Freyja 1-2

Page 1

MEÐAL EFNIS:

HVAÐAN KEMUR LANDNÁMSHÆNAN?

HVAÐ ÞARF MÖRG HESTÖFL?

HVAÐA HRÚT Á AÐ VELJA?


EFNISYFIRLIT Endurskoðun landbúnaðarstefnu Björn Halldórsson

3

Afreksgripurinn Örk 166 Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Eiríkur Loftsson

8

Hvað segja kýrnar um gæði bása? Axel Kárason

9

Erfðafjölbreytileiki í stofni íslensku hænunnar Ólöf Ósk Guðmundsdóttir

12

Ull og ullarmeðferð Emma Eyþórsdóttir

15

Taðtrefjar - undirburður framtíðarinnar? Snorri Sigurðsson og Lars Kausgaard

18

Um mjólk og mjaltavélar Sigtryggur Jón Björnsson

21

Hrútaval Guðfinna Harpa Árnadóttir

25

Olíueyðsla og afl Haukur Þórðarson

27

Ég hef enn áhuga á búskapnum Árni Hafstað

31

Gömul saga og ný

34 Búnaðarblaðið Freyja 2. tölublað, 1. árgangur Útgáfudagur: 5. nóvember 2011 Ábyrgðarmenn og ritstjórar: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897), Axel Kárason (860-2935) og Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384) ISSN-L: 1670-8911 Mynd á forsíðu: Örk frá Hamri/Egg í Skagafirði Höfundur forsíðumyndar: Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu Útgefandi: Útgáfufélagið Sjarminn, Raftahlíð 55, 550 Sauðárkrókur www.sjarminn.is sjarminn@sjarminn.is

F REYJA 2-1


Frá ritstjórn Annað tölublað Freyju hefur nú litið dagsins ljós með nýjum fróðleik um málefni landbúnaðarins í víðustu merkingu þess orðs. Viðtökur fyrsta blaðs voru góðar og fengum við rúmlega 1000 heimsóknir á útgáfudegi sem var framar okkar björtustu vonum. Viljum við þakka lesendum þessar góðu viðtökur sem hvetja okkur áfram til þess að vera með gott efni í hverju blaði fyrir sig. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið hart sótt að landbúnaði okkar Íslendinga af ýmsum frammámönnum í samfélaginu. Það er gert þrátt fyrir þá staðreynd að matvælaframleiðsla á víða undir högg að sækja í hinum stóra heimi. Þó er það ekki svo að umgjörð sú sem við höfum skapað um landbúnaðinn sé gallalaus og við þurfum að vera óhrædd að ræða hlutina á málefnalegan hátt. Í þessu blaði er aðeins komið inná þessa hluti og verður vonandi framhald á í næstu tölublöðum. Veturinn er á næsta leiti og meðal efni blaðsins eru greinar um ullarflokkun, hrútaval og fleiri atriði sem tengjast þeim árstíma. Þó vorið hafi verið kalt og sumarið leiðinlegt á vissum landssvæðum rættist víða úr hlutunum og menn uppskáru meira en búist var við í vor. Slíkt er til marks um þá útsjónarsemi og hyggjuvit sem íslenskir bændur búa yfir þegar erfiðleikar steðja að. Þessum þáttum megum við ekki gleyma á komandi árum. Líkt og áður hefur komið fram var Freyju komið á fót til að skapa vettvang til miðlunar á hagnýtu fræðsluefni um landbúnað. Allir þeir sem telja sig hafa eitthvað fram að færa á þessum vettvangi geta haft samband við okkur með ábendingar varðandi efni til birtingar í Freyju. Að endingu þökkum við öllum þeim sem hafa hjálpað okkur og hvatt áfram við útgáfu þessa blaðs.

Gillastaðarétt í Dalasýslu á sjöunda áratugnum. Ljósmyndari: Inga Guðbrandsdóttir.

2

F REYJA 2-1


UMRÆÐAN

Endurskoðun landbúnaðarstefnu - óþarfi eða nauðsyn? drasli á bæjum, fjúkandi plast og fleiru þ.h.). Heildarstefnan þarf líka að taka á samskiptum einstakra búgreina. Það þarf að uppræta styr sem lengi hefur staðið milli sumra greinanna s.s. sauðfjárræktar og skógræktar.

Landbúnaður er lifandi atvinnuvegur sem sífellt er að breytast og á sífellt að vera að breytast. Það er því fullkomlega eðlilegt að heildarstefnan sé endurskoðuð með reglubundnum hætti. Hvernig ber að standa að slíkri endurskoðun? Þar sýnist sjálfsagt sitt hverjum eins og vera ber. Til þessa hafa ríkisvaldið og hinir ýmsu hagsmunaaðilar komið að mótun stefnunnar. En á það að vera

Umfram allt eiga menn að vera algerlega opnir fyrir því að skoða öll vandamál sem vitað er um ofan í kjölinn. Það hefur aldrei leitt til neins að reyna að fela vandamálin, eins og nýlegt nærtækt dæmi úr þjóðlífinu sannar. Þar er að sjálfsögðu átt við þegar á móti fór að blása hjá væntanlegri háborg fjármálastarfsemi í Evrópu og ráðherrar og aðrir spekingar sóttu stóru lokin og settu á pottana til að loka vandamálið niðri, settust síðan á lokin og töldu þar með vandamálið úr sögunni. Því fór sem fór. Þessi vinnubrögð megum við aldrei ástunda, ef eitthvað er að, á að ganga í að leysa það - því fyrr því betra. Gott dæmi um þetta er tregða sumra sauðfjárbænda að viðurkenna að það sé vandamál að sauðfé gangi laust á vegum landsins. Að sjálfsögðu er þetta vandamál sem ber að leysa með sameiginlegu átaki bænda og Vegagerðarinnar. Annað dæmi sem ástæða er til að nefna er andúð margra neytenda á stórrekstri í svínaog kjúklingaeldi. Þarna verða framleiðendur að hlusta á neytendur því afleiðingin af þvermóðsku er aukin krafa um innflutning hversu viskuleg sem hún nú er. Þessar greinar og þá einkum svínaframleiðendur hafa búið við síendurtekinn neikvæðan fréttaflutning af vandamálum tengdum úrgangi frá búunum. Auðvitað á svona nokkuð ekki að eiga sér stað nú til dags. Allir sem vilja vita, gera sér fulla grein fyrir því að svona auglýsingar eru ekki góðar fyrir búgrein/ar sem stöðugt búa við ágjöf af mörgum toga í fjölmiðlum.

B JÖRN H ALLDÓRSSON Bóndi Akri, Vopnafirði þannig? Eigum við bændur ekki sjálfir að móta þá stefnu sem við teljum réttasta fyrir okkur og þjóðina? Hvað pólitíkusar gera með skoðanir okkar á eftir er erfitt að segja um. Hvað er það þá sem við þurfum að skoða? Mín skoðun er sú að móta beri landbúnaðarstefnu í tvennu lagi. Annars vegar heildarstefnu fyrir allan landbúnaðinn og síðan framtíðarsýn einstakra framleiðslugreina innan landbúnaðarins. Heildarstefna Heildarstefna þarf að taka á þáttum eins og landnýtingu, umgengni við landið, ættliðaskiptum, samskiptum við neytendur, stjórnvöld og aðra innlenda hagsmunaaðila, svo og menntun í landbúnaði, rannsóknum, miðlun upplýsinga, og samskiptum við erlend samtök landbúnaðarins. Einnig þarf landbúnaðurinn sem heild og einstakar búgreinar líka að móta sér almenna umhverfisstefnu (þar sem t.d. er tekið á vandamálum tengdum ónýtum girðingum,

3

F REYJA 2-1


UMRÆÐAN Stefna einstakra búgreina

hafa hugrekki og þor til að ræða af einlægni og á hlutlausan hátt þau vandamál/verkefni sem fyrir eru í greininni og augljóst er að koma munu upp.

Annar hluti stefnumótunar í landbúnaði hlýtur að snúa að einstökum greinum. Þar á að skoða hvert beri að stefna í hinum ýmsu sértæku málefnum greinanna. Þar má nefna bústærð - eiga að vera efri mörk á stærð búa? Á að leggja til að stuðningur sé óháður bústærð? Ræða þarf hvort breyta skuli um leiðir til að styðja við búgreinina. Á að beita stuðningnum þannig að hann hvetji framleiðendur til meiri fagmennsku í sinni vinnu? Hvað með útflutning? Greinar eins og sauðfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt þurfa að finna leiðir til að hægt sé að svipta menn, sem staðnir eru að illri meðferð á dýrum, leyfi til dýrahalds. Á greinin sjálf að reyna að hífa upp þá sem aftastir eru í röðinni hvað fagmennsku varðar? Þarna er á ferð eilífðarverkefni sem eðli málsins samkvæmt lýkur aldrei.

Það er t.d. augljóst að stjórn LK þarf að fara á trúverðugri hátt í viðræður við kúabændur um hvað átt er við með hugmyndum um innflutning mjólkurkúakyns til að hefja hér blendingsrækt í stórum stíl. Fyrir margan kúabóndann eru orðin blendingsrækt og blendingsþróttur talsvert torf. Mér virðist svo sem líka að stjórn LK hafi merkingu þeirra hugtaka ekki algerlega á hreinu. Upp koma spurningar eins og hvernig á að framkvæma þetta án þess að eyðileggja núverandi stofn, eða er það kannski markmiðið þannig að innflutningur á nýju kyni sé óhjákvæmilegur í kjölfarið? Hvað kostar svona ævintýri og hver er ávinningurinn og hver hefur reiknað hann? Er þetta kannski liður í því að ná 35% hagræðingarmarkinu sem stefnan hefur verið

Einstakar greinar landbúnaðarins verða að

4

F REYJA 2-1


UMRÆÐAN sett á? Er það að renna upp fyrir mönnum að þar var farið dálítið bratt í hlutina, það bratt að finna þarf í hasti verkfæri sem hugsanlega gætu sannfært bændur um hve skynsamlegt hagræðingarmarkmiðið er, ef mjög vel til teksteinhvers staðar inni í framtíðinni? Hlutur nautakjötsframleiðenda hefur verið svolítið dapur á köflum innan LK. Þeirri grein þarf að búa eðlilegan sess.

hætta að líta niður til greinarinnar með því að heimta að ríkið sjái þeim fyrir fjárhagslegum tilverurétti. Það er ekkert annað en sjálfsagt að þeir sem „fjárfesta“ í skógi á sínu landi leggi eitthvað af mörkum til fjárfestingarinnar. Það er alls ekki sjálfsagt að skattpeningar almennings séu notaðir til að greiða skógarbændum fyrir hvert þeirra viðvik í skóginum.

Sauðfjárbændur þurfa sannarlega á því að halda að skoða sín mál örlítið betur en verið hefur. Ímyndarvandi þeirrar greinar er nokkur og það er engra annarra en bænda sjálfra að berja þar í brestina. Áður hefur verið bent á atriði sem ég tel að þurfi að ræða í hópi sauðfjárbænda og finna lausnir á. Fleira má telja. Er það t.d. fullkomlega eðlilegt að tala um besta lambakjöt í heimi þegar í verslunum ægir öllu saman? Það verður að taka þessa umræðu og komast að niðurstöðu.

Bjartsýni Sumum kann að finnast sem það sem hér hefur verið sett á blað jaðri við að vera árásir á landbúnaðinn. Svo er að sjálfsögðu ekki. Ég er bóndi sem er alinn upp í sveit og hef unnið nær alla mína starfsævi við landbúnað. Á þeirri vegferð, auk nokkurra kynna af landbúnaði í ýmsum löndum, hef ég sannfærst betur og betur um að möguleikar íslensks landbúnaðar séu gríðarlegir. Við þurfum bara að vinna faglega og vera óhrædd við að viðurkenna, skoða og leita lausna á þeim verkefnum (vandamálum) sem upp koma. Munum það að einungis helmingur bænda í hverri grein er yfir meðaltali greinarinnar

Hrossabændur búa við talsvert líkan vanda og sauðfjárbændur, ímyndin er ekki allskostar eins góð og verið gæti. Einkum er þar um að ræða of slaka umgengni, bæði við landið og aðra umhverfisþætti. Allt of víða er beitarálag vegna hrossa á mörkum hins eðlilega. Loðdýraræktin verður að geta fullyrt á hverjum tíma á sannfærandi hátt, að ekki sleppi dýr af búunum. Í þeirri atvinnugrein finnast líkt og í öðrum búgreinum bændur sem gætu og ættu að sýna atvinnu sinni meiri virðingu með betri umgengni í kringum sinn vinnustað. Örlítið um skógrækt. Það eru að sönnu ekki allir sammála því að skógrækt sé landbúnaður en flestir eru þó sammála um að skógrækt byggist á nýtingu lands. Þessi atvinnugrein á örugglega mjög mikla framtíð fyrir sér en hún þarf að fara að vaxa svolítið úr grasi og þeir sem hana stunda verða að

Mynd: Áskell Þórisson

5

F REYJA 2-1


UMRÆÐAN hvernig sem á er litið ( framleiðslumagn, gæði framleiðslu, fóðurframleiðsla o.s.frv.). Þessi einfalda staðreynd er örugg sönnun þess að ætíð er hægt að gera betur ef litið er til heildarinnar. Við þurfum bara að vera menn til að viðurkenna stöðuna og vera opnir fyrir því að bregðast faglega við, það eru alltaf til ráð.

olía á traktora á íslandi er í besta falli heimska. Sem sagt að ef slík staða kæmi upp, fyndu engir jarðarbúar fyrir henni aðrir en íslenskir bændur. Hann heldur því fram að þá sé jafngott að hafa öll innflutningssambönd í lagi. Ætlar hann sjálfur að róa með matvælin til Íslands, matvæli sem framleidd hefðu verið erlendis með jafn eldsneytislausum traktorum og standa ættu í röðum á Íslandi? Málflutningur Þórólfs er gott dæmi um mann sem skýtur upp í loftið úr skotgröf sinni og vonar að einhver verði fyrir skotinu. Er í raun fjarri því að vera svaraverður.

