34arg 2tbl april 2004

Page 1

34. árg. • 2. tbl. • Apríl 2004


KIWANISFRÉTTIR

Ritstjórapistill Ágætu Kiwanisfélagar! Sumar breytingar eru til góðs og hér kemur ein slík. Ætlunin var að gefa út annað tölublað þessa starfsárs fyrir umdæmisþingið í haust en síðast í febrúar ákvað Sigurgeir umdæmisstjóri að láta reyna á það hvort við fengjum ekki efni í Páskablað. Ég lét boð út ganga í skyndi og bað um að brugðist yrði snöggt við og að mér yrði sent efni í blað með lokaskiladag 26. mars. Viðbrögðin voru frábær og var komið efni í blað upp úr mánaðamótunum. Það var ánægjulegt að þið svöruðuð áskorun minni í síðustu Kiwanisfréttum og ákalli mínu um daginn svona vel. Við endurtökum svo þetta góða samstarf þegar kemur að síðasta blaði starfsársins og ljúkum þannig útgáfuárinu með sóma. Hafið hjart-

ans þakkir fyrir það sem komið er og farið þið sem ekkert hafið sent að strengja þess heit að bæta úr því í sumar. Í mínum klúbbi, Herðubreið, gengur starfið svipað. Búið er að ráðstafa um 500.000 kr. úr styrktarsjóði, vinnustundir eru orðnar 332 og þann 1. apríl sl. tók ég nýjan félaga inn í klúbbinn. Ég er þá búinn að taka inn 2 í vetur, fædda 1967 og 1968 og þar með að yngja nokkuð upp í klúbbnum. Munið að líta inn á: www.fuglasafn.nett.is við fyrsta tækifæri. Að lokum óska ég öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

- Kiwanis fyrir alla -

Finnur Baldursson ritstjóri Kiwanisfrétta

Kiwanishreyfingin kærleika gefur og kætir og þroskar í senn vandast þó mál ef á verði þú sefur svo vöknum nú Kiwanismenn. Byggjum öll saman á bjarginu trausta þá borg sem að granda ei má birtumst við Mývatn er byrjar að hausta og bjartsýn vort þing höldum þá.

Umdæmisþing 2004

í Mývatnssveit og á Húsavík 17.-19. september

Umdæmisstjórn Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar starfsárið 2003-2004 boðar til umdæmisþings í S-Þingeyjarsýslu dagana 17.-19. september 2004.

Hótel Reynihlíð: Eins manns herbergi 8.000 kr. Tveggja manna herbergi 10.000 kr. sími 464 4170 bookings@reynihlid.is

Föstudagur 17. september kl. 09:00: Afhending gagna og sala aðgöngumiða á lokahóf í anddyri Íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps í Reykjahlíð. Dagskrárliðir hefjast kl. 09:30. Þeir eru: Ársfundur Tryggingasjóðs, fræðsla forseta, ritara og féhirða, umræðuhópar um málefni Kiwanishreyfingarinnar, umdæmisstjórnarfundur og fundur kjörumdæmisstjóra með umdæmisstjórn, forsetum, riturum og féhirðum næsta starfsárs, 2004-2005. Setning þingsins fer fram í Húsavíkurkirkju um kvöldið, á eftir er samkoma í boði Kiwanisklúbbsins Skjálfanda.

Hótel Húsavík: Eins manns herbergi 6.800 kr. Tveggja manna herbergi 9.200 kr. sími 464 1220 husavik@fosshotel.is

Laugardagur 18. september kl. 08:30: Afhending gagna og sala aðgöngumiða á lokahóf í anddyri Íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps. Þingfundur hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 16:00 í Reykjahlíðarskóla. Lokahóf þingsins verður haldið um kvöldið á Hótel Húsavík. Brottför hópferðabíla úr Mývatnssveit kl. 19:00, húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Þingnefnd hefur gengið frá samningum við eftirtalin gistihús um sérstakt verð fyrir þinggesti. Verðin miðast við herbergi pr. nótt og innifela morgunverð, skatta og þjónustu.

Kiwanisfréttir 34. árg. • 2. tbl. • Apríl 2004

2

Sel Hótel Mývatn: Eins manns herbergi 6.900 kr. Tveggja manna herbergi 8.500 kr. sími 464 4164 myvatn@myvatn.is

Auk þessa er úrval gistiheimila og bændagistingar á svæðinu sem hægt er að finna í símaskrá. Það er von umdæmisstjórnar og þingnefndar að allir klúbbar umdæmisins sendi fulltrúa sína til þings. Vakin er athygli á því að allir félagar eiga erindi á umdæmisþing, sér til fróðleiks og skemmtunar. Með kveðju frá þingnefnd, Kiwanis fyrir alla! Pétur Snæbjörnsson Herðubreið, formaður petur@reynihlid.is Birgir Steingrímsson Herðubreið, gjaldkeri Ísak Sigurðsson Herðubreið Gunnar Jóhannesson Skjálfanda, ritari gunnar@atthing.is Benedikt Kristjánsson Skjálfanda.

Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Aðalgeirsson, umdæmisstjóri Ritstjóri: Finnur Baldursson Ritnefnd: Finnur Baldursson, Jón Óskar Ferdinandsson og Jörgen Þorbergur Ásvaldsson Forsíðumynd: Finnur Baldursson af Gufustöðinni og lóninu í Bjarnarflagi í Mývatnssveit Prófarkalestur: Helena Óladóttir Prentvinnsla: Ásprent


KIWANISFRÉTTIR

Frá umdæmisstjóra Ágætu Kiwanisfélagar! Nú þegar starfsárið er um það bil hálfnað og stutt í að klúbbar fari í sumarleyfi frá hinu hefðbundna starfi, er rétt að íhuga vel hvar við stöndum með Kiwanisstarfið og hvort við höfum náð okkar markmiðum. Ég er ekki í vafa um árangur klúbbanna. Þegar ég lít yfir skýrslur, þá er ljóst að starf flestra klúbbanna er hreint út sagt frábært og með ólíkindum hverju er áorkað í ekki stærri hóp en við Kiwanisfélagar erum. Fjáraflanir eru komnar í um 16,8 milljónir, styrk-

Þann 6. mars sl. var boðað til ráðstefnu undir kjörorðinu „Sókn er besta vörnin”. Til ráðstefnunnar voru boðaðir kjörsvæðisstjórar og kjörforsetar allra klúbba. Að mínu mati tókst ráðstefnan í alla staði mjög vel, undirbúningur hennar og skipulag til fyrirmyndar fyrir þá sem að því stóðu og vil ég þakka fyrir það. Nefndir hafa unnið ötullega að sínum málum. Má þar nefna að Fræðslunefnd kláraði sína vinnu að mestu á sl. starfsári með undirbúningi fræðslu fyrir verðandi emb-

ég geta þess að á nýir félagar gengfundi í Evrópuið til liðs við hreyfstjórn í byrjun inguna en 23 febrúar sl. afhenti hætt, sem gerir ég 1.500 Eur. frá raunfjölgun um Styrktarsjóði 35. Um framtíðKiwanisumdæmina er það að isins sem fyrsta segja að ákveðið framlag umdæmer að reyna aftur isins til þessa verkvið Austurland og efnis. Lífsvísis verið er að undirverkefnið hefur búa það að koma Sigurgeir ekki gengið eins á kynningarfundi Aðalgeirsson hratt fyrir sig og á Egilsstöðum. umdæmisstjóri ætlað var en búið er að vera í sambandi við SalÁgætu félagar, nú líður björgu forvarnarfulltrúa senn að lokum vetrarstarfsLandlæknisembættisins um ins. Ég vil hvetja ykkur til að leiðir og kynningar út um vinna af krafti síðustu dagana land. Hjálmanefnd er nú á við fjölgun félaga, taka virkan lokastigi með sinn undibún- þátt í hjálmadögunum 10.ing, en eftir að Eimskip og 15. maí og þeim sumaruppáFlytjandi ákváðu að kosta komum sem eru í ykkar verkefnið hefur mesta vinnan klúbbum, eða svæðum. Að farið í að útfæra verkefnið í lokum vil ég minna klúbbana

Frá 30 ára afmælishófi Skjálfanda.

veitingar í 6,8 milljónir og unnar stundir tæpar 11 þúsund. Unnið er mikið og fórnfúst starf og margir njóta góðs af Kiwanisstarfi í landinu. Ég hef nú heimsótt 14 klúbba og 4 svæðisráðstefnur og hafa þessar heimsóknir verið mjög ánægjulegar og gefandi. Þar hef ég fengið góða innsýn í fjölbreytileika starfsins og hve verkefnavalið er margvíslegt innan klúbbanna. Af þessu má sjá hvað starf sem þetta er mikilvægt hverju byggðarlagi og Kiwanis er hlekkur í samfélaginu sem ekki má rofna.

ættismenn, auk þess hefur hún heimsótt nokkra klúbba með fræðslu. K-dags nefndin er á fullu í sínum undirbúningi og hefur verið í viðræðum við ýmsa aðila sem tengjast geðverndarmálum. Mun það liggja fyrir á allra næstu dögum hvaða leið verður valin við sölu K-lykils. K.E.P. nefndin (Evrópuverkefni) er að vinna mjög gott verk og hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Nefndarmenn hafa sett sig í samband við hugbúnaðarfyrirtæki o.fl. sem hafa tekið mjög vel í málin og sýnt áhuga á að taka þátt í verkefninu. Þá vil

Þegar Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík hélt upp á 30 ára afmæli sitt þann 27. mars sl. skemmtu krakkar úr 7. bekk Borgarhólsskóla með lögum úr „Ljóta andarunganum”.

samráði við markaðsdeild kostunaraðilanna. Nú eru fyrstu drögin komin frá þeim og á næstu dögum verður þetta kynnt fyrir klúbbum og öðrum þeim sem að verkefninu koma (staðan 26. mars. ´04). Framtíðarsýn-Fjölgun: Nokkur fjölgun er orðin á þessu starfsári og skýrsluskil hafa batnað til muna. Þó vantar herslumuninn svo gott sé. Þann 18. mars höfðu 58

á að senda inn upplýsingar um nýjar stjórnir, standa skil á seinnihluta gjalda, senda inn kjörbréf og greiða þinggjöld á réttum tíma. Þá hvet ég alla til að mæta vel á umdæmisþingið sem haldið verður á Húsavík og að Mývatni 17.19. september nk.

Gleðilegt sumar. „Kiwanis fyrir alla!”

3


KIWANISFRÉTTIR

Kiwanisklúbburinn Sólborg

10 ára afmæli Kæru Kiwanisfélagar! Nú er að koma að því að við verðum stórar. Við eigum 10 ára afmæli nú í byrjun maí og af því tilefni ætlum við að hafa opið hús í Kiwanishúsinu Hafnarfirði laugardaginn 8. maí kl. 16-18. Vonumst við til að sjá ykkur sem flest, bæði Kiwanisfélaga og maka, til að fagna með okkur þessum tímamótum. Starf klúbbsins hefur verið með hefðbundnu sniði í vetur. Við vorum með okkar aðalfjáröflun í desember en það er sala á aðventuskreytingum, leiðiskrossum og greinum og gekk hún vel að venju. Sú nýbreytni var gerð á jólafundinum hjá okkur að hann var gerður að fjölskyldufundi og komu félagar ásamt mökum, börnum og jafnvel barnabörnum saman og borðuðum við okkar þjóðlega hangikjöt með tilheyrandi meðlæti. Séra Carlos Ari Ferrer sóknarprestur í Áslandssókn flutti okkur hugvekju og við áttum yndislega samverustund svona rétt fyrir jólin. Í byrjun janúar fjölgaði félögum í klúbbnum okkar þegar sex konur úr Kiwanisklúbbnum Hörpu gengu til liðs við okkur. Eru þær góður liðsstyrkur og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar í Sólborg. Í mars heimsóttum við Kiwanisklúbbinn Höfða og fengum þar höfðinglegar móttökur. Gestur fundarins var Jóhannes Jónsson í Bónus sem fræddi okkur um það hvernig hægt er að gera mikið úr litlu og svaraði fyrirspurnum varðandi hans fyrirtæki. Þetta var mjög ánægjulegur og skemmtilegur fundur og alltaf gaman að

4

heimsækja annan klúbb, það skapar góð tengsl og eykur viðsýni félaga á Kiwanishreyfingunni. Við höfum ekki afhent styrki að neinu ráði á starfsárinu en ætlum að vera stórtækari í tengslum við afmæl-

ið okkar. Þó styrktum við Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin, Menningarhús í Hafnarfirði og sáum um kaffiveitingar hjá Íþróttafélagi fatlaðra þegar þeir héldu sitt árlega bocciamót í febrúar.

Framundan hjá okkur verður nóg að gera. Samstarfsverkefnin með klúbbum í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, þar sem við höfum undanfarin ár verið með dansleik fyrir aðila sem búa á sambýlum og aðra sem eru á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, svo og hjálmaverkefnið. Því miður stangast afmælisdagurinn og afhending á hjálmunum á þar sem það er sami dagurinn og ekkert við því að gera en félagar okkar úr hinum klúbbunum munu afhenda hjálmana með stakri prýði. Að síðustu er svo undirbúningur fyrir afmælisveisluna okkar í fullum gangi. Sólborgarkonur óska Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og vonast til að sjá ykkur þann 8. maí nk.

Kiwaniskveðja, Ingibjörg Gunnarsdóttir blaðafulltrúi Sólborg


KIWANISFRÉTTIR

Umdæmisþingið fyrir norðan Góðir Kiwanisfélagar Næsta þing Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar verður haldið í Þingeyjarsýslum í haust, nánar tiltekið 17.-19. september. Þingið er í umsjá Kiwanisklúbbanna Skjálfanda á Húsavík og Herðubreiðar í Mývatnssveit. Mun þingið fara fram á báðum stöðum en milli þeirra eru 55 kílómetrar þar af um 40 á bundnu slitlagi. Aksturstíminn er um 40 mínútur.

Þinghaldið mun fara þannig fram: Þingnefndin mun hafa aðsetur í anddyri Íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps í Reykjahlíð, þar verða afhent gögn þingsins og seldir miðar í skoðunarferðir og lokahóf. Þar verður einnig upplýsingamiðstöð þingsins og þangað skulu þingfulltrúar snúa sér meðan þinghald stendur vanhagi þá um eitthvað. Fræðslan mun fara fram á nokkrum stöðum í Mývatnssveit og verður staðsetning einstakra hópa tilkynnt við afhendingu gagna. Þetta er meðal annars gert í þeim tilgangi að gefa þingfulltrúum færi á að fara sem víðast og sjá sem mest af þessari fallegu sveit. Þingsetningin fer fram í Húsavíkurkirkju, heimakirkju

umdæmisstjórans. Verið er að undirbúa dagskrá á Húsavík að henni lokinni. Farið verður frá gististöðum í Mývatnssveit í hópferðabílum til setningarinnar, á leiðinni verður leiðsögn um svæðið. Sjálft umdæmisþingið verður í Reykjahlíðarskóla sem er við hliðina á Íþróttamiðstöðinni hvar þingnefndin hefur hreiðrað um sig eins og greint er hér að ofan.

