34arg 3tbl september 2004

Page 1

Kiwanisfréttir

34. árg. • 3. tbl. • September 2004

Umdæmisþing 2004 - Húsavík/Mývatnssveit


KIWANISFRÉTTIR

Ritstjórapistill Ágætu Kiwanisfélagar! Nú er ég farinn að skilja hvað einn fyrrverandi ritstjóri Kiwanisfrétta átti við í fyrra þegar hann vissi að ég tæki við blaðinu og sagði með undarlegum svip og raddblæ „gangi þér vel með það“. Það streymir ekki inn efnið í þetta þriðja tölublað og eftir að sjá fyrir endann á því um stærð blaðsins. Ég var þó búinn að ætla að hafa lokablaðið mitt stærra. Farið er að rifjast upp fyrir mér hvernig gekk um árið þegar Óðinn lognaðist útaf þegar enginn nennti að skrifa í það blað lengur. Oft hefur víst þurft

að berjast hart til að ná saman efni í Kiwanisfréttir hef ég heyrt hjá gömlum ritstjórum. Nóg er komið af væli í bili. Ég var að monta mig af því í síðasta ritstjórapistli að hafa tekið inn tvo nýja og unga félaga í Herðubreið sl. vetur. Ekki nóg með það því einn enn bættist við á lokafundi okkar í maí og er sá fæddur 1964. Ekki veitir af áður en lokun Kísiliðjunnar fer að grípa í okkur með kaldri og miskunnarlausri krumlu og fólk fer að hrekjast burtu úr sveitinni því meirihluti klúbbfélaga vinnur hjá því fyrirtæki.

Kiwanisklúbburinn Herðubreið tók í sumar þátt í að kaupa hjartastuðtæki sem staðsett verður í Mývatnssveit og var okkur mjög ljúft að geta orðið þar að liði. Vonandi verðum við með gott blað í höndunum á þinginu. Dæmi hver fyrir sig því ekki er það mitt hlutverk en ég gerði það sem ég gat og hafði tíma til. Ljóst er þó að ekki skrifar ritstjórinn blaðið einn, þar veltur á ykkur kæru félagar. Að lokum óska ég öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra velgengni í starfi og leik á komandi starfsári.

Finnur Baldursson ritstjóri Kiwanisfrétta

- Kiwanis fyrir alla Þingi á, þegar við mætum þörf er sko ekki á þrætum en vinnum þau verk sem verða svo merk og veröld með bjartsýni bætum.

Finnur Baldursson ritstjóri

Landssamband Sinawik Þá er komið að hinu árlega Kiwanisþingi. Samhliða þinginu ætlum við eiginkonur Kiwanismanna að hittast kl. 10.00 á laugardeginum í Hótel Reykjahlíð. Kiwanisfélagar bjóða síðan upp á óvissuferð frá kl. 11.00 til 15.00 ég hvet ykkur til að taka þátt í henni. Fyrir hönd L.S., Erla Kr. Bjarnadóttir

Kiwanisfréttir 34. árg. • 3. tbl. • September 2004

2

Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Aðalgeirsson, umdæmisstjóri Ritstjóri: Finnur Baldursson Ritnefnd: Finnur Baldursson, Jón Óskar Ferdinandsson og Jörgen Þorbergur Ásvaldsson Forsíðumynd: Finnur Baldursson af Húsavíkurkirkju Prentvinnsla: Ásprent-Stíll hf., Akureyri 2004


KIWANISFRÉTTIR

Markvisst starf og skilvirkni er grundvöllur góðs Kiwanisstarfs Kæru Kiwanisfélar. Nú líður senn að lokum þessa starfsárs og þeir klúbbar sem ekki hafa náð markmiðum sínum munu nota tímann vel, þessa síðustu daga til að ná því marki sem þeir settu sér.

Sigurgeir Aðalgeirsson, Umdæmisstjóri

Ég sem umdæmisstjóri hef heimstótt yfir 20 klúbba og fengið að kynnast því mikla starfi sem þeir eru að inna af hendi fyrir byggðalag sitt og umdæmið. Klúbbarnir eru ekki aðeins að vinna í fjáröflunum og styrktarverkefnum, heldur eru þeir sterkir hlekkir í menningarlífi síns samfélags og því mikilvægur þáttur í hverju byggðalagi. Ímynd sem þessi þarf Kiwanis að ávinna sér í samfélaginu öllu. Þegar litið er yfir starfsárið er ljóst að við megum vel við una. Félagafjöldi er nú 999 og hefur því fjölgað um 33 félaga þar af um 27 í Eysturöy í Götu sem var vígður 8. maí s.l. Mikið hefur verið lagt til líknarmála og fjárhæðir, sem við getum verið stolt af. Þó er einn þáttur í okkar starfi sem við verðum að taka höndum saman um að bæta, þ.e. m.a. skýrsluskil

og þegar send eru út bréf eða fyrirspurnir og beðið um upplýsingar að þeim sé svarað til réttra aðila, þessi slóðaskapur að svara ekki, veldur okkur sem stýrum skútunni ómældri auka vinnu í að ná þessu saman. Nefndir hafa unnið ötullega að sínum málum, má þar nefna að Hjálmaverkefnið gekk mjög vel eftir og við getum verið stolt af því hvernig til tókst og ég tel að það hafi kynnt Kiwanis töluvert útávið í auglýsingum og í fréttaviðtölum, K.E.P. verkefnið er í fullum gangi og búið að safna tölvum, skólatöskum ofl., í einn gám, og þegar hefur verið samið við nokkur fyrirtæki að koma að þessu verkefni varðandi flutning, pökkun ofl. Þá vil ég minna á að K-dagur er í haust eða 7.-10. október og K-dagsnefnd hefur unnið vel að undirbúningi og er nú á loka metrunum en kjörorð

K-dags er „Lykill að lífi“ Þá er Þingnefnd á fullu í sínum undirbúningi fyrir Umdæmisþingið. Seinnihluta maí fór um 40 manna hópur Kiwanisfélaga og maka á Evrópuþing í Köln, gekk þingið vel fyrir sig undir röggsamri stjórn félaga okkar Ástbjörns Egilssonar Evrópuforseta, í lok þinghalds afhentum við umdæmisstjóra Kiwanisumdæmisins Tékkland-Slovakía umdæmisstjórakeðju að gjöf frá Umdæminu Ísland - Færeyjar, að þingi loknu fóru 36 félagar og makar áfram í ógleymanlega rútuferð um Þýskaland, Austurríki, Lightenstein og Sviss. Í lok júní sótti ég ásamt Kjörumdæmisstjóra, Evrópuforseta og mökum, heimsþing í St. Louis. Ég vil bjóða ykkur öll velkomin til 34. Umdæmisþings Kiwanis-umdæmisins Ísland Færeyjar sem haldið verður

17. - 19. september n.k. á Húsavík og Mývatnssveit, á þessum stöðum er upp á margt að bjóða í menningu og listum svo ég tali nú ekki um ógleymanlega náttúrufegurð þessara sveita, þess vegna hvet ég ykkur sem flest að koma til þings, efla vináttuna og styrkja Kiwanisandann í verki. Kæru Kiwanisfélagar og vinir, ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir ánægjulegt og gott samstarf og góðan stuðning á starfsárinu, um leið og ég óska ykkur öllum velfarnaðar í Kiwanisstarfinu og hvet ykkur til áframhaldandi dáða í störfum ykkar. Með Kiwaniskveðju. „Kiwanis fyrir alla“ Sigurgeir Aðalgeirsson, Umdæmisstjóri.

