Íbúð 10B - leikskrá

Page 1


Um tónlistina

Tónlistin í sýningunni er eftir Gísla Galdur Þorgeirsson, en einnig hljóma brot úr eftirtöldum lögum: The Enchanted Sea (Martin Denny), Our House (Graham Nash - demo), Our House (Crosby, Stills, Nash & Young), PAF.no (Karpe, Omar Sheriff).

Sérstakar þakkir

STEiNUNN, Hugleikur Dagsson, Farmers Market, Sign, Sjáðu – gleraugnaverslun, Eyjólfur Pálsson og

Kjartan Eyjólfsson í Epal, Högni Stefán Þorgeirsson.

Leikskrá

Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri.

Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Sýningarlengd er um ein klukkustund og þrjú korter. Ekkert hlé.

6. sýning: Umræður eftir sýningu.

7. sýning: Textun á ensku og íslensku.

Þjóðleikhúsið

77. leikár, 2025–2026.

Frumsýning á Stóra sviðinu 17. október 2025. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

Íbúð 10B

eftir Ólaf Jóhann Ólafsson

Þjóðleikhúsið 2025 - 2026

Leikarar

Marta

Nína Dögg Filippusdóttir

Heiðar

Gísli Örn Garðarsson

Halla

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Felix Björn Thors

Nanna

Svandís Dóra Einarsdóttir

Andrés

Unnsteinn Manuel Stefánsson

Dóra

Margrét Vilhjálmsdóttir

Geir

Þröstur Leó Gunnarsson

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn

Baltasar Kormákur

Leikmynd

Ilmur Stefánsdóttir

Búningar

Sunneva Ása Weisshappel

Lýsing

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Myndbandshönnun

Ásta Jónína Arnardóttir

Tónlist

Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðhönnun

Aron Þór Arnarsson

Gísli Galdur Þorgeirsson

Aðstoðarleikstjórn

Anna Katrín Einarsdóttir

Framleiðslu- og sýningarstjórn

Yfirsýningarstjórn

María Dís Cilia

Framleiðslustjórn

Máni Huginsson

Aðrir aðstandendur

Leiksviðsstjóri

Ásdís Þórhallsdóttir

Yfirumsjón á sviði

Alex John George Hatfield

Yfirumsjón búninga

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Yfirumsjón leikgerva

Ása María Guðbrandsdóttir

Teymisstjórn leikmyndagerðar Jasmina Luiza Wojtyla

Yfirsmiður og málmsmiður

Arturs Zorģis

Teymisstjórn leikmunagerðar Bjarni Þór Sigurbjörnsson

Yfirumsjón leikmuna og málari

Valur Hreggviðsson

Starfsfólk á sýningum

Sýningarstjórn

María Dís Cilia

Elín Smáradóttir

Hljóðstjórn

Aron Þór Arnarsson

Hljóðnemaverðir

Bragi Fannar F. Berglindarson Jóhannes Sigurðsson

Leikgervadeild

Birna Magnea Sigurðardóttir

Emilíanna Valdimarsdóttir

Elín Hanna Ríkharðsdóttir

Sviðsdeild

Alex John George Hatfield

Tómas Sturluson

Egill Spano

Leikmunavörður

Jara Hilmarsdóttir

Annað starfsfólk við sýninguna

Leikgervadeild

Ingibjörg G. Huldarsdóttir

Silfá Auðunsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Hildur Ingadóttir

Búningadeild

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Berglind Einarsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Sólveig Spilliaert

Leikmyndadeild

Ingvar Guðni Brynjólfsson

Michael John Bown

Leikmunadeild

Ásta S. Jónsdóttir

Mathilde Anne Morant

Sviðsdeild

Katie Page

Sigurður Hólm Lárusson

Siobhán Antoinette Henry

Ólafur Jóhann

Ólafsson

Ólafur Jóhann Ólafsson hefur notið fádæma vinsælda fyrir skáldverk sín en hann hefur sent frá sér fjölda skáldsagna, smásögur, ljóð og leikrit.

Ólafur Jóhann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006 fyrir

Aldingarðinn, safn tengdra smásagna, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir skáldsöguna Snertingu 2020 og Edduverðlaunin 2025 fyrir handrit þeirra Baltasars Kormáks að samnefndri kvikmynd en hún hlaut mikið lof bæði heima og erlendis. Í Bandaríkjunum hlaut Ólafur Jóhann

O. Henry verðlaunin árið 2008, og hefur auk þess verið tilnefndur til bæði IMPAC-verðlaunanna og Frank O’Connor-verðlaunanna. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um heim á fleiri en tuttugu tungumálum.

Ólafur Jóhann hefur áður samið leikritin Rakstur sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2003, Sniglaveisluna sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Íslands í Iðnó árið 2001 og Fjögur hjörtu sem var frumsýnt í Loftkastalanum árið 1997.

