34arg 1tbl desember 2003

Page 1

34. árg. • 1. tbl. • Desember 2003


KIWANISFRÉTTIR

Ritstjórapistill Ágætu Kiwanisfélagar! Þá hefur fyrsta tölublað Kiwanisfrétta undir minni stjórn litið dagsins ljós. Ekki var fæðingin auðveld og gekk frekar erfiðlega að fá efni í blaðið en um síðir fór að rofa til. Kiwanisklúbburinn Hekla reið á vaðið með sína miklu grein um 40 ára sögu klúbbsins og á endanum hafðist efni í þetta blað. Þó hefði ég viljað fá greinar frá fleiri klúbbum en þær koma síðar og skora ég á ykkur að vera duglegri að senda efni í

næsta blað. Það er erfitt að taka við af Þyrí Mörtu sem hefur staðið sig frábærlega vel við útgáfuna á Kiwanisfréttum í þrjú ár og verður henni seint nógsamlega þakkað fyrir það góða starf. Ég geri þetta ekki einn því líf blaðsins byggist á því að þið verðið dugleg að miðla upplýsingum til annarra á síðum þess um klúbbana, hreyfinguna og ykkar líf í starfi og leik. Verum samtaka í því að byggja upp Kiwanishreyfing-

una og auka veg hennar og virðingu eins og hver best getur, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Okkur vantar fleira gott fólk í okkar raðir og þá mun okkur vel farnast. Ég óska öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Kiwanis fyrir alla.

Finnur Baldursson ritstjóri Kiwanisfrétta

Verður oss ætíð af verkunum minnst. Í vitleysu lát þig ei teyma. Sameinuð stöndum og sigur þá vinnst og sagan mun verk okkar geyma.

Hugleiðing á jólum 2003 Hér um daginn, rakst ég á vísur nokkrar, sem mér fannst svo, þegar ég settist niður til að setja þessar línur á blað, ættu vel við nú á jólum, og læt ég þær því hér með flakka: Mikaels frá messudegi miðar góu til í Syðra-Firði sólin eigi sést það tímabil. Og að þreyja í þessum glugga þykir mörgum hart, samt er á þínum sálarglugga sæmilega bjart. Þessar vísur orti gamall bóndi, sem bjó á einum þeirra staða á landinu, þar sem þverhnípt fjöll þrengja að og byrgja sólarsýn næstum hálft árið. Það er mikið æðruleysi

að finna í orðum þessa manns, sem hann bindur í hendingar að góðum íslenskum sið. Fyrir honum er það ekki minna atriði, að eiga sálarsýn en sólarsýn hér á norðurslóðum. Það sem skiptir í raun máli er, að lofa voninni að breyta í huga myrkri í ljós. Lofa ljósinu að lýsa, þó úti sé myrkur. Láta ekki sálargluggann frjósa, fenna í kaf og myrkvast þegar kólna tekur og birta daganna bregst, heldur kveikja ljós. Til þess að svo geti farið, þurfum við oft á tíðum ytra áreiti, orð meðbróður, samfélag, hlýju. Það vantar eldinn, til að kveikja á kertinu. Sá eldur er okkur hér á norðurslóðum, sem þekkjum myrkrið svo vel, fagnaðarerindið um fæðingu frelsarans.

Kiwanisfréttir 34. árg. • 1. tbl. • Desember 2003

2

Sr. Örnólfur á Skútustöðum í Mývatnssveit

Að eiga sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó. Að gefa rúm í sálartetrinu, til að vera til, finna til, skynja

sig sem lifandi manneskju, er jafn nauðsynlegt og að draga andann, að finna sig einhverjum virði og þó fyrst og fremst sjálfum sér. Inn í hið ytra frost og kulda skína jólin sem sólargeisli, logi til að kveikja á kertinu. Blessuð jólin, þessi fagri indæli gróðurreitur í kaldri eyðimörk vetrar og myrkurs, glampinn í augum barnanna, stundin, þegar við leyfum okkur að brjóta upp hversdaginn og halda hátíð. Þau koma til okkar sem hlýtt faðmlag frá himnum og boða okkur fyrirheit, sem kveikir sumar innra fyrir, til hjálpar til að þreyja þorrann og góuna. Ekkert stendur þó kyrrt, þó að jólin í eðli sínu hafi flutt okkur sígildan boðskap í tvö

Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Aðalgeirsson, umdæmisstjóri Ritstjóri: Finnur Baldursson Ritnefnd: Finnur Baldursson, Jón Óskar Ferdinandsson og Jörgen Þorbergur Ásvaldsson Forsíðumynd: Finnur Baldursson af Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit Prentvinnsla: Ásprent


KIWANISFRÉTTIR

þúsund ár og hver veit hve lengi. Sá sígildi boðskapur er þó kominn til að vera að eilífu. Það var vel til fundið fyrrum, að tengja saman ljósahátíðina, til að fagna vetrarsólstöðum, við fæðingu Frelsara okkar í sveinbarni í jötu í Betlehem. Hann er vissulega sem rísandi sól, sem lýsir upp og hrekur myrkrið á flótta. Já, ekkert stendur kyrrt. Jólin koma inn í síbreytilegan heim. Á tíðum er eins og við stöndum inni í kjörbúð lífsskoðana og okkar sé það eitt, að ganga inn og tína út úr hillunum og setja saman að okkar eigin vali og geðþótta. Hér á Íslandi höfum við vissulega orðið vör við þessa “Kjörbúðamenningu”. Fólk sameinast að vísu um fögnuð jólanna, en að baki er ekki endilega sami hjartsláttur, sama sýn út til veraldarinnar. En þessi fjölhyggja færir vissulega ýmislegt gott með sér. Okkur verður betur ljóst, um hvað málið snýst, hvað er grundvallaratriði og hvað er, segjum: atriði sem hafa minna vægi. Það rennur þá upp fyrir mörgum, að trúin er gjöf, sem ber að varðveita vel og jólin er ein fegursta mynd þeirrar gjafar og jólagjafir og jólakveðjur eru tjáning okkar á þeim guðlega kærleika, sem að baki er. Kjarna trúarinnar getum við tjáð, með orðunum: kærleikur, miskunn, náð og fyrirgefning, sem vísar nátturulega út fyrir orðin til athafna. Hver sem trúarsannindin eru, þá er ljóst, að trúin er gjöf. Fyrirheit trúarinnar eru gjafir skæra ljóssins, afla sem sýna sig

aldrei betur og innilegar en í Jesúbarninu um jólin og trúararfurinn sjálfur, trúarþelið í sálu sérhvers manns, er einnig gjöf, sem hefur farið um hendur kærleiksríkrar móður og föður eða ömmu og afa til niðja sinna. Þessa gjöf verðum við að varðveita vel, já e.t.v. nú enn betur en fyrrum vegna þess að veröldin er ekki endilega hin sama og fyrrum. Hinn sanni kjarni, sem er og varir verður að hitta fyrir manneskjuna, í aðstæðum sínum, lífi og áhyggjum og lifa þar sem kertalogi í myrkrinu. En sá logi þarf á tíðum á því að halda að sett sé skjól utan um hann fyrir aðsteðjandi vindum. Það er hægt að slökkva á kertinu. Hjartsláttur jólanna er hjartsláttur lífsins afla, hjartsláttur þeirra afla, sem að endingu sigra allt. Hjarta þess veruleika eru jólin, blóðið þróttmikið innihald og fyrirheit trúarinnar, æðarnar annir daganna. Við leitum svara við áleitnum spurningum um lífið og tilveruna, en viljum á tíðum fremur leita svarsins í flókinheitunum uns við týnum okkur sjálfum, heldur en í hinu einfalda. Við leitum langt yfir skammt. Ég er á því, að svarsins sé að leita í litlu sveinbarni, sem fæddist í Betlehem fyrir um tvö þúsund árum. Sá kærleikur, sem hann boðaði, eigum við að koma í framkvæmd, með því að færa hvert öðru hjálp, veita hvert öðru umhyggju, vera hvert öðru eins og fólk, ekki í flærðarskap né undir-

