

SJÁVARAFL
Nóvember 2025 3. tölublað 12. árgangur
BLAÐSÍÐA
4 Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Róum í sömu átt
8 Friðrik Friðriksson, lögmaður hjá Brim Það er í svona umhverfi sem nýsköpun þrífst
12 Klemenz Sæmundsson, skólameistari Fisktækniskóla Íslands Njótum mikillar velvildar atvinnulífsins
16 Úlfar Arnórsson, vöruþróunarstjóri hjá JBT Marel „Það besta úr báðum heimum“
20 Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis Næsta ár mun marka svolítið endurreisnina
26 Landhelgisgæsla Íslands Ómissandi verndari hafsins og þjóðarinnar í rúm 98 ár
26 Ótrúleg tækifæri í sjávarútvegi
28 Solveig Ólöf Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landsmenntar Myndi vilja sjá fleiri minni fyrirtæki nýta sér þennan möguleika
32 Ofnbakaður þorskhnakki
34 Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Markus Lifenet Vill að skoðunarskylda á netum verði efld
38 Starfsemi í Safnahúsinu á Húsavík
38 Spenna en líka áhyggjuefni
40 Matís Sjálfbærari fiskveiðar og verndun vistkerfa
42 Ýmsar fisktegundir veiddar á Íslandsmiðum

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf
Sími: 6622 600
Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is
Vefsíða: www.sjavarafl.is
Blaðamenn: Bára Huld Beck
Guðrún Erlingdóttir
Óskar Þór Halldórsson
Sigrún Erna Geirsdóttir
Svava Jónsdóttir
Ljósmyndir: Óskar Ólafsson
Prófarkalestur: Malín Brand
Umbrot og hönnun: Prentmet Oddi ehf
Forsíðumynd: Óskar Ólafsson
Prentun: Prentmet Oddi ehf

Framtíð sjávarútvegsins
er í okkar höndum
Dagana 6.–7. nóvember breytist Harpa í lifandi miðstöð íslensks sjávarútvegs þegar Sjávarútvegsráðstefnan opnar dyr sínar. Glerhjúpur hússins glitrar í morgunsólinni, eins og spegilmynd hafsins sem umlykur okkur. Hún er áminning um auðlindir sem hafa mótað atvinnulíf, samfélag og menningu þjóðarinnar frá örófi alda. Á ráðstefnunni mætast reynsla, nýsköpun og framsýn hugmyndafræði en þar skapast tækifæri til að byggja samstarf á öllum stigum virðiskeðjunnar.
Sjávarútvegur er grunnstoð íslensks efnahagslífs en hann er einnig hluti af sjálfsmynd okkar. Þess vegna skiptir máli að við deilum þekkingu og framtíðarhorfum í sjávarútvegi. Á málstofunum fáum við tækifæri til að kanna nýjar leiðir til sjálfbærni, verðmætasköpunar og nýsköpunar. Þar skapast vettvangur fyrir opinská samtöl og lausnamiðaða umræðu en þannig getum við mótað sterka framtíð.
Þegar við yfirgefum Hörpu eigum við að bera með okkur nýtt innsæi, tengsl og trú á sameiginlega getu okkar.
Þessi útgáfa er helguð Sjávarútvegsráðstefnunni og hvetur alla til að mæta með opnum huga og jákvæðni, saman getum við byggt sjálfbærari og sterkari framtíð sjávarútvegsins.




Elín Bragadóttir ritstjóri




Bára Huld Beck blaðamaður
Óskar Ólafsson blaðamaður
Svava Jónsdóttir blaðamaður
Guðrún Erlingsdóttir blaðamaður
Óskar Ólafsson ljósmyndari og prófarkalesari
Malín Brand prófarkalesari Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður
Nýr Robus ofurkjarni
Kjarninn í hefðbundnum Helix kaðli er nylon en með nýjum Robus ofutógskjarna má ná sama styrk í mun grennri Helix kaðli og þar með minnka togviðnám trollsins og auka toghraða.
FLOTTROLL


Þankraftur




Meiri opnun í togi Heldur lögun vel í beygjum Hljóðbylgjur beinast innávið
Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri straumhraði = Minni þrýstingur
Helix þantæknin er einkaleyfisvarin
Streymi undir kaðal fer styttri leið. Minni straumhraði = Meiri þrýstingur
„Starfsfólki í greininni til sjós og lands hefur fækkað mikið með tilkomu tækninýjunga og sjálfvirkni og nýting á hráefni hefur aukist mikið sem og verðmætasköpun.“
Róum í sömu átt
Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, er í stjórn Sjávarútvegsráðstefunnar í ár. Fjölbreyttar málstofur verða í boði og má þar nefna málstofur um auðlindina, nýtingu hennar og veiðar. Málstofa verður haldin um markaðssetningu, sölu og dreifingu sjávarafurða, tvær málstofur verða haldnar um stefnumótun, rannsóknir og umhverfismál í sjávarútvegi og ein málstofa verður haldin um mannauðsmál, samskipti og rekstur í sjávarútvegi. Árni fékk í sinn hlut að leiða faghóp um vinnslu sjávarafurða og er búinn að setja saman tvær málstofur. Önnur þeirra heitir Hugbúnaður í fiskvinnslu og hin Dýrtíð á Íslandi.


„Fókusinn á Sjávarútvegsráðstefunninni í ár er að varpa ljósi á mikilvægi sjávarútvegs á Íslandi og hvað það er mikilvægt að róa í sömu átt með verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi í huga,“ segir Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, sem er í stjórn ráðstefnunnar í ár. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er einmitt „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“
„Markmiðið með Sjávarútvegsráðstefunni er að fólk í greininni, sjávarútvegi og þjónustugreinum, komi saman, hlusti á fyrirlestra fólks með reynslu og eigi samtal um það sem er efst á baugi. Við reynum að hafa fjölbreytni að leiðarljósi þar sem fjallað verður um efnahagsumhverfið, veiðar, vinnslu, sölu og nýtingu sjávarafurða og hvaðeina sem kemur greininni allri til góða. Við viljum vera hlutlaus vettvangur fræðslu sem eflir umræðu og samstarf meðal allra hagaðila í sjávarútvegi. Í fjölbreyttum fyrirlestrum er víða komið við í ábendingum um mikilvæg hagsmunamál, þróun og tækifæri í geiranum. Þá er meðal annars lögð áhersla á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð en um er að ræða grundvallarþætti í nýtingu endurnýjanlegra auðlinda.“

Frá Sjávarútvegsráðstefnunni í fyrra. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, flutti opnunarávarp. (Mynd: Eygló Gísla.)
Fjölbreyttar málstofur
Allir ráðstefnugestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á ráðstefunni í ár eins og á fyrri ráðstefnum.
Opnunarmálstofan ætti að setja tóninn fyrir ráðstefnuna með lifandi og skemmtilegu samtali um leiðina fram á við þar sem sjónarmið stjórnvalda, atvinnulífs og virkt samspil við gesti ráðstefnunnar mætast. Stjórnendur málstofunnar verða þau Bergur Ebbi Benediktsson, uppistandari og rithöfundur, og Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka. Með stutt erindi verða þau Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, og Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood. Þau munu svo sitja í pallborði og fjalla um hvernig skapa megi sameiginlega stefnu og framtíðarsýn sem byggir á trausti, gagnsæi og sátt milli þjóðar og atvinnugreinar.
„Við viljum vera hlutlaus vettvangur fræðslu sem eflir umræðu og samstarf meðal allra hagaðila í sjávarútvegi.“
Þá verða á ráðstefunni haldnar tvær málstofur um auðlindina, nýtingu hennar og veiðar. Annars vegar fiskveiðikerfi og verðmætasköpun þar sem fluttir verða fyrirlestrar um stöðu og horfur á Íslandi og hins vegar fiskveiðikerfi annarra strandríkja þar sem fluttir verða fyrirlestrar um fiskveiðikerfi á Íslandi, í Noregi, Færeyjum og á Spáni. Þessi málstofa fer fram á ensku.
Ein málstofa verður haldin um markaðssetningu, sölu og dreifingu sjávarafurða, tvær málstofur verða haldnar um stefnumótun, rannsóknir og umhverfismál í sjávarútvegi og ein málstofa verða haldin um mannauðsmál, samskipti og rekstur í sjávarútvegi.
„Ég fékk í minn hlut að leiða faghóp um vinnslu sjávarafurða og við erum búin að setja saman tvær málstofur. Önnur þeirra heitir Hugbúnaður í fiskvinnslu og hin Dýrtíð á Íslandi.“
Hugbúnaður í fiskvinnslu
„Við í faghópnum „Vinnsla sjávarafurða“, sem ég fer fyrir, höfum fengið Önnu Björk Theodórsdóttir, sérfræðing í gagnagreiningu hjá Oceans of data, til þess að vera málstofustjóri. Það verða fjögur erindi í málstofunni. Halldór Þorkelsson verður með fyrsta erindið sem fjallar um gervigreind, myndgreiningu og framtíðarfiskvinnslu. Farið verður yfir þróun gervigreindar og tækninýjunga í sjávarafurði frá fyrstu skrefum í gagnasöfnun og sjálfvirkni til nútímalegra lausna sem nýta myndgreiningu gagna.
Bjarni Sigurður Bergsson verður með annað erindi sem fjallar um umbreytandi áhrif stafrænnar þróunar í sjávarútvegi með áherslu á sjálfbærni, matvælaöryggi og reglugerðarfylgni.
„Þarna kemur fólk ár eftir ár til að hitta mann og annan og skipast á skoðunum og þarna vakna nýjar hugmyndir sem leiða til framfara í greininni.“


Frá Sjávarútvegsráðstefnunni í fyrra. Glæsilegar veitingar.
(Mynd: Eygló Gísla.)


Í þriðja erindinu mun Björn Orri Guðmundsson fjalla um áhættu vegna netárása eða sjávarútveg á tímum stafrænnan ógnar. Hann fjallar um dæmi um raunverulegar netárásir á sjávarútvegsfyrirtæki byggt á raunverulegum atburðum og prófunum í Noregi og hvernig greinin getur brugðist við netárásum.
„Sjávarútvegur er núna á ákveðnum tímamótum.“
Síðasta erindið í þessari málstofu sér Brynjólfur Borgar Jónsson um og fjallar það um gervigreind í nútíð og framtíð. Hann mun fjalla um gervigreind sem pól í sjávarútvegi til þess að taka betri ákvarðanir frá degi til dags og framtíðarákvarðanir út frá gögnum sem til eru.“
Anna Björk stýrir svo umræðum eftir fyrirlestrana þar sem fjórmenningarnir sitja fyrir svörum og eiga samtal við ráðstefnugesti.
Dýrtíð á Íslandi
Eins og fyrr segir sér Árni einnig um málstofu sem kallast Dýrtíð á Íslandi. Þeirri málstofu stýrir Þórður Gunnarsson hagfræðingur. „Sjávarútvegur á Íslandi hefur gengið í gegnum miklar tæknibreytingar á undanförnum áratugum. Starfsfólki í greininni til sjós og lands hefur fækkað mikið með tilkomu tækninýjunga og sjálfvirkni og nýting á hráefni hefur aukist mikið sem og verðmætasköpun. Fyrirtækjum hefur fækkað mikið og þau hafa stækkað. Markmiðið með þessari málstofu er að opna umræðu um hvernig gengur að reka fiskvinnslu á Íslandi í dag, hvernig samkeppnisumhverfið er og hver tækifærin eru og áskoranirnar.
Við höfum fengið fjóra fyrirlesara til þess að vera með erindi. Það er í fyrsta lagi Andrew Wissler sem er fjármálastjóri hjá Vísi í Grindavík sem er fyrirtæki sem er með samþættar veiðar og vinnslu. Svo verður með erindi Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Síðan er Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Atlas Premium Seafood í Lettlandi, með fyrirlestur og síðast en ekki síst Heiðar Guðjónsson fjárfestir sem mun ræða um íslensku krónuna og gengismál og hver reynsla Íslendinga er af íslensku krónunni í sjávarútvegi.“
Á ákveðnum tímamótum
Árni segir að Sjávarútvegsráðstefnan sé orðin fastur liður hjá starfsfólki í sjávarútvegi og tengdum greinum og hafi beint og óbeint leitt af sér ýmsar umbætur í greininni. „Þarna kemur fólk ár eftir ár til að hitta mann og annan og skipast á skoðunum og þarna vakna nýjar hugmyndir sem leiða til framfara í greininni.
„Skipum og störfum í sjávarútvegi og þjónustugreinum fækkar. Við sem lifum og hærumst í sjávarútvegi höfum ákveðnar áhyggjur af þróuninni.“
Ég vonast til þess að hér eftir sem hingað til verði þátttaka á ráðstefunni góð. Sjávarútvegur er núna á ákveðnum tímamótum. Mikið er rætt um versnandi samkeppnishæfni greinarinnar, meðal annars vegna aukinna veiðigjalda og hækkandi kolefnisgjalda. Rætt er um aukningu á útflutningi á óunnum fiski. Skipum og störfum í sjávarútvegi og þjónustugreinum fækkar. Við sem lifum og hærumst í sjávarútvegi höfum ákveðnar áhyggjur af þróuninni. Nýlega var kynnt niðurstaða Alþjóða Hafrannsóknaráðsins ICES um mikinn niðurskurð á veiðiheimildum í makríl. Sjávarútvegur hefur lengst af verið undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og hefur í áranna rás tekist á við góðæri þar sem fiskverð var í hæstu hæðum og afli góður, allar aðstæður hagstæðar. Sjávarútvegurinn hefur líka upplifað hrun fiskistofna, aflabresti, olíukreppur, hafísár og ýmsar hörmungar en hann hefur alltaf komið standandi út úr erfiðleikum.
Ég er spenntur fyrir ráðstefnunni, þar sem farið verður yfir stöðuna, málin rædd og vonandi vakna góðar hugmyndir um hvernig við höldum best á hagsmunum Íslendinga til frambúðar. Hvernig við náum að nýta sjávarauðlindina með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ég vona að við svörum spurningunni „hvað getum við gert betur?“.“
„Ég vona að við svörum spurningunni „hvað getum við gert betur?“.“
Frá Sjávarútvegsráðstefnunni í fyrra. Stjórnun fiskveiðasvo miklu meira en kvóti. (Mynd: Eygló Gísla.)
Frá Sjávarútvegsráðstefnunni í fyrra. Skrafað í hléi. (Mynd: Eygló Gísla.)
ÚR ER SKARTGRIPUR
SIF NART PROTECTOR


