31arg_3tbl_september_2002

Page 1

Kiwanisfréttir 32. umdæmisþing á Selfossi


Ritstjórapistill Ágætu Kiwanisfélagar Þetta er 3ja fréttablað okkar sem kemur út á starfsárinu og má segja að við í ritstjórninni erum ánægð með hvernig til hefur tekist. Dálítið hefur verið erfitt að kríja út greinar frá klúbbum og hefur eftirrekstur oft á tíðum verði mikill en allt hefur þetta þó hafist að lokum. Ég veit að margt fróðlegt er að frétta frá klúbbunum sem vert er að fréttist bæði innan sem utan Kiwanis. Vil ég endilega hvetja alla þá sem hafa frá ein-

hverju að segja að senda okkur inn efni. Það má alltaf stækka blaðið ef með þarf. Við megum ekki gleyma því að blaðið er okkar málgagn út á við. Það ánægjulegast sem gerst hefur nú á sumarmánuðum fyrir okkur Kiwanisfélaga er, að Ástbjörn Egilsson náði frábærri kosningu í kjör til Evrópuforseta. Kiwanisfréttir óska Ástbirni hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur von um velfarnað í starfi.

Kiwanisfréttir voru settar inn á Internetið í fyrsta skipti á starfsárinu 2000-2001 og veit ég ekki annað en að blaðinu hafi verið vel tekið þar. Öll blöð þessa starfsárs eru inni, og eitthvað af eldri blöðum. Kiwanisfréttir koma næst út í byrjun desember og síðasti skiladagur fyrir greinar í jólablaðið er 15. nóvember og enn og aftur hvet ég klúbbana til að senda inn efni, Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem lagt hafa

hönd á plóginn við greinarskrif á starfsárinu sem er að líða án ykkar kæmi ekki út blað. Með kiwaniskveðju Þyrí Marta Baldursdóttir ritstjóri.

Allir til Selfoss! Fram fram fylking! Ágætu kiwanisfélagar! Nú þegar örfáir dagar eru til umdæmisþings er allur undirbúningur á lokastigi. Þingnefndin, undir forystu Dirðriks Haraldssonar forseta Búrfells, hefur í mörg horn að líta og árangurinn sjáum við svo þegar við mætum til þings, á Selfossi. Því miður verður það að játast að ekki er öll sú aðstaða fyrir hendi sem lofað var í upphafi. Hótelið er frágengið svo og tengibyggingin við „gamla“ hótelið en ekki fjölmenningarsalurinn né nýji veitingasalurinn. Þrátt fyrir það verður aðstaðan mjög góð og t.d. getum við haldið 5 fundi í einu fyrir hádegið á föstudeginum, í sömu byggingunni. Við höfum öll 98 herbergi hótelsins til ráðstöfunar aðfaranætur laugardags og sunnudags og ekki er gert ráð fyrir slíku fjölmenni á Gala-kvöldið, að þrengsli standi okkur fyrir þrifum.

En það þarf meira til en góða aðstöðu og gott skipulag til að halda gott þing. Það þarf almenna þátttöku kiwanisfélaga sem einsetja sér að ræða málin af fullri hreinskilni og kurteisi. Ég vil benda á að eftir hádegi á föstudag verða 2 umræðuhópar. Annar hópurinn ræðir fjármálin en hinn innra starf hreyfingarinnar. Ég mun stýra hópnum sem ræðir fjármálin og verða helstu liðir þessir: 1. Yfirlit um fjárhagsafkomuna starfsárin 1998-2001. 2. Umræður um ársreikninginn 2000-2001 3. Staða þessa starfsárs 20012002, miðað við 1. sept. 4. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs, 2002-2003. 5. Hugmynd um fjárhagsnefnd. 6. Tillögur til lagabreytinga. 7. Tillögur um „fjármálareglur“. 8 Almennar umræður. 9. Samantekt á niðurstöðum umræðna.

Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Ábyrgðarmaður: Ingþór H. Guðnason, umdæmisstjóri. Ritstjórn: Þyrí Marta Baldursdóttir Umsjón: Ragnar Örn Pétursson Forsíðumynd: Selfosskirkja. 31. árg. • 3. tbl. • September 2002 Prentvinnsla: Grágás ehf.

Kiwanisfréttir

2

Hópurinn sem ræðir um hlutverk kiwanis í nútíð og framtíð, undir stjórn Sæmundar H. Sæmundssonar, fyrrverandi umdæmisstjóra, mun taka fyrir eftirtalda liði: 1. K-dagurinn og framtíð hans. 2. Er ástæða til að fækka svæðum? 3. Þarf að breyta umgjörð og/eða fyrirkomulagi umdæmisþinga? 4. Alþjóðasamstarfið 5. Reglugerð um umdæmisþing 6. Hvernig ætlum við að standa að því að fá yngra fólk í hreyfinguna 7. Almennar umræður. 8. Samantekt á niðurstöðum umræðna. Reyndir félagar verða fengnir til að hafa framsögu um hvern lið og eru félagar hvattir til að íhuga þessi mál, áður en þeir koma til þings og taka þar þátt í því að móta framtíðina. Í öllum aðalatriðum hefur starfið gengið vel á þessu starfsári og enn er von um að ekki fækki félögum. Kiwanisklúbburinn Viðey bættist í hópinn og eru þeir boðnir velkomnir, á ný. Allir þeir sem hafa gengið til liðs við okkur eru boðnir velkomnir og þeim þökkuð samfylgdin

sem kvatt hafa. Fyrsta markmið núverandi umdæmisstjóranar er „treystum undirstöðurnar svo framtíðarvæntingarnar rætist“. Ein af helstu undirstöðum alls eru fjármál, þau eru rædd á heimilum, í fyrirtækjum, á Alþingi, í ríkisstjórn og víðar. Ég hef eytt talsverðum tíma til að skoða og íhuga þróun þeirra mála hjá okkur og hef lagt mig fram um að skilja þau til hlýtar. Árangurinn af þessu starfi mun verða lagður fram í umræðuhópnum, sem áður er minnst á, m.a. með tillögum til lagabreytinga, fjármálareglum og fjárhagsnefnd. Eftir 3ja ára taprekstur var ekki um annað að ræða en að draga úr útgjöldum, eins og kostur er, og því miður bitnar það eitthvað á starfinu og jafnvel einstökum félögum. Okkur er það lífsnauðsyn að komast á réttan kjöl, fjárhagslega, svo við getum einbeitt okkur að því að hefja nýja stórsókn í félagafjölgun því okkur er öllum ljóst að með sama áframhaldi verður hreyfingin ófær um að svara kalli framtíðarinnar. Að lokum óska ég þess að umdæmisþingið á Selfossi verði fjölmennt, árangursríkt og ánægjulegt. Ingþór H. Guðnason. umdæmisstjóri.


3


Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis 2002 að Laugalandi á Þelamörk Undanfarna áratugi hafa Kiwanisklúbbarnir í Óðinssvæði haldið fjölskylduhátíð síðustu helgina í júní ár hvert. Það hefur verið látið haldast í hendur að klúbbur svæðisstjóra sjái um hátíðarhaldið og kom það því í hlut Kaldbaks að gera það nú. Það hefur þannig oftast verið nýr staður á hverju ári sem við höfum heimsótt og slegið upp tjaldbúðum á. Að þessu sinni varð fyrir valinu Laugaland á Þelamörk norðan Akureyrar, þar er heimavistarskóli og sundlaug og því hin besta aðstaða. Á föstudeginum byrjaði fólk að koma sér fyrir á svæðinu, Sigurgeir Aðalgeirsson Skjálfanda vildi þó hafa allt á hreinu og var kominn á fimmtudeginum, annars týnd-

ir, og til að virkja hinn mikla keppnisanda Kiwanisfélaga þá var efnt til fjölþrautarkeppni milli klúbbanna, þátt í henni tóku: Askja, Embla, Herðubreið, Hrólfur, Kaldbakur og Skjálfandi. Þrautin samanstóð af vítaspyrnukeppni, spýtulabbi og reiptogi, mjög mjótt var á munum milli liðanna og úrslit réðust ekki fyrr en í reiptogi milli Öskju og Herðubreiðar og hafði Herðubreið vinninginn. Talið er að skór sem liðsmaður Öskju fékk að láni hjá svæðisstjóra hafi verið trójuhestur Herðubreiðar, þar sem þeir voru sleipir mjög og trúlega ekki betri en inniskórnir sem skipt var út. Því næst var svo keppt í fótbolta milli barna og fullorðinna, og var það einnig jöfn og spennandi keppni

Og sól skein í heiði og á tjaldbúa. ist fólk á staðinn fram undir morgun. Á laugardagsmorgni klukkan tíu byrjaði svo undirritaður að koma fólki í gang með Müllersæfingum á sundlaugarbakkanum til að allir væru í fínu formi til að takast á við leiki og þrautir dagsins. Þess skal að vísu getið að þátttakan í þennan morguntíma var frekar dræm en sá eini sem mætti, Hreinn Björgvinsson forseti Öskju, fékk því betri tilsögn fyrir vikið. Um hádegisbil var svo hátíðin formlega sett í blíðskapar veðri og við tóku leikir þar sem bæði börn og fullorðnir skemmtu sér við að hlaupa í skarðið, eltast við stórfiska og hlusta eftir því hvað Jósep seg4

og úrslit góð fyrir bæði lið. Nú þótti gott að ganga til laugar og þvo sér fyrir sameiginlegan kvöldverð sem félagar í Kaldbak grilluðu og komu á hlaðborð með góðri aðstoð eiginkvenna sinna. Þórólfur Jónsson frá Hánefsstöðum félagi í Hrólfi spilaði undurblítt á nikkuna meðan matur og veigar runnu ofan í svanga maga. Að afloknum frágangi í borðsal og eldhúsi var kveikt í bálkesti og sungin saman nokkur lög við harmonikkuleik og gítarspil, en þá varð það að regnið rak okkur í hús. Þar voru krakkar frá Vopnafirði með skemmtiatriði og félagar í Kaldbak kenndu hvernig þerra skal sig eftir bað að hætti Müll-

Þórólfur og Valberg spila undir brekkusöng. ers. Þá er nikkurnar og gítarinn höfðu þornað var slegið upp smá balli þar sem dansaður var hóki póki og kokkurinn inn í nóttina. Það var svo um tíu á sunnudagsmorgun að afloknum hafragraut og kaffisopa að mætt var á bakkann til að iðka Müllersæfingar með Hreini, en heldur hafði iðkendum fjölgað og var þarna mættur fríður hópur karla og kvenna sem naut þess að fara í smá sýnishorn af þeim leikjum sem Müller taldi nauðsynlegt að gera á hverjum degi, og greinilegt að kynningin kvöldið áður hafði skilað árangri, og ósköp var nú notalegt að leggjast í heita pottinn á eftir og láta sólina baka sig eftir leiki helgarinnar. En best er að hætta hverjum leik þá hæst hann ber og svo fór einnig þar. Um þessa helgi höfðu um 150 Kiwanisfélagar og fjölskyldur þeirra frá

sjö klúbbum í Óðinssvæði mætt á svæðið, og þá nótt sem talið er í svefnpokunum, til þess að komast að því hvaða klúbbur hefur unnið bikarinn fyrir besta mætingu, voru fulltrúar frá sex klúbbum. Eftir endurskoðaða talningu kom hið merkilega í ljós að Kaldbakur hafði unnið til verðlauna í fyrsta skipti að talið er, og var það Höskuldur Stefánsson forseti Kaldbaks sem tók við farandbikarnum af Brynjari Hallgrímssyni forseta Skjálfanda. Ég þakka öllum sem gerðu sér ferð á fjölskylduhátíðina í ár og skemmtu sér og öðrum í hinum ýmsu tilbrigðum hins íslenska sumars, og hlakka ég til að sjá ykkur sem flest á næstu fjölskylduhátíð sem trúlega verður haldin í Grímsey undir stjórn Dónalds Jóhannessonar á sumri komandi. Þorgeir Jóhannesson svæðisstjóri Óðinssvæðis.

Þóra og Sigurgeir grilla (föstudagskjúklinginn) fyrir makana.


Fjölbreytt þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga Teikningaskönnun, prentun og ljósritun. Stafræn prentun í lit svarthvítu. Ljósritun í lit og svarthvítu Innbindingar, plöstun og margt fleira.

Með nútíma tölvutækni og stafrænni prentun er óþarfi að prenta bækur í þúsundum eintaka meið tilheyrandi kostnaði því nú getum við boðið upp á stafrona prentun í minni upplögum. Hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Fyrirtækjaþjónusta: Við bjóðum upp á þjónustu fyrir fyrirtæki á ýmsum sviðum svo sem, nafnspjöld og reikninga auk þess sem innan okkar raða er mikil þekking á Office forritum frá Microsoft.

