Ást Fedru - leikskrá

Page 1

Leikskrá

Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

Hönnun og uppsetning: Jorri.

Ljósmyndir: Jorri o.fl.

Ljósmynd af Söruh Kane: Jane Brown

Prentun: Prentmet, Oddi.

Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Sýningarréttur: Nordiska Aps, www.nordiska.dk

Titill á frummáli: Phaedra’s Love

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Sýningarlengd er um einn og hálfur tími. Ekkert hlé.

Frumsamin tónlist í sýningunni er eftir Tuma Árnason, auk þess sem flutt er útsetning hans á Étude Op. 10, No. 3 eftir Frédéric Chopin, texti Bob Russell - No Other Love.

Önnur tónlist: Fade (Kanye West), Such A Whore (Stellular Remix/JVLA), Mother (John Lennon), Tárin falla hægt (Bubbi Morthens og Auður), The Rhythm of the Night (Corona). Útsetningar og upptökustjórn: Tumi Árnason, Albert Finnbogason. Hljóðfæraleikur á upptökum: Tumi Árnason, Albert Finnbogason, Símon Karl Sigurðarson Melsteð, Þórbergur Bollason.

Stuttur sýningartími. Ást Fedru verður sýnt í 7 vikur í Kassanum til 27. október.

Þjóðleikhúsið

75. leikár, 2023–2024.

Frumsýning í Kassanum 9. september 2023

Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

Ást Fedru

eftir Söruh Kane

Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Þjóðleikhúsið

2023 - 2024

Leikarar

Margrét Vilhjálmsdóttir Fedra

Sigurbjartur Sturla Atlason Hippolítos

Þuríður Blær Jóhannsdóttir Strófa

Þröstur Leó Gunnarsson Þeseifur

Hallgrímur Ólafsson Prestur, læknir

Danshópurinn Seiðr: Ásta Marteinsdóttir, Birgitta Sif Jónsdóttir, Helga Rós

Helgadóttir, Kamilla Alfreðsdóttir, Karen Sif Óskarsdóttir, Kristín Hálfdánardóttir, Kirstin Natalija Stojadinovic, Lára Björk Bender, Ósk Tryggvadóttir, Sólveig Maria Seibitz, Tekla Ólafsdóttir, Þórunn Margrét Sigurðardóttir.

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn

Kolfinna Nikulásdóttir

Leikmynd og búningar

Filippía I. Elísdóttir

Ljósa- og myndbandshönnun

Ásta Jónína Arnardóttir

Tónlist

Tumi Árnason

Hljóðhönnun

Kristján Sigmundur Einarsson

Sviðshreyfingar

Seiðr

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn og umsjón

Guðmundur Erlingsson

Umsjón á sýningum

Siobhán Antoinette Henry

Tæknistjórn

Ásta Jónína Arnardóttir

Brett Smith

Aðstoð við slagsmálaatriði

Oddur Júlíusson

Nándarþjálfi

Kristín Lea Sigríðardóttir

Nemi

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Leikmunadeild

Valur Hreggviðsson – yfirumsjón

Siobhán Antoinette Henry

Leikgervadeild

Silfá Auðunsdóttir – yfirumsjón

Tinna Ingimarsdóttir– gervilimur

Ingibjörg G. Huldarsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Áshildur María Guðbrandsdóttir

Hildur Ingadóttir

Búningadeild

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir – yfirumsjón

Berglind Einarsdóttir

Helga Lúðvíksdóttir

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Eva Lind Weywadt Oliversdóttir

Leikmyndagerð

Michael John Bown – smiður

Arturs Zorģis - smiður

Valur Hreggviðsson – málari

Þórunn Kolbeinsdóttir – málari

4

Sarah Kane

Leikskáldið Sarah Kane fæddist árið 1971 og lést árið 1999. Hún samdi fimm leikrit og eitt handrit fyrir sjónvarp. Leikrit

hennar, sem í fyrstu voru afar umdeild, hafa nú öðlast sess sem sígild nútímaverk og verið sviðsett um allan heim. Sarah Kane þykir vera eitt áhugaverðasta breska leikskáld síðari tíma.