Það er í svona umhverfi sem nýsköpun þrífst
Brim hefur í mörg ár verið styrktaraðili Sjávarútvegsráðstefnunnar og hafa starfsmenn félagsins tekið þátt í málefnastarfinu meðal annars til þess að reyna að undirbyggja þá góðu og faglegu umræðu um verkefni sem eru efst á baugi í atvinnugreininni. Faghópur sem starfsmaður Brims tók þátt í skipulagði tvær málstofur fyrir Sjávarútvegsráðstefnuna í ár. Annars vegar er um að ræða málstofu sem tekur fyrir stöðuna á Íslandi og hins vegar er um að ræða málstofu um fiskveiðistjórn nokkurra erlendra strandríkja.
Brim hefur í mörg ár verið styrktaraðili Sjávarútvegsráðstefnunnar. Friðrik Friðriksson, lögmaður hjá fyrirtækinu, segir að það sem Brim hafi þó lagt mesta áherslu á sé að bjóða fram lykilstjórnendur fyrirtækisins til þess að taka þátt í málefnastarfinu hvort sem þeir eru þá í stjórn ráðstefnunnar, málstofustjórar eða taka virkan þátt í vinnu faghópa.
Friðrik Friðriksson, lögmaður hjá Brim. „Íslenskur sjávarútvegur er lítill í alþjóðlegum samanburði og mikilvægt að við getum teflt fram okkar séreinkennum á markaði.“

„Við höfum haft fólk í þeirri vinnu til þess að reyna að undirbyggja þá góðu og faglegu umræðu um verkefni sem eru efst á baugi í atvinnugreininni og hvernig við getum þá rætt um framtíð sjávarútvegsins, hvað við erum að gera, hvernig við náum að vinna betur saman, hvernig við getum þróað okkur áfram og gert betur og reynt að stuðla að því að viðhalda þeirri verðmætasköpun sem er í samfélaginu. Og það gerum við sérstaklega eins og á þessum vettvangi sem er Sjávarútvegsráðstefnan með samtali og að tengjast fólki úr atvinnugreininni okkar og öðrum sem hafa áhuga og vilja starfa með okkur. Það er í svona umhverfi sem nýsköpun þrífst og menn fá góðar hugmyndir til þess að vinna með og gera betur. Það er alltaf gott að tala saman og hugsa upphátt og reyna að halda áfram að vinna faglega fyrir greinina. Þannig að við viljum styðja við þá umræðu og þess vegna höfum við stutt við ráðstefnuna í öll þessi ár.“
„Það er í svona umhverfi sem nýsköpun þrífst og menn fá góðar hugmyndir til þess að vinna með og gera betur.“

Viðey við bryggju.

Tvær málstofur í ár
Starfsmaður Brims tók þátt í stjórn ráðstefnunnar í ár og hjálpaði til við skipulagningu og annað í góðu samstarfi við aðra aðila sem Friðrik bendir á að séu með miklu meiri reynslu í þessu. „Við viljum styðja við þetta samtal; að fólk myndi tengsl og tali saman í atvinnugreininni. Við reynum að finna einhverja jákvæða snertifleti á þeim verkefnum eða störfum sem er verið að vinna að.“
Faghópur sem starfsmaður Brims tók þátt í skipulagði tvær málstofur fyrir Sjávarútvegsráðstefnuna í ár.
„Annars vegar er um að ræða málstofu sem lítur á fiskveiðikerfið og verðmætasköpun á Íslandi og þá verður fókusinn hjá okkur að fá útgerðarmenn eða aðila úr ólíkum geirum og reyna að varpa ljósi á hvað menn geta gert betur - hvernig menn geta séð aukna verðmætasköpun í rekstri sinna fyrirtækja og hvernig er að vinna hérna heima hvort sem það eru smábátar, stærri bátar eða sveitarfélög. Hvernig getum við gert betur, hvað erum við að gera vel og hvernig getum við gert betur í því að skapa verðmæti og atvinnu á því svæði sem fyrirtækið starfar. Það verða erindi úr ólíkum áttum og vonandi verða umræður áhugaverðar og skemmtilegar.
„Við reynum að finna einhverja jákvæða snertifleti á þeim verkefnum eða störfum sem er verið að vinna að.“
Hins vegar er um að ræða faghóp sem tekur fyrir fiskveiðistjórn strandríkja í kringum okkur. Málstofan opnar á stuttri kynningu á Íslandi og síðan taka við fyrirlestrar lykilaðila úr norskum, færeyskum og spænskum sjávarútvegi. Í þessari erlendu málstofu sem við erum að vinna með erum við að reyna að vinna að því að upplýsa hvernig það er að vinna í sjávarútvegsfyrirtæki í þessum löndum og hvernig það er að reka útgerð og hafa þetta nær rekstrinum en ekki einkenni kvótakerfa heldur ræða meira um hvernig útgerðarstjórinn eða framkvæmdastjórinn reka fyrirtækið í Færeyjum, Noregi eða hvernig það er að reka togara á Spáni - hvernig það blasir við mönnum og hvaða verkefni þeir eru að glíma við.“
Samstarf mikilvægt
Friðrik segir að það skipti Brim máli að taka þátt í ráðstefnunni. „Fyrirtækið er hluti af samfélaginu og hjá því starfa um 630 manns af 24 þjóðernum. Brim er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og það skiptir okkur máli að vera í góðu samstarfi við nærsamfélagið og aðra sem hafa snertifleti við fyrirtækið. Þátttaka í Sjávarútvegsráðstefnunni er góður vettvangur til þess að reyna að koma þá fram með og lýsa því hvað við erum að gera og taka þá einmitt þátt í samtali við aðra í atvinnugreininni og aðra utan hennar. Þannig að það er mikilvægt að taka þátt.
„Brim er stórt
fyrirtæki
á íslenskan mælikvarða
og það skiptir okkur máli að vera í góðu samstarfi við nærsamfélagið og aðra sem hafa snertifleti við fyrirtækið.“
Við höfum áður sagt í opinberri umræðu að það væri óskandi að hægt væri að virkja alla þá íslensku orku sem farið hefur í deilur hér á landi um sjávarútveg til að móta fyrirsjáanlegt umhverfi til lengri tíma fyrir sjávarútvegsfyrirtæki þannig að þau geti skapað verðmæti og atvinnu í landinu eins og þeim er ætlað í lögum um stjórn fiskveiða.
Við erum ánægð með að taka þátt í ráðstefunni og stolt af því að hafa tekið þátt í þessu samstarfi í öll þessi ár. Við hlökkum til að halda því áfram eins og við höfum gert og reyna þannig að stuðla að uppbyggilegri, markvissri og góðri umræðu um sjávarútveginn og hvað við getum gert betur og hvernig við getum þá nýtt öll þessi tækifæri sem greinin hefur upp á að bjóða og ná fram samstöðu um það okkur öllum til heilla sem búum í þessu landi.“
Ábyrg umgengni
Brim er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði. Fyrirtækið gerir út níu skip og sinnir fiskveiðum, er með vinnslu og selur sjálft og í samstarfi við aðra til Evrópu, Bandaríkjanna og Asíu. „Brim er þokkalega stórt félag á íslenskan mælikvarða en auðvitað bara mjög lítið peð á alþjóðlegan mælikvarða. Við reynum að vinna af ábyrgð og af ábyrgri umgengni við auðlindina og í góðu samstarfi við aðra í kringum okkur.“

„Við erum ánægð með að taka þátt í ráðstefunni og stolt af því að hafa tekið þátt í þessu samstarfi í öll þessi ár.“
Sveiflur í veiðum og á mörkuðum ytra er órjúfanlegur hluti af sjávarútvegi. „Helstu áskoranirnar í starfsemi félagsins og mesta ógnin við afkomuna eru hins vegar glíman við óvissu og sveiflur í því starfsumhverfi og þannig verða stjórnendur að vera á tánum að tryggja raunverulega verðmætasköpun í starfi félagsins. Íslenskur sjávarútvegur er lítill í alþjóðlegum samanburði og mikilvægt að við getum teflt fram okkar séreinkennum á markaði. Við erum í mikilli samkeppni við alþjóðlega keppinauta sem hafa farið fram úr okkur á matvælamörkuðum heimsins og innlendir keppinautar um fjármagn þjóta fram úr okkur á fjármálamörkuðum með mun betri afkomu og hærri arðsemi.“
„Við reynum að vinna af ábyrgð og af ábyrgri umgengni við auðlindina og í góðu samstarfi við aðra í kringum okkur.“
Félagið hefur unnið markvisst að umhverfis- og samfélagsmálum um árabil. Árið 2021 setti stjórn Brims fram skýr markmið á sviði umhverfismála og árið 2022 var mótuð umhverfis- og loftslagsstefna með verðmætasköpun að markmiði, í sátt við umhverfi og samfélag. Markmið Brims fela í sér 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 en
Ísbjörninn, frystigeymsla
á
það var árið 2015 og er þá miðað við þau verðmæti sem starfsemin skapar. „Þannig tengjum við umhverfismál og verðmætasköpun með skýrum hætti. Þessu meginmarkmiði náum við í skrefum eins og til dæmis að minnka olíunotkun hvers skips.
Starfsfólk félagsins býr yfir mikilli reynslu og er meðalstarfsaldur um 10 ár. Mikil áhersla er lögð á öryggi og vellíðan starfsfólks. Brim er fjölmenningarsamfélag og býður félagið meðal annars starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnustað. Mikilvægt er að starfsfólk fái góða þjálfun í íslensku og er sífellt leitað nýrra leiða til árangursríks náms. Brim leggur sömuleiðis áherslu á framúrskarandi hæfni starfsfólks og fjárfestir markvisst í fræðslu og þjálfun þess og hefur félagið stofnsett Brimskólann sem er kjarni starfsþróunar og tæki starfsfólks til þekkingarleitar.“
„Helstu áskoranirnar í starfsemi félagsins og mesta ógnin við afkomuna eru hins vegar glíman við óvissu og sveiflur í því starfsumhverfi og þannig verða stjórnendur að vera á tánum að tryggja raunverulega verðmætasköpun í starfi félagsins.“

Viðey á sjómannadaginn.
Brims
Grandanum.
Þau fiska sem þróa
Aukið virði sjávarafurða í krafti rannsókna og nýsköpunar

Fisktækniskólinn býður m.a. upp á nám í fiskeldi sem er mjög mikilvægt fyrir ört vaxandi atvinnugrein en bæði hefur orðið hröð uppbygging í sjó- og landeldi. Eitt af eldisfyrirtækjunum er Laxey í Vestmannaeyjum sem byggir þar stóra landeldisstöð. Á þessari mynd, sem var tekin í maí 2025, er horft yfir hluta af athafnasvæði fyrirtækisins.
Klemenz Sæmundsson, skólameistari Fisktækniskóla Íslands í Sandgerði.
Njótum mikillar velvildar atvinnulífsins
segir Klemenz Sæmundsson, skólameistari Fisktækniskóla Íslands
Það þarf ekki að hafa um það mörg orð að sjávarútvegurinn á Íslandi er afar tæknivædd grein og þar hefur átt sér stað gríðarlega mikil nýsköpun og þróun í áranna rás. Til hafa orðið sprotar sem hafa síðan þróast í öflug tæknifyrirtæki til þjónustu við sjávarútveginn hér á landi og út um allan heim. Þessi tækniþróun hefur teygt sig út um alla geira sjávarútvegsins og skyldra greina, hvort sem það eru veiðar eða vinnsla eða fiskeldið sem hefur verið í hraðri þróun á undanförnum árum og er orðið einn af burðarásunum í atvinnulífinu á t.d. Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. Landeldið í fiskeldi á sér líka langa sögu, m.a. í Öxarfirði og á Reykjanesi, og nú er unnið að uppbyggingu stórra landeldisfyrirtækja á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal á Reykjanesi, í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum.
Fisktækniskólinn er bæði með grunnnám og framhaldsbrautir


