Þjóðleikhúsið - Leikárið 2013-2014

Page 14

feb

STÓRA SVIÐIÐ

Óborganlega fyndinn nýr söngleikur! Dásamleg, fáránleg della, með dúndrandi skemmtilegri tónlist!

Söngleikurinn Spamalot er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail og hefur verið sýndur við miklar vinsældir á Broadway, West End og víða um heim. Spamalot hlaut Tony verðlaunin og Drama Desk verðlaunin sem besti söngleikur ársins 2005. Hinar goðsagnakenndu frásagnir af Arthúri konungi og riddurum hringborðsins birtast hér í glæ­-

nýjum búningi, þar sem hinar myrku miðaldir og veröld Broadway– söng­leikja renna saman á undur­ furðulegan og spreng­hlægilegan hátt. Hér er öllu tjaldað til sem þarf í góðan söngleik, og miklu meiru en því — huglausum hetjum, syngj­ andi riddurum, risakanínum, stór­ kost­legum söng­atriðum, fljúgandi beljum, can­can–dönsurum og fáklæddum meyjum.

Monty Python–hópurinn hefur í yfir fjóra áratugi notið gífurlegra vinsælda fyrir sjónvarpsþætti sína, kvikmyndir og annað skemmtiefni sem er fullt af satíru og súrrealískum húmor. Söngleikurinn Spamalot hefur slegið í gegn jafnt hjá eldheitum aðdáendum Monty Python sem öðrum.

Spamalot eftir Eric Idle Handrit og söngtextar Eric Idle Tónlist John du Prez og Eric Idle Leikstjórn Hilmir Snær Guðnason Leikmynd Snorri Freyr Hilmarsson Búningar María Th. Ólafsdóttir Tónlistarstjórn og útsetningar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Danshöfundur Cameron Corbett Lýsing Halldór Örn Óskarsson Þýðing Bragi Valdimar Skúlason

Leikarar Örn Árnason, Selma Björnsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríus Sverrisson, Ævar Þór Benediktsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Oddur Júlíusson, Þorleifur Einarsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir og fleiri.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.