LINA LANGSOKKUR LEIKSKRA

Page 1


Sýningarréttur

Nordiska ApS - www.nordiska.dk

Tónlistarupptökur

Karl Olgeirsson spilar á hljómborðshljóðfæri, trommur, slagverk, flautur, munnhörpur, banjó, gítar og bassa, og syngur bakraddir. Ásgeir Ásgeirsson leikur á gítara, bassa, banjó, bouzuki og önnur strengjahljóðfæri. Tónlistin var hljóðrituð af Karli og Ásgeiri. Einnig komu Aron

Þór Arnarsson og Þóroddur Ingvarsson að upptökum á hópsöng. Útsetningar voru í höndum Karls Olgeirssonar.

Sérstakar þakkir

Aron Gauti Kristinsson, Fimleikadeild Ármanns, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason.

Við þökkum sérstaklega öllum hæfileikaríku

börnunum sem komu í prufur fyrir sýninguna!

Leikskrá

Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

Hönnun og uppsetning: Jorri.

Ljósmyndir: Jorri, Anton Bjarni Alfreðsson, Steinar Júlíusson.

Prentun: Prentmet Oddi.

Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Sýningarlengd er um 2 klst. Eitt hlé.

Þjóðleikhúsið

77. leikár, 2025-2026.

Frumsýning á Stóra sviðinu 13. september 2025.

Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

EFTIR

Astrid Lindgren

HÖFUNDUR BÓKAR OG SÖNGTEXTA

Astrid Lindgren

LEIKGERÐ

Staffan Götestam

TÓNLIST

Georg Riedel

Jan Johansson

Anders Berglund

Þjóðleikhúsið 2025–2026

Framleiðslu- og sýningarstjórn

Yfirsýningarstjórn

Elísa Sif Hermannsdóttir

Aðrir aðstandendur

Aðstoðarmaður leikstjóra

Karla Kristjánsdóttir

Yfirumsjón með slapsticksviðshreyfingum og dansstjóri

Oddur Júlíusson

Raddþjálfi Línu

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Umsjón með börnum

Anna Róshildur Benediktsdóttir

Arngunnur Hinriksdóttir

Steinunn Lóa Lárusdóttir

Framleiðslustjórn

Máni Huginsson

Yfirumsjón leikmuna

Ásta S. Jónsdóttir

Mathilde Anne Morant

Yfirumsjón með leikmynda- og áferðarmálun

Valur Hreggviðsson

Aðstoð við leikmynda- og áferðarmálun

Þórunn Kolbeinsdóttir

Formlistamaður

Mathilde Anne Morant

Starfsnemi

Margrét Ásta Arnarsdóttir

Aðstoð við ljósahönnuði og samsetning ljósaog hljóðkeyrslu

Anna Kristín

Aðstoð í dansprufum

Þórarinn Darri Ólafsson

Yfirumsjón búninga

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Yfirumsjón leikgerva

Ingibjörg G. Huldarsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Leiksviðsstjóri

Ásdís Þórhallsdóttir

Yfirumsjón á sviði

Siobhán Antoinette Henry

Forritun og stýring flugs og hringsviðs

Alexander John George Hatfield

Teymisstjórn leikmynda- og leikmunagerðar

Atli Hilmar Skúlason

Hildur Evlalía Unnarsdóttir

Yfirsmiður og formlistamaður

Arturs Zorģis

Starfsfólk á sýningum

Sýningarstjórn

Elísa Sif Hermannsdóttir

Elín Smáradóttir

Hljóðstjórn

Brett Smith

Bragi Fannar F. Berglindarson

Hljóðnemaverðir

Bragi Fannar F. Berglindarson

Jóhannes Sigurðsson

Ljósastjórn

Anna Kristín

Davíð Þrastarson

Eltiljós

Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir

Signý Rós Ólafsdóttir

Sigurjón Jónsson

Þórey Hjaltadóttir

Sviðsmenn

Alex John George Hatfield

Hera Katrín Karlsdóttir

Katie Page

Sigurður Hólm Lárusson

Siobhán Antoinette Henry

Tómas Sturluson

Leikmunaverðir

Ásta S. Jónsdóttir

Jara Hilmarsdóttir

Mathilde Anne Morant

Leikgervi

Ása María Guðbrandsdóttir

Birna Magnea Sigurðardóttir

Elín Hanna Ríkharðsdóttir

Emilíanna Valdimarsdóttir

Friðrikka Edda Þórarinsdóttir

Hildur Ingadóttir

Jóhanna Hjaltalín

Silfá Auðunsdóttir

Unnur Día Karlsdóttir

Búningavörður

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Annað starfsfólk við sýninguna

Teymisstjóri leikmyndadeildar

Jasmina Wojtyla

Teymisstjóri leikmunadeildar

Bjarni Þór Sigurbjörnsson

Búningadeild

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Berglind Einarsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Sólveig Spilliaert

Smiður

Michael John Bown

Ljósadeild

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Garðar Borgþórsson

Haraldur Levi Jónsson

Jóhann Bjarni Pálmason

Ýmir Ólafsson

Hljóðdeild

Aron Þór Arnarsson

Kristján Sigmundur Einarsson

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR

Leikstjóri

Agnes Wild

Leikmynd

Finnur Arnar Arnarson

Búningar

Eva Björg Harðardóttir

Lína Langsokkur

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir

Tommi

Jakob van Oosterhout

Anna

Selma Rán Lima

Langsokkur skipstjóri

Atli Rafn Sigurðarson

Klængur lögregluþjónn

Kristinn Óli S. Haraldsson

Hængur lögregluþjónn

Almar Blær Sigurjónsson

Frú Prússólín forvígismaður í barnaverndarnefndinni

Ebba Katrín Finnsdóttir

Ilmur Kristjánsdóttir

Kennslukona, mamma Línu, kaffiboðsfrú, sjóræningi

Eygló Hilmarsdóttir

Glúmur þjófur, sjóræningi

Kjartan Darri Kristjánsson

Glámur þjófur, sjóræningi

Oddur Júlíusson

Tónlistarstjórn

Karl Olgeir Olgeirsson

Dans og sviðshreyfingar

Elma Rún Kristinsdóttir

Brúðumeistari

Bernd Ogrodnik

LEIKARAR

Adolf sterki, herra Níels

(brúðustjórnun), sjóræningi

Nick Candy

Frú Grenjstað

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Umboðsmaður Adolfs sterka, sjóræningi

Pálmi Gestsson

Mamma Önnu og Tomma, sirkuskona, sjóræningi

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Litli kall - hestur Línu

(brúðustjórnun)

Atli Rafn Sigurðarson

Kjartan Darri Kristjánsson

Oddur Júlíusson

Hlynur Atli Harðarson

Garðar Sigur Gíslason

Kormákur Cortes

Jón Ingi Garðarsson

Rafney Birna Guðmundsdóttir

Heiða Lind Hermannsdóttir

Sólrún Freyja Halldórsdóttir

Kristín Þórdís Guðjónsdóttir

Lýsing

Ásta Jónína Arnardóttir

Hljóðhönnun

Brett Smith Þóroddur Ingvarsson

Litla Lína, skólabarn, sirkusbarn

Sigurrós Ylfa Rúnarsdóttir

Lára Jónatansdóttir

Skólabarn, sirkusbarn, sjóræningi

Auður Óttarsdóttir

Andrea Ísold Jóhannsdóttir

Skólabarn, sirkusbarn, sjóræningi

Halla Björk Guðjónsdóttir

Ástrós Tekla Jóhannsdóttir

Barn frú Grenjstað, skólabarn

Rafney Birna Guðmundsdóttir

Heiða Lind Hermannsdóttir

Barn frú Grenjstað, skólabarn

Hlynur Atli Harðarson

Garðar Sigur Gíslason

Skólabarn, sjóræningi

Sólrún Freyja Halldórsdóttir

Kristín Þórdís Guðjónsdóttir

Sirkusbarn, skólabarn, sjóræningi

Kormákur Cortes

Jón Ingi Garðarsson

Skólabarn, sjóræningi

Gunnar Erik Snorrason

Guðmundur Brynjar Bergsson

Skólabarn, sirkusbarn

Árni Gunnar Magnússon

Sindri Gunnarsson

Hér kemur Lína Langsokkur

Hér kemur Lína Langsokkur, hei sala hó sala hoppsasa, hér kemur Lína Langsokkur, Lína það er ég.

Lítt´á litla apann, sæta litla fína apann, hann er herra Níels, já það heitir apinn minn.

Sjáðu Sjónarhólinn, það er sjón að góna á hólinn, í húsinu á ég heima, já það heitir Sjónarhóll!

Því þar býr hún Lína Langsokkur, hei sala hó sala hoppsasa, þar býr hún Lína Langsokkur, Lína, það er ég.

Fargnöldrun

Ef þú ekki kannt þvargí-fargnöldrun

ertu voða vitlaus, liggur undir grun.

Allir hlæj’ að þér: Sjáið þarna er sú sem ekki kann fargí-fargí-fargí-fargí fargnöldrun ei kann.

En viljið þið nú vita það í bekknum hvers vegna ég kann ekki neitt í fargnöldrun?

Það er nú svo að ég hef fullt af freknum, þær fara ekki burt með neinni meðhöndlun.

Nei nei nei nei freknumeðhöndlun

á ekki minnstu vitund skylt við margföldun.

En fjarskalega fyndist mér það gaman ef fengi ég að lær’ að dansa fargnöldrun, að ég og allir krakkar svifum saman og sveifluðumst og skoppuðum við músíkdun.

Nei nei nei nei dans og músíkdun á ekki minnstu vitund skylt við margföldun.

En hugsið ykkur ef hún væri kaka, sú yndislega nýbakaða fargnöldrun. Ég vild’ að ég þá köku kynn’ að baka, og kannski finn ég uppskriftina í blöðunum.

Nei nei nei nei nei í blöðunum þar ekki nokkurt efni er um margföldun.

En hlustið, allar blækur hér í bekknum, ég bara gef nú skít í þessa fargnöldrun, ég æði burt með öllum mínum freknum og ætl’ að sitj’ í fýlu heim’ í garðinum.

Þetta margföldunarmaus, það er þvarg, nöldur og raus og ég gef nú skít í það þó ég sé talin heimskuhaus.

Astrid Lindgren

Astrid Lindgren sem samdi sögurnar um Línu Langsokk er einn þekktasti barnabókahöfundur í heimi og eftir mörgum bókum hennar hafa verið gerðar kvikmyndir, teiknimyndir og leikrit. Astrid Lindgren fæddist árið 1907 og lést árið 2002, 94 ára að aldri. Hún ólst upp í Smálöndunum í Svíþjóð, og bjó sem barn í gömlu, rauðu húsi með eplatrjám í kring. Svo virðist sem hún og systkini hennar hafi lifað fjörugu lífi og æskuár hennar hafi verið hamingjurík. Astrid segir að það sem hafi gert bernskuna svona skemmtilega hafi verið að börnin í Nesi hafi búið í senn við öryggi og frelsi. Öryggið fólst í því að í kringum þau var alltaf fullorðið fólk sem þau gátu treyst og leitað til hvenær sem var. Frelsið kom til af því að fullorðna fólkið var svo upptekið við vinnu sína að það hafði ekki tíma til að hafa stöðugt auga með krökkunum. Astrid hefur lýst því hvernig börnin klifruðu í trjánum og eftir húsþökum, stukku ofan af heysátum, bjuggu til sín eigin neðanjarðargöng og busluðu í ánni áður en þau lærðu að synda.

Astrid byrjaði að senda frá sér bækur þegar hún var komin undir fertugt. Astrid eignaðist tvö börn, Karin og Lars, og fyrstu sögur sínar samdi hún til að skemmta þeim. Þegar Karin var sjö ára veiktist hún af lungnabólgu og kvöld eitt bað hún mömmu sína að segja sér sögu um stelpu sem ætti að heita Lína Langsokkur. Næstu kvöld spann Astrid upp sögur um þessa stelpu án þess að vita í upphafi neitt um hana nema það að hún héti mjög skrýtnu nafni og hlyti þess vegna að vera mjög skrýtin stelpa. Astrid hélt áfram að semja sögur um Línu Langsokk fyrir Karin og vini hennar og síðar skrifaði hún þær niður. Hún gaf Karin handritið á tíu ára afmælinu hennar og sendi síðan afrit til bókaútgefanda. Hún var svolítið kvíðin yfir því að senda frá sér sögu um svona óþekka og skrýtna stelpu og í bréfi sem hún sendi útgefandanum stóð: „Í þeirri von að þið kallið ekki á barnaverndarnefndina“!

Fyrsta bókin um Línu kom út árið 1945, fyrir 80 árum. Áttræðisafmæli bókarinnar hefur verið fagnað með ýmsum hætti, og má þar nefna að Norræna húsið í Reykjavík opnaði sérstaka sýningu um Línu Langsokk. Fyrsta bókin um Línu Langsokk varð strax mjög vinsæl. En þó voru ýmsir sem hneyksluðust á bókinni og höfðu áhyggjur af því að nú færu börn að hegða sér eins og Lína. „Ekkert eðlilegt barn hámar í sig heila rjómatertu í kaffiboði“, skrifaði einn gagnrýnandi. Astrid var svo sem sammála því. En hún bætti við: „Ekkert eðlilegt barn lyftir heldur upp heilum hesti með annarri hendinni. En sú sem getur það ætti að fara létt með að gleypa í sig heila rjómatertu!“

Sagnaheimur Astridar Lindgren er fjölbreytilegur. Sumar bækur hennar lýsa lífi í sveit eða smábæ, aðrar gerast í borg. Sumar sækja efnivið í daglegt líf, en aðrar gerast í heimi ímyndunaraflsins og ævintýranna. Margar bækur Astridar eru bráðfyndnar, aðrar ógurlega spennandi og í sumum er fjallað um sorgleg viðfangsefni. Meðal þess sem einkennir bækur Astridar er hlýja, kímnigáfa og lífsgleði, og rík tilfinning fyrir því ævintýralega í lífinu. En Astrid er líka óhrædd við að takast á við alvarlegar spurningar, um líf og dauða, gott og illt.

