Freyja 2 3

Page 1

BÚNAÐARBLAÐIÐ

FREYJA

3. TÖLUBLAÐ

HAUST 2012

2. ÁRGANGUR


EFNISYFIRLIT Er íslenskur landbúnaður í stakk búinn til að framleiða nægan mat fyrir þjóðina? Sveinn Margeirsson

3

Fóðuröflun í kapp við óboðna gesti Grétar Már Þorkelsson

6

Landbúnaður í Nýja-Íslandi David Gislason

9

Litafjölbreytileika íslenskra kúa Sara María Davíðsdóttir

12

Hníslasótt Hákon Hansson

21

Samræmi í mælingum og dómum á lifandi lömbum Kristbjörn H. Steinarsson

27

Sæðingakassinn Katrín Andrésdóttir

30

Til sölu nokkrar kvígur komnar að burði Guðný H. Björnsdóttir og Sigurgeir B. Hreinsson

31

Árið 1912 -

33

Búnaðarblaðið Freyja 3. tölublað, 2. árgangur Útgáfudagur: 1. september 2012 Ábyrgðarmenn og ritstjórar: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897), Axel Kárason (860-2935) og Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384) ISSN: 1670-8911 Forsíðumynd: Dagbjört Drífa Thorlacius, samsett ljósmynd Útgefandi: Útgáfufélagið Sjarminn, Raftahlíð 55, 550 Sauðárkrókur www.sjarminn.is sjarminn@sjarminn.is

FREYJA 3-2


Frá ritstjórn Haustið er farið að minna á sig eftir hlýtt og gott sumar, þurrkar hafa þó sett mark sitt á sumarið víða um land. Öfgar í veðurfari eru þó ekki einsdæmi hér á landi því fyrir sléttum 100 árum urðu menn að taka sér hlé á heyskap í ágúst sökum snjóa líkt og kemur fram í veðurfarsyfirlit frá árinu 1912 sem finna má í blaðinu og birtist áður í Búnaðarriti. Haustið er líka uppskerutími, bændur fara yfir árangur sumarsins í fóðuröflun og taka ákvörðun um búsmala sinn næsta vetur. Vonandi verða flestir ánægðir en alltaf eru til þeir sem verða fyrir vonbrigðum. Í blaðinu er grein um kornrækt í Austur Skaftafellssýslu, en þar etja menn kappi við óboðna gesti sem vilja eyðileggja hluta af uppskerunni með tilheyrandi kostnaði fyrir bændurna. Í blaðinu er einnig vönduð samantekt á litafjölbreytileika íslenska kúakynsins sem og fróðleg grein um það hvernig landbúnaður hefur breyst í Kanada á slóðum vesturfaranna síðustu ár. Þó tæknibylting hafi orðið í landbúnaði víða um heim á síðustu 50 árum horfa menn víðs vegar á aðsteðjandi vandamál á komandi árum. Hver á að framleiða matinn! Á Bretlandseyjum er um þessar mundir varið milljónum punda í að bjóða ungu fólki í starfsnám til að það kynnist hinu fjölbreytta umhverfi landbúnaðarins með það fyrir augum að einhverjir sjá hag sínum borgið í því að framleiða matvæli. Slík þróun þarf að eiga sér stað um allan heim, Ísland er þar ekki undanskilið svo hér verið heilsársbúseta í öllum sveitum landsins árið 2050. Samhliða útgáfu þessa blaðs fer ný heimsíða í loftið sem eykur möguleika á fjölþættari miðlun fróðleiks um landbúnaðarmál. Lesendur er hvattir til að fylgjast með henni á komandi mánuðum.

© Ragnar Þorsteinsson

Hlíðarrétt í Mývatnssveit, 2005

FREYJA 2-2

2


UMRÆÐAN

Er íslenskur landbúnaður í stakk búinn til að framleiða nægan mat fyrir þjóðina? Fæðuöryggi hefur verið allnokkuð í umræðunni á Íslandi undanfarið. Nokkuð ber á að hugtökunum fæðuöryggi og matvælaöryggi sé ruglað saman og verður því byrjað á að skilgreina þau hér: - Fæðuöryggi (Food security) fjallar um aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum - Matvælaöryggi (Food safety) fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum

SVEINN MARGEIRSSON Forstjóri Matís sveinn@matis.is

Líklega er aukin umræða um fæðuöryggi á Íslandi, sem og í heiminum öllum, ekki hvað síst tilkomin vegna þess að jarðarbúar eru smám saman að gera sér grein fyrir að neyslumynstur í líkingu við það sem tíðkast í dag mun ekki ganga upp til lengdar. Í öllu falli ekki ef jarðarbúum fjölgar í takt við mannfjöldaspár (9 milljarðar fyrir 2050) og ríkidæmi ákveðins hluta þeirra vex meðan aðrir sitja eftir, margföldun millistéttar í Kína og á Indlandi er nærtækt dæmi um þetta. Meiri óvissa um það hvort nægileg fæða sé og verði aðgengileg til frambúðar hefur leitt af sér hækkanir og sveiflur á matvælaverði og fjármálamenn heimsins hafa ekki látið hjá líða að auka á sveiflurnar með skortstöðum á ýmsa vegu. Fæðuöryggi er víða ógnað, á meðan annars staðar er ofgnótt matar. En hver skyldi staðan vera á Íslandi og hvernig kemur fæðuöryggi íslenskum landbúnaði við?

„Hvað öruggt framboð á matvælum snertir eru Íslendingar nokkuð sér á báti og staða þeirra veikari en nágrannaþjóða. Þar sem Ísland er eyja og geta til fjölbreyttrar matvælaframleiðslu takmörkuð eru Íslendingar mjög háðir reglulegum innflutningi matvæla svo og aðfanga til framleiðslu matvæla.“ Einnig segir í skýrslunni: „Ekki er nóg með að hátt hlutfall matvæla kemur erlendis frá, heldur er innlend matvælaframleiðsla verulega háð innfluttum aðföngum. Landbúnaður þarfnast áburðar, eldsneytis, útsæðis og tækjabúnaðar sem flutt eru hingað svo nokkuð sé nefnt“. Ekki var hlutur bænda áberandi í hópnum sem vann skýrsluna, en hópnum veitti forstöðu Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands. Hvað sem því líður, verður því ekki á móti mælt að íslenskur landbúnaður

Fæðuöryggi Fæðuöryggi var til umfjöllunar í áhættumatsskýrslu fyrir Ísland sem utanríkisráðuneytið gaf út í mars 2009 . Þar segir m.a.:

3

FREYJA 3-2

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir


UMRÆÐAN er að mörgu leyti háður innfluttum aðföngum. Það má því spyrja hvort hann sé í stakk búinn m.t.t. fæðuöryggis, eða hvort það verði nýju fötin keisarans sem prýða munu landbúnaðarframleiðslu Íslendinga þegar reynir fyrir alvöru á fæðuöryggi á Íslandi? Áður en að því kemur ættum við að líta okkur nær og velta fyrir okkur hvort skynsamlegt sé að breyta og bæta þannig að við þurfum minna að reiða okkur á innflutt aðföng. Stefnumótun Í stefnumótun stjórnvalda fyrir „Ísland 2020 sókn fyrir atvinnulíf og samfélag -Þekking, sjálfbærni og velferð“ stendur: „Tryggja þarf ábyrga og sjálfbæra nýtingu og samkeppnishæft náttúruauðlinda atvinnulíf. Sjálfbærni í því sem snýr að matvælum tekur m.a. til notkunar og framleiðslu á innlendum aðföngum í landbúnaði s.s. áburði, fóðri og orkugjöfum/olíu. Með því að auka innlenda matvælaframleiðslu er stuðlað að aukinni sjálfbærni og ýtt undir atvinnusköpun. Mikilvægt er að arður af sameiginlegum auðlindum sé hámarkaður til lengri tíma litið og að hann skili sér til samfélagsins alls, bæði beint og óbeint.“ Í stefnumótuninni eru tillögur um hlutlæg markmið sem snúa beint að íslenskum landbúnaði: „Að hlutfall innlendrar matvöru í matvöruneyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020.“

„Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta áratug.“ Unnið

er

heildarstefnumótun fyrir landbúnað á Íslandi á vegum stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Einnig hefur verið unnið að stefnumótun til eflingar margra búgreina á Íslandi. Nú nýlega lauk jafnframt starfi hóps á vegum stýrihóps um atvinnustefnu fyrir árið 2020, sem undirritaður á sæti í. Hópinn skipuðu bændur og aðrir sem þekkja vel til matvælaframleiðslu á grundvelli íslensks landbúnaðar og skilaði hópurinn mörgum mjög athyglisverðum tillögum. Meðal þeirra eru eftirfarandi tillögur en nánari útfærslu á öllum tillögunum er að finna í lokaskjali sem skilað var til verkefnisstjórnar: 1. Landnýting og fæðuöryggi. Lagt er til að landnýtingarstefna verði mörkuð, land verði kortlagt og flokkað. Gæði þess, afkastageta og aðgengi til matvælaframleiðslu verði skilgreind út frá sjónarmiðum fæðuöryggis innanlands og möguleikum til útflutnings matvæla. Stefnan feli í sér sjálfbæra og hagkvæma nýtingu lands til fóður- og matvælaframleiðslu, þ.a. tryggt sé öruggt framboð matvæla. 2. Opinber stuðningur við landbúnað. Ráðist verði í endurskoðun á stuðningskerfi í landbúnaði með það að markmiði að efla íslenskan landbúnað, auka hagkvæmni með tilliti til fæðuöryggis, sjálfbærni og sérstöðu íslenskra landbúnaðarafurða. Samráð verði haft við bændur og aðra hagaðila til að ná sátt um niðurstöðu endurskoðunarinnar.

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

FREYJA 3-2

4


UMRÆÐAN

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

3. Nýsköpun. Lagt er til að byggður verði upp öflugur þróunarsjóður fyrir landbúnað sem hafi að markmiði að auka virði landbúnaðarframleiðslu. Sjóðurinn hvetji til þverfaglegs samstarfs á milli menntaog rannsóknastofnana, ólíkra hluta landbúnaðarins og annarra greina atvinnulífsins, s.s. ferðamennsku og listgreina. Sérstaklega verði horft til bættrar nýtingar aukaafurða, möguleika til orkuframleiðslu og samstarfs um markaðssetningu sem byggi á sérstöðu íslenskra matvæla. 4. Sérstaða íslenskrar framleiðslu. Mikilvægt er að neytendur geti valið íslenskar afurðir ef þeir svo kjósa. Lagt er til settar verði strangar og gagnsæjar reglur um notkun upprunamerkinga sem byggi á íslenska fánanum og að neytendur geti með auðveldum hætti greint upprunaland matvöru. Tillögurnar eru að mínu mati mjög góður grunnur til að standa á við frekari stefnumótun og verða þær teknar til gaumgæfilegrar skoðunar hjá stýrihópnum um mótun atvinnustefnunnar.

Lokaorð Bændur þekkja landbúnað og lífrænar auðlindir landsins betur en flestir aðrir, með sambærilegum hætti og sjómenn þekkja sjávarútveg og lífríki sjávar betur en flestir aðrir. Þessar stéttir sjá virðiskeðju matvæla

5

FREYJA 3-2

fyrir hágæðahráefnum ef rétt er að málum staðið og á því verði sem samkeppnisfært er. En matvælavinnsla endar ekki við dyrnar á sláturhúsinu eða við bryggjuna. Mikil tækifæri felast í því að horfa heildstætt á matvælaframleiðslu á Íslandi. Hvernig er t.d. hægt að spila saman þekkingu úr landbúnaði og sjávarútvegi? Hvernig ætlum við Íslendingar t.d. að nýta aukaafurðir fiskvinnslu, s.s. bein og slóg til að minnka þörf fyrir innflutning á tilbúnum áburði? Má e.t.v. nýta slík bjargráð til þess að færa hefðbundinn íslenskan sauðfjárbúskap úr því öngstræti sem hann óneitanlega er kominn í efnahagslega, þar sem stór hluti tekna sauðfjárbænda er étinn upp með útgjöldum vegna áburðar og rúlluplastkaupa? Slíkt getur ekki gengið til frambúðar. Er e.t.v. hægt að auka hagkvæmni framleiðslunnar með því að framleiða aðeins minna, nýta landið betur og minnka kostnað vegna aðfanga? Eða er lykillinn að hagkvæmari framleiðslu hugsanlega aukin framleiðsla og útflutningur? Spyr sá sem ekki veit, en efast þó ekki um að ef við Íslendingar ætlum að sníða okkur stakk eftir vexti með tilliti til fæðuöryggis er mikilvægt að við horfum ekki einungis á framleiðslugetuna í landbúnaðinum, heldur einnig á kostnaðarhliðina, á lágmörkun þeirra þátta sem kalla á innflutning og sjálfbærni í aðföngum á sem flestum stigum matvælaframleiðslunnar, horfa verður til möguleika í frekari matvælavinnslu, markaðssetningu og samspili við aðra hluta lífhagkerfisins (e. Bio-economy) á Íslandi.


