SJÁVARAFL desember 2025 4.tbl 12.árg

Page 1


SJÁVARAFL

Desember 2025 4. tölublað 12. árgangur

Hörmungar sem skildu eftir svöðusár – dimbilvikan 1963

„Maður er bara þakklátur að hafa sloppið út úr þessu. En ég held nú að þarna hafi ég komist í mesta lífsháska ævinnar.“

4 Bryndís Svavarsdóttir, sóknarprestur í Vesturbyggðarprestakalli

Jólahugvekja

6 Bragi Ólafsson, fyrrverandi sjómaður

Komust við illan leik í land

12 Eitt mannskæðasta páskahret á Íslandi enn í manna minnum

20 Framhaldskólinn í Vestmannaeyjum

Menntun, tækni og framtíð, krafturinn í samfélaginu okkar

22 Matís og Vinnslustöðin

Aukaafurðir afsöltunar nýttar til sjálfbærari vinnslu

24 Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI

Styður sjávarútvegsfyrirtæki við að auka sjálfbærni

28 Viðtal við Ríkharður Zoëga Jón Stefánsson

Ríkharður sextándi, kokkurinn sem allt getur

32 Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri Íslandsstofu

Vinningshafar Fish & Chips verðlaunanna í draumaferð á Íslands

36 Páll Valur Björnsson kennari við Fisktækniskólans Heimsókn til Danmerkur

40 Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu

Allt hefur áhrif

42 Leikskólinn Araklettur

Börnin og lífið

46 Jens aðstoðar við jólagjafavalið

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf

Sími: 6622 600

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Blaðamenn: Bára Huld Beck

Guðrún Erlingdóttir

Óskar Þór Halldórsson

Sigrún Erna Geirsdóttir

Svava Jónsdóttir

Ljósmyndir: Óskar Ólafsson

Prófarkalestur: Óskar Ólafsson

Umbrot og hönnun: Prentmet Oddi ehf

Forsíðumynd: KEA safnið. Haukur Sigvaldason, lánar ljósmynd.

Prentun: Prentmet Oddi ehf

Sjómenn heim

virðing & minning

Þegar jólahátíðin gengur í garð og sjómenn eru komnir í frí er það kærkomin hvíld fyrir marga og fyrir aðra tímabil umhugsunar og samvista með fjölskyldunni. Sjómenn hafa löngum verið stoð íslensks samfélags. Þeir hafa veitt okkur mat, atvinnu og fjárhagslegan stöðugleika í gegnum aldir. En starf þeirra er fullkomlega háð óvissu um veður, hafstrauma, tækni og skyndilegum atvikum sem geta breytt lífi og örlögum með skömmum fyrirvara.

Saga okkar minnir á hversu viðkvæmt líf á sjónum getur verið. Jólaútgáfa Sjávarafls hefur tileinkað sig minningu þeirra sem fórust, ásamt þeim sem björguðust í páskahretinu 9. apríl 1963. Atburði sem minnir á hve viðkvæmt líf sjómanna er. Þessi sorg er minning og átakanleg frásögn. Í okkar litla þjóðfélagi, þar sem tengslin milli sjávar og lands eru nátengd, má þakka öllum þeim sem koma nálægt sjómannsstörfum. Þakklæti okkar er vottað með virðingu, athygli og ábyrgð. Þegar jólaljósin loga og fjölskyldur koma saman fyllist heimilið hlýju og nærveru. Við minnumst þá einnig þeirra sem hafa bæði veitt okkur svo margt og barist við ófarir fyrir okkar son, dóttur, bróður og systur. Daglegt amstur hverfur smá tíma, minningar og sögur rata á borðið, tár og bros sameinast. Þetta er tími til að syrgja þá sem vantar, styrkja bönd og skapa nýjar minningar. Það er gott að staldra við og muna að sjávarútvegurinn er meira en störf og afli, hann er hluti af hjarta þjóðarinnar, sameiginleg saga og minningar sem tengja okkur öll saman.

Ég vil þakka öllum sem hafa lagt mér lið við útgáfu blaðsins á liðnum árum. Fyrir hönd starfsfólks Sjávarafls vil ég óska öllum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Elín Bragadóttir ritstjóri

Bára Huld Beck blaðamaður
Óskar Þór Halldórsson blaðamaður
Svava Jónsdóttir blaðamaður
Guðrún Erlingsdóttir blaðamaður
Óskar Ólafsson ljósmyndari og prófarkalesari
Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar félagsfólki sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Bryndís Svavarsdóttir

sóknarprestur í Vesturbyggðarprestakalli

Jólahugvekja

Þegar ég var í guðfræðideildinni átti ég að taka viðtöl við foreldra mína hvernig fermingardagar þeirra hefðu verið. Það eina sem skyggði á fermingardaginn (1947) hjá pabba var að pabbi hans var úti á sjó. Á þeim tíma voru engin kvótalög, sennilega engir lögbundnir frídagar hjá sjómönnum, lítið eða ekkert samband við skipið og aldrei vitað hvenær menn kæmu heim. Foreldrar mínir mundu bæði hvaða gjafir þau fengu en það er sama hvað gjafirnar eru dýrar eða stórar, gleðin er ekki sú sama ef pabbi er úti á sjó.

Það sama gildir um jólin sem eru okkar helgasta hátíð, hátíð ljóss og friðar. Þetta er hátíðin þar sem samvera fjölskyldunnar skiptir miklu máli því allir eiga minningar frá bernskujólum, minningar sem okkur þykja kannski fátæklegar í dag. Minningar okkar eru oftast um atvik, samveru eða fjarveru einhvers, en sjaldnast um hvaða gjafir við fengum. Sú æskuminning sem stendur upp úr hjá mér er ekki um pakka, mat eða föt heldur þegar jólaserían var dregin fram og pabbi fór yfir hana og gerði við hana með lóðboltanum. Það þurfti að gera við hana fyrir hver einustu jól svo það kviknaði á perunum. En um leið og það kviknaði á seríunni og hún var komin á tréð þá fylltist húsið af hátíðleik. Þá fyrst gátu jólin komið. Við vorum tilbúin. Það var ekki skreytt eins mikið þá og nú og seríurnar voru vandmeðfarnar, viðkvæmar fyrir öllu hnaski. Ef það slokknaði á henni varð að taka hana af trénu og finna hvar lóðningin hafði gefið sig. Okkur systkinunum fannst þessi jólasería vera tækniundur því perurnar voru málaðar í mörgum litum. Þetta var eitthvað annað en hjá ömmu sem var með heimasmíðað spýtujólatré með lifandi kertum á.

Aðventan er tími tilhlökkunar. Hver fjölskylda hefur skapað sínar eigin hefðir til að hátíðleikinn birtist. Við eigum öll eitthvað sem er ómissandi í jólahaldinu og við keppumst um að hafa það allt tilbúið áður en jólin koma. Allar hefðir eru góðar því þær eru okkar eigin og láta okkur líða vel, þær fullkomna samveruna.

Aðventan er upp haf nýs kirkjuárs, í svartasta skammdeginu fæddist Ljós heimsins. Við fyll umst hátíðleik þegar jólaljósin lýsa upp skammdegið, heimilin eru skreytt og undirbúningurinn fer á fullt. Enginn annar tími í kirkjuárinu en aðventan þegar við bíðum jólanna, þessi tími tilhlökkunar, passar betur til að minna okkur á að Jesús sagði að hann kæmi aftur. Á meðan við bíðum gengur lífið sinn vanagang en aðventan á alltaf sérstakan sess, hún minnir okkur á að staldra við, við gefum okkur meiri tíma til að vera með okkar nánustu fjölskyldu, njótum samveru með vinum og eignumst fleiri minningar. Kærleikurinn streymir milli manna þegar þeir hittast úti á götu eða koma saman af einhverju tilefni og við óskum þess heitast að allir geti átt gleðilega jólahátíð.

Hátíðleiki jólanna er fyrst og fremst innra með okkur. Kannski getur enginn útskýrt nákvæmlega hvað gerist innra með okkur en sagan af barninu sem fæddist í fjárhúsi en er konungur alheimsins snertir okkur öll. Við gefum gjafir á jólum en Guð gefur okkur stærstu gjöf sem til er, gjöf sem er ekki hægt að pakka inn. Hann gefur okkur kærleika og frið og trúin á hann gefur eilíft líf. Þess vegna eru jólin helgasta hátíð kristinna manna.

Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Bragi var ráðinn á miðri vertíð árið 1963 sem stýrimaður á Gylfa EA 628, 35 tonna bát með 240 hestafla vél. Báturinn var smíðaður árið 1939 og tekinn síðar

Komust við illan leik í land

„Veðrið skall á bara einn, tveir og þrír. Úr logni í ofsastorm.“ Þannig lýsir Bragi Ólafsson, fyrrverandi sjómaður, skipstjóri og útgerðarmaður, þeim veðurbreytingum sem urðu þriðjudaginn 9. apríl í dymbilvikunni 1963 og áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar.

Aldrei hafði kjötsúpa bragðast jafn vel og kvöldið 9. apríl 1963 þegar Bragi Ólafsson settist til borðs hjá hjónunum Grétari Páli Guðfinnssyni og Jónu Sörladóttur á Patreksfirði. Að baki lá margra klukkustunda harður barningur við náttúruöflin í hinu víðfræga páskahreti, þar sem 18 manns létu lífið þann örlagaríka dag. Bragi lýsir í samtali við Sjávarafl aðdraganda sjóferðarinnar og upplifun sinni þennan sólarhring – og eftirmála. „Þetta var alveg rosalegt. Það bjargaði okkur Vestfirðingunum að þetta skeði það snemma að bátar voru yfirleitt bara rétt lagðir af stað á sjóinn,“ segir hann. Sex manna áhöfn komst heilu á höldnu í land eftir margra klukkutíma glímu við veðurofsa, ísingu og kulda. Hann átti eftir að fara margar sjóferðir eftir þessa en hann fór endanlega í land árið 2001, þá 58 ára gamall.

Hét því að fara ekki aftur á sjó – en fór alltaf aftur

Bragi er fæddur árið 1943 og var því tvítugur árið 1963. Hann er Súgfirðingur, fæddur og uppalinn. „Foreldrar mínir eru þaðan líka. Afi minn og pabbi voru skipstjórar og útgerðarmenn þannig að maður var á sjó og í útgerð. Ég held ég hafi verið 14 ára þegar pabbi leyfði mér að eiga hlut í bát. Fyrsta bátnum.“

Kom aldrei annað til greina en að feta þennan veg?

Að fara á sjó?

„Ég fór nú nokkrum sinnum á sjó á sumrin og varð drullu sjóveikur. Alveg fárveikur. Ég hét því að ég skyldi aldrei á sjó aftur,“ segir hann og hlær. „En alltaf fór ég aftur á sjó. Svo einn góðan veðurdag um fermingu þá hvarf sjóveikin og ég hef aldrei verið sjóveikur síðan. Þannig að þá var þetta nú orðið allt í lagi.“

„Þetta var alveg rosalegt. Það bjargaði okkur

Vestfirðingunum að þetta skeði það snemma að bátar voru yfirleitt bara rétt lagðir af stað á sjóinn.“

af skrá 1983. Mynd: Bára Huld Beck

Bragi var sjómaður, skipstjóri og útgerðarmaður – og var alla tíð á sjó þangað til hann fór í land 58 ára gamall. Mynd: Bára Huld Beck

Bragi fór í Stýrimannaskólann árið 1962 og var þar í þrjú ár. Árið 1963 í mars var hann búinn að klára fyrsta bekkinn í skólanum en honum lauk snemma það árið eða í lok febrúar. Þá var Bragi ráðinn á miðri vertíð sem stýrimaður á Gylfa EA 628, 35 tonna bát með 240 hestafla vél. Báturinn var smíðaður árið 1939 og tekinn síðar af skrá 1983. Gylfi EA 628 var tekinn á leigu þótt lítill væri hjá Fiskiðjunni Freyju eftir að stálbáturinn M.B. Júlíus Björnsson EA 216 var skyndilega seldur. Gylfi var 24 ára gamall bátur árið 1963 en róið var með 50 bala eins og á stóru bátunum. Áhöfnin samanstóð af sex mönnum en með Braga voru þeir Ásgeir Sölvi Sölvason skipstjóri, Hörður Jónsson vélstjóri, Jónas Jakobsson vélstjóri, Hannes Bjarni Ásgrímsson háseti og Sörli Ágústsson matsveinn.

„Svo einn góðan veðurdag um fermingu þá hvarf sjóveikin og ég hef aldrei verið sjóveikur síðan.“

Fiskiðjan Freyja var fjölskyldufyrirtæki sem faðir Braga og bræður hans stofnuðu. Þeir voru iðulega með þrjá báta í viðskiptum, oft fjóra og áttu þeir þá oft flesta. „Þarna voru bara tveir bátar en það var búið að semja um smíði á öðrum á Neskaupstað. Það vantaði að brúa bilið og það var búið að leigja 75 tonna bát, Júlíus Björnsson, úr Eyjafirði. Geiri skipstjóri var með hann í vertíðinni á undan. Svo var báturinn skyndilega seldur þegar gott tilboð barst í hann. Til að bjarga þessu var fenginn þessi 35 tonna bátur sem var kallaður Gylfi í staðinn. Þessi bátur var náttúrulega allt of lítill í þetta en það varð að gera eitthvað, það vantaði bát,“ útskýrir Bragi.