Hafnargötu 51-55 Reykjanesbæ Sími 421 5880 Fax 421 5887 www.adstod.is adstod@adstod.is

5


Hugleiðing um stöðu Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar Fátækt, óöryggi, vansæld. Ekkert er eins niðurdragandi og auðmýkjandi og að vera auralaus. Ég man þá tíð er ég var unglingur í skóla að margir félaga minna höfðu betri fjárráð en ég. Ástæður þess voru vafalaust þær að feður þeirra voru betur stæðir en þeir sem að mér stóðu. Voru þetta börn útgerðarmanna, bankastjóra eða framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækja í minni heimabyggð. Faðir minn var skipasmiður og sennilega með ágætis laun í sínu starfi, duglegur og vel liðinn í vinnu. Var hann aldrei atvinnulaus. Ekki skorti okkur systkinin heldur neitt sem ég get munað eftir en við vorum mörg og því spart farið með það sem úr var að spila. Vasapeningar þekktust ekki á mínum bæ. Ég man það einnig að nokkur skólasystkina minna voru virkilega fátæk. Það sá maður á klæðaburði þeirra og öðrum kennimerkjum fátæktar. Nóg var um vinnu á þessum tíma en sennilega hafa veikindi eða óregla á heimilum þeirra verið orsök þessa. Ekki minnist ég þess að skólafélagar mínir sem meira áttu hafi nokkurn tíma látið það í ljósi eða látið mig finna fyrir því vísvitandi að þeir hefðu meira en ég. Frekar að þeir væru örlátir og vildu deila með mér því sem þeir höfðu milli handa. Oft leið mér hálf illa þegar ég gat ekki verið með og lagt í púkk ef eitthvað var verið að framkvæma. Valdi maður þá auðveldustu leiðina að hverfa frá og finna sér einhverja átyllu til að vera ekki með frekar en að þiggja af félögunum. Þarna setti auraleysi manni stólinn fyrir dyrnar. Hver var niðurstaðan? Maður vék burt og sætti sig við þetta. En sennilega óör-

6

uggur og vansæll hið innra fyrir viki, að minnsta kosti ekki eins virkur í félagsskap eins og maður hefði kosið sjálfur þá stundina. Í rekstri fyrirtækja kemur skýrt í ljós að það er auðveldara að starfa og halda við hagkvæmni í rekstrinum þegar hagsæld er og vel árar og nóg er til af fé. Eigendur berast örlítið meira á og eru djarfari að auglýsa. Það er betur tekið eftir þeim og fyrirtækinu. Nafn þeirra er þekktara og þeir eiga auð-

Sigurbergur Baldursson.

Það hafa reyndar heyrst þær raddir í klúbbunum að það sé ekki nein nauðsyn að gera út þetta apparat, umdæmið Ísland-Færeyjar. Hvers vegna eigum við að greiða stórar upphæðir til erlendra fyrirbæra eins og heimsstjórnar, Evrópustjórnar og hvað þær heita nú allar. Þetta er að sjálfsögðu röng hugsun og hættuleg starfi okkar í alla staði. Við skulum ekki gleyma því sem við gengumst undir er við gerðumst Kiwanisfélagar. Þar var okkur gert skýr grein fyrir því að við værum að ganga inn í alþjóðlega hreyfingu sem stæði að mannrækt með góðum ásetningi. Þessu vorum við samþykkir þá. veldar um vik í samningum og allri umsýslan. Þeir bera höfuðið hátt. Hins vegar er það öllum rekstri til trafala ef fé vantar. Þá er skorið niður og hægara farið. Það er ekki hægt að grípa gullin tækifæri augnabliksins vegna bágrar fjárhagsstöðu og margur samningurinn fer fram hjá ónýttur, þó gott hefði verið að ná honum. Einnig eru lánastofnanir og fjárfestar varkárri til samstarfs þegar þannig stendur á, halda jafnvel að sér höndum þó viðsemjendur séu ekki

þekktir af neinu nema hinu besta og hafi á sér gott orð. Niðurstaða þessa verður sú, að rekstur fyrirtækis stefnir jafnvel í meiri ógöngum en raunveruleg efni hefðu staðið til og hættir fyrr rekstri. Kiwanisumdæmið Svipað ástand hefur skapast undanfarandi ár í Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar, hreint og klárt vegna auraleysis og fátæktar að ég tel. Umdæmisstjórar þess hafa verið í svipaðri stöðu og

auralaus unglingur í hópi skólafélaga. Hvers vegna? Hverjir eru foreldrar umdæmisins? Eru það ekki klúbbarnir í umdæminu sjálfu sem eru aðstandendur þessara tilnefndu stjórnenda? Já, hvers vegna? Undanfarandi ár hafa þessir aðilar farið af stað með svo rýran sjóð í veganesti að þeim hefur ekki verið mögulegt að taka þátt í rekstri umdæmisins með þeim sóma sem sæmir góðu, vel stæðu fyrirtæki. Það er lítil bót í því að taka þá ákvörðun að minnka sjóðinn fyrir þann næsta ef illa hefur verið spilað úr honum árið áður og dæmið ekki gengið upp. Vel má vera að ,,unglingurinn“ hafi verið nokkuð vel búinn til ferðarinnar í upphafi en farið ver með en efni stóðu til. Í slíkum tilfellum taka foreldrarnir, eða þeir sem ábyrgð hafa, á sig þann skellinn og reyna að bæta um betur og siða unglinginn til. En lítið hefur verið að gert annað en það að senda ár eftir ár nýja einstaklinga af stað í skólann með skuldahala fyrri ára á baki og þar að auki með alltof lítinn vasapening til að geta mannsæmandi verið með í leiknum með öðru félögum. Vera má að einhverjum þessara manna sem setið hafa á stjórnarstól hafi orðið eitthvað á í sinni stjórnartíð og því ekki tekist að ná saman endum í fjármálum umdæmisins. En hversu stórt hefur það verið? Þessir hundrað þúsundkallar (500 til 600 kr. pr./félaga) sem vantar upp á að áætlun hafi verið fylgt eru títt nefndir en minna er minnst á þann hundrað þúsundkalla halla sem þeir tóku við áður en af stað var farið. Þessir menn hafa ekki


staðið einir við stjórnvölinn. Með þeim hefur verið hópur valinkunnra Kiwanismanna þegar af stað var farið, en þegar á endastöð var komið eru þeir dæmdir sem fáráðar í peningamálum og standa með aumt ennið frammi fyrir næstu stjórn sem er nýtekin við með sama veganesti og jafnvel verra en sú sem frá er að fara. Eru þeir með væntingar um að gera betur en þeir fyrri. En allt fer á sama veg eðli málsins samkvæmt, eins og staðið er að úrlausnum. Þegar upp er staðið geta þessir menn varla staðið kinnroðalaust uppi í pontu þó þeir hafi lagt sig alla fram til að gera sitt besta og jafnvel lagt með sér þó nokkra hundrað þúsundkalla í púkkið úr eigin vasa til að vera með í leiknum með beint bakið. Það er sjálfsagt hverju fyriræki hollt að skoða gang sinn í fjármálum. Og stöðugt aðhald þarf engan veginn að vera neinum til vansa. Sjálfsagt hefur verið nauðsyn á því fyrir einhverjum árum síðan að taka af skarið og endurskoða fjárhagsmál umdæmisins. Klúbbar þeir sem að umdæminu standa hafa alla tíð verið misstórir, margir frekar smáir og fámennir og engan veginn réttlátt að sú upphæð sem þeir lögðu fram til þingjalda umdæmisins væri jöfn þeirri sem þeir stærri inntu af hendi. Að deila þessu niður á höfðatölu frekar en að skipta þessu jafnt á klúbba var orðið réttlætismál. Engin furða þó þeir smærri hafi verið farnir að kveina undan oki þessu. Vafalítið hefur mátt hagræða í ýmsum útgjaldaliðum einnig eins og gerist og gengur á bestu bæjum. En ég tel að þessi aðhaldsstefna umdæmisins undanfarin ár sem hefur haldið áfram af meira kappi en forsjá sé eitthvað hið mesta slys sem hent hefur hreyfinguna. Það virðist ekki vera tekið neitt tillit til hagsældar eða hnignunar í landinu við ákvörðunartöku um fjárhagsstefnu umdæmisins ár eftir ár, heldur er til-

gangurinn helst sá að sýna lægri útgjaldatölur en fyrri stjórn gerði þó greinilegt sé að þær muni leiða til taprekstrar. Lítið er hirt um forsendur útgjalda heldur aðeins gerð krafa um sparnað. Hvað ber að skoða? Á undanförnum árum hefur krónan sigið um tugi prósenta, verðlag í landinu hefur hækkað um enn fleiri prósentur, launahækkanir vegna kjarasamninga hafa orðið verulegar, þjónusta öll hækkað í samræmi við þetta, en upphæð heildartölu til rekstrar umdæmisins Ísland-Færeyjar hefur nánast staðið í stað frá einu árinu til annars til að styggja ekki foreldrana sem heima sitja og hafa sent piltana sína í skólann. Enda hefur útkoman verið samkvæmt því. Þeir hafa frekar þurft að draga sig í hlé en að vera með í leikjum og félagsstafi því sem þeir voru kosnir til. Ég ætla ekki hér og nú að leggja fram mat mitt á frammistöðu þeirra manna sem hafa setið sem umdæmisstjórar undanfarandi ár. En samfærður er ég í sinni mínu um að þeir hafa allir gengið til leiksins með sæmandi hugarfari og góðum ásetningi. Hvernig þeim gekk er svo annarra að leggja dóm á. En ég held að við verðum að fara að haga okkur eins og fyrirmyndar foreldrarnir sem taka á móti börnum sínum úr skólanum að vori og styðja við bak þeirra áfram þó þeir hafi ekki allir komið með 10 í einkunn úr þessum leik. Það hafa reyndar heyrst þær raddir í klúbbunum að það sé ekki nein nauðsyn að gera út þetta apparat, umdæmið Ísland-Færeyjar. Hvers vegna eigum við að greiða stórar upphæðir til erlendra fyrirbæra eins og heimsstjórnar, Evrópustjórnar og hvað þær heita nú allar.

Þetta er að s j á l f s ö g ð u röng hugsun og hættuleg starfi okkar í alla staði. Við skulum ekki gleyma því sem við gengumst undir er við gerðumst Kiwanisfélagar. Þar var okkur gert skýr grein fyrir því að við værum að ganga inn í alþjóðlega hreyfingu sem stæði að mannrækt með góðum ásetningi. Þessu vorum við samþykkir þá. Við skulum ekki bregðast við vanda okkar sjálfrar með því að kasta skít yfir girðinguna til annarra eða hvern í annan. Við skulum ekki hafa stór orð um vandræðagang umdæmisins og stjórnendur þess heima í okkar klúbbi. Við skulum ekki vanvirða embætti Kiwanis með því að tala neikvætt og með ljótum orðum um störf þeirra sem í þeim sitja. Við skulum taka á vanda okkar eins og ábyrgðarfullir foreldrar, leiðrétta það sem miður hefur farið og bæta úr því út á við strax svo meiri skaði verði ekki af. Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að álit hins almenna Kiwanismanns á umdæmisstjórn og umdæmisstjóra sé það sama og er ríkjandi hjá landanum á skattheimtunni og skattstjóra. Allir vilja hafa hann, allir vilja fá sitt úr sjóði hans en enginn vill taka upp pyngju sína ótilneyddur og greiða til hans, þá er kvartað og skammast.

Þessi samlíking er ef til vill ekki alveg út í hött. En við skulum hugleiða það að í okkar fámenna samfélagi, Kiwanis á Ísland, ríkir meiri samheldni og vinarþel en í landsmálapólitíkinni þegar grannt er skoðað. Þannig ætti það að minnsta kosti að vera. Verum stoltir af embættismönnum okkar. Tökum nú höndum saman og stefnum að betri framvindu mála fyrir umdæmið okkar og Kiwanissamfélag. Gerum út drengina okkar með sæmd, þannig að þeir þurfi ekki að skammast sín og verða útundan í félagslífinu. Búum þeim mannsæmandi veganesti til fararinnar og stöndum þétt við bak þeirra þó ekki ári alltaf vel. Með þessu rennum við sterkari stoðum undir Kiwanishugsjónina og gerum eftirsóknarverðara hlutskipti embættismanna- og kvenna okkar svo við getum verið stolt af þeim. Þessi hugsjón okkar má aldrei sofna vegna vangaveltna um nokkrar krónur. Með Kiwaniskveðju, Sigurbergur Baldursson, Kiwanisklúbbnum Kötlu.

