Þjóðleikhúsblaðið 2022-2023

Page 1

2022-2023

Þjóðleikhúsblaðið, leikárið 2022-2023. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Þorgeir Kristjánsson. Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hagalín og Sváfnir Sigurðarson. Hönnun og útlit: Kontor. Ljósmyndir: Ari Magg, Jorri og fleiri. Prentun: Prentmet-Oddi. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19. Miðasala: 551 1200, midasala@leikhusid.is. www.leikhusid.is.

Verið

Nýtt leikár! Nýtt upphaf! Þjóðleikhús okkar allra er opið upp á gátt og bíður ykkar, kæru leikhúsgestir, fullt af töfrum og ógleymanlegum upplifunum. Á síðustu tveimur árum höfum við verið rækilega minnt á að maður er manns gaman og hversu fábreytt tilveran getur orðið ef við missum tengslin við annað fólk. Leikhúsið sameinar og býður upp á einstaka samveru. Í leikhúsinu upplif um við saman það sem er að gerast á sviðinu, við hlæjum, grátum, stöndum á öndinni – saman. Þannig verður hvert kvöld í leikhúsinu einstakt. Segja má að sameining sé meginstef leikársins. Um leið fögnum við mennskunni í allri sinni dýrð og rétti okkar til þess að vera þau sem við erum, hindranalaust. Við tökum á knýjandi og eldfimum málum, og við skoðum hið einstaka sem endurspeglar svo oft hinn stóra og algilda sannleika um manneskjurnar.

velkomin!hjartanlega

Íslenskt leikhús hefur aldrei verið í jafn virku og frjóu samstarfi við erlend leikhús og listamenn í fremstu röð, eins og sjá má hér í blaðinu. Við opnum leikhúsið fyrir nýjum gestum á öllum aldri og af ólíkum uppruna, og stöndum fyrir fjölbreyttu fræðslustarfi. Áhorfendur á sýningum á Stóra sviðinu hafa tekið nýjum endurbótum á áhorfenda- og veitingaaðstöðu fagnandi, og nú er verið að ljúka gagngerum endurbótum á forsal í Kassanum. Í vetur munu gestir þar geta notið ljúffengra veitinga fyrir sýningu og í hléi í notalegu og skemmtilegu umhverfi, og þannig gert góða kvöldstund í leikhúsinu enn hátíðlegri. Starfsfólk Þjóðleikhússins er tilbúið. Við hlökkum til að taka á móti ykkur og fagna mennskunni í allri sinniMagnúsdýrð.GeirþjóðleikhússtjóriÞórðarson

EYJA NOKKUR AUGNABLIK UM NÓTT UMSKIPTINGURPRINSINNEX ASPAS LÁRA OG LJÓNSI – JÓLASAGA HÁDEGISLEIKHÚSIÐÍSLANDSKLUKKAN GÓÐAN DAGINN, FAGGI TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA MANNLEG Veldu þínar sýningar á leikhusid.is Kraftmikill leikhúsvetur!

30% afsláttur af þremur eða fleiri sýningum SEM Á HIMNI VERTU ÚLFURDRAUMAÞJÓFURINN TYRFINGUR TYRFINGSSO N SJÖ ÆVINTÝRI UM SKÖMM ELLEN B. HVAÐ SEM ÞIÐ VILJIÐ PUSSY RIOTJÓLABOÐIÐ Ýmis fríðindi fylgja leikhúskortinu, sjá leikhusid.is. Áminning með SMS berst þér nokkrum dögum fyrir sýningarnar þínar. Ekkert mál að breyta á vefnum með 24 klst. fyrirvara með því að opna staðfestingarpóst sem sendur er í kjölfar miðakaupa. Verð kortsins fer eftir miðaverði þeirra sýninga sem þú velur. 50% afsláttur fyrir 25 ára og yngri Við opnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með helmingsafslætti af þremur eða fleiri sýningum HÉRKAUPTU LEIKHÚSKORT

SVIÐIÐSTÓRA6 / 2022septemberíFrumsýnt

ratarsöngDásamlegurleikursembeinttilhjartans! Sem á himni eftir Kay Pollak, Carin Pollak og Fredrik Kempe Leikstjórn Unnur Ösp Stefánsdóttir Handrit: Kay og Carin Pollak Tónlist: Fredrik Kempe Söngtextar: Carin Pollak og Fredrik Kempe Þýðing: Þórarinn Eldjárn Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson

Sem á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis, og nýjar uppsetningar á verkinu eru væntanlegar víða. Sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar! Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitar stjóri sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársauka þrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 2004. Gríðarstór hópur listafólks tekur þátt í uppsetningunni, alls um 40 manns, þar af tólf manna hljómsveit. Í aðalhlutverkum verða þau Elmar Gilbertsson, Salka Sól, Valgerður Guðnadóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hinrik Ólafsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Nýjasta sýning Unnar Aspar leikstjóra, Vertu úlfur, hlaut 7 Grímuverðlaun, m.a. fyrir leikstjórn ársins.

Leikarar: Elmar Gilbertsson, Salka Sól Eyfeld, Valgerður Guðnadóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hinrik Ólafsson, Guðjón Davíð Karlsson, Almar Blær Sigurjónsson, Edda Björgvinsdóttir, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Hákon Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Hildur Vala Baldursdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður K. Steindórsdóttir, Saadia Auður Dhour, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Örn Árnason, Arnaldur Flóki Sverrisson, Árni Dagur Sigurgeirsson, Auðunn Sölvi Hugason, Dagur Nói Arnarson, Guðmundur Brynjar Bergsson, Kormákur Cortes, Magnús Þór Bjarnason, Maísól Fransdóttir, Andrés Illugi Gunnarsson, Óttar Benedikt Davíðsson, Sesselja Katrín Árnadóttir, Þórir Leó Kristjánsson.

Himnesk leikhúsveisla, fyrir sýningu og í hléi!

Hljóðfæraleikarar: Andri Ólafsson, Anna Sigurbjörnsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Þórisson, Björg Brjánsdóttir, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Haukur Gröndal, Júlía Mogensen, Ólafur Hólm, Una Sveinbjarnardóttir, Vignir Þór Stefánsson, Þórdís Gerður Jónsdóttir.

„Hjartnæm innblástursbomba sem hristir upp í tilveru þinni!“ Unnur Ösp Stefánsdóttir

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA

með

Nokkur

þú ert ekki orðin fertug, fáránlega

Adolf

Þetta glænýja, kraftmikla verk er í senn vægðarlaus samtímaspegill og bráðfyndin en ógnvekjandi svipmynd af þeim sem eiga og þeim sem vilja, þeim sem sýnast og þeim sem eru. Þetta erum við – og þau.

Vita þínir nánustu hvernig þú lítur út – án allra filtera?

„Halló, sexí, passlega bótox.“ Nokkur augnablik um nótt Leikarar: Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir. augnablik um nótt eftir Smára Unnarsson Leikstjórn Ólafur Egill Egilsson Á dásamlegu sumarkvöldi uppi í bústað, yfir glóðheitu grillinu, kynnir Björk nýja kærastann fyrir Ragnhildi stóru systur og manninum hennar. Þær systurnar ólust upp á brotnu heimili en hafa farið ólíkar leiðir í lífinu. Ragnhildur stefnir óðfluga inn á þing og er gift fyrrverandi fótboltakappanum Magnúsi sem nú gerir það gott í fjárfestingum. Björk er alveg við það að meika það í músíkinni og er nýbúin að kynnast Óskari, sem er bara lowkey fínn gaur. Þetta verður örugglega alveg yndisleg og afslöppuð Ungtbústaðarferð.íslenskt leikskáld sendir frá sér magnað verk, beint úr íslenskum raunveruleika. Grátbroslegt og spennandi leikrit um fagfjárfesta og fótboltamenn, stuðningsfulltrúa, stjórnmálakonur og fleira gott fólk sem við þekkjum öll – eða ekki.

Leikmynd: Hildur Evlalía Unnarsdóttir Búningar: Arturs Zorģis Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Tónlist og hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir

Ólafur Egill Egilsson er í fremstu röð íslenskra leikhúslistamanna og er nú fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Meðal fjölda sýninga sem hann hefur komið að eru Ásta, Karitas, Ör, Níu líf og Ellý.

Adolf Smári Unnarsson hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem rithöfundur, leikskáld og leikstjóri, en hann hlaut meðal annars þrjár Grímutilnefningar árið 2021 fyrir Ekkert er sorglegra en manneskjan.

Úr

mikið

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNAKASSINN8 / 2022októberíFrumsýnt

„Þetta er í raunveruleikaþátturrauninni sem smyglaði

Tyrfingur Tyrfingsson „Þessi sýning er listaverk sem enginn má láta framhjá sér fara...“

ársins!

Sýningin sem kom opna skjöldu leikrit

ÞSH, Fbl.

Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Vincent Kári van der Valk.

„Magnað sjónarspil semgálgahúmor...afeinkennistgalsaog

Eitt af lykilverkum Tyrfingssonar.“Tyrfings

Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson Leikstjórn Stefán Jónsson

RÚV

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA10STÓRASVIÐIÐ / 2022októberínýjuaðhefjastSýningar

6

öllum í

Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson Myndbandsgerð: Signý Rós Ólafsdóttir Grímuverðlaun 12 tilnefningar Þjóðleikhúsið hefur gefið leikritið út á bók sem seld er í Leikhúsbókabúðinni. sér Stóra sviðið.“ NH, Víðsjá,

inn á

Sýningin Sjö ævintýri um skömm hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á liðnu vori. Hún var tilnefnd til tólf Grímuverðlauna og hlaut verðlaunin fyrir leikrit ársins, leikstjórn, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, búninga og lýsingu. Þetta nýja verk eftir Tyrfing Tyrfingsson kom áhorfendum skemmtilega á óvart, með sínum galgopalega húmor, frumleika og hlýju. Hér er boðið upp á farsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli! Agla ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana í þrjá sólarhringa. Geðlækn irinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hinsvegar frá kenningu sinni um að sjö ævintýri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla neyðist til að rekja sig í gegnum þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar ef hún vill eiga einhvern möguleika á bata. Kópavogsbúinn Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi, en hið fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Tyrfingur hlaut Grímuna fyrir leikrit ársins 2020 og 2022.

TYRFINGUR TYRFINGSSO N

Leikgerð: Karl Ágúst Úlfsson og Ágústa Skúladóttir Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna.