Umræða á villigötum Ein meginástæða þess að ég tel að bændur eigi sjálfir að móta sína landbúnaðarstefnu er sú að síðustu mánuði og misseri hefur landbúnaðurinn orðið fyrir ótrúlega harkalegum, ófaglegum og illgjörnum árásum.

Annar kappi að nafni Gylfi Arnbjörnsson, titlaður forseti ASÍ, hefur við nokkur tækifæri hvatt landsmenn til að sniðganga ýmsar landbúnaðarvörur. Hann hefur m.a. hvatt landsmenn til að ráðast með framangreindum hætti að vinnu hundruða ef ekki þúsunda fólks sem greiðir honum laun til að leiða hagsmunabaráttu sína. Er það virkilega svo að félögum í ASÍ finnist svona framkoma við umbjóðendur sína í lagi? Algerlega keyrði um þverbak þegar viðbrögðin, eftir að tilkynning um þörf sauðfjárbænda fyrir hækkun afurðaverðs var gefin út, komu í ljós. Hækkun sem, ef hún hefði gengið eftir, hefði kostað hvern landsmann um 2500 kr/ári. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og það löngu áður en nokkur verðskrá sláturleyfishafa var gefin út. Ef þessi maður væri sjálfum sér samkvæmur, þá væri einfaldast fyrir hann að ráðleggja fólki að kaupa aldrei íslenskar vörur. Er hann rétti maðurinn til að leiða hagsmunabaráttu verkafólks á Íslandi?

Mynd: Áskell Þórisson Það væri hægt að nefna nokkurn fjölda fólks sem staðið hefur fyrir þessu en hér verður einungis litið til málflutnings nokkurra þeirra. Sá sem líklega hefur ruðst fram með mestu offorsi, rógi og rangfærslum er Þórólfur Matthíasson, titlaður sem yfirmaður hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hann hefur í ræðu og riti síendurtekið fullyrðingar sem eru rangar og blaðamenn hafa leyft honum að komast upp með það. Erfitt er að sjá hvað honum gengur til nema ef vera kynni að hann hataði landbúnaðinn skilyrðislaust. Að voga sér að bera það á borð fyrir fólk að allur landbúnaður leggist af um leið og ekki er til

Jóhannes heitir maður og er Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann hefur nú í um 30 ár barist gegn landbúnaðinum með

6

F REYJA 2-1


UMRÆÐAN sömu slagorðunum um frjálsan innflutning, rándýra milliliði o.fl. Árangurinn, mældur í nýbreytni í slagorðanotkun er enginn og því hlýtur maður að velta fyrir sér hæfni mannsins til að verja hagsmuni neytenda - síendurtekin sömu slagorðin vegna lélegs árangurs eða skortur á hugmyndaflugi vegna vanhæfni? Er ekki að nálgast þau vatnaskil að neytendur velti því fyrir sér hvort hugsast geti að ná megi meiri árangri með „nýjum“ slagorðum, bornum fram af manni sem lifir í nútímanum?

hráefnum og að ferðaþjónustan vilji helst ekki selja annan mat. Í næsta viðtali ræðst hún síðan á þær varnir sem uppi eru gegn frjálsum innflutningi nokkurra landbúnaðarvara og sakar allt og alla um lögbrot. Landbúnaðurinn er að leggja ferðaþjónustuna í rúst! Á sama tíma er fullyrt að talsverður hluti ferðaþjónustunnar í landinu starfi án leyfa og eftirlits – hvað gerir hún í því? Er nema von að stundum langi mann til að á konuna sé settur nettur afruglari.

Til að rétta af kynjahallann vil ég nefna aðeins Ernu Hauksdóttur framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Á stundum er óhjákvæmilegt að verða talsvert ruglaður ef maður lendir í því að hlusta á hana tala - ekki síst ef hún er að fjalla um landbúnaðarmál. Í máli hennar blandast saman árásir á landbúnaðinn vegna þess hversu verðlag sé hátt, svo hátt að skilja má að ferðamenn fari glorsoltnir heim eftir dvöl á Íslandi. Í hinu orðinu kemur fram að ferðamenn vilji helst kaupa mat framleiddan úr innlendum

Þessi örstutta yfirferð um málflutning nokkurra manna gagnvart landbúnaðinum hefur sannfært mig um að fyrir okkur bændur sé best að ræða hvert við viljum stefna með atvinnugreinina á okkar eigin forsendum. Ef málflutningur eins og þessi verður með frá upphafi kemur örugglega ekkert af viti út úr umræðunum. En að sjálfsögðu verður endanleg landbúnaðarstefna að byggjast á sátt milli framleiðenda og neytenda en ég tel þó fulla ástæðu til að velta því upp hvernig bændur eigi að koma undirbúnir að viðræðum við neytendur.

7

F REYJA 2-1


AFREKSGRIPIR

- 1 998 -

- 2011 -

Búfjáreigendum og ræktendum hefur löngum þótt eftirsóknarvert að eignast gripi sem skara fram úr á einhvern hátt t.d. fyrir útlit, afurðir eða endingu. Á upphafsárum búnaðarblaða hér á landi þótti gjarnan ástæða til að skrifa um slíka gripi og því ekki úr vegi að gera slíkt hið sama hér og heiðra með því grip sem sýnt hefur fádæma afurðasemi á óvenjulangri og viðburðaríkri æfi.

mjólkaði hún 15709 kg á þessu tímabili.

Gripurinn, Örk 166, sem hér um ræðir er sjálfsagt mörgum kunn enda hefur hún oftar en einu sinni verið efst á lista yfir afurðahæstu kýr landsins og ratað á síður fjölmiðla vegna þessa. Það má með sanni segja að þessi gripur hafi lifað tímana tvenna. Kýrin Örk 166 fæddist 3. janúar 1998 hjá Sævari Einarssyni á Hamri í Hegranesi, undan Almari 90019 og Hondu 146. Móðurfaðir Arkar var Þráður 86013.

Örk sýndi góða frjósemi og átti 11 kálfa þar sem meðaldagafjöldi milli burða var 391 dagur. Ellefta og síðasta kálfi sínum bar Örk að Egg í október 2010. Einn af sonum Arkar er Hegri 03014 sem nú er í notkun sem nautsfaðir. Í upphafi árs 2011 var mjólkurframleiðslu hætt á Egg. Fluttist Örk þá til baka að Hamri þar sem Sævar bóndi og Kristinn sonur hans höfðu aftur hafið mjólkurframleiðslu. Má þá segja að hringnum hafi verið lokað og Örk varði síðustu mánuðum ævinnar á æskuslóðum þar sem nú var komið nýtísku lausagöngufjós með mjaltaþjóni.

Örk var felld í byrjun ágúst á þessu ári, þá rúmlega 13 og hálfs árs gömul, sem verður að teljast nokkuð sérstakt í dag þar sem kýr ná oft ekki að mjólka nema 2-3 mjaltaskeið. Það má eflaust færa rök fyrir því að Örk hafi ekki einungis átt lengri heldur einnig nokkuð viðburðaríkari æfi en gengur og gerist meðal íslenskra kúa því á æviskeiðinu mjólkaði hún í þrem fjósum og reyndi á eigin skinni þær tæknibreytingar sem orðið hafa í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Örk bar sínum fyrsta kálfi í febrúar 2000 á fæðingarbúi sínu, Hamri í Hegranesi en þar stóð hún í fjósi til ársins 2005 er mjólkurframleiðslu var hætt á Hamri. Örk var þá seld að bænum Egg í sömu sveit til þeirra hjóna Pálmars Jóhannessonar og Sigurbjargar Valtýsdóttur. Örk náði mestum afurðum og var afurðahæsta kýr á Íslandi samfellt árin 2008 (12851 kg), 2009 (12174 kg) og 2010 (12418 kg). Mestum 12 mánaða afurðum náði hún tímabilið ágúst 2009 til júlí 2010 en samkvæmt afurðaskráningu

Því miður er ekki hægt að gera æviafurðir Arkar upp nákvæmlega þar sem upplýsingar um afurðir fyrstu 9 mánuði ársins 2005 skortir. Þrátt fyrir þetta eru skýrslufærðar afurðir Arkar meira en 100.000 kg og kemst hún því í hóp afar fárra íslenskra kúa sem náð hafa þeim glæsta árangri. Það má því með sanni segja að hér hafi verið um mikinn merkis- og afurðagrip að ræða og eflaust væru margir bændur til í að eiga að minnsta kosti einn slíkan í sínu fjósi. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir - Landsráðunautur Eiríkur Loftsson - Héraðsráðunautur -

(Mynd: Hjalti Pálsson)

8

F REYJA 2-1


NAUTGRIPARÆKT

Hvað segja kýrnar um gæði bása? Kýr eru mjög vanafastar skepnur sem fylgja daglegri hegðunarrútínu. Að meðaltali hvílast kýr í um 12 tíma á sólarhring en hámjólka kýr hvílist allt að 14 tíma. Hina 10-12 tímana í sólarhringnum notar kýrin m.a. til mjalta, áts, drykkju og að eiga samskipti við aðrar kýr. Hvíld er kúnum mjög mikilvæg en áætlað er að nyt geti lækkað um 1 kg fyrir hvern klukkutíma sem vantar upp á nauðsynlegan hvíldartíma. Með því að hvílast (liggja) nægjanlega eykst blóðflæði til júgurs um 25-50%, álagi er létt af fótum og jórtrun eykst.

Það má segja að æskilegasta atferlið til að hvílast sé að kýrin liggi og jórtri. Það bendir til að henni finnist umhverfið öruggt og rólegt.

AXEL KÁRASON B.Sc. í búvísindum og dýralæknanemi.

Standi hún á bás bendir það til þess að eitthvað sé að básnum t.d. að plássið í básnum sé ekki nægjanlegt til þess að leggjast niður. Þó getur ástæðan fyrir því að kýr stendur á bás verið sú að henni finnist gangvegurinn óþægilegur, sérstaklega ef hann er ber steypa og hún vilji því frekar standa í básnum heldur en á gangveginum.

Jórtrun er mikilvægur vellíðunarþáttur hjá kúm. Hún bætir nýtingu á fóðri og eykur munnvatnsframleiðslu, sem dregur úr hættu á lækkun sýrustigs í vömb sem aftur minnkar líkur á sjúkdómum eins og súrri vömb og klaufsperru. Þetta atferli er nátengt slökun.

Standi kýrin með framfætur í básnum getur það þýtt að hana langi til að fara alla leið upp í básinn, en eitthvað veki með henni hræðslu, t.d. plássleysi.

Atferli Hegðun kúnna getur sagt okkur margt um það hversu vel þeim líður í fjósinu og hvort atferlisþarfir þeirra séu uppfylltar. Hvort og hvernig kýr nota bása getur gefið góðar vísbendingar um hvort þeir séu rétt hannaðir. Eins og segir hér að ofan er hvíldin mikilvæg fyrir kýrnar, og þar leika básar stórt hlutverk sem ætlað hvíldarsvæði kúnna. Til að meta hvort básarnir séu að skila hlutverki sínu er hægt að notfæra sér ýmislegt í atferli kúnna, og nefni ég hér nokkur atriði.

Standi kýrin í gangveginum getur það bent til þess að henni þyki gangvegurinn háll og sé hrædd við að ganga, en auðvitað er það ekki algilt. Sé hún að sveifla höfðinu ótt og títt er líklegt að hún treysti ekki aðstæðum, og má nota þessa hegðun sem hjálpartæki við að meta hvort að vantraust á gangvegi eða bás sé að valda því að hún stendur á gangveginum.

Mynd 1 . Skilgreiningar á vísum sem notaðir eru til að meta básanotkun mjólkurkúa.

9

F REYJA 2-1


NAUTGRIPARÆKT rannsóknarskjalsins. Þær tölur eru síðan notaðar við að reikna út hlutfallið sem síðan er hægt að bera saman við það sem mælt er með.

En ekki er hægt að ætlast til þess að bændur og/eða leiðbeinendur eyði heilu sólarhringunum samfellt til þess að fylgjast með hjörðinni til þess að gera sér grein fyrir því hvernig kýrnar verja tíma sínum. Til þess að auðvelda verkið hafa verið búnir til nokkrir vísar til að auðvelda að gera sér grein fyrir atferli gripanna, og fá góðar vísbendingar um

Lesið úr niðurstöðum En hvað segja þessar niðurstöður okkur? Það er talin vísbending um að básanotkun sé

Mynd 2. Litið yfir kúahóp. Í þessum básaröðum má sjá: • 4 kýr standa á bás • 7 liggja á bás. • 2 kýr standa á gangveginum. Ef þessar tölur eru notaðar til að reikna út vísana þá kemur í ljós að: • Gæði bása eru 78% • Standandi í bás eru 29%

Mynd: Hákon B. Harðarson hvort eðlilegt atferli sé að eiga sér stað. Á mynd 1 eru þessir vísar teknir betur saman.

fullnægjandi, og að kýrnar liggi nægjanlega, fari fjöldi gripa á bás yfir 85%.

Framkvæmd athugunar

Ef að kýr er á annað borð inni á bás er æskilegt að hún noti hann til að liggja. Fari hlutfall kúa sem standa á bás yfir 24% er hætta á að aukning verði á helti í hjörðinni. Því er talið hentugt að miða við að láta þetta hlutfall ekki fara yfir 20%.

Við athugun á básanotkun eru athugaðir allir gripir sem ekki eru að éta eða drekka og í mjaltaþjónafjósum eru einnig undanskildir gripir sem eru í mjöltum eða í biðplássi. Á meðalkúabúi skal gera ráð fyrir að athuga alla gripi en á stærri búum (> 55-60 gripir) getur verið einfaldara að taka úrtak úr hjörðinni. Þar sem skipulag gegninga er mjög misjafnt milli bænda, er best að mæla með því að athugunin sé framkvæmd á þeim tíma sem bóndinn telur að sé rólegast í fjósinu. Heillaráð væri að athuga atferlið bæði að morgni og síðdegis.

Að kýr standi einungis með framfætur inni í básnum er mjög óæskileg staða og ætti þetta hlutfall að vera 0%. Sýnt hefur verið fram á að kvillar í klaufum afturfóta voru algengari hjá kúm í fjósum þar sem þessi staða kom oft fyrir. Ástæður fyrir þessari hegðun geta t.d. verið of stuttir básar eða að herðakambsslá sé staðsett of aftarlega. Einnig hafa komið fram vísbendingar um að skortur á undirburði geti verið orsakavaldur.

Mynd 4 er af skjali sem má nota við að taka saman atferli kúnna. Þá er komið á tíma þar sem rólegt er í fjósinu, og litið yfir kúahópinn og merkt við það sem á við um hvern grip eins og sést í efri hluta skjalsins.

Kýr sem liggur á bás sem henni finnst þægilegur og er í rólegu umhverfi jórtrar meira heldur en kýr sem er í aðstæðum sem valda óþægindum og stressi. Áætla má að meðalkýrin jórtri um 8 tíma á dag og ef gert er ráð fyrir því að hún verji um 1-2 tímum af

Að athugun lokinni er svo tekinn saman fjöldi í hvern af þessum 6 flokkum sem sjá má við hlutann „Talning“ á neðri hluta

10

F REYJA 2-1


NAUTGRIPARÆKT líklegt sé að básar séu að fullnægja hvíldarþörf mjólkurkúa, eða hvort úrbóta sé þörf til að stuðla að bættri vellíðan kúnna. Þessi athugun ætti að vera gott innlegg í heildaryfirsýn bóndans á gripina, án þess að bæta við of miklu vinnuálagi. Sé áhugi fyrir því að fá skjalið í mynd 4, þá getur sá hinn sami haft samband við greinarhöfund í gegnum netfangið langiseli@fjolnet.is.

Mynd 3. Biðin eftir mjaltaþjóninum verður

Heimildaskrá

löng fyrir þennan grip. Mynd: Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir

Anderson, N. (2007). Cow Behaviour to Judge Free Stall and Tie Stall Barns.

þessum 8 standandi, þá eru um 6-7 tímar á dag þar sem hún liggur og jórtrar. Sé þá miðað við 12-14 tíma í hvíld á dag má áætla að um 5060% af gripunum eigi að meðaltali að vera jórtrandi yfir daginn.

Cook, N. B. o. fl. (2005). Monitoring Indices of Cow Comfort in Free-Stall-Housed Dairy Herds. Gooch, C., Stone, B. (2003). Improve cow performance and comfort with sound stall designs. Philipot, J. M. o.fl. (1994). Risk factors of dairy cow lameness associated with housing conditions.

Lokaorð

Stone, B. (2006). Score seven areas of cow comfort on your dairy.

Hér hefur verið farið yfir hvernig ætti að vera hægt að gera einfalda athugun á því hvort

Tucker, C. B. o.fl. (2004). Free-Stall Dimensions: Effects on Preference and Stall Usage.

Mynd 4. Skjal sem má nota til að taka saman atferli mjólkurkúa í fjósi.

11

F REYJA 2-1


HÆNSNARÆKT

Erfðafjölbreytileiki í stofni íslensku hænunnar Íslenska landnámshænan er merkileg fyrir margra hluta sakir. Almennt er talið að hænur hafi verið haldnar á Íslandi allt frá landnámi en ekki er vitað til þess að þær hafi verið sérstaklega ræktaðar eða kynbættar með ákveðinn eiginleika í huga. Ekki hefur verið fylgst sérstaklega með stofni íslenskra hænsna fyrr en í seinni tíð og tiltölulega nýlega hefur áhugi fyrir stofninum aukist nokkuð.

Mynd: Sindri Skúlason Stofninn í dag

Ó LÖF Ó SK G UÐMUNDSDÓTTIR

Ekki eru haldnar skýrslur yfir íslenskar hænur en í dag er talið að stofninn telji u.þ.b. 25003000 fugla3. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna var stofnað árið 2003 en það hefur það að markmiði að halda landnámshænsnastofninum hreinum, heilbrigðum og litfögrum3. Erfðanefnd landbúnaðarins stuðlar einnig að verndun stofnsins og er verndun hans hluti landsáætlunar nefndarinnar um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru.

B.Sc. í búvísindum og kennari við starfsmenntadeild LBHÍ Uppruni íslensku hænunnar Ekki eru til margar heimildir um uppruna landnámshænsna en engu að síður er talið að þær hafi borist hingað strax með 1 landnámsmönnum . Á miðjum áttunda áratug síðustu aldar var stofninn talinn í útrýmingarhættu vegna aukinnar notkunar erlendra hænsnakynja sem flutt voru hingað til lands til eggjaframleiðslu2. Stefán Aðalsteinsson brá þá á það ráð að safna saman einstaklingum sem hann taldi komnar af upprunalegum stofni íslensku hænunnar. Hann safnaði þeim víðs vegar af landinu með það fyrir augum að bjarga stofninum. Afkomendum þessara fugla var haldið við með aðstoð Bændaskólans á Hvanneyri og dreifðust fuglarnir svo aftur frá Borgarfirði og um allt land. Árið 1996 var gerð könnun á stofninum á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins þar sem fram kom að hann samanstæði af 2000-3000 fuglum og að rúmlega helmingur þeirra hænsna væri kominn út af hópnum sem Stefán safnaði saman2.

Íslenski stofninn er dæmi um staðbundinn stofn eða landkyn sem ólíkur er stórum þaulræktuðum framleiðslustofnum heimsins. Þessir litlu stofnar hafa síðustu áratugi verið á undanhaldi en ástæða þess er meðal annars breyttar áherslur í framleiðslu og eftirspurn eftir afurðahærri stofnum4. Undanfarin 50 ár hefur heimsframleiðsla alifugla og varphænsna breyst og vaxið mikið. Hænsnabúum hefur fækkað og þau stækkað um leið. Samhliða aukinni framleiðslu hafa orðið miklar kynbætur og stöðlun innan framleiðslufyrirtækja sem selja mikið magn afurðahárra gripa í minni framleiðslufyrirtæki um allan heim5. Litlu staðbundnu stofnarnir víkja víða fyrir þessum stóru afurðaháu og þeim fækkar því ört. Undanfarið hafa vaknað upp áhyggjur af afleiðingum þess að þeir þaulræktuðu

12

F REYJA 2-1


HÆNSNARÆKT erfðafræði stofnsins. Undirrituð tók þátt í þessu verkefni og skoðaði niðurstöður svokallaðra örtunglagreininga sem gerðar voru á erfðaefni hænsnanna. Alls voru greind 173 sýni úr íslenskum hænum sem safnað var víðs vegar af landinu. Einnig voru greind til samanburðar nokkur sýni af erlendum

búfjárstofnar sem notaðir eru í matvælaframleiðslu hafi tapað erfðafjölbreytileika. Við það stífa val sem notað er við ræktun afurðamikilla gripa tapast breytileiki og stofninn verður einsleitur6. Það getur valdið vandræðum ef upp koma vandamál eins og of mikil skyldleikarækt

Mynd 1 . PCA greining á erfðafjarlægð milli stofna þegar ákveðinn undirhópur hefur verið aðgreindur sem stofn „ísl AF“. Fjarlægð á x-ás skýrir 41 ,6% breytileika og y-ás 25,8%, samtals 67,4%. Aðrar skammstafanir eru eftirfarandi: Dverghænur (Dve), silkihænur (Silk), brúneggjahænur (Brún), svartar þýskar (Sv Þ) og hvítar ítalskar (ít). stofnum sem til eru á landinu. Þetta er fyrsta erfðafræðirannsókn sem tekur til skoðunar stofn íslensku landnámshænunnar og hefur hann í forgrunni, en áður hafa sýni úr nokkrum einstaklingum stofnsins verið notuð í erlendum rannsóknum.

innan stofnsins, aukin tíðni neikvæðra eiginleika sem fylgja þegar valið er fyrir meiri afurðum eða umhverfisbreytingar sem stofninn þarf að geta brugðist við. Ræktendur þurfa að geta tekist á við svona vandamál með því að breyta um stefnu í ræktun eða taka inn nýja einstaklinga. Það er því mikilvægt að afla þekkingar um erfðalindir stofna sem óskyldir eru framleiðslustofnum til þess að kortleggja og vernda breytileika sem grípa má til þegar á þarf að halda. Þetta á ekki síst við í hænsnarækt þar sem fáir stofnar hænsna lögðu grunninn að þeim framleiðslukynjum sem notuð eru í dag og lítill erfðafjölbreytileiki í stofnunum er áhyggjuefni4,5. Tvínytja stofnar, eins og stofn íslensku landnámshænunnar, geta því verið mikilvæg auðlind vegna þeirra erfðaeiginleika sem þeir geyma og gætu mögulega nýst í framtíðinni4,7.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að töluverður erfðafjölbreytileiki sé enn til staðar í stofninum og er hann meiri heldur en í þeim erlendu stofnum sem bornir voru saman við hann. Samkvæmt þessari rannsókn glímir stofninn því ekki við óhemju einsleitni eða skyldleikarækt. Við skoðun á byggingu stofnsins kom í ljós að nokkrir einstaklingar skáru sig úr hópnum. Einstaklingar þessir voru allir frá sama ræktanda, Andrési Filippussyni á Seyðisfirði, og virðist þar því vera mögulegur undirstofn á ferðinni. Mynd 1 sýnir hvernig þessi undirstofn (merktur „ísl AF“) lendir fjarri megin hluta íslenska stofnsins og er jafnvel fjær honum heldur en sumir erlendu stofnana. Þetta er augljóslega eitthvað sem skoða þarf betur og sú spurning vaknar jafnframt hvort

Erfðafræðirannsókn á stofninum Síðastliðið haust réðst Landbúnaðarháskóli Íslands, í samstarfi við Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna og MATÍS, í það verkefni að safna sýnum af íslenskum hænum og hefjast handa við að kortleggja

13

F REYJA 2-1


HÆNSNARÆKT eða öðrum heimildum sem til eru í dag, hvort sá stofn landnámshænsna sem til er í dag sé að öllu leyti kominn af hænsnum sem bárust hingað með landnámsmönnum. Áframhaldandi rannsókna er þörf til að skera úr um það.

fleiri svona undirstofnar séu til sem ber að varðveita sérstaklega til þess að viðhalda öllum þeim erfðabreytileika sem til er í stofninum. Á skyldleikatrénu á mynd 2 sést einnig hvernig hænur af undirhóp „ísl AF” skilja sig frá hinum íslensku hænsnunum. Þar sést einnig að nokkrir einstaklingar erlendu stofnanna eru faldir inn á milli íslensku hænsnanna. Líklega er þar um að ræða blendinga.