Árið 1958 hlaut Astrid Lindgren Bókmenntaverðlaun H.C. Andersen, sem voru virtustu verðlaun sem veitt voru höfundum barnabóka þar til bókmenntaverðlaun kennd við hana sjálfa voru stofnuð við andlát hennar árið 2002. Fjölmörg önnur verðlaun féllu henni í skaut á löngum ferli.

Spurningaleikur

Þekkir þú einhverjar af sögupersónum Astridar Lindgren eða einhverjar af bókum hennar? Þá er hér spurningaleikur fyrir þig. Þú getur líka lagt spurningarnar fyrir aðra!

1. Hvaða sögur fjalla um strák sem gerir ótal fyndin skammarstrik og þarf að dúsa í smíðaskemmunni þar sem hann dundar sér við að tálga spýtukarla? Eitt af prakkarastrikum hans var að hífa Ídu systur sína upp í fánastöng!

2. Hvaða sögupersóna býr í Matthíasarskógi í kastala? Í þessum skógi búa líka grádvergar, rassálfar og nornir. Besti vinur hennar heitir Birkir.

3. Hvaða stelpa er með rauðar fléttur, á apa og hest og fulla kistu af gullpeningum?

4. Hvaða bók fjallar um bræðurna Karl, sem er kallaður Snúður, og Jónatan sem lenda í ævintýrum í Nangijala? Þar eru tveir dalir, Kirsuberjadalur og Þyrnirósadalur, sem er ógnað af ómenninu Þengli og drekanum Kötlu.

5. Hvaða bók fjallar um lítinn strák sem á vin sem enginn trúir að sé til í raun og veru? Vinurinn er skrýtinn karl sem á hús uppi á þaki og er með þyrluspaða á bakinu svo hann getur flogið um eins og fugl.

6. Hvaða stelpa býr á Skarkalagötu og segist geta næstum allt? Hún segist til dæmis kunna að hjóla á tvíhjóli, þótt hún eigi bara þríhjól.

7. Hvaða sögur byggir Astrid Lindgren á æskuminningum sínum og fjalla um sjö káta ólátabelgi sem búa á litlu bóndabýli í Smálöndunum í Svíþjóð og halda Barnadag, fjörug jól og fagna vorinu með vorbáli?

8. Hvaða bók fjallar um strákinn Búa, sem sér anda skjótast út úr flösku og heyrir hann segja að hann sé kominn frá Landinu í fjarskanum til að sækja hann? Í því landi heitir strákurinn Míó og faðir hans er konungur.

9. Á hvaða eyju í sænska skerjagarðinum gerist bók sem fjallar um fimm manna fjölskyldu sem kemur á eyjuna til sumardvalar, og á stóra Sankti-Bernharðshundinn Bátsmann? Þau búa í gamla smiðshúsinu þar sem rignir gegnum þakið, og þau verða brátt vinir fólksins sem býr á eyjunni.

10. Hvaða stelpa býr með foreldrum sínum og Betu, litlu systur sinni, á Sólbakka? Hún er uppátektarsöm og þær systur lenda í ýmsum ævintýrum!

11. Hvaða leynilögreglumaður er þrettán ára og að eigin áliti býsna snjall? Verst hvað þorpið hans er lítið og friðsælt! Ásamt vinum sínum, Andra og Evu-Lottu, finnur hann upp á ýmsum leikjum meðan þau bíða eftir torleystum glæpamálum.

Svaraðir þú rétt?

0 Ekkert rétt svar. Þú getur farið að láta þig hlakka til, því að nú getur þú byrjað að kynna þér skemmtilegu verkin hennar Astridar Lindgren!

1-4 Svaraðir þú nokkrum spurningum rétt? Flott hjá þér! Það verður gaman fyrir þig að kynnast fleiri verkum!

5+ Svaraðir þú fimm eða fleiri spurningum rétt? Glæsilegt! Þú ert eiginlega sérfræðingur í Astrid Lindgren og getur mælt með bókum fyrir aðra til að lesa.

1. Emil í Kattholti.
2. Ronja ræningjadóttir.
3. Lína Langsokkur.
4. Bróðir minn Ljónshjarta.
5. Kalli á þakinu. 6. Lotta.
7. Bækurnar um börnin í Ólátagarði.
8. Elsku Míó minn.
9. Á Saltkráku.
10. Maddit.
11. Karl Blómkvist. Svör:

Lína fer í leikhús

eftir Brynhildi Þórarinsdóttur

Hvað myndi Lína Langsokkur segja ef hún frétti að leikrit um hana væri komið á Stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu?

„Stóra sviðið, ég á heima þar!“ myndi hún hrópa af kæti, fara handahlaup upp á svið og stela senunni í eigin sýningu. Línu skortir ekki sjálfstraust. Hún getur allt og slær alltaf til. Hún er ofurmenni. Sterkari en sterkasti maður í heimi, klókari en kennarinn og réttsýnni en lögreglan. Það eina sem hún kann ekki er að hegða sér samkvæmt óskrifuðum reglum samfélagsins.

„Nú ert þú að ruglast, kæra vinkona, svona gerir maður ekki í Þjóðleikhúsinu,“ gæti leikhússtjórinn kallað og komið hlaupandi inn á sviðið til að bjarga sýningunni. „Hvernig á ég að vita hvernig ég á hegða mér í leikhúsi ef ég hef aldrei farið í leikhús?“ myndi Lína þá segja. „Það er voða erfitt fyrir barn að fara í leikhús ef pabbi þess er alltaf í Suðurhöfum og mamma þess er engill á himnum.“

Foreldraleysi Línu er bæði skýring og afsökun fyrir uppátækjum hennar og uppskrift að spennandi barnaefni. Pabbi Línu er kóngur í Suðurhöfum, látum ósagt yfir hverjum. Við sem vorum send út í nýlenduvöruverslun sem börn að kaupa ananasdós eða sykurpoka sjáum hann fyrir okkur í strápilsi með kórónu og pípu. Líklega hætti hann að reykja á sama tíma og Lukku-Láki. Konungsríki hans er væntanlega orðið frjálst lýðræðisríki sem hagnýtir eigin auðlindir á sjálfbæran hátt.

Lína þarf hins vegar ekkert að breytast. Hún er æðisleg eins og hún er.

Við gætum kallað Efraím Langsokk sjóræningja en þá þyrftum við að kynna hugtakið sjóræningjauppeldi fyrir áhrifavöldum í barnauppeldi. Efraím Langsokki tókst nefnilega að ala upp almennilegan krakka, öfluga stelpu sem kann að bjarga sér, er glaðsinna og jákvæð, drífandi, dugleg, hugmyndarík, örlát, með ríkulega réttlætiskennd og fær um að sýna samkennd í verki.

Eða var það fjarvera foreldranna sem gerði Línu að því náttúruafli sem hún er, frjálsum anda sem ögrar siðmenningunni? Það er samt auðvitað Astrid Lindgren sem á þakkirnar skildar. Hún skapaði söguhetju sem hefur mótað margar kynslóðir og heldur áfram að hafa áhrif. Í Þjóðleikhúsinu sitja nú mömmur og pabbar, ömmur og afar, sem ólust upp með Línu og hlakka til að rifja upp gömul kynni. Með þeim eru börn og barnabörn; stubbar, forgelgjur og meira að segja svalir unglingar, iðandi af eftirvæntingu. Lína er vinkona allra.