Gisting Þingnefndin hefur samið við eftirtalin gistihús um sérverð fyrir þingfulltrúa. Hótel Reynihlíð sem er 4 stjörnu hótel í Reykjahlíð í Mývatnssveit, Hótel Húsavík sem er 3 stjörnu hótel á Húsavík og Sel Hótel Mývatn sem er 3 stjörnu hótel á Skútustöðum í Mývatnssveit. Auk þess er úrval af óflokkuðum gistiheimilum og bænda- og heimagistingu vilji þingfulltrúar það frekar. Hópferðaþjónustan mun þó einskorðast við samningsbundnu gistihúsin.

Veitingar Eina sameiginlega máltíð þingsins er lokahófið og verður gerð grein fyrir því sérstaklega. Bæði í Mývatnssveit og Húsavík er úrval veitingastaða þannig að þingfulltrúar eiga þá gleði í

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps og Reykjahlíðarskóli.

vændum að reyna þingeyska matargerðarlist í sínu besta formi. Öll samningshótelin hafa veitingasölu, auk þess má nefna, Sölku og Gamla Bauk á Húsavík og í Mývatnssveit er Gamlibærinn frægur fyrir íslenskan mat.

Lokahóf Lokahóf fer fram á Hótel Húsavík. Þetta verður sannkallaður Gala kvöldverður og hápunktur þinghaldsins. Ferðum úr Mývatnssveit verður þannig háttað að farið verður í hópferðabílum frá gistihúsunum í Mývatnssveit skv. dagskrá, og eftir að borðhaldi líkur er ferð í Mývatnssveit á klukkutíma fresti þar til dansinum lýkur. Ræðumaður kvöldsins verður Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Skarps sem er héraðsfréttamiðill Þingeyinga. Maturinn verður auðvitað þingeyskur, það er heimafengið hráefni með alþjóðlegu ívafi. Tónlistarflutningur verður í höndum eistneskra tónlistarmanna undir forystu Valmars Väljaots. Þetta er hámenntað tónlistarfólk sem gefið hefur mikla og nýja orku í menningarlíf í Þingeyjarsýslum með veru sinni. Við í þingnefndinni erum stoltir af að geta boðið ykkur að heyra til þessa fólks.

Skoðunarferðir Þingfulltrúum og gestum þeirra verður boðið uppá tvær skoðunarferðir. Eftir að fræðslustarfinu lýkur á föstudeginum verða kynnt áform um byggingu safns yfir uppstoppaða fugla í Neslöndum í Mývatnssveit. Það er meginmarkmið Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar að þetta safn komist upp en félagi í Herðubreið, Sigurgeir Stefánsson, átti þessa fugla. Hann lést af slysförum á Mývatni haustið 1999. Á laugardeginum verður farið í ferð með maka þingfulltrúa um héraðið. Sú ferð verður óvissuferð og eðli slíkra ferða er að enginn veit neitt.

Að lokum Það er okkur Þingeyingum sérstök ánægja að fá Kiwanishreyfinguna á Íslandi og í Færeyjum í heimsókn til okkar. Við munum leggja okkur fram um að gera heimsókn ykkar eftirminnilega og þinghaldið árangursríkt. Hlökkum til að hitta ykkur heil fyrir norðan.

Kiwanis fyrir alla! Pétur Snæbjörnsson Formaður þingnenfdar

Húsavíkurkirkja.

5


KIWANISFRÉTTIR

„Sókn er

besta vörnin”

Ráðstefna sem umdæmisstjórn boðaði undir þessu kjörorði var haldin laugardaginn 6. mars sl. í Kiwanishúsinu í Kópavogi, með væntanlegum embættismönnum starfsársins 2004-2005. Hófst ráðstefnan með léttri morgunhressingu í blíðskaparveðri. Auðséð var að fólk var létt í lund og með glampa í augum. Nú skyldi tekið á málunum. Sigurgeir Aðalgeirsson umdæmisstjóri setti ráðstefnuna, bauð fólk velkomið og flutti nokkur hvatningarorð til fundarmanna. Bauð hann síðan Sæmundi H. Sæmundssyni að taka að sér stjórn ráðstefnunnar. Sæmundur bauð fólki að kynna sig og væntanleg embætti sín. Mættir voru 48 á ráðstefnuna en því miður vantaði nokkra sem vonandi taka sig á og mæta á næstu fræðslufundi umdæmisins. Var dagskrá síðan kynnt. Ástbjörn Egilsson Evrópuforseti tók síðan til máls. Flutti hann hvatningu til fundarmanna og lagði til að svona ráðstefna yrði að föstum lið í starfi Kiwanis. Kom fram í máli hans að 32 þúsund félagar eru í hreyfingunni í Evrópu og að mál Kiwanis séu í uppsveiflu. Þá tók til máls gestur fundarins, Jón Björnsson rithöfundur með meiru, og flutti hann hugleiðingu um lífshamingjuna. Var það mjög áhugavert erindi. Sigurgeir þakkaði fyrir erindið og færði Jóni fána sinn að gjöf í þakkarskyni. Þá var komið að Oddnýju Ríkarðsdóttir og Andrési K. Hjaltasyni að kynna viðurkenningar innan Kiwanis.

6

Sigurður R. Pétursson, Björn Ágúst Sigurjónsson og Sigurgeir Aðalgeirsson.

Voru lagðar fram hugmyndir um punktakerfi þar að lútandi. Arnaldur M. Bjarnason kynnti hugmyndir um gerð stefnumótunar fyrir klúbba og sýndi hann hvernig þeir Eldeyjarfélagar vinna að sinni stefnumótun. Kristinn Richardsson sagði frá störfum nefndar um Kdag fram að þessu. Söfnunardagur verður 10. október nk. Verð lykilsins var ákveðið á síðasta þingi kr.1000,-. Líklegt verkefni er að stuðla að uppbyggingu við Reykjalund í þágu geðfatlaðra. Hvatti Kristinn klúbba til að tilkynna sína tengiliði við nefndina sem fyrst. Ragnar Örn Pétursson flutti síðan fróðlegt erindi um fjölmiðla og útskýrði hvernig heppilegast væri að standa að því samstarfi. Því næst ræddi Sigurbergur Baldursson um heimasíðu Kiwanis. Sagði hann m.a. að fyrsta árið hefðu heimsóknir verið um 1500 á síðuna, en nú á fyrstu sex mánuðum þessa starfsárs væru þær orðnar 4300. Hvatti hann menn til þess að huga að gerð heimasíðna fyrir klúbbana og jafnframt að vera vakandi fyr-

ir að uppfæra þær reglulega. Bauð hann fram aðstoð sína við það, hið eina sem gera þyrfti væri að hafa samband við sig. Þarna væri möguleikinn á að koma á framfæri efni um starfið, klúbbunum að kostnaðarlausu. Nú var komið að Birni Ágústi Sigurjónssyni með mjög vandaða kynningu á íslenska styrktarsjóðnum. Þar kom m.a. fram að 12 klúbbar hafa ekki innt af hendi stofnframlag til sjóðsins og hvatti hann þá að gera skil, því að allar styrkveitingar úr sjóðnum eru gerðar í nafni okkar allra. Framlag sjóðsins til ýmissa styrktarverkefna til þessa er um kr. 600.000,-. Þá flutti Arnaldur erindi um starf klúbba almennt. Hann greindi frá skýrslum um störf nokkurra klúbba sem dreift var til fundarmanna. Þá lögðu Sigurður R. Pétursson og Guðmundur Baldursson fram verkefni fyrir kjörforsetana og kjörsvæðisstjórana. Það var gerð framkvæmdaáætlana fyrir starfsárið og tóku fundarmenn vel við sér og fylltu út í óða önn. Ráðstefnugestir tóku virkan þátt í umræðum um hin

