31arg_3tbl_september_2002

Page 6

Hugleiðing um stöðu Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar Fátækt, óöryggi, vansæld. Ekkert er eins niðurdragandi og auðmýkjandi og að vera auralaus. Ég man þá tíð er ég var unglingur í skóla að margir félaga minna höfðu betri fjárráð en ég. Ástæður þess voru vafalaust þær að feður þeirra voru betur stæðir en þeir sem að mér stóðu. Voru þetta börn útgerðarmanna, bankastjóra eða framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækja í minni heimabyggð. Faðir minn var skipasmiður og sennilega með ágætis laun í sínu starfi, duglegur og vel liðinn í vinnu. Var hann aldrei atvinnulaus. Ekki skorti okkur systkinin heldur neitt sem ég get munað eftir en við vorum mörg og því spart farið með það sem úr var að spila. Vasapeningar þekktust ekki á mínum bæ. Ég man það einnig að nokkur skólasystkina minna voru virkilega fátæk. Það sá maður á klæðaburði þeirra og öðrum kennimerkjum fátæktar. Nóg var um vinnu á þessum tíma en sennilega hafa veikindi eða óregla á heimilum þeirra verið orsök þessa. Ekki minnist ég þess að skólafélagar mínir sem meira áttu hafi nokkurn tíma látið það í ljósi eða látið mig finna fyrir því vísvitandi að þeir hefðu meira en ég. Frekar að þeir væru örlátir og vildu deila með mér því sem þeir höfðu milli handa. Oft leið mér hálf illa þegar ég gat ekki verið með og lagt í púkk ef eitthvað var verið að framkvæma. Valdi maður þá auðveldustu leiðina að hverfa frá og finna sér einhverja átyllu til að vera ekki með frekar en að þiggja af félögunum. Þarna setti auraleysi manni stólinn fyrir dyrnar. Hver var niðurstaðan? Maður vék burt og sætti sig við þetta. En sennilega óör-

6

uggur og vansæll hið innra fyrir viki, að minnsta kosti ekki eins virkur í félagsskap eins og maður hefði kosið sjálfur þá stundina. Í rekstri fyrirtækja kemur skýrt í ljós að það er auðveldara að starfa og halda við hagkvæmni í rekstrinum þegar hagsæld er og vel árar og nóg er til af fé. Eigendur berast örlítið meira á og eru djarfari að auglýsa. Það er betur tekið eftir þeim og fyrirtækinu. Nafn þeirra er þekktara og þeir eiga auð-

Sigurbergur Baldursson.

Það hafa reyndar heyrst þær raddir í klúbbunum að það sé ekki nein nauðsyn að gera út þetta apparat, umdæmið Ísland-Færeyjar. Hvers vegna eigum við að greiða stórar upphæðir til erlendra fyrirbæra eins og heimsstjórnar, Evrópustjórnar og hvað þær heita nú allar. Þetta er að sjálfsögðu röng hugsun og hættuleg starfi okkar í alla staði. Við skulum ekki gleyma því sem við gengumst undir er við gerðumst Kiwanisfélagar. Þar var okkur gert skýr grein fyrir því að við værum að ganga inn í alþjóðlega hreyfingu sem stæði að mannrækt með góðum ásetningi. Þessu vorum við samþykkir þá. veldar um vik í samningum og allri umsýslan. Þeir bera höfuðið hátt. Hins vegar er það öllum rekstri til trafala ef fé vantar. Þá er skorið niður og hægara farið. Það er ekki hægt að grípa gullin tækifæri augnabliksins vegna bágrar fjárhagsstöðu og margur samningurinn fer fram hjá ónýttur, þó gott hefði verið að ná honum. Einnig eru lánastofnanir og fjárfestar varkárri til samstarfs þegar þannig stendur á, halda jafnvel að sér höndum þó viðsemjendur séu ekki

þekktir af neinu nema hinu besta og hafi á sér gott orð. Niðurstaða þessa verður sú, að rekstur fyrirtækis stefnir jafnvel í meiri ógöngum en raunveruleg efni hefðu staðið til og hættir fyrr rekstri. Kiwanisumdæmið Svipað ástand hefur skapast undanfarandi ár í Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar, hreint og klárt vegna auraleysis og fátæktar að ég tel. Umdæmisstjórar þess hafa verið í svipaðri stöðu og

auralaus unglingur í hópi skólafélaga. Hvers vegna? Hverjir eru foreldrar umdæmisins? Eru það ekki klúbbarnir í umdæminu sjálfu sem eru aðstandendur þessara tilnefndu stjórnenda? Já, hvers vegna? Undanfarandi ár hafa þessir aðilar farið af stað með svo rýran sjóð í veganesti að þeim hefur ekki verið mögulegt að taka þátt í rekstri umdæmisins með þeim sóma sem sæmir góðu, vel stæðu fyrirtæki. Það er lítil bót í því að taka þá ákvörðun að minnka sjóðinn fyrir þann næsta ef illa hefur verið spilað úr honum árið áður og dæmið ekki gengið upp. Vel má vera að ,,unglingurinn“ hafi verið nokkuð vel búinn til ferðarinnar í upphafi en farið ver með en efni stóðu til. Í slíkum tilfellum taka foreldrarnir, eða þeir sem ábyrgð hafa, á sig þann skellinn og reyna að bæta um betur og siða unglinginn til. En lítið hefur verið að gert annað en það að senda ár eftir ár nýja einstaklinga af stað í skólann með skuldahala fyrri ára á baki og þar að auki með alltof lítinn vasapening til að geta mannsæmandi verið með í leiknum með öðru félögum. Vera má að einhverjum þessara manna sem setið hafa á stjórnarstól hafi orðið eitthvað á í sinni stjórnartíð og því ekki tekist að ná saman endum í fjármálum umdæmisins. En hversu stórt hefur það verið? Þessir hundrað þúsundkallar (500 til 600 kr. pr./félaga) sem vantar upp á að áætlun hafi verið fylgt eru títt nefndir en minna er minnst á þann hundrað þúsundkalla halla sem þeir tóku við áður en af stað var farið. Þessir menn hafa ekki


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.