Fyrsta leikrit Kane, Blasted (Rústað), var frumflutt í Royal Court Theatre í London árið 1995. Leikritið Pheadra‘s Love (Ást Fedru) var frumflutt í Gate Theatre í London árið 1996 og leikritið Cleansed (Hreinsun) var frumflutt á vegum Royal Court

í Duke of York Theatre árið 1998. Fjórða leikrit Kane, Crave (Þrá) var sýnt árið 1998 á vegum Paines Plough og Bright Limited, fyrst

í Chelsea Centre Theatre í London, þá á Edinborgarhátíðinni í

Traverse Theatre og loks í Royal Court Theatre, áður en verkið fór á svið í Berlín, Dublin og Kaupmannahöfn. Síðasta leikrit

Söruh Kane, 4.48 Psychosis, var frumsýnt í Royal Court

árið 2000. Sjónvarpsleikritið Skin var sýnt hjá Channel

Four/British Screen árið 1997. Leikrit Söruh Kane eru gefin út af Methuen Drama.

8

Leikritið Ást Fedru í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur er nú frumflutt á íslensku leiksviði. Leikrit Söruh Kane Rústað var sýnt

í Borgarleikhúsinu árið 2009 í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur og leikritið 4:48 Psychosis var sýnt í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Edda productions og Aldrei óstelandi í þýðingu Diddu Jónsdóttur árið 2015. Borgarleikhúsið efndi til leiklestra

á verkum Söruh Kane árið 2009, og voru þá lesin leikritin

Hreinsun og Þrá í þýðingu Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur, 4:48 geðtruflun í þýðingu Diddu Jónsdóttur og Ást Fedru í þýðingu Arnar Úlfars Höskuldssonar.

9

Fegurðin í grimmdinni

Kolfinna Nikulásdóttir hefur starfað sem leikstjóri og höfundur frá því að hún útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Hún leikstýrði m.a. verðlaunasýningunni KOK, samdi leikritið The Last Kvöldmáltíð sem hlaut mikið lof og gerði stuttmyndina SURPRISE sem tilnefnd var sem besta norræna stuttmyndin árið 2022. Nú leikstýrir Kolfinna í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu.

Þú hefur komið víða við í listum en kannski starfað mest sem höfundur og leikstjóri á undanförnum árum, er leikstjórinn í þér nú að taka yfirhöndina?

Ég tók þá ákvörðun að mastera eitthvað eitt og leikstjórahlutverkið varð fyrir valinu. Af því að það að vera höfundur er mjög sársaukafullt og ég nenni alls ekki að performera. Það er líka svo einmanalegt að vera höfundur. Það getur reyndar líka verið einmanalegt að vera leikstjóri, af því að á einhverjum tímapunkti í ferlinu finnur maður þörf fyrir að stíga út úr hópnum, jafnvel sitja annars staðar í hádegismatnum. En það er alls ekki jafn einmanalegt og að vera höfundur. Að leikstýra er aðeins minni áreynsla fyrir mig. Það er alveg sérstök tilfinning að sitja úti í sal og horfa á senu sem er í vinnslu og maður bara veit svörin.

12
Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri í viðtali við Hrafnhildi Hagalín

Svörin streyma í gegnum mig. Ég man fyrst þegar ég upplifði

þetta, þá leið mér eins og ég væri með ofurkrafta. Kannski líka af því að maður er með dálítið ADHD og það hjálpar í leikstjórastarfinu. Þú getur verið að hugsa um kannski sex hluti í einu. Það truflar kannski annars staðar en það hjálpar í leikhúsi. Fyrir utan það að ég er gagnslaus manneskja á öllum öðrum sviðum.

Hvað var það við þetta tiltekna verk, Ást Fedru, sem heillaði þig?

Ég sé miklar hliðstæður við það í samtímanum, í því sem við erum að upplifa núna sem samfélag. Þetta er verk um fíknir, ástarfíkn, kynlífsfíkn, skort (sem fíknir eru), og frumbernskutengslarof ef maður talar út frá sálfræðinni. Og persónurnar eru allar að glíma við tengslarof að einhverju leyti. Ég hef mikinn áhuga á þessu. Svo er gaman að sviðsetja verk þar sem konan er nokkurs konar illmenni. Ég er hrifin af birtingarmyndum kvenpersóna í menningarefni þar sem konan er ekki bara viðfang. Og þannig er þetta verk. Og það sem er líka áhugavert er að það er enginn einn sekur. Í samfélagsumræðunni í dag eru hlutirnir dálítið svarthvítir og það er pínu þreytandi. Það er ekki þannig. Í þessu verki eru allir ábyrgir fyrir einhverju, enginn sekur um allt. Það er enginn einn sannleikur og margt satt í einu. Og það kannski opnar einhverjar dyr inn í það sem mér finnst við sem samfélag alveg tilbúin að ræða.

Verkið er byggt á goðsögunni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af Hippolítosi stjúpsyni sínum...

Já, í goðsögunni er Hippolítos fallegur og hvers manns hugljúfi en hann alveg andstæðan í verkinu hennar Söruh Kane, það er eins og hún afkóði goðsögnina. Hjá Söruh Kane er Hippolítos ógeðfelldur og óaðlaðandi. Hippolítos er prins sem mætir hvergi mótstöðu, allar dyr opnast honum sjálfkrafa. Hann hefur aldrei þurft að finna fyrir afleiðingum gerða sinna þannig að hann er markalaus. Fedra samt sem áður dáir hann og dýrkar. Og ég sé þetta sem myndlíkingu fyrir hegðun kvenna. Maður sér þetta mikið í sjálfum sér og konum af öllum kynslóðum. Svo er það Strófa dóttir hennar, en hún sér í gegnum Hippolítos, hún afneitar Hippolítosi en fórnar samt lífi sínu fyrir hann, að endingu. Strófa er dálítið mín kynslóð sem er að reyna að komast handan við þessa dýrkun, en maður á einhvern veginn aldrei undankomuleið. Maður endar alltaf á því að þrá viðurkenningu frá einhverjum useless gaurum.

13

Hvaðan sækir þú innblástur?

Leikhús, bækur, bíó og fólk. Ég hef síðan ég man eftir mér sótt mikið í leikhúsið. Það var minn griðastaður. Það er dálítið fyndið að velja leikhúsið sem tjáningarform, því það er lúðalegt og óaðgengilegt oft og tíðum. Deyjandi form, eða búið að vera að deyja í nokkur hundruð ár. En ég trúi því að leikhúsið muni koma sterkt inn á næstu árum, þar sem þetta er einn af síðustu stöðunum þar sem fólk kemur saman í hóp og er að upplifa eitthvað skjálaust hér og nú, saman.

Ást Fedru er verk frá 1997 og það var mjög sjokkerandi þegar það kom fyrst fram, heldurðu að það verði jafn sjokkerandi nú?

Já, við erum mjög mikið að spá í þetta. Ég held að áhorfandinn finni alltaf þegar verið er að reyna að sjokkera til að sjokkera. Það má ekkert vera ódýrt, það verður að vera agað. Svo þarf líka að vera stefna og heildarmynd. Mér finnst þetta vera hárfínt og viðkvæmt. Og hryllingur getur verið hreinsun, eins og Artaud talar um, og til þess að ná kaþarsis verður maður að ganga langt, en við erum að feta þessa hárfínu línu. Allt sem ég geri er gert af alúð, aga og nákvæmni, hryllingurinn einna helst.

Ertu með væntingar varðandi sýninguna?

Mig langar að skapa leikhús þar sem þú ert ekki að setjast niður og fá staðfestingu á því sem þú veist nú þegar. Ég vil að þú sem áhorfandi vitir mögulega jafnvel minna en þú vissir áður en þú sást verkið. Mig langar líka að fólk geti upplifað og fundið í stað þess að skilja, skilja með hausnum, með vinstra heilahvelinu, af því að leikhús er svo mikið á tilfinningasviðinu. Ég vil að fólk geti komið og skynjað og fundið - og þó að fólk labbi út og upplifi að það skilji ekki alveg eða sé bara pínu hissa. Það sem Sarah gerir er að hún sýnir fegurðina í sársaukanum, grimmdinni, ljótleikanum og mig langar að skapa það. Mestu máli skiptir samt að skapa gott og agað leikhús.

