
1 minute read
MEIRA STUÐ EN MARGIR EIGA KANNSKI VON Á
Söngvaskáldið Una Torfa semur og spilar ljúfsár lög á íslensku um ástina og lífið.Textar hennar eru fjölbreyttir og snerta allan tilfinningaskalan. Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og hverfular hugmyndir og festir þær í textum. Una Torfa hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína “Flækt og týnd og einmana” og er einnig tilnefnd sem nýliði ársins á Íslensku Tónlistarverðlaunum 2023.
Una er ekki alveg ókunn Eyjunum en hún hélt hér tónleika á Hljómey hér í Eyjum í lok apríl við góðan orðstír. Þetta verður hins vegar í fyrsta skiptið sem að hún mætir á Þjóðhátíð og er tilhlökkunin svo sannarlega farin að segja til sín. „Heldur betur! Ég mæti með hljómsveit og stútfullt prógram af stuði og stemningu, ég hef aldrei komið á þjóðhátíð en vá hvað ég hlakka til!“ Sagði Una í samtali við Tígul og segist vera með ýmislegt óvænt í pokahorninu. „Ég ætla að koma fólki á óvart, það verður meira stuð en margir eiga kannski von á, fullt af nýjum lögum með geggjuðum útsetningum og svo auðvitað líka lög sem fólk hefur kannski heyrt. Þetta verður algjör veisla!“
Advertisement
Aðspurð um uppáhalds Þjóðhátíðarlag sagði hún Pál Óskar alltaf hressandi. „Held ég verði að segja La dolce vita, það kemur manni alltaf í gírinn.“

Annars er nóg framundan hjá Unu í tónlistinni. „Meiri músík, fleiri tónleikar, ný plata í vetur og gleði,“ sagði Una að lokum og bætti við full tilhlökkunar til komandi helgi. „Bara takk fyrir að
Eigðu stund með Ása í Bæ
„Hér gleðjast allir, takast hönd í hönd með hýrri brá því það er gamall siður að láta dægurþrasið lönd og strönd, við leggjumst bara í grasið mjúka niður og njótum þess að vaka og vera til, í vina hópi, gista klettasalinn, á meðan sólin gyllir þessi þil og þjóðhátíðarstemning fyllir Dalinn.“
Herjólfsdalur 77 - Lag og ljóð: Ási í Bæ