Lína Langsokkur er frábær fyrirmynd. Hún er bæði rík og sterk og veit að hún þarf að koma vel fram við fólk vegna yfirburða sinna. Hún kýlir sterkasta mann í heimi ekki í gólfið heldur sigrar hann mjúklega. Hún bregður á leik með bófunum sem ætla að ræna hana og gefur þeim svo pening. Líklega sú eina sem skilur að þeir eru eins og ræningjarnir í Kardemommubænum, óttaleg grey sem hafa glatað gleðinni og þurfa fyrst og fremst stuðning. Fulltrúar valdsins fá hins vegar á baukinn, bæði löggurnar og fínu frúrnar í bænum sem virka óttalegir kjánar í samanburði við Línu.

Þannig kemur Lína eins og stormsveipur inn í staðnað samfélag. Það gustar um hana og það fer misvel í fólk. Sjónarhóll er í jaðri byggðarinnar, tilheyrir henni en þó ekki. Heimilið er framandi og spennandi í augum barna en húsráðandi mætir fordómum og yfirlæti af hálfu fullorðinna. Það er framandleikinn sem truflar fína fólkið, fjölskyldan er öðruvísi; stelpa, api og hestur; forsjáraðilar utan þjónustusvæðis. Fyrstu viðbrögð eru að þvinga þetta frakka barn inn í ferkantaðan ramma. Senda það á barnaheimili og siða það til.

Góðar barnabækur þroska börn með því að hvetja þau til sjálfstæðis, að hlýða ekki hugsunarlaust. Bækur sem hvetja börn til að endurmeta reglur hinna fullorðnu innihalda gjarnan uppátæki eða skammarstrik sem kalla fram hlátur. Þannig eru sögurnar um Línu, bæði skemmtilegar og innihaldsríkar. Lína lætur ekki ramma sig inn heldur berst gegn kerfinu með kímni og kænsku. Brot hennar gegn reglum samfélagsins eru aldrei illa meint. Hún ögrar fullorðna fólkinu með því að sýna því að hún hvorki kærir sig um né telur sig þurfa á skipulagi þess að halda. Hún hunsar reglur um sambúðarform, samskipti, málfar og klæðnað, en fyrst og fremst hegðun. „Óþekktin“ sviptir hulunni af gallaðri veröld hinna fullorðnu. Hún skemmtir börnum en knýr fullorðna lesendur til að ígrunda viðmið og gildi samfélagsins, viðhorf og framkomu í garð barna. Á þennan hátt verður skólaganga Línu að beittri úttekt á skólastarfi, hún fer í skólann til að fá frí eins og hin börnin en kemst að því að skólinn er ekki fyrir skapandi huga. Hún snýr öllu á haus, tekst á við fargnöldrun með lappir uppi á borði og snýr viljandi út úr spurningum kennarans. Börnin eru verðlaunuð fyrir að þylja upp utanbókarlærdóm en Lína skilur ekki tilganginn. Hún vill leita svara og skilja samhengið en ekki vera páfagaukur.

Lína kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1945 og skoraði þá hefðirnar á hólm. Hegðun hennar var ekki í samræmi við viðurkennda hegðun stúlkna um miðja 20. öld, hvorki raunverulegra né söguhetja. Hún var sterk stelpa sem lenti í ævintýrum, í barnabókaveröld þar sem strákar hömuðust úti en stelpur fengu úthlutað innirýminu til að æfa sig í að verða húsmæður.

Hegðun hennar var heldur ekki í samræmi við viðurkennda hegðun barna sem áttu að vera prúð og hljóð og gegna skilyrðislaust. Höfundurinn þótti ósvífinn að hvetja börn til óhlýðni; ekki nema von að handritinu skyldi hafa verið hafnað og langan tíma tæki að koma bókinni út.

Á Lína enn erindi? Getur 80 ára gömul barnabók sem ögrar úreltum samfélagslegum viðmiðum átt erindi í dag? Hverju getur Lína snúið á haus þegar skólastarf er orðið lýðræðislegt með litskrúðugum hæfniviðmiðum, lögreglan farin að læra kynjafræði og upptökuheimili orðin sögusvið hryllingsmynda? Það mætti halda að Lína hefði lagt á ráðin um þessar breytingar.

Astrid Lindgren hafði tröllatrú á börnum. Höfundarverk hennar ber með sér þá sýn að börn séu skynsöm og fær um að berjast gegn óréttlæti. Sú sýn verður aldrei úrelt. Lína hafnar kreddum og hjarðhegðun og skýtur niður „af því að það hefur alltaf verið svoleiðis“-rök fyrir reglum og valdi. Hvernig væri veröldin ef enginn gerði eins og Lína?

Lína Langsokkur er fulltrúi víðsýnna og frjálslyndara samfélags en þess sem umlukti höfundinn og lesendur árið 1945. Fyrsta bókin um Línu varð til í miðri heimsstyrjöldinni síðari og kom út í stríðslok. Við getum velt fyrir okkur hvað Adolf sterki myndi heita ef sagan væri ný. Við gætum líka rifjað upp það sem Astrid Lindgren sagði sjálf: Ef maður er ofboðslega sterkur, þá þarf maður að vera ofboðslega góður.

Lína gamla á því fullt erindi. Hún var langt á undan sinni samtíð og áhrif hennar má merkja víða. Hún hefur mótað börn og foreldra, skólakerfið, barnabókahöfunda, söguhetjur og útgefendur. Börn af öllum kynjum geta samsamað sig barninu sem storkar staðalmyndum og tekst á við stífar reglur fullorðinsheimsins. Höfum við svo ekki öll gott af meiri dirfsku, sköpunarkrafti, sjálfstæði, jákvæðni, lífi og fjöri?

Lengi lifi Lína Langsokkur!

Brynhildur Þórarinsdóttir er rithöfundur og íslenskufræðingur, og starfar sem dósent í íslensku við Háskólann á Akureyri.

Sterkust af öllum stelpum

Sterkust af öllum stelpum ég er, diddelí dó og diddelídei.

Ef einhvern langar að mæta mér, þá mæli ég bara: Því er ver, það er best að þú farir að bæla þig, betr´en að ég þurf´að spæla þig, diddelí dó og diddelí der, sterkust af öllum stelpum ég er!

Vögguvísa

Sofið þið

sofið þið

öldur á úthafinu vel, sofið þið

sofið þið vindar hafsins vel.

Öldur og vindar

út um allan sjó

brátt verða komin, komin í ró.

Sofðu nú

sofðu nú

sætasta Sigurlína mín, gafflar og gólftuskur

sofa sæt og fín.

Kökubox öll þau komin er’ í ró kústurinn líka hvílu sér bjó.

Börnin í sýningunni

Við spurðum börnin sem leika í Línu Langsokk tveggja spurninga: „Hvað finnst þér skemmtilegast í sýningunni?“ og „Ef Lína Langsokkur myndi byrja í skólanum þínum, hverju myndi hún vilja breyta?“ Hér koma svörin.

Andrea Ísold, 14 ára

• Mér finnst öll sjóræningjaatriðin svakalega skemmtileg og líka Fargnöldrun. Þau atriði eru fjörug og dansinn svo frábær. Reyndar eru öll dansatriðin geggjuð. Mér finnst ræningjarnir mjög skemmtilegir og svo er Lína líka flippuð og fyndin.