Ólafur Jóhann starfaði um árabil sem forstjóri hjá Sony í Bandaríkjunum og lengi sem aðstoðarforstjóri Time Warner fjölmiðlasamsteypunnar. Hann hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja, samtaka og stofnana, þar á meðal Brandeis University í Boston og Atlantic Theater Company í New York, þar sem hann hefur verið stjórnarformaður í rúma tvo áratugi.

Ég hætti að drekka en hætti aldrei

í leikhúsi

Viðtal við Baltasar Kormák

Baltasar Kormákur tók sér hlé frá heimshornaflakki og kvikmyndalist til að leikstýra Íbúð 10B og snýr þar með aftur þangað sem hann á heima, það er í leikhúsið. Fjölmörg afrek hans á sjónvarpsskjánum og á kvikmyndatjöldum þarf varla að telja upp enda sum þeirra heimsþekkt og félagi hans RVK Studios virðast fá takmörk sett. Leikstjóraferillinn var þó kominn á skrið áður en kvikmyndagerð eignaðist hug hans og mörg leikrit hafa ratað á svið undir stjórn Baltasars hér við Þjóðleikhúsið, söngleikir, sígild verk eftir Ibsen og Shakespeare og leikgerðir eftir íslenskum skáldsögum allt í bland. Nú leiða þeir Baltasar og Ólafur Jóhann aftur saman hesta sína eftir vel heppnað samstarf við kvikmyndina Snertingu, að sögn vegna þess að nýtt leikrit hins síðarnefnda var of skemmtilegt til að láta það í friði. Leikstjórinn var þar með „tældur í leikhúsið gegn betri vitund“ eins og hann lýsir upplifuninni en rétt fyrir frumsýningu spurðum við Baltasar um samstarfið, leiksviðið og leikritið.

Þú ert á flugi í sjónvarps- og bíóbransanum en eitthvað virðist líka toga þig í leikhúsið. Hvað er það? Þetta eru mínar listrænu æskustöðvar. Ég byrjaði á því að leika í leikhúsi og leikstýra í leikhúsi, áður en kvikmyndirnar tóku yfir. Ég í raun og veru hætti aldrei í leikhúsinu. Þetta tvennt hætti bara að ganga saman, því miður. Leikhúsið hefur ákveðinn tímaramma hvað varðar æfingar, undirbúning og frumsýningu. Í kvikmyndagerð getur þetta verið fljótandi. Þetta var farið að hafa slæm áhrif á samstarfsfólkið, þegar þetta gekk ekki saman. Ég átti kannski að taka þátt í sýningu út frá ákveðnum forsendum sem síðan breyttust með skömmum fyrirvara. Það gat komið sér illa fyrir aðra. Svo líða árin og skyndilega eru allir búnir að ákveða að maður sé hættur í leikhúsi. Ég hætti að drekka en hætti aldrei í leikhúsi.

Þótt það sé margt sem sameini þetta tvennt, leikhús og kvikmyndir, þá geta miðlarnir verið gerólíkir. Hver er þín upplifun af því að bera þetta tvennt saman? Bíóið hefur náttúruna fram yfir leikhúsið en leikhúsið hefur metafóruna fram yfir bíóið. Þú getur gert hluti sem væru ótrúlega flóknir í bíó með mjög einföldum hætti í leikhúsi, meðal annars vegna þess að áhorfandinn samþykkir metafóru og abstrakt framsetningu. Auðvitað geta báðir miðlar verið natúralískir og metafórískir og alls konar, en þetta er samt grundvallarmunur. Oft er líka meira rými fyrir fjölbreyttari karakterflóru í leikhúsinu, brothættar og breyskar persónur sem myndu kannski aldrei eignast heimili á hvíta tjaldinu. Margar persónur í leikritum Tsjékhov myndu ekki fá að lifa í stórri bíómynd í dag, til dæmis. Svo má auðvitað segja að nálgunin og ferlið séu allt öðruvísi, ég hef lagt mikla áherslu á að sýningin fæðist í æfingaferlinu frekar en að hlutirnir séu framleiddir fyrirfram. Framleiðsluferli geta orðið sköpun

yfirsterkari og það er miður, en ég legg áherslu á það í leikhúsi að þetta fái að fæðast í rýminu, í ferlinu. Ég hef líka lagt áherslu á þessa nálgun í kvikmyndagerð en það er takmarkað hægt að verða við því, framleiðsluferlið er einfaldlega svo umfangsmikið. Til dæmis þarftu að taka út og útlista fjölmargar staðsetningar fyrir tökur á bíómynd. Í leikhúsinu þarftu bara eina staðsetningu. Það er bara eitt leiksvið í leikhúsi.