„Bongóblíða“ dagana á undan Bragi rifjar upp þennan afdrifaríka dag í dymbilvikunni 1963 en hann hafði misst barn viku áður. „Þá var nú ekkert talað um að menn ættu að fá frí, þeir áttu bara að vinna af sér sorgina og í gegnum áföllin. Það var bara svoleiðis þá. Það þýddi ekkert að tala um það. Ég fékk bara frí þangað til jarðarförin var búin.“

„Þá var nú ekkert talað um að menn ættu að fá frí, þeir áttu bara að vinna af sér sorgina og í gegnum áföllin. Það var bara svoleiðis þá.“

Því hafi ekkert verið um annað að ræða en að halda bara áfram. „Ég held að það fari eftir því hvernig maðurinn er hvernig það fer í hann. Annað hvort brýtur þetta hann eða herðir. Það er bara tvennt í því. En ég veit að þetta fór náttúrulega svakalega illa í barnsmóður mína. Því hún var bara ein þarna.“  Á mánudeginum 8. apríl og dagana á undan var búið að vera mjög gott veður lengi. „Bongóblíða,“ segir Bragi. „Skipstjórinn átti afmæli 8. apríl og hann átti strák sem hafði orðið 6 ára nokkrum dögum áður. Hann tók strákinn með sér og það segir náttúrulega allt um það hversu vel leit út með veður. Hann hefði aldrei tekið barnið með ef hann hefði grunað að það yrði bræla eða kaldi. Honum hefði ekki dottið það í hug,“ bendir hann á.  „Við fórum frekar snemma á sjóinn eða klukkan tíu um kvöldið á mánudeginum en venjulega fóru menn ekki fyrr en um miðnætti. Við vorum þarna að leggja af út af Barða. Þá fréttist af því frá togurum út á Hala sem er dálítið norðar og dýpra að það væri komið arfavitlaust veður – og verra en það. Svo við hættum að leggja og byrjuðum strax að draga. Við skárum á og hirtum uppihöldin á fimm bala fresti. Á meðan við vorum að þessu þá settum við allt, beitta bala og tóma bala niður í lest. Belgi og allt lauslegt, til að hafa ekki neitt upp á dekki því það var svo mikil ísingin. Við vissum það að hún var að koma.“ Þarna var frostið komið niður í 12 stig. Allt varð að klaka eins og skot, að sögn Braga. Hvað gera menn í slíkum aðstæðum?

Bragi segir að þá reyni menn að berja ísinn af. „En veðrið var bara þannig að við komumst ekki út. Þetta var þannig bátur að það var stýrishús aftan á honum og þar var pínu lítið afdrep sem var kallað bestikk. Þar var talstöðin og þar niðri var káeta sem tveir gátu sofið í og tveir eða

margir hverjir sem hurfu út af ísingu á þessum árum voru opnir aftur úr, að sögn Braga. Þannig höfðu þeir ekki lyftikraftinn af hálfu skipinu til að vega á móti þyngdinni vegna klakans. Mynd: Bragi Ólafsson

þrír gátu setið. Þannig að það fór enginn fram í lúkarinn því að við vissum að þar myndi lokast eins og skot vegna klaka. Kokkurinn varð að koma aftur í líka.“

„Hann tók strákinn með sér og það segir náttúrulega allt um það hversu vel leit út með veður. Hann hefði aldrei tekið barnið með ef hann hefði grunað að það yrði bræla eða kaldi.“

Misstu allt samband við land

Bragi heldur áfram frásögn sinni: „Svo við vorum bara allir þarna í stýrishúsinu. Ég man ekki hvað við vorum lengi í land. Ég hugsa að klukkan hafi verið orðin átta eða fyrr um morguninn þegar við leggjum af stað í land. En ísingin verður strax og loftnetin sem voru á milli mastranna á þessum bátum í þá daga voru farin þegar við vorum að byrja að leggja af stað í land. Þá vorum við líka búnir að missa allt samband við landið því við áttum alltaf að tilkynna okkur eftir veðurspá. Þannig að við vorum í rauninni týndir strax.“

Einungis fóru fjórir bátar á sjó frá Suðureyri þetta kvöld. Hinir þrír fóru mikið seinna en Gylfi og því voru þeir ekki byrjaðir að leggja þegar fréttirnar bárust af slæmu veðri. „Þeir komust við illan leik heim. Þetta voru 80 tonna bátar, við vorum bara á 35 tonna kopp og í mikið verri stöðu. Svo það var ekki séns annað en að reyna að slá undan. Veðrið var dálítið mikið svona aftan á en við reyndum samt að komast aðeins nærri landi. Svona í stuttu máli þá komumst við inn á Patreksfjörð. Þá vorum við löngu áður orðnir svo svakalega yfirísaðir að ég hef aldrei skilið það af hverju báturinn var ekki löngu farinn á hliðina.“

Bragi útskýrir að þegar svona mikill klaki myndast þá þyngist báturinn og jafnvægispunkturinn færist. „Það verður svo mikill yfirballans á bátnum þegar allur klakinn kemur. Það er vandamálið. Meira að segja togurum hefur hvolft. Þá fara þeir á hliðina og komast ekki upp aftur.“

„Við skárum á og hirtum uppihöldin á fimm bala fresti. Á meðan við vorum að þessu þá settum við allt, beitta bala og tóma bala niður í lest. Belgi og allt lauslegt, til að hafa ekki neitt upp á dekki því það var svo mikil ísingin.“

„Það voru björgunarhringir utan á stýrishúsinu og þeir voru á kafi í klaka og hefði ekki komið að gagni fyrir fimmeyring,“ segir Bragi um ástandið 9. apríl 1963. Mynd/ Bragi Ólafsson

Togarar

Gylfa EA 628 var skilað hafði spíss brotnað og svartur mökkur kom upp úr bátnum. „Ég útskýrði það nú þannig að þetta hefði verið kveðjan til okkar eftir meðferðina um veturinn því báturinn hafði lent í ýmsum hremmingum,“ segir Bragi. Mynd: Halldór Bernódusson

Ekkert matast eða drukkið í meira en sólarhring Þegar Bragi er spurður hvenær þeir hafi loksins náð í land þá segist hann telja að klukkan hafi verið í kringum fimm um daginn. „Ég get giskað á það. Ég man samt að við vorum fimm klukkutíma að berja ísinn til að komast niður í lúkar og gera bátinn sjófæran. Um leið og við komum í land hljóp skipstjórinn til mágs síns og hringdi heim á Suðureyri til að láta vita að við værum nú lifandi. Þannig að það var nú gott.

Svo kom hann nú um borð aftur og hjálpaði okkur og kokkurinn líka þrátt fyrir að vera orðinn sextugur.“ Á móti þeim tóku Grétar Páll Guðfinnsson og eiginkona hans Jóna Sörladóttir en hún var einmitt dóttir kokksins á Gylfa, Sörla Ágústssonar. Hann var einnig tengdafaðir Ásgeirs Sölva Sölvasonar skipstjóra, sem var alltaf kallaður Geiri. „Þetta voru sómahjón,“ segir Bragi.  „Mér er svo minnisstætt þegar við komum heim til hans um kvöldið að þá fengum við bestu kjötsúpu og besta kvöldmat sem ég hef nokkurn tímann fengið. Því að þá vorum við náttúrulega ekki búnir að borða neitt eða drekka í meira en sólarhring – búnir að vinna þarna og vera þarna í vandræðum og svo að berja ísinn,“ segir hann.

„Svona í stuttu máli þá komumst við inn á Patreksfjörð. Þá vorum við löngu áður orðnir svo svakalega yfirísaðir að ég hef aldrei skilið það af hverju báturinn var ekki löngu farinn á hliðina.“

Man enn skelfingarsvipinn á barninu

Skipstjórinn var eins og áður segir með son sinn um borð þessa ferð og rifjar Bragi upp þegar hann sá drenginn um morguninn áður en

ísaði fyrir alla glugga. „Ég man ennþá skelfingarsvipinn á barninu þegar hann sá bárurnar sem voru ekkert litlar. Það er það eina sem hann man sjálfur löngu síðar. Hann var hræddur og hann var sjóveikur.“ Bragi telur að barnið hafi gert sér að einhverju leyti grein fyrir hættunni þar sem það sem bar fyrir sjónir hafi verið svakalegt. Hann segir að þeir hafi reyndar allir gert sér grein fyrir hættunni.

„Við vorum bara fegnir að komast í land því að við komumst í raun ekki út til að berja ís. Á þessum árum voru allir með ísaxir og ískylfur um borð. Þannig að við vorum ágætlega útbúnir ef við gátum verið á dekkinu. Á landleiðinni, þegar við vorum búnir að keyra í svona þrjá tíma, þá var stýrishúsið allt orðið klakað. Við höfðum bara einn glugga opinn og við vorum með kústskaft inn í bátnum og við gátum alltaf kíkt út og búið til smá gat. En klakinn var orðinn mjög þykkur á stýrishúsinu við gátum bara séð svona smá geira og ekkert til hliðar. Annað slagið sáum við til lands. Þessi bátur var ekki með nein siglingartæki nema bara dýptarmæli og kompás. Það var enginn radar eða GPS eða eitthvað svoleiðis.“ Hann bendir á að á þessum árum hafi lítið verið um siglingatæki og þess vegna hafi dýptarmælirinn verið gríðarlega mikilvægur og komið í góðar þarfir. „Þá voru menn búnir að átta sig svo vel á dýpinu, búnir að læra þetta, þannig að það hjálpaði mikið til. Það var náttúrulega yfirleitt ekkert skyggni.“

„Mér er svo minnisstætt þegar við komum heim til hans um kvöldið að þá fengum við bestu kjötsúpu og besta kvöldmat sem ég hef nokkurn tímann fengið. Því að þá vorum við náttúrulega ekki búnir að borða neitt eða drekka í meira en sólarhring.“

Þegar

Kuldinn verstur

Þegar talið berst að öryggisbúnaði og -stöðlum þá segir Bragi að bátarnir séu í sjálfu sér mikið öruggari í dag en þeir voru í þá daga. „Veðráttan er líka mikið betri, hvað sem hver segir. Sérstaklega hvað varðar kuldann. Það var það versta. Því að bátar þola ekki þessa yfirþyngd. Þá fara þeir bara á hliðina. Ballansinn dugar ekki.“

„Ég man ennþá skelfingarsvipinn á barninu þegar hann sá bárurnar sem voru ekkert litlar.“

Hann bendir á að margir bátar hafi farist á þessum árum fyrir vestan og mikill mannskaði hlotist. Telur hann að eftir að farið var að byggja yfir bátana að aftanverðu og rýminu lokað hafi sjórinn ekki haft sama aðgengi og áður í vondum veðrum. „Ég vil segja að eftir að þetta var komið á alla báta þá hættu þeir að fara á hliðina. Togarar margir hverjir sem hurfu út af ísingu á þessum árum voru opnir aftur úr – þannig að þeir höfðu ekki þennan lyftikraft af hálfu skipinu til að vega á móti þyngdinni.“

Einnig komu til sögunnar sérstakir sjógallar fyrir nokkrum áratugum sem verja sjómenn fyrir kulda ef þeir falla útbyrðis. „Þessir gallar voru náttúrulega ekki til árið 1963. Það voru björgunarhringir utan á stýrishúsinu og þeir voru á kafi í klaka og hefði ekki komið að gagni fyrir fimmeyring. Það hefði ekki breytt neinu. Við þurftum bara að komast af bátnum í land.“

Veðurspáin brást algjörlega Ekkert hafði gefið til kynna dagana áður hvað koma skyldi. „Veðrið skall á bara einn, tveir og þrír. Úr logni í ofsastorm,“ segir Bragi og bætir því við að Veðurstofan hefði engar upplýsingar haft um hvað væri framundan. „Veðurspáin kvöldið áður var bara logn og blíða.“ Hann telur að í sjálfu sér hafi veðurofsinn ekki verið verstur heldur ísingin. „Hún var svo hættuleg. Það var frost og magnast þetta allt. Það sem verra var að sjórinn var svo kaldur. Þess vegna var ísingin svona mikil,“ bendir hann á.

„Á landleiðinni, þegar

við

vorum búnir

að keyra í

svona

þrjá tíma, þá var stýrishúsið allt orðið klakað. Við höfðum bara einn glugga opinn og við vorum með kústskaft inn í bátnum og við gátum alltaf kíkt út og búið til smá gat.“

Þegar komið var í land var ekki mikið að frétta af afdrifum annarra báta. „Við heyrðum það bara eftir á. Það var í fréttunum daginn eftir, þá vorum við búnir að koma upp loftneti og gátum farið að hlusta.“ Tveimur sólarhringum seinna fóru þeir aftur heim en þá var komið gott veður.

Hvernig sat þessi reynsla í þér eftir á?

Bragi segir að þannig séð hafi þessi dagur ekki setið í honum. „Þetta varð bara að minningu. Maður er bara þakklátur að hafa sloppið út úr þessu. En ég held nú að þarna hafi ég komist í mesta lífsháska ævinnar.“ Hann lýsir því að næstu fjögur ár hafi verið mikil ísár en þá var hann kominn á 200 tonna bát. „Þá lentum við oft í því að þurfa að berja ísinn en þá var alltaf farið í var. Við vorum með net í Breiðafirði og þurftum oft að berja ísinn af í vari undir Látrabjargi áður er haldið var til Suðureyrar. Algengt var að fara í var undir Kóp og svo Barða en einu sinni urðum við að fara inn á Önundarfjörð orðnir yfirísaðir þótt barið hafi af undir Barða. Þarna var 12 manna áhöfn en við gátum ekki barið af nema að fara í var inn á firði. Svona var þetta,“ segir hann að lokum.

„Maður er bara þakklátur að hafa sloppið út úr þessu. En ég held nú að þarna hafi ég komist í mesta lífsháska ævinnar.“

Ísing er gríðarlega hættuleg. Bragi segir að í frosti magnist hún þegar sjórinn er kaldur. Mynd: Kristján Einarsson

Saman stuðlum við að sjálfbæru samfélagi

COWI er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði, hönnunar og arkitektúrs. Við erum með sex starfsstöðvar víðsvegar um landið, auk starfsemi í yfir 35 löndum og telur samstarfsfólk okkar um 7.500 sérfræðinga.

Markmið okkar eru skýr: Við, ásamt viðskiptavinum okkar, stuðlum að sjálfbærum heimi og sköpum lausnir í sameiningu sem bæta lífsgæði fólks og komandi kynslóða.

Nánar á www.cowi.is

Lítið var um staðsetningartæki í bátunum á þessum tíma.