• Lína myndi líklega vilja leggja niður stærðfræði og vera í leikjum og stanslausu stuði alla daga. Svo myndi hún líklega vilja mörg og löng jólafrí. Hún elskar jólafrí.

Auður, 13 ára

• Mér finnst atriðið Langalangafi vera skemmtilegasta atriðið vegna þess að það er gaman að leika sjóræningja og „grilla aðeins“ í áhorfendum. Ef ég á að segja alveg satt og skrökva ekki, eins og Lína gerir stundum, þá veit ég stundum ekki sjálf hvar klúturinn birtist næst! (Fylgstu vel með í atriðinu, þá skilurðu hvað ég á við!)

• Lína myndi ábyggilega vilja hafa fleiri eyður í stundaskránni og við myndum dansa skottís eða línudans á öllum böllum!

Árni Gunnar, 12 ára

• Mér finnst gaman í atriðinu Fargnöldrun af því að dansinn er svo frábær og Sterkust af öllum stelpum er mjög skemmtilegt líka.

• Lína myndi leyfa sparinesti, óhollustu og heimta betri mat. En hún myndi aðallega vilja meira fjör og auðvitað lengra jólafrí.

Ástrós Tekla, 11 að verða 12 ára

• Mér finnst bara allt svo skemmtilegt, algjör draumur að fá að taka þátt í þessari sýningu Mér finnst þjófarnir mjög fyndnir og sniðugir en svo eru söng- og dansatriðin líka frábær. Mitt uppáhaldsatriði er Fargnöldrun.

• Lína myndi pottþétt breyta mörgu. Hún myndi vilja læra í gegnum leiki og pottþétt losna við alla stóla og borð úr skólastofunum og gera þær skemmtilegri og ævintýralegri. Hún myndi vilja hafa karamellur með í nesti og breyta skólavikunni þannig að hún væri tveir dagar og helgarfríið fimm dagar!

Garðar Sigur, 13 að verða 14 ára

• Skemmtilegasta atriðið í sýningunni er örugglega Fargnöldrun, því það er svo mikil orka í atriðinu. Eða þá þegar bófarnir koma heim til Línu, því hún er svo fyndin!

• Lína myndi alveg pottþétt gera þá breytingu að maður mætti bara leika sér í tímum í staðinn fyrir að læra!

Guðmundur Brynjar, kallaður Gummi Binni, 14 ára

• Það sem mér finnst skemmtilegast í sýningunni er markaðssenan, því að henni fylgir líf og fjör og stemmning.

• Lína myndi vilja lengra jólafrí, að það væri heimilt að koma með gæludýr í skólann, og fá pönnukökur í hádegismat.

Gunnar Erik, kallaður Gunni eða Gunnsi, 14 ára

• Það skemmtilegasta í sýningunni finnst mér vera að dansa og skemmta mér á sviðinu með öllu þessu frábæra fólki.

• Lína myndi vilja að allir krakkar fengju að læra og gera það sem þau hafa áhuga á. Og hún myndi vilja hafa fáránlega mikið stuð í skólanum.

Halla Björk, 12 ára

• Það sem er skemmtilegast í sýningunni er bara allt! Að hitta alla leikarana, vera með krökkunum, öllum sem koma að sýningunni og bara vera í Þjóðleikhúsinu!

• Lína myndi hafa bara skóla á fimmtudögum.

Heiða Lind, 12 ára

• Mér finnst allt við sýninguna skemmtilegt!

• Lína myndi vilja að maður fengi að hafa karamellur í nesti og svo myndi hún vilja hafa meira fjör í skólanum.

Hlynur Atli, 14 ára

• Mér finnst markaðsatriðið vera skemmtilegasta atriðið í sýningunni, vegna þess að það er svo mikið um að vera í öllum hornum. Þá er líka lagið Sterkust af öllum stelpum sungið, og dansinn í því lagi er svo flottur og kraftmikill.

• Lína myndi fyrst og fremst vilja leggja niður skólastofuna eins og við þekkjum hana og færa alla kennslu út undir bert loft, þar sem væru hvorki skólaborð né stólar og nóg rými til þess að hugsa. Hún myndi líka stinga upp á því að það mætti taka með sér gæludýr í skólann – en samt kannski bara apa.

Jón Ingi, 15 ára

• Mér finnst sjóræningjaatriðin og dansarnir í þeim það skemmtilegasta við sýninguna, því þar er svo mikið líf, frelsi og fjör. Svo finnst mér svo gaman hvað allir eru glaðir og skemmtilegir og Lína er náttúrulega alveg geggjuð.

• Lína myndi fella niður heimavinnu og hafa leiki alla daga. Það mætti koma með gæludýr í skólann og svo væru pönnukökur í matinn alla daga.

Kormákur, 14 ára

• Mér finnst Langalangafi örugglega skemmtilegasta atriðið. Það er nú hvorki erfiðasti né flóknasti dansinn, en hugmyndin að atriðinu er svo skemmtileg og það hvernig atriðið er sett upp gerir það svo spennó og skemmtilegt að horfa á.

• Ég held að Lína myndi vilja breyta því hvað allir eru mikið í símanum, og reyna að fá meiri fjölbreytileika í skólann.

Kristín Þórdís, kölluð Krilla, 14 ára

• Mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli, það eru svo mörg skemmtileg atriði. En ætli ég verði ekki að segja Fargnöldrun. Dansinn er svo kraftmikill og öll orkan í senunni er svo flott.

• Lína myndi pottþétta fjölga frídögum, hafa betri mat, minnka lærdóm, hafa bara leiki og fullt af dýrum.

Lára, 11 ára

• Mér finnst öll atriðin rosalega skemmtileg, sérstaklega Fargnöldrun af því að þar er svo mikil orka og allir krakkarnir saman. Þjófarnir eru líka MJÖG fyndnir!

• Lína myndi vilja hafa skóla þrjá daga vikunnar, fara í skemmtilega leiki, leyfa dýr í skólanum og lengja öll frí, sérstaklega jólafríið.

Rafney Birna, 12 ára

• Það skemmtilegasta í sýningunni er þjófarnir, þeir eru svo fyndnir!

• Lína myndi örugglega vilja leyfa það að dansa í morgunsöng og að hafa gæludýr með sér í skólann.

Sigurrós Ylfa, 10 ára

• Mér finnst svo margt skemmtilegt í sýningunni, sérstaklega atriðið Sterkust af öllum stelpum. Og svo elska ég bófana, þeir eru svo fyndnir.

• Lína myndi örugglega vilja fá að hafa hesta og apa á skólalóðinni, og svo myndi hún líka vilja fá fleiri frídaga.

Sindri, 13 ára

• Það skemmtilegasta við sýninguna hlýtur að vera hversu kraftmikil og fyndin hún er. Allir dansarnir eru rosalega skemmtilegir og orkumiklir.

• Lína myndi líklega vilja breyta stærðfræðitímunum og hafa þá færri eða kannski enga. Sérstaklega myndi hún vilja sleppa margföldun. Lína myndi líka vilja lengja jólafríið.

Sólrún Freyja, 14 ára

• Mér finnst allar þjófasenurnar í sýningunni vera svo skemmtilegar og fyndnar! Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt að leika sjóræningja og fá að vera asnaleg!