Áformað er að halda áfram með rannsókn á stofni íslensku landnámshænunnar. Stefnt er á að fá betri samanburð við aðra stofna erlendis sem og að kortleggja útlitseinkenni íslensku hænunnar. Spennandi verður að fylgjast með þessu, en hægt er að hafa auga með niðurstöðum á www.haena.is.

Erfitt er að segja til um, út frá þessari rannsókn

Mynd 2. Skyldleikatré einstaklinganna í rannsókninni

Heimildaskrá 1 - Stefán Aðalsteinsson (2004). Sérstaða íslenskra húsdýra. Freyr 100(5). 15-28. 2 - Rannsóknastofnun landbúnaðarins (1998). Íslensk hænsni. Fjölrit RALA nr. 194 Rannsóknastofnun landbúnaðarsins 1996 – 1997, 23(194), 11. 3 - Erfðanefnd landbúnaðarins (á. á.). Greining á erfðabreytileika íslensku landnámshænunnar, Lokaskýrsla. Skoðað 14. mars 2011 á http://yndisgrodur.lbhi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1995 4 - Spalona, A., et al. (2007). Population size in conservation of local chicken breeds in chosen European countries. Archiv Fur Geflugelkunde, 71(2), 49-55. 5 - Muir, W. M., et al. (2008). Genome-wide assessment of worldwide chicken SNP genetic diversity indicates

significant absence of rare alleles in commercial breeds. Proceedings of the National Academy of Sciences, 105(45), 17312 -17317.

6 - Meuwissen, T. (2009). Genetic management of small populations: A review. Acta Agriculturae Scandinavica, Section A - Animal Science, 59(2), 71. 7 - Hillel, J., et al. (2003). Biodiversity of 52 chicken populations assessed by microsatellite typing of DNA pools. Genetics, Selection, Evolution: GSE, 35(5), 533-557.

14

F REYJA 2-1


SAUÐFJÁRRÆKT

Ull og ullarmeðferð Nóvember er tími haustrúnings og þá þarf að huga að ullargæðum. Meðferð fjárins hefur mikil áhrif á ullargæði sem og vinnubrögð við rúning og flokkun ullar. Eðlisgæði eru arfbundin og hægt er að bæta ullarmagn og gæði með úrvali. Ullarvörur eru eftirsóttar og vanda þarf til verka þannig að ullin nýtist sem best.

E MMA E YÞÓRSDÓTTIR Landbúnaðarháskóla Íslands Formaður ullarmatsnefndar Ull á íslensku fé er samsett úr þeli og togi sem eru ólíkar háragerðir. Toghárin eru oft löng og fremur gróf en þó breytileg, grófust í lærum og fínust á herðum og hálsi. Þelhár eru stutt, fín, oft óreglulega hrokkin, merglaus hár. Þelið er þétt, fjaðurmagnað og mjúkt en loftrými myndast á milli hrokkinna háranna sem gefur góða einangrun gegn kulda. Notagildi ullar fer fyrst og fremst eftir grófleika og erlendis er ull flokkuð eftir svokölluðu spunagildi sem segir til um hversu langan þráð er hægt að spinna úr tilteknu magni ullar. Íslensk ull flokkast sem gólfteppaull á þessum mælikvarða vegna grófleika togsins.

tvævetlum til að gera sér grein fyrir breytileika í hjörðinni og nýta þær upplýsingar við ásetning. Miðlægt kynbótamat fyrir ullarþunga fæst hins vegar ekki nema með almennri skráningu í skýrsluhaldi en áhugi á því hefur verið lítill hjá bændum til þessa. Eðlislæg ullargæði felast fyrst og fremst í lit og grófleika. Hvít ull hentar best til vinnslu vegna þess að hana má nota í alla liti. Gulur litur í íslenskri ull hefur lengi verið einn helsti eðlisgalli hennar en stór hluti af fjárstofninum ber þennan eiginleika. Stök dökk hár eða litlar

Ullarvöxtur hjá íslensku fé er árstíðabundinn, langmestur síðari hluta sumars og fram á haust en lítill yfir vetrartímann. Þegar rúið er að hausti er haustreyfið um það bil 70-75% af ullarvexti ársins. Þar sem íslenska féð býr enn yfir þeim eiginleika að mynda ullarskil að vori, verður að rýja haustklippt fé aftur síðari hluta vetrar eða að vori. Ullarmagn og eðlisgæði Ullarvöxtur er misjafn eftir aldri áa og yfirleitt mestur hjá tvævetlum. Arfgengi á ullarþunga er hátt og því auðvelt að auka hann með úrvali. Ef menn vilja velja fyrir aukinni ull er vænlegast að vigta ull af veturgömlum ám og

Mynd 1 . Svartar doppur á hvítum kindum eru arfgengar og valda því að ullin flokkast í H-2 eða jafnvel sem mislit ull ef mikið er af svörtum hárum. Mynd: Guðjón Kristinsson

15

F REYJA 2-1


SAUÐFJÁRRÆKT svartar doppur í hvítum ullarreyfum spilla hvítri ull en eru sömu gerðar og önnur ullarhár að frátöldum litnum. Erfðareglur aðallita í íslensku fé eru vel þekktar og fjölga má alhvítu fé með úrvali sem byggt er á litaflokkun lamba að vori eða hausti. Í mörgum tilvikum er ull af kindum sem eru gular á haus og fótum nær alhvít nema á jöðrum reyfisins. Annar galli sem vert er að gæta sérstaklega að er gróft tog. Mikill ullarvöxtur og gróft tog getur farið saman og það þarf að varast ef valið er fyrir auknu ullarmagni. Mikill munur getur verið á grófleika milli einstaklinga en mest ber á grófu togi í læraull.

reglum um ullarmat sem birtar eru í reglugerð nr 856/2003. Haustið 2010 voru haldin stutt námskeið í ullarflokkun um allt land sem voru vel sótt (350 manns) og dreift var leiðbeiningum um flokkun á ull til allra bænda. Efnið ætti því að vera bændum vel kunnugt.

Umhverfisáhrif á ullargæði Umhverfið hefur veruleg áhrif á gæði ullar á fénu og þar er oftast um að ræða mengun og óhreinindi af einhverju tagi. Rusl og hagamor getur sest í ull á kindum á sumarbeit, sérstaklega í kjarrlendi og lyngmóum. Kindur sem ganga í mýrlendi geta fengið mýrarrauða í ullina sem ekki næst úr. Eftir að fé hefur verið hýst byrjar ull strax að spillast vegna óhreininda og raka í húsum. Óhreinindi setjast fyrst í togendana og valda svokallaðri húsagulku sem ekki næst úr við þvott. Heyrusl vill setjast í ullina, sérstaklega ef ekki eru slæðigrindur af einhverju tagi í görðum eða gjafagrindum. Haustrúningur kemur í veg fyrir að ull spillist af húsvist ef rúið er strax og tekið er inn. Óhreinindi úr haganum er hins vegar erfiðara að fyrirbyggja og einnig getur fé óhreinkast í fjárragi í blautum réttum. Haust- og vetrarrúningur gerir kröfur til húsakosts og aðbúnaðar því mikilvægt er að kindunum verði ekki of kalt fyrst eftir rúning. Einkum eru ásetningslömb viðkvæm fyrir kulda eftir rúning. Ef fátt er í húsum fyrst eftir rúning hefur gefist vel að tjalda yfir krær með plasti eða segli en þá geta lömbin haldið á sér hita undir tjaldinu. Ullarflokkun Formlegt ullarmat lagt af árið 2004 og flestir bændur flokka ull sína sjálfir. Farið er eftir

Mynd 2. Ef þófasneplar eru áberandi í togi á haustreyfi er ullin ekki tæk í fyrsta flokk. Mynd: Guðjón Kristinsson

Áhersla er lögð á að flokka ull jafnóðum og rúið er og skipta hverju haustullarreyfi í betri og lakari hluta. Góð og gallalaus haustull af hvítum kindum fer í besta flokk (H-1 eða HLambsull) en taka þarf gallaða ull úr hverju reyfi s.s. grófa læraull, óhreina eða gula ull á jöðrum reyfisins, sem og ull með þófasneplum utan á reyfinu og setja í lakari flokk (H-2 eða H-2 Lamb). Vetrarull og snoð af hvítu fé flokkast nær alfarið í H-2. Í reglugerð er gert ráð fyrir einum lambsullarflokki en undanfarin haust hefur Ístex h.f. óskað eftir að lakari lambsull sé flokkuð sér (H-2 Lamb) og greitt er hærra verð fyrir hana en ull af fullorðnu fé. Heimaflokkun ullar hefur yfirleitt tekist vel og ekki valdið teljandi vandræðum við ullarvinnsluna. Þó hefur dálítill misbrestur verið á flokkun lambsullar þar sem menn átta sig ekki alltaf á því að gölluð lambsull má ekki fara í besta flokkinn. Ástæða er til að ítreka að ef ull af lömbum er gölluð á einhvern hátt á hún að flokkast í H-2 Lamb. Nánari upplýsingar um flokkun og frágang má finna á heimasíðu Ístex h.f.

16

F REYJA 2-1


SAUÐFJÁRRÆKT Mynd 3. Einfalt er að koma upp

aðstöðu í fjárhúsum með því að setja rimlagrind eða plötu yfir garða, helst sem næst rúningsmanninum og flokka ullina jafnóðum. Nauðsynlegt er að hafa gott ljós, t.d. færanlegan ljóskastara fyrir ofan borðið. Mynd: Guðjón Kristinsson

Heimsmarkaðsverð á ull hefur verið lágt um árabil en fer nú hækkandi sem vonandi skilar sér í hærra verði til bænda. Verulegur hluti ullarverðs er framlag úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningi. Markmið stuðningsins er að stuðla að góðu hráefni til ullarvinnslu innanlands. Miðað við núverandi

verðlagningu á ull má reikna með að góð ull af einlitum ám geti skilað allt að 1100 kr. á kind hjá þeim sem rækta alhvítt ullargott fé. Tekjur af ull skipta því máli fyrir búreksturinn og það á að vera metnaðarmál bænda að skila sem bestri ull.

Mynd 4. Fallegt fyrsta flokks haustreyfi með húsagulku í jöðrum sem þarf að taka frá. Mynd: Guðjón Kristinsson

17

F REYJA 2-1


UTAN ÚR HEIMI

Taðtrefjar – undirburður framtíðarinnar? Undanfarin ár hefur notkun á undirburði í fjósum hérlendis farið stigvaxandi og er líklega algengasti undirburðurinn spænir eða sag. Oftar en ekki er um innflutt efni að ræða og vegna óhagstæðrar gengisþróunar hefur verðið á þessari rekstarvöru hækkað verulega. Víða erlendis hefur það sama verið uppi á teningnum og aðþrengdir kúabændur þurft að leita óhefðbundinna leiða til þess að hlúa að kúnum sínum, án þess að nota sag eða spæni.

LARS KAUSGAARD

S NORRI S IGURÐSSON

Nemi í búvísindum við Háskólann í Kaupmannahöfn

Aðjunkt við Landbúnaðarháskóla Íslands

Ein leiðin er að nota sk. taðtrefjar sem við fyrstu sýn virkar afar umhverfisvænn og hagkvæmur undirburður, enda unninn úr mykju viðkomandi kúabús. Um leið vakna spurningar um sjúkdómahættu og ammoníaksmengun enda trefjarnar unnar úr mykju. Rannsóknir á þessari gerð undirburðar eru skammt á veg komnar en sl. sumar voru birtar niðurstöður BS-verkefnis við Háskólann í Kaupmannahöfn þar sem markmið verkefnisins var m.a. að skoða uppgufun ammoníaks frá legubásum með taðtrefjum.

Skýringin felst í því að nota þarf nokkuð mikið magn trefjanna sem draga til sín hugsanlega bleytu sem í legubásinn kemur. Í Bandaríkjunum liggja þegar fyrir rannsóknir sem bæði benda til þess að kýrnar séu hreinni en með notkun á annars konar undirburði og að frumutölu sé hægt að halda óbreyttri eftir að notkun hefst. Til þess að svo megi til takast þarf þó vinnulag í fjósinu að vera í góðu lagi enda kom skýrt fram að helsti áhrifaþáttur á frumutölu var ekki gerð undirburðarins heldur vinnulag við hirðingu legubása, sem og árstíð.