Shakespeare var sammála – og það erum við líka!“ Ágústa

Leikarar og tónlistarflytjendur: Almar Blær Sigurjónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Hilmar Guðjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Veröldin er Shakespeares.Ærslagangurleiksvið!íkynjaskógi

Úlfsson Hvað sem þið viljið eftir William Shakespeare Leikstjórn Ágústa Skúladóttir

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA12KASSINN / 2023janúaríFrumsýnt

Hjörtu barmafull af ást !

ástin

Þessi galsafulla gleðisýning færir okkur skemmtilegasta gamanleik Shakespeares í splunkunýjum búningi, þar sem möguleikar leikhússins eru nýttir á frjóan og ævintýra legan hátt og list leikarans er í forgrunni. Ágústa Skúladóttir leikstjóri er þekkt fyrir fjörugar, frumlegar og hugmyndaríkar sýn ingar, og nú hefur Karl Ágúst Úlfsson endur ort texta skáldsins á léttleikandi nútímamáli í nýrri leikgerð sem er full af húmor! Kristjana Stefánsdóttir semur nýja og stórskemmtilega tónlist fyrir sýninguna. Margir okkar flinkustu gamanleikarar blása nýju lífi í ógleymanlegar persónur ElskendurnirShakespeares.ungu Rósalind og Orlandó neyðast til þess að flýja undan ofsóknum, hvort í sínu lagi. Þau hrekjast út í skógana miklu, þar sem þeirra bíða kostuleg ævintýri meðal annarra útlaga. Dulargervi, kynusli, margfaldur misskilningur, ráðabrugg, fíflalæti og eldheitar ástríður!

Tónlist og tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason

„Er allt sem sögðu Bítlarnir, Skúladóttir Karl Ágúst

og

þarf? Það

Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is

Leikhúsgestir hafa lýst mikilli ánægju með endurbætur á gestaaðstöðu og veitingaþjónustu í Þjóðleikhúsinu. Í sumar héldum við áfram að fegra leikhúsið okkar með því að betrumbæta stórlega aðstöðu gesta í húsi Jóns Þorsteinssonar þar sem Kassinn og Litla sviðið eru, og auka veitingarými þar. Markmið okkar með endurbótunum er að gera leikhúsheimsóknina þína enn ánægjulegri.

Þú getur pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann, í miðasölu eða í gegnum vefinn, með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. Ljúffengar veitingar fyrir sýningu og í hléi

Þjóðleikhúsinu hefur bæst einstakur liðsauki, Ólafur Ágústsson sem hefur matreitt á ýmsum af helstu veitingastöðum landsins, keppt fyrir Íslands hönd með kokkalandsliðinu og unnið til fjölda verðlauna. Ólafur hefur, eins og honum einum er lagið, sett saman nýjan matseðil í norrænum stíl fyrir gesti Þjóðleikhússins, þar sem lögð er áhersla á að nýta ferskasta hráefnið hverju sinni. Ólafur Ágústsson Nýr yfirkokkur Þjóðleikhússins

FYRIRVEITINGARHÓPA

Ný og betri aðstaða gesta

Gerðu enn meira úr kvöldinu!

Í hléi: Kaldir smáréttir, grilluð kjúklingaspjót, sænskar kjötbollur, kartöflusalat, ólífumauk og fleira girnilegt. Eplakaka með vanillukremi, kanil og rjóma.

LEIKHÚSFLÖGUR Kartöfluflögur með háleynilegri kryddblöndu. BARSNARL Grænar ólífur og möndlur með tamarisósu. SÚKKULAÐIRÚSÍNURBLANDAÐAR Þrír smáréttir, bornir fram saman á diski. Útbúnir í eldhúsinu okkar, úr ferskasta hráefninu hverju sinni. Að sjálfsögðu er hægt að panta grænkeraútgáfu af leikhússmáréttum. Matseðillinn tekur breytingum eftir árstíðum og um jólaleytið gælum við sérstaklega við bragðlaukana!

Á sýningum á Draumaþjófnum má gæða sér á vöfflum með rjóma og sultu, og renna þeim niður með ilmandi kakói! Freyðandi drykkir og makkarónur.

LEIKHÚSSMÁRÉTTIRLEIKHÚSVÖFFLURLEIKHÚSBÚBBLURHIMNESKLEIKHÚSVEISLA!

LEIKHÚSSNARL

Viltu gera sérstaklega vel við þig og þína? Fyrir sýningu: Sjávarréttasúpa með saffran, fennel og rækjum, ásamt nýbökuðu brauði.

KEX OG KREM frækexParmesankex,ogkryddjurtakrem.

ferðalagÆsispennandifyriralla fjölskylduna!

Leikarar: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Almar Blær Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Hákon Jóhannesson, Kjartan Darri Kristjánsson, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Saadia Auður Dhour, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Viktoría Sigurðardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri.

Draumaþjófurinn er glænýr fjölskyldusöngleikur, byggður á bók Gunnars Helgasonar í leikgerð Bjark ar Jakobsdóttur, sem hrífur bæði börn og fullorðna. Æsispennandi þroskasaga, með litskrúðugum og skemmtilegum persónum, þar sem tekist er á við margt sem skiptir okkur svo miklu máli í dag. Sagan birtist hér í sannkallaðri stórsýningu, í leikstjórn Grímuverðlauna hafans Stefáns Jónssonar, með grípandi lögum eftir Þorvald Bjarna, miklu sjónarspili og óviðjafnanlegum Ídansatriðum.Draumaþjófnum hverfum við inn í litríkan, spennandi og stórhættulegan söguheim sem á engan sinn líka! Hetjan okkar hún Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís – eða bara Eyrdís – þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu. Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnar ar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum gnæfir Skögultönn foringi sem öllu ræður. En daginn sem Eyrdís dóttir Skögultannar gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu. Rottudísin litla neyðist til að flýja inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur Draumaþjófurinn er sendur til að bjarga henni – eða til að deyja! Gunnar Helgason þarf ekki að kynna, en hann hefur á undanförnum árum sent frá sér hverja metsölubókina á fætur annarri fyrir börn og unnið til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókaverðlauna barnanna. Leikhúsnámskeið með Gunnari Helgasyni fyrir börn og fullorðna í tengslum við sýninguna, sjá bls. 40.

SVIÐIÐSTÓRA / 2023marsíFrumsýnt

Tónlist og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Dansar og sviðshreyfingar: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Draumaþjófurinn leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur af skáldsögu Gunnars Helgasonar Leikstjórn Stefán Jónsson

„Kannski verður sagt: „Mér finnst leikritið betra en bókin“. En það er allt í lagi! Ég er bara svo fáránlega spenntur að sjá persónurnar og heiminn springa út á Stóra sviðinu!“ Gunnar Helgason

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA 16

Leikmynd og myndbandshönnun: Elín Hansdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson, Emilíana Torrini, Markéta Irglová og Prins Póló

Grímuverðlaun!

Sýningin Vertu úlfur hefur hreyft rækilega við áhorfendum og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi tvö leikár í röð. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem sýning ársins, auk verðlauna fyrir leikrit ársins, leikstjórn, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, hljóðmynd og lýsingu. Titillag sýningarinnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki. Hundruðustu sýningu verksins verður fagnað nú í haust. Sýningin hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans, inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu. Verkið er byggt á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar, Vertu úlfur, sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „... fágæt listræn upplifun sem gengur rakleiðis inn að kviku ... Sjáið þessa sýningu!“ SA, TMM ársins 7

Leiksýning

í haust!

hundraðasta

Þriðja

Sýning ársins – sem allir verða að sjá!

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA18STÓRASVIÐIÐ / 2022septemberínýjuaðhefjastSýningar Leikari: Björn Thors Vertu úlfur Leikverk byggt á bók Héðins Unnsteinssonar Leikgerð og leikstjórn Unnur Ösp Stefánsdóttir

í

„Algerlega óbeislaður lífskraftur sem slær á alla strengi tilfinningahörpunnar – allt innan marka þess eðlilega þó.“ Héðinn Unnsteinsson leikárið röð –sýningin

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA „Gjörningar Pussy Riot eru án efa einhver mikilvægustu pólitísku listaverk 21. aldarinnar. Ef einhverjir listamenn hafa gefið allt fyrir listina þá eru það þessir töffarar. Þungamiðjan í sýningunni er saga Möshu og lýsing hennar á helvítinu sem Rússland Pútins er. Glerhörð kvöldstund sem kýlir beint í magann og á sér í alvöru talað engan sinn líka.“ Ragnar KjartanssonSVIÐIÐSTÓRA / 2022nóvemberíGestasýning 20 Pussy Riot Sýning á Stóra sviðinu í nóvember Þessi sýning Pussy Riot er sambland af tónleikum, gjörningalist og pólitískum viðburði. Hún hefur í sumar verið sýnd víðs vegar um Evrópu og hlotið mikla athygli og lof. Sýningin var að hluta til æfð og þróuð í Þjóðleikhúsinu nú á vordögum, rétt eftir að Masha Alyokhina forsprakki hópsins kom sér hingað undan klóm rússnesks óréttlætis. Sýningin er skipulögð í samhengi við fyrstu yfirlitssýningu Pussy Riot sem opnar í Kling & Bang í lok nóvember.

Benedict Andrews, leikstjóri, Marius von Mayenburg, leikskáld og leikstjóri og Nina Wetzel, leikmynda- og búningahöfundur við undirbúning þríleiksins í Þjóðleikhúsinu.