14

Margrét Vilhjálmsdóttir

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994. Hún hefur leikið yfir fimmtíu hlutverk, jafnt á sviði sem í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur einnig samið og leikstýrt eigin hugverkum, leiksýningum, gjörningum og listviðburðum, auk verkefna sem tengd eru náttúruvernd. Meðal hlutverka síðustu ár má nefna Elizabeth Proctor í Eldrauninni, Geirþrúði í Himnaríki og helvíti, lafðina í Macbeth, Madame Thénardier í Vesalingunum og Mörtu í Hver er hræddur við Virginiu Woolf. Hún lék m.a. í Framúrskarandi vinkonu og Når det Stormer som verst í Noregi. Hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð 3. Margrét hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Eldraunina og Lé konung og Edduna fyrir Mávahlátur. Margrét var valin Shootingstar á Berlinale Film Festival og hlaut Stefaníustjakann árið 1997.

18

Sigurbjartur Sturla Atlason útskrifaðist af leikarabraut LHÍ

árið 2016. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í Rómeó og Júlíu, Framúrskarandi vinkonu, Draumaþjófnum og Sem á himni. Í vetur leikur hann í Eddu og Frosti. Meðal kvikmynda og sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru Ófærð 2 og Lof mér að falla. Hann hefur einnig getið sér orð sem tónlistarmaður undir listamannsnafninu Sturla Atlas, gefið út plötur og tónlistarmyndbönd og komið fram víðsvegar á tónlistarhátíðum. Hann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik í Rómeó og Júlíu, og ásamt öðrum fyrir tónlist í sýningunni.

19

Þuríður Blær Jóhannsdóttir útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2015. Hún var fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá útskrift, þar til hún gekk til liðs við Þjóðleikhúsið á síðasta leikári þegar hún lék hlutverk Eyrdísar í Draumaþjófnum. Hún mun einnig leika hér í Frosti á leikárinu. Meðal hlutverka Blævar í Borgarleikhúsinu eru Nína í Mávinum, titilhlutverkið í Sölku Völku og strákurinn í Himnaríki og helvíti. Blær hefur einnig farið með burðarhlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, m.a. Villibráð, Ráðherranum, Flateyjargátunni, Svaninum og Heima er best. Hún kemur reglulega fram með rapphljómsveit sinni Reykjavíkurdætrum. Blær var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Himnaríki og helvíti og Helgi Þór rofnar.

20

Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands

árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum.

Hann leikur í Eddu, Eltum veðrið og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hann m.a. leikið í Jólaboðinu, Framúrskarandi vinkonu, Kafbáti, Hafinu, Föðurnum, Þetta er allt að koma, Koddamanninum, Viktoríu og Georg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur

lék hann m.a. í Degi vonar, Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Á ferð með mömmu, Tár úr steini, Nóa albínóa og Eins og skepnan deyr. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda Grímuverðlauna og hlaut þau fyrir Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn. Hann fékk

Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.

21

Hallgrímur Ólafsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur

leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA. Í vetur

leikur hann hér í Eddu og Eltum veðrið. Hann lék hér m.a. í Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Atómstöðinni, Slá í gegn, Einræðisherranum, Súper, Samþykki, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Móðurharðindunum og Leitinni að jólunum. Hjá LR

lék hann m.a. í Gauragangi, Elsku barni, Fjölskyldunni, Hótel Volkswagen og Gullregni, og hjá LA m.a. í Óvitum og Ökutímum. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru Gullregn, Fangavaktin og Stelpurnar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og var tilnefndur

fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.

22

Sarah Kane og Ást Fedru

Sarah Kane (1971-1999) var eitt athyglisverðasta leikskáld tíunda áratugarins í Bretlandi. Starfsferill hennar var stuttur og spannaði aðeins fjögur ár en skildi hún þó eftir sig verk sem höfðu afgerandi áhrif á leikritun eins og hún er í dag. Verk Kane eru fimm auk einnar stuttmyndar og hefur þeim verið lýst sem ofbeldisfullum og gróteskum enda eiga þau það sameiginlegt að ögra samfélagslegu siðferði og snúa út úr því.