Kompásar voru jafnvel ekki alltaf réttir af. Mynd: Pexels.

Eitt mannskæðasta páskahret á Íslandi enn í manna minnum

Blíðskaparveður var aðfaranótt þriðjudagsins 9. apríl í dymbilviku árið 1963 og mátti sjá bátana speglast í lygnum sjónum þegar þeir reru út á haf til fiskjar. Heyra mátti saumnál detta, svo mild var tíðin. Þetta átti þó skyndilega eftir að breytast – svo skyndilega að enginn var viðbúinn því sem koma skyldi.

Nú eru 62 ár liðin frá einu frægasta páskahreti Íslandssögunnar. Illviðri skall skyndilega á eftir miðjan dag í dymbilviku, 9. apríl 1963, með hörkufrosti og stormi eftir óvenju milda tíð. Miklir mannskaðar urðu í hretinu en 18 menn fórust á sjó og fádæma skemmdir urðu á gróðri. Á meðal þeirra sem létu lífið voru 16 íslenskir sjómenn, langflestir frá Dalvík og Akureyri.

Meðal þeirra skipa sem fórust var frægt aflaskip, Súlan frá Akureyri, sem fékk á sig brotsjó við Garðskaga. Sex mönnum var bjargað um borð í Sigurkarfa frá Ytri-Njarðvík en fimm fórust. Sjö menn fórust af tveimur bátum frá Dalvík, tveir af báti frá Þórshöfn og tveir af báti frá Siglufirði. Allir þessir bátar voru norðan við land. Með þessum íslensku skipum misstu 19 ung börn þar feður sína en alls áttu þessir sjómenn 22 börn. Tveir menn af þýskum togara fórust einnig.

Fjárskaðar urðu vestan- og norðanlands. Bátur sökk í Vopnafjarðarhöfn en mikið brim var á þeim slóðum. Rúður brotnuðu í húsum á Hvallátrum, þak tók af fjárhúsum í Breiðuvík og hús í Hænuvík löskuðust nokkuð. Miklir skaðar urðu á sunnanverðu Snæfellsnesi, þök tók af útihúsum á Bláfeldi, Lýsuhóli, Kálfavöllum, Hraunsmúla, Hofgörðum og Hólakoti og af íbúðarhúsi á Hóli. Bíll fauk út af veginum við Bláfeld og steinsteypt sæluhús fauk í Hafursey á Mýrdalssandi. Á páskadaginn tók þak af hálfum fjárhúsum á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi.

Sjóskaðar algengir um páskaleytið fyrr á árum

Flestir Íslendingar kannast við að hafa upplifað páskahret en veðurfræðingurinn Tryggvi Jónsson ritar á vef Veðurstofunnar að erfitt geti verið að skilgreina fyrirbærið. Hann skrifar í pistli að hitinn ráði ekki einn og sér heldur fari það einnig eftir tíðinni á undan hvort páskarnir skeri sig úr.

„Nú á dögum skiptir færð um páskana meira máli en áður. Veður sem hefðu talist vera lítilsháttar hríðarbyljir fyrr á tímum geta nú valdið meiriháttar samgönguröskunum, einmitt þegar flestir vilja vera á ferðinni. Vertíð á sjó var í fullum gangi um páskaleytið og fyrr á árum voru miklir sjóskaðar algengir,“ skrifar hann.

Þá kemur fram hjá Tryggva að hretin séu langoftast samfara miklum norðan- eða norðaustanstormum. Mörg þeirra hafi skollið mjög skyndilega á en önnur byggðust upp á lengri tíma. Í fáeinum tilvikum var um slæm vestan illviðri að ræða.

Skiljanlega var mikið fjallað um páskahretið og afleiðingar þess í blöðum þess tíma enda afleiðingarnar miklar. Mynd: Tímarit.is

Veður á Íslandi oftast fremur óstöðugt Á síðari hluta nítjándu aldar urðu 16 páskahret en 22 á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Á seinni hluta tuttugustu aldar urðu 14 páskahret en engin hafa orðið nú á 21. öld. Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, samkvæmt veðurfræðingnum en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu.

„Geri ekki hret um páskana sjálfa eða á bænadögunum eru hret, sem verða á öðrum dögum frá pálmasunnudegi til sunnudags eftir páska, oftast kölluð páskahretið.“ Tryggvi Jónsson veðurfræðingur.

Tryggvi greinir frá því í grein á Vísindavefnum að þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju sé hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. „Af umræðu síðustu áratuga er greinilegt að veðuratburðir á nokkuð víðu tímabili hvers árs geta orðið að páskahreti í umræðunni. Geri ekki hret um páskana sjálfa eða á bænadögunum eru hret, sem verða á öðrum dögum frá pálmasunnudegi til sunnudags eftir páska, oftast kölluð páskahretið. Þetta þýðir að páskunum fylgir hálfs mánaðar gluggi hretamöguleika,“ skrifar hann.  Eins og Íslendingar vita getur veður hér á landi verið oftast fremur óstöðugt, það skiptast á norðlægar áttir með kulda og suðlægar með hlýindum. Oftast gerir nokkuð snarpa norðanátt einhvern tíma á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum, en það gerir það líka á öðrum hálfum mánuðum á vorin. Á fyrri tíð voru vorhretin gjarnan talin fimm til sjö og páskahretið eitt þeirra. Ekki skiluðu öll hretin sér á hverju ári, samkvæmt Tryggva.

Maímánuður 1963 einnig óvenju hryssingslegur

Dagana fyrir hretið þessa örlagaríku viku árið 1963 var mikil hæð í námunda við landið, veðrahvörfin voru þá bæði há og köld. Frost var þar í kringum -65 stig. Aðfaranótt hins 9. apríl gekk snarpt hálofta lægðardrag til suðausturs yfir Grænland. Þá ruddist heimskautaloft suður með strönd NA-Grænlands og féll yfir Ísland um miðjan dag. Veðrið skall á skömmu fyrir hádegi nyrst á Vestfjörðum og í útsveitum á Norðurlandi og fyrir kvöld um land allt.  Hæð veðrahvarfa yfir Keflavík féll um að minnsta kosti 5 kílómetra. Ofan veðrahvarfanna dregst loft niður og hlýnar. Fyrir hretið var -65 stiga frost í 12 km hæð, en meðan hretið stóð var nú frost í sömu hæð minna en -45 stig. Öflug lægðardrög sem fara suðaustur um Grænland breytast undantekningalítið í lokaðar lægðir í háloftunum. Hér varð

háloftalægð til fyrir suðaustan land þann 10. apríl. Hún dró um síðir hlýrra loft úr austri suður yfir landið og má sjá það gerast í kringum hádegi þann 11. apríl. Þá fór aftur að hlýna hér á landi eftir óvenju mikinn aprílkulda. Hretið stóð þó mun lengur og maímánuður var óvenju hryssingslegur.

Fjöldi annarra báta áttu í erfiðleikum

Greint var frá atburðunum í fréttum þess tíma. Í Morgunblaðinu 10. apríl 1963 var skrifað: „Í gærmorgun skall skyndilega á óveður yfir

Norðurland og í veðrinu urðu mannskaðar. Trillubáturinn Valur E 110 frá Dalvík sökk og fórust tveir menn og saknað er 9 smálesta Dalvíkurbáts, Hafþórs EA 102 með 5 mönnum. Þá sukku tvær trillur frá Dalvík, en mannbjörg varð. Einnig er saknað tveggja trillubáta frá Þórshöfn með 4 mönnum og var verið að leita þeirra í gærkvöldi. Fjöldi annarra báta áttu í erfiðleikum með að ná til hafnar, og í gærkvöldi lágu víða bátar í vari eða stórir bátar með minni báta í togi. Úti fyrir Skagaströnd lónuðu tveir Hólmavíkurbátar, sem ekki treystu sér inn.“

„Óveður þetta kom frá Norður-Grænlandi og var ekki búizt við því fyrr en degi síðar. Svo skyndilega skall það yfir, að klukkan 9 um morguninn var blíðskaparveður um land allt, lygnt og gott, en 3 tímum síðar var hríðarveggurinn kominn suður yfir Vestfirði.“ Morgunblaðið 10. apríl 1963.

Á myndinni má sjá minningarstein sem Haukur Sigvaldason útbjó og tók úr hafnargarðinum á Dalvík á sínum tíma. Jón Adólf Steinólfsson klappaði í hendur sem snertast hinu meginn á steininn. Steininn er staðsettur þar sem áður fyrr var bryggja og þeir sem fórust gengu sín hinstu spor til báta sinna. Ljósmynd/ Haukur Sigvaldason

Sjómenn lýstu reynslu sinni í fjölmiðlum dagana á eftir. Mynd: Tímarit.is

Þá var veður tíðrætt: „Óveður þetta kom frá Norður-Grænlandi og var ekki búizt við því fyrr en degi síðar. Svo skyndilega skall það yfir, að klukkan 9 um morguninn var blíðskaparveður um land allt, lygnt og gott, en 3 tímum síðar var hríðarveggurinn kominn suður yfir Vestfirði. Fór veðurhæðin allt upp í 11 vindstig og frost niður í 11 stig á Vestfjörðum. Fylgdi dimmur hríðarbylur og mikill snjór.“

Gat ekki látið vita af sér

Þá kom fram í sama blaði að hvesst hefði úr logni á 10 mínútum. „Veðrið kom suður yfir Breiðafjörð um 1 leytið í gær. Ekki er vitað til að neinir bátskaðar hafi orðið á Suðvesturlandi, en ýmsir smábátar áttu þó í erfiðleikum í veðrinu, og var óttast um suma þeirra fram eftir degi. Eina trillu vantaði af Akranesi, en hún kom til Reykjavíkur um kl. 5. Mummi frá Sandgerði bilaði við Eldey og fór Óðinn honum til hjálpar og var með hann í eftirdragi í gærkvöldi. Bátar af Hellissandi og Ólafsvík komu flestir inn snemma. Trillubáturinn Sætindur frá Sandi hitti bátinn Sæborgu, sem tók trilluna aftan í og lá með hana sunnan undir Svörtuloftum í gær, en komst ekki inn. Farið var að óttast um Kristleif frá Ólafsvík, sem er trilla. Fóru bátar út að leita að henni og eins var landhelgisflugvélin Sif farin að svipast um eftir henni, þegar hún kom inn af sjálfsdáðum um 6 leytið. Þá var snarvitlaust veður, en engin snjókoma norðan við Snæfellsnesið. Fréttaritari blaðsins átti tal við Steindór Arason á Kristleifi. Hann sagði að þeir

hefðu verið staddir 14 sjómílur NA af Rifjum, þegar veðrið skall á og hefði hvesst úr logni á 10 mínútum. Var eins og hendi væri veifað þarna úti. Átti hann þá 4 balla ódregna af línu. En þeir náðu línunni og komu að landi með 3 lestir af fiski. Á bátnum, sem er 9 lestir að stærð, eru tveir menn. Segist Steindór hvað eftir annað hafa beðið landssímann um talstöð og hefur ekki fengið hana enn. Gat hann því ekki látið vita af sér.“

„Ég var stakklaus við dráttinn, og báturinn hreyfðist ekki. Svo rauk hann allt í einu upp í þetta sjóðvitlausa veður, eins og hleypt væri af byssu.“ Björn Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið 10. apríl 1963.

Stakklaus við dráttinn og dýptarmælir bilaður Blöðin héldu áfram að fjalla um páskahretið næstu daga. Þann 11. apríl 1963 kom fram í Morgunblaðinu: „Anna frá Ólafsfirði, 20 lestir að stærð, kom til Akureyrar snemma í morgun. Fréttamaður Mbl. náði tali af Birni Gunnarssyni, vélstjóra, um borð í bátnum, en skipstjórinn, Guðmundur Ólafsson, var þá í landi. Birni sagðist svo frá: „Við vorum að draga línuna norðaustur af Grímsey um hádegisbilið í gær í mesta blíðskapar veðri. Ég var stakklaus við dráttinn, og báturinn hreyfðist ekki. Svo rauk

Trilluútgerð var stór þáttur í daglegu lífi á Dalvík. Mynd: Skjáskot úr heimildarmyndinni Brotið. Heiðursskjal vegna björgunar á fjórum sjómönnum frá Dalvík. Mynd/ Haukur Sigvaldason

hann allt í einu upp í þetta sjóðvitlausa veður, eins og hleypt væri af byssu. Þá vorum við hálfnaðir við að draga, en lukum þó við það. Við snerum heimleiðis um kl. hálf eitt, og var þá komin grenjandi stórhríð og haugasjór. Dýptarmælirinn var bilaður, svo að við gátum ekki áttað okkur á dýpinu.“

„Þar

var setið – eða gengið á milli skúra og alltaf var einhver í skúrunum. Alltaf var eitthvað að gerast. Þarna sátu karlarnir fram á kvöld og ræddu málin.“ Guðlaugur Arason viðmælandi í heimildarmyndinni Brotið.

Björn hélt áfram: „Við reyndum að lóða með færum, en það gekk ekkert; þau flutu eitthvað út í sjó. Það ruglaði okkur líka, að við fórum alltaf minnstu ferð, en vorum þó bara þrjá og hálfan tíma til lands. Höfum við venjulega verið fjóra tíma á fullri keyrslu. Kl. fjögur töldum við okkur komna upp undir Fossdalinn, suðaustan við Siglunes, en vorum þó ekki vissir og lónuðum þarna fram og aftur í fjóra til fimm tíma, Þá rofaði snöggvast til, og við sáum í land, þekktum Reyðará og Hvanndalina og vissum, að við vorum komnir upp undir Landsendana austan við Héðinsfjörð. Þetta bjargaði okkur. Vb. Guðbjörg frá Ólafsfirði kom til okkar skömmu seinna, og urðum við henni samferða inn fyrir Hrísey, en síðan vb. Snæfellinu hingað til Akureyrar. Ekkert varð að á bátnum, og við fengum aldrei á okkur sjó.“

Lítið um staðsetningartæki – hyggjuvitið notað í staðinn Í heimildarmyndinni Brotið frá árinu 2016 eftir Hauk Sigvaldason, Maríu Jónsdóttur og Stefán Loftsson eru atburðirnir rifjaðir upp og meðal annars er fjallað um afleiðingar sjóskaðans á samfélagið í Dalvík. Þaðan fórust sjö menn í blóma lífs síns.

