Freyja 2-2

Page 1

BÚNAÐARBLAÐIÐ

FREYJA

MEÐAL EFNIS:

ÚTIVIST SVÍNA

ÞRÓUN SKYLDLEIKA­ RÆKTAR Í SAUÐFÉ

LANDBÚNAÐUR Í FÆREYJUM

2. TÖLUBLAÐ

SUMAR 2012

2. ÁRGANGUR


EFNISYFIRLIT

„Heimskt er heimaalið barn“ Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

3

Ríkharð Brynjólfsson

6

Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Þorvaldur Kristjánsson

9

Rólvur Djurhuss

13

Gísli Rafn Guðmundsson

17

Berglind Ósk Óðinsdóttir

20

Karvel Lindberg Karvelsson

23

María Svanþrúður Jónsdóttir og Daði Lange Friðriksson

26

Guðríður B. Helgadóttir

27

Bryndís Pétursdóttir og fleiri

31

Grænfóður -

Þróun skyldleikaræktar í íslenska sauðfjárstofninum ­ Landbúnaður í Færeyjum ­

Vegslóðar á bújörðum ­

Mikilvægi heyefnagreininga ­ Útivist svína ­

Tilvist Grábotna 06­833 ­

Heyskapur, nokkur orð og hugtök sem lýsa gamla verklaginu ­

Rannsóknir á fósturdauða í sauðfé ­

Búnaðarblaðið Freyja 2. tölublað, 2. árgangur Útgáfudagur: 10. maí 2012 Ábyrgðarmenn og ritstjórar: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897), Axel Kárason (860-2935) og Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384) ISSN: 1670-8911 Höfundur forsíðumyndar: Dagbjört Drífa Thorlacius Útgefandi: Útgáfufélagið Sjarminn, Raftahlíð 55, 550 Sauðárkrókur www.sjarminn.is sjarminn@sjarminn.is

FREYJA 2-2


Frá ritstjórn Nú í sumarbyrjun kemur annað tölublað annars árgangs Freyju út, fjórða blaðið í röðinni og hefur Útgáfufélagið því formlega náð því markmiði sem sett var í upphafi, þ.e. að gefa Freyju út fjórum sinnum á ári. Það er gaman til þess að hugsa að á sama tíma fyrir ári síðan var Freyja ennþá á hugmyndastigi og margt hefur gerst síðan þá. Þó einhverjum hafi eflaust fundist hugmyndin óraunhæf þá eru þeir mun fleiri sem hafa stutt dyggilega við bakið á okkur þetta fyrsta útgáfuár. Í þessu blaði sem kennt er við sumarið kennir ýmissa grasa. Fjallað er um grænfóðurræktun, mikilvægi heysýnatöku, skyldleikarækt í sauðfjárstofninum, landbúnað í Færeyjum og útivist svína. Í blaðinu er einnig afar fróðleg grein eftir Guðríði B. Helgadóttur sem segir frá orðanotkun við heyskap, frá hennar uppvaxtar- og búskaparárum. Gaman væri ef fleiri hefðu í sínum fórum slíkan fróðleik um landbúnað frá gamalli tíð og væru tilbúnir að deila honum með lesendum Freyju. Þetta fyrsta ár okkar í útgáfubransanum hefur verið okkur lærdómsríkt en um fram allt hefur verkefnið reynst ennþá skemmtilegra en við bjuggumst við. Viðtökur ykkar lesendur góðir hafa verið frábærar, mikið af góðu efni sem við höfum fengið til birtingar og ritnefndin okkar hefur staðið traust við bakið á okkur, ávallt tilbúin með góð ráð og leiðbeiningar. Það er því engan bilbug á okkur að finna og með aðstoð góðra manna sjáum við nú fram á að geta bætt um betur með því að búa Freyju betri og varanlegri samastað á veraldarvefnum. Betrumbætt heimasíða útgáfufélagsins skapar einnig vettvang fyrir frekari miðlun fræðsluefnis til handa þeim sem við landbúnaðinn starfa. Stefnum við að því að opna nýja og betrumbætta heimasíðu útgáfufélagsins í lok sumars. Eftir langan vetur er loksins komið vor. Í sveitum landsins keppast bændur og búalið nú við að undirbúa fóðuröflun komandi sumars og uppskeru næsta hausts. Í óða önn eru ær og huðnur að bera, hryssur að kasta og fuglar að verpa. Eflaust fara einhvers staðar fljótlega að sjást úti kýr. Við sendum lesendum okkar óskir um gleðilegt og gjöfult sumar með góðviðrisdögum og ríkulegri uppskeru.

© Oddný Steina Valsdóttir

Butra í Fljótshlíð fyrir miðri mynd. Fjallið Þríhyrningur í bakgrunni.

FREYJA 2-2

2


UMRÆÐAN

„Heimskt er heimaalið barn“ Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur hvert tölublað af Freyju hafist með umræðu um landbúnaðarmál. Hefur þetta mælst vel fyrir og hafa mörg áhugaverð sjónarmið komið fram enda löngu tímabært að opna umræðu um það hvernig við viljum sjá íslenskan landbúnað þróast inn í framtíðina. Skoðanir eru að sjálfsögðu skiptar og sjónarmið ólík en eitt eigum við þó líklega öll sameiginlegt, það að við viljum öll efla íslenskan landbúnað og trúum á framtíð hans. Ekki ætla ég í þessum pistli mínum að taka afstöðu til þeirra skoðana sem komið hafa fram í fyrri umræðupistlum, en bendi þó á að úr þeim öllum tel ég að lesa megi, á einn eða annan hátt, að höfundar virðist sammála um að hér skorti okkur tilfinnanlega skýra og heildstæða landbúnaðarstefnu. landbúnaði séu eitthvað sem menn vilja helst ekki ræða. Fáir hafa treyst sér til að setja opinberlega fram þá Nautgriparæktarráðunautur og kennari skoðun að gera eigi kröfur um Bændasamtökum Íslands menntun í landbúnaði en meira geh@bondi.is hefur heyrst frá þeim sem telja það hina mestu fásinnu og tala jafnvel Að marka stefnu fyrir íslenskan landbúnað er niður til þeirra sem hafa aflað sér menntunar á ekki eitthvað sem hrist verður fram úr erminni sviði landbúnaðar. Það er því best að taka á milli mjalta. Fyrsta skrefið er að ræða málin strax af alla vafa um það hér og nú að það er opinskátt og fordómalaust þannig að sem mín staðfasta trú að gera eigi skýra kröfu um flestir fletir málsins séu kannaðir. Síðan þarf menntun, þekkingu og kunnáttu í landbúnaði. að komast að niðurstöðu sem endurspeglar hvort tveggja í senn, raunhæf og framsækin Að stunda landbúnað er í raun í eðli sínu markmið fyrir íslenskan landbúnað annars talsvert flókið verkefni. Sá sem rekur bú og vegar og vilja þeirra sem í greininni starfa og ætlar að gera það vel þarf að kunna skil á ýmsum hlutum sem spanna vítt svið og þar sem okkur skortir þekkingu, þurfum við að vita hvar við eigum að leita eftir henni. Flestir íslenskir bændur bera ábyrgð á lifandi skepnum ásamt landi og öðrum

G UNNFRÍÐUR E LÍN H REIÐARSDÓTTIR

samfélagsins, hins vegar. Það er nefnilega ekki nóg að búa til flotta áætlun, það þarf líka að fá fólk til að standa saman um hana og vilja fylgja henni eftir. Eitt af því sem ég tel að þurfi að ræða opinskátt í tengslum við framtíðarstefnu í íslenskum landbúnaði eru menntamál. Það skal viðurkennt að menntun er mér mikið hjartans mál og ekkert leyndarmál að ég tel að sýna eigi menntun í landbúnaði mun meiri virðingu en nú er gert. Ég hef reyndar alltaf haft það á tilfinningunni að menntamál í

3

FREYJA 2-2

© Áskell Þórisson


UMRÆÐAN auðlindum. Þeir hafa til umráða flókin og oft mjög dýr tæki auk þess sem ekki skal gleyma rekstrarþættinum því af þessu þarf fólk að geta lifað. Bændur eru flestir matvælaframleiðendur og þar af leiðandi afar mikilvægir hlekkir í samfélaginu og mér finnst það skjóta dálítið skökku við að í samfélagi okkar menntum við fólk til allra mögulegra og ómögulegra hluta en við teljum ekki endilega ástæðu til að mennta fólkið sem framleiðir matinn ofan í okkur.

duglegir að afla sér þekkingar á einn eða annan hátt. Það er nefnilega einmitt það sem málið snýst um, þekking og hæfni.

Eru lærðir bændur betri bændur?

Það er útbreiddur misskilningur að nám snúist eingöngu um að sitja á skólabekk, læra staðreyndir, taka síðan próf, ganga út með skírteini upp á vasann og halda að þessi þekking dugi að eilífu. Það að afla sér menntunar innifelur ekki síður það að kynnast nýjum hlutum, hlusta á aðrar skoðanir en manns sjálfs, læra að afla sér sjálfur þekkingar og takast á við margbreytileg verkefni svo fátt eitt sé nefnt. Vel heppnað nám kennir manni allt þetta og síðast en ekki síst þá áttar maður sig á því hvað maður kann í rauninni lítið. Eðli málsins samkvæmt breytast hlutirnir í tímans rás, nýjar staðreyndir taka við af gömlum og nýjar aðferðir ryðja sér til rúms. Hafi námið skilað hlutverki sínu, þá kemur það ekki að sök því einstaklingurinn hefur þekkinguna og hæfnina til að laga sig að breytingum og nýta þessa nýju þekkingu til að styrkja stöðu sína í samfélaginu.

Ég hef, oftar en ég kæri mig um að muna, heyrt setninguna „því gengur nú ekkert betur að búa þessu skólagengna fólki“ eða „þeir sem ekki geta búið verða ráðunautar“. Það er að sjálfsögðu rétt að prófskírteini gerir fólk ekki sjálfkrafa að góðum bændum en það eru hins vegar allar líkur á að nám hafi gert menn að betri bændum en ella. Það er líka alveg hárrétt að margir góðir bændur hafa ekki prófskírteini upp á vasann en ef grannt er skoðað, þá eiga flestir þeirra það sameiginlegt að hafa verið

Í mínum huga er það órjúfanlegur þáttur í mótun landbúnaðarstefnu að ræða hvaða kröfur við viljum gera varðandi kunnáttu og hæfni þeirra sem í greininni starfa og það á við um alla aðila, bændur, ráðgjafa, kennara og vísindamenn. Við eigum að sjálfsögðu að setja okkur markmið um að efla menntunarstig í landbúnaði og að þeir sem í greininni starfa séu vel í stakk búnir til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem bíða okkar. Við eigum ekki að gefa neinn afslátt af því og

Hvort sem okkur líkar betur eða verr veita menntun og þekking forskot í nútímasamfélagi og ef landbúnaðurinn heltist úr lestinni hvað varðar menntunarstig, höfum við skert samkeppnisstöðu hans verulega gagnvart öðrum atvinnugreinum og þar með veikt stöðu okkar í samfélaginu. Mér er það því fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna greinin sjálf hefur ekki fyrir löngu sett sér markmið um að hækka menntunarstig í landbúnaði.

© Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

FREYJA 2-2

4


UMRÆÐAN

© Áskell Þórisson setningin „þessi er orðinn of mikið menntaður til að verða bóndi” er líka setning sem hvergi ætti að heyrast. Með því að setja okkur háleit markmið hvað þetta varðar erum við að senda samfélaginu skilaboð um að við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, atvinnu okkar og að við ætlum okkur stóra hluti. Þó að við flest sjáum landbúnað fyrir okkur sem öfluga atvinnugrein í framtíðinni þá getum við ekki leyft okkur að líta á það sem sjálfgefinn hlut. Umræðan um landbúnaðinn síðastliðin misseri hefur sýnt okkur það. Þar hafa menn farið mikinn og stundum sett fram ómaklegar og jafnvel rangar fullyrðingar um íslenskan landbúnað, því miður oftar en ekki veifandi próf-

skírteinum frá virðulegum menntastofnunum sem sanna eiga afar langa skólagöngu svo enginn fari nú að freistast til að efast um þekkingu þeirra sem fullyrðingarnar eru komnar frá. Í mínum huga getur verið talsverður munur á skólagöngu og menntun, þó sem betur fer fari þetta tvennt nú oftast saman. Fólk getur gengið lengi í skóla án þess að menntast neitt að ráði og menn geta menntað sig talsvert án þess að ganga í skóla. Þetta snýst ekki eingöngu um fjölda prófskírteina í vasanum, þó samfélagið noti þann mælikvarða til að meta menntunarstig. Þetta snýst um þekkingu, hæfni og samfélagslega færni og það er þar sem við eigum að setja okkur háleit markmið. Við þurfum einfaldlega að vera snjallari, útsjónarsamari, rökfastari, sveigjanlegri, fróðari og skynsamari en hinir, vera feti framar. Þannig tökum við framtíð landbúnaðaðarins í okkar eigin hendur. Skólar og aðrar menntastofnanir koma þarna til sögunnar en við þurfum líka að muna að aldagömul þekking og reynsla sem landbúnaðurinn býr nú þegar yfir er eitthvað sem oft finnst ekki í hefðbundnum námskrám. Fyrirsögn þessa pistils segir í raun allt sem segja þarf. Það uppgötvaði ég sjálf þegar ég loksins drattaðist út fyrir túnfótinn heima hjá mér og fór að „nema“ í orðsins víðustu merkingu. Síðan eru liðin mörg ár, ég er enn að nema og ætla mér aldrei að hætta því.

5

FREYJA 2-2


JARÐRÆKT

Grænfóður

Í greininni er yfirlit um ræktun repju og rýgresis sem grænfóðurs til beitar og sláttar. Uppskera repju getur orðið mjög mikil en nýtist illa við randbeit mjólkurkúa eða haustlamba því aðeins blöðin eru étin, Uppskera til þessara nytja er um 350 g þe./m2, afgangurinn treðst niður við randbeit. Rýgresi nýtist ekki að fullu nema frumspretta sé slegin og háin beitt. Rannsóknir hafa þó sýnt að jafnvel úr sér sprottið rýgresi nýtist vel við randbeit mjólkurkúa.

RÍKHARÐ B RYNJÓLFSSON Prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands rikhard@lbhi.is Grænfóður

Grænfóður í einhverju formi hefur verið ræktað hér á landi í meira en 100 ár. Lengst af voru hafrar, og þá stundum með flækjum eða ertum, algengastir, en seinustu áratugina eru nær eingöngu ræktuð repja og einært rýgresi. Af hvoru tveggja eru til sumar- og vetrarafbrigði og margir stofnar hafa verið á boðstólum. Aðrar tegundir, næpa, nepja, mergkál, hafrar, bygg og ertur hafa einnig verið notuð, en í mjög takmörkuðum mæli. Hér á eftir verður eingöngu fjallað um ræktun og nýtingu rýgresis og repju. Í fyrra samsvaraði innflutningur þessara tegunda til ræktunar repju á 4.000 ha, sumarrýgresis á 1.600 ha og vetrarrýgresis á 1.400 ha, miðað við ráðlagt sáðmagn af hverri tegund.

Vetrarrepja

Vetrarrepja hefur marga góða kosti, skepnur eru sólgnar i hana, orkugildi þurrefnisins er hið sama og í kjarnfóðri, prótein er nokkuð hátt og steinefnamagn, einkum Ca, er hátt. Það sem helst spillir ræktun er arfi, kálmaðkur, bórskortur eða njólun. Hið síðastnefnda verður einkum ef kuldahret kemur fljótlega eftir sáningu. Í versta tilfelli getur vetrarrepja „breyst“ í sumarrepju. Lítið er vitað um bórskort í fóðurkáli, margir kannast við hann úr gulrófum, en í káli lýsir hann sér með því að vaxtarbroddurinn hættir að mynda ný blöð og stöngullinn lengist ekki. Bór má bera á sem bórax sem áburðarsalar (a.m.k. einhverjir) selja, hvernig sem gengur að dreifa 15-20 kg á ha.

Sumarrepja

Dálítið hefur verið flutt inn af sumarrepju flest ár en ekki er hægt að mæla með notkun hennar nema í undantekningartilfellum. Hún er fljót af stað, en byrjar strax að undirbúa blómgun; stöngullinn lengist og blaðvöxtur er mjög takmarkaður. Eftir að blómgun hefst trénar stöngullinn hratt. Í tilraunum þar sem sumar- og vetrarrepja hafa verið slegnar eftir jafn marga vaxtardaga hefur uppskera við byrjandi blómgun sumarrepjunnar verið mjög svipuð. Fræ af sumarrepju er af einhverjum ástæðum mun dýrara en af vetrarrepju.

© Ríkharð Brynjólfsson

Kýr á kálbeit

FREYJA 2-2

6


JARÐRÆKT (núllbeit) er nýtingin mun betri og geldneyti nærri til að nýta það sem eftir er. En öll nýting, önnur en beit, hamlast mjög af því gríðarmagni af vatni sem fylgir þurrefninu því þurrefnisprósenta er yfirleitt um 10%.

© Ríkharð Brynjólfsson

Leifar eftir kálbeit

Lirfur kálflugunnar (kálmaðkur) éta rótarhálsinn svo enginn vöxtur verður. Kálflugan magnast upp við endurtekna kálræktun á sama stykki. Helsta ráðið er að flytja akurinn, óvíst er hve langt, en allavega einhver hundruð metra. Annað ráð sem fellur vel að haustbeit sláturlamba er að sá ekki fyrr en kálflugan fer að leita að fórnarkáli, sem er uppúr miðjum júní. Ef sáð er um Jónsmessuleytið eru flestar flugurnar dauðar þegar kálið hefur spírað og þar með verður lítill maðkur. Ef ekki er plægt fyrr en rétt fyrir sáningu er arfi, sem aldrei vantar, plægður niður fyrir blómgun, svo þetta heldur honum líka í skefjum.

Nýting repju

Lengi var talað um repju þannig að uppskeran nýttist allt að 100%. Rannsóknir seinustu ára segja allt annað. Kýr á randbeit slafra blöðin í sig en stönglar og blaðstilkar verða eftir að mestu. Ef rafstrengur er fluttur meira en 1,5-2 m hverju sinni verður nýtingin enn lakari því blöð troðast niður. Mælingar sýna að blaðuppskera er kringum 3.500 kg þe./ha (350 g þurrefnis á m2) og breytist mjög lítið þó líði á sumarið því fyrir hvert blað sem myndast sölnar annað. Heildaruppskera eins og hún mælist með slætti getur hinsvegar orðið 7.000 kg þe/ha. Hugsanlega geta geldneyti eða ær nýtt það sem eftir er, einkum eftir lambabeit. Það er umhugsunarefni að allt að helmingur uppskeru verði eftir við beit; athuganir sýna að ef repjan er slegin og flutt beint á fóðurgang

7

FREYJA 2-2

Ef ætlunin er að beita kúm á repju og að hver bíti 3,5 kg þarf hver um 6 lengdarmetra (10 m2) á randbeit ef fært er einu sinni. Þá þurfa 40 kýr 240 metra langan beitarskára en því styttri sem oftar er fært, sem er trúlega einnig betra fóðrunarlega séð.

Repjustofnar

Stofnar á markaði eru nokkrir, Barcoli er „gamall og góður“, Delta og Hobson eru nýrri. Í rannsóknum á Hvanneyri hefur Hobson verið blaðmeiri en hinir, en Delta lávaxnari sem getur þýtt minna arfaþol. Veðurfar síðastliðið vor bauð upp á mikla njólun, en hún varð óveruleg og ekki var munur milli þessara þriggja stofna.

Rýgresi

Líkt og með repju eru á markaði stofnar af sumar- og vetrarrýgresi. Í flestum tilvikum liggur munurinn í því hvenær grasið skríður og í hve miklum mæli. Sumarrýgresið byrjar að skríða 50-60 dögum eftir sáningu, fyrstu öx á vetrarrýgresi sjást oft um 10 dögum síðar, en þau eru yfirleitt gisin. Undantekning er vetrarrýgresið Fredrik. Það skríður nær ekkert en er líka mun seinna til en aðrir stofnar en á það hinsvegar til að lifa af vetur og skríður þá mjög snemma. Fredrik hegðar sér semsagt eins og vetrarrýgresi á að hegða sér „eftir bókinni“. Ef hætt er við arfa í rýgresisflagi munar miklu hve sumarrýgresi er duglegra við að kæfa hann; mér hefur sýnst að stofninn Bartigra sé öflugastur í þessu sambandi. Af vetrarrýgresi er Fredrik langlélegastur í arfaslag. Auk þeirra stofna sem þegar eru nefndir eru fleiri á markaði, en ekki munar miklu á þeim. Þó má nefna þann „gamla og góða“ Dasas.


JARÐRÆKT Endurvöxtur

Eins og áður segir þarf að nýta rýgresið tvisvar svo það njóti sín að fullu. Þess vegna er mikilvægt að sá því sem allra fyrst að vori, því endurvöxtur eftir slátt fer mikið eftir því hvenær slegið er. Sem þumalfingursreglu má miða við að ef slegið er um 10. júlí má vænta þess að 40 dögum seinna sé háin orðin 45-50 hkg þe./ha, en ef fyrri sláttur er um 20. júlí má vænta 35-40 hkg þe./ha eftir 40 daga. Þetta er sambland af minni © Ríkharð Brynjólfsson inngeislun og lægri hita eftir því sem Úr sér sprottið vetrarrýgresi bitið niður í rót 25. ágúst 2005 á líður sumar. Almennt virðist Hann sker sig frá öðru vetrarrýgresi í því að endurvöxtur vetrarrýgresis nokkru vera tvílitna, með mjórri blöð og ljósari en meiri en sumarrýgresis ef fyrri sláttur er aðrir, en hinsvegar með hærra þurr- sleginn á sama tíma. efnishlutfall svo þurrefnisuppskeran er svipuð. Áburður á grænfóður Hefðbundið er að nota mun meiri áburð á Rýgresi nær að mynda sæmilega rót fram að grænfóður en tún. Þetta byggir að mestu á slætti, en það er mikilvægt að jörð sé mjög vel gömlum rannsóknum þar sem grænfóður var unnin og hnúskalaus svo ekki berist mold í gjarnan fyrsta stig nýræktunar. Nú eru heyið við múgun og rúllun. Líklega er grænfóðurakrar gjarnan fyrsta stig enduraffarasælast að slá með knosara og rúlla beint ræktar, m.a. vegna þess að næringarlosun jarðúr skáranum þegar visnað hefur úr honum. vegsins er of mikil fyrir bygg. Margendurteknar rannsóknir á endurræktaðri HvannNýting rýgresis eyrarmýri hafa sýnt að N og P skila engu í Varla er hægt að hafa full not af rýgresi nema uppskeru en hinsvegar þarf nokkurt kalí. Ein ná af því tveim uppskerum, annað hvort slá tilraun á Stóra-Ármóti bendir í sömu átt. Þetta tvívegis (slátt+slátt) eða slá fyrst og beita síðan væri ástæða til að kanna víðar, eins og raunar (slátt+beit). Kýr fúlsa við há af beittu rýgresi áburðarþörf íslenskra túna. en vera má að lömb hafi af því full not. Beit kúa á rýgresi verður ekki árangursrík nema með randbeit, og sú reynsla fékkst á Hvanneyri að nýtingin væri þá nær 100%, þ.e. ef strengurinn var ekki færður meira en 1,5-2 m. Þessi nýting hélst allt sumarið jafnvel þó sumarrýgresi væri löngu skriðið og blómgun jafnvel hafin. Sjálfsagt hefur sú beit ekki verið mikils virði fóðrunarlega séð, en kýrnar virtust hamingjusamar með þessa viðbót við © Ríkharð Brynjólfsson heyfóðrunina.

Sama gildir um sumarrýgresi sama dag, enn meira trénað bitið í rót

FREYJA 2-2

8


SAUÐFJÁRRÆKT

Þróun skyldleikaræktar í íslenska sauðfjárstofninum

Skyldleikarækt fylgir ræktunarstarfi í öllum búfjárkynjum. Skyldleikarækt á sér stað þegar einn eða fleiri forfeður birtast oftar en einu sinni í ættartré viðkomandi grips. Skyldleikarækt sauðfjárstofnsins hefur ekki verið skoðuð núna í nokkur ár en nokkrar slíkar úttektir voru gerðar á ríkisbúunum um og uppúr 1980. Í þessari grein verður varpað ljósi á þróun skyldleikaræktar í sauðfjárstofninum á síðustu árum og framlag helstu ættfeðra skoðað en fyrst beinum við sjónum okkar að fræðunum sem liggja að baki skyldleikarækt.

E YJÓLFUR I NGVI B JARNASON Sauðfjárræktarráðunautur Bændasamtökum Íslands eyjolfur@bondi.is

Þ ORVALDUR KRISTJÁNSSON Doktorsnemi Landbúnaðarháskóla Íslands thorvaldurk@lbhi.is

Skyldleikarækt Skyldleikaræktarstuðull er skilgreindur sem líkur á að báðir erfðavísar í tilteknu erfðavísasæti séu upprunalega þeir sömu í ákveðnum einstaklingi. Ef til eru góðar ættartöflur má reikna skyldleikaræktarstuðul (FX) með eftirfarandi formúlu1: FX = ∑(1/2)n+1 * (1+FA)

þar sem n er fjöldi ættliða frá föður til sameiginlegs forföður og til baka í móður viðkomandi grips og FA stendur fyrir skyldleikaræktarstuðul sem sameiginlegur forfaðir hefur. Skyldleikaræktarstuðullinn er tala á bilinu 0 til 1, en oftast er hann þó kynntur sem hlutfallstala og er þá á bilinu 0% til 100%. 1. tafla. Yfirlit yfir skyldleikaræktarstuðul við ákveðna pörun gripa

Skyldleikaræktarstuðullinn einn og sér segir ekki allt um hvernig pörun hefur verið háttað, því markviss skyldleikarækt þar sem notaðir eru fjarskyldir einstaklingar (sameiginlegur forfaðir 2-4 ættliði aftur) yfir langt tímabil getur gefið háan skyldleikaræktarstuðul. Því þarf að skoða hvernig hann þróast yfir ákveðið tímabil. Það sem þá er skoðað er skyldleikaræktaraukning í hverri kynslóð og þá sést oft miklu meiri aukning þar sem farið er að stunda markvissa skyldleikarækt náskyldra einstaklinga (1-3 ættliðir). Skyldleikaræktaraukning í hverri kynslóð er fundin með eftirfarandi formúlu2. Skyldleikaræktaraukning í hverri kynslóð = 1 – (1­∆Fárlega)L

þar sem ∆F er breytingin á skyldleikaræktarstuðli yfir tímabil metin með aðhvarfsgreiningu og L er meðalættliðabil þeirra gripa sem til skoðunar eru. Skyldleikaræktaraukning í hverri kynslóð er metin í prósentum. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) mælir með því að þessi aukning sé á bilinu 0,5% 1,0% í hverri kynslóð.

9

FREYJA 2-2


SAUÐFJÁRRÆKT Þróun skyldleikaræktar í íslenska sauðfjárstofninum Til skoða þróun skyldleikaræktar í íslenska sauðfjárstofninum voru notuð ætternisgögn úr skýrsluhaldsgagnagrunni Bændasamtaka Íslands. Í gagnasafninu voru rúmlega 1.200 þúsund einstaklingar fæddir á árunum 1930 til 2011. Skráðum gripum fjölgaði mikið þegar gæðastýring í sauðfjárrækt var tekin upp árið 2003. Gagnasafnið var því hreinsað og sleppt © Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands upplýsingum frá búum þar sem ættfærsla Bogi 04­814, einn af helstu ættfeðrum hefur verið lítil sem engin eða mjög stopul kollótta fjárins í dag undanfarin ár. Til að reikna skyldleikaræktarstuðul var notað forritið EVA sem þéttleiki ætternisgagnanna metinn. PEC-gildið hefur verið í þróun undanfarin ár í samstarfi er mat á hlutfalli þekktra forfeðra í hverri kynslóð en gengið er út frá því að til þess að norræna búfjárræktarmanna. hægt sé að fanga hugsanlega skyldleikarækt, Samhliða því að reikna skyldleikaræktarstuðul þá þurfi báðir foreldrar einstaklingsins að vera reiknar EVA einnig gæði ætternisgagnanna þekktir og að minnsta kosti einn afi/ein amma með þéttleikastuðli, PEC-gildi (Pedigree (PEC-stuðull sem samsvarar 0,24). PEC-stuðull completeness value). Þar sem það er mikilvægt einstaklings er því núll ef bæði og/eða annað að hafa ítarleg gögn um ætterni gripanna foreldri einstaklingsins eru óþekkt, sama þegar metin eru skyldleikaræktarstuðull hversu ítarleg ætternisgögn eru til um hitt einstaklinga og þróun í skyldleikarækt, þá var foreldrið. PEC-gildi eru á bilinu 0–1 og eftir því sem það er hærra eru fleiri forfeður

1. mynd. Meðalskyldleikaræktarstuðull (FX) ásettra gripa í sauðfjárstofninum 1977-2011, flokkað eftir PEC þéttleikastuðli.

