1 minute read

Gestir með sérþarfir

Next Article
Móttaka

Móttaka

Gestir með sérþarfir geta þurft sértæka þjónustu og leitast skal við að mæta einstaklingsbundnum þörfum þeirra. Gæta þarf að því að taka ekki fram fyrir hendurnar á þeim og því þarf að hafa eftirfarandi þætti í huga.

1. Við ávörpum gestinn þótt hann sé í fylgd með vini eða forsjáraðila/umönnunaraðila.

Advertisement

2. Við reynum eftir fremsta megni að ræða við gesti í augnhæð.

3. Við ýtum ekki gesti í hjólastól nema beðið sé sérstaklega um það og hengjum ekki hluti á hjólastól gests.

4. Við tökum ekki í hönd gests að fyrra bragði.

a. Ef gestur með skerta hreyfigetu eða sjón biður um aðstoð bjóðum við fram handlegg eða öxl til aðstoðar.

5. Aðstoðardýr eru leyfð í opinberum rýmum samkvæmt lögum.

a. Við klöppum ekki aðstoðardýrum né gefum þeim að borða.

This article is from: