__MAIN_TEXT__

Page 1

Jólin 2017 46. árgangur

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag


Fréttir

af félaginu 2017 Íþróttamaður Keflavíkur 2016 Í hófi aðalstjórnar í félagsheimili félagsins þann 30. desember 2016 voru íþróttamenn deilda heiðraðir. Íþróttakona og íþróttamaður Keflavíkur 2016 eru Thelma Dís Ágústsdóttir körfuknattleikskona og Þröstur Bjarnason sundmaður. Hver verður það í ár?

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins 2017 Gull-heiðursmerki Keflavíkur var veitt Skúla Þ. Skúlasyni. Starfsbikar Keflavíkur var veittur Hjörleifi Stefánssyni. Starfsmerki UMFÍ var veitt þeim Bjarna Sigurðssyni skotdeild og Kristjáni Þór Karlssyni badmintondeild.

Viðurkenningar veittar á aðalfundum deilda 2017 Gullmerki var veitt Lilju D. Karlsdóttur badmintondeild. Gullmerki Keflavíkur er veitt fyrir 15 ára stjórnarsetu. Bronsmerki voru veitt þeim Dagbjörtu Þóreyju Ævarsdóttur, Elísabetu Lovísu Björnsdóttur, Ómari Ingimarssyni, Smára Helgasyni og Unnari Sveini Stefánssyni knattspyrnudeild/unglingaráði, Sigurði Markúsi Grétarssyni körfuknattleiksdeild, Jóni Ben Einarssyni og Kristjáni Geirssyni, körfuknattleiksdeild/unglingaráði, Sigurgeiri R. Jóhannssyni skotdeild, Önnu Pálu Magnúsdóttur, Önnu Maríu Sveinsdóttur, Björgu Hafsteinsdóttur, Erlu Reynisdóttur, Kristínu Blöndal og Marínu Rós Karlsdóttur körfuknattleiksdeild/m.fl. kvenna, Ástu Bjarnadóttur og Eðvarði Þór Loftssyni Taekwondodeild. Bronsmerki Keflavíkur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu.

Umhverfisdagur Keflavíkur orðinn að föstum lið hjá félaginu Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu ætíð snyrtileg og okkur til sóma. Keflavík stóð fyrir umhverfisdegi þriðjudaginn 25. apríl. Yfir eitthundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í deginum sem var frábær. Eftir að búið var að fara yfir svæðin og tína upp rusl var endað með grilli í félagsheimilinu. Aðalstjórn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni, einnig þökkum við eftirfarandi samstarfsaðilum fyrir gott samstarf: Samkaup/Nettó, Myllan, Ölgerðin, Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Reykjanesbær.

7. Landsmót UMFÍ 50+ Hveragerði Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Hveragerði 23. – 25. júní 2017. Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins var í höndum Héraðssambands Skarphéðins (HSK). Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hittast, etja kappi og eiga góða stund saman. Keflavík átti í ár fimm keppendur í bridge.

20. Unglingalandsmót á Egilstöðum 2017 Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilstöðum

um verslunarmannahelgina. Mikill hugur var hjá mótshöldurum og margar uppákomur í gangi. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Keppnishópur okkar taldi 18 keppendur og stóðu þeir sig allir vel. Aðalstjórn vill þakka keppendum og sérstaklega fararstjóra og tjaldbúðastjóra fyrir þeirra framlag. Vel að verki staðið.

28. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2018 Landsmót UMFÍ verður haldið 13. - 15. júlí 2018 og verður með breyttu sniði en Landsmót 50 + verður haldið samhliða mótinu þannig að þetta verður eitt og sama mótið, allt önnur hugsun.

21. Unglingalandsmót í Þorlákshöfn 2018 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið 2.-5. ágúst í Þorlákshöfn. Unglingalandsmótin, sem eru ein af skrautfjöðrum ungmennafélagshreyfingarinnar, eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin er fyrst og síðast íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem unglingarnir eru í fyrirrúmi en þátttakendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiss konar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri, þannig að engum ætti að leiðast. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi. Aðalstjórn félagsins hvetur alla til að taka þátt í mótinu. Aðalstjórn hefur greitt þátttökugjöld okkar þátttakenda á mótinu.

50. Sambandsþing UMFÍ Egilstöðum Sambandsþing UMFÍ var haldið 14. – 15. október á Hallormsstað. Keflavík átti ellefu þingfulltrúa en átta þingfulltrúar mættu á þingið. Innganga íþróttabandalaga inn í UMFÍ var á dagskrá. Til að það sé hægt þarf að breyta lögum UMFÍ og var tillaga þess efnis borin upp og var hún felld og þar með inngöngu íþróttabandalaga hafnað.

Námskeið Aðalstjórn félagsins leggur ríka áherslu á að þjálfarar okkur séu ávallt vel menntaðir og hafi þekkingu í skyndihjálp. Aðalstjórn býður þjálfurum og stjórnarfólki á námskeið í skyndihjálp og á námskeið í Nora greiðslu- og skráningarkerfinu á hverju ári.

Betra félag / Betri deild Keflavík íþrótta- og ungmennafélag varð fyrst allra fjölgreinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Allar deildir félagsins hafa hlotið gæðaviðurkenningu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni. Það fullvissar foreldra, styrktaraðila og bæjaryfirvöld um að íþróttastarfið innan Keflavíkur sé rekið eftir ákveðnum

gæðakröfum sem er gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir innan Keflavíkur.

Innheimtu- og skráningarkerfi Keflavík notar innheimtu- og skráningarkerfið Nora og er það að finna á heimsíðu okkar. Öllum deildum félagsins stendur Norakerfið til boða og eru flestar deildir að nota það.

Heimasíða Keflavíkur Keflavík heldur úti heimasíðu í samstarfi við Dacoda. Á síðunni er dagatal og þar getur fólk fylgst með því sem er að gerast í félaginu hverju sinni. Einnig er að finna allar deildir félagsins og upplýsingar um þær. Fréttir frá deildum birtast á forsíðunni og einnig inn á svæði viðkomandi deildar. Undir aðalstjórn er hægt að fylgjast með starfi stjórnarinnar. Fundagerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er http://www.keflavik.is. Tölvupósturinn er vistaður hjá Microsoft 365 að tilstuðlan Tactica og póstfangið er keflavik@keflavik.is.

Facebook síða Keflavíkur Keflavík er með Facebook síðu fyrir félagið í heild sinni sem ber nafnið Keflavík íþrótta- og ungmennafélag en þar eru fréttir settar inn og viðburðir auglýstir.

Breytt þjóðfélag og forsendur til reksturs íþróttafélaga og deilda Tekjur frá stuðningsaðilum okkar hafa minnkað og færri fyrirtæki hafa séð sér fært að styrkja íþróttastarfsemina. Deildir okkar hafa brugðist við með því að skera niður kostnað. Ekki stendur til að skera niður í yngriflokka starfinu því það er jú mikilvægt að halda því þjónustustigi sem verið hefur og jafnvel að efla það enn frekar. Nú skiptir máli að standa saman og standa með sínu félagi. Í raun er undravert hversu vel sjálfboðaliðum í stjórnum deilda félagsins hefur tekist að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi á undanförnum árum. Almennt er mjög vel staðið að rekstri einstakra deilda félagsins sem hafa sjálfstæðan fjárhag undir yfirstjórn aðalstjórnar. Aðalstjórn félagsins leggur sig fram við að halda fjármálum félagsins í góðu horfi og reynir að hindra að eytt sé umfram tekjur. Aðalstjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum. Áfram Keflavík, Einar Haraldsson formaður Keflavíkur

Útgefandi: Keflavík íþrótta- og ungmennafélag Ábyrgðarmaður: Einar Haraldsson • keflavik@keflavik.is, 421 3044 • Forsíðumynd: Helgi Rafn Guðmundsson. Ljósm.: Tryggvi Rúnarsson Umbrot og prentun: Stapaprent ehf. • stapaprent@simnet.is, 421 4388

2

Jólablað 2017


Gjafakort er gjöf sem gleður.... l

g

ð

e il

e Gl

Gleðileg jól

Gjafakort Nettó fæst í verslunum Nettó um land allt.

markhonnunv ehf

Kortið er einfalt og þægilegt í notkun. Starfsfólk verslana okkar veitir allar nánari upplýsingar um gjafakortið og aðstoðar þig með glöðu geði.

www.netto.is www.netto.is | |Mjódd · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Ísafjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Mjódd· Salavegur · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn·· Höfn Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | |

Jólablað 2017

3


Fjölmenni mætti á uppskeruhátíðina.

Uppskeruhátíð yngri flokka Knattspyrnudeildar Keflavíkur

U

ppskeruhátíð yngri flokka Knattspyrnudeildar fór fram sunnudaginn 24. september í íþróttahúsinu við Sunnubraut þar sem var hefðbundin dagskrá. Veittar voru viðkenningar í öllum flokkum, auk þess sem Ellabikarinn var veittur í annað sinn til minningar um Elís okkar Kristjánsson heitinn. Bikarinn fór að þessu sinni til Viðars Más Ragnarssonar í 3. flokki sem er ávallt til fyrirmyndar og hefur sýnt einstakan dugnað á tímabilinu. Í framhaldinu var farið yfir á Nettóvöllinn þar sem allir iðkendur voru myndaðir og fram fór skemmtilegur knattspyrnuleikur: „kynslóð heiðruð“. Í boði voru grillaðar pylsur og drykkir.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar fyrir tímabilið 2016-2017:

Drengjaflokkar 7. og 6. flokkur Allir fá viðurkenningarskjal

5. flokkur yngri Mestu framfarir Sigurjón Aron Bjarnason Besti félaginn Andrés Kristinn Haraldsson Leikmaður ársins Tómas Orri Place

5. flokkur eldri Mestu framfarir Natnael Kiflom Geberhiwot Besti félaginn Mikael Orri Emilsson Leikmaður ársins Benóný Haraldsson

4

Jólablað 2017

4. flokkur yngri Mestu framfarir Tómas Ingi Magnússon Besti félaginn Þorbergur Freyr Pálmarsson Leikmaður ársins Stefán Jón Friðriksson

4. flokkur eldri Mestu framfarir Rúnar Júlíusson Besti félaginn Alexander Scott Kristinsson Leikmaður ársins Björn Bogi Guðnason

3. flokkur yngri Mestu framfarir Garðar Franz Gíslason Besti félaginn Guðjón Elí Bragason Leikmaður ársins Dawid Jan Laskowski

3. flokkur eldri Mestu framfarir Árni Ágúst Daníelsson Besti félaginn Óli Þór Örlygsson Leikmaður ársins Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson

ALLIR DRENGJAFLOKKAR Mestu framfarir Einar Sæþór Ólason Besti félaginn Fannar Freyr Einarsson Besti markvörður Helgi Bergmann Hermannsson Besti varnarmaður Ragnar Ingi Sigurðsson Besti miðjumaður Björn Aron Björnsson

Besti sóknarmaður Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson Besti leikmaðurinn Davíð Snær Jóhannsson

Landsleikir Davíð Snær Jóhannsson

Stúlknaflokkar 7 og 6. flokkur Allar fá viðurkenningarskjal

5. flokkur

Sigrún Björk Sigurðardóttir Besti varnarmaður Árdís Inga Þórðardóttir Besti miðjumaður Arnhildur Unnur Kristjánsdóttir Besti sóknarmaður Amelía Rún Fjeldsted Besti leikmaðurinn Árdís Inga Þórðardóttir

Landsleikir Sveindis Jane Jónsdóttir, Katla María Þórðardóttir og Íris Una Þórðardóttir

Mestu framfarir Sara Mist Atladóttir Besti félaginn Esther Júlía Gústavsdóttir Leikmaður ársins Elfa Karen Magnúsdóttir

4. flokkur Mestu framfarir Gyða Dröfn Davíðsdóttir Besti félaginn Gunnhildur Hjörleifsdóttir Leikmaður ársins Kara Petra Aradóttir

3. flokkur Mestu framfarir Herdís Birta Sölvadóttir Besti félaginn Thelma Mist Oddsdóttir Leikmaður ársins Bríet Björk Sigurðardóttir

ALLIR STÚLKNAFLOKKAR Mestu framfarir Helena Aradóttir Besti félaginn Elva Margrét Sverrisdóttir Besti markvörður

Pylsur grillaðar.


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

TSA

ehf.

Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • tsa.is Verðlaunahafar yfir alla yngri flokka.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

TOYOTA

Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 • 260 Reykjanesbær Sími 420 6600 • Fax 421 1488

7. flokkur stúlkna ásamt þjálfara sínum.

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Njarðarbraut 11a - 260 11a Njarðvík - Sími 421 1118 Njarðarbraut - 260 Njarðvík

TJÓNASKOÐUN • RÉTTING • SPRAUTUN

6. flokkur drengja ásamt þjálfurum sínum.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Viðar Már Ragnarsson handhafi Ellabikarsins árið 2017.

Verna K. Friðfinnsdóttir þakkar Sveini Brimi Björnssyni fyrir góð störf í þágu barna- og unglingaráðs.

Jólablað 2017

5


Ljósmyndir við greinina: Tryggvi Rúnarsson.

Taekwondo:

Árið 2017 hefur verið viðburðaríkt fyrir Taekwondodeild Keflavíkur

Keflvíkingar sigursælir á RIG.

Í

byrjun árs fór fjöldi keppenda úr Keflavík á Reykjavik International Games (RIG) sem er fjölgreinamót haldið í Reykjavík á hverju ári. Keflvíkingar stóðu sig mjög vel, voru með bestan heildarárangur liða á RIG og svo var Guðjón Steinn Skúlason úr Keflavík valinn keppandi mótsins með 4 gullverðlaun. Bikarmótin gengu vel hjá Keflavík en Keflvíkingar sigruðu öll bikarmót tímabilsins og stóðu uppi sem bikarmeistarar í 9. skipti í röð. Íslandsmótið í bardaga var haldið hjá Keflavík í mars. Keflvíkingar stóðu sig þar með miklum sóma og vörðu Íslandsmeistaratitilinn enn og aftur. Þetta var níundi Íslandsmeistaratitill liða hjá Keflavík. Kristmundur Gíslason, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Eyþór Jónsson kepptu á opna Hollenska meistaramótinu í mars, en það er eitt stærsta mót Evrópu. Allir stóðu sig með miklum sóma og Eyþór Jónsson kom heim með gullverðlaun í sínum flokki. Kristmundur og Ágúst kepptu einnig á opna Moldavíska meistaramótinu í maí og þar sigraði Ágúst sinn flokk og fékk því gullverðlaun. Frábær árangur á erlendri grundu. Á hverju vori heldur deildin opnar æfingabúðir

6 teygja Jólablað 2016 Ylfa að fyrir keppni.

Árný í bardaga.

