Jafnvægi 2025 1.tbl 45.árg

Page 1


jafnvægi jafnvægi

tímarit diabetes ísland | 1. tbl. 45. árgangur | nóvember 2025

EFNISYFIRLIT

4 Formannsspjall

5 Medic Alert

6 Alþjóðlegur dagur Diabetes

6 Um sætuefni

6 Frá skrifstofunni

8 Margrét Jóna Einarsdóttir, viðtal

12 En, þú lítur ekkert út fyrir að vera veik/ur!

14 Eftirlit með sykursýkinni – hvað er það?

14 Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum

15 Fréttir frá stjórn Dropans

16 Kristinn um störf sín fyrir IDF

18 9 algengar ranghugmyndir um Tegund 2

20 Fræðsla um diabetes og lífið með diabetes

20 Gott og einfalt

22 IDF - Youth Leadership Lab 2025

24 Að búa sér til nýjar venjur

24 UngDiabetes

26 Þjónusta fyrir fótamein tengd sykursýki á Íslandi

28 Skammast þú þín?

29 Að stjórna sínu eigin lífi

30 CloudCare

31 Diabetes tegund 5 staðfest og viðurkennd

32 Um mat, mataræði og hreyfingu

35 Dreymir þig um að verða hlaupari?

36 Ársskýrsla 2024

38 Gönguferðir eða eitthvað annað álíka?

38 Iðjuþjálfun getur hjálpað mörgum

Sigtún 42

105 Reykjavík

Sími 562 5605

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Fríða Bragadóttir

Umsjón með útgáfu: Tímaritið Sjávarafl ehf

Auglýsingar og styrkarlínur: Markaðsmenn Forsíðumynd: Óskar Ólafsson

Ljósmyndir: Baldur Þórólfsson, Diabetes Ísland,

Margrét Jóna Einarsdóttir, Óskar Ólafsson,

Stjórn Dropans

Umbrot og prentun: Prentmet Oddi

Prentuð eintök: 1500

Kæru lesendur

Sem formaður Diabetes Ísland er mér sönn ánægja að kynna ykkur þetta blað sem dregur saman helstu viðburði og samstarfsverkefni samtakanna á undanförnum mánuðum. Starfsemi okkar hefur einkennst af öflugu samstarfi, mikilvægu fræðslustarfi og samveru sem styrkir bæði félaga og samfélagið allt.

Á alþjóðadeginum á síðasta ári, 14. nóvember, um það bil sem síðasta blað kom út, héldum við opinn fræðslufund á Grand Hótel, þar töluðu næringarfræðingur og sálfræðingur um mat og mataræði. Mikil ánægja var með efnið og

Þann 13. mars s.l. stóðum við svo fyrir samstarfsfundi með Nýrnafélaginu, sem var afar vel sóttur. Á fundinum héldu bæði nýrnalæknir og augnlæknir áhugaverða og upplýsandi fyrirlestra um samþættingu nýrnasjúkdóma, augnsjúkdóma og sykursýki – með sérstakri áherslu á heildstæða meðferð. Þetta var mikilvægur áfangi í að efla tengsl milli samtaka sem hafa sameiginlega snertifleti og stuðla að betri samvinnu í þágu þeirra sem lifa

Þann 24. maí héldum við svo líflegan og skemmtilegan fjölskyldu- og félagahitting í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar komu saman félagar, fjölskyldur og vinir til að njóta samveru, eiga innihaldsrík samtöl og skapa góðar minningar. Slíkar samverustundir eru ómetanlegar þegar kemur að því að styrkja tengslin innan samfélags fólks með sykursýki.

Dagana 4. og 5. september tókum við þátt í öflugum fundi með Diabetes félögum frá hinum Norðurlöndunum, þar sem fulltrúar frá Danmörku, Færeyjum, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Íslandi komu saman til að bera saman bækur og miðla reynslu. Fundurinn sýndi glöggt hversu dýrmætt það er að byggja upp alþjóðlegt samstarf og deila lausnum á sameiginlegum áskorunum.

Við í Diabetes Ísland horfum nú fram á veturinn með skýra sýn á þau baráttumál sem brenna á fólki með sykursýki – þar sem áherslan verður lögð á réttindi, aðgengi, fræðslu og samfellu í þjónustu. Eitt af okkar brýnustu verkefnum á næstunni er að vinna að bættum skilmálum og sanngjarnari afstöðu tryggingafélaga gagnvart fólki með sykursýki. Þar þurfum við að tryggja að félagar okkar njóti réttlátrar meðferðar í tryggingamálum, óháð greiningu þeirra.

Við í Diabetes Ísland höfum mikla trú á krafti samstöðu, fræðslu og samvinnu – og vonum að þetta blað veiti góða innsýn í það mikilvæga starf sem fram fer innanlands sem utan. Við hvetjum ykkur öll til að taka virkan þátt í starfinu með okkur – því saman erum við sterkari.

Með kærri kveðju, Helgi Fr. Kemp Georgsson Formaður Diabetes Ísland

Diabetes Ísland er aðildarfélag á Íslandi.

Margir félagsmenn þekkja nú þegar MedicAlert merkin. Yfir 1.100 merkisberar á Íslandi eru með áletrun sem innifelur Diabetes

En fyrir þau sem ekki vita þá er um að ræða persónugert öryggismerki sem notendur bera sem armband eða hálsmen.

Hver og einn merkisberi er með merki sem aðeins tilheyrir honum. Númer merkisberans er grafið á plötuna og þar er einnig að finna 800 númer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn alla daga ársins. Þegar hringja þarf í 800 númerið er númer merkisberans gefið upp. Upplýsingum viðkomandi, sem eru vistaðar hjá Landspítalanum, er þá flett upp.

MedicAlert hefur verið starfandi á íslandi í 40 ár eða frá árinu 1985 og merkisberum fjölgar jafnt og þétt. Í mars á þessu ári var fjárfest í nýrri leiservél frá Gravotech í Danmörku. Við fengum kennslu á tækið sem notað er til að grafa upplýsingarnar á merkin. Þegar merki hefur verið pantað og greitt fer það í vinnslu. Skráning upplýsinga fer fram á skrifstofu MedicAlert. Læknir kemur einu sinni í viku til að lesa yfir allar nýjar umsóknir til að ganga úr skugga um að skráningar séu eins og best verður á kosið. Þá er grafið á merkin og prentuð veskisspjöld og bréf sem afhent eru með merkjunum.

Merkin eru fjölbreytt og úrvalið er hægt að skoða á heimasíðunni okkar www.medicalert.is eða koma í heimsókn til okkar í Hlíðarsmára 14 í Kópavogi. Þá er hægt að máta og fá persónulega aðstoð. Fylla þarf út umsókn og eftir að búið er að greiða fyrir merkið þá líða aðeins nokkrir dagar þar til merkið, og kort sem hægt er að hafa í veski, eru tilbúin.

HVER ERUM VIÐ?

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðar stundu. Á Íslandi eru yfir 6.000 merkisberar.

Hringja má í símanúmer vaktstöðvar á Íslandi alstaðar að úr heiminum.

Samtökin eru sjálfseignarstofnun sem starfar óhagnaðardrifið undir vernd Lions hreyfingarinnar á Íslandi.

Milljónir MedicAlert merkisbera eru í yfir 40 löndum.

Fengin var ný leiservél til að áletra Medic Alert merkin. Hægt er að panta sér nýtt merki en úrvalið má sjá á heimasíðu MedicAlert medicalert.is. Ljósmynd fengin af vef gravotech.dk

Númer merkisberans er grafið á plötuna. Ljósmynd / Aðsend

Alþjóðlegur dagur Diabetes | World Diabetes Day

Diabetes Ísland býður til opins fræðslufundar í tilefni dagsins

Fundurinn verður haldinn í Hvammi á jarðhæð

Grand Hótels

Fimmtudaginn 13. nóvember kl 18:00 – 19:30

Umræðuefnið verður:

Diabetes kulnun/örmögnun/burnout/fatique

Álagið sem fylgir því að vera með krónískan sjúkdóm, fylgisvein sem aldrei gefur frí.

Og, hvað getum við sjálf gert með einföldum hætti til að láta okkur líða betur og minnka líkur á að lenda á þessum vegg.

Dagskrá:

• Helgi Kemp Georgsson, formaður félagsins, setur fundinn

• Lilja Dögg Færseth, sálfræðingur hjá sálfræðiþjónustu Landspítala, flytur erindi

• Umræður og fyrirspurnir

• Veitingar

Allir velkomnir!

Um sætuefni

Sætuefni sem hafa áhrif á blóðsykur:

Sorbitol

Mannitol

Maltitol Isomalt Laktitol Xylitol

Sætuefni sem ekki valda blóðsykurhækkun:

Acesulfam K

Aspartam

Sackarin

Erytritol

Taumatin

Steviolglykosid

Margir með sykursýki reyna að borða eins lítinn sykur og hægt er. Sætuefni eru oft markaðssett sem betri kostur. En á sama tíma heyrum við umræðu um að þau séu hættuleg. WHO hefur birt yfirlýsingu um að sætuefnum geti fylgt ákveðin heilsufarsleg áhætta. En, við þurfum að skoða málin í samhengi. Staðreyndin er sú að sætuefnin hafa ekki áhrif á blóðsykurinn á sama hátt og venjulegur sykur. WHO hefur lagt áherslu á að ef þú ert með sykursýki þá vegur sá ávinningur meira en þau spurningarmerki sem setja má við heilsufarsleg áhrif sætuefna. Aðvaranir hafa því ekki sama gildi fyrir fólk með sykursýki og hina.

Frá skrifstofunni

Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl.10–12. Við fögnum öllum tillögum og ábendingum um starfið; t.d. um efni í Jafnvægi, um fundarefni eða annað það sem ykkur dettur til hugar að við gætum gert saman. Jólalokun skrifstofunnar verður: frá og með þriðjudeginum 23. desember 2025 og fyrsti opnunardagur á nýju ári verður þriðjudaginn 5. janúar 2026. Við óskum félagsmönnum okkar og öðrum velunnurum gleði og friðar á jólum og gæfuríks nýs árs um leið og við þökkum samstarf og samveru á liðnum árum.

Blóðsykursnemar og insúlíndælur

Dexcom blóðsykursnemi auðveldar blóðsykurstjórnun. Stöðug mæling og niðurstöður sendar í snjallsíma á 5 mínútna fresti.

Omnipod er slöngulaus, létt og fyrirferðarlítil insúlíndæla sem er sítengd við líkamann og hægt að stýra þráðlaust með Bluetooth.

Þú færð sykursýkisvörur og fylgihluti hjá Fastus heilsu og á fastusheilsa.is.

Höfðabakki 7, 110 Reykjavík | fastusheilsa.is

Svava Jónsdóttir

Göngudeild innkirtla og efnaskipta

Margrét Jóna Einarsdóttir, nýr yfirlæknir göngudeildar innkirtla og efnaskipta. „Öll hreyfing og útivera hefur jákvæð áhrif á heilsu og fyrir þá sem eru með sykursýki hefur það mjög jákvæð áhrif á sykurstjórnun þannig að það að stunda hreyfingu er eitthvað sem við hvetjum alla okkar skjólstæðinga til að gera ef þeir mögulega geta.“ Ljósmyndari/ Baldur Þórólfsson

Rannsóknarstarf verði aukið

Margrét Jóna Einarsdóttir er nýr yfirlæknir á göngudeild innkirtla og efnaskipta á Landspítala. Þar eru í eftirliti um 1000 einstaklingar sem eru með sykursýki af tegund 1 og um 700 einstaklingar sem eru með sykursýki af tegund 2. Áskoranirnar eru margar og nefnir Margrét Jóna að þrátt fyrir mjög gott og öflugt starf á deildinni megi alltaf bæta vissa hluti - bæta þjónustuna og tryggja að skjólstæðingar komist í eftirlit á réttum tíma. Þá er áhugi fyrir því að rannsóknarstarf verði aukið sem og að tryggja nýliðun í faginu. Miklar tækniframfarir hafa orðið á síðustu árum og þar nefnir hún meðal annars rafræna vöktun.

Göngudeild innkirtla og efnaskipta á Landspítala, sem er til húsa við Eiríksgötu 5, sinnir einstaklingum sem eru með innkirtlasjúkdóma. Margir innkirtlasjúkdómar eru til og eru sumir algengir en orsök þeirra má rekja til þess að raskanir verða á hormónastarfsemi líkamans en hormón, sem myndast í innkirtlum líkamans og ferðast á milli líffæra með blóðinu, stýra líkamsstarfseminni. Hvað varðar þennan flokk sjúkdóma varðar þá eru þeir algengustu sykursýki, skjaldkirtilssjúkdómar, offita og beinþynning. Þá má einnig nefna heiladinguls- og nýrnahettusjúkdóma og vissar tegundir háþrýstings.

Margrét Jóna Einarsdóttir, nýr yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að nú séu á göngudeildinni í eftirliti um 1000 einstaklingar sem eru með sykursýki af tegund 1; inni í þeirri tölu eru einnig einstaklingar sem eru með sykursýki vegna skaða á brisi eða með eingena ættlæga sykursýki (MODY). Um 700 einstaklingar með sykursýki af tegund 2 eru þar í eftirliti. Einnig sinnir deildin einstaklingum með skjaldkirtilssjúkdóma, beinþynningu, heiladingulssjúkdóma, nýrnahettusjúkdóma og aðra innkirtlasjúkdóma.

Sjö læknar starfa á deildinni, sjö hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingur, tveir atferlisfræðingar, sjúkraliði, þrír fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingur, starfsmaður sem sér um beinþéttnimælingar, skrifstofustjóri, verkefnastjóri og móttökuritari.