Talað var við menn í myndinni sem lifðu atburðinn og náðu þeir að fanga vel stemninguna í kringum sjómennskuna á þessum árum.  „Stór þáttur í daglegu lífi var þessi trilluútgerð í bænum, sko. Það voru kannski 10 til 15 trillur sem voru í atvinnugangi, sérstaklega á haustin og á sumrin auðvitað,“ sagði Gunnar Arason sjómaður. Róið hafði verið á hverjum einasta degi ef það veður var til. Anton Angantýsson benti á að Dalvík hefði verið bær sem byggði allt á sjávarfangi og hefði lengi gert. „Ýmislegt hefur nú gerst þarna í gegnum tíðina.“

„Það var svo bjart og þögult að það spegluðust ljósin af bátunum í sjónum. Það var sem sagt eins og spegill, lognið var svo mikið. En það varð nú öðruvísi daginn eftir.“ Halldór Gunnlaugsson viðmælandi í heimildarmyndinni Brotið.

Guðlaugur Arason sagði að þessi heimur væri horfinn núna. „Þessi trilluútgerð í þeirri mynd sem var í gamla daga. En þetta var samfélag í samfélaginu. En þeir voru ófáir sem laumuðust út þegar húsmóðirin var að taka af borðinu og það átti að fara að vaska upp. Þá hvarf húsbóndinn og labbaði inn í skúr. Þar var setið – eða gengið á milli skúra

Allra veðra er von á Íslandi, það vita sjómenn mætavel. Mynd: Pexels.

Veðurathuganakort frá klukkan 18 þann 9. apríl 1963. Rúmir 25 m/s voru í Grímsey, Æðey, Stykkishólmi og á Hvallátrum. Á Vestfjörðum var frostið komið −10 til −11 gráður en á SA-landi var enn þá 6 til 8 stiga hiti. Mynd: Veðurstofa Íslands

og alltaf var einhver í skúrunum. Alltaf var eitthvað að gerast. Þarna sátu karlarnir fram á kvöld og ræddu málin. Í skúrunum lærði ég ýmsa speki.“ Fram kemur í heimildarmyndinni að lítið hafi verið um staðsetningartæki á þessum árum í bátum og sjaldan hafi kompásar verið réttir af. Hyggjuvitið hafi stjórnað aðallega á þessum árum.

Eftir tíu til fimmtán mínútur kom veggurinn

Viðmælendur lýstu mánudagskvöldinu á undan með greinargóðum hætti þar sem veðurspáin var glimrandi góð, suðvestan gola og blíðviðri. Bátarnir voru þá hver af öðrum á leið á miðin. „Veðrið var svo tært og blítt og mikið logn að þegar við vorum komnir hérna inn með ströndinni þá sáum við smábátana vera að fara út til veiða og það var svo bjart og þögult að það spegluðust ljósin af bátunum í sjónum. Það var sem sagt eins og spegill, lognið var svo mikið. En það varð nú öðruvísi daginn eftir,“ sagði Halldór Gunnlaugsson. Sjómennirnir sögðu frá upplifun sinni dagana á undan en þegar kom á þessum óvæntu veðurskilum þá sögðu sumir að þeir hefðu jafnvel ekki haft tíma til að klæða sig í hlýrri föt þegar veðrið skall á – svo skyndilega breyttust aðstæður.

„Maður

sá svona vindhviðu yfir sjóinn og svo logn aftur. Svo bara eftir 10 til 15 mínútur þá bara kom veggurinn.“

Gunnar Arason viðmælandi í heimildarmyndinni Brotið.

Þeir byrjuðu að draga um morguninn í blíðu framan að. „Svo fer maður að sjá svona smá vindkisur, sem maður kallaði, á sjónum svona aðeins. Þetta var nú sáralítið og stuttu seinna sá maður dálítið dökkan bakka í

norðrinu og fór að heyra einhvern veðurhvin,“ sagði Stefán Hermannsson. Gunnar Arason lýsti þessu þannig: „Maður sá svona vindhviðu yfir sjóinn og svo logn aftur. Svo bara eftir 10 til 15 mínútur þá bara kom veggurinn.“

Þeir lýstu margir hverjir hvernig þeir komust við illan leik í land eftir margra klukkustunda barning.

„Þetta er eitthvað sem gleymist aldrei“ Afleiðingar sjóskaðans voru miklar fyrir lítið samfélag eins og Dalvík en þarna urðu konur ekkjur og börn föðurlaus. Allir voru harmi slegnir því þetta tengdist auðvitað mörgum fjölskyldum og í litlu samfélagi snertir þetta alla á staðnum. Bergljót Loftsdóttir ekkja Sigvalda Stefánssonar sagði í heimildarmyndinni að læknir hefði komið til hennar eftir að ljóst var að eiginmaður hefði farist og spurt hana hvort hún vildi ekki sprautu til að jafna sig. Hún neitaði því boði og sagði að hún vildi vera vakandi svo hún gæti hugsað um börnin.

„Það er ekki fyrr en seinna sem maður fer að hugsa hvað þetta raunverulega þýddi fyrir okkur, fyrir fjölskylduna og fyrir alla hina.“ Hermann Tómasson viðmælandi í heimildarmyndinni Brotið.

Hermann Tómasson, sonur Tómasar Péturssonar sem fórst þennan dag, rifjaði upp minningar og minningabrot sem hann átti af föður sínum. „Þegar slysið verður er ég bara barnungur. Ég er tæplega fjögurra ára og þar af leiðandi sér maður náttúrulega á þeim tíma þetta bara með augum fjögurra ára barns og áttar sig auðvitað ekki á alvarleika

málsins – hvað raunverulega hefur gerst. Það er ekki fyrr en seinna sem maður fer að hugsa hvað þetta raunverulega þýddi fyrir okkur, fyrir fjölskylduna og fyrir alla hina.“ Hann sagði að á tímabili hefði hann upplifað það þannig að þessi atburður hefði jafnvel ekki gerst. Möguleiki væri á að faðir hans væri einhvers staðar á lífi en hann fannst aldrei. Sú litla von um að faðir hans myndi birtast einn daginn bjó með honum í nokkur ár á eftir.

„Það væri eins og það væri dimmt ský yfir Dalvíkinga. Það var svo mikil sorgin,“ sagði Friðbjörg Jóhannsdóttir sem missti föður sinn Jóhann Helgason. „Þetta er mér minnisstæðast, það eru ljósin austur á sandinum á bílunum. Af öllum bílunum sem lýstu upp fjöruna til að leita.“

Dagana á eftir leitaði fólk í fjörunni til að athuga hvort einhvern hefði rekið á land. „Ég man að þetta var ógurlega mikill kvíði í öllu. Þetta er eitthvað sem gleymist aldrei.“

Heimildir:

Vísindavefurinn: Tryggvi Jónsson. Eru óveður algeng um páska (páskahret)? Birt 18. mars 2008.

Veðurstofa Íslands: Tryggvi Jónsson. Helstu páskahret. Birt 24. mars 2010.

Timarit.is: Morgunblaðið. 10. apríl og 11. apríl 1963.

Brotið. Heimildarmynd eftir Hauk Sigvaldason, Maríu Jónsdóttur og Stefán Loftsson. Frumsýnd 2016.

Hret eftir miðjan mars sérstaklega eftirminnileg

Við höfum tilhneigingu til leita eftir mynstrum og er veður og veðurspá engin undantekning, sérstaklega þegar margir eiga allt sitt undir. Tryggvi Jónsson veðurfræðingur greinir frá þessu í pistli á Vísindavefnum. Hann greinir frá því að þegar litið sé á vetrarveðurlag á Íslandi til langs tíma komi í ljós að það skiptast á nokkur tímabil, ekki öll jafnljós. „Tímabil sunnan- og vestanveðra stendur til dæmis frá því fyrir jól og fram undir miðjan mars og nær hámarki um miðjan febrúar. Tíðni norðanveðra er flatari, tíðnin vex mjög á haustin, en síðan er hún svipuð fram í febrúarlok, en fellur ekki jafnhratt á vorin og tíðni sunnanog vestanveðranna. Þó heildartíðni allra gerða af ofviðrum falli mjög hratt eftir 10. mars og fram á sumar fellur tíðni norðanáttanna hægar en annarra veðra. Illviðri sem gerir á þeim tíma er því líklegra til að vera kaldur norðanbylur en tiltölulega hlý sunnan- eða vestanátt. Hretin á þessum árstíma verða því sérstaklega áberandi í hugum manna.“

Hann bendir á að páskahret í hálfsmánaðarglugganum séu því algeng, en það sé ekki oft sem þau valdi verulegu tjóni eða samgöngutruflunum. „Á síðustu 50 árum hefur það þó gerst nokkrum sinnum. Þrjú páskahret skera sig nokkuð úr á því tímabili og eru verri en önnur. Það eru hretin 1963, 1967 og 1996. Af eldri hretum má nefna 1917 en það minnti mjög á illviðrið 1963.“

Þrátt fyrir leit að sambandi tunglstöðu og illviðra hefur það ekki fundist, að sögn Tryggva. „Þó finna megi eitthvað sem virðist gefa til kynna slíkt samband, sé aðeins litið á stutt tímabil, hverfa reglur ef tímabilið er lengt. Á tímabilinu 1950 til 1975 virtust illviðri vera tíðust í kringum 8. dag tunglsins (1. kvartil) og við fullt tungl, en þegar tímabilinu 1920 til 1950 var bætt við hvarf reglan. Fyrir nokkrum árum var ámóta könnun gerð á sambandi tunglstöðu og vindhraða en þær reglur, sem við fyrstu sýn virtust vera fyrir hendi, hurfu allar þegar önnur tímabil eða lengri voru athuguð.“

Páskahret eru langoftast samfara miklum norðan- eða norðaustan stormum. Mörg þeirra hafa skollið mjög skyndilega á en önnur byggst upp á lengri tíma. Mynd: Maya Schedrina/Pixabey.

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Menntun, tækni og framtíð, krafturinn í samfélaginu okkar

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, þar sem hugvitið, handverkið og framtíðin mætast

Helga Kristín Kolbeins, skólameistari og Thelma B. Gísladóttir, aðstoðarskólameistari.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur í meira en fjóra áratugi verið burðarás í samfélagi Eyjanna, menntasetur sem sameinar hefð og nýsköpun, staðbundið stolt og alþjóðlega sýn. Á sama tíma og sjávarútvegur og iðnaður taka stöðugum breytingum hefur skólinn brugðist hratt við, með nýjum námsleiðum, endurnýjuðum búnaði og kennsluháttum sem tryggja að nemendur fái raunveruleg tækifæri til náms í heimabyggð.

Markmiðið er einfalt en stórt, að skapa menntun sem nýtist, eflir samfélagið og byggir á ábyrgð, þekkingu og sjálfbærni.

Tækifæri felast í að stunda nám

Heimsmyndin breytist hratt. Sjálfvirknivæðing, gervigreind, orkuskipti og ný tækni hafa þegar breytt störfum og starfsumhverfi í sjávarútvegi, iðnaði og þjónustu. Þessi þróun skapar ný tækifæri en krefst líka nýrrar færni.

Það að mennta sig í dag snýst ekki aðeins um að undirbúa sig fyrir starf heldur að læra að laga sig að breytingum, þróa nýjar lausnir og

hugsa skapandi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum leggur áherslu á fjölbreyttar leiðir innan skólans sjálfs. Nemendur fá svigrúm til að vinna á sínum hraða, taka ábyrgð á eigin námi og nýta reynslu sína og styrkleika. Einstaklingar með starfsreynslu geta farið í raunfærnimat og stytt þannig námstímann, sem hefur reynst afar vinsæl og skilvirk leið. Vélstjórnarnám, hefð, ný tækni og framtíð

Eitt af skýrustu dæmunum um þróun skólans er vélstjórnarbrautin. Formlegt nám í vélstjórn hófst í Vestmannaeyjum árið 1968, en saga fræðslunnar er eldri. Á fyrstu áratugum vélvæðingar í sjávarútvegi var mikil áskorun að koma á fræðslu um vélar. Það skorti bæði búnað, aðstöðu og menntaða kennara. Fáir í landinu höfðu sérþekkingu í faginu, en frásagnir sýna hve dýrmætt það var þegar sjómenn fengu fyrstu fræðsluna um meðferð og umhirðu véla.

Á þessum árum voru haldin mótornámskeið Fiskifélagsins í Vestmannaeyjum. Þau skiptu sköpum fyrir marga sjómenn sem fengu þar sína fyrstu fræðslu á tímum þegar allt var að breytast í íslenskum sjávarútvegi. Námskeiðin voru bæði tímabær og nauðsynleg og lögðu grunn að aukinni fagþekkingu í Eyjum.

Nemendur vélstjórnarbrautar eru í vettvangsferð í náminu.

Í framhaldinu tók til starfa vélskóli í Eyjum sem efldi þessa uppbyggingu enn frekar. Þar var boðið upp á markvissa og reglubundna kennslu sem gegndi mikilvægu hlutverki í að styrkja fagmennsku í flotanum og bæta öryggi á sjó.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum byggir á sterkri og rótgróinni hefð fyrir vélfræðslu og verkmenntun í Eyjum og hefur þróað hana áfram í takt við breyttar þarfir samfélags og atvinnulífs Í dag fer vélstjórnarnám fram innan Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þar sem áratugalöng reynsla, uppsöfnuð þekking og stöðug þróun hafa skilað sér í einni bestu aðstöðu landsins fyrir nám í vélstjórn og málm- og véltækni.