Félagar úr Keflavík á bikarmóti.

og mót sem heitir Keflavík Open. Í ár fékk deildin til sín gestakennara, Martin Stamper, sem er einn af landsliðsþjálfurum Englands og fyrrum verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu. Það vakti mikla lukku með fjölda þátttakenda og góðar æfingabúðir. Kristmundur Gíslason var í vor valinn til að keppa á heimsmeistaramóti fullorðna sem haldið var í Suður Kóreu í júní. Þetta er í annað sinn sem hann keppir á þessu móti en hann var einnig valinn til að keppa þegar mótið var haldið síðast fyrir tveimur árum. Mótið var haldið í Taekwondo Park sem er þorp sem búið var til fyrir taekwondo. Þetta var stærsta heimsmeistaramót í sögu taekwondo, en rúmlega 180 þjóðir og rétt um þúsund keppendur tóku þátt á mótinu. Kristmundur var dreginn á móti sterkum keppanda frá Noregi í fyrsta bardaga. Kristmundur stóð sig vel og var yfir fyrstu tvær loturnar en svo komst Norðmaðurinn yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir og datt Kristmundur því úr leik. Hann keppti einnig á Opna kóreska meistarmótinu sem var haldið stuttu seinna ásamt því að æfa með sterkasta háskóla heims. Sumarið var það stærsta frá upphafi hjá Taekwondodeildinni. Fjöldi námskeiða voru haldin og flest þeirra voru full. Mikil gleði var á námskeiðunum og veður var með besta móti og því mikið hægt að nota útisvæði til æfinga. Nýjung hjá deildinni sem byrjaði í sumar var að vera með svokölluð TeenFit og KidFit námskeið. Þau námskeið eru fyrir krakka og unglinga sem vilja æfa þrekæfingar ásamt fullt að eflandi æfingum og umhverfi til að auka sjálfstraust. Í ágúst fóru sex Keflvíkingar á æfingabúðir til Árhús í Danmörku og voru í viku. Þar var einn af landsliðsþjálfurum Bandaríkjanna, Juan Miguel Moreno, með frábærar æfingabúðir og fengu iðkendur að æfa með atvinnumönnum frá öðrum löndum. Íslensku iðkendurnir vöktu mikla athygli fyrir góða tækni, anda og jákvæðni. Í lok æfingabúðanna var Kristmundur valinn besti fullorðni keppandi æfingabúðanna og fær næstu æfingabúðir hjá þeim endurgjaldslaust. Í lok ágúst keppti Eyþór Jónsson á heimsmeistaramóti ungmenna sem haldið var í Egypta-


Kristmundur að þjálfa Hafdísi á bikarmóti. landi. Eyþór er einn sterkasti ungmennakeppandi landsins og er eingöngu annar Íslendingurinn sem keppir á þessu móti, en hinn var Ágúst sem er einnig frá Keflavík. Eyþór stóð sig vel á móti sterkum ungverskum keppanda. Eyþór var yfir góðan hluta bardagans en tapaði með minnsta mun rétt í lok bardagans. Andstæðingur hans fékk bronsverðlaun á mótinu. Haustið byrjaði af miklum krafti. Deildin er dugleg að taka þátt í ýmsum heilsutengdum og menningarlegum viðburðum eins og t.d. Ljósanótt, Íþróttaviku Evrópu og Hreyfiviku Suðurnesja og allir þessir viðburðir voru í haust. Nú eru allir flokkar fullir, kominn biðlisti og mikil þörf á stærra húsnæði til að geta þjónustað alla þá sem hafa áhuga á taekwondo í bæjarfélaginu. Eyþór Jónsson keppti einnig á Evrópumóti ungmenna á árinu. Hann lenti þar í mjög erfiðum riðli og keppti við Rússa í sínum fyrsta bardaga. Hann barðist vel en Rússinn hafði betur. Rússinn sigraði svo hvern keppandann að fætur öðrum og endaði sem Evrópumeistari. Íslandsmót í tækni var haldið í október hjá Ármanni. Iðkendur Keflavíkur stóðu sig vel og unnu til fjölda verðlauna og voru í 2. sæti í liðakeppni félaga. Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Daníel Arnar Ragnarsson kepptu á Evrópumóti unglinga sem haldið var á Kýpur í byrjun nóvember. Þeir hafa báðir keppt á ótal mótum, t.d. Evrópu- og heimsmeistaramótum, unnið Íslandsmót og erlend mót svo dæmi séu tekin. Daníel datt úr leik í fyrsta bardaga eftir erfiðan bardaga við tyrkneskan keppanda. Ágúst sigraði Kýpverja í fyrsta bardaga en meiddist. Hann datt úr leik í næsta bardaga gegn Rússa. Kristmundur keppti einnig á Evrópumóti fullorðna sem haldið var í Búlgaríu en hans keppni var ekki lokið þegar þetta var skrifað. Allt í allt stórgott ár og fjöldi titla hjá Taekwondodeild Keflavíkur ásamt nýjum námskeiðum. Við hlökkum mikið til að takast á við næsta ár og vonum að húsnæðismál deildarinnar verði bætt hið snarasta svo hægt sé að stækka þessa öflugu deild enn frekar.

Keflvíkingar Íslandsmeistarar.

Ágúst, Andri, Guðjón og Eyþór sigursælir á RIG.

Daníel og Ágúst í úrslitunum á Íslandsmótinu.

Keflvíkingar bikarmeistarar.

Jólablað 2017

7


DR E 23. GIÐ DES .

MILLJÓLA

LEIKURINN

10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT GEFA ÞÉR MÖGULEIKA Á AUKAMILLJÓNUM

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

8

Jólablað 2017

23 heppnir spilarar í Lottó, Víkinglottó eða Eurojackpot vinna eina milljón hver á Þorláksmessu. Þú ferð í pottinn í hvert skipti sem þú kaupir 10 raða miða frá 30. nóv til 18.40 laugardaginn 23. des. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa með í pottinum. Nánar á lotto.is


VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA

Verkfræðistofa Suðurnesja óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Viðurkennt þjónustuverkstæði

Grófin 14a, 230 Reykjanesbæ, sími 4216901

Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

Umhverfisvæn orkuframleiðsla í 40 ár Njótið jólana í birtu og yl frá umhverfisvænni framleiðslu www.hsorka.is

Jólablað 2017

9


2. flokkur og meistaraflokkur kvenna:

Hlúa þarf að knattspyrnukonum framtíðarinnar

Ljósmyndir: Jón Örvar.

T

ímabilið hjá 2.fl. og meistaraflokk hefur gengið upp og niður eins og gengur oft í boltanum en stelpurnar voru þó ekki langt frá markmiðum sínum. Eins og kom fram í fyrra er liðið mjög ungt og sem dæmi eru þrjár stúlkur í byrjunarliði meistaraflokks ekki komnar með bílpróf og fá það ekki fyrr en 2018. Lítum aðeins yfir farinn veg, en af nægu er að taka. 2. flokkur tók þátt í Faxaflóamótinu í vetur og endaði liðið í 9. sæti. Í Bikarkeppninni datt liðið út í fyrstu umferð. Íslandsmótið hófst svo í maí, þar var spilað í B-deild alls 10 leiki og enduðu stelpurnar í 5. sæti. Meistaraflokkur tók þátt í Faxaflóamótinu og vann sinn riðil. Lengjubikarinn var spilaður í mars og apríl og enduðu þær í 5. sæti. Í Borgunarbikarnum datt liðið út í fyrstu umferð. Íslandsmótið hófst síðan í maí. Alls voru leiknir 18 leikir, tíu sigrar, þrjú jafntefli og fimm tapleikir. Þrátt fyrir mikinn vilja og baráttu þá náðust ekki markmiðin, niðurstaðan varð 4. sæti með 33 stig, sex stigum frá liðinu í 1. sæti. Óhætt er að fullyrða að liðsheildin er einstök, stelpurnar gera okkur í kvennaráði endalaust stolt. Eins og á síðasta tímabili sáu Gunnar M. Jónsson og Haukur Benediktsson um þjálfun. Samband þeirra við leikmennina er einstakt, virðing á báða bóga en líka ákveðni. Kvennaráð hefur einnig átt afburðagott samstarf við þá félaga. Fleiri hafa komið að þjálfun liðsins, Ómar Jóhannsson hefur séð um að þjálfa markmenn og Helgi Rafn Guðmundsson og Helga Margrét Sigurbjörnsdóttir hafa séð um styrktarþjálfun. Í ár höfum við haft fjóra leikmenn í landsliðum. Allar hafa þær verið valdar oftar en einu sinni að keppa fyrir hönd Íslands. Anita Lind Daníelsdóttir hefur spilað fyrir U-19, Sveindís Jane Jónsdóttir, Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir fyrir U17 ásamt því að fleiri hafa verið valdar í úrtakshóp. Það eru ekki mörg félög, svo við tölum nú ekki um 1. deildar félög, sem eiga fjórar landsliðskonur.

10

Jólablað 2017

Margt annað var gert á tímabilinu en að spila fótbolta. Fyrri hluta árs var haldið Geo Silica mót fyrir 6.-7. flokk kvenna. Mótið heppnaðist vel, um 140 þátttakendur tóku þátt og stefnt er að hafa svona mót árlega. Hlúa þarf að knattspyrnukonum framtíðarinnar. Í apríl fóru leikmenn í æfingaferð til Spánar, ásamt þjálfurum og fylgdarmönnum. Vel var tekið á því á æfingum en margt annað gert líka. Allir voru sammála um að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð enda allur aðbúnaður og aðstaða til fyrirmyndar. Frábært konukvöld var í apríl. Um 100 konur skemmtu sér konunglega undir frábærri stjórn Péturs Jóhanns veislustjóra. Leikmenn hafa einnig verið duglegir að hittast og gera eitthvað skemmtilegt. Kvennaráð gerir líka ýmislegt skemmtilegt, meðal annars fór hluti Kvennaráðs ásamt Gunnari þjálfara og fjögurra leikmanna á EM kvenna í Hollandi og var það frábær ferð. Í sumar var byrjað að rukka inn á leiki meistaraflokks, það mæltist mjög vel fyrir og hefur síður en svo dregið úr aðsókn á leiki. Stuðningsmenn eru einn af mikilvægustu þáttum í starfinu og ómetanlegt fyrir alla að hafa stuðning úr stúkunni. Kvennaflokkarnir eiga líka trygga stuðningsaðila og með þeirra framlagi er hægt að byggja upp öflugt starf til framtíðar. Bestu þakkir fyrir stuðninginn. Kvennaráð tók þátt í stefnumótun deildarinnar og lítur björtum augum til framtíðar. Eins og áður hefur verið nefnt að þó viljinn hafi verið mjög sterkur að komast upp í Pepsi-deild kvenna tókst það ekki í þetta sinn en við setjum auðvitað stefnuna þangað 2018. Með kærri þökk fyrir tímabilið leikmenn, þjálfararteymið, styrktaraðilar, stuðningsmenn og stjórn Knattspyrnudeildar. Kvennaráð knattspyrnudeildar


Knattspyrna:

Sannir Keflvíkingar til sigurs

Þ

á er fótboltaárinu 2017 senn að ljúka og takmarki sumarsins náð í meistaraflokki karla með glæsibrag. Pepsi-deildin verður það 2018 og við stefnum á að framfylgja okkar góða árangri sem við höfum verið að byggja upp á síðustu tveimur árum með okkar ungu leikmönnum í bland við topp reynslu menn. Á vormánuðum voru spámenn ekkert rosalega bjartsýnir á að okkur tækist að koma liðinu í deild þeirra bestu á þessu tímabili. Miklar breytingar, en þarfar, voru gerðar að okkar mati og má til gamans geta að í flestum leikjum okkar á þessu tímabili var einungis einn byrjunarliðsmaður í liðinu í sumar sem var fastamaður frá árinu 2016. Margir ungir drengir fengu sviðið og stóðu sig með prýði og getum við Keflvíkingar verið stoltir af þessu skrefi sem var tekið. Þess má til gamans geta að 19 af þeim 24 leikmönnum sem voru með okkur í sumar eru uppaldir Keflvíkingar. Kvennaknattspyrnan er enn á mikilli uppleið með Gunnar Magnús og Hauk Ben sem þjálfara áfram. Meiðsli og óheppni með erlenda leikmenn setti strik í reikninginn, en fagmennska og dugnaður þjálfara og meistaraflokksráðs kvenna er eftirbreytnisvert. Við eigum svo margar ungar og efnilegar stelpur og því lít ég bjartur fram á veginn fyrir fótboltaárið 2018 og er viss um að þær 28 stelpur sem eru margar hverjar enn þá á 2. flokks aldri eiga eftir að ná miklum framförum á næstu árum í Keflavík. Nú er svo komið að það er virkilega bjart

framundan í okkar starfi, margir af yngri iðkendum eru komnir í landsliðið okkar, sem án efa eflir starf yngri flokkana okkar. Síðustu tvö ár höfum við þurft að sætta okkur við að vera í Inkasso deildinni sem hefur bitið verulega í fjárhagslega og kunnum við bestu þakkir til þeirra fjölmörgu styrktaraðila sem hafa staðið við bakið á okkur þennan tíma. Hins vegar má alltaf gera betur í þeim málum og viljum við stjórnarmenn endilega hvetja alla þá sem hafa áhuga á að starfa í kringum deildina að stíga fram og hafa samband við okkur og bjóða fram hjálparhönd, því nú reynir gríðalega mikið á samheldni okkar bæjarbúa um að festa rætur í deild þeirra bestu. Það er mat okkar stjórnarmanna og allra sannra Keflvíkinga að Keflavík á að vera í efstu deild í knattspyrnu og sagan um Keflavík staðfestir það klárlega. Stefna okkar árið 2018 í Knattspyrnudeild Keflavíkur er að halda áfram á þeirri braut sem við erum farnir af stað á, þ.e. að festa rætur í efstu deild og alls ekki að vera bara eitthvað miðlungslið, heldur að geta barist við bestu liðin og jafnvel um titla. Þá ítreka ég það að það er ekki einungis starf stjórnar og leikmanna, heldur allra SANNRA KEFLVÍKINGA. Knattspyrnudeild óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs og megi Guð, gæfa og titlar fylgja okkur öllum á því herrans ári 2018 sem nú er að ganga í garð. Jón Benediktsson Formaður Knattspyrnudeildar

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Fitjabraut 30, 260 Reykjanesbær - www.bilnet.is - Sími 420 0040

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

KJG

KEÓ

Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir, tannlæknar og starfsfólk Hafnargata 45 • Sími 421 8686

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Hafnargata 35, 230 - Stórhöfði 23, 105 - Sími 415-1500

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Haf narg ata 20 • Sími 4 20 4000 • studlaberg.i s

Jólablað 2017

11


2. flokkur karla:

Gildi og markmið fyrir liðsheild Þ að er skemmtileg áskorun að þjálfa hálffullorðna menn, margar hugsanir og áskoranir úr samfélaginu sem herja á einstaklinginn. Mig langaði að deila með ykkur minni nálgun á því sem mér finnst styrkja iðkendurna til þess að taka „rétta“ ákvörðun, innan vallar sem utan. Ein mesta áskorun uppalandans, sem fótboltaþjálfarar svo sannarlega eru, er að finna farsælan farveg sem iðkendur er tilbúnir að fylgja. Farveg sem að þeir hafa tilfinningu fyrir og trú á að sú leið muni styrkja þá, ekki bara sem einstaklinga heldur einnig sem fótboltamenn.