Þið Ólafur Jóhann áttuð gæfuríkt samstarf við gerð kvikmyndarinnar Snertingar og snúið nú bökum saman á nýjan leik. Hvernig kom þetta samstarf til, bæði í upphafi og nú við þessa sýningu? Ég þekkti Ólaf Jóhann lítið áður en ég las Snertingu. Ég hafði rétt aðeins rekist á hann og lesið einhverjar bækur eftir hann en ekki mikið meira. Svo féll ég algjörlega fyrir Snertingu. Mér fannst áhugavert að íslenskt bókmenntaverk tengdi okkur við alheiminn og stóra atburði í alheiminum, fyrir utan það hvað þetta var feikilega sterk saga. Síðan áttum við frábært samstarf og úr varð góður vinskapur. Okkur langaði að vinna meira saman og við viðruðum alls konar hugmyndir. Síðan sendir hann mér þetta leikrit þegar ég er staddur í Ástralíu. Miðað við danskortið mitt þá var ég ekki á leiðinni í leikhús, það var ekki á dagskrá, en þetta leikrit var of skemmtilegt til að segja nei. Ég var tældur í leikhúsið gegn betri vitund.

Þetta var greinilega ást við fyrsta lestur. Hvað var það í þessu leikriti sem þér fannst svona ómótstæðilegt?

Það er hversu hættulegt en að sama skapi fyndið það er. Það er eins og drýsill eða púki. Það er stríðni og hætta í þessu verki. Það gerir grín að okkur á hjákátlegan hátt en það er einmitt svo afhjúpandi, að við sjálf erum skotmarkið. Ég hef tekið þátt í öllum þessum samtölum, sem fara þarna á svið, á einn eða annan hátt. Þetta er líka vel byggt verk með skemmtilegum persónum.

Hvernig myndirðu lýsa nálguninni við sviðsetningu verksins? Á hvað leggurðu áherslu fyrir þetta tiltekna leikrit og hvað ætlarðu að draga fram í sviðsetningunni? Í þessu leikriti er mikið um fína drætti. Fyrri sýningar mínar voru margar stórar og sjónrænar, Þetta er allt að koma og Pétur Gautur eru dæmi um það. Hérna snýst þetta meira um persónur og aðstæður. Þó dýfum við aðeins tánum í sjónrænt leikhús til að víkka skírskotunina, án þess að það yfirtaki inntak verksins. Mér finnst mikilvægt að leyfa verkinu að anda. Við sjáum gull, múr eða spegil sem gliðnar þegar líður á verkið. Þessi gliðnun finnst mér lýsandi fyrir samfélag sem getur ekki talað saman. Það er gliðnun og skautun í gangi í dag, og í sálfræðinni er talað um rof. Mér finnst samfélagið að einhverju leyti vera að rofna.

Hvert er hlutverk leikhússins gagnvart slíku rofi, skautun eða gliðnun? Ég á engar sérstakar lausnir aðrar en að reyna að tala saman. Leikstjórinn Krzysztof Kieslowski sagði eitthvað á þessa leið: Ég er ekki að reyna að breyta heiminum. Ég er bara að reyna að eiga samtal við hann. Hann hittir naglann á höfuðið. Ég er hvorki predikari né töfralæknir en mér finnst gaman að eiga samtal og velta við steinum. Þetta er það sem leikhúsið getur boðið upp á.

Hvað er svo næst?

Næst taka við verkefni í sjónvarpi og í bíó en enginn veit sína ævi fyrr en öll er.

Viðtalið tók Matthías Tryggvi Haraldsson.

Persónurnar lifna alltaf fyrst

Viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson

Ólafur Jóhann, höfundur Íbúðar 10B, snýr nú aftur sem leikskáld eftir 22ja ára hlé, en síðasta leikrit hans Rakstur var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2003. Síðan þá hefur hann einbeitt sér að sagnagerð, og verk hans hafa notið mikillar hylli jafnt hér heima sem erlendis. Þeir Baltasar Kormákur, leikstjóri sýningarinnar á Íbúð 10B, unnu saman að kvikmyndinni Snertingu, sem byggð var á samnefndri skáldsögu Ólafs. Myndin var frumsýnd árið 2024 og hefur hlotið mikið lof bæði heima og erlendis. Ólafur og Baltasar hlutu Edduverðlaunin árið 2025 fyrir handrit kvikmyndarinnar. Tveimur vikum fyrir frumsýningu Íbúðar 10B langaði okkur að forvitnast um tengsl þessa afkastamikla og vinsæla skáldsagnahöfundar við leikhúsið.

Íbúð 10B er þitt fjórða leikrit en þú hefur sent frá þér fjölda skáldsagna, smásagnasöfn og ljóðabók. Hvað er það við leikritaformið sem dregur þig að því?

Ég lít á öll þessi form sem verkfæri sem ég get valið úr eftir söguefni og áhuga mínum hverju sinni. Stundum hentar að persónurnar sem lifna í hausnum á mér og þeirra saga rati í skáldsögu, stundum rúmast þær best fyrir í smásögu. Það er næstum aldarfjórðungur síðan ég greip síðast til leikritaformsins en þegar ég fékk hugmyndina að Íbúð 10B fannst mér ekkert annað koma til greina.

Gætirðu sagt aðeins frá vinnubrögðum þínum sem leikskáld?

Eru vinnubrögð þín ólík eftir því hvort þú skrifar skáldsögu eða leikrit?

Í raun ekki. Persónurnar lifna fyrst, ég þarf alltaf að ganga með þær í dálítinn tíma svo að þær nái fullum þroska áður en ég byrja að skrifa. Þegar ég hefst svo handa eru vinnubrögðin eins - ég sest við á morgnana og vinn í nokkra klukkutíma eða þar til ég er búinn að tæma mig þann daginn. Helsti munurinn á Íbúð 10B og skáldsögum mínum er kannski sá að í Íbúðinni er ekki ein persóna í fararbroddi heldur margar. Það er hvorki erfiðara né auðveldara, bara dálítið öðruvísi glíma.

Það væri gaman að heyra um smekk þinn hvað leikhús varðar. Þegar þú ferð sjálfur í leikhús, er eitthvað fremur en annað sem þú ert að sækjast sérstaklega eftir?

Ég sé ansi margt. Klassískt og nýtt. Meira af leikritum en söngleikjum. Ætli ég hafi ekki mest gaman af leikritum þar sem textinn fær að njóta sín í meðferð góðra leikara, návistin við persónurnar sé frekar aðdráttaraflið en mikið sjónarspil. Og sagan grípi mann og haldi manni þann tíma sem maður er í salnum. Já, svona þétt og góð straight plays ef maður leyfir sér að sletta.

Nú hefurðu búið lengi í Bandaríkjunum.

Hvernig horfir bandarískt leikhúslíf við þér?

Í New York er gróskan aðallega Off-Broadway og hefur lengi verið. Það er mjög dýrt að setja upp sýningar á Broadway og þess vegna taka framleiðendur ekki mikla áhættu þar heldur stíla mest upp á þekkta söngleiki og

leikrit, helst með Hollywood-stjörnum í aðalhlutverkum. En leikhús hefur alls staðar átt í vök að verjast í Bandaríkjunum eftir Covid, áhorfendur verið seinir að skila sér og kostnaður aukist. Samt er nú enn líf á sviðinu og margt að sjá.

Þú hefur setið í stjórn Atlantic Theater Company í New York, hver er þáttur þinn í starfsemi leikhússins?

Já, ég hef verið stjórnarformaður Atlantic Theater í ein tuttugu ár. Atlantic Theater starfrækir bæði leikhús og leiklistarskóla, er eitt helsta

Off-Broadway leikhúsið í New York og hefur unnið til fjölmargra verðlauna, til dæmis fengið tólf Tony-verðlaun, ellefu Lucille Lortel-verðlaun og fimmtán

Obie-verðlaun. Hlutverk stjórnarinnar er að styðja við rekstur leikhússins, sjá til þess að fjárhagurinn sé í lagi, ráða stjórnendur - framkvæmdastjóra, listræna stjórnendur og skólastjóra - og vera þeim innan handar eins og þörf krefur.

Höfundar taka mismikinn þátt í undirbúningi og uppsetningu leikverka sinna, hvernig er samvinnu þinni við leikhúsfólk háttað? Ef við tökum Íbúð 10B sem dæmi þá átti ég skemmtileg og gagnleg samtöl um verkið við starfsfólk Þjóðleikhússins í upphafi og síðan við Baltasar Kormák þegar hann kom að því. Ég skipti mér ekkert af leikaravali - en var auðvitað geysilega ánægður þegar það fór að skýrast, enda valinn maður í hverju rúmi - en sat svo með hópnum í vor þegar vinnan fór af stað. Ég kom svo aftur að uppsetningunni þegar fór að styttast í frumsýningu og leikararnir voru komnir upp á svið. Ætli sé ekki best að lýsa aðkomu minni þannig að ég sé boðinn og búinn þegar eftir því er leitað en leyfi leikstjóra, leikurum og listrænu teymi annars að vera í friði fyrir mér.

Sýningin á Íbúð 10B í leikstjórn Baltasars Kormáks fylgir í kjölfar samstarfs ykkar Baltasars við gerð kvikmyndarinnar Snertingar, sem hefur notið mikillar velgengni. Gætirðu lýst aðeins samstarfi ykkar og tilhögun vinnunnar. Við erum báðir verkmenn og einbeitum okkur að því sem við tökum okkur fyrir hendur, látum ekkert annað þvælast mikið fyrir okkur. Af kvikmynd að vera varð Snerting til á mjög skömmum tíma en samt liðu um þrjú ár frá því við byrjuðum á handritinu þar til myndin var frumsýnd. Leiksýning verður náttúrlega til á annan hátt og vinnubrögðin önnur, þetta gerist á skemmri tíma og tekur breytingum fram á síðustu stundu, en það er bara skemmtilegt.