• Lína myndi leyfa öllum að taka með dýr í skólann. Þá gæti hún sjálf tekið með herra Níels og Litla kall, hestinn sinn. Hún myndi líka vilja breyta því hvernig maður lærir, þannig að maður myndi til dæmis læra í gegnum leiki.

Fullorðna fólkið í sýningunni

Hér getur þú lesið um fullorðna listafólkið sem bjó sýninguna til og leikur í henni, og alveg sérstaklega um barnasýningar sem það hefur tekið þátt í. Ef þú vilt vita meira getur þú fundið upplýsingar um sýninguna og fólkið í henni á vef leikhússins: leikhusid.is.

Agnes leikstjóri hefur leikstýrt fjölmörgum leiksýningum fyrir börn á öllum aldri.

Nú síðast leikstýrði hún Blómunum á þakinu í Þjóðleikhúsinu en sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins. Agnes er einn af stofnendum leikhópsins Miðnættis, sem skapaði barnasýningarnar Á eigin fótum, Tjaldið og Geim-mér-ei. Álfarnir Þorri og Þura eru líka úr smiðju Miðnættis, þekkir þú þau? Agnes leikur Þorra! Agnes hefur líka skrifað bækur um Þorra og Þuru og barnabókina Súrsæt skrímsli. Hún sér um sjónvarpsþættina Smástund og hefur leikstýrt Stundinni okkar með Bolla og Bjöllu.

Almar Blær leikari hefur leikið í ýmsum fjölskyldusýningum í Þjóðleikhúsinu. Hann lék t.d. Hans í Frosti. Hann lék mörg hlutverk í Kardemommubænum, Jónatan ræningja, Berg kaupmann, Silíus og úlfalda. Hann lék líka ýmis hlutverk í Draumaþjófnum. Hann lék Orra í Ævintýrum Orra óstöðvandi og Möggu Messi, en sýningin var sýnd í Þjóðleikhúsinu og víða um land.

Atli Rafn leikari lék Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Hann hefur áður leikið í Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu en þá var hann 10 ára og lék skólabarn.

Ásta Jónína ljósahönnuður hefur starfað við ýmsar sýningar í Þjóðleikhúsinu sem ljósahönnuður og myndbandshönnuður og hún hannaði m.a. myndband fyrir Frost og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Ásta hefur tvisvar sinnum verið Lína Langsokkur á öskudaginn og stefnir á að vera það oftar.

Birta leikari útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir rúmu ári og fyrsta hlutverk hennar að loknu námi var Auður í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún lék í söngleiknum Stormi hér í Þjóðleikhúsinu og lék ýmis hlutverk í Frosti.

Bernd brúðuhönnuður er kominn yfir sextugt og er enn að smíða og leika sér með brúður. Reyndar gerði hann brúðuleik að ævistarfi sínu. Hann hefur skapað margar brúðusýningar eins og Pétur og úlfinn, Gilitrutt, Einar Áskel, Aladdín og Íslenska fílinn, og sýnt þær fyrir börn um allan heim. Bernd býr líka til brúðusýningar fyrir fullorðna til að hjálpa þeim með fullorðinsvandamál, eins og Gamla manninn og hafið, Umbreytingu og Brúðumeistarann. Bernd telur að margir fullorðnir gleymi að leika sér og að það sé ástæðan fyrir því að þeir eldist svona mikið. Þess vegna stofnaði hann netskóla fyrir fullorðna til að hafa gaman og halda áfram að skapa. Elsti nemandi hans er 93 ára gamall.

Brett og Þóroddur hljóðhönnuðir eru báðir frá stöðum sem eru mjög langt í burtu - Brett er frá Ástralíu og Þóroddur er frá Akureyri! Þeir hafa báðir ferðast um allan heim í tengslum við tónlistarflutning á tónleikum og í sýningum, og þeir eru líka báðir með sítt hár. Brett sér um hljóðhönnun og að halda leikstjóranum í góðu skapi, en Þóroddur sér um hljóðblöndun tónlistarinnar og gefur leikurunum hrós. Skemmtileg staðreynd: Þeir eru með sama háralit og Agnes leikstjóri!

Ebba Katrín leikari hefur meðal annars leikið Filippíu bókasafnsfræðing í söngleiknum Matthildi og Ófelíu og Laertes í Hamlet litla í Borgarleikhúsinu. Í Þjóðleikhúsinu lék hún Hönnu í Þitt eigið tímaferðalag og hún lék fjölmörg hlutverk í söngleiknum Frosti. Ebba lék Mjallhvíti í Stundinni okkar, hefur leikið í Krakkaskaupinu og talsett teiknimyndir. Áður en Ebba lærði leiklist vann hún sem barnapía og var búningavörður í fjölmörgum barnasýningum í Borgarleikhúsinu og í Þjóðleikhúsinu.

Elísa sýningarstjóri hefur unnið mikið með börnum í gegnum tíðina og hún hefur alltaf elskað leikhús, og þess vegna finnst henni barna- og fjölskyldusýningar vera það skemmtilegasta í leikhúsinu. Meðal barnasýninga sem hún hefur unnið að í Þjóðleikhúsinu eru Kardemommubærinn og Frost. Það er gaman að segja frá því að Elísa og Agnes leikstjóri kynntust þegar Elísa var barn á leiklistarnámskeiði hjá Agnesi. Þær urðu seinna vinkonur, unnu að ýmsum sýningum saman og Agnes hvatti Elísu til að fara í nám í sýningarstjórn. Nú vinna þær í fyrsta sinn saman í Þjóðleikhúsinu!

Elma Rún danshöfundur semur nú í fyrsta sinn dansa fyrir sýningu í Þjóðleikhúsinu, og við bjóðum hana velkomna! Elma starfaði lengi sem danskennari og danshöfundur hjá DansKompaní og er einn af stofnendum Ungleikhússins sem er sviðslistaskóli fyrir börn með ástríðu fyrir leik, söng og dansi. Elma hefur samið og stýrt fjölda dansatriða fyrir börn en bæði hún og nemendur hennar hafa unnið til fjölda verðlauna undanfarin ár á Dance World Cup, heimsmeistaramótinu í dansi. Hún var danshöfundur í Söngvakeppni sjónvarpsins 2024.

Eva Björg búningahönnuður er í leikhópnum Miðnætti með Agnesi leikstjóra og hefur gert leikmynd og búninga fyrir allar sýningar leikhópsins, til dæmis Á eigin fótum, Tjaldið, Geim-mér-ei og Jólaævintýri Þorra og Þuru. Aðrar barnasýningar sem Eva Björg hefur hannað útlit fyrir eru m.a. óperan Hans og Gréta með Kammeróperunni, Palli var einn í heiminum í Hörpu og Langelstur að eilífu hjá Gaflaraleikhúsinu. Hún gerði líka leikmynd og búninga fyrir Blómin á þakinu í Þjóðleikhúsinu og hefur meira að segja unnið í sirkus! Hún hannaði útlitið fyrir Allra veðra von hjá Hringleik og Róló hjá Sirkus Íslands.