hyggju, nei ekki eins og manneskjur, sem þurfa að þykjast og koma ekki hreint fram, heldur sem hreinar og ærlegar manneskjur, sem takast á við eigin minnimáttarkennd og stundum ranghugmyndir, til að geta verið sjálfu sér og öðrum sátt og þannig almennilegt fólk. Við viljum á jólunum í gjöfum okkar tjá í verki endurspeglun hinnar stóru gjafar, sem okkur í raun hlotnast ár hvert á jólunum, Jesúbarnið í jötunni í fölskvalausu sakleysi sínu. Jólin boða okkur og kenna um frelsið, merkingu lífsins og auðmýktina. Sé maðurinn tilbúinn að beygja hné sín, tekur hann fyrst að rísa til hæstu hæða. Frelsi fagnaðarboðskaparins, er boðskapur þess, að okkur stendur opin faðmur þess, sem hefur sigrað öfl illskunnar og við erum ekki þrælar hverfular tísku þess heims, sem færir okkur sífelld ný lífsgildi á kjarapöllum. Að lífið hafi merkingu, sjáum við og skynjum, þegar við hugleiðum boðskap jólanna, að Guð tók skrefið og steig niður til okkar og á við okkur hér og nú, enn í dag orð í Kristi. Auðmýktin er boðskapur um, að valdið er í hinu smáa og saklausa. Okkar rökleiðslurammi er svo óendanlega takmarkaður. Þegar við tökum að trúa á hann, sem hinn eina algilda ramma,

erum við búin að takmarka athafnir Guðs við okkar þekkingarramma og það kann ekki góðri lukku að stýra. Endastöðin hlýtur að verða í okkar eigin fílabeinsturni, eða Babelsturni, hverju nafni sem við annars nefnum það. Hrokinn snýst um sjálfan sig. Kærleikurinn um aðra. Þetta er boðskapur jólanna. Lífið er okkur gefið af þeim, sem hefur sigrað. Það hefur merkingu og innihald og er sannast lifað og flutt meðal manna, þegar við sýnum auðmýkt og kærleika í verki. Óttumst ekki, reynum að gefa, leiða og styðja þá sem rata í ógöngur hver eftir sínum efnum og anda. En gleymum ekki Guði og frelsaranum - hvorki í velgengni né mótlæti. Enn mun Drottinn veita gleði inn í hugskot manna, hugga veika og volaða og opna hjörtu sem áður hafa verið lokuð fyrir óendanlega dýrðmætum ástgjöfum hans. Minnumst orða skáldsins: Í skjólin fýkur, og yfir lýkur, en einn er slíkur að samt hann ríkir og drottnar A.Bj.

Guð gefi okkur öllum gleðileg jól! Með Kiwaniskveðju! sr. Örnólfur á Skútustöðum Mývatnssveit

Ferðanefnd óskar öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra

Gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi ferðaárs og minnir í leiðinni á lokafrestinn til að bóka sig í ferðina á Evrópuþing Kiwanis í Köln í vor sem rennur út 15. janúar 2004 o g s e n d i r ö l l u m f e r ð a f é l ö g u n u m í f e r ð i n n i í f y r r a k æ r a r k v e ð j u r.

3


KIWANISFRÉTTIR

Eflum Umdæmið og klúbbana með markvissu starfi Kæru vinir Nú þegar nýtt starfsár er rétt byrjað, ber að horfa til framtíðar með stöðuga uppbyggingu í huga, það gerum við með því að setja okkur markmið og vinna að stefnumótun til fimm ára í senn, sem síðan eru endurskoðuð, lagfærð og bætt á hverju ári, ef við fylgjum þessu eftir verður allt starf innan Kiwanis miklu markvissara og léttara.

hafa Kíwanisfélagar lagt sig fram um að kynna starfsemi sína hver í sínu sveitarfélagi. Í Kiwanisumdæminu Ísland Færeyjar eru í dag 44 klúbbar þar af 3 í Færeyjum með um 1000 félögum.

Sigurgeir Aðalgeirsson, Umdæmisstjóri

Tilgangur okkar Kiwanisfélaga er að ná árangri, það gerum við með því að setja okkur háleit markmið. Auðvitað er það svo að klúbbar vinna misjafnlega að sínum málum, og svoleiðis á það að vera. En háleit markmið gera okkur öllum kleift að keppa að góðum málefnum. Við þurfum líka að gera Kiwanisstarfið skemmtilegt, það gerum við m.a. með því að skapa vináttu manna á meðal og að hafa fjölskylduna með í sem flestu. Mikilvægt er að við Kiwanisfélagar heimsækjum hverjir aðra á klúbbfundi, sækjum Svæðis-

ráðsstefnur og Umdæmisþing. Þetta gefur okkur svo mikið, með kynnum við nýja Kiwanisfélaga og gefur okkur yfirsýn yfir það hvað aðrir klúbbar eru að gera. Á þessu starfsári fagnar Kiwanishreyfingin 40 ára starfsafmæli, en fyrsti klúbburinn var Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykjavík sem var stofnaður 14. janúar 1964. íÍ tilefni af þessu mun þessara tímamóta verða minst 14. og 17. janúar n.k. Í þessi 40 ár hefur Kiwanis unnið að heilbrigðu mannlífi, af hugsjón og mannkærleika, auk þess

Kiwanishreyfingin er alþjóðahreyfing, með klúbba í 88 þjóðlöndum og telur um 600 þúsund félaga í Kiwanisfjölskyldunni sem starfar undir kjörorðinu “Hjálpum börnum heims”. Við erum þátttakendur í þessari alheimshreyfingu og þar eru engin landamæri til þegar neyðin kallar. Nú fer sá tími í hönd sem mörgum er erfiður, einstaklingar og fjölskyldur sem eiga við veikindi að stríða eða hafa misst ástvin, kvíða þessum tíma og aðrir sem telja sig ekki geta tekið þátt í lífsgæða kapphlaupinu. Við Kiwansifélagar getum og eigum að létta undir með þessu fólki með því að líta í kringum okkur, hvert í sínu byggðalagi og rétta því hjálparhönd, því oft þarf ekki mikið til að létta undir og gleðja þetta fólk.

Nú á aðventunni, um jól og áramót eru flestir Kiwanisklúbbar með sínar aðalfjáraflanir, sem eru af mörgum toga, t.d. sælgætissala, perusala, jólatréssala og flugeldasala svo eitthvað sé nefnt. Í flestum tilfellum hafa þessar fjáraflanir gengið vel, það er ekki bara okkur Kiwanisfélögum að þakka, heldur samborgurum okkar sem hafa sýnt málstað okkar skilning og lagt sitt af mörkum til að gera þeim sem minna mega sín lífið bærilegra, fyrir þetta erum við í Kiwanisfjölskyldunni þakklát. Kæru vinir. Að lokum óska ég ykkur kæru Kiwanisfélagar velfarnaðar í starfi á komandi ári, ég óska ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jólahátíðar, Guðsblessunar og farsældar á nýju ári, með innilegri þökk fyrir árið sem er að lýða.

Fræðslunefnd óskar öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra

„Kiwanis fyrir alla” Sigurgeir Aðalgeirsson, Umdæmisstjóri

gleðilegrarog farsæls jólahátíðar komandi árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og ósk um gott Kiwanisár

á komandi ári 4


KIWANISFRÉTTIR

Kiwanisklúbburinn Hekla

40 ára l4. janúar 2004 Kiwanisklúbburinn Hekla var stofnaður l4. janúar l964 og þar með byrjaði það öfluga starf, sem Kiwanishreyfingin á Íslandi og í Færeyjum hefur lagt fram og verið brautryðjandi að í 40 ár. Það er af mörgu að taka, aðstoð við börn, eldri borgara, blinda, geðsjúka, fatlaða, vímuefnaneytendur og gjafir í formi hjúkrunar, endurhæfingar og lækningatækja o.fl.. Það má segja að engin mál séu Kiwanisklúbbum óviðkomandi ef þau eru góð fyrir einstaklinga eða þjóðfélagið. Hvernig byrjaði þetta allt? Það má lesa úr fundargerðarbókum Heklu, sem Lýður Björnsson, sagnfræðingur tók saman fyrir 20 ára afmæli Heklu og kemur hér á eftir úrdráttur úr þeirri sögu. Félagar úr Kiwanishreyfingunni koma úr ýmsum starfsstéttum. Í ritinu Kiwanis Club Manual eru eftirfarandi starfsstéttir nefndar. Starfsmenn í landbúnaði, viðskiptum, byggingarstarfsemi og við stofnanir, listaog vísindamenn, starfsmenn við stjórnsýslu, sérfræðingar, iðnmenntaðir menn og aðrir þeir, sem hlotið hafa starfsmenntun, og síðast en ekki síst eftirlaunamenn. Listinn er lengri en hér kemur fram, en þetta eru helstu stéttir, sem þar eru taldar upp.

þessum árum hafði Einar A. Jónsson, gjalkeri hjá Sparisjóði Reykjavíkur, einkaleyfi á fegurðarsamkeppni Íslands. Slík keppni fór hér fram árlega, en síðan tóku sigurvegararnir þátt í fegurðarsamkeppni á Langasandi (Long Beach) í Florída. Þátttaka sumra hinna íslensku stúlkna vakti athygli, enda unnu þær til verðlauna, svo sem María Guðmundsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir á árunum 196l-l963, en Guðrún bar sig-

Tæki til brjóstholsrannsókna gefið 1964 til Landsspítalans.

Vígsluhátíð Heklu 1964.

Kiwanishreyfingin á Íslandi. Fram hefur komið, að árið l962 var ákveðið að stofna Kiwanisklúbba utan Bandaríkjanna. Hilmar Skagfield aðalræðismaður býr í Tallahassee í Floridafylki og var meðlimur í The Kiwanis Club of Capital City. Honum kom til hugar að reyna að fá stofnaðan Kiwanisklúbb á Íslandi, en tengilið skorti. Á

Börn og félagar Heklu og Kötlu á sumardaginn fyrsta í Súlnasal Hótels Sögu.

ur úr býtum í keppninni. Einar ferðaðist til Florída í tengslum við keppnir þessar og var kynntur í fjölmiðlum. Vakti þetta athygli Hilmars á Einari, enda varð úr, að hann ritaði Einari og kynnti honum fyrrnefnda hugmynd. Bréf þetta fékk Einar í hendur í októbermánuði árið 1962. Hann stundaði á þessum árum gufubað vikulega ásamt fjórum mönnum öðrum. Eyjólfi Hermannssyni, Halldóri Magnússyni, Hermanni Helgasyni og Pétri Hjaltested. Mun hugmyndin hafa verið tekin til umræðu í gufubaðinu, og ákváðu þeir félagar að kanna hana betur. Upplýsinga var aflað hjá aðalstöðvum Kiwanis í Chicago og ráðist í að þýða reglur hreyfingarinnar. Kom þá í ljós, að þar var ýmislegt, sem ekki samræmdist aðstæðum á Íslandi. Þessu var breytt, enda reyndust breytingarnar vera innan þess ramma, sem grundvallarreglur hreyfingarinnar mörkuðu. Hópur þessi, sem reyndar nefndi sig undirbúningsnefnd, hélt síðan fund hinn annan nóvember 1963. Þar var síðasta hönd lögð á þýðingu á reglum Kiwanis, gerðar tillögur um skipun nefnda og stjórnar og nafn á klúbbinn. Undirbúningsnefnd var sammála um að leggja til, að þessi klúbbur og aðrir sams konar á Íslandi skyldu taka nafn af eldfjöllum. Þótti því við hæfi, að hinn fyrsti þeirra tæki nafn af þekktasta eldfjallinu, Heklu. Eyjólfur Hermannsson hefur greint þeim er þetta ritar frá því, að Árni Jónsson hafi starfað talsvert að undirbúningi ásamt fyrrnefndum fimmmenningum. Hann hefur ennfremur skýrt frá því, að aðalstöðvar hreyfingunnar hafi í bréfi til undirbúningsnefndar tekið fram, að

5


KIWANISFRÉTTIR

lýðræðisstjórnarfar yrði að vera í þeim löndum, þar sem Kiwanisklúbbar störfuðu. Undisbúningsnefnd svaraði því til, að Íslendingar væntu ekki mikils fróðleiks um lýðræði frá aðalstöðvunum, enda hefðu þeir 1000 ára reynslu af þessu stjórnarformi. Fulltrúi frá aðalstöðvunum mun hafa vitnað til þessara orða á hinum opinbera stofndegi klúbbsins. Undirbúningsnefnd boðaði síðan til stofnfundar í Þjóðleikhúskjallaranum hinn 9. nóvember árið 1963. Stofnendur voru þrjátíu og sátu 22 þeirra fundinn. Fundurinn samþykkti reglur fyrir klúbbinn, sem nefnast skyldi Kiwanisklúbburinn Hekla, erlent nafn The Kiwanis Club of Iceland Hekla. Talið var víst, að klúbburinn mundi heyra undir Floridaumdæmið Kiwanishreyfingarinnar. Að svo búnu var kosið í fyrstu stjórn Heklu, en hún var skipuð eftirtöldum mönnum. Einar A. Jónsson forseti, Halldór G. Magnússon varaforseti, Einar Egilsson erlendur ritari, Óskar Lillindal innlendur ritari, Eyjólfur Hermannsson féhirðir, Pétur Hjaltested gjaldkeri, og meðstjórnendur þeir Árni Jónsson, Ásmundur Einarsson, Geirharður Siggeirsson. Hermann Helgason, Hinrik Thorarensen og Páll H. Pálsson. Stofnun Heklu miðast við l4. janúar árið l964 en ekki 2. nóvember 1963. Orsökin mun sú, að fyrrnefnda daginn samþykkti fulltrúi hinnar alþjóðlegu hreyfingar stofnun klúbbsins og reglur hans. Tvær breytingar voru þá gerðar á reglum þeim, sem samþykktar höfðu verið hinn 2. nóvember, hið erlenda nafn klúbbsins skylldi vera The Kiwanis Club of Reykjavík, Hekla, og klúbbfundir skyldu haldnir vikulega. Einar Jónsson forseti virðist hafa talið líklegt, að klúbbfélagar teldu vikuleg fundahöld fullmikið af svo góðu, og lýsti því

6

um var formlega afhent stofnskrárskjal (Chaarter). Fram hefur komið, að stofnendur Heklu voru þrjátíu, en rúmlega einu ári síðar eða í maímánuði árið 1965 voru meðlimir orðnir 50. Síðan hefur meðlimum Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi fjölgað mikið, enda hafa margir nýir klúbbar verið stofnaðir. Sú þróun verður ekki rakin hér og látið nægja að vísa til meðfylgjandi töflu um það atriði. Tvö ár liðu frá stofnun Heklu, uns annar Kiwanisklúbbur var stofnaður á Íslandi. Katla. Síðan hefur klúbbum fjölgað jafnt og þétt, misjafnt þó eftir árum. Flestir nýir klúbbar munu hafa verið stofnaðir á árunum 1972 og l976. Fyrstu árin eftir að farið var að stofna Kiwanisklúbba í Evrópu var ekki um samtök þeirra að ræða. Þetta breyttist árið 1965, en þá var haldið þing Kiwanisklúbba í Evrópu í Basel í Sviss. Tveir fulltrúar Heklu sóttu þing þetta. Bjarni Ásgeirsson forseti og

Frá afhendingu lyftu fyrir fatlaða á Bjarkarási.

Sumarferð með eldri borgara á Hrafnistu.

yfir, að stjórnin mundi uppfylla þetta skilyrði með því að hittast á veitingastað þá viku, sem almennir klúbbfundir væru ekki haldnir. Í ljós kom á fundi þessum, að Hekla skyldi heyra undir höfuðstöðvar samtakanna, en ekki undir Floridaumdæmið. Loks afhenti fulltrúinn frá höfuðstöðvum reglunnar öllum meðlimum Heklu merki Kiwanisreglunnar og forseta gullmerki með árituninni „president” (forseti). Hekla greiddi inntökugjald í Kiwanisregluna á fundi þessum, 100 dollara, en auk þess skyldi 3 1/2 dollari af árgjaldi hvers meðlims renna til höfuðstöðvanna. Kiwanisklúbbar verða ekki stofnaðir án frumkvæðis frá starfandi klúbbi, sem nefnist móðurklúbbur hins nýstofnaða, og samþykkkis reglunnar. The Kiwanis Club of Capital City í Tallahassee í Florida er móðurklúbbur Heklu og

Fjöldi Kiwanisklúbba og Kiwanismeðlima Á Íslandi 1965-1983 Ár 1965 1969 1972 1978 1983

Fjöldi klúbba 1 5 20 32 39

hefur oft sýnt það í verki. Dæmi um slíkt verða rakin síðar, en hér skal þess getið, að fulltrúinn frá aðalstöðvunum, hr. Fred Winebreenner, afhenti Heklu á fundinum hinn l4. janúar árið l964 gjafir frá móðurklúbbnum, ræðupúlt, fundarbjöllu (áletraða), fundarhamar, gestabók, tvær leðurtöskur, sem ætlaðar voru forseta og ritara, og spjaldskrártösku. Þóttu þetta veglegar gjafir. Kiwanisklúbburinn Hekla var síðan formlega fullgiltur hinn l2. maí árið l964, er klúbbn-

Fjöldi meðlima 50 205 673 1050 l239

Einar A. Jónsson, fyrverandi forseti. Norðmenn lögðu til á þinginu, að Danmörk, Ísland og Noregur mynduðu sérstakt umdæmi innan Evrópudeildar Kiwanis. Tillagan var samþykkt. Samtök Kiwanisklúbba þessara landa voru mynduð á fundinum. Nefndust þau Skandinavía. Einar A. Jónsson var kosinn fyrsti svæðisstjóri Skandinavíu. Alþjóðasamband Kiwanis samþykkti stofnun Evrópusambands veturinn 1965-1966, en formlega var gengið frá


KIWANISFRÉTTIR

henni á þingi í Zürich árið 1968. Ákveðið var á Evrópuþingi í Vínarborg árið 1965 að skipta Evrópu í sex umdæmi, og skyldu Norðurlöndin, Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð, mynda eitt þeirra. Finnland var utan þessara samtaka, enda starfaði þar enginn klúbbur á þessum árum. Fram hefur komið, að stofnendur Heklu voru 30 og að félagar voru orðnir 50 þegar á árinu 1965. Þeim fjölgaði síðan allhratt og voru orðnir 85 á árinu 1967. Hér er átt við fullgilda meðlimi, en að auki voru allmargir á biðlista. Þessi meðlimafjöldi hélst fram yfir 1970, og var Hekla þá fjölmennasti Kiwanisklúbbur í Evrópu. Nokkuð dró úr meðlimafjölda, er fleiri klúbbar tóku til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir voru 63 á starfsárinu 1977-1978 og 54 á starfsárinu l982-1983.

Börn Heklu Efling Kiwanishreyfingarinnar er markmið sérhvers klúbbs . Klúbbarnir beita sér því fyrir stofnun nýrra klúbba, en nýr klúbbur verður því aðeins stofnaður, að nægilegur fjöldi meðlima fáist, hér um 20 hin síðari ár a.m.k. Nýr klúbbur verður ekki stofnaður utan til komi frumkvæði frá eldri klúbbi, sem oftast er nefndur móðurklúbbur hins yngri. Móðurklúbbur skal miðla afkvæminu af reynslu sinni og fleyta því yfir byrjunarörðugleika. Hekla er fyrsti Kiwanisklúbbur, sem stofnaður var á Íslandi. Veruleg ábyrgð varðandi útbreiðslu hefur því hvílt á klúbbnum, sem hann hefur axlað og stofnað alls 13 klúbba. Nöfn þessara afkvæma Heklu er að finna í eftirfarandi töflu ásamt fleiri upplýsingum.

Nafn klúbbs Katla, Reykjavík Askja, Vopnafirði

Stofndagur

Móðurklúbbur ásamt Heklu

3l. mars l966 6. janúar 1968

Kaldbakur, Akureyri l4. september 1968 Þyrill, Akranesi

26. janúar 1970

Esja, Reykjavík

28. maí 1970

Nes, Seltjarnarnesi

18. febrúar 1971

Eldey, Kópavogi

14. febrúar 1972

Elliði, Reykjavík

23. október 1972

Brú, Keflavíkurflugvelli Jörfi, Reykjavík Setberg, Garðabæ

7. febrúar 1973 Augsburg og Eldborg 28. maí 1975 9. júní 1975 Eldborg

Geysir, Mosfellssveit 10. desember 1975 Nes Tampere, Finnland

29. september 1983 Osló og Traverse í Michiganfylki í Bandaríkjunum

Fyrsta verkefni Heklu til styrktar bágstöddum var útvegun og dreifing jólagjafa, einkum leikfanga, til barna á dvalarheimilum. Vinna að þessu verkefni hófst þegar haustið 1963, er klúbburinn

var enn í aðlögun. Þá voru jólagjafir gefnar börnum að Lyngási og Silungapolli. Þetta var gert í samvinnu við varnarliðsmenn, og hélst sá háttur lengi. Samvinna tókst við Kötlu á þessu sviði fyrir

7


KIWANISFRÉTTIR

jólin 1965, en þá var sá klúbbur í aðlögun, og var gjöfum þá einnig dreift til barna á heimili í Kópavogi. Fljótlega tóku Heklubræður að leita til sóknarpresta í borginni og fara fram á upplýsingar um börn og aðra, sem öðrum fremur þörfnuðust styrks eða glaðnings. Reynt hefur verið að styrkja það fólk, sem sóknarprestar bentu á, eftir föngum. Sú venja hefur myndast að beina slíkum styrkjum í eina sókn ár hvert, en næsta ár nýtur síðan önnur sókn góðs af starfseminni. Sóknarprestur viðkomandi sóknar hefur venjulega verið gestur á jólafundi Heklu og flutt þar andakt. Fleiri börn hafa notið góðs af starfi klúbbsins .Árið 1966 var farin ferð með börn frá Kumbaravogi og barnaheimilinu í Kópavogi. Þetta var berjaferð, sem börn sumra klúbbfélaga tóku þátt í. Næstu ár voru farnar slíkar ferðir með börn frá þessum stöðum. Árið 1972 var farið með vistbörn í Reykjadal í ferðalag, og hefur það verið gert árlega síðan. Hætt er að einskorða slíkar ferðir við berjaferðir. Heklubræður hafa haldið skemmtanir fyrir börn á slíkum heimilum og fært þeim sælgæti t.d. börnum í Kumbaravogi árið 1976 og á Kópavogshæli árið 1971. Börn hafa ennfremur notið góðs af styrkjum klúbbsins til athvarfa. Sú starfsemi hófst árið 1974, en þá gaf klúbburinn spil og töfl í fangelsin. Á næsta ári var hælunum að Kleppi og Vífilsstöðum og Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra og lamaðra, afhent sjónvarpsspil. Starfseminni hefur verið haldið áfram. Fyrir jólin 1982 var bókum dreift á nokkur athvörf, m.a. til 75 barna í fimm athvörfum. Hér var einkum um að ræða bókagjafir frá Bókhlöðunni og Bókaútgáfu Arnar og Örlygs. Sú stefna var fljótlega mörkuð í styrktarmálum að styrkja líknarfélög, einkum hin smærri, síður hin afl-

8

Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir. Afhentur stóll fyrir iðjuþjálfun.

meiri. Þessi stefna var mörkuð þegar á hinum fyrstu fundum klúbbsins eða haustið 1963. Einstaklingar hafa yfirleitt ekki verið styrktir, og er það í samræmi við fyrrnefnda stefnumörkun. Helsta undantekningin er fjárstyrkur, sem veittur var aðstandendum þeirra manna, er drukknuðu með Guðbjörgu frá Ísafirði veturinn 1974-1975. Auk þess hefur klúbburinn lagt sitt af mörkum, er stóráföll hafa riðið yfir. Hann gaf 100.000 gkr. í fjársöfnun til styrktar íbúum Vestmannaeyja vegna eldgossins árið 1973 og 350.000 gkr. Í söfnun vegna vegna snjóflóða í Norðfirði í desembermánuði árið 1974. Hér var um stóráföll að ræða og verður styrkurinn því ekki flokkaður undir styrk til einstaklinga. Loks skal þess getið undir þessum lið, að Hekla styrkti konu til að læra kennslu heyrnarskertra árið 1982, en þetta nám (í táknmálstúlkun) var talið vænlegt til mikils gagns fyrir marga. Áhugi á unglingastarfi var mikill þegar á fyrstu starfsárum klúbbsins. Styrktarnefnd barna og unglinga var kosin

hinn 16. febrúar árið 1965. Hugað var að leiðum til að efla unglingastarf hin næstu ár. Sumarið 1967 gaf klúbburinn bikar, sem keppt skyldi um á unglingamótum í handknattleiks- og skíðaíþrótt. Næsta ár gaf klúbburinn þriðja bikarinn, og skyldi um hann keppt í unglingaflokki í golfi. Minna kvað að þessari starfsemi, er kom fram á 8. áratuginn. Þó má geta þess, að Hekla lagði fram 30.000 gkr. til styrktar keppnisferð fatlaðra á Ólympíuleika árið 1976. Hekla hefur fært allmörgum stofnunum og samtökum tæki af ýmsu tagi eða styrkt þau til að kaupa þau. Þetta starf hófst þegar árið 1964, en þá hóf klúbburinn söfnun til kaupa á tæki til brjóstholsrannsókna. Tæki þetta var síðan keypt, en haft var samráð við Hjalta Þórarinsson lækni um val þess. Klúbburinn hefur ætíð haft náið samráð við forsvarsmenn þeirra stofnana, sem hann hefur fært tæki, um val þeirra og ákvörðun, enda var sá háttur talinn tryggja, að gjöfin kæmi að

