Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

Page 1

GREINING Á ANDA- OG GÆSAVÆNGJUM ÚR VEIÐI 2012

Verknúmer: 05121002

Desember 2013


FO-085-06

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx


FO-085-06

GREINING Á ANDA- OG GÆSAVÆNGJUM ÚR VEIÐI 2012

VERKNÚMER: 05121002

DAGS: 2013-12-01

VERKHLUTI: 0005

GR NR.: 0005

UNNIÐ FYRIR: Umhverfisráðuneyti VERKEFNISSTJÓRI: AÞS HÖFUNDUR: Arnór Þ. Sigfússon

YFIRFARIÐ: GPé

DREIFING: Opin. Óheimilt er að vitna í skýrsluna nema með leyfi höfundar.

Samantekt Frá árinu 1993 hefur höfundur safnað vængjum af öndum og gæsum frá veiðimönnum víðsvegar að af landinu. Vængirnir hafa verið flokkaðir eftir tegundum og aldurshópum, þ.e. annars vegar ungfuglar á fyrsta ári og hins vegar eldri fuglar. Markmið þessara rannsókna er að vakta varpárangur stofnanna en hlutfall unga í veiði gefur vísbendingu um það hvernig varp tegundanna hefur gengið. Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum frá árinu 2012. Alls voru aldursgreindar 4274 gæsir sem söfnuðust frá veiðimönnum árið 2012. Hlutfall unga í veiðinni var vel yfir meðallagi hjá grágæs sem bendir til að varp hafi heppnast vel. Hlutfall unga í veiðinni hjá heiðagæs var það hæsta sem mælt hefur verið frá upphafi sem er vísbending um að varpárangur hafi verið mjög góður. Ungahlutfall hjá helsingja var í meðallagi. Ungahlutfall blesgæsa í túnum og ökrum var um 11% sem er það sama og var 2011 en mun lélegra en var 2010 þegar ungahlutfall var með besta móti. Greindir voru vængir af 186 stokkendur 2012. Hlutfall ungra stokkanda var um 66% sem er svipað og meðalhlutfallið var á árunum 1993-2000, en það var 64% (95% öryggismörk 61-67%). Það bendir til að árið 2012 hafi verið um eða yfir meðaltali hjá stokköndinni og varpár því gott eins og hjá grágæs og heiðagæs. Sýni af öðrum tegundum anda var svo lítið að það reyndist ekki vera marktækt.

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

Efnisyfirlit 1 2 3 4

Inngangur ......................................................................................................................... 1 Aðferðir ............................................................................................................................. 1 Niðurstöður og umræður ............................................................................................. 2 Heimildir ........................................................................................................................... 6

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

1

Inngangur

Veiðikortasjóður veitti Verkís hf. styrk árið 2012 í verkefni það sem hér er greint frá og nefnt er „Vöktun á ungahlutföllum í veiðistofnum gæsa og anda með aldursgreiningu vængja úr veiði“. Frá árinu 1993 hefur höfundur safnað vængjum af öndum og gæsum frá veiðimönnum víðsvegar að af landinu. Vængirnir hafa verið flokkaðir eftir tegundum og aldurshópum, þ.e. annars vegar ungfuglar á fyrsta ári og hins vegar eldri fuglar. Markmið þessara rannsókna er að vakta varpárangur gæsastofnanna en hlutfall unga í veiði gefur vísbendingu um það hvernig varp tegundanna hefur gengið. Söfnun og greining anda- og gæsavængja hefur farið fram nær samfellt síðan 1993, þó féll greining niður 2001 og 2002. Höfundur hóf greiningar á vængjum árið 1993 sem starfsmaður hjá Veiðistjóraembættinu (nú Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar) og fluttust þær á Náttúrufræðistofnun Íslands 1995 - 2000 er höfundur starfaði þar. Þá féllu greiningar niður í tvö ár þar til höfundur hóf greiningar á gæsavængjum að nýju árið 2003 í samvinnu við Halldór Walter Stefánsson, en aðstöðuleysi og sú staðreynd að þær hafa oftast verið kostaðar af athugendum hefur hamlað nokkuð umfangi og þess vegna hefur söfnun og greining andavængja m.a. verið látin mæta afgangi. Samantekt á niðurstöðum greininganna má m.a. sjá í Arnór Þ. Sigfússon 2000, Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon 2004, Arnór Þ. Sigfússon 2005, Arnór Þ. Sigfússon 2007, Arnór Þ. Sigfússon 2010 og Arnór Þ. Sigfússon 2011. Helstu niðurstöður eru þær að góð samsvörun er milli ungahlutfalls í veiði og þess sem mælt er í gæsahópum á vetrarstöðvunum sem bendir til að báðar aðferðir gefi okkur góða vísitölu yfir ungaframleiðslu í stofnunum. Ungahlutfall er nokkuð mismunandi eftir tegundum. Það er hæst hjá grágæs, um 43%, nokkuð lægra hjá heiðagæs eða rúm 30% og hjá blesgæs var það einnig um 33% að meðaltali, þó síðustu árin sem blesgæs var veidd hafi hlutfallið lækkað mjög. Hjá helsingjanum er hlutfallið um 28% (Arnór Þ. Sigfússon 2010). Höfundur þakkar öllum þeim fjölmörgu veiðimönnum sem sendu inn vængi til greininga eða buðu okkur að koma og aldursgreina aflann. Halldóri Walter Stefánssyni er þakkað fyrir ómetanlega aðstoð við greiningar. Veiðikortasjóði er þakkaður styrkur sem veittur var í verkefnið 2012.

2

Aðferðir

Frá 20. ágúst, þegar gæsaveiðitíminn hefst, er gæsavængjum sem safnað er frá veiðimönnum og þeir aldursgreindir eða að veiðimenn eru heimsóttir og gæsirnar aldursgreindar. Veiðitími gæsa er til 15. mars en gæsir eru að mestu farnar af landinu um mánaðarmótin nóvember/desember, þannig að um það leyti lauk að mestu söfnun og greiningu gæsavængja. Þó bárust síðustu gæsaog andavængir frá árinu 2012 fram í nóvember 2013. Aðeins má veiða þrjár tegundir gæsa hér á landi, en þær eru grágæs Anser anser, heiðagæs A. brachyrhyncus og helsingi Branta leucopsis. Árið 2006 var fyrsta árið sem blesgæs Anser albifrons flavirostris var friðuð og hún því ekki lengur með í úrtakinu. Hlutfall unga hjá blesgæsum hefur þó verið mælt af höfundi frá 2006 með því að skoða blesgæsahópa í túnum og ökrum og er það nú í annað sinn hluti af rannsókn þessari og styrkt af veiðikortasjóði. Gæsavængir er aldursgreindir á lögun og litarmun á vængþökum og einnig á lögun stærstu dvergvængfjaðrar (Halldór W. Stefánsson 2009). Andaveiðitíminn hefst 1. september og stendur til 15. mars og þar sem endur eru hér allan þann tíma eru andavængir að berast allt það tímabil þó að megnið af andavængjum berist á sama tíma og gæsavængirnir og oft frá sömu aðilum. Leyfilegt er að veiða sjö tegundir anda á Íslandi, þar af þrjár tegundir gráanda, stokkönd Anas platyrhynchos, urtönd Anas crecca og rauðhöfða Anas penelope og fjórar tegundir kafanda, skúfönd Aythya fulingula, duggönd Aythya marila, toppönd Mergus serrator og hávellu Clangula hyemalis. Andavængir eru greindir á lit og lögun fjaðra og er sú greining flóknari en greining gæsavængja. Því er þeim safnað og reynt að greina sem flesta í einu. Einnig er hægt að nota stélfjaðrir til aldursgreiningar snemma vetrar ef endurnar eru skoðaðar heilar. Líkt og með gæsir þá er hvort tveggja um að ræða að vængjum sé safnað frá veiðimönnum eða að veiðimenn séu heimsóttir og endurnar skoðaðar heilar.

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx

1


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

3

Niðurstöður og umræður

Alls voru aldursgreindar 4.274 gæsir sem söfnuðust frá veiðimönnum á árinu 2012. Af þessum 4.274 gæsavængjum voru 3.048 af grágæsum, 963 af heiðagæsum og 263 af helsingjum. Hlutfall grágæsa í vængjasýninu er svipað og búast mætti við út frá veiði úr veiðiskýrslum (http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/) á meðan hlutfall heiðagæsa-vængja er aðeins lægra (1. tafla). Hlutfall helsingja í vængjasýni var nokkuð hærra en búast hefði mátt við út frá veiði. 1. tafla. Samanburður á hlutfalli tegunda í vængjasýni og veiði samkvæmt bráðabirgða veiðitölum frá Umhverfisstofnun þegar um 85% af veiðiskýrslum þess árs hafði verið skilað. Einnig er sýnt hve stórt hlutfall af veiðinni er greint. Tegund Grágæs Heiðagæs Helsingi

Vængir 2012 3.048 (71%) 963 (23%) 263 (6%)

Veiði 2012 38.702 (70%) 14.776 (27%) 1.925 (3%)

Hlutfall greint 7,90% 6,50% 13,60%

Af 3.048 grágæsum var fjöldi unga frá sumrinu 1.498 eða um 49% og eins og sjá má á 1. mynd þá er þetta ungahlutfall svipað og var 2007 og 2008 en nokkuð lægra en 2010, sem var metár. Meðalhlutfall unga í grágæsaveiðinni frá 1993 til 2012 er um 43% (95% öryggismörk; 40-46%). Þetta ungahlutfall grágæsa, sem er vel yfir meðallagi, bendir til að varpárangur gæsanna hafi verið góður sumarið 2012 og er það sjötta árið í röð sem varpárangur er yfir meðallagi eftir tvö mögur ár þar á undan. Samkvæmt talningum á grágæsum haustið 2012 þá fækkaði þeim um 13% frá talningum 2011 (Mitchell, C. 2012).