Hvað var það sem kveikti hjá þér löngun til að skrifa Íbúð 10B?

Gætirðu sagt okkur frá ritunarferli verksins?

Það liggur nú aldrei ljóst fyrir hvernig ég fæ mínar hugmyndir en þetta viðfangsefni hefur verið að gerjast í höfðinu á mér nokkuð lengi. Það laukst svo upp fyrir mér hvernig ég gæti best komið því til skila síðasta haust þegar ég fór í baki og gat ekki spilað fótbolta í nokkrar vikur en gekk í staðinn hring eftir hring í kringum Great Lawn í Central Park. Þá birtist mér húsið við höfnina og íbúarnir þar - kannski þegar efstu hæðir húsanna við Fifth Avenue blöstu við mér handan við há trén, svo undarlega sem það nú kann að hljóma.

Viðtal: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hún leikur í Óresteiu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hún m.a. farið með burðarhlutverk í Yermu, Ex, Jólaboðinu, Óþelló, Tímaþjófnum, Sporvagninum Girnd og FjallaEyvindi, og í Borgarleikhúsinu í Fólk, staðir og hlutir og Fjölskyldunni. Hún var einn framleiðenda, höfunda og leikara í sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni og Föngum og fer með titilhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Vigdísi. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar og hlaut Grímuna fyrir Ex og Fólk, staðir og hlutir og Edduna fyrir Verbúð, Villibráð, Brim og Hjartastein. Nína Dögg hefur hlotið fálkaorðuna og Stefaníustjakann, og var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness. Hún var valin Shootingstar á Berlinale Film Festival.

Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Hann leikstýrir Ormstungu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal fyrri leikstjórnarverkefna hans eru Yerma, Frost, Jólaboðið, Elly, Fólk, staðir og hlutir, Ofviðrið, Óþelló, Í hjarta Hróa hattar, Hamskiptin, Faust, Woyzeck og Rómeó og Júlía. Gísli lék hér síðast í Ex. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Hann hefur þrívegis hlotið Edduverðlaunin sem leikari og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn. Hann er einn af leikstjórum sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðarinnar, auk þess sem hann er einn af leikurum, handritshöfundum og framleiðendum þáttanna. Hann hlaut hin virtu Nordisk Film & TV Fond-handritsverðlaun fyrir Verbúðina auk þess sem þáttaröðin hlaut aðalverðlaun Series Mania-hátíðarinnar. Gísli leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum Exit.

hefur starfað við leikhús og kvikmyndir sem framleiðandi, leikari og leikstjóri. Hún hefur m.a. starfað í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá LA, Vesturporti, Lyric Hammersmith og Young Vic. Unnur leikur í Saknaðarilmi í Þjóðleikhúsinu í vetur, og hún er höfundur einleiksins Salka – ástin og dauðinn sem hún leikur í Landnámssetrinu, í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Unnur Ösp samdi ásamt Unu Torfa söngleikinn Storm og leikstýrði sýningunni, og samdi handrit Saknaðarilms í Þjóðleikhúsinu. Meðal hlutverka sem Unnur hefur leikið eru Astrid í Ellen B., Lenù í Framúrskarandi vinkonu, Nóra í Dúkkuheimilinu, Hallgerður langbrók í Njálu, Maríanna í Brot úr hjónabandi, Gréta í Hamskiptunum, Greta í Faust og Donna McAuliff í Elsku barni. Unnur stóð að sjónvarpsseríunni Föngum og lék m.a. í Verbúðinni og Ófærð. Hún leikstýrði m.a. og skrifaði Vertu úlfur og leikstýrði Sem á himni, Mamma Mia!, Kæru Jelenu og Fólkinu í blokkinni. Hún hefur m.a. hlotið Grímuna fyrir leik, leikstjórn og handrit, Edduverðlaun, Stefaníustjakann og Menningarverðlaun DV. Sýning hennar Saknaðarilmur hlaut Grímuverðlaunin sem sýning ársins og Unnur Ösp hlaut verðlaunin fyrir leikrit ársins og leik í aðalhlutverki. Hún hlaut jafnframt Grímuna fyrir leik í Elsku barni og Dúkkuheimili, og sem höfundur og leikstjóri fyrir Vertu úlfur. Unnur Ösp hefur hlotið fálkaorðuna og verið valin bæjarlistamaður Garðabæjar.

