Saknaðarilmur - leikskrá

Page 1

1


Sérstakar þakkir: Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson, Héðinn Unnsteinsson, Magnús Geir Þórðarson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hagalín, Ilmur Stefánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Andri S. Björnsson, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Benedikt Erlingsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hafliði Arngrímsson, Arna Hauksdóttir - Áfallsaga kvenna, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Billboard - Vésteinn Gauti Hauksson, Björg Ragnheiður Vignisdóttir, Dagur, Dísa, Stefán og Björn Thors. Ráðgjöf varðandi áföll og minningar: Andri S. Björnsson, Arna Hauksdóttir. Í Saknaðarilmi hljómar frumsamin tónlist eftir Skúla Sverrisson og Ólöfu Arnalds sem er flutt af þeim sjálfum, Davíð Þór Jónssyni, Eyvind Kang, Unu Sveinbjarnardóttur og fleirum. Einnig hljóma brot úr verkum vinsæls tónlistarfólks og tónskálda frá ýmsum tímabilum. Eiríkur Orri Ólafsson leikur á trompet. Í sýningunni er vitnað í skáldskap eftir Hrafn Jökulsson, Jóhann Sigurjónsson og Jónas Hallgrímsson. Sýnt er stutt myndskeið úr kvikmyndinni The Wizard of Oz frá árinu 1939.

Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri, Elín Hansdóttir o.fl. Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningarlengd er um 1 klst. og 40 mínútur. Ekkert hlé. 6. sýning: Umræður eftir sýningu.

Þjóðleikhúsið 75. leikár, 2023–2024. Frumsýning í Kassanum 15. febrúar 2024. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

2


Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur

Leikrit byggt á bókum eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Þjóðleikhúsið 2023 - 2024 3


Leikari Unnur Ösp Stefánsdóttir

Listrænir stjórnendur Leikstjórn Björn Thors Leikmynd Elín Hansdóttir Búningar Filippía I. Elísdóttir Sviðshreyfingar Margrét Bjarnadóttir

Tónlist Ólöf Arnalds Skúli Sverrisson Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðhönnun Skúli Sverrisson Aron Þór Arnarsson Ólöf Arnalds

Aðrir aðstandendur Sýningarstjórn og umsjón Guðmundur Erlingsson

Leikgervadeild Áshildur María Guðbrandsdóttir – yfirumsjón

Aðstoð á sviði Alda Guðlaug Atladóttir Hanna Liv Atladóttir Guðni Grétar Einarsson Elín Björg Eyjólfsdóttir

Búningadeild Berglind Einarsdóttir – yfirumsjón Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Eva Lind Weywadt Oliversdóttir Helga Lúðvíksdóttir Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Tæknistjórn á sýningum Davíð Þrastarson Aðstoð við leikstjóra Júlía Gunnarsdóttir Dramatúrgísk ráðgjöf Margrét Bjarnadóttir

4

Leikmynda- og leikmunagerð Hildur Evlalía Unnarsdóttir – teymisstjóri Ásta S. Jónsdóttir – yfirumsjón leikmuna Alex John George Hatfield Atli Hilmar Skúlason Björn Jónsson Jasper Bock Raimon Comas


5


6


7


Elísabet Jökulsdóttir Elísabet Kristín Jökulsdóttir er fædd í Reykjavík 16. apríl 1958. Hún hefur sent frá sér 27 bækur og samið 20 leikrit af ýmsu tagi. Hún ólst upp á Seltjarnarnesi og í Reykjavík og dvaldi í eitt ár í Grikklandi sem barn. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987 og hefur stundað söngnám, sótt námskeið í handritaskrifum hjá Kvikmyndasjóði og tekið þátt í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur. Hún útskrifaðist með BA-próf í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Elísabet hefur unnið ýmis störf til sjós og lands, afgreiðslustörf, verið módel hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur, stundað byggingarvinnu, unnið í frystihúsum, verið háseti á bát og ráðskona á Ströndum. Einnig hefur hún verið blaðamaður, unnið þætti fyrir útvarp, verið aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu og haldið fyrirlestra um örsöguskrif í framhaldsskólum. Elísabet er aktívisti og náttúruverndarsinni. Árið 2016 bauð Elísabet sig fram til forseta Íslands og gladdi marga með framgöngu sinni í kosningabaráttunni. Elísabet á þrjá uppkomna syni. Hún býr í Hveragerði. Fyrsta bók Elísabetar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989 og síðan hefur hún sent frá sér fjölda bóka: ljóð, sögur og skáldsögur. Hún hefur einnig skrifað fjölda leikrita sem sett hafa 8


verið upp hér á landi og erlendis og framið ýmsa gjörninga sem hafa meðal annars birst í Ríkissjónvarpinu. Ljóð hennar hafa birst í safnbókum og tímaritum hér heima og erlendis. Leikverkið Saknaðarilmur er einkum byggt á bókum Elísabetar Saknaðarilmi, sem kom út árið 2022, og Aprílsólarkulda (eitthvað alveg sérstakt), sem kom út árið 2020, en einnig öðrum verkum hennar. Aprílsólarkuldi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Elísabet hlaut Fjöruverðlaunin fyrir Enginn dans við Ufsaklett: Ástin ein taugahrúga og Heilræði lásasmiðsins. Meðal leikrita Elísabetar eru Haukur og Lilja sem sýnt var í Ásmundarsal og flutt í Útvarpsleikhúsinu, Blóðuga kanínan sem Fimbulvetur setti upp í samstarfi við Murmur í Tjarnarbíói og Eldhestur á ís sem sýnt var í Borgarleikhúsinu.

9


10


11


Um skrif Elísabetar Jökulsdóttur

Að brjóta tabú og breyta samfélaginu eftir Soffíu Auði Birgisdóttur „[…] mig hafði langað síðan ég las Ástu Sigurðardóttur sextán ára gömul að sprengja upp heilann á konum. Brjóta tabú.“ Þannig kemst Elísabet Jökulsdóttir að orði í fyrsta kafla minningasögunnar Saknaðarilms. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfarið á því að móðir hennar kvartar yfir því hversu opinská Elísabet hafi verið í sjónvarpsviðtali kvöldið áður, þar sem hún hafði meðal annars rætt um kynfæri sín: „Hver er munurinn á að tala um píku eða lærlegg? spurði ég mömmu.“ Elísabet hefur svo sannarlega brotið tabú með bókum sínum en margar þeirra fjalla um málefni sem konur af kynslóð Elísabetar og móður hennar ræddu varla sín á milli, hvað þá á opinberum 12


vettvangi. Hér er sérstaklega vísað til skrifa Elísabetar um líkama kvenna; í bókum á borð við Heilræði lásasmiðsins (2007), Enginn dans við Ufsaklett (2014) og Aprílsólarkulda (2020) má segja að hún stilli kvenlíkamanum upp í allri sinni nekt og varnarleysi og dragi fram hvernig líkaminn er vettvangurinn þar sem helstu átök sjálfsverunnar við sjálfa sig og aðra eiga sér stað. Líkt og Simone de Beauvoir fjallaði um í Hinu kyninu veit Elísabet að líkami kvenna hefur úrslitaáhrif á hlutskipti þeirra og getur tekið af þeim völdin. Hún skrifar um kveneðlið og kynverund kvenna og spáir í hvað sé fólgið í því að vera alvörukona. Slíkar hugleiðingar tengjast yfirleitt sambandinu við karlmenn. Skömm á kynfærum kvenna er samgróin okkar menningu og órjúfanlegur hluti kynferðisbælingar kvenna og það er sú skömm sem er að verki þegar móðir hennar ávítar hana fyrir að ræða opinskátt um píku og skapabarma í sjónvarpi. Þetta tengist líka kynfrelsi kvenna því hvergi verður tvöfalt siðgæði og kynjamismunun ljósari en í afstöðunni til kynfrelsis kvenna annars vegar og karla hins vegar. Í skrifum sínum um kvenlíkamann og skömmina sem honum tengist hefur Elísabet fjallað um hluti sem að miklu leyti hafa legið í þagnargildi allt fram á þessa öld þótt ýmsar kvenréttindahreyfingar hafi reynt að setja þá á dagskrá. Því má vel halda því fram að með þessum skrifum sprengi Elísabet upp heilann bæði á konum og körlum og þau mega teljast eitt mikilvægasta framlag hennar til íslenskra bókmennta. En það er ekki bara skömmin sem nagar móður Elísabetar í upphafskafla Saknaðarilms. Í þessu fyrsta atriði bókarinnar er snilldarlegur stígandi. Eftir notalega stund yfir góðum mat berst samtalið að áðurnefndum sjónvarpsþætti. Fyrsta athugasemd móðurinnar tengist málvillu sem hún staðhæfir að Elísabet hafi gerst sek um í þættinum en strax á eftir fer hún að ræða um píkutalið en áður en það er útrætt vindur hún sér í það sem er í raun aðalatriðið, „af hverju sagðirðu að ég væri ekki rithöfundur?“ Elísabet veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar móðir hennar rýkur grátandi á dyr, særð djúpu sári yfir þeirri höfnun sem hún upplifði við þessi orð dóttur sinnar. Höfnun er í raun lykilorðið í skrifum Elísabetar Jökulsdóttur, skrif hennar um sjálfið, líkamann og kynverund kvenna hnitast öll um andstæðuna ást og höfnun. Þráin eftir ást og viðurkenningu er hið sterka afl sem knýr skrifin áfram og höfnunina eiga þær mæðgur sameiginlega og tengist hún föðurnum/eiginmanninum

13


sem yfirgaf þær en þær dýrka hann og dá, leynt og ljóst. Í bókinni Um sálgreiningu talar Sigmund Freud um að fólk sem glími við sálræna erfiðleika þjáist í raun af endurminningum. Freud skilgreinir einkenni þeirra sem leifar og minningartákn tiltekinna atvika sem hafa valdið sálrænum áföllum. Hann bendir jafnframt á að sjúklingurinn sem þjáist af endurminningum hafi tilhneigingu til að ríghalda í hina löngu liðnu bitru reynslu, hann getur ekki losað sig frá fortíðinni og hennar vegna vanrækir hann allt það sem er raunverulegt og aðkallandi. Þessi fjötrun sálarlífsins við sálræn áföll er eitt mikilvægasta og raunar afdrifaríkasta sérkenni taugaveiklunar að mati Freuds. Elísabet gjörþekkir þetta sálræna munstur og í Heilræði lásasmiðsins skrifar hún: „Ég var svo heppin að eiga sorg sem stjórnaði lífi mínu“ og vísar hún þar til dauða og höfnunar föður síns. Þótt móðir hennar hafi ekki greint áhrif skilnaðarins á jafn opinskáan hátt og Elísabet er ljóst að höfnun er sífellt að verki í sambandi þeirra tveggja, eins og kemur svo skýrt fram í upphafi Saknaðarilms. Og reiðin brýst aftur og aftur út í samskiptum mæðgnanna: „Eftir að hún dó varð mér ljóst að hún hafði notað mig fyrir ruslafötu frá því að ég var á barnsaldri. Það er þér að kenna hvernig mér líður. Sjálf notaði ég hana sem ruslafötu á fullorðinsaldri. Henti í hana þögn og sársauka“, segir einnig í Saknaðarilmi. Þær mæðgur hafa á ólíkan hátt tekist á við höfnunina og áföllin sem henni tengjast en í báðum tilvikum má tala um ferðalög. „Ég sagði að þú værir ferðamaður númer eitt, mamma“ er svarið sem Elísabet gefur móður sinni þegar hún spyr af hverju hún hafi sagt að hún væri ekki rithöfundur. Síðar í bókinni skrifar Elísabet: „Eftir dauða hennar leitaði ég að ástæðu án afláts, af hverju var hún alltaf á ferð og flugi, var hún að flýja eitthvað, bægja burt sorginni yfir pabba, var hún með ferðafíkn, eirðarlaus, viðþolslaus, friðlaus. En það var þetta; hún fékk áhuga á heiminum.“ Sjálf fór Elísabet í annars konar ferðalag, í gegnum skrifin sem verða sjálfshjálparleið hennar og meðferðarform og þau eru knúin áfram af djúpri þörf. Í blaðaviðtali sem tekið var fyrir tæpum áratug segir hún: „Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég gæti ekki skrifað. Ég er eins og landkönnuður með landakort sem spyr sig hvar hann sé staddur og hvert hann sé að fara.“ Elísabet vísar endurtekið til þess að með skrifunum hafi hún skapað sér sinn eigin innri heim sem er nokkurs konar hliðarheimur við raunveruleikann og hún nefnir hann stundum „töfraheiminn“. Hún lýsir honum sem sínu eigin „heimsveldi“ sem

14


„var sjónhverfingabústaður“. Sem táknmynd er töfraheimurinn mjög flókinn því hann má skilja hvort tveggja sem athvarf og fangelsi. Hann tengist erfiðri reynslu bernskunnar og undir lok Heilræðis lásasmiðsins segir: „[…] ég er hrædd við að fullorðnast og yfirgefa töfraheiminn því þarna úti er heimur sem ég hef ekki búið til.“ Töfraheimurinn er því skjól fyrir raunveruleikanum en eins og gefur að skilja er einnig fólgin hætta í því að loka raunveruleikann úti. Móðir hennar fer þveröfuga leið og heldur út í hinn raunverulega heim og skrifar um hann í verkum sínum; hún er ferðamaður og líka rithöfundur og vill að sjálfsögðu fá viðurkenningu á hvoru tveggja því þar liggur kjarni hennar eigin sjálfsmyndar, hennar „dýpsta vitund“ eins og Elísabet uppgötvar í átökunum yfir sjónvarpsviðtalinu. Saknaðarilmur er verk um flókið samband mæðgna en þó fyrst og fremst verk um söknuð, eins og titilinn ber með sér. Og líkt og gerist í einu þekktasta minningaverki vestrænna bókmennta, Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust, er það lykt eða ilmur sem vekur upp minningarnar: „[…] já einsog ég væri lítill ljónshvolpur á ferð með móður sinni um slétturnar og frumskóginn. Hnusandi á eftir móðurinni. Þekkti hana á lyktinni.“ Í tilviki Elísabetar vakna minningar um átök og áföll en fyrst og fremst um söknuð og hlutskipti kvenna þar sem „forneskjan“ kemur við sögu: „En ég hugsa að jafnvel fortíðinni hafi ofboðið hversu fastar við vorum í hlutverkum, eða bara hversu fastar við vorum í fortíðinni.“ Í gegnum textann skín væntumþykja og ást sem ómögulegt var að tjá vegna forneskjunnar og óskrifaðra reglna um samskipti kvenna. En mikilvægasta uppgötvun Elísabetar, sem hún gerir í gegnum skrifin, er að hún saknar bæði hins sæta og hins súra í samskiptunum. Hún saknar móðurinnar sem var heila viku að pakka niður í ferðatösku og kom heim úr hverri ferð með verndargripi handa dóttur sinni. En svo saknar hún líka „æðiskastanna, nornarinnar, þessarar hamslausu snarklikkuðu konu sem öskraði á mig, gargaði, reif í hárið á mér, braut stól í bræðiskasti, setti hnefann í borðið, hræddi mig, ógnaði mér, þaut upp eins og raketta, á háa c-ið og eitthvað út í geim […] að hafa átt móður sem var norn, hvílík forréttindi, nú þekkti ég æðisköst og grét sáran, ég veinaði af söknuði“. Mesta sorgin tengist þó þeirri staðreynd að þær mæðgur voru „tvær konur sem náðu aldrei sambandi […] þrátt fyrir að hún væri heimskona […] og alla sjálfsvinnuna sem ég hafði lagt á mig“. Og það rennur upp fyrir henni hvernig á þessu standi: „[…] ég skil það allt í einu þegar ég skrifa þessa bók, að til þess að við næðum sambandi hefði heilt samfélag þurft að breytast.“

15


16


17


Áfallasaga kvenna Við undirbúning sýningarinnar leituðu aðstandendur hennar ráðgjafar varðandi áhrif áfalla á einstaklinginn, meðal annars hjá Örnu Hauksdóttur, prófessor við læknadeild HÍ, sem er í forsvari fyrir rannsóknina Áfallasögu kvenna, ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessor við læknadeild HÍ. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn við Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á árunum 2018-19 tóku um 32.000 konur búsettar á Íslandi þátt í rannsókninni, sem samsvarar um 30% fullorðinna kvenna hérlendis á vinnufærum aldri. Konurnar svöruðu ítarlegum spurningalista, meðal annars um áföll á lífsleiðinni ásamt spurningum um geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Í byrjun árs 2024 fengu allar konurnar sendan nýjan spurningalista, enda er um langtímarannsókn að ræða. Markmið rannsóknarinnar er fyrst og fremst að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Væntingar standa til þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði síðar hægt að nota til forvarna og meðferðar við alvarlegum heilsufarsáhrifum áfalla. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sterk tengsl eru milli fjölda áfalla og ýmiskonar geðheilsuvanda og skertrar getu kvenna til að takast á við áskoranir daglegs lífs vegna einkenna áfallastreitu, þunglyndis, kvíða og svefntruflana. Um 40% kvennanna greindu frá því að hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, en þessi áföll hafa hvað sterkust tengsl við sálræn einkenni og skerta seiglu á fullorðinsárum. Það sýnir hversu afdrifaríkt ofbeldi er fyrir heilsu kvenna til lengri tíma og hversu mikilvægt er að koma í veg fyrir það og styðja við þær konur sem lenda í slíkum áföllum. Nánari upplýsingar um rannsóknina og niðurstöður hennar er að finna á afallasaga.is.

18


19


20


21


Unnur Ösp Stefánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002 og hefur starfað við leikhús og kvikmyndir sem framleiðandi, leikari og leikstjóri. Hún hefur m.a. starfað í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá LA, Vesturporti, Lyric Hammersmith og Young Vic. Meðal fyrri hlutverka hennar eru Astrid í Ellen B., Lenù í Framúrskarandi vinkonu, Nóra í Dúkkuheimilinu, Hallgerður langbrók í Njálu, Maríanna í Brot úr hjónabandi, Gréta í Hamskiptunum og Donna McAuliff í Elsku barni. Hún stóð að sjónvarpsseríunni Föngum og lék m.a. í Verbúðinni og Ófærð. Hún leikstýrði m.a. og skrifaði Vertu úlfur og leikstýrði Sem á himni, Mamma Mia! og Kæru Jelenu. Hún hefur hlotið fjölda leiklistarverðlauna, m.a. Grímuna fyrir leik, leikstjórn og handrit, Edduverðlaun og Menningarverðlaun DV. Björn Thors útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003. Hann hefur m.a. leikið í

Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Vesturporti, Frú Emilíu, Volksbühne, Burgtheater, Lyric Hammersmith og The Royal Alexandra, og í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. í Kötlu, Brotum, Svari við bréfi Helgu, París norðursins, Djúpinu og Frosti. Hann leikur í Ekki málið í Þjóðleikhúsinu í vetur, en meðal nýlegra verkefna sem leikari í Þjóðleikhúsinu eru einleikurinn Vertu úlfur, Nokkur augnablik um nótt og Atómstöðin. Meðal verkefna hans sem höfundur eru Kenneth Máni og heimildaverkið Flóð. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Vertu úlfur, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Svar við bréfi Helgu og Fangavaktina og hefur hlotið þrjár tilnefningar að auki.

Elín Hansdóttir lauk BA-prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið

2003 og Magisterprófi frá KHB-Weißensee í Berlín árið 2006. Elín hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim, meðal annars í KW Institute for Contemporary Art í Berlín, Schering Stiftung Berlin, Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Den Frie í Kaupmannahöfn, Frieze Projects og á tvíæringnum í Marrakesh. Þverfagleg listsköpun Elínar sameinar skúlptúr, ljósmyndun og innsetningar til að skapa staðbundin verk þar sem áhersla er lögð á skynjun einstaklingsins á umhverfi sínu. Elín gerði leikmynd fyrir Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og hlaut fyrir hana Grímuverðlaunin 2021. Hún hefur einnig unnið leikmyndir fyrir Burgtheater, Kampnagel og Borgarleikhúsið. Elín hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og í maí 2022 var útilistaverk hennar Himinglæva afhjúpað við Hörpu tónlistarhús.

22


Filippía I. Elísdóttir hefur starfað við á annað hundrað sýningar sem búninga-

og sviðsmyndahönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búningaog sviðsmyndahönnuður hefur hún unnið við leiksýningar, óperur og kvikmyndir, jafnt á Íslandi sem erlendis, og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Í vetur gerir hún hér leikmynd og búninga fyrir Ást Fedru og búninga fyrir Múttu Courage. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru samstarfsverkefnið Aspas, Sem á himni, Vertu úlfur, Framúrskarandi vinkona, Nashyrningarnir, Súper og Húsið. Hún hlaut Grímuna fyrir Ríkharð III, Töfraflautuna, Ofviðrið, Sweeney Todd, Virkjunina, Woyzeck, Engla alheimsins og Dúkkuheimili. Hún hlaut Stefaníustjakann árið 2010 og Fálkaorðuna árið 2016.

Ólöf Arnalds stundaði nám í tónsmíðum og nýmiðlum við Listaháskóla Íslands

samhliða því að koma fram og hljóðrita tónlist með m.a. Múm, Slowblow og Mugison. Frumburður hennar sem söngvaskálds var hljómplatan Við og við en fimmta sólóplata hennar, Tár í morgunsárið, er nú væntanleg. Ólöf hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu og hlotið lof í fjölmiðlum á borð við The New York Times, The Guardian og Rolling Stone. Hún hefur tvisvar unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Ólöf hefur unnið að ýmsum tónlistarverkefnum með Skúla Sverrissyni og söng m.a. einsöng í verki hans Kaldur sólargeisli með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Meðal listafólks sem Ólöf hefur átt samstarf við eru Erna Ómarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Björk og Davíð Þór Jónsson.

Skúli Sverrisson á að baki einstakan feril sem tónskáld, upptökustjóri og

spunatónlistarmaður með breiðum hópi alþjóðlegra listamanna. Má þar nefna Blonde Redhead, Lou Reed, Allan Holdsworth, Ólöfu Arnalds, David Sylvian, Davíð Þór Jónsson, Trio Mediæval, Arve Henriksen, Báru Gísladóttur og Bill Frisell. Þá var hann náinn samstarfsmaður Laurie Anderson um árabil. Skúli hefur leikið á yfir 200 útgáfum. Hann hefur unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir verk sín alls sjö sinnum og tvisvar verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Skúli hefur samið nýja tónlist fyrir Víking Heiðar Ólafsson, Sinfóníuhljómsveit Íslands og við dansverk Ernu Ómarsdóttur. Á sviði kvikmyndatónlistar hefur Skúli unnið að gerð tónlistar Hildar Guðnadóttur, Jóhanns Jóhannssonar og Ryuichi Sakamoto.

23


Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga hjá

Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Badisches Staatstheater og ýmsum leikhópum. Hann starfaði eitt leikár í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hann hannaði lýsingu í mörgum sýningum þegar hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu á árunum 1982-2005. Hann er nú yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins. Björn hannar lýsingu fyrir Múttu Courage og Mayenburg-þríleikinn, Ellen B., Ex og Ekki málið, sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal nýjustu verkefna hans eru Draumaþjófurinn, Sem á himni, Framúrskarandi vinkona, Rómeó og Júlía, Nashyrningarnir og Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Ríkharður III og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins, nú síðast fyrir Vertu úlfur.

Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað

hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Meðal verkefna hans hér eru Edda, Ekki málið, Ellen B., Ex, Nokkur augnablik um nótt, Aspas, Sem á himni, Ásta, Framúrskarandi vinkona og Kafbátur. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Ellen B., Kafbát og Atómstöðina.

Margrét Bjarnadóttir útskrifaðist úr danshöfundadeild ArtEZ listaháskólans í Arnhem í Hollandi árið 2006. Hún vinnur innan ýmissa forma og ólíkra miðla, einkum á sviði dans, myndlistar og skrifa. Á meðal verka Margrétar er gítarballettinn No Tomorrow (2017) sem hún vann í samstarfi við Ragnar Kjartansson, tónskáldið Bryce Dessner og Íslenska dansflokkinn. Verkið hlaut m.a. Grímuverðlaunin sem sýning ársins. Hún hefur einnig hlotið Grímuverðlaun sem dansari og danshöfundur. Margrét hefur samið hreyfingar fyrir tónlistarmyndband og nokkrar tónleikasýningar Bjarkar, þ.á.m. hennar umfangsmestu hingað til; Cornucopiu sem frumsýnd var í The Shed í New York vorið 2019 og ferðaðist um heiminn í fjögur ár.

24


25


26


27


28


Starfsfólk Þjóðleikhússins Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Vala Fannell, verkefnastjóri samfélagsmála Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs Hans Kragh, þjónustustjóri Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar Almar Blær Sigurjónsson Atli Rafn Sigurðarson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Hallgrímur Ólafsson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Katrín Halldóra Sigurðardóttir Kjartan Darri Kristjánsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Þuríður Blær Jóhannsdóttir Örn Árnason Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Elísa Sif Hermannsdóttir María Dís Cilia Hljóð Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Þóroddur Ingvarsson Brett Smith

Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir Silfá Auðunsdóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Hildur Ingadóttir Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Helga Lúðvíksdóttir Eva Lind Weywadt Oliversdóttir Ljós Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah. Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri Jóhann Friðrik Ágústsson Ásta Jónína Arnardóttir Ýmir Ólafsson Leikmynda- og leikmunaframleiðsla Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Arturs Zorģis Haraldur Leví Jónsson Ásta Sigríður Jónsdóttir Mathilde Anne Morant Michael John Bown, yfirsmiður Valur Hreggviðsson

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Eglé Sipaviciute Jón Stefán Sigurðsson Jasper Bock Sigurður Hólm Siobhán Antoinette Henry Þórunn Kolbeinsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Marian Chmelar, matreiðslumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Björn Jónsson, bakdyravörður Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Anna Karen Eyjólfsdóttir Fanney Edda Felixdóttir Halla Eide Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Karítas Ríkharðsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson María Ellingsen

29


30


31


Þjóðleikhúsið Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is 32


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.