12

Jólablað 2017

Nálgun mín er í gegnum gildi og markmið, sem er náð með réttum skömmtum fyrir æfingar, á meðan æfingum stendur og eftir æfingar. Eins fá drengirnir pistla vikulega sem vonandi fær þá aðeins til þess að velta hlutum fyrir sér. Hvort sem gildin eru okkur ljós eða ekki þá hafa þau mikil áhrif á hegðun okkar og ákvarðanir, innan vallar sem og utan. Sérhver menning, sérhver einstaklingur hefur í heiðri ólík gildi, þó svo að einstaklingurinn sé ekkert endilega meðvitaður um það. Það sem við teljum vera eftirsóknarvert í fari einhvers byggist t.d. á þeim gildum eða við-

miðum sem við teljum mikilvæg. Þegar við veljum okkur leið í lífinu, hvort sem það er fótboltamaður eða eitthvað annað sem við viljum leggja stund á, er nauðsynlegt að við áttum okkur á þeim ástæðum sem við leggjum til grundvallar. Ástæður fyrir vali okkar eru nátengdar þeim gildum sem við aðhyllumst. Þetta ætti að sýna leikmönnum fram á að hvert okkar skynjar veruleikann með ólíkum hætti. Þessi sýn er upphafspunkturinn á þessu tímabili, að leikmaðurinn átti sig á hvaða gildi hann stendur fyrir og svo í framhaldinu komast að sameiginlegum gildum sem leikmenn fylgja. Þessi gildi sem leikmenn velja sér verða útskýrð og að lokum birt á öllum gögnum sem dreift verður til þeirra. Þess má geta að virðing er lykillífsregla í fótbolta samkvæmt UEFA, virðing fyrir leiknum, leikmönnum, reglum, dómurum og mótherjum svo nokkur atriðið séu nefnd. Í upphafi keppnistímabils mæta nýir fótboltamenn og koma til með að hittast reglulega yfir komandi keppnistímabil. Það mætti segja að nú sé verið að hanna nýtt samfélag af einstaklingum með ólíkan bakgrunn, ólík gildi gagnvart lífinu, gagnvart hópmyndun og gagnvart hópíþróttinni sem fótbolti svo sannarlega er. Til að skapa uppbyggjandi og jákvætt umhverfi þá er nauðsynlegt að ákveðnar grunnstoðir séu til staðar, stoðir eins og gildi. Þá er það verk einstaklinganna innan hópsins að ákveða hvernig hópurinn eigi að líta út, hvernig samskiptin eigi að vera og hvað eigi að einkenna þetta litla samfélag sem er í mótun. Fyrsta verkefni okkar þjálfara er að aðstoða einstaklingana við að átta sig á hugtakinu gildi og fyrir hvað það stendur. Allir sem hafa sett sér markmið í lífinu hafa tekið eftir því hversu auðvelt það er að renna af þeirri braut og missa marks á því. Mögulegt takmark er viljinn til að vinna að því að endurskoða og endurbæta þær venjur sem einstaklingurinn hefur tamið sér, lífsvenjur sínar og æfingavenjur. Í byrjun getur


upplifunin verið þessi: „Þetta verður ekkert mál, bara setja niður á blað venjur sem ég vil temja mér og standa við þær”. Þetta getur hins vegar verið þrautin ein. Háskólarannsókn sem var gerð meðal nemenda í MBA námi í Bandaríkjunum segir frá hópi einstaklinga (1000 manns) sem voru beðnir um að setja sér markmið. Þar sem þetta var rannsókn sem átti að ná yfir þrjú ár gátu rannsóknaraðilar fylgst vel með þátttakendum. Eftir þrjú ár birtust niðurstöðurnar sem koma kannski ekkert á óvart, aðeins 3% af einstaklingunum stóðu við markmiðin sem þeir settu sér í upphafi sem var að upplifa það sem þá dreymdi um að gera. Því í grunninn er það góð skilgreining á markmiðum, að fá að upplifa drauma sína. Það er mismunandi hvað sagt er um markmið og markmiðasetningu, þ.e. hvaða módeli skuli fylgja. SMART módelið er vinsælt módel sem margir nýta sér við markmiðasetningu. Við höldum okkur við þetta módel með smávægilegum tilfæringum frá höfundi. Tilfæringin er sú að það verða að vera tilfinningar á bak við hvert markmið. Við getum sagt sem svo að hjartað sé stöð tilfinninga en heilinn sé stöð rökhugsunar. Þær rannsóknir sem höfundur hefur kynnt sér sýna að tilfinningaleg viðbrögð hjartans séu örlítið fljótari en viðbrögð heilans. Þessar tilfæringar á markmiðasetningu verða hér kallaðar ÁST-SMART. • Á = Ávinningur: hvað græðir þú á því að setja þér þetta markmið. • ST = Skuldbinding, þ.e.a.s. tilfinningaleg skuldbinding: hversu mikilvægt er það fyrir þig. • S = Skýr: mikilvæg, læsileg og skiljanleg. • M = Mælanleg: þú verður að vita hvenær þú hefur náð þeim. • A = Alvöru: þú verður að geta náð þeim. • R = Raunhæf: það má ekki taka of langan tíma að ná þeim. • T = Tímasett: settu lokatíma á markmiðin. Svo í lokin getur leikmaðurinn spurt sig þessarar mikilvægu spurningar: Af hverju er ég að standa í því að setja mér markmið? Why do we do what we do? Eins og einn af mínum fyrirmyndum, Tony Robbins, kom svo skemmtilega að í einum af sínum fyrirlestrum. Fyrir fótboltamann sem er með flesta hluti í lagi en vill bæta sig á afmörkuðu sviði fótboltans, hvort sem um ræðir tækni eða leikfræði, gæti sá hinn sami hugsað „þetta er fremur einfalt verkefni”. Mín reynsla segir aftur á móti hið gagnstæða, það er auðvelt að setjast niður, rissa einhverja stefnu á blað og ýta henni í framkvæmd. En hvað svo? Hér koma inn tilfinningar, hugsun, áræðni, þor, kjarkur og svo mætti lengi telja. Og ef vitnað er í háskólarannsóknina aftur, þá eru einungis 3% af MBA nemendum sem setja sér markmið og ná að upplifa þau. Ráðleggingin er sú að setja niður á blað hvaða þætti æskilegast er að lagfæra, byrja á litlu hlutunum, raða þeim síðan í forgangsröð þannig að hægt sé að byrja á því sem leikmaðurinn telur vera mikilvægast. Öll höfum við drauma, að ná enn lengra á þeim vettvangi sem einstaklingurinn hefur tileinkað sér og að lokum upplifa þann draum. Löngunin ein dugir ekki til að komast alla leið. „Vilji er allt sem þarf ” segir máltækið, en það er svo margt sem spilar inn í eins og samfélagið, félagarnir, fjölmiðlar og fjölskyldan. Með þessum áhrifamiklu breytum á líf okkar vil ég að upphafið sé endirinn og því segi ég: „Í upphafi skal endinn skoða“, með þessum breytum á bak við eyrað og þar með gera ráð fyrir þeim. Að því sögðu getur þjálfari velt því fyrir sér hver ávinningurinn sé, bæði frá sjónarhorni þjálfarans og liðsins.

5. flokkur drengja fór á ÓB-mótið á Selfossi

K

eflavík mætti með 54 stráka sem var skipt niður í sex lið. Þetta var síðasta mót sumarsins og mikil tilhlökkun hjá strákunum, veðrið var dásamlegt og stemningin góð. Liðsfundurinn fyrir mótið var einfaldur og markmiðin skýr, við vorum mættir til að skemmta okkur og gera okkar besta inni á vellinum. Fókusinn var á frammistöðuna umfram allt.  Það er skemmst frá því að segja að Keflavíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar á mótinu. Fimm lið af sex komust á verðlaunapall, þrjú lið sigruðu mótið og tvö sem fengu

silfurverðlaun. Leikgleðin skein í gegn og strákarnir spiluðu frábæran fótbolta og uppskáru eftir því. Við skoruðum um 130 mörk í 48 leikjum og fóru allir heim með bros á vör. Þjálfarar flokksins vilja þakka öllum fyrir ógleymanlegt mót. Einar Lars Jónsson Guðni Ívar Guðmundsson Marc McAusland

Unnar Sigurðsson þjálfari 2. flokks karla.

Jólablað 2017

13


Gautaborgarferð 3. flokks karla Í sumar hélt 3. flokkur karla í Keflavík til Gautaborgar og tók þátt í Gothia-Cup. Haldið var af stað þann 16. júlí og flogið til Kaupmannahafnar. Eftir nokkuð langa rútuferð var komið á áfangastað í Gautaborg í blíðskaparveðri. Þegar búið var að koma sér fyrir og bíða eftir skráningargögnum var matartímanum lokið og því þurfti að grípa til þess ágæta ráðs að borða á McDonalds. Ágætis byrjun þótti sumum. Það gekk vel að koma sér í háttinn enda menn spenntir fyrir leikjunum framundan. Opnunarhátíðin var skemmtileg upplifun þar sem við fengum að njóta góðrar tónlistar, skemmtiatriða og flugeldasýningar á glæsilegum Ullevi stadium. Hópnum var skipt í tvö lið, eldra og yngra, og fylgdust hóparnir vel hvor með öðrum, mættu á leikina eins og kostur var og studdu hvorn annan. Strákarnir spiluðu vel, sýndu góða samstöðu og lögðu sig alla fram. Hitinn var ansi mikill og var brugðið á það ráð að fjárfesta í vatnsfötum og svömpum til að kæla leikmenn. Dagarnir liðu hratt, enda tók það alltaf sinn tíma að rölta á milli skóla í matinn og svo þurfti líka að ganga nokkurn spöl í strætó og bíða eftir honum. Strætóferðirnar voru fjölmargar og var stundum tæpt að menn kæmust bæði inn og út. Það kom fyrir að strætó var svo troðinn að hann stoppaði ekki einu sinni fyrir okkur, stundum voru teknir fræknir sprettir til að ná honum og menn gátu jafnvel tafist á leið úr strætó ef sætar stelpur voru eitthvað að trufla athyglina. Bæði liðin höfðu lokið keppni þegar tveir dagar voru eftir af ferðinni þannig að nægur tími var til að gera margt annað skemmtilegt en að spila fótbolta. Í Heden Center sem er aðalsvæði Gothia Cup var hægt versla sér íþróttafatnað, fylgjast með

14

Jólablað 2017

leikjum og fara í Bubblubolta. Mesta lukku vakti þó hjá sumum að þar var í boði að fá frítt kók í hitanum og kaupa sér ís. Farið var í Universeum þar sem hægt var að kynnast regnskógi, hafinu, himingeimnum, heilsunni og ýmsum vísindum frá nýju sjónarhorni. Margir eyddu töluverðum tíma í verslunum en aðrir tóku tívolíið fram yfir. Farnar voru ansi margar ferðir í hrikalegum tækjum og voru nokkrir sem tókust á við stórar áskoranir í þeim efnum. Aðrir gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir myndavélar í rússíbönum eða eyddu tíma sínum í að vinna tuskudýr og risasúkkulaði. Sumir fararstjórarnir létu sig meira að segja hafa það að skella sér í rússíbana en aðrir létu rúllustigann duga.

Það er ótal margt sem setti skemmtilegan svip á ferðina, til dæmis gott veður, nammibílar, bleikar peysur, rauð derhúfa, skemmtilegar tívolímyndir og frábær fótbolti. Það sem markaði hins vegar ferðina einna mest var hve drengirnir voru duglegir og prúðir, bæði innan vallar sem utan. Þeir lögðu sig alla fram í fótboltanum, fylgdu öllum fyrirmælum, héldu hópinn og sýndu vinsemd og virðingu. Það var líka frábært að sjá þá þroskast og eflast, bæði félagslega og fótboltalega og gaman að sjá samstöðuna og vinskapinn á milli þeirra. Þeir voru félaginu til sóma. Laufey Erlendsdóttir

Sigurvegarar úr K-Steinarsson Skeet mótinu.


R U K K O Á J H R E ÚRVALIÐ

MAR TÖLVUR // SNJALLSÍ LD JA SP // R U LV TÖ RP FARTÖLVUR // BORÐ OG BOSCH // SJÓNVÖ S EN EM SI Á FR KI HEIMILISTÆ ARAR HEYRNATÓL // HÁTAL

Óskum viðskiptavinum okkar ánægjulegra stunda yfir hátíðarnar

Jólablað 2017

15


Gríðarlegt fjör hjá 6. og 7. flokki stúlkna

Þ

að var gríðarlegt fjör hjá 6. og 7. flokki stelpna í fótbolta á líðandi ári og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera hjá þessum efnilegu Keflvíkingum. Þær tóku þátt í Keflavíkurmóti, Jólamóti Fjölnis í Egilshöll, geoSilica móti, Freyjumótinu í Hveragerði, Vísmótinu í Laugardal, Símamótinu í Kópavogi og Weetos-mótinu í Mosfellsbæ, auk þess sem 6. flokkur tók þátt í Hnátumóti KSÍ. Frammistaðan var Keflavík til mikils sóma, bæði innan og utan vallar og greinilegt að framtíðin er björt í kvennaboltanum, með þessar stelpur í okkar röðum. Símamótið er stærsta mót ársins og mikil upplifun en þangað fóru um 40 stelpur á okkar vegum. Stelpurnar í A liði 6. flokks gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti af rúmlega 100 skráðum liðum og féllu þar naumlega út gegn Breiðablik í undanúrslitum. Öll liðin sem Keflavík sendi fóru á kostum, bæði innan vallar og utan og hrósa ber foreldrum sérstaklega fyrir fyrirmyndar þátttöku. Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem þekkir menningarsögu okkar mikla Bítlabæjar að stelpurnar sýndu um mótssvæðið allt að þær eru ekki síður gríðarlega efnilegir hópsöngvarar. Það var ýmislegt brallað annað en að æfa og keppa í fótbolta. Tekin var upp „bíómynd“ á æfingu og send á foreldra, stelpurnar útbjuggu skjal fyrir hverja og eina með hrósi og jákvæðum athugasemdum, foreldrar mættu á jólaæfingu og kepptu á móti stelpunum og farið var í hópferð á landsleik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Helgarbingó, vinkonuverkefni, næluveitingar fyrir árangur í að halda bolta á lofti, vídeófundur, heimapróf auk dans- og söngæfinga voru meðal aukaverkefna. Þá var hleypt af stokkunum „Hjálparstrympu“-verkefni sem lýsti sér þannig að tvær stelpur í einu heimsóttu meistaraflokk kvenna á æfingu og lærðu af því að fylgjast með þeim, kynntust þeim örlítið og hjálpuðu til við hitt og þetta. Þannig myndaðist tenging meistaraflokks við yngstu flokkana. Meistaraflokkur tók sig svo til og heiðraði báða flokkana með blómaveitingum í hálfleik á einum leikja sinna á Nettóvellinum og var það virkilega fallega gert af þeim. Stelpurnar í 6. flokki fengu að taka þátt í tilraunaverkefninu „Litla fótboltabókin mín“, þar sem þær fengu heimaverkefni til að æfa sig á og áttu svo að sýna kunnáttu sína viku síðar og fengu þá stimpil í bókina sem þær fengu svo afhentar á lokahófinu. Aftan á voru svo prentuð einkenni Sannra Keflvíkinga, sem unnið var markvisst með yfir árið. Þá var unnið markvisst með gildi flokksins og hvernig þau geta gagnast fótboltaliðum og voru gildi stelpnanna: Vinátta, markmið, einbeiting, agi, liðsandi, viljastyrkur, samtakamáttur og gleði. Útskýrt var fyrir stelpunum hvað hugtökin þýða og

6. flokkur stúlkna.

7. flokkur stúlkna. þær fengu svo að spyrja og tjá sig áður en byrjað var að æfa og hrósað sérstaklega í tengslum við nýjustu umræðuna. Svo þegar líða fór frá umræðunni fengu stelpurnar tússpenna og skrifuðu gildin á æfingaboltana til áminningar. Hér að lokum fylgja einkenni Sannra Keflvíkinga, ef marka má stelpurnar í 6. og 7. flokki árið 2017.

SANNUR KEFLVÍKINGUR.... • • •

er rosa duglegur og gerir ALLTAF sitt besta, ELSKAR erfiðar æfingar, sem bæta, hressa og kæta, kemur heiðarlega fram,

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða

• • • • • • • • •

hjálpar samherjum sínum, mætir á allar æfingar (nema mamma segi), hleypur ALLTAF af fullum krafti!, Gefst ALDREI upp, hlustar ALLTAF á þjálfarann, veit að æfingin skapar meistarann, hefur fulla trú á sjálfum sér, er alltaf fljótur að standa upp, er hress sem fress og kátur sem slátur, býður „góðan daginn“ og er til í slaginn! Eysteinn Húni Hauksson Gleðileg jól!

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Iðavöllum 6 • Sími 421 4700 • www.vikuras.is

16

Jólablað 2017


Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. REYKJANES BÆR Þökkum árið sem er að líða.

Hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð og farsæld á nýju ári

Aðventu- o

g jólahátíð

Sunnudagurinn

sunnudag

í Keflavíku

26. nóvembe

r

urinn fyrir fyrsta í aðve Kl. 11 Léttm ntu essa og sunn udagaskó Yngri börn í li Skapandi starfi syngja Kl. 14 Inns etningarm essa Sr. Þórhildur Ólafs, prófas tur setur sr. Má í prestsembæ Fritz tti við Keflav íkurkirkju. Kaffiveitingar i boði í Kirkju lundi Kl. 20 Jólin koma með þér Vox Felix og eldri börn í Skapandi starfi syngja

Sunnudagurinn

fyrsti sunn

3. desembe

udagur í aðve

Sunnudagurinn

rkirkju

10. desembe

annar sunn r udagur í aðve ntu Kl. 11 Jóla ball Kefla víkurkirk Kl. 20 Kluk ju knanna köll Aðventukvö ld með Kór Keflav íkurkirkju

Aðfangadagur

Jólin allss

24. desembe

taðar kl. 16 Hátíðar barna - og fjölsky

Aftansöngur r

Nóttin var

sú ágæt ein

Jóladagur 25.

r

ldustund

23:30 syngur.

desember

Hátíðarguðs

þjónusta kl.

31. desembe

Hátíðarguðs

14

ur við allar stun dirn ar Sr. Fritz Már og sr. Erla þjón undi r stjór n Arnó r Vilb ergs onar orga a ásam t mes nista . suþj ónum .

þjónusta kl.

r

16

1. janúar

Hátíðarguðs

þjónusta

Miðnæturstu nd í kirkjunni Karlakvartet tinn Kóngarnir

urki rkju syng

Gamlársdagur Nýársdagur

kl. 18

Hátíðarguðs

ntu Kl. 11 Ljós amessa Með þátttöku fermingarba rna. Sunnudagas kóli og súpus amfélag Kl. 20 Engl akór frá Him nahöll Aðventukvö ld með Eldey kór eldri borga ra á Suðurnesjum

Kór Kefl avík

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól REYKJANES BÆR og farsælt komandi ár

þjónusta kl.

14

Minnum á dagskrá kirkjunnar um aðventu og jól Sjá nánar www.keflavikurkirkja.is þar sem einnig eru upplýsingar um annað starf í kirkjunni.

Kirkjuvegi 25 • 230 Keflavík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.keflavikurkirkja.is

Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Hafnargata 36 • 230 Reykjanesbæ • Sími 440 2450

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jólablað 2017

17


Óskum íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jóla

iM at t

at t

Sver rir

Be rgm an

n H

M

og farsældar á nýju ári

fliða rvar Ha ö j H

Jóhanna

S ími 5 8 8 3 2 4 4 - i s s p o r. i s

ði r llabró Fja dór

Guð rú n

all

ÍS-SPOR VERÐLAUNAGRIPIR

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs LAUGARDAGINN 13. JANÚAR 2018 Dagskrá: Veislustjóri: Hjörvar Hafliða Ballið: Matti Matt, Jóhanna Guðrún og hljómsveit

Kr ossmóa 4 a - S í m i 5 3 5 6 0 2 5

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Kr ossmóa 4 a - S í m i 4 2 1 5 7 7 7

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Bolafæti 3, 260 Reykjanesbæ, sími 421 4117

18

Jólablað 2017

Fjöldasöngur & litla ball: Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar FjallaBróðir Keflavíkurannáll - Menu og Rétturinn sjá um matinn

Greiða þarf miðana fyrir 15.des, ógreiddir miðar fara aftur í sölu.

A D L E G U L F

A L A S

ldar

nudei r y p s t t a

r u k í v Kefla Kn

8

0 AUT 1 R B G HRIN

K-HÚS

OPNUM 28.DESEMBER OPIÐ 28., 29. & 30.DESEMBER FRÁ KL.10.00-22.00 OPIÐ GAMLÁRSDAG FRÁ KL.10.00-16.00 Við treystum á íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur. Allur hagnaður deilist á milli karla,kvenna og unglingadeilda knattspyrnudeildar Keflavíkur


Skotdeild Keflavíkur brýtur blað í sögunni - er með kennslu í skólastarfi Reykjanesbæjar

S

kotdeild Keflavíkur heldur áfram að vaxa á öllum sviðum og er farin að teygja anga sína í hinar ýmsu áttir. Fyrir einu ári síðan hafði mig alls ekki órað fyrir að við skyldum vera farnir að kenna skotíþróttir sem valfag í skólastarfi Reykjanesbæjar. En það er raunveruleikinn sem við búum við núna og í fyrsta skipti í sögu Íslands þá er íþróttaskotfimi kennd í grunnskóla sem valfag og á haustönn skráðu sig 40 ungmenni í valfagið og komust færri að en vildu. Fyrr á árinu skráðu tveir hugsjónarmenn skotdeildarinnar sig á þjálfaranámskeið í loftgreinum hjá ISSF – Alþjóðlega Skotíþróttasambandinu sem Skotíþróttasamband Íslands er aðili að og stóð fyrir. Þetta námskeið ásamt gífurlegum áhuga foreldra, þjálfara og félagsmanna sem stunda loftgreinarnar hefur ýtt undir gott gengi unglinganna okkar sem eru að keppa fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur svo um munar. Þessari verulegu velgengni hefur verið tekið eftir á ýmsum stöðum og þá meðal annars í Holtaskóla þar sem nokkrir af okkar unglingum ganga í skóla. Í framhaldi var haft samband við okkur og þessi hugmynd viðruð við okkur og við slóum til. Farið var í að útbúa námsefni sem myndi henta og verður það svo þróað með starfseminni sem er vonandi komin til að vera. Við erum líkt og ég benti á hér fyrir ofan að gera þetta í fyrsta skipti á Íslandi og þurfum við að sjálfsögðu að aðlaga þetta að okkur. Við notumst meðal annars við fyrirmynd sem norrænar nágrannaþjóðir okkar eru að fara eftir. Á Ljósanæturhátíð Reykjanesbæjar tók Skotdeild Keflavíkur á móti gestum og gangandi. Þar kom bæjarstjórinn okkar, Kjartan Már Kjartansson, og skaut vígsluskoti á nýju elektrónísku gildrurnar okkar og vígði þar með nýju aðstöðuna sem Reykjanesbær er að útvega Skotdeild Keflavíkur á Sunnubrautinni. Hann stóð sig með eindæmum vel og er greinilegt að hann kann meira þessi bæjarstjóri en að spila á hljóðfæri af hinum ýmsum togum. Fyrir rétt um ári síðan þá skaut hann einnig hjá okkur á pappaskífu og skoraði 10.9 stig en hærra skor er ekki hægt að fá. Bæjarstjórinn fór fögrum orðum um Skotdeildina og talaði um að ákvörðunin hjá Reykjanesbæ að veita okkur þessa aðstöðu á sínum tíma hafi klárlega hitt í mark og minntist á það góða starf sem stjórnarmenn og æfingastjórar hafa unnið í þessari frábæru aðstöðu. Skotdeildin náði mjög góðum árangri á Íslandsmótinu í loftskotfimi í ár í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöll fyrstu helgina í apríl. Í unglingaflokki karla varð Richard B. Busching Íslandsmeistari með 452,8 stig, annar varð Magnús Guðjón Jensson með 426,0 stig og í þriðja sæti Einar Hjalti Gilbert með 422,5 stig. Þeir skipuðu unglingasveit Skotdeildar Keflavíkur og er árangur þeirra nýtt liðamet í unglingaflokki karla, 968,6 stig. Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 555,7 stig, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 548,9 stig og í þriðja sæti varð Breki Atlason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 542,8 stig. Meira um velgengni skotdeildarinnar í loftgreinunum en fyrsta mót skotársins var haldið þann 11. nóvember núna í ár og þar bætti hann

Bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson tekur miðið.

Magnús Guðjón Jensson með nýtt Íslandsmet.

Tæknin notuð til að sjá skorið á 300 metrum.

Skemmtilegur hópur að fá kennslu og prófa lofsalinn.

Frá þrístöðumóti á Ísafirði. Magnús Guðjón eigið Íslandsmet í unglingaflokki úr 513,4 stigum í 549,0 stig, þess má einnig geta að Einar H. Gilbert skoraði 504,3 stig. Frábærlega gert hjá Magnúsi og Einari og það verður klárlega gaman að fylgjast með unglingunum okkar

á komandi keppnistímabili. Skotdeild Keflavíkur hafnaði í 2. sæti í loftskammbyssu karla þar sem liðið skoraði samtals 1.466 stig. Einnig er rjúkandi uppgangur í loftskammbyssuskotfiminni og erum við að stefna á að geta jafnvel keppt með tvö lið í einhverjum mótunum sem framundan eru. Við erum virkilega ánægðir að sjá þann viðsnúning sem orðið hefur á fjölda þeirra félagsmanna sem eru farnir að keppa fyrir deildina, en ekki bara að æfa sig. Á fyrsta móti skotársins vorum við með skráða átta keppendur, eða sama fjölda og Skotfélag Reykjavíkur. Með kærri jólakveðju fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildarinnar.

Íslandsmeistaramótið í 300 metrum liggjandi.

Jólablað 2017

19


Viðtal: Sævar Sævarsson

SÍÐASTI LEIKURINN OG LÍFIÐ EFTIR BOLTANN Ö

nnu Maríu Sveinsdóttur er óþarfi að kynna fyrir nokkrum sem fylgst hefur með íslenskum körfubolta. Hún lék allan sinn feril með uppeldisfélagi sínu, Keflavík, og hefur löngum verið talin besta körfuboltakona Íslands frá upphafi en hún vann á sínum tíma sem leikmaður til 13 Íslandsmeistaratitla, 11 bikarmeistaratitla og 9 deildarmeistaratitla með Keflavík. Vandséð er hvernig sá árangur verður bættur en Anna María klæddist Keflavíkurbúningnum í 24 ár og lék samtals 515 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Þó hún hafi tvisvar verið nálægt því að ganga í önnur félög varð ekkert úr því. Hún kveðst vera Keflvíkingur í húð og hár, það mikill að það komi henni í raun alltaf á óvart að hún blæði ekki bláu í bókstaflegri merkingu.

Fjölskyldan í öllu sínu veldi. Frá vinstri Anna María, eiginmaður Önnu Maríu Brynjar Sigurðsson, Sigurður Hólm og Hafliði Már.

20

Jólablað 2017

12 ár frá síðasta leiknum Í dag eru tæplega 12 ár frá því að Anna María reimaði á sig körfuboltaskóna í síðasta skiptið, brúkaði þá í stutta stund, setti þá ofan í tösku og færði þá svo upp á hilluna frægu. „Síðasti leikurinn minn var 1. mars 2006 í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík en það hafði verið ákveðið fyrirfram að þetta yrði minn síðasti leikur. Ástæðan var sú að í nóvember 2005 hafði ég meiðst illa sem kallaði á aðgerð. Áður en ég meiðist var ekki á stefnuskránni að hætta. Ég var 36 ára og í góðu formi en ég reif liðþófa þarna í annað skiptið á tveimur árum. Þegar farið er að skoða meiðslin betur kom í ljós að brjóskskemmdir voru farnar að myndast í lærlegg og þótti lækninum ekki mikið vit í því að ég héldi áfram að hoppa og vesenast þó það væri auðvitað mín ákvörðun á endanum.“ Ætla má að þetta hafi verið töluvert reiðarslag fyrir Önnu Maríu enda hafði körfubolti verið hluti af hennar lífi frá 12 ára aldri. Hún tók þessum fréttum þó með jafnaðargeði og fór ítarlega yfir málið með lækninum. Það sem vakti hana aðallega til umhugsunar var þegar læknirinn spurði hana hvort það væri í rauninni þess virði að halda áfram körfuboltaiðkun ef það þýddi að hugsanlega næði hún sér aldrei aftur að fullu og yrði jafnvel verri. „Ég velti því fyrir mér hvað það væri í raun sem ég ætlaði mér með því að halda áfram. Ég hafði unnið allt sem hægt var að vinna og það margoft. Ætlaði ég að vinna einn titil í viðbót? Ég hugsaði málið vel og vandlega á heimleiðinni frá lækninum og ræddi þetta svo við mína nánustu, þar á meðal Brynjar eiginmann minn


Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Jón Björn Sigtryggsson, Benedikt Jónsson og starfsfólk tannlækningastofunnar Tjarnargötu 2, 230 Keflavík

Saumaklúbburinn og börnin. Það sem kannski hvað sérstakast við þennan saumaklúbb er að meðlimir hans voru allar í körfubolta auk þess sem öll börnin nema eitt eru eða hafa verið í körfubolta. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. og Björgu Hafsteindóttur vinkonu mína, sem er sjúkraþjálfari. Eftir þau samtöl og eilitla umhugsun á Reykjanesbrautinni var ákvörðunin í raun skjóttekin. Þetta var rétti tímapunkturinn til að leggja skóna á hilluna“. Á hilluna fóru skórnir. Þar voru þeir þó ekki lengi því eftir að ljóst var að Anna María hafði tekið ákvörðun um að hætta kom babb í bátinn, ef babb skyldi kalla. „Fljótlega eftir að það spurðist út að ég væri hætt hafði Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður og tölfræðigúrú, samband við mig og tjáði mér að mig vantaði aðeins þrjú stig til að verða fyrsti leikmaðurinn í efstu deild til að skora 5.000 stig og því voru góð ráð dýr.“ Þeir sem þekkja Önnu Maríu vita að þar fer kona með brjálæðislegt keppnisskap og metnað. Það þarf í sjálfu sér ekki annað en að líta snögglega yfir ferilinn hennar, sem er gulli sleginn hvar sem á er litið, til að sjá þess merki. Það kom því aldrei neitt annað til greina hjá Önnu Maríu en að sækja þessi þrjú stig sem upp á vantaði við fyrsta hentugleika. Hún hreinlega gat ekki látið þetta tækifæri sér úr greipum ganga en hvernig skyldi það gert? „Sverrir Þór Sverrisson var að þjálfa Keflavíkurliðið á þessum tíma og í samráði við hann fékk ég að velja mér einn

leik til að spila með svo ég gæti skorað þessi þrjú stig sem upp á vantaði. Leikurinn sem varð fyrir valinu var gegn Breiðablik því fyrirfram var það ekki talinn erfiður leikur. Á þessum tíma var deildin ekki eins jöfn og í dag og það þótti nánast formsatriði að klára Breiðablik.“

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Lokaskotið og tilfinningin í kjölfarið Anna María var ekki í byrjunarliðinu í þessum leik. Hún var ekki í góðu formi á þessum tíma enda að jafna sig eftir hnéaðgerðina sem fram fór í desember. Það var því spennuþrungið augnablik þegar hún kom inn af bekknum og kannski ekki skrítið að fyrst um sinn hafi hún verið nokkuð ryðguð. „Ég kom inn á og satt best að segja hafði ég bara smá áhyggjur af því að mér tækist ekki ætlunarverkið. Það var auðvitað mikil pressa á mér að mér tækist að setja 5000. stigið og næði að skora frekar hratt, ekki síst þar sem ég var í raun ekkert í standi til að spila. Eftir að hafa brennt af þó nokkrum tækifærum í leiknum, þar á meðal nokkrum vítum og auðveldum skotum, tókst mér loks að skora þau stig sem upp á vantaði og endaði ég ferilinn með 5001 stig. Þegar síðasta skotið datt, sem kom að sjálfsögðu á mínum

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Iðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 420 2020

Við Suðurnesjamenn í Rafholti óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Bikarnum lyft.

Síðasta skotið á ferlinum skilaði tveimur stigum.

Jólablað 2017

21


Kvennaráð meistaraflokks Keflavíkur fagnaði bikarmeistaratitli félagsins 2013 eins og þeim einum er lagið.