sem bestum notum. Næst kom röðin að Krabbameinsfélagi Íslands og Borgarspítalanum, en þessum stofnunum voru færð tæki til magamyndatöku árið 1966. Katla tók þátt í þessari gjöf. Klúbbarnir endurnýjuðu þessi tæki þremur árum síðar, enda voru þá komin fullkomnari tæki á markað. Krabbameinsfélaginu voru gefin tæki til krabbameinsleitar árið 1972 og smásjár tveimur árum síðar. Næst var athyglinni beint að þörfum þeirra, sem við skerta starfsorku búa, einkum blindra, heyrnarskertra og lamaðra og fatlaðra. Heyrnleysingaskólanum voru gefin kennslutæki árið 1968 og 22 leslampar árið 1972. Blindravinafélaginu fé til styrktar hljóðbókasafni árið 1974 og segulbandstæki og hljóðnemi næsta ár. Auk þessa gaf Hekla Blindrafélaginu endurskinsmerki árið 1974 og að auki vistmönnum á Ási, Grund og Hrafnistu. Fæðingardeild Landsspítalans voru gefin tæki árið 1966 og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nuddtæki árið 1970. Þetta er alllangur listi , en þó koma hvergi nærri öll kurl til grafar. Fyrrnefnd tæki


KIWANISFRÉTTIR

voru yfirleitt mjög dýr. Ekki bætti úr skák, að innflutningstollar fengust ekki felldir niður fyrr en eftir nokkra eftirgangsmuni. Hekla reyndi á árinu 1968 að afla heimildar til þess, að gjafir til góðgerða þeirra, sem klúbburinn styrkti, yrðu frádráttarbærar til skatts. Ríkisskattstjóri hafnaði þessum tilmælum í febrúarmánuði sama ár, en mánuði síðar gaf hann fyrirheit um, að heimild kynni að verða veitt til að undanþiggja slíkar gjafir frá skatti, ef þær væru látnar renna í sérstakan sjóð, enda yrði fénu einvörðungu varið til góðgerðarstarfa. Ríkisskattanefnd veitti síðan heimildina í júnímánuði árið 1970. Samskipti Heklu og Hrafnistu, dvalarheimilis aldraða sjómanna, eru kapituli útaf fyrir sig, enda virðast Heklubræður telja það forgangsverkefni að stuðla að velferð vistmanna þar. Ákveðið var þegar á fyrsta starfsári Heklu að bjóða vistmönnum á Hrafnistu í skemmtiferð að sumarlagi. Þessu var síðan hrint í framkvæmd og hefur síðan verið árlegur viðburður. Klúbburinn hefur fært Hrafnistu ýmis tæki, t.d. mælitæki til að mæla blóðþrýsting og blóðsykur árið 1976 og baðtæki árið 1982. Árið l983 var til umræðu að gefa stofnuninni sérstaka lyftu til að geta flutt tæki þessi milli hæða. Hér koma þó ekki öll kurl til grafar. Heklubræður hafa haldið skemmtun fyrir vistmenn Hrafnistu árlega allt frá árinu 1972 og efnt til flugeldasýningar fyrir þá nálægt áramótum hin síðari ár. Ýmislegt mun þó enn ótalið. Stuðningur við bifreiðakaup nokkurra samtaka er eitt þeirra verkefna, sem Heklubræður hafa látið til sín taka. Blaðamannafélagið hóf fjársöfnun til kaupa á hjartabíl árið 1972, og lét Hekla 100.000 gkr. af hendi rakna til þeirrar söfnunar. Næsta ár styrkti klúbburinn Flugbjörgunarsveitina til kaupa á bif-

reið með 20.000 gkr. framlagi. Síðasta viðvikið á þessu sviði var það, að Hekla aðstoðaði ásamt fleiri klúbbum Kötlu árið 1977 til kaupa á bifreið fyrir samtök fatlaðra og lamaðra. Jafnframt tóku klúbbfélagar að sér að aka bifreiðinni um kvöld og helgar, og höfðu klúbbarnir vikuskipti með sér um þá þjónustu. Þessi starfsemi gekk verr en vonir stóðu til. Bifreiðin bilaði og vildu Kiwanismenn rekja bilunina til ónógrar aðgæslu þeirra, sem akstur önnuðust á daginn. Viðgerð lauk á vordögum 1978, og fer litlum sögum af bifreið þessari í gögnum Heklu eftir það. Kiwanisklúbbarnir tóku þátt í greiðslu á kostnaði vegna viðgerðarinnar. Styrktarstarf af þessu tagi er fjárfrekt. Klúbburinn hefur því kappkostað að finna fleiri

tekjustofna en inntöku og félagsgjöld. Haldin hafa verið sérstök skemmtikvöld fyrir klúbbfélaga allt frá stofnun klúbbsins, herrakvöld, og hefur fé því, sem þar hefur safnast, verið varið til líknarmála. Árið 1968 var hafin útgáfa jólamerkja, sem seld voru til ágóða fyrir starfsemina. Sala gekk fremur treglega fyrsta árið, enda komu merkin seint á markað, en úr þessu rættist á næstu árum. Fyrstu tólf merkin eru sérstæð meðal íslenskra jólamerkja. Hvert merki er prýtt mynd af einhverjum hinna fornu jólasveina. Halldór Pétursson listmálari teiknaði merki þessi. Klúbburinn tók að selja páskaegg í fjáröflunarskyni árið 1970 og lét gera sérstakt mót til að steypa þau í árið 1974, páskakanínur. Gerð páskakanína var að því er virðist hætt árið 1978.

Kvennadeild Landsspítalans. Afhentur stóll sem notaður verður í „hreiðrið”.

Íþróttasamband fatlaðra. Afhentur fjárstuðningur.

Af öðrum tekjuöflunarleiðum má nefna sölu á flugeldum fyrir áramót á árunum 1973-1975, sölu jólakorta, a.m.k. árið 1970, og jóladagatala, en síðarnefnda fjáröflunin hófst árið 1979. Blóðgjafasveit var stofnuð af meðlimum klúbbsins árið 1968 og starfaði hún næstu tvö ár. Þátttaka var ekki mikil, og kann þetta að vera orsök þess, að starfsemin lagðist niður. Heklubræður lögðu fram allmikla vinnu, er hægri umferð var tekin upp hinn 26. maí árið 1968, og stóðu samtals um 200 vaktir. Fyrstu starfsárin hafði klúbburinn stofnun fiskasafns ofarlega á verkefnaskrá. Verulegur áhugi var þá fyrir slíku safni í borginni, en hann dvínaði og þá var hætt við öll áform um stofnun slíks safns. Tvennt skal enn nefnt. Stórbýlið Engey var komið í eyði um 1960, en hús stóðu þar enn. Þeim var ekki haldið við, og þóttu þau því lítil prýði frá borginni séð. Þetta mun orsök þess, að Heklubræður tóku sig til hinn 29. maí árið 1965 og fóru til Engeyjar og máluðu húsin. Var talið, að verkið hafi verið 200 vinnustundir. Þótti þetta hið mesta þjóðþrifaverk, en ending varð minni en skyldi vegna slæmrar umgengni þeirra, er heimsóttu eyna. Fór því svo, að hús þar voru brennd sumarið 1966. Meðlimir Heklu hafa víðar spreytt sig á vinnu við hús en í Engey. Þeir dyttuðu að húsum vistheimilisins í Reykjadal haustið 1972, og klæddu þar m.a. þök, en ástand húsa þar var mjög ábótavant. Kostnaður t.d. efni, var greiddur af Heklu. Kiwanismenn á Íslandi hafa unnið að nokkrum verkefnum sameiginlega. Skal þar fyrst nefnd fjársöfnun til styrktar geðsjúkum. K-dagurinn hefur verið haldinn nokkrum sinnum og fyrst í októbermánuði árið 1974, en þá er selt merki, lykill, til ágóða fyrir þetta starf. Fyrst var rætt um að halda slíkan

