Jólagjfö Skruggu - jólaævintýri leikhúsálfanna

Page 1


Myndband

Myndbandið sem sýnir draum Skruggu er tekið upp í Borgarsögusafni Reykjavíkur, Árbæjarsafni.

Gamlar ljósmyndir

Ljósmyndir frá vígslu Þjóðleikhússins þann 20. apríl 1950 og undirbúningi hennar, og úr vígslusýningunni Nýársnóttinni, eru teknar af Sigurhans Vigni. Myndirnar eru í vörslu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Einnig má sjá stillur úr heimildamynd Óskars Gíslasonar, Vígsla Þjóðleikhússins, frá árinu 1950. Myndin er í varðveislu Kvikmyndasafns Íslands. Myndir af leikhúsálfunum, sem eru settar inn á gömlu myndirnar, eru teknar af Jorra. Myndvinnsla: Sváfnir Sigurðarson. Sérstakar þakkir

Borgarsögusafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Kvikmyndasafn Íslands, Augastaður.

Tónlist

Tónlistin í sýningunni er eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson en einnig eru flutt brot úr ýmsum jólalögum.

Leikskrá

Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri.

Ljósmyndir: Jorri, Sigurhans Vignir, Óskar Gíslason (stillur úr kvikmynd) og fleiri.

Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Sýningarlengd er um þrjú korter. Ekkert hlé.

Þjóðleikhúsið

77. leikár, 2025–2026.

Frumsýning á Litla sviðinu 15. nóvember 2025. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

Jólagjöf Skruggu

Jólaævintýri leikhúsálfanna

eftir Matthías Tryggva Haraldsson og Melkorku Teklu Ólafsdóttur

Þjóðleikhúsið 2025 - 2026

Leikarar

Bergrós leikhúsálfur

Katla Þórudóttir Njálsdóttir

Bergsteinn leikhúsálfur

Hallgrímur Ólafsson

Skrugga Örn Árnason

Barn

Hrafntinna Björk Ævarsdóttir

Júlía Eldon Logadóttir

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn

Guðjón Davíð Karlsson

Leikmynd og búningar

María Th. Ólafsdóttir

Tónlist

Friðrik Margrétar-Guðmundsson

Lýsing

Jóhann Bjarni Pálmason

Myndbandshönnun Ásta Jónína Arnardóttir

Hljóðhönnun Þóroddur Ingvarsson

Barnið á heiðinni

Ég er munaðarlaus, á engan að.

Alein í morgun var ég send af stað.

Ég sakna þín svo ákaft, elsku mamma.

Yfir snjóþunga heiði ein ég þramma.

Ég þarf að flytja á annan afskekktan bæ en óvíst hvort ég lifandi þangað næ.

Því nú er hræðilegt óveður skollið á og ekki tekst mér lengur til vegar að sjá.

Ég hræðist jólaköttinn með klær og skott og kerlingarófétið Grýlu og hennar pott.

Stórhríð geisar, stormurinn hefur tryllst. Ég stika áfram í bylnum - en hef villst.

Jólin okkar allra

Við báðum listafólkið sem skapaði sýninguna að segja okkur frá jólahaldinu hjá sér.

Hallgrímur leikari Önd.

Uppáhalds jólamaturinn Jólahefð Jólaminning úr bernsku

Þar sem ég bý í Hafnarfirði, sjálfum jólabænum, þá reynum við að fara í jólaþorpið og Hellisgerði fyrir jólin.

Þegar ég var að alast upp voru aldrei komin jól fyrr en búið var að hengja litla jólasveina upp um alla veggi. Þetta voru litlir kallar úr frauðplasti sem brotnuðu auðveldlega og þeir voru allir límdir saman í bak og fyrir eftir því sem leið á bernskuna. Algjörlega ómissandi!

Katla leikari

Rauðkál í einu og öllu! Síðan auðvitað möndlugrauturinn hennar ömmu, helst með kanilsykri og hindberjasultu.

Jólagjafarúnturinn á aðfangadag og svo elska ég alltaf að föndra jólagjafir.

Að syngja Snjókorn falla með pabba mínum við píanóið heima.

Örn leikari

Hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum og loftkökur með mjólk í desert.

Kakóbolli með rjóma á jóladag og svo göngutúr á eftir til að vinna á kaloríunum.

Ég hjálpaði mági mínum að hreinsa svalirnar hjá pabba og við hentum óvart öllum þorláksmessusviðunum! Þau fóru á áramótabrennuna og við fundum lyktina þegar búið var að kveikja í henni!

Hrafntinna Björk leikari

Kalkúnn með brúnuðum kartöflum, eplasalati og brúnni sósu.