7


Kiwanisklúbburinn Smyrill

Góð þátttaka í K-lykilsölunni Ágætu Kiwanisfélagar. Starfið hjá okkur Smyrilsmönnum hófst í september, stjórnarskiptafundurinn var 2 október. Við tókum þátt í K-lykilsölunni og var góð þátttaka í því frá okkar félögum. Í lok nóvember var okkar árlega jólapappírssala og göngum við í öll hús í Borgarnesi en það er orðin ein aðal fjáröflun fyrir styrktarsjóðinn okkar og gekk hún mjög vel eins og ávallt fyrr. 14. desember héldum við okkar jólafund og buðum við konum okkar á fund til okkar og eins sátu nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Jöklum ásamt mökum þeirra fundinn með okkur. 10. janúar stóðum við fyrir síðbúinni Þrettándabrennu ásamt Gámaþjónustu Vesturlands og einnig var Björgunarsveitin Brák með flugeldasýningu og hestamannafélagið Skuggi með blysför. Þessa brennu átti reyndar að halda á þrettándanum en var frestað þá vegna veðurs. Í janúarmánuði gengum við ásamt Sinawikkonum í hús í Borgarnesi og seldum

Hákarl frá Bjarnarhöfn og harðfisk og rann ágóði af þessari sölu öll til söfnunar sem er nýhafin í Borgarnesi til kaupa á bíl sem getur flutt hjólastóla en engin slík bifreið er til staðar í Borgarnesi. Þann 15. febrúar afhentum við síðan 200.000 kr. í Hjólastólabílasjóðinn. 1. febrúar héldu Sinawik konur okkur þorrablót og var vel mætt af okkar félögum. Ræðumenn hjá okkur á starfsárinu hafa verið eftirtaldir. Sigurbergur Baldursson félagi í Kötlu flutti erindi um Baugalínsmálið og um bókina Launhelgi lyganna og síðan svaraði hann spurningum og tók þátt í almennum umræðum. Sigurður Björnsson Krabbameinslæknir flutti erindi um starfsemi Krabbameinsfélags Íslands ásamt því að svara spurningum okkar um félagið og eins sjúkdóminn sjálfann. Sigvaldi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga hélt ræðu um skógrækt og eins um verkefni og framtíðarplan Vesturlands-

skóga og svaraði síðan spurningum okkar. Skoðunarferð fórum við í mars til Sorpurðunar Vesturlands sem er staðsett í Fíflholtum og skoðuðum við þar hvernig gengið er frá sorpinu okkar og eins fræddumst við um hvernig drenlagnirnar eru staðsettar og fleira þessu tengt en þarna sér Gámaþjónusta Vesturlands um móttöku og urðun sorpsins og eftir þessa skoðunarferð fórum við beint á fund og þar mættu félagar okkar þeir Þorsteinn Eyþórsson framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Vesturlands og Auðunn Eyþórsson sem er staðarhaldari að Fíflholtum og svöruðu þeir spurningum okkar. Í febrúar fórum við 5 félagar í Smyrli í heimsókn til Setbergsfélaga í Garðabæ og var tekið þar mjög vel á móti okkur en þar var ræðumaður Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og flutti hann stórskemmtilega ræðu og fléttaði inní hana skemmtisögum og vísukornum og svaraði síðan spurningum um heilbrigðiskerfið. Í apríl fórum við í árlega

leikhúsferð með börnin okkar og að þessu sinni var farið í Þjóðleikhúsið og séð leikritið Jón Oddur og Jón Bjarni. Á aðalfundi okkar í apríl tókum við inn í klúbbinn 3 nýja félaga en því miður hætti einn félaga okkar skömmu síðar vegna þess að hann var að flytja til höfuðborgarinnar en það er samt raunfjölgun í klúbbnum um 2 á starfsárinu og erum við Smyrilsfélagarnir 21 í dag. Í maí var farið í óvissuferð og að þessu sinni var farið með okkur vestur á Snæfellsnes og Hildibrandur í Bjarnarhöfn heimsóttur og síðan var farið í 4 klst. eyjasiglingu með Eyjaferðum um Breiðafjörð og var þessi ferð mjög vel heppnuð en þátttaka hefði mátt vera betri. Að lokum vil ég hvetja ykkur góðir kiwanisfélagar að fjölmenna á umdæmisþingið á Selfossi og hafa gaman saman en við Smyrilsmenn ætlum að fjölmenna og vera saman í sumarhúsum í Ölfusinu. Með Kiwaniskveðju Jón Heiðarsson forseti Smyrils.

Hver er Ástbjörn Egilsson? Ástbjörn er fæddur í Reykjavík 21 .des. 1942. ólst þar upp fyrst í Þingholtunum og síðan í Kleppsholtinu. Foreldrar Egill Ástbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir bæði úr Reykjavík. Lauk prófi í prentiðn 1961 og prófi í offsetprentun 1974. Starfaði við þessar iðngreinar sem þá voru aðskildar, þar til 1976. Þá gerðist hann kaupmaður rak fyrst matvöruverslun í Reykjavík en frá 1979-1989 verslun í Grindavík. Og það var í Grindavík sem hann gekk til

8

liðs við hóp manna sem stofnaði Kiwanisklúbbinn Boða. Þar starfaði hann í 10 ár en fluttist þá aftur til Reykjavíkur. Í Boða gegndi hann öllum helstu störfum í klúbbnum og var forseti hans starfsárið. 1982-1983. Árið 1984-1985 var hann svæðisstjóri Ægissvæðis 1987-1988 umdæmisritari og 1989-1990 umdæmisstjóri. Ástbjörn gekk í Kiwanisklúbbinn Esju og var forseti hans starfsárið 19931994

Ástbjörn Egilsson. Formaður í ýmsum nefndum umdæmisins og varð síðan varaforseti KI-EF 1999-

2000 og aftur nú 2001-2002. Hann sat í fræðslunefnd KI 1991-1992 og Alþjóðatengslanefnd 1994-1995. Síðan var hann kosinn kjörforseti KIEF á þinginu í Montreaux í júní sl. fyrir starfsárið 20022003. Ástbjörn er kvæntur Elínu Sæmundsdóttur og eiga þau fjórar dætur, 11 barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Hann starfar sem kirkjuhaldari í Dómkirkjunni.


Fjölsótt ball fyrir fjölfatlaða Kiwanisklúbbarnir í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi stóðu fyrir balli fyrir fjölfatlaða þ. 12. maí sl. en þetta er þriðja árið í röð sem það er samstarfsverkefni klúbbanna. Í ár var ballið haldið í skemmtilegum og björtum samkomusal Fjölbrautaskólans í Garðabæ með þátttöku hátt á annað hundrað manns. Síðastliðin tvö ár hafa hljómsveitir troðið upp ásamt þekktum skemmtikröftum sem hafa gefið vinnu sína. Að þessu sinni var það Ásgeir Páll Ágústsson, útvarpsmaður með meiru sem hélt uppi stuðinu af mikilli snilld og Ragna Pétursdóttir í Hörpu fór fyrir línudansi. Boðið var upp á veitingar í hléi. Það voru þreyttir en afskaplega ánægðir gestir sem yfirgáfu

húsið að ballinu loknu. Kiwanisfélagar fluttu gesti og starfsfólk sambýlanna til og frá ballstað bæði á eigin bílum og með aðstoð frá ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélögunum. Samstarf klúbbanna hefur verið mjög gott og samstillt og er það að þakka góðum undirbúningi. Undirbúningur sem er m.a. falinn í því að klúbbarnir skipta með sér verkum og hver klúbbur sér um ákveðin atriði. Klúbbarnir sjá svo um að safna styrkjum bæði í formi veitinga, húsnæðis, skemmtikrafta o.fl. Fjölmargir styrktaraðilar standa að baki þessu verkefni og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Þátttaka þeirra er ómetanleg. Inga S. Guðbjartsdóttir Sólborg

Frá Tryggingarsjóði Sinawikkvenna

Tilkynning frá Landssambandi Sinawik Ársþing Landssambands Sinawik verður haldið á Hótel Selfossi laugardaginn 14. september 2002 og hefst kl. 10:00. Dagskrá er skv. lögum

Landssambandsins og lýkur fundinum með sameiginlegum hádegisverði. Allar Sinawikkonur hvattar til að mæta hvort sem þær eru kjörnir fulltrúar eða ekki

Fundarboð Aðalfundur Tryggingarsjóðs Sinawikkvenna verður haldinn laugard. 14.september 2002 kl.9 f.h. í Hótel Selfoss, Selfossi Allar Sinawikkonur eru velkomnar á fundinn en nauðsynlegt er að umsjónarmaður eða

staðgengil hans mæti á fundinn. Ef þið þarfnist nánari upplýsinga, hafið þá endilega samband við formann Tryggingarsjóðs. F.h. stjórnar Anna Sigríður Jensen formaður, sími 552140.

9


Evrópuþing 2002 Árla morguns 27. maí 2002 lögðu ellefu Kiwanisfélagar ásamt mökum af stað á Evrópuþing Kiwanis sem haldið var í Montreux í Sviss. Flogið var til Frankfurt. Þar beið okkar rúta og bílstjóri sem var hollenskur og heitir Júlíus. Hann hló mikið þegar hann heyrði einn íslendinginn, sem var að gantast við annan, segja „hold kjæft“, kom þá í ljós að hann var giftur danskri konu og hafði lært það mikið í dönsku að hann skildi þetta. Júlíus var prýðis náungi og féll vel inn í hópinn. Ákveðið var að keyra Rómantísku leiðina. Var nú ekið um fögur héruð í góðu veðri. Fyrsti áfangastaður var Rothenburg. Hótelið okkar Zum Rappen var staðsett rétt fyrir utan borgarvirkið sem umlykur þessa fallegu miðalda-

Allir ferðafélagarnir samankomnir í setustofunni á Hótel san Gottardo taldir frá vinstri. Aftari röð: Þröstur, Sævar, Ólafur, Stefán Guðni W., Hjálmar, Ástbjörn, Guðmundur, Guðni Þ., Gunnar Valtýr. Fremri röð: Ellý, Anna, Stella, Guðrún, Elínborg, María, Elín, Halla, Steinunn, og Stella. Á myndina vantar Jónínu en hún tók myndina. borg. Eftir að hafa komið sér fyrir á herbergjunum var farið í göngutúr inní borgina, skoðað og myndað það sem tími vannst til. Sumir fóru upp á borgarvirkið og aðrir í búðir. Flestir ef ekki allir fóru í jólabúðina þar sem jólin eru allt árið og alveg ótrúlega margt að skoða og kaupa. Eftir góðan nætursvefn og morgunmat var haldið af stað eftir Rómantísku leiðinni. Ekið var frá einu litlu sveitaþorpinu til annars á leiðinni til Füssen sem var næsti áfangastaður okkar. Þessi leið er ákaflega

Ástbjörn, Stefán og Gunnar, Hohenschwangau kastali er í bakgrunn. 10

falleg og enn jókst fegurðin þegar Alpalandslagið tók við. Stoppað var í Schwangau þaðan sem Neuschwanstein kastali blasti við. Þennan kastala lét Lúðvík II byggja og er hann engu líkur. Eins og út úr ævintýrinu um Þyrnirós. Í Füssen sváfum við aðra nóttina á Hótel Sonne, ágætis hóteli í miðbænum. Undir hádegi daginn eftir var haldið af stað til Luzern í Sviss. Ekið var sem leið lá að Bodenvatni. Þar lá leiðin inn í Austurríki áður en við komumst til Sviss. Seinnipart dags náðum við til Luzern

Frá Fussen, Heilig-Geist Spital kirkjan fyrir miðju.


Minnisvarðinn eftir Bertel Thorvaldsen sem minnst er á í greininni.

Götumynd frá Rothenburg. þar sem við gistum næstu tvær nætur. Seinni daginn okkar þar fórum við í skoðunarferð um miðbæinn undir leiðsögn konu sem sýndi okkur það helsta sem hægt var að skoða á tveggja tíma göngu um bæinn. Það eftirminnilegasta var minnismerki um fallna hermenn sem höggvið var útí klett. Myndin er af ljóni sem er fallið með spjót í gegnum sig. En ljónið er tákn um hugrekki þeirra svissnesku hermanna sem féllu í orrustu til að verja land sitt gegn óvinaher. Minnismerkið er eftir Bertel

Thorvaldsen sem leiðsögukonan sagði að væri danskur en við gátum leiðrétt hana og upplýst að Bertel Thorvaldsen er íslenskur myndhöggvari. Föstudaginn 31. maí var svo haldið til Montreux við Genfarvatnið þar sem Evrópuþingið skildi haldið. Þar náðist markmið okkar að fá Ástbjörn Egilsson kosinn í kjör-evrópuforseta embættið. Það var ekki fyrir það að íslensku Kiwanisfélagar hafi flykkjast á þingið heldur fyrir verðleika Ástbjörns, því hann bar af keppinauti sínum í öllu Ellý skoðar eitt listaverkið á göngugötunni í Montreux.