FREYJA 2-2 10


SAUÐFJÁRRÆKT þekktir. Þetta gildi var reiknað fyrir hvern einstakling þar sem teknar voru fyrir 5 kynslóðir aftur. Þegar kannað var hvaða forfeður eiga stærstu erfðahlutdeild í íslenska sauðfjárstofninum í dag var forritið EVA notað3.

2. tafla. Búin 60 flokkuð eftir aukningu skyldleikaræktar

Á 1. mynd er þróun skyldleikaræktarstuðuls fyrir sauðfjárstofninn í heild sinni frá 1977 sýnd, af henni má sjá að skyldleikaræktin hefur verið að aukast undanfarin 10 ár, þó hún hafi verið nokkur allt frá upphafi tímabilsins. Einnig er rétt að benda á punktalínuna, sem sýnir fjölda gripa sem voru teknir með í útreikningana fyrir hvert ár, en af henni má sjá hve skráðum gripum hefur fjölgað hratt undanfarin ár, eftir að gæðastýring var tekin upp og mun betri ætternisupplýsingar um stofninn í heild sinni urðu aðgengilegar. Þegar aukning í skyldleikarækt var metin sérstaklega fyrir ákveðin bú, voru valin 60 bú í öllum landshlutum, sem áttu það sameiginlegt að eiga sér langa og góða skýrsluhaldssögu. Þau voru síðan flokkuð í bú þar sem uppistaðan er annað hvort hyrnt eða kollótt fé. Búin með hyrnt fé voru 40 og ættarskráin þar að baki taldi 117.108 gripi. Búin með kollótt fé

voru 20 og ættarskráin þar að baki taldi 50.898 gripi. Aukningin í skyldleikarækt var síðan metin fyrir yngstu ærnar á hverju búi fyrir sig, fæddar árabilið 2006-2011. Fyrir hyrnda féð var aukningin í skyldleikarækt á ári metin 0,53% og fyrir kollótta féð 0,42%. Til samanburðar getum við tekið þau tvö bú sem hafa verið helsta uppspretta hrúta á sæðingastöðvar í hvorum flokki og þá er aukningin í hyrndu ánum á Hesti metin 0,13% og í kollóttu ánum á búi Ragnars Bragasonar á Heydalsá 0,22%.

Framlag helstu ættfeðra

Samhliða því að reikna skyldleikaræktarstuðul hvers grips, reiknar forritið EVA einnig erfðahlutdeild ákveðinna einstaklinga í ættum ásettra gripa hvert ár. Í 3. töflu er má finna þá ættfeður sem ná 3% erfðahlutdeild eða meiri árið 2011 og hvernig framlag þeirra hefur verið í hverjum árgangi, árin 2006-2011. Samkvæmt 3. töflu eru það þeir feðgar Lækur 97-843 og Garpur 92-808 frá Lækjarhúsum í

3. tafla. Erfðahlutdeild (%) helstu ættfeðra í sauðfjárstofninum á árunum 2006-2011

11 FREYJA 2-2


SAUÐFJÁRRÆKT Suðursveit sem eru mestu ættfeðurnir í hyrnda sauðfjárstofninum í dag en í kollótta stofninum er það Þyrill 94-399 frá Heydalsá í Tungusveit sem er mesti ættfaðirinn. Einnig má sjá í töflunni að hlutdeild hinna eldri hrúta helst nokkuð stöðug yfir þetta tímabili meðan hún eykst stöðugt hjá hinum yngri þegar þeir eru enn í notkun á sæðingastöð.

Er skyldleikaræktin orðin of mikil? Aukningin í skyldleikarækt í hverri kynslóð er enn lág í íslenska sauðfjárstofninum og innan © Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands Lækur 97­843, helsti ættfaðir hyrnda fjárins í dag þeirra marka sem FAO mælir með. Aukningin reiknast talsvert hærri núna en í ásettum eru á stöðvunum hverju sinni. Yngstu gripum á Hvanneyri árin 1968-1974, 0,28%4. Í hrútarnir sem eru upplýsingar um í 3. töflu athugun skyldleikaræktar á fimm ríkisbúum á eru jafnaldrarnir, Kveikur og Raftur frá Hesti áttunda áratug síðustu aldar (Hvanneyri, en samtals voru sæddar rúmlega 15.000 ær Reykhólum, Skriðuklaustri, Möðruvöllum og með sæði úr þeim þau fimm ár sem þeir voru í Hólum) reiknaðist aukningin í skyldleikarækt notkun á stöð. Hvort kynbótaáhrif þeirra muni á bilinu 0,01% til 0,36%5. Á þeim tíma var þó aukast áfram eða fara minnkandi, kemur í ljós notuð aðeins önnur reikniaðferð, heldur á komandi árum. ónákvæmari en sú sem notuð er í dag. Það atriði sem hefur næstmest áhrif á það Eins og ræktunarstarfið í sauðfjárrækt er hvernig skyldleikaræktin þróast er hversu skipulagt á Íslandi í dag er það notkun lengi hrútar eru notaðir heima á hverju búi. Á sæðishrúta sem hefur mest áhrif á það hvernig flestum þeim búum þar sem aukningin mælist skyldleikaræktin þróast í stofninum á yfir 1% í hverri kynslóð eru hrútarnir notaðir komandi árum. Þá er kannski vert að hafa í lengi og fáir endurnýjaðir á hverju ári, þannig huga að Þyrill frá Heydalsá sem hefur stærsta bú verða því miklu lokaðri einingar en bú þar erfðahlutinn í kollótta stofninum í dag var endurnýjun hrúta er ör. Reiknuð aukning í aldrei notaður á sæðingastöð og Garpur frá hyrndu ánum á Hesti er 0,13% þrátt fyrir að Lækjarhúsum var aðeins tvö ár í notkun á skyldleikaræktarstuðull flestra gripa þar sé stöð, en fjöldi sona og afkomenda þessara hærri en á mörgum öðrum búum. Á hrúta hefur síðan verið í notkun á undanförnum árum hefur nær allur sæðingastöðvunum. Til að varast of mikla hrútastofninn þar verið endurnýjaður árlega aukningu í skyldleikarækt sauðfjárstofnsins á samhliða því að sæðingar hafa talsvert verið komandi árum þyrfti að stjórna notkun notaðar. einstakra hrúta betur en gert er í dag ásamt því að jafna innbyrðis notkun þeirra hrúta sem Þó skyldleikarækt mælist lítil í íslenska sauðfjárstofninum í dag, þarf að skoða hvort sú skyldleikarækt sem til staðar er hefur leitt til einhverrar skyldleikaræktarhnignunar. Slíkt er þekkt í mörgum búfjárkynjum erlendis en hefur ekki verið kannað hér, það verður hins vegar gert seinna á árinu og þá horft til helstu framleiðslueiginleikanna, þ.e. frjósemi og mjólkurlagni. Heimildir:

© Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands

Kveikur 05­965, vaxandi ættfaðir í hyrnda fénu?

1 og 2 Falconer, D.S., Mackay, T.F.C., 1996. Introduction to Quantitative Genetics, fourth ed. Longman, Harlow. 3 Berg, P. (2004). EVA. Evolutionary Algorithm for Mate Selection. User´s Guide. Draft 26.10.2004 4 Jón Viðar Jónmundsson, 1975. Athugun á skyldleikarækt hjá sauðfé. Fjölrit Bændaskólans á Hvanneyri. 5 Stefán Aðalsteinsson, 1983. Skyldleikarækt í sauðfé á 5 ríkisbúum. Ráðunautafundur, bls. 31-40.

FREYJA 2-2 12


UTAN ÚR HEIMI

Landbúnaður í Færeyjum

© Mr Tattie Heid Færeyjar liggja milli 61. og 62. breiddargráðu norðlægrar breiddar og miðlína þeirra er á 7. lengdargráðu vestur, þ.e.a.s. miðja Færeyja er u.þ.b. 150 kílómetrum sunnar en Vestmannaeyjar. Veðurfarið í Færeyjum á sumrin er mjög líkt og á Íslandi en veturnir eru talsvert hlýrri, u.þ.b. +4,5°C í janúar. Í Færeyjum rignir talsvert, á suðurhluta eyjanna þar sem er þurrast, er ársúrkoman um 800 mm, meðan ársúrkoma á nyrstu og austustu eyjunum nálgast 3000 mm. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru mikilvægustu framleiðslugreinarnar meðan landbúnaður hefur minni þýðingu, 1% af vergum þjóðartekjum kemur frá landbúnaði. Sauðfjár­ og nautgriparækt eru þýðingarmestu framleiðslugreinarnar í færeyskum landbúnaði en einnig er aðeins framleitt af kartöflum, gulrótum, grænmeti og berjum.

RÓLVUR D JURHUUS Landbúnaðarfræðingur PhD Búnaðarstovan rd@bst.fo Nautgriparækt

Landnámsmenn höfðu nautgripi með sér við landnám og það kyn var við lýði í Færeyjum í nokkrar aldir. Gripirnir líktust þeim íslensku mikið, bæði hvað litasamsetningu og geðslag snerti. Ræktun þeirra var aldrei mjög skipuleg, það eina sem lögð var áhersla á var að nautin væru nógu spök svo þau gætu gengið úti með kúnum á sumrin án þess að valda fólki ónæði. Engin áhersla var lögð á eiginleika eins og júgurgerð og mjólkurmagn eftir hvern grip. Færeysku kýrnar voru litlar og til eru tölur frá því um 1940 sem sýna að meðalhæð þeirra var 122 cm og brjóstummálið 164 cm.

og spenarnir útstæðir. Í stað þess að reyna að kynbæta var versta en einfaldasta leiðin farin, að flytja inn naut af öðrum kynjum til að taka sæði úr og svo var farið að sæða um allar eyjarnar. Fyrstu árin voru notuð naut af norskum rauðkollóttum kynjum en árið 1968 var farið að nota norska NRF kynið. Sæði úr öðrum kynjum hefur verið notað síðan í færeyskri nautgriparækt en síðustu 20 árin hefur sæði úr dönskum Holsteinnautum fengið vaxandi útbreiðslu og í dag er meira en helmingur kúnna sæddur með dönsku Holsteinsæði.

Þegar mjaltavélin kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratug síðustu aldar sáu menn að færeyska kýrin hentaði illa til að vera mjólkuð © Búnaðarstovan með vél. Hún var seinmjólka, júgrin voru síð Mjólkað með DeLaval mjaltavél í hefðbundnu básafjósi

13 FREYJA 2-2


UTAN ÚR HEIMI næst ekki að afla nægilegs gróffóðurs og því þarf alltaf að kaupa talsvert af heyi í böggum erlendis frá, mikið hey hefur gegnum tíðina verði keypt frá Íslandi.

© Búnaðarstovan

Sjálfvirkur fóðurvagn í básafjósi

Eftir að sæðingarnar byrjuðu hættu menn að eiga lifandi naut og smám saman hurfu einkenni færeysku kýrinnar og í dag er hvorki gömlu svipgerðina né litafjölbreytnina að finna í nautgripum í eyjunum. Í Færeyjum eru alls 28 kúabú með alls 950 kúm. Meðalbústærðin er 34 kýr. Flest fjósin eru gömul básafjós en þó finnast tvö lausagöngufjós, þar af annað með tveimur mjaltaþjónum. Það er stærsta fjósið í Færeyjum með 130 mjólkandi kýr. Nokkrar fjósbyggingar eru í bígerð og stærðin sem verður miðað við þar eru 60-70 kýr í fjósi með einum mjaltaþjóni í hverju fjósi. Meðalnytin er um 8.500 lítrar hjá NRF kúnum og um 9.000 lítrar hjá Holsteinkúnum. Hæsta meðalnytin er 11.500 lítrar á einu búi og mesta ársnyt eftir eina kú er 19.000 lítrar. Bestu kýrnar eru að mjólka ríflega 60 lítra á dag. Kýrnar eru fóðraðar á votheyi úr stæðu eða rúlluböggum, ásamt kjarnfóðri. Kjarnfóðrið kemur frá Danmörku og hvert fjós fær sína blöndu eftir óskum sem eru byggðar á heyefnagreiningum gróffóðurs. PBV-gildi er oft hátt í færeysku gróffóðri og algengt að gefa kjarnfóður þar sem uppistaðan er rófur, til að lækka PBV gildið. Endurræktun er dýr í Færeyjum og á mörgum búum

Í Færeyjum er engin tollvernd til að verja innlenda kjötframleiðslu og því er vonlaust fyrir kúabændur að keppa við innflutt nautakjöt. Innflutta kjötið er svo ódýrt að færeyska kjötið verður undir í samkeppninni. Í dag er varla færeyskt nautakjöt á markaðnum því næstum öllum nautkálfum er slátrað skömmu eftir fæðingu. Þetta er ekki gott því gripir af NRF kyninu henta einnig vel til kjötframleiðslu. Í Færeyjum er bara eitt mjólkursamlag og þangað er öll mjólk seld. Þetta mjólkursamlag er einn hluti af samvinnufélaginu Meginfelag Búnaðarmanna (MBM), sem kúabændurnir 28 eiga. Samlagið pakkar 4 tegundum af mjólk fyrir neytendur með 0,1 – 0,5 – 1,5 og 3% fituinnihaldi og einnig G-mjólk, kókómjólk og súrmjólk ásamt nokkrum tegundum af jógúrt og öðrum drykkjarvörum. Alls eru 50 tegundir mjólkurvara framleiddar hjá samlaginu. Færeyingar eru því sjálfum sér nógir með þessar vörur og flytja lítið sem ekkert inn af þeim. Lítilsháttar er framleitt af osti í Færeyjum svo hann er nánast allur innfluttur.

