
5 minute read
Hvíta tjaldið
Við fengum Svövu í létt spjall um þjóðhátíð, undirbúning og það sem skiptir mestu máli í hvíta tjaldinu.
Guðný Svava
Advertisement
Gísladóttir
G A Skemmtun Elskurnar M Nar Allar

Fjölskylda: Guðný Svava Gísladóttir, gift Sigga mínum í F.E.S. Börnin mín heita: Gísli Birgir Sigurðarson, Kristín Sjöfn Sigurðardóttir, Sigrún Ella Sigurðardóttir, Dagbjört Lena Sigurðardóttir, og Trausti Mar Sigurðarson. Við Siggi eigum síðan 8 barnabörn og 3 tengdabörn.
Hver er þín fyrsta minning frá þjóðhátíð?
Fyrsta minning mín er síðan 1967. Stymmi bróðir í kerru og við Sigrún systir fengum svo flotta hatta og veski til að vera fínar á hátíðinni.
Hver er hápunktur hátíðarinnar að þínu mati og af hverju?
Setningin engin spurning, loksins allt tilbúið allir svo glaðir og kátir.
Hvernig hefðir hafa skapast í kringum þig og þitt fólk þessa helgina?
Í gegnum tíðina hafa ansi margir komið við í Stakkholtinu þessa helgi. En undanfarin ár hefur nú aðeins róast en við fáum alltaf okkar besta fólk þessa helgi, við sem að eigum tjaldið hjálpumst öll að í öllu alltaf. Það er alltaf vandað til verksins í tjaldið, ekkert dass í því sko, svo er alltaf elduð kjötsúpa hérna á sunnudeginum og þá borðum við öll saman og algjört stuð og partý áður en við förum saman í dalinn.
Uppáhalds þjóðhátíðarlag?
Elska Sextett Óla Gauks plötuna mikið, en mesti þjóðhátíðar fiðringurinn kemur með laginu Stund með þér með Dans á Rósum.
Hvað er mikilvægast í undirbúningnum? Eitthvað sem er alveg ómissandi?
Já smá fastheldin á sumt en óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Ég baka alltaf brúna lagköku, sírópsbrauð til að eiga heima fyrir okkur því það ekkert betra en að fá sér köku og mjólk áður en við förum að sofa, og svo smá hlátursköst með Sigrúnu Maríu vinkonu minni (því við erum nefnilega svo ofboðslega fyndnar). Já og heita súkkulaðið um miðnætti er ómissandi.
Er fjölskyldan þín alltaf með hvítt tjald? Hverjir eru saman í því tjaldi?
Tjaldi þið við sömu götu eða flakkið þið á milli? Við erum nokkuð mörg sem að eigum tjaldið saman. Við tjöldum alltaf og erum alltaf svo ánægð þegar að við fáum okkar 15 ára pláss, bara betra fyrir fastagestina að vera á sama stað ár eftir ár.
Litli eða stóri pallurinn?
Litli pallurinn svona yfirleitt en kíki samt alltaf á stóra líka.
Hvort er fallegra Vitinn eða Myllan? Þori ekki að segja það svona opinberlega, sorrý.
Fyrir hvað stendur hátíðin í þínum huga?
Að fá öll börnin okkar saman, barnabörnin, fjölskylduna, og yndislega vini. Það er ekki hægt að lýsa því, það er bara eitthvað svo gott fyrir hjartað.
Hvaða þjóðhátíð stendur upp úr hjá þér og af hverju? Get bara ekki svarað því hvaða hátíð stendur upp úr. Þegar að maður var ungur var nú alltaf gaman. Líka þegar að maður er orðin miðaldra. Ætla að verða svona eins og nafna mín hún Amma Svava í Stakkholti, fór 91 árs á þjóðhátíð.
Eitthvað skemmtilegt eða eftirminnilegt atvik sem þú vilt deila með okkur?
Guð minn góður það er svo margt sem að hefur gerst sem að er fyndið og skemmtilegt í gegnum árin en bara best að halda því hérna heima.
Eitthvað að lokum?
Segi bara við alla góða skemmtun elskurnar mínar allar, njótið þessarar einstöku helgar sem að við Eyjamenn eigum. P.S já og að veðurguðirnir (allir nema veðurguðinn Siggi Braga) haldi áfram í svona góðu skapi. Gleðilega Þjóðhátíð!