Kapell-brúin í Luzern, elsta yfirbyggða trébrú í Evrópu.

Úr Barrok-garðinum á Isola Bella. 11


tilliti. Montreux er mjög falleg borg. Við gistum á fínu hóteli rétt við ráðstefnuhöllina þar sem þingið var haldið og steinsnar frá vatninu. Meðfram vatninu er einstakur göngustígur „prominade“. Þar er safn trjáa frá ýmsum stöðum úr heiminum meðfram stígnum. Þau voru merkt með nafni og upprunastað, sum voru frá Kína og önnur frá mið- og suður Ameríku. Þarna voru meira að segja pálmar frá Afríku sem segir sína sögu um loftslagið þarna og við erum enn norðan Alpanna. Meðfram stígnum voru líka listaverk og minnismerki meðal annars um Miles Davis trompetleikara og jazzista, og Freddy Merkury, söngvara Queen, en hann bjó þarna síðustu æviár sín. Á minningarskildinum mátti lesa að hann var ákaflega þakklátur íbúum Montreux fyrir þann frið og ró sem hann fékk að njóta í borg þeirra. Sunnudaginn 2. júní var svo haldið af stað á ný. Ekið var upp stórbrotið landslag Alpanna og stoppað nokkrum sinnum til að taka myndir og kæla rútuna, fá sér að borða og drekka. Þegar hæstu fjallaskörðum var náð var landslagið orðið líkt og hér heima á Íslandi. Snjóskaflar í lautum og brekkum, runnagróður og lyng innan um kletta og klungur í hlíðum. Svo var haldið niður á við í Ölpunum Ítalíumegin. Seinnipart dags vorum við

komin að Maggiore vatninu þar sem við ætluðum að dvelja næstu sex daga. Hótel San Gottardo hefði mátt vera tveim stjörnum ofar í klassa en við því var ekkert að gera. Nú átti sko að fara að hafa það gott og slappa af. En þá fór að rigna og við því var heldur ekkert að gera annað en að kaupa ponsjó. Þrátt fyrir rigninguna var ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar, skoða í búðir, sigla með skipunum sem gengu eins og strætó milli bæjarhluta. Einn daginn fór hópurinn til eyjarinnar Isola Bella sem er stærst af þeim þremur eyjum sem eru þarna skammt frá ströndinni. Bátastoppistöðin var beint fyrir framan hótelið okkar. Á Isola Bella var margt að skoða. Þarna er höll í barrokk stíl með ótrúlega fallegum sölum, skrautið og listaverkin voru næstum því yfirþyrmandi. Bak við höllina var stór og mikill skrúðgarður sem erfitt er að lýsa með orðum. Þarna voru hvítir, indverskir páfuglar sem gáfu frá sér hin ótrúlegustu hljóð. Það var auðvelt að gleyma sér og dagurinn var fljótur að líða. Og það voru raunar allir dagarnir líka og brátt var komið að heimferð. Ég vil að lokum þakka ferðafélögum mínum sem voru frábærir og áttu stærstan þátt í að gera ferðina góða og eftirminnilega. Með Kiwaniskveðju Þröstur Jónsson.

Minnisvarði um Freddy Merkury í Montreux.

Eyjan Isola Bella á Lago Maggiore.

Útsýni yfir Genfarvatnið frá göngugötunni í Montreux. 12

Ástbjörn, verðandi Evrópuforseti, orðinn frekar leiður á rigningunni.


Kiwanisklúbburinn Embla 10 ára Ágætu Kiwanisfélagar Nú er sumarið að líða og brátt hefst nýtt starfsár hjá Kiwanishreyfingunni. Það verður skarð fyrir skildi hjá Emblum, þar sem ein Emblukonan okkar, Lilja Sigurjónsdóttir lést í vor. Lilja var ein af stofnendum klúbbsins og starfaði af miklum áhuga og heilindum. Hún hafði gengt embættisverkum fyrir klúbbinn og var alltaf tilbúin til að vinna það til sem þurfti. Lilja var mikil félagsmálakona og starfaði hún einnig í Kvenfélaginu Baldursbrá og með Félagi Harmonikkuunnenda Eyjafjarðar. Kvenfélagið Baldursbrá hefur verið að safna fyrir streindum gluggum í Glerárkirkju og því ákváðum við að styrkja þær með peningagjöf til minningar um Emblukonuna Lilju Sigurjónsdóttur og höfum við afhent Kvenfélaginu þá gjöf. Emblur urðu 10 ára í apríl og héldum við upp á það í Húsi Aldraða. Vonbrigði vakti hve fáir létu sjá sig á þessum tímamótum okkar, en við viljum nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem glöddu okkar með því að mæta og einnig þeim er sendu okkur kveðjur og gjafir. Í tilefni af afmælinu létu Makasínmenn útbúa fánamynd klúbbsins á barm-

merki og gáfu öllum félagskonum merki og ætla síðan að selja hin og mun ágóðinn renna til Embla. Emblur eru þeim mjög þakklátir fyrir allan þann stuðning sem þeir hafa sýnt okkur í öll þau ár er Emblur hafa starfað. Þeir hafa staðið við bakið á okkur allan tímann og alltaf verið tilbúnir að vinna eða aðstoða klúbbinn og hreyfinguna. Skemmtunin fór vel fram með leikjum, dansi og gleði. Veislustjórinn okkar séra Svavar A. Jónsson stóð sig frábærlega eins og við reyndar vissum fyrir. Birgir Arason ásamt félögum lék fyrir dansi og var dúndrandi

Minning

Lilja S. Sigurjónsdóttir Félagi okkar Lilja S. Sigurjónsdóttir lést þann 5. apríl 2002. Hún var fædd 1. janúar 1940. Lilja var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Emblu og starfaði með klúbbnum fram á síðasta dag. Eiginmaður Lilju var Helgi Kristjánsson en hann lést 1983. Lilja lætur eftir sig 7 uppkomin börn. Félagar í Kiwanisklúbbnum Emblu þakka Lilju samfylgdina.

Í tilefni af afmælinu létu Makasínmenn útbúa fánamynd klúbbsins á barmmerki og gáfu öllum félagskonum merki og ætla síðan að selja hin og mun ágóðinn renna til Embla. Emblur eru þeim mjög þakklátir fyrir allan þann stuðning sem þeir hafa sýnt okkur í öll þau ár er Emblur hafa starfað. Þeir hafa staðið við bakið á okkur allan tímann og alltaf verið tilbúnir að vinna eða aðstoða klúbbinn og hreyfinguna. Skemmtunin fór vel fram með leikjum, dansi og gleði. fjör undir hljómlistinni. Sumarið hefur ekki leikið við okkur Norðlendinga, enn sem komið er og því þurftum við að fresta Kjarnaskógarfundinum í júní um eina viku og þá þurftum við að flýja í húsaskjól. Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis var haldin að Þelamörk Hörgárbyggð, þar er ágæt aðstaða, sundlaug, íþróttavöllur og húsaskjól ef veður eru válynd. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur ásamt svæðisstjóra Þorgeiri Jóhannessyni höfðu veg og vanda af hátíðinni. Veðrið

hefði mátt vera betra, en allt fór vel fram og allir skemmtu sér vel. Kaldbaksmenn fóru heim með farandsbikarinn að þessu sinni. Undirbúningur fyrir starfsárið 2002-2003 er að byrja og einnig fyrir þingið í september, svo nóg er framundan í félagsstarfinu. Við hér í blandanefnd 2000-2001 og 2001-2002 viljum þakka þeim er lásu pistlana okkar, en vonandi fáið þið að heyra í nýjum blaðafulltrúum fyrir Emblur á næsta starfsári.

13


Kiwanisklúbburinn Katla

90% mæting á hvern fund Kiwanisklúbburinn Katla gengur á móti nýju starfsári með auknu þreki og meiri lífsvilja heldur en oft áður. Fundarsókn hefur verið mjög góð nú í áraraðir. Er 90 % mæting félaga á hvern fund og held ég að það sé talið gott á öðrum bæjum. Eins og mál standa núna eru 20 félagar með 100% mætingu. Stjórnarskipta fundur var hjá okkur nokkuð sérstakur þetta árið. Var hann haldinn að degi til með Höfða. Var þetta góð stund þar sem Einar Óskarsson svæðisstjóri Eddusvæðis var við stjórnvölin og fórst honum þetta vel úr hendi. Að kvöldi héldum við upp á þetta með sérstökum hætti ásamt Höfða félögum. Var okkur boðið að vera með í stjórnarskiptum umdæmisins og taka síðan þátt í skemmtan á eftir. Var þetta bráðsnjallt og afar skemmtilegt. Voru margir af eldri Kötlu félögum sem sögðu þetta vera í fyrsta sinn er þeir væru við stjórnarskipti umdæmisins. Fyrir vikið var þetta góð tilbreyting sem menn munu geyma í huga sínum. Fundir hafa allir verið skemmtilegir og áhugaverðir undir góðri stjórn forseta okkar Jónasar Helgasonar. Góða ræðumenn höfum við fengið með áhugaverð erindi. Heimsókn okkar til Geysisfélaga var afar skemmtileg. Þar

var ræðumaður Ari Trausti jarðfræðingur sem fór á kostum á sinn einstaka ljúfa og fræðandi hátt. Voru húsbændur í Mosfellsbænum höfðingjar heim að sækja. Fjölmenntu þeir einnig til okkar á einn fundinn og tel ég þetta vera öllu starfi til góða að hafa samband við aðra klúbba á þennan jákvæða hátt. Jólafund höfðum við góðan með Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprest sem gest. Sendi hann okkur hlýjar kveðjur og kvaðst ekki hafa verið á mörgum svo eftirminnilegum hátíðarfundum áður. Fannst okkur vænt um þessi orð hans. Tilhlökkun okkar sjálfra til þessa fundar er eins og hjá börnunum. Er þetta góð venja að kveðjast á þennan hátt fyrir jólahátíðina og láta eitthvað gott af því leiða um leið. En venja er að færa presti úttektar gjafir til að gleðja þá sem vantar hjálp fyrir jólahátíðina. Þorra héldum við Kötlufélagar í annað sinn með því að fara út úr húsi (Engjateig). Leigðum við sal og blótuðum þorra með þó nokkrum fjölda gesta. Var þetta í alla staði vel heppnað og gaf okkur nokkurn hagnað í félagssjóð. Erum við að reyna að styrkja hann því við teljum undirstöðu góðs félagsanda að eiga góðan sjóð til að standi undir félagsstarfi klúbbsins.

Sigurbergur Baldursson. Oft vill þetta gleymast í ákafanum við að safna í styrktarsjóð öðrum til góða. En líka verður að hlúa að innra félagsstarfi svo áfram gangi vagninn. Nú stefnum við að góðu konukvöldi. En það er einnig okkar hugur að stór þáttur í góðri samheldni klúbbsins sé að hafa konurnar líka ánægðar. Ekki sækja félagar lengi þann félagsskap sem makinn er ekki sáttur við. Sumarstarf Kötlu er ein ferð í lundinn góða í Heiðmörk. Þar eigum við fallegan reit við hlið Sinawik. Er árvisst farið og gróðursettar nokkrar plöntur, hreinsað til og hlúð að. Búum við svo vel að eiga í okkar hópi fagmann Stein G. Hermannsson sem gefur okkur ómetanleg ráð. Einnig eru nokkrir stóráhugamenn um ræktun einnig með svo vel er mætt þennan

dag. Sumarfundur okkar var vel sóttur en því miður hafa félagar ekki sýnt rækt við að mæta á þessa sumarfundi almennt undanfarin ár og er það miður. Styrktarverkefni ganga sinn vana gang. Fastir liðir eru þar eins og venjulega. Er þar skemmtilegasta verkefnið okkar „Katla litla“. Eru það tuskubrúður sem á eftir að teikna á andlit og gefa nöfn. Koma þessar brúður sér vel ef hugga þarf hnuggna unga sjúklinga sem þarna eignast sálufélaga og það til eignar. Er þetta ómetanleg hjálp segir hjúkrunarfólk þessara stofnanna. Hjálmaverkefni okkar við Austurbæjar barnaskóla verður það sama og síðustu árin. Og með góðri hjálp fyrirtækja eins og Sláturfélags Suðurlands, VÍS og Ölgerðar Egils, gengur þetta upp hjá okkur með örlítilli vinnu. Starfsárið líður hratt þegar vel gengur og það hefur sannarlega verið hraði á því hjá okkur Kötlufélögum þetta árið. Viljum við hér að endingu óska öllum Kiwanis félögum okkar hins besta í komandi framtíð. Sigurbergur Baldursson, fjölmiðlafulltrúi.

Margt hefur áunnist í starfi okkar á liðnum árum Ágætu Kiwanisfélagar. Nú líður að nýju starfsári. Á slíkum tímamótum er rétt að doka aðeins við og líta fram á veginn. Margt hefur unnist í starfi okkar á liðnum árum, við höfum gefið peninga og tæki til ýmissa vel14

ferðamála auk þess sem við höfum byggt upp félagsvitun meðal Kiwanisfélaga, þessu skulum við halda áfram. Nú þessa dagana erum við að þjálfa embættisfólk klúbbana fyrir komandi starfsár, þau munu koma heim í klúb-

bana með þann kraft sem þarf til að efla okkar starf og auka samstöðu meðal félaga. Við skulum á komandi ári hlúa vel að félögum okkar og reyna að fá nýja félaga til liðs við okkur því margar hendur vinna létt verk.

Kæru félagar ég vil minna ykkur á kjörorð starfsársins.“ KIWANIS ER VINÁTTA. Með Kiwaniskveðju Valdimar Jörgensson Kjörumdæmisstjóri.


Tuttugasta landsmót Kiwanis í Golfi Undirbúningur mótsins hófst í júní og var byrjað á því að reyna útvega golfvöll. Ekki tókst að útvega 18 holu völl, gegn hófsömu gjaldi, fyrr en í ágúst og varð Strandavöllur á Hellu fyrir valinu. Ákveðið var að halda mótið þann 25. ágúst. Mótið var auglýst á heimasíðu Kiwanis og í framhaldi voru settar upp auglýsingar í alla golfskála frá Akranesi að Hellu. Fréttatilkynningar voru einnig sendar til Morgunblaðsins og DV. Einnig var mótið vel kynnt á golfmóti Þórs-Eddu-Ægis svæðis sem haldið var í Kiðabergi 7. júlí s.l. Hófst nú leit að farandbikörum, því að bikarar fyrir 2.flokk karla komu ekki fram árið 2001 á Hellu og ekki heldur í Leirunni árið 2000. Eftir mikla eftirgrennslan fundust bikararnir og átti þá eftir að merkja þá með nöfnum vinningshafa frá fyrri árum. Mætingarbikar kom heldur ekki fram á síðasta ári, en fannst í skáp á Keflavíkurflugvelli. Helgafellsmenn unnu hann árið 2001. Hann hefur verið nú verið rétt merktur. Undirritaður ákvað að í framtíðinni yrði keppt um mætingarbikarinn í sveitakeppni, þar sem 3 félagar í hverjum klúbbi kepptu um brons, silfur og gull ásamt sveitabikar, en það er nýtt heiti mætingabikarsins. Kiwanisfélagar voru mjög ánægðir með þessa nýjung, en þetta hvetur klúbbana til að senda fleiri félaga úr sínum röðum í mótið.

Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur og var keppt í fyrsta og öðrum flokki karla, kvennaflokki og gestaflokki, með og án forgjafar. Fyrsti flokkur karla grunnforgjöf 0-20. Annar flokkur karla grunnforgjöf 20,1-36. Kvennaflokkur grunnforgjöf 0-36. Gestaflokkur grunnforgjöf 0-36. Nauðsynlegt er að hafa gestaflokk til þess að laða að fjölskyldur og golffélaga Kiwanismanna og kvenna. Mótið var sett kl. 09.00 og var tvísýnt með veður, því að á Hellissheiði var ausandi rigning og 12m/sek, en á Hellu var strekkingsvindur og gekk á með skúrum. Í mótslok var komið hið besta veður. Undirritaður vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Ingva Þórs Thoroddsen, sem sá um alla tölvuvinnslu, og Ragnhildar Magnúsdóttur konu minnar, fyrir frábær störf í skráningu og gjaldkerastörf. Einnig sérstakar þakkir til Sigurðar Péturssonar í ÍSSPOR fyrir merkingar og viðgerðir á farandbikörum. Alls tóku 40 manns þátt í mótinu og hafi þeir bestu þakkir fyrir. Vonast er til að sem flestir Kiwanisfélagar og gestir sjái sér fært að mæta í næsta landsmót árið 2003. Myndir verða settar inn á vef Kiwanis fljótlega: sjá www.Kiwanis.is Kristinn Eymundsson Brú, Keflavíkurflugvelli

Niðurstöður mótsins voru sem hér segir: Sigurvegarar í fyrsta flokki karla án forgjafar: Nr. Nafn Klúbbur Högg 1. Kristinn Eymundsson Brú 88 2. Brian Mustard Brú 90 3. Atli Elíasson Helgafell 96 Sigurvegarar í fyrsta flokki karla með forgjöf: Nr. Nafn Klúbbur Högg 1. Helgi Guðmundsson Eldey 78 2 Jón Guðmundsson Hof 79 3. Bjarni Guðmundsson Eldey 81 Kristinn og Helgi fengu farandbikara Sigurvegarar í öðrum flokki án forgjafar: Nr. Nafn Klúbbur 1. Ægir Hafberg Ölver 2. Jón H. Karlsson Hraunborg 3. Björn Árnason Hraunborg Sigurvegarar í öðrum flokki með forgjöf: Nr. Nafn Klúbbur 1. Steingrímur Steingrímsson. Hraunborg 2. Stefán Jónsson Eldey 3. Kristján Sveinsson Esja Ægir og Steingrímur fengu farandbikara Sigurvegarar í kvennaflokki án forgjafar: Nr. Nafn Klúbbur 1. Nanna Þorleifsdóttir Eldey 2. Kristjana Eiðsdóttir Hof 3. Kristín Frímannsdóttir Helgafell Sigurvegarar í kvennaflokki með forgjöf: Nr. Nafn Klúbbur 1. Ólöf G. Guðmundsdóttir Setberg 2. Dóra Guðleifsdóttir Eldey Einungis 5 konur tóku þátt Nanna og Ólöf fengu farandbikara

Högg 100 101 104 Högg 69 72 77

Högg 105 108 130 Högg 75 89

Sigurvegarar í gestaflokki án forgjafar: Nr. Nafn Klúbbur 1. Jón Karl Björnsson Gestur 2. Chuck Clegg Gestur 3. Brynjar Smárason Gestur

Högg 81 83 107

Sigurvegarar í gestaflokki með forgjöf: Nr. Nafn Klúbbur 1. Garðar Jóhannsson Gestur 2. Ingólfur Garðarsson Gestur 3. Ragnar Haraldsson Gestur

Högg 71 73 76

Aukaverðlaun: Næst holu á annarri braut: 2.55cm og elleftu braut 79,5cm hlaut Ingólfur Garðarsson (Gestur) Púttmeistari: Kristján Sveinsson 25 pútt (Esja) Sveitakeppni: Gull og Bikar: Hraunborg 216 högg. Keppendur: Steingrímur, Jón H. og Björn. Silfur: Ölver 222 högg. Keppendur: Ægir, Stefán og Georg Már Brons: Eldey 231 högg. Keppendur: Stefán, Helgi og Bjarni 15


Kiwanisklúbburinn Eldborg

St. Jósepsspítala afhentar 500.000 kr. Aðalfjáröflun Kiwanisklúbbsins Eldborgar, Sjávarréttardagurinn, var haldinn í Veitingarhúsinu Versölum í Reykjavík, 9. mars sl. þetta var í 23. sinni sem þessi hátíð var haldin. Sú fyrsta var haldin í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði árið 1979. Vegna tekna á Sjávarréttadegi hefur klúbburinn getað veitt tugum milljóna króna til fjölmargra styrktarverkefna í þau 33 ár sem hann hefur starfað. Of langt yrði að telja þau öll upp, en þau helstu eru 1 milljón króna til Geðverndarfélags Íslands árið 1989 til kaupa á íbúð fyrir skjólstæðinga félagsins, 1 milljón króna til Sólvangs til uppbyggingar bókasafns árið 1991, og 1 milljón króna til Barnaspítala Hringsins árið 2000. Meginhluta tekna þessa árs

var varið til St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Nýlega afhenti styrktarnefnd klúbbsins kr. 500.000 kr. til kaupa á ristilspeglunartækjum fyrir St. Jósepsspítala. Á sjávarréttadeginum 9. mars var fjölmennt og glatt á hjalla að venju. Málverkauppboð stjórnaði Hans Hafsteinsson, kiwanisfélagi í Hraunborg Hafnarfirði. Heiðursgestur dagsins og aðalræðumaður var Gissur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Fór hann á kostum eins og venjulega og þurfti ekki löggusögur til. Örn Árnason leikari fór með gamanmál og Andrea Gylfadóttir skemmti mönnum með söng. Um 200 manns sóttu þessa vinsælu hátíð í þetta sinni. Veislustjóri var Eiríkur Skarphéðinsson. Forseti

St. Jósepsspítala afhentar 500.000 kr. Frá vinstri: Tryggvi Þór Jónsson formaður styrktarnefndar Eldborgar, Jón Halldór Bjarnason féhirðir, Guðjón Guðmundsson kjörforseti, Sigurður Guðmundsson fjáröflunarnefnd og Árni Sverrisson forstjóri St. Jósepsspítala. Kiwanisklúbbsins Eldborgar er Páll H. Kristjánsson, en formaður Sjávarréttanefndar sem skipulagði og stjórnaði hátíðinni er Hafseinn Guðmundsson. Árleg skemmtun fyrir fatlaða í Hafnarfirði og

Garðabæ var haldin 12. maí og 25. maí var börnum í Hafnarfirði sem eru að byrja í skóla gefnir reiðhjólahjálmar. Með kiwaniskveðjur Hermann Þórðarson.

Dagskrá 32. umdæmisþings Kiwanisumdæmisins Island-Færeyjar Haldið á Selfossi 13. - 14. september 2002 Fimmtudagur 12. september 2002 13:00 Fræðsla forseta

Föstudagur 13. september 2002. 09:00 - 16:00 09:00 - 10:00 10:00 - 12:00 10:00 - 12:00 10:00 - 12:00 11:00 - 12:00 11:30 - 12:30 12:30 - 14:30 12:30 - 14:30 15:00 - 16:30

Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf. Umdæmisstjórnarfundur Fræðsla forseta Fræðsla féhirða Fræðsla ritara Ársfundur Tryggingasjóðs Hádegishlé Umræðuhópur A: Fjármál Umræðuhópur B: Kiwanis í nútíð og framtíð Næsta starfsár Fundur kjörumdæmisstjóra með verðandi svæðisstjórum, forsetum, riturum og féhirðum næsta starfsárs.

20:00 - 21:00

Setningarathöfn í Selfosskirkju

21:15 - 24:00

Opið hús

16

Laugardagur 14. september 2002 08:30 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf 09:00 Þingfundi framhaldið Skýrslur umdæmisstjóra, ritara og svæðisstjóra Reikningar 2000-2001 Staða reikninga 2001 - 2002 Umræður um skýrslur og reikninga Fjárhagsáætlun 2002 - 2003 Lagabreytingar 12:00 - 13:00 Hádegisverður 13:00 - 16:00 Draugaferðin ferð fyrir maka þingfulltrúa 13:00 Ávörp erlendra gesta Niðurstaða umræðuhóps frá föstudeginum Staðfesting á kjöri kjörumdæmisstjóra 2003 - 2004 Staðfesting á stjórn 2002 - 2003 Kosning skoðunarmanna reikninga 15:00 Önnur mál 16:00 Þingfundi frestað 19:00 - 03:00 Lokahóf á Hótel Selfoss Hátíðarkvöldverður, hefðbundin dagskrá, skemmtiatriði, þingslit Dansleikur


Kiwanisklúbburinn Elliði

Einkennist af þróttmikilli klúbbstarfsemi Klúbburinn er öflugur um þessar mundir sem hefur einkennst af virkri þátttöku og góðri fundarmætingu félagana, og einnig í annarri starfsemi á vegum klúbbsins sem aðalega er fjáröflunarverkefni, þar sem allur ágóðinn rennur til líknar- og góðgerðmála. Starfsemin hófst að venju, með venjulegu fundarhöldum, en fljótlega var farið að undirbúa aðalfjáröflunarverkefni klúbbsins sem er hið árlega Villibráðakvöld, sem haldið var 23. febrúar 2002, en þar komust færi að en vildu og stefnir því í að á næsta ári verði gert ráð fyrir fleiri gestum, sem komi og njóti hinnar ljúfengu villibráðar ásamt að eiga sama skemmtilegt kvöld og styrkja gott málefni. Gert er ráð fyrir að heimsækja minnst einn eða fleiri klúbba á starfsárinu og þannig hófst þetta starfsár með heimsókn 20. nóvember 2001 hjá Kiwanisklúbbnum Hörpu að Smiðjuvegi 13 Kópavogi, þar sem tekið vel á móti okkur, enda eru þær höfðingjar heim að sækja, en þar áttum við mjög ánægjulega og skemmtilega kvöldstund saman, eru fundarsköp þeirra til fyrirmyndar. Sjálfsögð er að vanda virk starfsemi gönguklúbbsins Gönguhrólfs, en fyrirkomulag klúbbsins er þannig að Elliðafélagar skiptast á um að taka á móti félögum heima í kaffi og spjall, en síðan er farið í gönguferð sem formaður Gönguhrólfs hefur skipulagt, styrkir þetta mjög eykur samheldnina. Þegar nær dró jólum var farið að hyggja að hinum árlega jólafundi sem haldinn var 9. desember 2001, en fundurinn er haldinn í anda hátíðanna og mæta félagar þar