JARÐRÆKT

Fóðuröflun í kapp við óboðna gesti Mikið hefur verið rætt og ritað um tjón á uppskeru af ræktarlöndum, bæði kornökrum og túnum, af völdum gæsa og álfta, og nú á síðustu árum hreindýra. Þetta er ekki ofsögum sagt því uppskerumælingar sýna að um gríðarlegt tjón er að ræða. Kostnaður við fóðuröflun hefur hækkað gríðarlega á síðustu 10 árum og eru bændur stöðugt að reyna afla fóðurs á sem hagkvæmastan hátt, t.d. með betri áburðarnýtingu, hagkvæmni í vélanýtingu og prófun nýrra yrkja. Hafa bændur náð góðum árangri í þessum efnum síðastliðin ár en að sama skapi hefur ágangur andfugla og sums staðar hreindýra aukist það mikið að ávinningur hagræðingarinnar er étinn upp án þess að nokkuð komi í staðinn.

GRÉTAR MÁR ÞORKELSSON Búfræðingur Búnaðarsamband Suðurlands gretar@bssl.is Frá því árið 2005 hafa verið gerðar óformlegar en samræmdar uppskerumælingar í kornrækt í Austur–Skaftafellssýslu. Þessar mælingar hef ég annast í nánu samstarfi við bændur í sýslunni og einnig notið faglegrar ráðgjafar annarra ráðunauta og sérfræðinga í kornrækt. Uppskerumælingarnar fara þannig fram að út á akurinn er settur rammi sem er 1m2 að stærð, (sjá mynd). Þetta er gert á tveim stöðum og reynt að finna stað þar sem meðalsprettan á akrinum er. Því næst eru öxin innan rammans skorin, kornið tekið af 10 öxum og þau vigtuð. Eftir að búið er að finna þyngd kornsins af öxunum er afgangur axanna talinn og þannig fundin út þyngd kornsins innan rammans og í framhaldinu reiknað heildarmagn korns á akrinum. Til að finna út þe.% eru tekin 100 gr.

© Grétar Már Þorkelsson

Uppskerumæling á korni

af korni, sem síðan er þurrkað í bakaraofni við 80°C í um 2 klst. og síðan vigtað aftur. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er auðvelt að sjá hver uppskeran ætti að vera á hvern ha. Það svæði sem fuglarnir hafa verið á er síðan hnitað með GPS-tæki áður en kornið á akrinum er þreskt og þannig fundið út hve stór hluti akursins hefur orðið fyrir tjóni. Í 1. töflu kemur fram fjöldi ha og magn kornuppskeru í A-Skaft. árin 2005 – 2011. Þar eru einnig upplýsingar um áburðarverð, verð á sýru og kostnað við þreskingu. Í aftasta dálkinum er síðan tjón vegna fugla metið í % af heild. Upplýsingar fyrir 2011 eru afar sérstæðar en það ár var sáð korni í 413 ha en einungis 214 ha þresktir. Ástæðurnar eru einkum veðurfar það haust og fleiri ástæður. Ætla má að tjón vegna fugla hafi verið mun meira það ár en fram kemur því fuglinn fékk að vera óáreittur fram eftir hausti og því kannski ekki auðvelt að meta allt sem hann át þá sem tjón. Í töflunni má einnig sjá hve kostnaður við kornrækt hefur aukist gríðarlega á þessu árabili en þá hefur verð á áburði og sýru hækkað hvað mest. Ef skoðaður er kostnaður við jarðrækt árið 2005 kostaði hver ha í ræktun um 65.000 kr. en um 140.000 kr. árið 2011.

FREYJA 3-2

6


JARÐRÆKT 1. tafla. Kornuppskera í Austur Skaftafellssýslu á árunum 2005-2011

Í 2. töflu má sjá át fugla á korni árin 2005 – 2011 í %, kg á hvern ha og tonn alls og er niðurstaðan tæp 400 tonn á 7 árum sem gera 12.000.000 kr. miðað við að markaðsverð á óþurrkuðu byggi sé í dag um 30.000 kr. tonnið. Þess ber að geta að kornræktendur í A-Skaft. eru 21 talsins og þar af eru 13 með hrein sauðfjárbú og kemur tjónið illa við þá þar sem meðalsauðfjárbúið er með um 3 – 4 ha. Korn er ekki þurrkað í sýslunni þannig að sýru er blandað við kornið, einnig er því pakkað á pökkunarvél og í þeim tilfellum er engin sýra notuð. Til að finna út hagkvæmni kornræktarinnar í A-Skaft. þetta árabil voru upplýsingarnar úr uppskerumælingunum settar inn í kornræktarlíkan sem er á vef Búnaðarsambands Suðurlands, www.bssl.is. Þar eru settar meðaluppskerutölur áranna 2005 – 2011, ásamt kostnaði við kornræktina. Þegar útkoman er svo skoðuð eftir að búið er að reikna uppskerutapið vegna kornsins sem fór í fuglinn er niðurstaðan sláandi. Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir. Þess ber þó að geta að þetta eru

© Grétar Már Þorkelsson

Dýrahjörð á nýræktarspildu í Hornafirði

7

FREYJA 3-2

meðaltalstölur, margir eru að ná mjög góðri uppskeru og þyrfti að gera hagvæmniathugun fyrir hvern og einn. Staðreyndin er hins vegar sú að mun minni kornrækt er í A-Skaft þetta ár en að undanförnu, þar sem bændur hafa gefist upp í kornrækt vegna ágangs fugla. Sömu sögu er að segja annars staðar á landinu, fjölmargir bændur sem ég hef rætt við eru við það að gefast upp á kornrækt. Þetta er vond staða sem komin er upp þar sem gríðarlegur árangur hefur náðst í kynbótum á korni og nýjum yrkjum hér á landi á síðustu árum og ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa, sjálfir. En fuglinum virðist fara fjölgandi, það eru bændur sammála um. Ég ræddi við eldri bónda hér í Austur–Skaftafellssýslu sl. vetur og sagði hann mér frá því að hann hefði verið orðinn stálpaður strákur þegar hann sá hann álftapar með unga í fyrsta sinn og þótti það mjög merkilegt. Nú í dag er svo mikið af álft í hans heimasveit að álftin er uppi í fjallshlíðum að éta ber þar sem hún hefur ekki í sig á láglendinu lengur og sjást oft dauðar álftir við tjarnir og lón þar í sveit yfir sumarið. Þessi sami bóndi var í vandræðum með álftir síðasta haust þar sem þær voru í fóðurkálinu hjá honum og ollu þar verulegu tjóni. Ég veit um annan bæ þar sem álftirnar átu megnið af um 1,5 ha fóðurkálsakri. Nú síðasta vor (2012) var gríðarleg gæsaplága í túnum hjá bændum í A-Skaft. og víðar. Gæsirnar hreinlega hreinsuðu af túnum bænda og eru bændur hér sammála um að þetta hafi verið með mesta móti í ár. Þetta gerði það að verkum að minni beit var fyrir sauðféð og varð að gefa því lengra fram eftir vori en venja er. Hreindýr hafa einnig verið


JARÐRÆKT mjög ágeng hér í sýslu og annars staðar á síðustu árum. Mikill fjöldi hreindýra var á láglendi allan síðasta vetur og langt fram á vor og meirihluti þeirra í ræktarlöndum bænda. Margir spyrja sig hvort lifnaðarhættir hreindýranna séu að breytast, dýrin hangi í túnum yfir veturinn og langt fram eftir vori. Á einum bæ í Nesjum fylgdist ég vel með hreindýrahjörð í vetur og fram á vor. Þetta voru 2 hjarðir, í annarri hjörðinni voru 11 vetrungar en í hinni um 15 dýr, frekar ung. Vetrungarnir 11 voru á sléttum heima við bæinn rétt við þjóðveg 1 og komu þangað um áramótin. Þarna nöguðu þeir fram í maí og voru nær eingöngu á 2 sléttum sem er um 1 ha hvor. Það sem var eftirtektarvert var að slétturnar voru nýræktir frá því sumarið 2011 og voru dýrin nær eingöngu á þeim. Í lok febrúar fóru dýrin að verða ræfilsleg og horuð, 2 tvö þeirra drápust svo með viku millibili. Í hinni hjörðinni sem hélt sig í öðru túni fjær bænum drápust 7 dýr frá því um miðjan desember 2011 fram í apríl 2012. (sjá myndir). Ekki má minnast á að dýrin séu að drepast úr hungri, heldur hefur því verið haldið fram að þetta sé af völdum næringarskorts, rangrar fóðursamsetningar, hver er munurinn?

2. tafla. Át fugla á korni

að sú úttekt sem farið hefur fram vegna tjóns í kornökrum sé ekki sönnun þess að um tjón af fuglum sé að ræða. Því velti ég fyrir mér, hverju íslenskir bændur eigi að kosta til svo að ákveðnir fuglastofnar geti fjölgað sér. Er nauðsynlegt að stofnstærð hreindýra sé 5.000 dýr á því landsvæði þar sem þau eru? Það er því nauðsynlegt að allar þær stofnanir og hagsmunaaðilar sem að þessum málum koma vinni saman að ásættanlegri niðurstöðu varðandi þessi mál ef ætlunin er að auka sjálfbærni í fóðurframleiðslu hér á landi. Bændur eru ekki að fara fram á bætur, heldur lausn á þessum málum. Það er nokkuð ljóst að ef viðvarandi ástand verður munu bændur draga úr kornrækt og endurræktun túna.

Í vor var haldinn fundur í Bændahöllinni þar sem Einar Eyþórsson var með fyrirlestur um rannsóknarverkefni tengt heiðargæsum í Noregi. Á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisráðuneytinu, Landbúnaðarháskólanum, fulltrúa úr stjórn BÍ og fleirum sem unnið hafa við gæsarannsóknir. Skemmst er frá því að segja að ekki ríkir mikill skilningur á þeim vandamálum sem tengjast tjóni af völdum friðaðra dýra í ræktarlöndum og er það ekki viðurkennt að nokkurt tjón sé af völdum þeirra. Hins vegar er það viðurkennt að sú gríðarlega fjölgun álfta og gæsa, sem orðið hefur, er afleiðing bættra lífsskilyrða sem eru að stærstum hluta vegna stóraukinnar kornræktar og endurræktunar túna. © Grétar Már Þorkelsson Lærleggur hreindýrs, enginn mergur er í beininu, Einnig kom það fram á þessum fundi dýrið drapst því úr hor.

FREYJA 3-2

8


UTAN ÚR HEIMI

Landbúnaður í Nýja-Íslandi David Gislason

Bóndi á Svaðastöðum í Geysisbyggð, Manitobafylki í Kanada Landbúnaður hófst á svæðinu sem kallast Nýja-Ísland í Manitoba með komu hinna fyrstu íslensku landnámsmanna upp úr 1875. Landssvæðið meðfram vesturströnd Winnipegvatns var frátekið Íslendingum einum frá Merkilæk fyrir sunnan Gimli og norður eftir vatninu. Með því var talin Heklueyja, sem upphaflega hét Mikley, en það er þó önnur saga. Á þeim tíma var landsvæðið annað hvort skógi vaxið eða votlendi, þannig að brýnustu verkefnin sem biðu landnemana (fyrir utan að verða sér út um skjól og fæðu) voru að ryðja skóginn og ræsa fram mýrarnar, sem reyndust svo vera mjög frjósamur og gjöfulur jarðvegur. Hver fjölskylda sem flutti inn á svæðið fékk að helga sér heimilisrétt, upp að 64 hekturum (160 ekrur í enska mælingakerfinu), og þar með hefja sinn búskap á nýlendunni. Landnemarnir settust að í nánd við Gimli og Riverton, og síðan upp eftir Íslendingafljótinu allt til Arborg og þaðan lengra í norðvesturátt til Viðir. Á milli Riverton og Arborg myndaðist sveit sem ber nafnið Geysir, og nefndist fyrsta bóndabýlið Fagridalur. Landnemar þar voru Sigurður Friðfinnsson, áður bóndi að Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafjarðarsýslu og kona hans, Una hin hagmælta Benjamínsdóttir, áður bóndi í Kelduvík á Skaga. Sonur þeirra Friðrik, gerðist skáld og gaf út ljóðabók sem hann gaf nafnið „Römm er sú taug”. Í því samhengi má nefna að best þekkta skáld Nýja-Íslands er Guttormur J. Guttormsson, bóndi á Víðivöllum, en það er einnig önnur saga. Landbúnaður gekk með erfiðleikum fyrst um sinn eins og nærri má geta, en var stundaður þrátt fyrir það. Hver búandi fjölskylda gerði allt sem lifandis hægt var, til að vera sjálfstæð á sínu búi. Flest allir voru með eitthvað af mjólkandi kúm, sauðfé, hænum og jafnvel svínum. Þar með hafði fólkið kjúkling, egg, mjólk og svo beikon til að bíta í um haustið. Einnig stunduðu margir íslenskir bændur fiskveiði á veturna til að vinna sér inn pening til að geta

9

FREYJA 3-2

byggt upp á sinni bújörð. Sem dæmi, þá er ég fæddur á Svaðastöðum í Geysisbyggð þann 22. desember 1941, og á þeim degi var faðir minn út á Winnipegvatninu fyrir norðan Heklueyju að draga fisk upp úr ísnum. Ávallt komu menn þó heim um jólin, og þá beið þeirra sérstök jólagjöf. Til að komast af var þó alltaf mikilvægast að nýta landið og yrkja sína nýju akra. Tíminn leið, hestar og uxar urðu að gufuvélum, og síðar öðrum dráttarvélum eftir því sem akrarnir smá saman stækkuðu. Það var óhag-

© David Gislason

Guðmundur Nordal að þreskja hveiti á Sólheimum í Geysisbyggð árið 1916. „Ketillinn” af Sawyer-Massey gerð.


UTAN ÚR HEIMI lengi í Arborg, en árið 1972 breyttist það í ostagerð, og þá var hægt að selja mjólkina alla, sem okkur þótti mikil framför. Þetta fyrirkomulag dugði okkur í nokkur ár. Mjólkurframleiðslan var þó mjög bindandi, en ég treysti mér ekki til að lifa á kornrækt einni saman.

stætt fyrir hvern smábónda að eiga allar vélar sem þörf var á, og því tóku verktakafyrirtæki til starfa sem fóru á milli bæja í þreskingu.

Mikil stemning var á bænum þegar þreskivélin og allt það sem henni fylgdi kom í hlaðið. Korn hafði verið slegið, bundið í smábindi sem var safnað saman, fjórum til sex, Þrátt fyrir að það væri mikið og síðan tillt upp að hverju öryggi fólgið í því að mjólka öðru, kornöxin upp og stráin kýrnar kvölds og morgna, þá niður á veg. Stundum, eins © David Gislason þráði maður það frelsi að og sjá má á myndinni frá komast af og til í frí og prófa © David Gislason Megachile rotundata 1916, var þeim svo keyrt eitthvað nýtt. Býflugnarækt heim í hlað og stakkað þægilega, einkum ef tók nú við. Búskapur með Megachile rotundata akurinn var ekki stór. Oftast voru hestar og var lítið þekktur á okkar svæði, en fundust þá vagnar til staðar og bindin flutt jafnóðum í suðurhlutum Alberta- og Saskatchewanbeint heim í þreskivélina. Þá má ekki gleyma fylkja. Mikið þurfti maður að læra, en þetta hversu mikið, og mikilvægt, hlutverk kven- gekk upp, og gekk vel. fólksins á bæjunum var í þreskingarönnum. Þarna voru samankomnir auk heimilismanna, Refamári hefur ætíð verið ræktaður heima á sex til átta aukamenn, orðnir glorhungraðir Svaðastöðum, og var notaður samhliða grasum hádegisbil, og húsfrúin heima að elda ofan rækt og sem fóður handa mjólkurkúnum. í þá alla á heitustu dögum haustsins. Jarðvegur hér byggist af þungum og gráum leir með þunnu lagi (u.þ.b. 18 sm) af gróðurÞað var gott að alast upp í sveitnni. Sem lítill mold efst. Rætur refasmára eru þykkar og strákur labbaði ég á eftir plógnum á haustin sterkar og vaxa beina leið niður, djúpt ofan í þar til ég varð úrvinda. Ég var heillaður af jörðina, og losa um leirinn og opna þar með plógfarinu, hvernig hálmurinn snérist undir leiðir fyrir vatn til að síga niður. Einnig skilur og svarta, frjósama jörðin braust upp úr. Alltaf refasmárinn eftir sig í jarðveginum verðmætt var eitthvað sem þurfti að köfnunarefni. Mér fannst gera, og verkin breyttust nauðsynlegt að halda áfram eftir árstíðum. Ekki þurfti að rækta refasmára í sjónvarp til skemmtunar. skiptirækt til móts við kornið, og þar sem heyja er nú ekki Ungur gerðist ég bóndi við lengur þörf í búskapnum fráfall föður míns árið 1960. ákvað ég samt að halda áfram Eins og aðrir á nágrannabæjað rækta þessa ágætu jurt og unum, vildi ég minnka við hirða fræið. mig í sumum búskapargreinum, og byggja upp í Miklar breytingar hefur maðöðrum. Svínin fóru fyrst, ur séð í landbúnaðinum yfir kalkúnninn næst, og meira árin, og er þar mest um að segja blessað sauðféð. hversu bújarðirnar hafa Áherslan var á lögð á stækkað. Dæmi um það er mjólkurbúskap og akurjörðin Sólheimar hér í sveit. © David Gislason yrkju. Rjómabú hafði verið Fyrir mörgum áratugum hafa Refasmári

FREYJA 3-2 10


UTAN ÚR HEIMI © David Gislason

Þresking á Sólheimum árið 2003

þeir á Sólheimum ef til vill verið með um 10 til 15 hektara í kornrækt, ásamt ræktuðum túnum og beitiland fyrir fáeinar mjólkandi kýr og aðra nautgripi, og þó nokkuð mikið enn undir skógi á þeim 64 hekturum sem tilheyrðu Sólheimum. Í dag eru menn hér á svæðinu komnir með allt að 3.000 hektara af ræktuðu landi undir sinn hatt. Smátt og smátt bættum við fleiri jörðum við okkur til að búskapurinn yrði hagstæðari með því að geta nýtt nýrri tæki og aðferðir. Þetta hafa flest allir bændur á svæðinu gert, og oft þurftu menn að leita í fjarlægð til að finna land til sölu. Sólheima keyptum við árið 1980, myndin hér fyrir ofan sýnir framfarir á Sólheimum, 80 árum síðar.

kynbæta repjuna með hefðbundnum aðferðum. Canola reyndist ein af allra verðmætustu jurtum á sléttunum, fyllilega til jafns við t.d. hveiti. Samt tel ég það vera hollráð, enn þann dag í dag, að rækta eitthvað af fjölærum jurtum sem og grasfræ og refasmárafræ. Það kemur fyrir að við fáum miklar rigningar um sáningartíma og þá er vit í að eiga nokkra akra sem ekki þarf að sá í. Grasið hefur einnig þann kost að það þroskast miðsumars, og þá er hægt að nota þreskivélarnar yfir lengra tímabil. Flestir bændur hér um slóðir eiga öll sín tæki sjálfir, en þá eru til verktakar sem bjóða upp á sáningu, áburðardreifingu og svo framvegis.

Það er ágætt að tækin eru nú fullkomnari en áður, þar sem akrar teygja sig orðið heilu míluna á lengd, og gott ef traktorinn er ekki sjálfstýrður með aðstoð gervihnatta. Menn sitja inni í þægilegum stýrishúsi og láta fara vel um sig á meðan ekkert fer á mis eða slitnar. Samt getur maður ekki annað en hugsað aftur í fortíðinna er við fórum út á akur með nesti, og oft var nágranninn á sínum akri handan við girðinguna. Þá hljóp maður Með þróun harðgerðari jurta og að því virðist, yfir vegstæðið eða skurðinn sem afmarkaði landareignirnar, heilsaði upp á nágrannna lengri sumra þar sem ekki sinn og settust þeir Óli frystir, hefur úrval af ræktanSigurðsson eða Steini legum tegundum hér á þessu Kristinsson saman á jörðina svæði aukist. Mönnum hefði og drukku kaffið saman. Í aldrei dottið í hug að að sá dag er hægt að þokast áfram sojabaunum á akra sína forðí einangrun, súpa í einveru á um. Nú eru þær víða ræktaðar kaffinu úr brúsanum, var um hér um slóðir með góðum árað einhvers staðar í fjarlægð angri. Í sumar hef ég séð mikið gera aðrir eins. Tækin eru meira af maís troða sér upp úr © David Gislason dýr og maður verður að nota jörðinni en áður. Ekki er hægt Repjuakur þau til fulls. Fjárhagslega að tala um landbúnað og þróun hans hér á sléttunum í Kanada án þess að áhættan er nú miklu meiri en áður var, og eittnefna Canola (sérstakt yrki af repju sem gefur hvað af gamla félagsskapnum vantar. repjuolíu með lágt sýruinnihald). Repjuræktun hófst á 6. áratug síðustu aldar, og Canola á 8. Stefán G. Stefánsson orti, ,,ég er bóndi, og allt áratugnum. Enda var það Dr. Baldur Stefans- mitt á / undir sól og regni". son, fæddur í Vestfold í nánd við Lundar í Manitoba sem fann upp Canola með því að Enn er það satt í dag þrátt fyrir allar framfarir!

11 FREYJA 3-2


NAUTGRIPARÆKT

Litafjölbreytileiki íslenskra kúa Í BS-lokaverkefni mínu við Landbúnaðarháskóla Íslands skoðaði ég litafjölbreytileika í íslenska kúastofninum. Hann er einn sá litríkasti í heiminum nú á dögum10, meðal annars vegna þess að hér á landi hefur aldrei tíðkast að velja fyrir ákveðnum lit eins og í svo mörgum nágrannalöndum okkar9. Þrátt fyrir þennan mikla litafjölbreytileika eru litirnir misalgengir og raunar eru sumir þeirra frekar sjaldgæfir. Einnig er ljóst að litir íslensku kýrinnar hafa breyst mikið á liðinni öld þar sem sumir litir hafa orðið sjaldséðari en aðrir að sama skapi algengari.

SARA MARÍA DAVÍÐSDÓTTIR Landbúnaðarfræðingur BS­90 saraogtorir@gmail.com

Litir íslenskra kúa og þróun þeirra

Íslenski stofninn býr yfir sex viðurkenndum grunnlitum, þ.e. rauðum, svörtum, bröndóttum, kolóttum, gráum og sægráum, sem allir hafa sín blæbrigði. Rauður grunnlitur er langalgengasti liturinn í íslenska kúastofninum í dag en um 43% íslenskra kúa eru rauðar. Næstalgengast er að kýr séu bröndóttar og bera nú rúmlega 70% kúnna þessa tvo grunnliti stofnsins.

Þróun grunnlita á síðustu öld

en í byrjun aldarinnar3, 5. Árið 1992, tæpum 50 árum seinna, hafði rauðum kúm fækkað lítillega en kolóttum og bröndóttum kúm hafði fjölgað. Kolóttar og bröndóttar kýr sem áður höfðu verið aðeins tæplega 10% stofnsins, hvorar um sig, voru nú saman orðnar meira en 40% en svartar kýr voru nú aðeins um 13% stofnsins8. Rauðum kúm hélt áfram að fækka á kostnað þeirra bröndóttu sem fjölgaði gríðarlega á næstu árum. Árið 2007 voru bröndóttar kýr nánast jafnmargar og þær rauðu1. Í dag eru rauðar kýr á mikilli siglingu upp á við á ný og hefur þeim fjölgað gríðarlega frá árinu 1992. Bröndóttum kúm hefur einnig fjölgað þó ekki í jafnmiklum mæli og þeim rauðu. Hins vegar hefur svörtum, gráum og kolóttum kúm fækkað töluvert frá árinu 1992, svörtum kúm um 4,4% og kolóttum um 6,4%. Frá 1902 hefur sægráum og gráum kúm fækkað jafnt og þétt3, 4, 5, 8, 1, þó virðist sem sægráum kúm hafi ekki fækkað mikið frá 1992 – 2011, eða aðeins um 0,1%. Hins vegar fækkaði gráum kúm um helming á sama tíma.

Á fyrstu árum 20. aldar var svartur litur algengasti grunnlitur íslenskra kúa þó rauður litur væri líka algengur. Saman spönnuðu rauður og svartur litur rúmlega 83% stofnsins en þar af var svartur tæplega 48%3. Þegar líða tók á 20. öldina var rauði liturinn farin að sækja í sig veðrið og var fljótlega orðinn algengari en sá svarti. Einnig voru aðrir litir farnir að sækja lítillega á og var bröndóttur þar í sérflokki en bröndóttar kýr voru á þessum tíma orðnar um 10% af íslenska stofninum. Um miðja 20. öldina var rauði liturinn orðinn álíka algengur og sá svarti hafði verið á fyrstu árum aldarinnar, spannaði um 45% af stofninum og kolóttar 1. mynd. Tíðni grunnlita í íslenska kúastofninum kýr voru orðnar helmingi fleiri

FREYJA 3-2 12


NAUTGRIPARÆKT Tíðni litamynstra í stofninum eru einnig Litamynstur misalgeng eins og grunnlitirnir. Hér má sjá hversu stór hluti stofnsins hefur hin ýmsu litamynstur. Sama kýrin getur verið með fleiri en eitt litamynstur og því er heildarsumma allra litamynstra ekki 100% heldur 190%. Algengast er að kýr séu með sokka/leista eða með eitthvert mynstur á höfði en í flokki kúa með höfuðmynstur 2. mynd. Tíðni litamynstra í íslenska kúastofninum eru t.d. hjálmóttar, baugóttar, krossóttar, húfóttar, dropóttar, blesóttar, lauf á snoppu. Hins vegar er frekar sjaldgæft laufóttar, stjörnóttar og krímóttar kýr, einnig að kýr séu dílóttar, síðóttar og beltóttar. eru þar kýr sem hafa hvítt á milli eyrna og lítið

Litaskýringar og ljósmyndabanki Grunnlitir íslenska kúastofnsins eru sex talsins, eins og áður sagði, og þeim má skipta í nokkur blæbrigði. Til eru blæbrigði sem hingað til hafa ekki átt sér nafn né lýsingu og erfitt hefur verið að skrá. Hér má hins vegar sjá myndir og skilgreiningar á öllum þeim litablæbrigðum sem fundist hafa í íslenska stofninum.