Að borða heimatilbúna bragðarefinn hans pabba eftir matinn á aðfangadagskvöld.

Sleðaferð með Skugga bróður á aðfangadag - það var svo gaman!

Júlía leikari

Kalkúnn með sósunni sem amma gerir.

Að baka lakkrístoppa með mömmu.

Þegar ég fékk möndluna og möndlugjöfina fjórum sinnum í röð!

Gói leikstjóri

Ég elska grafið kjöt! Og borða mikið af því um jólin! En á aðfangadag erum við fjölskyldan með léttreyktan lambahrygg sem er alveg jóla-jóla!

Að sækja jólatréð er ómissandi hluti af jólunum og svo miðnæturmessan á aðfangadagskvöld.

Ég á margar minningar tengdar jólum. Pabbi minn var prestur og messaði alltaf klukkan sex og hálf tólf á aðfangadag þannig að við áttum nánast heima í Hallgrímskirkju á aðfangadagskvöld.

Melkorka Tekla höfundur

Piparkökur sem ég baka með dóttur minni fyrir jólin.

Að spila borðspil með fjölskyldunni á jóladag og gæða sér á piparkökum og sörum.

Ég lék jólasvein fyrir litlu systkini mín þegar ég var 11 ára – án þess að þau áttuðu sig á því að stóra systir var í jólasveinabúningnum!

Matthías Tryggvi höfundur

Lakkrístoppar og sterkar rækjur með tælensku kryddi.

Að gefa gjafir frá bulljólasveinum eins og Sokkakræki eða Tölvutraðkara.

Þegar afi gaf mér handgert borðspil sem hann bjó til, Víkingaspilið, og er aðeins til í einu eintaki.

María leikmynda- og búningahöfundur Rósakálssúpan hans Vigfúsar... þá koma jólin!

Góð stund með vinkonu minni rétt fyrir jól að baka sörur og spjalla.

Að skreyta tréð á aðfangadag með mömmu og bróður mínum og pabbi setur jólalög með Dolly Parton og Kenny Rogers á fóninn.

Friðrik tónskáld Waldorfsalat.

Jólabingó með stórfjölskyldunni á annan í jólum.

Að vakna og sjá skyrslettur á eldhúsgólfinu og fótspor úr skyri sem lágu út um bakdyrnar. Skyrgámur hafði komist í feitt um nóttina.

Þóroddur hljóðhönnuður Lambahryggur.

Að fá sér malt á aðfangadag og jólaboð með fjölskyldunni.

Þegar mamma gerði jóladúk undir jólatréð!

Ásta Jónína myndbandshönnuður Hvítlauksristaði humarinn í forrétt á aðfangadag.

Ég elska allt jólakósý og allar litlu jólastundirnar á aðventunni eins og að setja jólaplötu á fóninn og púsla jólapúsl.

Þegar afi gerði jólatré úr leikföngum sem við stöfluðum upp og við frændsystkinin dönsuðum kringum jólatréð og sungum jólalög með afa.

Þjóðleikhúsið er ótrúleg álfahöll

Söngur leikhúsálfanna

Allt getur gerst þegar leikarar bregða á leik.

Þá lifna á sviðinu margskonar ævintýr.

Drottningar, prinsessur, konungar fara á kreik, og kaupmenn og ræningjar, nornir og alls kyns dýr.

Á sviðinu leikarar standa - til stuðnings þeim, er stór hópur fólks bak við tjöldin sem skapar saman með búningum, leikmynd og lýsingu töfraheim, leikstýrir, skrifar - og málar leikara í framan.

Þjóðleikhúsið er ótrúleg álfahöll.

Ævintýr gerast hérna, því megið þið trúa.

Verið ávallt velkomin hingað öll.

Við erum leikhúsálfar sem hérna búa.

Já, Þjóðleikhúsið er ótrúleg álfahöll.

Ævintýr gerast hérna, því megið þið trúa.

Verið ávallt velkomin hingað öll.

Við erum leikhúsálfar sem hérna búa.

Bergrós og Bergsteinn setjast að í Þjóðleikhúsinu

Einu sinni fyrir langa löngu voru tveir álfar. Þau hétu BERGRÓS og BERGSTEINN og voru afskaplega góðir vinir. Álfakletturinn þeirra var í STUÐLABERGI. Í kringum álfaklettinn voru margir litríkir STEINAR og þar uxu falleg BLÓM.