Umdæmisstjóri Sigurgeir Aðalgeirsson og kona hans Erla Kr. Bjarnadóttir við Rínarfossa.

3


KIWANISFRÉTTIR

37. Evrópuþing Kiwanismanna 28.-29. maí 2004 í Köln Þýskalandi og stiklur úr ferðalagi Kiwanismanna um Holland, Þýskaland, Austurríki, Liechtenstein, Sviss og Frakkland 27. maí - 9. júní 2004 lokastaður var flugvöllurinn í Frankfurt Undirbúning ferðar önnuðust Björn Baldvinsson og Diðrik Haraldsson, leiðsögumaður var Óskar Bjarnason, sagnfræðingur. Til margra ára hafa verið farnar skemmtiferðir í lok Evórpuþingsins. Þessar ferðir eru ógleymanlegar og í alla staði svo eftirsóknarverðar að þeir sem til þekkja vilja helst vera í æviáskrift hjá þeim sem skipuleggja þær. Reynt verður hér á eftir að draga upp athyglisverðar stiklur úr ferðinni í heild. Hótelið okkar, Merian stendur á mjög „heilögu svæði“, gaf það okkur von og fyrir-

Ferðafélagarnir.

Flogið var frá Keflavík 27. maí til Amsterdam og ekið þaðan sem leið liggur til Köln. Þar var gist í 3 nætur á Hótel Merian. Þingið sátu þeir Ástbjörn Egilsson forseti KI-EF, Eyjólfur Sigurðsson, framkv.stj. K.I. og Sigurgeir Aðalgeirsson, umdæmisstjóri og á þingið komu auk þeirra 20 félagar úr 13 klúbbum á Íslandi. Þingsetning varð okkur

ógleymanleg. 30 - 40 manna hljómsveit harmonikkuleikara lék af mikilli snilld, en inn á milli söng unglingakór þýsk og kunnug lög. Þinghaldið gekk mjög vel. Skipulag var hnitmiðað, framkvæmd öll til fyrirmyndar og aðstæður voru hinar glæsilegustu í Gurzenich ráðstefnuhöllinni. Mikill og fjölbreyttur kiwanisvarningur var þarna til sölu.

Kiwanis með þrek og þor, þögnin víki. Glæsilegur Governor úr Garðaríki

4

Forseti KI-EF. Ástbjörn Egilsson stjórnaði með röggsemi og stakri rósemi, þrátt fyrir tilgerð og viðkvæmni einstakra þingfulltrúa. Í ávarpi hans í kynningardagskránni ræddi hann um gildi vináttunnar og tækifæri fyrir ný og endurnýjuð kynni, sem þingtíminn veitti kiwanismönnum og gestum. Alltaf mætti bæta skipulag kiwanis og endurskoða starfshætti. Þingkveðjuhátíðin var haldin um borð í skemmtiferðaskipi á Rín. Siglt var með allan þingmannahópinn og gesti í 4 tíma, Við uppgöngu á skipið var kampavínsmóttaka, síðan var snæddur kostagóður kvöldverður. Á síðkvöldinu var dansleikur á víxl á efra eða neðra veislufarrými. Sunnudaginn 30. maí var lagt af stað í 9 daga skemmtiferð Viðkomustaðir voru Þýskaland, Austurríki, Liechtenstein, Sviss, Frakkland og

Hilmar Þ. Björnsson og Óskar Bjarnason leiðsögumaður á siglingu og horfa til lands.

heit um að öll ferðin mundi blessast. Allir hér mættir á erlendri grund allir mjög léttir á fæti. við áttum þrjár nætur og ánægjustund í „Allra heilagra stræti“.

Björn Baldvinsson og Sara Elíasdóttir veittu okkur góða forystu, sérstaklega vissu þau hvar best væri að snæða


KIWANISFRÉTTIR

fyrirvaralaust flaug söngfuglinn úr hljómsveitinni ofan af sviðinu og setlenti á Jóni. Í Rínárdansi rokna sprang þar rann í salinn kvennaglanni, Söngvadísin féll í fang á föngulegum Tungnamanni

Kveðjustund á flugvelli með Söru og Birni.

og Björn virtist þekkja sig vel á ýmsum stöðum. Vonum framar vinir gengu og voru ágæt fyrir sig Björn og Sara bæði fengu í borðhaldinu hæsta stig. Böddi veisluboðorð fann og betur mun það kannað Sýnishorn eitt sötrar hann og síðar fær hann annað.

Á dansleiknum á Rínarsiglingunni náðust góð kynni milli einstaklinga frá hinum fjarlægustu löndum. Natalia Simakova KC. St. Pétursburg vakti athygli okkar manna. Klúbburinn Búrfell er mjög fámennur, en 27% af klúbbnum sá sér hag í því að mæta á Evrópuþingið. Hilmar tók þarna glæsileg tilþrif og forystu með rússneskt kiwanisgull í fangi. Með dömum mörgum dansaði og dró með handabandi, glaðlegt viðmót verkaði og varð mjög hringmyndandi. Okkar tala ekki full og ekki fyllist hólfið. Hann rannsakaði rússagull og renndi henni út á gólfið. Það einkennir mjög okkar hóp að allur leysist vandi, í kiwanis með kvennasóp var keyrt í Þýskalandi Ef klúbbar rísa í Rússlandi og republik að nýju, þá fengi Hilmar forsæti hjá fröken Natalíu.

Einn af gestum Búrfells Jón Helgason sat og var hinn prúðasti við veisluborðið, en

Að kvöldi 30. maí var komið á Hótel Deutschmann í Bregenz, eftir 550 km akstur suður allt Þýskaland. Smásneið af strandlengju Bregensvatns tilheyrir Austurríki. Þar fagnaði hótelstjórnin okkur með kampavínsveitingum í garðinum og ljósmyndaði allan hópinn. Fyrsta daginn var ekið til Rínarfossa. Við Rínarfossa rýkur flúð regin máttur fagur. Að öllum hópnum að er hlúð og indæll sérhver dagur.

Í fuglagarðinum.

Þarna uppi var fuglabúr og slyngir fuglatemjarar, fengu fuglana til að sýna listir sínar, en í verðlaun gripu þeir hádegisverð sinn Í fuglagarði fálkinn sló sér fæðu manns úr hendi. en assa í hringi yfir fló í ætið sér hún renndi..

Skemmtileg sigling var á Bodensvatni frá Lindau til Mainau Öll var leiðsögn Óskars hér okkur tjáð með natni Lindau eyjan lítil er og logn á Bodens vatni. Í Mainau eyju blómabeð og byggð í furstagarði Aðra eins dýrð hef aldrei séð óvænt fyrr en varði. Björn og Sara í 3571 metra hæð á Jungfrau-toppi.

Síðan var siglt á ferju frá Schaffhausen til Stein am Rein, en veitingar á ferjunni náðust rétt áður en við stigum frá borði Fólki liggur ekkert á allt í ró og næði Kiwanismenn kannske fá í kvöld sitt pantaða fæði.

Skemmtileg svifferð var farin í kláfi á fjallatopp í Bregenz 1. júní. Hópurinn náði í himnafar, hvergi útsýn betri. til þriggja landa litið var, en lokað uppi hjá Pétri.

Kyrrðardagur var 3. júní, en þá gerði óhemju skýfall, svo mikið að regnhlífar dugðu varla Fréttaskaup og ferðaraup um fjallahlaup og göngur. Regnið draup, við dagleg kaup var dreypt á staupi og söngur.

Síðasta kvöldið okkar á Hótel Deutschmann í Bregenz heimsótti okkur Haukur Jóhannsson, óperusöngvari í Munchen og fjölskylda hans. Heimsókn hans var óvænt og skemmtileg. Þá var fagnaðarboð hjá umdæmisstjóranum. Kiwanis með þrek og þor, þögnin víki, glæsilegur „Governor“ úr Garðaríki.

Í svona ferðum kemur oft upp dulin streita meðal sambúðarfólks. Það skiptir ekki máli hvort hjúskaparheitið hafi verið undirritað eða bara almennt samkomulag gert varðandi meðferð fjármuna og álag í almennum verslunarferðum. Verslunarálagið áður var létt öllu varð karlinn að sinna en einstaka sinnum var elskunni rétt eitthvað sem kostaði minna.

Flestir voru kvöldgæfir og snemma á fótum á morgnanna, samt fór það ekki fram hjá okkur að tveir drengir frá Selfossi voru stundum undantekning frá þessu hófsama lífi fólksins almennt, en í alla staði mjög háttvísir ferðafélagar. Næturtímar nytsamir nokkurra ferðalanga. Fyrir dagmál drengirnir djarfir heim svo ganga.

Hilmar og Járnkarlinn, sem neitaði ekki inngöngu í Kiwanis.

5


KIWANISFRÉTTIR

um. Þriðja daginn var klifrað inn og gengið í hrikalega, vatnsgrafna klettahvelfingu. Síðasta daginn var farið upp á Jungfrau-toppinn. Hægfara lest á tannhjólum flutti okkur upp í 3550 metra hæð. Það var toppurinn á tilverunni. Í vetrar tryggu vegformi og vel til aksturs fallið skriðum við á skröltormi, er skreið hægt inn í fjallið. Kiwanis toppurinn tekinn og tiplað á Jungmeyjar svæði, jarðganga akvegur ekinn á útsýnis fegursta stæði. Yfirþynntir allir þeir, sem upp á Jungfrú gengu. Loftið þynntist meir og meir, margir drykk sér fengu.

Fyrsta daginn fótuðu sig nokkrir á skriðjöklaklöppum í Grindenwald. Þar sýndi Sara mikla forystu.

Konurnar fengu sín fjármálavöld fjálglega tóku til orða: Hafa menn skálað með hófsemd í kvöld og hafa menn fengið að borða?

Björn þín frú er fyrirmynd fótgangandi manna fim á göngu fjallahind færni glæsta að sanna.

Við dvöldum í Interlaken á friðsælum og fögrum stað milli tveggja vatna á Hótel Chalet Swiss 4. til 8. júní.

Annan daginn var gengið meðfram hrikalegu gili. Gangstígurinn var ýmist jarðgöng í bergveggnum eða hangandi utan í bergveggn-

Að lokum var sent þakkarkorn til Söru og Björns. Kiwanis er kært að byggja kosti ýmsrar gerðar Ferðalagsins fyrirhyggja féll á ykkar herðar.

Bjarni Jónsson forseti Kiwanisklúbbsins Eldeyjar 58 ára 31. maí 2004. Þeirra tímamóta var sérstaklega minnst.

Útsýni frá bæ til fjalla.

Hjúskapar venjurnar hefi ég séð í hæversku rita þær hjá mér Burðarkarlinum býður hún með, en budduna geymir hún hjá sér.

Guðmundur Þorvaldsson Hafnarfirði í slökun á siglingu

Við fengum hann Bjarna til ferðar með fjölmennu kiwanisliði. Sá góðvinur er þeirrar gerðar sem geymist í ljóðbundnu sniði.

Birgir Sveinsson og Ólöf Jóhannsdóttir, Vestmannaeyjum. Margt að hugsa.

Ökumaðurinn okkar hét Ottó. Hann fékk þessa einkunn:

Á afmælisdegi var drengur svo dulur með athafnir sínar en hógværðin hæfir ei lengur við hátíðar athafnir brýnar. Árin hans öll ekki talin, né annríkar lagvirkar hendur. Á kiwanis valdastól valinn valdsmáttur forsetans stendur.

Í borgarakstri öruggur alla kosti ber hann, lipur, næmur. leiðglöggur, leikinn, gætinn er hann.

Óskar Bjarnason, sagnfræðingur og leiðsögumaður, var alveg einstakur í allri ferðinni. Hann hafði öll Miðevrópumálin á hraðbergi, hann þekkti mannkynssöguna og flesta staðhætti var hann búinn að kynna sér

Gangstígur hangandi í klettavegg, beljandi fljótið í gilinu.

6

Hver áfangi úthugsaður með athygli hlustuðum við, er fjöltyngis frásögumaður fræddi sitt samferðalið.

Jón Helgason, föngulegur Tungnamaður.


KIWANISFRÉTTIR

Sælir góðir Kiwanisfélagar

Marta Bíbí Guðmundsdóttir og Sara Elíasdóttir góðar með sig.