Og nú erum við komin þangað að vélstjórnarbrautin er í fremstu röð. Tvö fullbúin vélarúm, með fjórgengis dísilvél og stórri tvígengis krosshausvél, gera nemendum kleift að þjálfa sig í raunsæju umhverfi sem líkist því sem bíður þeirra í starfi. Fjórar kennsluvélar og Yanmar M220vélin eru hjarta verklegrar kennslu þar sem nemendur leysa raunveruleg verkefni líkt og í vélarúmi skips. Í málm- og véltækniverkstæðinu hefur allt verið tekið í gegn. Suðutæki og mælitæki hafa verið endurnýjuð og tölvustýrð CNC-fræsivél og nýir rennibekkir komið til. Þannig blandast klassísk verkmenntun og stafræn tækni í eitt og nemendur fá hæfni sem nýtist bæði á sjó og landi. Í dag stunda rúmlega 30 einstaklingar vélstjórnarnám við skólann, sumir að hefja nýjan starfsferil og aðrir að bæta við sig þekkingu eða réttindum. Þessi fjölbreytti hópur skapar einstakt námssamfélag þar sem reynsla, forvitni og samvinna fléttast saman.

Viðurkenning fyrir framúrskarandi starf Nýverið hlaut Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi iðn- og verkmenntun. Í umsögn dómnefndar var sérstaklega bent á að skólinn hefði markað sér sterka stöðu í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Einnig var bent á að námsumhverfið í litlu samfélagi væri í fremstu röð á landsvísu, að námið væri einstaklingsmiðað, verkefnamiðað og nátengt atvinnulífinu og að verkefnin væru raunhæf og stigbundin og byggðu upp seiglu, rökhugsun og öryggisvitund. Þá var kennslan sögð til fyrirmyndar, með markvissri endurgjöf og einstaklingsbundinni leiðsögn. Samstarf við fyrirtæki væri hornsteinn námsins og áherslan á nýsköpun, sjálfbærni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði framtíðarsýn skólans. Þessi viðurkenning endurspeglar þá vinnu sem hefur átt sér stað í áratugi þar sem skólinn og samfélagið hafa sameinast um að byggja upp faglegt, öruggt og framtíðarhæft nám.

Samfélagið sem styrkir menntunina

Það sem gerir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum sérstakan er náin tenging við atvinnulífið. Fyrirtæki í Eyjum taka nemendum fagnandi og bjóða upp á vettvangsferðir, starfsnám og námsstyrki. Þetta samstarf

hefur sannað gildi sitt aftur og aftur, bæði fyrir fyrirtækin og nemendur. Þannig verður námið lifandi, raunverulegt og í beinum tengslum við störfin sem bíða að loknu námi.

Skólinn leggur jafnframt ríka áherslu á samheldni og góðan anda innan nemendahópsins. Nemendur læra ekki aðeins að vinna með vélar heldur einnig með fólki. Þeir þjálfast í að bera ábyrgð, í samskiptum og skipulagi, hæfni sem skiptir jafn miklu máli og tæknikunnáttan sjálf.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sjálfbærni er rauður þráður í öllu skólastarfi. Nemendur í vélstjórn læra um orkunýtingu, mengunarvarnir og hvernig hægt er að draga úr umhverfisáhrifum skipa og iðnaðar. Markmiðið er að mennta fagfólk sem ekki aðeins skilur tæknina heldur hugsar um áhrif hennar á náttúru, samfélag og framtíð.

Þannig speglar vélstjórnarnámið það sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum stendur fyrir, menntun sem byggir á þekkingu, ábyrgð og mannlegum gildum.

Framtíðin er sameiginlegt verkefni

Menntun er ekki einungis leið að starfi. Hún er leið að sterkara samfélagi. Með því að mennta okkur í Eyjum byggjum við upp framtíð sem hvílir á þekkingu, sköpun og samstöðu. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur sýnt að með litlum skóla, sterkri sýn og samheldnu samfélagi er hægt að ná miklum árangri.

Við í skólanum erum þakklát fyrir gott samstarf við fyrirtæki, nemendur og samfélagið allt og hlökkum til að halda áfram að efla tækni og menntun í þágu samfélagsins.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Tekið er á móti verðlaunum sem Framhaldsskóli Vestmannaeyja fékk. F.v. Matthías Harðarson, kennari. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari og Thelma B. Gísladóttir, aðstoðarskólameistari.

Aukaafurðir afsöltunar nýttar til sjálfbærari vinnslu í sjávarútvegi

Matís og Vinnslustöðin hafa unnið náið saman að verkefninu Sjávarsalt, þar sem rannsakað er nýtni aukaafurðar (pækill) úr búnaði sem framleiðir ferskvatn úr sjó.

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu.

Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til að tryggja ferskvatnsframboð í eyjum. Ein aukaafurð úr þessari vinnslu er pækill(brine) sem hingað til hefur ekki verið nýttur. Sjávar-

salt-verkefnið athugar hvort hægt sé að nýta þessa aukaafurð úr ferskvatnsframleiðslunni sem fyrsta þrep í saltfiskvinnslu, eða pæklun fisks. Í hefðbundinni aðferð er blandað ferskvatni og innfluttu salti. Með því að skipta yfir í að nota aukaafurð úr afsöltunarbúnaðinum í stað ferskvatns og innflutts salts í fyrsta þrepinu (pæklun) væri hægt að minnka notkun á innfluttu salti. Hluti verkefnisins var einnig að kanna hvort pækillinn hefði áhrif á gæði saltfisksins.

Megintilgangur verkefnisins er að auka nýtingu hráefna og endurnýtingu í fiskvinnslu og draga úr notkun á innfluttu salti. Ef vel tekst til gæti þetta orðið fyrirmynd fyrir nýja vinnslulínu og umhverfisvænni vinnubrögð í sjávarútvegi. Niðurstöður tilrauna lofa góðu og gæði fisksins breyttist ekki, framleiðsluferlið gæti því orðið bæði sjálfbærara og ódýrara.

yfir hátíðirnar

Traustur félagi

Skeljungur óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Skeljungur

yfir hátíðirnar

þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Skeljungur óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Skeljungur

þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

„Við komum að undirbúningi, hönnun og byggingarstjórnun á uppsjávarfrystihúsi

Eskju auk rafvæðingar fiskimjölsverksmiðjunnar sem er ein fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar við Norður-Atlantshaf.“

(Höfundur myndar: Gungör Tamzok.)

Styður sjávarútvegsfyrirtæki við að auka sjálfbærni

Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI og forveri þess hefur stutt sjávarútvegsfyrirtæki í landinu og tengt uppbyggingu sjávarútvegs síðastliðna áratugi. Dæmi um verkefni eru uppbygging uppsjávarfrystihúsa þar sem COWI kom að undirbúningi, hönnun og byggingarstjórn og uppbygging frystigeymslna þar sem COWI var annað hvort í hlutverki hönnuða eða umsjónaraðila framkvæmda. Stærstu verkefnin hafa meðal annars verið í fiskimjölsverksmiðjum, hrognavinnslum fyrir loðnuhrogn og hreinsistöðvum fyrir frystihús þar sem COWI kemur í mörgum tilfellum að sértækum hönnunarlausnum.

Forveri COWI á Íslandi er Mannvit en árið 2023 keypti COWI fyrirtækið. COWI er upphaflega dönsk ráðgjafaverkfræðistofa sem var stofnuð í Kaupmannahöfn árið 1930 og sérhæfir sig í dag í verkefnum tengdum verkfræði, arkitektúr, orku og umhverfi um allan heim. Frá 1963 hefur COWI á Íslandi þjónustað margs konar verkefni líkt og samgöngur, brýr og hafnir ásamt allri mannvirkjagerð, ýmiss konar umhverfismál, stóriðju og orkuvinnslu svo fátt eitt sé nefnt.

Til að auka sjálfbærni

Valgeir Kjartansson, verkefnastjóri hjá COWI, hefur starfað á starfsstöð COWI á Reyðarfirði síðastliðin 30 ár og hefur unnið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki um allt land. Hann hefur tekið eftir stakkaskiptum í umhverfismálum á þeim tíma sem hann hefur unnið við greinina, líkt og rafvæðingu í fiskimjölsverksmiðjum, bættri nýtingu hráefnis og hreinsun fráveituvatns.

„COWI

hefur verið í margs konar þjónustu við sjávarútveginn.“

„COWI hefur verið í margs konar þjónustu við sjávarútveginn,“ segir Valgeir. „Við höfum til dæmis komið að uppbyggingu nýrra gerða nótaverkstæða. Þau eru þannig búin að samhliða fer fram vinna við framleiðslu og viðgerðir á veiðarfærum. Í sama húsnæði er einnig innanhússgeymsla fyrir veiðarfæri og þjónustuaðstaða fyrir laxeldisnætur úr sjó. Við höfum líka komið að uppbyggingu uppsjávarfrystihúsa og frystigeymslna þar sem við vorum annað hvort í hlutverki hönnuða eða umsjónaraðila framkvæmda. Stærstu verkefnin okkar hafa verið í fiskimjölsverksmiðjum þar sem við komum í mörgum tilfellum að sértækum hönnunarlausnum vinnslubúnaðar. Einnig höfum við komið að uppbyggingu hrognavinnslna fyrir loðnuhrogn og hreinsistöðva fyrir frystihús. Það þarf að hafa í huga að

„Til að ná raunverulegum árangi er mikilvægt að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi fyrirtækja. COWI setur sér markmið í grænum umskiptum í rekstri en mestu áhrifin eru, og verða alltaf, í gegnum verkefnin.“ segir Gunnar Sverrir

stopp á vinnslu er dýrt ef vertíð er í gangi og því stundum mikilvægt að vinna verkefnin án þess að gera hlé á framleiðslu. Því er mikilvægt að hafa bæði þekkingu og reynslu til þess að láta allt ganga upp samtímis.“

„Stærstu verkefnin okkar hafa verið í fiskimjölsverksmiðjum þar sem við komum í mörgum tilfellum að sértækum hönnunarlausnum vinnslubúnaðar.“

Valgeir segir að þróunarvinna og stöðug framþróun í iðnaði sé vítamínsprauta fyrir samfélögin og þar liggi saman bæði fjárhagslegur ávinningur og sjálfbærni. „Ávinningurinn sem við viljum ná fram er auka verðmæti afurðarinnar. Við viljum aðstoða vinnslurnar við að fara betur með aflann, nýta betur afurðina og vinna ferskara hráefni til að fá betra afurðaverð fyrir viðskiptavininn. Okkur ber skylda til þess að nýta afurðina úr sjónum á sem bestan og sjálfbærastan hátt.“

260 á Íslandi með yfir 7500 manna bakland

Hjá COWI á Íslandi starfa 260 starfsmenn á sex starfsstöðvum um allt land. Á heimsvísu býr COWI yfir 7500 sérfræðingum á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Áform COWI er að auka starfsemi og umsvif sín á Íslandi með áherslu á styrkleika sína í innviðum, iðnaði, umhverfismálum og endurnýjanlegri orku.

COWI tekur að sér verkefni í flest öllu sem kemur að uppbyggingu í samfélaginu. Þar má meðal annars nefna byggingu nýs Landspítala, uppbyggingu og verkefnastjórn í Borgarlínunni, hönnun vega og hjólreiðastíga, ýmis verkefni tengd jarðhita- og vatnsaflsvirkjunum og landeldi.

„Því er mikilvægt að hafa bæði þekkingu og reynslu til þess að láta allt ganga upp samtímis.“

Gunnar Sverrir Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri COWI á Íslandi frá febrúar 2025. Hann hefur starfað hjá Mannviti frá árinu 1998 en fyrir

„Það þarf að hafa í huga að stopp á vinnslu er dýrt ef vertíð er í gangi og því stundum mikilvægt að vinna verkefnin án þess að gera hlé á framleiðslu. Því er mikilvægt að hafa bæði þekkingu og reynslu til þess að láta allt ganga upp samtímis.“ segir Valgeir Kjartansson.

Á miðju ári 2025 færðist öll starfsemi COWI á Íslandi inn í kerfi COWIsamstæðunnar og við það var alfarið farið að starfa eftir sameiginlegum kerfum og verklagi. „Það má því segja að við séum farin að starfa sem eitt fyrirtæki núna. Sameiningin við COWI býður upp á mun breiðara þjónustusvið hér á landi og er auðveldara að nálgast sértæka þekkingu til dæmis frá kollegum okkar í Skandinavíu, Bretlandi eða víðar inn í verkefnin hér heima. Á sama hátt opnast fyrir möguleika fyrir starfsfólk að vinna í spennandi verkefnum á erlendri grundu. Sterkt bakland veitir aukinn slagkraft og fjölbreyttari þekkingu til að vinna verkefni frá frumhugmynd til verkloka,“ segir Gunnar Sverrir.

„Til að ná raunverulegum árangi er mikilvægt að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi fyrirtækja.“

Sjálfbærni er kjarninn í starfsemi COWI og skilgreinir COWI hlutverk sitt, í sameiningu með viðskiptavinum sínum, að stuðla að sjálfbærum heimi þar sem fólk og samfélög fá að vaxa og dafna. Fyrirtækið er sífellt að vinna við að þróa og móta þjónustu og lausnir á sviði sjálfbærni. „Til að ná raunverulegum árangi er mikilvægt að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi fyrirtækja. COWI setur sér markmið í grænum umskiptum í rekstri en mestu áhrifin eru, og verða alltaf, í gegnum verkefnin þar sem þjónustuborðið er margþætt. Allt frá orkumálum, vistvænni byggingarefnum og vistvænni samgöngum til hringrásarhagkerfisins og bættri nýtingu auðlinda. Það er gríðarlega mikilvægt að hugsa hvernig við getum nýtt auðlindir sem best án þess að ganga á þolmörk jarðarinnar. Með réttu þekkingunni er hægt að lágmarka umhverfisáhrif verkefna og vinna að sjálfbærustu lausninni hverju sinni.“

„Með réttu þekkingunni er hægt að lágmarka umhverfisáhrif verkefna og vinna að sjálfbærustu lausninni hverju sinni.“

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu

þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík

Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is

SJÁVARAFL

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi

Fiskmarkaður Þórshafnar ehf.