Einn bjartan vordag árið 1950 ákváðu Bergrós og Bergsteinn að gægjast út fyrir álfabyggðina sína. Þau fóru út að leika sér og sulla í læknum sem rann skammt hjá. Við lækinn stóð bóndabær og þar bjó bóndakona sem var fræg um allt Ísland fyrir kökurnar sem hún bakaði. Þetta voru risastórar kökur, skrautlegar og gómsætar.

Bergrós og Bergsteinn fylgdust með konunni hlaða fjölmörgum kökuboxum inn í jeppann sinn. „Hvað ætlar hún að gera við allar þessar kökur?“ hvíslaði Bergsteinn að Bergrós. Þau fengu fljótt svar við spurningu sinni.

Konan hrópaði til ömmustelpunnar sinnar að hún þyrfti að fara með kökurnar til Reykjavíkur. „Forsetinn sjálfur bað mig að koma með þessar kökur í nýju ÁLFAHÖLLINA fyrir sunnan. Þar á að halda glæsilega veislu.“

Nú urðu Bergrós og Bergsteinn forvitin.

„Komum“, sagði Bergrós, „við verðum að sjá þessa nýju álfahöll!“

Hún greip í vin sinn og togaði hann með sér. Bergrós var ákveðin í að laumast inn í jeppann og koma sér fyrir aftan í honum.

Hún vissi að þar sem þau Bergsteinn væru álfar væru þau mjög líklega ÓSÝNILEG bóndakonunni. En þá mundi hún eftir ömmustelpunni og því að BÖRN geta oft séð álfa.

„Felum okkur!“ hrópaði hún til Bergsteins. Bergsteinn og Bergrós rúlluðu sér eftir túninu til að fela sig fyrir barninu, og þau gátu rétt svo skotist inn í jeppann áður en hann keyrði af stað.

Bergrós, Bergsteinn og allar kökurnar hossuðust lengi í jeppanum. En loksins bremsaði jeppinn harkalega og bóndakonan sagði stundarhátt við sjálfa sig: „Jæja, svo þetta er þá Þjóðleikhúsið.“

Bergrós sperrti eyrun og hvíslaði: „Leikhús? Hvað er nú það?“ Bóndakonan opnaði afturdyrnar á jeppanum og byrjaði að bera út kökuboxin og álfarnir stukku út. Þau voru hissa að sjá bíla, ljósastaura og stórar byggingar.

En það sem vakti mesta undrun þeirra var að sjá fullt af spariklæddu fólki, karlmenn í frökkum og jakkafötum, og konur í kápum og kjólum. Fólkið virtist vera bæði spennt og glatt og streymdi inn í risastórt hús. Húsið var dökkt á litinn og þakið örlitlum smásteinum. Bergsteini fannst það vera eins og klettur. „Er þetta kannski nýja álfahöllin?“ sagði hann við Bergrós. „Komum og skoðum betur!“ svaraði hún spennt. Þau smeygðu sér inn um dyrnar með öllu prúðbúna og glaða fólkinu.

Álfarnir fylgdu fólkinu inn í risastóran sal með mörgum stólum. Á stólunum voru myndir af tveimur grímum, einni sem var að gráta og annarri sem hló. Við enda salarins var LEIKSVIÐ og fyrir því stór rauð tjöld. Bergrós leit upp í loftið í salnum og varð starsýnt á skrautið í loftinu: „Bergsteinn! Sjáðu! Þetta er eins og stuðlabergið heima í álfaklettinum okkar!“

Bergrós og Bergsteinn vissu það ekki þá, en þetta var hárrétt hjá þeim.

Maðurinn sem hannaði Þjóðleikhúsið vildi að það liti út eins og álfahöll, það væri eins og stór álfaklettur að utan, en inni væri ævintýraheimur.

Fyrst var leikin tónlist og svo voru haldnar ræður. En skyndilega slökkti einhver ljósin. Það fannst Bergsteini skrýtið. Stóru rauðu tjöldin voru dregin frá og á sviðinu birtist fólk í glæsilegum búningum. Þetta voru LEIKARAR að leika sögu um fólk á bóndabæ í gamla daga og ÁLFA.

Álfarnir á sviðinu voru ólíkir öllu sem Bergsteinn og Bergrós höfðu áður séð.

Sumir voru í ljósum og léttum silkikjólum og með slæður. Sumir álfarnir voru jafnvel með kórónu.

Bergrós og Bergsteinn lifðu sig inn í söguna í leikritinu og fóru meira að segja að HLÆJA og GRÁTA alveg eins og grímurnar á stólunum.

Þegar leiksýningunni var lokið byrjaði allt fólkið að KLAPPA og leikararnir hneigðu sig. Bergrós og Bergsteinn skildu nú allt saman. Þau höfðu séð leiksýningu í fyrsta sinn.

