Freyja 3-1

Page 5

UMRÆÐAN Nýliðun er hér skilgreind sem þau tilfelli þegar einstaklingur eða félag er skráð sem nýr búfjáreigandi í búgrein samkvæmt forðagæsluskýrslum á tímabilinu 2001-2009. Nýliði getur verið einstaklingur eða félag sem tekur við búfjárhaldi af öðrum aðila, einstaklingi eða félagi, eða stofnar til nýs búfjárhalds. Gögn fyrir nautgriparækt og sauðfjárrækt voru unnin hvor í sínu lagi en með sama hætti. Eftir hreinsun gagnanna voru 1.898 nautgripaeigendur sem komu fyrir í gögnunum um nautgripi en 3.785

sauðfjáreigendur komu fyrir í gögnunum um sauðfé. Af skráðum eigendum nautgripa voru félög 207 talsins en sauðfjár 256 talsins. Niðurstöður og umræður Þróun nýliðunar í nautgriparækt var skoðuð sem hlutfall nýliða af heildarfjölda skráðra nautgripaeigenda í landinu. Þegar litið er yfir árin 2000-2009 í heild, má sjá að skráðum eigendum nautgripa fækkar á hverju ári tímabilsins, sjá 1. töflu. Mest er fækkun milli áranna 2000 og 2001 en þá fækkar skráðum eigendum um 85 aðila.

1 .tafla. Fjöldi eigenda og þróun nýliðunar í nautgriparækt.

Hlutfallsleg nýliðun í nautgriparækt er nokkuð stöðug á tímabilinu 2001-2009 og er meðalnýliðun tímabilsins 5,0% á ári, sjá 1.

töflu. Nýliðun er mest 6,6% árið 2007 en minnst árið 2008, eða 3,7%.

© Símon Bergur Sigurgeirsson

FREYJA 1-3

4


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.