Fiskmarkaður Þórshafnar ehf.

Alhliða þjónusta

Alhliða þjónusta

Löndun - Ís - Slæging - Gæðafrágangur

Sala og framboð á öllum fisktegundum

Kominn til þess að vera

Kominn til þess að vera

EYRAVEGI 16 - 680 ÞÓRSHÖFN SÍMI 899 7130 - 460 8109 FAX 460 8160 - fmth@hth.is

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Ríkharður sextándi, kokkurinn sem allt getur

Á skuttogaranum Bergey VE 44 sér listakokkurinn, listmálarinn, sjómaðurinn, afinn og félags málatröllið Ríkharður Zoëga Jón Stefánsson um matseldina handa áhöfninni og að eigin sögn leikur enginn vafi á því að hann ræður öllu um borð.

Rauð sósa og hráar kartöflur Rikki eins og hann er kallaður er með mörg járn í eldinum. Hann hefur verið til sjós í 48 ár og nánast alla tíð hjá, Berg-Huginn í Vestmannaeyjum sem nú er í eigu Síldarvinnslunnar. Rikka var strax hent í djúpu laugina. ,,Ég flutti til Vestmannaeyja 15 ára og hóf sjómannsferilinn 19 ára gamall, fyrst sem háseti en svo var mér fyrirvaralaust hent í eldhúsið,” segir Rikki sem svaf ekki nóttina áður en hann tók við sem kokkur. ,,Ég kunni ekkert í eldamennsku voru hráar kartöflur og rauð sósa í matinn til að byrja með. Svo þróaðist þetta og ég áttaði mig fljótt á því að ég þyrfti að vera skipulagður með plan A og B.”

Samvera og félagsskapur í lúkarnum ,,Það hafa orðið miklar breytingar á samverunni um borð. Áður tókum við bókakassa með okkur í túranna, lásum þær og spiluðum bridds. Í dag kann engin bridds og allir eru fastir í snjalltækjum. Ég er ekkert skárri og strákarnir gera grín að mér og gagnrýna skjánotkunina. Áður þekkti ég nöfn og afmælisdaga hjá börnum skipsfélaga minna en í dag veit ég varla hvað börnin heita,” segir Rikki og bendir á að margt hafi breyst varðandi aðbúnaði sjómanna þau 48 ár sem hann hefur verið á

Ríkharður Zoëga. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

sjó. Það hafi verið mikill munur á aðstöðunni í eldhúsinu, miðað eldhúsið í Bergey sem sé eins og á fyrsta flokks veitingastað.

,,Áður þurfti ég að kveikja á eldavélinni og stilla hitann á einn og hafa hann á allan túrinn. Hitinn var hækkaður í tvo þegar eldað var. Ég legg áherslu á að nýta fiskinn sem við veiðum, ásamt hollum og góðum réttum.”

Betri vinnuaðstaða og björgunarbúnaður

,,Með tilkomu nýrra skipa hefur starfsaðstaða sjómanna öll batnað,” segir Rikki sem alla tíð hefur tekið þátt í aðgerð á aflanum og netabætingu.

,,Ég hef tekið þátt í félagsstörfum sjómanna með það að markmiði að láta gott af mér leiða. Ég er varaformaður Sjómannafélagsins Jötuns og hef setið í tuttugu ár í Sjómannadagsráði Vestmannaeyja,”

,,Það munaði miklu þegar byrjað var að sprauta krapi í fiskikörin til að kæla aflann í stað þess að taka ís í landi sem þurfa svo að höggva niður þegar leið á túrinn. Þetta ásamt öðrum tæknilausnum hefur gert fiskinn betri og verðmætari sem skilar sér í hærri launum,“ segir Rikki og telur upp breytingar í öryggismálum sjómanna. Betri björgunarbúnaður, m.a. flotgallar, sjálfvirkur sleppibúnaður fyrir björgunarbáta, björgunarnet og líflínur. Einnig hafi Slysavarnaskóli sjómanna sannað gildi sitt. Allt þetta hafi stuðlað að því að alvarlegum slysum og banaslysum hafi fækkað mikið frá því að hann byrjaði til sjós.

Ríkidæmi, Ríkharðs Zoëga og konu hans Matthildar Einarsdóttur. Með þeim á myndinni eru dæturnar tvær, fjögur af sex barnabörnum og tveir tengdasynir. Ljósmynd/einkaeign

,, Um leið og við leggjumst að bryggju erum við lausir” ,,Mér finnst mesta framfaraskrefið þegar við sluppum við löndun á aflanum. Um leið og við erum lagstir að bryggju erum við lausir og löndunargengi taka við. Þetta eykur tímann sem við fáum með fjölskyldunni,” segir Rikki sem er giftur Matthildi Einarsdóttur og saman eiga þau dæturnar Fjólu Sif og Guðbjörgu Erlu auk sex barnabarna og tveggja tengdasona. Rikka veitir ekki af öllum þeim tíma sem hann fær í landi því viðfangsefnin eru margvísleg. Fyrir utan samveru með fjölskyldunni og þá sérstaklega barnabörnunum sem gefa honum mikið, málar Rikki og sinnir ýmsum félagsmálum.

„Útgerðarmenn misnotuðu kerfið.“

,,Mér finnst mikill missir af tækifæri ungs fólks til þess að kynnast sjómennskunni hafi lagst af. Ég skildi þegar alþingi samþykkti lög sem bönnuðu að ráða menn upp á hálfan hlut eins og gert var hér áður. Til þess hefði ekki þurft að koma ef útgerðarmenn hefðu ekki misnotað kerfið á sínum tíma til að spara í launakostnaði með hálfum hlut,” segir Rikki ósáttur.

Syngjandi og spilandi myndlistarkennari

,,Ég fæ mikið út úr því að mála og reyni að klára eina mynd á milli túra,” segir Rikki sem hefur aðstöðu í Hvíta húsinu í Vestmannaeyjum, sem félagsmaður í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja.

Rikki lærði að mála hjá Sigfúsi Halldórssyni, tónskáldi og teikni- og tónlistarkennara í Langholtsskóla. Hann segir tímana hjá Sigfúsi hafa verið sínir uppáhaldstímar.

,,Hvað er hægt að biðja um meira en Sigfús Halldórsson, syngjandi og spilandi á píanó á meðan við nemendurnir máluðum og teiknuðum.“ ,,Í alvöru Rikki ætlar þú líka í pólitík?”

Rikki hefur komið víða við í félagsmálum, hann er í félagsmaður í Kiwanis, var í sextánda sæti á lista Sjálfstæðismanna bæjarstjórnarkosning-

um og fékk þannig viðurnefnið Rikki sextándi sem honum líkar vel við. ,,Ef ég væri ekki vel giftur þá væri erfiðara að stússast í öllu því sem ég geri. Stundum geng ég alveg fram af konunni en þá bíð ég bara rólegir þar til hlutirnir róast,” segir Rikki og bætir við að konunni hafi ofboðið þegar hann samþykkti að taka sæti á lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. ,,Þá sagði konan mín, í alvöru Rikki ætlar þú líka í pólitík?”

Metnaður að gera sjómannahelgina glæsilega ,,Ég hef tekið þátt í félagsstörfum sjómanna með það að markmiði að láta gott af mér leiða. Ég er varaformaður Sjómannafélagsins Jötuns og hef setið í tuttugu ár í Sjómannadagsráði Vestmannaeyja,” segir Rikki sem telur að hugsanlega hafi enginn setið jafn lengi í ráðinu og hann. Rikki segir að á meðan hann hafi gaman af því að undirbúa hátíðarhöld Sjómannadagsins þá haldi hann áfram að bjóða sig fram í Sjómannadagsráð.

,,Eftir að hafa hringt kveðjusamtal í konuna og dæturnar lagðist ég í fósturstellingunni og lofaði sjálfum mér ef ég yrði lifandi þegar við kæmum í land, þá færi ég upp á spítala”

,,Við erum allt árið að leita leiða til þess að gera Sjómannadagshelgina sem glæsilegasta. Það er mikill metnaður í ráðinu og allt unnið í sjálfboðavinnu,” segir Rikki en sjómannadagsráð aflar tekna með merkjasölu og Sjómannadagsblaði sem dreift er í öll hús í Vestmannaeyjum og víðar.

Tveggja vikna frí fyrir Sjómannadagshelgina ,,Ég tek mér alltaf tveggja vikna frí til að undirbúa Sjó mannadagshelgina með félögum mínum. Við höfum lagt okkur fram um að bæta stöðugt í dagskrá helgarinnar sem stendur frá fimmtudegi til sunnudags. Markmiðið er fjölbreytt dagskrá og skemmtun fyrir sjómenn, fjöl skyldur þeirra og aðra bæjarbúa,” segir Rikki.

Zoëga 57, bjórinn tileinkaður sjómanni ársins Ríkharði Zoëga, bruggaður af The Brothers Brewery. Talan 57 er til heiðurs föður Rikka og systur sem bæði létust 57 ára.

Ragnar Jóhannesson, Gylfi Viðar Sigurjónsson og Ríkharður þegar Zoëga bjórinn var seldur á uppboði til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Rikki hefur verið iðinn við að láta gott af sér leiða. Ljósmynd/ Óskar Pétur Friðriksson.

Ríkharður Zoëga fyrir framan málverk sitt á myndlistarsýning í Hvítahúsinu.

Rikki er afkastamikill málari sem hefur það markmið að mála eina mynd í hverri landlegu. Ljósmynd/ Óskar Pétur Friðriksson.

Minnisvarðinn á Skansinum

Hin ýmis félög hafa notið góðs af söfnunum sem Rikki hefur staðið fyrir eða tekið þátt í. Til dæmis sala á myndum eftir hann, uppboð á Zoëga bjórnum og margt fleira. Það á einnig við um nýjasta verkefnið sem hann kemur að ásamt félögum sínum í Sjómannadagsráði og fleiri aðilum á Skansinum í Vestmannaeyjum. ,,Ég átti ekki hugmyndina af minnisvarðanum um sjómenn sem farist hafa og horfið í sjóinn umhverfis Eyjar. Það voru Hallgrímur Rögnvaldsson og Alfreð Alfreðsson sem voru búnir að reyna að fá pening í verkið allsstaðar. Þeir komu til mín og sögðu að ef einhver gæti fengið pening í verkið og komið því áfram þá væri það ég.” segir Rikki og bætir við að hann hafi orð á sér fyrir að segja já við öllu og að hann fái sjaldan nei þegar hann leitar stuðnings við verkefni sem hann vinnur að.

„Ég hef alltaf verið jákvæður og félagslyndur og veit af reynslunni að það sem fólk

gefur, fær það margfalt til baka,”

,,Ég fór strax af stað, sendi inn umsókn fyrir hönd Sjómannadagsráðs til styrktarsjóðs menningar, lista, íþrótta og tómstunda í Vestmannaeyjum, Viltu hafa áhrif? Við fengum góðan styrk og svo komu fleiri aðilar tengdir sjávarútvegi í Eyjum að, stéttarfélög sjómanna og öll tryggingafélög landsins lögðu fram jafnt framlag. Eftir þetta fór boltinn að rúlla,” segir Rikki sem bætir við að það hafi tekið tíma að finna minnisvarðanum stað.

Staðsetningin ákveðin í hjólatúr ,,Ég fór í hjólatúr eitt kvöldið út á Skans og fékk þar hugmyndina að staðsetningu minnisvarðann en á hann eru rituð nöfn allra þeirra Vestmannaeyinga sem vitað er að hafa farist í hafi sem og annarra er horfið hafa horfið í sjóinn umhverfis Eyjar. Þá eru einnig nefndir einstaklingar sem fallið hafa í höfnina. Samtals eru nafngreindir 503 einstaklingar og eru nöfnin rituð í andlátsröð frá árinu 1251,” ,,Það hefur mikil vinna átt sér stað í heimildasöfnun og nú er verið að vinna að appi sem verður við minnisvarðann. Þar verður hægt að heyra sögur sem til eru af slysum sem tengjast minnisvarðanum,” segir Rikki stoltur.

Sjómaður ársins og Zoëga bjór

Rikki var heiðraður fyrir störf sín árið 2017 þegar hann var tilnefndur sem sjómaður ársins af ölstofu Brother’s Brewery. Var af því tilefni bruggaður bjór undir nafninu Zoëga 57. ,,Ég þvertók fyrir það að samþykkja Zoëga bjór. Ég var 57 ára, pabbi dó 57 ára og systir mín líka. Ég hélt að ég myndi líka deyja 57 ára. Þegar strákarnir í Brothers komu með hugmynd að bæta tölunni 57 við nafnið og hafa bjórinn 5,7%, þá sagði ég já,”

Rikki var tilnefndur sjómaður ársins 2025 af blaðinu Tígli í Vestmannaeyjum með þeim orðum að hann hefði með óeigingjörnum hætti lagt mikið af mörkum til sjómannasamfélagsins í Vestmannaeyjum sem og samfélagsins alls.

Árleg skötuveisla Sjómannadagsráðs á heimili Árna heitins Johnsen. Kokkurinn slær ekki slöku við frekar en fyrri daginn. Ljósmynd/ Óskar Pétur Friðriksson.

Sleit samvistum við Camel eftir 38 ár

,,Á meðan ég hef gaman af því að mæta um borð og held heilsu þá

ætla ég að halda áfram á sjónum.” segir Rikki sem er nýorðin 66 ára. Hann þurfti að taka á honum stóra sínum fyrir 14 árum þegar hann fékk sitt þriðja og stærsta hjartaáfall.