Kane lærði leiklist við Bristol-háskóla og leikritun við háskólann í Birmingham. Eftir það starfaði hún við leikritun auk þess sem hún í fáein skipti leikstýrði og steig sjálf á svið. Kane varð fræg á einni nóttu eftir að fyrsta verk hennar var sett á svið í Royal Court leikhúsinu í London. Hún hlaut margs konar gagnrýni, þá sérstaklega neikvæða og hökkuðu slúðurblöð í Bretlandi verkið í sig.

Hún lét það þó lítið á sig fá og hélt ótrauð áfram í skrifum sínum og listsköpun. Hún afsakaði sig aldrei og gaf gagnrýninni lítinn gaum enda var skoðun hennar sú að sem leikskáld ætti hún hvorki að vita svörin sem verkin skildu eftir sig né bjóða upp á þau fyrir lesendur, listamenn eða áhorfendur. Hennar hlutverk væri að spyrja spurninga og fá fólk til þess að velta fyrir sér hvar svörin lægju. Enn fremur sagðist hún ekki alltaf vita um hvað verkin hennar snerust heldur lægi ábyrgðin hjá áhorfendum að segja henni það.

24
eftir Katrínu Guðbjartsdóttur sviðshöfund

Rödd Kane var á sínum tíma hávær, skýr og ferskur andblær inn í leikritun. Í verkum hennar má sjá greinilega tilraun til þess að sýna mannlega bresti og erfiðleika og margfaldar hún þá í hegðun og skapgerð sögupersóna sinna. Með þessu vildi hún sýna áhorfendum hvar slíkar persónur má finna í hversdagsleikanum. Á þennan hátt fær hún áhorfendur til þess að velta fyrir sér hegðunarmynstri sínu og fólks í kringum sig. „Líttu í eigin barm“ er öskrað í gegnum verk hennar enda byggjast þau á hennar sálarlífi og persónueinkennum. Hún kafar í geðraskanir og aðra mannlega kvilla og skoðar félagslega raunhyggju í gegnum stækkunargler sem er sjaldséð í leikhúsi.

Ofbeldið og gróteskan sem einkenna verk Söruh Kane er eitthvað sem við sjáum stöðugt í fréttaflutningi og á öðrum miðlum. Með því að færa það inn í leikhúsið er áhorfandinn næstum þvingaður til þess að upplifa hlutina eins og þeir gerist fyrir framan hann án nokkurra utanaðkomandi skýringa eða athugasemda. Kane sjálf sagði list ekki vera það að búa til eitthvað nýtt til þess að valda usla heldur vera til þess gerða að raða saman því sem við þekkjum á áður óséðan hátt. Það sem skilur Kane frá samtímaskáldum eru átök hennar við leikhúsformið. Þrátt fyrir að fylgja leikskáldum samtímans hvað varðar umfjöllunarefni er ákveðin ljóðræna í verkum hennar sem greinir þau frá verkum hinna. Textarnir eru óhefðbundnir og tvíræðir og oft flókið að átta sig á því hverjar sögupersónurnar eru. Kane lagði sjálf mikla áherslu á að uppbygging texta væri jafnmikilvæg efninu. Raunveruleikinn er í eðli sínu tvíræður og flókinn og til þess að geta sýnt hann á heiðarlegan hátt í leikhúsinu fannst henni mikilvægt að uppbygging textans væri það líka. Á þann hátt ýti það einnig undir skilaboð textans í sjálfu sér.

Fáar konur hafa skrifað verk á borð við leikrit Kane og má vissulega lesa úr því að hún sé brautryðjandi fyrir konur, enda bjó hún til farveg fyrir konur á tímum þegar verkum karlkyns skálda sem skrifuðu í anda sömu leikritunarstefnu og hún sjálf var hampað en hennar verk voru troðin niður. Sjálf sagðist hún þó ekki vilja gagnrýni eða upphefð út á kyn sitt heldur vildi hún fá að vera leikskáld og bara það, ekki kvenkyns eða nokkuð annað. Þrátt fyrir þessa sýn er Sarah Kane brautryðjandi þar sem konur hafa fylgt í hennar spor og skrifað óhefðbundin verk og ekki mætt eins miklu mótlæti og áður.