Í leik undir lok ferilsins.

uppáhaldsstað, þ.e. rétt fyrir utan teig í horninu „sléttoní“, var ég í raun hálf fegin.“ Eins og við er að búast þótti Önnu Maríu það skrítin tilfinning að labba af velli í íþróttahúsinu sem hún hafði varið stærstum hluta ævi sinnar, vitandi að þetta væri síðasti leikurinn hennar. „Strax í kjölfarið af síðasta skotinu fékk ég heiðursskiptinguna og gekk því stolt af velli í síðasta skiptið. Það var mjög skrítin tilfinning að labba út af og vita það að ég færi ekki inn á völlinn aftur. Þetta var allt öðruvísi tilfinning en ég hafði áður fundið. Ég hætti fyrst árið 2000 en ég hafði ákveðið að þegar ég myndi eignast annað barn myndi ég hætta því það kallar á mikið púsluspil og skipulag að stunda íþróttir með börnin lítil eins og fólk þekkir. Ég var þó líklega ekki 100% tilbúin að hætta í það skiptið. Ég var að þjálfa liðið á þessum tíma og hafði ákveðið að einbeita mér alfarið að þjálfuninni og fannst það mjög gaman. Svo kom þarna leikur með B-liðinu sem ég asnaðist til að spila og þar fann ég að ég var einfaldlega ekki tilbúin til þess að hætta. Ég fann það líka að ég átti helling inni og kom það á daginn að ég hafði rétt fyrir mér enda bættum við nokkrum titlum í safnið í kjölfarið. Í þetta skipti voru aðstæður auðvitað allt öðruvísi. Þessi leikur var eitthvað sem ég þurfti bara að klára en á sama tíma og það var léttir að ná markmiðinu að setja 5000. stigið fylgdi þessu auðvitað eftirsjá.“

Lífið eftir körfubolta Þrátt fyrir að það hafi fylgt því mikil eftirsjá að segja skilið við körfuboltann kom aldrei til greina af hálfu Önnu Maríu að byrja aftur eftir þennan leik. Hún var einfaldlega hætt í körfubolta og sú ákvörðun hafði verið tekin eftir vandlega umhugsun og í samráði við lækni, sjúkraþjálfara og hennar nánustu. Anna María kláraði tímabilið sem hún hætti á bekknum með Sverri en kúplaði sig svo algjörlega út. „Mér fannst þetta einfaldlega komið gott enda hafði ég fram að þessu fórnað öllu fyrir ferilinn. Ég var búin að vinna allt sem hægt var að vinna og þó ástríðan væri enn til staðar kom aldrei sá tímapunktur að ég hugsaði um að fara aftur á parketið.“ Anna María viðurkennir þó að hún hafi alveg fengið löngun til þess að fara á æfingar fram til dagsins í dag og þegar stórir leikir séu handan við hornið, eins og bikarúrslitaleikir eða leikir í úrslitakeppninni, fái hún enn fiðring. Aldrei kom til greina að byrja aftur en það tók hana langan tíma að sætta sig við þá staðreynd að ferillinn væri búinn. „Ég verð að viðurkenna að fyrst eftir að ég hætti átti ég frekar erfitt með að sætta mig við þetta. Það tók mig eflaust um tvö ár að átta mig á því að ég væri hætt, þetta væri búið.

22

Jólablað 2017

kvenna. „Ég er dugleg að mæta í íþróttahúsið og horfa á leiki með meistaraflokk og þá hef ég auðvitað fylgt strákunum mínum tveimur upp alla yngri flokkana.“ Auk þess að fylgjast náið með boltanum hefur Anna María tekið að sér hin ýmsu verkefni tengd körfubolta en ásamt því að hafa þjálfað bæði hjá Keflavík og sem aðstoðarþjálfari Sverris Þórs Sverrissonar hjá landsliðinu var Anna María í fræðslunefnd KKÍ um tíma. Undanfarin ár hefur hún unnið ötult og óeigingjarnt starf í kringum meistaraflokk kvenna hjá Keflavík. „Undanfarin ár hef ég setið í kvennaráði en ég hef alltaf verið klár í að ganga í hin ýmsu störf fyrir klúbbinn ef ég er beðin um það. Körfubolti var auðvitað stór hluti af mínu lífi og í kringum körfuboltann eignaðist ég mínar bestu vinkonur og vini auk þess sem ég hef kynnst ótrúlega mikið af fólki í gegnum körfuboltann. Það gleður mig þar af leiðandi mikið að geta gefið til baka það sem klúbburinn gaf mér.“

Leiðtogahæfleikarnir nýttir í starfi

Anna María hefur snúið sér að golfiðkun eftir að hún lagði skóna á hilluna. Hér púttar hún, mjög líklega fyrir fugli. Það tók mig þó aðallega langan tíma að aðlaga mig að breyttum lífsstíl því ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að gera við allan þennan tíma sem ég hafði. Hvað átti ég t.d. að gera við allan þennan frítíma á kvöldin? Ég var bara svolítið eirðarlaus og þetta var mjög erfitt en svo þegar maður áttar sig á því að það er líf eftir körfuboltann þá er það mjög ljúft.“ Körfuboltinn hvarf þó ekki alveg úr lífi Önnu Maríu því þrátt fyrir að hafa hætt að spila hefur hún varla sleppt úr leik með Keflavík, hvort sem það er með meistaraflokki karla eða

Í dag starfar Anna María hjá tryggingafélaginu TM. Hún hefur verið starfsmaður TM í 17 ár en áður starfaði hún hjá Umboðsmanni sem varð síðar TM. Síðastliðin 10 ár hefur hún starfað sem útibússtjóri hjá TM í Keflavík auk þess að vera svæðisstjóri á Suðurlandi. Hjá TM í Keflavík starfa að Önnu Maríu undanskilinni þrír starfsmenn sem hafa verið hjá fyrirtækinu öll þau 10 ár sem hún hefur verið útibússtjóri. Hún segist kunna mjög vel við sig hjá TM enda hafi fyrirtækið á að skipa flottu og samheldnu starfsfólki. „Það er góður andi í útibúinu okkar í Keflavík og ég hef gott starfsfólk með mér. Þá er gott samstarf og samstaða milli deilda og útibúa sem gerir það að verkum að starfið gengur vel og ég og aðrir starfsmenn höfum það gott.“ Aðspurð að því hvort reynsla hennar og leiðtogahæfileikar á körfuboltavellinum nýtist eitthvað í starfi telur Anna María að það skemmi að minnsta kosti ekki fyrir. „Ég held að reynslan úr körfuboltanum nýtist að ákveðnu leyti í starfi. Ég þarf auðvitað að vera pínu leiðtogi í þeirri stöðu sem ég er í sem stjórnandi og ég held að það sé ekki spurning að sú reynsla sem ég bý yfir sem leiðtogi á körfuboltavellinum nýtist mér í dag.“ Það skín í gegn að Anna María er farin að kunna ágætlega við sig utan parketsins. Ný áhugamál hafa tekið við af körfuboltanum en auk þess sem hún stundar orðið hefbundna líkamsrækt er hún farin að leggja stund á golf. Þá á fjölskyldan hug hennar allan og þegar þetta er ritað styttist


Bikarnum lyft. heldur betur í að Anna María taki á sig nýtt hlutverk – sjálft ömmuhlutverkið. „Já, nú styttist í að stærsti titillinn hingað til detti í hús því ég er að verða amma í byrjun desember. Því er ekki að neita að ég er full tilhlökkunar fyrir þessu nýja hlutverki og hlakka til að vera góð amma. Það eru því spennandi tímar framundan en ég ætla bara að vona að ég verði beðin nógu oft um að passa.“

Stórkostlegum árangri kvennaliðsins viðhaldið Margir mikilvægir leikmenn hafa sagt skilið við körfuboltafjalir sinna liða og getur það reynst þrautin þyngri að fylla slík skörð. Því hefði mátt ætla að þegar Anna María lagði skóna á hilluna að titlasöfnun kvennaliðs Keflavíkur myndi taka stórkostlega dýfu. Það gerðist þó blessunarlega ekki og þó enginn efist um að skarð Önnu Maríu hafi verið vandfyllt tóku aðrar keflvískar stelpur við kefli hennar fegins hendi. Í raun virðist ekkert lát á framleiðslu ungstirna á fjölum „Sláturhússins“ í Keflavík en Anna María er þess fullviss að ástæðan fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur undanfarin ár megi rekja til þeirrar hefðar sem ríkir hjá félaginu. „Ég tel að rekja megi ástæðu góðs árangurs kvennakörfunnar í Keflavík til metnaðarins og hefðarinnar sem ríkir hjá félaginu. Stelpurnar hafa haft góða þjálfara, hér hefur ríkt mikil samheldni og það má segja að hér sé almennt körfuboltauppeldi, þ.e.a.s. þær yngri læra af þeim eldri og bera virðingu fyrir þeim árangri sem þær hafa náð og vilja sjálfar ná jafn langt eða lengra. Svona gengur þetta svo koll af kolli upp kynslóðirnar.“ Aðspurð hvað valdi því að ekki hafi tekist að viðhalda sama árangri karlamegin undanfarin ár kveðst Anna María ekki hafa svörin á reiðum höndum. Á árum áður var Kefla-

vík gríðarlega sigursælt bæði í yngri flokkum og meistaraflokki karlamegin en talsvert hefur dregið úr þeim árangri undanfarin ár. „Það er í sjálfu sér erfitt að segja hvað veldur. Ef ég tek þetta út frá því sem ég þekki þá hefur mér fundist meira um þjálfaraskipti karlamegin. Ég held til að mynda að það hafi sjaldan eða aldrei verið þannig að strákarnir mínir hafi verið með sama þjálfarann tvö ár í röð. Það held ég að sé ekki gott þegar þú ert að reyna að byggja upp lið til framtíðar. Þá má ekki gleyma því að fótboltinn er gríðarlega vinsæll í Keflavík og sem stendur hafa þeir einfaldlega vinninginn karlamegin held ég.“ Þegar talið berst að þessum samanburði verður ekki hjá því komist að ræða jafnræði enda eykst sú eðlilega krafa frá ári til árs að karlar og konur sitji við sama borð þegar kemur að íþróttum, hvort sem um er að ræða þjálfun, aðstöðu, peninga eða annan aðbúnað. Anna María tekur undir þetta en telur þó að miklu hafi verið áorkað undanfarin ár í átt að meira jafnræði. Megi þar nefna að nú séu flestir orðnir meðvitaðir um að ekki gangi að æfingatímar barna séu misjafnir eftir því hvort um er að ræða stelpur eða stráka, bæði kyn þurfi hæfa og metnaðarfulla þjálfara, bæði kyn þurfi sömu aðstöðu og sama aðbúnað og hafi þannig jöfn tækifæri til að stunda sínar íþróttir og ná árangri í þeim. Þegar komi hins vegar að fullorðinsárunum skilji svolítið leiðir því það sé þá sem peningar og laun fara að skipta meira máli og þá komi í ljós mikill munur á aðstöðu, metnaði, aðbúnaði

og áhuga svo eitthvað sé nefnt. „Þó ég hafi aldrei fundið fyrir öðru en að strákar og stelpur sitji við sama borð í körfuboltanum í Keflavík verður ekki hjá því komist að sjá að enn er einhver munur þó hann sé auðvitað misjafn milli félaga og íþróttagreina. Hér getur munurinn falist í peningum, aðbúnaði og áhuga og tel ég þetta eiga við hvort sem litið er til félaganna, landsliðanna eða út fyrir landsteinanna í atvinnumannadeildir. Þetta er þó að þróast hægt og bítandi í rétta átt og ég hef fulla trú á því að þróunin verði sú að vegur kvennaíþrótta verði enn meiri þegar fram líða stundir.“

Framtíð kvennaíþrótta í Keflavík björt Anna María er að minnsta kosti fullviss um að Keflvíkingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af framgangi kvennaíþrótta því í Keflavík spretti fram stelpur sem eigi eftir að ná langt á öllum vígstöðum, hvort sem um er að ræða sund, tækvondó, fimleika eða fótbolta svo dæmi séu tekin. „Svo lengi sem við búum stelpunum okkar sömu aðstöðu, aðbúnað og tækifæri og strákunum hef ég ekki miklar áhyggjur. Hingað til höfum við í Keflavík verið dugleg að hlúa að okkar stelpum. Þó auðvitað sé ýmislegt sem betur megi fara þá er ég þess fullviss um að félagið hafi bæði metnað og vilja til að gera veg kvennaíþrótta sem mestan. Til að svo megi vera þurfa auðvitað allir að hjálpast að og róa í sömu átt, bæði stelpur og strákar – hvort sem um er að ræða iðkendur, foreldra, starfsmenn eða hinn almenna félagsmann á hliðarlínunni.“

Jólablað 2017

23


Gleðileg jól

farsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða BÓKHALDSÞJÓNUSTAN SÆVAR REYNISSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

Hafnargötu 27 - Sími 421 1420 & 894 3837

Keflavík

Rafverktaki

VÍSIR

Félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

80 ára saga Keflavíkur

Guesthouse www.alex.is

Tækniþjónusta SÁ ehf.

Hafnargötu 62 - Sími 421 4457

SS BÍLALEIGA ehf. Iðjustígur 1 - 260 Njarðvík S ími 421 2220 - 896 1766

stapaprent

Prentþjónusta í 33 ár

Grófin 13c • 230 Reykjanesbær • Sími 421 4388 • Netfang stapaprent@simnet.is

Bindisnælur Bindi Ermahnappar Slaufur

Sængurverasett

Jóla- og tækifærisgjafir íþróttamannsins

Fáanlegar í Félagsheimili Keflavíkur Sunnubraut 34 - Sími 421 3044 & 897 5204 24

Jólablað 2017


Myndir frá Unglingalandsmóti UMFÍ 2017 á Egilsstöðum

DYNAMO REYKJAVÍK

Óskum

Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500

Íþrótta- og ungmennafélag

óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

Jólablað 2017

25


7. flokkur kvenna Íslandsmeistarar.

8. flokkur kvenna silfur á Íslandsmóti.

9. flokkur kvenna Íslandsmeistarar

Meistaraflokkur Íslandsmeistara kvenna 2017.

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Annáll og uppskera keppnistímabilið 2016-2017 Árangur keppnisliða 2016-2017 Keflavík sendi lið til keppni í öllum aldursflokkum á nýafstöðnu Íslandsmóti yngri flokka, eða 13 flokka alls. Í upphafi var ekki grundvöllur fyrir liði í 7. flokki drengja en fljótlega fjölgaði iðkendum nægjanlega í 7. flokki til að unnt væri að senda lið í keppni. Sú breyting var jafnframt gerð hjá KKÍ fyrir tímabilið að keppni í stúlknaflokki var lögð af og sá aldursflokkur sameinaður unglingaflokki kvenna. Í bikarkeppni KKÍ sendi Keflavík lið í öllum aldursflokkum eða sjö alls en þátttökurétt eiga 9. flokkur og eldri. Uppskera á Íslandsmóti og bikarkeppni yngri flokka var glæsileg stúlknamegin eins og oft áður en drengjamegin náðust engir titlar í hús þetta tímabilið en við erum sannfærð um að það fari að styttast í einhverja uppskeru þeim megin. Af 20 titlum sem keppt var um í yngri flokkunum vann Keflavík fimm auk þess að vinna til silfurverðlauna í 1. flokki á Íslandsmóti og í bikarkeppni. Keflvíkingar eru sem fyrr, það félag í körfubolta á Íslandi sem hefur unnið til flestra verðlauna í yngri flokkunum, eða alls 225 Íslands- og bikarmeistaratitla. Iðkendur í 1.-5. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þeir hafa verið duglegir við að sækja minniboltamót félaganna sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp og fóru allir að sjálfsögðu á Nettómótið sem er mót mótanna. Það er þó rétt að segja frá því að á ársþingi KKÍ var sú tillaga samþykkt að

26

Jólablað 2017

á keppnistímabilinu 2017-2018 verði keppt á Íslandsmóti 10 ára drengja og stúlkna, þ.e.a.s. börn í 5. bekk.

Nettómótið 2017 Barna- og unglingaráð stóð að venju í samstarfi við U.M.F.N. að framkvæmd Nettómótsins 4.-5. mars 2017 sem hefur fyrir löngu tekið sér sess sem stærsta körfuboltamót á Íslandi. Engin breyting varð þar á þetta árið en um var að ræða 27. mót félaganna. Á endanum reyndust keppnisliðin vera 238 frá 23 félögum og leiknir voru 556 leikir á 15 leikvöllum í sex íþróttahúsum, en u.þ.b. 1.300 keppendur léku á mótinu, þeir yngstu fimm ára. Næsta Nettómót verður haldið 3.- 4. mars 2018. Unglingaráð vill nota tækifærið og færa öllum okkar félagsmönnum bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag á þessu Nettómóti í þágu körfunnar og félagsins enda útilokað að standa að slíkri stórframkvæmd án breiðrar þátttöku þar sem allir leggjast á eitt.