,,Hvað er hægt að biðja um meira en Sigfús

Halldórsson, syngjandi og spilandi á píanó á meðan við nemendurnir máluðum og teiknuðum“

,,Ég lét engan vita að ég væri með mikinn brjóstverk enda suðvestan 25 metrar á sekúndu og 10 metra ölduhæð. Eftir að hafa hringt kveðjusamtal í konuna og dæturnar lagðist ég í fósturstellingunni og lofaði sjálfum mér ef ég yrði lifandi þegar við kæmum í land, þá færi ég upp á spítala.” segir Rikki sem eftir kaffibolla og eina camel sígarettu fór upp á spítala og beint þaðan með sjúkraflugi á hjartadeild Landspítalans. ,,Eftir aðgerðina sem var stór, tilkynnti læknirinn mér að nú væri ég hættur að reykja. Ég hafði ekkert annað val en slíta samvistum við sígarettuna eftir 38 ára samband,” segir Rikki sem náði sér fljótt og heldur sér gangandi með göngutúrum og hreyfingu.

Draumurinn að vinna í múrverki

,,Það var aldrei draumurinn að verða sjómaður en þannig æxluðust hlutirnir. Múrvinna, hellulögn og jafnvel smíðar hafa heillað mig og þegar hellugerð var til sölu hér um árið þá velti ég því fyrir að kaupa hana. Ég er samt ekki ósáttur við að hafa endað á sjónum en hver veit nema ég fari í múrvinnu þegar ég kem í alfarið í land,”

Sjanghæjaður í miðjum fegurðarblundi á Klakkinn Rikki er fljótur að rifja upp skemmtilegar minningar af sjónum eins og söguna þegar hann var sjanghæjaður um borði í Klakk VE. ,,Eftir gott partý fékk ég mér fegurðarblund í húsi rétt við höfnina og vissi ekki af mér. Á sama tíma kom í ljós að það vantaði mann um borð í Klakkinn. Siggi Vídó var skipstjóri og sendi son sinn sem var sterkur og kallaður Eiríkur hestur að sækja mig. Eríkur bar mig um borð og lagði mig í koju. Ég vaknaði einhverjum tímum seinna illa áttaður úti á sjó. Þegar ekkert hafið frest af mér í þrjá sólarhringa, var mamma orðin áhyggjufull. Skipstjórafrúin Erla Vídó, vissi sem betur fer hvar ég var staddur.”

,,Það sem fólk gefur fær það margfalt til baka” ,,Ég ólst upp í stórum systkinahópi með sex alsystkinum og tveimur hálfsystkinum. Ég gat verið fjörugur og sá eini af okkur sem var sendur í sveit á sumrin. Ég hef alltaf verið jákvæður og félagslyndur og veit af reynslunni að það sem fólk gefur, fær það margfalt til baka,” segir Rikki áður en hann rýkur af stað til nýrra verkefna.

Í síðustu kjarasamningum voru sjómenn sundraðir

Sjómannasamband Íslands dró vagninn og samdi eftir langa og erfiða samningalotu. Aðrir stóðu aðgerðarlitlir á hliðarlínunni .

Aðildarfélög Sjómannasambandsins fóru beint í grasrótina og mættu með tugi sjómanna í hús sáttasemjara þar sem farið var yfir endanleg drög að samningi. Eftir það samráð var skrifað undir.

AFL Starfsgreinafélag er eitt aðildarfélaga Sjómannasambandsins.

Við teljum að hagsmunum sjómanna sé best borgið innan heildarsamtakanna og síðustu kjarasamningar sýna best að samstaða skiptir máli.

Þegar samstaða launafólks rofnar ráða launagreiðendur ferðinni.

Þetta snýst um það hvort menn vilja ryðja brautina og sitja í bílstjórasætinu - eða „húkka” sér far og ganga svo í sporum annarra.

Vinningshafar í Fish & Chips fengu draumaferð til Íslands

Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri, sjávarafurðir og matvæli Íslandsstofu

Í lok maí stóð Íslandsstofa, fyrir hönd markaðsverkefnisins Seafood from Iceland, fyrir fjögurra daga heimsókn til Íslands fyrir vinningshafa úr National Fish&Chip Awards 2025, hagaðila og valda fjölmiðla. Tilgangur ferðarinnar var að kynna gestunum mikilvægi sjávarútvegs á Íslandi og að leyfa þeim að upplifa sjómannadaginn í íslensku sjávarþorpi.  Ferðin var hluti af markaðsverkefninu Seafood from Iceland sem Íslandsstofa vinnur að í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og sjávarútvegsfyrirtæki um land allt.  Á Siglufirði heimsótti hópurinn lykilframleiðanda á sjófrystum flökum fyrir breskan markaðinn, Ísfélagið/Ramma, og fékk jafnframt skoðunarferð um eitt glæsilegasta skip landsins, frystiskipið Sólberg ÓF-1. Að loknum viðburðarríkum degi á Norðurlandi – þar á meðal bjórsmakki hjá Segli 67, heimsókn í vinnslu Samherja á Dalvík og slökun í pottunum á Hauganesi – hélt hópurinn áfram ferð sinni austur á land. Á

leiðinni voru gerð tvö verðmæt stopp til að hlaða batteríin: hjá Fish & Chips við Mývatn og í Fjallakaffi á Möðrudal á Fjöllum.

Á Austurlandi hélt veislan áfram með fjölbreyttri dagskrá sjómannadagsins á Neskaupsstað. Heimamenn tóku höfðinglega á móti hópnum og á laugardeginum var haldið í hátíðarsiglingu þar sem veðrið lék við gesti. Siglt var út fyrir Norðfjarðarhorn og sögðu erlendu gestirnir upplifunina alveg einstaka. Að lokinni siglingu lá leiðin í Beitiskúrinn þar sem hópurinn naut ljúffengrar fiskipönnu og fylgdist með spennandi róðrakeppni dagsins. Kvöldið endaði síðan á veglegum hátíðarkvöldverði sjómanna og sjómannadagsballi í boði Síldarvinnslunnar. Gestirnir áttu einnig notalegar stundir á Mjóeyri, í Randulffssjóhúsi á Eskifirði og í hreindýragarðinum í Fellabæ, áður en ferðinni lauk með slökun í VÖK, glæsilegum baðstað rétt fyrir utan Egilsstaði. Hvar sem hópurinn kom var honum tekið af einstökum hlýhug og höfðu gestirnir sjálfir orð á því. Einn þeirra var Graeme William Burrell, eigandi veitingastaðarins Yarm Road Fish and Chips sem hlaut 1. sæti í flokki fish & chips veitingastaða í Bretlandi á National Fish & Chip Awards 2025.

Verðlaunhafinn Graeme William Burrell um borð í Blængi NK-125. Ljósmynd/ Aðsend

Þetta var í fyrsta sinn sem Graeme heimsótti Ísland, og hafði hann þetta að segja um ferðalagið: „Móttökurnar hér á Íslandi hafa verið einstakar. Allir hafa verið sérlega vingjarnlegir og gestrisnir. Heimsóknirnar hafa verið afar upplýsandi og nú skiljum við miklu betur fyrir hvað íslenski fiskurinn stendur“. Upplifun Greame á Neskaupstað var einstaklega eftirminnileg, enda hefur hann keypt sjófrystan fisk frá frystitogaranum

Blængi NK 125 sem er í eigu Síldarvinnslunnar. Það var einmitt á því skipi sem hópurinn fór í hátíðarsiglingu á sjómannadaginn.

Josette Foster tók einnig þátt í ferðinni. Hún rekur veitingastaðinn Fish&Chip Weston Grove í Chester og situr í stjórn National Federation of Fish Friers, sem meðal annars stendur að baki National Fish & Chips

Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri, sjávarafurðir og matvæli Íslandsstofu. Ljósmynd/ Aðsend

Awards í Bretlandi. Josette hafði þetta að segja um ferðina: „Það verður erfitt að meta þessa ferð til fjár. Við höfum séð ótrúlega margt spennandi og dagskráin hefur verið sérlega fjölbreytt. Ég get nefnt náttúruna, frábæran félagsskap, framúrskarandi mat og þá var gestrisni okkar íslensku gesta alveg einstök. Það er greinilega verið að vinna frábært starf í íslenskum sjávarútvegi“.

Blaðamenn frá tveimur af stærstu og áhrifamestu viðskiptafjölmiðlum heims, Forbes og Financial Times, voru meðal gesta og birtu báðir afar jákvæða umfjöllun um upplifun sína af Íslandi. Í grein Forbes var megináherslan á Ísland sem áfangastað, á meðan Dominic Bliss blaðamaður Financial Times lagði sérstaka áherslu á sjómannadaginn í sinni

Siglufjörður. Ljósmynd/ Aðsend

Siglufjörður. Ljósmynd/ Aðsend

umfjöllun. Dominic lýsir þar hátíðarsiglingu flota Síldarvinnslunnar sem var afar glæsileg á fjórum öflugum uppsjávar- og frystiskipum þar sem bæði bæjarbúum og ferðamönnum var boðið í ókeypis siglingu. Í grein sinni segir hann frá einlægri stemmningu við höfnina þar sem bæjarbúar og aðrir gestir fylgdust með róðrakeppni, dorgveiðikeppni barna og annarri dagskrá tengdri sjómannadeginum. Það er óhætt að segja að upplifun Dominic af íslenska sjómannadeginum á Austurlandi hafi verið sterk. Í niðurlagi greinarinnar sinnar skrifar hann meðal annars: „Á leið okkar á flugvöllinn á Egilsstöðum varð á vegi okkar minnismerki um drukknaða sjómenn. Þar mátti sjá mann á hnjánum, biðjandi og líta á átt að húsum bæjarins og himins. Sambærilegar styttur eru áberandi við strandlengju Íslands og eru í senn hjartnæm áminning um hið ótrygga samband mannsins við hafið sem hann færir í senn næringu og fórnir“.

Íslenskur sjávarútvegur er sterk atvinnugrein og íslenski fiskurinn ber af í gæðum og þetta fengu gestirnir frá Bretlandi svo sannarlega að upp -

Í baðlóninu Vök í lok ferðar. Ljósmynd/ Aðsend

Á leið í heimsókn um borð í Sólberg ÓF-1. Ljósmynd/ Aðsend

Eskifjörður. Ljósmynd/ Aðsend

Áttatíu bátar úr Eyjavör, áttahundruð kempur í hverri för, stundum í roki og stórum sjó, stundum í logni og sléttum sjó. Sjómenn, sjómenn glaðir, súpum nú heillaskál.

Þannig hefjast Formannavísur Ása í Bæ.

Á sjómannadaginn árið 1957 kom Siggi Vídó til Ása og bað hann um vísur fyrir ballið eða „heimtaði“, að sögn Ása. Ekki þorði Ási að neita þessum 300 kílóa skrokki þegar hann reyndi að koma koníaki ofan í hann fyrir hádegi til að fá sitt fram, eins og Ási gantaðist með. Því hélt hann upp í hraun með koníakið og samdi vísurnar þar.

Ljósmyndina tók Jói Myndó af styttu Ása í Bæ sem gerð var af Áka Gränz að beiðni Árna Johnsen. Ísfélag Vestmannaeyja annaðist uppsteypu verksins í kopar og frágang með dyggri aðstoð starfsmanna fiskimjölsverksmiðju félagsins. Þannig höldum við minningu þessara kappa lifandi.

Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Glaðir saman að skoða vindmyllur. Ljósmynd/Aðsend

Heimsókn til Danmerkur

Páll Valur Björnsson kennari við Fisktækniskólans

Í fyrstu viku nóvember hélt Fisktækniskólinn í stutta heimsókn til Danmerkur með nemendur sína til North Sea College ( Fiskeriskolen) í Thyborøn. Það er óhætt að segja að þessi ferð var eins og flestar ferðir sem við höfum farið með nemendur okkar, lærdómsrík, fræðandi en umfram allt skemmtileg. Nemendur fengu að sjá og reyna ýmislegt nýtt og framandi eins og til dæmis skeldýrasetur, matreiðslu- og landbúnaðarskóla og prófunarstöð fyrir vindmyllur. Nemendur fóru líka í strandbæinn Vorupor sem er vinsæll ferðamannastaður og heimsóttu fiskmarkaðinn í Thyborøn þar sem þeir keyptu þorsk, lýsu og skarkola sem þau síðan flökuðu, snyrtu og að lokum matreiddu fyrir sig sjálf og nemendur Nord Sea College. Þá litu nemendur við í stærstu toghleraverksmiðju heims Thyborøn Trawldoor og sáu björgunarmiðstöðina í Thyborøn.

Í heimsókninni heimsóttu nemendur líka Struer fri og fagskole en þar er kennslan gjörólík því sem flestir eru vanir. Þetta er skóli algerlega án aðgreiningar þar sem nemendur læra gegnum verkleg verkefni og vinna meira í vinnustofum en við töfluna. Þess má geta að stórfyrirtækið A.P. Møller-Mærsk sem er meðal annars með rekstur á sviði sjóflutninga, vörustjórnunar og smásölu færði skólanum að gjöf 250 milljónir (ískr) til uppbyggingar á sérhönnuðum hljóðeinangruðum skólastofum sem að sög Claus Henry skólastjóra hafa reynst frábærlega.

Lærdómsrík, fræðandi en umfram allt skemmtileg ferð

Síðasta skipulagða heimsóknin í þessu stutta skólaferðalagi var í Hvide Sande Vestværftet skipasmíðastöð sem býður upp á framúrskarandi lausnir og getur aðstoðað við alla þætti skipasmíðaverkefna, allt frá skipulagningu, hönnun, mati á byggingarkostnaði, fastri verðlagningu

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Nemendur Fisktækniskólans, ásamt Páli Val Björnssyni kennara Fisktækniskólans á leið um borð í norska uppsjávarskipið Bernt Oskar. Ljósmynd/ Aðsend

og framkvæmd samþykktra verkefna. Skipasmíðastöðin Hvide Sande hefur einnig sérhæft sig í endurgerð og viðhaldi á fjölbreyttum skipum. Aldeilis frábær heimsókn.

Eftir þessa viðkomu í Hvide Sand hélt hópurinn til Herning þar sem nemendur fengu að rápa aðeins um í búðum í verslunarmiðstöð bæjarins. Síðasta deginum vörðum við síðan í Legolandi þar sem hópurinn sletti hressilega úr klaufunum áður en haldið var aftur til Kaupmannahafnar til gistingar og síðan var flogið heim daginn eftir.

ÞORSKUR

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans

Aflamark 157.874.208 kg

Óveitt 73,9%

Veitt 26,1%

UFSI

Aflamark 54.844.654 kg

Óveitt 86,2%

Veitt 13,8%

KARFI

Aflamark 34.192.890 kg

Óveitt 77,7%

Veitt 22,3%

ÝSA

Aflamark: 61.797.455  kg

Óveitt 72,7%

Veitt 27,3%

Verið er að kynna fyrir nemendum hvernig afurðir eru nýttar og eldaðar. Ljósmynd/Aðsend

Hafnir Múlaþings

óska landsmönnum öllum

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári

Allt hefur áhrif

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu

Það hefur verið um margt athyglisvert að reka fyrirtæki að afloknum síðustu kosningum síðla árs 2024. Þar fór fram fólk með háleitar hugsanir um hvernig það vildi sjá íslenskt þjóðfélag þróast áfram með fólkið í fyrsta sæti.

Allt sem gert er hefur einhver áhrif einhvers staðar. Þegar ég lít sem framkvæmdastjóri tiltölulega lítils fyrirtækis á landsbyggðinni yfir árið 2025 kemur fyrst upp í hugann orðið veiðigjöld, sjálfsagt hafa allir fengið nóg af því orði. Það er nú samt þannig að þetta orð er það orð sem hefur mest áhrif á það hvort við í okkar fyrirtæki lifum eða deyjum. Við getum svo haldið áfram og fundið fleiri orð sem hafa áhrif á lífið og tllveruna hjá fólki: gistináttaskattur, vörugjöld, kolefnisgjald, línuívilnun, strandveiði, byggðakvótar, rækju- og skelbætur og það er hægt að halda áfram ef menn vilja. Fólkið sem fólkið kaus til þess að fara fyrir íslensku þjóðfélagi næstu fjögur árin sagðist vera með plan, plan um það hvernig mætti berja niður vextina, verðbólguna og ég veit ekki hvað fleira var ætlunin að berja niður. Allavega virðist planið ekki ætla að virka sem skyldi, enn eru vextir háir og enn er verðbólgan að stríða okkur, ekki hefur planið gert íslenskt útflutningsatvinnulíf samkeppnishæfara heldur þvert á móti dregið úr því þróttinn til góðra verka og margir eru í þeim veruleika að reyna að halda lífi og finna leiðir til þess að lifa af. Planið virðist vera að valda íslensku samfélagi sem mestu tjóni, af því að fólkið vill það. Ég veit hins vegar að fólkið sem kosið var til þess að þróa áfram íslenskt samfélag er gott fólk og vill okkur öllum vel, en það virðist ekki lesa leikinn rétt og því munu þau valda íslensku samfélagi ómældu tjóni ef ekki verður breyting á.

Í aðdraganda kosninga 2024 tók stjórn Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. og Norðureyrar ákvörðun um að fara í stóra fjárfestingu í innviðum félaganna. Fjárfest var í nýrri tækni frá Marel sem um leið gaf félögunum tækifæri til þess að taka þátt áfram í verðmætasköpun til hagsbóta fyrir alla, samfélagið þar sem félögin reka starfsemi sína og Ísland allt. Þetta er stór biti fyrir lítil félög en nauðsynlegur til þess að tryggja samkeppnishæfni.

Lífið er ekki bara svartnætti, það heldur áfram, fólk og fyrirtæki þroskast eða hverfa og heyra sögunni til. Fiskvinnslan Íslandssaga hf. lauk 25. starfsári sínu í árslok 2024 og Norðureyri var útnefnt fyrirmyndarfyrirtæki í fyrsta sinn fyrir árangur sinn í rekstri vegna ársins 2024. Allt yljar þetta og hvetur okkur áfram til góðra verka fyrir samfélagið sem að við búum í. Eitthvað hefur verið rétt gert á sl. 25 árum.

Suðureyri er lítið fjölmenningarsamfélag með þeim kostum og göllum sem að því fylgja Allt hefur þó sinn sjarma og fólk finnur leiðir til samskipta og til þess að læra hvert af öðru og njóta. Menning í svona samfélögum tekur oft mið af því sem var og verður ráðandi. Act alone er samt gott dæmi um hvernig menning í fámenni getur blómstrað og sprungið út ef menn nenna og samfélög ákveða að fóstra afkvæmið. Takk fyrir síðustu tuttugu ár Act alone. Kvenfélagið Ársól er einn af hornsteinum samfélaga eins og Suðureyri. Til þess að félagsskapur eins og Ársól þrífist þarf dugnað og ekki síður þurfa félagasamtök að eiga sinn stað, en Kvenfélagið tók þátt frá byrjun í uppbyggingu Félagsheimils Súgfirðinga og á þar sinn stað. Nú stendur yfir uppbygging á Félagsheimili Súgfirðinga með fulltingi Hollvinasamtaka hússins, gott dæmi um samtakamátt ef við nennum. Íþróttafélagið Stefnir á Suðureyri verður 120 ára á árinu 2026. Það er ekki sjálfgefið að félög lifi svo lengi, en mér finnst þetta gott dæmi um hvernig fólk finnur sér sameiginlegan vettvang til þess að láta gott af sér leiða. Það eru einhverjir sem nenna.

Björgunarsveitin Björg hefur verið í miklu uppbyggingarstarfi síðustu ár í húsnæði og búnaði til þess að koma til aðstoðar ef þarf á hættustundum. Oft er þetta fámennur hópur fólks í litlum samfélögum og eiga þeir þakkir skildar fyrir eljusemi og dugnað í sínum verkum. Oft er sagt að skólar séu hjarta lítilla samfélaga, á Suðureyri er leikskóli og grunnskóli, konur og karlar með barnavagna í göngutúr um þorpið. Oft eru þetta merki um heilbrigði í þeim samfélögum. Ég held að við eigum góða skóla þó svo að ég sé ekki sammála öllum þeim starfsdögum sem virðast nauðsynlegir í þeirra starfi. Verkefnin framundan eru að einhverju leyti ólík verkefnum síðustu 25 ára. Nú tekur við tímabil þar sem færa þarf rekstur fyrirtækjanna í hendurnar á yngra fólki sem mun taka við og færa okkur áfram inn í framtíðina. Unga fólkið fær að kljást við aðrar áskoranir þó að í raun séu þær alltaf þær sömu, tryggja samfélags- og efnahagslegan rekstur fyrirtækja, til hagsbóta fyrir alla. Umhverfis Ísland er fjöldi lítilla fyrirtækja af ýmsum gerðum, sum eru í framleiðslu en önnur í þjónustu. Lýsingin hér að ofan getur átt við fjölda af litlum bæjum og þorpum umhverfis Ísland. Í þessum bæjum og þorpum er fólk sem vill láta gott af sér leiða fyrir íslenskt samfélag. Við verðum að bera gæfu til þess að setja leikreglur með þeim hætti að allir geti þrifist og gæta hófs í álögum hverju nafni sem þær nefnast. Okkur ber skylda til þess að halda landinu í byggð, þannig munum við uppskera best sem þjóð. Hagræðing, í hverju svo sem að hún er fólgin, getur gefið okkur fleiri krónur og aura til skamms tíma, en hagræðing fyrir einn er alltaf á kostnað einhvers annars. Því verður að gæta vel að, og fara rétt að hlutum. Ef einhver í litlum samfélögum verður fyrir höggi í hvaða formi sem það er, auknum álögum af hálfu ríkis, eða einhverju öðru, þá er það um leið högg á allt samfélagið og menn bera það saman og eftir atvikum standa upp eða falla.

Óðinn Gestsson. Ljósmynd/Aðsend

Leikskólinn Araklettur

Leikskólinn Araklettur var byggður 1984 og tók til starfa í september það ár. Viðbygging var opnuð árið 2024. Áður en leikskólinn var byggður var starfræktur gæsluvöllur á sama stað frá árinu 1965. Nafnið Araklettur hlaut leikskólinn á 10 ára afmæli sínu þegar efnt var til samkeppni um nafn á meðal starfsfólks. Nafnið er dregið af örnefni í grennd skólans.

Tvær deildir starfa á Arakletti: yngri deildin heitir Ungadeild og eldri deildin heitir Fugladeild.

Ingibjörg Haraldsdóttir

Börnin og lífið

Sjávarafl tók Þórir Leon Guðmundsson tali. Þórir fær að taka þátt í

ýmsum störfum í kringum fjölskyldufiskibátinn Sæljóma BA59 sem og að fara í styttri ferðir á honum á sjómannadaginn og að veiða fisk í firðinum. Einnig hefur hann komið oft um borð í björgunarskipið Vörð II, siglt yfir Atlantshafið á gámaskipinu Brúarfoss o.fl.

Hvað heitir þú?

Þórir Leon Guðmundsson!!

Hvað ertu gamall?

Fjögurra ára

Hver eru mamma þín og pabbi?

Gummi og Asia.

Veist þú hvað sjómenn gera?

Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn?

Ég þekki bara sjómenn sem eru íslenskir, bara afi og pabbi.

Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk?

Með veiðistöngum

Finnst þér fiskur góður?

Mér finnst enginn fiskur góður

Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land?

Að leika sér með honum, fara í sund, kafa alla leið á botninn til að sjá hvort það eru köngulær þarna. Ástarkveðja, Þórir Leon

Hefur þú farið á sjó?

Jááá! ég fór einu sinni á Sæljóma (bátur hans afa) og á stóra skipi hans,

Papcia (pólsk útgáfa af gælunafnið fyrir pabba).

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin?

Að leika sér með jólaleikföngum, með jólaþyrlu, skreyta jólatré og fara í jólasund.

Gleðilega hátíð

Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu.

Sjávarafl óskar starfsmönnum sínum og lesendum um land allt, gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.

Þau fiska sem þróa

Aukið virði sjávarafurða í krafti rannsókna og nýsköpunar

Bænir

Æðruleysisbæn

Hálsplata úr stáli með æðruleysisbæninni.

Platan er slétt að aftan og er því hægt að áletra á hana.

Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt

kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli.

Hálsplata úr gylltu stáli með sjóferðarbæn.

Aftan á plötunni er sléttur flötur sem hægt er að áletra á.

Mitt skip er lítið, en lögur stór

og leynir þúsundum skerja.

En granda skal  horki sker né sjór

því skipi er Jesús má verja.

Eilífðarlínan

Skannaðu QR-kóðann hér til að hanna

Skartgripir með persónulegri merkingu

Gárur á vatni myndast við ákveðinn atburð, eins og þegar steinn snertir yfirborð þess. Gárurnar eru til marks um atburðinn sjálfan og þaðan er innblástur þessarar skartgripalínu fenginn. Hver gára táknar ákveðinn atburð í lífi okkar.

Sjóferðarbæn

Eilífð skartgripalína — Skartgripirnir í þessari línu eru ýmist smíðaðir úr silfri eða 14 karata gulli. Margir gripanna eru skreyttir steinum á borð við rúbín eða cubic zirconia, en við notum einnig íslensku steinana okkar múgarít og kalsídon. Eilífðarlínan er góð jólagjöf en vinsælt er að safna í sett.

Gáruhálsmen voru fyrstu gripirnir í þessari skartgripalínu. Hægt er að fá Gáruhálsmen í fjórum stærðum, og er hönnunin þannig að gárurnar geta fallið hver inn í aðra. Þannig getur gáruhálsmen verið ein gára eða allt að fjórar. Gárurnar fást í silfri, gulli og rósagulli og eru þær ýmist með eða án skrautsteina. Síðan þá höfum við aukið við úrval og möguleika línunnar með því að bæta við eyrnalokkum og hringum. Markmið þessarar skartgripalínu er að gera þér kleift að útbúa skartgrip sem hefur sérstaka og persónulega þýðingu fyrir þig. Þannig getur þú t.d. sett saman hálsmen eða hring og látið skartgripinn tákna ákveðinn atburð, áfanga, eða fjölskyldumeðlimi.

Ingibjörg leiðir Jens teymið inní jólavertíðina með bros á vör.

Jens aðstoðar við jólagjafavalið

Markaðurinn er sífellt að breytast og kauphegðun líka. Við leggjum áherslu á að fylgjast með straumum og stefnum og nútímavæðum þjónustuhliðar okkar reglulega. Það skiptir okkur miklu máli að bjóða upp á persónuleg samskipti og góða þjónustu samhliða netversluninni sem við horfum á sem rafrænan búðarglugga fyrir þá sem ekki komast til okkar og er reglulega í uppfærslu.

Jólatímabilið hjá starfsfólki Jens er einstakur tími. Það að vera á gólfi í verslunum okkar í desember og fá þessa persónulegu tengingu við viðskiptavini okkar, sem koma oft árlega til okkar, skiptir svo miklu máli og er í raun hjartað sem slær hjá Jens. Samskipti, samspil og persónuleg nálgun við viðskiptavini okkar er leiðarljós okkar að allri hönnun, verkferlum og þjónustu. Það erum við í kjarnanum.

Við höfum nýverið hafið samstarf við sendingaraðila sem sendir um allt land og til útlanda. Við leggjum okkur fram við að senda pantanir hratt og örugglega. Allir starfsmenn Jens hafa góða kunnáttu á að taka við pöntunum, aðstoða við val og fleira sama hvort það er í verslun, gegnum heimasíðu eða síma. Góð og persónuleg þjónusta er okkur hjartans mál.

Það að vera þátttakandi í því að gleðja ástvini viðskiptavina okkar er það sem okkur finnst dýrmætt í þessu starfi. Það er alltaf falleg hugsun á bak við öll kaup hjá okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því og erum þakklát traustinu.

þína Gáru
Eilífðarlínan

Gleðilega hátíð!

Við sendum starfsfólki okkar, fjölskyldum þeirra og öllum

Grindvíkingum bestu óskir um gleðileg jól.

Megi samstaða og samhugur okkar og allra Íslendinga vera okkur hvatning á þessum sögulegu tímum.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
SJÁVARAFL desember 2025 4.tbl 12.árg by Sjávarafl - Issuu