25

Kane skrifaði verk sitt Ást Fedru árið 1996 og leikstýrði fyrstu

uppsetningu þess í Gate Theatre í London sama ár. Verk hennar

hafa margoft verið sýnd um allan heim enda þykja þau sérstaklega athyglisverð. Þetta er í fyrsta skipti sem Ást Fedru er sett upp hér á landi og um er að ræða gríðarlega áhugavert verk. Ást Fedru er lauslega byggt á goðsögninni um Fedru og studdist

Kane við skrif Seneca um hana. Hin klassíska saga sem margir þekkja um drottninguna sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum er hér í nýjum búningi Kane þar sem hún skrifar persónur út frá eigin tilfinningalífi. Hún segist sjálf geta samsamað sig bæði Hippólítusi og Fedru og áhorfendur ættu að sama skapi að geta fundið þau bæði innra með sér þó að það kunni að vera óþægilegt. Í raun má segja að allt í kringum okkur séu Fedrur og Hippólítusar og að þessar persónur búi að einhverju leyti innra með öllu fólki. Margt má segja um Kane en fyrst og fremst eru verk hennar áræðin, hnyttin og grótesk. Innan þeirra má þó alltaf finna einlæga von um ást og betrun mannkyns.

Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Hún hefur sent frá sér fimm ljóðabækur, smásagnasafnið Doris deyr og skáldsögurnar Hvítfeld – fjölskyldusaga, Elín, ýmislegt og Tól. Hún samdi leikritið Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur fyrir Þjóðleikhúsið en leikrit hennar Skríddu og Hystory voru sýnd í Borgarleikhúsinu. Sögur og ljóð Kristínar hafa verið þýdd yfir á erlend tungumál. Hún hefur m.a. hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Verðlaun bóksala, og verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Kolfinna Nikulásdóttir útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2016 og starfar sem leikstjóri og leikskáld. Hún leikstýrði m.a. óperunni KOK eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem samin var við ljóð Kristínar Eiríksdóttur og sett upp af leikhópnum Svartur jakki á Óperudögum í Borgarleikhúsinu. Hún samdi leikritið The Last Kvöldmáltíð sem leikhópurinn Hamfarir sýndi í Tjarnarbíói. Hún gerði stuttmyndina SURPRISE sem tilnefnd var sem besta norræna stuttmyndin á Nordisk Panorama. Ást Fedru er frumraun Kolfinnu sem leikstjóri í Þjóðleikhúsinu.

Filippía I. Elísdóttir hefur starfað við á annað hundrað sýningar sem búninga- og sviðsmyndahönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búninga- og sviðsmyndahönnuður hefur hún unnið við leiksýningar, óperur og kvikmyndir, jafnt á Íslandi sem erlendis, og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Í vetur gerir hún hér búninga fyrir Mútter Courage og Saknaðarilm. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru samstarfsverkefnið Aspas, Sem á himni, Vertu úlfur, Framúrskarandi vinkona, Nashyrningarnir, Súper og Húsið. Hún hlaut Grímuna fyrir Ríkharð III, Töfraflautuna, Ofviðrið, Sweeney Todd, Virkjunina, Woyzeck, Engla alheimsins og Dúkkuheimili. Hún hlaut Stefaníustjakann árið 2010 og Fálkaorðuna árið 2016.

Tumi Árnason er hljóðfæraleikari og tónskáld. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, leikið inn á tugi hljómplatna, samið tónlist fyrir kvikmyndir sem sýndar hafa verið á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, tekið þátt í myndlistarverkum og gjörningum, og spilað á viðburðum þar sem mörk hljómlistarinnar eru könnuð. Hann hefur unnið með tónlistarfólki úr ýmsum áttum, m.a. hljómsveitum Ingibjargar Turchi, Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar, Benna Hemm Hemm og Grísalappalísu. Dúó hans og Magnúsar Trygvasonar

Eliassen sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 2018 og er ný plata væntanleg. Plata hans Hlýnun hlaut verðlaun fyrir tónverk ársins í flokki jazz- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2022.

28

Ásta Jónína Arnardóttir stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 20172018 og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu fyrir Eddu og myndband fyrir Múttu Courage og Orð gegn orði. Hún hannaði lýsingu hér fyrir Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag, Vloggið og Ég heiti Guðrún. Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna.

Kristján Sigmundur Einarsson lauk hljóðtækninámi frá SAE institute í London

árið 2011. Hann hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2013 og hannað hljóðmyndir fyrir fjölda sýninga, nú síðast Draumaþjófinn, Sem á himni og Sjö ævintýri um skömm. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hljóðmynd ársins ásamt Eggerti Pálssyni fyrir Ofsa og hefur auk þess verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Segulsvið og Engilinn. Kristján hefur starfað við fjölda hljóðverkefna utan leikhússins og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum.

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés hefur starfað sem dansari, danshöfundur og danskennari á Kúbu, Íslandi og víðar. Hann starfar nú við Þjóðleikhúsið og leikur í Múttu Courage, Eddu og Frosti í vetur. Hann lék hér í Íslandsklukkunni, Sem á himni, Rómeó og Júlíu, Ég get, Kardemommubænum og Slá í gegn. Hann var annar danshöfunda í Rómeó og Júlíu. Hann nam danslist við ENA og ISA á Kúbu og hefur dansað í fjölda verkefna, meðal annars hjá ÍD, Danza Espiral, Borgarleikhúsinu og Íslensku óperunni. Hann kennir við Klassíska listdansskólann og hefur m.a. kennt við Salsa Iceland. Hann var tilnefndur sem leikari og dansari fyrir Óður og Flexa á Sögum og Grímunni. Hann hlaut Grímuna sem annar höfunda sviðshreyfinga í Rómeó og Júlíu.

SEIÐR er fjölbreyttur sviðslistahópur sem hefur starfað frá árinu 2019. Meðlimir eiga það sameiginlegt að tengjast gegnum súludans, en hafa auk þess reynslu af öðrum loftfimleikatækjum, ásamt acro, parkour og burlesque. Hópurinn hefur m.a. sýnt á Reykjavík Fringe í Tjarnarbíói.

29
Frumsýning 17. nóvember

Starfsfólk Þjóðleikhússins

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri

Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri

Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra

Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur

Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla

Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri

Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar

Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi

Vala Fannell, verkefnastjóri samfélagsverkefna

Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs

Hans Kragh, þjónustustjóri

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður

Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur

Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur

Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar

Almar Blær Sigurjónsson

Atli Rafn Sigurðarson

Björn Thors

Ebba Katrín Finnsdóttir

Edda Arnljótsdóttir

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

Guðjón Davíð Karlsson

Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Hallgrímur Ólafsson

Hildur Vala Baldursdóttir

Hilmar Guðjónsson

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Kjartan Darri Kristjánsson

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Nína Dögg Filippusdóttir

Oddur Júlíusson

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Pálmi Gestsson

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sigurður Sigurjónsson

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Þröstur Leó Gunnarsson

Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Örn Árnason

Sýningarstjórn

Elín Smáradóttir

Elísa Sif Hermannsdóttir

María Dís Cilia

Hljóð

Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri

Aron Þór Arnarsson

Þóroddur Ingvarsson

Brett Smith

Leikgervi

Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir

Silfá Auðunsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Hildur Ingadóttir

Búningar

Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Hjördís Sigurbjörnsdóttir

Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Helga Lúðvíksdóttir

Eva Lind Weywald Oliversdóttir

Ljós

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah. Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri Jóhann Friðrik Ágústsson

Ásta Jónína Arnardóttir

Haraldur Leví Jónsson

Ýmir Ólafsson

Leikmynda- og leikmunaframleiðsla Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri

Arturs Zorģis

Ásta Sigríður Jónsdóttir

Mathilde Anne Morant

Michael John Bown, yfirsmiður

Valur Hreggviðsson

Svið

Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri

Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða

Alexander John George Hatfield

Eglé Sipaviciute

Jón Stefán Sigurðsson

Jasper Bock

Sigurður Hólm

Siobhán Antoinette Henry

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka

Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri

Anna Karen Eyjólfsdóttir

Fanney Edda Felixdóttir

Halla Eide Kristínardóttir

Júlíana Kristín Jóhannsdóttir

Bókhald og laun

Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari

Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi

Eldhús

Marian Chmelar, matreiðslumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður

Umsjón fasteigna

Eiríkur Böðvarsson, húsvörður

Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting

Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Sigurður Hólm, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð

Halldór Guðmundsson, formaður Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson

María Ellingsen

33

Miðasölusími: 551 1200

Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

36
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.