© Búnaðarstovan

Hrútar reknir heim að hausti

FREYJA 2-2 14


UTAN ÚR HEIMI

© Búnaðarstovan

Sauðfjárrækt

líkist færeyska féð mest Gammelnorskkyninu í Noregi og kindum á North Ronaldsay, einni af Orkneyjum. Einnig líkist það íslenska forystufénu umtalsvert. Fullorðin kind er á milli 45 og 50 kíló. Fallþungi lamba er á bilinu 15-17 kíló, tvílembingar heldur léttari og einlembingar ívið þyngri.

Sauðfé hefur verið í Færeyjum svo lengi sem menn vita en nafn eyjanna er dregið af sauðfé, því þegar Norðmenn námu þar land árið 800 var sauðfé útum allt, sem Írar höfðu skilið eftir en þeir bjuggu í eyjunum áður. Fjárkyn þetta var smátt vexti og erfitt í umgengni því kindurnar voru styggar og léttar á fæti. Kyn þetta er ekki lengur í Færeyjum en seinustu gripirnir af þessu kyni voru drepnir um 1850. Til eru uppstoppaðir gripir af kyninu til sýnis í náttúrgripasafninu í Þórshöfn. Gripirnir eru mjög líkir Soya-kyninu sem er upprunnið á Sankti Kilda, eyju út af meginlandi Skotlands.

Í Færeyjum eru um 70.000 kindur á u.þ.b. 520 búum. Á stærstu búunum eru um 500 fjár en einnig eru nokkur lítil bú sem hafa aðeins fáa gripi. Sauðfé er úti allt árið í Færeyjum og veturnir eru það hlýir að gras sprettur á láglendi allan veturinn. Á veturna halda kindurar sig á láglendi en leita á góðviðrisdögum uppeftir fjallshlíðum. Þegar fer að vora fikra þær sig ofar og ofar í fjallshlíðum eftir því sem nýgræðingurinn vex og eru þar á beit allt sumarið uns þær koma heim aftur að hausti.

Fjárkynið sem er nú í Færeyjum er stuttrófufé og er útaf fé sem flutt var til eyjanna fyrir um 400 árum síðan. Þetta var sama kynið og þá var í Noregi (og einu sinni í Danmörku) og ástæðan fyrir fjárskiptunum var vilji til að skipta gamla kyninu út fyrir eitthvað nýtt og betra. Frá þeim tíma hefur lítið verið flutt inn af öðrum kynjum og í Færeyjum segjum við að færeyska sauðkindin sé sérstakt sauðfjárkyn.

Kindurnar eru vanafastar og halda sig á beit á sama stað alla sína ævi. Þær færa sig upp og niður eftir veðri og vindum en eru lítið á flakki þvert á þá stefnu. Kindurnar hafa alla þá góðu eiginleika sem íslenska forystukindur hafa. Heilsufar þeirra er gott og þær bera úti án hjálpar ásamt því að hafa góða móðureiginleika. Þær finna alltaf aftur staðinn þar sem þær langar að vera.

Færeyska kynið hefur nokkur litaafbrigði og í rannsókn sem var gerð 1988 voru hlutföllin á þessa leið. Hvítar 30%, svartar eða svartflekkóttar 30%, gráar eða gráflekkóttar 30% og mórrauðar 10%1. Nær allir hrútar eru hyrndir og um 2/3 ánna eru kollóttar. Ullin skiptist í þel og tog líkt og á íslensku kindinni. Kindurnar ganga úr ullu á sumrin en eru klipptar einu sinni á ári, í júlímánuði.

Það er breytilegt eftir svæðum hversu þétt kindurnar eru á beit og fer eftir því hversu gott beitilandið er. Gögn sýna að þéttleiki kinda á beit er frá 26 til 333 kinda á hvern km2. Heimildir:

Færeyska kindin er minni en sú íslenska og Austrheim, G., L.-J. Asheim, G. Bjarnason, J. Feilberg, A.M. Fosaa, Ø. Holand, K. Høgh, I.S. Jónsdóttir, B. Magnusson, L.E. Mortensen, A. Mysterud, E. Olsen, A. Skonhoft, G. Steinheim einnig minni en stuttrófuféð (spælsau)© Búnaðarstovan í and A.G. Þórhallsdóttir. Sheep grazing in the North-Atlantic region – A long term perspective on management, ressource economy and ecology. Norges teknisk-naturvitenskapelige Noregi. Af fjárkynjum í nágrannalöndunum, universitet. Vitenskapsmuseet. Rapport zoologisk serie 2008-3. 82 s. 1

15 FREYJA 2-2


UTAN ÚR HEIMI Meginreglan í Færeyjum er sú að sauðkindin hefur fyrsta rétt á landið og sá sem vill halda gripum burt frá sínu landi verður sjálfur að girða sig af.

ættkvíslinni, kláða (Psoroptis), stóru lifrariktunni (Fasciola hepatica), fellilús (Bovicola ovis), færilús (Melaphagus ovinus) og gefið ormalyf. Hrútar eru hafðir inni frá október til desember uns fengitími hefst. Í janúar eru þeir teknir inn aftur. Í mars og apríl fá ærnar kjarnfóður með beitinni ásamt því að bólusett er við lambablóðsótt í apríl og gefið ormalyf.

Venjulega er eina fóðrun sauðfjár fólgin í kjarnfóðurgjöf síðustu tvo mánuðina fyrir burð. Ef snjór liggur á jörðu í marga daga þarf þó að gefa þeim hey. Hrútar til kynbóta eru valdir í október og þá teknir inn uns Eitt bú í Færeyjum er viðurkennt sem lífrænt fengitíminn hefst í lok nóvember eða byrjun vottað af Vottunarstofunni TÚN og hefur það desember. Þá er þeim sleppt út til ánna og eru reynst mjög vel. Það þarf ekki mikið til að þar fram í miðjan janúar að þeir eru teknir inn breyta úr hefbundum landbúnaði í lífrænan í og fóðraðir þar fram í Færeyjum, því venjulegt maíbyrjun. Sauðburður sauðfjárbú notar hvorki hefst í lok apríl og mikinn tilbúinn áburð stendur í um einn né kjarnfóður. Á mánuð. Ærnar bera lífrænum búum er gerð hjálparlaust og það krafa um að ekki séu heyrir til undantekninga notuð fyrirbyggjandi ef þarf að hjálpa kind lyf, heldur er lyfjavið burð. Að meðaltali notkun ákveðin eftir efnainnihaldi taðsins. er um eitt lamb eftir Skerpukjöt hverja kind í Færeyjum. Næstum allt kjöt sem fellur til af sauðfé er Færeyskri sauðfjárrækt má lýsa nokkurn þurrkað sem ræstkjöt eða skerpukjöt. Þetta er veginn svona: Í apríl/maí er sauðburður og sérstök færeysk hefð þar sem kjötið er þurrkað hrútum er sleppt út á beit. Í júlí er smalað og í hjalli. Það er saltað og verkað á annan hátt klippt ásamt því að bólusett er með þríþættu fyrir þurrkun. Að tveimur mánuðum liðnum bóluefni (sjúkdómar af Clostridium ættkvísl, er kjötið klárt til eldunar sem ræstkjöt og ef s.s. bráða- og garnapest), einnig gefið ormalyf. það hangir nokkra mánuði í viðbót verður til Í október er smalað til slátrunar, kynbóta- skerpukjöt sem er borðað eitt og sér eða sem hrútar valdir og gripir sem eiga að lifa álegg á brauð. meðhöndlaðir gegn sjúkdómum af Clostridium Greinin skrifuð á færeysku en þýdd á íslensku af Eyjólfi Ingva Bjarnasyni og Elínu Nolsøe Grethardsdóttur.

Eflum útbreiðslu Freyju! Prentað eintak í ársáskrift* kostar 6.000 krónur Stakt eintak kostar 2.000 kr. Freyja er blað sveitafólksins!

*Búnaðarblaðið Freyja kemur út fjórum sinnum á ári

FREYJA 2-2 16


SKIPULAGSMÁL

Vegslóðar á bújörðum

Greinarhöfundur vann síðastliðið sumar verkefnið „Skipulagsferlar og matsskalar vegna vegslóða“ sem var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Umsjónarmaður verkefnisins var Auður Sveinsdóttir, dósent við LbhÍ. Verkefnið fólst í að treysta skipulagsforsendur fyrir ákvarðanatöku um framtíð þessa veigamikla hluta vega­ og slóðakerfisins sem enn er ósamþykktur og hefur meðal annars orðið til vegna aksturs utan vega.

G ÍSLI RAFN G UÐMUNDSSON Nemi í umhverfisskipulagi Landbúnaðarháskóla Íslands gislirafng@gmail.com Utanvegaakstur er eitt af stærstu vandamálunum er varðar auðlindir Íslands. Landgræðsla ríkisins telur óheftan akstur ökutækja utan vega og á vegslóðum Íslands eina alvarlegustu ógn af mannavöldum við náttúru- og gróðurfar landsins. Umræddur akstur, utan laga og reglna, hefur valdið umfangsmiklum skemmdum á landi, bæði í einkaeign og eigu hins opinbera. Sú staðreynd veldur fordómum, árekstrum og öðrum vandamálum hjá fólki sem stundar frístundaakstur. Um árabil hefur átt sér stað mikil umræða um málefni utanvegaaksturs hér á landi, ekki síst í fjölmiðlum. Ljóst er að vandamálið er umfangsmikið sem og verkefni við ákvörðun um framtíðarvegakerfi landsins.

Oft virðist óljóst hvar megi aka og hvar ekki, einnig er fræðsla um skaðsemi utanvegaaksturs og þær reglur sem gilda í umgengni um landið of lítil. Víðáttumikið kerfi vegslóða hefur orðið til án þess að farið hafi verið eftir eðlilegum skipulagsferlum, sem fela í sér að slóðarnir séu samþykktir af til þess ábyrgum aðilum, skipulagsyfirvöldum og landeigendum. Hefur þetta leitt til þess að vegslóðar eru birtir í opinberum kortagrunnum opnum almenningi, oft í óþökk bænda og landeigenda.

Allt frá landnámi hafa slóðar myndast þar sem umferð er það mikil að för eftir hana myndast í landinu. Lengi voru þessir slóðar aðeins myndaðir af gangandi mönnum og búpeningi þeirra. Eftir innflutning fyrstu bifreiðarinnar árið 1904 tóku að myndast vegir fyrir vélknúna umferð og fljótlega fóru menn að ferðast um landið og mynda nýja slóða1. Meðal annars voru frumkvöðlar í akstri á ferð um Þjórsárver á hálendi Íslands í kringum 19502. Á undanförnum áratugum hefur margt breyst. Margvíslegur frístunda-akstur er vinsæll og ekkert bendir til þess að lát sé á fjölgun áhugamanna um slíkan akstur. Á árum áður var oft lítið hugsað um áhrif umferðar á náttúruna, ef til vill vegna þess að álag bifreiða var á þeim tíma ekki eins mikið og nú er. Á síðari árum hefur utanvegaakstur aukist, með auknum fjölda ferðamanna og áhuga á frístundaakstri. Þá er staðreyndin sú að margir © Skessuhorn/Kristín Jónsdóttir vélhjólaökumenn þræða kindaHér hafa ferðamenn komist í vandræði og skemmt gróður eftir að stíga og slóða gangandi manna4 hafa farið inn á viðkvæman vegslóða í of mikilli bleytu.

17 FREYJA 2-2


SKIPULAGSMÁL

Sem dæmi sést mikið ósamræmi í sveitarfélaginu Borgarbyggð, en þar eru töluvert fleiri vegslóðar birtir í opnum kortagrunni Landmælinga Íslands en á lögbundnu og samþykktu aðalskipulagi Borgarbyggðar. Að auki er stór hluti göngu­ og reiðstíga Borgarbyggðar birtur sem akvegir í umræddum kortagrunni. Unnið á kortagrunn Landmælinga Íslands af greinarhöfundi.

og hafa sumir forystumenn torfæruhjólamanna beinlínis hvatt til slíks aksturs5. Annað vandamál er að enginn greinarmunur er gerður á slóðum, eftir færð, í kortagrunni sem notaður er fyrir GPS leiðsögutæki og hefur það valdið ferðamönnum vandræðum þar sem oft er um mjög torfarnar leiðir að ræða sem birtar eru í umræddum kortagrunn með sama tákni og greiðfærari leiðir6. Ljóst er að samstillt átak margra aðila þarf til að snúa þessari þróun í rétta átt. Ísland hefur sérstætt náttúrufar og ber að taka tillit til þess. Íslensk gróðurþekja er á stórum svæðum mjög viðkvæm, aðallega vegna stutts vaxtartímabils og lítillar fjölbreytni í flóru landsins. Íslenskur jarðvegur hefur einnig sérstöðu, en hann er að mestu svokallaður eldfjallajarðvegur, sem er aðallega myndaður úr gosefnum7. Eldfjallajarðvegur hefur öðruvísi eiginleika en annar jarðvegur en hann getur m.a. bundið mikið af vatni en hefur litla samloðun8. Þessir sérstöku eiginleikar íslensks

eldfjallajarðvegar valda því að hann er sérstaklega viðkvæmur fyrir vind- og vatnsrofi9. Sterk gróðurþekja kemur að stórum hluta í veg fyrir vind- og vatnsrof. Ökutæki geta auðveldlega rofið gróðurþekju, sem oft er mjög viðkvæm eins og áður kom fram, og þannig hafið feril vind- og vatnsrofs. Þjöppun á einnig stóran þátt í eyðingu gróðurs. Þegar þung ökutæki aka yfir gróðurlendi kremst gróður og rætur hans, jarðvegurinn þjappast og verður ekki eins rakadrægur og holrými jarðvegsins glatast en gróður þarfnast loftrýmis í jarðvegi til þess að hann megi þrífast. Einnig ber að nefna að íslensk náttúra er mjög aðgengileg fyrir ökutæki. Hér á landi er lítið af trjám og öðrum gróðri, auk þess sem stór svæði landsins eru slétt og auðveld yfirferðar fyrir ökutæki. Við rannsóknina, sem var hluti af verkefninu kom í ljós að oft eru vegir sem aðeins eru færir hluta ársins birtir í opnum kortagrunnum, svo sem smala- og veiðivegir. Utanvegaakstur er

