Þjónustuhandbók

Page 2

Efnisyfirlit Hver erum við?

2

Af hverju þjónustuhandbók?

2

SAMAN 3 Móttaka

4

Gestir með sérþarfir

5

Erfiðir gestir

5

Börn og skólahópar í safn- og fræðsluheimsóknum

6

Miðlar 7 Sími 7 Tölvupóstur 7

Hver erum við? Bókasafn Kópavogs (aðalsafn og Lindasafn), Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn eru hjarta menningarstarfs Kópavogsbæjar. Stofnanirnar heyra undir lista- og menningarráð Kópavogsbæjar sem ber ábyrgð á að móta menningarstefnu bæjarins. Öflugt og fjölbreytt starf í menningu og listum styrkir bæjarbrag, eykur víðsýni, örvar samfélagið í heild og þar með efnahagslega framþróun þess. Síðast en ekki síst ýtir það undir jákvæða ímynd bæjarins og laðar að nýja íbúa og um leið innlenda jafnt sem erlenda gesti. Byggingarnar við Hamraborgina voru byggðar með þann tilgang í huga að nálægð þeirra myndaði vissa sérstöðu og einstakt tækifæri til náins samstarfs milli ólíkra listgreina og fræða. Með þessu móti er hægt að flétta saman menningar- og listviðburði og/eða fræðslu fyrir alla aldurshópa.

Af hverju þjónustuhandbók? Tilgangur og markmið þjónustuhandbókar eru margþætt: 1.

Menningarstofnanirnar eru í nánu samstarfi, tilheyra sömu stjórn og hafa sameiginlegan tilgang. Því er mikilvægt að samþætta alla helstu þjónustuþætti á milli húsanna til að skapa jákvæða upplifun.

2.

Tilgangur handbókarinnar er að vera leiðarvísir fyrir allt starfsfólk menningarstofnana Kópavogsbæjar. Með því að tileinka sér innihald handbókarinnar skal starfsfólk gera sér grein fyrir hlutverki sínu gagnvart gestum stofnana, henni er ætlað að auðvelda þeim störf sín og samskipti við annað starfsfólk bæði innan og á milli stofnana.

3.

Þjónustuhandbókin eykur skilvirkni í þjónustuþáttum og bendir á þá staði þar sem misbrestir geta orðið í þjónustunni.

2


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Þjónustuhandbók by MEKÓ | Menning í Kópavogi - Issuu