Rafræn vöktun

„Sykursýki af tegund 1 er sjálfsofnæmissjúkdómur og langflestir sem eru með sykursýki af tegund 1 á Íslandi eru í eftirliti hjá okkur. Hvað varðar sykursýki af

Margrét Jóna Einarsdóttir, nýr yfirlæknir göngudeildarinnar. Þar eru í eftirliti um 1000 einstaklingar sem eru með sykursýki af tegund 1; inni í þeirri tölu eru einnig einstaklingar sem eru með sykursýki vegna skaða á brisi eða með eingena ættlæga sykursýki (MODY). Um 700 einstaklingar með sykursýki af tegund 2 eru þar í eftirliti. Ljósmyndari/Lilja Ólafsdóttir, skrifstofustjóri á göngudeild innkirtla.

tegund 2 þá erum við í rauninni með þá í eftirliti sem eru með flókinn sjúkdóm og fylgikvilla og langflestir eru komnir á insúlínmeðferð.

Sykursýki af tegund 1 er sjálfsofnæmissjúkdómur eins og áður sagði og eru þeir einstaklingar í hættu á að fá aðra sjálfsofnæmissjúkdóma, eins og til dæmis skjaldkirtilssjúkdóma, þannig að sömu skjólstæðingar geta tilheyrt fleiri en einum hópi, eru kannski með sykursýki og vanvirkan eða ofvirkan skjaldkirtil.

Sykursýki af tegund 2 er meira tengd lífsstíl en einnig er sterkur erfðaþáttur. Flestir í þessum hópi eru í eftirliti hjá heimilislækni en við sinnum þeim sem eru komnir með fylgikvilla eða komnir á flókna meðferð eins og áður segir. Oft eru þessir einstaklingar bara tímabundið í eftirliti hjá okkur því þegar við sjáum að sykursýkisstjórnun er orðin góð þá útskrifum við fólk aftur til heilsugæslunnar.“

Bæði þeir sem eru með sykursýki 1 og 2 ættu að koma í eftirlit árlega. „Við erum að vinna í lausnum til að tryggja að þeir sem eru með sykursýki komist í eftirlit á réttum tíma.“

„Við erum að vinna í lausnum til að tryggja að þeir sem eru með sykursýki komist í eftirlit á réttum tíma.“

Miklar tækniframfarir

Blóðsykursnemarnir hafa verið mikil bylting. Nemarnir mæla blóðsykurinn og gera einstaklingum kleift að fylgjast með blóðsykrinum í gegnum app í símanum.

„Við á göngudeildinni getum séð þessar upplýsingar þegar einstaklingar koma í eftirlit hjá okkur.

Við erum með hluta af skjólstæðingum okkar í rafrænni vöktun. Við notum kerfi sem kallast Cloud Care og það gerir okkur kleift að greina breytingar í blóðsykursstjórnun. Við erum með um 200 manns í þessari rafrænu vöktun og ætlum að auka í um 350 manns á næstu mánuðum. Við fáum tilkynningu ef það verður einhver breyting í blóðsykursstjórnun hjá þessum einstaklingum og þá höfum við samband og ræðum við viðkomandi og aðstoðum til að bæta sykurstjórnunina. Það verður án efa meira um svona rafræna vöktun í framtíðinni því það gefur okkur möguleika á að aðstoða skjólstæðinga okkar þegar þeir þurfa á aðstoð að halda - ekki bara þegar þeir eiga tíma í eftirlit. Oft gengur allt mjög vel þegar einstaklingurinn kemur í eftirlit hjá lækni en svo gerist eitthvað nokkrum vikum síðar og þá er langt í næsta eftirlit. Rafræn vöktun fangar svona vandamál og þá er hægt að bregðast fljótt við. Einnig eru insúlíndælurnar alltaf að verða fullkomnari. Ég vona að þær verði enn fullkomnari og notendavænni. Það eru margar rann-

sóknir í gangi og vonandi leiðir það til þess að við fáum enn betri tæki til þess að bjóða skjólstæðingum okkar.“

Fætur og augnbotnar

Fótameinateymi göngudeildarinnar er í miklum vexti og var nýverið heiðrað á ársfundi Landspítala fyrir fagmennsku. „Teymið hefur unnið markvisst að því að bæta snemmbæra greiningu, meðferð og forvarnir fótameina hjá einstaklingum með sykursýki. Þeir sem starfa þar stunda einnig rannsóknir á sykursýkisfótameinum. Við erum mjög stolt af fótameinateyminu okkar.“

Á heimasíðu deildarinnar segir að fótamein séu á meðal alvarlegustu og flóknustu langvinnu fylgikvilla sykursýki og á meðal fótameina teljist fótasár, aflaganir, skynskerðing, taugaverkir og margt fleira. Fyrir utan veruleg áhrif á lífsgæði fólks er þetta algengasta ástæða aflimana sem ekki tengjast áverkum. Þá segir að fólk með sykursýki eigi rétt á viðeigandi skimun og meðferð ef vandamál koma upp. Á deildinni hefur skimunarkerfi verið þróað og innleitt og eru fætur allra skjólstæðinga skoðaðir og síðan er gert áhættumat sem frekari meðferð fer eftir.

Teknar eru augnbotnamyndir á deildinni þegar skjólstæðingar með sykursýki 1 koma í eftirlit ef fólk er ekki í eftirliti hjá augnlæknum á stofum. Það er mikilvægur þáttur í skimun augnfylgikvilla.

„Við erum með um 200 manns í þessari rafrænni vöktun og ætlum að auka í um 350 manns á næstu mánuðum.“

Hreyfing hefur áhrif

„Öll hreyfing og útivera hefur jákvæð áhrif á heilsu og fyrir þá sem eru með sykursýki hefur það mjög jákvæð áhrif á sykurstjórn un þannig að það að stunda hreyfingu er eitthvað sem við hvetjum alla okkar skjólstæðinga til að gera ef þeir mögu lega geta. Síðasta vetur voru atferlis fræðingar á göngudeildinni með verk efni þar sem hreyfihópur var stofnaður. Það tókst mjög vel og náðu einstaklingar að breyta venjum sínum og koma inn reglubundinni hreyfingu. Þetta voru allt einstaklingar sem stunduðu enga hreyfingu áður en þeir byrjuðu í hreyfihópnum þannig að þetta skilaði miklum árangri.“

Sýn og þróun

Margrét Jóna segir að það eigi sér stað mjög öflugt og gott starf á göngudeild inni en það megi alltaf bæta. „Við viljum að sjálfsögðu tryggja að þeir sem eru með sykursýki komist í eftirlit á réttum tíma. Síðan viljum við auka rannsóknar starf til að birta þann árangur sem hefur náðst í meðferð einstaklinga með sykur

sýki 1 og bera það saman við önnur lönd. Einnig þarf að tryggja nýliðun í faginu. Nú er hafið sérnám í innkirtlalækningum á Íslandi. Sérnámslæknarnir munu ekki eingöngu vinna á göngudeild innkirtla og efnaskipta heldur munu þeir einnig fara erlendis í að minnsta kosti eitt ár meðan á náminu stendur.“

Í haust hófst framhaldsnám í hjúkrun einstaklinga með sykursýki í Háskólanum á Akureyri. „Þetta er spennandi nám og verður vonandi til þess að fleiri hjúkrunarfræðingar fái áhuga á faginu.“

„Teymið hefur unnið markvisst að því að bæta snemmbæra greiningu, meðferð og forvarnir fótameina hjá einstaklingum með sykursýki.“

Gefandi starf

Nýr yfirlæknir göngudeildar innkirtla og efnaskipta ólst upp á Ísafirði, Selfossi og í Breiðholtinu. „Ég var læknabarn og við fluttum oft.” Áhugamálin á æsku- og unglingsárunum voru fimleikar og frjálsar. Þegar grunnskóla lauk fór Margrét Jóna í Menntaskólann í Reykjavík. „Ég var á náttúrufræðibraut í MR og fór í læknisfræði eins og flestir bekkjarfélagarnir. Það hafði lengi blundað í mér að verða læknir. Faðir minn, Einar Hjaltason, var læknir og síðan ég var barn hefur mér fundist læknisstarfið áhugavert.”

Hér er Jorgelina Ramos verkefnastjóri að skoða gögn úr rafrænni vöktun.

Ljósmyndari/ Margrét Jóna Einarsdóttir

Margrét Jóna útskrifaðist frá læknadeild HÍ árið 2010. „Ég starfaði sem kandídat og síðan sem deildarlæknir á lyflækningasviði Landspítala í fjögur ár áður en ég flutti til Gautaborgar þar sem ég bjó í níu ár. Fyrir ári síðan flutti ég síðan aftur til Íslands og hóf störf á göngudeild innkirtla og efnaskipta.“

Margrét Jóna var í sérnámi í lyflækningum og innkirtlalækningum við Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gautaborg. Í nóvember 2023 varði hún doktorsritgerðina sína við læknadeild Háskólans í Gautaborg.

„Á kandídatsárinu heillaðist ég af innkirtlalækningum.

Margir sjúklingar sem komu inn á mitt borð voru með innkirtlavandamál og það vakti áhuga minn. Einkenni innkirtlasjúkdóma geta verið mörg og oft og tíðum eru einkennin mjög mikil og koma skyndilega. Mér fannst einnig athyglisvert hvernig útlit og líðan sjúklinga gat breyst við offramleiðslu eða skort á hormónum. Þegar ég var deildarlæknir byrjaði ég að stunda rannsóknir með Helgu Ágústu innkirtlalækni og þá var ekki aftur snúið; ég var orðin ákveðin í að verða innkirtlalæknir.“

Þegar Margrét Jóna er spurð hvað henni hafi fundist vera mest spennandi í náminu í Gautaborg segir hún: „Dvöl mín á Sahlgrenska var lærdómsrík og þar kynntist ég færum innkirtlalæknum og vísindamönnum sem eru miklar fyrirmyndir. Það var einstakt tækifæri að vinna með svo færum og góðum læknum. Það var einnig mjög spennandi að fá að stunda rannsóknir og vera í doktorsnámi. Doktorsverkefnið mitt fjallaði um nýrna-

hettubilun vegna sykursterameðferðar. Mér hefur alltaf fundist kortisólskortur mjög áhugaverður og þar skiptir miklu máli að greina ástandið tímanlega og setja inn rétta meðferð.

Sahlgrenska er stórt háskólasjúkrahús og þar er mjög góð innkirtladeild, miklar rannsóknir stundaðar og margir læknar þar starfandi sem hafa náð langt í rannsóknum. Eiginmaður Margrétar Jónu er Baldur Þórólfsson bæklunarskurðlæknir og eiga þau tvo syni sem eru fjögurra og átta ára. „Okkur leið mjög vel í Gautaborg en við vorum alltaf ákveðin í að flytja aftur heim til Íslands. Okkur fannst passa að flytja heim áður en drengirnir okkar yrðu of stórir; við vorum aðallega að hugsa um að það yrði kannski erfiðara fyrir þá að flytja þegar þeir væru orðnir táningar.“

Margrét Jóna segir að það gefi sér mikið að aðstoða fólk í starfi sínu. „Það er ánægjulegt að geta aðstoðað fólk að ná betri sykurstjórnun og það er gefandi að starfa í góðu teymi. Við leiðbeinum og kennum en svo er það alltaf skjólstæðingurinn sem framkvæmir og sinnir sinni sykursýki. Það er mjög gefandi að sjá þegar skjólstæðingar okkar ná árangri.“

„Nú er hafið sérnám í innkirtlalækningum á Íslandi.“

Það byrjar allt með einu pennastriki

Hugmyndaflug þarf að þjálfa eins og vöðva. Virkjaðu hugmyndaflugið með öllu því sem veitir þér innblástur og útrás.

Þú færð skapandi vörur og ritföng í Pennanum Eymundsson.

Hvern langar þig að hitta í dag?

En, þú lítur ekkert út fyrir að vera veik/ur!

Nær annar hver maður lifir lífi sínu í nánu samneyti við einhverskonar sjúkdóm, fötlun eða röskun, og flestir krónískir sjúkdómar sjást ekki á fólki. Dæmi eru síþreyta, sykursýki, flogaveiki, margir gigtarsjúkdómar, sjálfsofnæmissjúkdómar og fleiri og fleiri. Þetta skapar viðbótar áskoranir fyrir þau sem búa við stöðuga verki, orkuleysi, ýmis önnur einkenni og hliðarverkanir lyfja.

Þetta fólk þarf mjög oft, til viðbótar við sjálf veikindin, að glíma við fordóma og vanþekkingu fólksins í kring. Margir eru td þeirrar skoðunar að ef manneskjan sem er með sjúkdóminn gerir ekki allt sem hinum finnst að hún ætti að gera, þá sé hún búin að „gefast upp“ og nenni ekki lengur að „berjast“ við sjúkdóminn.

Eitt gott dæmi er þegar fólk kemur með ábendingar um eitthvað sem það heldur fram að muni lækna sjúkdóminn eða amk draga verulega úr einkennum hans, og þá oftast eitthvað sem fellur undir „óhefðbundnar lækningar“, og stundum vill svo ótrúlega til að akkúrat kunninginn sem er að ráðleggja um notkun einhverrar vöru vinnur við að selja hana! Og oft verður þetta fólk hreinlega reitt við þann sem er veikur, „þú vilt ekki kaupa þennan drykk/þessar pillur/þetta tæki, þú ert bara búin/n að gefast upp og getur sjálfri/um þér um kennt að þér líði svona illa“!

Annað sem margir þekkja er þegar fólk fer að lesa yfir þeim veika um að hætta bara að hlusta á lækninn og leita bara sjálf/ur að ráðum á google, en auðvitað er fólk sem hefur króníska sjúkdóma langoftast í góðu og nánu sambandi við sinn lækni, sem það hefur jafnvel verið hjá árum saman, og meðferðin er unnin í sam vinnu sjúklings og læknis.

Flestir langveikir þekkja pirringinn yfir því að í fjölmiðlum eru endalaust viðtöl við fólk sem „kaus að gefast ekki upp og láta ekki veikindin stoppa sig“, fólk sem þrátt fyrir veikindi fer í fjallgöngur og siglir í kringum jörðina o.s.frv. og hinir sem hreinlega geta þetta ekki fá yfir sig skammir fyrir að reyna ekki að „halda áfram að berjast“ og „að láta sjúkdóminn sigra“. Það þekkja líka allir þau andlegu áhrif sem það getur haft að glíma við langvinn veikindi, allir sem það gera lenda annað slagið í tíma bilum þar sem andlega hliðin er erfiðari en ella, og það er bara eðlilegt, en á sama tíma upplifir fólk oft skiln ingsleysi frá umhverfinu og viðbrögð á borð við „reyndu nú að rífa þig upp / þetta er nú ekki svo slæmt / láttu

ekki svona, þetta lagast allt“. Á slíkum tímum þyrfti hinn veiki auðvitað miklu fremur á því að halda að finna fyrir stuðningi, vináttu, væntumþykju og hlýju.

Öll þau sem lifa lífi sínu í félagi við krónískan sjúkdóm/ röskun/fötlun vinna að því alla sína daga að finna jafnvægið milli þess að lifa lífi sínu til fulls og þess að taka tillit til sjúkdóms síns. Oft mun val þeirra ekki sýnast skynsamlegt í augum hinna sem í kring standa. Þegar þau velja að sleppa því að mæta á viðburði eða að taka ekki þátt í nýjum meðferðarúrræðum verður þeim sagt að þau séu búin að gefast upp og séu að láta sjúkdóminn skilgreina sig og þegar þau velja að teygja sig lengra verður þeim sagt að þau hafi ekki hugsað hlutina til enda.

Ef þú lifir með langvinnum sjúkdómi/fötlun/röskun mundu þá að aðeins þú sjálf/ur getur metið hvað er rétt fyrir þig og tekið í framhaldi réttu ákvörðunina fyrir þig. Ef þú ert náin/n einhverjum sem er langveikur reyndu þá að halda aftur af þér með að skammast og lesa yfir þeim veika, spurðu heldur spurninga, svo sem „ég veit þú hlýtur að hafa hugsað þetta vel og vandlega, hvernig komstu að þessari niðurstöðu?“.

Fyrst og fremst; munum að flestir sjúkdómar/raskanir/ fatlanir sjást EKKI utan á fólki og við getum ekki vitað hvernig öðrum líður og hvað aðrir glíma við í sínu lífi.

Sýnum fólki virðingu og umburðarlyndi.

Textinn er unninn upp úr ýmsu fræðsluefni frá mismunandi sjúklingafélögum.

Fríða Bragadóttir

Tengdu CONTOUR® NEXT mælinn þinn ókeypis við CONTOUR® DIABETES appið og

Meðlimum í Samtökum sykursjúkra býðst Contour Next One án endurgjalds í öllum betri apótekum.

Frekari upplýsingar um eiginleika, notkun og áhættu af völdum notkunar lækningatækis er að finna í notkunarleiðbeiningum tækis

Eftirlit með sykursýkinni – hvað er það?

Einn megintilgangur félagsins er að fræða samfélagið

um sjúkdóminn okkar og lífið með honum.

Öll sem eru með sykursýki, hvort sem það er Tegund 1 eða Tegund 2, eða einhver önnur tegund, ættu að fá reglulegt eftirlit hjá sínum lækni eða sinni heilsugæslustöð.

Hér fyrir neðan er góð skýringarmynd sem sýnir hvaða þættir það eru sem nauðsynlegt er að fylgst sé reglulega með, til að koma eins og kostur er í veg fyrir óafturkræfa fylgikvilla of hás blóðsykurs eða óeðlilegra sveiflna í blóðsykri.

Taugaskyn

Nýru

Blóðþrýstingur

Því miður vitum við vel að allt of margir, sérstaklega þau með Tegund 2, eru ekki að fá nægilega góða eftirfylgni og mikið vantar einnig upp á að fólk fái nægilegan stuðning fyrst eftir greiningu, svo allt of mörg læra aldrei nægilega vel að fylgjast með sínum sjúkdómi sjálf.

Diabetes Ísland er í stöðugri baráttu fyrir betri þjónustu, en betur má ef duga skal og það er algjörlega nauðsynlegt að fólk sé fylgið sér og þrýsti sjálft á um að fá betri þjónustu. Kannski má segja að við verðum hreinlega að vera frek, sem fólk skiljanlega á miserfitt með. En sú frekja er nauðsynleg, því lífið og heilsan er

Blóðflæði

Umhyggja félag til stuðnings langveikum börnum

Eins og flestir félagsmenn vita þá erum við aðilar að Umhyggju. Þar geta fjölskyldur með langveik börn leitað eftir aðstoð og sérfræðiráðgjöf.

M.a. er boðið upp á sálfræðiaðstoð og aðstoð lögfræðings. Einnig leigir félagið út fína sumarbústaði til félagsmanna.

Vefsíða Umhyggju er www.umhyggja.is og símanúmerið: 552 4242.

Við hvetjum okkar félagsmenn sem eru foreldrar barna með sykursýki til að nýta sér þjónustuna.

Augnbotn
Hjarta Fætur

Fréttir frá stjórn

Nú er vetrarstarf Dropans hafið og mun starfið verða með fjölbreyttu sniði þennan vetur eins og verið hefur síðustu ár.

Dropahittingar verða reglulega í fimleikahúsi Fylkis í vetur og verða þeir auglýstir á fésbókarsíðu félagsins sem og heimasíðunni www.Dropinn.is þegar nær dregur í hvert sinn. Þá mun einnig vera ætlunin að bjóða börnunum okkar uppá hitting í Keiluhöllinni fljótlega.

Dagana 06.-10.júní 2025 bauð Dropinn yngri börnum uppá Sumarbúðir í Löngumýri í Skagafirði. Dvöldu börnin þar í góðu yfirlæti að Löngumýri og var margt gert þar til afþreyingar þessa daga sem ferðin stóð , meðal annars var farið í dagsferð til Akureyrar, farið í heimsókn á nærliggjandi ásamt fleiru. Dropinn þakkar því heilbrigðisstarffólki sem fór í ferðina fyrir vel unnin störf. Einnig ber að þakka aðstoðarstarfsfólkinu fyrir þeirra störf í ferðinni

Næsta sumar er ætlunin að bjóða eldri hóp barna í

Dropanum uppá ferð til Svíþjóðar í nokkra daga. Undirbúningsvinna við þá ferð er þegar hafin og verður tilhögun ferðarinnar auglýst á Fésbókarsíðu félagins þegar ferðin hefur verið skipulögð að fullu.

Gerð heimildarmyndarinnar um börn með sykursýki er nú komin af stað af fullum þunga og eru handritshöfundar að leggja síðustu hendur á gerð handritsins. Aðalfundur félagsins var haldinn í janúar síðastliðinn og hefur mæting oft verið betri . En meðal annars var á fundinum kosin ný stjórn og eru fyrrum stjórnarfólki þakkað kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Dropans Væntanlega verður aðalfundur Dropans haldinn í janúar og hvetjum við foreldra til að koma á fundinn og þá sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa.

Núverandi stjórn Dropans fyrir starfsárið 2024­2025 er þannig skipuð:

Birgir Hilmarsson formaður

Ólína Halla Magnúsdóttir gjaldkeri

Rebekka Rafnsdóttir meðstjórnandi

Vigdís Hlíf Sigurðardóttir meðstjórnandi

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson meðstjórnandi

Með kærri kveðju

Birgir Hilmarsson Formaður Dropans

Kristinn um störf sín fyrir IDF

Í júlí 2025 tók ég þátt í leiðtogaþjálfunarbúðunum Youth Leadership Lab, skipulögðum af International Diabetes Federation Europe, í þriðja skiptið. Búðirnar fóru fram í Parma á Ítalíu, og í ár gegndi ég hlutverki yfirleiðbeinanda (Senior Mentor), þar sem ég studdi leiðbeinendur í starfi þeirra með þátttakendum.

Markmið búðanna er að efla ungt fólk með diabetes týpu 1 og þjálfa það í að verða málsvarar (advocates) sem geta haft áhrif á stefnumótun og réttindi fólks með diabetes, bæði heima fyrir og á evrópskum vettvangi.

Hver ferð hefur kennt mér eitthvað nýtt og dýrmætt.

Fyrsta árið var ég þátttakandi – þar lærði ég að standa með sjálfum mér og öðrum og öðlaðist sjálfstraust til að nota eigin rödd. Annað árið fór ég sem leiðbeinandi, og áttaði mig á að leiðtogahlutverk snýst ekki um að stjórna heldur að hlusta og skapa pláss fyrir aðra. Í þetta skipti, sem yfirleiðbeinandi, lærði ég mest um verkefnastjórnun og hvernig best er að leiða teymi með ólíka reynslu og skoðanir.

Vikan var full af innblæstri. Við hlustuðum á leiðtoga sem hafa helgað sig því að bæta líf fólks með diabetes og tókum þátt í vinnustofum um málsvörn, samskipti og áhrif. Í lokin kynntu hóparnir sín verkefni – hugmyndir sem margir halda áfram að þróa eftir búðirnar, sem sýnir hversu öflugt þetta tækifæri er. Sérstaklega minnisstæð voru samtölin við þátttakendur frá öðrum löndum. Þau minntu mig á hvað við erum heppin á Íslandi með margt, en líka hvað við getum lært af öðr um sem gera hluti á annan hátt.

Að taka þátt í YLL þrisvar sinnum hefur haft djúp áhrif á mig. Ég hef þróast bæði sem einstaklingur og leiðtogi, og það er ómetanlegt að sjá ungt fólk finna rödd sína og trú á eigin getu.

Ég hvet alla sem þekkja einhvern á aldr inum 18–30 ára með diabetes týpu 1 til að kynna honum þetta tækifæri. Youth Lead ership Lab er vettvangur sem breytir lífi –þar sem þekking, vinátta og áhrif mætast.

9 algengar ranghugmyndir um Tegund 2 sykursýki og insúlín

Hugmynd: Insúlín þýðir að mér hefur mistekist. Alls ekki. Jafnvel þó þú hafir gert allt rétt til að passa upp á blóðsykurinn geturðu samt þurft að fá insúlín. Tegund 2 sykursýki er sjúkdómur sem þróast. Brisið, sem býr til insúlín, getur einfaldlega ekki lengur haldið í við þörf líkamans fyrir insúlín. Tíu árum eftir greiningu er um það bil annar hver kominn á insúlín meðferð. Mataræði og hreyfing er alltaf mikilvægt, en með tímanum er algengt að þurfa meiri lyfjagjöf til að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Þetta þýðir alls ekki að þér hafi mistekist neitt, það er bara svona sem sjúkdómurinn hagar sér.

Hugmynd: Ég þyngist af insúlíni. Það er rétt að insúlín og þyngdaraukning fylgjast gjarnan að. Það getur vissulega verið pirrandi, þar sem það að halda líkamsþyngdinni í skefjum er mikilvægur hluti meðferðarinnar. En það er ekki insúlínið í sjálfu sér sem veldur þyngdaraukningunni.

Hugmynd: Fyrst ég þarf að fá insúlín er ég orðin/n veikari en áður.

Nei, það þýðir ekki að þér hafi versnað af sjúkdómnum. Insúlínið mun hjálpa þér að stýra sjúkdómnum betur. Staðreyndin er sú að Tegund 2 sykursýki er alvarlegur sjúkdómur, hvernig svo sem þú hefur stjórn á honum, en allt of fáir gera sér grein fyrir því. Þú getur verið með of háan blóðsykur í langan tíma og bara liðið ágætlega. Margir halda að „smávegis“ sykur í blóði sé lítilvægt vandamál miðað við mörg önnur. En í laumi skaðar þessi hái blóðsykur taugar, hjarta og smáæðar í augum og nýrum. Aðalatriðið er að halda blóðsykrinum í jafnvægi og eins nálægt eðlilegum gildum og hægt er, óháð því hvort það er gert með pillum, hreyfingu, insúlíni eða samblandi af öllu þessu.

Hugmynd: Það er sársaukafullt að sprauta sig með insúlíni.

Ekki lengur. Í dag eru nálarnar orðnar mjög fínar, bæði stuttar og örþunnar. Mörgum kemur á óvart hve lítið þau finna fyrir stungunni. Í húðinni

á kviðnum, þar sem flest sprauta sig, eru líka miklu færri sársaukanemar en t.d. á fingrunum. Flest finna miklu minna fyrir að stinga sig með insúlínpenna en að stinga sig í fingur til að mæla blóðsykurinn.

Insúlínið hjálpar líkamanum að nýta fæðuna betur. Insúlínið hleypir glúkosa inn í frumurnar og blóðsykurinn lækkar, sem er gott. En ef þú ekki aðlagar mataræði þitt, heldur innbyrðir fleiri hitaeiningar en þú þarft munu frumurnar líka fá meiri blóðsykur en þær þurfa. Orkan sem frumurnar nota breytist þá í fitu og þú þyngist. Ef þú hefur áhyggjur af þessu skaltu biðja um viðtal við næringarráðgjafa og fá hjálp við að aðlaga mataræðið að breyttri lyfjagjöf.

Hugmynd: Insúlín getur valdið hættulega lágum blóðsykri.

Það er hugsanlegt, en sjaldgæft. Fólk með Tegund 2 sykursýki er í minni hættu að fá of lágan blóðsykur en þau sem eru með Tegund 1 og nýjar og betri gerðir insúlíns minnka einnig þessa hættu verulega. Lærðu að þekkja einkenni of lágs blóðsykurs og hvernig þú getur á sem auðveldastan hátt náð honum upp aftur. Ef hendurnar byrja að skjálfa, þú ferð að svitna eða finnur fyrir svima eða hungri ætti að nægja að fá þér eitthvað sætt, t.d. ávaxtasafa eða þrúgusykur og þá ætti blóðsykurinn að hækka fljótt aftur.

Hugmynd: Insúlín veldur skaða á nýrum og augum. Sumir tengja insúlín við ótímabæran dauða, nýrnabilun, blindu og hjartasjúkdóma. Þessi hugmynd um að insúlín skaði líffærin kemur oft til af því að hafa fylgst með einhverjum nánum veikjast alvarlega vegna afleiðinga sykursýki. En þessir fylgikvillar, sem voru mun algengari áður fyrr, eru fylgifiskar sykursýkinnar, ekki insúlínsins. Þvert á móti getur

það að byrja á insúlíni nógu snemma komið í veg fyrir, eða amk seinkað verulega, að slíkir fylgikvillar komi fram.

Hugmynd: Ég verð háð/ur insúlíninu.

Nei, insúlín er ekki lyf sem þú getur orðið háð/ur. Insúlín er náttúrulegt hormón sem líkaminn á sjálfur að framleiða nóg af. Það er heldur ekki reyndin að líkaminn aðlagist því að fá insúlínið í sprautuformi og slökkvi á framleiðslu þess vegna.

Hugmynd: Insúlín er síðasta úrræðið. Áður fyrr var litið svo á að insúlín væri úrslitaúrræðið við Tegund 2 sykursýki. Í dag vitum við að sé insúlíni bætt við fyrr hjálpar það fólki að halda góðri heilsu lengur og komast hjá fylgikvillum. Sum reyna allt annað án þess að ná góðri blóðsykurstjórnun áður en þau samþykkja að byrja á insúlíni, þegar staðreyndin er sú að insúlínið gæti hjálpað þeim svo miklu meira en önnur úrræði. Það er heldur ekki rétt að sértu einu sinni byrjuð/byrjaður á insúlíni þá sé útilokað að hætta því aftur. Það fer alveg eftir því hver staðan er á eigin framleiðslu líkamans á insúlíni. Framleiði líkaminn enn sitt eigið insúlín er oft hægt að auka insúlínnæmið þannig að eigið insúlín og önnur lyf verði nægileg til að halda blóðsykrinum í skefjum. Að létta sig, hreyfa sig meira, sofa betur og minnka streitu hjálpar allt til að auka insúlínnæmið í líkamanum.

STAÐREYND

Hugmynd: Insúlín mun skerða lífsgæði mín.

Mörg halda að þegar þau byrja á insúlíni muni þau glata hluta af frelsi sínu, þau geti ekki lengur verið sjálfstæð, búið ein, farið út að borða eða ferðast. Ekkert af þessu er rétt. Með smávægilegri skipulagningu geturðu gert hvað sem þú vilt og sem þú varst vön/vanur að gera áður. Í rauninni upplifa mörg að líf þeirra breytist verulega þegar þau byrja að nota insúlín, til hins betra. Þau finna fyrir meiri sveigjanleika, meiri orku og finnst þau hafa betri stjórn á sínum sjúkdómi.

Þýtt úr sænska Diabetes, Fríða Bragadóttir

Mikilvægara að sofa

vel en að borða vel

Nýjar rannsóknir sýna að lélegur og ónógur svefn ýtir miklu meira undir hættuna á því að fá T-2 sykursýki en óheilsusamlegt mataræði, og sá sem sefur illa og lítið getur ekki minnkað áhættu sína með því að borða hollt.

Ósvikið berjabragð, enginn viðbættur sykur

Sulturnar frá Good Good bæta sætu berjabragði við heilsuvæna morgunverðarborðið. Þær eru alltaf gómsætar, lágkolvetna, notast eingöngu við náttúruleg sætuefni og engum sykri er bætt við.

Fræðsla um diabetes og lífið með diabetes

Einn megintilgangur félagsins er að fræða samfélagið um sjúkdóminn okkar og lífið með honum.

Það kemur fyrir að við erum beðin um að koma á vinnustaði og til félagasamtaka og fræða fólk um diabetes. Nýlega vorum við gestir á fundi hjá hjúkrunarfræðingum sem sinna sérstaklega fólki með sykursýki, og var það afar ánægjuleg heimsókn, að hitta og skiptast á upplýsingum og skoðunum við fólkið sem er hinum megin við borðið. Einnig höfum við hitt fólk sem sinnir fötluðu fólki í dagþjónustu, en það fólk þarf einmitt meira en margir aðrir á því að halda að aðstoðarfólkið þekki vel til og kunni til verka.

Við hvetjum fólk til að skoða í kringum sig hvort það þekki til á vinnustöðum þar sem þörf gæti verið fyrir svona fræðslu. Beiðni má senda í tölvupósti í netfang: diabetes@diabetes.is

Á gottogeinfalt.is er að finna:

• Einfaldar uppskriftir sem taka mið af opinberum ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði

• Nákvæmar upplýsingar með hverri uppskrift um næringarefnainnihald.

Við viljum vekja athygli á vefnum Gott og einfalt sem er nýr matarvefur sem gerir hollt mataræði aðgengilegt, einfalt og skemmtilegt fyrir alla – bæði reynda og óreynda í eldhúsinu. Vefurinn á að vera aðgengilegum flestum.

Gott og einfalt er samstarf SÍBS og Krabbameinsfélags Íslands, unnið í samvinnu við embætti landlæknis. Verkefnið er rekið án hagnaðarsjónarmiða í þágu almennings.

Endilega deilið vefnum með fjölskyldu, vinum og vinnufélögum eða innan stofnana.

gottogeinfalt

gottogeinfalt

• Fjölbreytta leitarmöguleika, þar sem m.a. má útiloka algenga ofnæmisvalda

• Vikumatseðla sem hjálpa til við skipulagið

• Innkaupalista sem uppfærist sjálfkrafa eftir fjölda skammta og er tilbúinn til að deila

• Skýrar eldunarleiðbeiningar sem henta jafnvel óreyndum í eldhúsinu

• Fræðslu og ráð um hollustu, sparnað, matarsóun og margt fleira

Rúllaðu upp ly

agjöfinni

Ly askömmtun Ly avers

Ly askömmtun hentar fólki á öllum aldri sem taka lyf og/eða bætiefni að staðaldri og vilja einfalda líf sitt, spara tíma og auka öruggi við ly ainntöku.

Lyfin eru afhent í rúllu þar sem hver skammtur er sérmerktur, rétt lyf á réttum tíma, dag- og tímasettir skammtar sem styðja við að ly ataka gleymist ekki.

ly aver.is/ly askommtun ly aver@ly aver.is

Sími: 533 6100

Skannaðu kóðann fyrir nánari upplýsingar.

IDF ­ Youth Leadership Lab 2025

Síðastliðinn júlí héldu þau Kristinn Ingi Reynisson, Þórhildur Kristbjörnsdóttir og Viktoría Rún Estherardóttir fyrir hönd Diabetes Íslands til Parma á Ítalíu til að taka þátt í sumarbúðum á vegum IDF Europe (International Diabetes Federation - Europe). Sumarbúðirnar nefnast Youth Leadership Lab og hafa það markmið að tengja saman ungmenni með sykursýki týpu 1 um alla Evrópu ásamt því að kynna þeim fyrir fjölbreyttri hagsmunabaráttu í þágu fólks með sykursýki týpu 1. Tilgangur sumarbúðanna snýst því um að kynna fyrir hvoru öðru alls kyns aðferðir, tæki og tól sem hægt er að heimfæra yfir í t.d. samtökin okkar á Íslandi. Þetta var þriðja skiptið sem Kristinn tók þátt í þessum sumarbúðum, í þetta sinn sem senior-leiðbeinandi, en Þórhildur og Viktoría fóru sem þátttakendur.

Þórhildur:

Í gegnum vikuna tókum við þátt í ótal mismunandi vinnustofum, hlustuðum á fyrirlestra, unnum hópverkefni ásamt því að brjóta upp á prógrammið með alls konar leikjum og hreyfingu. Það var mjög áhugavert að hitta ungmenni frá allri Evrópu sem höfðu öll ólíka reynslu frá sínum heimalöndum. Í raun fjölluðu vinnustofurnar annars vegar um alls konar málefni sem tengjast hinu daglegu lífi með sykursýki týpu 1 og hins vegar um hagsmunabaráttu og verkefnastjórnun. Við fengum hraðnámskeið um það hvernig maður setur á laggirnar verkefni í samvinnu með öðrum og unnum svo hópverkefni í tengslum við það.

Hópverkefnið sem ég vann snerist um að búa til við burð í samstarfi við Framkvæmdastjórn Evrópusam bandsins sem snýr að því að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar í tengslum við bæði sykurstjórnun og andlega heilsu ungs fólks með sykursýki týpu 1. Nýlega var mér boðið að taka sjálf þátt í viðburðinum og segja frá minni reynslu á því að hreyfa mig reglulega til að viðhalda góðri sykurstjórnun og andlegri heilsu, eitthvað sem ég brenn mikið fyrir sjálf.

Viðburðurinn verður haldinn á Evrópuþinginu í Brussel næstkomandi nóvember í tilefni alþjóðlegs dags sykur sýki og ég hlakka mikið til að prófa mig áfram í þessum heimi.

Í heildina var þetta bæði áhugaverð og áhrifarík vika og var það virkilega gaman að sjá hvað hin ýmsu diabetes samtök í Evrópu eru öflug og hugmyndarík þegar kemur að hagsmunabaráttu og að virkja félaga sína. Sjálfri finnst mér svona starfsemi gefandi á marga vegu þar sem maður kynnist frábæru fólki á leiðinni og fær að vinna með málefni sem maður hefur mikla og persónulega reynslu á. Ég get heilshugar mælt með því að ungt fólk með sykursýki á Íslandi kynni sér bæði starfsemi

Að búa sér til nýjar venjur

Aukin hreyfing og bætt mataræði geta frestað því að fram komi fylgikvillar sykursýki, eða jafnvel alveg komið í veg fyrir slíkt. Að draga úr streitu og reykja og drekka minna bætir líka tilveruna alla. En af hverju er svona erfitt að losna við gamla ávana?

Matarvenjur okkar og það hversu mikið við hreyfum okkur hefur afgerandi þýðingu varðandi það hvort við fáum lífstílssjúkdóma eins og Tegund2 sykursýki, en einnig fylgikvilla sykursýki, eins og hjarta- og æðasjúkdóma. En þrátt fyrir að við vitum þetta flest öll þá er sko alls ekki svo auðvelt að taka upp nýja og heilbrigðari lífshætti. Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlunum rekur hver tískumatarkúrinn annan og upplýsingaflæðið um heilsu, næringu og hreyfingu virðist engan enda ætla að taka. Þrátt fyrir þetta, eða kannski einmitt þess vegna, getur verið afar flókið fyrir fólk að átta sig almennilega á því hvað það á að borða, og það á ekkert frekar við fólk með sykursýki en aðra. Mataræðisleiðbeiningar sem eru á kreiki eru í besta falli mótsagnakenndar. Þó eru nokkur atriði sem flestir eru sammála um. T.d. eru flestir orðnir sammála um að mettuð fita, eins og t.d. í smjöri og rjóma, sé ekki eins vond og menn héldu áður, en hún ætti samt ekki að vera meira en um þriðjungur þeirrar fitu sem neytt er. Einnig vitum við að fjölómettuð fita, eins og t.d. er í sól blómaolíu og feitum fiski, getur bætt insúlínnæmið. Algengustu mistökin eru þau að fólk setur sér of háleit markmið, eins og t.d. að ætla sér að léttast um 15 kíló eða fara að hlaupa þrisvar í viku. Rétt er hins vegar að muna að jafnvel mjög litlar breytingar geta haft mikil áhrif á blóðsykur og insúlinnæmi. Best er að setja sér lít il markmið sem eiginlega er ekki hægt annað en að ná.

Gott dæmi: „næstu þrjár vikur ætla ég að borða gróft brauð með sardínum alltaf þegar ég hefði annars fengið mér hvítt brauð“ eða „næsta mánuðinn ætla ég ekki að nota lyftuna í vinnunni, heldur ganga upp og niður stigana“. Tilfinningin um að hafa náð mark

miði sínu hvetur mann áfram til að setja ný og stærri markmið.

Gott er að stunda hreyfingu þrisvar í viku, en fyrir marga er mjög stórt skref að fara úr því að hreyfa sig ekkert í að hreyfa sig markvisst þrisvar í viku. Flestir vita að hreyfing er holl, en ekki hversu virkilega vont hreyfingarleysi er. Rannsóknir hafa sýnt að bara það að standa upp einu sinni á hverjum hálftíma og ganga um í örfáar mínútur, jafnvel undir 5 mínútum, getur haft mikil áhrif á blóðsykur og virkni insúlíns.

Fyrir aðra getur það verið aðalmálið að nota lítil markmið til þess að minnka streitu, draga úr reykingum eða minnka áfengisneyslu. Góð hugmynd er að fá heilsufarsmælingar áður en byrjað er, svo hægt sé að mæla árangurinn.

Þýtt úr sænska Allt om Diabetes, nr 3/2017

UngDiabetes

Við í stjórn Ung Diabetes viljum hvetja öll á aldrinum 18-35 ára að ganga í facebook hóp félagsins og taka þátt í starfinu, þó það væri ekki nema bara með þátttöku í viðburðum. Á viðburðunum okkar gefst fólki möguleiki á að spjalla og deila sinni reynslu á afslappaðan og óformlegan hátt. Því miður hefur mæting og þátttaka ekki verið nægilega góð hingað til, og við viljum mjög gjarnan heyra frá ykkur um hvað þið viljið að við gerum saman.