Grunnlitir

Alhvítur: Gripur er sagður alhvítur ef engin lituð hár eru á líkama hans. Raunar er það svo í flestum tilfellum að kýr sem virðast vera hvítar við fyrstu sýn eru með einhver lituð hár2, 5. Helst er þau að finna í kringum granir og augu eða inni í eyrum og þá er gripurinn grönóttur9. Litleysi (albinismi) er undantekning á því að gripur geti ekki verið algjörlega hvítur. Hjá gripum sem þannig er ástatt með koma engin lituð hár fyrir og gripirnir eru með hvítan lit í augum6. Einnig er til afbrigði albinisma þar sem örlitlar litarefnisagnir eru í hárum og lithimnum augna þó gripurinn sé hvítur að öðru leyti7. Albinismi hefur ekki fundist í íslenskum kúm og ekki nein afbrigði hans en þó er ekki hægt að útiloka að hann sé undirliggjandi í stofninum þar sem erfðir hans eru víkjandi6.

Bleikur

Bleikir gripir hafa rauðan grunnlit sem er jafnframt mjög deyfður og raunar vart sjáanlegur á gripunum, svo ljós er hann. Kýrin er bleik, stórhuppótt og stjörnótt.

13 FREYJA 3-2

Ljósrauður

Ljósrauðir gripir hafa rauðan grunnlit sem er mikið deyfður á bringu, kvið og innan á lærum, annarsstaðar á gripunum er ljósrauður litur. Kýrin er ljósrauð.


NAUTGRIPARÆKT

Ljóssótrauður

Ljóssótrauðir gripir hafa rauðan grunnlit. Ljósrauður litur er um allan bol en dekkri litur er í kringum augu og granir og á halaenda. Liturinn er svipaður og sá litur sem sést hjá Jersey kúakyninu. Kýrin er ljóssótrauð.

Koparrauður

Rauður

Rauðir gripir hafa rauðan grunnlit. Hreinn rauður litur er um allan bol, vottar fyrir daufari lit á innanverðum lærum. Kýrin er rauð, baugótt, leistótt og með týru í hala.

Sótrauður

Koparrauðir gripir hafa rauðan grunnlit. Liturinn lýsir sér þannig að sterkur rauður litur er á öllum gripnum, sem gefur af sér gljáa eða glans. Litur þessi er mitt á milli rauða og sótrauða litarins. Kýrin er koparrauð.

Sótrauðir gripir hafa rauðan grunnlit. Sterkur rauður litur er á bol þeirra en dökk eða svört hár eru í kringum granir og augu, á ytri brúnum eyrna, halaenda, neðst á fótum og hnjám. Kýrin er sótrauð, huppótt og sokkótt.

Ljósbröndóttur

Rauðbröndóttur

Ljósbröndóttir gripir hafa bröndóttan grunnlit en undir bröndunum má sjá rauðan eða ljósrauðan lit. Vel aðgreindar dökkar bröndur eru á höfði, yfirleitt mest áberandi við augu. Bröndurnar eru stundum niður á háls og á mölum en eru vart sjáanlegar á bol. Algengt er að þessum lit sé ruglað saman við rauðan lit vegna þess hve bröndurnar eru oft lítið áberandi á rauða grunninum. Kýrin er ljósbröndótt, hálfhryggjótt með frostrósir.

Rauðbröndóttir gripir hafa bröndóttan grunnlit en undir dökkum reglulegum bröndunum er sterkur rauður litur sem skín vel í gegn. Kýrin er rauðbröndótt.

FREYJA 3-2 14


NAUTGRIPARÆKT

Bröndóttur

Bröndóttir gripir hafa bröndóttan grunnlit en undir dökkum þverröndunum er ljósrauður eða ljóskolóttur litur. Bröndurnar eru reglulegar en liturinn undir skín þó í gegn. Kýrin er bröndótt, smáhuppótt og leistótt.

Dökkbröndóttur

Dökkbröndóttir gripir hafa bröndóttan grunnlit. Bröndur eru reglulegar og mjög þéttar þannig að vart sést í litinn þar undir. Kýrin er dökkbröndótt.

Kolóttur

Kolóttir gripir hafa kolóttan grunnlit. Mjög dökkur litur er í andliti, á hálsi, herðum, fótum og undir kvið. Rauðbrúnn litur nær niður á síður, frá rauðum ál á hrygg. Rauð hár eru innan í eyrum, í hvirfli og granahringur er ljós. Kýrin er kolótt, huppótt og leistótt.

15 FREYJA 3-2

Sótrauðbröndóttur

Sótrauðbröndóttir gripir hafa bröndóttan grunnlit. Dökkrauður litur er á bol þeirra, granir eru mjög dökkar og oft eru svört hár í kringum granir og augu. Bröndur sjást á haus, einkum í kringum augu og stundum á mölum. Kýrin er sótrauðbröndótt, huppótt, leistótt með frostrósir.

Ljóskolóttur/rauðkolóttur

Ljóskolóttir eða rauðkolóttir gripir hafa kolóttan grunnlit. Rauðbrúnn litur er á bol en dökk hár eru í kringum granir og augu, á ytri brúnum eyrna og halaenda. Deyfður kolóttur litur nær upp eftir fótum, hálsi og undir kvið en á síðum, hrygg og í hvirfli eru rauð hár. Kýrin er ljóskolótt/rauðkolótt, huppótt og leistótt.

Dökkkolóttur

Dökkkolóttir gripir hafa kolóttan grunnlit. Bolur er nærri svartur en rauð hár eru innan í eyrum, í hvirfli og eftir endilöngum hrygg. Granahringur er ljós. Kýrin er dökkkolótt og leistótt.


NAUTGRIPARÆKT

Tinnusvartur

Tinnusvartir gripir hafa svartan grunnlit. Svört hár eru á bol. Horn, húð, klaufir, granir og augnlok eru svört og oft eru grásvört hár innan á lærum og í hupp. Kýrin er tinnusvört, sokkótt og með týru á hala.

Ljóssægrár

Ljóssægráir gripir hafa sægráan grunnlit. Ljósgrár eða silfurgrár litur er um allan bol. Kýrin er ljóssægrá og baugótt.

Sægrábröndóttur

Sægrábröndóttir gripir flokkast undir sægráa grunnlitinn. Þessir gripir hafa bleikan eða ljósrauðan bol en sægráar misþéttar þverrendur eru yfir búk. Oft er sægrár litur það umfangsmikill að það virðist sem það séu bleikar eða ljósrauðar þverrendur á sægráum grunni. Kýrin er sægrábröndótt, huppótt og stjörnótt.

Mósvartur

Mósvartir gripir hafa svartan grunnlit. Svört hár eru á bol. Húð, horn, klaufir, granir og augnlok eru svört. Brún slikja er yfir gripunum og er hún mest áberandi í hvirfli, eftir hrygg og á fótum. Kýrin er mósvört.

Sægrár

Sægráir gripir hafa sægráan grunnlit. Jafn sægrár litur eða blýgrár litur er um allan bol, mun dekkri en sá ljóssægrái. Kýrin er sægrá.

Sægrákolóttur

Sægrákolóttir gripir hafa sægráan grunnlit. Bolur þeirra er sægrár en rauð hár eru innan í eyrum, í hvirfli og eftir endilöngum hrygg. Rauður litur getur verið misáberandi og náð mislangt niður á síður. Kýrin er sægrákolótt.

FREYJA 3-2 16


NAUTGRIPARÆKT

Ljósgrár

Ljósgráir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Grá, hvít og svört hár eru um allan gripinn. Hvít hár eru þó mest áberandi, þannig að ljóst yfirbragð er á gripnum. Kýrin er ljósgrá.

Grár

Gráir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Grá, hvít og svört hár eru jafn dreifð um allan gripinn. Framhlutinn er oft örlítið dekkri en afturhlutinn. Kýrin er grá.

Steingrár

Steingráir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Grá, hvít og svört hár eru um allan gripinn. Svört hár eru þó meira áberandi, þó helst á hálsi og mölum, þannig að dökkt yfirbragð er á gripnum. Grá hár koma gjarnan fram í dílum og eru á stærri svæðum en hjá dökkgráu gripunum. Kýrin er steingrá og stórhuppótt.

Grábröndóttur

Grábröndóttir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Gráar eða hvítar yrjur koma fram á bröndóttum grunni. Kýrin er grábröndótt og hálfhryggjótt.

17 FREYJA 3-2

Dökkgrár

Dökkgráir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Gráar eða hvítar yrjur koma fram á svörtum grunni. Yrjurnar eru misáberandi og yfirleitt mest áberandi í andliti. Hvítir blettir eru sjaldgæfir. Kýrin er dökkgrá og stórhuppótt.

Grákolóttur

Grákolóttir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Gráar eða hvítar yrjur koma fram á kolóttum grunni. Kýrin er grákolótt, smáhuppótt og krimótt.


NAUTGRIPARÆKT

Rauðgrár/Rauðyrjóttur

Rauðgráir/rauðyrjóttir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Gráar eða hvítar yrjur koma fram á rauðum grunni. Kýrin er rauðgrá/rauðyrjótt.

Þrílitur

Þrílitir gripir flokkast undir gráan grunnlit. Aðrir grunnlitir en grár, oftast rauður, koma fram sem skellur á annars grálitum feldi. Kýrin er þrílit.

Litamynstur

Síðótt

Hvítar síður á lituðum bol. Kýrin er grá og síðótt.

Grönótt

Hvítur litur er um allan bol og á höfði gripsins, grunnlitur er á eyrum og/eða í kringum granir. Í sumum tilfellum eru smáir litaðir blettir á bol, höfði og fótum. Þeir geta verið misáberandi, allt frá því að engir blettir sjáist á gripnum, upp í það að blettir séu mjög áberandi. Kýrin er brandgrönótt með enga bletti.

Hryggjótt

Hvít rönd liggur mislangt eftir hrygg. Til eru þrjár gerðir af hryggjóttu litamynstri; arfhreint hryggjótt, hryggjótt og hálfhryggjótt. Kýrin er rauð, arfhrein hryggjótt.

Skjöldótt

Þegar tveir eða fleiri blettir eru á bol grips. Hvítir og litaðir blettir koma fram sitt á hvað á bol gripsins, þó í mismunandi hlutföllum. Getur verið allt frá 2 hvítum blettum upp í það að gripurinn sé meira en 80% hvítur. Kýrin er rauð og skjöldótt.

FREYJA 3-2 18


NAUTGRIPARÆKT

Huppótt

Þegar hvítur litur er í hupp. Til eru þrjár gerðir af huppóttu sem segja til um hversu mikill hvíti liturinn er í huppnum. Þetta eru smáhuppótt, huppótt og stórhuppótt. Kýrin er sægrá og huppótt.

Kviðótt

Hvítt á kvið, ekki í hupp. Kýrin er svört og kviðótt.

Sokkótt

Leistótt

Hvítur litur nær upp fyrir hækil. Kýrin er svört og sokkótt.

Hvítur litur er neðan við hækil. Kýrin er bröndótt og leistótt.

Höfuðmynstur Hjálmótt

Alhvítt höfuð, frá hvirfli að neðri kjálka. Engir baugar um augu. Kýrin er rauð og hjálmótt.

Húfótt

Hvítt ofantil á höfði, getur verið á milli eyrna. Hvíti liturinn nær ekki niður fyrir augu. Kýrin er ljósbröndótt og húfótt.

19 FREYJA 3-2

Baugótt

Alhvítt höfuð, frá hvirfli að neðri kjálka. Baugar um augu. Kýrin er sótrauð og baugótt.

Dröfnótt/dropótt

Hvítt höfuð með litaskellum. Skellurnar geta náð frá hvirfli niður á granir en einnig styttra niður. Kýrin er rauðbröndótt og dröfnótt.


NAUTGRIPARÆKT Krossótt

Getur komið fram á nokkra vegu t.d. hvítt andlit, baugar um augu og litur í báðum kinnum eða hvítt undir kjálka upp á kinn og hvítt í enni. Einnig ef tvær hvítar línur í andliti krossast. Kýrin er svört og krossótt.

Krímótt

Slitin blesa

Hvítir kjammar eða kjálkar. Haus annars litaður. Kýrin er rauð og krímótt.

Slitin hvít rönd frá hvirfli niður á granir, oft frekar mjó. Kýrin er rauð með slitna blesu.

