítill, tókst að fá veiðimenn til að taka ábyrgð, safna upplýsingum og fylgjast með dýrunum. Eftir nokkur ár fór stofninn að rétta við og vaxa. Árið 1900 voru 800 elgir skotnir í Svíþjóð en árið 1979 voru þeir 100.000. Í dag er elgurinn helsta veiðibráð Svía.

U

pp úr 1960 fór að bera á nokk­ urri fækkun í bandaríska villi­ kalkúna­stofninum. Villikalkúninn er vinsæl bráð og eins og rjúpan, vin­sæll jólamatur. Ýmsar ástæður voru fyrir fækkun kalkúnsins. Helstu ástæð­urnar voru, eins og svo oft áður, að stöðugt hefur verið gengið á kjör­lendi hans og veiðiálagið var of mikið. Árið 1973 var talið að kalkúnastofninn væri um 1.3 milljón fuglar, fjöldi veiðimanna var hins vegar um 1.5 milljón manns. Háværar raddir voru um að nauðsynlegt væri að friða villi­kalkúninn og stöðva allar veiðar eins fljótt og auðið væri. Árið 1973 stofnuðu veiðimenn samtökin The National Turkey Federation. Til­gang­ur samtakanna var að grípa til aðgerða til að byggja upp bandaríska kalk­úna­stofn­ inn. Veiðimenn voru hvattir til að telja kalk­ún­ana og safna margháttuðum upp­lýsingum um þá. Veiðarnar voru vel skipulagðar og reynt var að hafa þær sjálfbærar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Árið 1979 var stofninn kom­inn upp í 1.7 milljón fugla. Jafn­


Fagrit um skotvei›ar og útivist

talningum, skila inn merkjframt því að skipu­leggja veiðum, vængjum og öðru því arnar og safna upp­lýs­ingum, sem vísindamenn geta nýtt söfnuðu samtökin tals­­­verðu sér við rannsóknir. fé til að kaupa eða leigja land sem nýtt hafði verið fyrir landbúnað breyttu þeir því egar veiðidýr eiga aftur í kjör­lendi fyrir kalk­ undir högg að sækja, únana. The Natio­nal Turkey er alfriðun auðveldasta Feder­ation hefur safnað um lausnin. Hún er ódýrust og 64 milljón­um dollara til þessa hugnast því oft stjórnmálaverk­efnis. Í dag er staðan mönnum og vísindamönnsú að villi­­kalkúnastofninn í um sem ekki geta svarað Banda­ríkj­unum telur nú um ýmsum lykil­spurningum. 6.4 millj­ónir fugla. Veiði­ Reynslan sýnir okkur að menn­irn­ir eru um 2.6 millj­ alfriðun er skamm­góður D æ m i u m v e l h e pp n a ð a v e i ð i s t j ó r n u n e r h v e r n i g b a n d a r í s k u m v e i ð i m ö n n u m t ó k s t a ð b y gg j a a f t u r u pp s t o f n b a n d a r í s k a ónir. Þetta dæmi og mörg vermir eins og að pissa í villikalkúnsins. önnur sýna að árang­urs­­ríkast skóinn sinn. Aðeins markviss er að treysta veiði­mönn­um veiðistjórnun til lengri tíma slenskir veiðimen verða að skilar árangri. Slík aðgerð heppnast fyrir vexti og velferð villtra veiði­dýra. slá skjaldborg um Þjórsárver. aðeins, sé um hana almenn sátt, ekki Þeir hafa mestra hagsmuna að gæta. Þegar fórna átti Eyjabökkum sögðu síst á meðal veiðimanna. Lykillinn virkjunar­menn: ,,Gæsin bara flyt- að sterkum stofnum veiðidýra er að Að læra af reynslunni ur sig.“ Því miður virðast seinustu vernda og friða búsvæði þeirra, varðeynslan sýnir okkur svo ekki upplýsingar um fjölda heiðagæsa á veita kjörlendi þeirra eins og unnt er. verður um villst að helsta Eyjabökkum nú í sumar gefa vísbend- Veiðarnar verða að vera sjálf­bærar og ógnun við tilveru villtra dýra er vegna ingar um að það mikla rask sem fylgir þær eiga aðeins að vera tómstundaiðja, eyðileggingar á búsvæðum þeirra og virkjunar­fram­kvæmd­unum gæti hafa - ekki atvinna. Veiði­menn eru best kjörlendi. Veiðidýr á Bretlandseyjum haft talsverð áhrif á gæsirnar og aug- fallnir til að bera ábyrgð á vexti og hafa átt undir högg að sækja á sein- ljós áhrif á hrein­dýrin. Brýnasta verk- velferð veiðidýra. Nauð­syn­legt er að ustu áratugum, ekki vegna veiða lands- efni íslenskra veiði­manna er að tryggja vakta stofna veiðidýra og stunda reglumanna heldur þess að stöðugt hefur að búsvæði veiði­dýranna séu ekki eyði- bundnar vísindarannsóknir á þeim. verið gengið á kjörlendi þeirra. Sem lögð. Við þurfum að eiga gott sam- Þær rannsóknir eru aðeins mögu­legar í dæmi má nefna er að kjörlendi lyng- starf við skógræktarfólk til að tryggja góðri samvinnu við veiðimenn. rjúpunnar á Bretlandseyjum hefur að varp­svæði rjúpunnar séu ekki lögð engi vel voru skotveiðar stund­ dregist saman um 24% á 40 árum. undir skóg­rækt. Veiðimönnum ber aðar hér á landi til að afla matar 41% allra fugla á Bretlandi hafa misst einnig skylda til að gæta hófs við veiðkjörlendi sitt vegna landbúnaðar, skóg­­ arnar, - veiða aðeins fyrir sig og fjöl- og til tekjuöflunar. Sá tími er liðinn. ræktar og mannvirkjagerðar. Við fáum skyldu sína. Það að matreiða bráðina Nú er runnin upp nýr tími þar sem nær daglega upplýsingar um að um­ og snæða er snar þáttur í veiðinautn- þjónusta við veiðimenn mun afla meiri hverfisspjöll af ýmsu tagi hafi mun innni. Veiðar eiga að vera tómstunda- tekna en veiðar landeigenda. Veiðar alvarlegri og flóknari áhrif á lífríkið iðja; þær eiga alls ekki að vera til tekju- verða aðeins stundaðar sem frí­stunda­ iðja þar sem náttúruupplifun, útivist, en haldið hefur verið fram til þessa. Í öflunar! líkamleg áreynsla og félagsskapur góða þessum efnum erum við Íslendingar kkur, veiðimönnum, ber einn- vina skiptir meira máli en fjöldi felldra heppnir. Ísland er strjálbýlasta land ig skylda til að stuðla að því veiðidýra að kveldi. Evrópu og eru hér talsverð ósnortin víðerni. En við verðum að vera vel á að afla upplýsinga um veiðidýrin.það gerum við með því að fylla samvisku- S i g m a r B . H a u k ss o n verði í þessum efnum. • samlega út veiðiskýrslur, taka þátt í

Þ

Í

R

L

O

29


Veiðidagar með Stefáni Jónssyni Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

E f t i r V i l h j á l m L ú ð v í k ss o n

V

U pph a f

ferðar

ið Stefán hittumst fyrst í eld­ hús­inu í sumarbústaðnum hjá Her­manni Jónassyni uppi á Kletti í Borgar­firði. Það var sumarið 1969 og ég var í boði Steingríms Hermannssonar kom­inn til að veiða í Reykjadalsá, þeim hluta hennar sem Hermann hafði þá fyrir sig og sína mest fyrir sína, því hann var þá orðinn þungt haldinn af Parkin­sonsveiki og gat illa valdið veiði­stöng og þreytt lax.

É

g var nýlega kominn heim frá námi í Bandaríkjunum og far­inn að vinna hjá Rannsóknaráði ríkis­ins þar sem Steingrímur var þá fram­­­kvæmda­ stjóri. Í Bandaríkjunum kynnt­­ist ég veiði með léttum flugu­stöng­um og til­heyr­andi „vísinda­lega“, sér­­hönnuðum flugu­línum. Við Stein­grím­ur fórum nokk­uð oft til veiða í Reykjadalsá, hann með sínar Hardy græjur, ég með léttu amer­ísku tækin frá Cortland, Scientific Anglers og Orvis sem þá voru ekki mikið í notkun hér á landi. Á veiðisvæði Hermanns voru nokkrir ágætir veiði­staðir Þúfukvörnin, Kletts­­fljótið, Kletts­foss­inn og svo Bæjar­ eyrin og ármótin þar sem Flóka sam­­ einast Reykjadalsánni og allt niður að Hvítá. Þar fékkst oft sjó­birt­ingur. Sá ljóður var á Reykja­dalsá vegna • heita vatns­ins úr Deildar­

30

tunguhver að neðan­til fyllt­­ist hún oft af slýi um það leyti sem lax­inn gekk um miðjan júlí. Gerði það veiði­­mönnum erfitt fyrir, hvort sem beitt var maðki eða flugu og veitt með hefð­bundnu skákasti og rennsli. Kletts­fljótið fylltist hins vegar af laxi sem faldist undir slý­bunk­unum en sýndi sig þó stöðugt með því að stökkva ótt og títt svo oft voru margir á lofti í einu. Það kom í ljós að léttu græjurnar með flotlínu og flugu sem dregin var hratt yfir slýbunkana gáfu óvænt viðbrögð hjá laxinum sem end­uðu með glæsi­leg­um tökum og til­heyr­andi hrifningar­óp­um á árbakk­anum. Ný aðferð var fund­in til að eiga við laxinn í Klettsfljóti. Nú vorum við Stein­grímur komnir til að leika við laxinn.

Þ

etta þótti Stefáni forvitnilegt og eftir veitingar hjá Hermanni og frú Vigdísi konu hans fylgdi hann okkur út að Kletts­fljóti til að sjá tilþrifin. Lax­inn lét ekki á sér standa og kom með miklum boðaföllum fyrir hornið á einum stærsta slýbunkanum og hremmdi fluguna. Brátt lágu þrír laxar og þrír kátir veiðimenn á íð­mjúkum gras­bal­an­um neðan við Kletts­­ bæinn. Þeir síðar­nefndu höfðu um margt að spjalla.

bók í smíðum, einskonar handbók um veiðiskap sem hann ætlaði að kalla Roðskinnu. Hann vildi heyra álit okkar á hinu og þessu, en ég var auðvitað fullur af nýfengnum kenningum um tæki og tól, en það sem meira var, afar mein­ ingar­fastur um það að svo göfuga fiska sem lax og silung ætti einungis að veiða á flugu. Þá hugmynd ásamt til­heyr­andi kennslu í veiðitilburðum hafði ég reyndar fengið frá tengdaföður mínum, Sverri Sigurðssyni, sem hafði að sínu leyti fengið uppeldi sem leið­sögu­maður og síðar umboðsmaður hjá Eng­lendingum í Borgfirskum lax­veiði­ám. Þeir vildu aldrei nota annað agn en flugu og litu á lax sem æðri skepnur í dýra­ríkinu sérstaklega hannaðar handa breskri yfirstétt. Þessari afstöðu Eng­lend­inganna fylgdi síðan allskyns atferli við veið­arnar, kenningar og kenjar um hvað mætti og hvað ekki í „fair play“ við laxinn. Þessu hafði Izaak karlinn Walton snemma gefið heimspekilegt og um leið allt að því trúarlega dulmagnað yfir­bragð með bókinni The Compleat Angler sem fyrst kom út árið 1653. Þannig var það og þetta þótti Stefáni for­vitnilegt.

F

yrir utan þetta með tækin frá Am­eríku hafði ég keypt bækur tefán þurfti margs að spyrja eftir ameríska veiðihöfunda. Ein var því í ljós kom að hann var með mér hugleiknust þá og hét The Well-

S


Fagrit um skotvei›ar og útivist

um og fyrir mið­­ bik 20 aldar teknir upp á stál­þráð og frum­stæð segulbönd eru frægir og merki­­leg heim­­ ild um fjölmarga og oft sér­kenni­­lega Ís­­lend­inga og viðhorf þeirra um það leyti sem hrað­fara breyt­­­ingar voru að L o f t f i m l e i k a r á K l e t t s f l j ó t i 1 9 6 9 hefjast á ís­lensku þjóð­­félagi eftir Tempered Angler efir Arnold Gingrich. stríð. Þessa fékk ég að njóta ríkulega á Þessi Ameríkani tók eiginlega við þar ferðum með Stefáni því hann sagði mér sem Izaak Walton hætti á saut­jándu margt af þessum viðtals­ferð­um og fólköldinni og skrifaði þessa bók handa inu sem hann hitti. Stefán hafði nánast bandarískri kaupsýslustétt af róman­ fullkomið minni og gat farið með samtískari gerðinni á tuttugustu öldinni. töl svo til orðrétt, að mað­ur tali ekki um Í henni er að finna afar upplífgandi vísur sjálfs sín og ann­arra. Hann sagðbolla­leggingar blandaðar veiðisögum ist af ásettu ráði ekki skrifa niður eigin um dýrð­lega upplifun og nauðsyn þess kveðskap sem var þó umtals­verður, oft að veiða fisk á flugu. Þessa bók lánaði ortur í orðastað annarra sem frægt er. ég Stefáni. Það varð til þess að hann Auðvitað skipti minn­ið ekki meginmáli ákvað að skrifa Roðskinnu upp á nýtt, því frásögnin varð að þjóna sögunni og eins og hann segir sjálfur í inngangi því færð í stíl­inn eftir þörfum. þeirrar bókar. En fyrir mig varð þetta aunar átti Stefán útvarpsviðtal upphafið að frábærum vinskap og samvið mig eftir ofangreind fyrstu veru á mörg­um veiði­dög­um með byssu og stöng, sem með til­heyr­andi hléum kynni varðandi skoðanir mínar á um­­ til brauðstrits og annarra minna áríð- hverfis­­­málum. Ég hélt því fram við andi verk­efna stóð í rétt rúm tuttugu ár. hann að náttúruvernd væri nauðsyn vegna mannsins sjálfs en ekki vegna F é l a gss k a p u r v i ð S t e f á n nátt­­úrunnar og að víst mætti meta nátt­ úruna til fjár og finna þannig út að hag­ ótt upphafið sé ljóst hef ég í stæðara væri að hafa hana ósnerta en raun aldrei áttað mig alveg á því spilla henni. Það sannaðist á sjálfum hvers vegna við Stefán náðum svo vel mér því að ég vildi heldur koma heim saman jafn ólíkir og við í raun vor­um; til Íslands og búa þar við þriðjung þeirra ég fremur ómann­blend­inn, verk­fræði­ launa sem mér hefði boðist í henni mennt­aður og gjör­­­sneydd­ur sagna­­gáfu Ameríku bara til að njóta lystisemda og þeim frum­­leika í mann­legum sam- og frelsis íslenskrar náttúru. Þetta þótti skiptum sem ein­kenndi hann. Hann var Stefáni athyglisvert og kynnti þessa mér 14 árum eldri og þegar með mik­ skoðun mína ýmsum og varð það meðal inn frægðar­feril að baki sem fréttamað- annars til að annar kunningi Stefáns, ur útvarps og braut­ryðj­andi í þátta­gerð. Sigurður Blöndal, þá skógarvörður á Við­tals­þættir hans við fjölda Ís­lendinga Hall­ormsstað, bauð mér að halda erindi

um náttúruvernd á sumarhátíðinni í Atlavík 1970. Þeir dagar á Hallormsstað urðu upphafið að öðrum þætti í lífi mínu sem mér er afar mikilvægur en til­ heyrir ekki þessari frásögn. En líklega treystust bönd okkar Stefáns enn frekar við þetta.