Eygló leikari hefur leikið í fjölda sýninga og sjónvarpsþátta fyrir fullorðna, en börn hafa líka gaman af sumum þeirra, til dæmis grínþáttunum Kanarí sem sýndir voru á RÚV og voru valdir Fjölskylduþáttur ársins á Sögum-verðlaunahátíð barnanna árið 2022! Einhverjir sáu kannski Eygló líka í söngleiknum Frosti þar sem hún söng lagið Huggó í risastórum loðnum búningi, en hún tók við hlutverkinu af Ólafíu Hrönn.

Finnur starfar bæði sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Meðal barnasýninga í Þjóðleikhúsinu sem hann hefur gert leikmynd fyrir eru Kafbátur, Fjarskaland og Kardemommubærinn. Hann gerði líka leikmynd fyrir sýninguna Ronju ræningjadóttur sem er byggð á bók eftir Astrid Lindgren, rétt eins og Lína Langsokkur.

Ilmur leikari lék sitt fyrsta hlutverk eftir útskrift í Borgarleikhúsinu árið 2003 en hlutverkið var engin önnur en Lína Langsokkur sjálf! Ilmur elskaði að leika Línu, þessa sterkustu stelpu í heimi og á hún henni mikið að þakka. Þegar Ilmur lék Línu lék leikkonan Sigrún Edda Björnsdóttir frú Prússólín, fulltrúa barnaverndarnefndar en hún hafði einmitt leikið Línu í Þjóðleikhúsinu árið 1983. Það er því afar viðeigandi að Ilmur leiki það hlutverk núna. Hver veit nema Birta fái einhvern tímann að leika Prússó líka - ef hún er heppin!

Jakob leikari útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir rúmu ári og tók þá við hlutverkum í Frosti og Láru og Ljónsa hér í Þjóðleikhúsinu, en hann lék hér líka aðalhlutverk í söngleiknum Stormi. Jakob lék mikið þegar hann var barn, meðal annars lék hann Kurt von Trapp í Söngvaseið í Borgarleikhúsinu árið 2009 og flakkarann í Stundinni okkar.

Karl (Kalli) tónlistarstjóri sýningarinnar er lagahöfundur, söngvari og hljóðfæraleikari. Hann getur spilað á fjölmörg hljóðfæri en píanóið er aðalhljóðfæri hans. Meðal barna- og fjölskyldusýninga sem hann hefur unnið við eru Kardemommubærinn og Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu og Fíasól, Ronja ræningjadóttir og Kalli á þakinu í Borgarleikhúsinu. Hann var líka í hljómsveitinni sem spilaði í Línu Langsokk þegar hún var sýnd í Borgarleikhúsinu!

Kjartan Darri leikari hefur komið að fjölmörgum barna- og fjölskyldusýningum, bæði sem leikari og ljósahönnuður. Hann lék meðal annars í Pílu pínu hjá Leikfélagi Akureyrar. Meðal barnaverka sem hann hefur unnið að eru Tréð, Karíus og Baktus og Stúlkan sem stöðvaði heiminn. Hann hefur ferðast víða um heim með leikhópnum Miðnætti með sýninguna Á eigin fótum. Hann tók þátt í vinsælustu fjölskyldusýningum Þjóðleikhússins á undanförnum árum, þar á meðal Kafbátnum, Kardemommubænum, Láru og Ljónsa, Draumaþjófnum og Frosti.

Kristinn Óli leikari lék í Óvitum í Þjóðleikhúsinu þegar hann var lítill strákur. Hann lék svo Tóta tannálf í Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar, rétt áður en hann hóf leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hann er líka þekktur sem tónlistarmaðurinn Króli og þeir Jói P. sömdu lag Barnamenningarhátíðar árið 2022. Þeir sömdu líka tónlistina fyrir sýningu Þjóðleikhússins á Ævintýrum Orra óstöðvandi og Möggu Messi sem var valin sýning ársins á Sögum-verðlaunahátíð barnanna. Almar og Selma Rán, sem líka leika í Línu Langsokk, léku einmitt Orra og Möggu!

Nick er leikari og sirkusmaður frá Ástralíu. Hann hefur komið fram í sirkustjöldum, í skólum, í stórum og litlum leikhúsum, úti á götu og einu sinni á Grænlandi! Hann lék í Kardemommubænum og Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu. Honum finnst mjög gaman að leika með brúður í leikhúsi og láta alls konar hluti lifna við með aðferðum brúðuleikhúss. Hann var einn af stofnendum Sirkus Íslands og íslenska sirkuslistahópsins Hringleiks. Nick hefur leikið í mörgum sýningum hjá Miðnætti, sem hann telur vera besta barnaleikhóp á Íslandi! Honum finnst sérstaklega gaman að vera trúður á Barnaspítala Hringsins.

Oddur leikari hefur tekið þátt í ýmsum barnasýningum í Þjóðleikhúsinu undanfarin ár. Þar má nefna Óvita, Latabæ, Ronju ræningjadóttur, Lofthrædda örninn Örvar, Frost, Draumaþjófinn og Láru og Ljónsa. Einnig les Oddur hljóðbókaflokkinn Dagbók Kidda klaufa hjá Storytel og hefur talsett ýmsar teiknimyndir.

Ólafía Hrönn leikari lék í þrjú ár eftir að hún útskrifaðist sem leikari á barnaheimilum, m.a. í Karíusi og Baktusi, Mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér, Sögum af Franz í eigin leikgerð og Regnbogastráknum. Hér hefur hún m.a. leikið Martein skógarmús og Ömmu mús í Dýrunum í Hálsaskógi, Soffíu frænku í Kardemommubænum í tveimur uppsetningum, Möddumömmu í Skilaboðaskjóðunni og Blæ kaupmann í Frosti. Hún hefur líka samið, ein og ásamt öðrum, leikrit og sjónvarpsefni fyrir börn, en þar má nefna Skrítlu og Trítlu og verk um Ýmu tröllastelpu. Ólafía Hrönn er líka tónlistarkona og hún samdi titillag þáttanna um Engilráð sem hún lék í Stundinni okkar.

Pálmi leikari hefur leikið Kasper í Kardemommubænum í tveimur uppsetningum í Þjóðleikhúsinu. Hann lék Bill Sikes í Oliver Twist og Hérastubb bakara í Dýrunum í Hálsaskógi. Ásamt félögum sínum í Spaugstofunni hefur Pálmi tekið þátt í gerð yfir 400 sjónvarpsþátta.

Selma Rán leikari leikur nú í þriðja sinn í barnasýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún lék ýmis hlutverk í Frosti, til dæmis Huldu, drottningu huldufólksins, og svo lék hún Möggu í Ævintýrum Orra óstöðvandi og Möggu Messi. Sýningin um Orra og Möggu var sýnd bæði á Stóra sviði Þjóðleikhússins og á leikferð um landið, í skólum og félagsheimilum. Selma hefur líka starfað við talsetningu, og ljær m.a. Nani í endurgerð Disney-myndarinnar Lilo & Stitch rödd sína. Áður en Selma lærði leiklist vann hún sem barnapía í sýningum í Þjóðleikhúsinu.

