Börn og skólahópar í safn- og fræðsluheimsóknum Börn eru tíðir gestir í menningarstofnunum Kópavogsbæjar og við veitum börnum ætíð sömu athygli og þjónustu og öðrum gestum. Gott er að hafa eftirfarandi þætti í huga þegar við tökum á móti börnum, hvort sem það er á eigin vegum eða á vegum skólanna.
1.
Við bjóðum börn velkomin. a. Við kynnum okkur með nafni og ávörpum börn vingjarnlega og af virðingu. b. Við ræðum við börn í augnhæð, eftir kostum.
2.
Við mætum öllum börnum þar sem þau eru stödd og sníðum heimsóknir og fræðslu að þeirra þroska- og hæfnistigi. a. Við reynum markvisst að fanga athygli og áhuga barna. b. Við spyrjum opinna spurninga og hvetjum til samtals og eigin lausnaleitar. c. Við sýnum sveigjanleika, lesum í aðstæður og leyfum safn- og fræðsluheimsóknum að þróast eftir áhugasviði nemenda eftir því sem við á hverju sinni. d. Við leitumst við að skapa skemmtilega og spennandi upplifun sem bæði vekur áhuga á viðfangsefninu og hvetur börn til frekari heimsókna á stofnanirnar.
6
3.
Við leitumst við að koma á góðu samtali og samstarfi við kennara og skóla og byggjum þannig brú yfir í skólastarfið.
4.
Við kveðjum kurteislega, þökkum fyrir komuna og fylgjum hópum til dyra, eftir kostum.