Síðasti

maðkveiddi laxinn rotaður við

H æ k i n gs d a l 1 9 7 0

R

Þ

Flugan

hnýtt á að loknu maðkveiðiskeiði.

Laxá

í

K j ós 1 9 7 0

S

tefán var ekkert sérstaklega bund­ inn við fluguveiðar þegar við kynnt­umst og hafði gjarnan • með sér maðk og tilheyr-

31


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

andi græjur til að vera við öllu búinn. Mér tókst að fá hann ofan af þessu með því að sýna honum hversu einföld og auvirðileg maðkaveiðin væri. Þannig vildi til að árið 1970 bað Guðjón Ó, forleggjari Stefáns á þeim tíma, hann að skrifa bækur um nokkrar ár á Vestur­ landi. Borgaði Guðjón veiðileyfi fyrir Stefán í þessum ám. Stefán bauð svo mér með sér til að taka myndir af sér við veiðarnar því ég átti græjur til þess. Ein þessara áa var Laxá í Kjós. Stef­áni varð lítið ágengt við veiðarnar í fyrstu þar til uppi við Hækingsdal að þar lágu nokkrir laxar í strengnum ofan við brúna á heimkeyrslunni að bænum. Nú skyldi sýna þeim í tvo heimana. Ég sagðist vilja sýna Stefáni hve auðvelt væri að veiða lax á maðk. Hann stóð fyrir ofan strenginn og langrenndi en ég á brúnni og gaf merki eins og hlaðverðir á flug­velli gefa flugvélum um hversu stefna skyldi maðkinum. Maðkurinn leið ótrúlega greiðlega niður strenginn og beint upp í laxinn sem lá fremstur. Ég taldi upp á 60 og svo gaf ég merki og Stefán reisti stöngina og „hann var á“. Eftir nokkra baráttu lá laxinn á bakk­anum og reyndist kokgleyptur. Stefán rotaði hann með stafnum sínum eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Þetta var sjö punda hængur nokkuð leginn. Stefán snerti aldrei maðk eftir þetta.

sjálfur þótt nóg hefði að segja heldur ýtti undir aðra í samtölum. Það gerði hann með því að spinna örlítið við síðustu orð við­mælanda - oft með skringilegri við­ bótar­­hugsun eða hliðlægum krók í fram­ setn­ingu þannig að viðmælandi færðist gjarnan allur í aukana í viðtalinu. Þetta kemur fram í samtalsþáttum hans sem oft voru endurfluttir í útvarpinu, ekki síst með­an Svavars Gests naut við. Þennan eiginleika notaði hann óspart í félags­­s­ kapnum og við það færðist heldur betur fjör í leikinn ekki síst þegar svo­lítið lífsins tár var með í för - og það var nú reyndar alltaf - en oftast í góðu hófi – þó með hæfi­legum undan­tekningum eins og gengur!

S

32

Stefán

og

J ó n S i g u r ð ss o n

Á Kletti við Reykjadalsá 1971. F. v: G e o r g e F e r n e , H e r m a n n S t e i n g r í m ss o n , J ó n H j a r t a r s o n ( f ó t b r o t i n n ) , S t e f á n J ó n ss o n o g S t e i n g r í m u r H e r m a n n ss o n .

Þ

essi eigin­ leiki Stefáns kom sér af­­skap­­lega vel þegar illa gekk í veiði því þá hafði hann ávallt lag á að spinna upp sögu eða nýja kenn­ingu um hvers vegna S k u gg i o g S t e f á n ekki veidd­­ist akkúrat þá stund­ina og hvað væri til ráða. Venju­lega kom þá fram nýtt þjóðráð til veiða svo áhuginn bloss­aði upp á nýtt, breytt var um aðferð eða agn sem undarlega oft skilaði til­sett­um ár­angri. Oft var dreg­in fluga úr boxi, gjarn­an nýhnýtt tefán hafði þann merkilega eigin­ af Kristjáni Gísla­syni sérstak­lega fyrir leika að þurfa ekki alltaf að tala Stef­án. Þannig kynnt­ist ég Grím­unum,

blárri, grænni og rauðri, og Grýl­unni sem var eftirlæti mitt um árabil, - í stærðinni 10 við sér­stök skilyrði. Þannig varð einnig við Geir­­­­landsá til kenn­ingin um

l e gg j a á r á ð i n v i ð

Ármótahylinn

í

Geirlandsá, 1983.

vorið

með’ann á í

H a m a r sg e i r a f l j ó t i R e y k j a d a l s á 1 9 7 6

hve­nær sjó­birt­­ing­­urinn byrjaði að taka í vorfrosti þegar ísflekar og krap flaut niður ána og enginn fiskur hreyfði sig. Það var vísinda­­lega grunduð kenning um að strax og vatn tekur að hlýna við það að sól skín á árbotninn þá sé hægt að búast við töku, jafnvel þótt frjósi í lykkjunum. Kenn­­ingin var umsvifalaust staðfest með raun­­vísindalegri tilraun undir brúnni við Breið­­balakvísl. Á sólbjörtum frost­morgni fór vatns­hitinn úr núllinu í eina og hálfa gráðu um 11 leytið. Þá tók 2 punda sjó­birtingur Mickey Finn nr. 2 á hröðum drætti. Síðan fylgdu fleiri. En þegar kólnaði undir kvöld og vatns­hit­inn féll úr fimm gráðum í þrjár hætti hann að taka. Þetta þótti okkur nægileg stað­­ festing kenningar­innar til brúks á síðari vor­ferðum í Geirlandsá og gafst vel.


Fagrit um skotvei›ar og útivist

Bækurnar

B

ækurnar þrjár sem Stefán skrifaði um veiðar urðu að miklu leyti til í samskiptum við veiðifélaga hans eins og þær bera með sér. Hann prófaði hug­ myndir sínar á okkur. Roðskinna varð eins og áður sagði fyrir áhrifum af bók sem ég lánaði honum og stuttum kynn­um okkar. Með flugu í höfðinu varð til í e.k. nefndarstarfi okkar Kolbeins Gríms­sonar og Þor­steins Þorsteinssonar með Stefáni. Á fundum skiptumst við á skoð­unum og reynslu og drógum efni í bókina með Stefáni. Þeir Kolbeinn og Þor­­steinn voru frumkvöðlar í kennslu í flugu­­köstum og Þorsteinn fram­­leiddi léttbyggðar flugustangir. Jóhann heit­inn Þorsteinsson var einnig áhrifa­­valdur um veiðiaðferðir. Bókinni var ætlað að gefa aðgengilega fræðslu um tæknina og tækin. Hún er skrifuð í léttum tón og höfundur tekur sjálfan sig og ráð­gjafa sína mátulega hátíðlega eins og vera ber þegar kenningar um veiði­að­ferðir eru annars vegar. Áslaug kona mín myndskreytti bókina að verulegu leyti og teiknaði kápuna. Þetta var skemmti­legt verkefni og bókin fékk góðar viðtökur. Margir fengu áhuga á flugu­veiði við lestur þessarar bókar.

S

íðast kom út Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng. Hún er skrifuð eftir að Stefán var kominn með krabbamein sem dró hann til dauða árið eftir. Bókin er uppgjör við veiðilíf Stefáns og að sumu leyti einnig varfærið uppgjör við aðra þætti í lífi hans sem hann vildi að hefðu verið öðruvísi. Hún er ríkulega krydduð frásögnum af samskiptum við veiðifélagana – oft færð í stílinn í þágu frásagnarinnar eins og vera ber. Í bók­ inni birtast ekki síst pælingar hans við félagana um mikilvægar en oft þver­ sagna­kenndar spurningar eins og hvers vegna við erum með veiðiáráttuna þótt við höfum fyrir löngu sagt skilið við veiði­manna­stigið; - hvernig megi sið-

ferðilega réttlæta veiðiskap sem ekki lengur þjónar aðdráttum til matfanga; hver sé munur á veiði til gleði og veiði til aflakeppni eða veiði til fjár; - og síðast en ekki síst um mikilvægi þess að sérhver veiðiferð byrji með vandaðri tilhlökkun. Þá veltir Stefán fyrir sér hvað reki veiðimanninn áfram til fundar við bráðina, - m.a. hug­myndum frumbyggja um hin sam­eigin­legu örlög tegundanna – hið sam­eigin­lega „karma“- þar sem hvorugt getur án hins verið. Bókin endar raunar á nótum um þetta – fyrirboðanum um ævilok hans sjálfs.

V

ið Stefán fórum oft í djúpið út af þessum siðferðilegu pæling­ um og öðrum álitamálum og tókum reynd­ar þátt í stofnun tveggja félaga sem byggðu á nokkuð ströngum kröf­um um siðlega hegðun við veiðar. Annars­ vegar hjálpuðum við Jóni Hjartar­syni í Húsgagnahöllinni, Bjarna Krist­jáns­ syni, rektor Tækniskólans og fleir­um til að stofna Ármenn, félag um fluguveiði og hinsvegar Skot­veiði­félag Íslands, SKOTVÍS, í félagi við Bjarna og þá fiskif­ræðingana Ólaf Karvel Pálsson og Sólmund Einarsson. Ég held ég geti eignað okkur Stefáni að meginhluta siða­reglurnar sem bæði þessi félög halda í heiðri enn í dag, eftir því sem ég best veit. Þessar siðfræðipælingar urðu síðan mikil­vægur þáttur í námsskeiðum sem SKOTVÍS annaðist fyrir lög­reglu­ stjóra­embættið um árabil og hófust fyrir frumkvæði Sverris Scheving og Bjarna Kristjánssonar í formennskutíð þess síðarnefnda. Ég annaðist siðfræði­fyrir­ lestrana á fyrstu árum þessara náms­ skeiða. (Sjá m.a. grein í Skotvís, 1. tbl.-1. árg. 1995, bls 18-26). Eitthvað virðist eima eftir af þessum pælingum í dag.

uðust ekki síst af öðrum félögum í hópn­um. Lengi framan af var það félags­skap­urinn við Steingrím Her­ manns­­son og Jón Hjartarson í Hús­ gagna­­höllinni um veiðar í Reykjadalsá, Grímsá, Flóku, Deildará, Hölkná og víðar. Þetta voru dýrð­legir dagar við ár sem voru fullar af laxi og tók oft grimmt. Sérstaklega var Reykja­dalsáin gjöful á þessu tímabili og skemmti­legt að prófa nýjar flugur og aðferðir við veiði­skap. Veiðin var afslöpp­uð, dvalist í sumarbústaðnum á Kletti og farið til veiða að hentug­leikum og notið góðs félags­skapar, snæddur heimagerður matur - miklar grill­aðar steikur, ávaxta­ deserar og Irish Coffee á eftir. Stefán, Jón Hjartar­­son og Stein­grímur voru allir vel hagmæltir svo kvöld­­vökur urðu líflegar. Það var ekki síður þegar rifist var um pólitík því auð­vitað urðu Stefán og Steingrímur á þessum árum báðir þingmenn hvor í sínum flokknum en við Jón Hjartarson fylgd­um hvorugum að málum. Haukur Jónas­son læknir og æskuvinur Stein­gríms var oft með okkur. Það voru frá­bærar stundir.

Þ

egar kappið með þeim Stein­ grími og Stefáni varð hvað mest eitt kvöldið á Kletti bauð Steingrímur Stef­áni í sjómann. Stefán þáði og tókust þeir nú á. Þar gekk lengi með stunum, blæstri og fretum en borð tóku að ganga í sundur og hafði þó hvorugur betur en skildu jafnir. Stein­grími þótt þetta vont og bauð Stefáni að endurtaka leik­­inn uppá vinstri höndina sem var við hæfi á tímum vinstristjórnar og þeir báðir stjórnar­þingmenn. Eftir nokkra hríð brá svo við að Stefán lagði Stein­grím, við illan leik þó. Þetta kom okkur nokkuð á óvart því Steingrímur var fyrr­um æfður aflrauna- og glímumaður en lítið orð fór af Stefáni í þeim efn­um. Hann skýrði það Félagarnir sjálfur svo að ára­langar „aflaunir“ hans élagsskapur okkar Stefáns gekk til að halda jafnvægi með staf• í gegnum nokkur skeið er mót­ inn í vinstri hendi þegar tréfót-

F

33


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

urinn til hægri var færður fram hefði árvissra fluguhnýtingardaga síðla vetrar á hafði boðið mér að koma með fjölskyldu fært sér þennan aflsmun. Raunar sá ég forstjórasetri Járnblendi­verk­­smiðj­unnar í sinni í veiði í Lambá á Arnar­vatnsheiði. við önnur tækifæri að Stefán var ramm- hlíðum Akrafjalls. Þar voru hnýttar flugur Skyldi ég hitta hann við af­leggj­arann ur að afli þótt aldrei hældist hann af því. daglangt en að kvöldi boðið til dýrðlegr- til Akraness. Eftir langan akstur úr Seinna, líklega veturinn 1979- 1980, ar veislu sem frú Bergljót galdraði fram Steingrímsfirðinum á rykugum malar­ kynnti ég Stefán fyrir Jóni Sigurðssyni með undra­lítilli fyrirhöfn og án þess að vegum á sólheitum ágústdegi vor­um sem þá var orðinn for­stjóri Íslenska járn- nokkur sæi hana hverfa til eldhúsverka. við öll orðin þreytt þegar komið var á blendifélagsins á Grundar­tanga og konu Á eftir urðu miklar umræður og svo hitn- Akra­nes­afleggjarann. Þar beið Jón og hans Bergljótu Jóna­­tansdóttur. Stefán aði mönn­um í hamsi að stundum stóðu ég hleypti Pöddu út. Þegar hún skynj­ hafði ásamt flokks­félögum sínum gagn- menn upp og hrópuðu. Þannig stóð á eitt aði að ný veiði­ferð og nýtt ævin­týri var rýnt það fyrir­­tæki hatrammlega á Alþingi sinn er sam­yrkju­hundur okkar Stefáns, að hefjast varð hún frá sér af kæti, stökk en ég var í eftir­litsnefnd af hálfu Nátt­úru­­ tíkin hún Padda, blandaði sér í málið með upp um Jón og kyssti hann blaut­um verndar­ráðs til að draga úr um­hverfis­ há­væru gelti gegn staðarhúsbóndanum, hunds­kossi og endasentist síðan eins og áhrifum af framkvæmdum og stýrði Jóni, sem hún hafði þá enn ekki fyrir­gefið stjórn­laus gormur í kringum hann hring lífríkis­rannsóknum á undir–búnings­ lífgjöfina þegar hann dró hana og bróður eftir hring. Þaðan í frá hafði hún mikltímanum. Það hvein dálítið í mann­ hennar, átta vikna hvolpa, upp úr ískaldri ar mætur á Jóni. Í þeirri sömu veiðiferð skapnum við kvöldverðarborðið heima Geirlandsá vorið 1983 eins og Stefán í Lambá lærði Padda að veiða sjálf þegar hún sótti bleikju sem ég hafði sleppt. hjá okkur Ás­laugu þegar þeir hittust greinir frá í Lífsgleði á tréfæti. Bleikjan sú hafði orðið illa úti með því fyrst, Jón og Stefán. Það var heldur ekki að taka dropper á milli mín og stóruí síðasta skiptið að þeir tóku snerru um rriða sem tók endafluguna. Eftir álitamál heims­ins. Ég hafði komið langa viðureign við þau tvö ákvað Jóni á bragðið með fluguna við ég að halda urriðanum en sleppa laxveiðar í Þverá sumarið á undan bleikj­­unni sem var dösuð en vel lif­ og vissi að auðvelt yrði að samandi. Ég kastaði henni spölkorn eina þá Stefán á léttari nótum um út í hylinn. Það sá Padda og líkslík mikilvæg grund­vallarmálsefni. aði illa. Hún tók til sinna ráða, óð Það stóð heima og tókst undraút í hylinn, kafaði eftir bleikjunni, skjótt vinátta milli þeirra sem varði bar hana upp á nærliggjandi hól og meðan dagar entust. Til vitnis eru hristi af sér vatnið sigri hrósandi. margar sögur og til­vitnanir í Lífs­ Ekki sá á bleikjunni en Padda fékk gleði á tréfæti. Í þennan hóp bættsamt að halda henni og bar hana ust nú brátt svili Jóns, Þórður Þ. Fluguhnýting á Grundartanga.. stolt. Eftir þetta leyfði ég henni oft Þorbjarnarson borgarverkfræðað hjálpa til við löndun á laxi og silingur og kona hans Sigríður systir ungi. Það kom sér vel fyrir Stef­án Bergljótar og síðan Konráð bróðsíðar þegar Padda var með honum í ir minn og kona hans Ragnheiður Hrútafjarðará. Þar lenti hann í erfÁsta Magnúsdóttir. Einnig bættist í iðleikum í viðureign við spræka laxa hópinn Eggert Jóns­son, borgarhagsem strikuðu niður ána en hann gat fræðingur, félagi Þórðar svo og kona ekki fylgt eftir nógu hratt á tréfætEggerts, Sigurlaug Aðal­steins­dóttir. inum. Satt er að Padda land­aði Þeir Stefán og Eggert áttu reynd­ar fyrir hann tveimur löxum, öðrum góðan kunningsskap fyrir úr sam­ Hádegisveisla við Hólkotsflóa í Laxá 1988. F.v: starfi við Ríkisútvarpið. Hóf­ust nú V i l h j á l m u r L ú ð v í k ss o n , N o e l R i c e , S t e f á n J ó n ss o n o g J ó n 12 punda og hinum nær 20 punda S i g u r ð ss o n þegar Stefáni tókst að beina þeim vor og haustveiðar í Geir­landsá, árlegar ferðir í Laxá í Þing­eyjar­sýslu – að var svo sumarið 1986 að Padda inn á grynningar neðan við breið­una Mývatnssveit auk annarra tækifærisveiða. fyrir­gaf Jóni. Það vildi þannig til þar sem þeir tóku. Um þetta kallar hann Til að krydda tilveruna enn að við Ás­laug vorum að koma úr veiði­ Barða Friðriksson til vitnis sem var við­ • frekar buðu Jón og Bergljót til skap í Hrófá í Stein­gríms­firði en Jón staddur og ég veit að Stefán var ekki að

Þ

34


Fagrit um skotvei›ar og útivist

ljúga – þá!

E

kki má gleyma Noel Rice breska augn­skurðlækninum sem Kári sonur Stefáns hafði vísað á „kunnugan veiði­­mann“ á Íslandi - án þess að geta um skyld­leikann. Þessi hógværi Kelti, eins og Stefán nefnir hann, varð lengi reglu­­legur veiðifélagi í hópnum, sér­stak­lega í urriðaveiðinni í Laxá hjá henni Hólm­fríði á Arnarvatni uppi í Mý­vatns­sveit. Sumarið 1976 hittum við Áslaug Noel í fyrsta sinn með Stefáni í veiði við Deildará hjá Raufarhöfn. Þá var feiki­leg veiði í þeirri á og tökurnar hjá laxin­um með ævintýrlegum tilþrifum. Komst Noel þar á bragðið í laxveiði en hann hafði til þess tíma verið hreinlífur silungs­­veiðimaður, aðallega með þurr­flugu. Reyndar veiddi hann með elsta veiði­­klúbbi heimsins í ánni Itchen, rétt hjá Windsorkastala, þar sem Izaak gamli Walton efnaði í bók sína um hinn full­komna veiðimann.Við Áslaug buðum upp á úti­grillaðan lax við ána

þótt veður væri ekki upp á marga fiska og Noel drakk í sig frumstæða íslenska úti­ vistar­stem­ningu. Upp úr þessu tók hann að venja komur sínar bæði til silungsveiða í Laxá og til laxveiða í ýmsum ám og gerir reyndar enn í Langá hjá Ingva Hrafni. Jafn­­framt hóf hann laxveiðar í enskum og skoskum ám.

Þ

að var á sólbjörtum laugardegi í júlí, líklega sumarið 1986, rétt fyrir hádegið, að þeir Noel birtust á Saabinum hans Stefáns uppi í sumar­ bústað fjölskyldu minnar við Hafravatn. Stefán hafði frétt hjá Árna Gunnars­syni, kollega í frétta- og þing­mennsku, að fullt væri af stórum urriða ofarlega í YtriRangá og tæki fluguna grimmt. Þangað ættum við nú að drífa okkur. Eftir að hafa þegið hádegis­verð með bragðmiklum, jarð­slegn­um saltfiski og bræddu smjöri og til­heyrandi, sem var uppáhald okkar Sverris tengdapabba, var haldið austur í Næfur­holt og leyfi fengið til veiða. Var það auðsótt mál. Hófust nú leitir að veiði­stöðum og við­ eig­andi stór­urr­ið­um. Hvergi bærði þó urr­ ið­inn á sér, hvorki smár né stór. Sólin skein í heiði og dag­urinn gerðist langur og heit­ ur. Ég gekk upp með ánni allt upp undir brúna yfir þrengsl­­ V ið D eildará 1976. N oel R ice kynntur fyrir íslens ­k um laxi og útigrilli í in skammt neðan við hvíldartímanum . F. v . Á slaug S verrisdóttir , N oel R ice og S tefán J ónsson . upptökin. En engin merki voru um að fiskur væri í þessari á. Ég fór nú að gruna Stefán um græsku. „And­skotans trú­­girn­ in í hon­um að hlaupa svona eftir kjafta­sögu úr öðrum blaðr­­andi frétta­manni“. Ég gekk S k u gg i h j á l p a r S t e f á n i a ð l a n d a e n N o e l e r n ý b ú i n n a ð n á l a x i . aftur nið­ur með ánni

og sá Stefán kasta langt niðurfrá og Noel álengd­ar. Á leið­inni hugsaði ég hvað hann myndi segja þegar við hittumst. „Það skal ég ábyrgj­ast að hann þykist hafa séð ægilega stóran fisk koma upp! Mað­ur á bara virkilega að hafa fyrirvara gagn­­vart fél­ög­um með svona óheft ímynd­unar­afl!“

Þ

egar ég kem til Stefáns er það fyrsta sem hann segir: „Mikið ógur­lega kom stór fiskur hérna upp rétt áðan þarna efst á beygjunni!“ Nú brast þolinmæðin hjá mér og spyr með heift í röddinni: „Sá Noel það?“ Stefán rekur upp ægilegan hlátur: „Ekki er nú nóg að væna veiðifélaga sinn um ósannsögli heldur heimta vottorð frá heimsfrægum augn­skurðlækni til að fá staðfestingu. Kast­aðu bara og reyndu.“ Ég kasta hliðar­kast og var með Night Hawk votflugu á. Í fyrsta kasti kemur þessi líka feiknar svelgur rétt við fluguna en fiskurinn snerti ekki. Þá set ég Wooly Worm á og kasta aftur dálítið uppstreymis og flýtur þessi loðna fluga augnablik í byrj­un. Það er var eins og við manninn mælt upp kemur þessi rokna fiskur og neglir fluguna. Takan er mér enn í minni. Eftir mikil loftköst og heiftar­spretti liggur 5 punda, kviðsíður og gull­­­sleginn urriði á bakkanum og þessi þreytu­­legi sólardagur er allt í einu orðinn að ævintýri sem ekki líður úr minni. Eftir þetta var haft að viðkvæði þegar veiðisögurnar gerðust með ólíkind­­um: „Sá Noel það...???“

S

tefán átti félagsskap í veiði með ýmsum öðrum en þeim sem að ofan eru taldir. Meðal þeirra voru um skeið þeir kvikmyndagerðarmenn, Ernst Kettler, Páll Steingrímsson og félagi þeirra Sverrir Einarsson, tann­læknir. Fóru þeir fjórum sinnum saman í haustferðir á gæs í Öræfasveit. Með­­fylgjandi mynd af Stefáni á gæsa­veiðum sem ég fékk frá Páli var tekin í þeim • ferðum. Páll sótti Stefán í

35


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

ef hann sá hreyfingu þegar fiskur reis. Stund­­ um sat hann svo lengi í vorkuldum að horfa á köstin að hann fékk vatnsskott með ægilegum verkj­um í rófuna. Þá var Skuggi mjög aumur í nokkra daga á eftir en lét það þó S t e f á n o g P á l l S t e i n g r e i m ss o n á s a m t k y r j u e f t i r m o r g u n f l u g i ð í ekki aftra sér til veiða Ö r æ f u m . ef þær buðust. Stefán segir margt af Skugga í fyrsta sinn í slíka ferð haustið 1980 heim á Flókagötuna. Sólveig, kona Stefáns, Lífsgleði á tréfæti og flest rétt en eina sögu opnaði dyrnar fyrir Páli og bauð honum verð ég þó að leiðrétta nema það sé í raun inn því Stefán væri í sturtu. Þau tóku önnur saga því Stefán fékk Skugga oft spjall saman yfir kaffi­bolla. Þá heyrir Páll lánaðan. Eitt kvöldið var ákveðið að fara að sungið var djúpri bassaröddu og barst í á andaskytterí suður með sjó. Skuggi var ægilega kátur og ýlfraði hátt þegar við gegnum þilið þessi stemma: beygðum inn Lönguhlíðina og spanSem logi yfir akur fer – akur fer, u p p gólaði þegar hann sá Stefán bíða eftir að rífa stráin. Gráðug villigæsin er – gæsin er góð á bragðið – dáin!

H

ér var Stefán að efna sér í vand­aða tilhlökkun til ferð­ar­innar um leið og hann velti fyrir sér einni prakt­ískri og um leið siðferðilegri hlið gæsa­veiðanna. Sú ferð varð Páli eftir­minnileg.

Hundarnir

Á

rið 1975 keypti ég svartan labra­­dorhvolp af Agli Eð­varðs­ syni kvikmyndatökumanni og nú sýn­ ingar­stjóra RÚV sjónvarps. Hvolpurinn, sem hlaut nafnið Skuggi, var reyndar að einum fjórða Brittany Spaniel. Skuggi var skapbrestahundur og þýddist engan nema mig og tengdaföður minn og svo Stefán þegar farið var til veiða. Svo mikill veiði­hundur var Skuggi að það skipti hann engu hvort farið var með byssu eða stöng. Hann horfði með full­kom­ inni einbeitni á eftir hverju • einasta flugukasti og lét vita

36

bíl dálítið skömmustulegir við Stefán en Skuggi strunsaði luntalega á undan okkur. Þegar allir voru komnir upp í bílinn, kaffibrúsinn opnaður og búið að segja aahh... eftir fyrsta hressandi sopann, sneru menn sér við að vita hvernig Skugga leið. Hann stóð þá álengdar aftast í bílnum og horfði á okkur þungur mjög á brún. „Jæja, Skuggi minn, svona fór þetta nú“ sagði ég, afsakandi röddu. „Urrrrrr....“ kom langt og djúpt úr hundshálsinum. Svo sneri hann sér við og lagðist niður með rassgatið framan í okkur Stefán. Ekki var að villast um skilaboðin til svo von­lausra veiðimanna. Stefán segir reyndar svipaða sögu um sig og Skugga og er ég þar hvergi nærri.

E

ins og Stefán segir frá urðu skap­ brestir Skugga til þess að honum varð ekki langra lífdaga auðið. Hann kom sér út úr húsi hjá fjölskyldunni með ógnandi orðbragði þegar fjölgaði á heimilinu. En söknuðurinn eftir félags­skapnum varð þó til þess að við Stefán ákváð­um tveimur árum síðar– og feng­um til þess samþykki heiman frá - að taka tvo labradorhvolpa úr goti hjá Sheenu hans Páls Eiríkssonar, geð­lækn­is. Stefán nefndi tíkina sína Pöddu eftir æsku­hundi í eigu móður hans. Ég átti Bangsa. Eftir S k u gg i á r j ú p n a v e i ð u m rúmt ár kom í ljós að Bangsi fékk ekki eðlilegan styrk í aftur­fætur okkur utan við hliðið heima á Flóka­­göt­ en Padda varð þeim mun öflugri og fimunni. Síðan stóð Skuggi með framfæt- ari svo hún hljóp yfir húsgögn og Stefán urna á bríkinni aftan við sætin í Land- sjálfan sem ekkert réði við hana. Það Rovernum og umlaði og sleikti eyrun varð úr að ég gaf Bangsa dreng nokkrum á okkur Stefáni á víxl. Það voru þrenn upp í Mos­fells­sveit sem ekki gerði kröfpör af fránum aug­um sem horfðu fram ur um hæfileika til loftfimleika hjá hundi á veginn alla leið suður að Fitjatjörninni. en við Áslaug tókum Pöddu að okkur Vönduð tilhlökkun í farteskinu! Síðan með fullan skilning á að hún væri áfram var lagst fyrir kvöldflugið. En þá gerðist hund­­urinn hans Stefáns. Þannig varð til það að fáar endur komu og þær sem það samyrkju­tíkin Padda. Stefán segir marggerðu sluppu undan skotum veiðimann- ar sögur af henni en mitt fyrsta verk var anna með undraverðum hætti. Enginn að venja hana af því að hoppa yfir fólk og fugl lá eftir kvöldið. Við héldum upp í húsgögn því það fannst henni skemmti­


Fagrit um skotvei›ar og útivist

S t e f á n m e ð P ö d d u o g B a n gs a í f a n g i n u . Arndís Vilhjálmsdóttir 3ja ára horfir hugfanginn á.

Padda

s k i l a r s t o k k a n d a r s t e gg v i ð

Steinsmýrarvatn

legt en okkur óþægilegt. Hún stóð fyrst og horfði á mann og augun sögðu: „Þú getur ekki náð mér“! Ha ha haa! Svo tók hún stökk og skaust framhjá manni rétt í seil­ingar­fjarlægð og svo sem axlar­hæð. Þetta ætlaði hún nú að leika við mig þar sem hún stóð á móti mér á hlað­inu uppi í sumarbústað. Ég vissi að nú reyndi á hundatemjarann. Hún kom fljúgandi og ég kastaði mér á hana eins og æfður markmaður gerir á bolta og náði að grípa löngutöng og vísi­fingri undir hálskeðjuna. Þannig stöðv­aði ég flugið og skellti henni á jörð­ina með tilheyrandi grimmilegu – nei-i! Þetta dugði. Upp stóð skömm­ustu­­leg en nánast fulltamin tík sem með smá tilsögn varð afbragðs veiði­ hundur og yndis­leg til heimilis og mikill vinur dætra okkar Áslaugar. Reynd­ar þurfti ég einu sinni að taka í hana þegar hún reyndi að setja yngri dóttur okkar,

Padda

Arn­dísi þá á fjórða ári, neðst í goggunar­ röð­­ina! Síðan var aldrei minnst á það meira. Af þessari tík og hæfileikum henn­ ar segir Stefán margar sögur bæði í bók-

Óbyggðirnar kalla! Ný og ómótstæðileg bók fyrir alla þá sem ferðast um óbyggðir landsins. Fjallað er á aðgengilegan hátt í máli, myndum og kortum um spennandi jeppaleiðir, bæði þekktar leiðir og minna þekktar. • 60 spennandi leiðarlýsingar þar sem sérstök áhersla er lögð á leiðir í nágrenni Reykjavíkur • Þjóðlegur fróðleikur • Skrá yfir athyglisverðar laugar sem ferðalangar geta heimsótt og notið • GPS-punktar, vegalengdir og aksturstími • Fjarskiptatækni og GPS-tækni • Skrá yfir á annað hundrað skála utan alfaraleiða • Ár og vöð á leiðunum

Ómissandi bók þegar haldið er í óbyggðir!

Almenna bókafélagi›

s t o l t a f d ú bb l e t t u


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

Kveðjustund. Félagarnir

við

Oddstaðastreng

inni góðu um lífsgleðina og í útvarps­ þáttum sem hann var með á þess­um tíma undir heitinu „Af fiskum og fuglum, hundum og köttum og öðrum Íslend­ingum“. Meðal annars segir hann þar af ágætri hagmælsku hennar við rétt tækifæri.

P

adda eignaðist sex hvolpa viku áður en Stefán dó. Stefán tók af mér loforð að láta dótturdóttur sína Sólveigu fá einn hvolpinn. Það var síðasta sinnið sem við sáumst. Ég fór til útlanda daginn eftir og hann var látinn þegar ég kom heim. Gotið hennar Pöddu dreifðist til vinanna, m.a. til Jóns, Þórðar Þorbjarnasonar, Konráðs bróður míns og af þeim urðu ýmsar sögur sem ekki verða sagðar hér. Tíkin Duna varð eftir hjá okkur Áslaugu og reyndist mikill húmoristi, full af sjálfs­ trausti og fín með sig; ágætur veiði­hundur til rjúpna en leiddist endur og gæsir. Þannig varð það með hundana.

38

Ferðalok

S

tefán var mikill reyk­inga­maður og það tók sinn toll - alltof snemma. Á síðustu fimm árum félags­skapar okkar fannst mér draga nokkuð úr þoli og dugnaði hans við veiðar­nar. Hann lét sér nægja að taka þátt í veiði­ferð­unum og skemmta okkur félög­unum með sögum sín­um og eggja okkur til djarfra tilrauna í veiðiskap. Lík­lega var það veturinn 1987- 1988 að hann kenndi sér meins og greindist með lungna­krabba. Þetta feng­ um við að vita á flugu­­hnýtingar­dögum á Grunda­tanga það ár. Þannig hófst slag­ur­inn mikli og veiðiferðum fækk­ aði. Síðasta sjóbirtinginn veiddi hann í Geirlandsá haustið 1986.

Noel sömuleiðis, alla á brotinu ofan við Þingnesstrengi. Af öðrum fara ekki sögur. Við Stefán sváfum í sama her­bergi í þessari undarlegu hátimbr­uðu höll sem Ernie Schwiebert teikn­aði handa veiðiréttareigendum við Grímsá og á sér fyrirmyndir í tísku­byggingum á Kyrra­hafsströnd. Þessi bygging tröll­ríður Lax­fossi í Grímsá, illu heilli og markar þátta­skil í fyrir­komu­ lagi lax­veiði­leigu á Ís­landi. Það var í fyrsta og síðasta sinn sem við vorum í því veiði­ húsi. Okkur Stefáni var ekki rótt. Minn­ ingar úr gamla, hlýlega enska húsinu við Grímsá hrönn­­­uðust upp. Við rædd­um um breyt­­ingar á veiðiháttum og stemn­ ingu við laxveiðar. Sú gullöld frelsis og af­­slapp­aðs félagsskapar í veiðum sem við íðustu veiðiferðina fórum við þó þekkt­um var liðin. Öld skipu­­lagn­ingar og saman í júlí 1990 í Grímsá með árangurs­mið­aðrar keppni var runnin upp. Jóni og Bergljótu, Steingrími og Eddu og Jóni syni Steingríms af fyrra hjóna­bandi ergljót kona Jóns tók mynd af svo og Noel Rice og breskum kunn­­ okkur fjórum félögum, Stefáni, ingja­­hjónum mínum. Þetta var félags­­ Jóni, Noel og mér við veiðilok þeirrskapur í góðu lagi en veiði var treg. Við ar ferðar uppi við Oddstaðastreng. Stefán veiddum sinn hvorn lax­inn og Tveim mánuðum síðar var Stefán allur.

S

B


Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760

• www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410

Bestu byssukaupin á Íslandi í dag Veiðihornið býður nú öll skotvopn með 12 mánaða vaxtalausum afborgunum Stoeger Model 2000

Aðeins 4.658 á mánuði i 12 mánuði,

Hálfsjálfvirk, bakslagsskipt vinsæl byssa úr verksmiðju Beretta Holding í Tyrklandi. Sami snúningsbolti og í Benelli. 26" hlaup. Svört plastskefti, 5 þrengingar og ólarfestingar.

Nú enn betra verð. Aðeins 55.900,-

vaxtalaust

Stoeger Model 2000

Aðeins 4,742 m á ánuði i 12 mánuði, vaxtalaust

Hálfsjálfvirk, bakslagsskipt vinsæl byssa úr verksmiðju Beretta Holding í Tyrklandi. Sami snúningsbolti og í Benelli. 26" hlaup. Hnotuskefti, 5 þrengingar og ólarfestingar.

Nú enn betra verð. Aðeins 56.900,-

Stoeger Model 2000

Aðeins 4,908 á mánuði i 12 mánuði,

Hálfsjálfvirk, bakslagsskipt vinsæl byssa úr verksmiðju Beretta Holding í Tyrklandi. Sami snúningsbolti og í Benelli. 26" hlaup. MAX4 camoskefti, 5 þrengingar og ólarfestingar.

Nú enn betra verð. Aðeins 58.900,-

vaxtalaust

Stoeger P350

Aðeins 2,658 á mánuði i 12 mánuði, vaxtalaust

Nýja Stoeger pumpan komin. 26" hlaup. Svört plastskefti. Tekur 2 3/4" 3" og 3 1/2" skot. Framleidd í verksmiðju Beretta Holding í Tyrklandi. 3 þrengingar fylgja. Snúningsbolti.

Frábært verð á góðri pumpu. Aðeins 31.900,-

Stoeger P350

Aðeins 2,992 á mánuði i 12 mánuði,

Nýja Stoeger pumpan komin. 26" hlaup. MAX4 camo plastskefti. Tekur 2 3/4" 3" og 3 1/2" skot. Framleidd í verksmiðju Beretta Holding í Tyrklandi. 3 þrengingar fylgja. Snúningsbolti.

Frábært verð á góðri pumpu. Aðeins 31.900,-

vaxtalaust

Veiðibúðin þín á netinu - veidihornid.is


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

Fagrit um skotveiðar og útivist

Haglabyssuþrengingar V

eiðar eru dásamlegar, og þá alveg sérstaklega með haglabyssu. Það er því ekkert skrítið að þegar menn byrjuðu að nota haglabyssu til veiða fóru þeir að leita leiða til að lengja drægn­ina og bæta dreifingu haglanna. Spekulantar veltu þessu auðvitað fyrir sér á margann hátt hvernig mætti stjórna hagladreifinni þegar hún kæmi úr byssunni og nýta þannig sem best eiginleika haglabyssunnar til að skjóta á mismunandi færi.

E

itt leiddi af öðru og smám saman fundu menn að galdurinn lægi í lögun hlaupsins og þá sérstaklega end­ anum, en fyrstu hlaupin voru oftast bein alla leið svipað og vatnsrör. Mynd 1.

