Freyja 1-1

Page 1


EFNISYFIRLIT Hvernig landbúnað viljum við? Daði Már Kristófersson

3

Aukum hlutdeild innlendra næringarefna og orku í landbúnaði Ingvar Björnsson

4

Minkarækt er alvöru atvinnugrein Einar E. Einarsson

7

Fjárrag að hausti Unnsteinn Snorri Snorrason

14

Fóðuráætlanagerð Berglind Ósk Óðinsdóttir

19

Geymsla rótarávaxta Edda Þorvaldsdóttir

22

Til hvers Landbúnaðarsafn? Bjarni Guðmundsson

25

Það er svo rómantískt að búa í sveit Anne og Sæmundur

28

Lesið í lambabókina Eyjólfur Ingvi Bjarnason

32

Mjaltaþjónar á Norðurlöndum NMSM

33 Búnaðarblaðið Freyja 1. tölublað, 1. árgangur Útgáfudagur: 6. ágúst 2011 Ábyrgðarmenn og ritstjórar: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897), Axel Kárason (860-2935) og Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384) ISSN: 1670-8911 Höfundur forsíðumyndar: Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu

:

Útgefandi Útgáfufélagið Sjarminn Raftahlíð 55 550 Sauðárkrókur www.sjarminn.is sjarminn@sjarminn.is

F REYJA 1 -1


Frá ritstjórn Í dag lítur fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju dagsins ljós og er því við hæfi að gera nokkra grein fyrir blaðinu sem og hvernig þrem einstaklingum með litla sem enga reynslu af útgáfustörfum dettur í hug að ráðast í útgáfu búnaðarblaðs. Útgáfa búnaðarblaða hefur í gegnum tíðina verið mikilvægur þáttur í miðlun fræðslu til starfandi bænda og annara áhugamanna um landbúnað. Í hugum flestra sem á einn eða annan hátt hafa komið að landbúnaði á Íslandi var Freyr ómissandi hluti af íslenskum landbúnaði, enda kom blaðið út frá árinu 1904 fram til ársins 2006 með nokkrum hléum þó. Við sem að útgáfu Freyju stöndum höfðum rætt um það okkar á milli að vettvang til miðlunar á hagnýtu fræðsluefni í landbúnaði vantaði sárlega hér á landi eftir að Freyr hætti að koma út. Endirinn á þeim umræðum varð sá að við ákváðum að ráðast í það verkefni að gefa út búnaðarblað og skapa þannig þennan vettvang. Blaðið hlaut að sjálfsögðu nafnið Freyja til heiðurs gamla Frey enda má segja að Freyja byggi á sömu grunnhugmyndafræði og upphafsmenn Freys löguð upp með á sínum tíma þ.e að starfa í þágu landbúnaðarins og miðla fjölbreyttum fróðleik bæði til gagns og ánægju fyrir lesendur. Við sem stöndum að Freyju viljum nota tækifærið og þakka þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hvatt okkur með ráðum og dáðum í aðdraganda þessarar útgáfu og vonumst við til að Freyju verði vel tekið.

Frá ritnefnd Allt frá því að útgáfu tímritsins Freys var hætt hefur verið rætt um það hversu mikið tómarúm skapaðist í miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar. Það var því fagnaðarefni þegar ungir búvísindamenn komu fram með þá hugmynd að koma á tímariti til að efla miðlun á hagnýtu fræðsluefni og upplýsingum á sviði landbúnaðar og uppfyllti þessa þörf. Í kjölfarið stofnuðu þau útgáfufélagið Sjarmann og fyrsta tölublað tímaritsins Freyju er hér að líta dagsins ljós. Það er markmiðið að efni tímaritsins sé þannig sett fram að það sé aðgengilegt fyrir starfandi bændur og áhugafólk um landbúnað með áherslu á hagnýta framsetningu og gildi. Hér skapst vettvangur fyrir fagfólk og fræðimenn í landbúnaði til þess að koma á framfæri faglegu efni á aðgengilegan hátt um hin margvíslegu svið íslensks landbúnaðar. Það ætti að vera fagnaðaefni hverjum þeim sem stundar fræðslu og rannsóknir í landbúnaði að eiga kost á slíkum miðli. Í því ljósi ætti efnisöflun að vera fremur auðveld og ekki þörf á að greiða sérstaklega fyrir efni sem birt er hverju sinni. Við sem skipum ritnefnd blaðsins munum leitast við að vera ritstjórn til aðstoðar við mótun ritstjórnarstefnu og við faglegt efnisval í blaðið. Við munum freista þess með aðkomu okkar að blaðið verði vettvangur faglegrar umræðu og ábyrgra skoðanaskipta um íslenskan landbúnað og framtíð hans. Í ritnefnd Freyju sitja: Bjarni Guðmundsson, Eiríkur Loftsson, Emma Eyþórsdóttir, Gunnar Guðmundsson og Magnús B. Jónsson

2

F REYJA 1 -1


UMRÆÐAN

Hvernig landbúnað viljum við? markaður skapaðist fyrir kvóta. Hve mikið eru bændur tilbúnir að borga fyrir kvóta? Jú allan umframhagnað sem hafa má af því að nýta hann. Niðurstaðan er að takmarkaður hópur bænda sem fékk úthlutað kvóta hagnast en afkoma bænda almennt er lakari en ef engin opinber verðlagning væri. Kerfi sem upphaflega var ætlað að bæta afkomu bænda leiðir á endanum til rýrari afkomu. Þó svo hvert skref í þróuninni sé eðlilegt og skiljanlegt er lokaniðurstaðan vond. Þetta er dæmi um það hvernig þróun stuðningskerfisins leiðir það frá upphaflegum markmiðum. Þess vegna verður stöðugt að eiga sér stað gagnrýnin umræða um stuðningskerfið og endurmat á því hvort það þjóni tilgangi sínum.

Þegar ég frétti af því frábæra framtaki að koma á fót nýju fagtímariti um landbúnaðarmál þótti mér sérstök ástæða til að kanna hvort áhugi væri fyrir umræðu um landbúnaðarpólitík á vettvangi þess. Ritstjórar tóku vel í hugmyndina og ætla ég því að ríða á vaðið með nokkrar vangaveltur um landbúnaðarstefnu og framtíð landbúnaðar hér á landi. Það er von mín að fleiri fylgi í kjölfarið með sínar hugmyndir svo Freyja geti orðið frjór vettvangur umræðu og nýrrar framtíðarsýnar.

D AÐI M ÁR KRISTÓFERSSON Hagfræðingur Háskóla Íslands

Og þá kemur stóra spurningin: Hvernig landbúnað viljum við? Hvert er markmiðið? Viljum við stór bú eða lítil? Viljum við ákveðna dreifingu um landið? Hvað á að framleiða hvar? Um þessi atriði eru og verða skiptar skoðanir. Án stefnu er erfitt að leggja mat á hvort stuðningskerfið er skynsamlegt. Umræða um stefnu í landbúnaði er því nauðsynleg.

Engum dylst að stuðningskerfi landbúnaðarins eru mikilvæg. Þau móta rekstrarskilyrði bænda og hafa áhrif á ákvarðanir þeirra frá degi til dags. Hegðun bænda hefur afleiðingar sem stundum þarf að bregðast við með breytingum á stuðningskerfinu. Þessi gagnvirkni milli stuðningskerfisins og bænda gerir það að verkum að þróun stuðningskerfa er oft best skilin í ljósi óæskilega afleiðinga fyrri stuðningskerfa. Með tímanum getur myndast mikil gjá milli stuðningskerfa og þeirra markmiða sem þeim er ætlað að ná. Tökum nærtækt dæmi. Opinberri verðlagningu landbúnaðarafurða var upphaflega ætlað m.a. að tryggja afkomu bænda með stöðugra verðlagi. Þróun í framleiðslutækni lækkaði framleiðslukostnað án þess að því væri fylgt eftir með lækkun afurðaverðs. Framleiðslan varð ábatasamari og stöðugt fleiri bændur vildu framleiða stöðugt meira. Til varð umframframleiðsla sem enginn vildi kaupa. Viðbrögðin við þessu voru ekki að afnema opinbera verðlagningu eða lækka verð heldur að takmarka aðganginn að markaðinum með kvótum. En kvótar stoppa eðlilega þróun í bústærð. Þá voru kvótarnir gerðir framseljanlegir og

Þó svo ekki sé hægt að fletta upp landbúnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda má finna brot af henni hér og þar. Sem dæmi á afkoma bænda að vera í samræmi við afkomu sambærilegra stétta. Það hefur mistekist. Hverju hefur stuðningskerfið áorkað? Jú, kúabúskapur er herfilega skuldsettur því yngri bændur hafa þurft að greiða eldri bændum út ríkisstuðninginn þeirra mörg ár fram í tímann þegar þeir kaupa kvóta. Þetta er eðlilegur fylgifiskur framseljanlegra kvóta en tæplega markmið sem einhverjum hefði dottið í hug að æskilegt væri að ná. Mín skoðun er þessi. Landbúnaður er „business“. Haga á opinberum stuðningi þannig að hann varðveiti sem mest af því frelsi sem bændur þurfa til að geta tekið skynsamlegar rekstrarákvarðanir sem tryggja arðbæran land-

3

F REYJA 1 -1


LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA búnað. Ríkið á ekki að skipta sér af því hvað er framleitt eða hvar framleiðslan fer fram. Þær ákvarðanir á að taka á grundvelli hagkvæmni. Skilgreina á landbúnað með sem víðustum hætti sem alla starfsemi þar sem land er undirstaða framleiðslu. Stuðningi á að haga þannig að allir njóti hans án skilyrða um hvaða landbúnað þeir stunda. Hverfa á frá einskorðun stuðnings við ákveðna tegund landbúnaðar. Almennari stuðningur mun virkja nýsköpun og nýta betur þau tækifæri sem landið býður uppá. Nýting lands til landbúnaðar er undirstaða raunverulegs matvælaöryggis, forsenda byggðar í dreifbýli, undirstaða margra atvinnugreina, s.s. ferðaþjónustunnar og birtingarmynd þess menningarlandslags sem

margir Íslendingar óska að búa við. Mikilvægast er að bændum sé gert mun betur kleift að taka ákvarnaðir um hvernig landbúnað þeir stunda á grundvelli raunverulegra rekstarskilyrða, ekki opinberra kerfa sem mótast hafa meira af sögunni en eiginlegum markmiðum um þróun landbúnaðar á Íslandi. Þannig er lagður grunnur að arðbærum landbúnaði. Ef landbúnaður er arðbær atvinnugrein mun ungt fólk sjá tækifæri í landbúnaði. Þá verður framtíð landbúnaðarins alltaf tryggð.

Aukum hlutdeild innlendra næringarefna og orku í landbúnaði Á síðustu misserum hefur mörgum orðið ljóst að hnökralaus viðskipti milli landa eru e.t.v. ekki jafn sjálfsögð og talið hefur verið. Sé horft lengra aftur og sagan skoðuð dylst engum að áhættusamt er fyrir afskekktar þjóðir, svo ekki sé talað um eyþjóðir, að reiða sig á innflutning á nauðsynjavörum eins og matvælum. Flestar sjálfstæðar þjóðir leggja því kapp á að tryggja sem best aðgang að matvælum innan sinna landamæra og það er megin ástæða þess að þær styðja við matvælaframleiðslu með ýmsum hætti. landi miðað við fólksfjölda og við framleiðum sjálf megin þorra okkar matvæla. Hins vegar erum við verulega háð innflutningi á hráefnum til þessarar framleiðslu og því má spyrja hvert sé framleiðsluöryggi íslensks landbúnaðar og um leið fæðuöryggi þjóðarinnar?

I NGVAR B JÖRNSSON Héraðsráðunautur Búgarði

Framleiðslu- og fæðuöryggi

Allir eru þó í orði kveðnu hlyntir heimsviðskiptum með landbúnaðarafurðir en þá helst ef þeir geta selt en þurfa ekki að reiða sig á framleiðslu annara. Annar vinkill á ofuráherslu þjóða til að tryggja sér matvæli eru landkaup ríkra þjóða s.s. Kínverja, Japana og olíuríkja í miðausturlöndum, í Afríku og öðrum ríkjum hins vanþróaðari heims. Þar er nú hafið mikið kapphlaup um að tryggja landbúnaðarland og matvælaframleiðslu fyrir vaxandi fjölda velstæðra íbúa. En hver er staða okkar Íslendinga í þessu samhengi. Við stöndum vel hvað varðar aðgengi að ræktanlegu

Íslenskan landbúnað er hægt að skilgreina vítt sem framleiðslu og þjónustu sem byggir á nýtingu landsins gæða og greinar hans eru margar og ólíkar. Fyrirferðamest er þó matvælaframleiðslan og þar gegnir búfjárræktin lykilhlutverki. Ísland er ekki akuryrkjuland, hvað sem síðar verður og jarðræktin snýst því að mestu um framleiðslu á fóðri til búfjárframleiðslu. Í fljótu bragði má ætla að þessi framleiðsla sé nokkuð örugg og geti sinnt því grunnhlutverki að útvega þjóðinni nægjanlegt

4

F REYJA 1 -1


LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA vegna fóðuröflunar. Jarðræktin (fóðuröflunin) er því sá þáttur sem háðastur er aðgengi að innfluttri orku og næringarefnum. Megin drifkrafur í vangaveltum um aðfanganotkun hefur ekki verið fæðuöryggi heldur fremur kostnaður og hagkvæmni. Hráefni til landbúnaðarframleiðslu lúta lögmálum heimsviðskipta og því hafa hræringar í viðskiptum mikil áhrif á verð og framboð þessara vara hér á landi. Tvennt má nefna sem gerir íslenska fram-

magn af gæða matvælum – en er það svo? Ljóst er að íslensk búfjárrækt er verulega háð erlendum aðföngum til daglegs reksturs og allar skorður eða hnökrar á viðskiptum á milli landa koma fljótt niður á framleiðslunni. Svína- og alifuglaræktin er háð innflutningi á fóðri að utan og því algjörlega berskjölduð fyrir skyndilegum breytingum á framboði og verði.

Kornakur á Möðruvöllum í Hörgárdal í júlí 201 1 . leiðslu óháðari ytri þáttum. Annars vegar er hægt að bæta nýtingu aðfanga og draga þannig úr notkun þeirra og hins vegar skipta út innfluttum aðföngum fyrir innlend.

Mjólkurframleiðslan og kindakjötsframleiðslan eru ekki eins háðar aðkeyptu fóðri en engu að síður verulega háðar aðgengi að grunnframleiðsluþáttunum; orku og næringarefnum. Þar komum við að kjarna málsins. Íslenskur landbúnaður er verulega háður aðgengi að innfluttri orku (eldsneyti) og næringarefnum (áburði). Í því ljósi ætti eitt meginmarkmið þeirra sem koma að landbúnaði að vera að stuðla að raunverulegu fæðuröryggi þjóðarinnar með því að hámarka notkun á innlendri orku og næringarefnum. En hvaða möguleika höfum við til að auka hlutdeild innlendra hráefna í framleiðslunni?

Bætt nýting aðfanga Hækkandi áburðarverð hefur hvatt til bættrar nýtingar á búfjáráburði til að draga úr kostnaði við tilbúinn áburð. Undanfarin misseri hafa rannsóknamenn beint sjónum sínum að efnainnihaldi búfjáráburðar og nýtingu áburðarefna. Í ljós hefur komið að sá búfjáráburður sem til fellur á búum í dag er efnaríkari en gömul áburðargildi segja til um. Þá hefur athyglinni einnig verið beint að langtímaáhrifum búfjáráburðar og áhrifum dreifingartíma á nýt-

Stærstur hluti eldsneytisnotkunar í landbúnaði er vegna jarðræktar og öll notkun áburðar er

5

F REYJA 1 -1


LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA til sjávar með tilheyrandi strandmengun. Þarna er stór uppspretta næringarefna sem hægt væri að nýta sem áburð í landbúnaði.

ingu. Einnig er unnið að rannsóknum á áburðarsvörun túna en allar þessar athuganir bæta þekkingu á nýtingu áburðarefna og leggja því grunn að hagkvæmari áburðarnotkun.

Vaxandi vitundar gætir varðandi sorpflokkun og þá ábyrgð sem hver einstaklingur verður að taka, á þeim úrgangi sem hann skapar. Þarna er um mikið magn að ræða sem hægt er að jarðgera og vinna áburð úr. Ýmis vandamál þarf að leysa í þessu ferli svo til verði nothæfur áburður. Skoða þarf magn óæskilegra efna í úrganginum t.d. þungmálma og eiturefna og ganga úr skugga um að smitefni berist ekki með áburði.

Annar þáttur sem bætt getur nýtingu áburðarefna er ræktun belgjurta. Þrátt fyrir áralangar tilraunir með smára sem lofa góðu hefur ræktun hans ekki breiðst út. Undanfarið hefur þó mátt merkja vaxandi áhuga bænda en megin vandamálið er aðgangur að efnivið sem þolir íslenskar aðstæður. Þar sem veðurskilyrði eru hagstæð ættu bændur tvímælalaust að rækta smára í blöndun með grasi en smárinn hentar einmitt vel með búfjáráburði þar sem hann gerir kröfur um steinefnaríkan áburð.

Íslendingar hafa aðgang að tiltölulega ódýrri orku í formi rafmagns og varma en verða að reiða sig á innflutt eldsneyti. Það ætti að vera markmið í landbúnaði að lágmarka notkun á slíku eldsneyti og nýta í staðinn orku sem fallið getur til sem hliðarafurð landbúnaðar. Þarna eru ónýtt tækifæri en nokkurn tíma getur tekið að útfæra tæknilegar lausnir. Nefna má ræktun olíujurta sem gæti í framtíðinni orðið fýsilegur kostur, einkum ef hægt er að nota áburð úr innlendum hráefnum. Gasvinnsla úr mykju og lífrænum leifum hefur breiðst hratt út í Evrópu í þeim tilgangi að framleiða rafmagn. Íslendingar eiga nóg af hagstæðu rafmagni og því ætti slík gasvinnsla fremur að leysa af hólmi eldsneyti.

Þriðji þátturinn sem nefndur verður sem tækifæri til bættrar nýtingar næringarefna er endurræktun eða ræktun uppskerumeiri tegunda. Tún ganga úr sér og gróðurinn sem kemur í stað sáðgresis uppfyllir ekki kröfur um uppskeru og fóðurgæði. Endurræktun er því eitt besta ráðið til að bæta nýting áburðarefna og draga úr yfirferð. Á móti vinnur að endurræktun krefst aukinnar eldsneytisnotkunar. Innlend orka og næringarefni í stað innfluttra

Þegar kemur að vangaveltum um orku og næringarefnanám úr innlendu, lífrænu hráefni kemur fljótt í ljós ákveðin heildarmynd. Í hverju héraði gæti risið lífmassaver sem nýtti lífrænar hliðar afurðir og úrgang til gasvinnslu og áburðar. Þarna væri hægt að slá margar flugur í einu höggi. Söfnun og vinnsla úr lífrænum úrgangi og notkun hans í landbúnaði er umhverfismál, atvinnumál, gjaldeyrismál og fæðuöryggismál. Hér er því skorað á stjórnvöld og forystu bænda að gera ítarlega úttekt á hráefnanotkun og möguleikum þess að auka notkun á innlendri orku og næringarefnum í landbúnaði.

Umræða um aukna nýtingu innlendra hráefna hefur ekki verið fyrirferðamikil í landbúnaði og verður það að teljast sérkennilegt. Helst hefur þessa orðið vart í tengslum við þann fámenna hóp sem hefur lagt fyrir sig lífrænan búskap og þá vegna regluverksins sem honum tengist. Ýmsir ónýttir möguleikar eru til staðar varðandi vinnslu áburðar úr lífrænum leifum. Í fyrsta lagi má nefna úrgang frá sjávarútvegi, slóg og afskurð. Gríðarlegt magn fellur til af úrgangi frá sjávarútvegi. Þessi úrgangur hefur til skamms tíma verið urðaður eða skilað aftur

6

F REYJA 1 -1


LOÐDÝRARÆKT

Minkarækt er alvöru atvinnugrein Hvers vegna ekki á Íslandi ? Minkarækt hefur verið stunduð á Íslandi frá árinu 1930, en bæði fjöldi búa og umfang framleiðslunnar hefur sveiflast mikið í gengum tíðina. Aðstæður á Íslandi til minkaræktar eru góðar og því skrýtið af hverju atvinnugrein sem þessi hefur ekki náð meiri festu í landbúnaðarsamfélaginu en raun ber vitni. Heimsframleiðsla minkaskinna hefur aukist jafnt og þétt alla tíð en árið 1981 var hún 23 milljónir, árið 1991 26 milljónir, árið 2001 33 milljónir skinna og nú árið 2011 er því spáð að hún verði tæpar 60 milljónir skinna. Stærsta framleiðslulandið er Danmörk með um 14 milljónir minkaskinna en síðan kemur Kína með helmingi minna en Danmörk og Holland, Pólland og Finnland eru með 2 til 5 milljónir skinna hvert land. Bandaríkin og Kanada eru líka stór ásamt Rússlandi og baltnesku löndunum. Mikið af skinnum frá þeim löndum sem liggja langt frá okkur koma þó aldrei á opinbera markaði heldur eru seld beint innan landanna og því geta tölur um raunverulega framleiðslu verið hærri en þessar sem hér eru nefndar. Sé horft á framleiðsluna á Íslandi má öllum vera ljóst að við erum mjög lítil í þessu samhengi eða með um 140.000 skinn á ári sem er með því minnsta sem skráð er á listum yfir lönd í framleiðslu.

E INAR E ÐVALD E INARSSON Ráðunautur Bændasamtaka Íslands í loðdýrarækt Minkarækt er alþjóðleg, kvótalaus og spennandi búgrein sem byggir á dugnaði og kjarki þeirra sem hana stunda. Til lengri tíma þá lifa bara þeir bestu af, það eru þeir sem framleiða bestu vöruna fyrir minnstan pening en það verður ekki gert öðruvísi en að vanda til verka. Minkurinn er mjög viðkvæmur, hann er lifandi skepna sem krefst góðs aðbúnaðar og þekkingar þeirra sem greinina stunda. Rétt vinnubrögð skila árangri og því er raunveruleg samkeppni í greininni. Íslendingar eiga möguleika á að margfalda sína framleiðslu og þar með að skapa bæði atvinnu og útflutningstekjur.

Heimsframleiðslan hefur því á síðustu 30 árum vaxið um meir en 10 milljónir skinna á hverju 10 ára tímabili. Margir spádómar hagfræðinga eru til um þróun mála á heimsvísu næstu ár en margir þeirra telja að vöxturinn fram til ársins 2050 verði mjög mikill og að t.d. eftirspurn eftir lúxusvörum muni á því tímabili tífaldast meðan hagkerfi heimsins muni fjórfaldast. Þessum vexti er reyndar ekki spáð innan hinna ríku OECD landa en þar er einungis spáð 20% vexti, en á því svæði býr um einn milljarður manna. Vöxturinn verður þar sem fjöldinn býr eða í Kína, Rússlandi, Brasilíu og fleiri löndum en samanlagður íbúafjöldi í þeim löndum sem menn horfa á sem mestu vaxtarsvæði lúxusvara næstu 40 árin eru um 3,5 milljarðar manna.

Minkarækt á heimsvísu Verslun með skinn er margra alda gömul hefð. Í upphafi tengist hún veiðum en á 19. öldinni byrjaði víða skipuleg ræktun dýra vegna skinnsins og er í dag stunduð ræktun á mörgum dýrategundum vegna skinnsins en í flestum tilfellum nýtist skrokkurinn einnig. Minkurinn er ein af stærstu tegundunum, en skipuleg ræktun á honum byrjaði seint á 18. öldinni í Kanada og Rússlandi. Um aldamótin 1900 barst þessi áhugi til Evrópu og þá sérstaklega til Norðurlandanna. Á flestum Norðurlandanna byrjuðu bændur með refarækt en minkaræktin kom til sögunnar um og upp úr 1930. Í dag er skipuleg minkarækt stunduð í meira en 20 löndum.

7

F REYJA 1 -1


LOÐDÝRARÆKT átt gott samstarf við loðdýrabændur á öllum Norðurlöndum. Þannig hefur flust mikið af þekkingu til landsins þó vissulega hafi þurft að aðlaga einstaka hluti að íslenskum aðstæðum.

Það er ansi margt sem bendir til að eftirspurn á minkaskinnum muni halda áfram að aukast, en án efa mun eitthvað af þeirri eftirspurn verða svarað í þeim löndum sem vöxturinn verður í. Það sem gerir hins vegar stöðu Norðurlandanna og þar með okkar mjög sérstaka er sú mikla þekking og reynsla sem við búum að um allt sem snýr að meðhöndlun dýranna ásamt markaðssetningu og úrvinnslu á vörunum en uppboðshúsin og þá sérstaklega Kopenhagen Fur í Danmörku eru í dag leiðandi öfl á þessum stærstu framtíðar vaxtarsvæðum. Hefur t.d. vinna og árangur af markaðssetningu Kopenhagen Fur í Kína hlotið heimsathygli og hafa þeir verið verðlaunaðir fyrir sitt starf og árangur af bæði heimamönnum og öðrum en sem dæmi um stærð fyrirtækisins þá verður velta þeirra árið 2011 yfir 200 milljarðar íslenskra króna.

Helstu styrkleikar íslenskrar minkaræktar eru eftirfarandi: 1. Mikið er til af góðu hráefni til fóðurgerðar. 2. Nægt landrými er til bygginga og/eða losunar á úrgangi frá búunum. 3. Margar umhverfisaðstæður eins og loftslag og aðgengi að vatni er greininni hagstætt. 4. Mikla þekkingu og reynslu má finna hjá núverandi minkabændum sem hafa náð góðum tökum á framleiðslu skinna. 5. Lega landsins hefur ekki neikvæð áhrif á kostnað við flutning vöru á markað og uppboðshúsin sem bændur eiga viðskipta við sjá um alla markaðssetningu og er kostnaður við hana innifalinn í föstu söluverði skinna sem allir greiða jafnt fyrir.

Minkarækt á Íslandi Saga minkaræktar á Íslandi hófst upp úr 1930 en þá var fyrir refarækt í landinu. Fram til ársins 1980 sveiflaðist fjöldi búa nokkuð en ekki er hægt að segja að umsvif greinarinnar hafi verið mikil fyrstu áratugina. Upp úr 1983 byrjaði búum að fjölga verulega en eins og í mörgum öðrum löndum varð aftur fækkun eftir að heimsmarkaðsverð skinna lækkaði verulega í lok níunda áratugarins.

Útflutningsverðmæti minkaskinna frá Íslandi fór árið 2010 í fyrsta skipti yfir milljarð króna og verður nú árið 2011 töluvert meira. Meðalbúið var því árið 2010 að velta nálægt 50 milljónum á ári. Feldgæði, stærð og frjósemi

Í dag eru starfandi 22 minkabú með að meðaltali 1.800 læður hvert, en til samanburðar eru minkabú í Danmörku 1.433 með að meðaltali 1.937 læður. Flest búanna á Íslandi eru í Skagafirði og á Suðurlandi eða 17 talsins. Þrjú bú eru í Vopnafirði, eitt á Höfn og eitt á Vesturlandi. Stærstu fóðurstöðvarnar eru á Sauðárkróki og Selfossi og er framleiðslugeta þessara stöðva vannýtt í dag.