16.-18. júní. Í Stúlknahópinn voru þær Eva María Davíðsdóttir, Edda Karlsdóttir, Hjördís Lilja Traustadóttir, Jenný Elísabet Ingvarsdóttir, Sara Lind Kristjánsdóttir, Telma Rún Ingvadóttir og Erna Dís Friðriksdóttir valdar. Í U15 drengjahópinn voru þeir Bjarki Freyr Einarsson og Magnús Pétursson valdir. Skipt var í tvö níu manna lið hjá bæði stúlkum og drengjum og hóparnir nefndir Iceland Blue og Iceland white. Hjá stelpunum endaði bláa liðið í 13. sæti en það hvíta í 15. sæti. Liðin spiluðu svo gegn hvort öðru í umspili um 13.-16. sætið. Bláa liðið hjá strákunum tóku 9. sætið en það hvíta 10. sæti. Þau spiluðu svo gegn hvort öðru um 9. sætið. Landslið U16 og U18 tóku þátt í Norðurlandamóti yngri liða sem var

Unglingalandsliðsfólk Körfuknattleiksdeildar 2017 Fjölmargir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur voru valdir í æfingahópa yngri landsliðanna fyrir komandi verkefni sumarsins. Í lokahópa voru eftirtaldir valdir: Sjö stúlkur og tveir drengir úr Keflavík voru valin í 18 manna landsliðshópa U15 sem tóku þátt í Copenhagen-Invitational í Danmörku dagana

10.flokkur kvenna Maltbikarmeistarar.

haldið í annað sinn í Kisakallio sem er staðsett 10 mínútum frá Lohja, Finnlandi dagana 26. -30. júní. Krakkarnir stóðu sig vel og tóku strákarnir í U16 silfrið og stelpurnar í U16 fengu bronsið. U18 stúlkna enduðu mótið í fjórða sæti og strákarnir í fimmta sæti. Í U16 voru valin frá Keflavík þau Anna Ingunn Svansdóttir, Sigurbjörg Eiríksdóttir og Andri Þór Tryggvason. Í U18 voru valin frá Keflavík þau Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elsa Albertsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Þóranna Kika Hodge-Carr og Arnór Sveinsson. U16 stúlkna fór til Skopje, Makedoníu og enduðu í 19. sæti í Evrópukeppni FIFA og U16 drengja tók þátt í Evrópumótinu í Sofia, Búlgaríu og enduðu í 13. sæti.


Minnibolti Íslandsmeistarar.

9. flokkur drengja.

8. flokkur stúlkna.

7. flokkur stúlkna.

5. bekkur stúlkna

Unglingaflokkur Íslandsmeistarar. U18 ára landslið stúlkna endaði í 13. sæti á Evrópumóti FIBA sem haldið var í Dublin á Írlandi og drengirnir héldu til Tallinn á Eistlandi og tóku 10. sætið. Endanlegt lið U20 ára kvenna var valið í júní og voru þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Írena Sól Jónsdóttir og Thelma Dís Gunnarsdóttir úr Keflavík meðal þeirra. Liðið tók 11. sætið í Evrópukeppni FIBA sem haldið var í Eliat í Ísrael í byrjun júlí en það var í fyrsta sinn sem U20 kvenna frá Íslandi keppir á Evrópukeppni FIBA.

Lokahóf yngri flokka 2017 VIÐURKENNINGAR Lokahóf yngri flokka var haldið um miðjan maí að venju í TM höllinni. Veittar voru viðurkenningar og tímabilinu lokið með stóru pylsupartýi. Iðkendur 1.- 5. bekkjar fengu allir viðurkenningu fyrir iðni og góða ástundun. Þjálfarar þeirra voru eftirfarandi: 1.- 4. bekkur stúlkna Þjálfari Helena Jónsdóttir - Aðstoðarþjálfari María Jónsdóttir 1.-2. bekkur drengja Þjálfari Jón Norðdal Hafsteinsson 3.-4. bekkur drengja Þjálfari Kobeinn Skagfjörð Jósteinsson 5. bekkur stúlkna Þjálfari Kristjana Eir Jónsdóttir - Aðstoðarþjálfari Jón Guðmundsson 5. bekkur drengja Þjálfari Jón Guðmundsson

1-2.bekkur drengja. Einstaklingsviðurkenningar, veittar iðkendum mb. 11. ára og eldri:

Minnibolti 11 ára drengja Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Grétar Haraldsson Besti varnarmaðurinn: Kristján Ingólfsson Besti leikmaðurinn: Frosti Sigurðarson

Minnibolti 11 ára stúlkna Þjálfari Kristjana Jónsdóttir Aðstoðarþjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Ása Gísladóttir Besti varnarmaðurinn: Agnes María Svansdóttir Besti leikmaðurinn: Anna Lára Vignisdóttir

7. flokkur drengja Þjálfari Guðbrandur Stefánsson Mestar framfarir: Alexander Aron Smárason Besti varnarmaðurinn: Logi Þór Ágústsson Besti leikmaðurinn: Stefán Jón Friðriksson

7. flokkur stúlkna Þjálfari Kristjana Eir Jónsdóttir Mestar framfarir: Agnes Perla Sigurðardóttir Besti varnarmaðurinn: Anna Lára Vignisdóttir Besti leikmaðurinn: Anna Lára Vignisdóttir

8. flokkur drengja Þjálfari Guðbrandur Stefánsson Mestar framfarir: Gabríel Elvarsson

Besti varnarmaðurinn: Vilhjálmur Vilhjálmsson Besti leikmaðurinn: Einar Gunnarsson

8. flokkur stúlkna Þjálfari Kristjana Eir Jónsdóttir Mestar framfarir: Ásthildur Eva H. Olsen Besti varnarmaðurinn: Urður Unnardóttir Besti leikmaðurinn: Gígja Guðjónsdóttir

9. flokkur drengja Þjálfari Einar Einarsson Mestar framfarir: Bjarki Freyr Einarsson Besti varnarmaðurinn: Helgi Bergmann Hermannsson Besti leikmaðurinn: Magnús Pétursson

9. flokkur stúlkna Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir: Eva María Davíðsdóttir Besti varnarmaðurinn: Hjördís Lilja Traustadóttir Besti leikmaðurinn: Edda Karlsdóttir

10. flokkur drengja Þjálfari Einar Einarsson Mestar framfarir: Bergur Daði Ágústsson Besti varnarmaðurinn: Arnór Daði Jónsson Besti leikmaðurinn: Andri Þór Tryggvason

10. flokkur stúlkna Þjálfari Jón Guðmundsson Mestar framfarir:

Unglingaflokkur kvenna. Anna Ingunn Svansdóttir Besti varnarmaðurinn: Sigurbjörg Eiríksdóttir Besti leikmaðurinn: Anna Ingunn Svansdóttir

Drengjaflokkur Þjálfari Einar Einarsson Mestu framfarir: Arnar Þór Þrastarson Besti varnarmaðurinn: Elvar Snær Guðjónsson Besti leikmaðurinn: Arnór Sveinsson

Unglingaflokkur kvenna Þjálfari var Sverrir Þór Sverrisson Aðstoðarþjálfari Gunnar Stefánsson Mestu framfarir: Kamilla Sól Viktorsdóttir Besti varnarmaðurinn: Irena Sól Jónsdóttir Besti leikmaðurinn: Þóranna Kika Hodge Carr

Sumar- og afreksæfingar Boðið var upp á sumar- og afreksæfingar þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Kristjana Eir Jónsdóttir fór af stað með æfingar fyrir leikskólahópa sem sóttust vel og halda þær æfingar áfram á laugardögum í vetur. Einnig var boðið upp á Metabolic æfingar.

Lokaorð Við í barna- og unglingaráði viljum að lokum þakka öllum þjálfurum sem störfuðu fyrir félagið í vetur fyrir frábært starf auk fjölmargra foreldra sem lögðu hönd á plóg með óeigingjörnu framlagi í þágu unga fólksins. Áfram Keflavík. F.h. Barna- og unglingaráðs KKDK, Jón Ben Einarsson

Jólablað 2017

27


9. og 10. flokks stúlkna og 9. flokks drengja:

Körfuboltakrakkar

- gerðu góða ferð til Lloret de Mar

F

yrstu vikuna í júlí gerðu yngri flokkar Keflavíkur í körfunni sér heldur betur góða ferð til Lloret de Mar á Spáni. Um var að ræða níu daga keppnisferð 9. og 10. flokks stúlkna og 9. flokks drengja. Drengirnir sendu eitt lið til leiks en stúlkurnar tvö. Öll þrjú liðin spiluðu 5 - 6 leiki með undanúrslitum og úrslitaleikjum meðtöldum. Úrslitaleikirnir í mótinu fóru svo fram á föstudeginum þann 7. júlí. Eins og vera ber þá var ferðin að sjálfsögðu sambland af keppni og skemmtun. Stefna körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur verið sú að 9. flokkur fari í keppnisferð erlendis sumarið eftir að krakkarnir klára 9. bekk. Í þessu tilviki var ákeðið að sameina ferð 9. og 10. flokks stúlkna og eins komu þrír drengir úr 8. flokki með. Fjáraflanir fyrir ferðina hófust vorið 2016. Söfnunarhópnum var skipt í tvo hópa, annars vegar stúlkurnar og hins vegar drengirnir. Hóparnir tóku að sér fjölbreytt og skemmtileg verkefni og má þar helst nefna sjoppuvaktir á keppnishelgum yngri flokka, ruslatínsla á flugverndarsvæði ISAVIA, klósettpappírssölu, aðstoð á Ljósanótt, vinna við Nettómótið, dósasöfnun, útburður Jólablaðs Faxa og margt fleira. Þessar fjáraflanir gengu mjög vel og byggðu upp stemningu og liðsheild fyrir ferðina sjálfa. Undirbúningur fyrir ferðina sjálfa hófst svo um miðjan vetur. Fyrst var að ákveða hvert skyldi halda og í kjölfarið hófust samskipti við mótshaldara. Bæði Keflavík og Njarðvík hafa á síðustu árum sent lið á þetta mót og má með sanni segja að Suðurnesjamenn séu í sérstöku uppáhaldi mótshaldara. Að kvöldi 29. júní mætti hópurinn, 24 körfuboltakrakkar ásamt þjálfurum og fararstjórum, glaðbeitt upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að uppskera árangur erfiðisins. Krakkarnir voru klæddir merktum bolum, sérstaklega gerðir fyrir þessa ferð. Stúlkurnar kepptu í tveimur aldursflokkum og gerðu sér lítið fyrir og tóku silfrið í eldri aldursflokknum en gullið í yngri. Seinni úrslitaleikurinn var háður gegn feykisterku liði KR. KR-ingar voru yfir nánast allan leikinn en með gríðarlegri baráttu náðu okkar stúlk-

28

Jólablað 2017

ur að landa 59-50 sigri í lokin. Stúlkurnar kepptu alls 10 leiki í báðum aldursflokkum. Svipaða sögu er hægt að segja af drengjunum en þeir náðu að landa 61-54 sigri í úrslitaleik á móti sterku ítölsku liði frá borginni Saranno, þar sem Keflvíkingar sigu fram úr í síðasta leikhlutanum eftir að hafa verið undir allan leikinn. Drengirnir kepptu alls sex leiki á móti ítölskum, spænskum og tyrkneskum liðum. Þrátt fyrir að körfubolti sé stórkostleg íþrótt þá gekk ferðin nú ekki eingöngu út á það að spila körfubolta. Farið var í vatnsleikjagarð í miklum hita og eins og vera ber „gleymdu“ einhverjir sólarvörninni. Stór hraðbátur var leigður fyrir hópinn þar sem brunað var um strendur Lloret de Mar og dýft sér í sjóinn með tilheyrandi öskrum og látum. Að sjálfsögðu var smá tíma eytt í að „tana“ hópinn, farið var á ströndina og tíma varið við sundlaugarnar á hótelunum. Allgóður tími og skemmtun fór í að prútta við götusala og gengu sumir þar harðar fram en aðrir, nefnum þó engin nöfn. Í útlöndum má svo finna McDonalds þar sem menn útbúa víst svokallaðan McFlurry. Gokartbraut var heimsótt þar sem gríðarleg keppnisharka hópsins fékk að njóta sín. Á heimferðardegi var síðan komið við í ristastórri verslunarmiðstöð og rúllað við í Barcelona þar sem Sagrada Familia kirkjan var skoðuð. Að þessu loknu var haldið út á flugvöll og flogið heim á leið. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð og hafa krakkarnir án efa eignast ógleymanlegar minningar fyrir lífstíð. Tveir stórglæsilegir sigrar á mótinu, við mjög erfiðar aðstæður í miklum hita, þar sem bæði lið sýndu mikla þrautseigju eftir að hafa verið undir nánast allan tímann í úrslitaleikjunum. Geggjaður stuðningur fjölda foreldra og aðstandenda á áhorfendapöllunum skemmdi ekki fyrir. Margir lögðu hönd á plóginn svo þessi ferð gæti heppnast sem best. Gerður var góður rómur frá mótshöldurum með aðkomu Keflavíkinga að mótinu. Liðin sýndu mikla keppnishörku þegar á þurfti að halda á meðan passað var upp á að halda gleðinni. Krakkarnir voru svo sannarlega félagi sínu til sóma. Áfram Keflavík!!

Krakkarnir sem fóru í ferðina: Árni Þór Guðjónsson Birgir Örn Guðsveinsson Bjarki Freyr Einarsson Einar Gunnarsson Guðbrandur Jónsson Magnús Fallegastur Magnússon Nikola Orelji Tómas Elí Stefánsson Vilhjálmur Vilhjálmsson Anna Ingunn Svansdóttir Bergey Gunnarsdóttir Edda Karlsdóttir Edda Rós Bragadóttir Erna Dís Friðriksdóttir Eva María Davíðsdóttir Guðrún Jónsdóttir Hjördís Lilja Traustadóttir Margrét Arna Ágústsdóttir Jenný E. Ingvarsdóttir Sara Lind Kristjánsdóttir Sara Lind Reynisdóttir Sunna Líf Sigurvinsdóttir Telma Rún Ingvadóttir


K

Jólin koma

æru stuðningsmenn Keflavíkur. Ég hef starfað fyrir klúbbinn okkar í þrjú ár og erum við alltaf að reyna gera betur og betur. Unglingaráðið okkar er að vinna frábært starf og erum við að horfa til þess að geta skilað af okkur leikmönnum upp í meistaraflokk karla á næstu 10 árum en staðreyndin hefur verið sú að við höfum ekki skilað leikmönnum upp í meistaraflokk karla í langan tíma og er verið að vinna á fullu í að snúa blaðinu við. Kvennamegin hinsvegar hafa stelpurnar komið á færibandi en þar má ekki slaka á og erum við gríðarlega sátt við þann árangur sem þar hefur unnist síðustu árin. Mikil vinna er að baki hjá stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar að reyna reka tvö flott lið í úrvaldsdeild og er það meðal annars gert með styrkjum frá fyrirtækjum á svæðinu sem hafa staðið sig frábærlega. En til þess að geta rekið tvö svona flott lið þarf miklu

meira en þá styrki sem við fáum í dag. Flest liðin í úrvaldsdeildinni fá styrki frá sínu sveitarfélagi en Keflavík fær enga peningastyrki frá Reykjanesbæ til að halda úti meistaraflokki karla og kvenna sem mér þykir miður. Það er stutt í kosningar og vonandi að flokkarnir sem bjóða sig fram séu tilbúnir að breyta þessu. Ég ætla hætta að vera neikvæður rétt fyrir jól þar sem margt gott hefur gerst á árinu sem er að líða. Eigum við meistaraflokk kvenna sem varð tvöfaldur meistari á árinu, Íslandsmeistarar 2017 og bikarmeistarar 2017. Meistaraflokkur karla fór í fjögurra liða úrslit sem hefur ekki gerst í átta ár. Það er bjart framundan og eigum við öll að vera stolt af starfinu og félaginu okkar. Vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs körfuboltaárs.   Ingvi Þór Hákonarson Formaður KKDK

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

ÞORVALDUR H. BRAGASON EINAR MAGNÚSSON ÞÓRIR HANNESSON TANNLÆKNAR OG STARFSFÓLK

S K Ó L AV E G I 1 0 • 2 3 0 K E F L AV Í K

Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.retting.is

Jólablað 2017

29


Körfubolti er fyrir alla!

