Tilgangur og markmið þjónustuhandbókar eru margþætt:
1. Menningarstofnanirnar eru í nánu samstarfi, tilheyra sömu stjórn og hafa sameiginlegan tilgang. Því er mikilvægt að samþætta alla helstu þjónustuþætti á milli húsanna til að skapa jákvæða upplifun.
2. Tilgangur handbókarinnar er að vera leiðarvísir fyrir allt starfsfólk menningarstofnana Kópavogsbæjar. Með því að tileinka sér innihald handbókarinnar skal starfsfólk gera sér grein fyrir hlutverki sínu gagnvart gestum stofnana, henni er ætlað að auðvelda þeim störf sín og samskipti við annað starfsfólk bæði innan og á milli stofnana.
3. Þjónustuhandbókin eykur skilvirkni í þjónustuþáttum og bendir á þá staði þar sem misbrestir geta orðið í þjónustunni.