Viðtal við Benedict Andrews, leikstjóra og Marius von Mayenburg, leikskáld og leikstjóra

21

Stórviðburður í íslensku leikhúslífi

VIÐTAL––––––––––––––––––––––––––––Heimsfrumsýning á nýjum þríleik eftir eitt virtasta leikskáld samtímans Þjóðleikhúsið stendur fyrir stórviðburði í íslensku leikhúslífi á Stóra sviðinu – heimsfrumsýningu á glænýjum þríleik eftir Marius von Mayenburg, sem talinn er eitt merkasta núlifandi leikskáld Evrópu. Hinn heimsþekkti leikstjóri Benedict Andrews leikstýrir tveimur verkanna, Ellen B. og Ex, á leikárinu 2022-23 og Marius von Mayenburg mun sjálfur leikstýra því þriðja, Alveg sama, haustið 2023. Það er mikill fengur fyrir íslenska leikhúsgesti og listafólk að fá þessa virtu leikhúsmenn til samstarfs. Leikritin eru framúrskarandi vel skrifuð og fjalla um ástina og valdið í samtímanum, nútímafólk og nándina, af nístandi hreinskilni og kolsvörtum húmor. Bitastæð hlutverkin eru öll í höndum stórleikara. Benedict, leiðir ykkar Mariusar hafa legið saman í leikhúsinu í tvo áratugi, og þú hefur áður leikstýrt fimm verkum eftir hann í leikhúsum í Ástralíu og í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín. Hvað er að þínu mati áhugaverðast við leikritin hans? Ég hitti Marius fyrst þegar ég setti upp leikrit hans Eldfés (Feuergesicht) hjá Sydney Theatre Company árið 2001. Ég var ungur leikstjóri og þráði breytingar í leikhúsinu, vildi finna ný form, prófa nýjar aðferðir. Eldfés var verkið sem kynnti Marius til leiks sem eitt hinna svokölluðu „in-yer-face” leikskálda, sem einnig voru nefnd „blood and sperm” kynslóðin. Þar fór hann fremstur í flokki ásamt Söruh Kane og Mark Ravenhill. Eldfés hafði mikil áhrif á mig, það talaði svo beint til manns, fagurfræðin var beinskeytt með stuttum, hárbeittum senum og höfundurinn kafar djúpt í sálarlíf persónanna. Verkið sameinar frumstæða og goðsagnakennda arfleifð grísku harmleikjanna og hraðann sem einkennir kvikmyndir Tarantinos. Það er fyndið og skrítið, villimannslegt og áræðið, alveg einstakt. Það fannst á hverju orði í leikritinu að þarna fór rithöfundur sem vildi kraftmikið og ágengt leikhús, líkt og ég sjálfur. Við hittumst fyrst í Sydney í tengslum við uppsetninguna og náðum strax vel saman, þar hófst samvinna okkar og vinátta. Segja má að samtal okkar sem hófst þegar við borðuðum saman í fyrsta skipti sé enn í gangi, samtal um leikhúsið og lífið og allt þar á milli. Fyrir milligöngu Mariusar var mér boðið að leikstýra við Schaubühne-leikhúsið í Berlín og hann var dramatúrg í nokkrum sýningum hjá mér þar. Ég fann strax og við kynntumst að hann er hreinræktað „leikhúsdýr”. Hann býr yfir háþróuðu næmi fyrir list leikarans og djúpum skilningi á þeim kröftum sem eru að verki á leiksviðinu, og verkin hans bera því vitni. Hann sættir sig ekki við að vinna eftir hefðbundnum leiðum og leikritin hans bjóða því stöðugt upp á nýja möguleika og opna nýjar lendur í leikhúsinu. Hann er í stöðugri tilraunastarfsemi, reynir á þanþol leikstjórans, leikaranna og áhorfenda og fer með þá langt út fyrir þægindarammann. En hann er líka alltaf með blik í auga og hefur frábæra kímnigáfu. Ég er heillaður af því hvað hann er skarpur, heiðarlegur og uppátækjasamur, og af einstakri sýn hans á heiminn. Hann slær aldrei af, styttir sér aldrei leið. Hann er hugrakkur og samviskulaus, hann er „the real fucking deal”. Nú, tveimur áratugum eftir að ég setti upp Eldfés, leita ég enn í verkin hans af því hann er sá samtímahöfundur sem talar mest til mín. Það er enginn eins og hann.

Marius, hvernig er samvinnu ykkar Benedicts sem höfundar og leikstjóra háttað? Vinnið þið náið saman í ritunar- og æfingaferli verkanna? Eini leikstjórinn sem stundum kemur að ritunarferli verka minna er ég sjálfur. Síðustu tólf árin hef ég sjálfur leikstýrt frumuppfærslum á verkunum mínum og auðvitað hefur það haft mikil áhrif á skrifin –kannski til hins betra, kannski ekki. Áður en ég fór að leikstýra sjálfur var ritunarferlið líka mjög einmanalegt. Eina undantekningin var sýning sem við Benedict unnum saman að fyrir Adelaide-hátíðina, Moving Target. Þá vorum við búnir að vinna saman í nokkur ár, hann sem leikstjóri og ég sem dramatúrg. Við höfðum myndað mjög sérstaka listræna vináttu og Benedict spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vinna sýningu með honum alveg frá grunni. Það er að segja að byrja að æfa með hópi af leikurum með ekkert í höndunum nema hugmynd. Engan texta, enga leikmynd – ekkert. Allt yrði þróað í æfingaferlinu. Þetta var mjög kraftmikið og fallegt ferli. Fljótlega eftir þessa sýningu fór Benedict að skrifa leikrit sjálfur og ég að leikstýra. Marius, verkin í þríleik þínum, Ellen B., Ex og Alveg sama (Egal) eru á margan hátt ólík, en formið er svipað og það eru þemu og ákveðnir eiginleikar sem tengja þau. Hvaðan spretta þessi verk og hvers vegna líturðu á þau sem þríleik?

Við Marius töluðum nokkuð reglulega saman í gegnum Zoom á Covidtímabilinu og þá fór hann að lýsa nýju verkunum sem hann var að skrifa og kallaði seinna „Lockdown”-þríleikinn sinn. Þegar hann deildi svo verkunum með mér varð ég heillaður af nándinni og ákefðinni í þeim, af þessum stöðugu átökum sem hann náði að láta stigmagnast. Verkin segja ólíkar sögur og fjalla um ólíkar persónur en þau eiga ákveðin þemu og formið sameiginlegt. Þetta eru þrjú kammerverk, tvö tríó og einn dúett. Hver einþáttungur er um ein og hálf klukkustund að lengd, allt er leikið í einum rykk, í rauntíma. Öll gerast þau inni á heimili, í stofu. Öll beina sjónum að dýnamíkinni í samskiptum hjóna, af hárbeittri nákvæmni og grimmd. Mér finnst vera mikil nánd í verkunum, þó eru þau epísk, ótrúlega persónuleg en samt einhvern veginn almenn. Við fyrsta lestur gagntóku þau mig, þau voru svo hlaðin og komu mér úr jafnvægi. Mig langaði strax til að rannsaka þau með leikurum í æfingarými. Ég hafði á tilfinningunni að það myndi verða eins og að sviðsetja þungavigtarbardaga í boxi, að átökin í þeim og tilfinningaleikfimin væri á þeim skala. Hvert hlutverk var eins og gjöf til leikarans. Eftir fjarveru mína frá leikhúsinu – meðan ég var að leikstýra kvikmyndum og á Covid-tímanum – þá fannst mér þessi leikrit einmitt vera „kjöt” sem mig langaði að sökkva tönnunum í. Verkin þrjú bera þess skýr merki að hafa verið skrifuð í þeirri einangrun og innilokunarkennd sem fylgir sóttkví og samkomutakmörkunum. Þótt aldrei sé rætt um farsóttina beint í verkunum þá spretta þau greinilega upp úr bæði persónulegu og samfélagslegu hættuástandi. Hin djúpstæðu vandamál nútímans kalla fram spurningar um fortíð og framtíð. Persónurnar í verkunum lifa og hrærast í tilfinningalegu hættuástandi sem stigmagnast. Íbúðirnar þeirra verða nokkurs konar hraðsuðupottar þar sem sjálfur grunnurinn í sambandi þeirra springur og opnast. Marius býður okkur að fylgjast með átökunum sem upp úr þessu spretta, úr stúkusæti. Þó að hvert verkanna sé sjálfstætt lítur hann á þau sem systkini og ég er spenntur að bjóða áhorfendum upp á að kynnast þessum heiftúðugu þríburum. Líkt og um væri að ræða afmarkaða HBO seríu, þríleik Kieslowskis um Litina þrjá eða þrjá ólíka hluta skáldsögunnar 2666 eftir Roberto Bolaño, þá er ég forvitinn að sjá hvernig þessir sjálfstæðu hlutar koma til með að mynda eina heild. Marius, verkin þín eru oft nokkurs konar andsvar við því sem er að gerast í samfélaginu. Í Ellen B. kemurðu inn á viðkvæmt umfjöllunarefni, ásakanir um kynferðislega áreitni og misnotkun. Hér á Íslandi var MeToo umræðan mjög kraftmikil, en sumir karlmenn hafa verið hræddir við að tjá sig um málefnið. Ég held að karlmenn þurfi að hætta að skilgreina frelsisbaráttu og femínisma sem einvörðungu málefni kvenna. Reynsla af kynferðislegri misnotkun er ekki bundin við einungis eitt kyn. Þetta er almenn ógn. Fyrir mitt leyti er ég ekki í neinum vafa um að valdastrúktúrinn á bak við hvert kynferðisbrot sé hægt Arnar Jónsson í uppsetningu Benedicts Andrews á Lé konungi Þjóðleikhúsinu.í

fyrir því að eiga í átökum og verða að bera sigur úr býtum í öllu sem þær rífast um. Verkin eru eins og systkini með ólík áhugamál, ólíka galla og kannski ólíka hæfileika, mér finnst eins og þau kallist á. Og vonandi á áhorfandi sem sér þau öll eftir að njóta samvistanna við þessa þrjá „illgjörnu þríbura”. Benedict, hvers vegna langaði þig að takast á við þessi leikrit og hvað viltu segja um tengslin á milli verkanna sem mynda þríleikinn?

22VIÐTAL / MayenburgvonMariusogAndrewsBenedict

Ljósmynd: Eddi.

Rétt áður en öllu var skellt í lás vegna Covid árið 2020 var frumsýnt eftir mig leikrit. Frumsýningarpartýið var fyrsti smitpotturinn í nærumhverfi mínu og daginn eftir frumsýninguna var öllum leikhúsum í Berlín lokað. Þetta var mjög erfitt, ég sá fram á að leikritið mitt myndi ekki lifa áfram, enginn myndi koma að sjá það. Og þá byrjaði ég að skrifa Ex, skrifin urðu eins og einskonar þerapía fyrir mig. Frá því að skrifa Ex fór ég yfir í að skrifa Ellen B. og daginn sem ég lauk við Ellen B. byrjaði ég að skrifa Alveg sama. Það var eins og verkin yxu hvert út úr öðru og öll uxu þau út úr frelsinu sem fólst í því að vera innilokaður og í þessum félagslegu höftum. Ég hafði gengið með flestar hugmyndirnar árum saman en aldrei haft tíma til að skrifa þær niður. Hugmyndin að Ex fæddist t.d. þegar ég átti samtal við nokkra kollega um stéttskipt þjóðfélög í leikritum fyrri alda, hvort okkar þjóðfélag væri eins stéttskipt og áður, eða hvort stéttaskipting væri jafnvel liðin undir lok. Í Ex hafa mál sem tengjast stéttaskiptingu mikil áhrif á átök parsins sem er í forgrunni. Ellen B. er kannski persónulegra verk, en Alveg sama sprettur aftur á móti upp úr vandamálum í okkar afturhaldssama þjóðfélagi. Öll verkin eiga það sameiginlegt að hafa á sér yfirbragð innilokunar, bæði hvað varðar bygginguna – þetta eru allt einþáttungar – og hvað tungumálið snertir. Mér finnst þau vera á sama hraða, með svipað hitastig, og samtölin eru drifin áfram eins og í gamanleik. Persónurnar eru allar með þráhyggju

Benedict, frumsýningin á Ellen B. í Þjóðleikhúsinu verður frumuppfærsla verkins. Er þér mikilvægt að vinna við ný verk og hvernig er það ólíkt því að leikstýra sýningum á klassískum verkum? Það má segja að ég reyni að finna það nútímalega í klassískum verkum og öfugt. En á endanum snýst þetta alltaf um að sviðsetja lífið sjálft, með allri sinni blíðu, viðkvæmni og grimmd. Það er auðvitað mikil ánægja og forréttindi að vera viðstaddur fæðingu nýs verks, að koma með það inn í heiminn, sparkandi og öskrandi í fyrsta sinn.