Stjörnótt

Laufótt

Lítill hvítur blettur í enni. Kýrin er sægrá og stjörnótt.

Stór hvítur blettur í enni. Kýrin er svört og laufótt.

Að lokum Þar sem litafjölbreytileiki er eitt af sérkennum íslenska kúakynsins er mikilvægt að þessir litir hverfi ekki úr stofninum og því er nauðsynlegt að fylgst sé með þróun kúalitanna svo hægt sé að grípa inn í ef þörf krefur. Áhugasömum er bent á að BS ritgerðina í heild sinni má finna á Skemmunni, rafrænu gagnasafni háskólanna á Íslandi (http://skemman.is/handle/1946/12446).

Svargrönótt kýr

Blesótt

Glögg hvít rönd frá hvirfli niður á granir. Kýrin er ljósrauð og blesótt.

Heimildir: Anna Sæunn Ólafsdóttir & Arna Mekkín Ragnarsdóttir (2007). Rannsókn á þróun litaafbrigða íslenskra nautgripa. Óútgefin framhaldsskólaritgerð, Menntaskólinn á Akureyri, Ísland. 2 Berge, S. (1965). Storfefarge. Meldinger fra Norges landbrukshøgskole nr. 44 . 3 Bæröe, L.O. (1903). Nautgriparæktin hér á landi: Hvað norskur búfræðingur segir um hana. Fjallkonan, 20 (51), 201 – 202. 4 Páll Zóphóníasson (1920). Kúalitir. Búnaðarrit, 34 (3), 163 – 171. 5 Páll Zóphóníasson (1948). Um nautgriparækt. Búnaðarrit, 61 (1), 109 – 138. 6 Schmutz, S.M., Berryere, T.G., Ciobanu, D.C., Mileham, A.J., Schmidtz, B.H. & Fredholm, M. (2004). A form of albinism in cattle is caused by a tyrosinase frameshift mutation. Mammalian Genome, 15, 62 – 67. 7 Searle, A. G. (1968). Comparatice genetics of coat colour in mammals. London: Logos Press limited. 8 Sigríður Bjarnadóttir (1993). Nedarving av farge hos islandsk storfe. Meistaraprófsritgerð, Norges Landbrukshøgskole, Ås Noregi. 9 Sigríður Bjarnadóttir (1995). Litir íslenskra nautgripa. Nautgriparæktin, XII(3), 161 -170. 10 Stefán Aðalssteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Vage, D.I. & Jón Viðar Jónmundsson (1995). Brown Coat Color in Icelandic Cattle Produced by the Loci Extension and Agouti. The Journal of Heredity, 86(5), 395 – 398. 1

FREYJA 3-2 20


DÝRAHEILBRIGÐI

Hníslasótt Hníslasótt er útbreitt vandamál í sauðfjárræktinni. Algengast er að sjúkdómsins verði vart í haustlömbum, en á seinni árum hefur meira borið á sýkingum í lömbum á vorin, einkum eftir að algengara varð að fé sé haft í heimahögum í 4 til 6 vikur áður en því er sleppt á fjall. Einfrumungurinn Eimeria (=hnísill) veldur hníslasótt, hér á landi hafa fundist um 10 tegundir hnísla. Meinvirkni flestra tegundanna er lítið þekkt, en staðfest er að nokkrar þeirra valda hníslasótt í lömbum. Algengasta tegundin er Eimeria ovinoidalis. Hnísildýr af ættkvíslinni Eimeria eru einfrumungar (gródýr, Sporozoa) sem fjölga sér í þarmafrumum í meltingarvegi og berast þaðan með saur út í umhverfið, þá er um að ræða sk. frjóhylki, sem mynda svo um sig þolhjúp, sem að ákveðnum tíma liðnum verður smithæfur og kallast þá hnísill. Þolhjúpar geta lifað mánuðum og jafnvel árum saman úti í náttúrunni. Hver tegund hnísils er bundin við eina hýsiltegund og eru þær misskæðar. Í lömbum geta sumar tegundanna valdið niðurgangi, dregið verulega úr þroska lambanna og jafnvel dregið þau til dauða. Fullorðið fé hefur aftur á móti myndað verulegt ónæmi og veikist ekki. Skita í haustlömbum, sem vart verður við eftir um þriggja vikna beit á láglendi verður fyrst og fremst rakin til sýkinga af völdum hnísla, Eimeria spp. Hníslarnir bora sig inn í slímhúð þarmanna og fjölga sér þar kynlausri skiptingu, hver sýkingarhæfur einfrumungur verður að fjölda dótturfruma, sem brjótast út úr þekjufrumum þarmanna og hefja hver um sig skiptingu aftur. Síðar hefst kynskipting og frjóhylki berast út í umhverfið með saur. Hníslasóttin varir að minnsta kosti í viku og stundum lengur. Lömbin léttast og tveimur til þremur vikum eftir að sóttin hefst, fara hníslar að koma fram í skítnum sem þá er oftast orðinn sparðaður á ný.

HÁKON HANSSON fv. héraðsdýralæknir Breiðdalsvík hih@eldhorn.is Heildarfjöldi frjóhylkja í saur er mestur hjá 2–4 vikna gömlum lömbum í byrjun sumars þegar beitt er þröngt í nágrenni bæjanna. Fjöldi hnísla í grammi saurs getur þá náð milljónum og oft verður vart við skitu. Yfir sumarið eru lömbin aftur á móti á mun rýmra beitilandi og heildarfjöldi hnísla í saur minnkar verulega. Á haustin er fénu yfirleitt safnað saman á sömu beitilöndin í nágrenni bæjanna og næstu 1–2 mánuði fjölgar hníslunum í g lambasaurs, oft upp í hundruð þúsunda. Þá verður hníslasóttar vart, einkum ef lömbin hafa ekki náð að mynda neina vörn að vorinu, t.d. þegar fé er sleppt fljótt eftir burð. Í fullorðnu fé er fjöldi hnísla í saur oftast lítill, enda hefur það náð að mynda ónæmi, þeim fjölgar þó örlítið í byrjun sumars og seint á haustin. Enda þótt fullorðið fé fái nánast aldrei skitu af völdum hnísla, er þó oftast um einhvern útskilnað að ræða, sem viðheldur smiti á beitarlandinu.

21 FREYJA 3-2

Þroskun þolhjúpsins á beitarlandinu tekur um það bil tvær vikur. Á þeim tíma myndast í honum fjórar dótturfrumur og þegar þær eru fullmyndaðar er þolhjúpurinn smithæfur.

Rannsókn á skitu í lömbum

Fyrir 10 árum voru orsakir skitu í haustlömbum á fjárbúinu á Fossárdal í Berufirði rannsakaðar. Hér á eftir mun ég greina frá helstu niðurstöðum og þeim aðferðum sem notaðar voru við rannsóknina. Því miður hefur nokkuð skort á rannsóknir á sníkjudýrum í sauðfé hér á landi, en þessi rannsókn, sem beindist fyrst og fremst að Niðurstöðurnar hafa birst í þremur greinum, sem birtust allar í tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Tímaritið hét áður Búvísindi. Hægt er nálgast fyrstu greinina hér: http://www.ias.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/admr6v2twm.h tml 1


DÝRAHEILBRIGÐI hníslasótt, þótt aðrir einfrumungar og ormasmit hafi einnig verið rannsakað, skilaði fróðlegum og lærdómsríkum niðurstöðum, en lítið hefur þó verið fjallað um hana. Hér verður að hluta bætt úr því.1 Ástæða þess að farið var af stað með rannsóknirnar var að mikil skita hafði hrjáð hluta lambanna í Fossárdal á haustin um árabil og nokkur lömb drepist hvert haust en orsakavaldurinn var að mestu óþekktur. Lömb á bænum virtust mjög næm fyrir hníslasýkingum þegar þau komu af fjalli. Er það talið vera vegna þess að hníslasótt fær sjaldnast tækifæri til að magnast upp að vorlagi því lömbum er sleppt á fjall það ungum (um tveggja vikna aldur) að þau eru enn með verulega meðfædda vörn gegn hníslasmiti. Féð gengur síðan það dreift í sumarhögum að líkur á hníslasmiti eru litlar fyrr en það er aftur er komið niður á láglendi. Algengar haustsýkingar af Entamoeba ovis og sjaldgæfar Cryptosporidium sp. og bandormsog þráðormasýkingar eru ekki taldar eiga þátt í haustskitu á bænum. Eina sjúkdómsvaldandi bakterían sem tókst að staðfesta, Clostridum sp., fannst í desember, í síðheimtungi með bullandi hníslasótt en óvíst er hvort bak-terían átti einnig þátt í þeim niðurgangi. Frá hausti þar til í maí var fé á bænum gefið þurrhey eða rúlluhey tvisvar á dag. Eftir burð voru lambærnar yfirleitt í eina til tvær vikur í heimahögum en síðan var þeim sleppt á fjall. Í september völdu bændurnir um 70 ásetningslömb sem voru svo tekin á hús um miðjan október. Um haustið voru valdir tveir lambahópar til rannsóknarinnar.

Hópur A Í þessum hópi voru 11 lömb sem öll höfðu fengið skitu um haustið eða snemma vetrar. Af þessum lömbum voru 8 sláturlömb, en þrjú lambanna komu seint að og voru sett á. Þrjú lambanna fengu skitu nokkrum dögum eftir að þau komu af fjalli, en 5 þeirra nokkru síðar, eða í október. Loks komu 3 lömb af fjalli í nóvember, voru strax tekin á hús en fengu öll skitu tveim til þremur vikum síðar. Tekin voru saursýni til rannsóknar úr öllum lömbunum, eitt eða fleiri úr hverju lambi og leitað var að sníkjudýrum og einnig var gerð sýklarannsókn, þar sem leitað var að salmonellu, camphylobacter og clostridium. Hópur B Í hann voru valin af handahófi 10 ásetningslömb. Þessi lömb fengu ekki ormalyf eða aðra fyrirbyggjandi lyfjagjöf, en öllum öðrum ásetningslömbum var gefið ormalyfið Oramec. Ásetningslömbin voru í hagabeit frá fyrstu smölun og þar til 18. október, þegar þau voru tekin á hús. Frá 23. september til 11. nóvember voru tekin saursýni til rannsóknar, úr lömbunum í hópi B, á 4 daga fresti, alls 13 sinnum á 50 dögum. Dýralæknir annaðist fyrstu sýnatöku og leiðbeindi bændunum á Fossárdal um framhaldið, en þeir önnuðust allar sýnatökur

© Guðný Gréta Eyþórsdóttir

Fossárdalur í Berufirði

FREYJA 3-2 22


DÝRAHEILBRIGÐI

© Guðný Gréta Eyþórsdóttir

eftir það. Nákvæmni og vandvirkni bændanna var stór þáttur í því hversu skýrar niðurstöður fengust. Sýnin voru kæld og send í kælikassa að Tilraunastöðinni að Keldum, þar voru þau tekin til rannsóknar daginn eftir sýnatöku. Þegar sýnatakan fór fram var heilsufar lambanna jafnframt metið og þau vigtuð. Í saursýnunum var leitað að frjóhylkjum hnísla, eggjum iðraorma og einnig var leitað að öðrum tegundum einfrumunga. Til að geta metið magn einstakra tegunda í saurnum voru notaðar viðurkenndar aðferðir, sem ekki verða nánar skýrðar hér.

Niðurstöður rannsókna:

Hópur A – 11 lömb sem fengu skitu um haustið eða snemma vetrar. 1) September: Eftir að 400 lömb höfðu verið 5 til 7 daga á beit í girðingu á bænum voru 8 lömb komin með vatnskennda skitu. Sýni úr þremur lambanna voru rannsökuð og í þeim fannst mikið magn af Giardia einfrumungum (svipudýrum), einnig talsvert magn af einfrumungnum Entamoeba ovis (amaba) en lítið af bæði frjóhylkjum hnísla og eggjum þráðorma. Sýklaræktun sýndi venjulega iðraflóru, engin merki fundust um sjúkdómsvaldandi bakteríur. 2) Október: Sýni voru tekin úr 5 lömbum sem komu af fjalli í október, þau fengu öll skitu. Fjögur þeirra náðu fullri heilsu aftur, en einn lambhrútur drapst. Tveimur lömbum batnaði án nokkurrar lyfjagjafar, en tvö lömb fengu bæði ormalyf (Zerofen) og lyf gegn hníslasótt (Vecoxan). Í sýnum úr lömbunum sem læknuðust greindust bæði Giardia og

23 FREYJA 3-2

Entamoeba ovis einfrumungar auk lítils magns af frjóhylkjum hnísla og lítils háttar af þráðormaeggjum. Eins og áður kom ekkert óeðlilegt fram við sýklaræktun. Lambið sem drapst var 53 kg lambhrútur. Hann kom heilbrigður af fjalli 5. október og beið slátrunar. Í hálfan mánuð var hann á beit heima við bæ en fékk þá rennandi skitu, hætti að éta og drekka og nokkrum dögum síðar var lambið að dauða komið og því aflífað. Lambið var krufið og greindist með útbreidda garnabólgu og lungnabólgu. Líklega hefur mikið magn hnísla dregið lambið til dauða. Breytingar í frumum í mjógörnum og eitlum bentu eindregið til þess. 3) Nóvember, desember, janúar. Þrjú lömb komu að um miðjan nóvember. Þau lömb fengu ormalyf en ekki lyf gegn hníslasótt. Þremur vikum eftir að lömbin voru tekin á hús fengu þau öll rennandi skitu, sem varaði i 1 til 2 vikur. Í þessum lömbum fannst ekki ormasmit og ekki heldur einfrumungar, nema hníslar, í mismunandi miklu magni þó. Lambið sem var með mest af hníslum léttist um 8 kg (22%), hin lömbin léttust minna, annað um 10% hitt um 2%. Úr einu saursýnanna ræktuðust sýklar af tegundinni Clostridia. Hópur B – 10 ásetningslömb. Tæpri viku eftir að ásetningslömbunum 70 var sleppt í heimahaga að smölun lokinni, fengu tvö í hópnum rennandi skitu. Þeim batnaði á þremur til fjórum dögum, án þess að nokkuð væri gert. Í öllum 10 lömbunum, sem tekin voru saursýni úr, greindust einfrumungarnir Giardia duodenalis og Entamoeba ovis. Mest var af báðum tegundum í þeim sýnum sem tekin voru fyrst eftir að lömbin komu af fjalli, en fór minnkandi í október.


DÝRAHEILBRIGÐI Hníslar

Helsti tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka magn hnísla og áhrif þeirra á heilsufar lambanna. Fyrstu sýnin voru tekin þegar lömbin komu af fjalli 23. september, eins og áður sagði. Á þeim 50 dögum, sem sýnatökur fóru fram 4. hvern dag sáust í öllum tilvikum svipaðir toppar af frjóhylkjum í grammi saurs. Tvenns lags mynstur var sérstaklega áberandi. Frjóhylkjum í grammi saurs fjölgaði hjá öllum lömbunum seinni hlutann í október. Í þremur lambanna kom einnig fram fjölgun í byrjun október, en sá toppur var lægri. Topparnir voru í öllum tilvikum svipaðir og vöruðu að jafnaði ekki lengur en í eina til tvær vikur, með tveimur undantekningum, þar sem toppurinn varaði í 3 til 4 vikur. Í lok 50 daga tímabilsins var fjöldi frjóhylkja í grammi orðinn svipaður og í upphafi rannsóknarinnar, þegar lömbin komu af fjalli. Öll lömbin léttust á fyrstu vikunum, að meðaltali um 2,9 kg, en eitt léttist um 6,0 kg. Þéttni skítsins var eðlileg við komu af fjalli, spörð í 6 lambanna, en 4 voru með væga skitu sem lagaðist fljótt. Þegar sýni voru tekin í 5. eða 6. skipti, þ.e. 13. og 17. október voru öll lömbin nema eitt komin með rennandi skitu. Þessi skita lagaðist samt fljótt og fljótlega voru flest lömbin farin að sparða eðlilega og hélst það að mestu út rannsóknina. Um það bil tveimur vikum eftir að skita byrjaði greindist fjöldi frjóhylkja í grammi saurs í hámarki, þetta var megineinkenni niðurstaðna rannsóknarinnar.

einfrumungs í veikum lömbum en heilbrigðum. Í öðrum löndum er þekkt að einfrumungurinn geti valdið skitu og meltingartruflunum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til að Giardia duodenalis sé útbreiddur í íslensku sauðfé. Ekkert bendir þó til að þessi týpa einfrumungsins sé sú sama og veldur sýkingum hjá mönnum sem fá einfrumunginn í sig. Til að gera sér betur grein fyrir túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar verður hér farið yfir staðreyndir um sýkingar sauðfjár af völdum hnísla (Eimeria-tegunda). Hníslar sem sýkja sauðfé eru algengir í öllum löndum þar sem sauðfjárrækt er stunduð. Hringrás smits er bein, þ.e. ekki er um millihýsla að ræða. Þolhjúpar hníslanna berast ofan í lömb og rofna. Frjóin losna, bora sig inn í slímhúð þarmanna og sníkjudýrið tekur til við að fjölga sér þar með kynlausri skiptingu. Allar frumur sem sýkjast eyðileggjast. Að öðru leyti vísa ég til fyrsta hluta greinar þessarar þar sem fjallað er almennt um hníslasótt. Ef lömb eru höfð í heimahögum nær smit hámarksútbreiðslu eftir u.þ.b. 6 vikur. Eftir um 10 vikur hafa öll lömbin smitast, en eftir að lömbin eru orðin 6 mánaða dregur mjög úr smiti. Lömb sem hafa étið smithæfa þolhjúpa ofan í sig mynda smám saman ónæmi. Til er rannsókn á nokkrum unglömbum, sem sýnir að þau fyrstu byrjuðu að skilja út frjóhylki 22 daga gömul, og frjóhylki fundust í öllum

Túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar Eftir að lömbin á bænum komu af fjalli um haustið fór hluti þeirra í gegnum skitutímabil, eitt eða fleiri, 2 til 3 % lambanna fengu skitu strax í fyrstu vikunni. Þeim batnaði öllum á stuttum tíma. Líklegt er að snögg fóðurbreyting hafi valdið þessum tilvikum. Hugsanlega hefur einfrumungurinn Giardia duodenalis líka haft áhrif hér, í fyrstu sýnunum sem tekin voru var meira af frjóhylkjum þess

Eimeria granulosa smithæfur þolhjúpur

FREYJA 3-2 24


DÝRAHEILBRIGÐI

Sólarupprás í Breiðdal © Hákon Hansson

lömbum 5 vikna gömlum. Lömb sem höfð eru lengi í heimahögum veikjast af hníslasótt fyrri hluta sumars. Rannsóknin á Fossárdal leiddi til nokkuð annarrar niðurstöðu. Lömbin fengu hníslasótt um haustið, um þremur vikum eftir að þau komu í heimahagana, þar sem frjóhylkin voru til staðar í miklu magni. Sama gerðist með lömb sem komu seint að og voru tekin strax á hús. Þau lömb komust í snertingu við þolhjúpa úr heyinu og hugsanlega einnig úr drykkjarvatni. Útbreiddasti hnísillinn heitir Eimeria ovinoidalis og er jafnframt með mesta meinvirkni. Sýking leiðir til alvarlegrar skitu og er saurinn oft mengaður blóði. Mikilvægt er að hafa í huga að nýfædd lömb hafa vörn gegn þessum hnísli og varir hún í allt að tvær vikur. Eftir það eru þau útsett fyrir sýkingum. Á Fossárdal reyndist E. ovinoidalis langalgengasta hnísliltegundin. Tíminn frá því að lamb étur ofan í sig þolhjúp, þar til smitið kemur í ljós er 10 til 15 dagar og einkennin (skita) vara oftast í um vikutíma. Á Fossárdal er ám með lömbum venjulega sleppt í úthaga þegar lömbin eru enn með vörn gegn hníslasýkingu, en hættan á sýkingu í sumarhögum er almennt talin í lágmarki. Þetta skýrir líka hvers vegna haustlömbin eru svona viðkvæm fyrir hníslasótt, þau ná ekki að byggja upp nægilega vörn á vorin. Í greininni sem vísað er til neðanmáls á fyrstu síðu eru niðurstöður um smit í einstökum lömbum birtar myndrænt. Áhugasömum er bent á að skoða þær og þess vegna fylgja hér skýringar á skammstöfunum. Þótt öll lömb hafi sýkst voru fjöldi hnísla í grammi saurs (opc=oozysts per gram),

25 FREYJA 3-2

þéttleiki saurs (FC =fecal concistence, talan 1 þýðir venjuleg spörð, 4 þýðir vatnskennd skita) og þyngdartap einstakra lamba mjög mismunandi. Ekki er ljóst hvers vegna þessi mismunur er á einstökum lömbum, en ætla má að helstu ástæður hans séu að magn smitefnis (þolhjúpa) sem lömbin éta ofan í sig sé mismikið og að hugsanlega hafi sum lömbin náð að byggja upp ónæmi að vori. Ekki er talið að ormasmit hafi hér haft áhrif, enda voru ormaegg í saur lambanna mjög fá þegar þau komu af fjalli. Sjúkdómsvaldandi bakteríur eins og salmonella eða camphylobacter ræktuðust ekki úr neinum sýnum og geta því ekki verið orsök skitu. Í einu sýni ræktaðist clostridia, telja má víst að þar sé um að ræða Clostridium perfringens D., sem getur valdið garnapest í stálpuðum lömbum. Sýkillinn ræktaðist í desember, en þá er nánast öruggt að vörn við sýklinum, sem lömbin fá með broddinum eftir bólusetningu móður að vori sé ekki lengur til staðar. Á hverju hausti höfðu drepist nokkur lömb á Fossárdal og önnur verið lengi að ná sér, og var það helsta ástæða þess að sá sem þetta ritar leitaði til Karls Skírnissonar til að reyna að greina ástæður þess. Niðurstaða rannsóknarinnar er að ganga megi út frá því að hníslasmit að hausti og að lömb náðu ekki að byggja upp neina teljandi vörn að vori séu ástæður veikinda og dauða lambanna.

Hvað er hægt að gera til að draga úr tjóni af völdum hníslasóttar? Fyrst ber að nefna, séu tök á, smitálagi með því að flytja beitarhólfa á 12-14 daga fresti. geta frjóhylki sem fullorðið

að draga úr féð á milli Aftur á móti fé dreifir á


DÝRAHEILBRIGÐI beitilandið að vetri og vori verið smithæf og sýkt lömbin ef náttúruleg smitvörn þeirra er ekki lengur til staðar þegar þau koma út. Lömb sem verða fyrir það vægu smiti að vori við húsin eða í beitarhólfum að sýkingin nær ekki að valda skitu, mynda mótstöðu á fyrsta sumri sem ver þau um haustið gegn afleiðingu sýkingar, skitunni. Vegna mótstöðunnar sem myndast, þolir eldra fé smit betur en lömb og ær veikjast ekki þótt fullorðna féð beri og dreifi smiti alla ævi. Mikilvægast er að vita að smit getur safnast upp í beitilandinu ekki síður en ormasmit. Í þröngum hólfum getur smitálag orðið gríðarlegt, sem veldur því aftur að mörg lömb veikjast, áður en þau ná að mynda vörn. Lömb sem veikjast af hníslasótt verða dauf, lystarlaus, þrífast ekki, fá skitu og tapa við það miklum vökva. Skitan er dökkleit þar sem blæðingar eru í þarminum og lyktin er daunill. Lömbin eru kvalin, kveina gjarnan þegar skitan rennur frá þeim. Erfitt er að komast hjá smiti af hníslum, enda eru þeir alls staðar í umhverfi dýranna, þó ekki væri nema vegna þess að heilbrigðar fullorðnar ær skilja hníslana út, án þess að þær veikist. Með miklu hreinlæti og skipulagðri beit er hægt að draga úr hníslasótt, forðast ber þrengsli í húsum og á beitilandi og skipta ætti um beitiland í tengslum við lyfjagjöf ef þess er kostur. Ef hníslar berast í drykkjarvatn verður hröð smitdreifing. Þegar líður á sauðburð er æskilegt að nýta önnur beitarhólf en notuð voru fyrir ærnar fyrr um vorið. Þau beitarhólf eru væntanlega mikið sýkt, a.m.k. ef beit hefur verið þétt í þeim. Til eru lyf gegn hníslasótt

sem dugar að gefa einu sinni og verka fyrirbyggjandi. Ormalyf virka ekki á hnísla. Lömb sem veikjast af hníslasótt má oft lækna með súlfalyfjum. Það veltur þó á því hversu langt þau eru leidd. Ráðlegt er að hafa veik lömb sér og gera vel við þau. Lyf sem fást hér og eru notuð sem fyrirbyggjandi lyf: -Baycox 5 %, virka efnið heitir Toltrazuril, þetta lyf er skráð hér á landi sem fyrirbyggjandi við hníslasótt í svínum en virkar líka ágætlega á lömb og er ráðlagt í öðrum löndum sem fyrirbyggjandi handa lömbum. -Vecoxan vet, virka efnið heitir Diclazuril og er ætlað kálfum og lömbum, lyfið hefur fengist hér á landi sem undanþágulyf. Þessi lyf eru dýr en árangur af notkun þeirra er góður. Sem fyrirbyggjandi lyf þarf að gefa það öllum ásetningslömbum og verður að meta í hvert skipti, hvort tjón af völdum hníslasóttar sé svo mikið að þessi lyfjagjöf þjóni tilgangi. Súlfalyf verka ágætlega á hníslasótt, sbr. hér á undan og getur verið skynsamlegt að gefa veikum lömbum slík lyf, en oft læknast hníslasóttin án lyfjagjafar og getur verið rétt að bíða með lyfjagjöf ef lamb með skitu étur og virðist að öðru leyti heilbrigt. Engin súlfalyf til inngjafar fyrir dýr eru þó skráð hér á landi. Til eru lyf ætluð mönnum, sem innihalda súlfa og hafa reynst vel, t.d. lyfið Trimezol sem er í töfluformi. Hafið samband við dýralækni sem getur útvegað lyfið, með vissum skilyrðum. Rík áhersla er hér lögð á að lyf eins og Trimezol á eingöngu að nota að höfðu samráði við dýralækni og aldrei ætti að gefa súlfalyf frá því fengitími hefst og fram yfir sauðburð, nema skv. tilvísun dýralæknis.