„Bergsteinn, mig langar að búa hér,“ sagði Bergrós.

Bergsteinn var svolítið hissa en fann í hjartanu að hugmyndin var spennandi.

„Já, við skulum flytja hingað strax í dag,“ sagði hann. „Við skulum kynna okkur hvernig leikhúsfólk býr til svona sýningu.“

„LEIKHÚSFÓLK? Þú segir nokkuð. Eigum við þá kannski að verða LEIKHÚSÁLFAR?“ spurði Bergrós með stjörnur í augunum.

Allt frá þessum örlagaríka degi hafa Bergsteinn og Bergrós búið í Þjóðleikhúsinu, horft á allar leiksýningar sem hér hafa verið sviðsettar og fylgst með fólkinu sem býr þær til. Þau verða alltaf rosalega glöð þegar kátir krakkar koma í heimsókn í leikhúsið þeirra, og þeim finnst sérstaklega gaman á BARNASÝNINGUM.

Eftir að hafa búið í Þjóðleikhúsinu í 75 ár finnst Bergrós og Bergsteini þau hafa lært ýmislegt um leikhúsið. Þau eru tilbúin til að setja á svið sína eigin leiksýningu. Og nú fáið þið að sjá hana! Verið þið hjartanlega velkomin. Góða skemmtun!

Starfsfólk Þjóðleikhússins

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri

Tinna Lind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri skipulags, framleiðslu og ferla

Jón Þorgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri samskipta, markaðsmála og upplifunar

Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur

Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur

Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi

Vala Fannell, verkefnastjóri fræðslu - og samfélagsmála

Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri

Hans Kragh, þjónustustjóri

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður

Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur

Leikarar

Almar Blær Sigurjónsson

Atli Rafn Sigurðarson

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir

Björn Thors

Ebba Katrín Finnsdóttir

Edda Arnljótsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir

Guðjón Davíð Karlsson

Hallgrímur Ólafsson

Hilmar Guðjónsson

Ilmur Kristjánsdóttir

Jakob van Oosterhout

Kjartan Darri Kristjánsson

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Kristinn ÓIi S. Haraldsson

Nína Dögg Filippusdóttir

Oddur Júlíusson

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Pálmi Gestsson

Selma Rán Lima

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sigurður Sigurjónsson

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, í leyfi

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Vigdís Hrefna Pálsdóttir, í leyfi

Þröstur Leó Gunnarsson

Örn Árnason

Sýningarstjórn

Elín Smáradóttir

Elísa Sif Hermannsdóttir

María Dís Cilia

Máni Huginsson, framleiðslustjórn

Hljóð

Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri

Aron Þór Arnarsson

Þóroddur Ingvarsson

Brett Smith

Leikgervi

Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri

Ása María Guðbrandsdóttir

Silfá Auðunsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Hildur Ingadóttir

Búningar

Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Ljós

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.

Garðar Borgþórsson, deildarstjóri

Ásta Jónína Arnardóttir

Haraldur Leví Jónsson

Jóhann Bjarni Pálmason

Ýmir Ólafsson

Leikmyndaframleiðsla

Jasmina Wojtyla, teymisstjóri

Arturs Zorģis, yfirsmiður

Michael John Bown

Leikmunaframleiðsla

Bjarni Þór Sigurbjörnsson, teymisstjóri

Ásta Sigríður Jónsdóttir

Mathilde Anne Morant

Valur Hreggviðsson

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri

Anna Karen Eyjólfsdóttir

Halla Eide Kristínardóttir

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Svið

Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri

Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða

Eglé Sipaviciute, umsjón Litla sviðsins

Siobhán Antoinette Henry, yfirumsjón á Stóra sviðinu

Alex John George Hatfield , yfirmaður sviðstækni

Jón Stefán Sigurðsson, í leyfi

Tómas Sturluson

Sigurður Hólm Lárusson

Bókhald og laun

Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari

Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi

Eldhús

Marian Chmelar, matreiðslumaður

Karolina Zielaskowska, aðstoðarmaður

Umsjón fasteigna

Sveinbjörn Helgason, húsvörður

Ina Selevska, ræsting

Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting

Margarita Albina, ræsting

Riina Kaunio, bakdyravörður

Björn Jónsson, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð

Halldór Guðmundsson, formaður

Þóra Einarsdóttir, varaformaður

Erling Jóhannesson

Katrín Gunnarsdóttir

Kristinn Sigmundsson

Valgerður G. Halldórsdóttir

Vigdís Jakobsdóttir

Þjóðleikhúsið

Miðasölusími: 551 1200

Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.