1

F

yrstu staðfestu sannanir af þrengd­um hlaupum eru frá árinu 1827 þegar amerískur byssusmiður frá Rhode Island að nafni Jeremiah Smith upp­götvaði merkingu þess að bora hlaup­in aðeins upp þannig að þau væru þrengri í endanum.

ekki hlaupið alla leið þannig að það var þrengra í endann. En hann tók strax eftir því að þetta hlaup skilaði óvenjulega þéttri haglaákomu á löngum færum, Kimble prófaði að bora önnur hlaup með sömu aðferð og lögun og skaut mikið með þeim til að sannreyna árangurinn. Hann sá að þetta virkaði og hélt n samt sem áður þá eru það aðal- áfram að þróa aðferðina og síðan að selja ega tveir aðrir menn sem hafa hlaup með þrengingum. fengið mestan heiðurinn af því að hafa uppgötvað þrengingar fyrir haglabyssusvipuðum tíma hinu megin við hlaup. Annar þeirra bjó í bandaríkjAtlandshafið var vel þekktur unum, það var fræg skytta og atvinnu- Enskur byssusmiður að nafni William veiðimaður að nafni Fred Kimble. Sagan Roch­ester Pape að gera svipaðar til­ segir að eitthvern tíman í kringum 1870 raun­ir með hlaupþrengingar og eftir hafi hann sjálfur búið til mörg af sínum að hann hafði sannfærst um að það hlaupum, en það var gert með því að sem gerði væri verulega til bóta í bora gat í gegn um massíva járnstöng. byssu­smíði sótti hann um einka­leyfi á Í einu slíku tilfelli hafi hann ákveðið að þess­ari aðferð. Hann fékk síðan stað­ bora aftur eitt hlaupið í stærra kaliber. fest einkaleyfi á þreng­ingum í haglaÁn þess að taka eftir því þá boraði hann byssuhlaupi. Einka­leyfi númer 1501

E

Á



Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

gefið út þann 29 maí 1866. Lýsingin í einkaleyfinu er eitt­hvað á þessa leið: Uppfynningin er til að bæta haglabyssuhlaup. Í staðinn fyrir að hafa hlaupið borað beint alla leið, þá er hlaupið fyrst borað aðeins þrengra en það á að vera eða einu núm­eri minna, og síðan er það borað í rétta stærð allt nema síðasta tomman í hlaupendann. Þessi partur hlaupsins er síðan gerður kónískur. En í umfjöllun um þrengingar verður einnig að segja frá þeim sem kynnti þetta fyrst al­menni­lega fyrir almenningi og kom honum í skilning um ágæti þess að veiða með þrengdum hlaupum. Þetta var enginn annar en hinn frægi breski byssu­smiður W.W.Greener. Greener keypti hlaup frá Kimble í Banda­ríkjun­um og gerði síðan mikið af til­raun­um með þessar útfærslu af þreng­ingum og framleiddi síðan haglabyssur með þreng­­ingum fyrir almenning. Það má því segja að tíu árum eftir að hann fékk fyrsta hlaupið frá Bandaríkjunum og fimtán árum eftir að einkaleyfið var gefið út hafi allflestir byssusmiðir verið byrjaðir að tileinka sér aðferðina við að setja fastar þrengingar í hlaup.

U

pp frá þessu hafa menn verið að gera tilraunir með hinar ýmsu útfærslur á þrenginum og hafa komist að því að það eina sem virkar af eitthverju viti eru þrjár eftirfarandi útfærslur, eða bland af þessum útfærlsum.

Í

Í

öðru lagi er það aðferðin sem Green­er notaði mest, það er kón­ ísk og samsíða þrenging. Hún felst í því að hlaupið er þrengt frá því víða til þess þrönga í beinum kón sem endar aðeins frá hlaupenda en þar kemur sam­síða partur. Mynd. 3.

Kónn

3

Kónn

4

með tveimur kónum sem eru á móti hvor öðrum og milli þeirra er samsíða partur síðan er einnig samsíða partur í hlaupendanum. Sjá mynd. Þessi aðferð er oftast notuð í dag þar sem verið er að gera nýja þrengingu í bein hlaup eða þar sem hlaup hafa verið stytt og þrengingu vantar, einkum þar sem ekki er hægt að setja skrúfaða þrengingu í hlaupið. Þessa aðferð og þá aðferð að snitta (gera skrúfgang) hlaup að innan fyrir lausar þrengingar hefur Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður notað á mörg hlaup með góðum ár­angri. Þegar menn þurfa að láta opna eða stilla þrengingar og breyta hlaupum er að sjálfsögðu eina vitið að láta lærðan byssu­smið sjá um verkið.

H

2

Á

síðustu öld uppgötvuðu síðan Rússar enn eina útfærslu sem eingöngu er notuð á skeet byssur en það er svokölluð Tula þrenging. Hún byggir á því að hlaupið er víkkað nokkuð frá enda á nokkura sentimetra kafla til að höglin geti losnað sundur áður en þau fara úr byssunni. Mynd 6.

Þ

riðja aðferðin og einnig sú sem er mynnst notuð er jafnvel hægt að segja að sé blanda af þeim tveim fyrri er stunum kölluð belgþrenging. Mynd 4. Þessi útfærsla feslt í því að hlaupið er gert

fyrsta lagi aðferðin sem Pape not­aði og einnig sú elsta er “kónísk þreng­ ing“ þar sem hlaupið er þrengt frá því ér áður fyrr voru ódýrar byssur víða til þess þrönga í beinum kón sem oft með amerískri þrengingu endar í hlaupendanum. Þetta er oftast sem var gerð þannig að hlaupendinn kölluð Amerísk þrenging. Mynd 2. var einfaldlega pressaður saman. Þessi útfærsla hefur reyst illa og er svo til

Kónn

hætt að nota hana. Mynd 5.

Kónn

5

Kónn

Hvað

6

gerir þrengingin?

H

ún er einfaldlega aðal parturinn í hagla­byssunni, enda gerir hún það að verkum að hægt er að stjórna því hvernig höglin dreifast, lögun dreifar­ innar og því hversu þétt höglin dreifast á mis­munadi færum frá hlaupenda, svo­köll­uð ákoma. Lög­un þrenginganna skiptir miklu máli, sér­stak­lega lengd kóns­ins (choke forcing cone) og leingd beina kaflans eftir kóninn. Sjá mynd 3. Hér er vert að staldra aðeins við og huga að því að haglabyssuhlaup hefur tvær þreingingar í sama hlaupi. Það sem flestir kalla á ensku: forcing cone, er í raun skot­stæð­is kónninn, sem er þreng­ing­in frá skotstæðinu inn í hlaupið. Þenn­an part hlaupsins er gott að hafa lang­ann og aflíðandi og má hann vel vera á bilinu 5mm til 100mm eða lengri. Hin þrengingin í hlaupinu er á ensku kallað: choke og er í hinum enda hlaupsins. Sá kónn skiptir mun meira máli og verður stærð hans að vera innan ákveðinna marka. Kónn­inn þarf að vera lengri en 20mm en ekki lengri en ca 50mm.

Á

mynd 7. er sýnt dæmi um stuttan kón en á mynd 8. er dæmi um langan kón.


Fagrit um skotvei›ar og útivist

Kónn

Kónn

7 8

Úrvalið

af þrengingum er mikið og í dag

þ u r f a b y ss u e i g e n d u r e k k i a ð h a f a á h y gg j u r af að velja hvað tegund skal taka þar sem m e ð f l e s t u m n ý u m b y ss u m f y l g j a n o k k r a r þrengingar af þeirri gerð sem skrúfuð er innan í hlaupið og eru annað hvort sléttar

Á

við endann eða standa aðeins framúr.

Þ e ss a r

Hægt

er síðan að kaupa þrengingar í

þrengingar geta verið með skrúfgengunum fjölmörgum útfærslum sumar með götum til stæða er að nefna að í þessu annað hvort að framan eða aftan. að draga úr bakslagi (ported) og sérstaklega langar til að skjóta grófum höglum á löngum eins og svo mörgu öðru er færum (turkey). Aðrar rifflaðar til að dreifa ekki hægt að breita náttúrulögmálinu, höglum meira.Einnig er hægt að fá þrengingar sem láta haglaákomuna fara hærra eða lægra, og ég eins og svo margir aðrir hef ég a l l t e f t i r ós k u m h v e r s o g e i n s . Þ rif einnig heyrt sögur af mönnum sem hafa skotið fugla á ótrúlegum færum, f við skoðum aðeins stærðar­ en fimm þúsundustu úr tommu. (0,005 með byssum sem setja mjög þétt á mun­inn milli þrenginga þá in) eða einn tíundi úr millimetra.. lengri færum en aðrar byssur. Þetta er kemur í ljós að hann er oft ekki meira Til dæmis: F 0,695 og IM 0,700. Ef bara eins og að segja söguna af stóra laxinum sem slapp. Það er gaman að Tafla 1 segja hana en lítið um áþreifanlegar Hlutfall hagla innan 30 tommu hrings á mismunandi fjarlægðum miðað við fjórar grunn þrengingar. staðreyndir til að sanna málið. Enda Yardar 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 60 stækkar laxinn og skotfærið leng70 Full 100 90 80 60 50 40 30 ist eftir því sem árin líða. Það er búið 70 Modified 100 90 80 60 50 40 30 20 að margreyna að það er best að hafa 70 IC 100 90 80 60 50 40 30 20 10 hlaupið með löngum skotkón og síðan 70 C 100 90 80 60 50 40 30 20 10 með löngum beinum kafla (hlaupið sjálft) og síðan löngum kón með beinum kafla á eftir. Þessi samsetning virkar vel á flestar haglastærðir og er notuð af byssuverksmiðjum sem handamíða vandaðar haglabyssur.

E

E

nn í dag eru menn ekki á eitt sáttir hvers vegna og hvernig stendur á því að það að þrengja hlaupendann gerir það að verkum að höglin lenda þéttar á ákveðnu færi. Enda er það svo að menn geta verið með hlaup með fastri þrengingu sem skilar ákomu allt frá 40% og upp í 70%. Þessi munur getur verið fenginn með því að breita um haglastærð eða kanski bara að breita bara um skotategund. Þess vegna er mjög mikilvægt að skjóta aðeins á spjald til að gera sér góða grein fyrir því hvernig byssa og skot passa saman.

Einnig

voru algengar á tímabili stillanlegar þrengingar.

Þær

eru þannig að með því að snúa

hó l k f r e m s t á h l a u p i n u v a r h æ g t a ð m i n k a e ð a a u k a þ r e n g i n g u n a m e ð e i n u h a n d t a k i .

Þ e ss a r

þrengingar eru aftur komnar til sölu enda bráðsniðug lausn.

43


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

N

Þrengingar

eru líka til þannig að þær eru

skrúfaðar framan á hlaupið og lengja þá hlaupið mismikið eftir því hversu mikil þrengingin er.

óhreinindi setjast innan á þrenginguna getur ákom­an breyst. Þrenginguna þarf því að hreinsa reglulega og jafnvel mun oftar en aðra parta byssunnar. Ástæð­an er sú að plast eða blý hleðst innan í hana og gerir hana þrengri, sem þar af leiðandi breitir ákomunni. Það merkilega við þetta er að smá skán öðrumegin í þrengingu getur gert það að verkum að hagladreifin aflagast og ákoman breytist. Plasthimnan ut­an um síga­rettu­pakka er um einn þúsund­ asti úr tommu á þykkt þannig að ef sú þunna himna væri innan á þreng­ing­ unni mundi það hafa miklar afleið­ ingar í flestum tilfellum. Einnig er það staðreynd að stuttan kón eða stutt shoke þarf að þrífa oftar þar sem meira hleðst innan í það en þau löngu.

E

ú ætti flestum að vera nokkuð ljóst hvernig þrenging er notuð og að eftir því sem hún er þrengri þeimur þéttari verður ákoman, en þetta er bara að vissu marki því ef hún er of þröng þá fer hún að virka öfugt. Til að mæla þrengingu er nægjanlegt að mæla innanmál hlaupsins við endann og mæla síðan innanmál hlaupsins fyrir innan þrenginguna. Mismunurinn er stærð þrengingarinnar.

H

A

f þessu er hægt að sjá að ákjósanlegt færi er mismunandi eftir því kvaða þrengingar eru í byss­unni. Auðvitað er hægt að skjóta fugla með fullþrengdri byssu á 20 metrum en miklar líkur eru á að höglin hafi ekki náð að dreifa sér svo sá fugl yrði senni­ lega ónýtanlegur til matar.

ér fyrr á öldum þegar menn Merkingarnar voru að þróa þrengingarnar og hvernig rétt væri að hafa þær þá settu eill frumskógur er til af þreng­ menn ákveðna standarda sem enn ing­um og einnig hvernig þær er farið eftir. Í þá daga var notast við eru merktar. Þessar merkingar eru tommukerfið en að sjálfsögðu er hægt mis­­­munandi eftir löndum og fram­ að umreikna þetta í metra. leið­end­­um en samt er notast við nokk­ urn vegin sömu grunn merk­ingarnar. Í etta er þannig að full þreng- töflu 2 er samanburður á helstu merk­ ing skal skila 70% af höglunum ing­­um. innan í 30 tommu hring á 40 yördum (ca 75cm hring á 35m) og óþrengt n hvernig getum við sem skot­ hlaup á að setja 70% af höglunum menn notfært okkur þann ínnan í samahring á 25 yarda færi. Sjá mögu­leika að geta valið þrengingu? töflu 1. til nánari skýringar. Þannig er Það er einfaldlega með því að skjóta úr ljóst að best er að prófa ákomu mis- byss­unni á spjald til að sjá hvort hún er munandi þrenginga á mismunadi fjar- skila þeirri hagladreif sem óskað er eftir lægðir því ekki er gott að sjá hvernig og einnig að muna að oftast er verið að ákomu lítið þrengd byssa er að skila skjóta fugl á styttra færi en mað­ur heldmeð því að skjóta á 40 yarda færi, það ur þannig að betra er að vera með víða yrði bara mjög dreifð og ójöfn útkoma þrengingu heldur en þrönga. enda enginn sem gerir ráð fyrir að veiða með óþrengdri byssu á svo G ó ð a s k e m m t u n Í v a r E r l e n d sss o n löngum færum.

H

Þ

E

innig þarf að hafa í huga að þegar er verið að skoða hvernig þrengingin setur er nauðsynlegt að skjóta með þeim hagla­stærð­um sem nota á því ekki er sama ákoma í prósentum með mis­mun­andi haglastærðum eða hagla­gerð, svo sem blý­höglum eða stál­höglum. Flestar þreng­ingar sem fram­leidd­ar eru í dag eru miðaðar við skot með plast forhlaði utanum höglin. Hér á árum áður voru Tafla 2 þrengingar mið- Taflan er langt frá því að vera tæmandi og er til dæmis ein algeng merking á skeet þrengingum: SK þessi þrenging getur verið allt frá engri þrengingu upp í að vera farin að nálgast hálfa þrengingu. aðar við skot Þrenging Þrenging Algengar merkingar á Skorur með felt forhlaði Enskt/Amerískt heiti Íslenskt heiti hlaups í hlaups í Framan í þrengingum tommum mm þrengingu og voru því oft Óþrengt 0,000 0,00 C ***** OOOOO lllll um 10 hlutum Cylinder Skeet Skyttni 0,005 0,1 SK S SKEET 1/8 lllll þrengri. Einnig Improved cylinder Kvartþrengt 0,010 0,25 IC **** OOOO 1/4 llll hefur mismunadi Modified Hálfþrengt 0,020 0,50 M *** OOO 1/2 lll hraði áhrif á virkni Improved modified Trekvartþrengt 0,030 0,75 IM ** OO 3/4 ll þreng­i ng­ Full Fullþrengt 0,035 1,00 F * O 1/1 l • arinnar. Extra full Ofurþrengt 0,040 1,10 XF

44


Allt til flísalagna

B æ j a r l i n d 4 - 2 0 1 K ó p a v o g u r - Sí m i : 5 5 4 6 8 0 0 N j a r ð a r n e s i 9 - 6 0 3 A k u r e y r i - Sí m i : 4 6 6 3 6 0 0 Opið virka daga kl. 8-18 - Laugardaga kl. 10-15


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

O

ft heyrir maður því fleygt að hvergi sé hægt að koma á þessari jörð án þess að þar sé Íslend­ ingur fyrir, í versta falli ný farinn eða rétt ókominn. Það þarf því ekki að koma á óvart að finna Íslending meðal kalkúna­veiðimanna í New York fylki. Karl Geirsson varð við þeirri ósk að svala forvitni okkar um þess háttar veiði­ferðir. Við spurðum fyrst um tilurð ferðanna. „Ég hef farið á dádýra­ veiðar til Bandaríkjanna mörg undan­ farin ár, alltaf á sama svæðið.

N

ánar tiltekið á landareign í eigu skipti­nemaforeldra eiginkonu minnar í ofan­verðu New York fylki. Mr. Steger er mikill náttúruunnandi og jafn­framt mikill veiðimaður. Segja má að allt hans líf snúist um ræktun skóga annars vegar og veiðimennsku hins vegar, en hann er nú rétt • um áttrætt. Í þessum veiði­

46

V

ferðum mínum til hans var lítið talað ið vildum vita hverjir væru svo um annað en veiðar og þá nefndi hann lán­­samir að fá að fara á villi­kal­k­ oft að ég yrði að prófa kalkúnaveiðar úna­­­veiðar meðan við hin sitjum heima einhvern tím­ann með honum. Það var og horfum á grasið vaxa. nú kveikjan að þessari sérstöku veiði­ ferð.“ ins og að ofangreinir er Mr. Steger orðinn fullorðinn iðurkennandi fáfræði vora í kal­ maður og þ.a.l. eru í veiðihópnum kúna­fræðum lá næst við að spyrja á hans landar­­eign einungis vinir og hvar og hvenær veiðarnar færu fram. heima­menn sem hafa stundað veiðiskap saman um áraraðir. Þetta eru allt eiðitímabil á kalkún eru tvö. vina­­legir karlar og frá því að ég fór í Vor­tímabil eða maí mán- mína fyrstu veiðiferð hefur mér verið uður. Veiði­­tíminn er frá sólaruppkomu tekið sem félaga og einum úr hópn­ og fram til 12.00 á hádegi. Á þessum um. Hópurinn samanstendur af 12-14 tíma­­bili má aðeins skjóta karlfugl- veiði­­mönnum á haustin þegar dá­dýra­ inn. Haust tímabilið er frá ca. miðjum tíma­bilið er en aðeins 5-6 veiði­mönn­ októ­­­ber fram í miðjan nóvember, ég er um á kalkúninum en það helgast af ekki alveg viss um hvort á haust­tíma­­bili því að mjög erfitt getur verið að veiða megi einungis veiða fram að kl. 12.00 á kalkúninn“. hádegi eða lengur, en á haust­tímabilinu lymskulegan hátt fáum við Karl má skjóta bæði karl- og kven­fugl. Ég til að segja „lesendum okkar“ fór s.l. vor og var frá 05. til 13. maí.“

V

„E

„V

Á


Fagrit um skotvei›ar og útivist

frá því hvernig þessar erfiðu veiðar maðurinn vill heyra því þá veit hann að fara fram (blaðamenn Skotvís vita vit- fuglinn er á svæðinu. Sumir veiðimenn nota ýmis fuglahljóð eins og t.d. krákuanlega allt um það sjálfir). hljóð á meðan að þeir eru að koma sér eiðarnar ganga þannig fyrir fyrir, slík köll fá oft kalk­úninn til að sig að við förum á fætur um svara. Hvort sem fugl­inn svarar eða ekki kl. 04:00 að morgni, hittumst allir veiði­ þá ganga veið­arn­ar út á það að veiðimennirnir uppi í veiði­húsi og borð- maðurinn kallar og reynir að fá fugl til um saman morgun­verð. Á meðan á að koma til sín, en það getur tekið mjög morgun­verð­inum stendur ræða menn langan tíma. Dæmi eru um að veiðimaðsaman um veiðar og fréttir frá öðrum ur hafi farið á sama svæðið dag eftir dag veiðimönnum, þá ákveða menn einnig fengið svör við köllum sínum en aldrei hvert þeir ætla að fara á landar­eign­inni séð fugl­inn. Við náðum t.d. í tvígang að þannig að það sé enginn að fara inná sjá fugl en hann kom ekki það nálægt að svæði annarra, að því loknu fara menn út við gætum skotið. Þá ákváðum við að að veiða. Fugl­inn heldur sig í smáhóp- skipta okkur upp og var ég þá svo hepp­ um, einn karl­fugl ásamt nokkrum kven- inn að vera rétt staðsettur og náði fugli. fuglum. Fugl­arnir sofa á trjá­greinum Kalkúninn er með mjög góða sjón og uppi í trjám á nóttunni. Á vor­tíma­ heyrn, hann lætur alltaf vafann hafa yfirbilinu flögr­­ar kven­fuglinn fyrst niður á höndina þannig að ef hon­um líst ekki á morgn­­­ana. Fyrst til að finna heppi­legan kallið eða umhverfið (t.d. ef svæðið er varpstað og síðan til að verpa einu eggi opið og lítið skjól) þá hættir hann að í einu, en hann verpir einu eggi á dag í svara, fer rólega í hina áttina, jafnvel í ca.10-12 daga, eftir það leggst kven- hring og kemur aftan að þeim stað sem fuglinn á. Karlfuglinn fer seinna niður veiðimaðurinn situr á. Að­spurður um og kallar „gabblar“ til að ná hópnum hvað væri erfiðast við þessar veiðar. saman. Þetta „gabbl“ er það sem veiði­

„V

47


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

„Þ

ar sem farið er út í skóginn í kol­svarta myrkri, aðalmálið að sitja grafkyrr bara eins og mynda­stytta, ekkert má sjást í mann, þá kemur það oftar en ekki fyrir að veiði­­menn­irnir sofni. Þeir vakna svo upp með andvælum við að fugl er í ná­grenninu, hann hefur orðið var við veiði­­manninn og hverfur inn í skóginn með til­heyrandi vængjaþyt og látum“. Við skilj­um að það hljóti að vera erfitt. Fyrir þá sem það vilja vita þá virðist ekki um margs konar bráð í boði á sama tíma og kalkúninn a.m.k. ekki á vor­­tíma­­bilinu. Hins vegar er m.a. hægt að stunda dá­dýra­veiðar með boga og örvum á sama tíma á haustin.

Þ

eir sem allt vilja vita geta t.d. skoð­að www.wildturkeyzone.

com


Hamborgari & þeytingur GÓÐIR SAMAN !

Höfðabakka 9 & skipholti 19


Miklu meira en leiðsögutæki Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

S KOTVÍ S g e r i r ú t t e k t Garmin GPSmap 60CS

É

g var ákveðinn í að skrifa af reynslu­ um gripinn (Gar­min 60CS göngu GPS) og lagði því upp í lang­ferð. Ég tek það fram að spáin var góð, bjart veður og vindur 3-8 ms. „gæti þykknað upp síðdegis“. Nú skildu kann­ aðar ókunnar slóðir með nesti og nýja skó eins og í ævintýrunum forðum. Það sem mig grunaði ekki var að trölla­sögur og sögur um fjöregg sem ekki mætti glata yrðu að veruleika. Það kom semsagt í ljós að spáin var ekki alveg skotheld, tölurnar um 3 og 8 voru við­eig­andi, er óvart hefði átt að standa 38 m.s. (í hvið­um) á móti kom að ekki þykknaði upp síð­­degis því svo lágskýjað var strax að morgni að þykk­ara gat það ekki orðið. En frá spánni að blautum raun­veru­leik­an­um. Án tækis­ ins hefði ég aldrei lagt upp í þessa ferð (enda farin til að kanna gripinn) en án þess hefði ég heldur aldrei komið heim, í skemmstu máli var um blind­flug að ræða í rokinu og rign­ing­unni • á svæði þar sem ég hafði aldrei

50

á

ar þó allir gervihnettir hverfi af himninum og segir einnig til um stefnu tækisins óháð því hvort það er á hreyfingu, einnig er hæðarmælir fyrir þá sem stefna hátt. Þegar við tókum við tækinu hjá R. Sig­mundssyni voru bara „standard“ kortin í því, við fengum hins vegar með því nýjan korta­pakka sem kostar 16.900 kr. og má nota hann á tvö tæki í eigu sama aðila. Við tengd­um 60CS tækið við tölvu með USB snúru og settum geisladisk sem var í kortapakkanum í og hlóðum öllum kort­unum inn á tækið, það var mjög einfalt og tók einungis um 10 mínútur. Kortin geymir maður líka á tölvunni, notar til að skipuleggja ferðir og ekki síður til að fara yfir farinn veg með því að flytja ferilpunktana úr tækinu inn í tölvuna þegar heim er komið. Reikni­ geta þessa litla tækis er bæði mikil og vel nýtt og sífelld vinnsla er í gangi við að armin 60CS er göngutæki með reikna út nákvæma staðsetningu. Mikið litaskjá og innbyggðu loftneti, innra minni er fyrir kortin (56 Mb) það er með rafeinda-áttavita sem virk- auk þess geymir tækið allt að fimmtíu komið og myndi ekki þekkja aftur þó ég ætti lífið að leysa. Samt gat ég leyft mér að verða aldrei hrædd­ur nema um fellihýsið sem var niðri í byggð. Ég og fjöreggið vorum í góð­um málum, það lét mig vita hvar skyldi­ stíga niður fæti og hvernig mér gekk, hvað væri langt eftir á ákvörðunar­stað og hven­ær ég næði þeim áfanga mið­að við fyrri afköst. Tækið hélt mér sem sagt á beinu brautinni (sem hefur stund­um vafist fyrir fólki) og skemmti mér með vitn­eskju um örnefni staða sem ég reynd­ar sá aldrei. Það að tækið er vatns­helt nið­ur á 1. m. dýpi í 30 mín. sagði mér að það myndi að líkindum lifa mig og raf­hlaðan end­ist í 20 tíma við eðli­lega notk­un þann­ig að stuðið yrði fljót­lega meira í tæk­­inu en mér, enda auð­veldara að skipta um rafhlöðu í því en mér. En nánar um tækið.

G


Fagrit um skotvei›ar og útivist

leiðir, 10.000 ferilpunkta og 1000 veg­ punkta. Hægt er að kaupa nákvæm kort yfir allar helstu borg­ir og landsvæði Evrópu og Ameríku og fást þau hjá R. Sigmundssyni. Að auki eru öflug við­ vörunar­kerfi í tækinu fyrir ankeris­rek, komu­tíma, afvegaleiðni auk vekjara­ klukku ofl. Rúsínan í pylsuend­an­um fyrir okkur veiðimenn er að það er hug­­bún­ aður í tækinu sem reiknar út miðað við stöðu sólar og tungls hvenær tíma dags heppi­legast er að veiða á við­kom­andi stað. Þegar korta­grunnur er kom­inn í tækið er hægt að finna ákvörð­unar­­stað með bendli tækisins eða einfald­lega fara inn á leitarsíðu og fletta upp ör­nefni eða heiti ákvörðunarstaðar og tæk­ið sér svo um að vísa veginn, einnig er hægt að láta tæk­ið mæla fjarlægðir á milli staða.

Þ

að má segja að flest allt sé í tækinu sem maður gæti óskað sér svo lengi sem maður er ekki í flugi og allt vegur þetta aðeins u.þ.b. 200gr. með rafhlöðunum sem eru tvær hefð­bundnar

AA (við mælum eindregið með því að göngugarpar séu alltaf með raf­hlöður til skiptanna með sér í för). Innbyggða feril­ tölv­an býður uppá fjölmargar upplýsing­ ar varðandi ferða­hraða, áætlaðan komu­ tíma, meðalhraða, hámarkshraða, heild­ ar­tíma liðinn/áætl­að­an og sitthvað fleira en í upphafi hverrar ferðar þarf að núllstilla feriltölvuna til að fá réttar upplýsingar um viðkomandi ferð, annars bland­ ast meðalhraði, tími o.fl. við fyrri ferðir og út­koman er eitt­hvað sem lítið gagn er að.

S

kjárinn er stór og skýr og það sem mörgum finnst kostur og sýnir 256 liti í upplausninni 160x240 dílar. Án þess að ég hafi mikið reynt það persónulega virkar hann líka í sólskini.

Þ

ó hér sé fjallað um tækið sem björg­unartæki þá er það ekki síður skemmti- og upplýsingamiðill því með þess­um áðurnefndu nákvæmu kortum sem komu á markaðinn nú í vor er maður nánast kominn með fararstjóra í lófann sem þekkir landið eins og lófann á sér.

HVA‹A BÓN HENTAR fiÍNUM BÍL?

Bílabón í sérflokki Ástand lakks

Rá›lög› me›höndlun

N‡tt lakk og lakk sem hefur veri› me›höndla› me› Bón & Gljáa 2 e›a 3

Sonax Hard Wax – Ver gegn ve›ri, salti og ö›rum umhverfisáhrifum. Myndar mjög gó›a vörn og vi›heldur gljáa.

Frekar matt lakk. N‡legt lakk

Sonax Xtreme 2 – Me› hágæ›a lakkverndandi bónog hreinsiefnum. Skilar mjög gó›um árangri. Nær fram upprunalegum gljáa. Gott er a› nota fletta bón nokkrum sinnum á ári en Sonax Hard Wax fless á milli.

Mjög ve›ra› lakk. Gamalt lakk

Sonax Xtreme 3 – Mjög virkt slípiefni gefur lakkinu gljáa á n‡. Gráminn hverfur, liturinn d‡pkar og yfirbor›i› ver›ur sem n‡tt. Hágæ›a bón sem ver lakki› til langs tíma. Gott er a› nota fletta bón nokkrum sinnum á ári en Sonax Hard Wax fless á milli.

Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík, sími 414 1100, netfang: asbjorn@asbjorn.is, veffang: www.asbjorn.is

www.sonax.is

51


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

Tækið virkaði jafn vel í bílnum, bátnum og á göngu og í öllum tilfellum var það notað af börnum og gamalmennum sem áttu auðvelt með að tileinka sér notkun þess á augabragði. Það var helst sá yngsti sem var lengi að tjá sig um kennileiti en síðar kom í ljós að það var vegna inn­ byggðra leikja sem eru í tækinu og leiknir voru í laumi. Götukortin komu líka skemmti­lega á óvart og jafnvel nýj­ustu hring­torgin (sem virðast fjölga sér eins og minkar) virtust öll vera skráð af mikilli ná­kvæmni en hægt er að fá bílfestingu

Hægt

fyrir það þann­ig að auðvelt sé að nota það í akstri um borg og bý, þegar tækið er notað í bíln­um er einfaldlega ýtt á „Find“ heimilisfangið valið sem fara á til og tækið segir hvenær á að beygja og jafnvel á hvaða akrein maður á að vera, ekki slæmt fyrir landsbyggðafólk sem óvant er að keyra í höfuðborginni. Bestu með­ mæl­in með tækinu, sem við fengum auð­ fús­lega lánað til prófunar, eru þau að tækinu verður aldrei skilað (í guðanna bæn­ um ekki segja neinum frá því) þar sem greinar­höfundur ákvað að kaupa það.

e r a ð f á m a r gs k o n a r f e s t i n g a r , f y r i r b í l a , b á t a , f j ó l h j ó l o g h v a ð e i n a .

Bíleiningin

er

b r á ð s n i ð u g þ a r s e m e k k e r t þ a r f a ð b o r a í m æ l a b o r ð i ð , þ e t t a e i n f a l d l e g a l i gg u r o f a n á þ v í .

Við

p r u f u r e y n d i s t þ e ss i l a u s n a f b r a g ð s v e l , t o l l d i v e l o g a u ð v e l t a ð s t i l l a s t ö ð u t æ k i s i n s .

E

f við gæfum einkunnir á þessum síðum myndi Garmin 60CS fá fyrstu einkunn fyrir fjölhæfni og aðgengi og ekki spillir fyrir hversu­ nett það er fyrir okkur göngu­garpana, miðað við tækin á mark­aðnum þá eru GPSmap 60 tækin mjög sterk, á góðu verði og bjóða upp á mikla möguleika. Garmin 60 línan fæst í fjór­um útfærslum hjá R. Sigmundssyni og eru þau öll með tölvutengingu. GPS 60 er ódýrast en ekki er hægt að setja kort í það tæki, það fæst á kr. 19.900,-. GPSmap 60 er með svarthvítum skjá og 24Mb fyrir kort sem rúmar rúmlega hálft landið, það fæst á kr. 32.900,-. GPSmap 60C er með litaskjá og 56Mb fyrir kort og kemst allt landið í það tæki því nýja Íslandskortið tekur 44Mb. Það fæst á kr. 49.900,-. Öfl­ug­asta tækið er svo GPSmap 60CS sem er sama tækið og 60C að viðbættum raf­eindaáttavita, loftvog og hæðar­tölvu. Það kostar kr. 54.900,-.

Sérð þú í myrkri? NightHunter - Bjartasta næturglerið

ErgoFlex augnskálar á XP útgáfunni.

Minnisstilling á fókus.

Séð með hefðbundnum kíki

Steiner NightHunter

Séð með Steiner NightHunter

Fæst í 3 stærðum: 8x56 8x30 7x50 Vatns- og rykþéttir 30 ára ábyrgð

ClickLock kerfi á hálsól þannig að hún smellur á eða af.

Brimrún Hólmaslóð 4 • 101 Reykjavík • Sími 5 250 250 • www.brimrun.is


Fagrit um skotvei›ar og útivist

Nýir tímar M

heilbrigðir. U.þ.b. 5.000 Íslendingar stunda rjúpnaveiðar. Ekki er nokkur möguleiki á að hægt sé að fylgjast með því að þessi fjöldi manna fylgi lögum og reglum við veiðar í okkar dreifbýla landi. Þess á heldur ekki að þurfa, ríkis­valdið á að treysta veiðimönnum.

eðal þeirra mála, sem mikið voru rædd á undan­förnum tveimur þingum, var rjúpna­veiði­bann­ ið. Ítarlega var fjallað um þetta mál í Um­­hverfis­nefnd Alþingis, m.a. voru hags­­muna­aðilar og vísindamenn kall­ að­ir fyrir nefndina.

N

ú í vor var svo samþykkt frum­ varp umhverfisráðherra sem m.a. gerði ráð fyrir breytingum á svo­ köll­uðum villidýralögum. Í fram­haldi af þessari afgreiðslu hefur ráðherrann lýst því yfir að rjúpna­veiðar hefjist nú í haust. Nýtt veiði­stjórn­unar­kerfi byggist á því að veið­arnar eigi að vera sjálfbærar. Um­hverfis­ráðherra getur gripið til ýmissa skammtímaaðgerða til verndar rjúpu, gerist þess þörf. Þetta nýja kerfi á í raun að koma í veg fyrir að grípa þurfi

Þeir sem framvísa félagsskírteini SKOTVÍS fá 15% staðgreiðsluafslátt

til eins róttækra aðgerða og alfriðunar rjúpunnar. Fyrst og fremst liggur þó ábyrgðin hjá veiði­mönn­um sjálfum.

E

kkert stjórnkerfi virkar sé ekki um það víðtæk sátt. Þess vegna er það skoðun mín að leggja tals­verða ábyrgð á herðar veiðimanna í þessum efnum. Þeir eiga hvað mestra hags­ muna að gæta varðandi það að stofnar íslenskra veiðidýra séu sterkir og

E

kki er mikil andstaða við skot­ veiðar hér á landi. Þær raddir sem eru á móti skotveiðum eru auð­vitað til en hafa sig lítið í frammi. Raunar hefur þróunin verið sú í Evrópu, eins og kom fram á ráðstefnu The World Conservation Union s.l haust, að andstæðingum skotveiða hefur fækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Virt náttúru­ verndarsamtök telja að skot­veiðar eigi fullan rétt á sér, víða sé löng hefð fyrir veiðum. Þá sé heppilegt að nýta land til

53


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

skotveiða, sem annars er ekki er hægt að nýta t.d. til land­búnaðar. Villibráð er með hollustu mat­vælum sem völ er á. Þá hafa ýmis róttæk náttúruverndarsamtök beint augum sínum fremur að illri meðferð dýra sem alin eru upp á verk­smiðju­búum. Stöðugt berast fréttir af fjölda dýra sem drepast vegna vatnsskorts, þrengsla og hita við flutninga á hrað­brautum Evrópu. Sýndar hafa verið myndir í breska sjónvarpinu af hræði­ legri meðferð og pyntingum dýra í slátur­húsum í Belgíu.

Í

slendingar hafa frá upphafi byggt afkomu sína að verulegu leyti á nýtingu náttúrunnar, einkum á fisk­ veiðum og á síðari árum á vinnslu raforku úr fallvötnum og jarðvarma. Þjóðin hefur ávallt verið fylgjandi skyn­samlegri nýtingu náttúrunnar. Þessi skilningur breytist vitaskuld þegar fólk flyst búferlum úr sveit í borg og er ekki lengur í návígi við nátt­úruna. Ýmsir telja, að það að veiða dýr sér til skemmtunar eigi ekki rétt á sér. Skotveiðar, sem og aðrar veiðar, byggjast á svo mörgum öðrum þáttum en að deyða dýrið, - það tekur stysta tímann. Veiðar eru skemmtileg útivist sem krefst líkamlegrar áreynslu; veiði­ maðurinn verður að kunna að lesa í náttúrurna og um leið að kynnast henni. Veiðar veita því mikla náttúru­ upplifun, félagsskap við góða vini og

þá er villibráð einhver sá besti og hollasti matur sem völ er á.

L

engi vel stunduðu Íslendingar rjúpna­­veiðar sem atvinnu, enda var oft ekki aðra atvinnu að hafa og þjóðin fátæk. Nú er genginn í garð nýr tími þar sem rjúpnaveiðar verða aðeins stund­­aðar sem tómstundagaman, þar sem veiðimaðurinn veiðir aðeins fyrir sig og sína. Atvinnuveiðar, eða rjúpna­­ veiðar til tekjuöflunar, eiga ekki lengur rétt á sér. Bændur og aðrir landeigendur geta nú öðlast meiri tekjur af þjónustu við veiðimenn en af rjúpna­­veiðum. Enda segir í II bindi Íslenskra þjósagna að: ,,Ætíð er sultur og seyra í því búi, sem mikið er veitt af rjúpu“.

ADSL

Mikið úrval af Camo-fatnaði

É

g sagði hér að framan að ríkis­ valdið yrði að treysta veiði­mönn­­ um. Veiðimenn verða að vera þess trausts verðir. Það gera þeir m.a. með því að gæta hófs við veiðarnar og skila inn réttum upplýsingum á veiði­skýrsl­ um. Ég veit að íslenskir veiði­menn eru verðir þess trausts. Nýtt veiði­stjórn­ unar­kerfi byggist fyrst og fremst á gagn­kvæmu trausti á milli ríkis­­valds og veiði­manna. Sé þetta traust gagnkvæmt mun­um við geta stundað rjúpnaveiðar hér á Íslandi um ókomin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson Alþingismaður og formaður Umhverfisnefndar Alþingis

www.hlad.is

Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333


• Ferð til útlanda fyrir tvo • Flott gril • Átta gjafabréf frá OLÍS Þetta stendur þeim SKOTVÍS félögum til boða, sem taka þátt í SKOTVÍS-OLÍS leiknum Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um Olís kort á www.olis.is eða á net­fang­ið kort@olis.is. Olís kortið er greiðslukort og því fylgja ýmiss þægindi auk af­slátta hjá Olís og Ellingsen. Einungis er hægt að safna vildarpunktum með Skotvís félagsskirt­ eininu þegar greitt er með Olís korti. Nöfn þeirra félagsmanna SKOTVÍS sem sækja um OLÍS kort fyrir 15. október n.k. fara í lukkupott sem dregið verður úr við hátíðlega athöfn 20. október n.k.

Vinningarnir eru ekki af verri endanum: 1. vinningur

Ferð fyrir tvo til einhvers áfangastaðar

Icelandair í Evrópu

2. vinningur

Grill að eigin vali að upphæð kr. 35. 000.-

3. – 10. vinningur

5000 kr. gjafabréf hjá þjónustustöðvum OLÍS

Sæktu um Olís kortið í dag og njóttu afslátta og Vildarpunkta í hvert sinn sem þú verslar hjá Olís. Svo gæturðu dottið í lukkupottinn ef þú sækir um kortið fyrir 15. október 2005.