ýmsu málefni sem þarna komu fram. Að lokum tóku Guðmundur Baldursson og Sigurður R. Pétursson til máls og voru þeir sammála um að ráðstefnan hefði heppnast vel og fólk hefði tekið öllu sem fram kom með jákvæðu hugarfari. Þakkaði Sigurður Sæmundi fyrir góða stjórn, einnig þakkaði hann Evrópuforseta Ástbirni Egilssyni fyrir kröftugt innlegg hans. Sagði hann m.a.: “Félagar, það er bara viljinn sem þarf, þá ganga málin upp!” Að lokum var handbók fyrir embættismenn dreift. Sigurgeir Aðalgeirsson umdæmisstjóri þakkaði fólki fyrir góðan dag svo og þeim sem að undirbúningnum stóðu. Frestaði hann síðan fundi til kvölds, en þá kom fólk aftur saman í kvöldverðarboði umdæmisins, þar sem fólk sýndi á sér ýmsar skemmtilegar hliðar. Var að sjá að samhugur væri í fólki til að takast á við undirbúning næsta starfsárs með sókn í huga. Hilmar Svavarsson Formaður fjölmiðlanefndar 2004-2005


KIWANISFRÉTTIR

22. Landsmót Kiwanis í golfi Haldið á Strandarvelli Hellu sunnudaginn 27. júní, 2004 Keppt verður í A og B flokki karla. Höggleikur, grunnforgjöf 0 til 20 og 20,1 til 36, með og án forgjafar. Flokkur kvenna grunnforgjöf 0 til 36 með og án forgjafar. Gestaflokkur með og án forgjafar. Nándarverðlaun á 2. og 13. holu og fæst pútt fyrir alla.

Aðeins veitt ein verðlaun með eða án forgjafar, en farandbikarar fyrir fyrstu sæti, með og án forgjafar, í karla- og kvennaflokkum.

Mótsgjald kr. 2.500,Byrjað að ræsa út kl. 13:00

7


KIWANISFRÉTTIR

Kiwanisklúbburinn Hekla 14. janúar 2004

40 ára

Haldið var upp á 40 ára af- 5 Heklufélagar viðurkennmæli Heklu, sem jafnframt ingu fyrir vel unnin störf og er upphafið að Kiwanisstarf- allir félagar fengu Hekluinu á Íslandi. orðu. Einnig voru BjarkarAfmælisdaginn, 14. janú- ási, Grensási iðjuþjálfun og ar, bauð Borgarstjórn Íþróttafélagi fatlaðra afReykjavíkur Heklufélögum, hentar gjafir að verðmæti mökum þeirra, umdæmis- ein milljón króna. stjórn og forsetum klúbba Hátíðinni var framhaldið til móttöku í Höfða. Allir um kvöldið í Víkingasal Hótþeir sem gátu komið því við el Loftleiða í góðra vina að vera þar luku lofsorði á hópi. þær móttökur sem við fengHlý orð til okkar í Heklu um. Þetta boð er ákveðin og góðar gjafir þökkum við viðurkenning á störfum enn og aftur. Það er ósk Kiwanis fyrir samfélagið. mín til Kiwanisfélaga og Laugardaginn 17. janúar maka þeirra að öll störf okkvar móttaka í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi fyrir Kiwanisfélaga og aðra velunnara Heklu. Ákveðið var af stjórn Heklu að veita þeim 12 Kiwanismönnum sem voru stofnendur Heklu, og eru enn starfandi í hreyfingunni, 40 ára Umdæmisstjóri Sigurgeir Aðalgeirsson. viðurkenningu. Gátu 6 þeirra komið því við að vera með okkur og voru þeim afhent 40 ára merki og viðurkenningarskjal. Þeim Bjarna B. Ásgeirssyni í Kiwanisklúbbnum Nes og Eyjólfi Sigurðssyni framkvæmdastjóra K.I., sem staddir voru á fundi móðurklúbbs Heklu, Capital City í Tallahassee, laugardaginn 17. janúar var afhent 40 ára viðurkenning fyrir okkar hönd af Hilmari Skagfield, Kiwanisfélaga í Capital City. Þeim 4 sem eftir eru verða afhentar viðurkenningar síðar. Þá fengu

8

ar til að aðstoða og bæta samfélagið gangi sem best „fyrir alla”.

Þorsteinn Sigurðsson formaður afmælisnefndar Heklu

Afhending gjafa til Bjarkaráss, iðjuþjálfunar Grensáss og Íþróttasambands fatlaðra.

Eiginkonur Heklumanna.

Axel Bender forseti Heklu.

Forseti Heklu og svæðisstjóri Þórs, Sverrir Karlsson.


KIWANISFRÉTTIR

Stjórnarskipti Kiwanisklúbbsins Gríms á ALGARVE!! Grímsey 21. mars. Stjórnarskipti Kiwanisklúbbsins Gríms á Algarve!! Já, það var í byrjun október sem Grímsfélagar, ásamt eiginkonum, sambýliskonum og öðrum “spúsum”, héldu í langþráð ferðalag suður á bóginn. Við höfðum safnað hressilega í langan tíma og ákváðum að staðurinn væri Portúgal. Þetta var vikuferð sem heppnaðist frábærlega í alla staði. Tvennt var mjög merkilegt og jafnvel sögulegt í ferðinni. Hið fyrra er að við fórum 36 saman og það þýddi að eyjan okkar, Grímsey, varð nánast tóm af fullorðnu fólki, því aðeins voru um 15 eftir í eyjunni.

Þetta vakti athylgi í ýmsum fjölmiðlum landsins. Hitt atriðið, sem teljast verður sögulegt fyrir Kiwanisklúbb, er að við héldum fyrsta fund starfsársins á hóteli okkar í Portúgal. Þetta var því “stjórnarskiptafundur” sem Dónald Jóhannesson fráfarandi svæðisstjóri Óðinssvæðis stjórnaði,í fjarveru Þórólfs Jónssonar frá Dalvík. Að lokum má geta þess að við vorum 17 af 22 félögum í klúbbnum sem fórum í þessa velheppnuðu ferð. Ég vil einnig segja frá því hér, að í apríl sl. vorum við með góða árshátíð sem var um leið 25 ára afmælishátíð okkar. Mættir voru meðal annars Valdimar Jörgensson

Grímsfélagar á stjórnarskiptafundi á Algarve.

umdæmisstjóri og frú Arndís, Guðmundur umdæmisritari og frú Ellen, Sigurgeir kjörumdæmisstjóri og frú Erla. Einnig voru nokkrir félagar af Óðinssvæðinu. Hátíðin heppnaðist mjög vel og þar voru 11 félagar heiðraðir sem stofnfélagar Kíwanisklúbbsins Gríms. Þetta þótti okkur gott hlutfall, því það

er hálfur klúbburinn! Af starfinu í vetur er lítið að segja annað en hlutirnir hafa gengið sinn vanagang, mæting góð og andinn góður eins og ávallt hér í Grímsey.

„Kiwanis fyrir alla!” Dónald Jóhannesson, fjölmiðlapenni Gríms, Grímsey

Emblufréttir

Ágætu félagar!