Viðgerðir vegbrauta annast vandlega nætur sem daga Á manninum margoft það sannast að meistari er hann að laga. Við matargerð brasar og bakar brauðhleifa vandlátur hnoðar. en efalaust ekki það skaðar að Elín það verklag hans skoðar.

Heimakær heimsmaður er hann og hefur mörg áhugasviðin. Glöggur en glettnissvip ber hann og grandvar með heimilis friðinn .

Sama dag var brúðkaupsafmæli þeirra hjóna, Elínar Sigurðardóttur og Bjarna Jónssonar. Húsbænda heill er hér metin hamingjan með ykkur vaki. Húsfreyju hástóll vel setinn og heillarík samfylgd að baki. Varanleg vináttuböndin verði með kiwanismönnum. Leiði ykkur hollvætta höndin í hjúskap og daglegum önnum.

Þökk og kveðja til allra samferðamanna

Hjörtur Þórarinsson.

Svanhvít Ólafsdóttir og Elín Sigurðardóttir á góðri stund.

Eins og öllum ætti að vera kunnugt verður 11. K - dagurinn nú í ár dagana 7. - 10. október. Hagnaður af söfnuninni mun skiptast á milli tveggja aðila að þessu sinni GEÐHJÁLPAR og BUGL báðir á landsvísu Slagorð söfnunarinnar að þessu sinni er „LYKILL AÐ LÍFI„ sem stendur fyrir aukið átak Geðhjálpar við að rjúfa félagslega einangrun geðsjúkra hvar sem er á landinu. BUGL er barna og unglingageðdeild Landspítalans að Dalbraut og eru þeir að fara af stað með byggingaframkvæmdir, stækkun aðstöðu og sameiningu deilda og við fáum þar ákveðið verkefni til að styrkja Teljum við þessi verkefni styðja vel við átak okkar Kiwanismanna „LÍFSVÍSI“ og fellur vel að ágætu slagorði söfnunarinnar. Nefndin hefur ráðið Áslaugu Pálsdóttur ráðgjafa til að annast að mestu kynningarmál á fundi með fjölmiðlum og einnig útvegun styrktaraðila og eru þau mál öll komin í góðan farveg og er nefndin mjög ánægð með

öll hennar störf og skipulag. Enn viljum við minna ykkur á að klúbbarnir verði ekki með önnur mál í gangi þessa viku sem söfnunin stendur yfir, því við megum til að nýta tímann sem allra best og láta ekki önnur störf trufla þessa daga. Búið er að ákveða að nota sama lykilformið en breytt útlit, blátt og gyllt, Kiwanis litirnir, og er þegar búið að ganga frá pöntun á 30.000 lyklum. Einnig er búið að ákveða að veita fyrirtækjum viðurkenningarskjöl í stað platta. Að lokum leggjumst við á eitt og framkvæmum þessa söfnun í sönnum Kiwanisanda með gleði og ánægju svo eftir verði tekið. P.s. Munið heimasíðuna kiwanis.is/kdagur Með baráttukveðju frá K - dagsnefnd - Kiwanis fyrir alla Kristinn Richardsson Arnaldur Mar Bjarnason Andrés K.Hjaltason Ragna Pétursdóttir Gísli Helgi Árnason

Innilegar þakkir fyrir veittan stuðning við hjálmaverkefið á landsvísu. Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar 7


KIWANISFRÉTTIR

Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar

Dagskrá 34. umdæmisþings Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar Haldið á Húsavík/Mývatni 17. -19. september 2004 Þingið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni við Mývatn Föstudagur 17. september 2004 08:30 - 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á TAPAS veislu og lokahóf. 09:00 - 11:00 Fræðsla forseta. 09:00 - 11:00 Fræðsla féhirða. 09:00 - 11:00 Fræðsla ritara. 09:30 - 11:00 Umdæmisstjórnarfundur. 11:00 - 11:45 Ársfundur Tryggingasjóðs og Styrktarsjóðs. 11:45 - 12:30 K-dagurinn. 12:30 - 13:30 Hádegishlé. 13:30 - 16:30 Byggjum til framtíðar. Fundur með verðandi svæðisstjórum, forsetum, riturum, féhirðum og nefndarformönnum næsta starfsárs, auk umræðuhópa um K-dag, fjárhagsáætlun og stefnumótun. 19:00 - 20:00 20:15 - 23:00

Þingsetning í Húsavíkurkirkju. TAPAS veisla á Fosshótel Húsavík.

11:00 - 15:00 12:00 - 13:00 13.00

15:00 15:30

d) svæðisstjóra -Umræður um skýrslu stjórnar -Fjárhagsáætlun 2004-2005 -Reikningar 2002-2003 -Lagabreytingar Skoðunarferð um Mývatnssveit fyrir maka þingfulltrúa og gesti. Hádegishlé. Kynning á frambjóðendum til kjörumdæmisstjóra 2005 - 2006. Kosningar. Ávörp erlendra gesta. Niðurstöður umræðuhópa frá föstudeginum. Niðurstaða kosninga. Staðfesting á stjórn 2004 - 2005. Kosning skoðunarmanna reikninga. Önnur mál. Þingfundi frestað.

19:00 - 02:00 Laugardagur 18. september 2004 08:30 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf. 09:00 - 12:00 Þingfundi framhaldið -Skýrsla stjórnar: a) umdæmisstjóra b) umdæmisritara c) umdæmisféhirðis milliuppgjör 2003-2004

Lokahóf á Fosshótel Húsavík (borðhald hefst kl. 20:00). -Hátíðarkvöldverður, hefðbundin dagskrá, skemmtiatriði, þingslit, dansleikur Sunnudagur 19. september 2004 10:00 - 12:00 Umdæmisstjórnarfundur starfsársins 2004 2005.

A-menn leika fyrir dansi Á dansleik lokahófsins mun hljómsveitin A-menn leika fyrir dansi. Þar eru snillingar á ferð sem kunna sitt fag og kunna að halda uppi fjörinu. Í hljómsveitinni eru: Kristján Halldórsson Jaan Alavere Tarvo Nömm Valmar Väljaots

- söngur og gítar - trommur - bassi - hljómborð og fiðla

Félagarnir þrír frá Eistlandi sem á Íslandi eru tónlistarkennarar og kórstjórar ásamt íslenskum söngvara frá Húsavík. Kiddi vinnur hjá Símanum á Húsavík, Jaan kennir á Stórutjörnum og Tarvo og Valmar í Mývatnssveit. Þið getið strax byrjað að hlakka til því þetta eru menn sem kunna sko að skemmta hverjum sem er!

8


KIWANISFRÉTTIR

34. umdæmisþing Kiwanis 34. umdæmisþing Kiwanis verður haldið á Húsavík og í Mývatnssveit 17.-19. september 2004. Dagskrá þingsins er hér annarsstaðar í blaðinu. Þinghaldið sjálft fer fram í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps. Þar í anddyrinu mun þingnefndin hafa aðstöðu og veita upplýsingar og afhenda þinggögn. Auk þess selja miða í óvissuferð kr. 2.000, aðgöngumiða í Tapasveisluna kr 1.000 og á lokahófið kr 5.500. Fræðslan fer fram í Reykjahlíðarskóla sem er við hliðina á þingstaðnum. Setningarathöfn fer fram í Húsavíkurkirkju föstudaginn 17. september kl. 19:00. Á eftir, eða kl. 20:15, verður Tapas veisla í Fosshótel Húsavík. Þetta er smáréttaveisla með 10-12 réttum að spænskri fyrirmynd. Lokahófið verður á Fosshótel Húsavík frá kl. 19:00 laugardaginn 18. september. Þar er mjög vandað til veislu, boðið er upp á fordrykk við komuna og glæsilegan matseðil. Borðhaldið hefst kl. 20:00. Matseðillinn samanstendur af: a) Steiktur saltfiskur með Courscours og paprikusósu b) Ofnbakað villikryddað lambafille borið fram með Madeira-rósmarinsósu og krókettu kartöflum. c) Mokkakaka með ferskum ávöxtum og vanillusósu. d) Kaffi og konfekt. Veislustjóri verður Jóhannes Sigurjónsson. Þá verða skemmtiatriði að hætti heimamanna. Að lokinni máltíð og þingdagskrá verður stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik Valmars og félaga. Hádegisverðir fyrir þingfulltrúa og gesti verða í Hótel Reynihlíð og Gamlabænum í Reykjahlíð sem er við hliðina á hótelinu. Þar geta um 250 manns sest að borðum í einu í 3 sölum. Fyrri daginn verður boðin Íslensk kjötsúpa og brauð og

kaffi, seinni daginn norðlenskt skyr með rjóma, rúgbrauð með reyktum silungi og kaffi. Á þingstað verður standandi kaffi, te og vatn allan fundartímann. Kvöldverðir eru með þeim hætti, að kvöldi 16. september eru opin veitingahús í Mývatnssveit og á Húsavík. Eins og áður sagði verður Tapasveisla á Húsavík eftir setningarathöfn á föstudagskvöld og lokahófið fer fram á Fosshótel Húsavík. Hópferðabílar tengja saman gististaði, fundarstað, veitingahús og aðrar samkomur sem hér segir, neðangreindar ferðir eru innifaldar í þinggjaldi sem hefur þegar verið greitt. Föstudagur 17. september, • Frá Fosshótel Húsavík til þings kl 08.00 • Frá Sel Hótel Mývatn til þings kl 08.30 • Frá þingstað í hádegisverð kl 12.30 • Frá hádegisverði á þingstað kl 13.30 • Frá þingstað til Húsavíkur kl 16.30 • Frá þingstað til Skútustaða kl 16.30 • Frá Sel Hótel Mývatn til setningarathafnar á Húsavík kl 17.45 • Frá Hótel Reynihlíð til setningarathafnar á Húsavík kl 18.00 • Frá Húsavík til Mývatnssveitar kl 23.00 Laugardagur 18. september, • Frá Fosshótel Húsavík til þings kl 08.00 • Frá Sel Hótel Mývatn til þings kl 08.30 • Frá þingstað í hádegisverð kl 12.00 • Frá hádegisverði á þingstað kl 13.00 • Frá þingstað til Húsavíkur kl 15.30 • Frá þingstað til Skútustaða kl 15.30 • Frá Hótel Reynihlíð til Húsavíkur í móttöku Umdæmisstjóra fyrir boðsgesti kl 17.15 • Frá Sel Hótel Mývatn til lokahófs á Húsavík kl 17.45 • Frá Hótel Reynihlíð til lokahófs á Húsavík kl 18.00 • Frá Húsavík til Mývatnssveitar með endastöð á Skútustöðum kl 12.15, 01.15 og 02.15.

9


KIWANISFRÉTTIR

Margt í boði á svæðinu Á föstudegi er ekki skipulögð dagskrá fyrir maka þingfulltrúa en bent á fjölbreytta náttúru Mývatnssveitar til útivistar og gönguferða. Auk þess er hægt að fara á hestbak, í golf, í sund, í skoðunarferð með leiðsögn og svo auðvitað Jarðbað sem er sér mývetnskt fyrirbæri. Á Húsavík er hægt að stunda allt ofantalið, nema Jarðbaðið en þar er á hinn bóginn söfn og hægt að fara í hvalaskoðun. Á laugardag verður skemmtiferð fyrir maka þingfulltrúa og aðra gesti og hefst kl 10.00. Ferðin

stendur í um 4 tíma og verður boðið upp á hádegishressingu. Leiðsögumaður verður Snæbjörn Pétursson. Um þessa ferð ríkir svo mikil óvissa að ekki er vitað á þessari stundu hvar lagt verður af stað, upplýsingar um það munu koma fram í þinggögnum.

Fréttagrein frá Búrfelli Í mörg ár hefur félagafjöldi í Búrfelli verið 10 manns. Á þessu starfsári varð sú breyting að tveir bættust í okkar hóp, þeir Sævar Eiríksson og Jóhannes Sigurðsson. Meðfylgjandi mynd var tekin á aðalfundinum 5. maí, þegar Jóhannes var tekinn í klúbbinn. Fjöldun í Búrfelli fór á skrið frjáls var kvóti og gjöful mið, við tíu bættust tveir í lið í tuttugu prósent náðum við. Forsetans er glaðlegt geð hann grípur þétt á mönnum tveim, stendur kampakátur með köppunum og fagnar þeim.

Fundargerð félagsmálafundar 24. apríl 2004 Í Hafnarfirði býr varaforsetinn Hrafn Sveinbjörnsson ásamt konu sinni Elínu Eltonsdóttur. Í nokkur ár höfum við skipst á að halda félagsmálafundina hver hjá öðrum. Þegar röðin var komin að Hrafni þá gerðum við okkur dagamun í leiðinni og fórum í Leikhús Hafnarfjarðar. Hjörtur Þórarinsson, forseti.

Hin skilningsríka skemmtinefnd skipulagði fundinn að loknum vetri loforð efnd létt var aftanstundin.

Þingferð út í Þýskaland þarna bar á góma með gagnsemi og gleði í bland gaf hún mikinn ljóma.

Langdregið mál var lagt í té í leikhúsi Hafnarfjarðar með hálfrar stundar stöðuhlé og stólsetur nokkuð harðar.

Næsta vetrarverustað viljum nánar skoða á aðalfundi fréttist hvað, fram er hægt að boða.

Þau fengu klapp, við héldum heim til Hrafns að veisluborði og Koníakið þáð hjá þeim með þökk og hlýju orði.

Öruggt gengur átakið í okkar slysavörnum. Hjálma vænsta verkefnið, er veitist landsins börnum.

Hjá Elínu var atlætið indælt í Suðurhvammi í Kiwanisflokki er frábært lið og félagstraustur rammi.

Diðrik greitt með flokkinn fór og flutti í sínum vagni. Hann er afbragðs ökuþór í umferð beittni lagni . Hjörtur Þórarinsson skráði.

Á fundinum var fleira gert, en fá sér Koníakið málefnið var mikilsvert og mun það hérna rakið:

Félagsmálafundur var ferð til Hafnarfjarðar. Sjö af mönnum mættu þar í mál sem okkur varðar. F.v.: Sævar Eiríksson, Hjörtur Þórarinsson forseti og Jóhannes Sigurðsson.

10


KIWANISFRÉTTIR

Heimsþing Kiwanis Að þessu sinni fór heimsþing Kiwanis fram í St. Louis dagana 25-28 júní sl. Við vorum sjö ferðalangarnir sem héldum vestur um haf með millilendingu í Minneapolis miðvikudaginn 23.júní. Þau voru: Sigurgeir Aðalgeirsson umdæmisstjóri og kona hans Erla, Sigurður R. Pétursson kjörumdæmisstjóri og eiginkona hans Edda , undirritaður og Elín eiginkona mín, en einnig var með okkur Tinna dótturdóttir Eyjólfs og Sjafnar, sem ætlaði að heimsækja afa og ömmu. Ferðin tók alls 9 tíma og gekk áfallalaust. Eyjólfur og Sjöfn tóku á móti okkur á flugvellinum og fylgdu okkur á hótelið. Það var vel áliðið þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og fólk gekk fljótt til náða. Næsta dag könnuðum við nágrennið auk þess sem ég þurfti að fara í ráðstefnuhöllina til að æfa ávarp sem mér var ætlað að flytja við setningu þingsins. Ráðstefnuhöllin var næsta hús við hótelið okkar og var það ákaflega þægilegt. Höllin er gífurlega stór og er notuð jafnt til inni- og útiíþrótta og rúmar 60 þús manns þegar keppt er í ameriska fóboltanum. Tæplega helmingur af höllini var notaður undir heimsþingið þar sem þáttaka var um 8 þús manns sem er nokkru færra en venjulega. St.Louis er í mið vesturríkjunum í fylkinu Missouri og er nokkuð stór borg. Borgin stendur við bakka Misssissippi og er greinilegt að hún má muna sinn fífil fegurri,og var áberandi að mörg hús í miðborginni stóðu auð ,og ekki var margt um verslanir. Boginn frægi sem margir hafa séð á myndum er helsta kennileiti borgarinnar og var reistur til minn-

Samferðafólk á heimsþingi: Edda,Elín,Erla,Sigurður og Sigurgeir

ingar um þá sem numu land vestan árinnar og lögðu þar með grunninn að gullaldarárunum í Bandaríkjunum þar sem milljónir manna leituðu tækifæra. Ég hafði komið þarna áður á heimsþing árið 1990 og mér fannst fljótt á litið að sigið hefði á ógæfuhliðina fyrir miðbæinn en hið sama hefur gerst þarna og svo víða,að verslun og viðskipti hafa flutt til nýrri borgarhluta,en einhverjar áætlanir eru uppi um endurreisn miðbæjarains. Þegar farið er á heimsþing verður oft minna um skoðunarferðir og tíminn jafnan fljótur að líða ,en dagskrá þingsins er mikil umfangs og boðið er upp á marga athyglisverða fundi og fræðslu auk þingstarfanna. Allur undirbúningur af hálfu KI var að venju góður og greinilegt að starfsfólkið kann til verka og vinnur starf sit af alúð auk þess sem fjölmargir sjálfboðaliðar leggja fram krafta sína.Nokkra einstaklinga hef ég séð og hitt sem bjóða fram starfskrafta sína á heimsþingum ár eftir ár, sinna eftirliti, dyravörslu og fleiru og gera þannig mögulegt að framkvæma svona stóra fjölskylduhátíð. Það var auðvitað ánægjulegt fyrir okkur að fygjast með Eyjólfi

en hann stjórnaði öllum framkvæmdum eins og herforingi og hafði auga á hverjum fingri. Fyrir þessu þingi lágu mörg mál ,sum venjubundin, en nauðsynleg afgreiðslumál, en önnur meira spennandi eins og kosningar og lagabreytingar. Heimsforseti Robert „Bob“ More stjórnaði þingfundum með aðstoð framkvæmdarstjóra auk sérfróðs atvinnumanns í fundarsköpum,en þau eru verulega frábrugðin þeim sem við notum. Fór öll stjórn vel fram og engir hnökrar þar. Næsti forseti KI heitir Case Van Kleef og er frá Virginíu. Hann er fæddur og uppalinn í Hollandi. Kona hans heitir Susan, en þau hjón munu heimsækja okkur á K-dag. Kjörforseti var kosinn Steve Siemens frá Iowa og féhirðir og þar með næsti kjörforseti, var kosinn Nelson Tucker frá Kaliforníu eftir harðan kosningaslag. Helstu breytingar sem gerðar voru á lögum KI var að samþykkt var að kjörsvæðisstjórar skyldu vera sjálfkjörnir fulltrúar á heimsþingum. Samþykkt var að hefja útgáfu á Kiwanis blaði sem koma skal út á 8 tungumálum og allir Kiwanismenn skulu vera áskrifendur að. Samþykkt var með miklum

meirihluta tillaga sem gerir KI kleift að innheimta öll gjöld af klúbbum í USA í einni innheimtu en hingað til hefur þurft að gera það í tveimur hlutum. Þessi aðferð hefur verið notuð í Evrópu um langt skeið og gefist vel Felld var tillaga frá Austurríki um að lækka gjöld til KI. Sú breyting varð á þessu heimsþingi að tveir lagabálkar KI, þ.e. Stofnskrá KI og starfslög KI sem voru tvö aðskilin plögg voru nú sameinuð í eitt. Þarna var um þjóðþrifaverk að ræða sem gerir alla umfjöllun um lög og starfsreglur miklu einfaldari. Þessi samruni var samþykktur með nær öllum atkvæðum. Sigurgeir og Sigurður sóttu nokkra fundi með umdæmisstjórum þar sem annarsvegar var farið yfir stöðuna og hins vegar lagt á ráðin um næsta starfsár. Skemmtilegast af öllu eru samskiptin við aðra fulltrúa á heimsþingi og starfsfólk KI. Sá andi sem svífur yfir er nánast óútskýranlegur en það ríkir sannarlega gleði og vilji til að vinna betur að málefnum Kiwanis. Maður heyrir sögur um sigra og ósigra hlustar á fólk frá mismunandi löndum bera saman bækur sínar og læra hvert af öðru. Þeir sem fara á slík þing tala allir um dýmæta reynslu og þegar maður hefur farið á nokkuð mörg eru andlitin sem maður þekkir líka orðin mörg. Brosið, hlýtt handtakið og faðmlagið, vinarþelið sem maður mætir er uppskeran. Og maður byrjar strax á því að plana næsta þing og lætur sig dreyma um öldugjálfur og heitan sandinn á Hawai. Ástbjörn Egilsson, Evrópuforseti Kiwanis.

11


KIWANISFRÉTTIR

Kynning embættismanna Case Van Kleef Kiwanisklúbbnum Plower, Wisconsin Heimsforseti Kiwanis 2004-2005 Case Van Kleef frá Plover í Wisconsin, komst fyrst í Heimsstjórn Kiwanis árið 1999 er hann hlaut kosningu sem ráðgjafi KI. Hann var síðan kosinn varaforseti/gjaldkeri árið 2002 og kjör-heimsforseti árið 2003. Case hefur starfað í Kiwanishreyfingunni í 39 ár, þar af með 100% mætingu í 35 ár. Hann er fyrrverandi félagi í Kiwanisklúbbnum Detroit No. 1 og fyrrverandi fyrirmyndarforseti Kiwanisklúbbanna í Wheeling Illinois og Plover Wisconsin.. Case hefur gengt ótalmörgum trúnaðarstörfum fyrir Wisconsin-Upper Michigan umdæmið og var m.a. umdæmisstjóri þess 1995-1996. Á Kiwanisferli sínum hefur Case hlotnast margar viðurkenningar, m.a. Cirkle K McPatrick verðlaunin og

þakklætisverðlaun K-Club. Case er Heritage Society félagi, handhafi Hixon demantsorðu Hjálparstofnunar KI og handhafi Tablet of Honor, æðstu viðurkenningar Kiwanishreyfingarinnar Case er fæddur og uppalinn í Hollandi, en 23 ára gamall fluttist hann til Bandaríkjanna. Hann á og rekur veitingahús. Auk Kiwanisstarfa sinna hefur Case látið til sín taka í ýmsum sjálfboðaliðsstörfum í heimabyggð, m.a. setið í bókasafnsstjórnum og gegnt trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna. Case er fyrrverandi framkvæmdastjóri og forseti Veitingahúsasambands Wisconsinríkis og var útnefndur sem „Veitingamaður ársins“ árið 1987. Kona Case er Susan, en hún er demants Lady Hixon

Case Van Kleef heimsforseti og kona hans Susan.

og Heritage Society félagi. Þau eiga tvær dætur. Stacy dóttir þeirra var stofnforseti bæði Builders klúbbs og Kklúbbs í sinni heimabyggð og er fyrrverandi fyrimyndar-

Dana G. Cable Kiwanisklúbbnum í Frederick West Virginia Ráðgjafi Kiwanis International

Dana G. Cable frá Frederick í Maryland var kosinn sem ráðgjafi heimsstjórnar (KI Trustee) til þriggja ára á 87. heimsþingi Kiwanis í New Orleanse í Lousiana í júní 2002. Dana hefur starfað í Kiwanishreyfingunni í 25 ár, þar af í 21 ár með 100% mætingu. Dana hefur m.a

12

verið forseti Kiwansiklúbbsins í Frederick í Maryland og gengdi starfi umdæmisstjóra Capital umdæmisins starfsárið 1990-1991. Áður en Dana var kosinn í heimsstjórn gegndi hann störfum í tveimur alþjóðanefndum hreyfingarinnar, þar af í fjögur ár sem ár sem formaður fræðslunefnd-

Dana Cable, ráðgjafi umdæmisins.

ar heimsstjórnar. Dana er ævifélagi í Kiwanis og handhafi Hixon demantaorðu Hjálparstofnunar Kiwanis.

svæðisstjóri K-klúbbs svæðis. Hún er nú í umdæmisstjórn Circle K klúbba á sínu svæði. Stefani dóttir þeirra var stofnritari sömu klúbba og systir hennar.

Dana er sálfræðingur að mennt með doktorspróf frá West Virginia Univeristy þar sem hann starfar sem háskólakennari. Auk starfa sinna á vettvangi Kiwanishreyfinagarinnar hefur Dana m.a setið í Öldrunarráði Marylandríkis, í Heilbrigðisstofnun Vestur-Marylandríkis, verið stjórnarmaður elliheimilis og starfað fyrir amerísku krabbameinssamtökin í heimasýslu sinni. Dana er stofnandi Camp Jamie, sumarbúða fyrir börn sem misst hafa sína nánustu. Eiginkona Dana er Sylvia Cable og eiga þau 2 börn og 5 barnabörn.


KIWANISFRÉTTIR

22. Landsmót Kiwanis í golfi 2004 Undirbúningur mótsins hófst í febrúar með því að leita að hagstæðustu tilboðum í flatargjöld. Enn og aftur varð Strandarvöllur á Hellu fyrir valinu, sökum hagstæðra samninga. Laugardagur í júní reyndist ófáanlegur svo ákveðið var að halda mótið á sunnudegi, daginn eftir forsetakosningar og byrja kl. 13:00 að þessu sinni. Undirritaður vissi ekki af útihátíð Ægissvæðis á þessum tíma og umsjónaraðilar hátíðarinnar vissu ekki af landsmótinu, þó það hafi verið auglýst í nokkra mánuði á kiwanis.is. Verði var stillt í hóf og var gjaldið það sama og undanfarin

ár. Veðurfar var slæmt þessa helgi, en rættist þó úr því á sunnudag. Aldrei hafa færri mætt á mótið (37) og hefðu Helgafellsfélagar, 11 talsins, ekki mætt, hefði verið stórt tap á mótinu. Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur og var keppt í fyrsta og öðrum flokki karla, kvennaflokki og gestaflokki með og án forgjafar. Undirritaður mun ekki hafa umsjón með landsmóti Kiwanis aftur og þarf að finna einhverja til að taka við á næstu árum.

Niðurstöður mótsins voru sem hér segir: Sigurvegarar í fyrsta flokki karla án forgjafar: Nr.

1. 2. 3.

Nafn

Kristinn Eymundsson Sigmar Pálmason Sigurjón Adólfsson

Sigurvegarar í kvennaflokki án forgjafar

Klúbbur

Högg

Eldey Helgafell Helgafell

79 83 90

Sigurvegarar í öðrum flokki karla án forgjafar Nr.

1. 2. 3.

Nafn

Klúbbur

Högg

Jón K. Sigurfinnsson Höfði Jón Karlsson Hraunborg Andrés Kristjánsson Setberg

102 105 108

Sigurvegarar í fyrsta flokki karla með forgjöf Nr

Klúbbur

Högg

1. Ragnar Guðmundsson Helgafell 2. Guðni Grímsson Helgafell 3. Friðbjörn Björnsson Hraunborg Kristinn og Ragnar fengu farandbikara.

Nafn

70 71 73

Nr.

Nafn

Klúbbur

1. Nanna Þorleifsdóttir Eldey 2. Kristjana Eiðsdóttir Hof 3. Ólöf G. Guðmundsdóttir Setberg Nanna og Kristjana fengu farandbikara með og án forgjafar

Högg

93 96 136

Gestaflokkur án forgjafar Nr.

1. 2. 3.

Nafn

Ásgeir Ásgeirsson Sigurgeir Jónsson Sigurður Sigurbjörnsson

Högg

89 91 107

Gestaflokkur með forgjöf Nr.

1. 2. 3.

Nafn

Heiðar Austmann Emil Austmann Guðný Styrmisdótir

Högg

73 80 88

Sigurvegarar í öðrum flokki karla með forgjöf Nr.

1. 2. 3. Jón og

Nafn

Klúbbur

Högg

Kristinn Kristinsson Höfði Sigurður I. Bergsson Setberg Kristján Sveinsson Esja Kristinn fengu farandbikara.

68 76 81

A.- flokkur karla. F.v.: Sigmar Pálmason Helgafell, Sigurjón Adólfsson Helgafell og Kristinn Eymundsson Eldey.

Gestaflokkur með forghöf. F.v. Heiðar austmann Kristinsson, Emil Austmann Kristinsson og Guðný Styrmisdóttir.

13


KIWANISFRÉTTIR

Aukaverðlaun Næstur holu á 2 braut: Ragnar Guðmundsson (Helgafell) 2.83 cm Næstur holu á 13 braut: Sigurjón Adólfsson (Helgafell) 4.36 cm Fæst pútt : Ragnar Guðmundsson (Helgafell) 27 pútt

Sveitakeppni Gull og bikar - Helgafell - 212 högg - Keppendur: Ragnar, Guðni og Sigmar Silfur - Höfði - 220 högg - Keppendur: Kristinn, Jón K. og Jóhann Baldursson Brons - Eldey - 221 högg - Keppendur: Kristinn Eym, Stefán R. Jónsson og Árni Þórðarson.

Undirritaður vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til konu minnar, Ragnhildar Magnúsdóttur fyrir frábær störf við gjaldkera, skráningu og verðlaunaafhendingu. Einnig sérstakar þakkir til Ingva Þórs Thoroddsen fyrir tölvuskráningu og útprentun.

Glaðbeittur hópur frá Vestmannaeyjum.

Með Kiwanisog golfkveðju, Kristinn Eymundsson - Eldey Konur án forgj.: F.v. Kristjana Eiðsdóttir, Hof og Nanna Þorleifsdóttir Eldey.

Verðlaunagripir á Landsmóti 2004.

Vísnalandið Vísnalandið byrjar í þetta sinn á skemmtilegum vísum eftir Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti og félaga í Kiwanisklúbbnum Gullfossi. Klúbbarnir Búrfell og Gullfoss halda sameiginlegt konukvöld í byrjum desember ár hvert. Þar er jafnan líf og fjör og margt til skemmtunar. Á síðasta konukvöldi upplýstist það að forsetar klúbbanna hefðu næstum ekið saman á Flúðum, því speglar á bílum þeirra beggja brotnuðu. Þá orti Jóhannes Sigmundsson, Gullfossfélagi: Forsetar við Flúðir mættust, fögnuðu hvor öðrum vel. Speglarnir í tætlur tættust, treystu með því vinarþel. Á fundi nokkru síðar virtust nokkrar ýfingar með umræddum forsetum, þeim Hirti Þórarinssyni og Lofti

14

Þorsteinssyni. Þá orti Jóhannes: Á yfirborði allt er kyrrt, en undir niðri virðist sjóða. Sambandið er soldið stirt síðan hérna kvöldið góða. Á síðasta sameiginlega fundi vetrarins virtist allt fallið í ljúfa löð. Þá orti Jóhannes það sem hann kallaði iðrunarvísu (vegna stríðni við þá félaga): Vináttan nú virðist traust, velvild skín úr fasi. Gleymt er það sem gerðist í haust, gleymt skal öllu þrasi. Á fundi á Selfossi í þorrabyrjun var þjóðlegur matur á borðum. Matreiðslumeistari var Sölvi Hilmarsson. Jóhannes kvittaði þannig fyrir matinn:

Lengi þorskinn lofa skal, ljúfur bjórinn freyddi. Sundmaga og súran hval Sölvi hér fram reiddi. Í sumar hefur Finnur Baldursson forseti Herðubreiðar í nokkur skipti komið með franska ferðamannahópa á rútum til Jóhannesar til gistingar. Þótti honum gott að dvelja í Syðra-Langholti hjá Jóhannesi og Hrafnhildi og alltaf nóg af góðum mat. Fannst honum gaman að fylgjast með Jóhannesi þegar hann léttur í spori á forláta flókaskóm bar matinn í fólkið óþreytandi við að gera sem best við alla. Einhverju sinni fékk Jóhannes þessar tvær vísur frá Finni: Á flókaskónum flest öll kvöld er flott að sjá hann snúast gantast þá við gestafjöld og góðu við menn búast.

Engum líkur, alveg spes með engan skort af stolti jeg hér kynni Jóhannes jarl af Syðra-Holti. Þegar Finnur fór frá SyðraLangholti í síðasta skipti í sumar lét Jóhannes hann hafa tvær vísur í nesti þar sem m.a. er vitnað í það sem gerðist kvöldið áður, en þá var lokakvöld hjá franska hópnum hans Finns. Yrkir vísur, ekur létt, allra hylli vinnur. Spilar, syngur, spaugar nett sprellikarlinn Finnur. Öllum konum rauða rós rétti og augun blossa. Fékk að launum Finnur hrós og feikna marga kossa.


KIWANISFRÉTTIR



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.