bühne, Burgtheater, Lyric Hammersmith og The Royal Alexandra. Í vetur leikstýrir Björn Nýju eldhúsi eftir máli í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði hér Saknaðarilmi. Meðal nýlegra verkefna sem leikari í Þjóðleikhúsinu eru Yerma, Ekki málið, Vertu úlfur, Nokkur augnablik um nótt og Atómstöðin. Meðal verkefna hans sem höfundur eru Kenneth Máni og heimildaverkið Flóð. Björn hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. í Kötlu, Brotum, Svari við bréfi Helgu, París norðursins, Djúpinu og Frosti. Björn hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Vertu úlfur, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna. Hann hefur hlotið Stefaníustjakann og fékk Edduverðlaunin fyrir Svar við bréfi Helgu og Fangavaktina, og hefur hlotið þrjár tilnefningar til verðlaunanna að auki.

breyttum verkefnum á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún lék hér í Þjóðleikhúsinu í Segulsviði, Karítas, Heimsljósi og samstarfsverkefnunum Til hamingju með að vera mannleg og (90)210 Garðabær. Meðal annarra leikhúsverkefna eru Njáluperlur sem hún skrifaði og leikstýrði sjálf fyrir Njáluhátíð og Forspil að framtíð í Norræna húsinu. Meðal kvikmynda og sjónvarpsþátta sem Svandís

Dóra hefur leikið í eru þættirnir Bless bless Blesi sem verða frumsýndir hjá RÚV á næsta ári, Í versta falli, Danska konan, Útilega, Tár úr sementi, Afturelding, Ófærð 3, Vitjanir, Sumarljós og svo kemur nóttin, Ráðherrann, Venjulegt fólk, Fyrir framan annað fólk, Hross í oss og Borgríki. Hún hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum, svo sem FBI: International (CBS) og Love on Iceland og Christmas Quest fyrir Hallmark Channel. Hún hlaut tilnefningu til Edduverðlauna árið 2017 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir

Fyrir framan annað fólk, og var tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki á Central Alberta Film Festival árið 2023 fyrir kvikmyndina April Skies. Einnig var hún tilnefnd til Grímuverðlauna ásamt leikhópnum í sýningunni Til hamingju með að vera mannleg.

er tónlistarmaður en hefur einnig starfað töluvert við dagskrár- og heimildamyndagerð og gerð tónlistarmyndbanda. Hann stundaði nám á sviðshöfundabraut LHÍ og nám í handritaskrifum fyrir sjónvarp í DFFB kvikmyndaskólanum í Berlín. Unnsteinn leikur í Gæðablóð hér í Þjóðleikhúsinu í vetur, en hann er jafnframt einn höfunda verksins. Unnsteinn hefur starfað með hljómsveitinni Retro Stefson frá árinu 2006 en hefur líka gefið út töluvert af tónlist undir eigin nafni. Hann hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í leikhúsi sem tónskáld, tónlistarstjóri, hljóðhönnuður og handritshöfundur. Hér í Þjóðleikhúsinu sá hann um hljóðmynd fyrir Íslandsklukkuna, auk þess sem hann var aðstoðarmaður tónlistarstjóra í Rómeó og Júlíu. Hann sá um tónlistarstjórn og hljóðmynd í sýningunni Ungfrú Ísland í Borgarleikhúsinu, og lék í sýningunni. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum á sviði listmenntunar fyrir ungt fólk, auk þess sem hann hefur lagt ýmsum góðgerðar- og samfélagslegum verkefnum lið og var m.a. verndari UN Women á Íslandi og sat í stjórn Barnaheilla. Unnsteinn hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestu hljóðmynd fyrir Íslandsklukkuna. Þá hefur hann þrívegis hlotið Edduverðlaunin og þrívegis Íslensku tónlistarverðlaunin. Hann hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2024.

Margrét Vilhjálmsdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994. Hún hefur leikið yfir fimmtíu hlutverk, jafnt á sviði sem í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur einnig samið og leikstýrt eigin hugverkum, leiksýningum, gjörningum og listviðburðum, auk verkefna sem tengd eru náttúruvernd. Meðal hlutverka hennar á leiksviði síðustu ár má nefna móðurina í Heim, titilhlutverkið í Ást Fedru, Elizabeth Proctor í Eldrauninni, Geirþrúði í Himnaríki og helvíti, lafðina í Macbeth, Madame Thénardier í Vesalingunum og Mörtu í Hver er hræddur við Virginiu Woolf. Hún lék m.a. í Las Vegan á Listahátíð 2024 og Framúrskarandi vinkonu og Når det Stormer som verst í Noregi. Meðal kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða sem hún hefur leikið í eru Ófærð 3, Fálkar, Mamma Gógó, Brúðguminn og Mávahlátur. Margrét hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Eldraunina og Lé konung og Edduna fyrir Mávahlátur. Margrét var valin Shootingstar á Berlinale Film Festival og hlaut Stefaníustjakann árið 1997.

Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hann m.a. leikið í Jólaboðinu, Eddu, Ást Fedru, Draumaþjófnum, Framúrskarandi vinkonu, Kafbáti, Hafinu, Föðurnum, Þetta er allt að koma, Koddamanninum, Viktoríu og Georg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Degi vonar, Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Á ferð með mömmu, Tár úr steini, Nóa albínóa og Eins og skepnan deyr. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda Grímuverðlauna og hlaut þau fyrir Ást Fedru, Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.

Baltasar Kormákur

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hóf þá störf hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hann lék í fjölda sýninga næstu árin. Hann hóf einnig snemma að leikstýra hér og víðar en leikstjórnarverkefni hans við Þjóðleikhúsið eru Gerpla, Þetta er allt að koma, Pétur Gautur, Ívanov, Leitt hún skyldi vera skækja, Hamlet, RENT og Draumur á Jónsmessunótt. Uppsetning Baltasars á Pétri Gaut var valin til sýninga á Ibsenhátíðinni í Osló og í Barbican-leikhúsinu í London. Kvikmynd Baltasars Brúðguminn var byggð á sýningu hans á Ívanov í Þjóðleikhúsinu, og sömu leikarar fóru með helstu hlutverk í leiksýningunni og kvikmyndinni. Baltasar hóf snemma að fást við kvikmyndagerð, skrifa handrit, leikstýra og framleiða, og stofnsetti m.a. framleiðslufyrirtækið RVK Studios. Hann hefur gert fjölda kvikmynda á Íslandi og á erlendri grundu, auk þess sem hann hefur farið með burðarhlutverk í fjölda mynda. Meðal nýjustu kvikmynda sem hann hefur leikstýrt er hin rómaða mynd Snerting sem byggð var á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Meðal annarra kvikmynda Baltasars eru Adrift, Eiðurinn, Everest, The Missionary, 2 Guns, Djúpið, Contraband, Brúðguminn, Mýrin, Hafið og 101 Reykjavík. Hann hefur einnig staðið að gerð sjónvarpsþáttaraða sem framleiðandi, leikstjóri og höfundur, og má þar nefna King & Conqueror, Ófærð I, II og III og Kötlu í samstarfi við Netflix. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir Baltasars hafa unnið til fjölda verðlauna víða um heim. Leiksýningar Baltasars hafa hlotið fjölda Grímuverðlauna og Baltasar hlaut Grímuna fyrir leikstjórn sína á Þetta er allt að koma og Pétri Gaut.

Ilmur Stefánsdóttir

útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist. Hún hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er hluti af listrænu teymi Þjóðleikhússins. Hún gerir leikmynd fyrir Ormstungu hér í vetur. Hún leikstýrði hér sýningunni Taktu flugið, beibí sem hún gerði einnig leikmynd fyrir og gerði hér m.a. leikmynd fyrir Eltum veðrið, Storm, Múttu Courage, Sem á himni, Draumaþjófinn, Framúrskarandi vinkonu og Rómeó og Júlíu. Hún er einn stofnenda CommonNonsense. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir myndlist og störf í leikhúsi, m.a. Grímuverðlaunin fyrir Ríkharð lll, Bláa hnöttinn, Njálu, Dúkkuheimili og Hreinsun.

Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Badisches Staatstheater og ýmsum leikhópum. Hann starfaði eitt leikár í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hann hannaði lýsingu í mörgum sýningum þegar hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu á árunum 1982-2005. Hann er nú yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins. Björn hannar lýsingu fyrir Nýtt eldhús eftir máli og Óresteiu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal nýjustu verkefna hans eru Heim, Saknaðarilmur, Mútta Courage, Ellen B., Ex, Ekki málið, Draumaþjófurinn, Sem á himni, Framúrskarandi vinkona, Rómeó og Júlía, Nashyrningarnir og Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Ríkharður III og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins, nú síðast fyrir Vertu úlfur.

Sunneva Ása Weisshappel

útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og lauk meistaranámi í myndlist frá Goldsmiths-háskólanum í London og Listaháskóla Íslands árið 2024. Sunneva vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og búninga- og leikmyndahönnuður fyrir leiksýningar, dansverk og kvikmyndir. Sunneva hefur sýnt myndlistarverk sín á Íslandi, í París, London og New York, m.a. á Market Art Fair, í Gerðarsafni, Nýlistasafninu, á Lunga og Sequences Art Festival. Hún starfar með tveimur galleríum, Þulu og Robilant + Voena. Sunneva hefur hannað búninga og gervi fyrir fjölda sýninga, m.a. Óþelló og Álfahöllina í Þjóðleikhúsinu, Njálu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu, Rómeó og Júlíu hjá ÍD, The Enemy of the Duck í Norska þjóðleikhúsinu, Hamlet hjá

Staatstheater Hannover, Othello hjá Staatsschauspiel Dresden, Rómeó og Júlíu hjá

Staatsoper Munchen, Mutter Courage hjá Hessisches Staatstheater Wiesbaden og óperuna Siegfried hjá Staatsoper Karlsruhe. Sunneva stýrði jafnframt tilraunaleikhúsi í Kaupmannahöfn og hefur fengist við ýmiskonar dans- og gjörningalist. Sunneva hefur hannað leikmyndir fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir, Kötlu, Ófærð III og Snertingu. Jafnframt leikstýrði hún Uppskriftarbókinni á RÚV. Sunneva hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna og hún hlaut þau fyrir Njálu. Hún hefur jafnframt verið tilnefnd til Edduverðlaunanna og hlaut þau fyrir Snertingu.