Í dag er klúbburinn á fullu með félögum okkar í Kiwanisklúbbnum Kaldbak að undirbúa hjálmaafhendingu sem fram fer 10.-15. maí nk. Í ár verður þetta stór dagur þar sem ákveðið var að hafa afhendinguna á landsvísu. Við hvetjum alla klúbba landsins til að taka vel í verkefnið og vera virkir í afhendingu hjálmanna þessa daga. Klúbburinn hefur sinnt ýmsum styrktarverkefnum eins og styrkt Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin og einnig lagt styrktarsjóðum umdæmisins lið. Stoltastar erum við þó af verkefni okkar sl. ár en þá unnum við í sjálfboðavinnu hjá Rauðakrossdeild Akur-

eyrar við undirbúning komu flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu. Vorum við í móttöku á húsgögnum og fleiru og sáum um að innrétta eina íbúð fyrir “fjölskyldu okkar” eins og við kölluðum hana.

Sl. vor afhentum við Akureyrardeild Rauða krossins ellefu ný reiðhjól og reiðhjólahjálma að gjöf. Gjöfin var fyrir börn og unglinga sem komu með fjölskyldum sínum úr flóttamannabúðunum í mars 2003. Voru fjölskyldurn-

Frá afhendingu 11 reiðhjóla og hjálma sl. vor.

ar viðstaddar og ánægja skein úr hverju andliti. Við höfum heyrt að fjölskyldunum vegni vel í nýjum heimkynnum. Í grillveislu sem Rauðakrossdeild Akureyrar hélt um sumarið var m.a. boðið upp á rétti frá þeirra heimahéruðum sem fjölskyldurnar útbjuggu. Gaman var að sjá hve allir voru glaðir og ánægðir. Nú styttist í sameiginlegan fund með móðurklúbbi okkar, Súlum Ólafsfirði, sem verður í apríl á Akureyri og fjölskylduhátíð í sumar. Við þessar fimm fræknu höfum því starfað ágætlega í vetur þrátt fyrir allt. Með Kiwaniskveðju, Emblufélagar

9


KIWANISFRÉTTIR

Fréttapistill Hraunborgar Starfsemi klúbbsins hefur gengið með hefðbundnu sniði þar sem blandað er saman verkefnum og því að hafa gaman af starfinu. Á stjórnarskiptafundi, auk venjulegs fundar, komu konur frá Félagi eldri borgara og sýndu fatnað sem þær höfðu saumað úr umbúðum nytjavara, gardínum og dúkum. Vöktu þær mikla kátínu. Strax sl. haust hófst undirbúningur að Villibráðarhátíðinni sem er okkar aðalfjáröflunarhátíð. Var hún haldin laugardaginn 1. nóvember í Hraunholti. Til skemmtunar var ræða Geirs H. Haarde heiðursgests og fór hann á kostum. Einnig Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur sem bætti um betur. Hljómsveitin Randver spilaði og tóku gestir vel undir. Aðalfjáröflunin var málverkauppboð sem var í umsjá Hallbergs og Egils og að lokum var dregið í happdrætti. Mæting var góð eða fullt hús, 210 manns, sem skemmtu sér hið besta. Jólafundur var hátíðlegur þar sem séra Carlos Ferrer prestur í Áslandssókn flutti jólahugvekju og Þráinn Bertelsson las úr bók sinni “Eins konar ég”. Nemendur úr Tónlistaskóla Hafnarfjarðar skemmtu Kiwanisfélögum, mökum og gestum. Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar var styrkt að upphæð 120 þúsund.

Saltkjötskvöld var haldið í febrúar og er það gestakvöld. Var Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður ræðumaður og voru fjörugar umræður og góð mæting.

Sunnudaginn 29. febrúar var Kiwanismessa í Hafnarfjarðarkirkju í umsjá séra Gunnþórs Ingasonar, félaga í Hraunborgu, í samstarfi við Kiwanisklúbbana. Fluttu fulltrúar frá Eldborg og Sólborg ritningarorð og fulltrúi Hraunborgar las guðspjall. Á eftir var sameiginlegur matur og fundur um fjölskyldumál og Sæmundur Hafsteinsson gerði grein fyrir fjölskylduskóla Hafnarfjarðar. Ágæt mæting var frá klúbbunum og almenn

ánægja. Á séra Gunnþór heiður skilinn fyrir frumkvæðið. Helgina 12. til 14. mars sl. var farið í hina árlegu DODO ferð klúbbfélaga og maka og nú fékk Grundarfjörður að njóta okkar. Farið var í fróðlega og skemmtilega skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn tveggja kvenna sem ættaðar eru frá Suður-Afríku. Endaði ferðin á myndasýningu í sögusafninu þar sem heimamaður sýndi myndir, lék með og lagði áherslu á að allt sem hann segði væri sannleikur og rúmlega það. Síðan var farið í Bjarnarhöfn og ekki var frásagnargleðin síðri þar og um kvöldið var veisla. Skemmtum við okkur við gamansögur, söng og dans fram á nótt og var það ánægður hópur sem kvaddi Grundarfjörð í fallegu verðri. Hið árlega og margrómaða Ostakvöld verður föstudaginn 16. apríl í umsjá Geirs Jónssonar ostameistara og Hraunborgarfélaga sem leiðbeinir okkur, mökum og gestum. Um og yfir 80% af ostaflórunni verður á borðum og rennur ljúft niður með sérvöldu rauðvíni. Ástbjörn Egilsson Evrópuforseti og frú verða gestir kvöldsins. Hjálmaverkefnið: Hafinn

er undirbúningur að árlegum samstarfsverkefnum með klúbbunum í Hafnarfirði. Það er hjálmaverkefni sem í fyrsta skipti er einnig landsverkefni og verða hjálmar afhentir 10.-15. maí. Dansleikur fyrir fatlaða er árlegt samstarfsverkefni Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi og verður það sunnudaginn 23. maí. Mun Idolstjarnan Kalli Bjarni og hljómsveit skemmta og boðið verður upp á veitingar, gos, snakk og samlokur sem styrktaraðilar styrkja okkur með. Gestir eru síðan leystir út með smá nesti. Hér er um mjög gefandi verkefni að ræða. Á fundi okkar hafa komið ræðumenn, svo sem Jón Ólafur Magnússon, sem kynnti Ævintýraferðir, Sigurður Arndals, sem ræddi um Landsvirkjun og Kárahnjúka, Hjálmar Árnason alþingismaður, sem ræddi um vetnismál, Guðmundur Gunnarsson formaður RSÍ, sem ræddi um kjaramál og hina hlið Kárahnjúka, Jón Páll Hallgrímsson frá Regnbogabörnum, sem ræddi um einelti, og Evrópuforseti Kiwanis Ástbjörn Egilsson, sem ræddi um Kiwanis. Með Kiwaniskveðju “Kiwanis fyrir alla!” Gylfi Ingvarsson upplýsingafulltrúi Hraunborgar

Frá Fræðslunefnd

Það er óhætt að segja að það hefur verið heldur lítið um að klúbbar óski eftir fræðslu inn í klúbbana í vetur. Einugis tveir klúbbar voru í sambandi við okkur til að fá fræðslu fyr-

10

ir sína félaga og fór fræðslunefnd með fræðslu til þeirra. Að það skuli bara vera tveir af þeim fimmtán klúbbum sem svöruðu játandi í forsetafræðslunni síðasta haust,

þar sem þeir kváðust hafa hug á því að fá fræðslu til sín inn í klúbbinn, er heldur dauflegur árangur. Ég vil því biðja alla þá sem ætla að fá fræðslunefnd í heimsókn á

þessu starfsári að hafa samband sem fyrst við okkur.

Með Kiwaniskveðju, Ingibjörg Gunnarsdóttir formaður fræðslunefndar.


KIWANISFRÉTTIR

Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Jörfa Starfið í Jörfa hefur verið með hefð- mæti líka Forseti Evrópusambands Fengu félagar mikla og góða fræðslu bundnu sniði í vetur og hefur gengið Kiwanis 2003-2004 Ástbjörn Egilsson. um störf sveitarinnar. vel. Hér á eftir er stiklað á stóru í Þetta var bæði fróðlegur og skemmtiJörfafélagar seldu blóm á konudagstarfinu en það gefur nokkuð góða legur fundur. inn eins og undanfarin ár og gekk salmynd af því er fer fram í Jörfa. Þann 24. nóvember héldum við fjöl- an vel. Vill Jörfi þakka þeim fjölmörgu Stjórnarskiptin í Jörfa fóru fram að skyldu- og unglingafund og var ræðu- er lögðu þessu lið, en allur ágóði Engjateigi 11, 27. september 2003. maður kvöldsins séra Pálmi Matthías- blómasölu rennur í styrktarsjóð Jörfa. Þar tók Baldvin Hermannsson við sem son. Á fundinn mættu 36 gestir og 15 Jörfi hefur samþykkt stefnumótun til forseti Jörfa. Um stjórnarskipti sá Sig- félagar. Tókst fundurinn í alla staði 2007 og verður markvisst reynt að fylurður Jóhannsson svæðisstjóri Eddu- mjög vel og urðu fundargestir margs gja henni eftir. Hægt er að skoða svæðis. Á eftir fóru allir Jörfafélagar vísari um hlutverk fjölskyldunnar í stefnumótunina í heild sinni á heimaog gestir á stjórnarskiptin í umdæm- uppeldi barna svo og um Kiwanis- síðu Jörfa. inu og skemmtu sér mjög vel fram eftir nóttu eftir hin hefðbundnu embættisverk. Jörfafélögum hefur fækkað um tvo á árinu en stefnt er að því að fjölga þannig að við verðum 30 sem fyrst. Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar var 13. október 2003 og hófst með stjórnarFrá fjölskyldu- og unglingafundi Jörfa 2003. Konurnar slógu karlana út í söngnum á þorrablótinu 2004. fundi kl. 19:00 þar sem forseti Baldvin Hermannsson lagði línurnar. Félags- hreyfinguna og starfsemi Jörfa. Ekki má gleyma því að minnast á málafundur no. 539 hófst svo kl. Jólafundur var 12. desember og gönguferðir Jörfamanna og kvenna á 20:00. Þess má geta að bæði reikn- flutti séra Þór Hauksson hugvekju. Á sunnudagsmorgnum. ingar fyrir starfsárið 2002-2003 og þessum fundi fjölgaði Jörfafélögum Gönguferðirnar eru orðnar fastur fjárhagsáætlunin fyrir starfsárið 2003- þar sem tveir gengu í klúbbinn. liður í dagskrá Jörfa og yfirleitt skipu2004 voru samþykkt samhljóða. Jörfi Jörfi veitti styrk til bágstaddra fjöl- lagðar einn til tvo mánuði fram í tímsamþykkti að veita 30 þúsund kr. styrk skyldna í Árbæjarhverfi að upphæð kr. ann. Þetta gefur félögum mikið og til Bergmáls en það er félagsskapur 130.000. Voru þetta matarkörfur og eflir félagsandann. sem vinnur með langveikt fólk. andvirði hverrar körfu um 10.000 kr. Eins og ofan greinir heldur Jörfi árÍ Árbæjarblaðinu sem kom út 23. Nóatún Rofabæ styrkti Jörfa í þessu legan fjölskyldu- og unglingafund þar október og er dreift í öll hús í Árbæ og verki. sem fyrirlesari kemur og ræðir þá Grafarholti birtist grein og kynning á Á fundinn 19. janúar 2004 komu gjarnan um fjölskylduna og unglingJörfa og Kiwanis sem blaðafulltrúi Evrópuforseti Ástbjörn Egilsson og ana. Eins er Jörfi með kynningu á Jörfa sendi inn. Gylfi Ingvarsson fjölmiðlafulltrúi um- Jörfa og Kiwanis þannig að allir fund29. október fóru 12 Jörfafélagar í dæmisins í heimsókn og var þetta armenn smáir sem stórir fái góða innheimsókn til Mosfells í Mosfellsbæ og mjög fræðandi fundur þar sem farið sýn í starfið. fengu mjög góðar móttökur, fyrirlesari var yfir ýmis mál er varða Evrópu og var Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. KEP verkefnið (Kiwanis-menntunarUmdæmisstjóri Sigurgeir Aðalgeirs- áætlun). Kiwaniskveðja, son kom í heimsókn á félagsmálafund 13. febrúar héldu Jörfamenn og Guðmundur Helgi Guðjónsson Jörfa no. 540 10. nóvember 2003. konur þorrablót sem tókst frábærlega. blaðafulltrúi Jörfa. Þann 22. nóvember mættu forseti, 16. febrúar hélt Jörfi sinn 547. fund ritari og kjörforseti Jörfa á svæðisráðs- og var hann haldinn að Malarhöfða 6 fund í Eddusvæði. Á þennan fund í húsi Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík.

11


KIWANISFRÉTTIR

Fréttir frá K-dagsnefnd 2004 Þann 9. janúar barst svar frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í formi leyfisbréfs þar sem Kiwanishreyfingunni er heimilað að hafa fjársöfnun um land allt (umdæmið allt) dagana 7.-10. október 2004. 10. október er alþjóðlegi geðverndardagurinn, einnig 25 ára afmæli Geðhjálpar og 30 ár frá fyrsta K-degi (heppileg tímamót fyrir kynningu söfnunarinnar). Þann 9. febrúar 2004 var haldinn 3. fundur nefndarinnar en fjórir nefndarmenn sátu fundinn (einn boðaði forföll). Farið var í gegnum söluskýrslur frá síðasta Kdegi. Einnig lágu fyrir fundinum gögn frá Geðhjálp varðandi styrktarverkefni svo og upp-

Vísnalandið Við höldum áfram frá síðasta blaði með vísur eftir Hjört Þórarinsson. Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi hefur lengi gengið til góðs og gefið út blað til áminningar umhverfisvernd síðan 1979. Hjörtur Þórarinsson hefur þar verið í forystu og sniðið til orð og stökur sem hvetja mættu: 1984 Nemum brott náttúruspjöllin, nýgræðing verndum og gróður. Umhverfið, útsýnið, fjöllin, eykur vorn metnað og hróður. 1992 Frá Íslandsbyggðar upphafi var Eyrarbakki kunnur sem lands og þjóðar lífgjafi lista og menntabrunnur. 1996 Fjórar myndir birtust frá Hveragerði sem var valinn hinn fegursti bær þetta ár. Myndatextarnir gerðu saman eina vísu: Fossflötin er friðsæll staður, Fagrihvammur margrómaður. Eden fræg við Austurmörk, út við þjóðveg Hótel Örk. 1997 Um ísa og eldfjallaslóðir umhverfisvirðingin nær. Auðnirnar auðlindasjóðir og öræfavíðáttan tær.

12

lýsingar um komandi söfnun Lions, Rauðu fjaðrarinnar. Nefndarmenn skiptust á skoðunum varðandi hinar ýmsu aðferðir félagasamtaka við öflun styrktarfjár. Það styttist í að hægt verði að kynna verkefnið en það byggist á væntanlegum gögnum frá Geðhjálp sem eiga að hjálpa okkur áfram með málin varðandi aðferðir og kynningar. Ekki fleira að sinni, Kristinn Richardsson formaður K-dagsnefndar

Hér koma vísur eftir Finn Baldursson ritstjóra. 30. nóvember 2000 Til Heru Bjarkar Þórhallsdóttur eftir hlustun á nýja jóladiskinn hennar. Fallega röddin þín fyllir nú stofuna mína fyllir bílinn og allt með svo indælum blæ minnir á jólin og minnir á helgiljós skína í makindum hlusta og unaðskennd yfir mig fæ. 24. janúar 2001 Skjálfandi Emblurnar skreiddust til okkar í vetur skömm að í gufu ei fórum þá með þær við Pétur venjan er jafnan að vita allt eftirá betur vonandi næst einhver svikalaust gert þetta getur. 12. ágúst 2001 í Öskjuferð á rútu Dregið var fyrir og farið í sundfataskrattann fannst það nú bílstjóragreyinu dálítið skrítið kom síðan æðandi kolruglað par niður brattann og kinnroðalaust fór úr öllu og stakk sér í Vítið. Kristjönu uppi á brúninni brá ekki mikið brosti Gunnar er augun í oss tókst að reka magnaðist spenna sem mun hafa lent yfir strikið og menn fundu síðar sem jarðskjálfta niður í Dreka. 2001 Leiðsögumaður í Dettifossferð með mér var Jesus Ramires sem gaf mér að borða með sér. Loksins er Jesus farinn að ferðast með mér finn ég til mikillar gleði yfir því bauki og rétt eins og forðum braut hann brauðið sitt hér en bruðlaði nú með ost, smjör og pylsu að auki. 15. desember 2002 Guðmundur Halldórsson gamall er orðinn en gefur ei eftir við hugverkasmíð sannlega verður því seint búinn forðinn er sóma hans bera mun alla um tíð.


KIWANISFRÉTTIR

Hjálmadagar Kiwanishreyfingarinnar Ákveðið hefur verið að afhending reiðhjólahjálma til 7 ára barna verði 10.-15. maí nk. Búið er að panta hjálma og eru þeir á leið til landsins. Styrktaraðilar verkefnisins eru Eimskip og Flytjandi. Kiwanisfélagar, stöndum saman að góðu verki, Hjálmanefnd

Ágætu Sinawiksystur og makar Kiwanisfélaga Í tengslum við þing Kiwanishreyfingarinnar Ísland-Færeyjar, sem haldið verður í Mývatnssveit og á Húsavík, dagana 17.-19. september nk, viljum við halda í gamla siði og hittast á laugardeginum. Við getum spjallað saman og skemmt okkur og borðað síðan saman í hádeginu á laugardeginum. Stefnt verður á skoðunarferð. Við þurfum að láta vita um fjöldann sem verður í mat og biðjum við ykkur þess vegna að tilkynna þátttöku til: Erla: 464 1097, Gísley: 462 2350, Þóra: 461 2546

Styrkur frá Styrktarsjóði Kiwanisumdæmisins Í byrjun febrúar fékk stjórn Styrktarsjóðsins beiðni frá umdæmisstjóra um að styrkja Evrópuverkefnið sem nú er að fara af stað, svokallað KEP verkefni. Stjórnin fjallaði um málið og var niðurstaðan að leggja fram 1.500 Evrur. Með þessari fjárveitingu var verið að sýna hug íslenskra Kiwanismanna til verksins og stuðning við vinnu núverandi Evrópuforseta Ásbjörns Egilssonar í þessu máli. Það var síðan á fundi í Genf sem ávísun var afhent verkefnisstjórninni. Með þessari styrkveitingu er enn og aftur unnið í þágu allra Kiwanismanna í umdæminu, hvort sem klúbbur þeirra hefur gefið fé í sjóðinn eða ekki. Hvetjum við stjórnir klúbba, sem ekki hafa enn lagt fram stofnfé, til að huga að því máli og vera með til þess að sjóðurinn megi dafna og verða gott verkfæri í okkar höndum. Stjórn Styrktarsjóðs Kiwanis

Grete Hvardal fráfarandi Evrópuforseti tekur við ávísuninni úr hendi Sigurgeirs Aðalgeirssonar umdæmisstjóra

13


KIWANISFRÉTTIR

Kiwanis á Íslandi

Kiwanishreyfingin á Íslandi fagnar 40 ára afmæli 14. janúar en þann dag fyrir 40 árum var fyrsti Kiwanisklúbburinn á Íslandi, Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykjavík, stofnaður. Aðalhvatamaður að stofnun Kiwanishreyfingarinnar hér á landi var Einar A. Jónsson og var hann jafnframt fyrsti forseti Heklu. Klúbbfélagar á fyrsta ári voru 80 talsins og biðlisti. Af stofnfélögum eru 12 í hreyfingunni og þar af 5 í Heklu. Forseti klúbbsins í ár er Axel Bender. Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í Bandaríkjunum 21. janúar 1915, en barst til Evrópu 1963 og var Kiwanisklúbburinn Hekla níundi klúbburinn sem stofnaður var í Evrópu. Í Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar eru 44 klúbbar, þar af 3 í Færeyjum og eru Kiwanisfélagar í umdæminu liðlega 1000. Liðlega 600 þúsund manns tilheyra hreyfingunni í heiminum. Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing karla og kvenna, sem hafa að markmiði að bæta samfélagið og leggja áherslu á að “Hjálpa börnum heims”. Kiwanisklúbbarnir vinna að margháttuðum styrktarverkefnum í sínu heimahéraði, á landsvísu og í alþjóðlegu samstarfi. • Stærsta verkefni íslensku Kiwanishreyfingarinnar er sala á K-lyklinum sem er landssöfnun, ágóðinn hefur runnið til styrktar geðsjúkum, undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum”. K-dagurinn var fyrst haldinn 1974 og síðan á 3ja ára fresti. Ríflega 190 milljónir hafa safnast og þakka Kiwanismenn frábærar móttökur. • Á þingi Kiwanisumdæmisins Ísland Færeyjar í ágúst 2003 var samþykkt að gera Lífsvísi að landsverkefni en það er útgáfa á „Leiðbeiningum til að sporna gegn sjálfsvígum” í formi bókamerkis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landlæknisembættið og hefur Lífsvísir verið prentaður í 70 þúsund eintökum. Nú þegar er búið að dreifa liðlega 10 þúsund eintökum.

14

40 ára

• Hjálmaverkefnið. Öllum börnum sem fædd eru 1997 á Íslandi verða færðir reiðhjólahjálmar. Verkefnið er styrkt af Eimskip og Flytjanda og fjöldi barna sem fá hjálma afhenta er um 4500. • Íslenskir Kiwanismenn hafa um árabil tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum sem eru mörg og unnin eftir kjörorðum Kiwanis „Börnin fyrst og fremst” og „Hjálpum börnum heims”.

Stærsta verkefnð er útrýming Joðskorts í heiminum og er það unnið í samstarfi við UNICEF. Hefur hlutur Kiwanis skipt sköpum í þessu þýðingarmikla máli fyrir börn í þróunarlöndum. Kiwanisfélagar í heiminum hafa safnað 80 milljónum dollara til þessa verkefnis. • Á þingi Kiwanisumdæmisins ÍslandFæreyjar í ágúst 2003 var samþykkt að taka þátt í nýju verkefni sem Evrópusamband Kiwanis hefur hleypt af stokkunum. Verkefnið sem kallast

„KEP-verkefnið” „Menntunar átak Kiwanis“ hefur að markmiði að styðja við menntun barna í Austur-Evrópu. Það verður gert m.a. með því að útvega kennslugögn, aðstoða við starfsþjálfun kennara og með öðrum leiðum í samstarfi við Kiwanisklúbba á viðkomandi svæðum. Styrktaraðilar eru Anza og Síminn sem leggur til tölvur.