Ung Diabetes stefnir á næstu misserum á að byrja óformlega stuðningsfundi, þá verður auglýst á facebook hópnum staðsetning sem fólk hittist og getur spjallað og keypt sér veitingar ef það hefur áhuga á. Við viljum skapa sterkt og stuðningsríkt samfélag fyrir ungt fólk með diabetes, og það gerum við best með því að hittast og deila reynslu okkar, hvort sem það er við píluspil eða kaffibolla.

Fylgstu með á samfélagsmiðlum Ung Diabetes fyrir upplýsingar um næstu hittinga og dagskrá!

Þórhildur:

Í gegnum vikuna tókum við þátt í ótal mismunandi vinnustofum, hlustuðum á fyrirlestra, unnum hópverkefni ásamt því að brjóta upp á prógrammið með alls konar leikjum og hreyfingu. Það var mjög áhugavert að hitta ungmenni frá allri Evrópu sem höfðu öll ólíka reynslu frá sínum heimalöndum. Í raun fjölluðu vinnustofurnar annars vegar um alls konar málefni sem tengjast hinu daglegu lífi með sykursýki týpu 1 og hins vegar um hagsmunabaráttu og verkefnastjórnun. Við fengum hraðnámskeið um það hvernig maður setur á laggirnar verkefni í samvinnu með öðrum og unnum svo hópverkefni í tengslum við það.

E I N F Ö L D M Æ L I N G

Hópverkefnið sem ég vann snerist um að búa til viðburð í samstarfi við Framkvæmdastjórn Evrópusam bandsins sem snýr að því að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar í tengslum við bæði sykurstjórnun og andlega heilsu ungs fólks með sykursýki týpu 1. Nýlega var mér boðið að taka sjálf þátt í viðburðinum og segja frá minni reynslu á því að hreyfa mig reglulega til að viðhalda góðri sykurstjórnun og andlegri heilsu, eitthvað sem ég brenn mikið fyrir sjálf.

Viðburðurinn verður haldinn á Evrópuþinginu í Brussel næstkomandi nóvember í tilefni alþjóðlegs dags sykursýki og ég hlakka mikið til að prófa mig áfram í þessum heimi. Í heildina var þetta bæði áhugaverð og áhrifarík vika og var það virkilega gaman að sjá hvað hin ýmsu diabetes samtök í Evrópu eru öflug og hugmyndarík þegar kemur að hagsmunabaráttu og að virkja félaga sína. Sjálfri finnst mér svona starfsemi gefandi á marga vegu þar sem maður kynnist frábæru fólki á leiðinni og fær að vinna með málefni sem maður hefur mikla og persónu lega reynslu á. Ég get heilshugar mælt með því að ungt fólk með sykursýki á Íslandi kynni sér bæði starfsemi Diabetes Ísland (sérstaklega Ung Diabetes) og sumar búðirnar á vegum IDF Europe.

Háþróuð nákvæmni

Uppfyllir kröfur ISO-staðla og meira til

Handhægt

Einstök strimlahönnun með þægilegri brún

Auðvelt að taka einn strimil úr í einu.

Þjónusta fyrir fótamein tengd sykur­ sýki á Íslandi

Áskorunin við fótamein í sykursýki

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem getur valdið ýmsum fylgikvillum, meðal þeirra eru fótamein sem verða vegna skemmda í æðum og taugum. Skemmdirnar geta þróast smátt og smátt, yfir langt tímabil án þess að einstaklingurinn gefi því gaum. Þessar breytingar gera fætur viðkvæmar fyrir sárum og sýkingum. Fótamein geta skert hreyfigetu og lífsgæði og því er mikilvægt að fyrirbyggja þau meðal annars með að skima fætur fyrir fótavandamálum. Þörfin fyrir teymisvinnu

Umönnun fóta í sykursýki krefst margra sjónarhorna. Fótaaðgerðafræðingar, hjúkrunarfræðingar, innkirtlalæknar, skurðlæknar, sálfræðingar, atferlisfræðingar og næringarfræðingar geta allir átt þátt í meðferðinni. Alþjóðleg reynsla sýnir að þegar þessir fagaðilar vinna saman sem skipulagt teymi batnar árangur við meðferð sykursýki og hætta á alvarlegum fylgikvillum minnkar. Þetta hefur verið hvati að þróun nýrrar þjónustu hér á landi.

Stofnun nýrrar þjónustu

Landspítali hefur nú komið á fót fyrstu sérhæfðu fótameinagöngudeild fyrir einstaklinga með sykursýki á Íslandi. Kjarninn í þjónustunni er samvinna hjúkrunarfræðinga og fótaaðgerðafræðinga sem sérhæfa sig í fótaskimun og sárameðferð ásamt aðkomu innkirtlalækna. Aðrir sérfræðingar bætast við eftir þörfum. Þessi samþætta nálgun tryggir betur að einstaklingar fái rétta meðferð á réttum tíma með skýrum tilvísunarleiðum og sterkari áherslu á forvarnir.

Hvernig þjónustan starfar

Þjónustan byggir á stigskiptu kerfi sem miðar að því að veita rétta umönnun út frá áhættu einstaklingsins. Allir einstaklingar með sykursýki eru hvattir til reglulegra formlegra fótaskimana eða a.m.k. einu sinni á ári. Skimað er fyrir taugaskaða, metið er blóðflæði niður í fætur, fótalögun og húðbreytingum. Einstaklingar raðast í áhættuflokk og fá meðferðaráætlun og tíma fyrir eftirfylgd byggða á niðurstöðum.

Fótameinateymi göngudeildar innkirtla frá vinstri Hafdís, Elva, Arndís, Scott, Edda, Ída og Rúna.

Fótahágæsla innkirtladeildar. Einstaklingar með fyrri sár, aflaganir eða flókin fótavandamál eru undir reglulegu eftirliti. Meðferð beinist að forvörnum með því að fyrirbyggja endurkomu eða myndun sára, meðhöndla húð- og naglavandamál og meta fótabúnað.

Sáramóttaka innkirtladeildar. Einstaklingar með fótasár fá greiningu á sárum, viðeigandi meðferð og veittar eru ráðleggingar til annara meðferðaraðila. Þverfagleg teymisþjónusta. Alvarlegustu tilfellin, svo sem sár með sýkingu, blóðþurrð eða grun um Charcotfót, eru meðhöndluð af teymi sem samanstendur af innkirtlalæknum, fótaaðgerðafræðingum og hjúkrunarfræðingum og annarra sérfræðinga eftir þörfum. Reglulegir teymisfundir tryggja samhæfða og markvissa meðferð.

Af hverju þetta skiptir máli

Með samþættri þjónustu sem spannar allt frá skimun til háþróaðrar meðferðar er nú til staðar heildstætt kerfi fyrir fótamein einstaklinga með sykursýki á Íslandi. Þjónustan tryggir snemmbæra greiningu, skjót viðbrögð við alvarlegum vandamálum og sérhæfða eftirfylgd fyrir þá sem eru í mestri áhættu.

Fram á við

Markmiðið er ekki aðeins að meðhöndla heldur einnig að fyrirbyggja. Með aukinni vitund, fræðslu og skýrum tilvísunarleiðum er stuðlað að því að draga úr mannlegum og samfélagslegum kostnaði fótameina í sykursýki. Stofnun sérhæfðrar fótameinagöngudeildar á Landspítala er stórt framfaraskref sem styður við bæði einstaklinga og heilbrigðiskerfið og setur Ísland á stall með bestu alþjóðlegu fyrirmyndunum.

Hægt er að hafa samband við fótateymið á göngudeild innkirtla og efnaskipta í síma 543-1000 eða fá tilvísun á göngudeildina frá heilbrigðisstarfsfólki.

Ráðleggingar um umhirðu fóta

Dagleg umhirða

• Athugaðu hvort þú sérð eða finnur blöðrur, sár, sprungur, eða merki um sýkingu svo sem roða, hita, bólgu eða verk.

• Athugaðu hvort þú finnur hitastigsmun milli hægri og vinstri fótar.

Arndís hjúkrunarfræðingur sinnir einstaklingi með fótasár

• Þvoðu fætur með mildri sápu þegar þú ferð í bað eða sturtu. Gættu þess að skola sápuna vel af og þurrka milli tánna að því loknu.

• Notaðu rakakrem daglega til að koma í veg fyrir að húðin rofni eða springi. Kremið á ekki að fara milli tánna.

Umhirða tánagla

• Klipptu táneglur oft en lítið í einu.

• Varastu að klippa upp í kviku eða þannig að skarpar brúnir verði eftir sem geta sært.

• Ekki klippa niður með hliðum naglanna, það eykur líkur á inngrónum nöglum.

• Leitaðu aðstoðar fótaaðgerðarfræðings ef umhirða fóta reynist erfið.

Sokkar

• Mikilvægt er að skipta um sokka daglega.

• Þröngar teygjur geta aukið bjúg og saumar á sokkum geta valdið sárum. Best er að nota saumlausa sokka með víðri teygju.

• Aldrei ætti að ganga berfættur því það eykur líkur á myndun sára.

Skór

• Algengasta orsök fótasára eru skór sem passa illa.

• Þegar nýir skór eru keyptir er best að máta þá seinni part dags þegar fóturinn hefur náð hámarks breidd.

• Skór eiga að passa frá upphafi, saumar mega ekki nuddast við húð og þá á ekki að þurfa að ganga til.

• Í hvert skipti sem þú ferð í skóna þína skaltu ganga úr skugga um að engir aðskotahlutir séu ofan í skónum og að ekkert hafi stungist upp í sólann.

Minniháttar áverkar svo sem blöðrur eða fleiðursár

• Ef lítil grunn sár eða blöðrur sjást þarf að setja sáraumbúðir yfir. Mikilvægt er að skipta um umbúðir og fylgjast með ástandi sáranna daglega. Ekki sprengja blöðrur.

• Ef ekki er greinilegur gróandi eða ef um merki eru um sýkingu (bólga, hiti, roði eða verkir) er mikilvægt að hafa samband við heilbrigðisstarfsmann sem fyrst.

Þegar einstaklingar missa varnarskynið í fótum vegna taugaskaða geta þeir ekki orðið varir við áverka eins og skrúfu í skónum sem getur valdið fótasári og frekari alvarlegum afleiðingum.

Skammast þú þín?

Rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og í Svíþjóð hafa sýnt að meira en annar hver einstaklingur með sykursýki skammast sín fyrir að vera með sjúkdóminn. Fimmti hver forðast alfarið að sprauta sig með insúlíni og mæla blóðsykur þar sem aðrir sjá til og meira en helmingurinn segist alls ekki segja frá sykursýkinni í ráðningarferli nema þeir séu spurðir sérstaklega en helst ekki fyrr en eftir að þeir hafa fengið vinnuna. Þegar fólk er spurt hvers vegna eru svörin á ýmsan veg, en flestir segja:

• Að þau vilja ekki fá á sig ásakanir fyrir að hafa sjálf valdið sjúkdómnum, t.d. með ofþyngd.

• Að þau nenna ekki að fá misgáfulegar spurningar um mataræði og hreyfingu.

• Að þau vilja ekki valda öðrum óþægindum.

Þegar fólk skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm takmarkar það lífsgæði þess auk þess sem það getur beinlínis verið hættulegt ef fólkið í kring veit ekki að einstaklingurinn er með sykursýki, t.d. ef fólk fær alvarlegt sykurfall.

Það að vera í felum með stóran hluta tilveru sinnar hefur vond áhrif á andlega heilsu, það getur valdið mikilli streitu og kvíða, auk þess sem rannsóknir sýna að þau sem reyna að fela sykursýkina eru mjög oft með verri blóðsykurstjórnun en hinir og því í meiri hættu að fá fylgikvilla sykursýkinnar. Það er nefnilega þannig að þegar við erum kvíðin, þunglynd og finnum fyrir streitu þá verður svo margt í tilverunni erfiðara en þegar okkur líður vel, og það á líka við um það að hafa stjórn á sykursýkinni og hugsa um heilsuna almennt.

Jafnvel þó fjöldi þeirra sem greinast með sykursýki T2 hafi margfaldast á undanförnum áratugum eru enn á kreiki mikið af röngum hugmyndum um orsakir sjúkdómsins, meðferð hans og um það hvernig það er að lifa með honum. Flestir hafa heyrt talað um þessar staðalmyndir um sjúkdóminn og þá sem lifa með honum:

• Að fólk með sykursýki eigi sjálft sök á sjúkdómnum með því að borða of mikinn sykur eða vera of þungt.

• Að þau séu byrði á heilbrigðiskerfinu.