© Hákon Hansson

FREYJA 3-2 26


SAUÐFJÁRRÆKT

Samræmi í mælingum og dómum á lifandi lömbum Í BS-lokaverkefni mínu við Landbúnaðarháskóla Íslands gerði ég rannsókn á því hversu gott samræmi er á milli ráðunauta við mælingar og dóma á lömbum við ásetningsval. Sjö ráðunautar tóku þátt í verkefninu og mældu þeir og dæmdu allir sömu 140 lömbin og endurtóku einnig dóma á 20 lömbum, sem bornir voru saman við fyrri dóma þeirra. Niðurstöðurnar staðfestu að munur á mælingum eftir gerð ómtækja er um 2 mm líkt og reiknað hefur verið með. Yfirleitt er gott samræmi á milli dómara við dómstörfin, þó er marktækur munur milli þeirra þegar skoðuð eru meðaltöl dóma á einstökum eiginleikum.

KRISTBJÖRN H. STEINARSSON Bóndi í Hraunsmúla Landbúnaðarfræðingur BS­90 hraunsmuli@gmail.com

Gagnaöflun

Öflun gagna fór fram að Hesti 20. október 2011. Þar komu sjö dómarar víðsvegar að af landinu, sem allir höfðu sinnt lambadómum um haustið og teljast til reyndustu dómara landsins. Hver og einn dómari kom með og notaði það ómtæki sem hann var vanur. Öll lömb voru fullstiguð og endaði hver dómari á að stiga aftur þau 20 lömb sem hann hafði byrjað á að dæma.

Lömbin

Lömbin sem að dæmd voru í rannsókninni voru annars vegar 80 hrútar og hins vegar 60 gimbrar. Lömbunum var skipt í sjö hópa. Fjórir hópar voru skipaðir hrútum þar sem 8 hrútar í hverjum hópi komu til greina sem ásetningshrútar en hinir 12 höfðu verið settir á kálbötun þann 25. september og voru orðnir að lágmarki 38 kg að þyngd með allgott átak. Gimbrahóparnir þrír voru samsettir til helminga af ásetningsgimbrum og gimbrum sem hlotið höfðu kálbötun. Þannig var reynt að velja lömb sem spanna þann breytileika sem vænta má við ásetningsval á venjulegu fjárbúi.

27 FREYJA 3-2

Mismunur ómmælinga á milli tækjagerða

Til að geta greint mismun á mælingum milli tækjagerða voru ómmælingarnar leiðréttar að meðalþunga. Þá var tekið meðaltal mælinga hvorrar tækjagerðar á hverju lambi. Á þennan hátt var skoðaður mismunur á vöðva- og fitumælingum eftir gerð tækja, einnig var skoðaður mismunur á samanlögðum mælingum á fitu og vöðva. Samtala vöðva og fitu var að jafnaði 29,81 mm hjá lömbum í rannsókninni, eftir að leiðrétt hafði verið að meðalþunga, mælt á skoska ómsjá. Mismunur milli tækjagerðanna nam 2,32 mm. Samsvarandi tölur fyrir vöðvaþykkt eru 27,47 mm og mismunur 1,97 mm. Það er í góðu samræmi við þann 2 mm mismun sem reiknaður hefur verið með milli tækjagerðanna. Hvað varðar ómmælingar á fitu er mismunur milli tækjagerða 0,35 mm þegar meðalfituþykkt er 2,33 mm, mæld með skosku tæki. Ef mismunur mælinga, eftir gerð tækis, er skoðaður sem hlutfall af meðaltali mælinga skosku ómsjánna, kemur í ljós að á vöðvamælingum er hann 7,2% en á fitumælingunum 15,0% og fyrir samtölu vöðva og fitu er þetta hlutfall 7,8%. Þessar hlutfallstölur eru einungis gróft viðmið því eins og kom í ljós þegar línulegt aðhvarf milli tækjagerðanna var skoðað, er kerfisbundin skekkja stór hluti af mismuninum milli tækjagerðanna. Því gefur einn stuðull ekki viðunandi útkomu til leiðréttingar. Til að minnka föstu skekkjuna á milli tækjagerðanna þarf því að auka samræmi vinnubragða við mælingarnar.


SAUÐFJÁRRÆKT

Ráðunautar og aðstoðarfólk að störfum á Hesti 20. október 2011 © Ólöf Ósk Guðmundsdóttir

Tvímælingagildi

Tvímælingagildi er mælikvarði til að leggja mat á nákvæmni mælinga og dóma. Það er allnokkuð notað í heimi búfjárræktarinnar og segir okkur meðal annars ávinninginn af því að endurtaka mælingar (dóma) á sama grip. Tvímælingagildi hleypur á bilinu 0 til 1 eða með öðrum orðum 0% til 100%. Ef tvímælingagildið reynist vera 100% þá er fullkomin fylgni á milli dómanna, þ.e.a.s. dómarnir eru alltaf eins hjá sama aðila eða allir dómarar dæma eins. Ef tvímælingagildið er hins vegar 0% þá er engin fylgni á milli einkunnagjafa hjá dómurunum, þannig að gefi einn dómari t.d. einkunnina 9,0 þá er algjörlega tilviljun háð hvaða einkunn hinir dómararnir gefa. Tvímælingagildi var reiknað fyrir hvern eiginleika sem var metinn eða mældur. Því hefur ósamræmi í stigun á lambi þau áhrif að tvímælingagildið lækkar. Einnig má líta svo á að tvímælingagildið segi til um líkurnar á því að lambið hljóti jafn mörg stig við endurtekinn dóm. Tvímælingagildið er gefið upp innan sviga í umfjöllun um dómana.

Mælingar og dómar

Þeir eiginleikar sem mældir og metnir eru af mestri nákvæmni eru þykkt vöðva (ómmæld) (0,79), fótleggur (0,73), ull (0,70), læri (0,62) og bak (0,68). Þetta eru einnig þeir eiginleikar sem horft er hvað mest til við ásetningsval og er matið á þeim jafnframt mat á verðmætustu pörtum lambsins. Við einkunnagjöf fyrir bak eru ómmælingar og lögun bakvöðva mikilvirk hjálpartæki, en þó er misjafnt að hve miklu leyti dómarar taka tillit til þeirra í einkunnagjöf. Má í því sambandi nefna að sá dómari sem náði besta samræmi við sína fyrri mælingu (0,96) hefur minnstu fylgni á milli

lögunar og bakeinkunnar en á móti kemur að hann notar einkunnaskalann þrengra fyrir eiginleikann heldur en aðrir dómarar. Við mat á ull voru tveir dómarar sem náðu því að stigun í seinni umferð var nákvæmlega sú sama og við fyrri stigun. Það vekur athygli að annar þeirra hefur hæsta staðalfrávik á ullardómum en það gefur til kynna að hann teygi dómskalann mest allra dómara en hinn hefur á hinn bóginn næstlægsta staðalfrávikið, hann er því að nota mun þrengra bil á dómskalanum. Stig alls (0,71) koma einnig ágætlega út sem heildarmat á gripnum, en þó kemur fram marktækur munur á milli dómara. Ómmælingar á fituþykkt eru mun ónákvæmari en á bakvöðvanum (0,51) en með því að skoða ómmælingarnar í samhengi má sjá að dómararnir hafa tamið sér mismunandi vinnulag og eins má vera að tækin séu misnæm á staðsetningu krossins milli vöðva og fitu. Sjá má dæmi um að vöðvi er mældur þykkur á kostnað fitu og svo öfugt. Einkunn fyrir lögun bakvöðva (0,45) er eftirtektarverð vegna þess hve dómskalinn er vel nýttur. Dreifing einkunna fyrir háls og herðar (0,50) er fremur lítil og fá um 48% lambanna 8 í einkunn fyrir eiginleikann og gætir varfærni hjá dómurunum í notkun dómskalans. Bringa og útlögur (0,44) hafa lægsta tvímælingagildið af þeim dómum er meta holdfyllingu. Malir (0,46) eru vandmetnar en fá þó hæstan dóm að meðaltali af þeim eiginleikum sem metnir eru á hefðbundnum skala. Dómskalinn er notaður þröngt og helmingur allra lambanna hlaut 8,5 stig fyrir malir. Samræmi (0,36) hefur lægsta tvímælingagildi allra eiginleika í rannsókninni og greinilega erfitt að samræma dómana en það helgast af því að verið er að taka tillit til og meta huglægt marga eiginleika svo sem

FREYJA 3-2 28


SAUÐFJÁRRÆKT hæð, lengd og kviðun lambanna. Nánast eru eingöngu gefin 8 og 8,5 stig fyrir samræmi eða í 97% tilfella.

ekki ráðið annað af honum en að meðferðin hafi engin áhrif á lömbin, en dómararnir séu sælli með magafylli.

Besti fjórðungur lambanna

Til að fá hugmynd um það hvort dómarnir væru sammála um hvaða lömb væru best var skoðað hversu sammála dómararnir væru um stigahæstu lömbin. Þá var valið að skoða lista yfir 35 stigahæstu lömbin frá hverjum dómara (1/4 af dæmdum lömbum) og bera saman við sambærilega lista frá öðrum dómurum. Með því að vega saman lambafjölda og fjölda dómara sem sammála voru um að lömbin tilheyrðu hópi bestu lambanna, kom síðan í ljós að dómararnir eru sammála um 21 lamb af 35 bestu lömbunum. Dómararnir eru því í 59% tilfella sammála um hvaða lömb tilheyra besta fjórðungnum.

Hefur lengd innistöðu áhrif á dóma?

Til að athuga hvort finna mætti í gögnunum vísbendingar um að innistaða og meðhöndlun lambanna færi að segja til sín er liði á daginn var skoðað hvort munur væri á heildarstigum lambanna eftir mælingalotum. Ekki var að finna marktækan mun á milli meðaltala. En það vakti athygli að meðaltal mælingar nr. 4, sem er síðasta mæling fyrir hádegisverð, er það lægsta í rannsókninni en mæling nr. 5, fyrsta mæling eftir hádegi, var með hæsta meðaltalið. Marktækur munur reyndist vera á milli þessara tveggja meðaltala og því verður

Áhrif haustbötunar

Vegna þess gríðarmikla munar sem er á hvaða atlæti lömb fá að hausti er vert að skoða hvaða áhrif haustbeitin getur haft á hvaða lambhrútar eru valdir til ásetnings. Þegar farið var í gegnum lömbin á Hestsbúinu í lok september voru tekin frá álitleg hrútlömb, 32 slík lömb voru í tilrauninni. Með því að raða hrútlömbunum í tilrauninni eftir vöðvaþykkt 25. september og skoða hvaða 32 hrútar eru þar með mesta vöðvaþykkt eru einungis tveir hrútar sem síðan koma inn af kálbeit þann 19. október. Annar þeirra virðist hafa komið sér þangað sjálfur en hinn var talinn þurfa á haustbötun að halda og hafði þykkastan bakvöðva af þeim hrútlömbum sem fylltu þann flokk. Þegar til samanburðar er skoðað hvaða 32 hrútlömb hafa þykkastan bakvöðva 20. október, koma 13 þeirra af kálbeit. Því hafa 11 hrútar af túnbeit vikið af listanum fyrir hrútlömbum sem talin voru þurfa á sérstakri haustbötun að halda. Af þessum 32 stigahæstu hrútum þann 20. október eru semsagt 11 hrútar af kálbeit og tveir þeirra komast á lista yfir 10 stigahæstu hrútana. Þetta er því rækileg staðfesting á nauðsyn þess að velja lífhrútsefnin sem fyrst á haustin áður en áhrifa af haustbeit fer að gæta.

Hrútasýning á Efri Ey 2 í Meðallandi, haustið 2011 © Halla Eygló Sveinsdóttir

Ritgerðina í heild sinni má finna á Skemmunni, rafrænu gagnasafni háskólanna á Íslandi (http://skemman.is/handle/1946/12442).