Kiwanismenn á Íslandi hafa látið að sér kveða á alþjóðavettvangi innan Kiwanishreyfingarinnar. Hafa 6 félagar orðið Evrópuforsetar og eigum við Evrópuforseta í ár, Ástbjörn Egilsson úr Kiwanisklúbbnum Esju. Einnig höfum við átt einn heimsforseta sem er Eyjólfur Sigurðsson úr Kiwanisklúbbnum Heklu og er hann nú framkvæmdastjóri Kiwanis International með aðsetur í höfustöðvum Kiwanis í Indianapolis í Bandaríkjunum. Umdæmisstjóri Kiwanisumdæmsins Ísland-Færeyjar nú er Sigurgeir Aðalgeirsson úr Kiwanisklúbbnum Skjálfanda á Húsavík og er kjörorð starfsársins “Kiwanis fyrir alla.” Kiwanishreyfingin hefur notið mikillar velvildar við þau margháttuðu verkefni sem hún vinnur að. Við Kiwanismenn hvetjum alla þá er vilja koma í góðan félagsskap og vera virkir þátttakendur í þeim fjölmörgu verkefnum sem hreyfingin vinnur að, til að kynna sér málin og fá nánari upplýsingar um Kiwanishreyfinguna á heimasíðu Kiwanisumdæmisins, kiwanis.is. Þú, lesandi góður, sem vilt frekari upplýsingar um klúbb á þínu svæði, sendu mér tölvupóst og mun ég senda þér upplýsingar um klúbba, netfangið er gylfiing@simnet.is.

„Kiwanis fyrir alla” Gylfi Ingvarsson, fjölmiðlafulltrúi Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar


KIWANISFRÉTTIR

Staða landsverkefnis umdæmisins, KEP-verkefnið Staða landsverkefnis umdæmisins vegna KEP-verkefnisins, Menntunarátaks Kiwanis í Evrópu, er eftirfarandi: • Í framhaldi af samþykkt síðasta umdæmisþings um að gera Menntunarátak Kiwanis í Evrópu að landsverkefni hefur tíminn verið notaður til þess að afla frekari upplýsingar um stöðu verkefnisins frá verkefnisstjórn á vegum KIE þar sem átt hefur sér frekari greining á svæðum og hver væri þörfin á hverju svæði. • Hafið er samráð við fræðsluyfirvöld um að bjóða kennara hingað til endurþjálfunar og safna á sama tíma kennslugögnum og senda út með. Þannig skapast tengsl og lærdómur af verkinu sem hægt væri að þróa áfram. • Ýmsar ábendingar hafa komið fram, t.d. við breytingar í skólum leggst mikið magn til af ýmsum áhöldum og búnaði sem hægt væri að safna saman. Byggja þarf upp samstarf við skólayfirvöld t.d. í Reykjavík og stærri sveitarfélögum hvort þarna gæfist möguleiki á að endurnýja lífdaga tækja og tóla fyrir KEP-verkefnið. • Til liðs við mig í verkefnisnefndina hafa bæst Haraldur Finnsson í Jörfa og Reynir Þór Friðþjófsson í Eldey. Einnig veitir Evrópuforseti Ástbjörn Egilsson mikilvæga aðstoð. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. • Haraldur hefur tekið að sér að athuga möguleika á starfsþjálfun fyrir kennara á vegum fræðsluyfirvalda og Kennaraháskólans. Fimmtudaginn 25. mars var m.a. fundur með tveimur Lettum vegna málsins.

• Í burðarliðnum er áhugavert samstarf við ANZA, sem er tölvuþjónustufyrirtæki, og Símann um að koma formlega að verkefninu og leggja til tölvur. Miklir möguleikar eru á að hægt væri að safna jafnvel nokkrum tuga tölva á ári vegna verkefnisins. Stefnt er að koma á samstarfi til reynslu í eitt ár og síðan að meta stöðuna. • Einnig hefur verið haft samband við Microsoft á Íslandi um að koma að verkefninu með hugbúnað og er málið í vinsamlegri skoðun. • Fundir hafa verið haldnir í verkefnisstjórn 26. febrúar, 11. mars og 25. mars, en fundir eru haldnir á tveggja vikna fresti. • Á næstunni mun verða haft samband við svæðisstjóra og komið verður á fundum með þeim og forsetum klúbba og rætt á hvaða hátt unnið verði að verkefninu. Hugmynd er komin um að Kiwanismenn safni saman notuðum skólatöskum sem eru í góðu lagi og pennaveskjum, setji skriffæri í og stílabækur og reikningsbækur. Eins og sést hér er KEP-verkefnið í mjög góðri vinnslu og ánægjulegt hvað við höfum fengið góð viðbrögð hjá þeim sem við höfum leitað til. Með Kiwaniskveðju, “Kiwanis fyrir alla!” Gylfi Ingvarsson í verkefnisnefnd KEP-verkefnsins gsm 896 4001 • gylfiing@simnet.is

Staða landsverkefnis umdæmisins, Lífs-vísis verkefnisins Staða landsverkefnis umdæmisins vegna Lífs-vísis er eftirfarandi: Í janúar til mars 2003 var dreift 11 þúsund eintökum til samstarfsaðila í Ægissvæði. • Í framhaldi af afhendingu á Lífs-vísi til formanns Geðhjálpar á umdæmisþingi hafði framkvæmdastjóri Geðhjálpar samband við undirritaðan og óskaði eftir fleiri eintökum. Afhenti ég honum 500 eintök og átti gagnlegar viðræður við hann og kom það skýrt fram hjá honum að Lífs-vísis verkefnið væri vel unnið og mjög þýðingarmikið til aðstoðar við fólk í vanda. • Einnig hef ég átt fund með Salbjörgu Bjarnadóttur forvarnarfulltrúa Landlæknisembættisins og afhenti henni 3700 eintök af Lífs-vísi til notkunar í sínu starfi og eins lagði hún áherslu á að hún væri reiðubúin til samstarfs við verkefnið nú sem áður. • Upplýsingar um Lífs-vísis verkefnið er á heimasíðu umdæmisins sem er hægt að prenta út og nota til kynningar. • Ég hef í upphafi ársins sent svæðisstjórum, sem netfang hafa, tölvupóst og með pósti til hinna upplýsingar um verkefnið. Einnig sendi ég beiðni um svar um fjölda eintaka sem þeir þurfa fyrir sín svæði þannig að þeir gætu tekið Lífs-vísinn með sér eftir umdæmisstjórnarfundinn. • Kiwanisklúbburinn Ós á Hornafirði hefur komið í dreifingu 2000 eintökum af Lífs-vísi á sínu svæði. • Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hefur hafið

undirbúning að dreifingu og búið að senda þangað 750 stk af Lífs-vísi. • Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi undirbýr dreifingu og hefur fengið 250 stk af Lífs-vísi til dreifingar. • Kiwanisklúbburinn Smyrill í Borgarnesi undirbýr dreifingu og hefur fengið 250 stk af Lífs-vísi til dreifingar. • Kiwanisklúbbarnir í Reykjavík hafa hafið undurbúning að dreifingu á Lífs-vísi og er það stórt verkefni. • Það er ánægjulegt að verkefnið sé í markvissri vinnslu og legg ég enn og aftur áherslu á að verkefnið sé unnið í samstarfi og samráði við Salbjörgu Bjarnadóttur forvarnarfulltrúa Landlæknisembættisins til að tryggja sem faglegustu umfjöllun um vandmeðfarið mál. Það er afar þýðingarmikið að haldið sé áfram að koma Lífs-vísi í dreifingu í samræmi við samþykkt umdæmisþings í ágúst á sl. ári. Lagerinn er hjá mér og ég er reiðubúinn til þess að aðstoða á allan hátt sem ég get. Með Kiwaniskveðju, “Kiwanis fyrir alla!” Gylfi Ingvarsson í verkefnisnefnd vegna Lífs-vísis gsm 896 4001 • gylfiing@simnet.is

15



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.