Egar Sund Hj Rtu Sl Takt
Emmsj Gauti H Fundur J H T Arlagsins R Spjalli
ég algerlega klár í slaginn í þetta skiptið,“ sagði Gauti sem virðist hreinlega vera að springa úr spenningi fyrir helginni.
„Það er kominn asnalega mikill spenningur fyrir hátíðinni. Ég er löngu farinn að telja niður að fá að flytja lagið fyrir fólk. Það er mjög skrítið að eiga svona slagara og geta ekki spilað hann fyrir neinn. Mér hefur meira að segja verið boðinn góður peningur á giggum undanfarið fyrir að spila það en hef ekki enn látið undan. En það er greinilegt að fólk kann lagið og hefur bara sungið það fyrir mig í staðinn.
Ég eiginlega get ekki beðið fá loks að flytja lagið í Dalnum. Ég verð með sex manna crew með mér og svo náttúrulega kórarnir tveir. Þetta verður alveg móment.“ Þar á Gauti við Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja en hann gerði sér ferð til Eyja og tók kórana upp til að hafa með í laginu.

Flytjandi Þjóðhátíðarlagsins er enginn annar en Emmsjé Gauti sem hefur um margra ára skeið verið einn allra vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Lagið, sem ber nafnið, Þúsund hjörtu, samdi hann sjálfur ásamt Þormóði Eiríkssyni. Með smá aðstoð frá Jóni Jónssyni. „Þegar við vorum búnir að semja lagið fengum við Jón Jónsson í heimsókn og hann bætti aðeins í Þjóðhátíðarfílið í því. :Þannig að hann er eiginlega meðhöfundur af laginu.“ sagði Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, í samtali við Tígul í vikunni.
Gauti sagði ferlið hafa verið krefjandi en gengið ágætlega. „Þetta gekk vel, en var samt mjög erfitt í fæðingu. Við vorum ákveðnir strax í upphafi að gera þetta algjörlega á okkar hátt og alls ekki að fara í klisjurnar og reyna hafa þetta svalasta þjóðhátíðarlagið. Ég ætlaði ekki að segja neitt um Vestmannaeyjar og það átti enginn gítar að vera í þessu lagi! En það var bara ekki hægt að flýja klisjurnar þegar á reyndi. Svo það er að sjálfsögðu gítar í laginu og ég öskra Heimaey, þannig að ef það virkar, af hverju að breyta því? Við reyndum samt að láta lagið endurspegla okkar upplifun af hátíðinni. Ég held að það hafi bara tekist mjög vel,“ sagði hann um tilurð lagsins.
Gauti sagðist strax hafa stokkið á tækifærið þegar það bauðst að semja Þjóðhátíðarlagið í ár.
„Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisar um þegar kallið kom. Fyrir einhverjum árum var eitthvað spjall um að ég myndi semja lag og var þá hikandi en eftir að hafa upplifað að spila á hátíðinni undanfarin ár var
Aðspurður segist Gauti hafa spilað fimm sinnum áður á hátíðinni, fyrst árið 2014. „Þetta er allta jafn gaman. Ég upplifið hátíðina hins vegar aldrei sem gestur. Ég verð að viðurkenna að ég var einn af þessum týpísku sem var með þjóðhátíðarfordóma þegar ég var yngri, síðan mætti ég að skemmta og það var töluvert meiri fjölskyldustemning á hátíðinni en ég hélt áður en ég kom og skemmti þar,“ sagði Gauti, sem ætlar einmitt að hafa konuna og börnin með í ár en bætti svo við. „Ég hef hins vegar komið á Goslokahátíð sem var algjör snilld.“
Þegar hann er inntur eftir uppáhalds Þjóðhátíðarlaginu segir hann nokkur koma til greina. „En ætli ég verði ekki að segja Ég veit þú kemur og kannski Lífið er yndislegt. Þau lög finnst mér einhvern veginn fanga þetta. Ég vona bara að okkar lag nái að komast á einhverja þjóðhátíðar playlista með þeim. Þá er ég sáttur.“
Það verður nóg að gera hjá Gauta á hatíðinni í ár en hann kemur þrisvar fram á föstudeginum. „Fyrst á barnaskemmtuninni yfir daginn, þar má ég ekki spila lagið. En svo loks frumflyt ég það ásamt kórunum og svo er ég með miðnæturtónleika eftir brennu. Það verður æði. Hlakka mikið til.“
„Á laugardaginn er svo gigg fyrir norðan, en þetta er nú kannski ekki alveg blaðið til að plögga það,“ sagði Gauti og hló. „Framundan er svo bara undirbúningur jólatónleikanna minna, sem ég er byrjaður að plana á fullu. Þetta er alltaf toppurinn á árinu hjá mér. Þannig að þegar fólk er búið að ná sér niður eftir Versló er bara að kíkja á það.“