Í ræktunarstarfinu heima á búnum eru lífdýr valin eftir mörgum eiginleikum sem sumir eru mælanlegir en aðrir huglægir. Mikilvægustu mælanlegu eiginleikarnir eru feldgæði, stærð og frjósemi dýranna en í þessum eiginleikum getum við auðveldlega borið okkur saman við aðar þjóðir. Eiginleikar eins og hegðun, atferli eða mjólkurlagni eru meira eiginleikar sem einstaka bændur vinna með innan síns eigin ræktunarhóps.

Nánast öll íslensk minkabú eru byggð upp eins og minkabú í okkar nágrannalöndum með sömu gerðir af búrum og hreiðurkössum. Það sama má segja um vélar og önnur tæki sem þarf til daglegra starfa. Þekking íslenskra minkabænda á greininni er einnig innflutt en íslenskir loðdýrabændur hafa í gegnum árin

Sé horft á þróun í stærð og feldgæðum íslenskra minkaskinna þá voru þau ekki lakari að gæðum en skinn annarra landa á níunda áratugnum. Eftir verðhrunið og þann samdrátt sem því fylgdi á árunum eftir 1990 dró

8

F REYJA 1 -1


LOÐDÝRARÆKT verulega úr framförum og ákveðin kyrrstaða kom í ræktunina meðan framfarir urðu í öðrum löndum. Frá árinu 1996 má segja að hjólin hafi aftur farið að snúast en þá voru flutt inn ný kynbótadýr og frá árinu 2001 hefur verið um árlegan innflutning að ræða, mest högna eftir pörun. Í öllum tilfellum hafa dýrin verið keypt frá bændum sem liggja hátt á danska topplist-     Mynd 1 . Þróun í feldgæðum á öllum framleiddum minkaskinnum í anum með sína framleiðslu,     Danmörku og Íslandi frá 2006 til 201 0 í fjórum bestu gæðaflokkunum. en þau innkaup ásamt metnaðarfullu ræktunarstarfi komið vel út í samanburði þjóða. Þróunin í bænda hafa skilað framförum. stærð högnaskinna (mynd 3), hefur hinsvegar ekki verið eins góð síðustu ár en þar höfum Ef við berum alla íslensku framleiðsluna við dregist aftur úr dönskum bændum og saman við alla dönsku framleiðsluna sem án framfarir frá árinu 2008 eru nánast engar. Útefa liggur á toppnum í heiminum má sjá að við koman er betri í þróun á stærð læðuskinna liggjum undir þeim í feldgæðum og stærð en (mynd 4), en þar hefur þróun íslensku framsé þróunin í feldgæðum á fjórum bestu gæða- leiðslunnar orðið svipuð og í Danmörku. Ástæður fyrir minni framförum í stærð á högnum geta verið nokkrar. Helstar mætti nefna að síðustu ár hafa bændur lagt mikla áherslu á feldgæðin og því ekki verið eins strangir á stærðarmörkum högna til ásetnings. Eins tel ég að sá breytileiki sem ennþá er til staðar í íslenskri fóðurframleiðslu komi meira niður á högnunum en læðunum og þá sérstaklega stærð þeirra.

Mynd 2. Þróun í feldgæðum á öllum framleiddum minkaskinnum í Frjósemi minka er ekki einfalt     Danmörku og Íslandi frá 2006 til 201 0 í tveimur bestu gæðaflokkunum. fyrirbæri og oft getur verið

mjög erfitt að henda reiður á ástæðum velgengni eða ástæðum slæmrar útkomu. Í samanburði við önnur lönd þá er frjósemin hér á landi mun lægri en í Danmörku þar sem hún er best. Íslenskir bændur eru í dag með svipaða útkomu og norskir og finnskir bændur eða á bilinu 4,5 til 5,0 hvolpa á paraða læðu við fráfærur. Flestar aðrar þjóðir liggja lægra eða á svipuðum stað en það neikvæða við ræktun og þróun síðustu ára er að frjósemin hefur dalað og er það eitt af stóru

flokkunum skoðuð má sjá að frá árinu 2006 hefur bilið minnkað úr 33% í 12% (mynd 1), en sé eingöngu horft á tvo bestu gæðaflokkana hefur bilið minnkað um 4% (mynd 2), en framfarir milli áranna 2009 og 2010 eru jafnmiklar hjá íslenskum bændum og dönskum þegar horft er á tvo bestu gæðaflokkana. Aðrar þjóðir eins og Noregur, Pólland eða Holland eru með minni framfarir en Íslendingar á sama árabili en Norðmenn hafa oft í gegnum tíðina

9

F REYJA 1 -1


LOÐDÝRARÆKT Mynd 3. Þróun í stærð

högnaskinna á öllum framleiddum minkaskinnum í Danmörku og Íslandi frá 2006 til 201 0 í þremur stærstu stærðarflokkunum.

verkefnunum í dag að snúa þeirri þróun við. Niðurstaðan er engu að síður sú að íslenskir minkabændur eru komnir í hóp samkeppnishæfustu landa við ræktun á feldgæðum og stærð en samt er ljóst að enginn má sofna á verðinum því víða eru miklar framfarir í undirbúningi því allir vilja reyna að hámarka verð sín fyrir skinnin. Þar eru danskir bændur engin undantekning en þeir eru með mjög mörg átaksverkefni í gangi til að hvetja bændur áfram þó þeir séu langbestir í dag. Verðþróun skinna Í töflu eitt má sjá verðþróun íslensku framleiðslunnar í bæði dönskum og íslenskum krónum. Sé eingöngu horft á verðin í dönskum krónum má sjá að verðin sveiflast oft um 30% milli ára en 72% hækkunin frá 2009 til 2010 er einsdæmi í sögunni. Það er því óhætt að segja að þessi grein búi ekki við stöðugt afurðaverð en þegar upp er staðið er það afkoma yfir lengri tíma sem skiptir öllu því í raun lifa minkabændur á meðaltalinu.

krónum sem er á framleiðslu nokkurra þjóða. Árið 2006 var íslenska meðalverðið um 27 dkr lægra en það danska en árið 2010 er það aðeins 13 dkr lægra. Norðmenn hafa legið næst dönskum bændum í verði minkaskinna en árið 2010 var íslenska framleiðslan í fyrsta skipti í öðru sætinu. Á myndinni má einnig sjá að Pólverjar, Finnar og Svíar hafa frá 2006 ekki nálgast meðalverð danskra bænda með sama hætti og íslendingar og jafnvel í sumum tilfellum frekar fjarlægst þá. Norðmenn eru því helstu keppinautar Íslendinga um besta meðal skinnaverðið í samkeppni þjóðanna eins og sjá má á mynd 5. Þessi árangur í skinnaverði er bein afleiðing af betri framleiðslu og vandaðri vinnubrögðum bænda en aðstæðurnar til framleiðslu

Það mikilvægasta í verðþróun skinna er þó hvernig söluverð þeirra er í samanburði við samkeppn-   Mynd 4. Þróun í stærð læðuskinna á öllum framleiddum minkaskinnum í islöndin. Á mynd 6 má sjá   Danmörku og Íslandi frá 2006 til 201 0 í tveimur stærstu stærðarflokkunum þann verðmun í dönskum

10

F REYJA 1 -1


LOÐDÝRARÆKT minkaskinna eru og hafa verið góðar á Íslandi sem og umhirða dýranna. Aðstæður og stofnkostnaður Minkarækt verður að stunda þar sem aðgengi að hráefnum til fóðurgerðar er gott og fóðurframleiðsla trygg. Í dag er lögð áhersla á að efla minkarækt í kringum starfandi fóðurstöðvar með sérstaka áherslu á Suður-    Mynd 5. Meðalverð allra minkaskinna frá Danmörku, Noregi, land og Skagafjörð. Önnur     Finnlandi, Hollandi og Íslandi sem seld eru hjá Kopenhagen Fur frá svæði koma vissulega til greina,     2006-201 0 í íslenskum krónum, reiknað á meðalgengi hvers árs. en til að þau séu raunhæfur koster um 3,0-3,5 sinnum áætluð velta á einni ur þarf að byrja á byggingu fóðurstöðva og að læðu. Áætla má að stofnkostnaður við 1.000 tryggja fóður á samkeppnishæfu verði. læðu bú, byggt frá grunni, sé um 100 milljónir. Stofnkostnaður á einu minkabúi getur verið mjög breytilegur eftir aðstæðum en ekki er þörf á að kaupa mikið land undir búið sjálft því í nánast öllum tilfellum er auðvelt að losna við úrgang á aðrar jarðir og/eða svæði sem þarf að græða upp en af þeim er nóg á Íslandi.

Þetta eru háar tölur en það verður að skoða þær í samhengi við áætlaða veltu sem líka er mikil. Sé horft á stofnkostnaðinn sem hlutfall af veltu miðað við skinnaverð síðustu 3 ára verður hann um 25% lægri eða 2 til 3 sinnum veltan sem er mjög lítið miðað við margan annan landbúnaðartengdan atvinnurekstur. Mikilvægt er líka að hafa í huga að ekki þurfa allir að byrja strax í stærstu gerð bygginga. Það er raunhæfur kostur að gera 5 eða 7 ára áætlun um uppbyggingu og gera á þeim tíma ekki ráð fyrir að taka nema lágmarkslaun út úr rekstrinum og láta þar með allt sem hægt er frá rekstrinum fara aftur í uppbyggingu og lifa sjálfur í grunnin á tekjum af annarri vinnu sem

Reiknað dæmi um byggingu á nýjum minkaskála frá grunni á keyptu landi með vönduðum innréttingum, tækjum og lífdýrum er áætlaður um 100.000 krónur á læðu. Miðað við meðalskinnaverð síðustu 5 ára og meðaltals frjósemi er það rúmlega 4,5 sinnum áætluð velta búsins. Viðbygging við bú í rekstri þar sem búið er að fjárfesta í fóðurvélum og mörgu öðru sem nýtist áfram við stækkunina

Mynd 6. Frávik Íslands,

Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Hollands og Póllands frá danska meðalverðinu á þeim skinnum sem seld eru hjá Kopenhagen Fur í dönskum krónum frá 2006 til 201 0.

11

F REYJA 1 -1


LOÐDÝRARÆKT Tafla 1 . Meðalverð allra íslenskra skinna seld hjá Kopenhagen Fur frá árinu 2003 til 201 0 í bæði dönskum og

íslenskum krónum ásamt meðalgengi viðkomandi árs og prósentu breytinga í verði bæði dönskum krónum og íslenskum.

síðan myndi minnka í hlutfalli við stækkun búsins. Vissulega kostar þetta vinnu og álag meðan á stendur en takist verkefnið gæti staðið eftir eðlilega skuldsett og rekstarhæft fyrirtæki sem hægt er að einbeita sér betur að og hafa góð laun út úr þegar ætlaðri bústærð er náð.

varð í kjölfar á átaki sem gert var með fóðurstöðvunum um raunlækkun á fóðurkostnaði sem var orðinn of hár hér á landi. Eins var möguleikinn á fjármögnun nýfjárfestinga í erlendri mynt greininni til góða. Framleiðslukostnaður er einn mikilvægasti þátturinn í samkeppni þjóða og í nýrri samantekt sem Kopenhagen Fur gerði nú í maí 2011 um framleiðslukostnað í 9 löndum kemur fram að Ísland er ekki ódýrasta landið til að framleiða í heldur er framleiðslukostnaður hér lægri en bæði í Noregi og Danmörku en mjög svipaður og í Svíþjóð og Litháen. Samkvæmt samantektinni er örlítið ódýrara að framleiða skinnin í Póllandi, Hollandi og Lettlandi en á Íslandi. Niðurstaðan úr samantektinni er að Ísland er mjög vel samkeppnishæft í þessum samanburði og raunhæfur kostur miðað við gengi íslensku krónunnar nú í maí.

Þegar sótt er um leyfi til minkaræktar eru minkaskálar og búr viðkomandi umsækjenda tekin út og þurfa þá að standast íslensk lög um búrastærðir og dýrheldni en þau byggja í grundvallaratriðum á sömu reglum og í gildi eru í okkar nágrannalöndum. Rekstarafkoma og framleiðslukostnaður Um afkomu síðustu ára og áratuga væri hægt að skrifa langa grein því vissulega hafa komið mörg mögur og erfið ár í greininni. Rétt er hins vegar að halda til haga þeirri staðreynd

Tafla 2. Söluverð skinna í dönskum og íslenskum krónum ásamt reiknuðum framleiðslukostnaði á verðlagi     hvers árs frá 2005-201 0.

að á síðustu árum hefur afkoman batnað, meðal annars vegna betri skinnaverða en líka vegna lækkunar á framleiðslukostnaði sem

Í töflu 2 má sjá hvernig þróunin í skinnaverði hefur verið í erlendri mynt og íslenskum krónum ásamt reiknuðum framleiðslukostnaði.

12

F REYJA 1 -1


LOÐDÝRARÆKT Tafla 3. Áætlaður framleiðslukostnaður minkaskinna á

Í töflu 3 má sjá hver áætlaður framleiðslukostnaður er á einu minkaskinni árið 2011. Stærsti kostnaðarliðurinn er fóðurkostnaður. Afborganir og vextir er liður sem getur verið breytilegur eftir aldri búa og fjárfestingum síðustu ára ásamt samsetningu lána viðkomandi.