Sigga Eyrún leikari hefur leikið í fjölda sýninga bæði í Þjóðleikhúsinu og í öðrum leikhúsum, til dæmis í Kardemommubænum, Leitinni að jólunum og Mary Poppins. Sigga var prinsessan Rósalind og skógarstelpan Ástrós í Stundinni okkar. Hún hefur talsett margar teiknimyndir og sjónvarpsþætti. Hún er líka söngkona og hefur sungið nokkrum sinnum í Söngvakeppni RÚV, og lenti í öðru sæti árið 2014 með lagið Lífið kviknar á ný sem Kalli, tónlistarstjóri sýningarinnar, samdi. Hún er nýbúin að gefa út plötu með vögguvísum sem heitir Lúllabæ.

Steinunn Ólína leikari lék Skögultönn foringja í Draumaþjófnum. Hún lék m.a. Elízu í Söngvaseiði, Lindu í Gauragangi, Hodel í Fiðlaranum á þakinu og Yndisfríði í Yndisfríði og ófreskjunni.

Þórarinn þýddi bæði söngtextana og leiktextann í sýningunni. Hann hefur samið fjölda bóka fyrir börn og fullorðna. Hann hefur ort, þýtt og/eða staðfært um þrjátíu ljóðabækur fyrir börn. Einnig hefur hann samið og þýtt óteljandi söngva fyrir barnaleiksýningar. Nýjasta barnaljóðabókin hans, sem kom út árið 2024, heitir Dótarímur en sú fyrsta, sem kom út árið 1991, heitir Óðfluga.

Leiksýning verður til...

Þegar við byrjuðum að æfa Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu vorið 2025 fengum við nokkrar skemmtilegar leikkonur sem höfðu leikið Línu Langsokk í heimsókn, til að heilsa upp á nýju Línu. Hér eru þær Sigrún Edda, Margrét, Birta, Ilmur og Ágústa Eva í Línu-stuði!

Lína Langsokkur á íslensku leiksviði

Leikritið Lína Langsokkur hefur verið leikið mörgum sinnum á Íslandi, bæði í atvinnuleikhúsunum og hjá áhugaleikfélögum víða um land. Hér er listi yfir sýningar í atvinnuleikhúsunum í Reykjavík og á Akureyri.

Lína Langsokkur birtist fyrst á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu árið 1983. Sigrún Edda Björnsdóttir lék Línu og Sigmundur Örn Arngrímsson leikstýrði. Nú, árið 2025, leikur Birta Sólveig Söring Þórisdóttir Línu í leikstjórn Agnesar Wild.

Lína Langsokkur var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1970. Bergþóra Gústavsdóttir lék Línu og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði. LA sýndi Línu Langsokk aftur árið 1992. Þá var það Bryndís Petra Bragadóttir sem lék Línu en Þráinn Karlsson leikstýrði.

Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu hefur sýnt Línu Langsokk þrisvar sinnum. Fyrst til að leika Línu hjá LR var Margrét Vilhjálmsdóttir, árið 1995, og Ásdís Skúladóttir leikstýrði. Næst var það Ilmur Kristjánsdóttir sem lék Línu, árið 2003, í leikstjórn Maríu Reyndal. Árið 2014 lék svo Ágústa Eva Erlendsdóttir Línu og Ágústa Skúladóttir leikstýrði.

Langalangafi

Víst var hann langalangafi snjall

réði sig á sjóræningjadall siglir um höfin kræfur kall dúddelí og dúllan dei.

Hann er með ræningjahugarþel „ræni ég bara, rupla og stel“ segir kall og kann því vel dúddelí og dúllan dei.

En þá – lítið á

ósköp er kallinn grár að sjá Æ, á – farið frá

æ æ æ æ æ æ á!

Víst var hann langalangafi snjall réði sig á auman æludall sjóveikin vonda varð hans fall dúddelí og dúllan dei.

Stormur geisar um hafið hér sjórinn kaldur um seglin fer kall oní lest þá kemur sér.

Ælir og líður illa þá „skárra veður vil ég nú fá annars þá verð ég að fara frá“ dúddelí og dúllan dei.

En þá – lítið á

ósköp er kallinn grár að sjá. Ó, já – lítið á æ æ æ æ æ æ á!

„Ekkert skil ég hvað er að mér hræðileg þessi líðan er bara ef dallurinn byltir sér“ dúddelí og dúllan dei.

Víst var hann langalangafi snjall réði sig á sjóræningjadall sjóveikin vonda varð hans fall.

Starfsfólk Þjóðleikhússins

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri

Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri - í leyfi

Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur

Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur

Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla

Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar

Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi

Vala Fannell, verkefnastjóri fræðslu - og samfélagsmála

Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri

Hans Kragh, þjónustustjóri

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður

Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur

Leikarar

Almar Blær Sigurjónsson

Atli Rafn Sigurðarson

Björn Thors

Ebba Katrín Finnsdóttir

Edda Arnljótsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir

Guðjón Davíð Karlsson

Hallgrímur Ólafsson

Hilmar Guðjónsson

Ilmur Kristjánsdóttir

Jakob van Oosterhout

Kjartan Darri Kristjánsson

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Kristinn ÓIi S. Haraldsson

Nína Dögg Filippusdóttir

Oddur Júlíusson

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Pálmi Gestsson

Selma Rán Lima

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sigurður Sigurjónsson

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - í leyfi

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Vigdís Hrefna Pálsdóttir - í leyfi

Þröstur Leó Gunnarsson

Örn Árnason

Sýningarstjórn

Elín Smáradóttir

Elísa Sif Hermannsdóttir

María Dís Cilia

Máni Huginsson, framleiðslustjórn

Hljóð

Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri

Aron Þór Arnarsson

Þóroddur Ingvarsson

Brett Smith

Leikgervi

Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri

Áshildur María Guðbrandsdóttir

Silfá Auðunsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Hildur Ingadóttir

Búningar

Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Ljós

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.

Garðar Borgþórsson, deildarstjóri

Ásta Jónína Arnardóttir

Haraldur Levy Jónsson

Jóhann Bjarni Pálmason

Ýmir Ólafsson

Leikmyndaframleiðsla

Jasmina Wojtyla, teymisstjóri

Arturs Zorģis, yfirsmiður

Michael John Bown

Leikmunaframleiðsla

Bjarni Þór Sigurbjörnsson, teymisstjóri

Ásta Sigríður Jónsdóttir

Mathilde Anne Morant

Valur Hreggviðsson

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka

Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri

Anna Karen Eyjólfsdóttir

Halla Eide Kristínardóttir

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri

Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða

Eglé Sipaviciute, umsjón Litla sviðsins

Alexander John George Hatfield, yfirmaður sviðstækni

Siobhán Antoinette Henry, yfirumsjón á Stóra sviðinu

Jón Stefán Sigurðsson - í leyfi

Tómas Sturluson

Sigurður Hólm Lárusson

Bókhald og laun

Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari

Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi

Eldhús

Marian Chmelar, matreiðslumaður

Karolina Zielaskowska, aðstoð í eldhúsi

Umsjón fasteigna

Sveinbjörn Helgason, húsvörður

Ina Selevska, ræsting

Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting

Margarita Albina, ræsting

Riina Kaunio, bakdyravörður

Björn Jónsson, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð

Halldór Guðmundsson, formaður

Þóra Einarsdóttir, varaformaður

Erling Jóhannesson

Katrín Gunnarsdóttir

Kristinn Sigmundsson

Valgerður G. Halldórsdóttir

Vigdís Jakobsdóttir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.