Benedict Andrews hefur sett upp rómaðar og margverðlaunaðar sýningar í virtustu leikhúsum heims, meðal annars í Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Í leikhúsi, óperu og kvikmyndum hefur hann leikstýrt heimsfrægu listafólki og á Íslandi er hann áhorfendum að góðu kunnur fyrir Grímuverðlaunasýningarnar Lé konung og Macbeth.

Marius, þú munt leikstýra Alveg sama hér í Þjóðleikhúsinu á næsta ári, hvaða væntingar hefurðu til vinnunnar?

The War of the Roses

hjá Sydney Theatre Company.

Viðtal: HHG og MTÓ

Efniviðurinn í Ellen B. kemur inn á það sem ég hef mestan áhuga á sem leikstjóri – ráðgátuna um langanir og þrár mannsins og afleiðingar sem af þeim hljótast. Þó að verkið sé algjörlega einstakt hvað varðar efni og tilurð þá er sama hugmyndafræði að baki Ellen B. og Blackbird eftir David Harrower, en það verk sviðsetti ég í Schaubühne, og skrifaði svo upp úr því handrit að minni fyrstu kvikmynd, Unu. Í báðum verkunum erum við krafin um að meta eyðilegginguna sem glæpsamlegt, kynferðislegt misnotkunarsamband veldur, og að greina valdastrúkturinn í slíku sambandi. Þegar ég leikstýrði Unu kynnti ég mér í þaula reynslu þolenda kynferðisofbeldis. Ég reyndi að vera trúr sannleikanum og þeim flækjum sem einkenna slíka reynslu, þeim tilfinningalega ruglingi sem getur orðið milli ástar og nauðgunar. Takmark mitt hér er það sama. Á sama hátt og verkið Una, þá neitar leikritið Ellen B. að veita auðveld svör. Marius dregur áhorfendur inn í flókinn lygavef valdbeitingar og þrár. Hann greinir hvernig valdbeiting í kynferðislegri misnotkun virkar, hvernig tungumálið er notað sem vopn til að þvinga og táldraga. Sem leikstjóri þá lít ég svo á að starf mitt sé að vera sérfræðingur í persónulegum átökum, og það felist í að færa áhorfendur nálægt hinum nöktu taugum verksins. Ég sækist ekki eftir auðveldum lausnum, ódýrum meðölum eða plástrum. Ég vil að áhorfendur upplifi verkið með öllum sínum sóðalegu flækjum og að þeir neyðist til að taka afstöðu, en að þeir skipti svo um lið aftur og aftur á meðan þeir stara inn í sárið. Ég vil að áhorfendur rífist um verkið á barnum eftir sýningu og að persónurnar og vandamál þeirra dvelji með þeim löngu eftir að tjaldið fellur.

Ljósmynd: Tania Kelley.

að skilgreina sem karllægan. En innan þess ramma geta gerendur verið bæði karlar og konur. Það er þetta kerfi og valdið sem verður til í gegnum tungumálið sem ég hef áhuga á. Það er nokkurs konar vald sem byggist á misnotkun og viðheldur misnotkun. Það er ákveðin tegund af ofbeldi sem þarf ekki að vera kynferðislegt til að leggja líf manneskju í rúst. Hvernig sérð þú fyrir þér, Benedict, sem karlkyns leikstjóri, að nálgast verk um þetta viðkvæma málefni?

Nina Wetzel er einn eftirsóttasti leikmyndaog búningahöfundurinn á meginlandi Evrópu um þessar mundir. Hún hefur starfað með leikstjórum í fremstu röð og unnið fyrir virt leikhús, óperuhús og leiklistarhátíðir víða um lönd. Hún er einn af nánustu samverkamönnum Thomasar Ostermeier við Schaubühne-leikhúsið.

23 Marius von Mayenburg er eitt stórvirkasta og beittasta leikskáld Evrópu í dag. Verk hans hafa verið þýdd á fleiri en þrjátíu tungumál og sett upp í leikhúsum víða um heim, auk þess sem hann hefur leikstýrt eigin verkum og annarra. Hann starfaði lengi sem dramatúrg við hið virta leikhús Schaubühne í Berlín í heimalandi sínu, Þýskalandi og hefur sett þar upp leiksýningar. Leikrit hans Sá ljóti, Stertabenda, Bæng! og Eldfés hafa verið leikin hér á landi.

Ég hlakka til að vinna með Benedict og Ninu Wetzel, leikmynda- og búningahöfundi, í þessu nýja og risavaxna samhengi. Þau eru bæði nánir vinir og listrænir samverkamenn mínir, og ég er forvitinn að sjá hvert þetta nýja skref í okkar listrænu samvinnu leiðir okkur. Það er líka nýtt og alveg sérstakt fyrir mig sem höfund að þrjú verk eftir mig séu sett upp á svo stuttum tíma og í svona miklu návígi. En aðallega er ég spenntur vegna þess að Ísland býr yfir stórkostlegri menningu sem ég hlakka mjög til að komast í snertingu við. Það að leikstýra verki þar sem samtöl eru helsta driffjöðrin á öðru tungumáli verður áskorun, en ég hef alltaf haft gaman af þeirri fjarlægð sem það að vinna á öðru tungumáli skapar. Því vonast ég eftir gjöfulum samskiptum og leiftrandi kynnum við nýja áhorfendur.

Cate Blanchett í BenedictsuppsetninguAndrews á

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA24STÓRASVIÐIÐ / 2022desemberíFrumsýnt

Heimsfrumsýning á glænýjum þríleik eftir Mayenburg

Heimsóknin snýst von bráðar upp í martraðar kennda viðureign, með grimmilegum ásökun um á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Undir liggja ágengar spurningar um valdajafnvægi og trúnaðartraust í nánum samböndum, mörk in milli atvinnu og einkalífs, lygina og sannleik ann – og ásakanir, hvort sem þær eru falskar eða sannar, eða málin flóknari en svo. Spennuþrungið, eldfimt og einstaklega vel skrifað verk sem talar beint inn í samtíma okkar. Mögnuð leikaraveisla!

„Hversu langt göngum við í lyginni til þess að fá það sem við viljum? Lygi til að vernda okkar nánustu, forðast átök, halda orðsporinu, fá samúð, koma höggi á andstæðinginn. Lygi til að þurfa ekki að horfast í augu við sáran sannleikann. Stór lygi, lítil lygi, hagræðing á sannleika eða hreinn uppspuni. Skiptir það máli? “ Ebba Katrín Finnsdóttir Ellen B. eftir Marius von Mayenburg Leikstjórn Benedict Andrews liggjanákvæmlegaþessi

svokölluðu mörk?

Hvar

Stórviðburður í evrópsku leikhúsi: Heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. Leikmynd og búningar eru eftir hina virtu Ninu Wetzel. Astrid er menntaskólakennari á fimmtugsaldri. Hún býr með Klöru sem er smiður, fimmtán árum yngri en Astrid og fyrrum nemandi hennar. Þær hafa átt í ástarsambandi um árabil. Dag einn ber gest að garði, Wolfram, samkennara og yfirmann Astridar, sem kveðst þurfa að ræða við hana um alvarlegt mál.

Leikarar: Benedikt Erlingsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Þýðing: Bjarni Jónsson

Leikmynd og búningar: Nina Wetzel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson

Eða lamandi?

Nína Dögg Filippusdóttir Ex eftir Marius von Mayenburg Leikstjórn Benedict Andrews Leikarar: Gísli Örn Garðarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir.

ástina og samskipti

Ex er flugbeitt sálfræðidrama og annað verkið í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayen burg sem verðlaunaleikstjórinn Benedict Andrews leikstýrir. Á fallegu heimili fyrirmyndarhjóna, arkitekts og læknis með tvö ung börn, er bankað upp á um miðja nótt. Fyrir utan stendur fyrrverandi kærasta eiginmannsins og hana bráðvantar samastað eftir að hafa flutt út frá sambýlismanni sínum í miklum flýti. Fljótlega breytist heimilið í vígvöll þar sem ásakanir og uppljóstranir þjóta á milli eins og byssukúlur. Hvað dró þetta fólk hvert að öðru í upphafi?

Annað verkið í mögnuðum þríleik, beint úr samtímanum.

heiðarleg og Fyndið,óheiðarleg.hjartnæmt

„Geggjað verk um lífið, fólks, og sárt!“

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA26STÓRASVIÐIÐ / 2023janúaríFrumsýnt

Hvort skiptir meira máli í hjónabandi til lengdar, ástríðan eða sameiginleg markmið, lífssýn og samfélagsstaða? Af vægðarleysi og með sótsvörtum húmor er tekist á við ágengar spurningar um hjónabandið, ástina og tærandi afbrýðisemi, lífsorkuna og lífsleiðann, fjölskylduna, kynlífið og ofbeldið í samböndum fólks. Ex var frumflutt hjá Riksteatern í Svíþjóð 2021. Hér er á ferðinni réttnefnt leikhúskonfekt, þar sem stórleikarar í bitastæðum hlutverkum kryfja líf nútímafólks.

Lokkandi tilhugsun?

Þýðing: Bjarni Jónsson Leikmynd og búningar: Nina Wetzel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson

Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný Handritið,átök!sem

og Melkorku Teklu Ólafsdóttur, er byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder. Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Salka Sól Eyfeld og Tómas Jónsson Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson Dramatúrg: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Bráðfyndin og skemmtileg sýning sem heillaði áhorfendur á aðventunni í fyrra! Þú getur notið jólalegra veitinga í nýuppgerðum forsal Kassans fyrir sýningu!

fjölskyldu

„Efniviðurinn sem við vinnum úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur –skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar … um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur.“ Gísli Örn Garðarsson JólaboðiðHandrit Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir Leikstjórn Gísli Örn Garðarsson

í 100 ár

Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum.