Á

haustdögum var myndaður hópur á vegum barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Aðalmarkmið hópsins er að koma þeim skilaboðum áleiðis að körfubolti er skemmtileg íþrótt sem er opin öllum börnum og unglingum. Verkefni hópsins eru margvísleg og byrjaði fjörið á því að hefja fríar körfuboltaæfingar fyrir leikskólabörn á laugardögum. Mikil ánægja er meðal foreldra með þessar æfingar og munu þær halda áfram út starfsárið 2017 – 2018. Einnig voru skólar á Keflavíkursvæðinu heimsóttir og körfubolti kynntur í íþróttatímum fyrir yngsta stigi skólanna og börnunum boðið í kjölfarið upp á fríar prufuæfingar í október. Mikil fjölgun var á iðkendum eftir þessa heimsókn sem sýnir hversu skemmtileg og góð hreyfing körfubolti er. Þessu verkefni er þó hvergi nærri lokið og mun hópurinn halda áfram að koma með skemmtilegar uppákomur fyrir yngri flokka körfunnar í Keflavík. Fylgjast má með starfi yngri flokka á nýrri Facebook síðu sem ber nafnið Keflavík karfa – yngri flokkar og á Snapchat aðgangi sem hægt er að finna undir yngriflkeflavik. Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Getraunir

1x2 Stöndum vörð um Íslenskar Getraunir! Munum að styðja við okkar félag með að merkja við 230

Þeir sem tippa hjá Íslenskum Getraunum og merkja við 230 eru um leið að styðja við bakið á barna og unglingastarfi Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Tippað á netinu Mestur hluti seldra raða fer fram á netinu. Slóðin er 1x2.is. Þar spila fjölmargir, annaðhvort einir eða sem hópur. Við hvetjum þá auðvitað til að merkja við 230.

SÖLUUMBOÐ ÖSKJU Á REYKJANESI Sími 420 5000 30

Jólablað 2017

Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur


Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð

Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is.

Slökkvitæki, léttvatn 6 l

Eldvarnarteppi, 1,1x1,1 m

Reykskynjari, optískur

Skyndihjálparpúði

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

8.865 kr.

ELDVARNIR

3.088 kr.

1.386 kr.

Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400

7.328 kr.

Nánar á oryggi.is

Jólalukka

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

Sími 421 4777

Óskar Suðurnesjamönnum 2017

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

SEX ÞÚSUND VINNINGAR AUK GLÆSILEGRA ÚRDRÁTTARVINNINGA ❱❱ iPhone X ❱❱ ICELANDAIR ferðavinningar ❱❱ Gjafabréf frá NETTÓ ❱❱ Konfektkassar

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM Jólablað 2017

31


Fimleikar:

Eva Hrund þjálfari með stelpunum í fimleikasalnum.

Æfingaferð Boston

F

jórar stelpur í meistarahóp Keflavíkur héldu í æfingaferð til Boston þann 4. júlí. Stelpurnar í ferðinni voru þær Alísa Andrésdóttir, Hanna María Sigurðardóttir, Svanhildur Reykdal og Tanja Alexandra Sigurðardóttir. Með þeim í för var fararstjórinn og mamman Aðalheiður Erla Bjarnleifsdóttir og þjálfarinn Eva Hrund Gunnarsdóttir. Æfingabúðirnar sem heita Gym Momentum eru í eigu Íslandsvinarins Tony Retrosi en Tony hefur kennt fjölmörg námskeið á vegum Fimleikasambands Íslands. En þess má geta að hann er einnig í framboði til þess að verða næsti formaður bandaríska Fimleikasambandsins. Æfingabúðirnar voru rosalega flottar og með frábæru starfsfólki. Einn þjálfarinn í æfingabúðunum er þjálfari Gabby Douglas, hann Christian Gallardo og annar Wendy Bruce Martin en hún var hér áður fyrr í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. Ferðin var í heild sinni 13 dagar en skipulagðar æfingar voru þó eingöngu í fjóra daga. Hina dagana gátum við notað fimleikasalinn en einnig var líkamsrækt á hótelinu okkar. Æfingarnar byrjuðu kl. 09:00 á morgnana og voru til klukkan 18:00 á daginn. Því má segja að þá daga sem æfingarnar voru var mikil þreyta í liðinu og mikill svefngalsi á kvöldin. Hina dagana var ýmislegt brallað eins og ferð á ströndina og í vatnagarð, trampólíngarð, verslunarferð, sundlaugarferð og grill til fjölskyldu þjálfarans hennar Evu. Í þeirri ferð

32

Jólablað 2017

Alísa Rún með verðlaunin sín.


var einnig farið í keilu. Hina dagana var ýmislegt brallað en kvöldin enduðu yfirleitt á góðum veitingastöðum. Fimleikasalurinn, Yellow Jackets, þar sem æfingabúðirnar voru haldnar eru í eigu Peter Kormann en hann var fyrstur Bandaríkjamanna til að vinna medalíu gegn Sovétmönnum. Einnig var hann fyrstur Bandaríkjamanna til að vinna medalíu á Ólympíuleikum í fimleikum í 44 ár. Peter bauð okkur Íslendingunum, Þjóðverjunum og þjálfurum í grill og sundlaugarpartý. Það var nokkuð merk stund er við fengum að skoða Ólympíu medalíuna hans, en hann vann brons á gólfi árið 1976. Á síðasta degi hlaut Alísa tvenn verðlaun, eitt fyrir að vera andlega sterkasta manneskjan í æfingabúðunum og önnur fyrir frábæra frammistöðu á gólfi. Þessi ferð var ógleymanleg og við eignuðumst marga nýja vini. Tengslanetið okkar hefur stækkað töluvert. Ég vona innilega að þetta sé ekki síðasta og eina árið sem við sendum iðkendur í þessar frábæru æfingabúðir í eigu Tony Retrosi. Eva Hrund Gunnarsdóttir yfirþjálfari áhaldafimleika Keflavíkur

Svanhildur, Tanja, Hanna og Alísa á góðri stundu.

Stelpurnar með Tony Retrosi þjálfara.

Æfingaferð Akureyri

Á

góðum sumardegi þann 19. júní 2017 héldu 21 iðkandi fimleikadeildar Keflavíkur norður á Akureyri. Tilgangur ferðarinnar var skýr: hópefli, skipta um umhverfi og æfa stíft. Iðkendurnir voru bæði kvenkyns og karlkyns og að mestu leyti að æfa 3. og 4. þrep íslenska fimleikastigans. Með þeim fóru frábærir fararstjórar sem voru úr foreldrahópnum sem og þjálfarar þeirra, þau Dimitri Voronin, Eva Hrund Gunnarsdóttir, Natalia Voronin og Vilhjálmur Ólafsson. Skipuleggjendur ferðarinnar voru þær María Óladóttir og Bryndís Jóna Magnúsdóttir og eiga þær skilið mikið hrós fyrir frábært skipulag. Krakkarnir mættu á sína fyrstu æfingu í Fimak á mánudegi og tóku þá tveggja klukkustunda æfingu, enda var það alveg nóg eftir langt ferðarlag. Eftir æfinguna fóru krakkarnir yfir í Viðjulund þar sem þau gistu og fóru snemma í háttinn en þeirra beið löng æfing daginn eftir. Á þriðjudegi og miðvikudegi æfðu krakkarnir í fimm klukkustundir og á föstudegi í tvær og hálfa klukkustund. Þjálfarateymið var öflugt og pössuðu Natalia og Dima upp á að upphitun væri fjölbreytt og skemmtileg. Flestir iðkendur náðu að gera eitthvað nýtt eða bættu sig að einhverju leyti. Hópurinn á heimleið.

Strákarnir fengu líka ís.

Margrét Júlía, Helen María og Ásdís Birta.

Skipuleggjendur og fararstjórar pössuðu upp á að krakkarnir skemmtu sér vel og skipulögðu ýmsar ferðir líkt og Brynjuísferð, ferð í jólaland og sundferð. Það sem var langskemmtilegast var ferð út fyrir Akureyri eða í Melgerðismela en þar var boðið upp á leiki, grill og útsýnisflug! Þvílíkt stuð. Ferðin heppnaðist það vel að nokkuð er ljóst að farið verður í aðra ferð að ári liðnu. Vonandi verður iðkendafjöldinn enn meiri og ferðin hugsanlega lengri. Áfram Keflavík! Eva Hrund Gunnarsdóttir yfirþjálfari áhaldafimleika Keflavíkur

Auðvitað var farið og fengið sér Brynju ís.

Ásdís Birta, Kristín Embla, Aldís Ögn, Íris og Helen María.

Jólablað 2017

33


Afrekshópur á Akureyri.

Sjósund á Ljósanótt.

Sundárið 2017

S

unddeild Keflavíkur og Sunddeild Njarðvíkur eru eins og undanfarin ár í góðu samstarfi undir merkjum Sundráðs ÍRB. Saman eigum við eitt fremsta sundlið landsins og stóran hóp af sundmönnum í landsliðsverkefnum bæði hjá unglingum og fullorðnum. Við höfum átt farsælt ár og höfum haldið áfram uppbyggingu á okkar góða sundhóp. Töluverðar breytingar hafa orðið á elsta hópnum okkar, en nokkrir af elstu sundmönnum okkar hafa farið í vinnu og nám bæði hér heima og erlendis. Tveir sundmenn, þau Íris Ósk Hilmarsdóttir og Þröstur Bjarnason, eru farin á vit ævintýranna í USA. Þar munu þau stunda nám á skólastyrk við McKendree Háskólann í Illinois samhliða því að framlengja sundferilinn sinn. Við hjá ÍRB óskum þeim góðs gengis í Ameríku og vonumst til að fá að njóta krafta þeirra á næstu misserum. Árið er búið að vera mjög gott fyrir félagið. Margir ungir og efnilegir sundmenn eru að koma inn í elstu hópana okkar og munu eflaust styrkja liðið á komandi árum. Í maí höldum við lokahóf þar sem við komum saman, skemmtum okkur, borðum góðan mat og veitum sundmönnum okkar viðurkenningar fyrir árangur sinn. Æfingadagarnir, sjósundið og fréttabréfið okkar er allt á sínum stað og eru allar upplýsingar um starfsemina á heimasíða okkar, www.keflavik.is/sund. Samstarf Sunddeildanna tveggja er forsenda fyrir þeim góða árangri sem liðið er að ná. Með þessu samstarfi skapast tækifæri fyrir iðkendur sem annars væru ekki til staðar. Við getum með þessu móti boðið upp á þjálfun eins og hún gerist best hér á landi og þótt víðar væri leitað.

Bikarmeistarar í 2.deild.

34

Jólablað 2017

AMÍ hópurinn. Helgina 6. – 11. desember 2016 fór fram í Windsor í Kanada HM25. Þar var okkar maður, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, og stóð hann sig gríðarlega vel. Hann bætti sinn besta tíma í 50m baksundi og var alveg við sinn besta tíma í 100m baksundi. Davíð var jafnframt í fimm boðsundssveitum sem allar settu Íslandsmet á mótinu. Það virðist vera sama í hvað boðsundssveit hann syndir, útkoman er alltaf Íslandsmet, en Davíð er búinn að vera í metasveitum í níu skipti núna í haust. Helgina 9. – 11. desember 2016 fór fram í Kolding í Danmörku Norðurlandameistaramót. Okkar fulltrúi þar var Stefanía Sigurþórsdóttir og með henni í för var Steindór Gunnarsson þjálfari. Stefanía stóð sig vel og var að synda við sína bestu tíma. Sunddeild Keflavíkur útnefndi þau Stefaníu Sigurþórsdóttur og Þröst Bjarnason sem sundkonu og sundmann ársins. Í hófi sem aðalstjórn Keflavíkur

hélt í lok desember 2016 var Þröstur útnefndur íþróttakarl Keflavíkur úr glæstum hópi íþróttafólks. Á verðlaunaafhendingu ÍRB á síðasta degi ársins fengum við svo sannarlega viðurkenningu á okkar starfi. Sundliðið okkar átti flesta Íslandsmeistarana og ÍRB eignaðist bæði Íþróttamann og Íþróttakonu Reykjanesbæjar 2016. Það voru þau Þröstur Bjarnason og Sunneva Dögg Robertson, þau voru jafnframt valin sundmaður og sundkona Reykjanesbæjar árið 2016. Helgina 20. - 22. janúar sl. lögðum við land undir fót og héldum til Lyngby í Danmörku á Lyngby Open sundmótið. Sundfólkið okkar var að standa sig afar vel og vann hópurinn til átján verðlauna og var Þröstur Bjarnason sprettharðasti sundmaður mótsins. Hann bar sigur úr býtum í útsláttarkeppni í 50m skriðsundi. Þröstur Bjarnason, Björgvin Theódór Hilmarsson, Sylwia Sienkiewicz, Baldvin

Rebekka, Eva, Thelma, Ásta, Hafdís og Sólveig.


Sigmarsson og Íris Ósk Hilmarsdóttir komust öll á pall í Lyngby. Helgina 27. – 29. janúar kepptu sundmenn úr Framtíðarhóp á RIG og þar setti Eva Margrét Falsdóttir nýtt meyjamet í 100 metra bringusundi. Til hamingju Eva Margrét. Helgina 4. - 5. mars kepptu sundmenn okkar á sundmóti Fjölnis. Þar gerði Már Gunnarsson sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í 800m skriðsundi í flokki S12. Til hamingju Már. Helgina 22. - 24. apríl fór fram í Laugardalslaug Íslandsmeistaramót í 50m laug. Mótið var mjög sterkt og allir bestu sundmenn landsins voru mættir til leiks. Sundmenn okkar stóðu sig að venju vel og vann ÍRB til 10 Íslandsmeistaratitla. En alls unnum við til 32 verðlauna: 10 gull, 12 silfur og 10 brons. Einnig bætti Eva Margrét Falsdóttir eigið meyjamet í 100m bringusundi. Til hamingju Eva Margrét. Helgina 6. – 8. maí fór fram okkar árlega Landsbankamót í Vatnaveröld. Um 410 sundmenn úr öðrum félögum komu til keppni. Í heildina með okkar fólki voru því rúmlega 500 sundmenn sem kepptu á mótinu þessa helgi. Alls féllu 24 mótsmet á Landsbankamótinu 2017 og þar átti okkar fólk 10 af þessum mótsmetum. Á Landsbankamótinu var sett heimsmet fatlaðra. Heimsmetið var sett af Hirti Má Ingvarssyni úr Firði í 1500m skriðsundi en hann keppir í flokki S6. Fyrsta heimsmetið sem slegið er í Vatnaveröldinni er því orðið staðreynd. Óskum við Hirti til hamingju með heimsmetið. Að loknu Landsbankamótinu héldum við okkar árlega lokahóf. Þar voru gerð upp bæði afrek ársins 2016 sem og sundársins 2016-2017. Við Yngsti hópurinn ákváðum að hafa lokahófið með okkar. aðeins breyttu sniði í ár. Við miðuðum verðlaunafhendingar við það að sem flestir fengju viðurkenningu ásamt því að styðjast við reglur ÍSÍ um verðlaunaveitingar í fyrirmyndarfélagi. Lokahófið var einkar vel heppnað og mæting var góð. Boðið var upp á hamborgara og meðlæti frá Skólamat. Við þökkum kærlega öllum þeim foreldrum og aðstandendum sem lögðu fram krafta sína þessa helgi. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Jóhann Björnsson gerði góða hluti á Íslandsmóti Garpa sem haldið var í Ásvallalaug fyrstu helgina í maí. Jóhann sem keppti í flokki 50-54 varð tvöfaldur Íslandsmeistari en hann sigraði bæði í 50m og 100m flugsundi. Fjórir sundmenn okkar kepptu með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marinó. En það voru þau Íris Ósk Hilmarsdóttir, Þröstur Bjarnason, Kristófer Sigurðsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og með þeim í för var Steindór Gunnarsson þjálfari. Komust þeir Davið Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason á pall í einstaklingsgreinum. Kristófer Sigurðsson, Þröstur Bjarnason og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson komust einnig á pall með boðsundssveitum. Davíð synti m.a. í 4 x100m skriðsundi og 4 x100m fjórsundi og settu þessar sveitir landsmet í þessum greinum. Helgina 23. – 25. júní var AMÍ haldið í Laugardalslaug. Sundfólkið okkar stóð sig hreint stórkostlega og skyldu þau allt eftir í lauginni. Þegar upp var staðið og búið var að fara yfir alla útreikninga þá varð niðurstaðan sú að SH bar sigurorð af okkur með einungis sex stigum og annað sætið staðreynd. Lokahófið bar þess merki að við höfum verið að

Clifford, Aron, Fannar og Daníel.

Fjör á Speedomóti. gera mjög góða hluti á mótinu. Við áttum þrjá af sex í stigahæstu sundmönnum mótsins, við áttum sundmanninn sem hlaut Ólafsbikarinn en einnig fékk liðið verðlaun fyrir prúðmennsku. Eva Margrét Falsdóttir varð stigahæst í meyjaflokki ásamt því að vinna Ólafsbikarinn, Aron Fannar Kristínarson varð stigahæstur í drengjaflokki og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var stigahæst í stúlknaflokki. Áfram ÍRB !

Við syntum okkar árlega sjósund á föstudeginum á Ljósanæturhelginni. Við hoppum í sjóinn á móts við grjótgarðana hjá Víkingaheimum og syntum svo til skiptis í nokkrum hópum að Keflavíkurhöfn. Sjósund sem þetta væri ekki framkvæmanlegt nema fyrir frábæra aðstoð frá Björgunarsveitinni Suðurnes og eiga þeir miklar þakkir skyldar fyrir þeirra framlag. Þeir sigla með okkur alla leið á stórum báti ásamt tveimur gúmmíbátum með köfurum og björgunarsveitarmönnum og tryggja þannig að allir séu öruggir í ferðinni. Við gátum varla verið heppnari með veður og hitastig sjávar og gekk sundferðin í alla staði mjög vel. Á bryggjunni í Keflavík beið síðan talsverður hópur foreldra og velunnara til að taka á móti okkur. Hópnum var síðan boðið heitt kakó og kringlur á bryggjunni að loknu sundi. Skemmtilegur viðburður sem er orðinn að skemmtilegri hefð. Bikarkeppni SSÍ fór fram í Vatnaveröld síðustu

helgina í september. Góður árangur náðist í mörgum greinum hjá okkar fólki þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið. Margir bættu tímana sína en alls í 28 sundum komu bestu tímar sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Í 1. deildinni þá endaði kvennaliðið okkar í öðru sæti í eftir hörkukeppni við lið SH og karlaliðið hafnaði í þriðja sæti. Við sendum einnig kvennalið í 2. deildina sem gerði sér lítið fyrir og rúllaði deildinni upp annað árið í röð. Mikil breidd er í kvennaliðunum okkar en meðalaldurinn er ekki hár og er því ljóst að kvennadeildirnar hjá okkur verða öflugar á komandi árum. Karlaliðið er með nokkur skörð þar sem sérstaklega vantar eldri sundmenn en þar er sama staðan og hjá stúlkunum, meðalaldurinn ekki hár en margt flott í kortunum. Íslandsmeistaramótið í 25m laug var haldið í Laugardalslaug helgina 17. - 19. nóvember og stóð lið ÍRB sig vel á þessu móti. Alls vann ÍRB til 24 verðlauna, fimm gull, tíu silfur og níu brons. Mikil kynslóðaskipti eru hjá okkur og var liðið að stórum hluta skipað ungum en mjög efnilegum sundmönnum. Af 22 sundmönnum voru níu sundmenn 14 ára og yngri og voru þau flest á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti. Í febrúar og nóvember höldum við Speedomótin okkar. Þá koma sundmennt 12 ára og yngri saman einn laugardag og keppa fyrir og eftir hádegi ásamt því sem við bjóðum upp á mat í hádeginu. Mótið er alltaf að stækka og kepptu um 200 krakkar í Vatnaveröldinni núna í nóvember. Öll umgjörð mótsins hefur verið til mikillar fyrirmyndar fyrir félagið og eiga foreldrar og stjórnarfólk mikið hrós skilið fyrir flott mót og samhent vinnubrögð við undirbúning, mönnun og frágang við mótið. Við tókum einnig þátt í mörgum öðrum mótum félagsliða þar sem sundmenn okkar komu að venju vel fyrir, stóðu sig vel og voru sjálfum sér og félagi okkar til mikils sóma. Hægt er að sjá úrslit þessara móta hér: http://keflavik.is/sund/keppni/ urslit/. Það er mikil vinna við að halda úti þessu öfluga starfi. Bæði hvað varðar rekstur á félaginu, vinnu á sundmótum og aðrar uppákomur sem félagið stendur fyrir. Vert er að þakka því góða fólki sem í mörg ár hefur unnið ötult starf fyrir félagið og stendur sig ávallt með sóma. Það var mér því mikil ánægja að á sundþingi SSÍ í lok mars voru þrír aðilar frá ÍRB heiðraðir fyrir störf sín í þágu sundíþróttarinnar á Íslandi. Steindór Gunnarsson yfirþjálfari ÍRB var sæmdur gullmerki SSÍ. Steindór er fyrrverandi landsliðsþjálfari og var heiðraður fyrir að vera óþreytandi í starfi sínu fyrir sund á Íslandi. Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður sundráðs ÍRB var sæmd silfurmerki SSÍ fyrir störf sín í þágu sundíþróttarinnar á Íslandi. SigurÞór Sævarsson var sæmdur silfurmerki SSÍ fyrir störf sín sem alþjóðlegur ræsir. Til hamingju með þennan heiður. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hjá okkur margreynda og góða sundþjálfara, þrekþjálfara og jógakennara. Við viljum þakka þeim ásamt starfsfólki Vatnaveraldar og okkar helstu styrktaraðilum, Landsbankanum, Reykjanesbæ, Nettó, Speedo, Krónunni og Sigurjóni í Sigurjónsbakaríi ásamt öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Það eru mér forréttindi að fá að taka þátt í þessu starfi og ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt. Hilmar Örn Jónasson Formaður Sunddeildar Keflavíkur

Jólablað 2017

35


Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

ÞORRATILBOÐ 2018 Tilboð á sérmerktum glösum fyrir þorrablót

Norðlingabraut 14 - 110 Reykjavík Sími 569 9000 - sala@bros.is - www.bros.is

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Óskum viðskiptavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971

Verktakar • Ráðgjöf

Sími 421 2884 • rekan@rekan.is

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vinur við veginn 36

Jólablað 2017

Gleðilega hátíð ! Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða.


Blakdeild Keflavíkur

Á

rið 2017 hefur verið viðburðamikið hjá blökurum í Keflavík. Strákarnir luku sínu fyrsta keppnisári á Íslandsmótinu og fengu mjög góða reynslu í að taka þátt í alvöru mótum. Þeir skráðu sig síðan aftur til keppni í haust og hafa þegar þetta er skrifað lokið fyrstu helginni af þremur og eru í 4. sæti deildarinnar eins og stendur. Stelpurnar skráðu sig til leiks í fyrsta sinn núna í haust og hafa einnig lokið fyrsta mótinu og eru sem stendur í 2. sæti í þeirra riðli með eitt tap á bakinu. Bæði liðin eiga eftir tvær keppnishelgar svo endanleg úrslit verða ekki ljós strax. Bæði karla og kvennaliðin hafa skráð sig í bikarkeppni BLÍ haustið 2017 og fer fyrsta umferðin fram í nóvember. Konurnar fá heimaleik á móti Laugdælum en karlarnir útileik á móti Hrunamönnum. Tímasetningin er ekki komin á hreint fyrir þessa leiki. Blakdeildin réð í haust til sín pólskan þjálfara, Michal Rybek, en það er mikil fengur fyrir deildina að fá til sín menntaðan þjálfara og framfarirnar hafa verið miklar hjá öllum iðkendum. Til að byrja með var einnig aðstoðarþjálfarinn Krzysiek Majewicz með honum en því miður er hann fluttur aftur til Póllands. Í stað hans hefur Svandís Þorsteinsdóttir verið Michal innan handar en hún hefur séð um þjálfun barnanna undanfarin ár. Barnastarfið heldur áfram að stækka og í vor voru fimm börn fædd 2004-1998 að æfa. Börnunum hefur fjölgað núna í haust en núna eru 11 börn skráð á aldrinum 2011-1999, bæði strákar og

3. sæti á öldung 2017 hjá konunum.

stelpur. Við viljum endilega fá fleiri börn á æfingar þar sem okkur vantar ekki marga iðkendur í hvern aldurshóp til þess að geta sent lið frá Keflavík á yngriflokkamótin. Börnin hafa líka farið á haustin og vorin í æfingabúðir þar sem þau eru eina helgi að æfa með landsliðsþjálfurum landsins og í leiðinni er verið að fylgjast með framförum barnanna til þess að sjá hvort þau geti gert tilkall til þess að komast í yngriflokka landsliðin. Þetta haustið eignuðumst við í Keflavík strák sem var valinn í 15 manna úrtak U19 sem var svo valinn 1. varamaður inn í landsliðið. Þetta er frábær árangur hjá okkar dreng og við vonumst til að hann komist enn lengra næst og hver veit nema að hann komist þá í landsliðshópinn. Öldungarnir í Blakdeild Keflavíkur tók þátt í öldungamótinu sem að þessu sinni var haldið í Mosfellsbæ dagana 27.- 30. apríl. Á mótinu voru 164

lið eða rúmlega 1500 þátttakendur af öllu landinu og var þetta stærsta mótið til þessa. Liðin samanstanda af keppendum 30 ára og eldri og er eins konar uppskeruhátíð eldri blakara í landinu. Karlarnir okkar sameinuðust öðru liðið þar sem þeir náðu ekki að manna lið þetta árið og þeir dreifðu sér því í nokkrar deildir og höfðu þeir mjög gaman af þessu og er stefnt á að sameinast þessu liði aftur. Stelpurnar voru líka að keppa og þær enduðu í 3. sæti í sinni deild sem var 7B. Í vor bauðst okkur að sjá um æfingaleik hjá kvennalandsliðinu sem við gerðum og þær kepptu á móti Danmörku í íþróttahúsinu við Heiðarskóla þann 21. maí síðastliðinn. Nú í haust bauðst Blakdeildinni að halda keppni Meistara Meistaranna sem við tókum að okkur og þeir leikir voru spilaðir í íþróttahúsinu við Akurskóla þann 23. september. Þar kepptu HK-Afturelding bæði í karla og kvenna, þar sem HK urðu Íslandsmeistarar bæði karla og kvenna síðasta árs en Afturelding bikarmeistari karla og kvenna. HK vann karlamegin og Afturelding vann konumegin en þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni er haldin í blaki á Íslandi. Við vonum að þetta sé bara byrjunin á þessum stóru leikjum sem við í Keflavík fáum til okkar. Við viljum bjóða öllum þeim sem hafa áhuga á að kíkja á æfingar hjá okkur að hafa samband og/ eða kíkja við á æfingu. Upplýsingar um æfingatímana er hægt að finna á heimasíðu Keflavíkur. Fyrir hönd Blakdeildar Keflavíkur Svandís Þorsteinsdóttir

Karlaliðið á Íslandsmótinu 2016-2017.

Jólablað 2017

37


Badmintondeild:

Umhleypingasamt árið 2017

A

llt var við það sama hjá Badmintondeildinni þetta ágæta ár 2017. Við vorum með okkar tíma í íþróttahúsinu við Heiðarskóla á laugardögum frá 12:30 - 14:00. Við byrjuðum árið full bjartsýni að vanda í janúar. Ekki voru margir iðkendur hjá okkur en þetta slapp samt því vellirnir til að spila á eru nú bara fjórir svo ekki þarf fjölmenni til að nýta þá til fulls. Nokkuð var um að fjölskyldur kæmu í einn og einn tíma og spilaði þá allur aldur saman og þótti það mjög skemmtilegt. Allir tímar voru fullnýttir fram á vor eða þar til við fórum í hefðbundið sumarfrí í maí. Ekki var nein þátttaka í mótum á vegum Badmintonhreyfingarinnar frekar en síðastliðin tvö ár. Einn af okkar velunnurum, Viðar Guðjónsson, sem stundaði badminton til fjölda ára bæði hjá Tennis og Badmintonfélagi Reykjavíkur og varð þar Íslandsmeistari hér á árum áður og við Badmintondeild Ungmennafélags Keflavíkur og svo við sameiningu hjá Íþrótta og ungmennafélagi Keflavíkur, kom í heimsókn til okkar einn laugardaginn í vor eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Spjallaði hann þá við okkar yngsta iðkanda, Hallmund Kára Hrafnkelsson, sem sagði Viðari að hann væri mjög áhugasamur um þessa grein. Viðar brá sér þá heim og sótti badmintonspaða og færði þeim stutta að gjöf en þetta var einnmitt spaðinn sem Viðar hafði spilað með þegar hann vann sinn Íslandsmeistaratitil um miðja síðustu öld eða upp úr því. Þess má geta að spaðinn er í toppstandi þrátt fyrir háan aldur og því mikill fengur og hvatning fyrir ungan spilara að eignast svona gersemi sem vonandi færir honum lukku og

ánægju á sínum ferli, hvort sem er til keppni eða bara til ánægju. Eins og allir vita er badminton grein sem allir geta stundað og haft af bæði hreyfingu og skemmtun. Það má segja að þessi heimsókn Viðars hafi verið hápunkturinn hjá okkur allt þetta herrans ár 2017 því eftir sumarfrí þegar kom að gangsetn-

ingu æfinga fyrir haustönnina mætti ekki sála. Var nú úr vöndu að ráða hvað skyldi gera en ekki má gleyma því að við höfum síðastliðin ár barist fyrir tilveru okkar og erum ekki tilbúin að kasta inn handklæðinu. Við tókum heldur þá ákvörðun að nota þetta haust til að setjast niður og fara yfir málin. Endurskipulagning stendur því yfir og erum við sem að deildinni stöndum og höfum staðið síðan á síðustu öld full bjartsýni á að það takist að endurlífga þessa íþrótt hér í Reykjanesbæ sem okkur þykir svo vænt um. Það yrði mikil eftirsjá ef ekki væri hægt að koma á koppinn badmintonspilun með einum eða öðrum hætti. Við trúum því staðfastlega að þetta sé hægt og því biðlum við til allra áhugasamra einstaklinga að koma til liðs við okkur á nýju badminton ári 2018. Þegar við förum af stað með æfingar, í hvaða mynd sem þær verða eða hvaða hópa við munum leggja áherslu á til að byrja með. Það komu ýmsar hugmyndir inn á borð til okkar á nýafstöðnum formannafundi hjá Badmintonsambandi Íslands sem við ætlum að leggjast yfir og reyna að útfæra. En við urðum þess áskynja að greinin í heild sinni á undir högg að sækja. Að lokum viljum við þakka stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fyrir þeirra stuðning og húsvörðum við íþróttahús Heiðarskóla fyrir þeirra skilning gegnum súrt og sætt. Sendum við svo öllum bæjarbúum okkar innilegustu jólaog nýjárskveðjur með von um að við sjáum sem flesta í okkar röðum á nýju ári.

Hallmundur með nýja spaðann sinn.

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

HS Veitur hf www.hsveitur.is og á 38

Jólablað 2017

Með íþróttakveðju, Íslandi allt Dagbjört Ýr Gylfadóttir Gjaldkeri Badmintondeildar


Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Opnunartími: OPIÐ: 6:45 - 20:006.30 virka- 20.30 daga, 8:00 - 18:00 um helgar Mánud. - fimtud. Föstud. 6.30 - 19.30 Laugard. og sunnud. 9.00 -17.30 Sími: 420 1500

frítt fyrir börn

fjölskyldusundlaug

Jólablað 2017

39


Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Profile for Keflavik

Keflavík2017 low  

Jólablað Keflavíkur 2017

Keflavík2017 low  

Jólablað Keflavíkur 2017

Profile for keflavik
Advertisement