29 FREYJA 3-2


UPPSKRIFTIN

Sæðingakassin Í sveitum landsins leynast víða einfaldar og hugvitsamlegar lausnir á ýmsum hlutum sem geta létt okkur störfin dags daglega. Í Reykjahlíð á Skeiðum rákumst við á skemmtilega útfærslu á skáp sem er hugsaður til þess að halda utan um sæðingagögn búsins en er einnig vinnuborð fyrir frjótækninn. Katrín Andrésdóttir bóndi í Reykjahlíð tók vel í að deila þessari hugvitsamlegu lausn með lesendum Freyju og gefum við henni því orðið. Fyrir þrem áratugum síðan starfaði ég sem dýralæknir og frjótæknir í Noregi. Þar var þá á hverjum bæ þægileg aðstaða – veggskápur – fyrir sæðingarspjaldið og sjúkraskráningu sem færð var í sérstaka möppu. Ég saknaði skápsins þegar ég kom til starfa hér heima og lét því heimilissmiðinn útbúa kassa til heimabrúks. Auðvelt er að smíða svona „skrifstofuskáp“, t.d. úr vatnsvörðum krossvið. Hér var stærðin miðuð við gangmáladagatalið, dýptin er 6 cm þannig að mjög lítið fer fyrir fyrir skápnum á veggnum. Sé nægilegt rými er þægilegt að gera kassann þannig úr garði að hann rúmi einnig lyfjageymslu. Þá eru settir inn einn eða fleiri læsanlegir lyfjaskápar, dós fyrir notaðar nálar og annað í þeim dúr. Að sjálfsögðu eru þá sjúkraskráninganar tiltækar þarna líka, séu þær ekki færðar beint í tölvu. Framhlið kassans þar sem gangmáladagatal hefur verið hengt upp þar sem gott er að skrá niður og fylgjast með beiðslum hjá kúnum.

Skápurinn hengdur á vegg í þægilegri vinnuhæð; auðvelt að tylla á hann tösku og skrifa á sæðingaspjald/sjúkraskýrslu. Keðjurnar þurfa að vera traustar og falla sjálfkrafa inn í skápinn þegar honum er lokað.

FREYJA 3-2 30


NAUTGRIPARÆKT

Til sölu nokkrar kvígur komnar að burði GUÐNÝ H. BJÖRNSDÓTTIR Bóndi Bessastöðum, Húnaþingi vestra bessast@simnet.is

Oft má sjá auglýsingar sem hljóma eins og fyrirsögnin að þessum greinarstúf. Þegar málið er kannað nánar þá eru kvígurnar yfirleitt á jafnaðarverði og hvorki kaupandinn né seljandinn velta alvarlega fyrir sér hvort einhver kvígan er verðmætari en önnur. Hvers vegna ætli þetta sé? Hér ætlum við lítillega að velta fyrir okkur ástæðunni. Svo virðist sem verðið sem fæst fyrir gripina taki helst hliðsjón af því sláturverði sem er hverju sinni, án þess að ætterni og þá kynbótamat hafi umtalsverð áhrif. En er það sanngjarnt? Seljandinn er búinn að ala kvíguna upp og halda henni, þannig að hún beri á réttum tíma. Margir þeirra eru einnig búnir að vanda til með tilurð skepnunnar og

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

31 FREYJA 3-2

SIGURGEIR B. HREINSSON Bóndi Hríshól, Eyjafjarðarsveit hrisholl@simnet.is

væntanlegs afkvæmis, með því að para saman foreldra hennar og svo hana við vænlegt naut, þannig að skili sér sem best í framleiðslu og umhirðu. Yfirleitt er verið að selja kvígur úr fjósum sem eru í rekstri og þau á þeim tíma vel sett með mjólkurkýr og þurfa ekki á öllum fengnu kvígunum að halda í framleiðslu sinni. Því er ákveðið að selja eina eða fleiri kvígur sem ekki komast fyrir í rekstrinum. Kannski er það vegna þess að ekki er pláss fyrir kvígurnar í fjósinu, sem menn setja ekki hátt verð á þær og vegna þess að þeir telja sig vera búna að velja úr bestu gripina, eða er það vegna þess að kaupendurnir eru ekki tilbúnir að greiða hærra verð? Ef við lítum til annarra búgreina, t.d. sauðfjárræktarinnar, sjáum við að kynbótagildi gripanna hefur þó nokkuð að segja með verðið á þeim. Á samkomum sem haldnar eru á haustin eftir að lömb hafa verið stiguð og metin fara hæst metnu gripirnir á umtalsvert hærra verði en meðalskepnan. Samt eru bændurnir sem eru að selja búnir að velja úr hópnum sína ræktunargripi. Í hrossaræktinni margfaldast verð hrossanna eftir kynbótamati þeirra, eiginleikum og dómum. Augljóst er að þar hefur


NAUTGRIPARÆKT markaðslögmálið tekið völdin í þeirri þróun sem þar hefur átt sér stað. Í nágrannalöndum okkar er víðast löng hefð fyrir ört hækkandi verði kynbótagripa miðað við þá sem minni kosti eru taldir hafa, og nokkuð er um að séu virkir sölumarkaðir.

sé, og ekkert nema sanngjarnt að kvíga undan nautsföður og góðri kú sé verðlögð umtalsvert hærra en kvíga undan heimanauti og Búkollu sem júgrað slitnaði niður á öðru eða þriðja mjaltaskeiði, þó vissulega geti heppnin verið með í spilunum og kvígan reynst vel.

Í nautgriparæktinni hér á landi hefur samtakamátturinn í kynbótastarfinu verið alls ráðandi og fyrst og fremst er það heildin eða búgreinin öll sem hagnast þegar öflugir gripir koma fram á sjónarsviðið. Það er ekki hægt að segja annað en að okkar kynbótaaðferðir hafi skilað góðum framförum ef tekið er tillit til þess að þau bú, sem ekki eru í skýrsluhaldi og þar sem mikil notkun heimanauta er, nýtast ekki nema á takmarkaðan hátt til framfara.

Vel er hægt að hugsa sér að sett verði upp viðmiðunartafla þar sem fram komi grunnverð fyrir tveggja ára meðalvæna kvígu sem hafi kynbótagildið 100. Verðmiðinn hækki síðan um 1-2% við hvert stig sem kynbótagildið hækkar, eða ef svo óheppilega vill til að gripurinn sé ekki vænlegur til kynbóta þá lækki verðið á sambærilegan hátt eftir því sem einkunnin lækkar.

Vafalaust hefur þessi félagslega uppbygging áhrif á að verðmyndun í viðskiptum á lífdýrum milli bænda hefur ekki þróast í takt við verðmæti gripanna samkvæmt kynbótamati. Það er þó engin ástæða til að svo

Hvort þetta er besta leiðin til að finna sanngjarnasta verðið fyrir kvígurnar skal ósagt látið, en er þó tilraun til að koma á lítið eitt öflugri viðskiptamenningu en verið hefur, séu til sölu nokkrar kvígur komnar að burði. Höfundar sita í fagráði í nautgriparækt

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

FREYJA 3-2 32


ÚR FYLGSNUM FORTÍÐAR

Árið 1912 Úr búnaðarriti 27. árgangi, 1913. Einar Helgason tók sama yfirlit um tíðarfar víða á landinu og byggir það á skýrslum sem ýmsir höfðu sent honum úr flestum héruðum landsins.

Vetur frá nýjári mildur og snjólítill með afbrigðum um mestan hluta landsins. Í Skaftafellssýslu gerði hríðarveður laugardaginn fyrir páska; sást þá fyrst snjór, svo héti, á vetrinum. Beitarfénaði gefið í minsta lagi. Fullorðið fé gekk víða að mestu úti gjafalaust og gjafalítið á Suðurlandi. Lömb tóku sumir varla í hús, og alstaðar var þeim gefið með langminsta móti.

Á Austfjörðum norðanverðum var veðráttan ekki eins mild og annarstaðar á landinu. Á utanverðu Fljótsdalshéraði var jarðlaust um langan tíma, enda svarf þar svo að mönnum, að margir urðu heylausir, og horfði til vandræða, ef harðindi hefðu haldist lengur. En fyrir sumarmál kom ágætur bati. í Þingeyjarsýslu var víðast hvar hætt að gefa fé fyrir sumarmál. Á Kjörseyri í Strandasýslu var sauðfé gefin full gjöf að eins í 20 daga þennan kafla vetrarins. Á Vestfjörðum var jörð lengstum því nær alauð. Vorið hlýtt og hagstætt um alt Suðurland. Í Árnessýslu var nægilegur sauðgróður kominn í apríllok og kúahagar um fardaga. Í hinum þremur landsfjórðungunum var vorveðráttan að vísu blíð og staðviðrasöm, en þurkar of miklir; tafði það fyrir gróðri. Í Skagafirði var sumstaðar byrjað að vinna á túnum um sumarmál. Á Austfjörðum fremur köld veðrátta, en áfellalaus. Hið sama er skrifað úr Eyjafirði. Ár uxu þar ekki fyr en eftir fardaga.

33 FREYJA 3-2

Sumarið Hagstæð heyskapartíð, að heita mátti. Á stöku stað á Suðurlandi var byrjað að slá fyrir Jónsmessu, en þá kom óþurkakafli, sem hélzt fram til 10. júlí. Hröktust þá töður hjá þeim, sem snemma byrjuðu. Eftir það var þurkatíð fram í septemberbyrjun. Nýting ágæt allan þann tíma. Spretta góð á túnum og vallendi, en rýr á mýrlendi. Í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, Snæfellsness og Dala hélzt sama þurkatíðin fram yfir höfuðdag. Grasvöxtur í dágóðu lagi á túnum, en miður á engjum. Hey í mestalagi. Á Vestfjörðum byrjaði sláttur víða fullum hálfum mánuði fyr en venjulega. Tíðin hagstæð fram yfir höfuðdag, og heyskapur í bezta lagi. Í Bæjarhreppi við Hrútafjörð stóð sláttur yfir fullar 12 vikur. Á Norðurlandi byrjaði sláttur um mánaðamótin júní og júlí. Þá voru tún bæði brunnin og kalin á ýmsum stöðum í Skagafirði. Nýting varð góð og heyskapur víðast í meðallagi. Á Austfjörðum byrjaði og sláttur með júlíbyrjun, og stóð heyskapartíminn yfir með lengsta móti. Grasspretta allgóð og heyfengur með meira móti. Júlí fremur hlýr og þurkasamur, ágúst kaldur. Með byrjun ágústmánaðar brá til kulda um land alt. Féll þá snjór á hálendi, sumstaðar mikill. Á heiðarlöndum Borgarfjarðar fórst fé í fönn. Hið sama er skrifað af Norðurlandi. Í Fljótum og Stíflu varð ekki unnið að slætti í meira en viku fyrir snjó, og kúm varð að gefa inni allmarga daga. Þá var fé dregið úr fönn dautt og dauðvona. - Í Eyjafirði fraus svo


ÚR FYGLSNUM FORTÍÐAR mikið þrjá daga í ágúst, að glugga hélaði. - Á Munkaþverá var frostið þrjá morgna í röð 3°, 5° og 7° C. — Í Þingeyjarsýslu varð alveg jarðlaust sumstaðar til heiða. Á instu bæjunum í Öxarfirði og á Hólsfjöllum var ekki hægt að vinna að heyskap í alt að því vikutíma. Á Hafursstöðum í Öxarfirði varð ekki unnið að heyskap í hálfan mánuð. Á Austfjörðum varð heldur minna úr þessu hreti en norðurundan; kom þar að vísu talsverður snjór á fjöll, en þó hvergi svo, að orð færi af því að fé hefði fent. Í Skaftafellssýslu gránaði í fjöll í ágústbyrjun, og talsvert frost var þar nokkrar nætur. Stórskaða gerði aftaka rigning í septemberbyrjun á Fljótsdalshéraði, einkum á Upp-Héraði. Þá áttu margir þar sæti, er spilltust af vatnsflóði. Telja gamlir menn það eitthvert hið mesta úrfelli er þekkist þar. Í Öxarfirði skemdi grasmaðkur tún og einkum úthaga; á Fljótsdalshéraði gerði hann líka vart við sig.

Haustið og veturinn til nýjárs. Hér sunnanlands var haustveðráttan óhagstæð. Ýmist sífeld hrakviðri eða frost. Snemma i desember hlóð'niður miklum snjó og gerði haglaust. Hélzt það til ársloka. Í Borgarfirði votviðri og umhleypingar; bar þó minna á því upp til dalanna. Engin harðindi; næg jörð til nýjárs. Svipað sagt úr Dölunum. Á Vestfjörðum mátti veðráttan heita góð. Jörð að kalla þíð til nóvemberloka. Snjókoma nokkur í desember, en óvíða tók fyrir haga. Á Norðurlandi var góð hausttíð, þurviðri og hlýindi. Snjór kom mikill í Skagafirði á jólaföstu; hélzt hann til nýjárs. Voru þá allmörg hross tekin á gjöf. Óstöðugri tíð í Fljótum en inn til fjarðanna. Á Austfjörðum var haustið milt og þurt, en nokkuð vindasamt. Kýr gengu víða úti til veturnátta. Umhleypingasöm tíð í nóvember, betri í desember. 2. Desember lagði Lagarfljót langt upp eftir. Í Skaftafellssýslu var nær snjólaust til jóla. Víðast lítið búið að gefa fullorðnu fé um áramót og sumstaðar ekkert.

Hvanneyri á fyrsta áratug 20. aldar. Myndin er eign Landbúnaðarháskóla Íslands

FREYJA 3-2 34



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.