5-15 % mykjunnar Taðtrefjar, sem er í raun hratið sem verður eftir þegar mykja er skilin, eru oftast á bilinu 5-15 % heildarmagnsins. Algengasta aðferðin sem notuð er til þess að skilja vökvann frá fasta efninu í mykjunni er að nota skrúfuskilju sem þrýstir mykjunni í gegnum sigti. Eftir skiljunina innihalda taðtrefjarnar oftast í kringum 30% þurrefni og eru nothæfar sem undirburður. Hreinar kýr

Mynd 1 . Þegar trefjarnar eru skildar frá hinum blautari

Það kann að hljóma einkennilega en ein af ástæðunum fyrir því að nota taðtrefjar er að vænta má hreinni kúa við notkun þeirra.

hluta mykjunnar er þurrefnisstig þeirra all hátt og má nýta sem undirburð.

18

F REYJA 2-1


UTAN ÚR HEIMI

Mynd 2 . Vélbúnaður til þess að framleiða taðtrefjar er oft staðsettur við haugtanka, svo lagnir til og frá búnaðinum verði stuttar.

skýrist einfaldlega af því að skítur og hland frá kúnum berst í sandinn, sem svo gefur frá sér ammoníak.

Mælingar á uppgufun ammoníaks Mengunarmælingar í fjósum eru hreint ekki auðveldar og oftar en ekki er mikil óvissa bundin við slíkar mælingar enda fjósin mjög oft opin þannig að áhrif veðurfars, s.s. breytilegra vindátta, hefur mikil áhrif á niðurstöður. Þá blandast ferkst loft misvel við fjósloftið og er einnig breytilegt eftir hitastigi loftsins og umferð skepna í viðkomandi fjósi. Auk þess skiptir hönnun viðkomandi fjóss máli og hvernig það er innréttað s.s. hvort í því séu rimlar yfir flórum eða heil gólf í stað djúpflóra. Í framangreindu verkefni við Háskólann í Kaupmannahöfn var notaður sk. loftsogskassi með hringdælingu lofts og voru mælingar framkvæmdar í tveimur fjósum, annars vegar í fjósi með sandi í legubásunum, þ.e. legubásarnir eru án dýnu og þaktir þykku sandlagi og hins vegar í fjósi með þykku lagi taðtrefja í legubásunum. Mælt var beint ofan á básunum sjálfum.

Hins vegar var uppgufunin 43,3% meiri þar sem taðtrefjarnar voru nýkomnar í básana. Þessar niðurstöður passa vel við aðrar erlendar rannsóknaniðurstöður sem benda einmitt til þess að það ammoníak sem hugsanlega gufar upp frá taðtrefjum fer skjótt en svo dregur verulega úr uppgufun ammoníaksins eftir 30 klst. Framangreindar niðurstöður benda til þess að gerist það að hland frá kú berist í legubás með sandlagi, þá berist hlandið fljótt niður í gegnum sandinn og safnast fyrir á botni bássins. Þaðan gufar svo ammoníakið hægt og

Niðurstöður Fyrstu niðurstöður mælinga benda ekki til þess að það sé meiri uppgufun ammoníaks frá legubásum með taðtrefjum en frá legubásum með sandi. Þannig mældist 73,1% minni uppgufun ammoníaks frá taðtrefjabásunum miðað við uppgufun frá sandbásunum þar sem trefjarnar höfðu fengið að liggja í þrjár vikur. Hvernig á því stendur að ammoníak gufar yfir höfuð upp frá sandlegubásum

Mynd 3. Vélbúnaðurinn er oft frágenginn eins og

sjá má á meðfylgjandi mynd og fellur þá undirburðarefnið beint niður í vagn.

19

F REYJA 2-1


UTAN ÚR HEIMI rólega upp næstu vikurnar. Séu hins vegar taðtrefjar í legubásnum draga þær til sín hlandið strax við yfirborð bássins og því á ammoníak auðveldara með að gufa upp þaðan strax í upphafi. Þörf á frekari rannsóknum Mikill munur á uppgufunartölum á milli ólíkra gerða undirlags í legubásum í framangreindri rannsókn gefa tilefni til frekari skoðunar á því hvort í raun sé einhver munur á uppgufun ammoníaks á milli mismunandi gerða undirburðar eða hvort uppgufunin sé hálfgerður fasti og meira háður því hve mikið af ammoníaki berst í viðkomandi undirburð. Í rannsókninni var t.d. mæld uppgufun á mismunandi stöðum í básunum og kom í ljós að langmest uppgufun ammoníaksins var í aftasta hluta legubássins, sem gefur ástæðu til að ætla að mismunurinn felist því ekki í gerð undirburðarins heldur frekar utanaðkomandi mengun.

Mynd 4. Mælingar á uppgufun ammoníaks voru gerðar á nokkrum mismunandi stöðum í legubásunum.

hlandi og skít. Þetta má koma í veg fyrir að stórum hluta með rétt stilltum innréttingum en víða liggja kýr allt of langt upp í legubásana og jafnvel svo að nærri fet er frá aftasta kanti legubássins að kúnni sjálfri! Sé herðakambssláin allt of framarlega yfir básunum eiga kýrnar auðvelt með að leggjast langt upp í básana en sé herðakambssláin of aftarlega eiga kýrnar erfitt með að leggjast með tilheyrandi hættu á t.d. spenastigi eða minni afurðasemi þar sem þær liggja skemur yfir daginn. Ekki er hægt að gefa út einhlítar leiðbeiningar um þetta enda aðstæður mismunandi og því mikilvægt fyrir kúabændurna sjálfa að skoða aðstæður á sínum búum. Sé herðakambssláin rétt stillt og sé bringuborð til staðar, eða t.d. 100 mm rör fremst í básnum sem stillir af lengdarnýtingu hans, ættu kýrnar að liggja rétt. Þegar svo er, sparast ekki eingöngu vinna við hreinsun básanna heldur má einnig spara magn undirburðar, enda ætti megnið af mykjunni að falla aftur af básnum en ekki upp í básinn.

Er sýrð mykja lausnin? Í sumum löndum hafa á liðnum árum verið gerðar þó nokkrar tilraunir með súrsun á mykju í þeim tilgangi að draga úr tapi köfnunarefnis við útkeyrslu mykjunnar. Því vakna áhugaverðar spurningar í tengslum við notkun á slíkri mykju við framleiðslu á undirburði enda má ætla að lágt sýrustig mykjunnar dragi úr uppgufun köfnunarefnis, þar sem það verður í auknum mæli bundið sem ammoníum í slíkri mykju en ekki sem ammoníak. Jafnframt má ætla að lágt sýrustig taðtrefjanna myndi einnig draga úr eiginleikum þess sem vaxtarstað fyrir bakteríur og þar með minnka líkur á virkum smitefnum í undirlagi kúnna. Áhrif undirburðar með lágt sýrstig á kýrnar sjálfar þarf þó einnig að skoða.

Heimildaskrá Lars Kousgaard, 2011. Måling af ammoniakfordampning fra sengebåse med fiberstrøelse, 33 s. BS verkefni frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, 33 bls.

Rétt stilltar innréttingar!

Harrison, E., J. Bonhotal og M. Schwarz, 2008. Using manure solids as bedding. Skýrsla frá Cornell Waste Management Institute, 128 bls. Allar myndir í greininni koma frá höfundum

Niðurstöðurnar sýndu fram á að mikill munur var á uppgufun ammoníaks eftir því hvar mælt er í legubásunum, sem bendir um leið til þess að kýrnar ná að menga básana með

20

F REYJA 2-1


SAGAN

Um mjólk og mjaltavélar Grein þessi er unnin úr efni, sem höfundur hefur tekið saman um framleiðslu mjólkur og tækniþróun við mjaltir á Íslandi.

S IGTRYGGUR J ÓN B JÖRNSSON Landnámsmenn fluttu nautgripi með sér til Íslands og öruggt má telja að nautgriparæktin var sú búgrein, sem Íslendingar byggðu afkomu sína mest á frá upphafi búsetu sinnar í landinu og allt fram á 15. til 16. öld. Nokkrir menn hafa reynt að áætla mjólkurmagn í fornöld. Að vera héraðsræk og mjólka kálfsmála er krafist í Grágás af gjaldgengri kú og af því er nyt áætluð að hafa verið um 800 til 1.000 lítrar á ári. Framan af öldum var nautgripum beitt, uxar og geldneyti lifðu að mestu á útigangi en kúm var ætlað nokkurt fóður.

að fóðra kýr til mjólkur og þá fór að tíðkast að hafa kýr snemmbærar en áður báru þær að vori. Nyt kúnna á átjándu öld er talin hafa verið um 1.600 kg. á ári. [1] Fjós voru byggð við bæi og stundum voru þau undir baðstofunni og kýrnar þannig nýttar til upphitunar. Það hefur verið notalegt að sofna í ylnum frá kúnum og líða inn í svefninn við kunnugleg hljóð þessara skepna, sem oft héldu lífinu í yngstu kynslóðinni.

Á fimmtándu öld eru kúnum ætluð, samkvæmt Búalögum, tæplega 1.000 kg af

Nú er öldin önnur. Hönnun fjósa miðar að því að sem best fari um kýrnar og aðstaða til vinnu sé góð. Mikil afurðaaukning hefur náðst með kynbótum og fóðrun og er meðalnyt eftir árskú um 5.355.- kg og einstaka kýr mjólka um 12.000.- kg. á ári. [2] Seljabúskapur Mjólk og mjólkurafurðir voru frá landnámi og eru enn ein mikilvægasta fæða flestra Mynd 1 . Huppa frá Kluftum, fædd 1 926. Út af henni er Íslendinga. Kýr voru mjólkaðar í fjósum eða á Kluftastofninn kominn og er hún oft nefnt ættmóðir stöðli en ær í kvíum. Þá voru ær hafðar í íslenska kúastofnins. seljum og mjólkin unnin þar og smjörið flutt Mynd: úr námsefni við LbhÍ heim á klakk, annan eða þriðja hvern dag. töðu og fóðrunartíminn er þá talinn vera 32 Selin voru alltaf staðsett við læk eða vatn, vikur. Þetta gætu verið um 2 til 2,4 yfirleitt til dala, þar sem ærnar áttu auðvelt fóðureiningar á dag. með að fylgja gróðurlínunni. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir svo frá í bók sinni, Á átjándu öld er farið að leggja meiri rækt við Íslenskum þjóðháttum: „Í selinu var jafnan

21

F REYJA 2-1


SAGAN einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var malað undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skaka strokkinn, á meðan mjaltakonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn féll saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. … Selin voru venjulega þrjú hús: mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft var og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bæjum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu.“ [3]

Ungt fólk var sent til Danmerkur til að kynna sér meðferð mjólkur og bændaskólarnir lögðu einnig hönd á plóginn. Fyrsta rjómabúið tók til starfa að Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 10. júlí árið 1900 og þá um sumarið var fenginn danskur mjólkurfræðingur, Hans Grönfeldt Jepsen að nafni til að veita forstöðu mjólkurskóla, sem hóf starfsemi á Hvanneyri, 1. nóvember árið 1900. [4] Rjómabúum fjölgaði ört og urðu flest 34 árið 1906. [7] Þau voru nokkurs konar brú á milli heimavinnslu mjólkur og mjólkursamlaga. Lengst starfaði rjómabúið á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi en þar var starfsemi hætt árið 1952. [5] Þar með lauk rúmlega hálfrar aldar tímabili rjómabúanna.

Rjómabúin

Mjólkursamlögin

Þegar tók fyrir sauðasölu til Bretlands árið 1896 fóru menn að líta til þess að efla smjörgerð til útflutnings. Á Alþingi voru sett lög árið 1899 um stuðning við samtök bænda til að framleiða smjör og osta í þessum tilgangi. Hjá þjóðinni hafði alla tíð verið þekking á nýtingu og geymslu mjólkurafurða, en mjólkurvinnsla hafði alfarið verið stunduð á heimilum landsmanna frá landnámi til aldamóta. Mjög var það breytilegt hvernig staðið var að mjólkurvinnslunni á heimilunum og sáu menn að margt mátti betur fara. Á síðari hluta nítjándu aldar var því nokkuð gert af því að efla þekkingu fólks á þessum málum.

