Fimleikar:
Emma Jónsdóttir fimleikakona Keflavíkur 2019
E
mma Jónsdóttir var fyrr á þessu ári valin í landsliðshóp í blandað lið unglinga og er stefnan sett á að komast á EM 2021. Fimleikakona Keflavíkur 2019 er Emma Jónsdóttir. Hún er 15 ára og hefur æft fimleika frá þriggja ára aldri. Emma er dugleg og vinnusöm og er svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Hún eyðir flestum stundum í fimleikahúsinu á æfingu eða að þjálfa yngri hópa í hópfimleikum. Fimleikar skipa það stóran sess hjá Emmu að meira að segja fermingardagurinn var ekki undanskilinn, dagurinn byrjaði á fimleikamóti og þaðan hlaupið í greiðslu og ekki mátti muna miklu á að koma of seint í athöfnina. En það kom ekki til greina að sleppa fimleikamótinu. Dugnaðurinn og vinnusemin hafa skilað sér vel því Emma var fyrr á þessu ári valin í landsliðshóp í blandað lið unglinga og er stefnan sett á að komast á EM 2021. Við fengum nokkra af yngri iðkendum okkar í fimleikadeildinni til að semja spurningar um það sem þá langar að vita um Emmu. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að æfa fimleika? Ég byrjaði í krakkafimleikum tveggja eða þriggja ára og er búin að vera í fimleikum síðan. Æfir þú einhverjar aðrar íþróttir? Nei ég æfi bara fimleika en ég hef æft bæði sund og körfubolta. Hver var fyrstu þjálfarinn þinn? Ég man það ekki, því miður.
Hve oft hefur þú keppt? Of oft til að hægt sé að telja það. Varstu hissa þegar þú varst valin í landsliðshóp? Já, þetta kom skemmtilega á óvart. Ég var í unglingavinnunni í Akademíunni með vinkonu minni að þrífa glerið á efri hæðinni, síðan kemur mamma og segir „til hamingju“ en ég fatta ekkert. Síðan segir hún mér að ég hafi verið valin í landsliðshóp. Ég varð mjög hissa og bjóst ekkert við því þannig það komu nokkuð mörg gleðitár.
Hefur þú verið hrædd eða stressuð að keppa? Já ég verð oftast mjög stressuð þegar ég er að fara að keppa, en það hefur alltaf hjálpað mér mikið. Ertu tapsár? Já haha ég er mjög tapsár. Hefur þú alltaf æft hópfimleika? Nei, ég byrjaði í áhaldafimleikum en skipti yfir í hópfimleika fyrir þremur árum. Eru hópfimleikar og áhaldafimleikar ólíkir? Já mér finnst það vegna þess í áhaldafimleikum er maður að keppa í einstaklingskeppni en í hópfimleikum þá er maður hluti af liði. Í liðinu mínu erum við allar mjög góðar vinkonur hvetjum hvor aðra áfram. Auk þess er ekki keppt á sömu áhöldum.
Er gaman að vera í landsliðshópi? Já það er mjög gaman, mjög góð upplifun og reynsla. Er einnig búin að kynnast krökkum úr öðrum félögum og það er ótrúlega skemmtilegt. Hvaða áhald er skemmtilegast? Mér hefur alltaf fundist trampolín og afturábak umferð skemmtilegast síðan ég kom í hópfimleika. Hefur þú slasast í fimleikum? Ég hef einu sinni handleggsbrotnað og þurfti að fara með sjúkrabíl í bæinn þar sem ég fór í aðgerð. Ég fékk langa og erfiða æfingapásu það árið, ég var held ég 9 ára þannig það er orðið langt síðan þetta var. Hvað eru margar æfingar á viku? og gerir þú aukaæfingar heima? Ég æfi 6 sinnum í viku. Ég er ekki mikið að taka aukaæfingar heima nema núna út af Covid þá æfi ég alla daga heima. En ég er líka dugleg að æfa armbeygjur heima fyrir Skólahreysti. Hver er þín fyrirmynd í fimleikum? Kolbrún Þöll hefur lengi verið fyrirmyndin mín.
36
Jólablað 2020
Áttu einhver systkini og æfa þau fimleika? Já, ég á tvö systkini. Júlía Inga er 13 ára og Jóhann Gunnar er 7 ára. Bróðir minn æfir hópfimleika núna og Júlía Inga æfði þegar hún var yngri. Áttu lukkugrip? Nei ekki beint, en mamma hefur alltaf verið minn helsti stuðningsmaður og hefur hvatt mig mjög mikið áfram. Borðar þú nammi? Já haha ég er mjög mikill nammigrís. Langar þig í gæludýr? Ég hef aldrei verið mikil dýramanneskja, en mér langar hins vegar lúmskt mikið í hund. Hver eru áhugamálin þín? Fimleikar, skíði og vera með vinum mínum.