Menntunin er mikilvæg
Einn af lykilþáttum til stuðnings við þróun sjávarútvegsins er menntunin. Hér áður fyrr starfaði Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði í um aldarfjórðung og má einnig m.a. nefna sjávarútvegs- og fiskeldistengt nám á Dalvík og sjávarútvegsbrautir við framhaldsskóla víða um land. Undirbúningsfélag að stofnun Fisktækniskóla Íslands var formlega stofnað árið 2009 og stunduðu í byrjun um þrjátíu nemendur nám við skólann. Skólahaldið var til að byrja með átaksverkefni í samstarfi við Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. Árið 2012 fékk Fisktækniskólinn formlega viðurkenningu sem einkaskóli á framhaldsskólastigi til kennslu á einni námsbraut – tveggja ára grunnnámsbraut í Fisktækni – en síðan hefur skólanum vaxið mjög fiskur um hrygg og nú er hann auk grunnnámsins með framhaldsbrautir í gæðastjórnun, fiskeldistækni, haftengdri nýsköpun, Marel vinnslutækni og veiðarfæratækni.
Að stofnun skólans í upphafi kom Grindvíkurbær auk Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum, fyrirtæki í sjávarútvegi á Suðurnesjum, stéttarfélög og einstaklingar. Höfuðstöðvar skólans voru frá upphafi í Grindavík. Þegar síðan byrjaði að gjósa skammt norðan Grindavíkur með þeim afleiðingum sem öllum er kunnugt urðu á einni nóttu gjör-
breyttar aðstæður í starfsemi Fisktækniskólans. En uppgjöf var þó ekki í boði, ekki kom til greina að leggja árar í bát.
Samkvæmt rekstrarsamningi við ríkið koma um 75% af rekstrarfé skólans frá ríkinu en um fjórðung af rekstri skólans þarf hann sjálfur að fjármagna með öðrum hætti.
Frá Grindavík til Reykjavíkur og síðan Sandgerðis „Þann 10. nóvember 2023 þurftum við að yfirgefa Grindavík, eins og allir aðrir. Þá fluttum við starfsemina í Sjávarklasann á Granda í Reykjavík og vorum þar fram í lok júlí 2024 þegar við fluttum í leiguhúsnæði í Sandgerði í eigu Suðurnesjabæjar, þar sem áður var leikskóli, og þar höfum við verið síðan. Litlar breytingar þurfti að gera á húsnæðinu og það rúmar starfsemi okkar mjög vel. Hér er aðstaða fyrir okkur sjö sem erum fastir starfsmenn við skólann og einnig eru hér kennslustofur.
Skólinn hefur frá upphafi boðið upp á smáskipanám <15m, bæði í skipstjórn og vélstjórn. Námið hefur verið mjög eftirsótt og ávallt hafa myndast biðlistar eftir næsta hóp. Nýverið festum við kaup á siglingahermi til að styðja enn frekar við það nám og hlutum við styrki til kaupanna bæði frá fyrirtækjum í haftengdri starfsemi og Uppbyggingarsjóði. Þetta mun í framtíðinni liðka verulega til varðandi skipulag námsins,“ segir Klemenz Sæmundsson, skólameistari Fisktækniskólans.
Metaðsókn í vetur í nám í veiðarfæratækni
Fisktækni – grunnnám
Grunnnám Fisktækniskólans er kallað Fisktækni og er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Nemendur geta innritast í það að loknum 10. bekk grunnskóla. Fisktækninámið er byggt upp sem blanda stað- og vinnustaðanáms. Á haustönnunum tveimur eru bókleg fög kennd en síðan tekur við vinnustaðanám, þ.e. verkleg kennsla úti í atvinnulífinu á vorönnunum. Fisktækniskólinn er því í nánu samstarfi um námið við fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum, mest á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Klemenz segir óhætt að fullyrða að skólinn njóti mikillar velvildar atvinnulífsins og fyrirtækin séu fús að taka nemendur í verknám enda sé það hagur atvinnulífsins að leggja sitt af mörkum til menntunar fólks sem kýs að starfa síðar í þessum starfsgreinum. Verknámshlutinn felst því í námi á vinnustöðunum og kennarar í skólanum fara á milli þeirra og fylgja nemendunum eftir. Val á verknámi tekur mið af áhuga hvers og eins nemanda og því sem hann hefur hug á að starfa við í framtíðinni, t.d. hvort hugurinn stendur til sjósóknar, fiskvinnslu, fiskeldis o.s.frv. Klemenz segir að bróðurpartur nemenda í Fisktæknináminu, sem innritast í það beint úr 10. bekk grunnskóla, komi frá Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu. Margir nemendanna haldi áfram námi í Fisktækniskólanum að grunnnáminu loknu, t.d. í gæðastjórnun eða fiskeldi, eða feti nýja slóð í öðrum skólum, til dæmis í skip- eða vélstjórn í Tækniskólanum. Að loknu námi í Fisktækniskólanum segir Klemenz vera mörg dæmi um að nemendur haldi áfram námi í t.d. sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri eða í diplómanám á fiskeldisbrautinni við Háskólann á Hólum.
Auk nemenda sem koma í Fisktækniskólann beint úr 10. bekk segir Klemenz að í grunnnáminu innritist eldri nemendur sem komi víða að af landinu og í mörgum tilfellum hafi þeir að baki mikla reynslu úr atvinnulífinu. Þessum nemendum gefst kostur á að stunda fjarnám og margir þeirra fara í gegnum raunfærnimat til þess að stytta sér leiðina að settu marki í náminu.

Frá upphafi hefur Fisktækniskólinn boðið upp á smáskipanám <15m, bæði í skipstjórn og vélstjórn, og hefur námið verið mjög eftirsótt. Nýverið fékk skólinn siglingahermi sem er mikilvægur þáttur í að styðja enn frekar við námið.
Metaðsókn í veiðarfæratækni
Klemenz segir prýðilega aðsókn í Fisktækniskólann núna á haustönn. Til dæmis sé metaðsókn í grunnnámið og einnig sé mjög góð aðsókn á framhaldsnámsbrautirnar í gæðastjórnun og fiskeldi. „En hvað eftirtektarverðast þykir mér þó mikil aðsókn á þessari önn í veiðarfæratækni þar sem 33 nemendur hófu nám í haust. Ég tel líklegustu skýringuna á þessum mikla áhuga uppsafnaða þörf, því það eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað í greininni og í öðru lagi starfa margir úr þessum nemendahópi í veiðarfæratækni hjá fyrirtækjum sem þjónusta fiskeldið og þeir þurfa að búa yfir kunnáttu til viðhalds og endurbóta á sjókvíum.
Veiðarfæragerðin er iðngrein sem krefst sveinsprófs til fullra réttinda. Margir sem stunda þetta nám hafa starfað lengi í greininni án þess að afla sér fullra réttinda og þess eru dæmi að þeir hafi farið í gegnum raunfærnimat og fengið metna uppsafnaða reynslu sína og þekkingu, sem er mjög jákvætt,“ segir Klemenz.
Fluttu höfuðstöðvar skólans til Sandgerðis vegna jarðeldanna á Reykjanesi
Nemendur af öllu landinu
Sem fyrr segir eru nemendur í Fisktækniskólanum búsettir um allt land. Margir starfsmenn í bæði landvinnslu- og fiskeldisfyrirtækjum eru af erlendum uppruna. Sumir hafa búið á Íslandi árum saman og hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Aðrir hafa verið hér til skamms tíma. Klemenz segir tungumálakunnáttu enga fyrirstöðu í náminu því Fisktækniskólinn noti nútímalegt kennslukerfi, LearnCove, sem geri kleift að miðla upplýsingum til nemenda á mörgum tungumálum. En þar fyrir utan hafi Fisktækniskólinn á sínum snærum pólskumælandi kennara sem sé gulls ígildi því margir af erlendum uppruna sem hér starfi í sjávarútvegi og skyldum greinum komi frá Póllandi.
„Núna á haustönn erum við með um 150 nemendur í skólanum, í bæði grunn- og framhaldsnámi. Ef við horfum á nemendahópinn hjá okkur eru sem næst 70% nemenda Íslendingar og um 30% af erlendum uppruna. Núna eru hlutfallslega ívið fleiri Íslendingar hjá okkur við nám en undanfarin ár en sum árin hefur skiptingin milli Íslendinga og fólks af erlendum uppruna verið nokkuð jöfn. En ástæðan fyrir því að óvenju margir Íslendingar eru núna við nám hjá okkur er sú að bróðurpartur þeirra sem sækja grunnnámið og nám í veiðarfæratækni eru Íslendingar,“ segir Klemenz.
Erfitt en óhjákvæmilegt
Eins og áður segir þurfti skólinn að flytja starfsemi sína frá Grindavík í nóvember 2023 vegna jarðeldanna á Reykjanesi. Klemenz segir að vissulega hafi það verið skólanum erfitt því að í Grindavík hafi skólinn átt traustar rætur og starfað náið með atvinnulífinu. En eins og í öðrum atvinnurekstri hafi þetta verið óhjákvæmilegt en um leið erfitt skref að taka. Sem afleiðing af flutningi skólans og því umróti sem honum fylgdi segir Klemenz að í raun hafi fallið út heill árgangur í grunnnámi skólans. Því séu núna einungis nemendur á fyrsta ári í grunnnáminu en engir nemendur á öðru ári.
„Við horfum til þess næsta vetur, ef við náum að halda okkar grunnnemum sem núna eru á fyrsta ári áfram og við fáum inn góðan hóp grunnnema næsta haust, að þá gætum við mögulega verið með metfjölda nemenda í Fisktækninni sem er grunnnámið hjá okkur,“ segir Klemenz.
Fjölbreytt námskeið
í
hagtengdum greinum
Framhaldsbrautir og stök námskeið Á framhaldsbrautum Fisktækniskólans, t.d. gæðastjórnun og fiskeldi, er kennt í fjarnámskennslustundum á netinu. Í flestum tilfellum taka nemendur víða um land námið til hliðar við fulla vinnu í sinni heimabyggð. En Fisktækniskólinn býður ekki bara upp á grunn- og framhaldsnám. Einnig hefur hann í boði námskeið í haftengdum greinum af ýmsum toga sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Sum þessara námskeiða eru öllum opin en önnur eru sérsniðin að óskum einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Nefna má námskeið um öryggismál á vinnustöðum, um meðferð afla og kælingu hans, um meðhöndlun og merkingar matvæla, samskipti á vinnustöðum og námskeið fyrir nýliða í fiskvinnslu – svo getið sé nokkurra dæma um námskeið sem skólinn hefur í boði á hverjum vetri. Stéttarfélög starfsfólks leggja fólki lið í því að mennta sig og sækja sér aukna þekkingu og niðurgreiða námskeiðsgjöldin og í mörgum tilfellum styðja fyrirtækin starfsfólk sitt með því að greiða námskeiðsgjöld og gera því kleift að mennta sig. Ítarlegar upplýsingar um starfsemi Fisktækniskólans er að finna á heimasíðu hans www.fiskt.is. Einnig er starfsfólk skólans boðið og búið að veita allar upplýsingar um námsframboð og námsframvindu.
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans
ÞORSKUR
Aflamark 157.744.374 kg
Veitt: 11,9%

UFSI
Aflamark 54.811.832 kg
Veitt: 5,9%

KARFI
Aflamark 34.431.038 kg
Veitt: 8,9%

ÝSA
Aflamark 62.397.327 kg
Veitt: 11,7%






JBT Marel skoðar nú hvar mikilvægt sé fyrir fyrirtækið að ná samlegðaráhrifum út á stærð þess og hvað sé sértækt fyrir hverja og eina viðskiptaeiningu.
Úlfar stillir sér upp við nýjung frá JBT Marel fyrir hvítfiskiðnaðinn. Hann segist hlakka til að hitta fólk á sjávarútvegssýningunni í Hörpu og tala meira um starfsemi JBT Marel.
„Það besta úr báðum heimum“
Eftir samrunann við JBT heldur Marel áfram að byggja á íslenskum grunni og tækniþekkingu sem á rætur að rekja í sjávarútvegi. Úlfar Arnórsson, vöruþróunarstjóri fyrir fiskiðnað hjá JBT Marel, segir Ísland áfram meðal mikilvægustu markaða fiskiðnaðarins hjá JBT Marel og að samruninn marki nýtt og jákvætt upphaf.
Marel hefur í gegnum tíðina verið burðarás á Íslandi í þróun hátæknilausna og tækniframfara í sjávarútvegi. Því vakti það athygli þegar fyrirtækið sameinaðist bandaríska tæknirisanum John Bean Technologies Cor poration (JBT) á síðasta ári. Að sögn Úlfars Arnórssonar, vöruþróunarstjóra fyrir fiskiðnað hjá JBT Marel, er sameiningin jákvæð – bæði fyrir íslenskan sjávarútveg og fyrir fyrirtækið sjálft.
Sameinað JBT Marel er þannig leiðandi á heimsvísu á sviði tæknilausna og þjónustu fyrir matvæla- og drykkjarvöruiðnaðinn. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og þjónustu á hátæknilausnum, kerfum og hugbúnaði fyrir fjölbreytta endamarkaði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Chicago en á Íslandi er eitt stærsta tækniþróunarsetur félagsins.
Smæð Íslands og áhættusækni komu sér vel
Saga Marel á Íslandi er merkileg fyrir margar sakir. Úlfar rifjar upp að Marel hafi á 40 árum vaxið og dafnað með íslenskum markaði. „Ný tækni var þróuð á þessum fyrstu árum hjá Marel fyrir sjávarútveg á Íslandi og var grasrótin í vinnslutækni öflug,“ segir hann og bendir á að hugarfarið

hafi oft verið á þá leið að „neyðin kenni naktri konu að spinna“. Marel og fleiri íslensk fyrirtæki hafi verið tilbúin að taka ýmsar áhættur þegar kom að nýsköpun og þróun. Mikið af viðskiptavinum Marel hafi verið fjölskyldufyrirtæki þar sem „kaldir karlar voru í stefninu sem voru tilbúnir að veðja á hugmyndir sem voru skrifaðar á servíettur“.
„Kaldir karlar voru í stefninu sem voru tilbúnir að veðja á hugmyndir sem voru skrifaðar á servíettur.“
Fleiri þættir höfðu þó áhrif á þróun Marel. Úlfar nefnir kvótakerfið í þessu samhengi og þá staðreynd að nýta þurfti fiskinn til hins ítrasta. Íslendingar hafi gert sér grein fyrir því að fiskur er takmörkuð auðlind og þá hafi þurft að huga að því hvernig hægt væri að auka virði afurðarinnar. Enn fremur bendir hann á áhrif fjármálahrunsins 2008. Hann segir að þá hafi sjávarútvegurinn þurft að endurhugsa fjárfestingar sínar þar sem fyrirtæki lögðu meiri áherslu á kjarnastarfsemi sína eftir hrun. „Það var augljós sprenging í tækni sem varð eftir hrunið,“ segir hann. Úlfar telur að þetta sé „arfleifð Marel, ekki bara í sjávarútvegi, heldur líka í víðara samhengi. Þetta er eitthvað sem hefur nýst inn í aðra iðnaði sem Marel hefur síðan keypt sig inn í.“ Sú tækni sem varð til á þessum árum hafi þannig nýst út um heim allan hjá fyrirtækjum sem Marel hefur keypt, hvort sem um er að ræða í Danmörku, Hollandi eða fleiri stöðum. Úlfar segir að smæð Íslands hafi einmitt komið sér vel á þessum tíma. Þjónustan hafi verið persónulegri og aðgengilegri að mörgu leyti.


JBT Marel hefur nýtt sér tækni fyrir lax sem var upphaflega þróuð fyrir hvítfiskiðnaðinn.
„Síðan njótum við á sama tíma góðs af alls konar innviðum sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða sem þar af leiðandi íslenski markaðurinn nýtur góðs af.“
Fyrirtækið fór í gegnum vaxtarverki
En fyrirtæki breytast eðlilega með tímanum og segir Úlfar að í gegnum þennan hraða vöxt sem Marel fór í gegnum á síðustu 20 árum þá hafi fyrirtækið fjarlægst íslenskan markað. „Mér finnst þetta ekki vera neitt feimnismál. Þetta er bara þannig að Marel var að reyna að vera með sameiginlega stefnu fyrir allt fyrirtækið í öllum þessum mismunandi próteinum; kjöti, kjúklingi og fiski. Marel var að reyna að ná samlegðaráhrifum þvert á iðnaði en þrátt fyrir að það hafi haft góð áhrif heilt yfir þá getur það haft slæmar afleiðingar í sérstökum tilfellum.“
„Heilt yfir þá höfum ekki fengið mikla gagnrýni en auðvitað vakna margar spurningar fyrir íslenska
markaðinn sem hefur horft á Marel sem eitt af sínum stoðum og styttum í atvinnulífinu.“
Úlfar útskýrir þetta nánar. „Tökum sem dæmi þetta stóra fyrirtæki sem er með góða tengingu við alla markaði. Allt í einu fær sjávarútvegurinn innan Marel rosalega góða tengingu til Asíu en missir sérstöðu sína á lykilmarkaði eins og á Íslandi. Þetta er ákveðin þróun sem hefur átt sér stað á síðustu 10 til 15 árum þegar fyrirtækið stækkaði og má segja að sé ákveðinn vaxtarverkur,“ segir hann.
Það góða við samruna JBT og Marel er aftur á móti, að sögn Úlfars, að nú sé verið að taka það „besta úr báðum heimum“. „Við erum að
skoða hvar mikilvægt sé fyrir JBT Marel að ná samlegðaráhrifum út á stærð fyrirtækisins, en það tvöfaldaðist náttúrulega við samrunann, og hvað sé sértækt fyrir hverja og eina viðskiptaeiningu.“ Með því takist JBT Marel að finna út hvar lykilmarkaðir hverrar viðskiptaeiningar eru og þar komi íslenski markaðurinn inn í jöfnuna.
Íslenski markaðurinn meðal topp fimm
Úlfar segir að íslenski markaðurinn sé einn sá mikilvægasti fyrir fiskiðnaðinn í JBT Marel. Hann bendir á að sumir kynnu að hugsa sem svo að Íslands sé einungis „lítil eyja úti í ballarhafi“ og að stóru fyrirtæki eins og JBT Marel hugnaðist ekki að leggja áherslu á Ísland. Úlfar segir að þetta sé alrangt því Ísland sé meðal topp fimm mikilvægustu og öflugustu markaða fiskiðnaðarins.
„Þar af leiðandi þá hugsum við hvernig við stillum upp sameiginlegum hagsmunum JBT Marel annars vegar og fiskiðnaðarins hins vegar saman. Við hugsum þetta þannig að fiskiðnaðurinn sé mikilvægur fyrir JBT Marel og þannig tökum við fulla stjórn á íslenska markaðinum. Síðan njótum við á sama tíma góðs af alls konar innviðum sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða sem þar af leiðandi íslenski markaðurinn nýtur góðs af. Ég tel að samruninn við JBT sé jákvætt skref fyrir Marel og íslenska sjávarútveginn,“ segir hann.
Aðspurður hvort einhverrar gagnrýni hafi gætt vegna samrunans segir Úlfar að svo hafi í rauninni ekki verið. „Heilt yfir þá höfum ekki fengið mikla gagnrýni en auðvitað vakna margar spurningar fyrir íslenska markaðinn sem hefur horft á Marel sem eitt af sínum stoðum og styttum í atvinnulífinu þá til dæmis hvað þetta þýðir fyrir Ísland. Skiptir fiskiðnaðurinn innan þessa stóra fyrirtækis einhverju máli lengur? Er öll þessi starfsemi að fara erlendis? En þegar við ræðum þetta við fólk þá er auðvelt að útskýra að Ísland er enn okkar heimamarkaður og þekkingin sem er til staðar hjá okkur á Íslandi er ómissandi,“ segir hann.
„Það er svo áhugavert að hugsa til þess að veiðar og eldi sé sitthvor iðnaðurinn á meðan vinnsla á veiddum fisk eða eldisfisk á aftur á móti miklu meira sameiginlegt.“
Tæknin „flæðir“ á milli geira
Markaðsaðstæður og fjárfestingar hafa mikil áhrif á stefnu og umsvif tæknifyrirtækja. Vinnslutækjamarkaðurinn er nú um þrisvar sinnum stærri í laxi samanborið við hvítfisk. Þannig hefur JBT Marel nú lagt áherslu á laxinn en áhyggjuraddir hafa heyrst varðandi það að fyrirtækið „yfirgefi“ hvítfiskmarkaðinn núna þegar áhersla er komin á lax. „Jú, jú, laxeldi er búið að vaxa miklu hraðar en veiðar af augljósum ástæðum. Það er hægt að láta þann iðnað vaxa því það þarf að stýra veiðum,“ bendir Úlfar á.

Úlfari finnst mikilvægt að það komi fram að JBT Marel sé „ekki að kveðja hvítfiskiðnaðinn“.

Það góða við samruna JBT og Marel er, að sögn Úlfars, að nú sé verið að taka það „besta úr báðum heimum“.
Hann útskýrir að arfleifð Marel hafi orðið til á Íslandi, sérstaklega þegar snýr að sjávarútvegi eða fiskiðnaði sem byggist upp á hvítfiskiðnaðinum. „Það er svo áhugavert að hugsa til þess að veiðar og eldi sé sitthvor iðnaðurinn á meðan vinnsla á veiddum fisk eða eldisfisk á aftur á móti miklu meira sameiginlegt. Þannig að fyrir fyrirtæki eins og okkur, sem er að gera vinnslutækni og búa til búnað til að vinna fisk, eru mikil samlegðaráhrif þarna á milli.“ Úlfar segir að sögulega hafi Marel alls ekki nýtt öll þau tækifæri sem eru til staðar til þess að láta tækni flæða þarna á milli. „Seinustu ár höfum við aftur á móti verið að gera mikið af því. Við höfum verið að nota tækni sem hefur verið þróuð fyrir hvítfiskiðnaðinn í vörur og lausnir sem við notum í laxi. Þannig er laxaiðnaðurinn að njóta góðs af því í dag.“
„Þar sem við erum nú að færa tækni
úr hvítfiski yfir í lax þá getur nákvæmlega það sama átt sér stað í hina áttina. Við getum fært tækni úr laxi yfir í hvítfisk þegar réttu tækifærin bjóðast.“
Hvítfiskurinn enn ein af stoðum fiskiðnaðarins Úlfari finnst mikilvægt að það komi fram að JBT Marel sé „ekki að kveðja hvítfiskiðnaðinn“. Umsvifin séu í takti við fjárfestingarnar sem eiga sér stað og bendir hann á að lítið sé um fjárfestingar í þeim iðnaði um þessar mundir. „En þar sem við erum nú að færa tækni úr hvítfiski yfir í lax þá getur nákvæmlega það sama átt sér stað í hina áttina. Við getum fært tækni úr laxi yfir í hvítfisk þegar réttu tækifærin bjóðast,“ segir hann. „Við erum komin til að vera og við viljum styrkja okkar samband við Ísland. Við erum komin til að vera í hvítfiski og viljum viðhalda okkar þekkingu þar og vinna með þeim viðskiptavinum sem vilja fjárfesta. Sömuleiðis viljum við nýta þá þróun sem mun eiga sér stað hjá okkur næstu ár í þeim iðnaði þegar fram líða stundir,“ segir hann að lokum.
„Við erum komin til að vera og við viljum styrkja okkar samband við Ísland. Við erum komin til að vera í hvítfiski og viljum viðhalda okkar þekkingu þar og vinna með þeim viðskiptavinum sem vilja fjárfesta.“

Marel hefur vaxið og dafnað síðustu 40 ár með íslenskum markaði en fyrirtækið hefur þó einnig verið öflugt erlendis. Hér er Marel á sjávarútvegssýningunni í Barselóna.
Fróðleikur um sjávarútveg
Við hjá Brimi höfum ákveðið að félagið gangi fram í opinberri umræðu um sjávarútveg á Íslandi og miðli til almennings upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins og stjórnkerfið í sjávarútvegi. Með þeim hætti vill félagið taka þátt í upplýstri umræðu um atvinnugreinina og reyna þannig að stuðla að traustari og vandaðri ákvarðanatöku stjórnvalda þegar kemur að málefnum greinarinnar.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.
Hvað er þorskígildi?
Þorskígildi eða þorskígildistonn eru orð sem notuð eru til að bera saman verðmæti fisktegunda.
Þorskígildi er það aflamagn af tiltekinni fisktegund sem telst jafnverðmætt og eitt kíló af þorski. Segjum að verðið á þorski sé 500 krónur kílóið, kílóið af karfa kosti
250 krónur og kílóið af síld 100 krónur. Þá er tonnið af karfa hálft þorskígildistonn – þ.e. tvö tonn af karfa jafngilda einu tonni af þorski – en tonnið af síld er á hinn bóginn 0,2 þorskígildistonn, þ.e. 5 tonn af síld jafngilda einu tonni af þorski.
Fróðleikur um þorskígildisstuðla
Innan landhelgi
Í töflu hér að ofan sést heildarúthlutun á aflamarki eftir tegundum fiskveiðiárið 20252026 og svo heildarúthlutun í deilistofnum, en það eru þeir veiðistofnar sem veiðast bæði innan og utan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Hlutdeild Brims í hverri fisktegund er gefin út í prósentu og kallast aflahlutdeild. Í næsta dálki til hægri eru sýnd þau tonn af hverri fisktegund sem samsvara þessari prósentu. Síðan kemur dálkur sem sýnir heildarþorskígildistonn sem hver fisktegund gefur. Þá eru sýnd heildarþorskígildistonn Brims af hverri fisktegund. Einnig er sýnd hlutdeild íslenska ríkisins en ríkið er með 5,3% af öllum fisktegundum.
Sjávarútvegsráðuneytið gefur árlega út svokallaða þorskígildisstuðla og er tafla um þá birt á vefsíðu Fiskistofu. Þar má sjá að stuðlarnir breytast frá ári til árs vegna breytinga á aflaverðmæti hverrar fisktegundar á undanliðnum 12 mánuðum.
þorskígildistonn
Þessi tafla er eitt af mörgum mælaborðum sem Brim vinnur með. Þessi tafla breytist að jafnaði fjórum sinnum á ári. Næst breytist hún þegar loðnukvóti verður ákveðinn í haust. Í byrjun janúar 2026 kemur ný úthlutun af norskíslenskri síld og kolmunna. Þá kemur ný úthlutun af makríl vorið 2026 og síðan ný úthlutun botnfisktegunda 1. september 2026. Þannig breytist þetta mælaborð þorskígilda nokkrum sinnum á ári, enda þótt aflahlutdeildin breytist ekki.
Næsta ár mun marka svolítið endurreisnina
Það hefur vegna jarðhræringa á Reykjanesi gefið á bátinn hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en fleyinu hefur verið siglt í rétta átt og af mikilli festu. Rýma þurfti bæinn 10. nóvember árið 2023 eftir að kvikugangur myndaðist undir honum. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að með þeim töfum og tilfærslum sem því fylgdu megi í einföldustu mynd segja að fyrirtækið hafi misst út hálfs árs afkomu. „Við höfum frá því 1. september í fyrra, eða í rúmt ár, keyrt á eðlilegri afkomu og afköstum og við erum býsna stolt af því.“ Vísir er með fjögur fiskiskip, saltfiskvinnslu og hátæknifrystihús fyrir utan sölustarfsemi og dreifingaraðstöðu.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. „Við höfum frá því 1. september í fyrra, eða í rúmt ár, keyrt á eðlilegri afkomu og afköstum og við erum býsna stolt af því.“

Kvikugangur myndaðist undir Grindavík og rýma þurfti bæinn 10. nóvember árið 2023. Náttúruhamfarirnar og rýmingin hefur haft mikil áhrif á líf og störf fólks í bænum og hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi ehf í Grindavík var búist við því að starfsemin yrði stöðvuð fram að jólum. „Við settum í gang 4. desember til að prufukeyra,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en vinnsla var í gangi til 16. desember. „Síðan byrjaði að gjósa 18. desember. Við reyndum einu sinni eða tvisvar að setja í gang einhvern tímann framan af vetri 2024 en það gekk ekki. Þá færðum við í lok febrúar hluta af starfseminni yfir í Helguvík í einfalda saltfiskvinnslu og unnum þar fram að páskum. Frá páskum og fram að sumarfríum rákum við fyrirtækið á helmingsafköstum; helmingsmannskap.
„Á
fyrstu sex mánuðum þessa árs töfðumst við um tvo daga vegna eldgoss.“
Páll Jónsson á útleið.

Við settum síðan á full afköst og fulla vinnslu í september árið 2014 og höfum verið á nánast óskertum afköstum síðan fyrir utan nokkra daga þegar menn hafa þurft að fara frá út af rýmingu. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs töfðumst við um tvo daga vegna eldgoss.“
Pétur segir að af um 160 manns í dag séu um 120 sem unnu þar 10. nóvember 2023. „Stjórnendur eru allir þeir sömu og langstærstur hluti, eða 70-80% af fólkinu á gólfinu, er sama fólkið og þá. Það sem við erum stoltust af er að hafa náð að fara í gegnum þetta og náð upp starfseminni á fullum krafti aftur með sama fólkinu nánast.“
Pétur segir að hvað þessar tafir og tilfærslur varðar megi í einföldustu mynd segja að fyrirtækið hafi misst út hálfs árs afkomu. „Við höfum frá því 1. september í fyrra, eða í rúmt ár, keyrt á eðlilegri afkomu og afköstum og við erum býsna stolt af því.“
„Það sem við erum stoltust af er að hafa náð að fara í gegnum þetta og náð upp starfseminni á fullan kraft aftur með sama fólkinu nánast.“
Taka fyrir einn dag í einu
Vísir leggur áherslu á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði og býr yfir góðum skipaflota - það eru Fjölnir Gk 757, sem er krókaaflamarksskip, togskipið Jóhanna Gísladóttir GK 357 og línuskipin Páll Jónsson GK 7 og Sighvatur GK 57.
„Veiðiheimildir skipanna eru 16.000 tonn. Í Grindavík erum við erum með saltfiskvinnslu og hátæknifrystihús og sölustarfsemi og dreifingaraðstöðu erlendis. Við erum stoltust af því hvernig við höfum náð að fara í gegnum þessar náttúruhamfarir með frábæru starfsfólki og náð að halda stefnu og stemmningu í gegnum þær.“
„Við erum stoltust af því hvernig við höfum náð að fara í gegnum þessar náttúruhamfarir með frábæru starfsfólki og náð að halda stefnu og stemmningu í gegnum þær.“


Pétur segir að stefna Vísis byggi á því að taka fyrir einn dag í einu að hluta til en að öðru leyti að læra að lifa við þessa náttúruvá til langs tíma eins og allar aðrar náttúruvár á Íslandi. „Við fylgjumst vel með hvernig fólki líður við þessar aðstæður og getum því fullyrt að okkur er að takast að ná þeim lærdómi. Við erum hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar sem er fyrirtæki á almennum hlutabréfamarkaði sem hefur gefið okkur aukið afl til að gera það sem við höfum þurft að gera í þessum þrengingum. Núna erum við í hagræðingarvinnu eins og öll fyrirtæki eru í rauninni alltaf í og sérstaklega núna á tímum hárra veiðigjalda sem skaða jafnt varnargetu fyrirtækja sem sóknarþunga þeirra þegar vel árar. Fyrir utan það þá snýst okkar vinna núna um það að ná sem mestu út úr þeim tveimur fiskvinnslum sem hér eru og festa okkur í sessi í nýju umhverfi. Við erum ekkert mikið í fjárfestingum eða djúpri stefnumótun; við bara höldum áfram að gera það sem við kunnum að gera og tökum eins og ég sagði einn dag fyrir í einu.“
Djúp sorg
Grindvíkingar hafa undanfarin ár búið og starfað við erfiðar aðstæður vegna jarðhræringanna sem hafa haft mikil sálfræn áhrif á marga. „Það er ekki hægt að lýsa þessari rosalega djúpu sorg sem fólk ber í brjósti yfir samfélaginu. Ég spyr alltaf það fólk sem kemur í fyrsta sinn inn til Grindavíkur hvernig upplifun það sé og fer svo yfir það hvernig mér líður í hvert sinn sem eg kem í bæinn, sem er jú flesta daga, og margir kannst við þá lýsingu.

Innsiglingin.
Löndun úr Jóhönnu Gísladóttur
Lagst við bryggju 2. apríl, daginn eftir gos.
Græni flotinn.

„Við fylgjumst vel með hvernig fólki líður við þessar aðstæður og getum því fullyrt að okkur er að takast að ná þeim lærdómi.“
Þegar ég kem keyrandi Grindavíkurveginn og sé varnargarðana og hraunið þá fyllist maður stolti af verkfræðinni. Svo er orkuver ofan á þessum andskota eins og vin í eyðimörk og baðlón þar sem fólk baðar sig í affallinu af þessum andskotans hita sem kemur þarna að neðan. Síðan sjást varnargarðarnir í kringum Grindavík og maður dáist aftur að verkfræðinni. Þegar inn í bæinn kemur fyllist maður af þessari djúpu sorg yfir því að bærinn er næstum því mannlaus. Þá kemur maður niður á bryggju og getur logið að sér að ekkert hafi gerst. Það hafa reyndar orðið breytingar hjá sumum fyrirtækjum en að öðru leyti er atvinnulífið í ótrúlega góðu standi og vex fiskur um hrygg. Fyrirtækjum er líka að fjölga. En maður kemst ekki heim í mat í hádeginu eins og maður gerði áður. Þetta er rússíbani.“
Að bretta upp ermar
Pétur segist vona að til sé jafngott samfélag annars staðar á landinu eins og það var í Grindavík. Hann segir að sorgin yfir því að missa þetta samfélag og skilgreining á samfélagi sé allt í einu farin að snúast um litlu hlutina og nefnir bumbubolta, íþróttirnar, kórinn og nándina eins og að fara í kaffi til mömmu og að þekkja fólkið í næsta húsi. „Þessir hlutir búa til samfélag. Og þar erum við stödd í dag - ekki bara Vísir heldur fyrirtækin í bænum og fólkið. Við erum á tímamótum núna. Ég
vörum sem menn setja alltaf. Nú eru menn að bretta upp ermar. Og næsta ár mun marka svolítið endurreisnina og endurkomuna og það mun taka fimm til tíu ár.“
„Það
er ekki hægt að lýsa þessari rosalega djúpu sorg sem fólk ber í brjósti yfir samfélaginu.“
Búið er að framlengja gildistíma svokallaðra hollvinasamninga sem þýðir að fyrrverandi eigendur húsa í Grindavík, sem seldu Þórkötlu eignir sínar, geta undirritað hollvinasamning við Þórkötlu og þar með fengið heimild til að dvelja í húsunum. Heimildin var framlengd til loka mars 2026 og segir Pétur að þegar betur sé að gáð sé það í raun framlenging til þess tíma sem þarf til að átta sig á öllu er varðar búsetu. „Þórkatla þarf hins vegar að kynna það betur hvað hún er að hugsa. Fólk mætir hér í vinnu og er í vaxandi mæli að koma sér fyrir í bænum, sérstaklega barnlaust fólk. Til lengri tíma vinnum við að því að samfélagið nái sér og þar skipta nokkur atriði máli. Þetta byggir allt á öryggi, atvinnu og búsetu. Það er formúlan hjá okkur. Við erum komin á þann stað núna að við teljum vera öryggi í bænum, atvinnan er í lagi og búsetan snýst um það að fólk finni sig öruggt. Það er verið að vinna að því að gera fólki kleift að koma í húsin sín. Og síðan er unnið að opnun matvöruverslunar. Vinna okkar stjórnenda í fyrirtækjunum er ekki síður í þessu plús það að halda dampi alla daga í vinnunni. Svo þarf að slást við það að vera Grindvíkingur með allar þær tilfinningar sem því fylgir til viðbótar þessu.
Sighvatur að koma í land 2. apríl, daginn eftir gos. Saltfiskbirgðir.


„Það hafa reyndar orðið breytingar hjá sumum fyrirtækjum en að öðru leyti er atvinnulífið í ótrúlega góðu standi og vex fiskur um hrygg.“
Krafturinn í Grindvíkingum byggir á því sem þeir höfðu. Við vissum hvað við höfðum og við vitum að það kemur ekkert allt til baka. Það er farið að hluta til. Það er hins vegar hægt að bjarga einhverjum hluta og mönnum er þannig innanbrjósts að þeir vita hvað staðurinn mun bjóða upp á í framtíðinni. Það sem Grindavík byggir raunverulega á er rosalega flott staðsetning. Bærinn er mitt á milli útflutningshafna, nálægt flugvelli, rétt hjá stærsta ferðamannastað á landinu, sjávarútvegur er mjög öflugur og iðnaður er mikill. Og í kringum okkur búa um 300.000 manns þannig að menn geta sótt hingað vinnu úr öllum áttum. Og fólk getur búið hér og sótt vinnu hvar sem er. Svo er núna að bætast við þessi saga tengd jarðhræringunum sem við erum að upplifa og mun verða ferðaþjónustunni heilmikils virði þegar menn ná vopnum sínum.“
„Nú eru menn að bretta upp ermar.“




Grindavík og varnargarðarnir.
Eldgosið 1. apríl.
Hver vegur að heiman.
Varnargarðarnir gera gagn.
Vegur yfir hraun.





10 ára







Ómissandi verndari hafsins og þjóðarinnar í rúm 98 ár
Landhelgisgæsla Íslands (LHG) er ein af lykilstofnunum íslenska ríkisins þegar kemur að öryggi, eftirliti og verndun íslenskra hafsvæða. Hún var stofnuð árið 1926 og hefur síðan þá gegnt mikilvægu hlutverki í að tryggja öryggi landsins, bæði á sjó og í lofti, auk þess að fylgjast með fiskveiðum og öðrum umhverfislegum þáttum innan íslensku lögsögunnar.
Á tæplega hundrað ára sögu LHG er stofnunin sterkari en nokkru sinni og má segja að þannig sé hún áfram ómissandi, tilbúin að takast á við öll verkefni sem liggja fyrir á sjó og í lofti.
Mikil áhersla er á alþjóðlegt samstarf, svo sem þátttöku í æfingunni Northern Challenge með sprengjusérfræðingum frá 18 löndum, og á það að bregðast við neyðartilvikum. Þrátt fyrir fjölgun verkefna heldur LHG áfram að njóta mikils trausts meðal þjóðarinnar.

Ótrúleg tækifæri í sjávarútvegi
Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás íslensks efnahagslífs.
Hér áður var um að ræða hefðbundinn fiskveiðibúnað og vinnslu á bryggju. Í dag hefur sjávarútvegsgeirinn umbreyst í háþróaðan og fjölbreyttan atvinnuveg þar sem tækni, sjálfbærni og nýsköpun fara hönd í hönd.

Kröfur í dag um sjálfbæra nýtingu og alþjóðlega samkeppni eru mikilvægar, þannig verður hægt að fá fjölbreyttari mannauð og efla nýsköpun. Sjávarútvegurinn er ekki bara saga fortíðar, hann er vettvangur nýrrar hugsunar, tækniþróunar og tækifæra sem geta styrkt samfélag okkar um ókomin ár. Þessi spennandi framtíð í sjávarútvegi eykur möguleika fyrir markaðsmenn til að auka framlegð landans og væntanlega er þetta bara toppurinn á ísjakanum.
Spennandinámí Fiskeldistækni
í FisktækniskólaÍslands
Námiðhentarstarfsfólkiífiskeldieðaþeim semstefnaáframtíðarstarfí fiskeldi.
Kennterífjarnámiogaðmestukenntutanvinnutíma.




Nánariupplýsingarogskráningá fiskt.is



















Sjómennt er einn af þeim fræðslusjóðum sem Landsmennt sér um en eins og nafnið gefur til kynna er hann fyrir sjómenn. Sjóðurinn starfar samkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasambandið.

Myndi vilja sjá fleiri minni fyrirtæki nýta
sér þennan möguleika
segir Solveig Ólöf Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar
Sjaldan hefur verið eins mikilvægt og í dag að starfsfólk á vinnumarkaði – og skiptir þá ekki máli í hvaða störfum fólk er – bæti við sig þekkingu með sí- og endurmenntun. Tækniþróunin á öllum sviðum atvinnulífsins kallar á slíkt, sömuleiðis aukin alþjóðavæðing auk þess sem starfsfólk þarf að laga sig að stöðugt nýjum kröfum atvinnulífsins. Það þarf því ekki að hafa um það mörg orð að sí- og endurmenntun er ekki valkostur heldur nauðsyn, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hraðar breytingar á vinnumarkaði En hvað knýr á um sí- og endurmenntun?
Í fyrsta lagi eru breytingarnar svo hraðar á vinnumarkaði að fólk þarf að vera vel með á nótunum til þess að verða hreinlega ekki eftir. Tækniþróunin hefur verið afar hröð á undanförnum árum, ný tækni ryður sér til rúms á degi hverjum, sjálfvirknivæðingin svokallaða, að ekki sé talað um gervigreindina sem hefur nú þegar breytt störfum og mun gjörbreyta störfum á næstu misserum og árum. Störf hafa horfið, þeim munu áfram fækka en ný verða til, mörg þeirra með nýjum hæfnikröfum.
Í öðru lagi skiptir sí- og endurmenntun máli því hún styrkir stöðu starfsfólks á vinnumarkaðnum og eykur möguleika þess til eflingar og starfsframa og í þriðja lagi opnar sí- og endurmenntun leiðir til nýrra starfa og dregur úr hættu á að fólk missi vinnuna.
Solveig Ólöf Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landsmenntar (lengst til hægri) með Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Landsmenntar og Lilju Baldursdóttur þjónustufulltrúa Landsmenntar.

Ef horft er til ávinnings samfélagsins alls og atvinnulífsins af því að mennta starfsfólk er staðreynd að fyrirtæki með vel menntað starfsfólk innan sinna vébanda er sveigjanlegra og á auðveldara með að takast á við hinar ýmsu áskoranir. Og samfélagið í heild nýtur sannarlega góðs af fjölhæfara vinnuafli. Staðreyndin er auðvitað sú að menntun fólks er ekki lengur bundin við æskuárin, hún fylgir okkur alla starfsævina. Orðatiltækið góða Svo lærir lengi sem lifir á alltaf við. Það má heldur ekki gleyma því að símenntun eykur persónuleg lífsgæði fólks, eflir sjálfstraust og virkni þess í samfélaginu. Að fjárfesta í eigin þekkingu er því mikilvægt fyrir framtíðina. Sí- og endurmenntun stuðlar að starfsöryggi, framþróun og sjálfbærum vinnumarkaði. Með ævilöngu námi styrkjum við ekki aðeins framtíð hvers og eins heldur um leið samfélagið allt.
Störf hafa horfið, þeim munu áfram fækka en ný verða til
Oft og tíðum getur það verið nokkrum erfiðleikum bundið fyrir fyrirtæki og fólk sem vill bæta við sig þekkingu að finna út hvaða rétt það hefur til stuðnings til að sækja sí- og endurmenntun. En í ljós kemur að það eru ýmsar leiðir færar í því.

Landsmennt og aðrir starfsmenntasjóðir vinna náið með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðvunum um allt land enda er á könnu þeirra námskeiðahald í hinum ýmsu starfsgreinum. Sveitamennt styrkir námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélaganna víða um land. Þessi mynd var tekin af starfsfólki velferðarsviðs Akureyrarbæjar á einu slíku námskeið í Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.
Landsmennt
Fyrst er vert að skoða hvað er í boði hjá Landsmennt (www.landsmennt.is), sem er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðild að Landsmennt eiga 16 stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands og er um að ræða sjóð sem veitir bæði einstaklingsstyrki og styrki til fyrirtækja.
Félagsmaður stéttarfélags sem er aðili að Landsmennt getur sótt um styrk til að sækja nám eða námskeið. Það getur t.d. verið háskóla- eða framhaldsskólanám, tungumálanámskeið eða önnur námskeið sem tengjast starfi eða þroska. Einnig geta fyrirtæki eða stofnanir sótt um stuðning til að fjármagna námskeið, þróunarverkefni sem tengjast menntun starfsfólks eða gerð námsefnis sem stuðlar að því að gera námsefnið aðgengilegra. Samkvæmt reglum Landsmenntar getur endurgreiðsla kostnaðar við nám og námskeiðshald numið allt að 90%. Félagsmaður sem unnið hefur fullt starf í a.m.k. 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum og greitt til aðildarfélags Landsmenntar á þeim tíma á rétt á stuðningi til starfsnáms. Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.
Símenntun
Sveitamennt
eflir sjálfstraust og virkni fólks í samfélaginu
Innan vébanda Landsmenntar eru aðrir sjóðir sem kalla má systursjóði Landsmenntar.
Sveitamennt er fræðslusjóður fyrir félagsmenn stéttarfélaga sem starfa hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni og eiga aðild að Starfgreinasambandinu – SGS.
Annars vegar eru veittir styrkir til einstaklinga vegna náms eða námskeiða og fræðslu sem tengist starfi eða starfsþróun og hins vegar
styður Sveitamennt sveitarfélög og stofnanir þeirra í hinum ýmsu fræðsluverkefnum fyrir starfsmenn sína. Um er að ræða verkefni sem hvert og eitt sveitarfélag vinnur frá grunni og einnig verkefni sem eru kjarasamningsbundin.
Fagbréf atvinnulífsins er mikilvæg viðurkenning á því sem starfsmaður hefur lært í starfi, bæði formlega og óformlega
Töluvert er um að t.d. starfsfólk skóla, sem á aðild að stéttarfélögum innan Stafsgreinasambandsins og heyrir því til Sveitamenntar, fari í náms- og kynnisferðir, jafnt innanlands sem utan. Í þeim tilvikum greiðir Sveitamennt að hámarki 170 þúsund krónur til viðkomandi stofnunar vegna hvers starfsmanns.
Ríkismennt
Undir Ríkismennt falla ríkisstarfsmenn á landsbyggðinni sem greiða til aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Það sama gildir hér og um
Sveitamennt að starfsfólk getur sótt til Ríkismenntar um einstaklingsstyrki til náms af ýmsum toga eða endurmenntunar. Einnig geta stofnanir og vinnuveitendur sem í sjóðinn greiða sótt styrki til hinna ýmsu fræðsluverkefna.
Sjómennt
Sjómennt er fjórði fræðslusjóðurinn og eins og nafnið gefur til kynna er hann fyrir sjómenn. Sjóðurinn starfar samkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasamband Íslands. Eins og gildir um hina þrjá sjóðina veitir Sjómennt annars vegar einstaklingsstyrki, þ.e. styrki til sjómanna vegna náms/
námskeiða sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt, t.d. öryggisnámskeiðum, siglingum o.fl, og hins vegar veitir Sjómennt styrki til fyrirtækja í sjávarútvegi til fræðslustarfs af ýmsum toga. Til dæmis sækja fyrirtækin um styrki vegna námskeiða er lúta að öryggi fólks um borð í fiskiskipum eða landvinnslu, skyndihjálparnámskeiða, gæðastjórnunarnámskeiða, lyftaranámskeiða, námskeiða í meðhöndlun matvæla og svo mætti lengri telja. Dæmi eru um að sjávarútvegsfyrirtækin fái styrki úr Sjómennt til þess að kosta starfsmenn sína til náms í sjávarútvegstengdum greinum, m.a. í Fisktækniskóla Íslands og Tækniskólanum.
Fyrirtækin eiga kost á niðurgreiðslu allt að 90% kostnaðar við námskeiðshald fyrir starfsmenn sína
Reglur um einstaklingsstyrki
Frá 1. janúar 2024 tóku gildi nýjar reglur hjá Sveitamennt og Ríkismennt um einstaklingsstyrki þar sem fullur styrkur (100%) er greiddur, að hámarki 130 þúsund krónur á ári. Hafi félagsmaður ekki nýtt rétt sinn síðustu tvö ár getur hann sótt um styrk allt að 260 þúsund krónur fyrir samfellt nám eða námskeið. Nýti félagsmaður ekki rétt sinn í þrjú ár getur styrkupphæðin numið allt að 390 þúsund krónum. Úr Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt voru á árinu 2023 greiddar tæplega tvö hundruð milljónir króna í einstaklingsstyrki:
Landsmennt: 138,6 milljónir króna til 2126 einstaklinga.
Sveitamennt: 43,6 milljónir króna til 762 einstaklinga.
Ríkismennt: 9,2 millónir króna til 173 einstaklinga.
Hjá Sjómennt er hámarksstyrkur 90% af námskostnaði, að hámarki 130 þúsund krónur á ári fyrir nám eða námskeið. Hafi félagsmaður ekki nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár getur hann sótt um styrk allt að 260 þús. kr. fyrir nám eða námskeið. Hafi rétturinn ekki verið nýttur í þrjú ár getur styrkurinn numið allt að 390 þús. kr. Þessi styrkur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir 50 þúsund krónum á tíma uppsöfnunar en hann kæmi þó til frádráttar. Greiðslur vegna ferðakostnaðar vegna náms geta að hámarki orðið 130 þús. kr. sem hluti af kostnaði vegna náms/námskeiðs.
Tengsl við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarstöðvarnar Landsmennt og aðrir starfsmenntasjóðir vinna eðli málsins samkvæmt náið með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðvunum um allt land, sem eru hluti af framhaldsfræðslukerfinu utan hins formlega skólakerfs. Einnig starfa sjóðirnir náið með félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem fer með málefni framhaldsfræðslunnar í landinu. Einnig koma framhaldsskólarnir inn í myndina, ekki síst er varðar raunfærnimat sem oft er unnið í samstarfi símenntunarmiðstöðvanna og framhaldsskólanna.