FREYJA 2-2 18


SKIPULAGSMÁL sem kunnugt er leyfilegur í landbúnaðarskyni, en flestir bændur og landeigendur eru ábyrgir í umgengni á sínu landi og gæta þess að nota viðkvæma vegslóða ekki á viðkvæmum árstíðum, eins og t.d. í asahláku. Spyrja má hvort bændur kæri sig um að viðkvæmir vegslóðar á landi þeirra og afréttum séu birtir í kortagrunnum og umferð þannig beint inn á þá. Það ætti því að vera æskilegt fyrir bændur að fylgjast með hvort birtir séu vegir á bújörðum þeirra, sem ekki eru á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélags og óæskilegt er að beina umferð inn á.

erlendum blaða- og vísindagreinum auk viðtala skýrsluhöfundar og umsjónarmanna við 18 aðila í maí-ágúst 2011; fulltrúa ráðuneyta, ríkisstofnana, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka þar sem áhersla viðtalanna var á umræðu um skipulag vega og slóða hér á landi3. Verkefnið í heild má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://issuu.com/gislirafn/docs/skipulagsfer lar_og_matsskalar_vegna_vegsl__a Heimildir: 1Sigurður

Til viðbótar við fræðslu og eftirlit bænda og landeigenda eru ýmsar aðgerðir mögulegar við lokun slóða sem ekki eru í notkun lengur eða loka skal af öðrum ástæðum. Í því sambandi er mikilvægt að afmá sýnilegt yfirborð slóðans, og er það mikilvægast næst þeim stað sem keyrt er inn á slóðann10. Aðgerð sem valin er skal metin í hverju tilviki fyrir sig. Mögulegt er að nota fleiri en eina aðgerð í hverju tilviki. Aðgerðir voru valdar í kjölfar rannsókna og úttektar á innlendum og

Hreiðar Hreiðarsson. (2004). Saga bílsins á Íslandi 1904-2004. Reykjavík. 2Loftur Guðmundsson. (1975). Hálendið heillar: þættir af nokkrum helstu öræfabílstjórum. Reykjavík: Bókaútgáfa Þórhalls Bjarnasonar. 3Viðtöl skýrsluhöfundar og umsjónarmanna við 16 aðila í maí-ágúst 2011; fulltrúa ráðuneyta, ríkisstofnana, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka. Áhersla viðtalanna var á umræðu um skipulag vega og slóða á Íslandi. 4Gunnþóra Gunnarsdóttir. (2009). „Við þræðum gamla slóða eftir kindur og veiðimenn“. Fréttablaðið. 5Jakob Þór Guðbjartsson. (2007). Iceland overland. Reykjavík: Útivera. 6Guðni Einarsson. (29. ágúst 2009). „Ekki fyrir hvern sem er að fara þarna“. Morgunblaðið. 7Ólafur Arnalds. (2004). Volcanic soils of Iceland. Catena (56), 3-20. 8Wada, K. (1985). The distinctive properties of Andosols. Advances in soil sciences, 2, 173-223. 9Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson, & Arnór Árnason. (1997). Jarðvegsrof á Íslandi. Reykjavík: Landgræðsla ríkisins og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. 10Switalski, T. A., & Jones, A. (2008). BEST MANAGEMENT PRACTICES FOR OFF-ROAD VEHICLE USE ON FORESTLANDS: A Guide for Designating and Managing Off-Road Vehicle Routes. Salt Lake City: Wildlands CPR og Wild Utah Project. Sótt 20. ágúst 2011 af http://www.wildlandscpr.org/files/ORV_BMP_2008_0.pdf

Gerum sæðingaáætlun fyrir kýrnar okkar !

Það þarf ekki að kosta mikla fyrirhöfn að gera einfalda sæðingáætlun fyrir kúabú. 1. Gerðu lista yfir allar kýr og kvígur búsins (Gripalisti sem Excel skjal beint úr HUPPU) 2. Taktu út þá gripi sem ekki á að sæða aftur 3. Skiptu þeim gripum sem eftir eru niður í 3 hópa a. Hópur 1: - Sæddar með nautsfeðrum og reyndum nautum i. Nautsmæður – Merktar með rauðu flaggi í HUPPU ii. Aðrir góðir ræktunargripir – Kýr sem flokkast sem gæðagripir í hjörðinni iii. Efnilegar kvígur – Kvígur sem merktar eru með grænu flaggi í HUPPU b. Hópur 2 – Sæddar með óreyndum nautum án valpörunar i. Aðrar kvígur en þær sem eru í hóp 1 ii. Kýr sem ekki falla í hóp 1 eða 3 c. Hópur 3 – Sæddar með reyndum nautum i. Gallagripir – Kýr sem hafa áberandi galla sem rækta þarf úr hjörðinni 4. Hópur 2 á að vera um 50% kúnna og hópar 1 og 3 samtals 50% 5. Á móti gripum í hóp 1 og 3 þarf að velja naut út frá styrkleikum og veikleikum einstaklingana. Með valpörun gripa í hóp 1 er markmiði að fá fram úrvalsgripi en með valpörun í hóp 3 er markmiðið að vega upp á móti þeim göllum sem eru á gripunum í þeim hópi. Með markvissri notkun sæðinga og pörunaráætlunum er hægt að ná betri árangri í ræktunarstarfinu. Rækta fram úrvalsgripi, taka þátt í prófun ungnauta og rækta smátt og smátt út galla sem finnast í gripum innan hjarðarinnar. /GEH

19 FREYJA 2-2


FÓÐRUN

Mikilvægi heyefnagreininga

Gróffóður getur verið mjög mismunandi að gæðum og fer það meðal annars eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, sláttutíma og fleira. Til þess að gera sér grein fyrir efnainnihaldi þess er nauðsynlegt að láta efnagreina það. Að láta efnagreina gróffóðrið borgar sig þegar mögulegt er að finna það kjarnfóður sem hentar best og gera fóðuráætlun sem miðast við hagkvæmasta fóðurskammtinn ásamt því að halda góðri framleiðslu og gripunum heilbrigðum.

B ERGLIND Ó SK Ó ÐINSDÓTTIR Fóðurráðunautur Bændasamtökum Íslands boo@bondi.is Til þess að fóðrun verði hagkvæm þarf hún að vera rétt, þannig að þörfum gripanna sé fullnægt á sem hagkvæmastan hátt. Vanfóðrun verður þegar gripurinn fær ekki þau næringarefni sem hann þarf til viðhalds, vaxtar, fósturvaxtar og framleiðslu, og við sjáum afleiðingarnar í aflögn, smáum gripum, vanhöldum og minni framleiðslu. Offóðrun felur í sér meira framboð næringarefna en gripurinn þarfnast, eða ranga samsetningu næringarefna. Í þessum tilfellum nýtir gripurinn næringarefnin ekki og við sjáum afleiðingarnar í feitum gripum, háu úrefnisinnihaldi í mjólk og næringarríkum skít. Rétt fóðrun felur í sér

© Áskell Þórisson

hæfilegt magn og heppilega samsetningu næringarefna, sem þýðir einfaldlega heilbrigðari gripi og meiri framleiðslu. Uppistaðan í því fóðri sem notað er til mjólkur- og kjötframleiðslu (af sauðfé og nautgripum) er gróffóður, því skiptir miklu máli að vanda vel til verka við framleiðslu þess. Ef gróffóðrið nýtist vel til framleiðslunnar þarf minna aðkeypt fóður en ella, sem gerir fóðrunina hagkvæmari. Til þess að nýta gróffóðrið sem best og velja annað fóður sem hentar hverju sinni er mikilvægt að vita næringarefanainnihald gróffóðursins.

Hversu mörg sýni þarf að senda í efnagreiningu?

Sýnin þurfa að gefa góða yfirsýn yfir fóðrið, en það er ekki nauðsynlegt að taka sýni af öllum túnspildum. Góð regla er að senda sýni úr fyrri slætti og annað úr seinni slætti, senda sýni úr rýgresi eða ef eitthvað sérstakt einkennir hluta fóðursins. Þá er hægt að flokka túnin niður í nýræktir og gömul tún og svo eftir því hvenær slegið er. Þannig má taka eitt sýni úr heyi af nýræktum sem eru slegnar á sama tíma og annað úr heyi af gömlum túnum sem slegin eru á sama tíma. Hey af túnum sem eru slegin á þriggja daga tímabili geta flokkast í sama sýnið, en ef lengra er á milli sláttu daga þarf hugsanlega að fjölga sýnum. Það sem þarf að hafa í huga er að sýnið samanstandi af einsleitu fóðri þ.e. úr heyi af túnum sem eru með svipaða tegundasamsetningu og á sama þroskastigi. Þegar taka á eitt sýni sem á að vera lýsandi fyrir hey af nokkrum túnspildum er mikilvægt að taka sýni af fleiri en einni spildu, blanda þeim svo saman í bala og taka samsýni sem er sent til greiningar.

FREYJA 2-2 20


FÓÐRUN Hirðingarsýni eða verkuð sýni? Það er algengt að taka hirðingarsýni en þó eru sífellt fleiri sem velja að taka verkuð sýni. Hirðingarsýni gefa okkur upplýsingar um fóðrið þegar það er hirt af velli, en verkuð sýni gefa okkur upplýsingar um fóðrið eins og það er gefið. Það á ýmislegt eftir að gerast í verkuninni sem við náum ekki höndum yfir ef tekin eru hirðingarsýni, en það á sérstaklega við um votheysverkun og þegar rúllur eru með lægra en 50-60% þurrefnisinnihaldi. Þegar tekin eru verkuð sýni þarf fóðrið að hafa legið í sílói eða rúllu í u.þ.b. 6 vikur. Því er mikilvægt að skipuleggja sýnatökuna strax þegar fóðrinu er keyrt heim. Þá er hægt að taka frá þær rúllur sem nota á í sýnatökuna og hafa til hliðar, þær eru svo gataðar að 6 vikum liðnum og gefnar í kjölfarið. Við sýnatökuna er gott að miða við að taka úr a.m.k. 2-3 rúllum/böggum í hvert sýni og bora á 2-3 stöðum í hverja rúllu, bæði ofarlega og neðarlega. Þessu er svo öllu blandað saman og samsýni tekið úr því. Í votheysstæður er borað

5-7 sinnum og heyinu blandað vel saman og sýni sent úr því. Þá er gott að miða við að senda eitt sýni úr hverri stæðu.

Hvað segja efnagreiningarnar okkur? Þegar sýni eru send til efnagreininga á Íslandi fást upplýsingar um þurrefnisinnihald, meltanleika, prótein, NDF, steinefni (Ca, Mg, P, K, Na og S) og svo eru reiknuð gildi fyrir AAT, PBV og FEm. Auk þess er núna hægt að fá viðbótargreiningar á fóðrinu, sem er nauðsynlegt þegar vinna á með NorForfóðurmatskerfið, en þá bætast við aska, iNDF og laust prótein. Í 1. töflu koma fram útskýringar á þeim þáttum sem fást með efnagreiningum. Það er einnig möguleiki að senda sýni til útlanda til efnagreininga en þá er hægt að fá enn meiri upplýsingar um innihald fóðursins, eins og gerjunarafurðir (ammoníak, mjólkursýru og ediksýru) og sykur. Það eru þættir sem vonandi verður einnig hægt að fá greinda á Íslandi áður en langt um líður því þegar unnið er með vothey viljum við líka fá gerjunarafurðirnar greindar

1. tafla. Útskýringar á þeim þáttum sem fást með efnagreiningum

21 FREYJA 2-2


FÓÐRUN

© Bjarni Ingvar Bergsson 2. tafla. Viðmiðunargildi fyrir gott gróffóður

því þær hafa áhrif á átgetuna. Gerjunarafurðirnar segja okkur hvort verkunin hafi heppnast vel eða ekki. Vel gerjað vothey inniheldur mest af mjólkursýru, lítils háttar af ediksýru en enga smjörsýru. Hátt gildi á ammoníaki er neikvætt því það þýðir að mikið prótein hefur brotnað niður strax við gerjunina. Sykurinnihald fóðursins skiptir frekar máli þegar unnið er með þurrara fóður, en sykur er auðleyst kolvetni sem nýtast strax í vömb. Eftir því sem grasið þroskast lækkar meltanleikinn, próteinið minnkar en trénið eykst. Í þurrkatíð er sprettan minni en þroskinn heldur áfram, þetta á einnig við þegar borið er minna á af köfnunarefni. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þroska túngrasa og slá áður en næringargildi þeirra hafa fallið svo að fóðrið dugi ekki til þeirrar framleiðslu sem við gerum kröfu um. Gæðamat á gróffóðri er þannig í forðagæslunni að úrvalshey er með meltanleika 74% eða hærra og að lágmarki 0,85 FEm, úrvalshey ætti því að vera með NOM nálægt 6,30 MJ. Næsti flokkur eða gott hey er þegar meltanlegt þurrefni fer ekki niður fyrir 70% og a.m.k. 0,80 FEm. Ef miðað er við þróun undanfarinna ára sést að eftir 20. júní fellur meltanleikinn niður fyrir það mark að heyið geti kallast úrvalshey, en fyrstu vikuna í júlí hefur

það ennþá flokkast sem gott hey að meðaltali. Æskilegt er að prótein í gróffóðri sé á bilinu 140-160 g/kg þe. sem hefur gjarnan verið í kringum mánaðamótin júní-júlí. En hafa ber í huga að fóðurgildið lækkar eitthvað við verkunina. NDF-gildi í fóðri á að vera á bilinu 480-520 g/kg þe. og iNDF 80-120 g/kg NDF. NDF hækkar með auknum þroska og þegar við sjáum hærri gildi en þetta er fóðrið orðið grófara og tormeltara, þá brotnar það hægar niður í vömbinni, sem takmarkar át. 2. tafla sýnir viðmiðunargildi fyrir gott gróffóður sem á að étast vel og inniheldur nægjanlegt magn trefja og próteins.