Í Jólaboðinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu í leikandi sviðsetningu, eins og Gísla Erni er einum lagið. Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili!

sagaViðburðaríkíslenskrar

Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar S. Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður K. Steindórsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson.

er eftir Gísla Örn Garðarsson

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA28KASSINN / 2022nóvemberínýjuaðhefjastSýningar

Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna á tröppum Þjóðleikhússins. Allir velkomnir, enginn aðgangs-eyrir. Skólahópum um allt land boðið í leikhús Leikferðir um landið með sýningar fyrir börn og unglinga Skoðunarferðir um ævintýraheim leikhússins og starfskynningar Þróun kennsluefnis og námskeiðahald fyrir kennara og áhugafólk Fjölmenningarverkefni Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fólks um land allt

Jólagleði á

Börnum boðið í leikhús

30 Öflugt teymi leiðir fjölbreytt barna- og fræðslustarf Þjóðleikhússins, í samstarfi við listræna stjórnendur. Unnið er að því að efla enn frekar þennan þátt í starfsemi leikhússins og sækja Netfangfram.barna- og fræðsluteymisins er fraedsla@leikhusid.is Á vegum Þjóðleikhússins fer fram viðamikil og fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að kynna töfraheim leiklistarinnar fyrir börnum og unglingum og auka aðgengi ungs fólks að leikhúsi. Þjóðleikhúsið býður hópum skólabarna á ólíkum aldri að sjá leiksýningar og kynnast töfraheimi leikhússins. Í vetur verður börn um í elstu deildum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar á landsbyggðinni meðal annars boðið að sjá leiksýninguna Ég get með kennurum sínum.

ungaÞjóðleikhúsÞjóðleikhússinströppumfólksins

Saga: Birgitta Haukdal Leikgerð og leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson Leikmynd og búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Tónlist: Birgitta Haukdal Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson Myndbandshöfundur: Signý Rós Ólafsdóttir Lárubækurnar og jólasöngbók Birgittu eru til sölu í Aldursviðmið:leikhúsinu.2–7ára. „Yndislegt að sjá öll þessi börn hrífast af Láru og Ljónsa í leikhúsinu!“ Birgitta Haukdal Leikrit sem sló í gegn í fyrra um hinar geysivinsælu persónur Láru og Ljónsa Sýningar á aðventunni í fyrra, á þessari hugljúfu jólasögu um Láru og Ljónsa, seldust upp á augabragði, enda njóta bækur Birgittu Haukdal um vinina góðu ómældra vinsælda hjá íslenskum börnum. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal samdi ný lög fyrir leiksýninguna. Ævintýrin sem allir krakkar elska!

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA 31 /SVIÐIÐLITLA 2022nóvemberínýjuaðhefjastSýningar –––––––––––––––––––––––––––Dásamleg jólastund Lára og Ljónsi – jólasaga Jólaævintýri eftir Birgittu Haukdal og Góa

Leikarar: Þórey Birgisdóttir, Bjarni Kristbjörnsson, Kjartan Darri Kristjánsson.

Sigrún Eldjárn leikur sér hér á frumlegan og sniðugan hátt með minnið um umskiptinga úr gömlu þjóðsögunum okkar og Ragnhildur Gísladóttir semur grípandi ný sönglög fyrir sýninguna.

„… vel skrifaður og fyndinn texti, fjörug atburðarás og fallegur boðskapur. Þegar svo við bætist dillandi tónlist, listilega falleg umgjörð og leikandi léttur leikur þá er erfitt að biðja um meira. Innilegar hamingjuóskir!“ SA, TMM Sigrúnu Eldjárn

Sigrún Eldjárn

Umskiptingur eftir

Hvað ef systir þín tröll?

Aldursviðmið: 4–12 ára.

Hlustaðu á lagið Alein úr sýningunni!

Leikstjórn

Sara Martí Guðmundsdóttir

Leikmynd, búningar og brúður: Snorri Freyr Hilmarsson Tónlist og tónlistarstjórn: Ragnhildur Gísladóttir Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Sviðshreyfingar: Rebecca Hidalgo

væri

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA32LITLASVIÐIÐ / 2022ágústínýjuaðhefjastSýningar

Ærslafullt leikrit eftir einn vinsælasta barnabókahöfund okkar! Systkinin Sævar og Bella eru í berjamó, og einu sinni sem oftar þarf Sævar að gæta litlu systur sinnar, sem satt að segja getur verið alveg ferleg frekjudolla! En Bella er alveg einstaklega krúttleg og þegar tröllskessa með óslökkvandi fegurðarþrá sér hana ákveður hún að skipta á henni og hinum stórgerða, uppátækjasama og hjartahlýja syni sínum, tröllastráknum Steina. Nú eru góð ráð dýr, en í ljós kemur að hjálpar má vænta úr ólíklegustu áttum! Bráðskemmtilegt leikrit eftir einn af okkar ástsælustu höfundum, sem gerði mikla lukku á liðnu leikári! Sýningin var tilnefnd til Grímunnar sem barnasýning ársins og tilnefnd sem leiksýning ársins á Sögum –verðlaunahátíð barnanna.

„Ég er í skýjunum yfir því hvernig allir þessir snillingar tóku á móti Umskiptingnum mínum og gerðu úr honum þessa líka frábæru og skemmtilegu sýningu. Hún er fyrir alla krakka og fullorðna líka!“

Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Arnaldur Halldórsson, Katla Líf Drífu-Louisdóttir, Auðunn Sölvi Hugason, Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, Andri Páll Guðmundsson.

Molière

„Þú þarft ekki að skilgreina mig, ég skal sýna þér hvernig þú getur skilið mig. Ég tek ábyrgð á því að draga upp þá mynd sem heimurinn mun hafa af mér.“ Chiara Bersani

400 ára afmælis hins mikla franska meistara gamanleikjanna Molières (16221673) er minnst víða, og Þjóðleikhúsið mun standa að tveimur viðburðum í tilefni af afmælinu í haust, í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við HÍ og Sendiráð Frakklands á Íslandi.

Þjóðleikhúsið leggur ríka áherslu á að efla íslenska leikritun og styðja við hana með ráðum og dáð. Á leikárinu 2022-23 frumsýn um við fjölbreytt, ný íslensk leikverk á öllum leiksviðum okkar, og vinsælar og margverðlaunaðar sýningar eftir íslenska höfunda frá fyrri leikárum rata aftur á svið. Þjóðleikhúsið tekur handrit og hugmyndir að leikritum á ólíkum vinnslustigum til skoðunar (leik ritun@leikhusid.is) og dramatúrgar Þjóðleikhússins vinna náið með höfundum og fylgja leikritum eftir frá fyrstu hugmynd til fullbúinna listaverka. Jafnframt kallar leikhúsið reglulega eftir leikritum af tilteknu tagi. Á síðustu tveimur árum hefur Þjóðleikhúsið kallað sérstaklega eftir barnaleikritum, hádegisleikritum og leikritum eftir kvenleikskáld og leikskáld af erlendum uppruna. Nokkur leikrit sem bárust hafa þegar ratað á svið og enn önnur eru nú í þróun á vegum leikhússins. Útgáfa Ný ritröð Þjóðleikhússins í samstarfi við Þorvald Kristinsson ritstjóra hefur að markmiði að vekja athygli á íslenskri samtímaleikritun og varðveita íslensk verk og nýjar þýðingar á erlendum öndvegisverkum til framtíðar. Fyrsta bókin í ritröðinni er Grímuverðlaunaverkið Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson. Bókabúð Í nýrri leikhúsbókabúð í forsalnum er að finna úrval spennandi bóka um leiklist.

• Málþing um Molière og leiklestur á brotum úr þýðingum Sveins Einarssonar á leikritum Molières, í Veröld, HÍ, 12. október kl. 17.

• Leiklestur á Ímyndunarveikinni í þýðingu Sveins Einarssonar og leikstjórn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur, í Kassanum 18. október kl. 20. Reykjavík Dance Festival fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu með hátíð 16.-19. nóvember og Þjóðleikhúsið tekur þátt í hátíðahöldunum með tveimur sýningum í Kassanum, Gentle Unicorn eftir listakonuna margverðlaunuðu Chiara Bersani og Íslandsfrumsýningu á Júlíu-dúettinum eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur. í 400 ár leikritun

34

Reykjavík Dance Festival 20 ára

Íslensk

Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana! 17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveg inum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst? Í verkinu kynnumst við manni á fertugsaldri sem bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á Leiksýninginhann. Prinsinn var frumsýnd í Frystiklefanum á Rifi í apríl og hélt síðan í leikferð um landið, við góðar undirtekt ir. Nú er komið að sýningum í Þjóðleik húsinu sjálfu. Leikarar: Birna Pétursdóttir, Kári Viðarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi).

„Unglingaólétta í sjoppu úti á landi, hvað gerðist? Allir segja sína sögu og áhorfendur vita ekki hverjum þeir eiga að trúa. Hjartnæmt og kómískt verk sprottið upp úr alvöru sögu að vestan.“ María Reyndal

„...létt og skemmtileg en jafnframt með mikilvæg skilaboð og hrærir vel upp í tilfinningum áhorfenda.“ EHG, Víðsjá, RÚV /KASSINN 2023janúarínýjuaðhefjastSýningar 35–––––––––––––––––––––––––––––––––––

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA Prinsinn eftir Kára Viðarsson og Maríu Reyndal Leikstjórn María Reyndal Leikmynd: Guðný Hrund Sigurðardóttir og Egill Ingibergsson Búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Tónlist: Úlfur Eldjárn Hljóðhönnun: Úlfur Eldjárn og Ásta Jónína Arnardóttir Lýsing: Jóhann Friðrik ÁgústssonEr áreiðanlegtmaður vitni í eigin sögu?