Fagbréf atvinnulífins
Þessu tengt er Fagbréf atvinnulífsins, sem er afrakstur samstarfs Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands.
Fagbréf atvinnulífsins er gefið út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem vottar að réttri aðferðafræði hafi verið beitt við framkvæmd mats og starfsþjálfunar. Fagbréfið er formleg staðfesting á starfsreynslu og hæfni sem einstaklingur hefur aflað sér í starfi og staðfestir verklega færni og þekkingu, jafnvel þótt einstaklingur hafi ekki lokið formlegri skólagöngu í viðkomandi grein. Fagbréfið styrkir stöðu fólks á vinnumarkaði, eykur samkeppnishæfni og kann að opna leiðir til frekara náms. Til Fagbréfsins horfa fyrirtæki sem áreiðanlega staðfestingu á hæfni starfsmanns en fyrir hann er það mikilvæg viðurkenning á því sem hann hefur lært í starfi – bæði formlega og óformlega.
Hvatning til minni fyrirtækja
Solveig Ólöf Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem hefur einnig á sinni könnu Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt, segir að stéttarfélögin taki á móti umsóknum frá einstaklingum um styrki úr sjóðunum og þeir greiði síðan samkvæmt afgreiðslu umsóknanna. Varðandi fyrirtækin eiga bæði Landsmennt og Sjómennt aðild að Áttinni – www.attin.is - og gegnum hana fara allar styrkumsóknir fyrirtækjanna sem tengjast Landsmennt og Sjómennt.
„Ég hef starfað hér í um eitt ár og það hefur komið mér skemmtilega á óvart í hversu ríkum mæli bæði atvinnufyrirtæki og einstaklingar nýta sér þessa fræðslustyrki. Hins vegar, hvað Landsmennt snertir, myndi ég vilja sjá fleiri minni fyrirtæki nýta sér þennan mögulega. Mörg stærri fyrirtæki hafa hins vegar verið nokkuð öflug í því að sækja sér stuðning til fræðslu. En án þess að ég viti það með vissu get ég ímyndað mér að í minni fyrirtækjum þar sem er í mörg horn að líta verði þessi þáttur í starfseminni, þ.e. fræðslumál starfsfólks, svolítið útundan. Sem er miður því fyrirtækin eiga kost á niðurgreiðslu allt að 90% kostnaðar við námskeiðshald fyrir starfsmenn sína – og hjá Ríkismennt og Sveitamennt er þessi kostnaður greiddur að fullu. Það er því eftir heilmiklu að slægjast og mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja átti sig á þeim möguleikum sem þeir hafa í því að styðja við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna.
Við höfum reynt að kynna þá möguleika sem minni fyrirtæki hafa í þessum efnum. Til dæmis vorum við í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem við kölluðum Færni til framtíðar, fyrir minni ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni, og það fannst mér takast mjög vel,“ segir Solveig Ólöf Magnúsdóttir.

SJÁVARAFL



Ofnbakaður þorskhnakki
Þorskhnakki er alltaf vinsæll, alveg sama í hvaða útfærslu hann er matreiddur. Betra hráefni er vart hægt að hugsa sér. Hér er uppskrift að ofnbökuðum þorskhnakka. Uppskriftin er fyrir tvo.
Hráefni:
• 450 gr. Þorskhnakki
• 3 gulrætur
• Blaðlaukur
• 2-3 stk lime
Ferskt dill
• 2 græn epli
• Hvítur pipar
• Chili pipar
• Salt
• Kartöflur eftir þörfum, ca. 2-3 á mann
• Olífuolía

Aðferð:
Þorskurinn er settur í eldfast mót og ólífuolía sett á fiskinn. Krydd er sett á fiskinn. Kartöflur og gulrætur eru skornar í netta bita, tvennt og í frekar þunnar ræmur. Hafið ofninn á 175°C og bakið fiskinn í 20-25 mínútur. Setja má ferskt dill yfir réttinn í lokin.
6.–7. nóvember í Hörpu
Róum í sömu átt
Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi
Komdu og taktu þátt í stærsta árlega viðburði allra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi.
Nánari upplýsingar og skráning á sjavarutvegsradstefnan.is

Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Markus Lifenet. „Ríkið er að fara í gang með skoðunarskyldu á neyðarbátum enn einu sinni en það á að efla skoðunarskyldu á þessum búnaði en okkar búnaður er alltaf undanskilinn. Mér finnst hlægilega að þessu staðið.“ Ljósmynd/ Sjávarafl
Vill að skoðunarskylda á netum verði efld
Markúsarnetið, eða björgunarnetið Markús, er framleitt fyrir allar tegundir og stærðir dekkbáta, skipa og vinnupalla á sjó og vötnum og hefur bjargað mannslífum. Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Markus Lifenet, vill að skoðunarskylda á björgunarnetum hér á landi verði efld og segir hún að eftirlit hins opinbera með slíkum búnaði sé bagalegur. „Átakið snýst núna um að skoða neyðarbátana en þeir vilja alltaf undanskilja þennan búnað sem við hönnum sem er til þess að koma mönnum um borð ef þeir fara fyrir borð.“ Fyrirtækið framleiðir Markúsarnet, klifurnet, neyðarstiga og kastlínu og eru vörur þess seldar víða um heim.
Markús B. heitinn Þorgeirsson sjómaður, sem lést árið 1984, átti stærstan þátt í því að koma björgunarnetinu Markúsi, eða Markúsarnetinu, á framfæri. Fyrirtækið, Markúsarnet, er fjölskyldufyrirtæki og er Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, barnabarn hans. Hún vill að skoðunarskylda á netum hér á landi verði efld og segir að eftirlit með slíkum búnaði sé bagalegur.


„Ríkið er að fara í gang með skoðunarskyldu á neyðarbátum enn einu sinni en það á að efla skoðunarskyldu á þessum búnaði en okkar búnaður er alltaf undanskilinn. Þrátt fyrir að okkar björgunarbúnaður virðist ekki hafður í huga við átak eins og nú á að fara í gang þá er öryggi smábátasjómanna okkur ofarlega í huga og bjóðum við upp á lausnir fyrir þær tegundir báta sem eru neyðarstigar og kastlínur, en með þessum björgunarvörum er hægt að ná manni um borð með því að kasta til hans/hennar línu og aðstoða síðan um borð með neyðarstiganum sem fellur niður í sjó með einu handtaki.
Mér finnst alltaf vera svolítið undarlegt þegar þeir þykjast ætla í eitthvað átak af því að það er alveg vitað hversu slæmt ástandið er á bátum og eftirlitið með þessum búnaði er hreinlega bagalegt. Við erum að reyna að vekja Samgöngustofu og útgerðir til umhugsunar um að hafa búnaðinn okkar í góðu lagi hérna heima á meðan við hjá fyrirtækinu erum bara í rauninni í útflutningi. Mig langar að það komi skýrt fram að við erum ekki að fara fram á að verið sé að skipta út öllum búnaði heldur erum við að fara fram á að búnaðurinn sé í lagi og nothæfur þegar þess er þörf. Hafnirnar hafa svolítið verið að koma með net í eftirlit til okkar og samstarfsaðila; við sjáum um skoðanir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni,“ segir Rakel en komið er með netin til þeirra, þau eru skoðuð samkvæmt mjög skýrum gæðaferlum og þau lagfærð ef þess er þörf
„en Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands sér um skoðanir úti á landi og þeir eru öflugir í að taka net í skoðun.“
Rakel bendir á að mikilvægt sé að prófanir á búnaðinum, og í rauninni björgunaræfingar, séu um borð í skipunum. „Sjómenn læra bara svolítið yfirborðsnotkun á búnaðinum í slysavarnaskólanum en þeir lenda aldrei í raunaðstæðum. Þannig að það er mikilvægt upp á öryggi sjómanna að þeir kunni að nota búnaðinn þegar slysin verða og að hann sé þá í lagi. Þetta er okkar öryggissjónarmið gagnvart Íslandi.“
„Við erum að reyna að vekja Samgöngustofu og útgerðir til umhugsunar um að hafa búnaðinn okkar í góðu lagi hérna heima á meðan við hjá fyrirtækinu erum bara í rauninni í útflutningi.“
Eins og öryggisbelti í bíl
Rakel segir að fyrirtækið sé í raun mettað þegar kemur að íslenska markaðnum þar sem Markúsarnetið hefur verið skyldubúnaður í skipum lengri en 15 metra frá árinu 1986. „Við erum aðallega að vinna í því að hafa þann búnað í lagi sem er til staðar í skipunum. Það er svolítið algengur misskilningur þegar aðilar koma til okkar og óska kannski eftir að fá einungis nýjan límmiða utan á rautt hylkið sem Markúsarnetið er í. Ég fer þá alltaf fram á að þeir sýni fram á að netið hafi verið skoðað á síðustu fimm árum,“ segir hún en það á að gera samkvæmt skipalögum 2021:66 30. grein. „Skoðunin felst í því að farið er yfir búnaðinn, athugað hvort hann sé nothæfur eða hvort eitthvað þurfi að lagfæra, en oft er hægt að lagfæra í landi, og er netið síðan sett aftur um borð. Við gefum út skoðunarskírteini að skoðun lokinni sem á að geymast í skipinu svo hægt sé að sýna fram á skoðun búnaðar.
„Við erum aðallega að vinna í því að hafa þann búnað í lagi sem er til staðar í skipunum.“

Hingað til hefur tilgangur björgunarvara Péturs verið sá að bjarga þeim sem falla útbyrðis um borð á nú. Nýjasta afurðin er hins vegar flóttanet þar sem menn geta í hópum flúið snögglega frá borði. Ljósmynd/Aðsend
fengum við skýrslur um sjóslys en því miður er það ekki þannig lengur, ekki nema að það séu einhverjar athugasemdir frá Samgöngustofu varðandi búnaðinn. Þannig að annaðhvort falla færri fyrir borð, sem er frábært mál, eða búnaðurinn er ekki notaður vegna eftirlits- og þekkingarleysis notenda.“
„Við viljum bara að búnaðurinn sé í lagi en að ekki sé um að ræða fínan kassa með fínum límmiðum en ónothæfu innihaldi.“
Skyldubúnaður
Eins og þegar hefur komið fram átti Markús heitinn stærstan þátt í því að koma Markúsarnetinu á framfæri. Hann vann sem skipstjóri um árabil en árið 1979 vann hann hjá Samskipum við að gera landgangsnet og þar kviknaði hugmyndin að Markúsarnetinu. Tveimur árum síðar var hann farinn að kynna það og framleiða. Hann hlaut ári síðar styrk frá Alþingi og fór um landið til að kynna búnaðinn. Árið 1986, tveimur árum eftir lát hans, voru síðan íslensk skip orðin skyldug til að vera með svona björgunarbúnað um borð eins og þegar hefur komið fram. „Afi, sem varð bráðkvaddur sextugur, hafði nokkrum sinnum misst menn fyrir borð og vildi að það væri einhver lausn til staðar til þess að grípa þessa menn og ná þeim aftur upp.“

Misskilningurinn byggir á því að margir halda því fram að við séum bara að krefjast þess að allir skipti út búnaðinum sínum sem er alls ekki það sem við viljum. Við viljum bara að búnaðurinn sé í lagi en að ekki sé um að ræða fínan kassa með fínum límmiðum en ónothæfu innihaldi. Ef maður hugsar um þetta eins og öryggisbelti í bíl þá er náttúrlega eftirlit með bílnum og athugað hvort öryggisbelti séu í lagi en það er ekki í okkar tilviki. Það er bara horft á kassann en ekki kíkt á innihaldið og það athugað eða leitast eftir skoðunar skírteininu sem við gefum út eftir hverja skoðun. Við erum meira að segja búin að einfalda eftirlit og tilkynna Sam göngustofu hvaða skjölum þau þurfa í rauninni að leita að - þetta er eitt skjal um að netið hafi verið skoðað. Átakið hjá Samgöngustofu snýst núna um að skoða neyðarbátana en þeir vilja alltaf undanskilja þennan búnað sem við hönnum sem er til þess að koma mönnum um borð sem fallið hafa fyrir borð. Hér áður
Rakel segir að afi sinn hafi líka verið í herferð til að kynna flotgalla í samstarfi við Víking björgunarbúnað sem hafa bjargað mörgum mannslífum. „Hann var mjög öryggismiðaður og margar hugmyndir hans urðu að veruleika og það er leiðinlegt að hann gat ekki séð þær sjálfur.“
Markús var móðurafi Rakelar og eftir dauða hans tók faðir hennar, Pétur





Björgunarvörurnar frá Markus Lifenet eru hannaðar fyrir verstu aðstæður á sjó og hafa margsannað sig. Þær eru hannaðar fyrir allar tegundir báta, skipa og borpalla svo eitthvað sé nefnt. Upphaflega var hlegið að hugmyndum Markúsar B. Þorgeirssonar, upphafsmanns björgunarbúnaðarins. Í dag vita allir um ágæti þess að eiga og hafa slíkan búnað um borð, þar sem mannslíf eru í húfi og hver sekúnda skiptir máli. Myndir/ Aðsendar
Theodór Pétursson, við fyrirtækinu. „Hann þróaði netið svolítið þannig að það yrði aðeins notendavænna og kom því á markað og í alþjóðlega dreifingu. Hann barðist fyrir því að það yrði sett í lög að búnaðurinn okkar, netið sem afi minn hannaði, yrði um borð í skipum og það varð sem sé árið 1986. Markúsarnetið er skyldubúnaður í skipum sem eru fimmtán metrar eða lengri. Svo hélt pabbi áfram að þróa vöruna þangað til hún var SOLAS-viðurkennd hjá Lloyd´s Register EMEA árið 1999 og hefur hún verið stöðluð síðan þá.
„Svo
eru vörurnar okkar mjög vinsælar
hjá björgunarsveitum, strandgæslum og herjum.“
Pabbi fór síðan að þróa annars konar búnað, klifurnet, og það er það sem við erum að vinna í núna varðandi viðurkenningar. Við erum komin með rúmlega tuttugu ára reynslu af klifurnetinu okkar en þeim má líkja við misbreiðan stiga þar sem stærð, tegund og notkun fer eftir þeirri skipsgerð sem netið er ætlað fyrir. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á „maður fyrir borð-björgunarvörum“ sem eru hannaðar fyrir allar tegundir báta, skipa, borpalla og hafnarsvæði, virkjanir, brýr og vatnasvæði. Þá er hjá fyrirtækinu einnig boðið upp á æfingaáætlun og skoðunarleiðbeiningar.
Gæðavottanir
Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim og má þar nefna Danmörku og Dubai. Mesta salan er þó í Rotterdam þar sem stærstu skipahafnirnar eru og í Bandaríkjunum. „Þetta eru helstu svæðin okkar þar sem við erum öflugust. Svo eru vörurnar okkar mjög vinsælar hjá björgunarsveitum, strandgæslum og herjum.“
Á milli sex og sjö hundruð björgunarnet eru seld árlega af öllum stærðum og gerðum.
Gæði vörunnar er mikil og það sanna gæðavottanir.
Markus Lifenet ehf. er ISO 9001 gæðavottað af LRQA. Á heimasíðu fyrirtækisins segir: „Gæðakerfið okkar tryggir einsleitna framleiðslu og stuðlar að stöðugri þróun samhliða tækninýjungum í greininni og sér til þess að viðskiptavinurinn fái þá vöru sem best hentar hverju sinni og mætir þeirra kröfum. Ferlarnir okkar tryggja að allar vörur eru framleiddar samkvæmt staðlaðri lýsingu og að sérhver vara sem er framleidd hafi rekjaleika í gegnum allt framleiðsluferlið. Framleiðsluvottorð fylgja öllum vörum.“
„Viðurkenningar
eru mikilvægar vegna þess að fólk vill vita að þetta sé gæðavara sem við erum að framleiða.“
Markusnet af tegundunum MS.05, MS.10, MS.20 og MS.30 eru týpuviðurkenndar af Lloyd´s Register EMEA í viðurkenningu nr. SAS S160032. „Gæðavottorð eru grunnurinn að öllu. Við verðum að hafa gæðavottun til þess að raunverulega fá að framleiða björgunarbúnaðinn. Svo erum við að fara í áframhaldandi vottanir sem eru eiginlega umhverfisvottanir og núna erum við að fara í gegnum vottanir varðandi klifurnetin og erum að klára umhverfisprófanir svo sem olíupróf og hvernig þau þola hita og kulda. Viðurkenningar eru mikilvægar vegna þess að fólk vill vita að þetta sé gæðavara sem við erum að framleiða.“







Hafnir Múlaþings

Seyðisfjarðarhöfn
Ports of Múlaþing

Djúpavogshöfn
Ports of Múlaþing

Borgarfjarðarhöfn
Ports of Múlaþing
Starfsemi í Safnahúsinu á Húsavík
Safnahúsinu á Húsavík fer fram fjölbreytt safna- og sýningastarf og meðal annars er glæsileg sjóminjasýning um þróun útgerðar í Þingeyjarsýslum. Þar fer fram fastasýning sjóminjasafnsins en hún var opnuð í apríl 2002. Sýningin er einkar glæsileg og gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar. Á sýningunni má sjá fjölda báta sem margir hverjir voru smíðaðir á Húsavík. Þar er einnig Hrafninn, teinæringur sem Norðmenn gáfu til Húsavíkur 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Einnig er til

sýnis fjöldi veiðarfæra, tækja og tóla sem notuð voru við fiskveiðar svo og sel- og hákarlaveiði.
Sýningin varpar einnig ljósi á mikilvægi hafsins fyrir þróun byggðar á svæðinu, ekki einungis vegna fiskveiða heldur einnig vegna selveiði, sjófuglanytja, rekanytja og annarra auðlinda tengdra hafinu og ströndinni. Í sýningarsalnum er lítill kvikmyndasalur þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir sem fjalla um strandmenningu og sjómennsku.
(Heimild: Safnahúsið á Húsavík).
Spenna en líka áhyggjuefni Á
ður en loðnuveiðar hefjast er mikil spenna í gangi, því margir eru búnir að undirbúa sig til að hefja veiðar þegar tímabilið hefst. Áætlanir eru að veiðar byrji á haustin, eftir því sem aðstæður leyfa, en það þarf að fylgjast vel með aðstæðum. Hafrannsóknastofnun byggir ráðgjöf sína á hámarksafla, sem er 43.766 tonn. Mikil áhersla er lögð á að halda aðgerðum innan marka til að vernda auðlindina og tryggja að hún nýtist áfram. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru vel undirbúin og bíða með spenningi eftir að veiðisvæðin verði opnuð. Loðnan skiptir miklu máli því hún er atvinnu- og fjárhagslega mikilvæg fyrir þjóðina.
Hafa loðnuveiðar verið áhyggjuefni þar sem brestur hefur orðið á veiðum á mörgum árum. Á síðasta ári leiddu takmarkanir til þess að veiðar þurfti að leggja niður tímabundið. Þetta hefur skapað mikla óvissu meðal útgerða, sem hafa þurft að aðlagast nýjum aðstæðum. Loðnubresturinn minnir á hversu mikilvægt er að vera meðvitaður um áhættu og takmarkanir í sjávarútvegi.



Átt þú rétt á styrk ?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Sjómennt
Guðrúnartúni 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is

Sjálfbærari fiskveiðar og verndun vistkerfa
nýjasta þætti af hlaðvarpi Matís, Matvælið, fjalla Haraldur Arnar
Einarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, og Sveinn
Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim, um áskoranir og tækifæri sem tengjast sjálfbærum fiskveiðum og verndun sjávarvistkerfa. Þeir tala þar um mikilvægi samstarfs, nýsköpunar og gagnreyndra lausna í sjávarútvegi sem stendur frammi fyrir loftslagsbreytingum og auknum þrýstingi á auðlindir. Fjallað er um evrópuverkefnið MarineGuardian í þessu samhengi, en þar er stefnt að því að efla sjálfbærni í fiskveiðum í Atlantshafi og Norðuríshafi með aukinni þekkingu og þróun lausna sem draga úr meðafla, brottkasti, olíunotkun og neikvæðum áhrifum á botnvistkerfi. Jafnframt er lögð áhersla á að efla gagnaöflun og úrvinnslu til ákvarðanatöku og framsetningu sjálfbærniskýrslna.

Til að nálgast tæknilegar og stjórnsýslulegar áskoranir sem upp koma við samræmingu veiða og verndun vistkerfa leggja þeir áherslu á mikilvægi þverfaglegrar nálgunar. Jafnframt leggja þeir áherslu á að sjávarútvegurinn þurfi að vera sveigjanlegur til að takast á við breytingar, hvort sem þær stafa af loftslagsbreytingum eða breytingum á fiskistofnum. Til þess þarf að nýta betur „lifandi gögn“og opna samskiptaleiðir milli vísinda, stjórnvalda og útgerða. Sjávarútvegsþjóðin Ísland á mikla hagsmuni að gæta varðandi ábyrga nýtingu sjávarauðlinda og stendur þar frammi fyrir svipuðum áskorunum og víða annars staðar. Hægt að er nálgast hlaðvarps þáttinn Matvælið á vefsíðu Matís og á öllum helstu streymisveitum.

Markus Lifenet ehf. (Björgunarnetið Markús)
Er sérhæft í þróun og framleiðslu búnaðar til að bjarga fólki úr sjó.
Meðal þekktra framleiðsluvara eru Markúsarnet og léttabátanet en einnig eru framleiddir þar neyðarstigar og kastlínur sem henta einkar vel um borð í smábátum.

Neyðarstigi í dekkbáta með allt að 1,8 m borðhæð sem haga má þannig að maður í sjó geti kippt stiganum niður og klifrað upp.

Léttabátanet / Veltinet
Er létt, auðvelt að festa og fljótlegt til björgunar, tekur lítið pláss og pakkast hratt og örugglega, leggst mjúklega utan um einstaklinginn og er einfalt í notkun.

Markúsarnet
Fyrir allar tegundir skipa og báta

Stök kastlína í kastpoka fyrir allar gerðir skipa og báta og til að hafa merðferðis á ferðalögum.

Þorskur
(Gadus morhua)
Þorskurinn hefur frá fyrstu tíð verið einn algengasti og mikilvægasti fiskur sem Íslendingar hafa veitt. Öldum saman var skreið, eða öllu heldur hertur þorskur, helsta útflutningsvara landsmanna og á 19. öld var það einnig saltaður þorskur. Lengd þorskins er almennt frá 50-80 sm. Á fyrri hluta 20. aldar hófst verkun þorsks í frystingu og útflutningur á frystum þorskafurðum til BNA og Evrópulanda hefur síðan skapað gríðarlegar tekjur fyrir landsmenn. Í Þingeyjarsýslum var tiltölulega lítið flutt út af verkuðum þorski allt fram um 1900 en aflinn var þeim mun meira notaður í vöruskiptaverslun innan sýslunnar. Skreiðin skipaði stóran sess í neyslu Þingeyinga og á öldum áður voru farnar langar skreiðarferðir þegar ekki var nægilegt framboð heima í héraði. Vitað er um slíkar langferðir til að afla skreiðar, meðal annars fluttu Þingeyingar skreið úr Suðursveit yfir
Ýsa
(Melanogrammus aeglefinus)
Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur og heldur sig á sand- og leiðbotni á 10 – 200 metra dýpi. Ýsan er allt í kringum Ísland en hrygnir í hlýja sjónum undan Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi.
Önnur nöfn á ýsu eru: stórýsa (+60 sm) graðýsa

kurlýsa (45 – 60 sm)
smáýsa (25 – 45 sm)
Meðalaflinn
Ýmsir fiskar
Þótt sjómenn við Skjálfanda héldu í róður með það að meginmarkmiði að veiða þorsk og ýsu fór ekki hjá því að ýmsar aðrar tegundir bitu á króka eða festust í net. Þá má nefna: steinbít, ufsa, lýsu, löngu, keilu, karfa, hlýra, tindaskötu og skötu svo eitthvað sé nefnt.
Lugtarróðrar
Húsvíkingar höfðu þann sið um 1900, þegar kominn var miður september, að draga upp lugt á stöng á Stangarbakkanum sunnan Búðarár. Var þetta fyrirkomulag tilkomið vegna mikillar samkeppni milli sjómanna um að komast á „bestu“ miðin til að leggja línuna. Varð því að setja leikreglur sem öllum bar að fylgja. Fyrsta reglan var sú að: „Ekki mátti væta kjalarhæl“ fyrr en lugtin var uppdregin á stöngina.
Nefndust þetta „Lugtarróðrar“
Konan sem hafði þann starfa að draga lugtina upp hét Pálína Pálsdóttir og var auðvitað kölluð „Lugtar-Pálína“.
Nafnið Stangabakki er þó mun eldra en þessi athöfn og gæti verið tilkomið vegna viðmiðunarstangar fyrir stóru kaupskiptin á öldum áður (Heimild: Safnahúsið á Húsavík).

Vatnajökul og um Sprengisand voru lengi farnar slíkar skreiðarferðir en þeim lauk skömmu eftir 1800.
Eftir 1900 hafa veiðar og vinnsla á þorski og öðrum fisktegundum verið einn helsti grunnþátturinn í vexti og viðgangi byggðarinnar á Húsavík og er svo enn. Fiskverkendur hafa verið margir og fjölmargir Húsvíkingar hafa komið að veiðum og vinnslu á einhvern hátt, þ.e. beitingu, stokkun svo og veiðunum og verkun aflans á einhverju stigi.
Afsetnaður var orð sem Þingeyingar notuðu um siginn eða lagnaðan fisk sem var farið að slá í fýlu. Hann var síðar oft kallaður „Hálfviti“.
Lotningur var orð sem Þingeyingar notuðu ýmist um siginn eða heilhertan fisk.
Skírdagsmaturinn. Víða í Þingeyjarsýslu var það siður að snæða harðfisk á skírdag.

Ýsan er mikill nytjafiskur. Mestur hefur ýsuafli Íslendinga orðið 1982, samtals 67.038 tonn.
Þingeyingar hertu mikið ýsu auk þess að neyta hennar nýveiddrar, léttsaltaðrar eða leginnar (þá var ýsan látin bíða í nokkra daga til að brjóta sig; þá var hún soðin og höfðu þeir lýsi út á).



Lýsa




Hlýra


Keila
Steinbítur
Ufsi
Langa
Karfi
Skata
Tindaskata



Visirhf.is
Við erum hér