ásamt mökum, og prestur kom sem ræðumaður og minnti okkur á tilkomu hátíðana og meðbræðra okkar sem minna mega sín, sem hægt er að leggja lið á einn eða anna hátt, og getur þannig létt þeim róðurinn. Eftir áramótin var farið í heimsókn þann 3. apríl 2002 til Kiwanisklúbbsins Ölvers sem fræddu okkur um starfsemi sína og hvernig þeirra starfsemi fer fram, enda mátti heyra á þeim fundarskýrslum, að þar er lifandi og öflugur klúbbur á ferðinni, og þökkum við þeim félögum móttökurnar og vonumst til að þeir sjái sér fært að koma í heimsókn á fund hjá Elliða, en heimsóknir til annarra klúbba hafa sannað að þær styrkja og efla tengslin milli Kiwanisfélaga. Árviss atburður í starfsemi Elliða er að halda svokallað Hrafnistukvöld sem haldið var 17. apríl 2002 að sjómannaheimili aldraða í Hafnarfirði, en þar sjá Elliðafélagar um skemmtidagskrá m.a. skemmti Þorvaldur Halldórsson og eldri borgara hjá dansskóla Sigvalda sem sýndu m.a línudans, en Elliðafélagar ásamt mökum þeirra tóku síðan létt dans spor við vistmenn undir tónum hljómsveitar Hjördísar Geirs, allt frá polka yfir í létta suður ameríska dansa, og lauk þessari skemmtilegu kvöldstund með því að öllum voru afhentar rósir og síðan var sameiginlegur söngur þar sem tekin voru nokkur vel valin lög. Eitt að aðal styrktarverkefnum Elliða er svokallað Asparmót, sem er sundmót fatlaðra og haldið var 9. maí 2002 í Sundhöll Reykjavíkur, en þar taka Elliðafélagar þátt í tímatöku og sjá um verðlaunaafhendinguna en Elliði hefur ávallt gefið alla verð-

launapeninganna í þetta góða málefni, er þetta mjög gefandi liður í starfseminni, sem minnir okkur að þrátt fyrir að einstaklingar eiga við fötlun að etja, að þá hafa þessir einstaklingar lífsgleðina að leiðarljósi. Daginn eftir þann 10. maí 2002 mættu fjórir félagar ásamt mökum, og voru viðstaddir verðlaunaafhendingu hjá Ösp, í sambandi við frjálsíþróttamót fatlaðra, en Elliðafélagar hafa þar einnig gefið alla bikara og verðlaunapeninga ásamt því, að gefinn var styrkur til smíði á sérhannaðri rennu, þannig að fatlaðir geti stundað Boccia. Annað mikilvægt styrktarverkefni er Hjálmaverkefnið sem fór fram þann 26. maí 2002, þar sem öllum börnum, sem eru að ljúka 1. bekk grunnskólanna í Breiðholti, er þetta liður í forvarnarstarfi, voru 303 börnum afhentir reiðhjólahjálmar að þessu sinni, en athöfn þessi fór fram í Mjóddinni, auk þess sem Elliðafélagar ásamt mökum stóðu í því að grilla pylsur og deila út ávaxtasafa, en Slökkviliðið og Lögreglan kom til þess að fræða börnin ásamt því að gefa þeim tækifæri til þess að skoða bílana og spyrja þá um starfsemina. Elliði hefur einnig staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í tíunda bekk Breiðholtskóla bókaverðlaun sem hlotið hafa fyrstu einkunn í Íslensku og voru verðlaunin hið „Íslenska Orðtakasafn“ Ýmislegt er gert til þess að slá á létta strengi og þar á meðal hefur verið haldið grill og skemmtikvöld sem haldið hefur verið í nýja félags- og fundaraðstöðu sem er eigið húsnæði Elliða að Grensásvegi 8, sem hefur verið mikil lyftistöng fyrir alla starfsemi klúbbsins og gefur allt aðra möguleika.

Þann 11. maí 2002 var meðal annars haldin Lúsifer XXIX sem er árlegur atburður þar sem fráfarandi forseta gefst kostur á að hirta stjórnarfélaga fyrir það sem betur mætti hafa farið og þannig á gamansaman hátt að veita félögunum aðhald og benda verðandi stjórnarmönnum á hvernig ekki á að gera. Makar Elliðafélag var boðið út að borða meðan á þessari athöfn stóð, en þessi óvissuferð makana var farin meðan á athöfninni stóð, sem þóttist takast vel. Starfsárið er nú brátt á enda og hefur það verið farsælt undir stjórn núverandi forseta Sigmundar Tómassonar, en 25. september 2002 verða stjórnarskipti og þá tekur við ný stjórn undir forystu nýs forseta Grétars Hannessonar, en hér má minna á að við Kiwanisfélagar þurfum alltaf að hafa í huga hvernig við getum eflt starfið og fá inn nýja félaga, því getum við spurt okkur sjálfa; Hvernig vil ég að minn klúbbur starfi? Hvað vil /get ég lagt til, þannig að klúbburinn verði virkari og skemmtilegri? Við óskum öllum Kiwanisfélögum góðs gengis og að sem flestir megi sjá sér fært að mæta á Umdæmisþinginu á Selfossi þann 13. -14. september, þar sem starfandi Umdæmisstjóri og Elliðafélagi Ingþór H. Guðnason hefur haft umsjón með og undirbúið þingið. Einnig má minna á að í haust, mun Kiwanisklúbburinn Elliði halda upp á 30 ára starfsafmæli sitt sem nú er í fullum undirbúningi og verður þar gert ýmislegt til gamans og menningarauka og vonumst við til að sjá sem flesta. Björn Pétursson blaðafulltrúi Elliða.

17


Embætti Evrópuforseta Samkvæmt þeim lögum sem í gildi eru, er forseti Evrópusambands Kiwanis, KI-EF æðsti embættismaður sambandsins. Hann stjórnar öllum fundum og þingum, situr í nefndum sambandsins og á sæti í alþjóðaráði Kiwanis. Það er að sjálfsögðu verkefni hans árið sem hann gegnir starfi kjör-forseta að undirbúa og leggja línur starfsársins í samráði við stjórnarmenn, umdæmisstjóra evrópuumdæmanna 10 og alþjóðaskrifstofuna í Indianapolis og þjónustusetrið í Gent. Hans er að samræma eins og hægt er þau verkefni sem sambandið þarf að sinna samkvæmt lögum svo og að leiða þau verkefni önnur sem á dagskrá eru. Að sjálfsögður er um að ræða samvinnu við margt fólk af mörgu þjóðerni svo mikil nauðsyn er á lipurð og samstarfsvilja.

Ástbjörn Egilsson. mál sem notað er í samskiptum manna á meðal í sambandinu en það þýðir ekki það að allir séu jafnfærir um að skiptast á skoðunum og flytja mál sitt í því tungumáli. Þess vegna þarf á stjórnarfundum að hafa fólk til að þýða, og sér starfsfólk skrifstofunnar um það og saman ræður starfsfólkið yfir kunnáttu í a.m.k. 16 tungumálum.

Það er mér mikið ánægjuefni að hafa fengið að takast á við þetta starf á alþjóðavettvangi og það er skylda íslenskra kiwanisfélaga að leggja sig fram um að sinna þeim skyldum sem aðild að alþjóðahreyfingunni okkar ber í sér. Það höfum við líka gert og þannig hafa 5 íslenskir kiwanisfélagar áður gegnt starfi Evrópuforseta og 1 starfi heimsforseta. Framundan eru spennandi tímar, ný verkefni blasa við og vinna er hafin við að breyta lögum KI-EF til samræmis við þá reynslu sem skapast hefur á undanförnum árum. Þingfulltrúar á síðasta Evrópuþingi samþykktu tímamótatillögur sem heimila sambandinu að hefja þjónustustarf í austur Evrópu í tengslum við nýstofnaðan hjálparsjóð sambandsins. Mikil skipulagsvinna er eftir og ekki ólíklegt að einhverjir íslenskir kiwanisfélagar verði kallaðir til aðstoðar. Síðan skrifstofan í Gent var opnuð hefur starf hennar, leiðsögn Eyjólfs Sigurðssonar og hans starfsfólks, gert alla hluti auðveldari og þannig gerir evrópusambandið samning við skrifstofuna um framkvæmd ýmissa þátta sem tryggir betur að allir hlutir séu gerðir á réttum tíma og á réttan hátt. Enska er það tungu-

18

En það getur verið snúið að stjórna fundum þar sem, mörg tungumál eru töluð og þó að túlkarnir séu góðir, þarf aðgætni og stundum klókindi til að fá allt til að smella saman og tryggja að allir hafi að lokum sama skilning á því sem verið er að samþykkja. Fundir í evrópustjórn eru tveir fyrir utan fundi í tengsl-

um v i ð Evrópuþing, en þess utan fer Evrópuforseti á heimsþing tvö ár þ.e. fyrst sem kjörforseti og síðan sem forseti þar sem hann flytur ræðu um starfið í Evrópu. Hann þarf einnig að sækja fund í alþjóðaráðinu sem haldnir eru einu sinni á starfsárinu. Þar fyrir utan er um að ræða ferðir á fundi og ráðstefnur, einhverjar heimsóknir á umdæmisþing, og fer eftir ýmsum atvikum hversu margar ferðir um er að ræða. Þó að umdæmin í Evrópu sé enn aðeins 10 (Pólland bætist við á komandi starfsári) er Kiwanishreyfingin starfandi í miklu fleiri löndum í álfunni. Þau lönd heyra beint undir KI og sér þjónustusetrið í Gent um þau samskipti svo og kynningu í þessum löndum á hugsjónum og framtíðarsýn hreyfingarinnar. Þannig koma margir kiwanisfélagar til Gent á fundi og ráðstefnur og evrópusambandið reynir að styrkja þetta starf með því að bjóða fólki frá löndum utan umdæma að sitja fundi í evrópuráði og kynnast þannig starfinu. Það er mér mikið ánægjuefni að hafa fengið að takast á við þetta starf á alþjóðavettvangi og það er skylda íslenskra kiwanisfélaga að leggja sig fram um að sinna þeim skyldum sem aðild að alþjóðahreyfingunni okkar ber í sér. Það höfum við líka gert og þannig hafa 5 íslenskir kiwanisfélagar áður gegnt

starfi Evrópuforseta og 1 starfi heimsforseta. Framundan eru spennandi tímar, ný verkefni blasa við og vinna er hafin við að breyta lögum KI-EF til samræmis við þá reynslu sem skapast hefur á undanförnum árum. Þingfulltrúar á síðasta Evrópuþingi samþykktu tímamótatillögur sem heimila sambandinu að hefja þjónustustarf í austur Evrópu í tengslum við nýstofnaðan hjálparsjóð sambandsins. Mikil skipulagsvinna er eftir og ekki ólíklegt að einhverjir íslenskir kiwanisfélagar verði kallaðir til aðstoðar Íslenskir kiwanisklúbbar hafa með störfum sínum til þessa dags sýnt dug og framsýni í sínum störfum. Sú reynsla sem ég hef fengið í starfi með mínum klúbbi og með öðrum störfum mínum í íslensku kiwanishreyfingunni í samvinnu við fjölmarga góða félaga og vini er gott veganesti. Með þennan bakhjarl legg ég ótrauður á brattann og legg mig fram um að reynast traustsins verður. Það er einlæg von mín að margir kiwanisfélagar sjái sér fært að sækja næsta evrópuþing sem haldið verðir í Tékklandi 1. júní 2003, og kynnast af eigin raun starfinu í Evrópu. Með kiwaniskveðju Ástbjörn Egilsson


Rútuferðir í tenglsum við galaballið Ef óskað er eftir rútuferð á Galaballið hefur þingnefnd samið við hópferðabíla Guðmundar Tyrfingssonar. Brottför frá Reykjavík er kl. 18:00 stundvíslaga frá Kiwanishúsinu Engjateig 11. Til Reykjavíkur kl 01:30 að Kiwanishúsinu Engjateig 11. Til Reykjavíkur kl 03:20. Fólki verður ekið í sinn bæjarhluta og Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ eftir því sem við verður komið. Þessa þjónustu þarf að panta á skrifstofu þingsins eða í síma 899 1790 í síðasta lagi um hádegi laugardaginn 14. sept. Verð kr. 1.500.- báðar leiðir Lágmarksfjöldi farþega er 10 í hverja ferð svo ferðin verði farin. Draugaferð Makaferð laugardaginn 14. sept. kl. 13:00 Boðið er upp á all sérstaka ferð sem hópferðabílar Guðmundar Tyrfingssonar skipuleggur fyrir okkur. Undir leiðsögn Þórs Vigfússonar fyrrum skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem er einn besti sagnamaður á Suðurlandi, verður ekið um Flóann

og komið við á stöðum þar sem draugagangs hefur orðið vart. Þetta er ferð á léttum nótum sem vakið hefur mikla lukku enda er Þór viðfangsefnið hugleikið. Tvisvar á leiðinni rennum við niður bragðgóðum glaðningi svona rétt til að auka tngslin við lifandi og dauða. Ferðin kostar kr. 1.200.- pr. mann en fullt verð fyrir ferðina er kr. 2.900.Ferðina þarf að panta og greiða fyrir hádegi laugardaginn 14. sept. Sjá nánar á vefnun. www.gtyrfingsson.is Galaballið Galaballið verður haldið á Hótel Selfossi með hefðbundnum hætti og er mæting kl. 19:00 laugardaginn 14 sept. Borinn verður fram ljúffengur 3ja rétta hátíðarkvöldverður. Auk hefðbundinnar dagskrár verður boðið upp á skemmtiatriði og dans til kl 03. Verð miða á Galaballið er kr. 4.900.- Miðana þarf að kaupa á skrfistofu þingsins á Hótel Selfoss eða klúbbarnir geta greitt miða fyrir sína félag með gíróseðlinum sem fylgdi þinggjöldunum.