Íslandi árið 201 1 .

Vegna mikilla sveifla á íslensku krónunni ráðlegg ég fjármögnun í erlendri mynt enda tekjurnar allar í erlendri mynt. Einnig er ekki skynsamlegt að hafa minna en 40% eigið fé í stofnkostnaði búanna þannig að það sé sveigjanleiki í rekstrinum þegar skinnaverð breytast harkalega eða önnur áföll koma sem alltaf getur gerst, en þessi rekstur nýtur engra ríkisstyrkja og er ekki kvótastýrður. Að lokum

Í framleiðslukostnaðinum er gert ráð fyrir lágmarkslaunum og meðaltalsafborgunum lána. Allar tölur eru á verðlagi hvers árs. Eins og sjá má af töflunni þá er mismunur á söluverði og framleiðslukostnaði mjög breytilegur milli ára en frá árinu 2005 til 2010 er það einungis árið 2007 sem reksturinn skilaði neikvæðri niðurstöðu, en árið 2005 var hann í járnum. Hin árin hefur reksturinn í öllum tilfellum verið að skila góðri afkomu.

Framleiðsla minkaskinna er komin til að vera og líklegt að Evrópulöndin verði áfram í fararbroddi í þeirri framleiðslu eins og þau hafa verið. Möguleikar til framleiðslu minkaskinna á Íslandi eru miklir en því miður vannýttir.

Heimildir:

„Afsætning af pels kan 10-dobbles frem mod 2050“, Pels avisen Marts 2011. Hedensted gruppen, (Hedensted, 2011), 1-3. Clausen, Jesper: „Avlsdyrbestanden stiger: avlsdyrtælling 2011“, Dansk Pelsdyravl 2011:5. Kopenhagen Fur (Kopenhagen, 2011), 20-23.

Minkarækt er kvótalaus, alþjóðleg búgrein þar sem Ísland hefur um 0,3% hlutdeild í núverandi framleiðslu en við sendum frá landinu um fimm sinnum meira af hráefnum til fóðurgerðar í öðrum löndum en hér er notað í dag. Það er enginn vafi að hér er hægt að auka þessa framleiðslu en mikilvægt er að byggja þá aukningu á reynslu liðinna ára og framkvæma hana í samráði við núverandi fóðurstöðvar og á forsendum greinarinnar sjálfrar. Minkarækt er spennandi búgrein fyrir alla og sérstaklega ungt fólk sem vill starfa og byggja upp atvinnu hér á landi en um leið starfa og keppa við önnur lönd um framleiðslu á vöru sem seld er við hamarshögg á heimsmarkaði.

Einar E. Einarsson: „God økonomi i minkproduktion i Island“, Dansk Pelsdyravl 2010:2. Kopenhagen Fur (Kopenhagen, 2011), 36-38. Einar E. Einarsson: „Island – et godt valg til minkproduktion“, Dansk Pelsdyravl 2010:1. Kopenhagen Fur (Kopenhagen, 2011), 34-35. Heimasíða Kopenhagen Fur, http://www.kopenhagenfur.com/ . Efni tekið júní 2011.

13

F REYJA 1 -1


BÚTÆKNI

Fjárrag að hausti Haustin eru annasamur og skemmtilegur tími í augum flestra sauðfjárbænda. Smalamennskur og fjárrag taka hins vegar mikinn tíma og því rétt að leita allra leiða til hagræðingar við slíka vinnu. Aðstaða til fjárrags getur verið mjög mismunandi milli búa. Í sumum tilvikum byggir fjárragið á miklu vinnuafli og þörf á aðstoð inn á búin t.d. þegar verið er að vigta fé, bólusetja, stiga lömb eða telja fósturvísa. Góð aðstaða til fjárrags getur sparað mikla vinnu og bætt meðhöndlun sauðfjár.

U NNSTEINN S NORRI S NORRASON Bútækniráðunautur Bændasamtaka Íslands Huga að öllum verkþáttum

rekstur á bíl eru dæmi um mismunandi verkþætti sem þarf að huga að. Við innrekstur í fjárhús þarf að huga að tveimur megin þáttum. Annars vegar er það aðrekstur að fjárhúsunum í aðhald og hins vegar innrekstur á fénu. Mikilvægt er að hægt sé að reka féð í aðhald áður en farið er að reka féð inn í sjálf fjárhúsin. Þegar kemur að því að reka féð inn þarf að huga vel að staðsetningum á hurðum og ekki síður að það verði gott rennsli á fénu inn í húsin. Þegar lambahópar eru reknir að húsum er oft gott að hafa nokkrar heimavanar kindur með í hópnum sem leiða lömbin heim að fjárhúsum.

Þegar hugað er að vinnuhagræðingu við fjárrag er mikilvægt að taka tillit til allra þeirra verka sem þarf að framkvæma. Gott er að gera lista yfir alla verkþætti og tryggja þannig að tekið sé tillit til þeirra allra við hönnun. Innrekstur á fé, rúningur, flokkun, ormalyfsEitt af því sem skiptir miklu máli að hausti er gjöf, bólusetning, fósturvísatalning, klaufsnyrtað aðstaða til móttöku sláturbíla sé sem best. Í ing, vigtun, holdstigun, lambamælingar og dag eru slíkir bílar orðnir stærri og fyrirferðar-

Mynd 1 . Hér má sjá dæmi um hvernig má útfæra raggang. Best væri að vera með 2 svona einingar svo þannig að

gangurinn sé a.m.k. 6 metrar. Þessi útfærsla byggir á hugmynd frá NSG í Noregi. Þá má líka hugsa sér að svona gangur komi upp að milliþili í fjárhúsum og aðeins önnur hliðin sé þá hallandi. Það mætti útbúa þannig að hægt væri að breyta hallanum og þannig hægt að stilla ganginn eftir því hvort ragað væri í lömbum eða fullorðnu fé.

14

F REYJA 1 -1


BÚTÆKNI meiri en áður þekktist. Gott er að setja sig í samband við bílstjóra og fá upplýsingar um hvað megi gera til þess að auðvelda aðgengi bílsins. Í sumum tilvikum er gott að vera tilbúinn með þann lambafjölda sem hæfir í hvert

vægt að kindur sjái greiðlega útgönguleiðir eða í þá átt sem þær eiga að fara. Kindur renna greiðar í átt að ljósi og forðast skugga. Því er lýsing afar mikilvæg þar sem er verið að raga í fé. Best er að vera með mörg ljós með

Mynd 2. Einföld aðhaldsrenna. Mikilvægt er að mynda trekt að flokkunarganginum. hólf á bílnum. Það getur auðveldað verulega vinnu við lestun bílsins.

minni styrkleika en fáa sterka ljósgjafa, til þess að fá sem jafnasta ljósdreifingu.

Flokkunargangur

Hliðar flokkunargangsins eiga að vera þétt klæddar með efni sem hefur slétta áferð. Gripirnir eiga að fara eftir ganginum hver á eftir öðrum. Við annan enda gangsins er haft hlið þar sem hægt er að flokka gripi í tvær til þrjár áttir.

Margir hafa komið sér upp flokkunargöngum til meðhöndlunar og flokkunar á fé. Ýmsar útfærslur má sjá á slíkri aðstöðu. Hlutverk flokkunargangs er fyrst og fremst að auðvelda og einfalda fjárrag, en hann má líka nota til ýmiskonar meðhöndlunar á gripum, t.d. ormalyfsgjafa eða bólusetninga. Við hönnun á aðstöðu til fjárrags er afar mikil-

Best er að hafa flokkunarganginn V-laga. Þannig er auðveldara að vinna með gripi sem eru misstórir og þar að auki er nær ómögulegt fyrir gripi að snúa við. Gangurinn ætti að vera

Mynd 3. Tvöföld aðhaldsrenna. Hentugt er að hafa tvær aðhaldsrennur fyrir framan flokkunarganginn. Þannig er alltaf hægt að hafa fulla aðhaldsrennu tilbúna og þvi eru afköst við sundurdrátt meiri.

15

F REYJA 1 -1


BÚTÆKNI

Mynd 4. Einnig þekkist það að í stað aðhaldsrennu sé komið fyrir innsetningarhring. Ytri hliðar hringsins og grindurnar eiga að vera úr þéttklæddu efni. Grindurnar eru festar á miðjustólpann með þeim hætti að hægt sé að sveifla þeim í hring. Þannig er hægt að þrengja smám saman að hópnum sem er á leið inn í flokkunarganginn. 250-300 mm breiður að neðan og 550-650 mm breiður að ofan. Hæð hliðanna á að vera að lágmarki 900 mm. Ef gerður er gangur sem ekki er með V-laga hliðum ætti breidd hans að vera 450 mm. Æskilegt er að flokkunargangurinn sé minnst 3 – 3,5 m á lengd en kostur að hann sé allt að 4 – 6 m langur. Flokkunarhliðin eiga að vera 1,0 – 1,2 m á breidd. Þannig er minni hætta á að stærri gripir, t.d. ær komnar að burði, rekist í innréttingarnar og féð rennur greiðar út úr flokkunarganginum. Best er að hafa flokkunarhlið úr rimlum þannig að fé sjái út gegnum ganginn þegar það hleypur inn í hann. Rimlahlið eru líka að jafnaði léttari en þéttklædd hlið. Megin galli við rimlahlið er að lappir og horn geta krækst í rimlana. Það ræðst að sjálfsögðu af efnisvali og útfærslu við smíði. Best er að stjórna flokkunarhliðinu með handfangi þannig að sá sem stendur við hliðið geti staðið nokkuð aftan við hliðið sjálft. Þannig getur hann frekar rekið á eftir fénu og það rennur því betur eftir ganginum. Ef haft er hlið til að loka inngangi á flokkunargangi er best að það sé þétt klætt. Þannig sér féð ekki til baka og leitar því frekar áfram og út eftir ganginum. Eins sjá gripir sem bíða eftir því að komast inn á ganginn ekki hvað þar fer fram, t.d. ef gangurinn er notaður við ormalyfsgjafir eða bólusetningu.

Þegar fjárvigt er komið fyrir í framhaldi af flokkunargang þarf að staðsetja hana við enda gangsins þó þannig að flokkunarhliðið komi á eftir vigtinni. Þannig er hægt að flokka gripi beint út úr fjárvigtinni. Það þarf því að vera möguleiki á að hliðra til flokkunarganginum eða flokkunarhliðinu til þess að koma vigtinni fyrir. Aðhaldsrenna Við hönnun og uppsetningu á flokkunargöngum þarf að huga sérstaklega að innganginum. Oft eru gerð þau mistök að vinna með of stóra fjárhópa. Það leiðir oftar en ekki til þess að erfitt er að fá gripi til að hlaupa inn í ganginn. Því er nauðsynlegt að geta skipt gripum upp í minni hópa sem auðveldara er að reka inn í ganginn. Fyrir framan flokkunarganginn þarf því að koma fyrir rennu/stíu þar sem hægt er að þrengja að smærri fjárhópum. Kostur er að slík stía sé löng og mjó. Þannig er frekar hægt að tryggja að allir gripir snúi í sömu átt þegar opnað er inn í flokkunarganginn. Gera má ráð fyrir 0,3-0,4 m2 á grip í aðhaldsrennu. Í sumum tilvikum getur hentað jafn vel að nota aðhaldsrennur til ýmiskonar meðhöndlunar, eins og ormalyfsgjafa eða bólusetninga. Þegar flokkunarganginum er valinn staður þarf að tryggja að hann nýtist við sem fjölbreyttust verk. Vigt þarf að vera hægt að koma fyrir við endann á ganginum. Gera þarf ráð fyrir aðstöðu til lambadóma og fósturvísatalningar. Við þau verk er algengast að unnið

16

F REYJA 1 -1


BÚTÆKNI sé við vinstri hlið gripsins. En auðvitað er það Hagræðing við sundurdrátt eitthvað misjafnt milli manna og því best að báðir möguleikar séu fyrir hendi. Líklega er algengara að fjárrag hér á landi fari fram með því að draga í sundur fjárhópa en að Við ragganginn þarf að gera ráð fyrir hillum nota flokkunargang við sundurdrátt. Oft er fyrir ýmsa smáhluti sem grípa þarf til við fjár- ekki önnur aðstaða fyrir hendi eða þá að fljótragið. Ef ormalyf er gefið í ragganginum er legra er að draga í sundur ef um fáa gripi er að hentugt að hengja ormalyfsbrúsann á slá fyrir ræða. Auðvelda má þessa vinnu með ýmsum ofan ganginn. Þá er hægt að draga hann eftir hætti og eru hér á eftir nefnd nokkur dæmi. slánni og einnig hengja upp inngjafarsprautuna þegar þess þarf. Lokaorð Huga þarf sérstakleg að góðri lýsingu yfir rag- Hér hefur verið farið yfir ýmis atriði sem vert ganginum og að þar sé góð aðstaða fyrir óm- er að huga að þegar kemur að fjárragi. Aðskoðunartæki og fyrir ritara við lambadóma. stæður geta verið mismunandi milli bæja og því má sjá ýmsar útfærslur á slíkri aðstöðu. Í Á næstu árum munum við sjá aukna notkun á þessum efnum er mikilvægt að nýta eigin sjálfvirkum flokkunargöngum. Með aukinni reynslu og vera opin fyrir nýjum aðferðum og notkun örmerkja munu ýmsir möguleikar lausnum. Mikilvægt er að allar framkvæmdir varðandi vinnuhagræðingu við fjárrag verða taki mið af öðrum verkum sem unnin eru í raunhæfur kostur. Mikilvægt er að fylgjast vel fjárhúsunum. Þannig má auðveldlega finna með þróun slíkra mála og byggja upp aðstöð- lausnir sem nýtast hvort sem er við fjárrag að una með það í huga að alltaf megi bæta við hausti eða vinnu á sauðburði. nýjum búnaði og auka sjálfvirkni.

