
2 minute read
Hvíta tjaldið
Við fengum Ásu í létt spjall um þjóðhátíð, undirbúning og það sem skiptir mestu máli í hvíta tjaldinu.
Ása Ingibergsdóttir
Advertisement
Vi Erum Heppin A Vera Umkringd Skemmtilegu Og Hressu F Lki Sem Kann A Hafa Gaman
Fjölskylda: Ég er gift Simma og við eigum Kristínu Rós, Sigurlaugu og Ingiberg og Bjartey ömmustelpuna okkar.
Hver er þín fyrsta minning frá þjóðhátíð? Í minningunni var aðallega fjörið í kringum sjoppurnar og kaupa skran og nammi. Hver er hápunktur hátíðarinnar að þínu mati og af hverju? Brekkusöngurinn, þjóðsöngurinn og blysin eru alltaf gæsahúðarmóment.

Hvernig hefðir hafa skapast í kringum þig og þitt fólk þessa helgina? Reynum að hafa lundaveislu vikuna fyrir þjóðhátíð þegar allir eru komnir í fjölskyldunni af fastalandinu. Mikilvægt að hafa kjötsúpu á föstudeginum og að sjálfsögðu hátíðarkaffi með brauðtertum og öðru góðgæti.
Hvað er mikilvægast í undirbúningnum? Eitthvað sem er alveg ómissandi? Áttu girnilega uppskrift sem þú ert til í að deila með okkur? Það hentar mér best að vera búin að baka og smyrja tímalega og setja í box fyrir hvern dag svo helgin sé sem þægilegust. Kanilsnúðauppskriftin hennar ömmu Kiddý er algerlega ómissandi, sírópskökur sem amma Ása bakar og gefur okkur í tjaldið, og Draumarúllan frá mömmu. Læt fylgja með uppskriftina af snúðunum hennar ömmu.
Snúðar amma Kiddý
150 gr smjörlíki
150 gr sykur
2 egg
500 gr hveiti
3 tsk ger
1 dl mjólk
Bakað við 200° í 7 mín
Glassúr í stíl við skreytingar ár hvert – mikilvægt að setja smá appelsínusafa í glassúrinn.
Er fjölskyldan þín alltaf með hvítt tjald? Hverjir eru saman í því tjaldi? Tjaldi þið við sömu götu eða flakkið þið á milli? Við fjölskyldan eigum tjald með mömmu og pabba, við tjöldum bara þar sem við fáum stæði ekkert heilagt í því en viljum frekar vera á efri hlutanum. Höfum oft verið með vinum okkar eða gestum sem við höfum fengið til okkar. Alltaf skemmtilegast að vera fleiri en færri í tjaldinu.
Litli eða stóri pallurinn? Bæði betra, félagsskapurinn mikilvægastur hverju sinni.
Hvort er fallegra Vitinn eða Myllan? Myllan
Fyrir hvað stendur hátíðin í þínum huga? Samveru með fjölskyldu og vinum. Við erum heppin að vera umkringd skemmtilegu og hressu fólki sem kann að hafa gaman.
Hvaða þjóðhátíð stendur upp úr hjá þér og af hverju? Hver þjóðhátíð hefur sinn sjarma, engin sérstök sem stendur upp úr. Eftirminnilegt var samt að dröslast aftur til eyja 2014 með slitna hásin í spelku eftir að hafa ákveðið að sleppa þjóðhátíð það árið þar sem ég var fótafúin. Húsið okkar í útleigu og við fengum gistingu hjá ömmu og afa á Illugagötunni með örþunnar dýnur þar sem ég var búin að fá allar dýnurnar þeirra lánaðar til að hafa heima hjá mér. leið 1/ Bærinn
Eitthvað skemmtilegt eða eftirminnilegt atvik sem þú vilt deila með okkur?
Árið 2019 ákváðum við Minna ásamt Sædísi og Gumma að við ætluðum aldeilis að græja geggjaðar brauðtertur í tjaldið það árið. Mikill undirbúningur búinn að eiga sér stað, fá hugmyndir af uppskriftum hér og þar, ganga í brauðtertufélagið á facebook og allt klárt. Ég fór og keypti 2 brauðtertubrauð og geymdi þau í frystinum hjá Minnu af því að við ætluðum að græja brauðterturnar á Blátindi. Þegar ég svo heyrði í Minnu með lokaskipulagið og fyrirhuguð innkaup hafði hvatvísin tekið völdin hjá sumum og 2 brauðtertur klárar á Blátindi. Ég slapp því vel það árið og fékk 2 hálfar brauðtertur í mitt tjald. Geggjað flottar og bragðgóðar þrátt fyrir að það vantaði í þær apríkósurnar eins og mamma gerir sem var talsverður skellur. Lagði það svo til að þetta væri tilefni í geggjaða hefð og brauðtertur frá þeim væru ávalt velkomnar í tjaldið hjá okkur.
Eitthvað að lokum?
Góða skemmtun á þjóðhátíð!
Dalurinn / Miðbær / Dalurinn
Gengur milli kl. 12 og 18 leið 2/ Hamarinn
Dalurinn / Miðbær / Kirkjuvegur / Foldahraun / Áshamar / Dalurinn
Gengur milli kl. 20 og 06 leið 3/ Helgafell
Dalurinn / Miðbær / Helgafellsbraut / Illugagata / Dalurinn
Gengur milli kl. 20 og 06