Þau komu til sögu á árunum 1927 til 1967 en á þessu tímabili voru stofnuð 22 mjólkursamlög til alhliða mjólkurvinnslu víðsvegar um landið. Að vísu hafði Mjólkurfélag Reykjavíkur rekið gerilsneyðingarstöð frá 1920, en lítið sem ekkert var þar um vinnslu mjólkur. [6] Mjólkursamlag Eyfirðinga var stofnað á sérstökum fulltrúafundi kaupfélagsins 4. september 1927 og hinn 6. mars 1928 var tekið á móti fyrstu mjólkinni, 1600 lítrum. Síðast var Mjólkursamlag Vestur-Barðstrendinga á Patreksfirði stofnað en það hóf starfsemi 1. september árið 1967. [7]

Mynd 2. Rjómabúið Baugsstöðum, Stokkseyrarhreppi. Það starfaði til ársins 1 952. Mynd: Byggðasafn Árnesinga

22

Nú starfa fjögur fyrirtæki á þessu sviði, sem eru Auðhumla svf. með sex samlög á sínum snærum, Mjólkursamlag Skagfirðinga, Mjólka ehf. og Vesturmjólk ehf. í Borgarnesi. Hér hefur á orðið mikil breyting, mörg samlög heyra sögunni til, önnur hafa verið sameinuð og ný hafa verið stofnuð. Með þessum breytingum er stefnt að hagkvæmari rekstri, bændum og neytendum til hagsbóta.

F REYJA 2-1


SAGAN Fyrstu rörmjaltakerfin voru sett í mjaltabása í Þrándarholti og á Laugarvatni. Í Þrándarholti mun kerfið hafa verið tekið í notkun haustið 1958 og líklega stuttu seinna á Laugarvatni.[8] Næsta vél var sett upp í básafjós á Egilsstöðum á Völlum vorið 1962 [9] og líkur benda til þess að rörmjaltakerfi hafi verið tekið í notkun á Þórustöðum í Ölfusi í september 1962 [10] og í október, sama ár, fengu bræðurnir í Miklaholtshelli rörmjaltakerfi. [11] Öll þessi fyrstu kerfi voru frá Alfa-Laval nema kerfið á Þórustöðum, það var Gascoignekerfi. Og búin stækkuðu og menn fóru að sjá í þann tíma, sem fór í mjaltirnar og þá komu mjaltaþjónarnir.

Mynd 3. Alfa-Laval endaeining. Mynd: Áskell Þórisson

Alls voru komnir í notkun fimmtán mjaltaþjónar hér á landi í febrúar 2004. [12] Síðan hefur mjaltaþjónum fjölgað mikið og

Mjaltavélin Það var verk kvenna, um aldir, að mjólka bæði ær og kýr og gera úr mjólkinni smjör og skyr. Þó mjaltir séu erfitt starf var það ekki fyrr en á nítjándu öld, sem hugvitsmenn fóru að huga að vélrænum lausnum á þeim og mörg ár liðu þar til mjaltavélar urðu tæknilega það vandaðar, að þær næðu útbreiðslu að ráði. Það var ekki fyrr en á árunum milli 1910 og 1920, að náð er því takmarki, að bændur fara að veita Mynd 4. Mjaltaþjónar voru mikil tæknibylting. þeim verulega athygli. Jóhannes Mynd: Áskell Þórisson Reykdal á Setbergi við Hafnarfjörð, tók fyrstur íslenskra bænda þessa nýju tækni í þeir orðið tæknilega betri. Um áramót þjónustu sína. Það gerðist árið 1927 og keypti 2010/2011 voru 115 mjaltaþjónar í gangi á hann vélarnar frá A/B Separator í Stokkhólmi. Íslandi, 82 af gerðinni Lely og 33 frá DeLaval. Einnig fékk Vífilsstaðabúið mjaltavélar um [13] sama leyti fyrir tilstuðlan Jóhannesar. [12] Lokaorð Þessar fyrstu vélar voru vélfötuvélar. Það fennir fljótt í sporin og oft er erfitt að afla upplýsinga. Það er t.d. ekki ljóst hvenær rörmjaltakerfið var sett upp á Laugarvatni. Upplýsingar um það væru vel þegnar og hvað annað varðandi þessi mál, sem hefur sögulegt gildi.

Tækni þessi breiddist hægt út og það er ekki fyrr en eftir 1950 að skriður kemst á útbreiðslu vélanna. Margt mun þar hafa komið til, kúabúin voru yfirleitt smá, kaupgeta bænda lítil, eftir kreppuár og kúm fór ekki að fjölga að ráði, fyrr en mjólkursamlög komu til sögu. Þá ullu vélarnar stundum júgurbólgu vegna vankunnáttu mjaltamanna.

23

F REYJA 2-1


SAGAN

Mynd 5. Haukur Pálsson starfaði hjá mjólkursamlagi KS sem ostameistari frá 1 955 að loknu námi í mjólkurfræði í Noregi. Hann vann til margra verðlauna í ostagerð og starfaði nær óslitið hjá samlaginu að undanskyldum nokkrum árum er hann vann hjá súkkulaðiverksmiðjunni Víkingi í Kópavogi. Hann lét af störfum hjá mjólkursamlaginu vegna aldurs 1 998. Hann lést 1 3 júní 2011 . Mynd: Kaupfélag Skagfirðinga

Heimildaskrá 1. Bjarni Arason 1965. Íslensk nautgriparækt. Kennsluhandrit. 2. www.bondi.is 3. Jónas Jónasson 1945. Íslenskir þjóðhættir, bls. 62. 4. Búnaðarsamtök á Íslandi 150 ára, 1988. I. bindi bls. 92 og II. bindi bls. 682 og 683. 5. Helgi Ívarsson og Páll Lýðsson 2005. Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára, bls. 42. 6. Sveinn Tryggvason 1947. Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi, bls. 3. 7. Gylfi Gröndal 1998. Að breyta mjólk í mat, bls. 60, 86 og 162. 8. Þrándur Ingvarsson. Símtöl 18. nóvember 2010 og 28. september 2011 og Gísli Kristjánsson 1961. Freyr nr. 6. Hjarðfjósið í Þrándarholti og sjálfrennslismjaltalögnin. 9. Ingimar Sveinsson. Símtöl 3. og 18. nóvember 2010. 10. Finnbogi Arndal. Símtöl 18. nóvember 2010 og 10. mars 2011. 11. Bjarni Eiríksson bóndi í Miklaholtsheli. Símtal 7. janúar 2011 og Morgunblaðið, föstudaginn 12. október 1962, Nýjar mjaltavélar og kartöflur í helli, bls. 3 og 23. 12. Sigtryggur Jón Björnsson 2011. Mjaltavélar og mjaltatækni, bls. 6 og 18. 13. Sverrir Geirmundsson og Stefán Björgvinsson. Símtöl 27. og 28. september 2011.

24

F REYJA 2-1


SAUÐFJÁRRÆKT

Hrútaval

© Eyjólfur Ingvi Bjarnason Nú þegar haustslátruninni þetta árið er að ljúka, styttist í fengitímann og þar með undirbúning næsta afurðaárs. Markvisst hrútaval getur verið ein fljótlegasta leiðin að tekjuaukningu á hverju sauðfjárbúi. Við val hrúta skal hafa veikar og sterkar hliðar búsins í huga, þ.e. í hvaða eiginleikum þarf að sækja verulega fram og hvar viðunandi árangri hefur verið náð. Einnig og ekki síður þarf að hafa í huga hvaða eiginleikar skila mestum tekjum. Í lokaverkefni Eyjólfs Ingva Bjarnasonar við landbúnaðarháskólann í Ási er lagt til að sæða 15% af ám búsins, nota lambhrúta á að lágmarki 50% af ánum (jafnvel meira), 20 ær undir hvern að lágmarki og fullorðna heimahrúta með reynslu á afganginn af ánum, allt að 60 ær undir hvern hrút.

Guðfinna Harpa Árnadóttir Héraðsráðunautur Búnaðarsambandi Austurlands

háir í sumum eiginleikum en lágir í öðrum (t.d. 130 fyrir gerð og 95 fyrir frjósemi) á ær sem eru lágar í öðrum eiginleikum (t.d. 105 fyrir gerð og 110 fyrir frjósemi) og þannig fengið út meðaltalseinstakling sem að öllum líkindum ætti að taka það besta frá báðum foreldrum.

Nýta kynbótamatið

Áhættudreifing

BLUP kynbótamat er nú reiknað fyrir fjóra eiginleika í sauðfjárkynbótum, gerð, fitu, frjósemi og mjólkurlagni. BLUP er kynbótamat sem byggir á reynslu af einstaklingnum eða nánustu ættingjum hans, þar sem bein reynsla er ekki fyrir hendi en ætternistengingar eru í lagi. BLUP einkunnir áa og hrúta finnum við í gulu vorbókinni sem við fáum að loknu haustuppgjöri. BLUP ætternismat lamba, sem er beint meðaltal foreldra er gefið upp í bláu haustbókinni.

Við val sæðingahrúta til notkunar á búinu er rétt að hafa í huga að velja þá hrúta sem eru sterkir í þeim eiginleikum sem bóndi stefnir á að bæta. Þó er æskilegt að dreifa notkuninni á nokkra hrúta svo draga megi úr óæskilegum áhrifum þess að ofnota fáa eða skylda hrúta því oft geta þeir sem standa efst fyrir einn eiginleika haft veikleika í öðrum og þá jafnvel eiginleika sem ekki er til kynbótamat um sem og að hver hrútur hentar breytilega í ólíkum hjörðum.

Ef við nýtum okkur þær upplýsingar getum við parað saman einstaklinga sem fá háa einkunn fyrir alla eiginleika og væntum þannig afbragðsgripa. Einnig getum við nýtt okkur uppbótarpörun og notað hrúta sem eru

Í markvissu ræktunarstarfi sem ætlað er að bæta kjötgæði og þunga er gott að gera afkvæmarannsóknir svo hægt sé að bera hrútana saman á jafningjagrunni. Ef ætlunin er að bera hrúta saman í afkvæmarannsókn er

25

F REYJA 2-1


SAUÐFJÁRRÆKT rétt að hafa það í huga við upphaf fengitíðar og halda sem líkustum ærhópum undir alla hrútana, t.d. sleppa bestu og lökustu ánum og hafa aldursdreifingu áa undir hverjum hrút sem sambærilegasta. Þeim mun fleiri hrútar sem hafðir eru í prófun, því raunsærri mynd mun niðurstaðan gefa. Prófum einnig alla yngri hrútana, ekki bara þá sem við höldum að komi vel út. Út frá því sem að ofan er sagt er tillaga að verklagi á fengitíma sú að byrja á því að skipta ánum í þrjá hópa út frá þeim ræktunareiginleikum sem bóndinn telur mikilvægasta. Þetta má gera út frá BLUP mati, afurðastigi, beinum afurðatölum og/eða tilfinningu bóndans svo nokkur dæmi séu nefnd. Þessir hópar eru góðar ær, slakar ær og meðalær þar sem síðast nefndi hópurinn telur um 50-60% ærstofnsins. Á þann hóp er ráðlagt að nota lambhrútana og/eða veturgamla hrúta í afkvæmaprófun og flokka ærnar undir þá tilviljanakennt. Hópurinn sem telst góðar ær fer svo undir reynda hrúta á búinu sem mæta öllum kröfum varðandi ræktunarstefnu búsins

eða eru sæddar (t.d. má nota samstillingu ánna). Lömbin sem koma úr þessum pörunum eru ræktunarhópurinn. Slakari ærnar fara einnig undir reynda hrúta á búinu en þar erum við að tala um hrúta sem gefa fyrst og fremst góð sláturlömb þ.e. þung lömb með gott kjötmat. Vonandi gefa þessar leiðbeiningar einhverja innsýn í hvernig megi bæta stofninn samkvæmt þeirri ræktunarstefnu sem bændur velja.

Hrúturinn Golson sinnir ánum. Á honum er belti með litapúða svo fljótlegt er að greina beiðsli hjá ánum. Mynd: Hákon B. Harðarson

26

F REYJA 2-1


BÚTÆKNI

Olíueyðsla og afl Á sama tíma og vélakostur landsmanna eldist heldur eldsneytisverð áfram að hækka sem kallar á aukin útgjöld. Er eitthvað sem við getum gert til að minnka þessi útgjöld? Ef kaupa á vél þarf að íhuga það að kostgæfni. Það er fleira en hestaflatalan sem segir til hvað vélin getur, snúningsvægið þarf að skoða og mikilvægt er að líta yfir eyðslutölur, það getur hins vegar verið snúið að skilja hvað þessar tölur segja okkur.