• Að þau geti læknað sig sjálf með því að drekka eitthvað töfravatn eða borða kanil. Fjölmiðlar hjálpa ekki til, en umræðan þar er oft á tíðum afar misvísandi. Fréttir gera ekki greinarmun á T1 og T2 sykursýki, gefa í skyn að koma megi í veg fyrir öll tilfelli sykursýki með réttu mataræði og nægri hreyfingu og oft fylgja með myndir að feitu fólki þar sem andlit fólksins eru skorin út úr rammanum. Oft eru líka réttar upplýsingar um T2 settar fram með villandi hætti. T.d. eru ofþyngd og hreyfingarleysi vissulega áhættuþættir gagnvart því að fá T2, en svo langt frá því að vera það eina sem hefur áhrif, þó stundum mætti ætla svo út frá umræðunni í samfélaginu. Margir áhættuþættirnir

eru hlutir sem fólk getur ekki haft neina stjórn á sjálft, t.d. kynþáttur, aldur og erfðir auk þess sem konur sem fengið hafa meðgöngusykursýki eru í mikið aukinni hættu á að fá T2 sykursýki, og líkurnar aukast með hverri meðgöngu þar sem blóðsykurinn fer úr skorðum. Raunar má segja að erfðir séu það stór áhrifaþáttur varðandi T2 sykursýki að næstum megi kalla hann fjölskyldusjúkdóm. Auðvitað er lífsstíll einn af þeim þáttum sem hafa mikil áhrif, en svo langt í frá eini þátturinn og lífsstílsbreytingar nægja alls ekki alltaf til þess að hafa stjórn á sykursýkinni eftir að hún er komin, þó umræðan sé oft á þann veg að fólk ætti bara að lækna sig sjálft með því að grenna sig, borða hollt og hreyfa sig meira. Eigin skömmun og samviskubit getur líka valdið fólki verulegum vanda, þegar mælingar koma ekki vel út fer fólk að ásaka sjálft sig „Af hverju stóð ég mig ekki betur?“ og oft bætir svo heilbrigðisfagfólkið sem á að aðstoða fólk við meðferðina um betur og talar niður til fólks þegar illa gengur að ná meðferðarmarkmiðum. Allt þetta eykur hættu á depurð og þunglyndi og dregur úr sjálfstrausti fólks, sem svo aftur gerir því enn erfiðara fyrir að fara eftir leiðbeiningunum og hugsa vel um sig og sjúkdóminn. Því miður er líka oft núningur á milli T1 og T2, sérstaklega hættir fólki með T1 og þeirra aðstandendum oft til að tala í neikvæðum tón og af vanþekkingu um þau sem hafa T2. Rétt er að muna að nýrri rannsóknir sýna að skilin milli mismunandi tegunda sykursýki eru alls ekkert eins klippt og skorin eins og við héldum áður. Margir sem greinast fyrst með T2 fá síðar breytta greiningu og teljast þá vera með T1, og farið er að tala um fleiri tegundir sykursýki, t.d. T1,5 sem er fólk sem sýnir einkenni sem lenda einhvers staðar mitt á milli T1 og T2.

Best væri að við öll hugs um áður en við tölum, stöndum saman út á við, öflum okkur þekkingar og reynum að dreifa henni út í samfélagið, til hagsbóta fyrir allt fólk með sykursýki. Það er nefnilega hollt fyrir okkar eigin heilsu að vera jákvæð og að vera góð hvert við annað.

Fríða Bragadóttir, frkvstj Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki

Að stjórna sínu eigin lífi

Fjórar leiðir til að takast á við daglegt líf þrátt fyrir sykursýki. Til eru ýmsar aðferðir og leiðir sem geta hjálpað þér við að takast á við daglegt líf. Hér verður lítillega fjallað um gott sjálfstraust, sjálfsþekkingu, sjálfsvitund og sjálfsábyrgð. Þegar við þurfum að takast á við daglegt líf með öllu sem því fylgir ásamt því að glíma við langvinnan sjúkdóm, sem hefur margskonar einkenni sem erfitt er að hafa stjórn á, eru þessi atriði sérstaklega mikilvæg.

1. Sjálfstraust

Sjálfstraust þitt hefur áhrif á vilja þinn til sjálfsstjórnunar. Þú ert með sykursýki og stundum getur hún valdið vandamálum. Ekki nota það sem afsökun að vera með sykursýki s.s. af því að ég er með sykursýki er ég ekki forstjóri, frægur leikari og svo framvegis. Vandamál sem koma upp í lífi þínu eru ekki aðalatriðin heldur hvernig þú meðhöndlar þau og nærð að vinna úr þeim. Reyndu að hugsa um jákvæðu atriðin og einbeittu þér að því sem þú getur gert en ekki því sem þú getur ekki gert. Prófaðu að gera lista yfir neikvæðar hugsanir og finndu síðan eitthvað jákvætt til að setja á móti. Einnig er gott að setja sér markmið og ákvarða hvaða leið á að fara til að ná þeim.

2. Sjálfsþekking

Aflaðu þér góðrar þekkingar á einkennum sykursýkinn ar og hafðu skilning á því hvernig hún lýsir sér hjá þér. Slíkt auðveldar þér að læra að lifa með sykursýkinni og dregur úr kvíða og streitu. Þekktu vel einkenni þín og hvernig best er að tryggja eigið heilbrigði. Ef þú ert í vafa um einhverja þætti sykursýkinnar hafðu þá sam band við lækni þinn eða Diabetes Ísland. Að deila reynslu sinni með öðrum sem þekkja hvernig er að lifa með sykursýki er ein leið til þess að öðlast meiri þekkingu og þú upplifir þig ekki eins einangraðan.

3. Sjálfsvitund

Þitt viðhorf er mikilvægt til að byggja upp jákvæðni gagnvart fólki með sykursýki og það hefur áhrif á sjálfsvitund þína. Fyrst og fremst ert þú sjálfstæð manneskja, með eigin stærð, lögun, lit, aldur, þekkingu, hæfni og metnað, með sykursýki. Hafðu í huga að sykursýki er það sem þú ert með en EKKI það sem þú ert. Vitneskjan um að þú ert með sykursýki getur breytt hugsunarhætti þínum, tilfinningum og hegðun. Á sama hátt getur hugsunarháttur þinn, tilfinningar og hegðun breytt sykursýki þinni. Algengt er að fólk með sykursýki upplifi það að tilfinningar þess og geðshræringar hafi áhrif á það hversu oft það lendir í vandræðum með blóðsykurinn. Því er nauðsynlegt fyrir fólk með sykursýki að temja sér jákvæðan hugsunarhátt og þekkja vel tilfinningar sínar, það getur í raun stuðlað að jafnari

400

Sinnum dýrara en nauðsynlegt er –það er verðlagningaraðferðin sem lyfja framleiðendurnir nota fyrir diabetes lyfin sem þau framleiða. Rannsóknir sýna að bæði þyngdarstjórnunarlyf og nýjustu og bestu insúlínpennana mætti bjóða til sölu í fátækustu löndunum á viðráðan legu verði ef þessi fyrirtæki settu ekki ævintýralega háan hagnað í forsæti.

CloudCare

Ný fjarvöktunarþjónusta fyrir fólk með sykursýki tegund 1

Sífellt fleiri greinast og lifa með sykursýki tegund 1 , bæði hérlendis og erlendis. Á sama tíma er skortur á sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem veldur því að ekki er alltaf hægt að tryggja öllum þjónustu sem þeir þurfa innan skynsamlegra tímamarka. Sýnt hefur verið fram á að tæknilausnir bæta lífsgæði fólks með sykursýki og draga úr álagi. Tæknin þróast ört og eru yfir 90 % allra með tegund 1 sykursýki á Íslandi með sírita.

Hvað er Cloud Care ?

CloudCare er nýleg stafræn lausn sem teymi göngudeildar Innkirtlasjúkdóma á Landspítala nýtir til að styðja fólk með tegund 1 sykursýki. Kerfið tengist beint við sírita, óháð tegund, og safnar saman blóðsykursgögnum. Með hjálp gervigreindar er hægt að greina breytingar á blóðsykri og fylgjast með hvort gildin séu innan eða utan meðferðarmarkmiða.

Ef gildin fara úr jafnvægi flaggar kerfið viðkomandi. Þá getur teymi göngudeildarinnar haft samband og boðið aðstoð þegar vandamál koma upp – án þess að sjúklingurinn þurfi sjálfur að leita fyrst.

Kynntuþér kosti CloudCare

Reglulegt eftirlit, án þess að mæta á göngudeildina

Kerfið fer yfir sjálfkrafa yfir stöðuna á fjögurra vikna fresti, en hægt er að aðlaga eftirlitið eftir þörfum hvers og eins.

• Ef blóðsykur er í jafnvægi kemur engin aðvörun upp, en kerfið heldur samt áfram að fylgjast með.

• Ef eitthvað breytist til hins verra, fær teymið tilkynningu og getur gripið inn í.

• Notendur geta líka haft samband í gegnum Heilsuveru ef spurningar vakna.

Þannig tryggir kerfið reglulegt eftirlit með blóðsykrinum án þess að viðkomandi þurfi að mæta

Smáforrit sem sýnir yfirlit

CloudCare tengist smáforritinu Diabeter, sem veitir notendum skýra yfirsýn. Þar fá notendur einfalt yfirlitskort sem kallast hitakort sem sýnir blóðsykur síðustu þrjár vikur. Litakóðun gerir það auðvelt að sjá hvort gildin séu

í lagi:

• Grænt: innan marka

• Blátt: of lágt

• Gult: aðeins yfir marki

• Rautt: of hátt

Þannig má fljótt greina mynstur, til dæmis ef lágt gildi kemur reglulega fram á sama tíma dags

Hvernig skrái ég mig?

Fjöldi þeirra sem getur skráð sig í rafrænt eftirlit eykst ár frá ári og hefur fólki sem er í eftirliti á göngudeildinni verið boðið pláss að handahófi. Það eina sem þeir sem eru í rafrænu eftirliti þurfa að gera dags daglega er að tryggja að sírita-appið sé tengt og uppfært.

*engin gögn til, áætlun

**2023

Áhugaverðar tölur frá Norðurlöndunum

Fjöldi fólks með greint diabetes T1:

fólks

fólks með aðrar tegundir

undir 18 ára

Diabetes tegund 5 staðfest og viðurkennd

– hefur áhrif á milljónir manna

Nýtt form af diabetes – tegund 5 – fær nú alþjóðlega viðurkenningu. Sjúkdómurinn er tengdur vannæringu og hefur áhrif á milljónir manna, ef hefur lengi verið hundsaður.

Um er að ræða alvarlegan insúlínskort sem fyrst og fremst kemur fram hjá grönnu og undirnærðu ungu fólki í lág- og meðaltekju löndum. Talið er að T-5 diabetes hrjái um 20-25 milljónir manna um allan heim, mest í ákveðnum hlutum Asíu og Afríku.

Sjúkdómurinn er ekki nýr- læknar hafa talað um hann í 70 ár – en hann hefur að mestu verið ósýnilegur í alþjóðlegu samhengi og oft verið ruglað saman við bæði T-1 og T-2.

Nú hafa rannsóknir sýnt að T-5 er allt annað; orsökin er ekki frá ónæmiskerfinu komin, eins og T-1, og ekki heldur vegna minnkandi insúlínnæmis, eins og T-2. Orsökin sýnist vera að þroska briskirtilsins er hamlað vegna langvarandi vannæringar í bernsku.

Peter Schwarz, forseti alþjóðlegu Diabetes samtakanna (IDF): “Þetta er sögulegt skref í skilningi okkar á diabetes. Þessi sjúkdómur hefur allt of lengi verið hundsaður. Við erum að tala um milljónir manna sem ekki fá rétta greiningu eða meðhöndlun. Við erum að tala um jafnrétti, vísindi og það að bjarga lífum fólks.”

Nú hefur verið settur á stofn alþjóðlegur vinnuhópur sem á að setja upp skýr greiningarviðmið og meðferðarleiðbeiningar, svo og fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Um mat, mataræði og hreyfingu

Auðveldara er að eiga gott líf með sykursýki ef þú veist hvað er hollt mataræði og góðar venjur. En, þekking er ekki nóg þegar um er að ræða að velja rétt. Hvers vegna við veljum eins og við gerum tengist því að gerðir okkar stjórnast mikið af tilfinningum. Við hegðum okkur oft algjörlega þvert á það sem við vitum að er hollast til lengdar, og gerum bara það sem okkur langar mest til hér og nú.

Til að ná stjórn á tilfinningum okkar og breyta óæskilegum venjum er gott að reyna fyrst að verða meðvitaður um eigin gerðir. Reyndu að skilja hvers vegna þú velur eins og gerir, hvort sem það er hollt eða óhollt. Kannski borðarðu ekki alltaf vegna þess að sért svangur? Kannski er ákveðinn matur eins konar „huggun“ fyrir þig? Þetta er mjög algengt, en mundu þá að það skiptir ekki máli þó þú veljir af og til ekki það rétta, það er heildarmyndin sem gildir. Eins og sumir segja: „það skiptir meira máli hvað þú borðar milli nýárs og jóla, en það sem þú borðar milli jóla og nýárs“!

Taktu lítil skref í einu, litlar breytingar skipta líka máli, gefðu þér góðan tíma og hrósaðu sjálfum þér á leiðinni. Þegar við borðum eða drekkum eitthvað sem inniheldur kolvetni, hækkar blóðsykurinn. Þetta gerist hjá öllum, hvort sem þeir eru með sykursýki eða ekki. Hjá þeim sem eru með sykursýki verður hækkunin meiri og varir lengur. Noti maður insúlín eða önnur blóðsykurlækkandi lyf getur maður líka fengið of lágan blóðsykur. Hversu mikið blóðsykurinn sveiflast upp og niður fer eftir ýmsu, t.d. hvað og hve mikið þú borðar og hversu mikið þú hreyfir þig. Streita og svefn hefur líka mikil áhrif. Ofþyngd, sérstaklega fitan sem safnast á kviðinn, eykur hættuna á að fá sykursýki T-2. Hún eykur líka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum öðrum vandamálum. Það er mikilvægt að létta sig, en jafn mikilvægt að gera það með skynsamlegum hætti. Jafnvel þyngdartap upp á 5% gefur ávinning fyrir heilsuna, það eru 5 kíló ef þú vegur 100 kíló.