FREYJA 2-2 22


SVÍNARÆKT

Útivist svína

Svínabúskapur sem byggir á því að hafa svínin úti hefur aukist verulega í hinum vestræna heimi á síðustu árum. Með þessu er að vissu leyti verið að fara til baka til þess tíma þegar svínabúskapur var dreifðari og í minni einingum. Krafan um aukna hollustu og ódýrari matvæli gerði það að verkum að búin stækkuðu og smitvarnir voru auknar. Með aukinni almennri velmegun er aftur farið að horfa til gömlu eininganna þar sem aukin áhersla er lögð á rými og útivist dýranna. Í raun er ekki verið að snúa aftur til þess tíma sem áður var þótt formið sé svipað. Eins og svínabú erlendis, þar sem svín eru höfð úti, hafa þróast þurfa þau að uppfylla margs konar gæðakröfur og ekkert er slakað á kröfum um gæði og hreinleika afurðanna. Í þessari grein er ætlunin að gefa lesendum örlitla innsýn í hvað útivist svína snýst um.

KARVEL LINDBERG KARVELSSON Svína- og alifuglaráðunautur Bændasamtökum Íslands klk@bondi.is Aðstæður hér á landi hvað veðurfar snertir eru nokkuð ólíkar þeim sem finnast á þeim stöðum þar sem útivist á svínum er hvað mest stunduð. Þó er hægt að miða sig við aðstæður á Norðurlöndunum en þar hefur útivist svína verið í nokkrum vexti og þróun síðustu ár. Nútíma svín eru ekki vel undir það búin að takast á við slæma veðráttu sökum þess að þau eru illa hærð og hlutfall fitu er lágt. Þau eru einnig illa varin fyrir sólarljósi og geta sólbrunnið, sérstaklega á það við hvítu kynin. Þrátt fyrir að í gegnum árin hafi náttúruleg vörn þeirra gegn umhverfisþáttum minnkað,

Útivist svína

23 FREYJA 2-2

þá hefur gengið nokkuð vel að hafa svín úti á Norðurlöndunum.

Í útivist eru svínunum skapaðar aðstæður sem henta þeim og reynt er að uppfylla náttúrulegar þarfir þeirra. Sýnt hefur verið fram á, í atferlisrannsóknum bæði í hefðbundnu eldi á húsi og úti, að ræktun og umhverfisbreytingar hafa lítið breytt náttúrulegu hegðunarmynstri svína. Þegar talað er um „outdoor pig production“ eða eins og ég kýs að kalla það, útivist svína, þá er verið að vísa til aðstæðna þar sem svínin eru höfð úti allt árið eða hluta úr ári. Svínin eru úti í afgirtum hólfum, þeim er gefið út, bæði vatn og kjarnfóður. Gróffóður er oftast gefið með en þau eru líka höfð á beit þar sem aðstæður eru til þess. Svínin eiga alltaf að hafa gott skjól og algengast er að notaðir séu braggar sem dýrin hafast við í en í þeim þarf að vera þurr og góður undirburður til þess að halda hita á dýrunum. Það gefur auga leið að aðstæður geta verið erfiðar, svað getur myndast á svæðinu og © snjór og frost gert fóðrun erfiða. Vegna þessa þarf öll aðstaða, fóðrunarbúnaður, aðkoma og staðsetning dýranna miðað við gothring að vera vel skipulögð. Smitvarnir eru ekki síður mikilvægar í útivist en innifóðrun, þótt ekki sé verið að tala um hefðbundnar smitvarnir.


SVÍNARÆKT Vargfuglar geta verið vandamál því þeir leita í fóðrið og eru fljótir að læra á það hvenær gjafir eru. Fóðurútbúnaður fyrir kjarnfóðurgjöf hefur því verið hannaður þannig að sem minnst fari til spillis. Það minnkar ásókn fugla og músa að fóðurdöllunum. Utanaðkomandi meindýr mega ekki komast inn á svæðið og þrátt fyrir að okkar fána sé blessunarlega rýr í þeim efnum þá gætu refir og minkar drepið nýfædda grísi. Það má því segja að útivist svína geri ekki minni kröfur til stjórnunarhæfileika bóndans en hefðbundinn búskapur. Meðgöngugyltur (geldgyltur) sem hafa verið sæddar (hleypt til) á sama tíma eru hafðar saman rétt eins og í hefðbundnu kerfi. Þær eru þá ýmist hafðar úti eða inni alla meðgönguna, það fer eftir stærð búsins, regluforms og aðstæðum hvaða kerfi er valið. Ef gylturnar eru teknar inn, þá eru þær í lausagöngu og með aðgang að útisvæði sem oft er skyggni yfir og steypt gólf til þess að auðvelda þrif og koma í veg fyrir að jarðvegur verði eitt svað. Gyltunum er hleypt út að lágmarki viku fyrir áætlað got til að þær venjist nýju aðstæðunum. Gylturnar gjóta venjulega í bröggunum, það er allavega æskilegast og yfirleitt er ein gylta í hverjum bragga. Grísirnir ganga undir gyltunni í 5 vikur og eru þá teknir undan. Það hefur gefist nokkuð vel að láta gotgylturnar gjóta úti, árangurinn er oft á tíðum betri en ef þær gjóta inni. Minni þéttleiki á dýrunum

virðist gera það að verkum að smitálagið er minna og því eiga grísirnir betri möguleika á að komast á legg. Gylturnar mjólka betur sem má rekja til meiri hreyfingar og minni hættu á sýkingu í kringum got. Helstu vandamálin eru; meindýr sem komast inn á svæðið, ofkæling grísa, gyltan leggst á grísina inni í bröggunum og móðureiginleikar gyltunnar geta verið litlir sem gerir það að verkum að hún sinnir ekki grísunum. Grísirnir eru í flestum tilfellum teknir inn eftir fráfærur og þá hafðir við góðar aðstæður með undirburði og aðgang að útisvæði. Þeir eru teknir inn til þess að hagkvæmni náist í eldinu. Grísir sem eru hafðir úti allan eldistímann þurfa mikið pláss (ef 10 gyltur eru að gjóta í einu þá geta þetta verið um 120 grísir). Þeir róta mikið þannig að svæðið veðst fljótt upp og þá verður annaðhvort að færa grísina til, eða bera undir þá. Ef um minni bú er að ræða, þá eru grísir stundum hafðir úti allan eldistímann, er það yfirleitt gert vegna þess að reglur (lífræn ræktun, vistvæn ræktun) eða reglugerðir krefjast þess. Veðurfar hér á landi hentar varla til þess að hafa grísi úti allt árið. Á myndinni má sjá einfalt dæmi um það hvernig svona kerfi eru sett upp. Ytri girðingin er þétt til varnar utanaðkomandi dýrum en innri girðingin er til þess að skipta svínunum niður í hópa, á milli er svo aðgengi fyrir tæki. Reglugerðir varðandi svínahald utandyra eru mismunandi eftir löndum. Bændur eða félagsskapur á þeirra vegum setur sér einnig reglur um aðbúnað. Hér á landi er mjög lítil reynsla af því að halda svín utandyra í einhverju mæli og því lítið sem hægt er að hafa til viðmiðunar annað en reynsla annarra þjóða.

Dæmi um skipulag fyrir útivist svína

FREYJA 2-2 24


SVÍNARÆKT

© Sugar Mountain Farm / www.sugarmtnfarm.com Tilraunaverkefni Svínaræktarfélags Íslands varðandi eldi á grísum í frjálsu umhverfi hefur vakið nokkra athygli. Svínabændur eru með þessu að þreifa sig áfram með „nýtt“ framleiðsluform til viðbótar við hefðbundinn búskap. Sú leið sem hefur verið valin í verkefni Svínaræktarfélagsins er að ala grísi í litlum hópum frá 6 vikna aldri til slátrunar. Forráðamenn dýranna verða valdir úr hópi umsækjenda og Svínaræktarfélagið mun sjá um að afhenda dýrin. Grísirnir verða hafðir í

húsi en hafa aðgang að útisvæði og ætlast er til að þeim sé hleypt út þegar vel viðrar. Grísirnir verða það stálpaðir við afhendingu að viðkvæmasti hluti eldistímans er að baki og eldið fer að mestu leyti fram yfir sumartímann. Engu að síður verður fróðlegt að fylgjast með hvernig til tekst og verkefnið er mikilvægur liður í því að safna þekkingu varðandi útivist svína hér á landi. Þeir bændur sem hafa áhuga á að prófa að vera með svín í útivist ættu að kynna sér vel til hvers er ætlast og byrja smátt á meðan reynslan er að byggjast upp.

Leiðbeiningar við sýnatöku

Hirðingarsýni Sýni er tekið við hirðingu og á að gefa þverskurð af heyinu á spildunni t.d með því að fara eftir hornalínu spildunar og hey tekið hér og þar. Ef senda á samsýni til efnagreininga er sturtað úr pokunum af viðeigandi spildum í bala, því blandað vel saman og sett í einn poka. Verkuð sýni Fóðrið þarf að hafa verkast í u.þ.b. 6 vikur. Sýni úr stæðum er best að taka þegar stæðan er opnuð. Borað skal 5-7 sinnum, þversnið af stæðunni og því blandað vel saman. Við sýnatöku úr rúllum þarf að bora í 2-3 rúllur fyrir eitt samsýni, 2-3 sinnum í hverri rúllu, bæði ofarlega og neðarlega. Öllu blandað saman í bala og sýni tekið í poka. Gott er að huga að sýnatökunni strax þegar rúllum er keyrt heim á sumrin og þær rúllur sem eiga að fara í sýnatökuna settar til hliðar og gefnar strax og búið er að gata þær. Meðferð sýna Þegar tekin eru hirðingarsýni þarf að koma þeim strax í frystikistu og geyma þar til þau eru öll send til efnagreiningar. Verkuðu sýnin eru send strax eftir að þau eru tekin. Merking sýna Mikilvægt er að merkja sýnin vel. Það sem þarf að koma fram er nafn bónda og býlis, sláttudagur, hirðingadagur, 1. eða 2. sláttur, hvort um sé að ræða grassýni, hirðingarsýni eða verkaðsýni. Einnig verkunaraðferð, rúllur, þurrhey, vothey o.s.frv. Er þetta gras eða grænfóður og þá hvað. Æskilegt er að tilgreina spildu eða auðkenna sýnið á einhvern hátt sem og hvað á að láta efnagreina. /BÓÓ

25 FREYJA 2-2


AFREKSGRIPIR

Tilvist Grábotna 06­833

Undanfarin þrjú ár hefur sæðingastöðvahrúturinn Grábotni 06-833 fengið mikla og útbreidda notkun á landsvísu. Í þessum greinarstúf skal þvi aðeins sagt frá móður hans og systkinum. Móðir hans, Grábotna 04-364 var sett á sem smálamb haustið 2004. Af þeim sökum bar hún ekki vorið 2005 en þótti svo falleg það haust að hún var sett á. Á fengitíð það haust var hún samstillt og sædd með Grím 01-928 í þeirri von að hún skilaði mislitum lömbum og um vorið var hún tvílembd, átti gimbur sem sett var á þá um haustið en hrútnum Grábotna var bjargað fyrir tilviljun úr sláturlambahópnum skömmu áður en fjárflutningabíllinn renndi í hlaðið. Þar voru komnir Reynihlíðarbændur í leit að þokkalegum mislitum hrút til að bjóða mislitu ánum upp á, á komandi fengitíð en þeir höfðu þá víða leitað að gráum hrút. Systir Grábotna hlaut nafni Kólga og hefur alltaf verið tvílembd, utan gemlingsárið er hún var einlembd. Grábotna er eins og sjá má á myndinni enn við ágætis heilsu, en hún var tekin í fjárhúsunum hjá Eyþóri í Baldursheimi nú í desember áður en henni var haldið undir kynbótahrútinn Sæla Sokkason. Hún þykir mikill og skemmtilegur karakter, gríðarlega löng og virkjamikil. Hún hefur verið sædd tvisvar en hélt bara í annað skiptið. Búið er að keyra hana fjórum sinnum á bæi undir merkishrúta að meðtaldri þessari Baldursheimsferð. Grábotna hefur alls átt 13 lömb og níu þeirra hafa verið sett á, 7 ær og 2 hrútar. Allar þessar ær hafa yfirburða kynbótaspá fyrir alla eiginleika og skilað ágætis afurðum. Faðir Grábotnu, Spakur 02-725 var nærri því á sínum tíma að komast á sæðingastöð, en hann átti síðast afkvæmi árið 2009 og var felldur eftir fengitíð það ár. Hann á fjölda dætra í Vogum 2 og margar hafa reynst með ágætum. Móðir hennar, Branda 00-170 var felld 2005 og var Grábotna eina kindin sem sett var á undan henni. Tilviljun réði því að ekki var búið að gelda Grábotna áður en ljóst var að hann var að skila prýðisföllum í sláturhúsi með vænleika vel yfir meðallagi – nokkuð sem varð til þess að athyglin beindist að hrútnum. Áður en hann kom til notkunar á sæðingastöð var mikið búið að nota kappann og talsverð reynsla komin á hann víðar en á heimabúi. Hrútar undan honum hafa reynst misjafnlega þegar horft er til vöðvaflokkunar, en dætur hans almennt frjósamar og mjólkurlagnar svo sem sjá má úr uppgjörum á landsvísu. María Svanþrúður Jónsdóttir, héraðsráðunautur Daði Lange Friðriksson, fyrrum eigandi

© Eyþór Pétursson

© Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands

FREYJA 2-2 26


SAGAN SKIPULAGSMÁL

HEYSKAPUR

Nokkur orð og hugtök sem lýsa gamla verklaginu

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að verklag og orðnotkun þjóðarinnar hefur breyst í stökkum og bylgjum í takt við seinni tíma vélvæðingu og umbrot í þjóðfélagsgerðinni, úr rótgrónu bændasamfélagi í borgríkistilburðir og stórbænda hjarðbúskap. Höfundur þessarar greinar er fædd 1921 og ólst upp í Núpsöxl á Laxárdal fremri, Austur Húnavatnssýslu til 14 ára aldurs, 1935.