Mynd 5. Auðvelda má

sundurdrátt með því að koma fyrir hliðum á   milliþili (milli króa). Þannig er hægt að skilja í sundur fjárhópa án þess   að þurfa að draga hverja kind eftir allri krónni. Þessi hlið nýtast einnig á   sauðburði og auðvelda alla flutninga á gripum um fjárhúsin.

17

F REYJA 1 -1


BÚTÆKNI   Mynd 6. Kostur er að útfæra hlið

þannig að þau séu jafn breið krónni   og hægt að opna þau beggja vegna. Það auðveldar verulega alla   vinnu við fjárrag. Auðveldara er að reka út á ganginn og gripir   verða síður fyrir hnjaski af völdum troðnings.

Mynd 7. Hlið með lokuteini sem hægt er að opna beggja vegna og í báðar áttir.

Mynd 8. Víða er fjárragi þannig háttað

að dregið er í sundur í öðrum endanum á krónni. Oft fer þetta rag fram á sama stað frá ári til árs. Þar má fjölga hliðum í milliþil og þannig auðvelda sundurdrátt með því að geta dregið frá sér a.m.k. 3 hópa. Hér er líka upplagt að koma fyrir vigt eða raggang og nýta hliðin á milliþilinu sem flokkunarhlið.

18

F REYJA 1 -1


FÓÐRUN

Fóðuráætlanagerð - skipulag fóðurnýtingar á komandi vetri Eflaust skipuleggja allir að einhverju leiti hvernig fóðurforðinn verði nýttur yfir veturinn. Hvernig slíku skipulagi er háttað getur þó verið mismunandi, allt frá því að menn áætli gæði fóðursins og velji þannig hvað skal nota á hverjum tíma, upp í að fá efnagreind fóðursýni og vinna út frá þeim fóðuráætlanir. Hér á eftir verður komið inn á nokkur atriði sem er ágætt að hafa í huga þegar skipuleggja á nýtingu fóðurforðans.

B ERGLIND Ó SK Ó ÐINSDÓTTIR Fóðurfræðingur Bændasamtökum Íslands

þ.e. túnum sem eru með svipaða tegundasamsetningu og á sama þroskastigi þegar þau eru slegin. Mikilvægt er að stafla rúllunum/böggum í samræmi við skipulag sýnatökunnar, þannig að hægt sé með góðu móti að komast í mismunandi fóður hvenær sem er. Að lesa úr niðurstöðum efnagreininga

Gróffóður er uppistaðan í heildarfóðri sem notað er til mjólkur- og kjötframleiðslu (jórturdýra). Því skiptir miklu máli að vanda vel til verka við framleiðslu gróffóðursins. Hagkvæmni í fóðrun hlýtur alltaf að vera markmið en til þess að ná fram sem mestri hagkvæmni þurfum við að nýta gróffóðrið sem best og velja aðkeypt fóður sem passar og bætir upp heimaaflað fóður. Til þess að hægt sé að velja kjarnfóðurtegundir á móti gróffóðrinu þurfum við að vita efnainnihald þess. Gróffóður hefur mismunandi næringarefnainnihald sem fer meðal annars eftir því hvar það er ræktað, hvaða grastegundir eru í túninu, sláttutíma og fleira. Því er mikilvægt að láta efnagreina gróffóðrið. Ekki er nauðsynlegt að senda sýni úr hverri einustu spildu, heldur að skipuleggja sýnatökuna, taka samsýni og halda þannig kostnaði í lágmarki. Senda þarf sýni sem gefa sem besta yfirsýn yfir gróffóðurforða búsins. Góð regla er að senda sýni úr fyrri slætti og seinni slætti, eins að senda sýni ef það er eitthvað sérstakt sem einkennir hluta fóðursins t.d. rýgresi. Svo er hægt að flokka túnin niður í nýræktir og gömul tún. Það sem þarf að hafa í huga er að sýnið samanstandi af einsleitu fóðri

Það er til lítils að láta efnagreina gróffóðrið ef maður veit ekki eftir hverju á að horfa eða hvernig það nýtist. Tafla 1 sýnir viðmiðunargildi próteins, trénis og orku fyrir gott gróffóður. Gott er að miða við að próteinið sé á milli 150-170 g/kg þurrefnis. Ef próteinið er lægra getum við lent í vandræðum með lágt PBV, þá vantar prótein fyrir örverurnar í vömbinni. Ef próteinið verður of hátt í gróffóðrinu eiga gripirnir í vandræðum með að nýta það allt og við sjáum afleiðingarnar í hækkuðu úrefni í mjólkinni. En eðlilegt er að úrefnið liggi á milli 3 og 6 mmól/l. NDF er trénið í gróffóðrinu, það sem er tormelt. NDF hækkar hratt eftir því sem plantan þroskast og eykst eftir því sem hlutfall stönguls eykst á kostnað blaða. Gróffóður sem er slegið mjög snemma getur haft NDF niður í 350 g/kg þurrefnis (t.d. rýgresi) en gróffóður sem er slegið mjög seint getur haft NDF upp í 650 g/kg þurrefnis. Eins og áður sagði er NDF tormelt og hefur því mikil áhrif á át og nýtingu fóðursins. Heppilegt er að hafa það á bilinu 450-520 g/kg þe. Þá er eðlisbygging gróffóðurs í vömbinni heppileg en ekki svo mikil að fóðrið meltist illa. Góð eðlisbygging fóðurs í vömbinni er mikilvæg fyrir

19

F REYJA 1 -1


FÓÐRUN vambarumhverfið og þar með fóðurátið. Með auknum grófleika fóðurs þarf að tyggja að bæði át og jórt        Viðmiðunargildi fyrir gott gróffóður. ur verði meira sem leiðir til aukinnar munnvatnsmyndunar, það virkar anlegt prótein, en ekki eins vel með gróffóðri sem „buffer“ í vömbinni og hefur jákvæð áhrif sem hefur lágt prótein. Á sama tíma og við á vambarumhverfið. iNDF er ómeltanlegi hluti viljum nýta byggið sem best þurfum við einnig NDF og eykst þar af leiðandi einnig eftir því að hafa í huga að of mikil bygggjöf getur haft sem grasið þroskast. Þar sem iNDF er neikvæð áhrif á vambarumhverfið og át. ómeltanlegt nýtist það ekki sem næring fyrir Sterkjan í bygginu er auðleyst kolvetni sem gripinn og því er ekki gott að hafa það í miklu nýtist örverunum í vömbinni og eykur því nýtmagni, ef það er hátt hefur það neikvæð áhrif ingu og niðurbrot gróffóðursins upp að vissu á niðurbrot fóðursins og þar með átið. Það er marki. Of mikil sterkja hefur hins vegar neiheppilegast að hafa iNDF á bilinu 80-140 g/kg kvæð áhrif á örverurnar því vömbin nær ekki NDF. Orkan í fóðrinu er gefin upp í nettó orku að losa sýruna sem myndast við niðurbrotið mjólkur NEL20 og hefur orkueininguna nægjanlega hratt með þeim afleiðingum að MJ/kg þe. Gott gróffóður hefur nettó orku í vömbin súrnar. Því er mikilvægt að áætla kringum 6,20 MJ/kg þe. En það svarar til 0,89 bygggjöfina þannig að hún hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu gróffóðursins, það gerum við FEm. með því að gefa ekki of mikið bygg og dreifa gjöfum yfir daginn. Val á öðru fóðri Það er fleira sem þarf að hafa í huga en gæði og magn fóðurs

Þegar gæði og magn gróffóðursins liggur fyrir er hægt að velja annað fóður sem þarf að gefa með. Ef próteinið í gróffóðrinu er lágt vantar upp á PBV. Þá verðum við að velja kjarnfóður sem gefur prótein sem losnar í vömbinni og nýtist örverunum. Það er mikilvægt að veita örverunum þá orku og næringu sem þær þurfa því þær eru grundvöllurinn fyrir því að gróffóðrið nýtist sem best. Örverurnar þurfa bæði kolvetni og prótein. Ef próteinið í gróffóðrinu er hátt veljum við kjarnfóður sem hefur lágt PBV, en þá er einnig mikilvægt að örverurnar hafi nægjanlega orku til þess að nýta próteinið í gróffóðrinu. Í þessu tilfelli er gott að gefa bygg með gróffóðrinu. Bygg hefur lítið prótein en það hefur sterkju sem losnar auðveldlega í vömbinni og gefur örverunum orku til þess að nýta hátt próteininnihald gróffóðursins.

Þegar skipuleggja á nýtingu fóðurforðans með því að vinna fóðuráætlun þarf líka að huga að gripunum sem eiga að éta fóðrið. Hámjólka kýr þurfa betra gróffóður en geldu kýrnar og kvígurnar þurfa að stækka á fyrsta mjaltaskeiði. Það er því mikilvægt að greina þær þarfir sem eru til viðhalds, mjólkurframleiðslu, vaxtar og fósturframleiðslu. Það skiptir máli á hvaða mjaltaskeiði gripirnir eru og einnig hvar á mjaltaskeiðinu þeir eru. Fyrst eftir burð eiga kýrnar erfitt með að éta nægjanlegt magn fóðurs til þess að uppfylla orkuþarfir sínar, því er mjög mikilvægt á þessum tíma að þær hafi aðgang að mjög góðu gróffóðri. Þetta sama gróffóður hentar mjög illa fyrir kýr sem eru komnar langt inn í mjaltaskeiðið og geldum kúm, þær eiga það á hættu að verða of feitar sem veldur vandkvæðum á næsta mjaltaskeiði. Því er mjög gott ef það er mögulegt að hafa geldar kýr aðskildar frá þeim sem eru mjólkandi og fóðra þær sérstaklega.

Bygg er mikið ræktað á Íslandi og því er mikilvægt að nýta það sem best. Eins og áður sagði hentar bygg vel með gróffóðri sem hefur nægj-

20

F REYJA 1 -1


FÓÐRUN Það er einnig mikilvægt að vera viss um að hámjólka kýrnar og kvígurnar komist vel að góða gróffóðrinu. En þær standa oft illa að vígi í baráttunni um átpláss og því ná kýr sem síður þurfa góða gróffóðrið að éta meira en góðu hófi gegnir. Það er því mikilvægt að í fjósum þar sem allar kýrnar komast að sama fóðurganginum hvort sem þær eru ný bornar eða ekki, að fóðrið sé einsleitt. Þannig að það skipti ekki máli hvar á fóðurganginn þær komast að, þær komast að því fóðri sem þeim er ætlað. Til þess að nýta heimaaflað fóður sem best og á sem hagkvæmasta hátt er best að gera fóðuráætlun að hausti. Fóðuráætlanagerð tryggir góða nýtingu á gróffóðrinu og rétt val á kjarn-

fóðri. Við skulum því hafa það í huga að það er bæði óhagkvæmt að offóðra eins og það er að vanfóðra. Við vanfóðrun fær gripurinn ekki þau næringarefni sem hann þarf til viðhalds, vaxtar, fósturvaxtar og framleiðslu og við sjáum afleiðingarnar í aflögn, smærri gripum, vanhöldum og minni framleiðslu. Við offóðrun er framboð næringarefna meira en það sem gripurinn þarfnast, eða samsetning næringarefna röng. Í þeim tilfellum nýtir skepnan næringarefnin ekki og við sjáum afleiðingarnar í feitum gripum, háu úrefnisinnihaldi í mjólk og næringarríkum skít. Ef samsetning heildarfóðursins er þannig að hún passi þörfum gripanna þýðir það einfaldlega heilbrigðari gripi og meiri framleiðslu.

21

F REYJA 1 -1


GARÐRÆKT

Geymsla rótarávaxta Það sem við köllum „rótarávexti“ er forði plöntu sem yfirvetrast til að hefja vöxt næsta ár. Í náttúrulegum heimkynnum viðkomandi plantna, geymast þessir plöntuhlutar í jörðu milli vaxtarskeiða. Það eitt er sameiginlegt algengustu rótarávöxtum sem hér eru ræktaðir en kartöflur eiga uppruna sinn í Suður-Ameríku, gulrófur í Evrópu og gulrætur eiga sínar rætur í Asíu.

E DDA Þ ORVALDSDÓTTIR Kennari Landbúnaðarháskóla Íslands Við geymslu rótarávaxta þarf að líkja sem mest eftir jarðvegsaðstæðum á viðkomandi stöðum en einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig plantan sjálf undirbýr geymslu forðans milli ára. Ber þá að minnast þess að slíkar jurtir leggjast í dvala, þegar annað tveggja eðlilegum vaxtartíma þeirra lýkur eða hiti fellur svo mikið að jurtin sér sig knúna til að draga saman í lífsstarfseminni. Í dvala hægir mjög á öllum ferlum en plantan deyr ekki, hún andar og viðheldur lágmarks lífsstarfsemi. Til þess þarf hún súrefni og hóflega rakt umhverfi. Kjörgeymsluaðstæður eru í dimmu, röku, frostlausu og loftgóðu umhverfi. Allt of oft er reynt að geyma kartöflur, rófur og gulrætur í sömu geymslu, þó dvalaaðstæður séu misjafnar fyrir þessar tegundir. Hérlendis er sjaldgæft að vaxtartími rótarávaxta nái þeirri lengd sem plöntunum er eðlilegur á sínum upprunasvæðum og því gott að þekkja aðferðir til að ýta undir dvalaferli, þegar að upptöku kemur.

