1 minute read

Hvíta tjaldið

Next Article
PARTÝ

PARTÝ

Við fengum Söru í létt spjall um þjóðhátíð, undirbúning og það sem skiptir mestu máli í hvíta tjaldinu.

Sara Sjöfn

Advertisement

Grettisdóttir

Uppáhalds þjóðhátíðarlag?

Í undirbúningum hlusta ég alltaf á gömlu þjóðhátíðrlögin, það er einhver nostalgía og stemmning í þeim sem fær mann til að hlakka til. Að velja eitthvað eitt er bara ekki hægt að mínu mati, mörg mjög góð.

Manstu eftir skemmtilegra sögu eða uppákomu á þjóðhátíð?

Þær eru nú flestar mjög skemtilegar. Ein sem kemur upp, það var á þjóðhátíð 2016, ég var ólett af mínu öðru barni og var því farin snemma heim. Eftir miðnætti kom nánast allur vinahópurinn okkar saman í einu hvítu tjaldi og allir að syngja og tralla í mega stuði og af því sem ég heyrði eitt skemmtilegasta partý sem fólk hafði mætt í í dalnum. Í miðju partýi fer einn ákveðinn vinur okkar heim til að sækja trúlofunarhring sem hann hafði setið á í talsverðan tíma, kom svo aftur niður í dal og bað sinnar heittelskuðu í miðri gleðinni og það má segja að partýið hafi ekkert orðið leiðilegra hjá þeim við þetta. Ég var hinsvegar heima sofandi í draumaheimi og missti því af þessu og sá þetta svo bara á snapchat yfir kaffibollanum morgunin eftir.

Stóri eða litli pallurinn?

Það fer erftir því hver er að spila.

Hvað er hápunktur þjóðhátíðarinnar?

Hápunkturinn á hverri hátíð er yfirleitt bara með fjölskyldu og vinum í hvítu tjöldunum. En brennan, brekkusöngurinn og blysin standa samt líka alltaf upp úr.

Hvað er möst í hvíta tjaldið? Nóg af sætum fyrir alla og nóg af bakkelsi.

Átti girnilega uppskrift sem þú ert til í að deilda með okkur sem er ómissandi á ÞH? Ég mæli með að þið heyrið bara í mömmu minni Hrönn Harðar, hún bakar besta bakkelsið ég er svona reyna ná í hælana á henni hvað það varðar.

Hvert er fallegast? Vitinn/Myllan eða Hofið? Myllan

Uppskrift að góðri þjóðhátíð? Fullorðnir og börn komnir saman að skemmta sér fallega. Gott veður hefur líka aldrei skemmt neitt.

Myndir frá Adda í London

Addi hefur verið duglegur með myndavélina á þjóðhátíðum síðastliðna áratugi og hann orðið gríðarlegt magn af myndum. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar úr ljósmyndasafninu hans frá síðustu þjóðhátíðum.

This article is from: