Gestir með sérþarfir
Erfiðir gestir
Gestir með sérþarfir geta þurft sértæka þjónustu og leitast skal við að mæta einstaklingsbundnum þörfum þeirra. Gæta þarf að því að taka ekki fram fyrir hendurnar á þeim og því þarf að hafa eftirfarandi þætti í huga.
1.
Við ávörpum gestinn þótt hann sé í fylgd með vini eða forsjáraðila/umönnunaraðila.
2.
Við reynum eftir fremsta megni að ræða við gesti í augnhæð.
3.
Við ýtum ekki gesti í hjólastól nema beðið sé sérstaklega um það og hengjum ekki hluti á hjólastól gests.
4.
Við tökum ekki í hönd gests að fyrra bragði. a. Ef gestur með skerta hreyfigetu eða sjón biður um aðstoð bjóðum við fram handlegg eða öxl til aðstoðar.
5.
Aðstoðardýr eru leyfð í opinberum rýmum samkvæmt lögum. a. Við klöppum ekki aðstoðardýrum né gefum þeim að borða.
Gestir geta stundum verið ósáttir og því verið æstir eða ókurteisir, fyrir því geta verið fjölmargar ástæður. Þá geta einnig komið gestir sem eru í annarlegu ástandi. Mikilvægt er að sýna yfirvegun og vera lausnamiðuð þegar slíkar aðstæður koma upp. Gott er að hafa eftirfarandi þætti í huga til að auka færni, sjálfsaga og öryggi í samskiptum.
1.
Við hlustum á gesti og þarfir þeirra.
2.
Við látum ekki reiði eða ókurteisi gesta hafa áhrif á okkur í starfi. a. Við tökum reiði ekki persónulega. b. Við erum kurteis og höldum ró okkar.
3.
Við reynum að setja okkur í spor gests og sýna skilning og virðingu.
4.
Við komum til móts við gesti eins vel og hægt er.
5.
Við breytum vandamálum í tækifæri.
6.
Við munum að þetta er samvinna svo við hikum ekki við að fá samstarfsmann eða yfirmann til að taka við ef við treystum okkur ekki til að halda áfram eða brjóta upp ferlið. a. Oft er gestur rólegri þegar næsti starfsmaður tekur við.
5