Við upptöku er ýmislegt sem skiptir máli og gott að vita við upphaf ræktunar, tökum nokkur dæmi: Grýttur jarðvegur eykur líkur á skemmdum kartaflna, þær geta í vexti rekist í hvasst grjót og hlotið af skaða sem lítur út ekki ósvipað kláða, stundum verða dældir í kartöflunum af þessum sökum. Grjót skemmir auk þess hýði við upptöku, rispar það og flettir af þegar verst lætur, slíkt eykur mjög á smithættu (bakteríur og sveppir eiga greiða leið í næringu um brostið hýði). Ekki taka upp í bleytu, þá fylgir meiri jarðvegur kartöflunum og sjúkdómasmit fylgir honum (sé það á annað borð til staðar) og lekur milli kartaflna, einnig veldur jarðvegur í kartöflubingnum hitamyndun (gerjun) sem er ákaflega óæskileg og síðast en ekki síst, þurfa skítugar kartöflur lengri tíma til að þorna og meiri líkur eru á að freistast sé til að þvo þær. Best er að taka upp í þurru veðri og helst þarf lofthitinn að vera um 10°C (allavega ekki lægri en 5°C). Í kulda er kartöflunum hætt við að springa og hýðið er viðkvæmt. Það er mikilvægt að plöntuleifar fylgi ekki kartöflunum í geymslu. Bæði er hættara við

Kartöflur Vaxtartími kartaflna á Íslandi nær oft að vera um 100 dagar, þær þurfa mun lengri tíma til að ná fullum þroska og vetra sig eðlilega. Af þessum sökum hafa hnýðin ekki undirbúið dvala þegar tekið er upp – því getur verið gott að slá grösin (eða fella með þar til gerðum efnum) svo sem viku fyrir áætlaða upptöku. Þannig fá kartöflurnar skilaboð um að vetrun þurfi að hefjast, hýðið styrkist og þær verða betur varðar fyrir upptökuskemmdum. Ef grös falla við snemmkomið frost og veður leyfir má draga örlítið að taka upp með sama árangri.

Mynd 1 . Sprungur: vaxtarsprungur (ofar),     upptökusprungur (neðar)

22

F REYJA 1 -1


GARÐRÆKT og ef þær frjósa, þá eru þær hreint og klárt ónýtar. Mismunandi er hvort kartöflur eru geymdar í bing, í kössum, í pokum (úr neti, striga eða jafnvel plasti) – allt er þetta vel nothæft, nema kartöflur í þéttum plastpoka, verða ónýtar á skömmum tíma (þær eru bara í dvala og verða að anda, þó lítið sé).

Mynd 2. Tvær kartöflur úr sömu geymslunni, önnur sýkt

(votarot), hin heilbrigð.

myglu ef slíkt fer með og svo enn og aftur er þarna smitberi (sé sýking í garðlandinu). Áður hefur verið vikið að því að hérlendis ná kartöflur sjaldan fullum þroska, það gerir að verkum að þær eru ósköp vanburðugar að takast á við hnjask, ekki bara vegna veiks hýðis, heldur líka vegna þess að innviðir kartöflunnar eru viðkvæmari en í fullþroska rótarhnýðum og því er hætt við að þær merjist. Fara þarf varlega með þær í upptöku, marin kartafla dökknar við suðu og verður ólystug.

Vel þroskaðar kartöflur geymast betur en lítt þroskaðar. Það er mikilvægt að öll sár og hýðisrispur þorni og grói sem allra fyrst og því er þörf á að þurrka kartöflur strax eftir upptöku – helst ætti það ekki að taka lengri tíma en sólarhring, varast ber þó að þurrka þær í sól og blæstri. Best er að láta dvalann byrja rólega, þá eru kartöflurnar geymdar við 10-20°C hita í 1014 daga, síðan er hitinn lækkaður í um 4°C og rakinn þarf að vera um 90%, annars skorpna þær. Þetta hita- og rakastig á síðan að vara allan geymslutímann. Áður en neyta á kartaflna er gott að hita þær aðeins með því að geyma þær 1-2 daga við ca 10 gráður. Í geymslu ber aðallega á tvenns konar skemmdum, svokölluðu votaroti sem lýsir sér í blautum myglublettum og kartaflan verður á endanum lin drulla sem úr vellur, þessi einkenni koma fyrst og fremst fram ef bakteríusjúkdómar eru í kartöflunum. Þurrarot hins vegar kemur fram í því að þurrkblettir koma í hýðið og smám saman skorpnar kartaflan upp, slík einkenni eru oftast af völdum sveppasýkinga. Hvort heldur sem er þarf að þrífa geymslur vel áður en ný uppskera fer í þær.

Ekki er mælt með að þvo kartöflur eftir upptöku náttúruleg vörn hnýðisins minnkar og þar með geymslugildið. Sölukartöflur eru t.d. ekki þvegnar fyrr en rétt fyrir markaðssetningu. Kartöflur þarf að þurrka vel og hratt fyrir geymslu, án þess að þær tapi raka. Ekki má skína á þær sól eftir upptöku, því þá verða þær grænar og ekki eftirsótt matvara.

Rófur

Það má forsjóða kartöflur og frysta en slík geymsla er sjaldgæf hérlendis, algengast er að koma þeim í þar til gerða geymslu.

Hefðbundið er í heimilisgarðrækt að kippa rófum upp og skera af þeim kálið og mestu rótarflækjuna, áður en þeim er komið í geymslu. Betra er að skera kálið af dálítið áður en taka á upp, þá hefja rófurnar dvalaundirbúning sinn af sjálfsdáðum. Gulrófur eru ekki viðkvæmar fyrir frosti og þola að frost fari í -7°C að næturlagi, án þess að skaði hljótist af, SVO FRAMALEGA sem þær eru ekki teknar upp fyrr en þær hafa þiðnað almennilega og taka verður upp í frostlausu. Þar af leiðir að geyma má rófur á vaxtarstað alllengi fram eftir hausti.Velja skal þurrt veður til upptökunnar, það minnkar líkur á geymsluvandamálum (sbr. kartöflur).

Kartöflugeymslur eru víða til, þær fullkomnustu með allskonar tæknibúnaði til að stilla hita, raka, blástur o.fl. Heimageymslur eru oft gamalgrafnar inn í hóla, hafa síðan verið endurbættar t.d. með því að koma gámi fyrir í hólnum, einangra vel, festa á góða loftræstitúðu og fá þannig sæmilega loftræst, frostfrítt geymsluhúsnæði. Kartöflur geymast best við um 4°C hita – fari hitinn niður fyrir 2°C kemur fram sætubragð

23

F REYJA 1 -1


GARÐRÆKT Frostþol gulróta er dálítið svo ekki þarf að óttast skaða í fyrstu frostum haustsins, svo fremi um vægt frost sé að ræða og upptaka látin bíða þar til þiðnar. Sambærilegt við rófnaupptökuna.

Kjöraðstæður til að geyma gulrófur eru 0°C og 9598% loftraki. Rakinn þarf að vera svo mikill til að rófurnar þorni ekki upp og verði linar. Mynd 3. Kartöflur með þurrarot, Loftræsting þarf skorpnar og óætar. að miðast við að rófurnar skorpni ekki í geymslunni, því má ekki vera trekkur þar.

Gulrótum er ákaflega hætt við skorpnun og þarf því að passa vel upp á rakt umhverfi frá upptöku til neyslu. Best er að setja þær strax í plastumbúðir til að hindra útgufun. Mikilvægt er þó að loftskipti geti átt sér stað í umbúðunum, annars myndast óheppilegar lofttegundir, sem skaða bragð og gæði rótanna. Vandamál geta skapast ef jarðvegur fylgir í pokana, því ætti að þvo gulrætur sem pakka á í plast.

Meðferð við upptöku ræður langmestu um skorpnun og hugsanlega smitun í geymslu. Ef rófa er heil þegar hún kemur í geymslu, eru minni líkur á ofþornun og litlar líkur á að t.d. sveppasjúkdómar nái fótfestu í henni. Mikilvægt er því að sár eftir afskurð, þorni vel áður en þangað kemur. Erlendis tíðkast að vaxúða rófur sem geyma á lengi til að minnka útgufun, oft hefur slík meðferð áhrif á bragðgæði. Helstu geymslusjúkdómar sem herja á rófur eru af völdum sveppa. Því er áríðandi að gæta ítrasta hreinlætis. Gulrófur eru geymsluþolnar með afbrigðum ef þær eru við rétt hita-/ rakastig og geymslur vel sótthreinsaðar. Einnig er hægt að snöggsjóða gulrófur í hóflega stórum bitum, frysta   síðan og nota í matargerð.   Næpur þurfa samskonar meðhöndlun og rófur og geymast   við líkar aðstæður, þær eru þó og geymast skemur. Gulrætur

Vegna mikils raka sem þarf að vera í æskilegum gulrótargeymslum, er hætt við að sveppasjúkdómar geri vart við sig, allavega ef hiti fer eitthvað yfir núllið. Best er að þvo gulræturnar varlega úr köldu vatni, áður en þeim er komið í geymslu. Þannig næst burtu mikið af sveppagróum sem er að finna í jarðveginum og á rótunum. Auðvitað þarf síðan að nota hreinar umbúðir og sótthreinsaðar geymslur, þar sem kjöraðstæður ríkja. Gulrætur geymast best við 0°C og 98-100% raka.

Gömul aðferð við geymslu gulróta, er að hafa vel rakan sand í kössum og grafa rætMynd 4. Vel geymdar og heilbrigðar, urnar í sandinn. Þannig helst fyrra árs uppskera á leið í pottinn í júlí raki á þeim en „jarðvegur201 1 . inn“ er eins hreinn og hugsfljótsprottnari ast getur en auk þess rakaheldinn. Ef gulrætur eru grófbrytjaðar og snöggsoðnar, má frysta þær og nota í matargerð, þetta er fyrirtaksráð til að fullnýta eigin uppskeru. Hreinlæti er fyrir öllu

Það er ekki auðvelt að sjá hvenær gulrætur eru “tilbúnar” til upptöku – meira að segja er oft erfitt að átta sig á hversu stórar þær eru (þó endinn sem upp snýr sé bústinn, er ekki víst að rótin sé löng). Enda þarf djúpan myldinn jarðveg svo þær geti vaxið langt niður. Þurrviðri er best til gulrótaupptöku og mælt með að skera grasið rúman cm frá rótinni. Alls ekki má láta gulrætur þorna í sól eða vindi – það leiðir til allt of mikils rakataps og þar með skorpnunar.

Við upptöku og geymslu matjurta er mikilvægt að þekkja til náttúrulegs vaxtarferils þeirra, vita hvað hentar best í dvala og síðast en ekki síst gæta fyllsta hreinlætis þegar geymsla þeirra er undirbúin. Með því er hægt að eiga matarforða fram að næstu uppskeru.

24

F REYJA 1 -1


SAGAN

Til hvers Landbúnaðarsafn? Landbúnaður telst til elstu atvinnuvega mannkyns. Hann varð til þegar mannkyn hóf að hugsa til fleiri daga en hins líðandi hvað snerti öflun fæðu og klæða; þegar menn létu sér ekki lengur nægja að neyta þess sem náttúran gaf heldur tóku að geyma forða, temja dýr til þarfa sinna og síðan rækta jurtir sér til nytja (agri-culture).

B JARNI G UÐMUNDSSON Landbúnaðarsafni Íslands

Þótt um sé að ræða árþúsunda þróun má segja að frumhugsun landbúnaðar hafi ekki breyst í tímanna rás: Jörð er ræktuð og búfé alið til hins sama og fyrr; að afla fæðu og fóðurs til framfærslu mannkyns. Sannarlega hafa nýjar þarfir komið til, að ekki sé nú talað um verkhætti og vinnubrögð. Flest af því snýst þó fremur um formið en innihaldið. Sunnlenskur bóndi sem plægir akur sinn með margskera vendiplógi við 200 hestafla dráttarvél haustið 2011 keppir að sama marki og kollegi hans við austanvert Miðjarðarhaf gerði árþúsundum fyrr er sá gekk um akurpentu sína með krókbogna viðargrein sem einhver dró: Að búa nytjajurtum sínum sem bestan sáðbeð. Á milli krókbognu viðargreinarinnar og stálgljáandi vendiplógsins liggur mikil saga. Kynslóð hefur bætt kynslóð reynslu og þekkingu, ekki aðeins um jarðvinnsluverkfærið heldur fjölmargt annað sem stuðlað hefur að framförum, t.d. efnistækni, nýir aflgjafar, stýritækni og fleira. Með vendiplógi sínum vinnur sunnlenski bóndinn á við þúsundir manna með krókbognu viðargreinunum. Þær þúsundir fást nú við önnur viðfangsefni í verkaskiptu samfélagi.

Í öllum þeim aðföngum sem nútímabúið á Íslandi krefst liggur þekking. Fyrir hana er goldið í kaupverði aðfanganna, þótt oftast sé hún smár og jafnvel hverfandi hluti þess. Í tímanna rás hefur þekking borist frá kynslóð til kynslóðar. Vitað er að alltaf bættist meira eða minna við þekkingu kynslóðanna og sjálfsagt hefur eitthvað glatast líka, t.d. þekking sem ekki var lengur brýn þörf fyrir. Í breytingalitlum samfélögum fyrri tíma, barst verkþekking og kunnátta hljóðalítið á milli kynslóða. Í dag eru tengslin orðin slitróttari. Ábyrgðinni hefur í meira mæli verið varpað á skóla og rannsóknastofnanir. Eitt af hlutverkum skóla er að varðveita þekkingu. Seint verður vitað hvaða þekkingar kann að verða þörf eða hvenær. Hérlendis vorum við t.d. jafnvel farin að halda að kal í túnum tilheyrði fortíðinni en erum nú skyndilega minnt á að svo er hreint ekki. Þekkingu geymum við á rit- og myndmáli, en líka í persónubundinni verkkunnáttu og hlutum, svo sem áhöldum og verkfærum. Byggðasöfn eru t.d. hlutasöfn þekkingarvarðveislunnar. Það er hins vegar samspil þessara þriggja þátta, sem mótar þá menningu, er einkennir verksviðið/atvinnugreinina og framsækni þess á hverjum tíma. Það er því ekki tilviljun að skóli hefur verið helsti bakhjarl Landbúnaðarsafns Íslands. Með því undirstrikar háskólinn að varðveisla þekkingar sé eitt af hlutverkum hans. Bændaskólar voru hvað fyrstu verkmenntaskólar landsins og þar hófst söfnun og miðlun þekkingar á

25

F REYJA 1 -1


SAGAN sviði búnaðarfræða, jarðræktar.

einkum

Það eru nær 110 ár síðan íslenskir bændur hreyfðu því á þingi sínu (á Búnaðarþingi 1903) að varðveita eldri búverkfæri. Í framhaldinu beitti Búnaðarfélag Íslands sér nokkuð fyrir verkefninu; sá m.a. til þess að varðveittust merkileg jarðvinnsluverkfæri frá Torfa í Ólafsdal. Með verkfærasafni, sem lögbundið var á Hvanneyri árið 1940 (lög nr. 64/1940 um Mynd 1 . Á íslenska safnadeginum 1 0. júlí sl. var opnuð lítil sýning í rannsóknir í þágu atvinnuvegLandbúnaðarsafni í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. anna), vannst nokkuð, þótt fljótSýningin dregur fram hugmyndir Jóns forseta um skóla fyrir bændur (frá lega gleymdist. Áhugamenn, 1 849), og eflingu landbúnaðarframleiðslu og viðskipta með landvörur m.a. með atbeina Búnaðarþings, bænda í kjölfar fengins verslunarfrelsis þjóðarinnar árið 1 854. Það síðHvanneyrarskóla og síðar Rannarnefnda kynnti Jón í riti sínu Lítil varningsbók er út kom árið 1 861 . sóknastofnunar landbúnaðarins, Ljósm. Þórunn Edda Bjarnadóttir. tóku að þoka búvélasafni áfram, er kom fram á áttunda áratug síðustu aldar. Landbúnaðarsafn Íslands tók við því efni er Með tímanum leiddi það til þess að í ársbyrjun safnast hafði til Búvélasafnsins á Hvanneyri. 2007 varð til sjálfseignarstofnunin Landbún- Það safn hafði þá þegar fengið formlega viðuraðarsafn Íslands, með stofnaðild Landbún- kenningu Safnaráðs sem sérsafn á sínu sviði. aðarháskólans, Bændasamtaka Íslands og Búvélasafnið var dæmigert hlutasafn. Með stofnun Landbúnaðarsafnsins var hlutverkið Borgarbyggðar. víkkað því vél eða verkfæri er ekki sjálfstæð

Mynd 2. Heyskapur á Hvanneyrarfit um 1 930 - á tímum handafls og handverkfæra. Með samvinnu

Landbúnaðarsafns og Laxveiði- og sögusafnsins í Ferjukoti er nú að ljúka rannsóknarverkefni um nýtingu borgfirska flæðiengja til heyöflunar á 20. öld og verkháttum við hana.Ragnhildur Helga Jónsdóttir umhverfisfræðingur og bóndi í Ausu stjórnar verkefninu. Ljósm. Árni G. Eylands.

26

F REYJA 1 -1


SAGAN eining heldur hluti í verki sem varpa þarf ljósi á sem heild. Sú hugmynd mótar hlutverk Landbúnaðarsafns eins og það er skilgreint í stofnskrá þess. Er ætlunin að fara þar svipaða leið og danska landbúnaðarsafnið og raunar fleiri erlend landbúnaðarsöfn hafa farið: Danska landbúnaðarsafnið byrjaði sem tæknigripasafn, einkum plóga og handverkfæra, en síðan var farið að sinna mun fleiri þáttum landbúnaðarins, m.a. varðveislu og meðferð plöntuerfðaefnis.

skerpingu sjálfsmyndar okkar – og varpar ljósi á menningu okkar. Landbúnaður var eitt helsta viðfangsefni okkar allt fram á fyrstu ár síðustu aldar. Hann er því gildur þáttur íslenskrar þjóðmenningar eins og sjá má á byggðasöfnum vítt um land.

Í Landbúnaðarsafni Íslands á með tímanum að verða til heildarmynd af þróun íslensks landbúnaðar sem endurspeglar það hvernig þekking varð til og hvernig henni hefur verið beitt til þess að framleiða hráefni til fæðis og klæða Hlutur er lítils virði ef enginn veit hvernig á að fyrir þjóðina. Líka megi þar fá nokkra mynd af nota hann eða hvernig hann var notaður. Söfn- því samfélagi sem mótaði landbúnaðinn á un fróðleiks um notkun og viðhald kunnáttu í hverjum tíma. helstu verkþáttum er því hluti safnsstarfsins. Á því sviði má benda á afar merkilegt heim- Áður var nefnt að frumhlutverk landbúnaðarildasafn Þjóðminjasafns sem varð til með ins breytist lítt og ekki hverjir sem tímarnir skráningu þjóðhátta t.d. um slátt og heyskap eru. Hins vegar markast tækni og vinnubrögð og fleiri bústörf frá tímum handverkfæranna. af þekkingu hvers tíma. Eftirsóknarverð staða Þjóðhættir breytast og söfnun þeirra er því safnsins væri sú að í þekkingu geymda þar sístætt viðfangsefni. Hins vegar hefur tækni til mætti sækja hugmyndir til þess að takast á við söfnunarstarfsins orðið hentugri með árunum; ný viðhorf sem skapast sem og hugmyndir til má þar nefna tölvuvæddar mynd- og þess að lýsa þáttum úr menningu okkar og tjá hljóðupptökur. þá. Freistandi er því að ljúka skrifunum með orðum, sem svo oft hefur verið vitnað til, enda En til hvers að vera að sanka þessum fróðleik fela þau í sér mannvit sem vart verður betur saman? Vissulega finna margir unað í því að orðað: Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal halda ýmsu til haga, að fá söfnunaráráttu sinni byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er svalað. Það eitt á þó varla við þegar um opin- nýtt. Að sínum hluta þarf Landbúnaðarsafn ber söfn er að ræða. Safn hjálpar okkur til við Íslands að geta veitt þá fræðslu.

Næsta tölublað Freyju kemur út 5. nóvember Prentað eintak kostar kr. 1500 nánari upplýsingar á sjarminn@sjarminn.is Freyja er blað sveitafólksins, eflið útbreiðslu Freyju!

27

F REYJA 1 -1


RADDIR ALLRA BÆNDA

Það er svo rómantíkst að búa í sveit! Anne Manly Thomsen og Sæmundur Jón Jónsson Árbæ á Mýrum Maður getur næstum heyrt fuglasöng og bakgrunnstónlistina, líkt og í gömlu dönsku Morten Korch bíómyndunum þar sem allt lék í lyndi. En er allt jafn fullkomið og það lítur út fyrir að vera, og ef það er það ekki, hvers vegna í ósköpunum finnur maður þá ennþá unga bændur um allt? Það er ósköp venjulegur rigningardagur, þegar við komum inn í útihúsin hjá Sæmundi í Árbæ. En í dag er maður ekki leiður yfir rigningunni, það eru nefnilega mánuðir síðan það kom eitthvað sem kallast getur rigning, svo grasvöxturinn hefur látið bíða eftir sér. Það litla sem var slegið, þegar „venja“ er að hefja slátt, líktist frekar 3. slætti frá síðasta ári sem þurfti að hreinsa af túnunum. En núna hefur rigningin gefið von um þokkalega uppskeru í sumar, þrátt fyrir allt. Svona er það á hverju ári, ef ekki vantar regn, þá rignir of mikið, of mikið rok eða of kalt. Í stuttu máli þá kvarta bændur víst alltaf undan veðrinu, sama hvernig það er. „En það er auðvelt að verða háður spennunni, líkt og spilafíkillinn sem heldur áfram að spila, þó hann vinni aldrei, þá heldur hann alltaf áfram, það segir konan mín allavega“ segir Sæmundur og hlær.

Ef maður spyr hann af hverju hann haldi áfram, þá stendur ekki á svari. Þrátt fyrir langa vinnudaga og óvissa framtíð, þá er starfið fullt af möguleikum og krefjandi verkefnum. Engir tveir dagar eru eins og alltaf eitthvað nýtt að takast á við. Hann segir að í byrjun hafi hann og konan tekið við býlinu vegna þess að þau höfðu bæði lokið landbúnaðarmenntun og vildu búa úti á landi. Þegar gengið er í gegnum útihúsin þá leynir sér ekki að þau eru komin til ára sinna. Byggingarnar eru frá því upp úr 1950, en núverandi innréttingar og skipulag er tilkomið eftir að Sæmundur og Anne tóku við árið 2005. Kýrnar eru núna í lausagöngu í stað þess að vera bundnar á bás. Sæmundur útskýrir að vanda-

Fjölskyldan saman að störfum (yngsta meðliminn vantar)

28

F REYJA 1 -1


RADDIR ALLRA BÆNDA mál með spenastig, júgurbólgu og doða heyri sögunni til en jafnframt kom í ljós að sumar kýrnar áttu við fótavandamál að stríða. Eftir að hafa reynt ýmislegt látum við núna klaufsnyrta allar kýrnar einu sinni á ári. ”Núna eru við ekki með neina kú sem ekki getur fylgt hinum eftir vegna lélegra eða ofvaxinna klaufa, áður leiddi það oft til þess að þær fengu júgur- og liðabólgu” segir Sæmundur.

færingar og breytingar á núverandi byggingum eru ekki mögulegar og því þarf róttækar aðgerðir til að halda þróuninni áfram, eitthvað sem efnahagurinn gefur ekki færi á þessa stundina. Þegar kýrnar hafa fengið fóður sem mun halda þeim uppteknum fram að kvöldmjöltum, hoppum við upp í grænu dráttavélina. „Hún er með rauðar felgur, það er mikilvægt“ segir Sæmundur hlæjandi og heldur áfram með því að segja frá öllum rökræðum úti í náttúrunni  sem hann hefur átt við 5 ára son sinn, sem gjarnan vill eiga öðruvísi dráttarvél, ef hún verði græn eins og þessi þá verði felgurnar að minnsta kosti að vera gular. Á leiðinni í gegnum hlaðið á bænum komum við framhjá ísgerðinni, sem var sett á laggirnar 2008. Lagt var út með það að skapa meiri tekjur af því sem þegar var framleitt á búinu. Hugmyndin er hollensk og felst í því að sem mest af hrávörunum komi úr nærumhverfinu. Öll mjólk og rjómi kemur beint frá kúnum og í raun er hægt að bera fram rjómaís í hádeginu úr mjólk sem kom frá kúnum í morgunmjöltunum. Ísinn hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustuna sem er rekin á sama stað af foreldrum Sæmundar.

Í gömlu hlöðunni komum við framhjá risastóru gulu tæki     Dýrin una sér vel, frjáls sem mun vera fóðurblandari. Hann virðist ekki passa inn í þetta gamla umhverfi en samkvæmt Sæmundi þá hefur hann haft mjög jákvæð áhrif á heilsufar kúnna. Eftir að kýrnar voru leystar af básunum eru þær allar fóðraðar á heilfóðri, þar sem öllum fóðurefnum er blandað saman og eru því allar mjólkurkýrnar fóðraðar eins og engin einstaklingsfóðrun. Geldkýr og óbornar kvígur eru hafðar sér þar sem þær fá gróft kalísnautt hey og geldstöðukjarnfóður fyrir burð. „Það er á hreinu að maður hittir ekki alltaf á réttu lausnina í fyrstu tilraun“ segir Sæmundur og lyftir öxlunum, „en þegar maður gefur eftir smá stolt og viðurkennir að hlutirnir virki ekki, þá getur maður haldið áfram og fundið réttu lausnina, þetta er eins og púsluspil sem gengur aldrei upp fyrr en öll púslin snúa rétt á Við keyrum um akurlendið sem aðallega er notað til ræktunar á grasi og korni, en búið er sínum stað“. sjálfbært hvað varðar öflun á fóðurbyggi og Gömlu byggingarnar eru greinileg kennileiti gróffóðri. Síðustu ár hafa verið gerðar tilraunir þess hve mikil áhrif fjármálakreppan hefur með að verka gróffóðrið í votheysstæðu, fyrst í haft á marga bændur. Meðan parið var á fullu akurstakk úti á túni og síðan á malarplani við að þróa og vinna að lausnum á búinu, skall útihúsin. Þrátt fyrir að það hafi létt undir dagefnahagskollsteypan á með þeim afleiðingum leg verk eins og fóðrun, þá hefur það því miðað allt sem hugsanlega þarf í nýbyggingu, er ur ekki haft jákvæð áhrif á mjólkurframleiðslorðið miklu dýrara og á meðan versnar una. Sæmundur kvartar undan próteininniástandið á gömlu byggingunum. Fleiri lag- haldinu í mjólkinni sem hefur aldrei verið eins