Þingnefnd væntir góðrar þátttöku á Galaballið. Góða skemmtun. Hótel Selfoss Hótel Selfoss er nýtt og glæsilegt hótel búið öllum nútíma þægindum. Á hótelinu eru 80 ný herbergi smekklega búin húsgögnum. Í öllum herbergjum er bað gervihnattasjónvarp, útvarp sími minibar og hárþurka. Auk þess eru 20 eldri herbergi. Á Hótel Selfoss er boðið upp á góða aðstöðu fyrir ráðstefnur og fundi. Þegar hótelið verður fullbyggt verða þar 10 funda og veislusalir af ýmsum stærðum.

Á þinginu höfum við allt hótelið til umráða. Þingið, galaballið, fræðsluna og alla fundi getum við haldið innanhúss, mest 6 fundi í einu. Við höfum skrifstofu fyrir þingnefndina, blaðamanna herbergi og öll tæki og áhöld sem vantar til að halda gott þing. Hótelið mun bjóða Kiwanismönnum fjölbreyttar veitingar í veitingasölum hótelsins. Í hádeginu föstudag og laugardag gefst kostur á ódýru hlaðborði auk þess sam hótelið býður tveggja og þriggja rétta matseðil á góðu verði bæði í hádeginu og á kvökdin.

Frá fræðslunefnd Framundan er fræðsla fyrir embættismenn klúbbanna næsta starfsár og er hún að þessu sinni í tengslum við umdæmisþing á Selfossi dagana 13. - 14. sept. nk. Forsetar mæta til fræðslu fimmtudaginn 12. september að Engjateigi 11 kl. 14:00 sem verður svo framhaldið á föstudag 13. september kl. 09:30 á þingstað á Selfossi, þar verður einnig fræðsla fyrir féhirða og ritara. Þá munu einnig verðandi svæðisstjórar hitta ykkur. Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að allir þeir sem eru að taka við embættum í klúbbunum mæti til fræðslu því það er undirstaða góðs undirbúnings fyrir störf ykkar á næsta starfsári. Nú kann einhver verðandi embættismaður að segja sem svo að það sé engin þörf fyrir sig að koma í fræðslu þar sem hann eða hún séu búin að gegna þessum störfum áður. Þetta er hinn mesti misskilningur því alltaf eru það nú svo að það koma fram nýjar hugmyndir og jafnvel breytingar á skýrslum og ýmislegt annað sem vert er að huga að. Svo er það líka hinn þátturinn. Það er að kynnast innbyrðis verðandi embættismönnum í öðr-

um klúbbum og skiptast á skoðunum. Fræðslunefnd næsta starfsárs er skipuð eftirtöldum kiwanisfélögum Ingibjörg Gunnarsdóttir Sólborg formaður Oddný Ríkharðsdóttir Sólborg Guðmundur Baldursson Ölver Sigurgeir Aðalgeirsson Skjálfandi Guðmundur Hagalínsson Þorfinnur Guðmundur H. Guðjónsson Jörfi Allt þetta fólk er tilbúið til að aðstoða ykkur við fræðslu í klúbbunum ykkar og hvetjum við ykkur til að hafa samband og nýta ykkur nefndina á komandi starfsári. Með Kiwaniskveðju Ingibjörg Gunnarsdóttir, formaður

19


Fréttir frá Hörpu Það hefur ekki verið deyfðin hjá okkur Hörpukonum í vetur. Elliðamenn og fleiri komu í heimsókn til okkar og við höfðum öll gagn og gaman af fyrirlestri Ólafs Stefánssonar verkfræðings frá embætti Gatnamálastjóra um aðgengi fatlaðra í Reykjavík enda verkefnið verðlaunað af Norðurlandaráði. Við stóðum á Garðatorgi þann 1. desember sl. og seldum jólaskreytingar og heimabakað, salan gekk vel og vonandi að við verðum jafn duglegar á næstu aðventu. Jólafundurinn var vel sóttur af félögum og mökum. Ungt par, Áslaug Hálfdanardóttir og Matthías V. Baldursson sem eru að ljúka söng- og tónlistarnámi, sungu og spiluðu fyrir okkur jólalög. Einnig flutti séra María Ágústsdóttir okkur jólahugvekju: „Hvað skiptir máli í undirbúningi jólanna“.

Beiðni kom frá Evrópuskrifstofunni í Gent um að verða móðurklúbbur fyrsta kvennaklúbbsins í Eistlandi og vegna þess hversu fáar við erum, fengum við Emblurnar á Akureyri í lið með okkur og eru báðir klúbbarnir stoltir af að verða til aðstoðar og hvatningar fyrir þennan klúbb í Eistlandi. Heiti klúbbsins er „KINAKE“ og hann er í bænum Keila sem er 25 - 30 km sv af höfuðborginni Tallin. Þið fáið öll tækifæri til að hitta kjörforseta þeirra Liivi Prink á Umdæmisþinginu í haust þar sem við, Hörpur og Emblur höfum ákveðið að bjóða henni í viku dvöl á Íslandi í tengslum við þingið. Farið var í skemmtilegar heimsóknir til Kiwanisklúbbanna Höfða og Sólborgar, en með Sólborgu höldum við sameiginlegan fund á hverju ári, ýmist hjá okkur

eða þeim. Ræðumaður hjá Höfða var Umdæmisstjóri Ingþór H. Guðnason og ræðumaður sem við buðum til Sólborgarkvenna var Árný Helgadóttir íþrótta- og hjúkrunarfræðingur. Svæðisráðstefnan hjá Brú á Keflavíkurflugvelli var mjög fróðleg og skemmtileg og maturinn frábær eins og frægt er í svæðinu. Eftir ráðstefnuna var farið í Keilu í Keiluhöllinni þeirra þarna suðurfrá og við skemmtum okkur allar mjög vel, þó öll verðlaun færu til annarra klúbba. Aðalfundinn var haldinn austur í Grímsnesi í sumarbústað Gunnu Matt., sem á þar aldeilis frábært hús og veðrið lék við okkur þar sem við nutum sólar á skjólgóðum pallinum og héldum hátíðlega inntöku Ragnheiðar G. Þorgeirsdóttur í klúbbinn. Sameiginlegt styrktarverkefni klúbbanna í Kópavogi,

Garðabæ og Hafnarfirði er dansleikur fyrir fatlaða, og tókst hann vel að vanda og glaðir þátttakendur dönsuðu af hjartans list við undirleik Óla Palla. Sumarhátíð Ægissvæðis var haldin suður á Garðskaga í fyrsta sinn að tilhlutan þeirra Hofsmanna í Garði helgina 27. og 28. júní og höfðu þeir lofað okkur góðu veðri. Fjöldi Kiwanisfélaga ásamt fjölskyldum og undirritaðri nutu veðurblíðunnar með þeim félögum þá um helgina. Vil ég hvetja alla til að mæta þarna næst. Nú er Umdæmisþingið framundan og ég vona að við fjölmennum þangað og njótum þessara daga á Selfossi í nýja hótelinu á fljótsbakkanum. Kiwaniskveðjur, Guðrún Valdemars. forseti

Minning:

Sigurður Þ. Tómasson Fallinn er frá góður félagi Sigurður Þ. Tómasson. Það var árið 1973 að okkar kynni hófust er ég gekk í Kiwanisklúbbinn Kötlu. Í fyrstu kom í ljós að maður gekk ekki beint í faðm Sigurðar, fyrst var maður vegin og metinn, en síðan hófst kunningsskapur sem ekki hefur fallið skuggi á. Sigurður var grannur maður beinn í baki, kvikur í hreyfingum en gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Hann lét mann vita að hann var Skagfirðingur og margar sögurnar sagði hann frá dvöl sinn á heimaslóðum og störfum sínum á Hofsósi og á Siglufirði. Eftir að hann flutti suður með fjölskyldu sína stofnaði hann Efnagerð Laugarness sem sá um að útvega landsmönnum hin ýmsu krydd til baksturs og matargerðar. Auk þess gerðist hann umboðsmað-

20

ur ýmissa góðra víntegunda, enda smekkmaður mikill. Árið 1969 gekk hann í raðir Kötlu sem hafði þá starfað í þrjú ár og var það gæfuspor fyrir Kiwanshreyfinguna, m.a var hann forseti Kötlu 1977-1978 auk fleiri starfa fyrir klúbbinn svo sem endurskoðandi klúbbsins og hreyfingarinnar í áratugi. Í þessu öllu var kona hans Maggý Flóventsdóttir sem klettur við hlið hans. Lagði hún oft ýmislegt gott til málanna er við sátum saman yfir kaffibolla eða glasi af góðu víni, og er framtíð kiwanis var rædd

hljóp kapp í Sigurð og setti hann þá upp axlirnar og sagði við drífum í þessu Hilmar þú sérð um framkvæmdina og ég styð þig. Að stuðla að uppbyggingu íslensks samfélags og stuðningur við þá sem minna mega sín var alltaf ofarlega í huga Sigurðar. Sigurður var heimsmaður og hafði gaman af að ferðast meðan heilsan leyfði þegar hann svo kom heim þá hringdi hann og sagði ferðasöguna. Fyrir nokkrum árum hringdi hann eftir utanlandsferð og hló dátt og

sagði að ég gæti aldrei getið upp á hvert hann hefði farið og hvað gert, en í þessari ferð til Englands hafði hann brugðið sér með Ermasundslestinni til Frakklands. Svo sem áður er getið var Sigurður umboðsmaður ýmissa víntegunda og nutu Kiwanisfélagar þess, er þeir voru staddir á Evrópuþingum. Þá stóðu oft stæður af hressingum á hótelum félagana frá þeim hjónum. Margs er að minnast kæri vinur, en eitt er víst að við félagarnir og Kiwanishreyfingin höfum misst góðan félaga sem við munum ávallt minnast með hlýhug. Að lokum viljum við færa ættingjum Sigurðar okkar innilegustu samúð. Hvíldu í friði kæri vinur. fv. Kötlufélaga og maka Hilmar Svavarsson.


Heimsþing Kiwanis Heimsþing KIWANIS var haldið í New Orlaens í Bandaríkjunum dagana 21. 25. júní 2002. Frá Íslandi sóttu þingið: Umdæmisstjóri Ingþór Guðnason, kjörumdæmisstjóri Valdimar Jörgensson og kona hans Arndís Jónsdóttir. Þingsetningin var stórglæsileg skrautsýning að hætti Bandaríkjamanna. Við þingsetninguna voru samankomnir 10.000 KIWANIS félagar og makar þeirra frá öllum heimshornumallir tókust í hendur og þökkuðu fyrir öll þau góðu verk sem við höfum unnið og báðu fyrir börnum heimsins. Það sem mesta ánægju mína vakti við þingsetninguna var afhending viðurkenningar WORLD SERVIS MEDAL auk 10.000$ frá styrktarsjóði KIWANIS. Víetnömsk stúlka Binh Rybacki hlaut styrkinn í ár. Binh kom til Bandaríkjanna 10 ár gömul 1973 í lok Víetnamstríðsins 18 árum seinna fór hún að heimsækja landið sitt, þar blasti við henni mikil eymd, en verst þótti henni hvað ástandið á börnum var slæmt, mörg voru heimilislaus, og allt niður í 10 ára stúlkubörn stunduðu vændi. Binh safnaði peningum í

Valdimar og Ingþór kynna K-daginn fyrir gestum. Bandaríkjunum og stofnaði skóla og sjúkrahús í dag eru reknir 32 staðir til hjálpar börnum þar sem um 4000 börn njóta umönnunar, að vera vitni að þakklæti hennar til KIWANIS hreyfingarinnar snart okkur djúpt. Á þinginu kynntu umdæmin ýmis verkefni sem þau hafa unnið að. Við kynntum K-daginn og vakti framtak okkar til styrktar geðsjúkum mikla athygli. Dagarnir liðu fljótt við hefðbundin þingstörf og fyr-

irlestra þar sem ýmis hjálparsamtök sem eru styrkt af K I WA N I S h r e y f i n g u n n i kynntu starfsemi sína má þar nefna samtök sem styrkja dýnubörn, sem margir klúbbar á Íslandi styrktu fyrir nokkrum árum. Fyrr en varði var komið þinglokum. Þingslitin fóru fram með hefðbundnum hætti, kynningu á næstu heimsstjórn og Umdæmisstjórum. Verðandi Heimsforseti Ido Torres frá Filippseyjum flutti ræðu og hvatti okk-

ur til dáða við að styðja börn heimsins, sem eru hjálparþurfi, það var greinileg að Ido þekkir þetta af eigin raun því að í heimalandi hans er mikið verk óunnið til hjálpar börnum. Heim snerum við ánægð og stolt yfir því að vera Íslenskur hlekkur í þessari keðju sem nær um alla heiminn í anda vináttu og hjálpar. Valdimar Jörgensson Kjörumæmisstjóri.

Öflugt starf í umdæminu Ísland - Færeyjar Á Evrópuþinginu í Montreux 1. júní s.l. varð sá ánægjulegi atburður að Ástbjörn Egilsson, fyrrverandi umdæmisstjóri, Kiwanisklúbbnum Esju, hlaut glæsilega kosningu sem Forseti KI-EF starfsárið 2003-2004. Ástbjörn hefur sýnt það og sannað með störfum sínum til þessa að hann er verðugur fulltrúi okkar og vænta Kiwanismenn í umdæminu Ísland-Færeyjar mikils af störfum hans, á þessum vettvangi.

Ástbjörn Egilsson. Honum eru hér færðar hamingju- og árnaðaróskir og

að sjálfsögðu mun hann fá allan þann stuðning sem hann telur sig þurfa. Í haust tekur við embætti Forseta KI-EF, Grete Hvardal, frá Noregi og því sögðum við fulltrúar 2ja fámennustu þjóðanna í Evrópusambandinu, að víkingarnir tækju völdin! Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessum 2 víkingum gengur við að auka veg og virðingu Evrópusambandsins.

Annar skemmtilegur atburður varð á þinginu þegar fráfarandi umdæmisstjóri Gísli H. Árnason var kallaður til og tilkynnt að umdæmið Ísland-Færeyjar hefði hlotið sæmdarheitið Fyrirmyndarumdæmi. Gísla og fráfarandi umdæmisstjórn óska ég til hamingju með útnefninguna um leið og þökkuð eru þeirra störf. Ingþór H. Guðnason. Umdæmisstjóri. 21


Heimsforseti á Íslandi! Mánudagsmorguninn 12. ágúst s.l. kom Forseti Kiwanis International, Hr. Brian Cunat, í 3ja daga heimsókn til Íslands. Ég spurði Brian, fyrir ári síðan, hvort heimsókn til Íslands væri á hans áætlun og svaraði hann neitandi en bætti við að ef klúbbur yrði stofnaður á starfsárinu kæmi hann! og það gekk eftir. Þar sem vandamál kom upp með áritanir í passa Brians, vegna ferða hans til Austur Evrópu, var ekki ljóst hvenær hann kæmi hingað fyrr en deginum áður og tími því lítill til að skipulagningar. Ég sótti hann til Keflavíkurflugvallar snemma á mánudagsmorgni og ók honum á Hótel Holt svo hann gæti hvílst eftir flugið. Eftir hádegi fórum við suður á Reykjanes og skoðuðum raforkuverið á Svartsengi, en í kjallaranum er stór fróðleg og skemmtileg sýning um jarðhitann og sögu Reykjaness. Það vita ekki allir um þessa sýningu, sem öllum er opin og virkilega þess virði að skoða. Síðan fórum við og hittum forseta Brúar, Önnu Maríu og Guðmund Pétursson fyrrv. umdæmisstjóra sem sýndu okkur og gengu með okkur yfir brúna milli heimsálfa. Þaðan var svo haldið út að Reykjanesvita og náttúran og fuglalífið skoðað.

22

Á þriðjudagsmorgni fórum við Brian í hvalaskoðunarferð frá Hafnarfirði en hann hafði látið í ljós ósk um það. Þó ferðin væri ekki löng sáum við nokkra hvali og ekki þurfti að stíga ölduna, í rjómalogni. Eftir það lögðum við leið okkar upp í Mosfellsbæ þar sem hann keypti ullarpeysur fyrir konu sína og dætur. Þar sem Brian hefur áhuga á olíumálverkum eyddum við talsverðum tíma í Gallerí Fold og hreyfst hann mjög af verkum Íslenskra málara, sérstaklega af meistara Kjarval. Fyrir hádegi miðvikudag skoðuðum við Dómkirkjuna í

Reykjavík, undir leiðsögn Ástbjarnar Egilssonar og síðan var haldið til Keflavíkurflugvallar á hádegisverðarfund hjá BRÚ. Í bakaleiðinni var svo stoppað í Perlunni og útsýnisins notið. Kl. 17 vorum við mættir, ásamt Ástbirni Egilssyni verðandi Evrópuforseta til Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, á Bessastöðum og með okkur „hirðljósmyndari“ kiwanis Björn Pálsson, ljósmyndari í Heklu. Ólafur Ragnar kom ekki af fjöllum í umræðum um verkefni kiwanishreyfingarinnar og bað fyrir kveðjur og þakkir til íslenskra kiwanisfélaga fyrir þeirra störf. Brian heimsforseti færði Ólafi Ragnari litla koparstyttu að gjöf en hún var sérstaklega gerð með einkunnarorðin „Börnin fyrst og fremst“ í huga og er af manni sem leiðir barn sér við hönd. Falleg gjöf sem væntanlega verður til sýnis gestum forsetans. Kl. 19.00 mættum við í Kiwanishúsið að Engjateig 11 og blandaði heimsforseti geði við íslenska Kiwanismenn og sat síðan sumarfundinn og hélt þar ræðu. Guðmundur Pétursson,

svæðisstóri Þórs, kynnti heimsforseta Brian Cunat, fyrir fundarmönnum og kom þar eftirtalið fram: Brian er fæddur í Bandaríkjunum 1956, móðir hans af norskum en faðir hans af pólskum ættum. Hann gekk í Kiwanishreyfinguna árið 1976, er kvæntur japanskri konu, Miki og eiga þau 2 dætur. Eiginkonan, dæturnar og aldraður faðir hans eru öll kiwanismenn. Brian hefur tekið virkan þátt í að stofna tæpleg 50 klúbba og hefur mælt með 500 nýjum félögum. Ísland er 43 landið sem hann heimsækir, frá því hann tók við embætti heimsforseta 1. október í fyrra og samkvæmt áætlun hans verða þau orðin 51 þegar hann lætur af störfum. Brian er umsvifamikill viðskiptajöfur sem á og/eða rekur tugi fyrirtækja. Þar sem orð hans eiga alveg sérstakt erindi til okkar vil ég koma ræðu hans til skila. Hann flutti sína ræðu blaðalaust og styðst ég því við þá punkta sem ég hripaði niður, sem sagt „lausleg þýðing“. Hann hóf mál sitt á því að segja að félagaaukningin á


síðasta starfsári hefði verið um 7.000 og að á þessu ári liti út fyrir enn meiri aukningu eða allt að 20.000!. Hann benti á að í mörgum „nýjum“ löndum væri nú unnið að stofnun klúbba og að klúbbum utan umdæma fjölgaði jafnt og þétt t.d. í fyrrum Austantjaldslöndunum og Eystrasaltslöndunum. Hann sagði frá því að á nýafstöðnu heimsþingi í New Orleans hefði Malasía orðið fullgilt umdæmi og að umdæmum í Evrópu myndi fjölga um 3 til 4 á næstu árum. Í allmörg á hefur félögum fækkað í Norður Ameríku en síðustu 2 ár hefur orðið aukning og eru 4 umdæmi til viðbótar í undirbúningi í USA. Hann sagði að langflestar af 86 kiwanisþjóðunum, hefðu sent peninga í 11. sept. söfnunina og að þeim 2 milljónum dala sem söfnuðust hefði verið úthlutað til barna sem misstu foreldri eða foreldra þennan hörmungadag. Hann þakkaði fyrir framlögin og fagnaði þeirri samstöðu og samúð sem sýnd væri. Hann minntist á Joð-verkefnið og sagði að takmarkinu, sem sett var í upphafi, væri náð og nú væri búið að úthluta 86 milljónum USD í þetta verkefni sem hefði vakið heimsathygli og Sameinuðu þjóðirnar liti á Kiwanis sem einn sinna traustustu bakhjarla. Lokatakmarkinu væri þó ekki náð því enn væru tæp 15% jarðarbúa sem ekki fengju nægilegt joð í fæðu sinni, svo áfram yrði haldið.

Hann sagði frá því að hans fyrsta heimsókn til Íslands hefði verið árið 1995 þegar hann sat fund heimsstjórnar, undir forsæti Eyjólfs Sigurðssonar, í Reykjavík. Snemma á þessu starfsári fór hann í heimsókn til kiwanismanna í Noregi og notaði tækifærið til að skoða æskustöðvar móður sinnar. Hann sagðist lengi hafa vitað að Íslendingar ættu besta hlutfall í heimi hvað varðar fjölda kiwanismanna, miðað við íbúafjölda, en það segði þó auðvitað ekki allt. Í Noregi væri meðalaldur félaga orðin 63 ár og meðalaldur íslenskra kiwanismanna kannski ekki mjög mikið lægri!? Hann benti á að ef Norðmenn tækju sig ekki á og

finndu leið til þess að fá ungt fólk til starfa væri sjálfgefið að umdæmið yrði á endanum sjálfdautt! Brian sagði að innan heimsstjórnar væri nú skilningur á því að leggja bæri áherslu á að halda félögum um leið og unnið yrði að því að fá yngra fólk til liðs við hreyfinguna í stað þess að gera stöðugt kröfur um fjölgun klúbba. Að lokum sagði hann frá mjög athyglisverðu verkefni Kiwanisklúbbsins í Hay River. Þar í bæ höfðu menn mjög miklar áhyggjur af óeðlilega háu sjálfsmorðshlutfalli ungmenna en aðeins helmingur þeirra lifði það að verða tvítugur! Kiwanisklúbburinn brá á það ráð að reisa „unglingaathvarf“ sem var opið frá morgni til miðnættis og engum fullorðnum hleypt inn nema 1 kiwanismanni sem sá um að allt færi skikkanlega fram og til hans gátu unglingarnir leitað með hvað sem var, í fullum trúnaði. Unglingarnir notuðu sér þessa þjónustu óspart og eftir 2 ár var sjálfsmorðshlutfallið komið niður í 5%. Þar sem þessi klúbbur var mjög einangraður voru þeir hvattir til að stofna klúbb í Yellow River og verður hann vígður í október n.k. Heimsforseti endaði ræðu sína með því að

fullyrða að allt sem við ætlum okkur gætum við framkvæmt! Eldsnemma á fimmtudagsmorgni ók ég svo þessum viðkunnanlega og dugmikla heimsforseta til Keflavíkurflugvallar en hann flaug héðan til Frankfurt til viðræðna við þýska kiwanismenn og síðan var förinni heitið til Makedóníu og víðar. Hann var mjög ánægður með dvöl sína hér og lét þess getið að hann langaði til að koma enn einu sinni til Íslands og eyða hér nokkra vikna fríi með fjölskyldu sinni og lofaði ég honum að sjálfsögðu aðstoð okkar við þann undirbúning, ef hann vildi þiggja. Ég vissi það fyrir að hann hreyfst mjög af störfum Eyjólfs Sigurðssonar en Eyjólfur var heimsforseti þegar Brian var fyrst kjörinn í heimsstjórnina. Eftir þessa heimsókn er ég þess fullviss að hann metur Ísland meira en áður og að hann mun láta þess sérstaklega getið, á ferðalögum sínum, hvað fámennar þjóðir, eins og Íslendingar og Færeyingar geta áorkað. Ingþór H. Guðnason. umdæmisstjóri.

23



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.