H AUKUR Þ ÓRÐARSON Landbúnaðarháskóla Íslands

Aksturslag og vélarstærð Stórar dráttarvélar eyða miklu eldsneyti því er mikilvægt að nýta vel þá getu sem þær hafa yfir að ráða. Því þarf að huga vel að því hvernig við veljum saman vélar, sem dæmi má nefna að algengt er að sjá 100 – 120 hestafla dráttarvél með 5 til 6 metra snúningsvél. Þetta er dæmi um slæma samsetningu því 40 – 70 hestafla dráttarvél passar mikið betur og getur hæglega leyst verkefnið með sömu afköstum en notar allt að helmingi minna eldsneyti til verksins. Aksturslag er annað atriði sem ræður miklu um eyðsluna.

vinnugæðum. Ef aflúttakið er stillt á 540E í stað 540 má spara umtalsvert. Það er einungis í vinnu sem reynir mjög mikið á vélina sem þörf er að nota 540 stillinguna. Með því að stilla á 540E er snúningshraði mótors u.þ.b. 400 sn/mín minni með sama snúningi á aflúttaki en á 540 stillingunni (breytilegt eftir tegundum). Minni snúningshraði minnkar auk þess slit mótorsins og eykur þar með endingu vélarinnar. Ökuhraði er annað atriði sem vert er að skoða. Mikill ökuhraði við vinnu eykur nær undantekningalaust eldsneytiseyðslu. Þung vinna t.d. plæging er gott dæmi um hvar hægt er að minnka eyðslu. Með því að minnka ökuhraðann frá 10 -12 km/klst. niður í 7 – 9

Dráttarvélin eyðir meiru eftir því sem snúningshraði mótorsins eykst. Með því að minnka snúningshraðann má yfirleitt spara umtalsverðar Mynd 1 . Dæmi um vel heppnaða vélasamsetningu. John Deere 5820 fjárhæðir án þess að það dráttarvél. Vél 65 kW (88 hö) skv. ECE-R24. Hámarks snúningsvægi 340 komi niður á afköstum eða Nm við 1 500sn/mín. Plógurinn er 1 4“ fjórskera Överum.

Mynd: Bjarni Guðmundsson, 2011

27

F REYJA 2-1


BÚTÆKNI km/klst. næst umtalsverður ávinningur auk þess sem plægingin verður betri ef ökuhraða er stillt í hóf. Ekki er öruggt að verkið taki lengri tíma þótt örlítið hægar sé farið en hins vegar er öruggt að það fer betur með vélarnar. Tímasparnaðurinn af auknum ökuhraða er yfirleitt étinn upp með aukinni viðveru á verkstæðinu í staðinn. Rúllubinding er gott dæmi um neikvæðan ávinning mikils aksturshraða. Þegar vélin stíflast hverfur ávinningurinn af hraðanum vegna tafa.

kílóvöttum. Hvað er eitt hestafl mikið (stórt)? Í upphaflegri merkingu var talað um að meðalhesturinn byggi yfir einu hestafli og gæti skilað þeirri vinnu t.d. í drætti í kolanámum. Þetta er ekki sérstaklega nákvæmt og illa nothæft þegar vélar fóru að koma fram á sjónarsviðið. Hestafl var síðar skilgreint á nákvæman hátt: Eitt hestafl er það afl sem þarf til að lyfta hlut með massann 75 kg á hraðanum 1 m/sek. Eitt hestafl er 735,5 W, og 100 hö eru 73,5 kW.

Misvísandi upplýsingar

Hinir ýmsu staðlar

Þegar skoðaðir eru sölubæklingar fyrir dráttarvélar er afl vélanna gefið upp með margvíslegum hætti. Þetta getur verið heill frumskógur af tölum sem erfitt er að átta sig á. Er aflið gefið upp nettó eða brúttó, mótorafl eða á aflúttaksöxli? Þar að auki eru mismunandi staðlar sem farið er eftir við prófanir á vélunum. Því er mikilvægt að vita hvort uppgefið afl vélarinnar er nettó eða brúttó því brúttó talan gefur mun hærra gildi og er í raun villandi fyrir getu vélarinnar.

Margar aðferðir eru til, til að prófa afl mótora. Prófunaraðferðirnar eiga það sameiginlegt að mótornum er stillt upp í bekk og hann síðan prófaður án gírkassa eða skiptingar. Þegar prófunin fer fram eru nokkur atriði algerlega stöðluð t.d. hitastig, loftþrýstingur og rakastig.

Afl dráttarvéla Í tilskipun frá Evrópusambandinu frá janúar 2010 er einingin W (vött) sú eining sem ber að nota þegar gefið er upp afl á dráttavélum en einingin hestöfl má fylgja með ef menn vilja. Einingin hestöfl er í raun nauðsynleg því fáum er tamt að tala um stærðir véla eða bíla í

Nettó-staðlar Nettó staðlar eru þegar mótorinn er mældur með upprunalegri loftsíu, pústkerfi og kælikerfi (viftu og vatnsdælu). Einnig er rafall tengdur við en ekki undir álagi. Þessi mæliaðferð gefur lægri tölugildi en brúttómæliaðferðirnar. Mæligildin sem koma út úr nettó-stöðlunum gefa mun réttari mynd af getu mótorsins vegna þess að tekið er mið af mikilvægum þáttum sem hafa bein áhrif á getu mótorsins. Dæmi um nokkra nettó-staðla má sjá í töflu 1.

Tafla 1. Nokkrir nettó-staðlar. ECE R24.03 Nýlegur evrópskur staðall, sem er mikið notaður við mælingar á dráttarvélarmótorum. Að mörgu leyti er þetta svipað og í hinum

Din 70 020 Þýskur staðall sem áður fyrr var mest notaður við mælingar á evrópskum dráttavélum. Hann er byggður á hvernig flestir hugsa um afl mótorsins. Hann er gefinn upp í hestöflum. SAE J1349 4.2.4 Sambærilegur staðall sem kemur frá Bandaríkjunum.

eldri Din 70 020 staðli nema hér eru gerðar meiri kröfur varðandi hvernig kæliviftan á að vinna. Til viðbótar við mótorinn er gírkassa/vökvakælir en pressa fyrir loftkælingu er ekki tengd.

EC 80/1269 og EC 88/195 Lítið notaður evrópskur staðall og því ekki farið yfir hann neitt frekar hér.

EC 77/537 Tilbrigði af ECE R24.03 staðli sem ætlaður er fyrir landbúnaðarvélar en sáralítið notaður.

28

F REYJA 2-1


BÚTÆKNI Tafla 2. Nokkrir brúttó-staðlar. SAE J1995 3.1 97/68 EC Bandarískur staðall frá 1972, mikið notaður Evrópskur staðall frá 1997 fyrir ökutæki sem sem brúttó mótvægi við DIN og áður fyrr ætluð eru til notkunar utan vega. Hér er þekktur sem hin svokölluðu SAE hestöfl. mótorinn prófaður án eigin kælikerfis og kæliviftu. Annar staðalbúnaður er á ISO 14 396 mótornum en ekki í notkun. Pressan fyrir Alþjóðlegur staðall fyrir mælingar á afgasi og loftkælinguna er ekki tengd né heldur afli fyrir mótora í ökutækjum sem ætluð eru í gírkassa- og vökvakælir. notkun utan vegar. Mikið notaður fyrir landbúnaðarvélar. ECE R120 Evrópskur staðall mjög áþekkur þeim sem áður hafa verið nefndir.

Brúttó-staðlar Mælingar eru gerðar á mótor án kæliviftu, vatnsdælu og oftast án rafals, loftsíu, pústkerfis og þ.h. Hér er mótorinn prófaður strípaður en mataður á því sem til þarf til að hann geti gengið. Dæmi um nokkra brúttóstaðla má sjá í töflu 2. Snúningsvægi Eiginleikar dráttarvélamótora þurfa að verða talsvert aðrir en mótora sem hannaðir eru fyrir bíla. Mótorar í dráttarvélum eru með meira stimpilþvermál og meiri slaglengd en bílvélar sem eru jafn stórar (kW). Algeng bílvél er t.d. með 2,5 lítra slagrými og skilar 90 kW. Dráttarvélarmótor sem skilar 90 kW er með minnst fjögurra lítra slagrými. Þetta þýðir að dráttarvélarmótorinn er rúmtaksmeiri sem skilar sér í meira snúningsvægi. Dráttarvélarmótor verður að þola að vinna undir miklu álagi í langan tíma. Með meira snúningsvægi togar mótorinn betur sem nýtist vel við erfiða vinnu. Mikið slagrými er

mikilvægt til að ná miklu snúningsvægi á sem breiðustu snúningshraðasviði allt frá lágum snúning upp í háan. Með öðrum orðum er dráttarvélarmótorinn hannaður til að skila miklu þótt mótorsnúningshraðinn sé ekki mikill. Með því að fjölga stimplunum eykst snúningsvægi mótorsins sem þýðir að sex strokka vélar eru heppilegri en fjögurra í mjög þunga vinnu þar sem reynir mikið á tog vélarinnar.

Mynd 2. Dæmigerð aflkúrfa fyrir mótor í dráttarvél. Meiri snúningshraði

skilar ekki auknu afli eftir 1 900 sn/min og hámarks snúningsvægi er á 1 400 sn/mín. Meiri snúningshraði skilar minna snúningsvægi eftir það.

29

F REYJA 2-1


BÚTÆKNI Eldsneytiseyðsla

Endurnýjunarþörf

Í þungum drætti t.d. keyrslu á búfjáráburði á tún er mjög óhagkvæmt að aka með miklum snúningshraða mótors. Eins og sjá má á línuritinu eykst eyðslan við aukinn snúningshraða og þegar ákveðnum snúningshraða er náð minnkar aflið og snúningsvægið. Ástæðan er hlutfall lofts og eldsneytis. Mótorinn æpir eftir meira eldsneyti til að ná þessum mikla snúningshraða sem skilar sér samt ekki í meira afli. Eins og áður sagði er mótorinn hannaður til að taka á mjög breiðu snúningshraðasviði. Annað dæmi er vinna með ámoksturstækjum en sú vinna krefst yfirleitt lítils vélarafls. Mikill snúningshraði mótors við lítið álag er önnur örugg leið til að eyða miklu eldsneyti og um leið að slíta mótornum að óþörfu. Það er hins vegar ekki mælt með því að vélin gangi algeran hægagang heldur frekar á bilinu 1000 – 1500 sn/mín við þessháttar vinnu.

Það er sjaldan svo að stór hluti þeirra vélaverkefna sem unnin eru á venjulegu búi krefjist alls þess afls sem stærsta dráttarvél búsins ræður yfir. Í framhaldi væri hægt að spyrja sig hvort endurnýjunarþörf í minni vélum er meiri en áður. Hingað til hefur verið tilhneiging að kaupa alltaf heldur stærri dráttarvél en þá sem síðast var keypt. Vantar ekki í vélaflotann minni vélar sem henta betur við flest störf? Minni vélar íslenskra búa eru flestar orðnar gamlar og slitnar og í það minnsta oft tæknilega úreltar sem leiðir af sér að menn velja að nota stórar dráttarvélar í verkefni sem minni vélar myndu henta betur til. Þetta veldur óhagkvæmni í rekstri.

Mynd 3. Dæmigerð eldsneytiskúrfa fyrir dráttarvélarmótor. Með

auknum snúningshraða eykst eldsneytiseyðslan. Eldsneytisnýting er best á bilinu 1 300 – 1 600 sn/mín.

Heimildaskrá Ola Tande og Jogeir M. Agjeld, 2010. Safari i effektjungelen. Bedre gardsdrift 9:37-40. Jørn Manniche og Birger Rasmussen, 1997. Traktor- og motorlære. Landbrugsforlaget. 103 bls. John Deere Werke Mannheim, 2004. Notendahandbók 5620, 5720 og 5820 dráttavélar. Betre gardsdrift, 2011. Liten traktor for kravstore. 2 : 18-23. Ljósmynd í fyrirsögn: Áskell Þórisson; aðrar myndir frá höfundi.

30

F REYJA 2-1


RADDIR ALLRA BÆNDA

Ég hef enn áhuga á búskapnum - Enda vinnur konan mín flest verkin -

© Hjalti Árnason, Sauðárkróki

Vestan Vatna í Skagafirði, liggur Víkurtorfa, en hún liggur á milli bæjana Gýgjarhóls í suðri og Birkihlíðar í norðri. Neðan við þjóðveginn stendur reisulegt býli á fallegum grundum. Bærinn heitir Útvík, og með sanni má segja að þar séu stundaðir áhugaverðir búskaparhættir, þar sem ýmsir straumar renna saman. Í forsvari er Árni Hafstað og tók Freyja hús á honum nú síðsumars. Eins og siður er til sveita var Árni beðinn um að byrja á því að kynna sig og sinn búskap. visku úr skólum og orðinn sérvitur í staðinn. Við hjónin tókum við búi í Útvík árið 1993, en stunduðum búskapinn að miklu leyti frá Kaupmanna-höfn fyrstu 8 árin. Treystum þá allnokkuð á reynslu og verkvilja föður míns og fótaburð og handahreyfingar ráðsmanna á búinu.