70% 60% 50% 40% 30%

3048

2207

2174

2262

2545

1168

1052

473

1367

1367

997

1456

1178

2439

916

1241

0%

81

10%

336

20%

Ár 1. mynd. Hlutfall grágæsaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í hverri súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins.

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx

2


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

Af 963 heiðagæsum voru 439 ungar, eða um 46% og eins og sjá má á 2. mynd þá er þetta ungahlutfall vel yfir meðallagi. Meðalhlutfall unga í heiðagæsaveiðinni frá 1995 til 2012 er um 31% (95% öryggismörk; 26-36%).

70% 60% 50% 40%

963 387

498

521

324

415

410

326

377

436 320 243

302 268

10%

99

20%

153

30%

0%

Ár 2. mynd. Hlutfall heiðagæsaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í hverri súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins. Hlutfall unga í heiðagæsaveiðinni bendir til að varpárangur heiðagæsa sumarið 2012 hafi verið sá besti sem mælst hefur frá upphafi og svipaður og var 1998 og 2004. Talningar 2012 bentu til að stofninn hefði stækkað talsvert, eða um 46%. Reynsla af talningu fyrri ára sýnir að talverður breytileiki getur verið í talningum milli ára sem jafnast út ef tekið er hlaupandi meðaltal en líklegt er að hér sé um raunverulega fjölgun að ræða (Mitchell, C. 2012). Alls bárust vængir af 263 helsingjum árið 2012, sem er með allra besta móti en yfirleitt berst hlutfallslega minnst af þeim þó því hafi verið öfugt farið nú (tafla 1.). Af þeim voru 73 af ungum eða um 28%, sem er í meðallagi (3. mynd). Á árunum 1995 til 2000 var meðalungahlutfall helsingja í veiðinni 25,9% sem er lægsta ungahlutfallið af þeim þremur tegundum gæsa sem heimilt er að veiða hér á landi (Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon 2004). Meðalungahlutfall á tímabilinu frá 1995-2012 er heldur hærra eða um 28% (95% öryggismörk; 23-32%), sem er svipað og hjá heiðagæsinni. Sökum þess hve sýni af helsingjavængjum eru yfirleitt lítil eru öryggismörk hlutfallsins þó mjög víð eins og sést á 3. mynd.

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx

3


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

60% 50% 40%

263

48

135

112

36

95

0%

11

38

37

19

75

24 23

10%

50

20%

338

50

30%

Ár 3. mynd. Hlutfall helsingjaunga í vængjasýnum. Sýnastærð árs er tilgreind í hverri súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins. Ungahlutfall hjá blesgæs er sýnt á 4. mynd. Þar sem veiðar á blesgæsum voru bannaðar árið 2006 eru hlutföll unga sem sýnd eru árin 2006 til 2012 mæld með fjarsjá á ökrum og túnum þannig að þau eru ekki sambærileg við fyrri athuganir. Ungahlutfall í veiðinni 2005 var nokkuð gott samanborið við árin þar á undan, en hafa verður í huga að sýnastærð var með minna móti, einungis 93 fuglar. Árið 2006 var svo aldurshlutfallið í ökrum og túnum einungis um 7% sem er mjög lélegt en heldur betra árið 2007 eða um 10%. Næstu tvö árin, 2008 og 2009 nær svo ungahlutfallið í um 15%, en talið er að hlutfall unga í stofni blesgæsa þurfi að vera yfir 15% til að stofninn nái að vega upp á móti afföllum og stækka. Árið 2010 er svo unghlutfallið um 19% sem er það besta sem sést hefur frá friðun 2006 en dettur svo niður í um 11% aftur 2011 og 2012. Eftir friðun hér 2006 hætti blesgæs að fækka og hefur stofninn að mestu staðið í stað en ungahlutfall áranna 2008-2010 gefur vonir um að hann gæti jafnvel rétt eitthvað við ef vel árar þó það hafi verið vonbrigði að hlutfallið lækkar aftur 2011 og 2012. Hátt ungahlutfall 2010 leiddi til aukningar í blesgæsastofninum um rúmlega þrjúþúsund gæsir sem er aukning um 14,4% (Fox, T. o.fl. 2011) en 2011 gekk sú aukning að mestu til baka (Fox, T. o.fl. 2012).

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx

4


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

60% 50% 40%

1858

2908

2982

2357

2170

0%

912

189

10%

1190

93 288

207

216

355

378

246

20%

91

30%

Ár 4. mynd. Hlutfall blesgæsaunga í vængjasýnum (bláar súlur) og í túnum, og ökrum (gular súlur). Sýnastærð árs er tilgreind í hverri súlu og sýnd eru 95% vikmörk hlutfallsins. Greindir voru vængir af 186 stokkendur 2012 (2. tafla). Hlutfall ungra stokkanda var um 66% sem er svipað og meðalhlutfallið var á árunum 1993-2000, en það var 64% (95% öryggismörk 61-67%) (Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon 2004). Þó sýnastærð sé lítil bendir þetta til að árið 2012 hafi verið um eða yfir meðaltali hjá stokköndinni og varpár því gott eins og hjá grágæs og heiðagæs. Sýni af öðrum tegundum anda var svo lítið að það reyndist ekki vera marktækt. 2. tafla. Fjöldi stokkanda sem greindur var í veiðinni 2012. Tegund Stokkönd

Fullorðin 63

Ung 123

Ávallt hefur reynst erfiðara að safna andavængjum en gæsavængjum og megnið af andavængjum sem berast eru sendir með gæsavængjum. Ástæður þessa eru meðal annars þær að frá 2003 eftir að söfnun vængja hófst á ný var megin áhersla lögð á að safna gæsavængjum þar sem söfnun og greining var að mestu á kostnað höfundar og Halldórs W. Stefánssonar þar til styrkur fékkst úr veiðikortasjóði 2006 og svo aftur 2008, 2010, 2011 og 2012. Þá er einnig mun minna veitt af öndum en gæsum. Einnig ber stundum á því að veiðimönnum finnist ekki taka því að hafa samband eða senda vængi ef þeir veiða fáa fugla, en slíkt er algengara í andaveiðinni. Ólíklegt er að sæmilega stór sýni fáist úr andaveiðinni nema ráðist verði í sérstakt söfnunarátak með auknum auglýsingum. Ef slít átak bæri árangur þá er einna helst að marktæk sýni fáist af stokköndum þar sem hún er samkvæmt veiðiskýrslum langmest veidda öndin.

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx

5


Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2012

4

Heimildir

Arnór Þ. Sigfússon 2000. Gæsarannsóknir og skotveiðimenn. SKOTVÍS 6(1): 29-34. Arnór Þ. Sigfússon 2005. Ungahlutfall í veiði. Gæsakvak, Fréttabréf gæsaáhugamanna, 1: 4-5. Arnór Þ. Sigfússon 2007. Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 2006. Skýrsla VST. Reykjavík, nóvember 2007, 4 bls. Arnór Þ. Sigfússon 2010. Greining á gæsavængjum úr veiði. Skotvís 16(1): 7-13 Arnór

Þ. Sigfússon 2011. Greining á gæsavængjum úr veiði. Veiðidagbók 2011, Umhverfisstofnun. Akureyri 2011. Einar Guðmann 2007. Veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Umhverfisstofnun, 290 bls. Fox AD, Francis I, Walsh A. 2011. Report of the 2010/2011 international census of Greenland White-fronted Geese. Greenland White-fronted Goose Study. National Parks & Wildlife Service, Ireland. 18 bls. Fox AD, Francis I, Walsh A. 2012. Report of the 2011/2012 international census of Greenland White-fronted Geese. Greenland White-fronted Goose Study. National Parks & Wildlife Service, Ireland. 28 bls. Halldór Walter Stefánsson 2009. Aldursgreining gæsa með fjöður úr dvergvæng. Veiðidagbók 2009, Umhverfisstofnun. Akureyri 2009. Mitchell, C. 2008. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2007 international census. Wildfowl &Wetlands Trust Report, Slimbridge. Mitchell, C. 2013. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2012 international census. Wildfowl &Wetlands Trust Report, Slimbridge. Morten Frederiksen og Arnór Þ. Sigfússon 2004. Greining á anda- og gæsavængjum úr veiði 1993- 2000. Skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands NÍ-03009. Reykjavík 2004. Newth, J.N. 2007. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2006 international census. Wildfowl & Wetlands Trust Report, Slimbridge.

V:\05\05121\V002\4-skyrsl\utg\05121002-4-GR-0011-Hlutfall-2012.docx

6



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.