29

F REYJA 1 -1


RADDIR ALLRA BÆNDA hverfa út í buskan. Þegar Sæmundur kemur síðan móður og másandi inn í dráttavélina, muldrar hann eitthvað um að túnarollurnar verði komnar inn aftur áður en við verðum komin heim. Það er greinilega mjög tímafrekt og virðist endalaus vinna að gera við girðingar og reka úr túnunum á þessu landssvæði, hafi maður ekki áhuga á að fóðra sauðfé annarra bænda, hreindýr, álftir eða gæsir, sem við Hesturinn hefur verið leystur af sem þarfasti þjónninn verðum óneitanlega minnt á þegar gasbyssan hleypir af með miklum hvelli við hliðina á lágt: „Ennþá einn hlutur sem þarf að lagfæra dráttarvélinni. Sem betur fer getum við líka aðeins þannig að það virki eins og ætlunin er“ nýtt tækifærið til að líta eftir dýrunum, sem í viðurkennir hann. En það eru aðrir hlutir sem raun tilheyra búinu. Í síðasta hólfinu sem við hafa skilað óvenju góðum árangri. Efst á landförum í gegnum eru hestar og uxar sem hafðir areigninni, þegar komið er upp í þurra og eru úti allt árið. Báðir hóparnir bera þess grýtta jörð þar sem jökulvötnin runnu um áður greinileg merki að vera brauðætur. Það er en þau voru beisluð, sjáum við akur sem er bæði notalegt og heillandi að klappa þessum mun grænni en hinir. Það er hérna sem gerð ljúfu dýrum og sjá hvernig þau njóta þess að hefur verið tilraun með að dreifa fiskúrgangi. vera frjáls úti í náttúrunni. „Það er ekkert eins „Að vísu þarf maður að venjast því að vera gott og að setja tennurnar í kjöt, sem maður viðkomustaður allra hrafna og máva á svæðveit að hefur lifað frjálsu og streitulausu lífi“ inu, auk þess að taka við skömmum frá segir Sæmundur, en flýtir sér að bæta því við konunni þegar vindáttin stendur frá móttökuað hvorki konan né börnin myndu leyfa honsvæðinu að bænum, en uppskeruaukinn og um að setja tennurnar í einhvern af hestunum: sparnaðurinn við áburðarkaup vegur það „Þeir eiga víst að kallast reiðdýr“ segir hann upp“ segir Sæmundur og brosir út í annað. og hlær. Allt í einu stöðvar hann dráttarvélina og stekkur út eins og brjálæðingur. Það tekur undirritaða smá stund að átta sig á aðstæðum. Fyrir framan slánann, sem stekkur hrópandi og kallandi, veifandi höndum og fótum, hleypur hópur af hvítum ullarhnoðrum. Eftir því sem við nálgumst markagirðinguna, fjölgar í hópnum. Þegar að girðingunni er komið troða þær sér undir eða í gegnum hver á eftir annarri og

Á heimleiðinni tölum við um framtíðina í landbúnaðinum, bæði fyrir fjölskylduna og almennt hinn íslenska bónda. Það er enginn vafi á því að framtíðin getur verið eins og happadrætti. Það er ómögulegt að vita hvernig aðstæður verða eftir fimm til tíu ár, bæði efnahagslega og framleiðslulega séð. Það er í það heila tekið mjög erfitt fyrir ungt fólk að hefja

30

F REYJA 1 -1


RADDIR ALLRA BÆNDA búskap og fyrir þá sem þó ná svo langt, getur róðurinn verið mjög þungur. Enginn vafi leikur þó á því að fyrir okkur er lífið með dýrunum, náttúrunni í kringum okkur og frjálsræðið sem það gefur að vera sinn eigin herra, ástæðan fyrir því að okkur líkar að vera bændur. Það mikilvægasta er að vera í stöðugri þróun og skapa ný tækifæri, í stað þess að festast í óþarfa endurtekningum. Ekki þrjóskast við að halda því áfram sem ekki virkar, eingöngu vegna þess að maður sé of stoltur til að viðurkenna mistök, stundum er hollt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og halda áfram með lífið. Heima safnast fjölskyldan saman í hádegismat, eitthvað sem líklega gerist oftar hér en í

þéttbýli þar sem hver sér um sig allan daginn og kemur þreyttur heim að loknum vinnudegi. Það eru því líka kostir fyrir fjölskyldulífið hjá þeim sem reka landbúnað, kostir sem vega meira en ókostir við að búa langt frá skóla og tómstundaiðju. Rými er til að vera útaf fyrir sig en að geta á sama tíma notið kosta þess sem samfélagið býður upp á, veraldarvefurinn á þar stóran þátt. Fjarnám, þar sem hægt er að læra án þess að yfirgefa heimili og fjölskyldu í lengri tíma. Með þessum orðum vill undirrituð svipta hulunni af sjálfri sér sem „konunni í Árbæ“ sem fékk með þessari samantekt að æfa sig í greinarskrifum fyrir stúdentspróf sem hún er á fullu við að ljúka.

31

F REYJA 1 -1


SAUÐFJÁRRÆKT

Lesið í lambabókina Eyjólfur Ingvi Bjarnason

byggt á upplýsingum um lamb sem finna má í bókinni.

Sauðfjárbændur sem taka þátt í skýrsluhaldi kannast flestir við bláu haustbókin sem þeir fá í hendur að loknu voruppgjöri. Í bókinni er mikið af upplýsingum. Þessi pistill leiðbeinir mönnum varðandi upplýsingar um ætternismat við líflambaval.

Ef allir eiginleikar eiga að hafa jafnt vægi leggjum við einkunnirnar saman og deilum svo í með fjórum. 123 + 119 + 104 + 114 = 460. 460/4 = 115 í einkunn.

Ætternismatið er reiknað fyrir fjóra eiginleika og byggir á upplýsingum um BLUP kynbótamat foreldra. Fyrir alla eiginleika er landsmeðaltalið sett á 100. Hærri einkunn bendir því til þess að viðkomandi gripur sé líklegur til kynbóta í þeim eiginleika.

Ef afurðaeiginleikar eiga að gilda 70% (frjósemi 35%, mjólkurlagni 35%) á móti 30% frá kjötgæðum (gerð 15%, fita 15%) þarf að gefa hverri einkunn vægisstuðul. Formúlan lítur þá svona út: ((15*fita)+(15*gerð)+(35*frjósemi)+(35*mjólkurlagni) / 100)

Eiginleikarnir fjórir sem ætternismat er reiknað fyrir eru; fita, gerð, frjósemi og mjólkurlagni. Mat fyrir fitu byggir á upplýsingum um fitu sláturlamba samkvæmt EUROP matskerfinu, hærri einkunn bendir því til minni fitu hjá afkomendum gripsins. Mat fyrir gerð byggir einnig á upplýsingum úr EUROP matskerfinu þannig að hærri einkunn bendir til betri gerðar hjá afkomendum. Frjósemismatið byggir á upplýsingum um fjölda fæddra lamba, hærri einkunn hjá gimbrarlömbum bendir þá til að gimbrin geti orðið frjósöm ær og hjá hrútlömbum bendir það til að dætur hrútsins verði frjósamar ær. Mat á mjólkurlagni byggir á upplýsingum um afurðarstig ánna, hjá gimbrarlömbum bendir hærri einkunn til að gimbrin geti orðið afurðasöm ær og hjá hrútlömbum að dætur hans verði afurðasamar ær.

Fyrir sama lamb: ((15*123)+(15*119)+(35*104)+(35*114) / 100) = ((1845+1785+3640+3990) / 100 = 11260 / 100 = 112,6 í vegna einkunn Sömu formúlu má nota fyrir hvaða samsetningu af vægi eiginleikanna sem ræktandi kýs að nota. Með því að sækja lambabókina á Excel formi inn á skýrsluhaldskerfi BÍ, www.fjarvis.is má gera sömu útreikninga þar og hér er líst. Að skoða ætternismat lamba á þennan hátt og velja „bestu“ lömbin samkvæmt því til ásetnings er góð leið til að bæta hjörðina. Jafnframt ætti afkoman af búskapnum að batna í þá átt sem hver bóndi vill beina henni. Ef ráðnautur hefur komið og dæmt lömb er gott að hafa þessar einkunnir til hliðsjónar, sérstaklega ef valið stendur milli tveggja sambærilegra gripa skv. dómi.

Vilji menn reikna út eina einkunn fyrir viðkomandi lamb er slíkt hægt á einfaldan hátt. Ræktandinn verður þó að ákveða vægi hvers eiginleika í sinni ræktun. Eftirfarandi dæmi er

32

F REYJA 1 -1


UTAN ÚR HEIMI

Mjaltaþjónar á Norðurlöndum Snorri Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Esa Manninen og Kaj Nyman, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðar og matvæla (MTT), Finnlandi Mats Gyllenswärd, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Svíþjóð Odd Rønningen, afurðafélaginu Tine, Noregi Carl Oskar Paulrud og H.C. Larsen, Þekkingarsetri landbúnaðarsins, Nautgriparæktarsviði, Danmörku Síðustu árin hefur verið ör þróun í útbreiðslu mjaltaþjóna á Norðurlöndunum og í dag er það svo að hvergi annars staðar á heimsvísu er jafn hátt hlutfall mjólkur framleitt í fjósum með mjaltaþjónum. Hæst er hlutfallið í Danmörku þar sem 26,9 prósent innveginnar mjólkur kemur frá mjaltaþjónabúum en Ísland er skammt undan með 26,4%. Á meðal Norðurlandanna er fimmta hver kýr mjólkuð af mjaltaþjóni og samtals nemur mjólkurmagnið 22% af heildarframleiðslu landanna. NMSM

Fimmta hver kýr mjólkuð af mjaltaþjóni

Afurðastöðvarnar á Norðurlöndunum vinna saman að ýmsum hagsmunamálum á sviði mjólkurgæðamála. Þetta er gert í gegnum félagsskapinn NMSM (Nordiske Mejeriorganisationers Samarbejdsudvalg for Mælkekvalitetsarbejde) og einn vinnuhópur innan NMSM sér um mjaltatækni og kallast hann tæknihópur NMSM. Þessi vinnuhópur sér meðal annars um að safna saman árlegum upplýsingum um útbreiðslu mjaltaþjóna á Norðurlöndunum.

Samtals voru 4.812 mjaltaþjónaklefar í notkun um síðustu áramót á 3.040 kúabúum eða sem nemur 1,6 mjaltaþjónaklefum á hverju mjaltaþjónabúi. Alls voru 32.554 kúabú í rekstri á Norðurlöndunum við áramótin 2010/2011, sem þýðir að 9,3% kúabúa Norðurlandanna eru með mjaltaþjóna. Þessi bú eru hinsvegar

Samkvæmt nýjustu tölum tæknihóps NMSM sést að í bæði Danmörku og á Íslandi var tiltölulega ör þróun á útbreiðslu mjaltaþjóna til ársins 2008 en vegna fjármálakreppunnar nánast stöðvaðist frekari þróun í kjölfarið. Athyglivert er hinsvegar að sjá að fjármálakreppan hafði lítil áhrif á þróunina á hinum Norðurlöndunum (sjá     nánar á mynd 1).

Mynd 1 . Þróun útbreiðslu mjaltaþjóna hefur verið hröð frá

árinu 1 996

33

F REYJA 1 -1


UTAN ÚR HEIMI mun stærri að jafnaði með 96,4 kýr en meðalstærð búa sem ekki voru með mjaltaþjóna á Norðurlöndunum við síðustu áramót var hinsvegar 39,6 kýr. Vegna þessa munar hefur tæknihópur NMSM metið það svo að af tæplega 1,5 milljón mjólkurkúm Norðurlandanna, séu 20% þeirra mjólkaðar af mjaltaþjónum. Þá metur vinnuhópurinn það einnig svo að 22% af þeirri mjólk sem er lögð inn í afurðastöðvarnar á Norðurlöndunum komi frá mjaltaþjónabúum, þ.e. af heildarframleiðslunni árið 2010 upp á 11,5 milljarða lítra mjólkur þá hafi u.þ.b. 2, 5 milljónir lítra komið frá mjaltaþjónabúum. Danir leiða Flest mjaltaþjónabú voru við síðustu áramót í Danmörku, eða 896 bú með 2.094 mjaltaklefa. Þar á eftir kemur svo Svíþjóð með 755 mjaltaþjónabú og 1.156 mjaltaklefa. Þegar horft er til stærðar búanna kemur hinsvegar í ljós að dönsku búin eru miklu stærri að jafnaði en bú hinna Norðurlandanna. Þannig var meðalstærð danskra mjaltaþjónabúa við síðustu ára-

mót 2,34 mjaltaklefar á hvert bú en næst stærstu búin voru í Svíþjóð þar sem 1,53 mjaltaklefar voru á hverju búi. Hin löndin þrjú eru allnokkuð frá þessum stærðum og eru undir 1,22 mjaltaklefum á hvert bú (sjá nánar í töflu 1). Hið norræna samstarf Þrátt fyrir allmikinn mun á mjólkurframleiðslunni á milli Norðurlandanna eiga þau það öll sameiginlegt að verulegur hluti mjólkurinnar kemur frá búum með mjaltaþjónum. Sú staðreynd kallar um leið á eftirlit með gæðaþáttum mjólkurinnar eins og frumutölu, líftölu og lausum fitusýrum í mjólk. Mikilvægi þverfaglegs samstarfs Norðurlandanna varðandi rannsóknir á mjaltaþjónum, framleiðslu þeirra og mjólkurgæðum hefur því síst minnkað á liðnum árum, þvert á móti. Greinin hefur einnig birtst á hinum Norðurlöndunum í Buskap, KVÆG, Nauta og Husdjur

Tafla 1 . Danmörk leiðir hin Norðurlöndin þegar horft er til ólíkra þátta er lúta að mjaltaþjón  um, 31 . desember 201 0.

34

F REYJA 1 -1



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.