Þjóðleikhúskjallarinn, sem var opnaður með nýju sniði á síðasta leikári, hefur sannarlega slegið í gegn! Gamall sjarmi og ögrandi ferskleiki mætast og til hefur orðið nýr og spennandi vettvangur fyrir list augnabliksins þar sem boðið er upp á fjölbreytta, litríka og ögrandi dagskrá. Hér getur þú notið veitinga meðan á sýningu stendur. Taumlaus skemmtun og einstök upplifun fyrir áhorfendur kvöld eftir kvöld! Sannkallaður suðupottur! Klassabúllan í Kjallaranum

SÖNGHÓPURINN VIÐLAG

KJALLARA-KABARETT Kabarettklúbbur á föstudagskvöldum. Kjallarinn breytist í kabarettklúbb á föstudagskvöldum í vetur. Ýmsir hópar taka yfir sviðið og leika á als oddi: Dömur Kjallarann kl. 22.00 og leikar hefjast þegar sýningu á Stóra sviðinu lýkur. Eftirlætis söngleikjalögin þín – og önnur sem þú hefur aldrei heyrt áður! Viðlag er enginn venjulegur kór. Viðlag er sönghópur samansettur af leikurum, söngvurum, dönsurum og fleira sviðslistafólki sem elskar söngleiki og á tónleikum gera þau hinu stórkostlega formi skil með húmor og metnaðarfullum útsetningum. Viðlag mun standa fyrir reglulegum tónleikum á þriðjudagskvöldum í allan vetur. Engir tónleikar eins, en alltaf stórskemmtileg upplifun. Kórstjóri: Axel Ingi Árnason.

og herra, Reykjavík Kabarett, Sóðabrók og fleiri. Burlesque, kabarett, sirkus, drag og „alls konar fullorðins“ fyrir fólk sem hlær hátt! Hanastélsseðillinn skartar sínu fegursta og sýningarnar brúa bilið á milli dinners og djamms á fullkominn hátt. Við opnum

IMPROV ÍSLAND Spuni á miðvikudagskvöldum! Improv Ísland hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í Kjallaranum frá árinu 2016 og fjöldi áhorfenda kemur aftur og aftur, enda er engin sýning eins. Hver sýning er frumsýning og lokasýning á brakandi fersku gríni sem verður til á staðnum. Um 20 spunaleikarar skiptast á að sýna ólík spunaform í hverri viku, ásamt þjóðþekktum gestum. Listrænn stjórnandi: Steiney Skúladóttir. SVANASÖNGURDRAG-SÚGUR: Kveðjuathöfn og nýtt upphaf! Drag-Súgur snýr aftur til að „lip-synca” sinn svanasöng. Félagsskapurinn hefur verið salt jarðar í grasrót dragsenunnar á Íslandi síðustu ár og nú er kominn tími til að kveðja með stæl í Kjallaranum. Einvalalið okkar besta draglistafólks mun sjá til þess að allir skemmti sér konung- og drottningarlega. Búið ykkur undir ógleymanlegt kvöld stútfullt af dansi, drama og dragi! Fram koma Gógó Starr, Faye Knús, Hans, Twinkle Starr, Jenny Purr, Turner Strait, Lola Von Heart, Yan Nuss Starr, Starína o.fl. 18 ára aldurstakmark!

VIÐTAL / 20XXxxmánuðiíFrumsýnt 38 FULLORÐIN Sprenghlægilegur gamanleikur sem gekk í tvö leikár hjá Leikfélagi Akureyrar. Verkið fjallar um hið skelfilega hlutskipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það. Fullorðið fólk á að vita hvað það er að gera! Staðreyndin er hinsvegar sú að enginn veit hvað hann er að gera og allir eru að þykjast. Það vekur upp stórar spurningar um það hvenær og hvort maður verði nokkurn tímann fullorðinn? Við leggjum upp í ferðalag um fullorðinsárin og restina af þessari afplánun sem flestir kalla mannsævi! Höfundar og flytjendur: Árni Beinteinn Árnason, Birna Pétursdóttir, Vilhjálmur Bergmann Bragason. Leikstjórn: Marta Nordal og Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir. Leikmynd: Auður Ösp Guðmundsdóttir. Búningar: Björg Marta Gunnarsdóttir. Sýningar í Kjallaranum DON PASQUALE Sviðslistahópurinn Óður: Gamanópera um forboðna ást og forpokað feðraveldi. Á síðasta ári frumflutti Sviðslistahópurinn Óður Ástardrykkinn – gamanóperu á íslensku í Þjóðleikhúskjallaranum. Sýningin fékk frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og áhorfendum á öllum aldri. Nú snýr hópurinn aftur með Don Pasquale, í nýrri íslenskri þýðingu og með húmorinn að vopni. Don Pasquale er saga af átökum kynslóða, gamanleikur um forboðna ást og forpokað feðraveldi. Flytjendur: Ragnar Pétur Jóhannsson, Áslákur Ingvarsson, Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir. Þýðing: Sólveig Sigurðardóttir. Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson. Tónlistarstjórn: Sigurður Helgi Oddsson. JAKOB BIRGISSON –UPPISTAND Gamanmál meistara Jakobs Jakob Birgis fer með gamanmál á skotheldri kvöldstund í Kjallaranum. Hann tekur fyrir almennt dægurþras í bland við eigið fjölskyldulíf á gamansaman og eftirminnilegan hátt. KANARÍ Bráðfyndin sketsasýning Leikhópurinn Kanarí setur á svið glænýja og bráðfyndna sketsasýningu í Kjallaranum á vormisseri. Kanarí er hópur grínista, leikara, sviðs- og handritshöfunda sem hefur gert garðinn frægan með samnefndum sketsaþáttum á RÚV núll og sló í gegn í Kjallaranum á liðnu leikári.

Hádegisleikhús í endurnýjuðum Leikhúskjallara vakti mikla ánægju leikhúsgesta á síðasta leikári. Í Hádegisleikhúsinu sjá gestir ný íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat.

HEIMSÓKN eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur Spennandi leikrit eftir eitt af okkar efnilegustu ungskáldum. Móðir hefur boðað uppkomin börn sín á fund til að ræða ákveðin mál. Þau mæta hins vegar með sinn eigin ásetning og eiga ýmislegt óuppgert við móður sína. Og hún við þau.

Húsið opnar kl. 11.30 og matur er borinn fram á bilinu 11.45-12.10. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu! 25 leiksýningmín. og léttur hádegisverður á 4.600 kr. Gómsæt súpa og nýbakað brauð innifalið. Frábærtvinnustaði!fyrir

RAUÐA KÁPAN eftir Sólveigu Eir Stewart Hjartnæmt, skondið verk eftir splunkunýtt leikskáld sem fékk góðar viðtökur á síðasta leikári. Tvær gjörólíkar konur mæla sér mót á veitingahúsi eftir að hafa tekið kápu hvor annarrar í misgripum nokkrum dögum áður. Þær komast að því að þær eiga kannski meira sameiginlegt en þær hafði grunað.

39 Súpa og sýning

„...ég hvet fólk til að nýta sér þennan dásamlega kost í hádeginu: Klukkutími og maður fær nærandi súpu og brauð og heila leiksýningu!“ SA, TMM.

Jón Gnarr fer á kostum í nýjum einþáttungi. Tveir menn standa frammi fyrir verki sem þeir eru að hefja. Þeir velta vöngum. Þeir tala saman. Munu þeir einhvern tímann ná að byrja á verkinu?

VERKIÐ eftir Jón Gnarr

• Gott aðgengi. Við leggjum áherslu á gott aðgengi að leiksýningum okkar. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða og lyfta er austan megin við húsið. Tónmöskvar eru í Stóra salnum fyrir heyrnarskerta. Í samstarfi við Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Hraðar hendur táknmálstúlka býður leikhúsið upp á táknmálsaðgengi að ákveðnum leiksýningum.

• Boðssýningar fyrir börn. Leikhúsið fer út á land með sýningar, sjá bls. 30 og 41.

Sjáumst og heyrumst

• Góðan daginn, faggi. Námskeið í samstarfi við Samtökin´78 í tengslum við þessa áhrifamiklu sýningu sem tilnefnd var til tvennra Grímuverðlauna.

• Hvað sem þið viljið. Karl Ágúst Úlfsson þýðandi fjallar um þennan bráðskemmtilega gamanleik Shakespeares og glímu þeirra Ágústu Skúladóttur leikstjóra við að aðlaga hann að samtímanum. Fyrirlestur, lokaæfing og umræður.

Umræður um sýningar og fjölbreytt námskeið. Við leggjum okkur fram um að opna heim leikhússins fyrir almenningi og bjóða upp á fræðslu af ólíku tagi. Ávallt er boðið upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna. Í samstarfi við Endurmenntun HÍ stöndum við fyrir fjölbreyttum námskeiðum um leiksýningar og við tökum þátt í umræðum um leiksýningar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Í Leikhúshlaðvarpinu má hlýða á ýmiss konar fróðleik og skemmtileg viðtöl. Hópar geta pantað skoðunarferðir um leikhúsið á fraedsla@leikhusid.is. Endurmenntun HÍ. Í samstarfi við Endurmenntun HÍ bjóðum við upp á fræðandi og skemmtileg námskeið af ýmsu tagi:

• Áhugasýning ársins. Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins sýnd í Þjóðleikhúsinu á vordögum. Í samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga.

• Þjóðleikhúsið – byggingin, lífið og listin í leikhúsinu.

Skráning á endurmenntun.is.

• Leikferð: Góðan daginn, faggi. Sýningin sló í gegn á liðnu leikári og hlaut tvær Grímutilnefningar. Nú verður haldið í leikferð um landið og boðið annars vegar upp á boðssýningar í skólum og hins vegar sýningar fyrir almenning.

• Kíktu til okkar. Við tökum alltaf vel á móti þér í miðasölunni, hún er opin alla virka daga kl. 14-18, um helgar kl. 12-18 og fram að sýningu sýningardaga. Gjafakortin vinsælu getur þú keypt hjá okkur, á vefnum eða í síma miðasölunnar 551 1200. Kortagestir fá gjafakort með sérstökum afslætti.

• Þjóðleikur. Mikilvægt verkefni til að efla leiklistarþátttöku ungs fólks á landsbyggðinni.

Fróðleikur af ýmsu tagi

40

• Draumaþjófurinn og töfrar leikhússins. Bráðskemmtilegt námskeið fyrir börn og fullorðna! Hinn eini sanni Gunnar Helgason leiðir okkur inn í ævintýrið sem hann skapaði og fræðir okkur um það hvernig leiksýning verður til, ásamt Björk Jakobsdóttur leikgerðarhöfundi og Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahöfundi. Við kynnumst leikhúsinu að tjaldabaki og sjáum svo hina glænýju leiksýningu byggða á samnefndri bók!

Kennarar: Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Ásdís Þórhallsdóttir sviðsstjóri. Þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til.

Á ferð um landið

Þjóðleikhúsið ræktar tengslin við landsbyggðina með fjölbreyttum verkefnum og leikferðum.

Fylgdu okkur á Facebook og Instagram, þar er alltaf nóg um að vera! Vefurinn okkar, leikhusid.is, er stútfullur af fróðleik, og þar finnur þú m.a. myndbönd, viðtöl, greinar og Leikhúshlaðvarpið. Skráðu þig á póstlista á leikhusid.is til að fylgjast með lífinu í leikhúsinu og fá tilboð og ítarefni um sýningar.