Árni Hafstað, fæddur á Sauðárkróki árið 1967. Sonur Solveigar Arnórsdóttur, þá kennara og Halldórs Hafstað, þá bónda í Útvík. Hef búið í Útvík æ síðan, að frátöldum námsvetrum í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Kvæntur Birgitte Bærendtsen sem ég hitti fyrir 20 árum á bar í Kaupmannahöfn, sem fram að því hafði verið fremur ómerkilegur. Á með henni Baltasar, 8 ára og Apríl, 4ra mánaða. Lauk BS. búvísindaprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1992 og MA prófi í Heyrnar- og talmeinafræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2001. Hef gleymt allri

Mynd 1 . Árni Hafstað, talmeinafræðingur. Ekki fylgdi sögunni hvaðan þessi verklega húfa er fengin. Mynd: Árni Hafstað

Nú eru um 60 mjólkurkýr í Útvík og ég hef enn áhuga á búskapnum, enda vinnur konan mín flest verkin ásamt lausafólki og verktökum. Samt er stundum pínu fjósalykt af mér þegar ég fer til höfuðborgarinnar, en ekki endilega kaupstaðarlykt þegar ég kem til baka.

Árið 1977 tók Útvíkurbúið mjólkurtank í notkun, fyrst skagfirskra búa í mjólkurframleiðslu. Ekki var látið þar við sitja í frumkvöðlastarfsemi og 26 árum síðar (2003) var Útvík fyrsta búið í Skagafirði til að taka mjaltaþjón í sína þjónustu. Hvað segir Árni um reynsluna af mjaltaþjóninum, nú 8 árum síðar. Ég hugsa að ég hafi kaupgleðina meira frá móður minni en föður. Þetta með mjaltatæknina er eins og með bílana. Ef maður hefur eitt sinn keypt sér lúxusbíl, er frekar erfitt að fá sér bíl af einfaldari gerð næst. Þó svo að þeir séu ódýrari og flytji mann um vegina ekkert síður en prjálbíllinn, þá er ferðalagið skemmtilegra í dálitlum lúxus.

31

F REYJA 2-1


RADDIR ALLRA BÆNDA Fyrir nokkrum árum fóru litlar bjórverksmiðjur að taka til starfa víðs vegar um landið, með góðum árangri. Fyrr á þessu ári eignaðist Skagafjörðurinn svo loksins sinn fulltrúa í hópi bjórframleiðenda, og þar var Árni á ferðinni ásamt fríðu föruneyti með bjórinn Gæðing. Hvað kom til að Árni fór út í þá framleiðslu og hvernig sér hann þá starfsemi þróast á komandi árum? Ég man ekki hvað kom til þess að ég kom bjórverksmiðunni á fót og því síður veit ég hvernig framtíðin verður með hana. Ég hef þá kenningu, þar sem ég er umkringdur hrossaræktendum hér í Skagafirði, en á engan hest sjálfur, þá hafi sú minnimáttarkennd sem spratt upp af þessari staðreynd, neytt mig út í bruggið. Nú get ég fullyrt, að enginn nágranna

minna eigi fleiri Gæðinga á húsi en ég og þó sel ég þá í þúsunda tali í hverri viku.

Varðandi framtíðina, þá vona ég bara að framleiðslan geti haldið áfram og Mynd 3: Vörulína Gæðings etv. gengið í brugghúss. Mynd: Árni Hafstað erfðir, ekki síður en kúabúið. Þriðja tegundin af Gæðingi kemur á markað innan skamms og fljótlega munum við kútavæðast að einhverju leyti. Þótt ég sé flestum meira sammála en Jóni Bjarnasyni, nú um stundir, þá er hans andi yfir þessari framleiðslu af því leyti, að ég vil helst ekki að hún stækki umfram það sem framleiðslugetan er með núverandi búnaði, húsnæði og starfsfólki. Það má alveg fylgja hér með, að sú Mynd 2: Bruggmeistarinn: Jóhann Axel Guðmundsson framleiðslugeta er engan veginn fullnýtt, en við tækin. Mynd: Hjalti Árnason, Sauðárkróki allt þokast þetta í rétta átt. Árni skrifaði athyglisverðan pistil í Bændablaðið fyrir tveimur árum um kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni og hefur ákveðnar skoðanir á þeim málum sem og öðrum er tengjast nýliðun í landbúnaði. Hvernig telur hann best að breyta landbúnaðarkerfinu sem nú er við lýði þannig að nýliðun verði tryggð og búskapur verði stundaður í öllum sveitum landsins?

Það var eins gott að enginn tók mark á þeim skrifum, enda var pistillinn bara uppkast sem ég sendi ritstjóra til umsagnar, en hann var svo birtur óbreyttur, þannig að enginn skildi hvað í honum stóð. Margt gott er hægt að segja um kvótakerfið og sumt af því meira að segja satt. Það má líka fullyrða, að kvótakerfið sé stærsta ástæða skuldasöfnunar bænda og þar með hindrun nýliðunar í stéttinni. (Hér langar mig til að skjóta því að, að annar fjötur um fót

bændastéttarinnar, er að mínu mati, tregða stéttarinnar sjálfrar til að gera grunnmenntun í búfræði að skilyrði þess að mega stunda búskap í atvinnuskyni). Menntun er ein af grunnforsendum þess, að íslenskir bændur standi sig í samkeppni við aðra bændur. Ef við lendum í ESB, munu tekjur bænda lækka nokkuð, en skuldirnar, sem stofnað er til vegna núverandi styrkjakerfis, ná að halda sér að fullu. Það gæti svo sem leyst af sjálfu sér, með því að okkar ástkæru bankastofnanir

32

F REYJA 2-1


RADDIR ALLRA BÆNDA veldu að afskrifa skuldir, í stað þess að hefja kúa- og sauðfjárbúskap í stórum stíl. Sá velvilji bankanna er þó ekki sjálfgefinn. Við gætum valið, að bændur og aðrir ríkisstarfsmenn, lækkuðu í launum en hefðu þau skattfrjáls. Það er leið sem ég hef ekki hugsað til enda. Sem breytingu á kvótakerfi í mjólkurframleiðslu mætti athuga eftirfarandi:

© Hjalti Árnason, Sauðárkróki Sem kaupandi býð ég í kvótann. Ég get t.d. ákveðið að bjóða 90% viðmiðunarverðs og við það fengið 90% núverandi beingreiðslna. Það getur líka verið, að mér reiknist það hagkvæmara að bjóða 40% viðmiðunarverðs, með minni skuldsetningu og fái bara 40% beingreiðslur til mín. Ríkið greiðir seljandanum mismun kaupverðs og viðmiðunarverðs, en lækkar jafnframt skuldbindingu sína vegna beingreiðslna.

Aðferðin er sú, að viðmiðunarverð mjólkurkvóta skal ákveðið og hugsanlega vísitölutengt. Það verð gæti t.d. reiknast útfrá því sem bændur þurfa að fá fyrir seldan kvóta til að greiða þær skuldir sem stofnað var til við kaup á kvótanum. Segjum 350 kr./lítra. Við eigendaskipti, munu beingreiðslur lækka að lágmarki um 10%.

Dæmi 1: Jón Jónsson vill selja kvótann sinn. Ríkið ábyrgist að hann fái viðmiðunarverðið, 350 kr. Jónína Jónsdóttir vill kaupa. Hún vill ekki skuldsetja sig mikið og vill aðeins greiða 175 kr (50% viðmiðunarverðs) þó svo að hún viti að það hafi í för með sér að hún fái aðeins 50% þeirra beingreiðslna sem nú eru greiddar. Kaupin fara fram, Jónína greiðir Jóni 175 kr. Ríkið greiðir Jóni annað eins, en þarf í framtíðinni ekki að greiða Jónínu nema helming þeirra beingreiðslna sem það hefur greitt Jóni áður. Dæmi 2: Jónína vill greiða 400 kr fyrir kvótann. Ríkið þarf þá ekki að greiða neitt á móti, en beingreiðslurnar lækka engu að síður um 10% Allir una vel við sitt: • Samfylkingarmenn, vegna þess að þarna er kominn fram vísir að fyrningaleiðinni. • Sjálfstæðismenn, vegna þess að hagræðing næst fram í frjálsum viðskiptum. • Framsóknarmenn vegna þess að kvótakerfið helst við lýði. • VG menn vegna þess að hægt er að hafa ódýrara styrkjakerfi, með minnkandi skuldsetningu bænda, sem auðveldar kynslóðaskipti, án þess að fara í ESB. • Aðrir Íslendingar vegna þess að íslenskur landbúnaður verður samkeppnishæfari við erlendan en ella og meiri sátt verður milli neytenda og bænda um styrkjakerfið en hingað til. (Þórólfur Mattíasson verður samt sem áður óánægður)

33

F REYJA 2-1


ÚR FYLGSNUM FORTÍÐAR

Gömul saga og ný Við lestur gamalla texta kemst maður oftar en ekki að því að umræðan þá var ekki endilega svo frábrugðin því sem hún er í dag. Líklega einfaldlega sönnun þess að mannskepnan er söm við sig og breytist lítið. Árið 1907 birtist í tíunda tölublaði búnaðarblaðsins Plógs grein eftir Bjarna Gíslason, þar sem velt er upp spurningum og hugleiðingum um sjálfstæða og sjálfbjarga þjóð og hlutverk landbúnaðarins í þeirri mynd. Eitthvað sem ekki á síður erindi við okkur nú, í ljósi umræðunnar um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu og þeim hörðu árásum sem landbúnaðurinn og innlend matvælaframleiðsla hefur þurft að sæta af hálfu þeirra sem hvað harðast berjast fyrir þann málstað. Við látum vel valin textabrot fylgja hér að neðan og tökum um leið af heilum hug undir lokaorð höfundar.

PLÓGUR

„Bóndi er bústólpi o bú er landsstólpi" o Hvers vegna er bóndinn bústólpi? Það er vegna þess, að undir honum er komið, hvort búið stendur eða fellur; hann er þungamiðjan, sem alt hviilr á. Hann er stólpinn eða stoðin, sem heldur öllu uppi – aflviður sá, er ekki má svíkja … … Og hvað er það, sem niðurbeigir manninn meira líkamlega og andlega, kennir honum að láta undan síga, beygja bakið og víka frá sannfæringu sinni, en efnalaust ósjálfstæði? Og hvað er það, sem hefir kent Íslendingum vantraust á sjálfum sér og sínu eigin landi? Er það ekki efnalegt ósjálfstæði, sýnir ekki sagan okkur það, að einmitt þegar efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar fór að hnigna, þá misti hún sjálfstæði sitt í öðrum greinum. Á meðan íslenzku bændurnir voru sjálfstæðir og óháðir höfðingjunum, þá fór alt vel. – Á meðan þeir fundu máttinn hjá sjálfum sér, til þess, að geta staðið einir og óstuddir, þurftu ekki að vera upp á aðra komnir, voru andlega og líkamlega sjálfstæðir … … Það eru margir, sem álíta bóndastöðuna ekki mjög eftirsóknarverða. Meir að segja bónda nafnið þykir ekki >>fínt<<.

Bændurnir ganga ekki með hvítt hálslín hversdagslega við heyvinnu og fjárgeymslu o.fl. þess háttar störf. En bændurnir geta verið frjálsari og óháðari, en allur fjöldinn af þessum svokölluðu >>fínu<< mönnum, sem gánga með hvítt lín um hálsinn og með gljáskinsskó á fótunum… „>>Bú er landsstólpi<<. Hvers vegna er búið landsstólpi? Það er vegna þess að það sem skilið er við bygt land með fastri þjóðfélagsskipun, er heild sem mynduð er að fjölda mörgum einstaklingum, er til samans mynda eina þjóð, þar sem hver einstakur er limur á einum þjóðlíkama… …Þess meiri skerf, sem bóndinn leggur til landsbúheildarinnar, þess öflgari stoð er hann í þjóðfélaginu. Eftir því sem hver einstakur er sjálfstæðari, eftir því verður heildin sjálfstæðari. Og því fleiri og betri bú, sem bændurnir geta lagt til landsbúsheildarinnar, á því fastari fótum stendur landshagurinn og þjóðfélagsheillin. Það er óskandi og vonandi að bráðlega komist þau mikils verðu sannindi inn í meðvitund almennings, að það er íslenzkur sveitabúskapur, sem á að vera sá grundvöllur, er hagur lands og þjóðar byggist á. Blómgist íslenzkur sveitabúskapur, og lengi lifi íslenzkir bændur! Bjarni Gíslason

34

F REYJA 2-1



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.