SAMSKIPTI Við eigum í góðum samskiptum við gesti okkar og hvert annað. Við sýnum skilning og erum sveigjanleg. Við erum snyrtileg til fara, við vinnum og stöndum saman og erum stundvís.
ATHYGLI Við veitum gestum og samstarfsfólki okkar athygli, brosum og myndum augnsamband við fólk.
MIÐLUN Við erum menningarstofnanir og það er okkar hlutverk að miðla menningu, upplýsingum og fræðslu í húsum okkar sem og á miðlum okkar.
AUÐFÚS Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin og allir eru velkomnir, alltaf.
NÁKVÆMNI Við vöndum okkur í verki, erum nákvæm, nærgætin og erum á staðnum í núinu.
SAMAN er minnisorð fyrir starfsfólk í menningarstofnunum Kópavogsbæjar þegar kemur að þjónustu við innri og ytri gesti. Innri gestir eru starfsfólk og samstarfsaðilar. Ytri gestir eru þeir aðilar sem nýta sér þjónustu stofnananna. SAMAN vísar í nálægð þessara menningarstofnana, samstöðu þeirra í markmiðum sínum að bjóða upp á gott menningarstarf í Kópavogi og í hið blómlega samstarf húsanna. Við vinnum vel saman og erum í góðum samskiptum, hvort sem það á við innan stofnunar, milli stofnana eða við gesti okkar. Starf allra stofnananna hvetur til samveru og samverustunda, t.d. með blómlegu viðburðahaldi og við viljum standa saman að því að veita góða þjónustu.
3