Við þiggjum með þökkum ábendingar um starfsemina og viljum gjarnan heyra þínar skoðanir. Sendu okkur póst á fraedsla@leikhusid.is.

Góðan daginn, faggi sló sannarlega í gegn í Kjallaranum á liðnu leikári, með yfir 40 uppseldum sýningum, einróma lofi gagnrýnenda og Grímutilnefningum. Vegna mikilla vinsælda hefur verið bætt við aukasýningum nú í haust. Einnig mun sýningin fara í leikferð um landið þar sem sýndar verða boðssýningar í skólum, auk sýninga fyrir almenning á nokkrum stöðum.

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasaman leiðangur um innra líf sitt, fortíð og samtíma, rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað. Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.

sýningin„Hommalegastaíbænum!“ Bjarni Snæbjörnsson

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA 41 /KJALLARINN 2022septemberínýjuaðhefjastSýningar –––––––––––––––––––––––––Góðan daginn, faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur Leikstjórn Gréta Kristín Ómarsdóttir „Drepfyndin og sorgleg, eins og fleiri árekstrar hans við gagnkynhneigðahiðnorm…“ ÞT, Mbl. leikurinnheimildasöng-Sjálfsævisögulegisemslóí

Stertabenda í samvinnu við Þjóðleikhúsið.

gegn í fyrra snýr aftur

Leikferð um landið í vetur

Aukasýningar í Kjallaranum í takmarkaðan tíma í haust!

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna, í samstarfi við Samtökin ’78. Tónlist: Axel Ingi Árnason Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson Sviðshreyfingar: Cameron Corbett Stílisti: Eva Signý Berger Framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra: Hjalti Vigfússon

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, Tónskáldasjóði RÚV og STEFs og Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.

Nýtt leikverk eftir leikhópinn Elefant byggt á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Í þessari sýningu birtast samskipti og átök aðalpersónanna Snæfríðar Íslandssólar, Arnasar Arnæus, Jóns Hreggviðssonar og Magnúsar í Bræðratungu okkur á nýjan og óvæntan hátt. Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum af blönduðum uppruna. Í gegnum skapandi vinnu með Íslandsklukkuna rannsaka þau stöðu sína í samfélaginu út frá Íslandssögunni, þjóðararfinum og menningarlegum uppruna sínum, í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson, einn af helstu leikstjórum Þjóðleikhússins. Hver erum við, hvaðan komum við og hvert stefnum við?

Aðstoðarleikstjóri: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Dramatúrg: Bjartur Örn Bachmann Tónlist: Unnsteinn Manuel Stefánsson Þjóðleikhúsið í samvinnu við Elefant.

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA42LITLASVIÐIÐ / 2023marsíFrumsýnt

„Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti.“ Halldór Laxness: Íslandsklukkan Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness í leikgerð Elefant Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson

Handrit: Bjartur Örn Bachmann, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Þorleifur Örn Arnarson og leikhópurinn Búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Leikarar: Aldís Amah Hamilton, Davíð Þór Katrínarson, Jónmundur Grétarsson, María Thelma Smáradóttir og fleiri.

Íslandsklukkan glymur með nýjum hljóm

–––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––

2023marsíFrumsýnt

Tónlistarstjórn: Gísli Galdur Þorgeirsson Myndband: Signý Rós Ólafsdóttir

Dans og sviðshreyfingar: Sigríður Ásgeirsdóttir

43

Aspas - leikhúsupplifun í stórmarkaði

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA /KRÓNAN

Aspas er í senn bráðfyndið og sársaukaþrungið verk frá árinu 2010 eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu, sem vakið hefur mikla athygli. Það fjallar um mismunun og fordóma, mannleg samskipti og geymsluþol grænmetis í skugga verslunar og viðskipta á öld þjóðflutninga og tækifæra, offramboðs og ójöfnuðar. Tveir karlmenn, eldri borgari og erlendur farandverkamaður, rekast hvor á annan við grænmetisborðið í stórri lágvöruverðsverslun. Þeir gefa hvor öðrum auga. Þeir hugleiða líf sitt. Svo koma nýjustu tilboðin. Sýningin, sem er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur, verður sviðsett í einni af verslunum Krónunnar, og aðgangur verður ókeypis. Mörkin milli flytjenda og áhorfenda, leikhúsgesta og neytenda verða óljós og útkoman er leikhús þar sem allt getur gerst! Leikarar: Eggert Þorleifsson og Snorri Engilbertsson. Verkefnið er styrkt af Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði. Styrktaraðili: Krónan. „Tveir samborgarar á niðursettu verði, og ókeypis inn.“ Guðrún S. Gísladóttir og Filippía I. Elísdóttir Urbania ehf. í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Aspas eftir Gianina Cărbunariu Leikstjórn Guðrún S. Gísladóttir Þýðing: Guðrún S. Gísladóttir Umgjörð: Filippía I. Elísdóttir

eftir því að brjóta múra Þrjú systkini koma saman við dánarbeð föður síns. Um leið og þau neyðast til að takast á við hina nýju stöðu reyna þau að gera upp gömul mál og berja í brestina sem komnir eru í fjölskyldutengslin. En það er hægara sagt en gert. Yngri bróðirinn Hrafn er heyrnarlaus, heyrandi tvíburasystir hans Ugla talar reiprennandi táknmál en það gera hvorki faðirinn né eldri bróðirinn Valdimar. Samband systkinanna við föður sinn er því gjörólíkt og viðbrögð þeirra nú þegar þau standa á þessum krossgötum ófyrirsjáanleg eftir því. Og það er þá sem þau komast að dálitlu sem snýr lífi þeirra alveg á Sviðslistahópurinnhvolf.O.N., sem samanstendur af heyrnar lausu og heyrandi listafólki, setur upp tvítyngdar sýningar, jafnaðgengilegar fyrir þá sem hafa íslenska tungu og íslenskt táknmál að móðurmáli. Eyja er fyrsta leiksýning sinnar tegundar sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu og brýtur þannig blað í sögu leikhússins.

Listrænn stjórnandi: Hjördís Anna Haraldsdóttir

Leikmynd og búningar: Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason

Leikarar: Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Jökull Smári Jakobsson, Sigríður Vala Jóhannsdóttir, Uldis Ozols.

Nýtt

Framleiðandi: MurMur Prodcutions - Kara Hergils Sviðslistahópurinn O.N. í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

íslenskt verk um ólíka heima og þrána

Verkefnið er styrkt af Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA 44 „Það væri dásamlegt ef við gætum skilið heima hvert annars betur og fegurðina sem í þeim býr.“ Sviðslistahópurinn O.N.SVIÐIÐLITLA / 2022nóvemberíFrumsýnt Eyja eftir Sóleyju Ómarsdóttur og Ástbjörgu Rut Jónsdóttur Leikstjórn Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Áhrifamikið verk um tengsl og tengslaleysi, sorgarferli, samskipti og löngunina eftir því að öðlast hlutverk í lífi sinna nánustu.

Tónlist og hljóðhönnun: Hreiðar Már Árnason

Flytjendur: Díana Rut Kristinsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir.

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.

Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur Til mannleg!meðhamingjuaðvera

Til hamingju með að vera mannleg er nýtt íslenskt verk byggt á ljóðabók Siggu Soffíu sem hún skrifaði þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Verkið fjallar um þrautseigju, um andlegan styrk og um samfélag kvenna sem standa hver með annarri. Einnig um mikilvægi þess að treysta á aðra til að lifa af, um andlegt og líkamlegt þol og klisjurnar sem sanna sig aftur og aftur, eins og: „Það sem drepur þig ekki styrkir“. Og ekki síst um hvernig hægt er að sjá það fallega í erfiðustu aðstæðum.

SVIÐIÐSTÓRA / 2023aprílíFrumsýnt

Leikstjóri og danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir

MEIRASJÁÐU

UM SÝNINGUNA Ég bjó í 5fm rými í huga mínum, með hverri hugleiðslu stækkaði rýmið, með hverri stund í lyfjamóki flúði ég inn í mjúkan hugann og byggði þar hús og hallir. Síðar gat ég brotið heiminn niður og endurraðað púslunum. Hugur minn er ekki lengur skilgreint rými, hann er ósnortin náttúra, engi, syngjandi hrossagaukur, dramatísk fjöll og fljót, brimandi sjór og lygnar lindir.

45

Aðstoðarleikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Tónlist: Jónas Sen Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Vörpun: Dodda Maggý Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið. „Þessi sýning er byggð á ljóðabók, sem ég ætlaði ekki að sýna neinum.“ Sigríður Soffía Níelsdóttir

ogÞjóðleikhúsiðheimssviðið

Samstarf við heimsþekktan og margverðlaunaðan leikhóp Leikhópurinn Complicité með leikstjórann Simon McBurney í broddi fylkingar hefur verið með virtustu leikhópum heims síðustu þrjá áratugi og sópað til sín verðlaunum. McBurney er meðal eftirsóttustu leikstjóra samtímans og leiksýningar hans á borð við The Street of Crocodiles, Mnemonic, The Encounter, A Disappearing Number og The Elephant Vanishes þykja tímamótasýningar. Það er mikill fengur að samstarfi Þjóðleikhússins við leikhópinn en það hófst formlega á árinu þegar Simon McBurney vann með leikurum Þjóðleikhússins í vinnustofu í leikhúsinu að þróun sýningarinnar Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu sem frumsýnd verður í London á leikárinu. Þjóðleikhúsið er meðframleiðandi sýningarinnar ásamt Odéonleikhúsinu í París og fleiri virtum leikhúsum í Evrópu. Sýningin verður sýnd á Íslandi í september 2023, sjá bls. 48-49. Frekara samstarf er fyrirhugað og stefnt er að fleiri uppsetningum á næstu árum. Margþætt samstarf við þekkt, pólskt leikhús Þjóðleikhúsið hefur hafið samstarf til þriggja ára við Stefan Żeromski leikhúsið í Kielce en það er meðal elstu leikhúsa Póllands og nýtur mikillar virðingar. Leikhúsið hefur ferðast víða með sýningar sínar og sýnt á leiklistarhátíðum innan lands og utan. Samstarfið er margþætt og felur í sér þróunarstarf, þekkingarmiðlun og gestasýningar. Pólska leikskáldið Weronika Murek ritar nú leikrit, með þátttöku leikara beggja leikhúsa, sem gerist í samfélagi Pólverja á Íslandi. Á síðasta leikári var Munaðarleysingjahælið eftir Serhij Zadhan leiklesið á pólsku í

46

Þjóðleikhúsinu og á komandi vori verður sýnd hér gestasýning frá Póllandi, Wiosenna bujność traw. Á árinu 2024 mun sýning frá Þjóðleikhúsinu verða sýnd í Póllandi. Á vordögum komu um 40 starfsmenn Żeromski leikhússins í þriggja daga heimsókn í Þjóðleikhúsið og tóku þátt í vinnustofum með íslenskum samstarfsmönnum. Samstarfsverkefnið er stutt af Uppbyggingarsjóði EES. Heimsfrumsýning á þríleik eftir eitt þekktasta leikskáld Evrópu Á árunum 2022-2023 heimsfrumsýnir Þjóðleikhúsið nýjan þríleik eftir Marius von Mayenburg í leikstjórn höfundar og Benedicts Andrews. Marius von Mayenburg er eitt stórvirkasta og beittasta leikskáld Evrópu um þessar mundir. Sjá bls. 21-27. Einn fremsti leikmynda- og búningahöfundur Evrópu Nina Wetzel, sem gerir leikmynd og búninga fyrir Mayenburgþríleikinn í Þjóðleikhúsinu, er einn eftirsóttasti leikmynda- og búningahöfundurinn á meginlandi Evrópu um þessar mundir. Hún hefur starfað með leikstjórum í fremstu röð og unnið fyrir virt leikhús, óperuhús og leiklistarhátíðir víða um Evrópu.

Samstarf við rússneskt lista- og andófsfólk Rússneska pönkhljómsveitin og aðgerðahópurinn Pussy Riot vakti heimsathygli þegar hún sviðsetti gjörning sem fór svo fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Rússlandi að liðsmenn voru handteknir og fangelsaðir í kjölfar réttarhalda sem heimsbyggðin fylgdist grannt með. Síðan þá hafa liðsmenn verið ofsóttir í heimalandi sínu. Nú í vor fékk hópurinn aðsetur í Þjóðleikhúsinu og aðstoð Þjóðleikhúsið er hluti af heimssviðinu og hefur undanfarið stóraukið samstarf við erlend leikhús og erlent listafólk í fremstu röð. Á síðustu tveimur árum hefur verið lagður grunnur að samstarfi við marga fremstu leikhúsmenn samtímans. Afraksturinn er byrjaður að skila sér en íslenskir áhorfendur munu njóta hans í enn ríkari mæli á næstu árum. Vonast er til að þetta muni efla íslenskt leikhúslíf, auka fjölbreytni og styrkja með afgerandi hætti stöðu íslensks leikhúss á

alþjóðavettvangi.

sem sýning ársins á Olivier-verðlaununum og Hamlet með Ruth Negga hlaut mikið lof í New York árið 2020. Wiosenna bujność traw Leikstjórn og handrit Michał SiegoczyńskiWiosenna bujność traw Gestaleikur frá Póllandi Leikmynd og búningar: Katarzyna Sankowska Tónlist: Kamil Pater Lýsing: Jędrzej Jęcikowski Sviðshreyfingar: Alisa Makarenko Myndband: Krzysztof Prełat Ljósmyndir: Krzysztof Bieliński Leikarar: Anna Antoniewicz, Dagna Dywicka, Ewelina Gronowska, Joanna Kasperek, Beata Wojciechowska, Wiktoria Wolańska, Mateusz Bernacik, Andrzej Cempura, Przemysław

Samstarfsleikhús Þjóðleikhússins í Póllandi, Stefan Żeromski leikhúsið, færir okkur eina af sínum mögnuðustu leiksýningum, Wiosenna bujność traw (Gróskan í grasinu).

47 /KASSINN 2023júnííGestaleikur ––––––––––––––––

við að æfa nýja sýningu sem ferðast nú um Evrópu og verður sýnd í Þjóðleikhúsinu. Pussy Riot hlaut friðarverðlaun Johns Lennons og Yoko Ono árið 2012. Framúrskarandi suður-afrískur leikstjóri vinnur með leikurum Þjóðleikhússins Suður-afríski leikstjórinn Yaël Farber leikstýrði stórsýningunni Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu á liðnum vetri, en áður hafði hún leikstýrt sýningum í mörgum fremstu leikhúsum Evrópu og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Nýleg sýning hennar á Macbeth með James McArdle og Saoirse Ronan í aðalhlutverkum hlaut tilnefningu Chojęta, Jakub Golla, Wojciech Niemczyk, Andrzej Plata, Dawid Żłobiński.

Gestaleikurinn er hluti af viðamiklu listrænu samstarfi Þjóðleikhússins og Stefan Żeromski leikhússins í Kielce í Póllandi. Wiosenna bujność traw er einstaklega áhrifamikil sýning sem hefur hlotið mikið lof, og fjallar um ástina í ýmsum myndum, óendurgoldna ást, fyrstu ástina, ástarþrána... Sýningin er innblásin af Splendor in the Grass, sígildri kvikmynd eftir Elia Kazan, en titillinn er fenginn úr ljóði eftir William Wordsworth. Leikið verður á pólsku, en sýningin verður textuð.

Leikmynd og búningar: Rae Smith Lýsing: Paule Constable Hljóðhönnun: Christopher Shutt Myndbandshönnun: Dick Straker

MEIRASJÁÐU UM SÝNINGUNA “… þau hafa skapað sína eigin hefð og þess vegna er leikhópurinn svo óvenjulegur, svo dýrmætur.” Peter Brook48STÓRASVIÐIÐ / 2023septemberíSýningar

Hinn heimsþekkti leikhópur Complicité sýnir í samstarfi við Þjóðleikhúsið glænýja sýningu sem byggð er á magnaðri bók eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tokarczuk. Complicité, sem hinn þekkti leikhúsmaður Simon McBurney leiðir, er einn virtasti leikhópur heims. Í litlu samfélagi í afskekktri pólskri sveit taka menn að deyja við dularfullar kringumstæður. Janina Duszejko, fyrrum brúarsmiður og kennari, stjörnuspekingur, umhverfisverndarsinni, dýravinur og þýðandi ljóða Williams Blakes, hefur sínar hugmyndir um það hvað búi að baki dauðsföllunum. Hún hefur fylgst náið með dýrunum og finnst þau hafa hagað sér undarlega undanfarið … Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu er bókmenntaleg glæpasaga sem kemur stöðugt á óvart, og leiksýningin mun m.a. fjalla um aktívisma, eitraða karlmennsku, samband okkar við dýr og undramátt ljóðlistarinnar. Verkið spyr knýjandi spurninga um hvað felst í því að lifa í sátt og samlyndi við sköpunarverkið og hættuna sem stafar af því þegar við glötum tengslunum við náttúruna. leiksýning frá Complicité í samstarfi

Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu byggt á skáldsögu eftir Olgu Tokarczuk Simon McBurney

Glæný

við Þjóðleikhúsið

Olgu Tokarczuk

Dramatúrgía: Sian Ejiwunmi-Le Berre og Laurence Cook Þýðing skáldsögu: Antonia Lloyd-Jones Leikaraval: Amy Ball CDG

Stórviðburður í Þjóðleikhúsinu haustið 2023! Miðasala hafin. Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Nóbelsverðlaunahafann

Leikstjórn

49 “… áhrifamesti og áhugaverðasti leikhópur sem starfar í Bretlandi” The Times “Complicité á engan sinn líka í bresku leikhúslífi” British Theatre Guide “Complicité hefur útvíkkaðleikhússins”möguleika The Daily Telegraph “McBurney er álitinn einn allra fremsti listamaður sinnar kynslóðar.” Guardian Úr Meistaranum og Margaritu í uppsetningu Simons McBurney hjá Complicité. Ljósmynd: Bohumil Kostohryz. Bókin hefur slegið rækilega í gegn um allan heim. Hún kom út á íslensku hjá Bókaforlaginu Bjarti fyrir skömmu og hefur öðlast miklar vinsældir hér líkt og annars staðar. Sýningin er sett upp og flutt af Complicité í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Odéon-leikhúsið í París og fleiri virt leikhús í Evrópu.

Gjafakort í Þjóðleikhúsið er tilvalin gjöf fyrir starfsmannahópinn. Hægt er að fá tilboð á gjafakortum fyrir hópinn þinn með því að senda póst á midasala@leikhusid.is

ÞjóðleikhússinsVeitingasalastefna

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á umhverfisvernd og loftslagsmál í starfsemi sinni og hefur markað sér græna stefnu sem felst í því að minnka kolefnisspor leikhússins. Af þeim sökum er Þjóðleikhúsblaðið nú prentað í mun minna upplagi en áður en jafnframt er tryggt að allir áhugasamir geti fengið blaðið á því formi sem þeir kjósa. Á leikhusid.is er hægt að óska eftir því að fá blaðið sent rafrænt eða í pósti.

Gjafakort

FYRIRVEITINGARHÓPA Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is

MEIRALESTU GRÆN STEFNA

Græn

Tilvalin gjöf fyrir þau sem þér þykir vænt um Hans Kragh GuðlaugþjónustustjóriPálssonogAldaAtladóttirvaktstjóri.

Þú getur pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann, í miðasölu eða í gegnum vefinn, með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. Okkar fólk í miðasölu og forsal leikhússins tekur vel á móti þér á sýningardegi.

Gjafakort Þjóðleikhússins er ávísun á ógleymanlega kvöldstund! Þau sem þú vilt gleðja velja sér þá leiksýningu sem þau eru spenntust fyrir. Hægt er að stækka gjöfina með veitingum fyrir sýningu og í hléi. Einnig er hægt að velja tiltekna upphæð til að setja á gjafakortið. Frábær gjöf fyrir starfsmannahópinn

Veldu þínar sýningar! TYRFINGUR TYRFINGSSO 30% afsláttur af þremur eða fleiri sýningum Ýmis fríðindi fylgja leikhúskortinu, sjá leikhusid.is. Áminning með SMS berst þér nokkrum dögum fyrir sýningarnar þínar. Ekkert mál að breyta á vefnum með 24 klst. fyrirvara með því að opna staðfestingarpóst sem sendur er í kjölfar miðakaupa. Verð kortsins fer eftir miðaverði þeirra sýninga sem þú velur. Upplifun í hverju sæti HÉRKAUPTU LEIKHÚSKORT 50% afsláttur fyrir 25 ára og yngri Þrjár eða fleiri sýningar, verðið fer eftir miðaverði sýninganna sem þú velur.

áskrift!íUpplifun Miðasala | 551 1200 | midasala@leikhusid.is | leikhusid.is Tryggðuþérsæti

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.