Hreyfing eykur brennsluna. Aukin brennsla hjálpar þér að létta þig og kemur í veg fyrir að þú þyngist. Regluleg hreyfing gefur þér betri heilsu, bæði líkamlega og andlega. Í raun er reikningsdæmið einfalt; til að léttast þarftu að innbyrða minni orku (færri kalóríur) en líkaminn notar, og helst að hreyfa þig líka. Á síðustu árum hefur verið mikið rætt um lág-kolvetna mataræði. Margir mismunandi „kúrar“ eru til, t.d. Atkins og ketógenískt mataræði. Slíku er þó ekki hægt að mæla með nema undir ströngu eftirlit læknis. Fyrir lang flesta, hvort sem þeir eru með sykursýki eða ekki, er þó hægt að mæla með mataræði með sem minnstu af fljótunnum kolvetnum. Slík kolvetni eru t.d. í hvítu brauði, kökum, sælgæti og slíku.

Oft er sagt að fleiri litlar máltíðir á dag séu betri en fáar stærri. En, þú verður sjálfur að finna út hvað hentar best fyrir þig og hvað þér líður vel með. Það getur verið auðveldara að halda blóðsykrinum jöfnum ef þú borðar oftar og minna í einu. Hvað og hve mikið þú borðar hefur áhrif á hversu mikið blóðsykurinn hækkar á eftir. Við höfum auðvitað ólíkar þarfir varðandi hve mikið er passlegt að borða. En, góð regla er að borða þar til þú ert þægilega saddur. Fáðu þér einu sinni, borðaðu hægt og tyggðu vel. Það getur tekið heilann allt að 20 mínútum að skynja að þú sért búinn að fá nóg. Notaðu minni disk og byrjaðu gjarna á fallegu, litríku salati með magurri sósu út á.

Mismunandi matur inniheldur auðvitað mismunandi næringarefni, því er fjölbreytni lykilorð ef maður vill borða hollt. Besta leiðin til að fá öll þau efni sem líkaminn þarfnast er að temja sér að borða úr öllum fæðuflokkum á hverjum degi. Þumalputtareglan er: fjölbreytt fæði, með sem minnstu af salti, fitu og sykri.

Það er mjög einstaklingsbundið hvaða matur hefur hvaða áhrif á blóðsykurinn og auðvitað hefur líka áhrif þar hvort og hve mikið þú hreyfir þig, og því er mikilvægt að prófa sig áfram í rólegheitum og finna út hvað hentar þér sjálfum best..

Ef þú ert með sykursýki T-2 dælir lifrin sykri úr sínum birgðum út í blóðið, sérstaklega á nóttunni. Þess vegna vakna margir með háan blóðsykur á morgnana. Þar skiptir því ekki mestu máli hvað þú borðaðir kvöldið áður, heldur hve vel insúlínið þitt virkar, hvort sem líkami þinn framleiðir ennþá sitt eigið eða þú þarft að fá það í lyfjaformi, úr sprautu/penna/dælu.

Svefntruflanir og kæfisvefn hafa mikil áhrif á virkni insúlíns og geta því orsakað hærri blóðsykur á morgnana.

Góð regla er að borða þrjá skammta af grænmeti á dag og tvo af ávöxtum, samtals um 500 grömm, sbr. „5 á dag“.

Ef blóðsykurinn er of hár ættirðu að skipta út einhverju af ávöxtunum fyrir meira af grænmeti.

Ber hafa almennt minni áhrif á blóðsykurinn en aðrir ávextir.

Blóðsykurinn hækkar minna ef þú setur ávexti saman við dálítið af hnetum og svo hreina jógúrt/skyr/kotasælu, og þú verður líka saddari, meira eins og máltíð en bara að stífa ávöxt úr hnefa.

Linsubaunir og kjúklingabaunir eru ríkar af næringarefnum og trefjum og gott að setja þær í staðinn fyrir kartöflur, hrísgrjón og pasta. T.d. má búa til mauk úr slíkum baunum í staðinn fyrir kartöflustöppu til að hafa sem meðlæti. Einnig er gott að nota baunir í salatið eða pottréttinn.

Soðnar kartöflur geta hækkað blóðsykurinn verulega og góð hugmynd er að skipta þeim út fyrir soðið brokkolí eða blómkál.

Ávextir og ber innihalda að jafnaði 10% sykur, en einnig trefjar, vítamín og önnur holl næringarefni. Bananar,

papaya, mangó og vínber hækka blóðsykurinn meira en aðrir ávextir, á meðan mörg ber og sumar tegundir melónu hækka hann nánast ekkert. Þurrkaðir ávextir innihalda mjög mikinn sykur og ætti að forðast þá alveg. Því minna þroskaður sem ávöxturinn er, því minna hækkar blóðsykurinn.

Brauð og aðrar kornvörur eru góð uppspretta trefja, steinefna og vítamína. Þú ættir að reyna að velja brauð þar sem a.m.k. helmingur af mjölinu er grófmalað eða heilkorna, þá hækkar blóðsykurinn minna en af því sem bakað er úr fínmöluðu hvítu hveiti. Yfirleitt má miða við að þyngra, dekkra og þéttara brauð hækkar blóðsykurinn minna en létt, loftmikið og hvítt brauð.

Margar tegundir eru til af fituminna viðbiti til að smyrja brauðið með, en fyrir marga er í lagi að nota venjulegt smjör ef passað er að nota lítið magn.

Sem álegg á brauðið ættirðu að forðast mikið unnar vörur, eins og t.d. salami og slíkar pylsur. Notaðu fiskiálegg, t.d. sardínur, makríl og lax og einnig magurt kjötálegg úr t.d. kjúklingi og kalkún.

Repjuolía er góð til eldunar, því hún þolir vel hita en er ekki mjög mikið unnin. Til kaldrar notkunar er mælt með hreinni ólífuolíu.

Gott getur verið að skipta út einhverju af brauðinu fyrir morgunkorn eða graut. T.d. er fínt að laga hafragraut úr grófu haframjöli og bæta í t.d. hafraklíði, hnetum og fræjum til að auka trefjainnihaldið og bæta við bragði. Notaðu undanrennu, hreint jógúrt eða kotasælu út á. Til eru ýmsar gerðir af morgunkorni sem innihalda heilkorn, hnetur og fræ; en varaðu þig á því að það sem merkt er sem fitusnautt inniheldur oft mikinn sykur og

Diabetes Ísland þakkar stuðninginn

FJARÐABYGGÐ

það sem merkt er sem sykursnautt inniheldur oft auka fitu. Lestu innihaldslýsingar!

Drekktu mikið, og þá vatn, sódavatn, te, kaffi og svo djús og gos með gervisætuefnum. Venjulegur safi og venjulegt sætt gos hækkar blóðsykurinn mjög mikið og er gott að eiga til að grípa í þegar blóðsykurinn verður of lágur. Mjólkurvörur eru mikilvæg uppspretta kalks og prótíns. Þeir sem drekka mikla mjólk ættu að nota undanrennu, en drekkir þú aðeins eitt glas á dag skiptir ekki svo miklu máli hvers konar mjólk þú drekkur. Í osti er mikið prótín, en oft líka mikil fita. Veldu þær tegundir brauðosts sem eru fituminni, en forðastu eða slepptu feitu ábætisostunum, svo sem Camembert og þess háttar. Hrein jógúrt, skyr, kotasæla, létt-súrmjólk og létt-Abmjólk gefa kalk, vítamín og hafa góð áhrifa á meltinguna. Hægt er að bragðbæta t.d. jógúrt með berjum, ferskum eða frosnum. Jógúrt með bragði, t.d. ávaxtajógúrt, inniheldur iðulega ótrúlega mikinn sykur og þær tegundir sem eru sykurskertar eru oft í staðinn mjög fituríkar, svo rétt er að kynna sér vel innihaldslýsingar á þessum vörum. Í aðalmáltíðinni, heita matnum, eru það kartöflur, hrísgrjón og pasta sem gefa mesta blóðsykurhækkun. Þú þarft ekki að hætta að borða kartöflur, en reyndu að takmarka magnið við kannski 2-3 litlar kartöflur í einni máltíð. Feitur fiskur og magurt kjöt, fuglakjöt og egg gefa mikilvægt prótín. Best er að forðast rjómasósur og nota heldur sósur úr soði. Kaldar sósur úr léttum sýrðum rjóma, kotasælu, hreinni jógúrt eða grískri jógúrt eru góðir valkostir, bæði með mat og út á t.d. salöt. Að sjóða, gufusjóða eða ofnbaka er hollari eldun en steiking. Þá er notuð minni eða jafnvel engin feiti til eldunarinnar og maturinn heldur líka betur í næringarefnin. Notaðu gjarna krydd og jurtir til að bragðbæta, en farðu samt sparlega með saltið og saltblandaðar kryddblöndur, betra er að nota t.d. sítrónusafa, edik eða sinnep til að bragðið verði sterkara.

Mörgum þykir gott að fá eitthvað sætt með kaffinu eða eftir matinn. Þú þarft kannski ekki alveg að hætta slíku, en reyndu að velja hollari valkosti. T.d. hækkar blóðsykurinn minna af dökku súkkulaði (70% eða meira) en af venjulegu mjólkursúkkulaði. Margar af okkar venjulegu kökuuppskriftum líða ekki mikið fyrir þó sykurmagnið sé skorið niður um allt að helming. Hér gildir að prófa sig áfram. T.d. getur niðurskorið grænmeti og ávextir

Minni áfengislöngun

með Ozempic

Lyfið Ozempic (semaglutid) sem bæði lækkar blóðsykur og hjálpar til við þyngdartap virðist einnig hafa áhrif á áfengisfíkn. Við tilraunir á dýrum minnkuðu dýrin áfengisneyslu sína um helming eða jafnvel meira. Lyfið virkaði líka eftir “fall”, sem er algengt hjá þeim sem eru háðir áfengi. Rannsakendur telja líklegt að lyfið hafi sömu áhrif á manneskjur.

með fitusnauðri ídýfu verið spennandi valkostur við venjulegar kartöfluflögur, eða kannski ólífur og hnetur ýmis konar. Með allt gotterí gildir reglan að þó það sé í lagi að fá sér smá að smakka þýðir það ekki að í lagi sé að raða í sig miklu magni.

Ef þú borðar fjölbreytt og blóðsykurinn er í sæmilegu lagi þarf engin fæðubótarefni, nema lýsi/Omega-3 og svo fólín fyrir konur á barneignaraldri. Þeir sem nota metformin töflur ættu að biðja lækni að mæla hjá sér

B-12 vítamín, en þessar töflur geta lækkað magn þess í blóðinu.

Þeir sem nota insúlín eða blóðsykurlækkandi töflur geta lent í því að fá blóðsykurfall. Nauðsynlegt er þá að fá eitthvað í sig sem hækkar blóðsykurinn hratt, t.d. venjulegt sætt gos eða safa, eitt glas af slíku samsvarar u.þ.b. 10 sykurmolum. Gott er að borða svo fljótlega eitthvað annað sem hækkar sykurinn hægar, t.d. gróft brauð með áleggi, til þess að forðast að sykurinn falli niður aftur.

Hafirðu ekki stundað hreyfingu lengi, eða kannski aldrei, getur verið erfitt að koma sér í gang. Mikilvægt er að setja sér ekki of stór markmið til að byrja með, og að trúa því að þetta sé í raun hægt. Í stað þess að hugsa of mikið um hvað þú „ættir“ að gera skaltu hugsa um hvað passar vel inn í dagskrána hjá þér og hvað þér finnst gott og gaman.

Allt telur þegar kemur að hreyfingu. Fólk sem stendur upp frá skrifborðinu í nokkrar mínútur á hverri klukkustund eyðir að jafnaði um 50-120 hitaeiningum meira á dag en hinir. Engin þörf er að byrja á að fara í líkamsræktina og svitna í tvo tíma, bara það að fara út í hádeginu, ganga út á horn og aftur til baka hefur sitt að segja.

Mælt er með því að hreyfa sig um 30 mínútur á dag, en það gerir sama gagn að gera æfingar eða ganga 6 sinnum 5 mínútur eins og að hamast samfellt í 30 mínútur. Venjuleg ganga er góð hreyfing og auðvelt að aðlaga hana að getu hvers og eins. Stafaganga gefur enn betri brennslu en venjuleg ganga, auk þess sem stafirnir hjálpa til við að draga úr álagi á liði og styðja við þá sem eiga í erfiðleikum með jafnvægið.

Bættu smám saman við álagið með því að ganga hraðar, fara lengra, fara upp og niður brekku, bæta við hlaupasprettum inn á milli o.s.frv. Hafðu gaman af, hafðu t.d. einhvern félaga með þér í göngu, hafðu tónlist eða hljóðbók í eyrunum eða farðu reglulega nýjar leiðir.

Aðalatriðið er að finna hvað hentar þér og lætur þér líða vel, ekki hvað þér eða öðrum finnst að þú „ættir“ að gera.

Og mundu að allt telur, lítið er alltaf meira og betra en ekkert.

Diabetes Ísland þakkar stuðninginn

A Margeirsson

Aðalvík

Arkform

Atorka ehf

Ágúst Guðröðarson

Álnabær

Árni Helgason ehf

Ásvélar

Ben Medía

Bílamálun Sigursteins

Bílasmiðja SGB

Bílaverkstæðið Klettur

Blikksmiðjan Vík

Bolungarvíkurkaupstaður

Dagsverk

DMM Lausnir

Egersund Seafood

Eldhestar

Ellert Skúlason

Fidus ehf

FIT

Fjarðargrjót

Fjarðarveitingar

Fjarðarþrif

Fjöruhúsið

GB tjónaviðgerðir

Geislatækni

Glæðir blómaáburður

Hafnarfjarðarhöfn

Heilsustofnun NLFÍ

Hilti Hagi

Horn í Horn

Hótel Leifs Eiríkssonar

Höfðakaffi

Iðnsveinafélag

Skagafjarðar

Íþróttalækningar

Jeppasmiðjan

Joes verslun

KHG þjónusta

Klausturkaffi

KÞ Verktakar

Kæliþjónusta Akureyar

Lagnaþjónusta Þorsteins

Launafl

Lífeyrissjóður

Vestmannaeyja

Loft og raftæki

Mardoll ehf

Nonni litli ehf

Norðurá

Norðurorka

Norlandair ehf

Nýþrif

Orka ehf

Orkubú Vestfjarða

Ósal ehf

Pípulagnaverktakar ehf

Raftaug

Rósberg

Sigurður G Jóhannsson

Dreymir þig um að verða hlaupari?

Hlaup eru komin aftur í tísku, alveg eins og fatatískan þá fer æfingatískan í hringi. En nú sjáum við dálítið nýtt, sífellt fleiri áhrifavaldar segja að það sé bara allt í lagi að vera algjörlega metnaðarlaus í hlaupunum.

Þú þarft alls ekki að vera að stefna á Maraþon eða Bakgarðshlaup, það er bara allt í lagi að hlaupa einfaldlega vegna þess að það er gaman og hollt. Hlaup eru frábær þjálfun fyrir hjarta og æðakerfi. Hlaup gefa líka frábært frelsi – það ert þú, skrefin þín og heimurinn í kringum þig. Í bænum, í náttúrunni eða á brettinu með stuðtónlist í eyrunum. Þú þarft sem sagt ekki að hlaupa hratt eða langt, bara áfram. Ef þú ert óvön/óvanur að hlaupa með diabetes þarftu að læra á þinn líkama og hvernig þinn blóðsykur hagar sér þegar þú hleypur. Hér eru nokkur góð ráð til að komast í gang:

Byrjaðu á að fara stutta hringi og fylgstu vel með blóðsykrinum.

• Forðastu að hlaupa þegar þú ert með mikið af virku insúlíni í líkamanum (1-2 klst eftir máltíð).

• Borðaðu lítið millimál fyrir hlaupatúrinn ef blóðsykurinn er á mörkunum.

• Hafðu með þér hraðvirkan sykur: íþróttadrykk, orkugel, sterkan ávaxtasafa.

• Mundu að blóðsykurinn getur haldið áfram að lækka í margar klst eftir hlaupin.

Ársskýrsla 2024

skýrsla stjórnar Diabetes Íslands fyrir tímabilið 1. janúar – 31. desember 2024.

Stjórn og starfsmaður

Á aðalfundi þriðjudaginn 19. mars 2024 tilkynntu tveir stjórnarmenn til margra ára, þau Sigríður Jóhannsdóttir og Valgeir Jónasson að þau gæfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu, en Valgeir hafði setið í stjórn í rúman áratug en Sigríður hafði setið sem formaður í aldarfjórðung. Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram, þeir

Helgi Georgsson, Kristinn Ingi Reynisson, Stefán Pálsson og Þorsteinn Hálfdánarson. Á fundinum gáfu kost á sér þeir Sigurður Haukdal og Ingi Hans Ágústsson. Fór svo að sitjandi stjórnarmenn voru endurkjörnir og Sigurður kosinn í stjórn og Ingi Hans kosinn varamaður.

Jón Páll Gestsson, sem verið hafði skoðunarmaður reikninga, gaf kost á sér áfram og einnig Sigurbjörg Hafsteinsdóttir varamaður hans. Engar aðrar tillögur komu fram og voru Jón Páll og Sigurbjörg sjálfkjörin.

Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum þannig:

Helgi Kemp Georgsson, formaður félagsins.

Kristinn Ingi Reynisson, varaformaður félagsins.

Stefán Pálsson, Þorsteinn Hálfdánarson og Sigurður Haukdal, meðstjórnendur.

Ingi Hans Ágústsson, varamaður

Helgi Georgsson er einnig fulltrúi Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki og gegnir hlutverki tengiliðar milli félaganna, og Þorsteinn Hálfdánarson er einnig fulltrúi ungliða félagsins.

Starfsmaður skrifstofu er Fríða Bragadóttir.

Það helsta í starfinu á árinu:

• Stóru verkefni lauk s.l. vor þegar fræðslumyndin okkar, „Máttu borða þetta?“ var sýnd á RÚV og fengum við góð viðbrögð. Kostnaður okkar vegna kvikmyndagerðarinnar endaði í um 2 milljónum, þ.e. heildarkostnaður verkefnisins var um 5,5 millljónir og okkur tókst að safna styrkjum upp á rúmar 3 milljónir.

• Þann 14.nóvember, á alþjóðadeginum okkar, héldum við opinn fræðslufund á Grand Hótel þar sem næringarfræðingur og sálfræðingur fjölluðu um mat, mataræði og matarvenjur. Einnig var boðið upp á veitingar og svo voru líflegar umræður og fyrirspurnir.

• Á árinu voru þrír viðburðir fyrir unga fólkið okkar; spilamorgunn fyrir ungliða og börn, píluhittingur fyrir ungliða á Oche, og stuðningshittingur á kaffihúsi. Nú á þessu ári á að halda áfram og þróa reglulega stuðningshittinga á kaffihúsum.

• Síðasta sumar vorum við svo heppin að Bergmál líknarfélag, sem rekur sumardvöl fyrir fullorðna, bauð okkar fólki í ókeypis vikudvöl í Grímsnesi. Var þetta aðallega ætlað fólki sem vegna aðstæðna og heilsufars hefur lítil tækifæri til sumarferðalaga, en á staðnum er hjúkrunarfræðingur og næringarráðgjafi. Færri komust að en vildu og var gerður góður rómur að.

• Fyrri hluta ársins hélt fyrrum formaður áfram því verkefni sem hún hafði hafið árið áður, að reyna að blása nýju lífi í gönguhópinn. Var farið í klukkustundar göngu einu sinni í mánuði frá áramótum og fram að sumarfríi. Er skemmst frá því að segja að þátttaka var afar lítil og hefur það verkefni ekki farið aftur af stað.

• Jafnvægi kom eins og alltaf út rétt fyrir alþjóðadaginn og var sent á allar læknastofur, heilsugæslustöðvar, tannlæknastofur, skóla, leikskóla, dvalarheimili, sambýli og ýmsar aðrar opinberar stofnanir. Blaðið er ekki lengur sent til félagsmanna heldur eru þeir hvattir til að lesa það í rafrænni útgáfu á heimasíðunni. Allir sem það vilja geta þó sent tölvupóst á skrifstofuna og fengið blaðið sent heim. Við erum stöðugt á höttunum eftir efni í blaðið og hvetjum fólk eindregið til að hafa samband hafi það hugmyndir um umfjöllunarefni.

• Heimasíðan okkar er verkefni sem stöðugt þarf að vinna að. Við reynum að setja þar inn fréttir og fróðleik, en útilokað er að við náum að finna allt áhugavert efni. Því eru allar ábendingar um efni á síðunni vel þegnar, endilega sendið okkur póst ef þið hafið hugmyndir.

• Samtökin eru líka á Facebook og þar er hægt að senda okkur fyrirspurnir og athugasemdir og þar birtum við líka auglýsingar um viðburði sem framundan eru.

• Talsverð vinna fer í það á skrifstofunni að senda út bæklinga, blöð og annað fræðsluefni til einstaklinga, fagfólks, fyrirtækja og stofnana. Við þiggjum gjarna ábendingar um staði sem gott gæti verið að senda blöðin okkar til.

• Starfsmaður samtakanna situr í stjórn Öryrkjabandalagsins og einnig í framkvæmdaráði, sem stýrir starfi bandalagsins milli stjórnarfunda.

• Við erum, eins og allir vita, hluti af öbí réttindasamtökum. Þar er unnið að málefnum sem eru sameiginlegir hagsmunir allra langveikra og fatlaðra. Einnig eiga samtökin fjóra fulltrúa á aðalfundi ÖBÍ sem haldinn er að hausti á hverju ári og á stefnuþingi bandalagsins, sem haldið er annað hvert ár, en þar er sett niður stefnan í vinnu bandalagsins fyrir næstu tvö árin. Tvisvar á ári heldur ÖBÍ formannafund, þar sem formenn allra aðildarfélaga koma saman og móta áherslur í málflutningi bandalagsins.

• Við höldum áfram að taka þátt í samstarfi samtaka sykursjúkra á Norðurlöndunum. Hinn árlegi Norðurlandafundur sem fyrirhugaður hafði verið í Finnlandi s.l. sumar frestaðist af óviðráðanlegum orsökum, en vonandi tekst að halda hann nú í sumar.

• Í október fóru formaður og framkvæmdastjóri á ársfund IDF Europe sem að þessu sinni var haldinn í Róm. Eins og ávallt var það skemmtilegt og fróðlegt og gefur alltaf smá orku innspýtingu fyrir starfið.

• Ungliðarnir eru líka duglegir í alþjóðlegu samstarfi, og hefur Kristinn Ingi leitt það starf. Fóru þeir tveir í ungliðasumarbúðir í Serbíu s.l. sumar. Kristinn Ingi fór sem leiðbeinandi og Jóhann Örn Kjartansson sem almennur þátttakandi.

Að lokum þakka ég gott samstarf við stjórn og aðra félagsmenn.

Diabetes Ísland - félag fólks með sykursýki

REKSTUR 1.1.-31.12.2024

TEKJUR: til samanburðar tölur v 2023 Innb.

Seldar auglýsingar í Jafnvægi

Ísland - félag fólks með sykursýki EFNAHAGUR 31.12.2024

Gönguferðir eða

eitthvað annað álíka?

Um aldarfjórðungsskeið héldum við úti gönguhóp, sem hittist einu sinni í mánuði og fór í gönguferð. En, eins og allir vita jú er hreyfing einmitt eitt besta meðalið við því sem hrjáir fólk með sykursýki.

Í covid datt þetta niður og komst svo aldrei aftur í gang.

Svo þá er spurningin, vill fólk að við höldum þessu áfram? Eða er einhver með aðra skemmtilega hugmynd?

Endilega leggið hausinn í bleyti og sendið okkur línu á diabetes@diabetes.is ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug. Við erum opin fyrir allskonar.

Iðjuþjálfun getur hjálpað mörgum, líka fólki

með króníska sjúkdóma eins og diabetes.

Skrifstofa Diabetes Ísland fékk þetta sent frá þeim í Gigtarfélaginu:

Við viljum vekja athygli ykkar á þeirri þjónustu sem iðjuþjálfar Gigtarfélags Íslands (GÍ) veita einstaklingum með gigt, þráláta verki eða aðrar áskoranir í þátttöku daglegs lífs. Iðjuþjálfun getur skipt sköpum fyrir lífsgæði einstaklinga með langvinna sjúkdóma. Þjónusta lðjuþjálfa GÍ fellur undir greiðsluþátttökukerfl Sjúkratrygginga Íslands gegn læknisbelðni og getur því verið aðgengileg óháð efnahag.

Markmið iðjuþjálfunar er að styðja einstaklinga tilaukinnar þátttöku í daglegu lífi og auka eða viðhalda fæmni þeirra í hverju því sem þau þurfa, vilja eða langar til að gera. Með aðkomu iðjuþjálfa geta einstaklingar:

• Aukið færni sína í daglegum athöfnum og fundið leiðir til að takast á víð áskoranir sem fylgja gigt, þrálátum verkjum og öðrum færnivanda.

• Lært orkusparandi aðferðir sem auðvelda þeim að sinna daglegum verkefnum án þess að ganga á orkubirgðir næsta dags.

• Skipulagt daglegt líf á skilvirkan hátt, með áherslu á jafnvægi milli hvíldar og virkni.

• Fundið nýjar leiðirtil þátttöku í samfélaginu, hvort sem það er í gegnum vinnu, nám, tómstundir eða félagslíf.

• Viðhaldið sjálfstæði og aukið lífsgæði, með því að nýta styrkleika sína og aðlaga umhverfi og aðferðir að eigin þörfum.

• Byggt upp trú á elgin áhrifamátt, sett sér markmið og fundið leiðir tilað byggja upp von um betra líf og líðan. Við teljum mikilvægt að einstaklingar fái tækifæri til fullrar samfélagsþátttöku á sínum forsendum. Þjónusta iðjuþjálfa getur leikið viðamikið hlutverk í að fólk endurheimti fyrri færni, viðhaldi núverandi ástandi eða nái að byggja sig enn frekar upp. Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram um að mynda gefandi meðferðartengsl og mæta manneskjunni þar sem hún er stödd hverju sinni.

Ef þið hafið skjólstæðinga sem gætu haft gagn af þessari þjónustu, hvetjum við ykkur til að vísa þeim í iðjuþjálfun hjá Gigtarfélaginu. Nánari upplýsingar um þjónustuna og tilvísanir má finna á vef Gigtarfélagsins eða með því að hafa samband við idjuthjalfunDgigt.is. Taka ber fram að við getum veitt einstaklingsþjónustu í persónu hér í

Brekkuhúsum 1, eða í gegnum örugga fjarþjónustu (Kara connect). EN

Bestu kveðjur, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Svava Arnardóttir Iðjuþjálfar

Gigtarfélag Íslands

Sími: 530 3600

Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík

Lið

fyrir

lið Íbúfen® – verkjastillandi og bólgueyðandi

Íbúfen 400 mg eru filmuhúðaðar töflur sem innihalda 400 mg af íbúprófeni og er lyfinu ætlað að draga úr verkjum, bólgum og hita. Það er notað við vægum til meðalmiklum verkjum eins og höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.

Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi Teva B.V. Umboðsmaður á Íslandi: Teva Pharma Iceland ehf.

Uppgötvaðu einfalda leið

til að nota liti til að aðstoða við stjórnun á sykursýkinni!

ColorSure® Dynamic Range Indicator sýnir hvort niðurstöður eru lágar, háar eða innan þinna persónulegra marka.

sjúklinga voru

Blood Sugar MentorTM veitir markvissari umsjón með glúkósagildum

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.