G UÐRÍÐUR B . H ELGADÓTTIR fv. húsmóðir Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhreppi gudridurbh@gmail.com Það fer því hver að verða síðastur að safna saman lifandi frásögnum þeirra sem enn eru uppi og tóku þátt í daglegum störfum horfinna tíma. Hér verður reynt að bregða upp mynd af aðferð við heyöflun á fyrri hluta síðustu aldar. Til þess að túngrös spryttu fljótt og vel þurfti að bera á túnin, en það tilheyrði vorverkunum og verður ekki tekið fyrir hér. Það er efni í annan þátt, ef bera á saman vinnubrögð fyrr og nú. Um það mætti fjalla með mörgum orðum sem orðin eru lítt skiljanleg yngra fólki. En hér verður aðeins sagt frá orðnotkun við heyskap í því umhverfi sem höfundur ólst upp í á síðustu öld. Þá var engjaheyskapur meiri og tímafrekari hluti heyaflans, áður en vélar til túnræktar komu, um og upp úr miðri öldinni og breyttu verklaginu. Fyrir sumarið þurfti að huga að amboðunum, tinda hrífur ef brotnað hafði eða smognað úr tindur, þá þurfti að kljúfa Brúnbrísinn og tálga til í sívalning efst, sem passaði og fyllti vel út í gatið á hausnum á hrífunni, stinga tindinum niður í gegnum gatið á steðjanum og hnoða endann sem upp úr stóð af tindinum svo hann festist í. Eins gat hrífan hafa losnað upp á við að gisna í geymslunni uppi á bitum eða bak við sperrur í skemmunni yfir veturinn. Þá þurfti að þétta skaftið í auganu á hausnum og hyggja að klónni svo hún hlökti ekki á festingunni.

27 FREYJA 2-2

© Guðríður B. Helgadóttir, saumuð mynd

Núpsöxl 1935 að hausti, uppborin og þakin hey

Það fylgdi föstum vorverkum að búa fólki í hendurnar fyrir sláttinn svo allt væri tiltækt þegar kaupafólkið kæmi í heyskapinn. Orfin þurfti einnig að yfirfara, huga að lausum hælum og hólkum, dengja ljái, draga á, eða leggja á hverfisteininn eftir að Eylandsljáirnir leystu Bakkaljáina af hólmi og þar með klöppuna og litla, ferkantaða klöppusteðjann, sem rekinn var ofan í þúfu í slægjunni og setið við, flötum beinum, meðan dengt var, þ.e. ljárinn klappaður. Brýni mátti ekki gleyma að kaupa þegar farið var með ullina í kaupstaðinn að vorinu. Þá varð að birgja heimilið upp með allt sem nota þurfti yfir sumarið, jafnt matvöru sem smáhluti og svo var farið að bera niður eða bera ljá í gras, oft í 11.viku sumars. Byrjað á að „slá frá bænum“ slá bæjarhólinn, helst á „laugardegi til lukku“, svo allt gengi að óskum með heyskapinn yfir sumarið. Ekki þótti ráðlegt að slá torfþakið á bænum um leið, „því það hrekst oftast bæjartaðan“ og enginn vildi fá óþurrka í byrjun sláttar og grasið á bæjarþekjunni hlífði torfinu við ofþornun yfir sumarið svo ekkert lá


SAGAN á að slá það strax. Þegar allt var komið í gang skáruðu sláttumennirnir á greiðfæru, hjuggu og kroppuðu af þúfunum, urguðu og börðu af þurrum harðbalahólum og reyndu að nota rekjuna snemma á morgnana. Menn voru mislagnir við að láta bíta hjá sér. Lyginn maður brýnir best segir máltækið, þó það sé órannsakað mál. En staðreynd er að sumum beit eins og að bregða í vatn, meðan aðrir náðu aldrei egg í ljá, börðust um, nöguðu toppótt, skáru ljámýs og tóku aldrei hreint úr höggi, meðan hinir, sem kunnu að búa sér í hendurnar, sveifluðu orfinu léttilega, tóku breiðan skára og mikið fyrir í hverju ljáfari, slógu jafnt og vel í þéttan, beinan múga, þar sem skárað var úr og í eins og oft var gert á sléttum engjum. Þannig múga þurfti ekki að saxa í fang þó að bera þyrfti til í ljánni, aðeins ýta saman frá endanum og þá lá grasið eins og saxað eftir hvert ljáfar. Þetta kom sér einkar vel þar sem þurfti að vaga á heysleða sem dráttarhesti var beitt fyrir eða bera á vögum þegar dregið var upp úr bleytu á þurrari jaðra til þurrkunar, t.d. úr forarflóum og kílum, líka þekktist að binda votaband. Ef margir stóðu við slátt samtímis á greiðfæru kom fyrir að þeir röðuðu sér á teiginn, og kallaðist það að slá þrælaslátt, skáraði hver á eftir öðrum þvert á spilduna sem tekin var fyrir. Ef einhver hólmaði sig af, var hann þá kallaður hólmaskítur, eða sagt að skrattinn skeit á eggina hjá honum ef hann lauk ekki hólmanum í einni lotu. Sláttumönnum var ekkert um að rakstrarkonur rökuðu þá upp að rassi, geltu þá eða hefðu vel á eftir að koma ljánni í flekk til þurrkunar. Góður sláttumaður og dugleg „kaupakona“ voru gullsígildi fyrir bóndann, á meðan allt var

Núpsöxl 1935, teikning af bæjarhúsum og gólffleti.

unnið með handverkfærum og heyfengurinn yfir sumarið var frumskilyrði fyrir arðsömum skepnum og afkomu búsins þar sem hvað leiddi af öðru um sameiginlega velferð. En það var ekki nóg að vera flummur að slá og flæmast yfir engi og tún, það þurfti líka að raka, rifja, sæta og binda, reiða heim, fara með og koma fyrir í heygarði, tóft eða hlöðu. Loðin tún breiddu á sig, svo ekki þurfti annað en slá úr múgum, sumstaðar var minna á og náði ekki saman í mátulega þykkan flekk, þá var rakað utanað eða rakað úr nærliggjandi þúfum inn á og borið í flekk eins og haganlegast var. Þá var flekkurinn lagður í garða og rifjaður aftur og aftur í þurrki, þannig að heyinu var snúið við, tekið hreint upp úr götunni svo ekki yrðu eftir lyskrur og blautar tuggur við jörðina, látið þorna á það

Hey sett upp í fúlgu

FREYJA 2-2 28


SAGAN sem upp sneri á milli rifjinga þar til heyið var orðið nægilega þurrt til að raka saman. Þá var farið að taka saman, sæta, eða bólstra af miklu kappi. Allir sem vettlingi gátu valdið röðuðu sér í flekkina að drífa saman heyið. Byrjað var á því að raka utan með, 2-3 hrífuför þar til kominn var þykkur garði sem saxaður var í föng og oftast var það hlutverk húsbóndans eða einhvers karlmannsins að bera saman og sæta, en konur og liðléttingar rökuðu dreifina, drógu í garða og söxuðu múgana, allt eftir kunnáttu og getu hvers og eins. Ef mikið hey var undir á samfelldu svæði var sett í tvísett sæti þannig að föngin voru lögð í beina röð, látin aðeins skarast, endi við enda, svo langt sem sætið átti að vera, síðan var lögð önnur röð samhliða, jafnlöng þeirri fyrri sem undirstaða að sætinu og ofan á þessar raðir jafnlengd á hliðarnar til skiptis, þannig að brún seinni raðar nam aðeins inn á jaðar fangsins á móti og batt þannig saman sætið svo það gliðnaði ekki í sundur en þyldi veður. Stafnarnir áttu að vera lóðréttir og þéttir. Öll föng voru dregin þétt saman og þjappað í sætið, hlaðið jafnt, ekki með gúlum og geilum sem drap í, í rigningu. Þannig var sætið hlaðið upp í hæfilega hæð, t.d. 6 fangaraðir á hvorri hlið og aðeins dregið að sér eftir því sem ofar dró, þar til mænisfangið lokaði samskeytunum eftir endilangri miðju sætisins. Þá var sætið kembt, rakað frá og byrjað á næsta sæti á sama hátt. Ef sætt var í lanir eða sátur sem stundum var gert við linþurt hey svo það gæti blásið og

Guðmundur Márusson ásamt höfundi að binda sátu í Glaumbæ 1997

29 FREYJA 2-2

þornað frekar, þá var sætt í einfalda fangaröð, 7-9 föng í undirstöðu, þar ofan á jafnbreið fangaröð, en aðeins dregið að sér jafnt frá báðum endum, þar til eitt fang lokaði í toppinn, þá var komin sáta, en ætti að búa til lön þá var hlaðinn fótur við miðju sátunnar, jafnarma, með sama lagi og sátan, upp með hlið sátunnar og lokað með einu mænisfangi á miðju. Krosslön (sjá mynd) fékk annan fót eins á miðri hlið á móti, svo lýsingarorðið fékk gegnsæja merkingu og auðskilda. Í skúrasamri óþurrkatíð var oft gripið til þess ráðs að raka í föng eða fanga hálfþurra flekki. Það gat blásið í föngin, ef þau voru þétt dregin saman og vel reist upp í miðju, hliðinni snúið í vindáttina, svo golan blési í gegn. Oft þurfti þá ekki annað en botna föngin með því að smeygja hendi undir annan enda þess og venda því langs aftur yfir sig, þannig að tognaði úr því á lengdina meðan það umsnerist í fallinu. Þetta var gert létt og liðlega svo fangið lá sem saxað og mátti þá aftur draga saman og sæta úr því eða fanga á ný, en stundum þurfti að dreifa og slá úr og þurrka betur. Bindingsdagar voru svo annar kapítuli og þeim fylgdi mikið umstang. Þá var vaknað snemma, hestarnir sóttir, bandbeisli lagt í flýti, við þá sem áttu að vera undir böggum, lagður á þá reiðingurinn og allt gert klárt fyrir kappsfullan dag. Þá var betra að allt væri í góðu lagi, reiðingar, beisli, reipi, tögl og hagldir. Því ekki borgaði sig að leggja niður eða setja á slitin og léleg reipi, sem slitnuðu þegar reyrt var að sátunni svo allt fór úr böndunum, tafði og ergði bindingsfólkið og kaupakonan varð að leggja niður annað reipi og setja á aftur sömu föngin, sem komin voru í kássu svo saxa þurfti upp á nýtt. Alltaf þurfti hún að passa að leggja ekki niður í hliðarhalla eða setja skakkt á reipin því skakkar sátur reyrðust illa og fóru illa á klakk og hesti, fóru jafnvel úr böndunum, ef ekki strax þá á leiðinni heim ef hestar tróðust fram með í


SAGAN lestinni eða baggar nudduðust utan í. Oft voru margir hestar í lest, bundnir hver aftan í annan, ýmist var þá taumurinn bundinn um miðjan klifberabogann eða þeir voru hnýttir í taglið á næsta hesti fyrir framan, voru þeir þá orðnir taglhnýtingar, sem var helst ekki gert nema þegar flutt var heytorf úr flagi til þurrkunar á vorin. (En þá voru torfurnar lagðar þvert yfir bert bak hestanna og enginn klifberi til að festa taum í). Konan lagði niður reipin og setti á. Aðalatriðið að það sé gert rétt, jafnt og vel. Þá er raðað fyrst þrem föngum þétt enda við enda á reipin frá högldum, passa að föngin standi jafnt út af reipum báðum megin, þar ofan á aftur 3 föng aðeins minni og síðan 2 föng efst svo sátan dragist að sér til endanna og þjappist betur saman þegar reyrt er að. Mikið atriði að setja sem jafnast á svo vel fari á hestunum þegar á klakk er komið. Karlmaðurinn batt sátuna stundum einn. Lagði reipin upp á, dró í hagldir og reyrði að, sté sátuna og hafði bæði tögl og hagldir, reyrði enn fastar, sveiflaði sátunni á hlið, gerði að og tók utan úr, allt með snöggum, liprum og fumlausum handtökum. En sumstaðar tíðkaðist að tvö byndu saman, sem var léttara hjá samhentu fólki. Þá dró konan reipin í hagldir, lagði þau upp á sátuna á móti karlinum sem tók við endum, dró sátuna saman, sté hana og reyrði fast, konan stóð áfram við enda sátunnar hagldamegin, hélt um reiptöglin og hjálpaði þannig til við að reyra að og sveifla sátunni til að gera að og taka utan úr. En karlmaðurinn lét upp á

reiðingshestana, þ.e. setti á klakk, og liðléttingurinn, sem fór með eða tók rökin, stóð undir fyrri sátunni meðan hinni var sveiflað á klakkinn á móti. Vel þurfti að jafna saman sátum á hvern hest svo ekki hallaðist á, á leiðinni heim, eða færi um hrygg, sem var hámark vandamála þess sem fór á milli með lestina. En oft var hægt að smeygja steini undir band á léttari bagganum til þess að ríða baggamuninn svo allt kæmist heilt heim. Þegar heim að heystæðinu kom, hvort sem það var hlaða, tóft eða heygarður, var tekið ofan af hestunum, annar gangur af reipum hengdur á klakkana og milliferðaknapinn sneri snöggt við í næstu ferð, en sá sem tók á móti fór að koma fyrir, leysa úr reipunum og gera þau upp aftur klár til næstu ferðar. Ef hlaðið var upp hey í tóft, varð að gera það af kunnáttu og vandvirkni, svo heyið verði sig, en lægi ekki í lautum og bollum undir torfinu, sem vatn safnaðist í. Væri svo um búið gat heyið botndrepið og stórskemmst í tóftinni þó vel væri verkað að sumrinu. Svo var heyið þakið og gert í kring og gengið frá fyrir veturinn. Þetta gerðu margir af slíkri snilld að orð fór af, en hjá öðrum verkaðist illa hey í tóftum, ef þeim var ekki lagið að koma vel fyrir. Hér að framan er aðeins stiklað á stóru og mörgu sleppt, sem æskilegt væri að bæta inn í. Verður það e.t.v. gert síðar. Og alltaf eru fjölbreytileg orðatiltæki og orð um sama verknað eða áhald, eftir landshlutum. Gaman væri að skoða það nánar.

Heybandslest

FREYJA 2-2 30


SAUÐFJÁRRÆKT

Rannsóknir á fósturdauða í sauðfé

Fósturdauði í sauðfé er fyrirbæri sem er fjarri því nýtt af nálinni en tækifæri til að skoða hann nánar skapaðist þegar tækni til fósturtalninga varð til. Slík þjónusta var almennt ekki í boði hérlendis fyrr en upp úr 2003 en síðan þá hefur skapast mikil reynsla í að greina snemmbúinn fósturdauða í bæði fullorðnum og veturgömlum ám (gemlingum) sem áður hefðu talist geldar eða einlembdar. Gunnar Björnsson í Sandfellshaga er meðal frumkvöðla í fósturvísatalningum hérlendis og vakti umfang fósturdauða á talningarsvæði hans vangaveltur hans um ástæður og var upphafið að þeim rannsóknum sem hér er fjallað um.

G unnar Björnsson, bóndi og fósturtalningamaður B ryndís Pétursdóttir, jarðstraumakönnuður Valdemar Gísli Valdemarsson, rafeindavirkjameistari dr. Rannveig Björnsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri M aría Svanþrúður Jónsdóttir, héraðsráðunautur Þættir sem hafa mögulega áhrif á fósturdauða Margt hefur verið skoðað tengt áhrifum fóðrunar og fóðrunaraðferða á frjósemi áa og lifun lamba (hvort talin fóstur fæðast lifandi). Meðal annars hefur verið horft til fóðrunar á bætiefnum og snefilefnum, þá ekki síst seleni sem þekkt er að er mikilvægt m.a. þegar kemur að frjósemi og lifun ungviðis. Einnig hafa ýmsir þættir tengdir meðferð fjárins verið rannsakaðir og margt fleira. Rafmagn og rafgæðamál hafa verið skoðuð talsvert í gegnum tíðina en markviss kortlagning áhrifa á heilsufar búfjár hefur ekki farið fram.

© María Svanþrúður Jónsdóttir

31 FREYJA 2-2

Sérstaklega hefur verið horft til jarðtenginga útihúsa sem víða hafa reynst í miklum ólestri og margir hafa lagt í kostnaðarsamar aðgerðir sem skilað hafa misjöfnum árangri sé horft til fósturdauða.

Jarðfræðileg streitusvæði og mögulegar mótvægisaðgerðir Sumarið 2009 hóf Bryndís Pétursdóttir að kanna áhrif er tengjast jarðfræðilegum streitusvæðum (geopathic stress), á heilsufar búfjár, en þau lýsa sér sem einskonar segulóreiða sem myndast ofan við stærri sprungur og vatnsæðar í jarðskorpunni (http://www.bryndis.is/). Áhrif slíkrar segulóreiðu á heilsufarstengda þætti hjá fólki hafa verið rannsökuð frá því snemma á 20 öld. Þar sem fólk býr við slíkar aðstæður virðist m.a. skapast meiri hætta á krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum4. Ýmislegt í þessum rannsóknum bendir til þess að neikvæð áhrif streitusvæðanna á menn og dýr séu svipuð áhrifum rafsegulsviðs í húsum. Rannsóknir á fósturdauða í sauðfé benda ennfremur til þess að rafmagn geti magnað upp neikvæð áhrif slíkra streitusvæða, sér í lagi þar sem jarðtengingar eru lélegar og rafmengun er frá biluðum raftækjum1.


SAUÐFJÁRRÆKT Einnig hafa áhrif sólgosa á jarðstreitusvæði verið rannsökuð og þekkt er að þau eru umtalsverð þegar stóru krónugosin eiga sér stað2. Jarðfræðileg streitusvæði mælir Bryndís með prjónum, eða svokölluðum dowsingmælingum en þau má einnig mæla með viðnámsmælingum, segulmælingum og fleiri aðferðum sem að sama skapi eru mun dýrari og umfangsmeiri. Kannanir Bryndísar leiddu til þróunar svokallaðs mótvægiskubbs í samstarfi við Garðar Héðinsson rafvirkja og vélvirkja. Kubburinn er sérhannaður fyrir slík jarðstreitusvæði og hefur þau áhrif að draga úr óróa og spennu á þessum svæðum í yfir 100 m radíus út frá þeim stað sem hann er settur á. Mælingar jarðfræðilegra streitusvæða á býlum þar sem umfangsmikils fósturdauða varð vart í sauðfé urðu kveikjan að samstarfi um rannsóknir á mögulegum tengslum þarna á milli.

Rannsóknir á fósturdauða 2010 Haustið 2009 hafði mótvægiskubbum verið komið fyrir á allnokkrum bæjum, m.a. þar sem fósturdauða hafði orðið vart árin á undan. Í byrjun árs 2010 komu í ljós merki þess að mótvægiskubburinn drægi úr fósturdauða og var í framhaldinu ákveðið að skoða sérstaklega níu bæi. Jarðstreitusvæði voru kortlögð og nákvæm úttekt gerð á jarðtengingum og rafmagnsgæðum auk þess sem helstu upplýsingar úr sauðfjárskýrslum á bæjunum voru teknar saman fimm ár aftur í tímann. Þessir níu bæir voru valdir þannig að ábúendur á 3 þeirra höfðu nýlega látið yfirfara jarðtengingar og rafmagn hjá sér og sett upp mótvægiskubb, 3 ábúendur höfðu einungis fengið kubbinn og 3 höfðu ekki aðhafst neitt. Rafmagnsmælingarnar framkvæmdi Valdemar Gísli Valdemarsson rafeindavirkjameistari og lögð var áhersla á að fá sem gleggsta mynd af rafgæðum á hverjum bæ. Mælt var rafsegulsvið, rafsvið og stöðurafsvið (Combinova FD1) og samhliða skoðuð rafgæði og hvort óeðlileg THD bjögun leyndist inni á rafkerfum, þ.e. hvort tíðnir í réttu margfeldi af 50 riðum séu inni í rafkerfinu (Fluke 46 Power Analyzer). Gæði jarðskauta voru einnig mæld

© Guðbergur Davíðsson

Bryndís Pétursdóttir, jarðstraumakönnuður

(Eurotester 61557 Metrel) svo og snertispenna og skrefspenna (10 MOhm AVO­mælir) og hátíðni í rafkerfum (Grahams Stetzer meter). Niðurstöður mælinga Valdemars sýndu að ekki var að finna rafmengun sem gæti talist alvarleg þar sem sáralítil geislun fannst á þeim níu bæjum sem tóku þátt í rannsókninni3. Í sumum tilfellum var veruleg þörf á að bæta jarðtengingar og í öllum tilvikum var það mögulegt án stórvægilegra fjárútláta. Þessi forathugun vorið 2010 gaf sterkar vísbendingar um að mótvægiskubburinn hefði jákvæð áhrif á lifun fósturvísa, jafnvel á bæjum þar sem jarðtengingum var verulega ábótavant. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sinni er að finna í skýrslu til Vaxtarsamnings Norðausturlands1.

Rannsóknir á fósturdauða 2011 Í framhaldi af rannsókninni 2010 var ákveðið að ráðast í umfangsmeira verkefni en skoða jafnframt aðeins fósturdauða í gemlingum sem virtust sérstaklega viðkvæmir fyrir fósturdauða. Til skoðunar voru teknir 30 bæir þar sem fósturvísatalningar árin á undan sýndu að fósturdauði var umtalsvert vandamál. Á 13 bæjanna hafði ekkert verið aðhafst (flokkur A), á 10 bæjanna höfðu jarðtengingar verið yfirfarnar og jarðskautum komið fyrir (flokkur B) og á 6 bæjum hafði

FREYJA 2-2 32


SAUÐFJÁRRÆKT á um 50% bæja í flokki A (engar aðgerðir), yfir 10% fósturdauði var á 40% bæja í flokki B (jarðskaut) en ekki á neinu þeirra 6 býla í flokki C (jarðskaut og mótvægiskubbur)sem tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður benda því til aukins jafnvægis og minni fósturdauða með auknum aðgerðum til úrbóta, annars vegar með fullnægjandi frágangi jarðskauta og hins vegar með innsetningu mótvægiskubbs auk jarðskauta. Við talningar sínar hefur Gunnar orðið þess var að fósturvísar í Gunnar Björnsson, bóndi og fósturtalningarmaður gemlingum eru frá 3 og upp í 6 jarðskautum og mótvægiskubbum verið vikur að eyðast þannig að leifa verði ekki vart komið fyrir (flokkur C). við talningar. Hátt hlutfall geldra gemlinga á hluta bæjanna í rannsókninni gæti þannig Niðurstöður rannsóknarinnar sýna umfangsmikinn fósturdauða í gemlingum á einstaka skýrst af dauða fósturvísa nokkru áður en bæjum, bæði þar sem fósturdauða hafði áður talningar fóru fram þar. Þó ber að geta þess að orðið vart en einnig á bæjum þar sem eðlilegt má teljast að ákveðinn hluti gemlinga vandamálsins hafði ekki áður orðið vart frá sé ekki með lambi. Fósturvísar geta einnig því fósturvísatalningar hófust þar. Fóstur- misfarist eftir að talningar fara fram á dauðinn reyndist ekki svæðisbundinn og voru bæjunum og lifandi fædd lömb sem hlutfall af þessir bæir dreifðir um svæðið frá heildarfjölda talinna fósturvísa getur gefið ákveðnar vísbendingar þar um. Á bilinu 93Húnavatnssýslu austur á Fljótsdalshérað. 100% talinna fósturvísa skiluðu sér sem lifandi fædd lömb á bæjunum í flokki C en einungis Fjöldi dauðra fósturvísa sem greindust við talningar var afar mismunandi á bæjunum en 47% á einum af bæjunum 13 í flokki A og yfir 10% talinna fósturvísa reyndust misfarast mældist mikil segulóreiða á þeim bæ (70%).

© Sigrún Franzdóttir

Hlutfall dauðra fósturvísa af töldum fóstrum. Myndin sýnir fjölda dauðra fósturvísa sem hlutfall (%) af heildarfjölda talinna fóstra í gemlingum á þeim bæjum sem tóku þátt í rannsókninni. Hver súla sýnir hlutfallið á einstökum bæjum í rannsókninni.

33 FREYJA 2-2


SAUÐFJÁRRÆKT Í flokki B skiluðu einungis um 80% talinna fósturvísa sér sem lifandi fædd lömb á tveimur bæjanna en segulóreiða mældist ekki á þessum bæjum. Munur á milli flokkanna var ekki marktækur (p=0.079-0.396) en niðurstöður gefa ákveðnar vísbendingar um jákvæð áhrif jarðbindinga og innsetningar mótvægiskubbs á lifun fósturvísa í sauðfé. Umfangsmiklar mælingar á rafmagni og rafmengun voru gerðar á bæjunum auk mælinga Bryndísar. Á aðeins einum bæ í úrtakinu mældust verulega há gildi rafsegulsviðs og rafsviðs en það var viðmiðunarbú með litlum vanhöldum. Þar með er ekki hægt að álykta að rafmengun frá manngerðu rafmagni sé orsakavaldur í vanhöldum fósturvísa, nema þá að sauðfé sé ofurnæmt fyrir slíku. Hins vegar er ljóst að áhrif bættra jarðtenginga eru ótvíræð en með góðum jarðskautum er viðnám minnkað og rafstraum beint rakleiðis í jarðveg en ekki um járnabindingar og vatnsrör útihúsa. Hin hliðin á áhrifum jarðtenginga tengist jónajafnvægi lofts en jónahvolfið er mjög rafhlaðið og togar til sín rafeindir frá jörðu, einnig byggingum. Hús verða þá jákvætt hlaðin og draga þá til sín neikvætt hlaðnar loftagnir. Andrúmsloftið í húsunum verður því sneytt neikvæðum jónum sem m.a. hefur reynst trufla framleiðslu á serótóníni í heila manna en einstaklingsbundið er hve umfangsmikil áhrif þessa eru á menn. Áhrif á dýr hafa enn ekki verið rannsökuð.

þær lagfæringar og aðgerðir sem ráðist hefur verið í til úrbóta á nokkrum tugum bæja á þessu svæði skila áfram jákvæðum niðurstöðum varðandi fósturdauða í gemlingum. Þegar á heildina er litið virðast þessar aðgerðir hafa skilað sér í um 60% minni fósturdauða í gemlingum á svæðinu samanborið við árin 2005-2006 og um 95% minni fósturdauða á rannsóknarbæjunum þar sem aðgerðir til úrbóta höfðu farið fram. Greinarhöfundar hvetja bændur þar sem fósturdauða verður vart til þess að athuga með jarðskaut útihúsa sinna svo og jarðfræðileg streitusvæði, því mótvægisaðgerðir hafa skilað verulegum árangri. Ljóst er þó að þessar aðgerðir hafa ekki í öllum tilvikum reynst fullnægjandi og því augljóslega aðrir áhrifavaldar um fósturdauða. Það er því krefjandi verkefni framtíðarinnar að finna þessa áhrifavalda og mikilvægt að þar taki höndum saman sérfræðingar svo og framleiðendur og fjármögnunaraðilar. Greinarhöfundar vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til forráðamanna Vaxtarsamnings Norðausturlands því án stuðnings þeirra í upphafi hefði þetta verkefni ekki komist jafn langt og raun ber vitni. Einnig viljum við þakka Fagráði í sauðfjárrækt stuðning þess og ekki síst öllum þeim bændum sem tekið hafa þátt í rannsókninni.

Fósturdauði í ársbyrjun 2012 Nýafstaðnar fósturvísatalningar leiddu í ljós að fósturdauði í gemlingum er með allra minnsta móti á Norður- og Austurlandi þó svo að umfang vandamálsins sé enn umtalsvert. Athygli vekur að fósturdauði er nú mikill á nokkrum bæjum þar sem hans hefur ekki orðið vart áður. Enn fremur er ljóst að Heimildir: 1Bryndís

Pétursdóttir, Gunnar Björnsson, María Svanþrúður Jónsdóttir, Rannveig Björnsdóttir (2011). “Frjósemi búfjár – falinn áhrifavaldur?”. Skýrsla til Vaxtarsamnings Norðausturlands 2011. 2Phillips T (2010). „NASA science news” (http://science.nasa.gov/sciencenews/science-at-nasa/2010/16jul_ilws/). 3Valdemar Gísli Valdemarsson (2011). „Frjósemi búfjár – falinn áhrifavaldur? Mælingar á rafmengun”. Skýrsla til Vaxtarsamnings Norðausturlands 2011. 4Valdemar Gísli Valdemarsson (2003). „Rafsegulsvið ? Hætta eða hugarvíl?“ 133 bls. (kaflar 6:1, 9:2, 9:7 og 9:8).

FREYJA 2-2 34



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.