Veiðimenn velkomnir Þjónustuskrá

Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

Vesturland Gisting

Ásólfsskáli......................................................... 4878952 V-Eyjafjöllum, 861 HVOLSVÖLLUR............................. vidjon@hvippinn.is Bitra................................................................... 4821081 Hraungerðishreppi, 801 SELFOSS......... bitra@bitra.is

Ensku húsin....................................................... 4371725 Efri-vík............................................................... 4874694 Langá, 311 BORGARNES....... enskuhusin@simnet.is Landbrot, 880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR.................. efrivik@sveit.is Farfuglaheimilið Hamar..................................... 4371663 Hamar, 310 BORGARNES............... hamar@hostel.is Efstidalur 2........................................................ 4861186 801 SELFOSS...................................efstadal@eyjar.is Ferðaþjónusta bænda Bjargi............................. 4371925 310 Borgarnes....................................... bjarg@simnet.is Geirland ehf....................................................... 4874677 Síðu, 880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR......................... Ferðaþjónustan Þurranesi................................. 4341556 geirland@centrum.is Þurranes, 371 BÚ‹ARDALUR...................................... thurranes@centrum.is /centrum@thurranes.is Gerði v/Hala...................................................... 4781905 Suðursveit, 781 HÖFN..............bjornborg@centrum.is Hótel Framnes................................................... 4386893 Nesvegur 6-8, 350 GRUNDARFJÖR‹UR.................... Gistiheimili Frumskógar................................... 8962780 framnes@hotel-framnes.is Frumskógar 3, 810 HVERAGER‹I............................... gisting@frumskogar.is Hvítárbakki ....................................................... 4351530 Borgarfjörður, 311 BORGARNES....... www.millivina.is Gistih. Syðra Langholt....................................... 4866574 845 FLÚ‹IR........................sydralangholt@centrum.is Snorrastaðir . ................................... 4356627 / 8636628 Kolbeinshreppi, 311 BORGARNES.............................. Gistihúsið Edinborg/Lambafell ......................... 4878011 www.snorrastadir.com Lambafell A-Eyjafjöllum, 861 HVOLSVÖLLUR thorn@islandia.is Stóra-Vatnshorn................................................ 4341342 Haukadal, 371 BÚ‹ARDALUR..................................... Gisting Árhús Hellu........................................... 4875577 stora-vatnshorn@islandia.is Rangárbakkar, 850 HELLA................. arhus@arhus.is

torfis@ismennt.is Gistiheimili Áslaugar og Faktorshús í Hæstakaupstað......................... 4563868 400 ÍSAFJÖR‹UR...........................gistias@snerpa.is Reykjanes.......................................................... 4564844 401 ÍSAFJÖR‹UR.................................. rnes@rnes.is Sumarhús og gistiskáli...................................... 8614986 Nesvegur 3, 420 SÚ‹AVÍK.......... www.sumarbyggd.is

Veitingar Söluturninn Albína............................................. 4561667 Aðalstræti 89, 450 PATREKSFJ......bina89@simnet.is

Norðurland Gisting Bakki ehf........................................................... 4512987 531HVAMMSTANGI......................... bakkiehf@visir.is Brekkusel Gistiheimili Byggðarvegur 97, 600 AKUREYRI................ 8951260 www.Brekkusel.is

Draflastaðir........................................................ 8980444 Þingeyjarsveit, 601 AKUREYRI............. sveitasetrid@ sveitasetrid.is Gisting Stóri-Núpur............................................ 4866018 Gnúpverjahreppi, 801 SELFOSS.................................. Dæli................................................................... 4512566 svanborg@aknet.is Víðidal, 531 HVAMMSTANGI.......... daeli@centrum.is Krákan............................................................... 4386999 Hellishólar.......................................................... 4878360 Sæbóli 13, 350 GRUNDARFJÖR‹UR Fljótshlíð, 861 HVOLSVÖLLUR.................................... Eldá................................................................... 4644220 Mývatn, 660 SKÚTUSTA‹IR....................info@elda.is hellisholar@hellisholar.is

Veitingar

Hótel Geysir...................................................... 4806800 Ferðaþjónustan Bakkaflöt................................. 4538245 560, SKAGAFIR‹I................................. bakkaflot.com 801 SELFOSS.............................. www.geysircenter.is Hótel Gullfoss við Brattholt................................ 4868979 Ferðaþjónustan Steinsstaðir............................. 4538812 560 VARMAHLÍ‹............................. steinst@simnet.is 801 SELFOSS............................ brattholtii@islandia.is Hótel Ingólfur..................................................... 4823622 Ölfus, 801 SELFOSS.................. svanurg@gmail.com

Gisti- og Veitingahúsi Miðgarður...................... 4633223 Miðgarður 4, 610 GRENIVÍK...... www.midgardar.com

Hunkubakkar..................................................... 4874681 Síðu, 880 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR.hunkubakkar@ sveit.is

Gistiheimili Hönnu Siggu................................... 4512407 Garðaveg 26, 530 HVAMMSTANGI............................. gistihs@simnet.is

Húsið ................................................................ 4868680 Gistiheimilið Engimýri........................................ 4627518 Öxnadal...................................www.simnet.is/engimyri Bjarkarbraut 26, 801 SELFOSS.............husid@best.is Skálafell I.......................................... 4781041 / 8644941 781 HORNAFJÖR‹UR................. skalafell@simnet.is

Glerá 2 v/ Hlíðarfjallsveg................................... 4625723 603 AKUREYRI......................................www.glera2.is

Vellir.................................................................. 4871312 Grímstunga l...................................................... 4644294 Fjallahreppi, 642 REYKJAHLÍ‹ Mýrdal, 871 VÍK............................... f-vellir@islandia.is

Veitingar Hyrnan - þjónustumiðstöð................................. 4305550 Brúartorgi, 310 BORGARNES..............www.hyrnan.is

Kristján X........................................................... 4875484 Þrúðvangi 34, 850 HELLA

Heiðarbær......................................................... 4643903 641 HÚSAVÍK.................................www.heidarbaer.is Hótel Blönduós.................................................. 4524205 Aðalgata 6, 540 BLÖNDUÓS............ blanda@lax-a.is

Hótel Djúpavík................................................... 4514037 Árneshreppur, 522 KJÖRVOGUR................................ Veitingahúsið Fimm Fiskar............................... 4361600 Skálinn ............................................................. 4833801 www.djupavik.com Óseyrarbraut 17, 815 ÞORLÁKSHÖFN........................ Frúarstígur 1, 340 STYKKISHÓLMUR folvir@simnet.is Hótel Reykjahlíð................................................ 4644142 Verslunin Skriðuland-Skyndibiti og kaffi............ 4341500 Reykjahlíð II, 660 Mývatn..................www.reykjahlid.is T-bær Kaffihús í Selvogi................................... 4833150 Saurbæ, 370 BÚ‹ARDALUR 801 SELFOSS Hveravellir Á Kili................................................ 4524200 Veitingastaðurinn Rauða Húsið........................ 4833330 Svínavatnshreppur, 541 BLÖNDUÓS.......................... hveravellir@hveravellir.is Búðarstíg 12, 820 EYRARBAKKI

Suðurland Gisting

Árnes................................................................. 4866048 Árnes, 801 SELFOSS........................ arnes@hostel.is

56

Vestfirðir

Lauftún.............................................................. 4538133 Seyluhreppi, 560 VARMAHLÍ‹

Gisting

Rauðaskriða...................................................... 4643504 Aðaldal, 641 HÚSAVÍK.......... raudaskrida@islandia.is

Gistih.Bjarkarholt............................................... 4562025 Barðaströnd, 451 PATREKSFJÖR‹UR.......................

Skútustaðir........................................................ 4644212 Mývatnssveit, 660 SKÚTUSTA‹IR


Fagrit um skotvei›ar og útivist Sveinbjarnargerði.............................................. 4624500 Svalbarðsströnd , 601 AKUREYRI litlagerdi@islandia.is Víðigerði............................................................ 4512592 Víðidal, 531 HVAMMSTANGI.....vidigerdi@mmedia.is Vogar Ferðaþjónusta......................................... 4644399 Vogar, Mývatnssveit, 660 SKÚTUSTA‹IR................... info@vogahraun.is Öngulstaðir lll.................................................... 4631380 Eyjarfirði, 601 AKUREYRI..................... ongulsstadir.is

Veitingar Gisti- og Veitingahúsi Miðgarður...................... 4633223 Miðgarður 4, 610 GRENIVÍK...... www.midgardar.com Hótel Blönduós.................................................. 4524205 Aðalgata 6, 540 BLÖNDUÓS............ blanda@lax-a.is Kaffi Krókur....................................................... 4536299 Aðalgötu 16, 550 SAU‹ÁRKRÓKI Laugasel Verslun og Veitingastaður................. 4643131 Laugum, 601 AKUREYRI.............. laugasel@simnet.is Tomman............................................................ 4661559 Hafnarbraut 21, 620, DALVÍK Rauðaskriða...................................................... 4643504 Aðaldal, 641 HÚSAVÍK.......... raudaskrida@islandia.is Þinghús-bar....................................................... 4512630 Norðurbraut 1, 530 HVAMMSTANGI....thinghus-bar@ simnet

Veiðileyfi Gistiheimilið Engimýri........................................ 4627518 Öxnadal...................................www.simnet.is/engimyri

Rjúpnaveiði og gisting Bjóðum skotveiði­mönnum upp á góða gistingu með morgun­verði, heitan­pott og mjög gott rjúpnaveiðiland­. Gistiheimilið Engimýri Öxnadal

S:462-7518. netfang: engimyri@simnet.is heimasíða: www.simnet.is/engimyri

Austurland Gisting Farfuglaheimili Nýibær..................................... 4781736 Hafnarbraut 8, 780 HÖFN.................... hofn@hostel.is Ferðaþjónustan Lækjarhúsum.......................... 4781517 Borgarhöfn, Lækjarhús, 781 HÖFN.............................. laekjarhus@simnet.is Fjalladýrð . ........................................................ 4711858 Möðrudalur, 701 EGILSST.................www.fjalladyrd.is Hótel Aldan........................................................ 4721277 Norðurgata 2, 710 SEY‹ISFJÖR‹UR.... hotelaldan@ simnet.is Hótel Svartiskógur............................................. 4711030 Jökulsárhlíð, 701 EGILSSTA‹IR...svartiskogur@mi.is Hótel Tangi........................................................ 4731840 Hafnarbygg 17, 690 VOPNAFJÖR‹UR....................... hoteltangi@simnet.is Kirkjubær.......................................... 4758819 / 8923319 Stöðvarfjörður..................................... simnet.is/birgiral Smyrlabjörg....................................................... 4781074 Suðursveit, 781 HÖFN........... smyrlabjorg@eldhorn.is Tunguholt.......................................................... 4751374 Fáskrúðsfirði, 750 FÁSKRÚ‹SFJÖR‹UR

Veiðileyfi Hótel Blönduós.................................................. 4524205 Aðalgata 6, 540 BLÖNDUÓS............ blanda@lax-a.is

Kirkjubær.......................................... 4758819 / 8923319 Stöðvarfjörður..................................... simnet.is/birgiral

Hótel Reykjahlíð................................................ 4644142 Reykjahlíð II, 660 Mývatn..................www.reykjahlid.is

Auglýsing í þjónustuskrá SKOTVÍS er ódýr kostur fyrir auglýsendur og góður kostur fyrir veiðimenn að nota, vertu með næst skotvis@design.is

w w w. d e s i g n . i s

Vei›imenn athugi›:

Slíti› fjötra hversdagslífsins! Njóti› fallegs umhverfis e›a spennandi ævint‡ra í stórbrotinni náttúru!

Varmahlí›

Nánari uppl‡singar í síma 453 8383 www.rafting.is

r a f t i n g . i s


Landsfélag um skynsamlega skotvei›i

Úr eldhúsi meistarans

J óh a n n J ó n ss o n , Ostahúsinu, sendi o k k u r þ e ss a r f r á b æ r u u pps k r i f t i r .

Gæsalifrar­

Grafinn

Gæsalæri

terrine

hreindýravöðvi

confit

500 gr. gæsalifur 350 gr. smjör við stofuhita 1 bolli púrtvín 1 tsk pipar 1 msk jarðsveppaolía (truffluolía)

Hreindýravöðvi, 2,5 til 3 cm þykkur Gróft salt Rósmarín Blóðberg Fennelfræ Kerfill æsalifur, púrtvín og pipar í pott eða Bergmynta pönnu, soðið við vægan hita undir Hunang loki í nokkrar mínútur eða þangað til lifur er ljósrauð. Kælt niður við sto jötið er þakið salti í ca 2 og hálfan fuhita. Maukað í matvinnsluvél ásamt til 3 klukkustundir, skol­að og þersmjörinu og olíunni, set í mót og kælt. rað. Penslað með hun­angi. Þvínæst er vöðvinn hjúpaður með söx­uðum kryddjurtum og fræjum. Tilbúið eftir 2 daga í • kæli.

G

K

58

Gæsalæri Andafita ( má nota ólífuolíu) Einiber Lárviðarlauf Pipar Sjávarsalt

G

æsalærum er raðað þétt í eldfast mót, hjúpað með fitu eða olíu og kryddað með einiberjum og lárviðarlaufum, 1 til 2 stykki per læri. Stráð yfir salt og pipar. Mótinu lokað með álpappír og bakað við 100 gráður í 5 klukkustundir. Gott er að láta mótið í kæli í 5-6 sólarhringa og láta lærin brjóta sig í fitunni.


Sértilboð til meðlima Skotveiðifélagsins Tilboð

3 dagar ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS HER 29449 09/2005

á verði 2ja

Forsenda vel heppnaðar veiðiferðar er góður bíll. Við útvegum þér rétta bílinn í veiðiferðina á hagstæðu verði. Við bókun þarf að gefa upp CPD-númer SKOT. Gildir fyrir eftirfarandi flokka: A, B, T, F, O og I. Takmarkað bílaframboð. Fyrstir bóka – fyrstir fá!

Tilboðið gildir til 31.12. 2005.

50 50 600 • hertz@hertz.is Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir


Tilbúinn í morgunflugi›

kaldaljós 2005 - Fatna›ur á mynd er frá Jóa byssusmi›i

...og me› rétta korti›

FÉLAGSSKÍRTEINI SKOTVÍS 2005

Upphafi› a› gó›ri fer› Me› félagsskírteini SKOTVÍS 2005 safnar flú vildarpunktum Icelandair. Félagsmenn framvísa SKOTVÍS-skírteininu samhli›a OLÍS-kortinu sem flarf a› sækja sérstaklega um á www.olis.is. Vildarpunktar SKOTVÍS n‡tast til kaupa á flugmi›um, hótelgistingu, grei›slu fyrir bílaleigubíl e›a hluta flugfars flar sem bo›i› er upp á a› grei›a bæ›i me› punktum og peningum. Vildarklúbbsfélagar njóta auk fless reglulegra tilbo›a, eins og tvöfaldra punkta vi› verslun e›a helmingsafsláttar af flugi. Korti› gildir hjá Olís og Ellingsen Olíuverzlun Íslands hf. • Sundagör›um 2 • 104 Reykjavík • Sími 515 1000 • Fax 515 1010 • www.olis.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.