Ásta Jónína Arnardóttir stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018 og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu fyrir Línu Langsokk og Gæðablóð. Hún hannaði hér lýsingu og myndband fyrir Storm, Ást Fedru, lýsingu fyrir Taktu flugið, beibí!, Eddu, Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Eltum veðrið, Frost, Múttu Courage, Orð gegn orði, Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Hún sá um lýsingu fyrir Ífígeníu í Ásbrú og Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Ást Fedru.

Gísli Galdur Þorgeirsson

útskrifaðist úr hljóðtækninámi frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn árið 2015. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum og samið tónlist og hljóðmyndir fyrir kvikmyndir, leikverk, sjónvarpsþætti, auglýsingar, útvarpsleikhús og innsetningar. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann tónlist og gerði hljóðmynd fyrir Heim, Ellen B., Ex, Sjö ævintýri um skömm, Atómstöðina-endurlit, Jónsmessunæturdraum, Óvin fólksins, Gott fólk, ≈ [um það bil], Svartan hund prestsins, Alla syni mína, Gerplu og Rambó 7. Meðal annarra leiksýninga sem hann hefur unnið við eru Mávurinn, Húmanimal, Verði þér að góðu og ÚPS! Meðal hljómsveita sem Gísli hefur unnið með og verið meðlimur í eru Trabant, Quarashi, Ghostigital, Motion Boys og Human Woman. Hann hefur hlotið nokkrar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir hljóðmynd í Húmanimal.

Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Meðal verkefna hans hér eru Heim, Eltum veðrið, Saknaðarilmur, Edda, Ekki málið, Ellen B., Ex, Nokkur augnablik um nótt, Aspas, Sem á himni, Ásta, Framúrskarandi vinkona og Kafbátur. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Ellen B., Kafbát og Atómstöðina.

Anna Katrín Einarsdóttir útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2016 og lauk mastersnámi í sviðslistum frá Den Danske Scenekunstskole árið 2022. Hún hefur unnið að fjölbreyttum sviðlistaverkefnum á Íslandi og erlendis sem leikstjóri, aðstoðarleikstjóri, framleiðandi og verkefnastjóri. Í Þjóðleikhúsinu vann hún að sýningunum Rómeó og Júlíu, Fly me to the Moon og Álfahöllinni. Hún leikstýrði m.a. Brændende Hemmelighed í Aarhus Teater, söngleiknum Clueless í eigin leikgerð og tónlistarverkinu 3-objekter með tónlist eftir Önnu Bignami og texta eftir Reginu Rex. Anna Katrín hefur verið í listrænu teymi vistmiðjuðu sviðslistahátíðarinnar Plöntutíðar frá stofnun hátíðarinnar árið 2020 og fór með afleggjara hátíðarinnar til Finnlands árið 2022. Árin 2023–2024 starfaði hún hjá útgáfu- og framleiðslufyrirtækinu marvöðu þar sem hún sinnti verkefnastjórnun og listrænni þróun.

Starfsfólk Þjóðleikhússins

framkvæmdastjóri samskipta, markaðsmála og upplifunar

yfirljósah.

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri

Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða

Eglé Sipaviciute, umsjón Litla sviðsins

Siobhán Antoinette Henry, yfirumsjón á Stóra sviðinu

Alex John George Hatfield , yfirmaður sviðstækni

Jón Stefán Sigurðsson, í leyfi

Tómas Sturluson

Sigurður Hólm Lárusson

Bókhald og laun

Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari

Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi

Eldhús

Marian Chmelar, matreiðslumaður

Karolina Zielaskowska, aðstoðarmaður

Umsjón fasteigna

Sveinbjörn Helgason, húsvörður

Ina Selevska, ræsting

Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting

Margarita Albina, ræsting

Riina Kaunio, bakdyravörður

Björn Jónsson, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka miðasölustjóri

Þjóðleikhúsráð

Halldór Guðmundsson, formaður

Þóra Einarsdóttir, varaformaður

Erling Jóhannesson

Katrín Gunnarsdóttir

Kristinn Sigmundsson

Valgerður G. Halldórsdóttir

Vigdís Jakobsdóttir

Þjóðleikhúsið

Miðasölusími: 551 1200

Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íbúð 10B - leikskrá by Þjóðleikhúsið - Issuu