9


KIWANISFRÉTTIR

dag á þingi í maíbyrjun árið 1972, en umdæmisþing, sem haldið var á Akureyri árið 1973, samþykkti að efnt skyldi til slíks fjársöfnunardags. K-dagur hefur verið haldinn þrisvar sinnum eftir 1974 eða árin 1977, 1980 og 1983. Nefna má og, að Kiwanismenn tóku þátt í fjársöfnun til kaupa á uppstoppuðum geirfugli á uppboði í London árið 1970. Ein tegund fjáröflunar skal nefnd hér, þótt ekki sé því fé, er þannig safnast, varið til líknarmála. Tekið var að sekta menn fyrir að mæta of seint á fundi árið 1965. Sektirnar runnu til fjárhirslu, sem klúbbfélagar nefna almennt “frænku”, og er þessu fé varið til að standa straum af kostnaði vegna móttöku á gestum klúbbsins. “Frænku” bættist tekjustofn á árinu 1969, en þá var tekið að sekta þá meðlimi, sem ekki báru Kiwanismerki á fundum. Fjáröflunarleið þessari var enn við haldið á haustdögum árið 1983. Gögn Heklu sýna, að nokkrir meðlimir hafa gefið verulegar gjafir til líknarmála í nafni klúbbsins. Dæmi verða ekki tíunduð hér, enda má ætla að viðkomandi menn kjósi slíkt, fyrst þeir höfðu þennan hátt á. Þjóðleikhúskjallarinn var fastur fundarstaður fyrstu starfsárin, en á útmánuðum veturinn 1967-1968 var fundarhaldið flutt í Tjarnarbúð vegna eigendaskipta á Þjóðleikhúskjallaranum. Fundargerðir sýna, að margir Heklubræður sáu eftir skiptunum. Flestir fundir á árunum 1970-1972 voru haldnir á Hótel Loftleiðum, en haustið 1972 var fundarstaður fluttur í Glæsibæ, sem var fastur fundarstaður, uns Kiwanishúsið var fullbúið til slíkra nota. Fyrsti fundur í Kiwanishúsinu var haldinn hinn 3. maí árið 1977. Greint verður frá byggingarsögu þess húss síðar í þessum kafla.

10

Ýmislegt hefur verið gert til ánægjuauka fyrir klúbbfélaga og maka þeirra. Efnt var til sjóstangaveiðimóts árið 1966, en ekki var sú skemmtun endurvakin. Sumarið 1969 fóru Kiwanisklúbbarnir í Reykjavík í skemmtiferð í Galtalækjarskóg. Sú ferð þótti takast með afbrigðum vel og var ákveðið að halda slíkri starfsemi áfram. Næsta ár efndu klúbbarnir til hópferðar að Húsafelli, en árið

eigandi, að þeir hefðu nánari kynni af fjalli, sem klúbburinn tók nafn af. Ákveðið var að efna til slíkrar gönguferðar. Fundi var slitið um hálftíuleytið, en á því augnabliki hófst gos í Heklu. Fjallgangan fórst fyrir. Málið var ekki tekið upp á nýjan leik eftir að gosinu lauk, enda höfðu sumir klúbbfélagar að orði, að Hekla gamla kærði sig ekkert um heimsókn þeirra. Dansleiki hefur klúbburinn

urpólinn. Trjáplöntur hafa verið gróðursettar í Heiðmörk, t.d. 1976, en þá voru gróðursettar þar 200 plöntur. Einar A. Jónsson, stofnandi Heklu, hefur gefið klúbbnum fleiri gjafir en landspilduna í landi Laxness. Hann og eiginkona hans, Herdís Hinriksdóttir, gáfu klúbbnum árið 1967 sjóð til minningar um son þeirra Ásgeir H. Einarsson. Sjóðnum var sett reglugerð hinn

Eldri borgarar á Hrafnistu í kaffi.

1971 var efnt til sumarhátíðar í Saltvík á Kjalarnesi fyrir unglinga. Sú hátíð varð í reynd fjölskylduhátíð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu, enda var hún endurtekin hin næstu ár. Félagar í Esju og Kötlu stóðu að Saltvíkurmótinu ásamt félögum úr Heklu. Kappkostað var í ferðunum að Galtalæk og Húsafelli að skila landinu í sem bestu ásigkomulagi, enda var farin sérstök ferð þangað síðar um sumarið og dreift áburði. Kiwanisfélagar hafa að auki haft samstarf um ferðir á umdæmismót og Evrópumót. Ein fyrirhuguð ferð skal hér nefnd. Hinn 5. maí árið 1970 ræddu Heklubræður um gönguferð á Heklu á fundi, enda töldu ýmsir við-

haldið nokkra, en auk þess hefur verið dansað á stjórnarskiptafundum hin síðari ár. Makar klúbbfélaga sækja þá fundi, svo sem fram hefur komið. Heklubræður hafa boðið eiginkonum sínum til samkomu á vegum klúbbsins einu sinni á vetri allt frá stofnun hans. Nefnast samkomur þessar Konukvöld. Landgræðsla er eitt þeirra mála, sem verið hafa á dagskrá hjá Heklu. Klúbburinn tryggði sér landspildu í Heiðmörk þegar árið 1966, en einu ári síðar gaf Einar A. Jónsson Heklu einn hektara í landi Laxness í Mosfellssveit og með því skilyrði, að þar yrði sett upp merki Kiwanishreyfingarinnar. Svæði þetta nefndu klúbbfélagar Norð-

6. júní s.á. Þar var kveðið á um, að fé úr sjóðnum skyldi varið til að greiða kostnað vegna greftrana klúbbmeðlima og styrkja eftirlifandi eiginkonur þeirra. Sjóður þessi er enn í eigu Heklu. Kiwanishreyfingin á Íslandi var húsnæðislaus fyrstu starfsár sín. Hinn 26. nóvember 1968 greindi Örn Egilsson frá starfsemi Helgafells í Vestmannaeyjum á fundi í Heklu. Þar kom fram, að klúbburinn hafði þá fengið sérstakt húsnæði til umráða. Hvatti Örn Heklubræður til að fylgja fordæmi félaganna í Helgafelli. Þessari hugmynd var vel tekið og kosin nefnd til að kanna möguleika á húsnæði. Hún lagði hinn l3. maí til, að stofnað yrði hluta-


KIWANISFRÉTTIR

félag meðal meðlima í Heklu og Kötlu, sem hefði það að markmiði að kaupa eða byggja hús fyrir starfsemina. Ekkert varð þó af framkvæmdum að sinni, en í nóvembermánuði s.á. var frá því greint á fundi í Heklu, að tvö herbergi hefðu verið tekin á leigu að Laugavegi 39 fyrir klúbbinn. Ekki segir meira af því húsnæði í heimildum klúbbsins. Nefndin lýsti því yfir á fundi haustið 1970, að hún teldi ekki grundvöll fyrir húsakaupum, eða að byggja að sinni og væri því hætt störfum. Málið var síðan tekið upp á umdæmisþingi árið 1972. Þar var samþykkt, að umdæmið beitti sér fyrir kaupum á húsnæði, sem nota mætti sem aðalbækistöðvar þess, en jafnframt skyldi klúbbunum í Reykjavík veitt þar aðstaða til að halda klúbbfundi. Á þinginu var leitað eftir aðstoð einstaklinga og klúbba um kaup á skuldabréfum með ákveðnum gjaldfresti og með þeim árangri, að 60 einstaklingar og nokkrir klúbbar skrifuðu sig þá þegar fyrir lánsfjárloforðum. Af gjörðabók Heklu er ljóst, að menn hafa verið hvattir til að leggja fram 500-1000 gkr. á mánuði eða 10.000-20.000

gkr. alls í þessu skyni. Þar kemur ennfremur fram, að tveir Heklubræður höfðu þá þegar lagt fram 320.000 gkr. í þessu skyni. Fundur þessi var haldinn hinn 9. maí árið 1972. Kiwanishreyfingunni stóð þá húseign til boða, sem kosta skyldi 2,5 miljónir. 1,5 miljón skyldi greidd þegar í stað og afborgunin á sjö árum. Hér mun vera um húseignina Brautarholt 26 að ræða, þriðju hæð, en hún var keypt um þetta leyti. Húseignin er 370 m2. Kiwanisbræður og klúbbar þeirra greiddu kaupverðið, en húsið telst sjálfseignarstofnun. Reynt var að tryggja yfirráð Kiwanishreyfingarinnar yfir húseigninni með reglugerð, en þar er kveðið á um, að umdæmisþing skuli kjósa þrjá af fimm stjórnarmönnum á umdæmisþingi ár hvert. Unnið var að því að setja húsið í stand hin næstu ár. Sjálfboðaliðsvinna hefur verið mikil. Haustið 1976 unnu Heklubræður t.d. í húsinu annan hvern fund eftir gjörðabók klúbbsins að dæma. Fyrsti fundur Heklu í þessum húsakynnum var hinn 3. maí 1977 svo sem fram hefur komið. Upplýst var á fundi hinn 22. mars s. á., að Hekla hefði lagt mest af

mörkum til hússins af klúbbunum. Kiwanisklúbbar eiga sér sérstök merki eða borðfána, sem þeir gefa oft hver öðrum við hátíðleg tækifæri. Hekla eignaðist fána þegar á sínu fyrsta starfsári. Tilkynnt var á fundi hinn 23. febrúar 1964, að Heklubræðurnir Júlíus Maggi Magnús, Magnús Jóhannesson og Ólafur Pálsson hefðu gefið klúbbnum slíkt merki. Fáni þessi var með alþjóðlegu svipmóti, nafn klúbbsins var hið eina, sem sérstaklega minnti á Ísland. Nýr fáni var tekinn í notkun í desembermánuði árið 1970. Mynd af Heklu gjósandi prýðir þann fána auk tákns Kiwanishreyfingarinnar og nafns klúbbsins. Síðar var stofnnúmer Heklu miðað við klúbba í Evrópu letrað á fánann. Félags- líknar- og velferðarmál er helsti starfsvettvangur Kiwanishreyfingarinnar. Þetta er mjög víðfeðmt starfsvið og víðfeðmara en svo að fámennir klúbbar geti sinnt því í heild samtímis. Þeir hafa því farið þá leið að afmarka starf sitt við sérstök verkefni, svo sem finna má dæmi um í greinargerðinni hér að framan t.d. aðstoð við vistmenn á Hrafn-

istu og í Reykjadal og kaup á nokkrum nauðsynlegum tækjum fyrir ákveðnar stofnanir. Hér lýkur sýnishorni af samantekt Lýðs Björnssonar sagnfræðings af fyrstu 20 árum í starfi Kiwanisklúbbsins Heklu og Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi. Þau ár sem á eftir komu eru frekar í fersku minni Kiwanisfélaga, þau hafa verið vörðuð af dugnaði og framsækni til góðs fyrir þá, sem þeirra nutu. Það eru l2 stofnendur Heklu í Kiwanishreyfingunni, þar af 5 starfandi í Heklu. Þó margir hafi komið og farið þá eigum við í öllum klúbbum stóran og harðan kjarna, sem mun áfram “byggja” og auðga Kiwanisstarfið um ókomin ár. Það er ósk okkar félaganna í Kiwanisklúbbnum Heklu á 40 ára afmælinu.

Með Kiwaniskveðjum Axel Bender, forseti. Þorsteinn Sigurðsson, kjörforseti.

Samheldni umdæmisstjórnar Kiwanisumdæmisins

Ísland-Færeyjar árið 1995-1996 Það má segja að það sé sérstakt, hvað umdæmisstjórn Kiwanis frá árinu 1995-1996 hefur haldið vel saman. Þá var umdæmisstjóri Stefán R. Jónsson, ritari Guðmundur Pétursson og féhirðir Bragi Stefánsson. Svæðisstjórar: Eddusvæði Páll Skúlason, Grettissvæði Steinn Ástvaldsson, Óðinssvæði Sveinbjörn Árnason, Sögusvæði Eiríkur Þorgeirsson, Þórssvæði Soffía Jakobsen og Ægissvæði Sverrir Örn Kaaber. Frá því að þessi hópur starfaði saman, hefur verið komið saman, næstum á hverju ári um mánaðamótin maíjúní, í umsjá félaga úr hópnum, innan svæðanna, nú síðast í Óðinssvæði, í umsjá Sveinbjörns Árnasonar, sl. vor að Ytri-vík á Árskógsströnd. Að sjálfsögðu hafa makar verið með í þessum hópi. Fjölmargt er gert til skemmtunar og farið um áhugaverða staði, með leiðsögn kunnugra. Vinátta og tryggð, lifa á minningunni og vonandi hittumst við sem flest næsta vor. Með Kiwaniskveðju, Eiríkur Þorgeirsson, Kiwanisklúbbnum Gullfossi

11


KIWANISFRÉTTIR

Kynning á umdæmisstjóra starfsárið 2003 - 2004 Sigurgeir Aðalgeirsson er fæddur á Húsavík 10. september 1953, foreldrar eru Bergþóra húsmóðir og Aðalgeir vöruflutningabílstjóri nú látinn, hann er fimmti í röðinni af sjö systkinum, hann sleit barnsskónum á Húsavík, gekk í Barnaskóla og síðan Gagnfræðaskóla Húsavíkur og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1970. Frá sjö ára aldri til sextán ára var hann í sveit, eða níu sumur, vann að almennum bústörfum en þó mest við akstur vinnu- og dráttarvéla, að hans mati er þetta besti skóli sem hann hefur gengið í gegnum, 1970 - 1971 vann hann við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Haustið 1971 fór hann í Samvinnuskólann og lauk þaðan samvinnuskólaprófi vorið 1973, að námi loknu hóf hann störf hjá Samvinnubankanum á Húsavík en í júlí 1974 tók hann við framkvæmdastjóra starfi í Vöruflutningafyrirtæki fjölskyldunnar og starfar þar enn undir merki Alla Geira h.f. hann er með í rekstri 13 flutninga og treiler bíla auk

vagna og lyftara, 19 manns starfa hjá fyrirtækinu. Auk þessa stundaði hann stundakennslu við Gagnfræðaskóla Húsavíkur í 8 vetur og kenndi bókhald. Hann á tvö börn af fyrra hjónabandi, Regínu fædda 1973 og Aðalgeir fæddan 1975, árið 1990 kynntist hann núverandi konu sinni Erlu Bjarnadóttur skrifstofu maður hjá Alla Geira h.f., hún á tvær dætur Döddu Siggu fædda 1972 og Thelmu Björk fædda 1975, saman eiga þau fimm barnabörn, fjóra stráka og eina stelpu og eru þetta augasteinar afa og ömmu á Húsavík. Þau hjón hafa starfað mikið að félagsmálum, Erla var mikið í íþróttum á yngri árum og lék handbolta um árabil með Fram, hún var stofnfélagi Sinawik Hörpu í Hafnarfirði og er nú í Sinawik Pelum á Akureyri, hún var Formaður Landssamband Sinawik 1993 1994. Hjá Sigurgeir ber hæst kiwanisstarfið, hann er stofnfélagi Kiwansiklúbbsins Skjálfanda á Húsavík sem verður 30 ára 24. mars n.k.

Sigurgeir og Erla.

hann hefur gegnt öllum embættum innan klúbbsins og sumum oftar en einu sinni. Á vegum Umdæmisins var hann Svæðisstjóri Óðinssvæðis 1985-1986, formaður þingnefndar 1991-1992, í nýklúbbanefnd 1993-1994, Umdæmisféhirðir 19941995 og 1998-1999, Trúnaðarfulltrúi KI: KIAR 19941995, nokkrum sinnum í fræðslunefnd og nú Umdæmisstjóri. Þá hefur hann verið í stjórn Íþróttafélagsins

Vöslungs og formaður þess í tvö ár, formaður og gjaldkeri Framsóknarfélags Húsavíkur og er í kjördæmisráði Norðausturkjördæmis, í stjórn Flytjanda h.f. s.l. 15 ár og var í stjórn Landssambands Íslenskra Vöruflytjenda í 13 ár og formaður þess í 3 ár. Erla og Sigurgeir búa að Heiðargerði 13, Húsavík.

Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða 12

ALLI GEIRA HF O G S TA R F S F Ó L K Húsavík


KIWANISFRÉTTIR

Sólborgarfréttir Hjá Kiwanisklúbbnum Sólborgu er ötull hópur kvenna sem telur í dag átján félaga. Ellefu þeirra sóttu umdæmisþingið í lok ágúst og höfðu bæði gagn og gaman af. Þrír fulltrúar sátu fræðslu þá sem í boði var og er þetta mjög mikilvægur liður í undirbúningi fyrir það starfsár sem í hönd fer. Með því að undirbúa sig vel, verður starfið svo miklu léttara og skemmtilegra. Stjórnarskiptin voru þann 18. okt sem er heldur seinna en venjulega en við héldum sameiginleg stjórnarskipti með Setbergsfélögum og tókst það vel í alla staði og félagar og gestir skemmtu sér hið besta en við fengum hjónin Valgarð og Maríu til að skemmta okkur með söng við undirleik þeirra á gítar og harmonikku. Eftir það tók við hið venjubundna starf og hefur fundarsókn verið góð. Við höfum fengið góða gesti til okkar meðal annars ráðgjafa frá Regnbogabörnum sem kynnti starfsemi þá sem þar fer fram og síðan fengum við markaðsfulltrúa frá Saga heilsa spa til að koma og fræða okkur heilsumiðstöðina sem þar er rekin. Núna undanfarið höfum við unnið að fjáröflunarverkefni okkar sem er að búa til aðventuskreytingar sem eru seldar fyrirtækjum víðsvegar. Síðan verðum við með sölu á leiðiskrossum og greinum í Fjarðarkaupum dagana 20 og 21 des. Þetta eru okkar

Fráfarandi stjórnir Setbergs og Sólborgar.

María og Valgarð, frábærir skemmtikraftar.

aðal fjáraflanir og höfum við fengið mjög góðar viðtökur með þessi verkefni okkar. Hörpukonur hafa sótt fundi hjá okkur og einnig hefur Þórhildur í Emblu verið dugleg að sækja fundi og er það okkur ánægjuefni að fá þessar ágætu konur til okkar. Nú í vor á klúbburinn tíu ára afmæli og er mikil eftirvænting vegna þeirra tímamóta. Ekki er búið að fastsetja hvernig

Frábærir félagar 2002-2003. Erla María forseti afhendir Ingibjörgu Gunnarsdóttur og Hjördísi Harðardóttur viðurkenningar.

verður staðið að afmælinu en það mun skýrast fljótlega eftir áramótin. Áfram verður unnið að sameiginlegum verkefnum klúbba í Ægissvæði, t.d. verða klúbbarinir í Hafnarfirði með sameiginlegt hjálmaverkefni eins og undanfarin ár. Einnig verður dansleikurinn í maí fyrir heimilisfólk á sambýlunum og fleiri á vegum svæðisskrifstofu um malefni fatlaðra á sínum stað í vor svo eitthvað sé nefnt.

Sólborgar félagar vilja svo að lokum óska öllum kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári með von um gott Kiwanisár.

Fh. Kiwanisklúbbsins Sólborgar Ingibjörg Gunnarsdóttir blaðafulltrúi

13


KIWANISFRÉTTIR

Stolt börn með hjálma og veifur. Með þeim eru Ingunn Guðbjörnsdóttir formaður Hrings, Birgir Steingrímsson þáverandi forseti Herðubreiðar og Aðalsteinn Júlíusson lögregluþjónn.

Frá Kiwanisklúbbnum

Herðubreið

Af okkur í Kiwanisklúbbnum Herðubreið er bara þokkalegt að frétta og höfum við verið að gera ýmislegt frá síðasta vetri. Í júní var að venju haldinn reiðhjóladagur þar sem sjö ára börnum voru afhentir reiðhjólahjálmar og veifur á hjólin sín sem við gefum ásamt Slysavarnadeildinni Hring. Lögreglan á Húsavík mætti með fræðslu, skoðaði hjólin og farið var í hjólaþrautir. Settir voru upp dósa- og flöskusöfnunarkassar á valda staði í sveitinni til að safna peningum í styrktarsjóð klúbbsins eins og í fyrra. Á umdæmisþingið fóru 6 félagar og 3 okkar með maka. Kjörforseti og verðandi ritari og féhirðir sóttu fræðslu eins og til var ætlast. Allir mættu á lokahófið utan einn og skemmtum við okkur vel. Við vonumst til að sjá sem allra flesta á umdæmisþinginu í Mývatnssveit og á Húsavík næsta haust. Það er mikil áskorun fyrir okkur og Skjálfandafélaga að standa vel að málum í undirbúningi og framkvæmd þingsins. Mun-

14

Félagsvist hjá Herðubreið sl. vetur.

um við leggja okkur fram um að láta það takast sem best svo þinghaldið verði öllum til sóma, gagns og ánægju. Forseti og kjörforseti mættu einnig í þessari ferð á sumarfundinn í Kiwanishúsinu kvöldið fyrir þing.

Á fundi hjá Kiwanisklúbbnum Prague 11. nóvember 2003. Olga Ticha, Jaroslav Tupy yngri, Finnur Baldursson forseti Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar, Jaroslav Tupy eldri forseti Kiwanisklúbbsins Prague og Tomás Pavliea.

Á fyrsta umdæmisstjórnarfund starfsársins mættu Jóhannes Steingrímsson og undirritaður. Um kvöldið fóru fram stjórnarskipti í umdæminu og þar tók Jóhannes við við embætti umdæmisritara og undirritaður við ritstjórn Kiwanisfrétta. Pétur Snæbjörnsson sem tekur við formennsku þingnefndar átti ekki heimangengt. Vetrarstarfið hefur verið með nokkuð hefðbundnum hætti það sem af er. Einn félagi hætti í haust og 20. nóvember gekk nýr félagi í klúbbinn og erum við 17 í dag. Búið er að halda eina þriggja kvölda keppni í félagsvistinni sem gefur pening í styrktarsjóð og var svipuð þátttaka og í fyrra vetur, alltaf jafn vinsælt og gaman. Þá má geta þess að í nóvember fór undirritaður til Tékklands og í framhaldi af heimsókn til Kiwanisklúbbsins Prague í nóvember fyrir ári var mér boðið á fund hjá klúbbnum. Þriðjudaginn 11. nóv. var ég sóttur á hótelið mitt og sat Kiwanisfund á veitingastaðnum Thrakia og


KIWANISFRÉTTIR

var það skemmtileg og fróðleg reynsla. Í Kiwanisklúbbnum Herðubreið er starfandi svo kölluð fuglasafnsnefnd. Hennar hlutverk er að annast sölu fuglakorns. Hagnaður af sölunni rennur allur í fuglasafnssjóð sem stofnaður var til að kosta byggingu nýs húsnæðis yfir hið einstæða fuglasafn Sigurgeirs heitins Stefánssonar í Ytri-Neslöndum, sem var félagi í Herðubreið. Einnig er hlutverk nefndarinnar að aðstoða fjölskyldu Sigurgeirs við koma upp þessu nýja húsnæði í YtriNeslöndum svo sómi sé að. Þeir sem vilja styrkja þessa nauðsynlegu framkvæmd geta haft samband við Sparisjóð S-Þingeyinga og lagt inn á reikning sjóðsins eða haft samband við Kiwanisklúbbinn Herðubreið. Að lokum sendi ég öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Kiwanis fyrir alla. Finnur Baldursson forseti Herðubreiðar

Ingunn Guðbjörnsdóttir formaður Slysavarnadeildarinnar Hrings setur hjálm á Katrínu Briem og Birgir Steingrímsson þáverandi forseti Herðubreiðar heldur á veifu.

Vísnalandið

Fyrstar til að nema land í Vísnalandinu eru nokkrar skemmtilegar vísur eftir Hjört Þórarinsson forseta í Kiwanisklúbbnum Búrfelli.

Allvel var hér eftir rekið ekki skortir hyggjuvitið. Fleira ekki fyrir tekið fundi þessum hér með slitið.

Aðal markmið: Verum vinir og vinnum okkur hærra ris. Verum jákvæð, svo viti hinir um vináttu í Kiwanis.

Við félagar vorum í foringjaleit og fundin var úrlausnin snjalla, sem forsetatákn í framvarðarsveit færist þér ómfögur bjalla.

Heiðursmenn hér hafa setið hvert sem augum er litið. Í dagskrárfrétt ei fleira getið fundinum þar með slitið.

Jólabjöllur klingja — kalla Kiwanismenn á skeið. Vináttunet um veröld alla valin markviss leið.

Það leikur ekki á tungum tveim og telst því ekki snúið. Félagar góðir nú förum við heim því fundarefnið er búið.

Forseti sleit síðan fundi og fengu menn hefðbundna þökk. Ritari stóð upp og stundi og staka af munni hans hrökk.

Kiwanis er kröftug raust kærleik sýnum endalaust. Vetur, sumar, vor og haust. Verum kátir. Byggjum traust.

15



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.