1 minute read

PARTÝ

Hver er fyrsta minning þín á þjóðhátíð?

Mínar fyrstu minningar eru úr Hjólhýsinu við Golfgötu á föstudeginum, þar sem öll fjölskyldan er saman komin. Allar mínar æskuminningar frá hátíðinni tengjast hjólhýsinu sem okkur fjölskyldunni þykir afar vænt um og er það kannksi ástæðan fyrir því að því er ennþá skröllt niður í dal ár hvert.

Advertisement

Tjaldið þið við sömu götu eða flakkið þið á milli? Eftir að ég fór sjálf að vera með hvítt tjald höfum við verið alltaf við sömu götu og stefnum á að vera þar áfram.

Hvaða hefðir hafa skapast hjá þinni fjölskyldu á þjóðhátíð?

Þær eru alveg talsvert margar, undirbúningurinn er alltaf frekar svipaður en ætli hefðirnar liggji ekki í bakkelsinu og matnum, það er sumt sem maður verður bara að hafa í tjaldinu sem var alltaf í boði þegar maður var yngri. Við erum svo alltaf með svipaða dagskrá, setningin og kaffið á föstudeginum er frekar heilagt. Það eru alltaf pulsur á miðnætti á föstudeginum og hefur verið síðan ég var barn og svo mætti lengi telja.

This article is from: