Jólablað Keflavíkur 2019

Page 20

Viðtal: Sævar Sævarsson

K

eflavík, íþrótta-og ungmennafélag, fagnaði 90 ára afmæli sínu 29. október sl. í miklu afmælishófi í Blue-höllinni. Við það tilefni heiðruðu Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ, nokkra Keflvíkinga fyrir mikil og góð störf fyrir körfuboltann á sama tíma og félaginu og sjálfboðaliðum þess var þakkað fyrir mikilvægan þátt í íslenskum körfubolta. Ein af þeim sem var sérstaklega heiðruð var Björg Hafsteinsdóttir, fyrrum leikmaður Keflavíkur og A-landsliðs Íslands, en hún hlaut gullmerki KKÍ. Björgu Hafsteinsdóttur er líklega óþarfi að kynna en saman mynduðu hún og Anna María Sveinsdóttir eitt hættulegasta tvíeyki körfuboltasögunnar.

Upphafsárin í Keflavík Björg er borin og barnfædd í Keflavík, þar sem hún segir að hafi verið frábært að alast upp. Björg bjó á Faxabrautinni fyrir ofan íþróttahúsið og var mikið af íþróttakrökkum í hverfinu. „Við lékum okkur mikið úti, ýmist í fótbolta eða körfubolta og oftast á kvöldin var farið í eina-krónu eða eitthvað slíkt. Við héldum öll með Liverpool og ég held að allir í þessum hóp geri það enn.“ Vinsældir körfuboltans jukust mikið á þessum árum. Hér og þar í bænum fóru að spretta upp körfur sem krakkarnir nýttu sér. Björg byrjaði snemma að æfa körfubolta, eða 10 ára gömul. Í þá daga var ekki eins mikið framboð af íþróttagreinum og var til að mynda enginn körfubolti fyrir ungar stelpur. Það kom þó ekki í veg fyrir að Björg byrjaði að æfa íþróttina sem hún hafði kolfallið fyrir. „Það voru engar æfingar fyrir stelpur á þessum árum og þegar ég var 10 ára æfði ég með strákunum í minnibolta. Fljótlega byrjaði þó Helgi Hólm með æfingar fyrir stelpur og myndaðist strax góður kjarni sem æfði með Keflavík. Stelpunum fór stöðugt fjölgandi og brátt voru komnar nógu margar stelpur til að manna alla yngri flokka félagsins“. Þó svo að körfuboltinn hafi alltaf verið númer eitt hjá Björgu æfði hún einnig fótbolta, þar sem hún spilaði bæði á kantinum og svo síðar í marki, og handbolta. „Ég var aldrei sleip í handbolta – það voru of miklar snertingar og pústrar í þeirri íþrótt fyrir minn smekk.“ Björg spilaði upp alla yngri flokka með Keflavík þar sem Jón Kr. Gíslason þjálfaði og kenndi henni mikið. Strax í yngri flokkum fór að myndast sigurhefð hjá Keflavíkurstúlkum, hefð sem virðist engan enda ætla að taka. „Við vorum mjög sigursælar í yngri flokkum og ég hef ekki tölu á titlunum sem við unnum þar.“ Fyrsti meistaraflokksleikur Bjargar var þann 10. október 1984 þar sem hún skoraði 7 stig í sigurleik gegn KR á útivelli.

Bakvörður með einstaka skothæfileika Björg þótti frábær leikstjórnandi og bakvörður. Styrkleikar hennar á vellinum voru án efa góð boltameðferð, leikskilningur, elja og yfirburðar skottækni skottækni sem enn þann dag í dag er rómuð og ungir körfuboltamenn ættu að kynna sér og tileinka. Svo öflug var Björg fyrir aftan þriggja stiga línuna að um tíma átti hún öll metin yfir flestar þriggja stiga körfur, þ.e. flestar þriggja stiga körfur í efstu deild, í bikarúrslitum, í lokaúrslitum og í landsleikjum en aðeins metið yfir flesta þrista í bikarúrslitaleik (23) stendur enn. Birna Valgarðsdóttir, fyrrum leikmaður Keflavíkur, sló hin metin og er Helena Sverrisdóttir nú farin að slá met Birnu. Björg var fyrst allra kvenna til að skora 100, 200 og 300 þriggja stiga körfur í efstu deild, fyrst til að skora 50 þriggja stiga körfur fyrir íslenska kvennalandsliðið, fyrst til að skora 50 þriggja stiga körfur í úrslitakeppni, fyrst til að skora 30 þriggja stiga körfur í lokaúrslitum og fyrst til að skora 20 þriggja stiga körfur í bikarúrslitum. Það verður því ekki annað sagt en að Björg hafi verið sannkölluð þriggja stiga maskína líkt og fyrrgreind met bera merki.

20

Jólablað 2019

Það er líf eftir

körfuboltann - Viðtal við Björgu Hafsteinsdóttur, fyrrum leikmann Keflavíkur og A-landsliðs Íslands

Ef frá eru taldir nokkrir mánuðir með KR árið 1992 lék Björg allan sinn feril með Keflavík en á ferli sínum lék Björg einnig 33 leiki með A-landsliði Íslands. En hvernig atvikaðist það að þessi mikli Keflvíkingur fór í KR? „Ég nam sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands á þessum tíma og var á mínu öðru ári. Það ár er talið það erfiðasta í sjúkraþjálfaranáminu svo mér þótti skynsamlegra að spila með liði á höfuðborgarsvæðinu. Keflvíkingurinn Stefán Arnarson, sem getið hafði sér gott orð sem yngri flokkaþjálfari í Keflavík, var að þjálfa KR á þessum tíma og því söðlaði ég um og klæddist svart/hvítu treyjunni um hríð. Ég stundaði nám í Verzlunarskólanum og útksrifaðist þaðan 1989 og hafði því verið að keyra á milli í fimm ár. Ég byrjaði að æfa með KR um haustið en Keflavíkurhjartað og tengslin við stelpurnar í Keflavík voru svo sterk að ég var komin aftur til baka til uppeldisfélagsins í nóvember.“

Saman mynduðu Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir, æskuvinkona Bjargar sem hún kynntist í gegnum körfuboltann um fermingaraldur, stórhættulegt tvíeyki sem fá lið áttu roð í. Var uppskeran eftir því, átta bikarmeistaratitlar og sjö Íslandsmeistaratitlar. Á ferli sínum spilaði Björg 227 leiki í efstu deild og úrslitakeppni. En af öllum þeim úrslitaleikjum sem Björg spilaði í gegnum tíðina er bikarúrslitaleikurinn 1997 sá eftirminnilegasti. „Bikarúrslitaleikurinn 1997 er líklega sá leikur sem stendur upp úr. Við vorum með frábært lið en við vorum rosalega lélegar í þessum leik. Við áttum í raun ekkert skilið og vorum við undir allan leikinn. Við vorum í raun alltaf mjög lélegar þegar við lentum undir í leikjum og áttum alltaf erfitt með þá leiki. Í þetta skiptið náðum við þó á einhvern ótrúlegan hátt að knýja fram framlengingu og vinna loks leikinn þar. Það er skrítið að segja frá því, í ljósi þess hve illa við


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.